Entries by Ómar

Skrímsli í Kleifarvatni – Einar Sigurðsson í Ertu

Í Morgunblaðinu 1984 er viðtal við Einar Sigurðsson í Ertu um  „Skrímsli í Kleifarvatni„: „Ég sé enga ástæðu til þess að Kleifarvatnsskrímslinu sé minni sómi sýndur en Lagarfljótsorminum og tel að hér í Hafnarfirði þurfi að gera átak í þessum skrímslamálum hið fyrsta. Hvers vegna skyldi Kleifarvatnsskrímslið sætta sig við að það sé látið liggja […]

Prestsvarðan – varða séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests ofan Leiru

Í Faxa 1999 er fjallað um „Prestsvörðuna“ – vörðu séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests (1837-1887) austarlega í Miðnesheiði, ofan Leiru: „Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen var fæddur hinn 2.11.1808 í litla prestseturskotinu að Seli við Reykjavík. Hann var sonur prestshjónanna sr. Brynjólfs Sigurðssonar og Steinunnar Helgadóttur. Sigurður flutti ungur að árum eða 18 ára í Garðinn. […]

Arnarseturshraun – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Arnarseturshraun“ á Gíghæð ofan Grindavíkur og reynir að áætla aldur þess. Arnarseturshraun, sem rann úr gígum efst í Arnarsetri, nefnast ýmsum nöfnum, en hafa þó það sameiginlegt að hafa runnið úr sömu goshrinum (-hrinum): Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem […]

Undir og yfir Krýsuvíkurbjargi

Í Morgunblaðinu 1951 skrifar Kjartan Sveinsson minningarorð um Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg bjó ásamt eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni, í Krýsuvík á árunum 1907-1914. Of sjaldan hefur kvennanna fyrrum verið minnst með svo sanngjörnum hætti. Hér á eftir verður í framhaldinu endurbirtar lýsingar tveggja manna á ferðum þeirra um Krýsuvíkurberg (-bjarg) eftir miðja síðustu öld. Lýsingarnar þarf […]

Hreindýrsslagurinn í Þingvallarétt haustið 1854

Fjárréttir í Þingvallasveit fyrrum voru nokkrar. Í dag eru flestar þeirra fallnar í gleymskunnar dá. Eftir standa þó minjarnar um það sem var. Skammt austan við Brúsastaði (vestan við Bárukot) er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni […]

Kálfatjörn; kirkjan, búskapur, túnakort og tóftir – skilti

Á Kálfatjörn, þar sem íbúðarhúsið stóð er tvískipt skilti. Á öðru þeirra er fjallað um túnakort og minjar og á hinu um Kálfatjörn. Á með má lesa eftirfarandi texta: Kirkjur á Kálfatjörn Í máldaga (skrá um eignir kirkju) Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 er getið um kirkju á Bakka. En vegna landbrots af […]

Eldgos í Geldingadölum Fagradalsfjalls

Í frétt RÚV þann 19. mars 2021 segir frá eldgosinu í Geldingadölum í Fagradalsfjalli: „Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl hafa fleiri gossprungur opnast. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu.“ Framangreint gos í […]

Esjuberg; minjar og örnefni

Í skýrslu um „Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar“ árið 2020 eru fornleifalýsingar. Ein þeirra getur um Esjuberg, sbr. eftirfarandi: „Bærinn á Esjubergi stendur á skriðuvæng upp undir rótum Esju. Mörk jarðarinnar eru á móti Skrauthólum að vestan og Mógilsá að austan. Á Esjubergi voru áður fyrr samþykktir og kveðnir upp dómar. […]

Arahóll og Aragerði – skilti

Í Vogum er upplýsingaskilti við Arahól og Aragerði. Á skiltinu er eftirfarandi texti: Arahólavarða Vörðuna á Arahól lét Hallgrímur Scheving Árnason útvegsbóndi í Minni-Vogum hlaða árið 1890. Verkið vann frændi hans Sveinbjörn Stefánsson. Varðan er hlaðin úr höggnu hraungrýti og steinlímd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum í Reykjavík. Varðan mun ekki […]

Eyrarkotsbakki – skilti

Í Vogum, skammt norðan við Stóru-Voga, er fróðleiksskilti á Eyrarkotsbakka. Á því er eftirfarandi texti: Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar Í fjörunni má sjá leifar af Gömlubryggju sem reist var að tilstuðlan Útgerðarfélags Vatnsleysustrandar sem stofnað var 1930. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var breytt atvinnuástand í hreppnum í kjölfar þjóðfélagsbreytinga. Ungir menn réðu sig frekar á togara úr […]