Entries by Ómar

Vefsíða sem getur verið uppspretta að ókeypis leið til að hreyfa sig – Guðni Gíslason

Í Fjarðarfréttum í janúar 2020 segir ritstjórinn, Guðni Gíslason, frá endurnýjaðri vefsíðu FERLIRs (www.ferlir.is) undir fyrir sögninni; „Vefsíða sem getur verið uppspretta að ókeypis leið til að hreyfa sig“.  Þar segir m.a.: Í upphafi árs horfir fólk gjarnan til lýðheilsu sinnar fyrir reglubundna áeggjan fjölmiðla. „Svo virðist sem fréttaflutningurinn sé fyrst og fremst runninn undan […]

Þorbjarnastaðir í Hraunum – frásögn

Nýtti sem FERLIRsfélagi góðviðrið í morgun að rölta í rólegheitum um slóðir forferðranna í Hraunum. Á Þorbjarnastöðum bjuggu skömmu eftir aldarmótin 1900 langamma mín, Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Setbergi, og Þorkell Guðnason frá Guðnabæ í Selvogi. Hann var langdvölum við sjósókn, en Ingveldur stjórnaði búrekstrinum af röksemi. Þau, hjúin, eignuðust samt sem […]

Örnefni og örnefnaskráningar – dæmi um álitamál

Örnefni eru ekki bara örnefni. Þau geta einnig verið rangnefni í minni annarra er telja sig veita betur. Örnefni eiga það nefnilega til að breytast, bæði mann fram af manni sem og á milli manna í gegnum tíðina. Fólk flytur á brott og nýtt flytur að. Örnefni skráð á einum tíma af tilteknum aðila haft […]

Fornleifaskráningar skipta máli…

Vanda þarf til fornleifaskráninga. Allt of mörg dæmi eru um hið gagnstæða. Allar slíkar virðast vera samþykktar nánast athugasemdalaust af hálfu hins „opinbera“. Eftir að fornleifaskráning um fyrirhugaðan Suðurstrandaveg var gerð opinber og auglýst hafði verið eftir athugasemdum sendi undirritaður inn 23 slíkar. Þær voru listaðar upp og nánar tiltaldar – hver og ein. Vísað […]

Sérkennilegar móbergskúlur – Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallar um „Sérkennilegar móbergskúlur“ í Náttúrufræðingnum árið 1987: „Meðan ég var að vinna að jarðfræðikorti yfir Reykjanesskaga, það mun hafa verið 1963, veitti ég athygli sérkennilegum kúlum í móbergi í Bæjarfelli í Krýsuvík, og er þeim lýst í ritinu Jarðfræðikorti af Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978) svo sem hér segir: „Við lítið ból […]

Verbúðalíf í Herdísarvík og Selvogi – Einar Þorsteinsson

Einar Þorsteinsson frá Hreiðuborg skrifar um „Verbúðalíf í Herdísarvík og Selvogi“ á seinni hluta 19. aldar í Sunnudagsblað Alþýðublaðsins árið 1939: „Ég, Einar Þorsteinsson, er fæddur 8. desember 1870 í Móakoti hjá Hjalla í Ölfusi. Faðir minn var Þorsteinn Teitsson, sonur Teits Helgasonar hafnsögumanns á Eyrarbakka, er bjó í Einarshöfn. Móðir mín var Guðlaug Hannesdóttir […]

Vinnuskólinn í Krýsuvík

Viðurkenndar prófgráður hafa jafnan verið metnar til verðleika þegar sótt er um störf. Höfundur lauk m.a. barnskólaprófi, gagnfræðiprófi, menntaskólaprófi, stúdentsprófi, prófi frá Lögregluskóla ríkisins, prófi frá stjórnunarskóla FBI í Bandaríkjunum og prófi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, auk ótal prófgráða eftir hin og þessi námskeið í gegnum tíðina. Var auk þess í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndarmaður […]

Knarrarneskirkja

Mánudaginn 21. október 2013 birtist stutt frétt á vf.is: „Vill reisa kirkju að Minna Knarrarnesi. Birgir Þórarinsson guðfræðingur og fv. varaþingmaður í Suðurkjördæmi hefur sent umhverfis-og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga umsókn um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna-Knarrarnesi samkvæmt aðaluppdráttum Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts. Umhverfis- og skipulagsnefnd álítur að byggingin samræmist aðalskipulagi en að liggja þurfi fyrir […]

Skátalundur – skátaskálinn við Hvaleyrarvatn

Í Foringjanum 1968, blaði skáta, er frétt „Frá Hafnarfirði“ um skátaskálann við Hvaleyrarvatn, Skátalund, eftir Eirík Jóhannesson: „Frá St. Georgsgildinu hérna í Hafnarfirði er það helzt að frétta, að við héldum árshátíðina okkar um síðustu helgi, ásamt Hjálparsveitinni eins og undanfarin ár. Það sýnir að góð samvinna og vinátta er þar ríkjandi. Þarna munu vera […]

Vatnshlíðarlundur við Hvaleyrarvatn

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson, skipaverkfræðingur og siglingamálastjóri, og eiginkona hans, Else Sörensen Bárðarson, létu eftir sig miklar eignir en þau áttu enga afkomendur. Else lést 28. maí 2008 en Hjálmar tæplega ári seinna 7. apríl 2009. Létu þau eftir sig eignir og fjármuni sem þau ánöfnuðu nokkrum aðilum. Landgræðsla ríkisins og Landgræðslusjóður hlutu 30% af eigum […]