Entries by Ómar

Hafnarfjörður – Suðurbær

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2020“ segir frá Suðurbæ: „Hamarskot Elsta heimild um Hamarskot er frá 1565 en það skjal segir frá byggingu jarða Garðakirkju á Álftanesi, þar segir að Hamarskot sé „bygt fyrer iij vætter fiska. Vallarslätt. Med jördunne j kugillde“. Í annarri heimild frá 1579 segir að jörðin hafi fyrir allöngu verið komin í […]

Hið raunverulega Reykjanes – Leó M. Jónsson

Í grein í Faxa árið 2008 skrifar Leó M. Jónsson um „Ökuferð um Hafnahrepp“ og getur þar um skilgreininguna á „Hinu raunverulega Reykjanesi„, sem er að öllu leyti rétt, bæði skv. örnefnalýsingum og kortum fyrri tíðar: „Hið raunverulega Reykjanes Þegar haldið er lengra suður eftir veginum er komið á hæð þar sem vegurinn sveigir til […]

Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930 – Ólafur Ketilsson

Í Brúnni árið 1930 er fjallað um „Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930„. Frásögnin er hluti greinar Ólafs Ketilssonar í Höfnum í Ægi sama ár. Þar eru tíunduð skipströndin á nefndu tímabili, en í Brúnni er einungis fjallað um þann hluta er lítur að strandi Jamestown: „[Í síðustu tölublöð „Ægis“ (Ægir 01.11.1930 og 01.12.1930) skrifar Ólafur […]

Skipstrand í Höfnum – Friðrik Gunnlaugsson

Í Faxa  árið 1967 ræddi Hallgrímur Th. Björnsson við Friðrik Gunnlaugsson, 95 ára gamla sækempu, um „Skipstrand í Höfnum fyrir 85 árum„. Skipið, sem strandaði, var hið sögufræga Jamestown: „Fyrir tveimur árum, eða nánar til tekið í jólablaðinu 1965, birtist hér í Faxa langt og fróðlegt viðtal við hinn háaldraða sægarp og heiðursmann, Friðrik Gunnlaugsson, […]

Fyrsti íbúi á Suðurnesjum – Njáll Benediktsson

Njáll Benediktsson skrifar um „Fyrsta íbúann á Suðurnesjum“ í Faxa árið 1989: „Það er haft fyrir satt, að Steinunn gamla frændkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns hafi verið fyrsti íbúi á Suðurnesjum. Ingólfur nam land í Reykjavík árið 874. Ingólfur helgaði sér allt land norðan vatna. Ingólfur vildi gefa Steinunni gömlu frændkonu sinni allt land frá Hvassahrauni […]

„Það mun verða eldgos á Reykjanesskaganum“ – Ari Trausti Guðmundsson

Í Dagblaðið Vísir árið 2001 er haft eftir Ara Trausta Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi, að „Það muni verða eldgos á Reykjanesskaganum„: Þéttbýlasta svæði landsins óþægilega nálægt virkum eldstöðvum Það mun verða eldgos á Reykjanesskaganum – segir Ari Trausti Guðmundsson en vill engu spá um hvar eða hvenær. „Ljóst er að sumar byggðir á þéttbýlasta svæði landsins eru […]

Skáldin í Reykjanesvita

Í Faxa árið 2020 er fjallað um „Skáldin í vitanum„: „Á Reykjanesi má finna þrettán vita. Þeir eru ekki einungis sögulegt kennileiti heldur leiðarminni í sögu þjóðar sem allt fram á þennan dag hefur átt afkomu sína undir því að draga fisk úr sjó. Vitarnir voru logandi líflína til lands, ljósberar sem leiddu menn heim […]

Festarfjall – Ingvar Agnarsson

Í Faxa 1985 fjallar Ingvar Agnarsson um „Festarfjall„: „Útlit og myndun Lóðrétt rís Festarfjall upp frá flæðarmáli, þar sem öldur úthafsins brotna á ströndinni og skella á klettum fjallsins í fjöruborði og mynda sumstaðar hella og skúta. Þetta sífellda gnauð hafsins við rætur fjallsins veldur því, að stöðugt hrynur úr því, og allt það efni […]

Í stríði á Fagradaldsfjalli – Magnús Hafliðason á Hrauni

Meðfylgjandi grein birtist í Morgunblaðinu 22. des. 1963 undir fyrirsögninni „Í stríði á Fagradalsfjalli„: „Þarna í víkinni við kambinn er hrönn af vikri,“ sagði Magnús. „Allt kemur þetta úr Surtsey. Það eru meiri ósköpin sem hún gýs frá sér. Það er eins og það sé dálítið móberg i vikrinum.“„ En hvað er þetta?“ spurði ég […]

Húshólmi vanvirtur…

Fyrir u.þ.b. fimm árum tók Minjastofnun Íslands að sér að útbúa og setja upp minjaskilti í og við Húshólma f.h. Grindavíkurbæjar – á kostnað bæjarins. Húshólmi geymir einar merkustu mannvistarleifar Grindavíkur – sem og Íslands alls. Sett voru upp fjögur skilti við aðkomuna að Húshólma sunnan Suðurstrandarvegar. Eitt þeirra lýsir minjasvæðinu, tvö segja frá jarðfræði […]