Entries by Ómar

Kapelluhraun og Heilög Barbara

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 er m.a. fjallað um „Kapelluhraun og Heilaga Barböru„: „Á hverjum degi bruna þúsundir bíla um Keflavíkurveginn með ökumenn og farþega sem eru óvitandi um einstaka náttúru- og menningarperlu sem leynist nánast alveg við veginn. Þessi perla er lítil kapella sem stendur á örlítilli hæð sunnan við álverið í Straumsvík. Hæð, sem […]

Vörður – fyrir lengra komna

Eftirfarandi samantekt, fyrir lengra komna, er eðlilega mótuð af leitun höfundar og reynslu annarra, jafnvel langt aftur í aldir, af slíkum menningarminjum á Reykjanesskaganum – í fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem skoðaðar hafa verið slíkar minjar, skipulega, um þriggja áratuga skeið, og jafnframt reynt að setja þær í samhengi við staðbundna tilurð þeirra og tilgang […]

Strandarhellir, Gvendarhellir og aðrir slíkir – Jón Vestmann

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1930 er hluti „Úr lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna eftir séra Jón Vestmann, 1840“ undir fyrirsögninni „Skýrslur um hella, teknar úr sóknalýsingum presta, frá þvi um 1840“. Þar fjallar Jón um fjárhellana ofan Selvogs, í Selvogsheiði (Strandarhæð), Sængurkonuhelli í Herdísarvíkurhrauni og fjárskjólin í Krýsuvíkurhrauni austan Krýsuvíkur: „Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteinsfjöllunum , […]

Fjárgötur

Fé hefur frá landnámi verið brautryðjendur í að leggja götur um holt og hæðir og hafa því ómetanlega reynslu. Gott var fyrir vegamálastjóra síðari tíma að hafa slíka ráðgjafa. Fjárgöturnar mörkuðu fyrstu þjóðleiðirnar fyrrum og því miður reyndist öðrum vegfarendum lengi framan af erfitt að finna aðrar greiðfærari leiðir. Selstígar frá örófi alda voru fjárgötur. […]

Fjárréttir

Fjárréttir á Reykjanesskaganum eru 222 talsins og ekki svo gömul fyrirbrigði. Þær elstu eru frá því í lok 19. og byrjun 20. aldar. Reyndar eru til minjar um eldri réttir, en þær tengjast venjulega rúningum eða fráfærum. Til eru litlar safnréttir, en þá venjulega nálægt bæjum, enda ekki rekið á afrétt fyrr en eftir að […]

Fjárskjól

Fjárskjólin eru fjölmörg á Reykjanesskaganum (163 talsins). Um eru að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar féð var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið. Enn má sjá minjar fjárskjólanna, langflestar í skútum, hellum eða undir slútandi klettum. Fyrirhleðslur eru jafnan úr tilfallandi efni; grjóti með dyraopum. Skjólin eru algengari í hraunum á vestanverðum Skaganum, […]

Lónakotssel og nágrennið neðanvert

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir „Lónakot“ segir um landssvæði bæjarins ofanvert: „Svo er nafnasnautt upp undir veginn, en um hann liggja hraunbrekkur þvert. Þær heita Högnabrekkur. Svo er þar á vesturmerkjum, nokkuð ofan vegar, Taglhæð og Hólbrunahæð. Enn ofar er svo Lónakotssel. Ofan þess liggur hraunás þvert yfir landið, sem heitir Skorás, og þar, sem […]

Ökuferð um Reykjanes – Leó M. Jónsson

Léo M. Jónsson í Höfnum skrifaði grein í Faxa árið 2008, sem hann nefndi „Ökuferð um Hafnarhrepp„. Í henni fjallar Léo m.a. um staðhætti, örnefni og sagnir á „hinu eiginlega Reykjanesi“ og nágrenni: „Þegar haldið er lengra suður eftir veginum er komið á hæð þar sem vegurinn sveigir til austurs. Beint af augum er gamalt […]

Á Selsvöllum – frásagnir

Í Faxa 1960 er „Ferðaþáttur III“ eftir Hilmar Jónsson. Þar fjallar hann um ferð félaga í Ferðafélagi Keflavíkur á Selsvelli og nágrenni: „Eins og lesendum Faxa er kunnugt, var starfsemi Ferðafélags Keflavíkur fremur lítil í fyrra, aðeins ein ferð var farin á vegum félagsins. Nú hefur brugðið mjög til hins betra um hag félagsins. — […]

Gufuskálar í Leiru

Brynjúlfur Jónsson segir m.a. frá Gufuskálum í Leiru í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 undir fyrirsögninni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Gufuskálar Miðskálar og Útskálar eru nefndir í fornum rekaskrám Rosmhvalaness, svo og Miðskálaós og Útskálaós. Miðskálar eru einnig nefndir Miðskálagarður, sem mun eiga að merkja heimajörð með hjáleigum. Í óprentuðu riti eftir […]