Entries by Ómar

Gróður- og jarðvegseyðing – helstu orsakir

Gróður breytist frá einum tíma til annars. Margt getur haft áhrif á það. Reykjanesskaginn er ágætt dæmi um miklar gróðurbreytingar frá upphafi landsnáms til dagsins í dag. Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við […]

Landnám Ingólfs – gróður

Landnám Ingólfs markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar. Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af landinu öllu. Þar búa hins vegar um 200 þús manns eða tæplega 70% þjóðarinnar. Gróðurfarslega er Landnám Ingólfs víða grátt leikið. Kemur þar til eldvirkni fyrri tíma […]

Staðarborg – skilti

Við Vatnsleysustrandarveg, ofan Kálfatjarnar er skilti. Á skiltinu er eftirfarandi fróðleikur: „Staðarborg er um 1.5 km frá Vatnsleysustrandarvegi, um miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Vatnsleysutrandarvegar í stefnu á Trölladyngju (suðaustur). Borgin sést þó ekki fyrr en komið er nokkuð upp í heiðina vega hæða sem skyggja á hana. Varðan hér litlu austar heitir Pestsvarða. Frá […]

Þinghóll

Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, reistur 1962. Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið […]

Fjárborgir

Birna Lárusdóttir skrifar um „Fjárborgir“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 2010. Skrifin eru sérstaklega áhugaverð þegar litið er til mikils fjölda fjárborga á Reykjanesskaganum. Þar segir m.a.: „Fornleifar hafa strangvísindalegt gildi en þær geta líka höfðað til tilfinninga, verið fallegar, dularfullar og jafnvel orðið kveikjan að alls kyns sögum og vangaveltum. Hringlaga rústir hafa […]

Hallgrímur Pétursson – Hvalsneskirkja

Kunnur Suðurnesjamaður frá fyrri tíð var Hallgrímur Pétursson, prestur í Hvalsneskirkju. Á síðari hluta sextándu aldar og fram á þá sautjándu sat á Hólum einn merkasti biskup Íslendinga eftir siðskiptin, Guðbrandur Þorláksson, mjög afkastamikill bókaútgefandi, en í hans tíð var prentaður á Hólum fjöldinn allur af sálmum, kvæðum og guðsorðaritum, bæði þýddum og frumsömdum og […]

Grindavík – Tyrkjaránið

Í júlí 1627 segir í Öldinni okkar: Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki og myrða – námu brott allt að fjögur hundruð manns, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjármunum. Brenndu auk þess og eyðilögðu mikil verðmæti. “Geigvænlegir atburðir hafa gerst: Víkingar frá Norður-Afríku hafa gengið á land í Grindavík, Vestmannaeyjum og víða á Austfjörðum, rænt fólki […]

Hellisheiði – Hellukofinn II

Í Sýslu- og sóknarlýsingum Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1843 og lýsing Ölfushrepps anno 1703, eftir Hálfdán Jónsson, segir m.a. um vegi um Hellisheiði: „Fyrir austan … Bæjarþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba …, síðan vestur yfir Hellirsheiði, hvör að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu […]

Lækjarborg – Fjallsendaborg – Hjallasel

Gengið var upp með austanverðu Kerlingarbergi áleiðis að Litlabergi. Haldið var áfram upp í Lyngbrekkur og stefnan þá tekin upp í svonefndar Vatnsbrekkur með stefnu á Skálafell. Undir brekkunum kúrði fallegt sel. Sennilega er um að ræða sel frá Hjalla. Megintóftin var óvenjustór af selstóft að vera, en rými var austan við hana. Tvískipt tóft […]

Landamerkjadeila Stafnesinga og Kirkjuvogseigenda 1922

Í Vísi 1925 er sagt frá landamerkjadeilu Stafnesinga og eigenda Kirkjuvogs. „Frá Hæstarétti í gær. Þar var sótt og varið málið: „Eigendur Stafnness eigendum Kirkjuvogs. Mál þetta er risið út af ágreiningi um landamerki milli jarðanna Stafnness og Kirkjuvogs á Miðnesi, og er svo vaxið, sem nú skal greina“. Árið 1884 var landamerkjaskrá Stafnness rituð […]