Eldborgir

Í Andvara 1973 er grein eftir Finnboga Guðmundsson; “Gripið niður í fornum sögum – og nýjum“:

Kristnitökuhraun

Kristnitökuhraun – kort.

Þar segir m.a. annars: “Hvað er það í fornum frásögnum, er hrífur oss einna mest? Eru það ekki hinir einföldu drættir og skýru myndir, sem þar er tíðum brugðið upp?
Vér skulum líta á t.a.m. örfáar frásagnir af jarðeldum eða öðrum náttúruhamförum”.

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

Í Landnámabók segir svo frá: “Allir kannast við frásögn Kristnisögu af því, er menn deildu sem fastast um hinn nýja sið á alþingi sumarið 1000 og maður kom „hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða [er þá hafði tekið kristni].
Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að goðin reiðist tölum slíkum.”
Þá mælti Snorri goði: „Um hvað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Eftir það gengu menn frá lögbergi.
Jarðfræðilegar athuganir á Eldborgarhrauni og hraunum Hellisheiðar hafa leitt í ljós, að frásagnir Landnámabókar og Kristnisögu af fyrrnefndum jarðeldum fá að öllum líkindum staðizt, að Eldhorgarhraun hið yngra hafa raunverulega runnið á landnámsöld og hraun hafi teygt arma sína af Hellisheiði ofan í byggð sumarið 1000.”

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1973, Gripið niður í fornum sögum – og nýjum – Finnborgi Guðmundsson, bls. 100-101.

Kristnitökuhraun

Eldborgir efst í Svínahrauni.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt er ein af 204 skráðum  fjárréttum FERLIRs í landnámi Ingólfs fyrrum. Þær eru að öllum líkindum miklu mun fleiri þegar upp verður staðið.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt 1911.

Í “Örnefnalýsingu fyrir Þormóðsdal“, skráða af Tryggva Einarssyni frá Miðdal, segir m.a. um Hafravatnsrétt og nágrenni (heimildarmaður og skrásetjari er gagnkunnugur í Þormóðsdal, sem er næsta jörð norðan Miðdals. Tryggvi er fæddur í Miðdal árið 1901 og hefur átt þar heima alla sína tíð. Hann skráði lýsinguna veturinn 1976-77):

“Við Hafravatn er Hafravatnsrétt. Sunnan við réttina er fallegur klettahóll, sem Stekkjarhóll heitir. Skammt austan við Stekkjarhól er Stekkjarás. Vestan undir Stekkjarás er stekkur ásamt beitarhúsum frá Þormóðsdal.
Norðaustur af Hafravatnsrétt er Stekkjargil. Upp af áðurnefndum Torfum eru smágrasblettir, er Blettir heita. Frá Hafravatnsrétt, norður með Hafravatni, er Hafrahlíð. Þar sem Hafrahlíð beygir í norðaustur, heitir Hlíðarhorn.”

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt 1952.

Í Tímanum 1957 er grein um Hafravatnsrétt; “rétt Reykjavíkurbarna” eftir Guðna Þórðarson:

“Reykvíkingar fjölmenntu í rétfirnar í fyrradag. Enda þótt tilvera réttanna séu mörgum Reykjavíkurbörnum aðeins óljós þjóðsaga, gefst þeim þó mörgum tækifæri til að fara í réttir, þegar réttað er í Hafravatnsrétt í Mosfellssveit. Þær eru stærstu réttirnar í nágrenni Reykjavíkur og eru því öðrum réttum framar réttir Reykvíkinga, að minnsta kosti Reykjavíkurbarna, sem ekki komast í sveit. En sá hópur fer stækkandi með hverju árinu sem líður og borgin vex.
Snemma morguns var orðið mikið annríki í Hafravatnsrétt. Frá Reykjavík komu bílar í löngum lestum með fullorðna og börn, og tveir lögregluþjónar höfðu ærinn starfa við að stjórna umferð mannfólksins fyrir utan réttarveggina, og á flötnum niður með vatninu, þar sem ökutækjum var fundinn staður.

Engir rekstrar en margir fjárbítar

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt 1957.

Margir komu líka ríðandi í réttirnar. Leitarmenn höfðu flestir komið daginn áður, enda var vakað yfir safninu við réttina í fyrrinótt, þar til réttarstörfin hófust með birtnggu að kalla. Flestir bændanna lögðu flutningabílum að útvegg réttar hjá dilk sínum og fluttu féð jafnóðum heim á bílunum.

Ónæðisamt er að vera á ferð með fjárrekstra á þjóðvegunum í næsta nágrenni Reykjavíkur. Fæstir bændanna, sem sækja fé sitt til Hafravatnsréttar eru líka stórbændur á sauðfjárræktarsviðinu, enda búskapur þeirra rekinn í höfuðsveitum mjólkurframleiðslunnar. Engu að síður er fjáreign bænda í nágrenni Reykjavíkur nokkuð almenn og fer heldur vaxandi. Sauðfjárræktarbændurnir eru samt ekki fleiri en svo, að erfitt er fyrir þá eina að standa að smölun á öllum afréttarlöndum. Þau eru ótrúlega víðáttumikil og erfið til smölunar. Féð gengur saman allt austur í Grafning og heiðarnar eru stórar og margar hæðir og lautir, þar sem kindur géta leynzt vökulum augum leitarmanna.

Börnin ekki færri en lömbin
Hafravatnsrétt
Réttarstjórinn í Hafravatnsrétt er Kristinn bóndi á Mosfelli, skörulegur og geðgóður réttarstjóri, sem oft þarf að taka á þolinmæðinni allri, þegar annríkið stendur sem hæst. Þá kemur stundum fyrir að réttarstjórinn stígur upp á réttarvegginn, gætilega svo að grjót hrynji ekki úr hleðslunni og heldur hóflega orðaða ræðu til háttvirtra réttargesta. Hann biður þá með góðum orðum og fögrum að sýna sveitamönnum miskunnsemi og rýma til í réttinni sjálfri, í almenningnum, þar sem skilamenn þurfa að finna sitt fé og draga það í dilka.

Fyrst í stað gengur allt að óskum og fleira er af kindum en börnum í almenningnum, en börnunum fjölgar meir en kindunum fækkar, og þá þarf réttarstjórinn aftur að stíga í stólinn og gera ráðstafanir til þess að hægt sé að halda áfram störfum í réttum Reykjavikurbarnanna.

HafravatnsréttSveitin tæmist, er fólkið fer í réttir En það eru fleiri en börnin, sem fjölmenna í Hafravatnsrétt, þangað koma svo til allir vopnfærir menn og konur úr Mosfellssveit og dvelja lengi dags, svo að símstöðin á Brúarlandi nær varla í nokkurn mann, þegar kvaðning kemur frá landssímanum. Óvíða er svarað hringingu, því að allir ungir og gamlir eru í Hafravatnsrétt.
Réttin stendur skammt frá vatninu undir hlíðinni, þar sem margir sitja og fylgjast með réttarstörfum.
Þegar líður á réttardaginn, fara menn að gera nestinu einhver skil, en kvenfélagið sér fyrir góðum veitingum, heitu kaffi, pönnukökum og smáréttum.

Hafravatnsrétt

Mörgum er það svo mikið ævintýri að komast þarna í lifandi samband við kindurnar, að því fá engin orð lýst.
Fjögurra ára Reykjavíkurtelpa stóð við hliðina á átta ára bróður sínum fast við hliðgrindina og horfðu heilluð á fallegt lamb, sem stóð skorðað með höfuðið upp að grindinni. Þau höfðu aldrei séð lifandi kind fyrr. — Verst, að við skyldum ekki hafa með okkur brauðmola, sagði telpan við bróður sinn.
Þannig gerðust fjölmörg ævintýri í lífi Reykjavíkurbarna við Hafravatnsrétt í gær. Fyrsti réttardagurinn verður flestum ógleymanlegur, ekki sízt kaupstaðarbörnunum, sem vaxið hafa upp í faðmi borgarinnar, þar sem fá tækifæri gefast til náinna kynna við lifandi dýr. Og einhvern veginn er það svo, að lömbin eru í meira uppáhaldi hjá börnunum en flest önnur húsdýr, þó að oft séu kynnin stutt. Þau hverfa til fjalla, þegar þau eru fallegust á vorin og koma svo ekki aftur fyrr en í réttirnar á haustin. En ef til vill er það þessi langa eftirvænting sumarsins um samfundi í réttum að hausti, sem heillar hugi barnanna.
Og Reykjavíkurbörnin mörgu, sem í fyrsta sinn komust í lifandi snertingu við kindur í Hafravatnsrétt í fyrradag, munu heldur ekki gleyma því strax, að fundum bar þar saman. Þau hafa fengið í blóðið þann óróleika, sem verður þess valdandi að réttirnar gleymast ekki, þegar að þeim kemur á haustin. Vafalaust hafa mörg börn og jafnvel fullorðnir, sofnað út frá kindajarmi að loknum löngum og viðburðaríkum réttardegi, dreymt um fangbrögð við frískar kindur, draumar, sem verða að veruleika, þegar aftur verður enn á ný farið í réttir.”

Í Vísi 1964 er grein; “Í Hafravatnsrétt“:
Hafravatnsrétt
“Það var mikið um að vera í Hafravatnsrétt í gær. Bændur og búalið kepptust við að draga og fleiri tugir Reykvíkinga komu þangað í gær, með börn sin til þess að fylgjast með réttarstörfunum. Gizkað er á, að um fimm þúsund fjár hafi verið réttað núna í Hafravatnsrétt, og er það færra fé en nokkru sinni fyrr.
„Fénu er alltaf að fækka, og nú eru margir bæir hér að verða fjárlausir,” sagði Kristinn Guðmundsson, réttarstjóri, þegar við litum inn í skúrinn til hans í gær.

Hafravatnsrétt

Kristinn Guðmundsson (1893-1976), réttarstjóri um árabil (mynd frá 1963).

Réttarstjórinn í Hafravatnsrétt hefur það fram yfir flesta réttarstjóra á landinu, að hann hefur sérsakan skúr, eða skýli, við almenninginn, þar sem hann heldur til og stjórnar réttarstörfunum með kalllúðri.
Mikið kapp var lagt á að draga fyrir hádegi, vegna þess að eftir hádegi kemur margt aðkomumanna, einkum frá Reykjavík, og vilja þá réttarstörfin ganga nokkuð seint fyrir sig. Í Hafravatnsrétt hittum við bæði alvörubændur og sportbændur, og allir virtust vera í góðu skapi og menn voru komnir í réttarstemmningu síðdegis. — Kvenfélagskonurnar í Lágafellssókn sáu um veitingasölu í bragganum og tveimur tjöldum, þar sem fólki var gefinn kostur á að kaupa sér kaffisopa með gómsætu heimabökuðu meðlæti.
Mjög margt barna var í Hafravatnsrétt og mátti sjá flest andlit þeirra ljóma af ánægju, enda er þetta í eina skiptið, sem mörg reykvísk börn komast í snertingu við kindur. — Og það voru fleiri andlit, sem ljómuðu í Hafravatnsrétt. Þegar bændurnir voru búnir að draga og fá sér góða lögg af réttarpelanum mátti sjá ánægju svip á andlitum þeirra, þegar þeir litu yfir fjárhópinn sinn, sem þeir höfðu fengið heim af afrétt.”

Í Vísi 1965 er aftur fjallað um “Hafravatnsrétt”:
Hafravatnsrétt
“Það þykir ævinlega stór dagur til sveita, þegar réttað er. Þessi dagur er sannkallaður hátíðisdagur og ætti vitanlega að vera „rauður dagur” á almanakinu.
Það má líkja réttardeginum við uppskeruhátíðir erlendis, enda er alltaf haldið upp á réttardaginn og réttarskálin sopin.
Blaðamaður Vísis kom við í Hafravatnsrétt í gær, þar sem allt var á ferð og flugi. Í almenningnum í miðri réttinni voru bændur úr Mosfellssveit í óðaönn að draga fé sitt í dilkana og úr dilkunum var farið með féð á vörubílana sem biðu þess.

Hafravatnsrétt

Í Hafravatnsrétt.

Það var feitt fé og fallegt sem kom af Mosfellsheiði núna eftir gott sumar. Við sögðum í gær í frétt að það hefði verið um 1000 fjár, en það var vissulega sök prentvillupúkans, en í Hafravatns rétt munu um 5000 fjár væntanlega koma til skila eftir fyrstu leit og er það svipað og í fyrra.
Réttarstemningin var ekki byrjuð ennþá, þegar blaðamaðurinn fór af staðnum, — enginn réttarpeli var a.m.k. réttur að honum, — en í nefið fékk hann og það var allt i áttina.
Í dag verður brugðið upp svipmyndum af Hafravatnsrétt, rétt Mosfellinga, Kópavogsbúa, Seltirninga, þeirra fáu sem þar eiga enn kindur og svo þeirra Reykvíkinga, sem eru fjáreigendur, en reykvísku kindurnar munu vera á 4. þús. talsins. Segið svo að höfuðborgin eigi ekki álitlegan fjárstofn. Að vísu kemur ekki nema hluti fjárstofns Reykvíkinga í Hafravatnsrétt, en það mun samt vera álitlegur hluti hans.”

Í Morgunblaðinu 1982 er frétt; “Réttað í Hafravatnsrétt í síðasta sinn?”:
Hafravatnsrétt
“Sennilega var réttað í síðasta skipti í Hafravatnsrétt í gær, því nú er fyrirhugað að reisa fjárhelda girðingu umhverfis Stór-Reykjavíkursvæðið frá Straumsvík og upp að Kiðafellsá í Kjós. Fjárhald innan girðingar verður ekki leyft nema undir eftirliti, þannig að rekstur á heiði innan girðingar leggst fyrirsjáanlega af. Ekki er að efa að mörgum verður eftirsjá að réttinni ef hún hverfur, því að hana hafa margir sótt heim, enda sú rétt sem næst hefur verið þéttbýlustu svæðum landsins.
Að sögn Hreins Ólafssonar, bónda í Helgadal, sem var leitarstjóri í leitunum, voru það ekki nema um 600 fjár, sem nú voru réttuð í Hafravatnsrétt, en undanfarin ár hafa það verið 1.500—2.000. Ástæða þess að það var svo fátt nú, er kuldinn sem verið hefur undanfarið, svo margt fé hafði sjálft skilað sér heim, enda um 10 sentimetra snjór á heiðinni á sunnudag, þegar smalað var. Fyrir 20 árum voru það 12—15.000 fjár sem réttuð voru í Hafravatnsrétt, svo að umskiptin hafa verið mikil, en fé hefur farið fækkandi ár frá ári. Eins og fyrr sagði var réttað í gær og tók það ekki langan tíma eins og gefur að skilja, þar sem féð var svo fátt. Til Hafravatnsréttar var smalað á sunnudaginn og taka leitirnar einn dag, en réttað er daginn eftir.”

Í Bændablaðinu 2017 er skemmtilega söguleg umfjöllun dr. Ólafs R. Dýrmundssonar undir fyrirsögninni “Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum með fjárhúsahverfi, afrétt og löggskilarétt“:

Ólafur R. Dýrmundsson

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. “Ég held að það blundi sveitamaður í fjölda þéttbýlisbúa,“ segir Ólafur Dýrmundsson sem heldur 12 kindur, og forystusauðinn Hring, í fjárhúsi við heimili sitt í Breiðholti. Ólafur býr efst í Seljahverfinu, þar sem hann og fjölskylda hans voru frumbyggjar á sínum tíma. Hluti hverfisins var byggður upp með stórum lóðum með það fyrir augum að íbúar gætu haldið hesta og jafnvel önnur dýr og þar hefur Ólafur stundað fjárbúskap, eða það sem hann kallar örbúskap.
„Þetta er horfið að mestu, þannig að ég er einn af þeim sem held þessu vakandi. En ég held að það sé talsvert af ungu fólki sem hefði áhuga á því að byggja þetta upp aftur en þá þarf að skipuleggja það.“

“Sauðfjárbúskapurinn í Reykjavík er nú eitt af því fáa í höfuðborginni sem enn minnir á sveitabúskap. Liðin eru 90 ár síðan sauðfjárbændur í Reykjavík, bæði á lögbýlum og utan þeirra, stofnuðu fyrsta félag fjáreigenda í þéttbýli hér á landi, Fjáreigendafélag Reykjavíkur.
Fénu hefur fækkað mikið og þeir borgarbúar sem eiga þar kindur eru orðnir fáir. Engu að síður hefur kindaeignin menningarlegt, félagslegt og uppeldislegt gildi.

Fjáreigendafélagið stofnað 2. desember 1927
Fjárborg
Fyrir 90 árum var töluverður fjárbúskapur í Reykjavík og vel fram yfir miðja liðna öld var fé haldið á ýmsum stöðum í öllum hverfum hennar.
Þéttbýlismyndunin var ör, sveitaumhverfi var að breytast í borgarumhverfi og á meðal helstu hagsmunamála fjárbænda var að koma betri skipan á fjallskil í samvinnu við nágrannasveitarfélögin og fá nægilega stóra girðingu til vor- og haustbeitar til þess að koma í veg fyrir árekstra við garð- og trjárækt í Reykjavík. Þetta kom m.a. skýrt fram á fundi fjáreigenda 15. nóvember 1927 þar sem grunnur var lagður að stofnun Fjáreigendafélags Reykjavíkur rúmum tveim vikum síðar, 2. desember.

Helsti forvígismaður og fyrsti formaður félagsins var Maggi Júl, Magnús læknir á Klömbrum. Þann vetur voru 123 skráðir fjáreigendur í Reykjavík með samtals 1357 kindur á fóðrum og var fjárflest á Bústöðum, 164 kindur, en næst komu Breiðholt, Kleppur og Klambrar með fjártölu á bilinu 50–80 vetrarfóðraðar kindur. Sögulegt hámark fjárfjölda í Reykjavík var um 1960, nær 4.000 fjár í eigu vel á 2. hundrað manns.
Nú eru fjárhjarðirnar í Reykjavík aðeins 12 að tölu og 250 kindur settar á vetur. Svipuð þróun hefur verið í kaupstöðum og kauptúnum um land allt, jafnvel alveg fjárlaust í nokkrum þeirra.

Fjárborg

Fjárborg var byggð 1959, þarna voru reist rúmlega 30 fjárhús sem stóðu til 1968, var þar sem nú er stórhýsi Tengis.

Breiðholtsgirðingin og Breiðholtsréttin
Breiðholtsrétt
Á meðal helstu verkefnanna fyrst eftir stofnun félagsins var að semja við bæjarstjórnina um Breiðholtsgirðinguna og Breiðholtsréttina, hvort tveggja mikil mannvirki ofan við Blesugróf, tekin í notkun haustið 1933. Girðingin og réttin komu að miklu gagni allt til haustsins 1965 þegar stórfelldar byggingaframkvæmdir hófust í Breiðholtinu. Þangað var safnað fjölda fjár á haustin, einnig af Seltjarnarnesi og úr Kópavogi, bæði rekið úr Hafravatnsrétt og bílflutt úr ýmsum útréttum í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.

Ólafur Dýrmundsson

Ólafur Dýrmundsson – síðasti fjárbóndinn í Reykjavík.

Oft var mannmargt og ágæt réttastemning í Breiðholtsrétt, bæði við rúning á vorin og í réttum á haustin en einnig notuðu hestamenn hana töluvert sem áningarstað. Réttin var ferhyrnd, vel viðuð, með háa veggi og klædd refaneti.
Almenningurinn var mjög stór og var safnið rekið beint inn í hann yfir Vatnsveituveginn í norðvesturhorni Breiðholtsgirðingar, skammt frá þeim stað þar sem mislægu gatnamótin eru á Stekkjarbakka. Breiðholtsgirðingin, sem var vönduð og vel strengd net- og gaddavírsgirðing, var í grófum dráttum á því svæði sem Stekkir, Bakkar, Hólar, Berg og Fell standa á en sunnan girðingarinnar var ógirt land Breiðholtsjarðarinnar þar sem Skógar og Sel eru núna.

Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna smalaður vor og haust

Fossvallarétt

Fossvallarétt ofan Lækjarbotna.

Eftir að Fjáreigendafélag Reykjavíkur var stofnað fór það að annast öll fjallskil í umboði Reykjavíkur samkvæmt afréttarlögum en Reykjavík hefur nýtingarrétt til sauðfjárbeitar í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna ásamt Kópavogi og Seltjarnarnesi, að jöfnum hluta hvert sveitarfélag. Afrétturinn er allur innan lögsagnarumdæmis Kópavogs og telst nú þjóðlenda.
Þar sem sauðfjáreigendur á Seltjarnarnesi voru í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur gætti það einnig hagsmuna þeirra en Nesið hefur verið fjárlaust síðan 1966. Seltjarnarnes heldur þó fullum beitarrétti í afréttinum og hefur alltaf átt góð samskipti við Fjáreigendafélag Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélag Kópavogs sem var stofnað 1957. Fram til þess tíma voru nokkrir fjárbændur í Kópavogi í Reyjavíkurfélaginu. Í Kópavogi er nú aðeins eftir ein hjörð, á Vatnsendabýlinu.

Fossvallarétt

Fossvallarétt.

Allt til 1987 var allur afrétturinn smalaður til rúnings og á haustin voru þrennar göngur til 1985, en síðan er gengið tvisvar haust hvert. Eftir að vörslugirðingar voru reistar 2001 gengur Reykjavíkur- og Kópavogsféð allt norðan Suðurlandsvegar, samtals um 300. Eftir að Árnakróksrétt við Selvatn var aflögð varð Hafravatnsrétt í Mosfellssveit lögskilarétt frá 1903–1985, bæði fyrir Mosfellsbæ og sveitarfélögin þrjú sem eiga aðild að afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna.
Leiðir skildu haustið 1986 þegar Fossvallarétt við Lækjarbotna var gerð að lögskilarétt fyrir Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes. Mikil og góð samvinna er við önnur sveitarfélög sem hafa afréttarnot í svokölluðu Norðurhólfi, þ.e.a.s. Mosfellsbæ, Þingvallasveit, Grafning og Ölfus, og skilamenn eru sendir í helstu útréttir, þó færri en áður þegar féð var margt og fór víða um Landnám Ingólfs Arnarsonar.

Sauðfjárstríðið í Reykjavík og Fjárborgirnar
Fjárrekstur
Á seinni hluta 7. áratugar liðinnar aldar urðu mikil átök á milli ráðamanna Reykjavíkur og fjáreigenda þar með Fjáreigendafélag Reykjavíkur í broddi fylkingar.
Reykjavík stækkaði ört, allt sem tengdist búskap var á undanhaldi og félagið fékk spildu sumarið 1959 undir fjárhúsabyggingar á afgirtri mýrarspildu upp af Blesugróf, í tungu sem myndaðist á milli Nýbýlavegar (nú Smiðjuvegur) og Breiðholtsbrautar (nú Reykjanesbraut). Nú stendur þar stórhýsi Tengis. Þarna voru reist rúmlega 30 fjárhús og stóð þessi byggð til haustsins 1968 þegar reynt var að útrýma sauðfjárbúskap í Reykjavík með markvissum hætti.

Almannadalur

Fjárborg í Almanndal.

Svikið hafði verið samkomulag um aðstöðu fyrir fjárhúsabyggð og beitarhólf í Hólmsheiði frá 1964 og reyndist þetta tímabil í sögu félagsins mjög erfitt.
Með seiglu sauðkindarinnar að leiðarljósi lét stjórn félagsins ekki bugast og tókst að ná samkomulagi haustið 1970 við Reykjavíkurborg um 5 hektara spildu fyrir allt að 40 hús upp af Almannadal, neðst í Hólmsheiðinni, á móts við Rauðhóla. Þá lauk stríðinu með farsælum hætti og strax um haustið risu fyrstu fjárhúsin.
Þegar fénu fækkaði fóru hestamenn að kaupa og byggja hús í hinni nýju Fjárborg. Nú eru flestir fjáreigendur líka með hesta. Þar eru nú mun fleiri hross en kindur.
Allt Reykjavíkurféð er þar til húsa utan ein hjörð en samtals telur vetrarfóðrað fé í Reykjavík 250 kindur í 12 hjörðum eins og áður hefur verið greint frá. Þar hafa orðið litlar breytingar á síðan um aldamót.

Landakaup í Hvassahrauni

Hvassahraun

Kind í Hvassahrauni.

Eftir fjárskiptin, sem fólu í sér allsherjar niðurskurð fjár í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 1951, fjölgaði fénu ört eftir að vestfirsku lömbin komu, flest haustið 1952 og nokkur 1954. Þá reyndi mikið á Fjáreigendafélag Reykjavíkur, bæði við fjárskiptin sjálf og einnig vegna þess að mun meira land vantaði til haustbeitar en tiltækt var í Breiðholtsgirðingunni þótt margir fjáreigendur væru að nýta afgirt tún og bletti á ýmsum stöðum í bænum. Reyndar heyjuðu þeir mikið á slíku landi á sumrin og notuðu jafnvel líka til beitar á vorin. Þá voru sinubrunar fátíðir.
Eftir miklar kannanir og umræður ákvað stjórnin 1957 að stofna félagið Sauðafell hf um kaup á rúmlega 2000 hektara landi í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd.
Fjáreigendafélagið átti og á enn rúmlega 45% hlut en erfingjar 25 einstakra fjáreigenda, sem keyptu misstóra hluti á sínum tíma, samtals tæplega 55%. Síðan 2004 hefur félagið verið skráð sem Sauðafell sf. Þetta víðáttumikla, ógirta land nýttu sumir reykvískir fjáreigendur til haustbeitar og á sauðfjárstríðsárunum byggðu tveir þeirra myndarleg fjárhús þar, fluttu þangað féð ásamt nokkrum öðrum, aðallega úr gömlu Fjárborg, og höfðu fé sitt þar líka á sumrin. Þeir síðustu sem það gerðu voru reyndar úr Kópavogi og Hafnarfirði, fram yfir 1990, þegar mest allur Reykjanesskaginn var beitarfriðaður.”

Hafravatnsrétt

Skilti við Hafravatnsrétt.

Skilti við Hafravatnsrétt stendur m.a.:
“Um aldamótin 1900 var Hafravatnsrétt hlaðin og leysti af hólmi fjárréttina í Árnakrók við Selvatn. Hingað var rekið fé af Mosfellsheiði og var hún skilarétt Mosfellinga fram eftir allri 20. öld.”

Í “Skrá um friðlýstar fornleifar 1990” segir um Þormóðsdal: “Hafravatnsrétt, hin gamla skilarétt við austurenda Hafravatns. Skjal undirritað 14.07.1988. Þinglýst 20.07.1988.”

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Þormóðsdal – Tryggvi Einarsson Miðdal.
-Tíminn, 214. tbl. 26.09.1957, Hafravatnsrétt; rétt Reykjavíkurbarna – Guðni Þórðarson, bls. 7.
-Vísir, 218. tbl. 23.09.1964 – Í Hafravatnsrétt, bls. 3.
-Vísir, 215. tbl. 22.09.1965 – Hafravatnsrétt, bls. 3.
-Morgunblaðið, 208. tbl. 21.09.1982, Réttað í Hafravatnsrétt í síðasta sinn?, bls. 3.
-Bændablaðið, 23. tbl. 30.11.2017, Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum með fjárhúsahverfi, afrétt og löggskilarétt dr. Ólafur R. Dýrmundsson, bls. 36-37.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.
-https://www.ruv.is/frett/2020/07/07/sidasti-fjarbondinn-i-borginni-0

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Selbrúnir

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“, skráða af Þjóðminjasafni Íslands, segir eftirfarandi um sögu Miðdals:

Miðdalur

Miðdalur – kort 1908.

“Miðdalur hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-52 sem „Mýdall“ eða „Mijdall“, þá í eigu konungs. Árið 1704 er hún ennþá konungsjörð og ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 289-91). Árið 1847 er Mið­dalur hins vegar kominn í bændaeign og býr eigandinn þar sjálfur (J. Johnsen).
Einhvern tíma á árunum 1938-57 var jörðinni skipt í Miðdal I og II. Skv. Fasteignabók 1957 er Miðdalur II þó í eyði og nýtt frá Dallandi en í Eyðijarðaskrá 1963 kemur fram að Dalland var myndað úr Miðdal II og nýtt af eiganda. Jarðaskrá Landnáms ríkisins staðfestir að Miðdalur II var ekki í ábúð þegar byrjað var að halda jarðaskrár 1958 og hefur ekki verið síðan. Miðdalur I er hins vegar ennþá í ábúð.

Búrfellskot

Búrfellskot.

Þess ber að geta að fyrr á öldum hafa margar hjáleigur heyrt undir Miðdal.
Flestar virðast þó hafa farið í eyði snemma, jafnvel fyrir 1700. Má þar nefna Miðdalkot, Sólheimakot, Borgarholt eða Borgarkot, Búrfellskot og Búrfell.
Loks má nefna að sögu­legur viðburður átti sér stað í Efri-Djúpadal í landareign Miðdals, við konungsheimsóknina árið 1907, og segir Tryggvi Einarsson bóndi frá því í Örnefna­lýsingu: „…sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonuns á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan“ (Tryggvi Einarsson).”

Í “Örnefnalýsingu fyrir Miðdal“, skráð af Tryggva Einarssyni Miðdal, segir um svæðið norðan og austan Selvatns:

Litla-sel

Tóft ofan við Litlu-Selsvík.

“Frá miðju Selvatni austan Sauðhúsamýrar er Langimelur, skammt austur af suðurenda Langamels rennur Hrútslækur í Selvatn. Hrútslækur á upptök austan við Löngubrekkuhorn, þarna er allstór mýri er Hrútslækjarmýri heitir. Austan við Hrútslæk skagar grýtt holt út í Selvatnið sem Bleikjunef heitir. Nokkru austar við Selvatn skagar annað holt út í vatnið, það heitir Urriðanef. Milli Bleikjunefs og Urriðanefs er vík er Litla-Selsvík heitir. Norður af Litlu-Selsvík er Litla-Sel, sést aðeins móta fyrir rústum þar. Ofan við Litla-Sel er Litlaselshæð. Austur af Selvatnsenda er Víkursel, talið vera frá Vík á Seltjarnarnesi, sést þar fyrir selstóftum. Norður af Víkurseli eru Selbrúnir.

Víkursel

Víkursel.

Austan við áðurnefndan Hrútslæk er Hrútslækjarmýri. Norður af upptökum Hrútslækjar er Langabrekka. Milli Löngubrekku og Langamels er Langamýri. Norður af Löngumýri er Borgarholt, þar var hjáleiga frá Miðdal. Austan við Borgarholt er mýrarkriki er Borgarholtsmýri heitir. Suðvestan við Borgarholt er mýrarsund er Borgarholtskelda heitir. Á Borgarholti er jarðfastur bergdrangur sem Borgarholt dregur nafn sitt af og heitir Borgin. Norðan við Borgarholt er stór hæð sem Hríshöfði heitir. Vestan í Hríshöfða er Hríshöfðabrekka. Vestur af norðvestur horni Hríshöfða er hringlaga holt sem Holtið-Eina heitir, þar er nú nýbýlið Dalland. Milli Einholts og Borgarholts er Borgarholtsmýri. Undir norðvestur horni Hríshöfða er uppsprettulind sem Kaldakvísl heitir, er Kaldakvísl raunveruleg upptök Bæjarlækjar. Norðan við Holtið-Eina og Hríshöfða er mýri sem Hríshöfðavik heitir. Austan við Hríshöfðavik undir smáhæð er Gamli-Stekkur, sést þar vel fyrir Stekkjartóftum. Austur af Gamla-Stekk er lágur ás, norður að gamla-Þingvallavegi er Rjúpnaás.

Djúpidalur

Djúpidalur.

Austur af Rjúpnaás er Efri-Djúpidalur. Sá konunglegi dalur, árið 1907 sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan.

Selbrúnir

“Borg” í Selbrúnum.

Spölkorn suður af Djúpadal er Hríshöfðadalur. Austan við Víkurselsbrúnir er allstór ás, er Selás heitir. Norðvestur undir Selás er Seldalur. Austan við Selsás er tjörn er Helgutjörn heitir. Sunnan undir Selás er valllendislágar er Urðarlágar heita, þar eru upptök Urðarlágarlækjar sem rennur í austurenda Selvatns. Nokkru norðar rennur Sellækur í Selvatn. Úr eystri Selvatnsenda í Lykklafellskoll eru landamörk milli Miðdals og Elliðakots. Suðaustur af Urriðarlágarbotninum (svo) eru Vörðhólar. Vestan undir Vörðhólum er allstór dalur er Vörðhóladalur (heitir. Sunnan við Vörðhóla er greni með fallegu skotbyrgi. All langt norður af Lyklafelli eru Klettabrúnir sem Klettabelti heita, spölkorn austur af Klettabeltum er jarðfastur bergstöpull sem Litli-Klakkur heitir. Nokkru austar er stærri bergstöpull sem Stóri-Klakkur heitir.”

Selvatn

Selvatn – málverk Ásgríms Jónssonar 1956. Sjá myndina fyrir neðan.

Tryggvi Einarsson getur ekki um fjárborg í Selbrúnum. Borgarmynd er þó þarna í dag, árið 2021, ca. 15 metra frá sumarbústað, sem þar hefur verið byggður, allhrörlegur. Fjárborgin þessi kemur heldur ekki fram í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ” 2006. Í Þjóðminjalögunum frá 2001 sagði í 11. grein: “Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað.” Fjárborgin hefur ekki verið friðlýst. Hennar er heldur ekki getið í “Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ 2006”, skráð af Þjóðminjasafni Íslands.

Selvatn

Selvatn – steinn Ásgríms Jónssonar.

Í Minjalögum frá 2012 segir hins vegar í 22. grein: “Fornleifum sem eru friðlýstar skal fylgja 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands. Friðhelgað svæði umhverfis aðrar fornleifar, sem ekki eru friðlýstar en njóta friðunar, skal vera 15 metrar nema annað sé ákveðið”. Sumarbústaðurinn hefur væntanlega verið byggður fyrir 2012.
Líklegasta skýringin á vanskráningu “fjárborgarinnar” að hún hafi verið hlaðin eftir 2006. Handbragðið á hleðslunum bendir m.a. til þess. A.m.k. sést hún ekki á loftmynd af svæðinu frá 1954.

Árnakróksrétt

Árnakróksrétt.

Tryggvi Einarsson frá Miðdal skráði “Örnefni í landi Elliðakots í Mosfellssveit”. Þar getur hann um aðra fornleif skammt sunnar, þ.e. Árnakróksrétt: “Landamörk Elliðakots að norðan eru þar sem Dugguós rennur í Hólmsá.
Svo Dugguós í vesturenda Selvatn. Skammt vestan við mitt Selvatn eru stórgrýtisklettar, sem Veiðiklettar heita. Nokkru ofar við vatnið er Árnakrókslækur.
Austan við Sellækjarupptök er allstór klettahóll, sem Árnakrókshóll heitir. Austur af Árnakrókshól er allstór valllendiskriki, sem Árnakrókur heitir. Á klapparsvæði norður af Árnakrók er Árnakróksrétt (að mestu uppi standandi), var skilarétt Mosfellinga. Var flutt að Hafravatni um síðustu aldamót. Heitir nú Hafravatnsrétt. Árnakróksrétt var annáluð fyrir brennivínsþamb og hæfileg slagsmál. Sótti þar að fjölmenni úr Reykjavík og nágrenni og vakað alla réttanóttina.” Í “Aldaskil” eftir Árna Óla, á bls. 243, er minnst á tilurð nafnsins Árnakrókur. “Þarna fannst maður úr Laugardalum helfrosinn í Króknum svokallaða sem aftur breyttist í Árnakrók”.

Fossvallarétt

Fossvallarétt ofan Lækjarbotna.

Fossvallarétt ofan Lækjarbotna  tók við af Hafravatnsrétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna haustið 1986 eftir að Hafravatnsrétt hafði verið lögð niður en hún hafði verið lögrétt allt frá 1902 þegar Árnakróksrétt, skammt frá Selvatni, var aflögð (skömmu eftir aldarmótin 1900).

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, skráð af Þjóðminjasafni Íslands.
-Örnefnalýsing fyrir Miðdal – Tryggvi Einarsson.
-Örnefnalýsing fyrir Elliðakot – Tryggvi Einarsson.
-Þjóðminjalög 2001 nr. 107 31. maí.
-Minjalög frá 2012.

Selbrúnir

“Fjárborg” í Selbrúnum.

Kálfatjörn

Í Faxa árið 2000 er frásögn séra Péturs Jónssonar á “Lýsingum Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840“:

“Takmörk Njarðvíkursóknar að utanverðu er skurður eður dæld, sem liggur beint frá heiði, rétt við höndlunarstaðinn Keflavík, ofan að sjó; frá hans efri enda upp í heiðina að Gömlu-Þúfu á svokölluðu Háaleiti, af hverju sjá má umhverfis á þrjá vegu í sjó; frá Gömlu-Þúfu sjónhending í Kirkjuvogsklofninga, sem eru frá Háaleiti að sjá milli dagmála og hádegisstaðar. Sunnanverð takmörk hennar frá Kirkjuvogsklofningum ná upp í Stapafellsgjá, sem er í dagmálastað frá Klofningunum; að innan og austanverðu er Innri-Skora á Vogastapa hér um bil miðjum, er liggur ofan að sjó.

Njarðvíkur

Njarðvíkur um 1910.

Nefndur Stapi mun fyrrum hafa fengið Gullkistu heiti af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum. Þessi mishái heiðarmúli (Stapinn) liggur milli Stapakots í Njarðvík innri og Voga (gömlu Kvíguvoga) með þverhníptum hömrum, sem taka nokkuð mislangt fram að sjó. Nes eru hér ekki utan Stutti-Tangi, sem kallast Vatnsnes, á hverjum samnefndur bær stendur, norðvestasti eður yzti bær í Njarðvíkursókn. Þar fyrir sunnan skerzt inn vík, hér um stutt íslenzk hálf vika, að svo kölluðu Klapparnefi í ytra Njarðvíkurhverfi og nærfellt að sömu lengd; sker hún sig aftur milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur inn í landið. Af gömlum eldgosum eru hraun hér sýnileg, sums staðar með hólum og lágum á milli, í hverjum er sums staðar nokkurt gras, lyng og mosi. Hvergi er rennandi vatn, en brunnar grafnir, víðast slæmir og saltir.

Njarðvík

Njarðvík 1950. Vatnsnes fremst og Grindavíkurfjöllin fjærst.

Að norðanverðu við nefnda vík, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur myndast nes, er kallast Hákotstangar, er ná að lítilli vík, er kallast Kopa, sem er lending milli Stapakots og Stapans. Fiskiskútur ogjafnvel stærri skipgeta legið á Njarðvíkurvík; þó mun þar vart trygg höfn.
Lendingar og varir hefir náttúran og menn svo tilbúið, að víðasteru vel brúkanlegar. Grynningar og sker eru hér ekki til greina að taka utan Eyland, sem ekki sést utan með stórstraumsfjöru; norðar en á miðri vík, líka upp undir landi, Skarfasker utan Klapparnefið og Fitjar- og Steinbogasker sunnan, á hverju sauðkindur stundum flæða.
Hvassir vindar ganga hér oft af norðri, landsuðri og vestri. Snjóar og einkum stórrigningar eru tíðar af þessum áttum; skruggur á stundum, ekki síður á vetrum en sumrum, en sjaldnast skaðlegar.

Þurrabúð

Þurrabúð á fyrri hluta 19. aldar á Reykjanesskaganum.

Fiskiveiðar eru hér stundaðar oftast ár út og ár inn, en í marz og aprílmánuðum brúkast mest netaveiðar, því um þær mundir gengur sá fiskur inn með landi, sem nefnist netafiskur. Þjóðvegir liggja Iangsetis yfir sóknina og krossgötur hér og hvar, sem árlega eru ruddir og hreinsaðir. Fyrir nokkrum árum síðan er betri og beinni vegur lagður eftir Stapanum framarlega í stað þess fyrri, sem ofar lá eftir heiðinni, lengri, verri og villugjarnari, einkum á vetrum. Graslítill áfangastaður fyrir lestamenn er á millum Njarðvíkanna, á svo nefndum Njarðvíkurfitjum.
Annexkirkjan frá Kálfatjörn er á heimabænum í Innri-Njarðvík; þar er venjulegt að embætta 3ja hvern helgidag á sumrum, en 4ða hvern á vetrum. Þessi kirkja var árið 1811 lögð til Kálfatjarnar, þó framar presti þar til kostnaðar en ábata. Fiskitökuhús kauphöndlandi manna eru fyrir nærverandi tíð 3 í Ytri-Njarðvík og 2 í Innri.

Verbúð

Verbúð fyrrum.

Bjargræðisvegur er mest og bezt sjávarafli; hann er og framar öðru stundaður. Búfénaður er yfir höfuð lítt ræktaður, þar hey er ekki utan litlar töður til gjafar á vetrum, og því útigangsskepnur í fári, þá fjörur Ieggja af ísum og tekur fyrir jörð í heiðinni. Útfærsla túna, sléttun þeirra, steingarða byggingar kringum þau og timburhúsa uppkoma hefir smám saman aukizt; kályrkja er og svo ræktuð með allgóðri heppni víða hvar. Eldsneyti yfir höfuð er slæmt af sjávarþangi og öðrum óhroða. Sumarvinnan til lands er fiskverkun, túnrækt og húsbyggingar, sláttur byrjar vanalegast 14 vikur af sumri og endast oft í 18.-19. viku.
Margir menn eru hagir á járn og stunda nokkrir með fram skipa-, báta og annað smíði. Vetrarvinna er mest hampspuni til sjóarútvegs, fyrir utan annað ýmislegt, er fyrir fellur. Til skemmtunar á vetrarkvöldum er sums staðar iðkaður rímnakveðskapur, en þó meira fornsögulestur. Uppfræðing, áðferði og trúrækni fólks virðist fremur yfir höfuð á góðum vegi og heldur fara batnandi í sumu. Þénustusemi, greiðvikni og hjálp við aðra algeng.
Fólksfjöldi hefir undanfarin ár aukizt, mest fyrir tómthúsabyggingar.

Njarðvík

Innri Njarðvík fyrrum – Áki Grenz.

Höfuðbæir í Njarðvíkum eru tveir, Innri- og Ytri-Njarðvík; hinir eru afbýli, hjáleigur og kot.
Kirkjan í Njarðvík, orðin altimburkirkja, á ekkert utan það hún stendur, þar hún fékk ekki kirkjurétt fyrri en í Jóns biskups Vídalíns tíð, og Njarðvíkur áttu áður kirkjusókn yfir heiði, suður í Hafnir; varð fyrst annexía frá Hvalsnesi og þar eftir að Kálfatjörn. Keflavíkurhöndlunarstaður átti fyrrum kirkjusókn að Njarðvík, stuttan og góðan veg, en nú að Útskálum, að sögn fyrir eftirleitni prests þar. Kauphöndlun Njarðvíkinga er mest í Keflavík.
Alls staðar liggja kýr inni á sumrum um nætur. Margir menn eru skrifandi og sums staðar kvenfólk; nokkrir finnast, sem bera skyn á einfaldar lækningar, margar lagnar nærkonur, þó ekki yfirheyrðar. Sjúkdómar eru helztir: Á börnum oft andarteppuhósti, fullorðnum iktsýki almenn, sumir eru brjóstveikir, fáeinir holdsveikir.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel við Seltjörn.

Frá Innri-Njarðvík var selstaðs við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík; þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningafæðar aflögð.
Fyrir innan áður nefnda Innri-Skoru á Stapanum byrjar Stóru-Vogaland og takmörk Kálfatjarnarsóknar. Inn af Stapanum, eru 4ur skörð. Það syðsta heitir Reiðskarð, bratt upp; þar eftir er alfaravegur, sem stundum er ófær af fönn á vetrum; hin þrjú, hvert vestar af öðru að sjó, eru gengin. Á innri parti Stapans er hæsta hæð hans, sem kallast Grímshóll, og á henni stór varð. Þar er mjög víðsýnt í allar áttir. Strax við Stapann að innan er Vogavík, er vegna sandgrunns tengist hvað af öðrum upp með Stapanum. Við sjóinn rétt við Stapann, vestan víkina, em Hólmabúðir, sem sjómenn róa frá og höndlunarmenn hafa fiskitökuhús; framundan Vogunum á víkinni er bezta skipalega fyrir stór og smá skip og trygg höfn fyrir öllum vindum utan vestan-útnorðan. Þar norðanleguna er Þórusker, er fer í kaf með stórstraumsflóðum; norður frá því skammt em smásker. Norðan vfkina er bærinn Stóru-Vogar og Vogahverfi; norðar em Minni-Vogar. Gengur svo ströndin í þá átt að Brunnastöðum; á þeim vegi em 3 fiskitökuhús og 1 milli Stóm-Voga og Stapans, fyrir víkurbotninum, á litlu nesi, hvar og tjárréttarmynd er, að hverri sækja á haustum Strandar-, Rosmhvalaness-, Hafna- og Grindavíkurhreppar.

Brunnastaðir

Brunnastaðir – loftmynd 1954.

Framundan Brunnastöðum og samnefndu hverfi eru tangar og grynningar nokkuð fram í sjó; þó er lending þar góð kunnugum. Eftir sömu stefnu mæta Hlöðunesstangar framundan Hlöðunessbæ, innar Atlagerðistangar framundan Ásláksstöðum. Innan þá er nokkuð stórt sker, sem kallast Svartasker; þar fyrir innan skerst inn vík ei mjög stór, kölluð Breiðagerðisvík. Svo er ströndin nær því jöfn og beygist heldur til landnorðurs, allt inn í svo kallað Keilisnes, sem er skammt innan Kálfatjörn. Á öllum þessum vegi grunnleið með ströndinni, frá Þóruskeri í Vogum inn að Keilisnesi, er mjög brimsamt, meðboðum, nöggum, hnýflum, flúðum og smáskerjum. Innan Keilisnesness gengur inn breið vík, kallast Vatnsleysuvík; hún er full vika sjóar á breidd inn að Hraunsnesi, sem er takmark milli Kálfatjarnar og Garðasóknar við sjó; víkin er nær því eins löng inn í landið og hún er breið til.

Kúagerði

Kúagerði.

Sunnan til við hana er Flekkuvík, Kálfatjarnarkirkjujörð, austar lítið er Minni- og Stóra-Vatnsleysa; fram undan þeirri minni eru grynningar, sem kallast Vatnsleysueyri. Hún er þangi vaxin, og yfir hana hylur með hverri flæði, nokkuð stór um sig og hættuleg ókunnugum; verður að miða inn hjá henni leiðina, eins og víðast er tilfellið í lendingar á Ströndinni. Fyrir botni víkurinnar er sagt verið hafi bær, er heitir Akurgerði; innar er Kúagerði. Þar í er tjörn í nokkuð djúpri dæld, sem minnkar með fjöru, en vex með flóði; þar hjá er alfaravegur gegnum brunahraun.
Innar eru gömul Sellátur, en löngu síðan af; þar skammt frá er Hvassahraun og samnefnt hverfis, innsti sóknarbær, lítið innar er áður nefnt Hraunsnes.
Þessi einajörð íbáðum sóknunum, sem útgjöra hreppinn, hefir allgóðan skóg, sem heldur er í rénun. Hér hefir verið selstaða fyrrum eins og á öllum Strandarhreppslögbýlum, en öll af lögð á seinni tímum; þau hafa öll eður flest vatnslaus verið og staðið hér um í miðri heiði, milli fjalls og fjöru.

Fagridalur

Í Fagridal.

Fjallgarðurinn liggur frá austri til vesturs, allt frá Grafningsfjöllum að Fagradalsfjalli, sem eiginlega endar hann; upp undan Stóru-Vogum hér og hvar eru smáskörð í hann. Vestur frá Fagradalsfjalli eru í hrauninu tvö lág fell, Stóra- og Litla-Skógfell, vestar er Sýlingarfjall, svo Þorbjarnarfell, svo lengra vestur Þórðarfell og loksins Stapafell, áfast við Súlufjall, sem er það vestasta ofan Stapann, hér um bil í austur að sjá frá Kirkjuvogi í Höfnum.
Í Fagradalsfjalli er samnefndur dalur, fyrrum fagur, en nú að mestu stórgrýttur af skriðum og graslítill; innar er Hagafell með sæmilegum grasbrekkum. Nokkuð innar er hár fjalltindur, er kallast Keilir, sem sjófarendur kalla Sykurtopp. Fyrir innan hann er skarð í fjöllin, þar fyrir innan gamalt eldfjall, sem heitir Trölladyngjur, sem spúð hafa nýju hrauni ofan á það eldra á 13. eður 14. öld. Þetta nýrra hraun er tómur apall og bruni, víða með grasmosa, hvar ekki sést eitt grasstrá; einn armur þess hefir hlaupið fram í sjó sunnan Hvassahraun.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Milli Vatnsleysanna liggur gjá frá sjó, skáhallt eftir endilangri heiði, allt suður í sjó á Reykjanesi. Þar hún er mjóst, má stíga yfir hana, en er sums staðar óyfirfærileg; hún kallast Hrafnagjá. Ofar í heiðinni er Klifgjá, enn ofar Grindavíkurgjá og efst næst fjöllum tvær Kolhólagjár; er það menn vita, allar þessar byrja norður í heiði og enda í Skógfellshrauni. Margaraðrar fleiri gjár og holur eru um hraunin, sem ekki er nafn gefið. í svo kölluðu Vogaholti eru sæmilegir hagar og sums staðar í heiðinni. Margslags lyngtegundir gefast og hátt í henni víðir. Vegur liggur gegnum heiðina frá Stóru-Vogum beint að Breiðagerði, svo með bæjum við túngarða inn fyrir Kálfatjörn, aftur þaðan frá gegnum heiðina inn hjá Vatnsleysu.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Norðan til við Stapann liggur vegur upp í heiðina austur, er kallast Sandakravegur. Á þeim vegi mætast ofan Stapann 3 tjamir, sem heita Snorrastaðatjamir, hvar bær eftir munnmælum skal hafa staðið í fornöld; þær eru eiginlega vatnsgjár, og þar skyldi fiskur hafa haft undirgang frá Grindavík gegnum út fyrir Stapa á hraunið, hvar nú ekki merkist á þessum tímum.
Fiskimið eru rétt ótal djúpt og grunnt með allri sjósíðunni, engin sérleg hákarlamið; þó em fáir lagvaðir brúkaðir.
Úr Kálfatjarnarsókn sækja innbúar verzlun framar til Hafnarfjarðar en Keflavíkur. Helztu bæir eru Stóru-Vogar, Brunnastaðir, Hlöðunes, Ásláksstaðir, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Stóra-Vatnsleysa og Hvassahraun, og líka mætti telja Minni-Voga.

Trölladyngja

Trölladyngja. Hverasvæði ofan Oddafells.

Í fjöllunum er helzt að sögn hraungrýti og mógrýti, en sjóklappir víða af stuðlabergi. Frá Kálfatjörn eru Dyngjur að sjá, þá sól er kl. 9, Keilir kl. 10, Fagradalsfjalls innri endi kl. 12.
Sjórinn brýtur víða af túnum og landi og ber upp á sand og grjót, og grynningar aukast.

Kálfatjörn

Yfir höfuð er sama að segja um upplýsingu, siðferði, atvinnuveg og annað í þessari sókn sem hinni, utan að hér er minni þorskanetabrúkun, en meiri hrognkelsa og færafiskirí um vertíð. Til húsabygginga er brúkað nokkurt rekatimbur, en meira af útlenzku, þar óvíða er reki til hlítar. Á Kálfatjörn er nýbyggð altimburkirkja.
Þetta er það helzta, sem ég get frá skýrt. Svohljóðandi bréf, dagsett á Kálfatjörn 24. febrúar 1840, hefur síra Pétur sent Finni Magnússyni með sóknarlýsingu sinni: „Þar ég ekki fékk því við komið að senda með haustskipum þá hér með fylgjandi skýrslu, læt ég hana nú fara í von um, að hún komist með póstskipi. – Ég bið yður og, háttvirtu félagsbræður, að virða vel, þó hún sé ekki svo fullkomin sem skyldi, og taka viljann fyrir verkið”. – P. Johnson

Síra Pétur Jónsson er þjónaði Kálfatjarnarprestakalli 1826 -1851

Kálfatjörn

Kálfatjörn – loftmynd 1954.

Í íslenskum Æviskrám segir svo um höfund þessarar lýsingar, síra Pétur Jónsson.
„Hann var sonur síra Jóns Magnússonar á Vesturhópshólum og síðar á Borg, og ólst upp við mikla fátækt. Hann fór í skóla 17 ára að aldri og var þar 7 vetur svo, aðfaðir hans þurfti ekki að kosta hann, heldur kom hann heim hvert vor með nokkuð af ölmusu sinni óeyddri; svo hart lagði hann að sér að styrkja foreldra sína. Vorið 1802 átti hann að útskrifast, en eftir beiðni hans var honum veitt leyfi til þess að vera eitt ár enn í skóla. Um seinan komu honum þau tíðindi, að Hólaskóli væri lagður niður 1802, og að piltar yrðu nú að ljúka námi íReykjavíkurskóla. Hefði hann vitað það í tíma, mundi hann ekki hafa sótt um leyfið, enda sagði hann oft, að þess hefði hann mest iðrast. Hann úrskrifaðist úr Hólavallarskóla 1803 með þeim vitnisburði, að hann sé ágætum gáfum gæddur, en þó einkum þroskaðri greind og farsælu minni, og hafi á þessu eina ári tekið undramiklum framförum í lærdómi, þrátt fyrir nokkurn heilsubrest.

Kálfatjörn

Ártal í steini á Kirkjubrú Kálfartjarnarkirkju.

Hann vígðist aðstoðarprestur fóður síns 1808 og kvæntist áríð eftir Ingibjörgu Jónsdóttur í Hjörsey, Egilssonar. Hún veiktist hastarlega 1820 og var veik á sál og líkama upp frá því til dauðadags og nær alltaf rúmliggjandi.
Þegar síra Pétur kom til Kálfatjarnar, var hann svo blásnauður, að hann flutti allt sitt á 2 hestum. En fátæktinni þyngri var þó heilsuleysi konunnar. Varð hann á hverju kvöldi að kveða hana í værð eins og barn, og marga nótt varð hann að vaka yfir henni til morguns. En hann unni henni svo mjög, að fyrir hana vildi hann allt á sig leggja, vökur, hungur og nekt. Konan dó 1860 og höfðu þau þá verið í hjónabandi í rúm 50 ár, en ekki átt börn.
Síra Pétur afsalaði sér Kálfatjörn 1851, þá 73 ára gamall. Hann fluttist nú að Móakoti, fékk það eftirgjaldslaust og 1/3 fastra tekna brauðsins. Árni stiftprófastur Helgason mat síra Pétur jafnan mikils og útvegaði honum nú 50 rdl. árlegan styrk hjá stjórninni og auk þess nokkum styrk hjá Synodus. Þó veitti síra Pétur hörmulega í Móakoti, og sá þess varla stað þótt sóknarmenn gæfu honum oft stórgjafir, þegar hann átti bágast. Sumarið 1860 fór hann aftur að Kálfatjörn og naut þar húsaskjóls og aðhlynningar eftir það. Var hann þá þrotinn að kröftum og heilsu, maður á níræðis aldri, sem mestan hluta ævi sinnar hafði búið við eymd og skort. Hann fékk slag 8. desember 1864 og andaðist 8. janúar 1865. Við jarðarför hans vom rúmlega 200 manns, margir langt að komnir og má af því marka vinsældir hans. Einhver seinustu orð hans á banasænginni voru þau, að hann bað sóknarprestinn að muna sig um að láta sig hvíla sem næst „elskunni sinni” í gröfinni. Og í Kálfatjarnarkirkjugarði hvíla þau hlið við hlið.
Síra Pétur var hinn mesti reglumaður í embætti, kennimaður góður og lét sér mjög annt um barnafræðslu. Veðurbækur hélt hann í samfleytt 50 ár. „Hann var merkur maður og valinkunnur”.”

Heimild:
-Faxi, 1. tbl. 01.04.2000, Lýsingar Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840 – séra Pétur Jónsson, bls. 12-14.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd.

Hraunin - Glaumbær

Í Lesbók Morgunblaðsins 1987 fjallar Gísli Sigurðsson, ristjóri Lesbókarinnar, um Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun:

Hvassahraun

Hvassahraun.

“Þegar komið er framhjá Kúagerði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur, blasir allt í einu við einkennileg byggð í hrauninu, sem hlýtur að gefa ókunnum útlendingum einkennilega hugmynd um menningu og bústaði landsmanna. Glöggskyggn gestur sér að vísu af Keflavíkurveginum, að naumast geti verið búið í þessum kofum, því þar er yfirleitt ekki til gler í gluggum, heldur gapa augntóftir húsanna við vegfarendum, eða þá að neglt hefur verið fyrir þær. Og einn er brunninn til ösku. Þetta gæti minnt víðförla ferðamenn á hreysin í fátækrahverfum Mexikó City og Hong Kong, sem byggð hafa verið úr kassafjölum, en að vísu mun þéttar en hallir sumarlandsins við Hvassahraun. Þar er heldur ekki trjágróður til að fela óþrifnað af þessu tagi; hann blasir við svo skýrt sem framast má verða og eru spýtnahrúgur og ryðbrunnar olíutunnur hafðar með til skrauts.

Hvassahraun

Hvassahraun 1987.

Á sólbjörtum sumardegi, þegar undirritaður tók myndirnar, virtist ekki nokkra lifandi veru að sjá þarna utan mófugla og kríu, sem gerði harða hríð að komumanni. Litlu síðar hitti ég tvo útlendinga á bílaleigubíl og til að kanna viðbrögðin, benti ég þeim á kofana og spurði hvort þeir vissu hvaða bær þetta væri. Þeir vissu það að sjálfsögðu ekki, en annar sagði: „Það virðist vera draugabær” (It seems to be a ghost town).
Einhver hlýtur að eiga þetta land og hefur þá heimilað þessi sorglegu hús, ef hús skyldi kalla. Einhverjir hljóta að eiga þau og einhver yfirvöld hljóta að geta ráðið því, hvort þau fá að standa svona áfram, gestum til furðu og okkur til lítils sóma.” – Gísli Sigurðsson

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 26. tbl. 22.08.1987, Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun – Gísli Sigurðsson, bls. 16.

Hvassahraun

Hvassahraun – loftmynd.

Garðar

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 er fjallað um  Garðabæ – fornleifar og áhugaverða staði:

Fornleifar og byggð
Syðst í landi Garðabæjar eru eldfjöll og hraunbreiður, en norðar og nær sjó eru grónir vellir og mýrarflákar inn á milli hraunkarga og klapparholta. Tvö friðlönd teygja sig inn fyrir bæjarmörkin að sunnanverðu, Heiðmörk og Reykjanesfólkvangur.

Vífilsstaðavatn

Við Vífilsstaðavatn.

Innan Garðabæjar eru tvö vötn og einnig renna þar tveir lækir. Vífilsstaðavatn er austan undir Vífilsstaðahlíð og Urriðavatn (Urriðakotsvatn) er á milli Urriðakots og Setbergs. Úr Vífilsstaðavatni rennur Hraunsholtslækur og úr Vatnsmýri rennur Arnarneslækur og falla þeir báðir til sjávar í Arnarnesvogi. Inn í strönd Garðabæjar skerast vogar og víkur, þar sem áður fyrr voru víða ágætis varir. Landbrot hefur átt sér stað í Garðabæ, þó í mun minna mæli en t.d. á Seltjarnarnesi.

Kringlóttagjá

Í Kringlóttugjá sunnan Búrfells.

Landslag og umhverfi í Garðabæ hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum eftir að þéttbýli fór að myndast. Mest þéttbýli er milli Hafnarfjarðar og Kópavogs og svo allt frá Arnarnesi norður að Hraunsholti og Vífilsstöðum. Nokkuð hefur verið um þéttbýlismyndun í landi Urriðakots þar sem byggð rís nú á Urriðaholti þar sem heimatún bæjarins var áður. Verslunarkjarni hefur einnig risið þar norður af við götuna Kauptún. Jafnframt er golfvöllur á stórum hluta Urriðakotsjarðarinnar. Óbyggð svæði innan Garðabæjar einkennast mest af hraunbreiðum, víða miklum körgum, en í Garðahverfi má enn finna talsvert af túnum og graslendi.88 Hér á eftir verður fjallað um helstu minjaflokka sem skráðir voru í Garðabæ, einkenni þeirra og ástand.

Bæjarhólar, bæjarstæði og býli

Arnarnes

Litla-Arnarnes- bæjarstæði.

Bæjarhólar myndast þar sem bæir hafa staðið á sama stað um aldir. Hólarnir verða til úr gólflögum sem hafa hlaðist upp í tímans rás, byggingarefni, torfi og grjóti og öskuhaugum. Í bæjarhólum er helst að leita upplýsinga um húsakost, fæðu og almenn lífsskilyrði til forna og þar eru mestar líkur á að finnist merkir gripir. Bæjarhólar eru því mikilvægir minjastaðir en jafnframt eru þeir sá minjaflokkur sem einna verst hefur farið í uppbyggingu í landbúnaði, sem og þéttbýli, á þessari öld.
Samantektin hér að ofan byggir á upplýsingum úr bókinni Garðabær – byggð milli hrauns og hlíða.
Alls eru til heimildir um 52 bæjarstæði og bæjarhóla í landi Garðabæjar. Flest eru bæjarstæðin í hinu þéttbýla Garðahverfi og er þar oft um að ræða kot og þurrabúðir sem voru í byggð í takmarkaðan tíma og þar sem þykk mannvistarlög hafa hugsanlega ekki náð að hlaðast upp. Þó skal hafa þann fyrirvara í huga að upplýsingum um minjar í Garðahverfi er í sumum tilvikum ábótavant, þar sem upplýsingar um útlit og ástand minjastaða voru oft lauslegar í skráningu Ragnheiðar Traustadóttur og Rúnu K. Tetzschner frá 2005.

Urriðakot

Urriðakot – bæjarstæði.

Bæjarhóla með miklum mannvistarleifum er einna helst að finna þar sem bæir lögbýla og hjáleiga Garða hafa staðið öldum saman. Næsta víst má telja að mannvistarleifar sem ná aftur til landnáms megi finna við Garða. Í Urriðakoti, Arnarnesi, Hraunsholti og Selskarði eru vel sýnilegir bæjarhólar. Á bæjarhól Urriðakots eru leifar síðasta bæjarins frá miðri síðustu öld, en Urriðakot fór í eyði 1958. Rústirnar eru grafnar ofan í bæjarhólinn, sem er nokkuð hár og breiður og hafa raskað að nokkru leyti þeim mannvistarleifum sem þar hvíla, en þó er öruggt að í honum er enn að finna fornar mannvistarleifar sem stafar hætta af fyrirhuguðum framkvæmdum á Urriðaholti. Á Arnarnesi er bæjarhóll Arnarneskots vel sýnilegur. Hóllinn er þýfður og ójafn og 13×13 m að stærð, þó fornleifarnar kunni að ná yfir stærra svæði undir sverði. Hóllinn er hæstur um 1,3 m á hæð.

Urriðakot 1958

Urriðakot – loftmynd 1958.

Bær Hraunsholts hefur að líkindum lengi verið á sama stað og þar er enn stór bæjarhóll. Erfitt er að átta sig fyllilega á ummáli bæjarhólsins sökum framkvæmda á og í kringum hann, en hóllinn er að líkindum um 40×40 m að stærð. Nokkuð mikið af 20. aldar keramikbrotum eru á hólnum og eru þau án efa ættuð úr róti sökum framkvæmda á og við hólinn. Á hólnum sáust einnig brunnin bein og tennur úr nautgripum sem gætu verið ættuð úr nálægum öskuhaugi. Síðasta íbúðarhúsið á Selskarði var steypt og grunnur þess grafinn ofan í bæjarhólinn. Syðsti hluti steyptra undirstaðanna sjást enn, en nyrðri og meiri hluti grunnsins er hinsvegar horfin því gríðarmikil hola, um 25×20 m að stærð, hefur verið grafin ofan í bæjarhólinn. Hliðar holunnar eru grónar en sjá má að hleðslugrjót hefur oltið úr sárinu.
Bærinn hefur staðið á náttúrulegri upphækkun en mannvistarlög eru varla undir 1 m á þykkt.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954. Hér sést gamla bæjarstæðið.

Bæjarhóll Vífilsstaða hefur verið sléttaður og er því horfinn, þó vafalaust megi enn finna einhverjar mannvistarleifar undir sverði. Bæjarhóll Arnarnesbæjarins hefur einnig verið sléttaður, en nokkrar mjög lágar aflíðandi bungur eru enn á flötinni og gætu þær verið leifar þess efnis sem rutt var þegar bæjarhólinn var sléttaður (sem var líklega þegar farið var að byggja á Arnarnesinu á sjöunda áratugnum).
Hofstaðabærinn sem nú stendur er byggður 1923 og er tvílyft steinhús með kjallara. Ekki er greinilegur bæjarhóll á svæðinu því umhverfið er vel sléttað. Sennilega eru þó talsvert miklar búsetuminjar í kringum Hofstaði, bæði á lóðinni sem og undir malbiki fjær frá húsinu. Fullvíst er að búseta hefur verið á Hofsstöðum allt frá fyrstu tíð, en víkingaaldarskáli var grafinn upp skammt frá núverandi Hofstaðabæ.
Bæjarhóll Setbergs er utan marka Garðabæjar og er því ekki til umræðu hér þó hluti af jörðinni hafi verið skráður.
Talsvert landbrot á sér stað í Garðahverfi sem hefur haft slæmar afleiðingar fyrir fornminjar. T.a.m. eru bæjarstæði Austur og Vestur Dysja að brotna ofan í sjó. Jafnframt eru sagnir til um að Nýibær hafi áður fyrr staðið á

Bakki

Bakkirof á sjávarbakka.

Nýjabæjarskeri, sem er nú umlukið sjó. Annars hafa bæjarhólar og bæjarstæði í Garðahverfi að þó nokkru leyti orðið fyrir barðinu á túnasléttun og seinni tíma byggingum. Þó eru sjáanlegar tóftir, hleðslur eða hólar á Garðhúsum, Hóli, Sjávargötu, Garðabúð, Katrínarkoti, Köldukinn, á ónefndu býli norðan Köldukinnar , Arndísarkoti og síðast en ekki síst stendur Króksbærinn enn og er opinn fyrir almenning. Mikil og þétt búseta hefur verið í Garðahverfi öldum saman og því er næsta víst að miklar mannvistarleifar leynast þar víða undir sverði, þó svo að í sumum tilvikum verði þeirra ekki vart á yfirborði.
Ljóst er að miklar mannvistarleifar leynast enn undir sverði á lögbýlum og hjáleigum í Garðabæ. Bærinn er í fremur örum vexti og því mikilvægt að ítreka að engar framkvæmdir sé ráðgerðar á bæjarhólum og bæjarstæðum nema í samstarfi við Fornleifavernd ríkisins og þá með tilheyrandi mótvægisaðgerðum.

Útihús í og við heimatún

Urriðakotshraun

Fjárhústóft Guðmundar í Urriðakotshrauni.

Eins og algengt var á Íslandi voru skepnuhús á skráningarsvæðinu dreifð um tún bæja til að dreifa áburði. Hlutfall útihúsa á nokkrum býlum í Garðahverfi var þó, eins og gefur að skilja, nokkuð lægra en á hreinum landbúnaðarsvæðum. Þess í stað voru fleiri staðir tengdir sjósókn.
Alls voru skráð 67 útihús innantúns í landi Garðabæjar og eru þá meðtalin öll þau útihús sem þekkt eru á hjáleigum og smábýlum. Verður þetta hlutfall að teljast fremur lágt ef haft er í huga að 19 jarðir eru skráðar innan marka Garðabæjar. Tún Setbergs er þó mestmegnis í landi Hafnarfjarðar og lendir einungis eitt útihús Garðabæjarmegin. Engin útihús eru þekkt frá Hagakoti þar sem ekkert túnakort er til af jörðinni og ekkert útihús er merkt hjá Ráðagerði á túnakorti Garðahverfis. Þó er ljóst að skepnuhús hefur verið áfast íbúðarhúsinu í Ráðagerði. Alls eru 54 útihús skráð sem hafa óþekkt hlutverk og eru þessi hús oftast skráð af túnakortum.
Innan Garðabæjar eru þekktar heimildir um sex fjárhús og eitt lambhús. Tóftir fjárhúsa og lambhúsa eru í túni Urriðakots, heimildir eru um tvö fjárhús í túni Hofsstaða (nú komin undir byggð), heimildir eru um fjárhús á Miðengi og Hausastöðum og tóftir fjárhúsa sjást enn í túni Hausastaðakots.

Garðahverfi

Bakki – útihús, tóftir að baki.

Tvö fjós eru skráð, bæði í Garðahverfi. Heimild er um fjós á Miðengi, en tóft fjóss er að finna á Dysjum. Heimildir voru tiltækar um þrennar kvíar við heimatún í Garðabæ en hvergi sáust leifar þeirra. Örnefnið Kvíaflöt er við tún Urriðakots, á Hraunsholti var heimild um kvíar og sömu sögu að segja af Nýjabæ.

Smiðjuhóll

Smiðjuhóll við Arnarnes.

Leifar tveggja hesthúsa eru þekktar, annarsvegar innan byggðar Garðabæjar og hinsvegar í Garðahverfi. Í Hraunsholti er tóft hesthúss sem hlaðin er úr torfi og grjóti og standa veggir hennar enn nokkuð heilir, hæstir um 1,5 m að innanverðu, en tóftinni stafar hætta af trjágróðri sem vex allt í kring. Skammt frá Katrínarkoti í Garðahverfi er svo lítil þúst og hleðsluleifar sem taldar eru af hesthúsi. Í Garðabæ er eitt örnefni sem bendir til smiðju innantúns, en að það er Smiðjuhóll í túni Arnarness, sem nú er búið að slétta úr.
Ljóst er að víða í Garðabæ geta leynst leifar útihúsa undir sverði innan túna eldri bæja. Þar sem Garðahverfi varð snemma nokkuð þéttbýlt og svæðið hefur byggst hratt upp undanfarna áratugi, var eldri húsum víða rutt út og vitneskja um þau hefur í mörgum tilfellum týnst niður á skömmum tíma. Vel er hugsanlegt að slíkar leifar hafi þegar verið alveg eyðilagðar við byggingu íbúðarhúsa og annarra þéttbýlismannvirkja en rétt er að ítreka að varlega skal fara í allt umrót, sérstaklega innan heimatúna eldri bæja.

Mannvirki tengd sauðfjárrækt (utan heimatúna)

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Nokkuð stór hluti skráðra fornleifa í landi Garðabæjar tengjast sauðfjárbúskap og er marga slíka staði að finna utan túns og í úthögum. Markverðasti staðurinn er að líkindum svokölluð Selgjá sem var friðlýst af Kristjáni Eldjárn árið 1964, en í örnefnaskrá segir að Álftnesingar hafi haft þar í Seli allt fram á 18. öld. Selgjá er hrauntröð frá Búrfelli og náttúrulegt aðhald með fjöldi fjárbyrgja. Hún er framhald Búrfellsgjáar, sem nær alla leið að Búrfelli, en er sá hluti hrauntraðarinnar sem liggur norður frá Hrafnagjá og skiptist milli lands Urriðakots og Garðakirkjulands. Selgjá er fremur grunn og víða um 120 m breið og er hún slétt og gróin í botninn. Í norðurenda Selgjár er Selgjárhellir, náttúrulegur hraunhellir sem hlaðið hefur verið fyrir og þannig nýttur sem fjárskýli. Suður frá Selgjárhelli, bæði fast við hellinn og allt að 750 m frá honum meðfram austur og vestur hliðum gjárinnar, eru skráð 19 mannvirki sem tengjast seljabúskap, tóftir, garðlög og hleðslur við hella. Selgjá er heildstætt og stórt minjasvæði innan marka höfuðborgarsvæðisins sem mikilvægt er að varðveita. Skammt norðan við Selgjá eru aðrir staðir sem einnig voru friðlýstir 1964, Sauðahellir efri og svokallaðir Norðurhellar og má líta á þessa hella sem hluta af heild með Selgjánni. Sauðahellirinn er sérstaklega merkilegur, en op hans er hlaðið upp með mjög fallegum, yfirbyggðum inngangi sem hægt er að standa í hálf uppréttur og sem liggur niður að tveim náttúrulegum hellum, sínum á hvora hönd. Sauðahellir og Norðurhellar voru eflaust nýttir við seljabúskap líkt og rústirnar í Selgjá.

Setbergssel

Setbergssel – fjárhellir.

Sex önnur sel eru skráð innan Garðabæjar. Fyrst er að nefna Kjöthelli, einnig nefndur Selhellir, sem var selstaða Setbergs frá fornu fari. Elsta heimildin um Kjöthelli er landaskiptabréf dagsett 6. júní 1523. Í jarðabók Árna og Páls eru hagar sagðir þar góðir. Kjöthellir er um 20 m langur og opinn í báða enda, lofthæð er ríflega 2 m og breidd um 4 m. Um miðbik hellisins er hlaðið skilrúm sem skiptir honum í tvennt. Skilrúmið kann að benda til að hellirinn hafi verið nýttur af tveim jörðum, þá Hamarskoti og Setbergi og hefur nyrðri helmingurinn að líkindum tilheyrt Setbergi. Hleðslur eru við hellisopin og er meira lagt í þá nyrðri en þar eru hlaðin, bogadregin göng sem liggja að opinu. Hlaðið hefur verið þak yfir innganginn að hluta með hraunhellum, þó það sé nú að nokkru leyti hrunið.

Setbergssel

Kjötshellir.

Í næsta nágrenni Kjöthellis er tóft sem að líkindum tengist Selstöðunni. Um 70 m frá henni er hlaðið aðhald í náttúrulegri lægð. Hátt í 200 m vestur af Kjöthelli er Kershellir sem er nokkuð stór hraunhellir sem hugsanlega var einnig nýttur sem selstaða. Inni í honum er hleðsla sem er nokkuð ógreinileg vegna hruns úr lofti. Önnur selstaða er á mörkum Setbergs og Hamarskots við svokallaða Gráhellu í Gráhelluhrauni. Mannvirkið er hlaðið upp að klettinum Gráhellu, sem myndar suðurvegg þess, og samanstendur af einni tóft og hlöðnum grjótgarði fast austan við hana. Lítill skúti gengur suður úr enda tóftarinnar inn í Gráhellu. Bogadregið garðlag úr hraungrýti gengur frá norðausturhorni tóftarinnar og sveigir til suðurs að Gráhellu sem hefur mögulega verið aðhald fyrir sauðfé eða heystæði.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Í landamerkjalýsingu í örnefnaskrá kemur fyrir örnefnið Seljahlíð sem er betur þekkt sem Sandahlíð. Örnefnið Seljahlíð bendir til að þar hafi einhvern tíma verið sel. Þar fundust hins vegar engar tóftir né mannvirki á vettvangi. Næst er að nefna tóftir Vífilsstaðasels sem eru að finna upp á Vífilsstaðahlíð skammt frá mastri 29 í Ísallínu. Í landi Hraunsholts var svokallað Hraunsholtssel að finna sunnan við Hádegishól. Nú er búið að ryðja hraunið sunnan Hádegishóls undir byggð. Til selsins sást hins vegar enn árið 1987. Loks er sel skráð undir Görðum sem er að finna á svokölluðum Garðaflötum í Garðakirkjulandi skammt frá Búrfelli, en nafn þess er ekki lengur þekkt. Um 5 m frá henni er mögulega rúst annars mannvirkis sem er afar sigið.

Búrfellsgjáarrétt

Búrfellsgjáarrétt.

Samtals voru skráðar 23 réttir í landi Garðabæjar sem skiptast á sjö jarðir og þar af sjást sautján enn á yfirborði. Flestar eru réttirnar skráðar í landi Urriðakots. Þar sést til fimm rétta en heimildir eru til um aðrar þrjár sem nú eru horfnar. Skammt sunnan túns var rúst réttar sem hét Grjótréttin eða Grjótréttin eystri en ekki sést lengur til hennar og má vera að grjót úr henni hafi verið nýtt í nálægar byggingar en nokkuð er um mannvirki úr seinni heimstyrjöld í næsta nágrenni. Grjótréttin vestri var skammt vestan túngarðs og er hún einnig horfin. Svokölluð Hraunrétt var við hraunbrúnina við Vetrarmýri en er horfin, mögulega undir stórverslanir IKEA og Byko við Kauptún. Fast austan við túngarð Urriðakots er lítil rétt hlaðin úr grjóti. Réttartangi skagar út í Urriðakotsvatn og um 30 m vestur af honum á Hrauntanga er hlaðin kró upp við hraunhellu sem er innan Lambhagagarðs en óvíst er hvort króin er samtíða honum. Króin er hlaðin úr hraungrýti og er sigin og fornleg. Við austanverða hraunbrúnina við Vesturmýri, um 200 m suður af Byko við Kauptún 6 eru leifar réttar sem er byggð við náttúrulega hraunbrún og skarð í hrauninu.

Urriðakot

Urriðakot – Stekkjatúnsrétt.

Stekkjartúnsrétt er í litlu viki í hraunkarganum fast austan í golfvelli. Hægt er að greina leifar eins hólfs og garðbrots sem gengur út frá því, en réttin er mikið röskuð.
Leifar annarrar réttar eru einnig fast við sama golfvöll, um 220 m suðaustar. Af þeirri rétt má greina eitt hólf auk garðlags. Innan í hólfinu er lítill hellisskúti. Lítið, grjóthlaðið aðhald er einnig í hraunkarganum sem markar vesturbrún Flatahrauns, um 110 m suðaustur af rétt. Í landi Vífilsstaða voru réttir á svokölluðum Réttarflötum um 200 m norðaustur af Maríuhellum en þær eru nú horfnar undir malbikað bílastæði. Í Hagakoti fundust leifar tveggja rétta við vettvangsathugun og voru báðar við jaðar Hafnarfjarðarhrauns. Sú fyrri er mynduð úr þrem vikum inn í hraunjaðarinn að norðanverðu sem er lokað fyrir með signum garðlögum, einu fyrir hvert vik. Öll garðlögin eru hlaðin úr hraungrýti, grónu skófum og mosa.

Hagakot

Hagakot – Hagakotshellir.

Hitt aðhaldið í Hagakoti er einnig við norðurjaðar Hafnarfjarðarhrauns. Það er eitt hólf, hlaðið úr meðalstóru hraungrýti. Fjórar réttir eru skráðar í Hraunsholti og er ein þeirra að líkindum horfin undir byggð og einungis þekkt úr ritheimildum. Gatan Langalína liggur eftir endilöngum tanga sem heitir Réttartangi eða Aðrekstrartangi og eru miklar líkur á þar hafi verið að finna hlaðna rétt en þétt byggð er nú á svæðinu. Hinar réttirnar eru í eða við Hafnarfjarðarhraun og sjást enn. Rétt er norðarlega í Hafnarfjarðarhrauni, um 90 austur af Hraunhólum 19. Veggir réttarinnar eru nokkuð tilgengnir og signir. Annað minna aðhald er að finna í lægð í hrauninu skammt frá. Lægðin er gróin í botninn og er þar að finna litla, hlaðna tóft úr hraungrýti og torfi sem fellur vel inn í umhverfið. Tveir litlir hellar opnast einnig inn af lægðinni og eru þeir afar stórgrýttir á botninum, en engin mannvirki fundust við þá.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá – hellir efst í gjánni.

Fjórða réttin í Hraunsholti er við norðurjaðar Hafnafjarðarhrauns og kallast Stöðulgjóta. Stöðulgjóta var heimarétt sem tók um 30-40 kindur.92 Aðhaldið er eitt hólf og er hlaðið úr hraungrýti, en suður- og vesturveggir aðhaldsins eru úfið hraun sem norður- og austurveggir eru hlaðnir upp að. Í Garðakirkjulandi nyrst í Búrfellsgjá er að finna fallegar minjar, Gjárétt, skammt sunnan við Hrafnagjá. Gjárrétt var hlaðin 1840 og var fjárskilarétt Álftaneshrepps til 1922, en réttað var í henni að einhverju marki allt til 1940. Til suðausturs frá réttinni liggur nokkuð sigið garðlag að öðru aðhaldi við vesturbarm Búrfellsgjáar sem nýtir náttúrulega hraunveggi að norðan, vestan og sunnan, en austurveggurinn er hlaðinn úr hraungrýti. Innst í aðhaldinu er svo hlaðið byrgi við náttúrulegan hraunvegginn. Alls er rústasvæðið, réttin, garðlagið og aðhaldið, rúmlega 50 x 50 m að stærð. Skráðar voru sex réttir í Garðahverfi. Ein þeirra var á Bakka og var hún ferhyrnd og hlaðin úr hraungrýti, en hinar eru á Görðum. Um 220 m norður af hjalli nokkrum sem stendur við Balakletta er lítil rétt hlaðin úr hraungrýti.
Réttin er eitt hólf en frá því liggur garðbrot til norðurs. Fast suður af þessari rétt er önnur lægð í Flatahrauni sem myndar aðra rétt. Þar mynda náttúrulegir hraunveggir ásamt hleðslum réttarstæðið. Skammt suðvestur og nær sjó er gerði hlaðið úr hraungrýti.

Garðastekkur

Garðastekkur, tóftin lengst til vinstri, og Garðarrétt.

Garðastekk er svo að finna sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Garðastekkur er hlaðin utan í hraunkantinn og skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli þeirra og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst og í krika vestan við stekkinn er grasi gróin tóft. Að lokum má nefna að til er heimild um svokallaða Hraunrétt sem ekki sést lengur til.
Einn nátthagi eða vörslugarður, Lambhagagarður, er hér skráður með Setbergi, þó hann teygi sig einnig að hálfu inn á land Urriðakots. Hann liggur þvert á landamerkjagirðingu milli Setbergs og Urriðakots sem skiptir Hrauntanga milli jarðanna tveggja. Hann er signari og ógreinilegri í Setbergslandi en í Urriðakoti, en þar er hann einna best varðveittur syðst á um 10 m kafla sem liggur að Urriðakotsvatni.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Sjö beitarhús eru skráð í landi Garðabæjar, á fjórum jörðum og sjást leifar þeirra allra. Í Setbergi eru skráð tvenn beitarhús sem lenda Garðabæjarmegin. Beitarhús er á svæði sem kallast Hústún. Beitarhúsið er í vestanverðri Setbergshlíð og hlaðið úr grágrýti. Oddnýjarfjárhús eru í vestanverðum Oddnýjardal, undir austanverðum Norðlingahálsi. Þetta er tvískipt tóft, fjárhús og hlaða, sem grafin er inn í brekku. Hlaðan er grjóthlaðin en fjárhúsið úr múrsteinum með grjóthlöðnum sökkli. Eitt beitarhús er skráð í landi Hraunsholts og kallast Hvammurinn eða Hvammsfjárhús. Tóftin er um 80 m vestur af brú yfir Hraunsholtslæk sem er framhald
göngustígs frá Lindarflöt. Aðhald var VSV við tóftina er þar er lægð í hrauninu. Tvenn beitarhús er einnig að finna í landi Urriðakots. Annað þeirra var byggt af Guðmundi Jónssyni bónda við hraunkraga sem myndar vesturbrún Flatahrauns. Beitarhúsið er hlaðið úr hraungrýti sem hefur verið tilhöggið í múrsteinslaga kubba. Hitt beitarhúsið er Fjárhústóftin syðri sem er um 470 m NV af Selgjárhelli. Beitarhúsið er hlaðið við náttúrulegt bjarg sem myndar að hluta til suðurvegg hennar. Á Vífilsstöðum eru tvenn beitarhús og er annað þeirra fremur illgreinanlegt. Hitt beitarhúsið, Vífilstaðabeitarhús er hlaðið úr hraunhellum sem sumar hverjar hafa verið höggnar til.

Urriðakot

Fjárhústóft í Urriðakotshrauni.

Í landi Garðabæjar eru skráð níu fjárskýli en tvö þeirra hefur verið fjallað um framar í skýrslunni í tengslum við selstöðu. Það eru Selgjárhellir og Sauðahellir í landi Urriðakots. Hin fjárskýlin sjö eru á tveimur jörðum. Á Vífilsstöðum eru skráð þrjú fjárskýli, þar af tveir hellar. Sauðahellirinn nyrðri er lítill og náttúrulegur hellir. Hlaðnir kampar eru beggja vegna við hellismunann en þar var sauðum gefið á gadd og heyið borið frá bæ. Maríuhellar eða Vífilsstaðahellar eru á mörkum Vífilsstaða og Urriðakots. Þetta eru tveir hellar sem voru að öllum líkindum einn hellir í fyrndinni en hrun úr loftinu skipti honum í tvennt. Um 25 m eru á milli munna hellanna, sá nyrðri tilheyrði Vífilsstöðum en hinn Urriðakoti. Fjárborgin, er um 3 m austur af Vífilsstaðabeitarhúsi. Fjárborgin var aldrei fullbyggð, átti að vera hringlaga og opnast til norðausturs. Í landi Garða eru skráð fjögur fjárskýli. Búrfellshellir er sunnarlega í Búrfellsgjá. Munni hellisins er 5-6 m breiður og snýr til suðurs. Hleðsla er fyrir honum og dyr á henni miðri. Fjárborg er á hraunbrún Gálgahrauns, beint andspænis Görðum. Undirstöðurnar eru einungis eftir. Heimildir eru einnig um Fjárborgir í landi Garða sem voru á svæði sem kallast Gjá og fyrir neðan þær voru hellar sem kölluðust Selhellar.

Urriðakot

Urriðakot – stekkjarrétt við Stekkjartún.

Alls eru sex stekkir skráðir í landi Garðabæjar en þeir hafa verið fleiri. Í landi Urriðakots eru raskaðar leifar stekks. Hann er í viki sem gengur í vesturbrún Flatahrauns fast vestan við golfvöll. Það eina sem er eftir af stekknum er um 5 m langt garðbrot. Á Vífilsstöðum eru varðveittir tveir stekkir og sést til þeirra beggja.
Finnsstekkur er undir suðvestur horni Smalaholts. Máríuvellir eða Stekkatún er lítil flöt í hraunjaðri Flatahrauns, fast uppi við Vífilsstaðahlíð. Þar er stekkjartóft. Í Hraunholti er stekkur er kallast Stekkurinn. Hann er í svokallaðri Stekkjarlaut. Þetta eru líklega leifar stekksins en töluverðar framkvæmdir hafa verið í og umhverfis lautina og stekknum mögulega raskað. Bakkastekkur er í landi Bakka, á svokölluðu Bakkastekksnefi. Stekkurinn er hringlaga og hlið er á honum austanverðum. Þaðan til austurs liggur aðhaldshleðsla. Í landi Hofstaða er heimild um stekk sem kallaðist Stekkurinn. Hann var við mýrarjaðar austan bæjar, þar sem nú er þétt byggð.

Túngarðar

Arnarnes

Arnarnesbærinn 1958 – loftmynd.

Eins og gefur að skilja, þegar haft er í huga að í landi Garðabæjar er nú risið þéttbýli, er lítið eftir af ósnortnum túnum. Ekki er ólíklegt að túngarðar hafi á einhverjum tíma verið umhverfis heimatún flestra ef ekki allra bæja og býla innan núverandi marka Garðabæjar, í það minnsta þeirra sem áttu á annað borð einhverja túnskika umhverfis bæina. Leifar túngarða hafa varðveist á flestum jörðum.
Innan Garðabæjar eru leifar túngarða að finna á Setbergi, Urriðakoti, Vífilsstöðum, Arnarnesi, Hraunsholti og Garðahverfi. Ástand Setbergstúngarðs er misjafnt en þeir hlutar sem eru best varðveittir eru norðarlega, meðfram austurjaðri túnsins í landi Garðabæjar. Vesturpartur garðsins sem er í landi Hafnarfjarðar er kominn undir byggð.

Urriðakot

Urriðakot – Túnakort 1918.

Urriðkotstúngarður er vel varðveittur og afmarkar sama svæði og sýnt er á túnakorti frá 1918. Hæstur er Urriðakotstúngarður um 1 m en víða er hann öllu signari. Miklar líkur eru á að uppbygging byggðar á Urriðaholti komi til með að raska garðinum en minnt er á að honum má ekki raska nema að fengnu leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Þannig er Garðastekkur skráður sem rétt vegna þess að hlutverk hans breyttist í tímans rás.
Vífilsstaðatúngarður er að mestu horfinn en þó má finna slitrur af honum meðfram austurjaðri gamla túnsins, mestmegnis eru það grjótnibbur í reglulegri röð en allra nyrst er enn torf í garðinum. Leifar tveggja túngarða er enn að finna á Arnarnesi. Annars vegar Arnarnestúngarð sem er vel greinilegur á óbyggðum lóðum Mávaness 3 og 5 en afgangur hans er kominn undir byggð eða sléttaður. Hinsvegar er túngarður Litla Arnarness sem er um 11 m austur af bæjarhól Litla-Arnarness og er suðvesturendi um 40 m ANA af Súlunesi 33. Túngarður Litla Arnarness er sigin og greinist sem gróin aflöng bunga í þýfinu og sem röð af meðalstóru grjóti. Vísbending um að garðurinn sé að líkindum nokkuð gamall er að hann er klipptur þvert af gamalli leið. Að auki var í landi Arnarness svonefnt Gerði sem var kofatóft og garðbrot á grænum bletti og er jafnvel talið að þar kunni að hafa verið akurreitur áður fyrr. Fornleifarnar eru nú horfnar undir byggð á Arnarnesholti, en árið 2006 fór fram björgunaruppgröftur á minjunum en niðurstöður hans eru óbirtar.

Hraunsholt

Hraunsholt – Túnakort 1918.

Hraunsholtstúngarður hefur að mestu leyti verið sléttaður en er þó greinanlegur um 150 m austur af bæjarhól sem grjótfyllt „renna” í jörðinni og er stærsta grjótið allt að 0,5 m að ummáli. Til eru heimildir um fimm aðra túngarða innan núverandi byggðarmarka Garðabæjar sem ekki eru sjáanlegir ofan svarðar lengur. Þar af eru tveir í landi Hraunsholts sem búið er að slétta úr, Garðlagið gamla og Gerðisgarður sem báðir voru að líkindum nærri þeim túngarði sem enn sést til.
Túngarðar Hofsstaða, Hagakots og Selskarðs með öllu horfnir undir byggð eða verið raskað með öðrum hætti. Ekkert túnakort er til af Hagakoti og því er ekki hægt að staðsetja Hagakotstúngarð í þéttri byggð Flatahverfisins en samkvæmt Sigurlaugu Gísladóttur á Hofstöðum eru talsverðar líkur á að leifar Hofstaðatúngarðsins leynist undir sverði á grónum sléttuðum fleti suðaustan við Tónlistarskóla Garðbæjar og norðvestan við Hofslund, þar sem enn er óbyggt svæði.
Talsverðar leifar túngarða er að finna í Garðahverfi. Veglegasta garðlagið er Garðatúngarður. Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur og Rúnu Tetzschner frá 2003 segir: „Talað var um Austurgarð austur frá Garðahliði en Vesturgarð vestur frá því. […] Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður.

Garðar

Garðar – túngarður – Hlíð utar.

Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta.
[…]. Ætla má að allir íbúar Garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari.” Garðatúngarður hefur girt af mest allt Garðahverfið, þ.e. tún Garða og hjáleiga. Vestur af Garðatúngarði voru hlaðnir margir minni garðar sem hólfuðu niður tún einstakra býla og eru þau garðlög mörg hver jafnframt sjóvarnargarðar er verja tún, enda talsvert landbrot á þessum slóðum og eru þeir hlutar sem liggja að strönd meiri mannvirki.

Önnur garðlög og gerði

Garðaholt

Garðaholt – túngarður. Hlíð framundan.

Auk túngarða og sjóvarnargarða voru skráð 36 garðlög í landi Garðabæjar. Af þeim sjást um 30 á yfirborði. Einn gamall kirkjugarður er þekktur innan marka bæjarins, Garðakirkjugarður en umhverfis hann er grjóthlaðinn garður. Elstu minningarmörkin sem fundist hafa í garðinum eru frá 17. öld, en víst er að kirkja hefur staðið á Görðum allt frá fyrstu tíð. Tveir landamerkjagarðar voru skráðir á vettvangi.
Annar garðurinn, skilur milli Setbergs og Urriðakots og liggur um 750 m til NNV frá Urriðakotsvatni. Hann er siginn og hefur seinna meir verið bættur með gaddavírsgirðingu sem nú er fallin. Hinn landamerkjagarðurinn er skráður í landi Urriðakots og skildi milli þeirrar jarðar annarsvegar og landa Hagakots, Vífilsstaða, Hraunsholts og Setbergs hinsvegar. Garðlagið kallast í daglegu tali Fjárréttargirðing og hefur því jafnframt þjónað sem vörslugarður. Samkvæmt Svani Pálssyni heimildamanni er Fjárréttargirðingin horfin undir byggð og malbik að nokkrum hluta, en þó má enn rekja garðlagið um 800 m í Hafnarfjarðarhrauni. Annar vörslugarður er skráður í landi Garðabæjar og er hann einnig að finna í landi Urriðakots, nánar til tekið frá rétt, yfir Flatahraun og liggur hann í að Vífilsstaðahlíð. Mögulega er um að ræða aðrekstrargarð í réttina.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Túnakort 1918.

Talsvert ítarlegar heimildir eru um kálgarða í Garðabæ og kemur þar helst til að þeir eru gjarnan merktir inn á túnakort sem teiknuð voru af flestum túnum á svæðinu árið 1918. Margir þessara kálgarða eru sjálfsagt ekki mjög fornir en þó má gera ráð fyrir að elstu garðarnir geti jafnvel verið frá fyrstu árum kálræktar á Íslandi. Samtals eru skráðir 24 kálgarðar í landi Garðabæjar, flestir upp af áðurnefndum túnakortum og eru leifar 15 garða enn sjáanlegar. Í Urriðakoti, skammt vestan við bæjarhúsin, sjást leifar kálgarðs sem er merktur er á túnakort. Kálgarðurinn er alls um 30×30 m stór. Á Vífilsstöðum sést enn kálgarður sem sýndur er á túnakorti fast sunnan og austan við gamla bæinn. Garðurinn er grjóthlaðinn og einungis sést móta fyrir leifum tveggja veggja, suður og austur. Á túnakorti Hofsstaða eru sýndir tveir kartöflugarðar sem báðir eru nú horfnir undir byggð. Annar kartöflugarðurinn var áður þar sem nú er bakgarður og sólpallur við síðasta bæjarhús Hofsstaða, sem stendur enn. Hinn kartöflugarðurinn var kallaður Kristjánsgarður og var þar sem nú er leikskólinn Kirkjuból. Á túnakorti Arnarness eru sýndir tveir kálgarðar fast við bæjarhúsin. Þeir eru báðir horfnir en bæjarhóll Arnarness og túnið allt var sléttað þegar byggð var skipulögð á nesinu. Í Hraunsholti voru samkvæmt túnakorti þrír kálgarðar árið 1918 og sést einn þeirra enn. Garðbrot er um 5 m suðvestan við bakgarð Hraunsholtsvegar 2 og er þar sami garður og sýndur er á túnakorti um 80 m vestur af bæjarhúsi Hraunsholts. Hinir tveir kálgarðarnir sem sýndir eru á túnakorti Hraunsholts eru nú horfnir, annar var um 10 m suður af bæ en hinn var um 20 ASA af bæ. Nú eru leifar seinni tíma girðingar á þessum slóðum, fúnir timburstaurar og vír.

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Engar heimildir eru til um kálgarð í Hagakoti vegna þess að ekkert túnakort er til af þeirri jörð og er nú þétt byggð þar sem túnið var áður. Nokkrir kálgarðar eru hinsvegar skráðir í Garðahverfi. Á Dysjum eru tveir kálgarðar sýndir á túnakorti og sést enn til annars. Túnakortið sýnir kálgarð umhverfis bæjarhús Dysja og er hann enn greinilegur, hlaðinn úr torfi og grjóti. Hinn garðurinn var við útihús sem einnig er horfið og sýnir túnakortið garðinn fast við traðir norður af bæjarhúsunum. Túnakort Bakka sýnir kálgarð fast við sjávarbakkann framan við bæjarhúsin, enn hann hefur að líkindum horfið í sjó og sést ekki lengur. Á Görðum eru skráðir tveir samfastir kálgarðar umhverfis bæjarstæði Hóls og voru þeir nýttir áfram eftir að Hóll lagðist í eyði og voru kallaðir Hólsgarðar. Búið er að jafna þá við jörðu og var hleðslugrjótinu ýtt upp í allmikla hrúgu sem enn mun vera sýnileg. Austan og sunnan við Ráðagerðisbæinn er kartöflugarður, hlaðinn úr grjóti, sem jafnframt er sýndur á túnakorti 1918.

Garðahverfi

Garðatúngarður,

Túnakort Miðengis sýnir tvo kálgarða suður af bæjarhúsunum. Vestari garðurinn heitir Fjósgarður en sá eystri Framgarður, báðir voru garðarnir grjóthlaðnir. Í Hlíð voru skráðir fjórir kálgarðar sem allir eru sýndir á túnakorti. Kringum bæjarhúsin í Hlíð var kálgarður sem var samansettur af fimm hólfum.
Við fornleifaskráningu 1984 fannst hluti garðsins sem var þá mjög lág og yfirgróin hleðsla. Þurrabúðin Gata var í landi Hlíðar og við býlið var grjóthlaðin kálgarður sem nú er horfinn. Önnur þurrabúð í landi Hlíðar var Holt og umhverfis hana var kálgarður sem kallaðist Holtsgerði. Holtsgerði er ferhyrndur garður um 32 x 30 m að ummáli. Skammt frá Holtsgerði er Illugagerði sem einnig var ræktað frá Holti, en það gerði Illugi Brynjólfsson ábúðandi á Holti um aldamótin 1900. Illugagerði er grjóthlaðið og fannst við fornleifaskráningu 1984. Í Móakoti var kálgarður við bæjarhúsin sem sýndur er á túnakorti. Grjóthlaðnar leifar kálgarðsins eru beint vestur af bæjartóft Móakots. Á Hausastöðum eru heimildir um kálgarð af túnakorti sunnan bæjarhúsanna, en ekki sést til garðsins lengur. Túnakort Hausastaðakots sýnir kálgarða umhverfis bæjarhúsin og var þeim viðhaldið eftir að býlið fór í eyði. Kálgarðsleifarnar eru raunar greinilegustu leifarnar á bæjarstæði Hausastaðakots. Á túnakort Selskarðs eru teiknaðir tveir kálgarðar. Annar kálgarðurinn er austan við bæjarhúsin en hinn var að öllum líkindum þar sem fornleif er nú að finna.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Í landi Garðabæjar eru skráð 11 garðlög með óþekkt hlutverk, flest þeirra eru gerði.
Í landi Setbergs er lítið garðbrot á svokölluðum Hrauntanga við Urriðakotsvatn. Garðlagið er rúmlega 20 m langt og snýr nokkurn veginn austur-vestur. Garðlagið er afar sigið og gæti verið gamalt. Á Vífilsstöðum er garðlag í úfnu og hálfgrónu hrauni um 5-10 m vestan við Vífilsstaðabeitarhús. Garðlagið er illa hlaðið og virðist grjótinu hafa verið staflað í lengju og í botni gjárinnar endar það í ólögulegri hrúgu en er lögulegra upp suður gjábarminn. Mögulegt er að hey hafi verið gefið undir garðinum. Í landi Hraunsholts er að finna eitt garðbrot með óþekkt hlutverk. Átta þessara garðlaga eru síðan í Garðahverfi. Í landi Pálshúsa er garðlag sem sýnt er á túnakorti frá 1918. Það er sýnt sem ferhyrndur garður með hlöðnum veggjum austan Pálshúsabæjar. Garðlag er í landi Nýjabæjar og sést að hluta. Á Görðum eru fimm garðlög sem ekki hafa skýrt hlutverk. Eitt þeirra er og er sýnt á túnakorti frá 1918. Þessi niðursokkni grjóthlaðni garður fannst líklega við fornleifaskráningu 1984. Annað garðlag er á túnakorti 1918 og sýnt sem tveir samfastir garðar í stæði hjáleigunnar Sjávargötu. Samkvæmt fornleifaskráningu frá 1984 er þetta ferhyrndur grjóthlaðinn garður, annar annar minni grjótgarður gengur úr honum í átt til sjávar en endar við girðingu milli Garða og Miðengis. Þriðja garðlagið er teiknað á túnakort frá 1918 og sést enn. Fjórða garðlagið er einnig á túnakorti frá 1918 og er það grjóthlaðið gerði með stefnuna norðvestur-suðaustur. Fimmta garðlagið í landi Garða er Hallargerði.

Sjóminjar

Álftanes

Álftanes – sjóbúð.

Minjar tengdar sjósókn voru einna algengastar minja í Garðahverfi og þarf það e.t.v. ekki að koma á óvart þegar blómleg sjósókn þar í gegnum aldirnar er höfð í huga. Samtals voru skráðar 54 fornleifar tengdar sjósókn í Garðabæ, þar af voru 47 þeirra í Garðahverfi.
Af þessum fornleifum hefur þegar verið fjallað um 11 sjóvarnargarða en hér að neðan fylgir umfjöllun um aðrar minjar í þessum flokki.
Algengastar sjóminja í Garðabæ eru varir. Samtals voru skráðar 15 varir/lendingar, á átta lögbýlum í Garðahverfi. Nánast allar varirnar eru nú horfnar að mestu eða öllu leyti. Varirnar voru misgóðar og sumar þeirra þurfti að hreinsa reglulega þar sem stórgrýti vildi safnast í þær samkvæmt örnefnaskrá. Mögulega hafa einhverjar þeirra verið náttúrulegar.
Dysjabryggja er náttúrulegur tangi sem lent var við. Hið sama má segja um Bakkabryggju, Miðengisbryggju og Hausastaðabryggju.
Heimildir eru þekktar um uppsátur á níu stöðum í Garðabæ. Líklegt má telja að einhver uppsátranna hafi horfið í sjó en töluvert landbrot á sér stað í Garðahverfi. Á Arnarnesi og Hraunsholti hafa tvenn uppsátur hins vegar horfið undir byggð.

Brúsastaðir

Brúsastaðir – uppsátur.

Sjö naust á sex lögbýlum voru skráð í Garðabæ, öll í Garðahverfi. Í sex tilfellum bera ritaðar heimildir einungis tilvist þeirra vitni og öll ummerki þeirra eru horfin. Í Lambhúsatjörn er vík við norðvesturhorn Gálgahrauns og þar er hleðsla sem líklega eru leifar nausts.

Norðurnes

Norðurnes – sjóbúð.

Þrjár sjóbúðir voru skráðar í Garðabæ og eru þær allar í Garðahverfi. Ummerki um tvær þeirra sjást ekki á yfirborði en Katrínarkotsbúð sést enn og er í landi Hausastaða. Tóftir hennar eru rétt við sjóvarnargarð, nánar tiltekið á svokölluðum Guðrúnarvelli. Þekktar eru heimildir um tvær verbúðir, báðar í landi Hausastaða. Í Jarðabók Árna og Páls er getið um verbúð sem notuð var af Selskarði. Þegar bókin var gerð hafi verbúðin verið notuð í um 30 ár. Staðsetning hennar er óþekkt. Örnefnið Búðarós ber hinni verbúðinni vitni. Nafnið er líklega dregið af verbúð en engar sannanir fyrir tilvist hennar hafa komið í ljós á þessum slóðum. Fleiri minjar um sjósókn en þær sem hér hafa verið upptaldar er að finna í Garðabæ.

Hleinar

Hleinar – hjallur. Hvaleyri framundan og Keilir.

Heimild um einn hjalla er þekkt innan bæjarmarkanna. Hann var í landi Bakka en farin í sjó þegar skráning var gerð þar árið 2003. Árið 1870 var Garðaviti reistur sem mið af sjó fyrir fiskibáta. Áður en vitinn var reistur, var þar fyrir torfvarða og kveikt á lugt til leiðarvísis. Vitinn stóð á háholtinu, fyrir ofan Háteig og var notaður fram til 1912. Á stríðsárunum var vitinn notaður sem skotbyrgi af Bretum en húsið síðan selt. Tóft er byggð utan í klappir alveg við sjávarmál.

Garðahverfi

Garðaviti.

Tóftin er hlaðin úr grjóti og styrkt með sementi og telja má líklegt að hlutverk hennar tengist sjósókn. Heimild um hvalstöð, í landi Garða, er að finna í örnefnaskrá Hafnarfjarðar. Þar kemur fram að hvalstöð hafi verið á Rauðnefstanga en ekki kemur fram á hvaða tíma hún var í notkun en hún lagðist af vegna slyss sem þar varð. Á svæðinu sjást nú um sjö grjóthlaðnar tóftir með görðum á milli. Áttunda tóftin er enn undir þaki með timburstoðum. Leifar lýsisbræðslu eru skráðar í landi Dysja sem norskur maður á að hafa sett upp. Ekki kemur fram á hvaða tíma þetta var gert. Þarna sjást nú tvær tóftir, grjóthlaðin grunnur með grófri steinsteypu og minni tóft norðan við hann.

Arnarnes

Arnarnessker.

Heimild um þangtekju er að finna í landi Arnarness. Þar kemur fram í rituðum heimildum að þang hafi verið tekið á Arnarnesskeri. Það er tangi sem er alþakinn fersku þangi og fer í kaf á flóði. Í Hraunholti er varðveitt hleðsla sem líkist helst hálfmána í laginu. Hleðslan er um 10 m frá sjó, sokkin og bogadregin. Önnur minni hleðsla lokar þeirri stærri að hluta og myndar grjótfyllta rennu. Þetta eru mögulega leifar uppsáturs, herslugarðs eða jafnvel verbúðar.
Þá eru upptaldar þær minjar um sjósókn sem skráðar voru í Garðabæ. Eins og með marga aðra minjaflokka má minna á að ekki er ólíklegt að fleiri minjar leynist undir sverði, í þessu tilfelli við sjávarsíðuna. Rétt er að ítreka að fara þarf varlega í frekari framkvæmdir við sjávarsíðuna.

Leiðir

Fógetagata

Fógetagata.

Alls voru skráðar 120 leiðir, brýr og vöð í Garðabæ. Mikið af heimildum er til um leiðir á svæðinu og munar þar helst um bókina Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar sem og örnefnaskrár lögbýlanna.
Alls voru skráðar fimm leiðir í Garðabæ sem voru e.k. þjóðleiðir. Þær eru sýndar á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 en það var endurbætt í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
Í fyrsta lagi er að nefna alfaraleið frá Álftanesi til Reykjavíkur og Seltjarnarness og kallaðist Álftanesgata eða Fógetagata. Gatan lá frá Álftanesi um Gálgahraun og er nyrst alfaraleiðanna og skráð á þremur lögbýlum í Garðabæ. Gatan sést m.a. á yfir 200 m löngum kafla skammt austan við Súlunes 26 í landi Arnarness. Önnur alfaraleið lá sunnar og var skráð á fimm stöðum í Garðabæ, en einungis sést til hennar á einum þeirra. Leiðin gekk undir nöfnunum Alfaraleiðin og Gömlu Fjarðargötur og lá frá Elliðavatni norðan við Vífilsstaðavatn að Hraunholtslækjarvaði. Það hélt hún áfram um Engidalsnef að svokölluðum Vegamótum, en þar komu saman nokkrar leiðir sem sjást á kortum bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Suðurtraðir.

Í landi Vífilsstaða lá gatan um Vífilsstaðamela, á svipuðum stað og malbikaður vegur er nú. Líklegt er að gömlu göturnar liggi þar undir. Gatan lá úr Krossgötum, ofanvert við Hagakotstúnið en þar er hún horfin undir byggð í Flata- og Lundahverfi. Hluti af Gömlu Fjarðargötum sjást á milli lóða í Hraunshólum 6-8. Steyptur göngustígur sem liggur frá Stekkjarflöt að Hraunshólum var lagður yfir götuna. Alfaravegur 1 á af Gömlu Fjarðargötu norður með túngarði og yfir Hraunsholtslæk að Háubrekku sem var vinsæll áningarstaður ferðamanna. Þessi hluti leiðarinnar er horfinn undir byggð. Alfaravegur 2 lá einnig af Gömlu Fjarðargötum, milli hraunbrúnar og túngarðs að fyrrnefndum Krossgötum. Þessi hluti leiðarinnar er einnig horfin undir byggð. Þriðja alfaraleiðin í landi Garðabæjar er Hafnarfjarðarvegur sem var lagður á árunum 1897-1898. Hann lá frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og er ennþá í notkun. Innan marka Garðabæjar lá Hafnarfjarðarvegur úr Engidal niður að Arnarneslækjarbrún. Líklegt er að malbikað hafi verið yfir gömlu göturnar við vegaframkvæmdir.

Selvogsgata

Selvogsgata.

Fjórða alfaraleiðin er Selvogsgata sem lá úr Hafnarfirði um Grindaskarð til Selvogs. Í landi Garðabæjar sést til götunnar fast vestur undir Setbergshlíð innan lögbýlisins Setbergs. Leiðin er að mestu leyti utan merkja Garðabæjar.
Að síðustu ber að að nefna Álftanesveg sem lá frá Suðurtraðahliði á Hraunsholtstúni, með hraunbrúninni í Engidal. Vegurinn lá frá Hafnarfjarðarvegi og sameinaðist Álftanesgötu í landi Garða. Árið 1910 var þetta vagnleið og notuð til flutninga. Gatan er ekki sýnd á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 og því líklega yngri.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Jónshellnastígur.

Af skráðum leiðum í Garðabæ voru 21 heimreiðar/traðir, þ.e. slóðar sem lágu frá túnjaðri að bæjarstæðum. Flestar heimreiðanna voru skráðar upp af túnakortum frá 1918 og örnefnalýsingum og eru nú horfnar, en leifar einna traða sjást enn. Á Vífilsstöðum eru greinilegar leifar af upphlöðnum tröðum sem lágu frá bæ og niður að læk. Traðirnar sjást enn á kafla norðan lækjarins. Mikið af leiðum eru skráðar innan lögbýla, m.a. brunngötur og leiðir að selum. Heimildir eru til um 36 slíkar leiðir. Það sést til fimm þessara leiða í dag. Í Urriðakoti sést til einnar leiðar, Grásteinsstígs. Gatan er rudd gegnum hraun frá golfveli og hlykkjast áfram talsverðan spöl. Innan merkja Vífilsstaða sést til þriggja leiða.

Jónshellar

Í Jónshellum.

Jónshellnastígur hlykkjast í gegnum hraunbreiðu frá gamla bæjarstæðinu að Jónshellum. Það sést til Vífilsstaðaselsstígs þar sem hann liggur frá Ljósukollslág og upp holtið að selinu. Þessi leið er að hluta til hin sama og Gjáréttargötur. Að síðustu sést Grunnavatnsstígur sem lá frá vatnsósnum, inn með Vífilsstaðahlíð og upp Grunnavatnsskarð. Leiðin sést á um 500 m bili vestan í Grunnavatnsskarði en er fremur ógreinileg. Í landi Garða er ein leið, Garðagata. Gatan lá frá Görðum í Garðastekk og sést til gatnanna um 100 m norðan við hann. Annar slóði liggur frá stekknum til norðausturs og sameinast Álftanesgötu og er það líklega Álftanesstígur sem m.a. er sýndur er á korti á bls. 64 í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v.

Gera má ráð fyrir því að frá flestum býlum við strönd í Garðabæ og öllu Garðahverfi hafi legið gata að sjó. Heimildir eru hins vegar aðeins þekktar um 10 slíkar leiðir og eru þær allar í Garðahverfi. Í öllum tilvikum sjást leiðirnar á túnakorti Garðahverfis frá 1918. Líklegt má telja að leiðir að sjó hafi einnig verið í Arnarnesi og Hraunsholti þó ekki hafi varðveist heimildir um þær.
Skráðar voru þrjár leiðir að kirkju innan Garðabæjar. Stórakróksgata eða Kirkjustígur lá frá Urriðakoti og að Garðakirkju en ekki sést lengur til götunnar. Leiðin lá norðaustur við Stórakrókshól og þaðan yfir hraunið að Garðakirkju.

Garðahverfi

Gata að Hlíð.

Í landi Garða eru skráðar tvær kirkjuleiðir. Dysjabrú lá frá Mónefi yfir Dysjamýri. Þetta vegbrot átti að auðvelda leið að kirkju meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum. Gálgahraunsstígurinn syðri tók við þar sem Dysjabrú endaði. Þessi leið var að öllu jafnaði farin að kirkju en Kirkjustígur í miklum leysingum99.
Í Garðabæ eru einnig 13 leiðir sem ekki er hægt að flokka í ofangreinda flokka (þ.e. í alfararleiðir/heimreiðar/sjávargötur/götur til staða innan jarða eða kirkjuleiðir). Gott dæmi er Dýrtíðarvinnuvegur sem liggur þráðbeinn yfir hluta Hafnarfjarðarhrauns. Hann var lagður árið 1918 undir járnbraut. Vegurinn var aldrei kláraður og sést það vel þar sem norðaustur hluti hans endar. Þar er búið að ryðja hraunið en eftir að bera grjót í hann. Leið sem liggur yfir Hafnarfjarðarhraun var skráð í Hagakoti. Hún hefst rétt við brúnna yfir Hagakotslæk niður af Lindarflöt 16 og 28. Leiðin endar við Suðurhraun 12 innan merkja Hafnarfjarðar. Þar stefnir hún á gamlar götur sem varðveist hafa bak við Fjarðarkaup og hugsanlega sameinast þeim.

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur.

Vífilsstaðagata var á Arnarneshæð en er líklega horfin vegna framkvæmda á svæðinu.100 Gatan hefur, eins og nafnið gefur til kynna, líklega legið frá Vífilsstöðum og tengst Álftanesgötu í landi Arnarness. Vífilsstaðavegur hinn nýji var lagður árið 1908 á milli Hafnafjarðarvegar og Vífilsstaða. Vegurinn er enn í notkun en hefur verið hækkaður og malbikaður. Gjáréttargata lá frá Urriðakoti og upp á Urriðakotsháls. Hún er nú að mestu leyti undir nýrri vegi en afar greinileg þegar komið er í Selgjá. Gjáréttarstígur eða Hraunsholtsstígur lá frá Hraunsholti að Urriðakoti og í Gjáréttir. Stígurinn sést enn hlykkjast áfram í gegnum Hafnarfjarðarhraun. Dýrtíðarvinnuvegur liggur t.d. þvert á stíginn. Krossgötur voru á mel í horni Flatahrauns en þar er nú slétt grasflöt milli Stekkjaflatar og Hraunholtslækjar. Þar komu saman a.m.k. sex leiðir sem heimildir geta um. Í landi Garða var skráður vegur sem er upphlaðinn að hluta. Vegurinn liggur til austurs frá hleðslu en ekki er tekið fram hversu langur vegurinn er eða hvert hann virðist stefna. Mýrarbrú var í landi Hraunsholts en heimildum ber ekki saman um staðsetningu hennar. Gatan er annað hvort sögð hafa verið í Austurmýri eða Lágumýri en á hvorugum staðnum sást til gatnanna. Leiðir milli lögbýla eru þrjár í Garðabæ þó vafalaust hafi aðrar götur einnig verið notaðar í þeim tilgangi. Hagakotsstígur lá frá Hagakoti að Urriðaholti en nefndist Urriðakotsstígur þar. Hagakotsstígur hófst við stiklur sem var vað á Hagakotslæk. Stígurinn hlykkjast yfir Hafnafjarðarhraun og sést vel til hans í landi Hagakots.
Gjáréttarstígur Álftnesinga, einnig kallaður moldargötur, var í landi Urriðaholts og tók við af Hagakotsstíg ef haldið var inn með norðurhlíð Urriðaholtshlíðar að Maríuhellum. Á þessum slóðum er nú malarborinn jeppaslóði en nokkuð rask hefur orðið á leiðinni vegna bygginga við Kauptún.

Engidalsgata

Engidalsgatan gamla.

Innan Garðabæjar voru skráð 12 vöð og sjö brýr, en meirihluti þeirra er nú horfin. Þessar minjar voru dreifðar um skráningarsvæðið en flestar eru utan Garðahverfis.
Að samanlögðu má skipta gatnakerfi Garðabæjar í þrennt. Þetta eru alfaraleiðir, leiðir innan bæja og svokallaðir tengivegir. Að sunnan og austan hafa legið alfaraleiðir og síðar frá Reykjavík. Frá þessum götum hafa svo legið heimreiðar að flestum bæjum og býlum. Auk þeirra voru víða styttri slóðar innan landareigna, oftast t.d. frá bæ og að sjó. Nauðsynlegt er einnig að skoða Garðahverfið sem eina heild, þar var gatnakerfi á milli lögbýla enda óvenju þéttbýlt þar. Lögbýlin eru öll innan Garðatúngarðs og aðeins hægt að fara inn um nokkur hlið á honum. Segja má að þar sé komin smækkuð mynd af leiðakerfi utan hverfisins, þar eru alfaraleiðir, smærri tengivegir og leiðir milli
bæja.

Vatnsból

Urriðakot

Urriðakot – vatnsþró.

Í Garðabæ voru skráð 27 vatnsból á 15 jörðum. Sjálfsagt hafa vatnsból verið víðar utan Garðahverfis þó staðsetning þeirra sé nú týnd. Lítið er um uppsprettur og læki í Garðahverfi og líklegt að heimildir um vatnsból séu þar nokkuð tæmandi.
Vatnsveita var í Urriðakoti og sjást merki hennar ennþá. Vatnsveitan samanstendur af hlöðnum brunni í mýrarjaðri, rétt utan túns. Frá honum lá Brunnrásin eftir mýrinni og út í Urriðakotsvatn. Brunnrásin sést ennþá og fallin grjóthleðsla sem gæti hafa verið brunnur. Í Urriðakoti er jafnframt heimild um annan brunn í Selgjá.
Á Vífilsstöðum var steyptur vatnsgeymir í hlíð upp frá ósi Vífilsstaðavatns og vatn þaðan var leitt í Vífilstaðahælið. Vatnsból Garðabæjar er í Dýjakrókum en þar í mýrinni eru ótal uppsprettur. Ekki er ljóst hvort að vatn hafi verið tekið þaðan áður en vatnsbólið var byggt. Önnur heimild er um vatnsból í læknum niður undan bæ á Vífilsstöðum.
Auk áðurgreindra vatnsbóla var brunnur í Hagakoti, Hofstaðabrunnur og Lindin voru í landi Hofstaða, Arnarnesbrunnur og Gvendarbrunnur í Arnarnesi og í Hagakoti voru Hraunholtsvatnsbólið og Hraunholtsbrunnurinn en ekki sést til þeirra nú.
Í Garðahverfi voru fimm brunnar skráðir. Á Görðum er Garðalind sem var aðalvatnsból Garðahverfisins alls. Í Garðalind er rennandi vatn og voru tröppur niður að vatninu. Vatnsgjáin er náttúrulegt vatnsból í botni Búrfellsgjáar. Það var notað sem vatnsból Gjáréttar og tröppur hlaðnar niður að vatninu. Í Móakoti er hlaðinn brunnur tæpa 20 m norðaustan við bæ. Katrínarkotsbrunnur er í landi Hausastaða og var grafinn í túnið eftir að hætt var að nota Hausastaðabrunn . Brunnurinn er hlaðinn og voru hlaðnar tröppur niður að honum. Grjótabrunnur er í landi Hausastaðakots, norður frá Grjóta. Þetta er hlaðinn brunnur sem fylltur hefur verið upp. Í Garðahverfi eru heimildir um níu aðra brunna sem ekki sést til. Þetta eru Dysjabrunnur, Pálshúsabrunnur, Nýjabæjarbrunnur, Króksbrunnur, Garðhúsabrunnur, tveir brunnar austan Háteigsbæjar, Miðengisbrunn, Karkur og Hausakotsbrunn.

Herminjar

Garðaholt

Camp Gardar Tilloi.

Í Garðabæ voru á hernámsárunum fjögur braggahverfi og eru þau sýnd á korti í bókinni Ísland í hershöndum. Þau voru Tilloi og Garðar sem voru við Garða, Slingsby hill í Hranholti og Russel á Urriðaholti. Ólíkt flestum öðrum þéttbýlisstöðum hér á landi þar sem umsvif hersins voru mikil urðu ekki til íslensk braggahverfi í Garðabæ eftir stríðslok.
Nú er einungis eitt þeirra varðveitt, Camp Russel í Urriðaholti. Slingsby Hill, við Hraunholt, er horfið undir byggð en ekki er vitað hvað varð um braggahverfin við Garða. Hætt er við að staðsetning slíkra minjastaða, sem alveg eru horfnir af yfirborði og sáust e.t.v. aðeins um stutt skeið, týnist fljótt niður þéttbýli. Þrátt fyrir að braggabyggðin hafi fljótt horfið í Garðabæ leynast herminjar enn víða og voru samtals skráðar 18 slíkar minjar á níu bæjum.
Í Setbergi eru varðveittir tveir minjastaðir sem tengjast mannvirkjum seinni heimsstyrjaldar. Á Flóðhjalla þar sem hann rís hæstur eru leifar vígis frá Bretum sem ætlað var til varnar mögulegri innrás Þjóðverja í Hafnarfirði. Mannvirkin samanstanda af garðlagi og tveimur greinilegum tóftum innan þess. Mögulega hafa verið fleiri mannvirki innan garðlagsins en þau sjást ekki greinilega. Á náttúrulegan stein innan garðlagsins hefur verið klappað ártalið 1940 og fangamörkin J.E. Bolan og D.S..

Camp Russel

Camp Russel – kort.

Skotbyrgi er á norðausturbrún Setbergshamars, um 60 m frá steinsteyptum landamerkjasteini. Skotbyrgið er grjóthlaðið, nánast hringlaga og hrunið að mestu.
Í Urriðakoti er varðveitt steypt vatnsból frá hernum austur af Dýjamýri. Jafnframt eru heimildir sem greina frá því að tvö skotbyrgi hafi verið í landi Urriðakots. Enn eru samt ótaldar umfangsmestu minjarnar á Urriðakotsholti sem og Garðabæ öllum. Þetta eru leifar Camp Russell og þar má greina fjölmarga húsgrunna og aðrar minjar. Í skýrslu Ragnheiðar Traustadóttur og Rúnu K. Tetzschner frá 2005 eru kort sem sýna staðsetningu minja á svæðinu og eru þær um 40 talsins.

Hnoðraholt

Hnoðraholt – skotbyrgi.

Á Vífilsstöðum hafa varðveist tvö skotbyrgi. Á svokölluðu Hnoðraholti er steinsteypt, hálfniðurgrafið skotbyrgi. Gott útsýni er frá því, einkum til norðurs og austurs. Hitt skotbyrgið er í norðurenda Vífilsstaðahlíðar, um 50 m vestan við vörðu sem í seinni tíð gengur undir nafninu Gunnhildur og er líklega dregið af enska orðinu „Gunhill”. Skotbyrgið er niðurgrafið og er veggur hlaðinn úr hraungrýti umhverfis innganginn.
Ógreinilegar leifar skotbyrgis eru að finna í landi Arnarness. Skotbyrgið er um 100 m sunnan við Arnarnesbrúnna og sést sem gróin upphækkun í grýttu og blásnu umhverfi. Heimild um annað skotbyrgi í landi Arnarness í svokölluðum skotmóa sem er á mörkum Kópavogs og Garðabæjar en ekkert sést til þess nú.

Hafnarfjörður

Langeyri – leifar bragga.

Í Hraunholti eru leifar tveggja mannvirkja úr síðari heimsstyrjöld. Annað þeirra er skotbyrgi. Það er um 7 m suðvestur af botni Lækjarfitjar og enn undir þaki. Byrgið er steinsteypt, niðurgrafið og þarf að fara niður nokkrar tröppur til að komast inn en það hefur nú verið fyllt af rusli. Herminjar með óþekkt hlutverk eru um 10 m SSV af brú yfir Hraunholtslæk. Þetta er steyptur grunnur sem er nánast ferkantaður. Hér er mögulega um tvö mannvirki að ræða. Þar sem leifar braggahverfisins eru líklega horfnar undir byggð eru þetta einu minjarnar sjáanlegar á yfirborði um veru hersins á lögbýlinu.
Í landi Bakka er getið um tvö loftvarnarbyrgi í örnefnaskrá sem séu að fara í sjó. Í fornleifaskráningu frá 1984 segir að tóft hafi verið byggð ofan í eitt þeirra en þau hafi verið mörg með skotgröfum á milli. Líklega sést ekkert til þeirra lengur.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – örnefni.

Á Görðum eru ummerki um tvær herminjar. Þrír steyptir grunnar, líklega undirstöður undir bragga, eru sitthvoru megin við Herjólfsgötu, þar sem hún mætir Herjólfsvegi og Garðabraut. Þessar leifar kunna að vera það eina sem eftir er af braggahverfinu sem var á svæðinu og fyrr var minnst á. Tvö samtengd skotbyrgi eru ofan Garðakirkju, beint útfrá útsýnisskífu. Þau eru steinsteypt, ferhyrnd og á milli þeirra hlykkjast skotgröf sem sést enn vel. Jafnframt var aðal loftvarnarbyrgi Breta efst á Garðholtsenda en þar er nú hús og ekkert sér til herminja. Í Hausastaðakoti eru tvö mannvirki tengd hernaði. Annað þeirra er byggt ofan í tóft sem sýnd er á túnakorti frá 1918. Lögun mannvirkisins og tóftarinnar eru óljós. Hitt mannvirkið eru þrjár sambyggðar tóftir. Þær eru á spildu sem merkt er á túnakort frá 1918 sem eign Hausastaðakots. Tóftirnar eru byggðar inn í hól og líklega verið skotbyrgi.

Urriðaholt

Langeyri – herminjar.

Elliðavatnsvegur eða Flóttavegur var lagður af Bretum á stríðsárunum. Vegurinn liggur á milli Hafnafjarðar og Suðurlandsvegar. Leiðin er skráð á tveimur stöðum í landi Vífilsstaða og lá frá Urriðaholti, um Vífilsstaðaland, Rjúpnadal og ofan Vatnsenda við Rauðavatn. Þessi leið er enn notuð og hefur verið malbikuð. Lagning þessa vegar hefur hins vegar líklega raskað eldri götum sem fyrir voru á svæðinu.
Ljóst er að umfang og staðsetning herminja í Garðabæ býður vel uppá að kynna þennan hluta sögu sveitarfélagsins fyrir almenningi og gera minjarnar aðgengilegar. Ekki er ólíklegt að fleiri minjar um hersetu séu að finna innan merkja Garðabæjar þó mikið hafi án efa horfið í þéttbýlið.

Verndun og kynning minja á skráningarsvæðinu

Garðahverfi

Garðahverfi – örnefni.

Eins og kemur fram í kafla um fornleifaskráningu þá teljast minjar í heimatúnum bæja sem eru enn í byggð sem og minjar innan bæjarmarka þéttbýlis að jafnaði í hættu. Því töldust flestar þær fornleifar sem skráðar voru í Garðabæ í hættu vegna ábúðar, þ.e. vegna nábýlis við þéttbýli enda hafa ýmsar framkvæmdir við vegi, byggingar og annað það umrót sem fylgir þéttbýli skemmt fjölmargar fornleifar í Garðabæ síðustu áratugi. Einnig töldust fjölmargar fornleifar vera í stórhættu á skráningarsvæðinu. Það er í flestum tilvikum tilkomið vegna fyrirhugaðra framkvæmda annars vegar og landbrots sem verður við sjávarsíðuna hins vegar. Þrátt fyrir góðan vilja yfirvalda í Garðabæ til þess að rannsaka og varðveita fornleifar hafa talsvert margir minjastaðir horfið af yfirborði innan bæjarmarkanna frá því að fornleifaskráning fór fyrst fram árið 1984. Í eldri skráningum er því oft getið um minjastaði sem þá sáust á yfirborði en síðan verið skemmdir. Það er því rétt að ítreka að til að gagn sé í fornleifaskráningu sem þessari þarf hún að vera nýtt í skipulagsgerð og ef vel á að vera, kynnt framkvæmdaaðilum, bæjarstarfsmönnum og almenningi.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir, garðar og götur.

Garðabær í heild sinni býður upp á fjölmarga möguleika í minjavernd og kynningu á minjum. Svæðin ofan byggðar s.s. Heiðmörk, Búrfellsgjá og Selgjá eru vinsæl útivistarsvæði og þar eru víða skipulagðar gönguleiðir og -stígar. Einnig hafa verið gerð kort yfir helstu hlaupa- og gönguleiðir innan bæjarins og sýnt hvar upplýsingaskilti og útsýnisskífur eru staðsett. Þetta er mjög gott framtak en betur má ef duga skal. Eflaust mætti setja fleiri skilti með upplýsingum um minjar t.d. í Selgjá. Innan Garðabæjar er einnig fjöldi herminja sem mætti nýta til kynningar fyrir almenning sem og minjar um sjósókn í Garðahverfi. Á vegum bæjarins var unnið að því að gera niðurstöður rannsókna á Hofsstöðum sýnilegar og í þeim tilgangi reistir gagnvirkir upplýsingaskjáir og útlínur tóftanna byggðar upp. Framtakið er gott og gerir minjarnar mun aðgengilegri fyrir bæði almenning og ferðamenn sem leggja leið sýna til bæjarins. Gagn væri einnig að því að reisa upplýsingaskilti á vettvangi annarra fornleifarannsókna á svæðinu og koma þannig upplýsingum til almennings sem á leið um svæðið hvað var verið að rannsaka.

Garðabær

Garðabær – bæjarmerkið.

Þrátt fyrir að þéttbýlt hafi verið í Garðabæ um áratugi er þar enn að finna talsvert af fornleifum. Einhverjar leifar sjást enn í tæpum helmingi minjastaða sem þar eru þekktir. Allar þær fornleifar sem skráðar voru í Garðabæ hafa varðveislu- og minjagildi en þær sem eru yngri en 100 ára hafa ekki jafna stöðu á við hinar samkvæmt ramma laganna. Þessar fornleifar eru þó engu að síður mikilvægt að varðveita og má í því samhengi minna á skemmtilegar herminjar víða á svæðinu.
Innan merkja Garðabæjar er að finna þrjár friðlýstar fornminjar. Allar voru þær friðlýstar af Kristjáni Eldjárn árið 1964. Þetta eru Gjárétt, Selgjá og Norðurhellar.
Gjárrétt er í enda Búrfellsgjár og er merkilegur minnisvarði um fjárbúskap í Garðahreppi. Þar var fjárskilarétt hreppsins á 19. og 20. öld en rétttin var hlaðin árið 1840. Í réttinni sést vel hvernig menn hafa nýtt sér til fullnustu náttúruna við byggingu réttarinnar. Aðhald tengist Gjárétt með garðlagi en nýtir náttúrulega hraunveggi úr öllum áttum nema til austurs. Hraunbrúnin slútir yfir vesturhluta aðhaldsins og myndar þannig grunnan helli eða byrgi í vesturhluta þess.

Selgjá

Selgjá

Selgjá.

Selgjá er framhald Búrfellsgjár og er þar að finna fjölmargar tóftir, sumar í landi Urriðakots en flestar í landi Garða. Litið var á Selgjá sem eitt samfellt minjassvæði vegna þess hversu landfræðilega afmörkuð hún er. Því var hún öll skráð undir einu númeri og fellur í þessari skráningu undir númer Urriðakots. Í gjánni eru samtals 33 tóftir í 11 sambyggingum sem flestar eru byggðar upp að brúnum gjárinnar. Þetta eru m.a. stekkir, hleðslur, garðlög, hellar og sel. Staðurinn er án efa einn allra merkilegasti minjastaður Garðabæjar enda mannvirkin minnisvarði um sauðfjárbúskap og ómetanleg heimild um selstöðu allt fram á 18. öld. Selgjárhellir markar nyrsta hluta Selgjár.
Norðurhellar voru friðlýstir ásamt Selgjá. Selstæðið vestan í Selgjánni gekk undir nafninu Norðurhellar. Þeir eru skammt norðan við Selgjá og ættu Selgjárhellir og Sauðahellir efri að teljast með þeim, enda hlutar af sama hellakerfi. Alls fundust á svæðinu átta hellar fyrir utan þá fyrrnefndu.
Fjöldi annarra athyglisverðra minjastaða er að finna í Garðabæ og hér verða nefndir nokkrir minjastaðir- og –flokkar sem teljast, fyrir einhverra hluta sakir sérstaklega áhugaverðir.

Selgjá

Selgjárhellir. Einnig nefndur Þorsteinshellir.

1. Sauðahellir efri/syðri er örskammt norðvestur af Selgjárhelli. Hann tilheyrir víðáttu miklu hellakerfi, en margir þeirra voru notaðir sem fjárskýli og hlaðið framan við op þeirra. Sauðahellir er mestur þeirra en við hellisopið hefur verið hlaðið upp J-laga inngangi og þannig myndast um 3 m langur gangur með 3-4 þrepum sem liggja niður í hellana. Við enda gagnanna greinist hellirinn í tvo minni hella. Hellirinn sýnir vel hvernig náttúran var nýtt til búskapar og hefur mikið varðveislu- og kynningargildi.

2. Kjöthellir og umhverfi hans eru þekkt selstaða frá því á fyrri hluta 16. aldar. Tvær tóftir eru í næsta nágrenni við hellinn og telja verður líklegt að þær tengist selstöðunni. Annar hellir, Kershellir er í tæplega 200 m fjarlægð og líklega einnig verið sel. Hann er stærri en Kjöthellir og tveir hellar ganga inn af honum. Í báðum þessum hellum hafa verið hleðslur sem skiptu þeim í tvennt. Minjarnar eru sérstakar, fornar og áhugaverðar og hafa því sérlega gott varðveislu- og kynningargildi.

Flóðahjalli

Tóftin á Flóðahjalla.

3. Stríðsminjar upp á Flóðahjalla og víðar. Eins og fram kemur í kaflanum um herminjar leynast þær víða. Ástand þeirra er í heildina séð nokkuð gott en töluvert af þeim hefur þó vafalaust glatast. Þær herminjar sem eftir standa hafa því flestar varðveislugildi og jafnframt gott kynningargildi. Sem dæmi um svæði sem mætti kynna almenningi eru víðtækar minjar á Urriðaholti og aðrar sértækar minjar í góðu ástandi annars staðar líkt og vígið á Flóðhjalla.

4. Garðalind. Aðgengi að ferskvatni er eitt af þeim höfuðatriðum sem landnámsmenn þurftu að hafa í huga þegar þeir settu niður bæjarstæði. Gera má ráð fyrir að oftast hafi menn reynt að setja bæi niður við lækjarsprænur eða fersk vötn en þar sem slíku er ekki fyrir að hafa skiptu brunnar höfuðmáli. Í Garðabæ sést vel hvernig bæir hafa verið staðsettir í nálægð við vatn en einnig eru brunnar við sjávarsíðuna. Allt Garðahverfið sótti vatn í einhverju magni í Garðalind. Umhverfi lindarinnar er greinilega manngert og reynt að gera aðgengi auðvelt með tröppum og steini til skjóls. Brunnurinn hefur gott varðveislu- og kynningargildi.

Arnarnes

Litla-Arnarnes- bæjarstæði.

5. Litla Arnarnes og umhverfi þess er dæmi um svæði sem er nokkuð óraskað innan þéttbýlisins. Bæjarhóllinn er að öllum líkindum óraskaður, um 13x3m og mest um 1,5 m á hæð. Ekki er vitað neitt um aldur kotsins en það var ekki í byggð þegar Jarðabók Árna og Páls var skrifuð 1703. Túngarður kotsins er varðveittur að hluta og er hann m.a. skorin af götu sem bendir til þess að hann sé nokkuð forn. Í næsta nágrenni við bæjarhól kotsins eru einnig þrjár dysjar, m.a. Þorgautsdys. Þar á að vera dys sakamanns er líflátinn var á Kópavogsþingi. Líklegt má telja að fleiri minjar séu undir sverði á svæðinu það hefur því í heild mikið
varðveislu- og rannsóknargildi.

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla.

6. Hausastaðaskóli og húsagarður umhverfis hann eru minjar skóla, þess fyrsta hérlendis fyrir fátæk alþýðubörn. Til beggja þessara minja sést enn. Skólinn var rekinn á árunum 1791-1812 og átti að hýsa 12 börn af báðum kynjum í heimavist. Þar fór fram kennsla í lestri og guðsorði ásamt garðrækt og fleiri greinum. Áþreifanleg ummerki skólahalds varðveitast sjaldan sem gerir þessar minjar enn merkilegri. Hausastaðaskóli hefur því mikið varðveislu-, og rannsóknargildi auk þess sem sögulegt gildi hans er talsvert. Svæðið býður upp á mikla möguleika til fræðslu fyrir almenning.

Garðahverfi

Garðatúngarður.

7. Garðatúngarður sem og Garðahverfið allt er einn af merkilegustu minjastöðum Garðabæjar. Garðatúngarður liggur þvert fyrir ofan Garðahverfið ásamt því að aðgreina byggðina frá nytjalandi. Garðatúngarður var hlaðinn á seinni hluta 18. aldar og þá voru fjarlægðir aðrir garðar sem voru þar fyrir. Það voru líklega varnargarðar um akurreiti. Garðahverfi er einstakt dæmi um menningarlandslag sem sýnir byggðaþróun allt frá landnámi til okkar tíma. Býlin þar eru svo þétt að tala mætti um vísi að litlu þorpi sem girt var af með garðlögum. Varnargarður lá meðfram sjávarsíðunni og hlið á honum niður að naustum og vörum. Hlið voru á Garðatúngarði og leiðir til býlanna lágu þar í gegnum og stjórnuðu samgöngum um hverfið. Staðurinn hefur í heild sinni mikið varðveislu- og rannsóknargildi sem auðvelt að er kynna almenningi. Þar eru m.a. merkilegar minjar um búsetu, sjósókn, búskap, samgöngur og skólahald. Á svæðinu mætti kynna fleiri minjastaði en nú er gert með tiltölulega litlum tilkostnaði, t.d. með því að setja upp skilti á helstu bæjarstæðum og öðrum áhugaverðum stöðum ásamt því að skipuleggja og merkja gönguleiðir.

8. Hofhóll. Hóllinn er grasivaxinn öskuhaugur, líklega frá Hofstöðum. Jónas Hallgrímsson gróf í hólinn á 19. öld og sagði þetta vera öskuhaug. Hóllinn er á opnu, grænu svæði sem haldist hefur óraskað innan þéttbýlisins hingað til. Hóllinn hefur varðveislu- og rannsóknargildi enda eini minjastaður sinnar tegundar sem þekktur er innan Garðabæjar.

Hausastaðir

Hausastaðir. Bæjarstæði Hausastaða og Katrínarkots.

9. Katrínarkotsbúð er sjóbúð og ein af fáum áþreifanlegum minjum sem varðveist hafa um sjósókn í Garðabæ. Einungis ritaðar heimildir og túnakort bera flestum hinna minjastaðanna vitni. Tóftir Katrínarkotsbúðar eru nálægt sjó og eru á svokölluðum Guðrúnarvelli í landi Hausastaða. Tóftirnar hafa mikið varðveislu- og rannsóknargildi.

Garðahverfi

Móakot – bæjarhóll.

10. Bæjarhólar og bæjarstæði. Þrátt fyrir þéttbýli í Garðabæ hafa varðveist fjölmörg bæjarstæði og –hólar á svæðinu. Þeim hefur ekki verið raskað að ráði og eru slíkir staðir einna mikilvægustu minjastaðirnir. Í allt voru skráðir rúmlega 50 bæjarhólar eða býli og sjást bæjarhólar um 40 þeirra ennþá. Þeir geyma mikinn fróðleik um fortíðina sem er ómetanlegt fyrir sögu Garðabæjar og þróun byggðar þar. Þessir staðir hafa því allir mikið varðveislu- og rannsóknar- og kynningargildi.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.

Garðar

Garðar og nágrenni – örnefni. ÓSÁ.

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Hausastaði, Katrínarkot og Selskarð:

Hausastaðir
Ekki hluti af Hafnarfirði 1367, eign Garða, DI III, 220. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Gudmunde Hausastade fyrer malnytu kugillde. miöltunnu. manslán ad vertid. med jördenne eitt kugillde.” DI XIV, 427. 1703: ” … lögbýli kallað því það hefur fult fyrir svar en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi so sem hjáleigur. Jarðadýrleiki óviss.” JÁM III, 189 Garðakirkjueign.
1703: “Túninu er hætt við að spilli sjáfargángur. Engjar öngvar. úthagar sem heima á staðnum i óskiftu landi.” JÁM III, 191.
1918: “1,8 teigar teigar og 720 m2”

Hlíð

Hausastaðir og nágrenni – Túnakort 1918.

Í skráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið í miðju túni og er þar ein bygging úr torfi og snýr nokkurnveginn í suður. Aftan við hana eru húsatóftir upp við garðvegg. Líklega er þetta Austurbærinn sem nefndur er í Örnefnaskrá 1964. Vesturbærinn fór í eyði um aldamótin 1900 en ,,Bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var”. Í Örnefnalýsingu 1976-7 er lýst nýrri vistarverum: ,,Hausastaðir eru í norðvestur frá Grjóta. Húsið stendur nokkuð hátt, og er útsýni gott frá því. Það var byggt árið 1920 á sama stað og gamli bærinn var áður. Fast norðan við íbúðarhúsið er hlaða með sambyggðu fjósi og fjárhúsi og einnig vatnsgeymi, sem regnvatni var safnað í. Vatnið úr honum rann svo í fjósið. Hlaðan var byggð um 1930.” (Bls. 10). Með gamla bænum er átt við Austurbæinn því Katrínarkot var um 1930 flutt þangað sem Vesturbærinn hafði staðið. Skv. Fasteignabókum 1932 (bls 23) og 1942-4 (bls. 81) var nýja húsið úr timbri og járnvarið.”
“Að hluta undir núverandi húsi,” segir í Fornleifaskrá RT og RKT.

Hausastaðir

Hausastaðir 2021 – loftmynd.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið í miðju Hausastaðatúni. Á jörðinni var tvíbýli og er í örnefnaskrá 1964 talað um Austurbæ og Vesturbæ: “bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var” […] Bygging sem sést á Túnakortinu mun vera Austurbærinn en Vesturbærinn var samkvæmt Örnefnalýsingu 1976-7 “tómthús”. Hann “fór í eyði um aldamótin 1900, og var húsið þá flutt til Hafnarfjarðar” en hjáleigar Katrínarkot síðar fært í vesturstæðið: “Íbúðarhúsið í Katrínarkoti stendur norðvestan hlöðunnar og fjóssins á Hausastöðum, en þangað var það flutt árið 1930. Fjós og hlaða, byggð um svipað leyti, standa fast norðvestan við húsið. […] Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.” […] Stæði Vesturbæjarins og síðar hins yngra Katrínarkots var því norðvestan gamla Austurbæjarins og núverandi íbúðarhúss.”

Garðahverfi

Hausastaðir 2020.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Auk kálgarðsins sunnan bæjarhúsanna sýnir Túnakortið 1918 ómerktan garð sem nær næstum að landamerkjagarði Hausastaða og Hausastaðakots. Ef til vill er þetta svo nefndur Húsagarður en um hann segir í B-gerð Örnefnaskrár 1964: ,,Austan við Hausastaðahúsið eru ummerki garðs, þar er sagt að staðið hafi Thorkelliisjóðsskólinn.” […] Skv. A-gerð var þessi garður sunnan bæjarins […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Hliðhallt, rétt austan við húsið, var gamall ferhyrndur garður, sem kallaður var Húsagarður. Hausastaðaskóli stóð áður í þessum garði. Nú er garður þessi nær alveg horfinn, þó má enn sjá hver stærð hans hefur verið. Þegar Ólafía [Eyjólfsdóttir á Hausastöðum] man fyrst eftir, mátti sjá hlaðna bekki þvers í garðinum.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 liggur garðurinn “rétt suður af Hausastöðum upp við og samsíða girðingu sem þarna er”. […] Þarna er greinilega verið að fjalla um sama garðinn þótt ýmist sé hann sagður sunnan eða austan við húsið en e.t.v. Er kálgarðinum sunnan megin að nokkru leyti ruglað saman við Húsagarð.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Meintur Húsagarður er á Túnakortinu ferhyrndur, afmarkaður með hlöðnum veggjum og hefur stefnuna austur-vestur. Austan og sunnan megin virðist vera gamalt garðlag sem ekki er haldið við.
Milli þessa garðs og kálgarðsins liggur gata yfir í átt að Hausastaðakoti. Uppistandandi garður er ferhyrndur, fallega hlaðinn úr grjóti með tveimur hleðslubrúnum og yfirgróinn. Hann er 8,75 m á lengd og 9,8 m á breidd, veggir um 1,1 m breiðir og 0,6 m háir, stefnan austur-vestur. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta taldi garðinn hafa legið kringum Hausastaðaskóla og eystri vegginn hafa verið hluta landamerkjagarðsins milli Hausastaða og Hausastaðakots.”

Garðahverfi

Hausastaðir – kort.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkuð vestar og nær sjó en Hausastaðabærinn sést á Túnakorti 1918 hið gamla Katrínarkot. Bærinn er úr torfi og skiptist í sjö hólf. Hlaðnir veggir kringum garða ganga út frá framhúsunum. Í Örnefnaskrá 1964 er einnig talað um Niðurkot, e.t.v. vegna þess að býlið var niður við sjó: “Hjáleiga eða nýbýli stofnað um 1850 úr Hausastaðalandi […] í Garðahverfi vestast […] tún býlisins lá norðan og vestan Hausastaðatúns” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Þar byggðu fyrst hjón að nafni Eyjólfur og Katrín, líklega snemma á 19. öld, og dregur býlið nafn af konunni. Katrínarkoti fylgdi alltaf grasnyt. Bærinn var fluttur um 1930, þangað sem hann er nú, […] og útihúsin einnig. Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.” […]
Við Fornleifaskráningu 1984 segir að stæði gamla Katrínarkots sé “í túninu norð-vestur af núverandi Katrínarkoti niður við sjóinn” en kotið var flutt ofar “undan ágangi sjávar”. Núna er þarna lítill ávalur hóll í mjög grónu túni.”

Katrínarkot

Katrínarkot – heimtröðin.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Hliðsnesgata sem “lá frá Sjávarhliðinu vestur Skreflu yfir Oddakotsós eða um Sandeyrina út að Hliðsnesi” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vegurinn liggur á milli Hausastaða og Katrínarkots til sjávar, en þá beygir hann til vesturs út í Hliðsnes.””

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum tún Hausastaða á alla vegu og einnig milli þess og Katrínarkots. Í Fasteignabókum árin 1932 […] og 1942-4 […] er talað um túngarð og hagagirðingu. Garðatúngarður er norðan megin en Hausastaðatúngarður sunnan megin, nefndur í Örnefnaskrá 1964: “Hann lá á Sjávarkampinum, mikill grjótgarður” […] og nefnist framhald hans Katrínarkotstúngarður. Auk þess eru þarna Hausastaðatúngerði neðri neðan Guðrúnarvallar og Högnavallar […], e.t.v. Milli Hausastaða og túnspildu frá Hausastaðakoti er sýnd vírgirðing á Túnakortinu en samsíða henni fannst við Fornleifaskráningu 1984 gamall yfirgróinn túngarður hlaðinn upp í 0,6 m hæð.”

Garðahverfi

Katrínarkotsbrunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum allt Katrínarkotstún en skv. Fasteignabókum 1932 […] og 1942 […] er þar túngarðar og hagagirðingar. Garðatúngarður er norðan megin og í Örnefnaskrá 1964 er Katrínarkotstúngarður sagður sunnan megin: Hann var framhald Hausastaðatúngarðs og “lá niður undir sjó, frá Sjávarhliðinu vestur undir Dal” á Skreflu ,,vestan og neðan Katrínarkotstúns” […] Á Túnakorti sést girðing við túnið vestan megin en skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var a.m.k. byggður þar garður þegar kom fram á 20. öld: “Vestan við túnið í Katrínarkoti er hlaðinn torfgarður til varnar sjávargangi frá Skógtjörn, sem liggur vestan lands Katrínarkots og Hausastaða. Sigurjón Sigurðsson hlóð þennan garð um 1930.” […] Garðurinn við Skógtjörn sést enn þá mjög skýrt.”

Hausastaðir

Hausastaðir – túngarður.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 kemur fram að Péturssteinar eru á Hausastaðagranda: ,,Þrír steinar er liggja úti á Grandanum miðsvæðis […] Péturssteinn innsti: Allstór steinn á Grandanum ausatanverður […] Pétursstein mið: Steinn þessi liggur nokkuru utar og vestar […]
Péturssteinn ysti: Steinn þessi er yztur […]” […] Grandanum og mismunandi hlutum hans er lýst nákæmlega í Örnefnalýsingu 1976-7: “Fram af miðju Hausastaðatúni gengur skerjagrandi mikill í sjó fram […] Grandi þessi kemur aðeins upp úr á fjöru […]. Kringla heitir á Grandanum næst utan Gedduóss. Þar er Grandinn hæstur, og er kringla því það fyrsta, sem upp úr kemur af honum. Þrír stórir steinar á Hausastaðagranda, út af Kringlu, heita Péturssteinar. Þeir koma upp úr næst á eftir Kringlu, og er steinninn í miðið þeirra stærstur […]” Þar eð kirkjan í Görðum var helguð heilögum Pétri hafa steinarnir e.t.v. verið kenndir við hann.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að ekki sjáist lengur til Péturssteina.
“Á rifi fram undan Garðahverfinu eru þrír steinar sem kallaðir eru Péturssteinar með bókstöfunum S.P.S.T. áhöggnum. Þeir eru taldir merkissteinar milli prestssetursins og nágrannajarðanna árið 1677 til afmörkunar á réttindum til sölva sem vaxa í fjörunni.”

Garðafjara

Husastaðir- fjaran.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabókinni 1703 segir um Hausastaði: “Heimræði er árið um kring, en lending bág og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Inntökuskip hafa hjer sjaldan verið og mega þó vera, tekur þá ábúandinn undirgift af þeim. En Selskarð, Garðastaðar kirkjujörð, brúkar hjer skipsuppsátur frá um lángan aldur og nær undir 30 ár verbúðar stöðu, sem ákomin skal vera eftir dispensation staðarhaldaranna.” […] Líklegt virðist að lendingin eða vörin við Hausastaði hafi verið fyrir enda Hausastaðasjávargötu, utan við sjávarhliðið. Skv. Örnefnaskrá 1964 voru tvær varar vestan Hausastaðagranda en frá þeim var róið fram á Vöðla, ,,grynningar framan við Skreflu langt í sjó fram” […]
Þetta voru Katrínarkotsvör og Hausastaðavör […] Sú síðarnefnda lá næst fyrir austan þá fyrrnefndu […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Hausastaðavör er vestast niður af Hausastaðatúni. í henni fengur Selskarðsmenn oft að hafa bát, en ekki var talað um séstaka Selskarðsvör. Vestast niður af Katrínarkotstúni […] var Katrínarkotsvör.” Vöðlar eru staðsettir “milli Kringlu og Oddakotsóss […] Þar eru leirur og hægt að vaða um fjörur.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá op eða hlið á sjógarðinum fyrir enda götu sem liggur frá Katrínarkoti eldra og er þar e.t.v. Katrínarkotsvör.
Skv. Örnefnaskrá 1964 var hún “vestust allra varanna” í Garðahverfi, “aðeins vestan við sjávarhliðið” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vestast niður af Katrínarkotstúni, fyrir vestan Draugasker, var Kartínarkotsvör. Hún hefur ekki verið notuð lengi.”” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.

Aukatjörn

Aukatjörn.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Kaldakinn býli eða “þurrabúð frá Hausastöðum”, norðan þeirra eða “norðast í Hausastaðatúni […] niður undir Aukatjörn”. Köldukinnargerði hét “lítið gerði umhverfis þessa þurrabúð” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Köldukinn, þurrabúð frá Katrínarkoti, var norðan þess (þ.e. Katrínarkots), niður undir Skógartjörn. Tættur hennar sjást enn. Ólafíu [Eyjólfsdóttur á Hausastöðum] rámar aðeins í byggð í Köldukinn, en hún fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1958 var Högnavöllur niður undir sjó en “þar norðar […] Köldukinnarvöllur […]” Við Fornleifaskráningu 1984 er Kaldakinn sögð vera “norðaustan við Katrínarkot, neðan heimkeyrslu og kálgarðs sem þarna er, rétt við sjóinn. Austan þess er lítið steinsteypt hús, reist fyrir barnaheimili”.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þarna er mjög grasi vaxið […] mest áberandi er veggjarbrot, um 8,5 m á lengd og 0,5 m á hæð. Brotið stefnir til sjávar en út frá því “í vesturátt virðist hafa verið ferhyrndur garður, nú fremur óljós”, um 11,5 m á breidd. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta telur líka byggðina hafa lagst af í kringum aldamótin.”

Háteigur

Háteigur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést steinhús með þrískiptum garði norðan Katrínarkota og Hausastaða. Þetta er nánar tiltekið rétt austan við götu í útjaðri túnsins. Hlaðnir veggir liggja kringum garðinn, milli norðurhluta hans sem er kálgarður, vestur hlutans sem er órækt og austurhlutans sem er túnblettur. Þetta gætu verið Rústirnar sem nefndar eru í Örnefnaskrá 1964: “Litlu norðar en Kaldakinn voru rústir, líklega af bæ.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Rústir eru rétt norðan vð Köldukinn, en ekki veit Ólafía, af hverju þær eru.” […] Auk ábúenda í Vesturbæ og Austurbæ Hausastaða nefna Manntöl fjölskyldur í nafnlausum hjáleigum og tómthúsum og gætu Rústirnar og aðrar slíkar sem eru nær Litlutjörn verið af einhverju þeirra.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á þessum stað eru enn þá mjög greinilegt grjóthlaðið gerði og má vel vera að ein þurrabúðin hafi verið þarna.”

Hausastaðir

Hausastaðatúngarður.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er brunnur rétt utan Garðatúngarðs við enda Hausastaðabrunngötu og Katrínarkotsbrunngötu. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Hausastaðabrunnur: “Brunnur norðan bæjarins. Hlaðnar voru tröppur niður í hann. Vatnið spilltist af aðrennslisvatni.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var Hausastaðabrunnur Katrínarkotsmegin: “rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, sem lá milli Skógartjarnar og syðsta hluta hennar, Litlutjarnar. “Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar sex til sjö tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927, og var þá grafinn brunnur frá Katrínarkoti. Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var ein frá hverjum bæ.” […] Brunnurinn sem var grafinn við Katrínarkot reyndist illa og var því aftur gerður brunnur á slóðum gamla Hausastaðabrunnsins: “Litlamýri er fast austan við Litlutjörn, og flæðir sjórinn upp að henni. Á seinni árum gróf Valgeir, bróðir Ólafíu [á Hausastöðum], brunn í Litlumýri, og reyndist ágætt vatn í honum.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá götu sem liggur norður frá bænum meðfram garði eða girðingu sem skilur milli Hausastaða og Katrínarkots. Hún endar í hliði á Garðatúngarði en þar fyrir utan er brunnur. Þettta er líklega Hausastaðabrunngata sem nefnd er í Örnefnaskrá 1964: “Brunngatan lá frá Brunninum heim til bæjar.”” Í örnefnaskrá segir: “Rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, Katrínarkotsmegin, var Hausastaðabrunnur. Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927 … Slóðir frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefnust Brunngrötur. Var eins frá hverjum bæ.” Búið er að raska Brunngötunum með sléttun og vegagerð, t.a.m með Sjávargötu.

Skógtjörn

Garður/brú yfir Aukatjörn. Hausastaðir fjær.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Norðan við Köldukinn og Rústirnar, eru aðrar rústir sem gætu verið af þriðja býlinu. Þetta er á bakka Litlutjarnar við Skógtjörn. Hjábýlis- og tómthúsfólk sem nefnt er í Manntölum gæti hafa búið þarna eða þar sem nú eru Rústirnar, ein fjölskylda árið 1703 […], tvær 1801 […] og aðrar tvær 1845 […]”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: ,,Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en annars er ekkert merkilegt við hann.” Skv. Örnefnaskrá 1964 var á Hausastöðum “þingstaður fyrir Álftaneshrepp, Hausastaðaþinghá.” Hann var fluttur að Görðum eftir konungsbréfi 23. feb. 1816.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Sunnan við bæjarhúsin er á Túnakortinu kálgarður og veggir hlaðnir meðfram honum að vestan og sunnan.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að ekki sjáist lengur til kálgarðsins.

Hausastaðir

Hausastaðir – garðar austan við bæjarstæðið.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 […] og Örnefnalýsingu 1976-7 […] stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði í austanverðu Hausastaðatúni.” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.
Í skýrslu RT og RKT segir: “Í manntali 1801 hafði aðalábúandinn Þorvaldur Böðvarsson auk búskapar og útgerðar umsjón með Hausastaðaskóla sem stofnaður var 1791 fyrir gjafafé Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors. Þorvaldur hafði 11 heimilismenn og í heimavist skólans voru 14 börn […] Skólinn var þó lagður niður árið 1812.”
Á öðrum stað segir: “Þetta var fyrsti heimavistarskólinn á Íslandi séstaklega ætlaður alþýðubörnum. Hann var fyrir fátækar stúlkur og pilta úr Kjalarnesþingi og höfðu börn af Álftanesi ekki forgang umfram önnur […] Börnin áttu að læra lestur og guðsorð, garðrækt og ýmis gagnleg störf…Börnin voru á lsrinum sjö til sextán ára en gert var ráð fyrir að þau væru tólf, sex piltar og sex stúlkur.” Nú stendur minnisvarði um skólann sem reistur var um 1980 um skólann sem stendur enn við bugðu á leið til bæjarins.

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla fremst.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 liggur gata frá Hausastöðum milli garða, um túnið austur að Hausastaðakoti og þaðan norður að hliði í Garðatúngarði. Hlaðnir veggir eru meðfram henni báðum megin síðasta spölinn. Þetta hljóta að vera Hausastaðatraðir, Hausastaða-Norðurtraðir eða Kotatraðir en “svo voru traðirnar heim að Hausastöðum og Kotinu kallaðar” […], þær lágu “austur frá Hausastöðum […] norður í hlið á Garðatúngarði”, þ.e. Hausastaðahlið eða Kotahlið.”

Hausastaðir

Hausastaðir – Dalurinn.

[…] Bakkinn eða tanginn allvel gróinn.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 er svo veginum lýst: “Sléttur og grasi gróinn tangi liggur út í Hliðsnes á milli sjávar og Skógtjarnar. Vegurinn út í Hliðsnes liggur eftir honum. Tangi þessi heitir Skrefla. Næst túninu, norðan við Skreflu, er lægð, sem heitir Dalur.
[…] Óshólmar ganga út í Skógtjörn, út frá vesturenda Skreflu, grasi gróið land og bleytusandur á milli. Þeir fara í kaf á flóði. Vestan við Óshólma var Ósinn. Um hann féll áður sjór á milli Hliðsness og Skreflu. Var þá eingöngu hægt að fara út í Hliðsnes á báti eða um fjöru. Ósinn var einnig nefndur Oddakotsós eftir býli, sem stóð rétt fyrir vestan hann, austast á Hliðsnesi. Nú hefur verið fyllt upp í Ósinn og því bílfært út í Hliðsnes, sem áður var eyja. Í Skógtjörn, fyrir vestan Ósinn, er Sandeyri. Hún stóð lengi vel nokkuð upp úr, og var hægt að fara hana út í Hliðsnes, þótt nokkuð væri fallið í Ósinn. Austan við veginn, þar sem hann liggur niður að sjónum, suðvestur af Hausastaðahúsi, er tún Hausastaða. Það nær einnig alveg út að vegi til norðausturs.” […]  Núverandi vegur hefur trúlega verið lagður ofan á gömlu götuna.”

Katrínarkot

Katrínarkot.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Arndísarkot: “Kot þetta stóð á Skreflu. Sér enn rústirnar […] Þurrabúð […] Þar bjó Arndís. […] Dalur: Vestan og neðan Katrínarkotstúns var lægð, í hana féll sjór úr Skógtjörn. Lægðin nefndist Dalur.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Sléttur og grasigróinn tangi liggur út í Hliðsnes á milli sjávar og Skógartjarnar. Vegurinn úr í Hliðsnes liggur eftir honum. Tangi þessi heitir Skrefla. Næst túninu, norðan við Skreflu, er lægð, sem heitir Dalur. Á flóði fellur sjórinn (úr Skógartjörn) inn í hann. Þó er Dalurinn gróinn. Tóftarbrot er nálægt miðjum dalnum. Þar var eitt sinn tómthús, nefnt Arndísarkot.” Áður var Dalurinn minni og tilheyrði Arndísarkot þá Skreflu.” […] Tóftirnar eru enn sýnilegar.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í landi Hausastaða austan bæjanna, nokkru utan Garðatúngarð, er útihúsatóft, nánar tiltekið staðsett í vegkrikanum rétt norðan heimreiðarinnar að húsinu Brautarholti.”

Hnausastaðakot

Hausastaðakot

Hausastaðakot – loftmynd.

Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði ” … hjáleiga í óskiftu Garðastaðar landi, og segja menn hún hafi til forna legið til Hausastaða og verið þar frá tekin og lögð undir staðinn fyrir mannslá og mjeltunnu, sem hvoritveggja var áður skilið í landskuld auk þeirra sem nú er.” JÁM III, 189.
1918: “Tún 1 teigur og 1160 m2 kálgarðar.”

Garðahverfi
Í Fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Túnakortið 1918 virðist sýna tvö bæjarstæði með húsaþyrpingum í Hausastaðakotstúni og er hið suðaustara merkt Hausastaðakot. Miðað við aðrar heimildir og upplýsingar heimamanna er þetta þó villa: húsin sem eru norðvestar nær Hausastöðum, hafa tilheyrt Hausastaðakoti, en í hinu stæðinu var þurrabúðin Grjóti. Í norðvestara stæðinu eru tvær byggingar og kálgarðar. Nyrðra húsið er úr torfi, skiptist í þrennt og er líklegra kotið en skv. Örnefnaskrá 1964 var það hjáleiga eða þurrabúð frá Hausastöðum (A161). Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Grjóti […] er norðaustur af Hlíð. […] Býlinu fylgir land Hausastaðakots, en það stóð mitt á milli Grjóta og Hausastaða.” (Bls.9).
Þetta kemur saman við Fornleifaskráningu 1984 þar sem segir að kotið sé ,,í hánorður frá núverandi Grjóta og í vestur frá Brautarholti, sem er nýtt hús. Mitt á milli Grjóta og Hausastaða.” Þarna er sléttlent og þar sem bærinn stóð er nú kálgarður “girtur á háhólnum”.
Í Fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Bæjarstæðið hefur verið jafnað út og eru lítil merki um húsaskipan. Grjót úr veggjum er þó sjáanlegt og virðast húsin hafa staðið í röð og snúið göflum í vestur út á sjó. “Komið mun hafa verið fyrst austan. Aftan við norðurenda húsalengjunnar var hlaða sem vísar hornrétt á framhúsin, eða í N (10°) – greinilega yfirgróin, grjóthlaðin tóft. Lengd líkl. 4.1 og breidd 2.1.””

Garðahverfi

Hausastaðakotsbrunnur.

Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Brunnhola, nálægt einum metra á dýpt, u.þ.b. 20 m suðaustur af Hnausastaðakotsbæ, var nefnd Hausastaðakotsbrunur.” (Bls. 9). Skv. Fornleifaskráningu 1984 er brunnurinn í sléttu mólendi “rétt suðaustan við kálgarðshleðslu bæjarins”.”
Í Fornleifaskráningu RT og RKT 2003 segir: “Brúnir hans sjást ekki en fyllt hefur verið upp í hann með smágrjóti sem myndar hring og er þvermálið um 1,20 m.”

Selskarð

Selskarð

Selskarð – Túnakort 1918.

Jarðardýrl. óviss 1703. Garðakirkjueign. Fyrst getið 1367, þá meðal jarða Garðakirkju – DI III, 220, sbr. 1397 – DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Asbirne Selskard fyrer iij. vætter fiska. áskilinn kyrfödurs vallar slattur. med jordunne ij kugillde.” DI XIV, 437. 1703 var einn ábúandi, landskuld 60 álnir, 1 leigukúgildi – JÁM III, 221.
Túnið er á norðurhlið eiðisins milli Garða og Álftaness. Það er náttúrulega slétt valllendi og hefur sennilega ekki verið jafnað mikið með vélum. Austantil tekur við mýri en sjórinn brýtur af norðanmegin.
Sunnan og vestan við eru flagmóar. Álftanesvegur liggur eftir endilöngu túninu. Túnið er varið af sjávarnargarði norðanmegin vestast en sunnan með því er einnig hleðsla, varla meir en girðingarundirstaða, og skurður utanmeð henni.

Selskarð

Selskarð – húsgrunnur.

“Jörðin Selskarð er á milli Lambhústjarnar og Skógatjarnar. Hún er nú komin í eyði fyrir nokkrum árum. Gamalt íbúðarhús stendur norðan við veginn út á Álftanes. Á sama stað stóð gamli bærinn áður.” segir í örnefnalýsingu. Húsið er nú horfið en eftir er allhár hóll fast norðan við núverandi Álftanesveg þar sem eiðið milli Álftaness og lands er mjóst.
Í túni (nú hrosshagi) á eiði og eru um 100 m til sjávarmáls í Lambhústjörn að norðan en um 300 m að sunnan. Þjóðvegur liggur upp að hólnum að sunnan og er mögulega á honum að hluta.
Syðsti hluti steyptra undirstaða síðasta íbúðarhússins sést enn, um 10 m frá veginum. Nyrðri og meiri hluti grunnsins er hinsvegar horfin því gríðarmikil hola, um 25×20 m að stærð, hefur verið grafin ofan í bæjarhólinn. Hún er 2-3 m djúp og hafa rofin úr henni verið sett á barmana að austan og vestan. Er hóllinn af því mjög hár að norðvestan. Hliðar holunnar eru grónar en sjá má að hleðslugrjót hefur oltið úr sárinu.
Bærinn hefur staðið á náttúrulegri upphækkun en mannvistarlög eru varla undir 1 m á þykkt. Sunnan og vestan við bæinn hefur verið allstór kálgarður og er hlaðinn garður meðfram honum. Hleðslustubbur sést gegnt húsgrunninum fast við veginn og síðan kantur meðfram veginum en að norðvestan er hleðslan skýr og allt að 0,8 m há.

Selskarð

Selskarð – brunnur.

Um 150 m austur af bæjarhólnum í Selskarði er útihústóft, um 20 m sunnan við sjóvarnargarð og fast vestan við litla hestarétt úr tré.
Í túnjaðri – nú hestagirðing. Austan og norðan við er talsvert rask og síðan blautur flagmór.
Tóftin er illa hlaðin úr mjög stóru og mjög litlu grjóti. Torf, eða í það minnsta grasrót, er utan á veggjunum en steypuleifar eru ofaná á nokkrum stöðum. Hleðslurnar eru að miklu leyti hrundar inn í tóftina, einkum austur-gafl. Timburþil hefur verið á vesturgafli. Mikið rusl er í tóftinni. Samkvæmt túnakorti var þetta kálgarður.

Selskarð

Selskarð – gerði.

Fyrir botni Lambhústjarnar er lágur sjóvarnargarður, sem einnig er túngarður Selskarðs vestast.
Garðurinn er lítilfjörlegur austast, varla meir en girðingarundirstaða en á móts við Selskarð gildnar hann og standa þar 2-3 umför uppúr. Garðurinn er byggður ofanvið sjávarmál og fylgir bakkanum með hvössum hornum. Á köflum eru nokkrir metrar milli garðs og sjávarbakka en annarsstaðar er garðurinn fast á bakkanum.

Heimild:
-Fornleifaskráning Garðabæjar  2009.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Garðaholt

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Miðengi, Hlíð og Móakot:

Miðengi var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Gamli menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðarlandi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna vinni verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tó það var violenter satir; imó mag. Jón Widalin man og veit að þar hefur hálft fyrirsvar verið.” JÁM III, 187
1918: Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1180 m2″.

Hlíð

Miðengi og nágrenni – Túnakort 1918.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnkakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið sunnarlega í Miðengistúni, nálægt sjónum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Miðengi er niður frá Háteigi, og er sama heimreið að báðum bæjunum. Húsið í Miðengi stendur u.þ.b. 40-50 m fyrir ofan fjöru. Það var byggt fast aftan (norðaustan) við gamla bærinn (þ.e. þar sem hann var).” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 stóð gamli bærinn beint framan við núverandi íbúðarhús, þar sem hlaðið er nú […]”.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Bærinn á Túnakortinu samanstendur af um sex torfhúsum en eitt þeirra er opin tóft.
Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skrásetjari segir: “Hafa bæjarhúsin vísað til suðvesturs, út á sjóinn og má sjá á hleðsluraðir, niðurtroðnar í hlaðinu.” Skv. Fasteignabók voru timburhús komin í Miðengi árið 1932.” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvort bæjarhóll sjáist eða hvert ástand minjanna sé í dag.

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ÓSÁ.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru útihús rétt vestan við bæinn, m.a. svolítið ferhyrnt steinhús. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Fjós og hlaða eru u.þ.b. 10 m vestur af íbúðarhúsinu. 100 ára gamall skúr er áfastur fjósinu að sunnan. Séra Hens Pálsson í Görðum lét flytja skúr þennan frá útskálum.” […] Jens var prestur í Görðum á tímabilinu 1895-1912.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá tvo kálgarða framan við bæjarhúsin […] í Miðengi. Sá vestari við útihúsin er líklega sá sem skv. Örnefnalýsingu 1976-7 heitir “Fjósgarður.””

Garðaholt

Garðaholt

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er kálgarður suðaustan við bæjarhúsin, líklega sá sem kallaður er Framgarður í Örnefnalýsingu 1976-7: “Rétt suður af bænum er Framgarður, kálgarður, aflagður fyrir nokkrum árum.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er garðurinn “beint suður af íbúðarhúsinu”…”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðurinn á Túnakortinu er með hlöðnum veggjum, ferhyrndur og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Kemur það heim við Fornleifaskráningu: “ferhyrndur, grjóthlaðinn garður, sem vísar á lengdina í átt til sjávar”, þ.e. í suðvestur. Utanlengd hans er um 32 m en breiddin 13,6 m. Vesturendinn er betur varðveittur, hæð 0,8 m.”

Miðengi

Miðengi.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að varnargarður er neðan Miðengistúns og út frá honum liggja girðingar kringum túnið. Skv. Fasteignabók var Miðengi árið 1932 umgirt túngarði og hagagirðingu […] Miðengistúngarður hét sá hluti sjógarðsins sem var þarna, skv. Örnefnaskrá 1964 “þykkur og mikill” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Á bakkanum er grjótgarður til varna ágangi sjávar.” […] Neðan túnsins er breið klapparfjara og klapparnef fram í sjó. Þarna er ekkert landbrot en flæðir oft inn á lágt land innan við kambinn.”

Miðengi

Miðengi – útihús 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sýnist vera breitt hlið á sjóvarnargarðinum þar sem Sjávargata endar en þar fyrir neðan er líklega Miðengisvör. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hún “næst fyrir austan Hlíðarvarirnar. Einnig grýtt.” […].
Miðengisklappir hétu “klappirnar í Miðengisvör” […] og í sjónum fram undan henni var Miðengissker, e.t.v. sama og Miðengishryggur […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vörin, nefnd Miðengisvör af bæ, er beint niður undan húsinu. Ofan hennar er hlið á garðinum, og voru bátarnir settir um það upp á tún, þegar vont var á vetrum. Miðengisklappir heita stórar klappir, sem ganga fram í sjó vestan við Miðengisvör. Miðengissker er fram af þeim. Svolítið bil verður milli klappanna og skersins. Á flóði fellur alveg yfir Miðengissker.”

Garðahverfi

Miðengi.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá lítið ferhyrnt mannvirki byggt utan í sjógarðinn, e.t.v. grjóthlaðið naust.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést brunnur utarlega í túninu, suðaustan bæjarstæðisins, nálægt mörkum Miðengis og Garða. Miðengisbrunnur er nefndur í Örnefnaskrá 1964, neðan og sunnan bæjarins. Ekki gott vatn.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var hann “u.þ.b. 20-25 m norðaustur af hólnum”, þar sem sjóbúð var áður ,,á kampinum milli Miðengis og
Garða […] Af heimafólki var hann bara nefndur Brunnur. Vont vatn þótti í honum og saltblandað.” Vettvangslýsing á aðstæðum fylgir ekki skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu liggja frá bæjarhúsum, suðvestur milli garða og niður að sjó. Virðist vera hlið á sjógarðinum þar sem gatan endar. Væntanlega er þetta leiðin sem lýst er í Örnefnalýsingu 1976-7: “Gatan liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni, en Brunngata suður að brunni”

Garðahverfi

Miðengisbrunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Miðengisbrunnur “neðan og sunnan bæjarins” […] og lá Miðengisbrunngata neðan frá honum “heim til bæjar” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gata liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni en Brunngata suður að brunni.”

“Þá á Miðengi land uppi á Garðholti, og tilheyra því bæði Völvuleiði [á líklega að vera Mæðgnadys]og Presthóll […] Á háholtinu, suðaustan við Garðholtsveg (þ.e. vegarins (svo) yfir holtið), er þúfa sem kölluð er Völvuleiði.” segir í örnefnaskrá KE. “hér fyrir ofan prestssetrið á Garðaholti…er Völvuleiði, sem fornar sagnir eru um að þar sé grafin Völva (spákona) sem farið hafi um í heiðini. En við leit finnast þar engar menjar eða leifar af nokkru tagi, ” segir í FF.

Garðahverfi

Presthóll.

“Syðst á Garðaholti heitir Holtsendi, þar sem nú eru geysimiklar sandgryfjur. Það, sem mest ber á á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. fornleifaskráningu 1984 er Völvuleiði “uppi á háhæð vestan við þjóðveginn út á Álftanesi, sunnan vegar út að Görðum, syðst á Garðaholti.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þar er miðlungsgrýttur melur, nokkuð grösugur allt um kring. Hóllinn sést greinilega langt að, grænni en umhverfið og stendur hátt.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Hóllinn] er grasivaxinn en sjá má grjót og hola er í honum miðjum. Hann er um 11 m að lengd og breidd og snýr í austur (100°) út úr holunni.”

Völvuleiði

Völvuleiði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Það, sem mest ber á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði. Heldur vestar, austanvert, þar sem Garðavegur kemur á Álftanesveg, er grasigróinn klapparhóll, ber að norðan og vestan. Þessi hóll heitir Presthóll. Þar hlóð sr. Jón Loftsson, sem hér var prestur 1562, vörðu og dvaldi þar öllum stundum.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er þetta “grágrýtisklapparhóll við vegamót Garðaholts- og Álftanesvegar” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Presthóll er stór klettahóll, klofinn endilangs, í krikanum austan við Garðaholtsveg, þar sem hann liggur af Álftanesvegi.” […] Kristján Eldjárn skoðaði hólinn árið 1978: “Þar sem vegurinn út á Álftanes liggur yfir Garðaholtið er til vinstri handar (þegar út á nesið er ekið) dálítill klettahóll, (eða kannski réttara að segja klappahóll), sem heitir Presthóll. Um hann eru þjóðsögur og mun vera huldufólk í.” Kannski Garðapresturinn hafi átt vingott við það en hóllinn er enn á sínum stað.”

Garðahverfi

Miðengi 2013.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá lítið ferhyrnt torfhús við girðingu í norðvesturjaðri Miðengistúns. Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “U.þ.b. 50 m norðvestur af hlöðunni, út við girðingu, milli Hlíðar og Miðengis, er kindakofi, sem tekur um 30 fjár.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu frá 1958 segir: “Fram af Miðengi er Miðengisbryggja. Það er þangi vaxin flúð. Þar utar er Hlíðarsker […].” […] Þetta er náttúruleg bryggja af sama tagi og voru við Bakka, Dysjar og Hausastaði.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru tvö samföst útihús rétt vestan við bæinn. Þau eru líklega úr steini og hafa stefnuna suðvestur-norðaustur.” Ekki er frekari lýsing á aðstæðum í skráningu RT og RKT.

Garðar

Garðar – túngarður – Hlíð utar og Hliðsnes fjærst.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Götusteinn var skv. örnefnaskrá 1964 “steinn er lá við götuna milli Hlíðar og Miðengis. Á steini þessum voru þau ummæli, að hann mætti ekki hreyfa.” […] Við þetta gerir Kristján Eiríksson athugasemd í Örnefnalýsingu 1976-7: “Nokkuð stór steinn er í Miðengistúni, fast vestan við brunngötuna frá Hlíð. G.S. Nefnir hann Götustein í lýsingu sinni. Kristján [Eyjólfsson í Miðengi] segir það rangt, en man ekki rétta nafnið” […] Steinninn er enn á sama stað.”

Hlíð 1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Hlid byggd Hakone fyrer iij. Vætter fiska. Mannslán og formennska á skilenn. Er med hiáleigunne eitt kugillde. Enn adur voru þar tvo.” DI XIV, 438.
Garðakirkjueign. 1397: Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Hlíð var so sem lögbýli áður en Miðengi var þar frá tekið og var þar þá fyrirsvar að menn meina.” JÁM III, 187.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1200 m2”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá þyrpingu húsa í gamla bæjarstæðinu í Hlíð og er hinn svo kallaði Hlíðar-Vesturbær væntanlega vestanmegin. Hann skiptist í tvennt, austara húsið aflangt og hólfast aftur í tvennt. Þetta eru torfhús með standþili og snúa í suðvestur. Af Fasteignabókum má sjá að komið var timburhús árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 […] Skv. Örnefnaskrá 1964 voru bæirnir tveir: “Býli í Garðahverfi, hjáleiga frá Görðum, þar var jafnaðarlegast tvíbýli.” […] Við þetta bætir Örnefnalýsing 1976-7: “Húsið í Hlíð er u.þ.b. 150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó. í Hlíð var tvíbýli til 1924, en þá fær Gísli Guðjónsson alla jörðina og reisir þá hús það, er nú stendur. Þar hefur að vísu verið stækkað síðan. Fjós og hlaða er rétt norðan þess. Íbúðarhúsið stendur á sama stað og Austurbærinn í Hlíð var áður, en fjósið og hlaðan, þar sem Vesturbærinn stóð.””

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Austan megin í bæjarstæðinu, til hliðar við Hlíðar-Vesturbæ […] er á Túnakorti 1918 stór bygging, líklega svo kallaður Hlíðar-Austurbær. Hann skiptist í sex hluta. Fremst eru tvö aflöng hús sem hvort um sig hólfast í tvennt og virðist snúa í suðvestur. Þvert á norðausturgafl suðaustara hússins liggur minna aflangt hús og samfast við hlið þess annað stærra. Húsin eru úr torfi og e.t.v. með standþili. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 stóðu bæirnir fram til ársins 1924 en þá var reist nýtt íbúðarhús á þeim stað sem Austurbærinn var áður, um “150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó” […] og kemur það heim við staðsetningu bæjarins á kortinu.”

Garðahverfi

Karkur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 liggja fimm samfastir kálgarðar með hlöðnum veggjum kringum bæjarhúsin að norðaustan, norðvestan og suðvestan. Af þeim er væntanlega kominn stóri kálgarðurinn sem í Örnefnalýsingu 1976-7 er sagður vera “fast vestan við íbúðarhúsið” sem Gísli Guðjónsson reisti 1924 í stæði gamla Austurbæjarins […].” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti garðsins fannst við fornleifaskráningu 1984 framan eða “norðvestan við bæinn í Hlíð en skrásetjari taldi þar vera gömlu heimakálgarðhleðsluna. Þarna er “yfirgróin grjóthleðsla, nú mjög lág” og nær um 30 m til norðurs framan eða vestan “við núverandi íbúðarhús […] þar kemur aðeins horn í hleðsluna til austurs”, síðan heldur hún áfram um 16 m til norðurs”.
Hleðslan “myndar bakka þarna í túnið” og er “uppfyllt að austan”.”

Móakot

Móakot – grunnur sjóbúðar.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Hlíðarkot hjáleiga eða þurrabúð frá Hlíð og stóð vestan Hlíðarbæjanna “samhliða, með stétt” […], skv. Örnefnalýsingu 1976-7 ,,fast austan við Vesturbæinn. Kotið var löngu komið í eyði, þegar Gísli [Guðjónsson] kom að Hlíð” 1924 […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var það í hlaðinu á Hlíð. Minjarnar eru þó horfnar og í þeirra stað komin geymsla.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Brunnur í grjótinu mitt á milli Grjóta og Hlíðar hét Karkur. Í hann safnaðist eingöngu rigningarvatn. Annars var vatn í Hlíð aðallega sótt í Garðalind. […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Karkur “um miðja vegu milli bæjanna” og “grýtt allt í kring.” Vatnsbólið var notað í minni Tryggva Gunnarssonar í Grjóta, þá “um 3 álnir á dýpt”. Brunnurinn er “um 0,75 í þvermál – ekki greinilega kringlóttur”, markaður með grjóti “á allar hliðar og sá í vatn, en hann er nú byrgður með fleka”.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu sem byrjar við skemmu suðaustan Hlíðar-Austurbæjar og liggur þaðan suður um tún bæjanna og gegnum hlaðið í Miðengi. Líklega er þetta Hlíðarbrunngata eða Brunngata sem skv. Örnefnaskrá 1964 lá frá Hlíð og Miðengi að Garðalind ,,því þangað var sótt gott neysluvatn” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 “lá brunngata frá Hlíð niður fyrir neðan Miðengi og þaðan austur í Garðalind” og var vatn í Hlíð aðallega sótt þangað.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru gerði í túninu austan Hlíðarbæja upp við Garðatúngarð. Við suðausturenda þess syðsta er hústóft úr torfi og grjóti, aflöng með stefnuna suðvestur-norðaustur. Trúlega er þetta Gata sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “þurrabúð við vestur túngarð Garða, ofan við Hlíðarbæi” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í suðaustur (u.þ.b. 150 m) frá íbúðarhúsinu var grasbýli, sem hét Gata. Hún fór í eyði um síðustu aldamót, og féll þá túnið undir Austurbæinn í Hlíð. Var þá byggður þar á tóftunum bær yfir karl og kerlingu á vegum hreppsins. Þau fóru þaðan um 1925, og keypti þá Gísli [Guðjónsson] bæinn og hefur haft hann fyrir fjárhús síðan og gert á honum ýmsar breytingar.” Gísli mundi eftir bænum í Götu en “Götuland girðir að mestu land Miðengis af til austurs. Spildan frá Götu, sem ræktuð er ofan Miðengistúns, er nefnd Götuvöllur, og tilheyrir hún Hlíð.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Gata í eða við suðurhorn garðs “beint upp af Miðengi í suðaustur frá Hlíð”.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Allt um kring er slétt graslendi og aflíðandi halli… Þarna eru tvö fjárhús úr torfi og grjóti með trégafla að ofan og bárujárnsþaki. Aftara eða austara húsið er um 5 m langt að utan og vísar í suðvestur (240°) en hitt húsið kemur hornrétt framan eða vestan á það. Suðurendi garðhleðslunnar liggur nokkurn veginn á mitt austara húsið. Væntanlega eru þetta húsin sem Gísli byggðu á bæjartóftunum.”

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést hvernig girt er í kringum allt Hlíðartún með görðum og girðingum. Meðfram Hlíðartröðum sem liggja frá Garðatúngarði til bæja er garður hlaðinn suðvestur að heimakálgarðshleðslunni. Annar garður sem er enn austar skilur milli Götu og Háteigs. Frá honum liggur síðan girðing í vestur milli Götu og Miðengis og við bæjarstæði Hlíðar byrjar aftur garður sem nær suðvestur að sjó. Þar er sjóvarnargarðurinn hlaðinn eftir öllum sjávarkambinum framhjá Hlíðarvörum og hefur framhald hans varðveist neðan Móakots. Rétt austan varanna liggur girðing upp frá sjógarðinum að heimakálgarðshleðslunni og nokkru vestan þeirra liggur landamerkja girðing milli Hlíðar og Móakots. Hún endar við austurvegg Móakotstraða sem liggja áfram norðaustur að Garðatúngarði. Skv. Fasteignabókum eru túngarðar og hagagirðingar við Hlíð árið 1932 […] og áfram 1942-4 […] Við Fornleifaskráningu 1984 fannst hluti Garðatúngarðs ofan Hlíðar en hleðslubrotið endar ofan við Grjótahúsið. Þetta er “þurr grjóthleðsla, þakin skófum og nokkuð gömul að sjá, […] nú innan girðingar Hlíðarmegin á um 70 m kafla eða að heimkeyrslu Hlíðar – og síðan áfram svolítinn spöl”.”

Miðengi

Hlíð – sjóvarnargarður.

“Á sjávarbakkanum fyrir Hlíðartúni lét Gísli hlaða sjóvarnargarð á árunum 1928 – 38. Var hann bæði hlaðinn úr fjörugrjóti og grjóti, sem tekið var upp úr túninu. Grjótið í túninu var tekið upp með svonefndum grjótgálga, en slík verkfæri fluttust þá hingað til lands frá Noregi. Voru þeir ýmist gerðir af þrem eða fjórum löngum spýtum (u. þ. b. 3 – 4 m löngum). Spýturnar mættust í oddi, og var ein lengri og til stuðnings (tvær í fjögurra spýtna gálga). Efst í gálganum var þrískorin blökk og önnur tvískorin rétt fyrir neðan hana. Neðarlega á gálganum voru svo tannhjólin (tvö), og var sveifin fest á svera járnteina á milli aðalspýtnanna. Á endann á vírnum var fest stór járnkjaftatöng til að grípa um steinana. Á veturna var grjótið klofið í hæfilega hleðslusteina. Fyrst voru klappaðar raufir í steinana með stuttu millibili. Mátti það helzt ekki vera lengra en spönn. Til þessa var notaður sérstakur klöppuhamar. Þá voru stálfleygar reknir niður í holurnar. Oddurinn mátti ekki nema við botn holunnar, því þá kom ekki þvinga á steininn. Til að koma í veg fyrir það var sett gyrði báðum megin á fleyginn, og þrýstist það til hliðanna, um leið og fleygurinn var rekinn niður. Eftir að fleygunum hafði verið fest í raufunum, var rekið nokkuð jafnt á fleygaröðina. Klofnuðu steinarnir þá af þvinguninni, og urðu kantarnir merkilega sléttir. Steinarnir, sem voru klofnir, voru fyrst og fremst grágrýti,” segir í Örnefnalýsingu KE.

Hlíð

Hlíð – sjóvarnagarður og varir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá varir sitt hvorum megin við enda sjávargötunnar frá Hlíðarbæjum. Í Örnefnaskrá 1964 eru nefndar Hlíðarvör vestri eða Vesturbæjarvör sem “tilheyrði vesturbænum í Hlíð” […] og Hlíðarvör eystri eða Austurbæjarvör sem ,,tilheyrði Austurbænum” […]. Vesturbæjarvör er líklega rétt fyrir neðan Hlíðarbúð. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í fjörunni, beint niður af húsinu, er Hlíðarvör. Þar er fjaran nokkuð slétt, en safnaðist í hana stórgrýti á vetrum. Þurfti því að ryðja hana á vorin. Hlið var á garðinum fyrir ofan vörina, og voru bátarnir settir um það upp á tún, ef sjógangur var mikill.” […] Umrætt bátahlið má sjá á Túnakortinu þar sem gatan endar milli vara og er það nokkuð breitt.”

“Þurrabúðin Sólheimar var byggð örskammt norðaustan við Grjóta, og braut ábúandinn svolítinn blett í kringum húsið, og er hann nefndur Sólheimagerði. Húsið sjálft er sem næst því, sem heimreiðin í Grjóta er nú,” segir í örnefnaskrá KE. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Sólheimar voru við heimkeyrsluna að Grjóta, rétt utan Garðatúngarðs að sögn Tryggva Gunnarssonar. Þar var tómthús en engar minjar fundust við Fornleifaskráningu árið 1984 […] Sólheimar eru ekki nefndir í heimildum fyrri alda og því ekki vitað hvenær þeir voru í ábúð. Eitthvað af tómthúsfólkinu sem getið er um í Hlíð í Manntölum 1801 […] og 1845 […] hefur þó e.t.v. haldið til í þessu húsi.”

Hlíð

Hlíð – Grjóti og Holt – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Holt “þurrabúð í Garðahverfi, ofan Hlíðarbæja” eða “hjáleiga vestan við Götu” Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í háaustur frá Hlíð er Holt. þar er nú stórt timburhús, byggt nálægt 1942. Rétt fyrir norðan það er pakkhús. Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum og hann og kálgarður í því, framan við bæinn. Sá bær fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900, og var Holt ekki aftur í byggð, fyrr en reist var húsið, sem nú er. Holt stendur rétt ofan við túngarðinn í Hlíð (þ.e. garðinn, sem Garðaprestar létu hlaða ofan túna í Garðahverfi).” …” Þurrabúðin Holt var eina 150-200 m norðvestur af Háteigi, og verður þess nánar getið síðar”

Miðengi

Miðengi – loftmynd.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti liggur stór ræktarblettur út frá Garðatúngarðiog Illugagerði ofan Hlíðar. Hann er óreglulegur í lögun en þó nokkurn veginn ferhyrndur, umkringdur hlöðnum veggjum, með stefnu norðvestur-suðaustur. Þetta mun vera Holtsgerði en skv. Örnefnaskrá 1964 ræktaði Eyjólfur Eyjólfsson það
umhverfis Holtsbæinn. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum hann og kálgarður í því, framan við bæinn.” […] Trúlega er þetta grjóthlaðni ferhyrndi garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984. Hann liggur beint í suður út frá núverandi Holti, í smáþýfi þar sem er grýtt á köflum.”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Holtsgerði] er um 30×32 m að stærð með stefnu í vestur, veggirnir 1,8 m á breidd.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt við norðurhorn kúagerðis, í miðjum Garðatúngarði, er á Túnakortinu 1918 sýndur ferhyrndur kálgarður með grjóthlöðnum veggjum og stefnu með túngarðinum. Þetta er trúlega Illugagerði sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “rétt hjá Holtsgerði”, þ.e. stóra garðinum sem sést austan við það á kortinu . […] Illugagerði var “ræktað […] þarna á holtinu. Það gerði Illugi Brynjólfsson, er bjó um aldamótin 1900 í Holti” […] en þess má geta að alnafni hans og e.t.v. ættingi var bóndi á nágrannabænum Ráðagerði skv. Manntali 1816 […] og bjó þar fram um miðja 19. öldina […]. Garðurinn fannst við Fornleifaskráningu 1984 og er nánar tiltekið staðsettur framan og vestan við núverandi Holt.”

Móakot

Móakot – loftmynd.

Móakot er nefnt árið 1698, Árbók 1929, 6. Garðakirkjueign.
1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði. “… er bygð úr Hlíðarlandi fyrst i þeirra manna minni, sem nú lifa.” JÁM III, 188
1930: Fer í eyði.
1918: Tún 1 teigur og 800 m2″.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést bæjarstæði Móakots nokkurn veginn í miðju túni, suðvestan Hausastaðakots og norðvestan Hlíðarbæja. Skv. Örnefnaskrá 1964 var býlið “hjáleiga frá Görðum. Ofar en Hlíð.” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakot var u.þ.b. 150 m suðvestur af Hausastaðakoti. Það fór í eyði um 1930. Svolítill blettur kringum kotið var nefndur Móakotstún. Bæjartóftirnar eru í landi Haustastaðakots, en túninu er skipt á milli Hlíðar og Haustasaðakots, og á Hlíð eystri hlutann.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 var Móakot staðsett “norðvestur af Grjóta, norðan við Hlíð […] slétt tún fyrir vestan og norðan – aflíðandi gróin en grýtt brekka að baki.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu hólfast bærinn í fernt, byggingarefnið er torf en standþil á tveimur framhúsum, stærstu hólfunum, en þau snúa suðvestur að sjónum. Það kemur heim við lýsingu skrásetjara sem segir lengd bæjarhúsa til vesturs vera 5,85 m og þau hafa vísað göflum út á sjó. Aðeins mótar fyrir veggjum, um 1 m á breidd. Skv. Fasteignabók stóð þessi torfbær enn árið 1932.”

Garðar

Móakot – tóftir.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá vör fyrir enda götunnar sem liggur frá Móakoti að sjó. Skv. Örnefnaskrá 1964 var Móakotsvör “nokkru sunnar en Hausastaðavör vestust varanna, innan Hausastaðagranda” og Móakotsklappir eða Móakotssker voru “rétt við Móakotsvörina” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakotsvör er beint niður undan tóftunum”, þ.e. bæjartóftunum.”

“Rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, Katrínarkotsmegin, var Hausastaðabrunnur. Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927 … Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var eins frá hverjum bæ.” Búið er að raska brunngötunum með sléttun og vegagerð, t.a.m. með Sjávargötu.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Túnakortið 1918 sýnir kálgarða suðvestan, sunnan og suðaustan bæjarins en skv. Fornleifaskráningu 1984 eru hleðslur kálgarðs og kartöflugarðs vestur af bæjarhúsalengjunni.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kálgarðurinn er beint vestur af hústóftinni en í suðurenda hans aflangur kartöflugarður og girðing milli þeirra. Frá húsinu eru um 26 m að vesturvegg kálgarðsins og 3 m í norðurvegginn sem er um 29 m langur að girðingu. Garðurinn virðist opinn til austurs. Stallur hefur myndast við frambrún kálgarðshleðslunnar. Kartöflugarðurinn er um 34 x 7 m að innanmáli með stefnuna vestur-austur. Garðveggirnar eru 1-1,5 m á breidd, grjóthlaðnir í austurhlutanum.”

Móakot

Móakot – brunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í þýfi um 17 m norðaustur frá Móakoti fannst við Fornleifaskráningu 1984 brunnur. Hann er hringlaga, um 1 m í þvermál og 1,5 m niður að vatnsyfirborði. Hann er hlaðinn úr grjóti og stendur opinn en gaddavír hefur verið settur fyrir.”

“Hausastaðakambur var ofan þessara vara … Og Skiptivöllurinn með búðum og hjöllum bæjanna … Móakotsbúð var á Hausastaðakambi, búð og hjallur frá Móakoti, við Skiptivöllinn,” segir í
Örnefni og leiðir í Garðabæ. Móakotsbúð hefur að líkindum verið upp af Móakotsvör, sem er rúmlega 120 m suðvestur af bæ.

Móakot

Bátar í fjörunni neðan Móakots.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Túnakorti 1918 liggja traðir úr austurhorni Móakotstúns beint norðaustur framhjá Grjóta og út að hliði í Garðatúngarði sem í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Móakotshlið eða Grjótahlið.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést að girt er kringum allt Móakotstún og liggur sjógarður eftir sjávarkampinum. Skv. Fasteignabók var þar túngarður og hagagirðing árið 1932.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti varnargarðsins fannst við Fornleifaskráningu 1984: “Niður við sjóinn vestan við Hlíð […]. Fallega hlaðinn grjótgarður”, um 1,2 m á hæð og 1,5 m á breidd og nær frá girðingu milli Hlíðar og Grjóta.”

Heimild:
-Fornleifaskráning Garðabæjar 2009.

Móakot

Móakot – kálgarður.

Garðar

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 segir m.a um Garða á Garðaholti, Ráðagerði og Nýjabæ:

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Kirkjustaður. Hóll var hjáleiga 1803. 1307: “ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allann vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.” DI II, 362. 1367 átti kirkjan allt heimland, Hausastaði og Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Harunasholt og Hjallaland, auk þess afrétt í Múlatúni – DI III, 220 sbr. 1397 – DI IV, 107-108. 1558: Var kirkjujörðin Hlið lögð til Bessastaða en Garðar fengu í staðinn Vífilsstaði DI XIII, 317. 1697 var staðurinn 60 hndr.
Hafnarfjörður á 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti ad Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2. Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …” (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 101). Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægtí hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum…” Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 102-104). Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2.
1703: “Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.” JÁM III, 181.

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti frá árinu 1918 má sjá bæjarstæðið í Görðum nokkurn veginn í miðju túni, austan kirkjunnar, ofan og norðan kirkjugarðsins. Þar eru þrjár stórar byggingar, lítið hús og for.
Gamli bærinn gæti verið stóra torfhúsið næst kirkjunni en það skiptist í tvö aðalhólf og virðist anddyrið snúa í suðvestur að bæjarhlaðinu. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Ofan við Kirkjugarðinn er býlið Garðar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóðu “byggingar staðarins […] á bæjarhólnum austan kirkju […] ofarlega í Garðatúni miðsvegar í hverfinu” […] Örnefnalýsing 1976-7 hefur þetta: “Garðar, hið forna prestsetur og höfuðból, eru norðvestur frá Nýjabæ. Tún Nýjabæjar, Króks og Garða liggja saman. Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans […]”.”

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ósá.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í grein frá árinu 1904 […] segir Matthías Þórðarson að Garðakirkja hafi áður verið innan kirkjugarðsins. Á Túnakorti 1918 sést gamla kirkjan vestan við bæjarhúsin og sýnist vera úr steini með stefnuna suðaustur-norðvestur. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hóllinn “þar sem Garðakirkja stóð” kallaður “Kirkjuhóll” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir hins vegar: “Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans, og hefur hún verið endurbyggð á sama stað.” […] Núverandi kirkja var reist árið 1966.”

“Bygt í tíð og með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarhús [sem var líklegast innan núverandi marka Hafnarfjarðar] af búandanum i Digranesi á Seltjarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vítt menn vita. Búðin iggur nú í eyði síðan fiskiríið brást í Hafnarfirði,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar árið 1900.

“Byggð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka lángt inn í Garða landareign sem Digranesbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn núi fyrir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnarfirði, so framt menn vita, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar fyrrum.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðahorlt

Garðaholt.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallnabúð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð.
Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðaholt

Stríðsminjar á Garðaholti.

“Hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og i tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. “Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,” segir jarðaskrá Johnsens frá 1847. “Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,” segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.
“Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,” segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

Í manntali frá 1801 er Litla Langeyri talin milli Skerseyrar og Stóru-Langeryrar og vor þar þá tvö heimili með 4 og 2 mönnum. Í sóknarlýsingu frá 1842 er Litla-Langeyri talin meðal býla á svæðinu milli Fiskakletts og Skerseyrar. “L[itla]-Langeyratún: Tún býlis er þarna stóð. Síðar Brúsastaðir. L[itlu]-Langeyrartúngarður: Garður af grjóti kringum býlið. L[itlu]-Langeyrarbrunnur: Brunnur í laut sunnan við Bæinn. Aðeins á Fjöru. ” Brúsastaðatún: 1890 var grafið í gömlu bæjarústirnar og kom upp brot af leirbrúsa. Þar af kom nafnið.” segir í örnefnlýsingu Álftaneshrepps. 1901 voru 5 heimilismenn á Brúsastöðum en fyrir aldamótin hafði þurrabúðin verið í eyði um skeið. Tvö hús standa bæjarstæðinu og er mikið af grjóthlöðnum görðum umhverfis, flestir nýlegir en hugsanlegt er að sumir séu leifar af túngörðum frá 19. öld.

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

1703 segir um Skerseyri “Hjáleiga í Garðastaðarlandi hjer um XX ára gömul og hefur þetta býli samkvæmt því fyrst byggst eftir 1680 ” “2 heimili með 6 og 2 mönnum voru á Skerseyri 1801 en 1816 var þar aðeins eitt heimili með 4 mönnum. Skerseyri er talin meðal býla í sóknarlýsingu frá 1842” SSGK, 206. Samkvæmt manntali 1845 voru enn 4 til heimilis á Skerseyri. Samkvæmt manntali 1901 bjuggu 5 heimilismenn þar. Haustið 1902 var Skerseyri í eyði en byggðist þó aftur skömmu síðar.
“Skerseyrartún: Næsta býli við L[itlu]-Langeyri. Þar var kýrgras eitt sinn og býlið hjáleiga frá Görðum. Skerseyrartúngarður. Hann lá um túnið. En við sjó horfinn í Mölina.” segir í örnefnalýsingu. Hús með torfþaki stendur rétt við ströndina byggt inn í hól. Upphlaðin leið liggur meðfram suð-vestur hlið. Húsið er tvískipt og eru á því tveir inngangar sem snúa í suð-austur. Framhlið er úr við, norð-austur og norð-vestur hlið eru klappir og suð-vestur hliðin er hlaðin úr grjóti. Þetta er ekki bæjarhús en er trúlega tengd búskap. Ekki að sjá neitt á svæðinu sem gæti verið bústaður.

Völvuleiði

Á Völvuleiði 1999.

“Þegar kemur vestur fyrir Stifnishóla, er Skerseyrarmöl, og í henni er Skerseyrarvör.” “Skerseyrarvör. Hún var þarna í fjörunni á sinni tíð. Niðurlögð [1964].” Þar sem vörin hefur verið er hlaðin og steypt varða.

Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Suðvestan til í Garðaholti, norðvestur af Völvuleiði, fannst við Fornleifaskráningu 1984 kofi og sunnan hans kálgarður.”
Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Kofinn er ferhyrndur og utanmál hans 7,25×5 m. Hann er hlaðinn úr grjóti, norðausturhliðin grafin inn í hæðina og grasþak á honum. E.t.v. Hefur þetta verið kartöflugeymsla.”

“Hún lá vestan Balaklettanna,” segir í örnefnalýsingu Hafnarfjarðar. “Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl Vestan við hann var lending frá Bala,” segir í örnefnalýsingu Garðahverfis. Ekki er greinanleg manngerð, rudd vör vestan Balakletta, svo lendingin hefur verið náttúruleg. Balavör hefur verið um 50 m VNV af Balaklettsvörðu.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

“Segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar. Varðan er á klett við sjávarmál, um 50 m suður af unglegum hjalli sem stendur líklega nærri fyrrum bæjarstæði Bala.
Varðan er á hraunkletti í sjó fram, skammt norðaustur af er hraunið gróið grasi. Varðan er um 1,3 m á hæð og um 1 m í þvermál. Hún er hlaðin úr hraungrýti og steypt er á milli umfara. Varðan er brotin að ofan og hefur því verið hærri áður fyrr.

Garðar

Garðar og nágrenni – örnefni. ÓSÁ.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá gamla grafreitinn í Görðum rétt suðvestan við kirkjuna og bæjarhúsin. Skv. Örnefnalýsingu 1958 er Garðakirkjugarður neðan bæjarins, upp af þurrabúðinni Hól: “Þarna er svæði slétt upp að kirkjurúst, en á það vantar nöfn.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 lá hann “neðan kirkjunnar og bæjarhúsanna” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: ,,Gamli kirkjugarðurinn er sunnan kirkjunnar og íbúðarhússins. Hann hefur nú verið stækkaður til vesturs.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er kirkjugarðurinn beint niður og vestur af núverandi bæjarhúsum “girtur grjóthlöðnum garði”.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þegar Matthías Þórðarson rannsakaði legsteina í Garðakirkjugarði árið 1903 komst hann að því að þar eru sex frá 17. öld og einn frá byrjun 18. aldar, auk þess sem nýlega hafði fundist brot af 17. aldar steini: “Allir þessir legsteinar eru höggnir úr venjulegu hraungrýti (dolerit) og sömu tegundar og annað grjót í Garðholti. Þrír af þeim […] lágu fyrir dyrum kirkjunnar, sem áður var í kirkjugarðinum, og því nokkuð máðir, en þó er letrið enn vel skýrt á þeim öllum.” […] Árið 1918 voru “um 40 minnisvarðar” í Garðakirkjugarði.”” Ekki er þess getið í skráningu RT og RKT hvað gamli garðurinn sé stór, hvort hann hafi verið sléttaður eða hvort þar sjáist merki eldri kirkju.

“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgði á leið til og frá Hafnarfirði.” Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn horfinn.

Garðaholt

Garðaholt – götur og býli.

“Gardhus, hjáleiga fyrirsvarslaus samtýniss við hinar hverfinu.” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá byggingu vestan við Garðatraðir og Garðahlið rétt innan túngarðsins, líklega svo nefnd Garðhús. Í Örnefnalýsingu 1958 er talað um hól vestur af Görðum ofan götu […] en skv. Örnefnaskrá 1964 var þetta “hjáleiga og þurrabúð” upp við eða ,,vestan Garðahliðs” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Efst í Garðatúni, fast vestan við heimreiðina, eru gamlar tóftir af þurrabúðinni Garðhúsum.” […] Fornleifaskráning fór fram 1984 og eru minjarnar neðan vegar rétt áður en kemur að “heimkeyrslu að Garðakirkju […]” beint niður af spennistöð sem þarna er.” “Þjóðvegurinn er beint upp af, tún niður af, að kirkjunni.” Nokkru vestar kemur fram hluti af landamerkjagarði Garðalands og stefnir á Háteig.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Tóftin er ferhyrnd, mjög greinileg og virðist niðurgrafin. Hún skiptist í tvennt, innanlengdin 7 m að skilveggjum og 11,7 m frá honum, innanbreiddin um 3 m og veggirnir 1,5 m á breidd. Tóftin er full af grjóti, hefur nokkurn veginn sömu stefnu og vegurinn og vísar sú langhlið sem fjær honum er í suðvestur að Garðatúni. Fram af henni er eins konar bakki, e.t.v. Útlínur kálgarðsins sem þá er um 14 m breiður frá húsinu. Þetta kemur saman við Túnakortið sem sýnir aflangt torfhús með stefnuna norðvestur-suðaustur og áfastan kálgarð suðvestan megin.”

Bali

Bali – fjárhús.

Rúst af fjárhúsi er við gatnamót Garðavegar og afleggjarans sem áður lá að býlinu Bala. Umhverfis tóftina er grasigróið hraun.
Tóftin er hlaðin úr hraungrýti og er steypt á milli umfara, sem eru um 7. Veggjahæð er rúmlega 1,5 m og þykkt er milli 0,5 og 1 m. Hún er um 9 x 7 m að stærð og snýr NA-SV. Rústin er ferhyrnd og í henni eru tvö hólf, en vesturvegg vantar og hefur hugsanlega verið þil þar fyrir. Gólf eru steypt. Að líkindum er um rúst fjárhúss að ræða, en í örnefnaskrá segir að fjárhús Bala standi “upp við veginn til Hafnarfjarðar.”

“Skv. Örnefnaskrá 1964 tók Gálgahraunsstígur syðri við þar sem Dysjabrú sleppti. Hann lá austur frá Mónefi upp á Flatahraun við Hvítaflöt nokkru norðar, framhjá Oddsnefi og Bakkastekksnefi í hraunjaðrinum og um Gatnamót yfir í Engidal…Meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum eða fram til 1908 þurftu þeir að fara þessa leið en í miklum leysingum fóru þeir frekar Kirkjustíg síðasta spölinn,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Garðalind

Garðalind.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðalind er á Túnakortinu 1918 merkt inn beint suðvestur af Garðakirkjugarði þar sem túnið mætir mýrlendinu fyrir neðan, þ.e. Garðamýri […] Skv. Örnefnalýsingu 1958 er “við mýrarjaðarinn […] stór steinn, og hjá honum er uppspretta, sem heitir Garðalind.” […] Í Örnefnaskrá 1964 er hún einnig nefnd Garðabrunnur: “Svo var aðalvatnsból hverfisins kallað. Lind með rennandi vatni góðu. Þar var brunnur grafinn undir stórum steini og hlaðin upp með tröppum niður að vatninu […] Þangað sótti allt hverfið vatn til fjóss og bæjar.” Steinninn er kallaður Grettistak: “Mátti þar sjá fingraför Grettis er hann tók bjargið og færði í vegg brunnsins, lindarinnar.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Garðalind er niður undir Garðatjörn, beint niður af bænum í Görðum. Stór klettur er yfir lindinni. Er hann nefndur Grettistak. Tvær, þrjár tröppur eru ofan að vatninu í lindinni. Í garðalind var sótt vatn frá mörgum bæjum í Garðahverfi og jafnvel öllum í miklum þurrkum. Aldrei þraut Garðalind, og þótti í henni bæði heilnæmt og gott vatn., Smálækur rennur frá lindinni.” Samkvæmt Fornleifaskráningu 1984 er lindin beint niður af íbúðarhúsinu í Görðum, í vesturátt til sjávar, með grasbala ofan við upp að gamla kirkjugarðinum og blauta mýri framan við.”

Garðabúð

Garðabúð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kletturinn liggur yfir lindinni eins og lok eða þak en nafnið Grettistak mun frekar ungt. Í Fornleifaskýrslu sinni um Garða árið 1820 lýsir séra Markús Magnússon þessu allnákvæmlega: ,,Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestsetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestsetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. Kletturinn er að þvermáli 13 álnir en 3 3/4 álnir að hæð, í laginu ein og píramídi, snýr frá austri til suðvesturs, liggur á jarðfastri klöpp, en til suðurs eru á báðar hliðar settir þungir óhræranlegir steinar sem afmarka sjálfan brunninn sem kletturinn liggur yfir og skýlir að ofan fyrir snjó og frostum svo að hann fennir aldrei í kaf eða frýs. Þar sem klettur þessi er svo stór að ekki virðist unnt að hræra hann af þessum stað hefur honum líklega annað hvort verið velt ofan á steinana sem hann hvílir á nú, eða verið lyft upp að framan til þess að koma þeim undir hann.” […] Árið 1984 kemur vatnið enn undan þessu stóra bjargi sem skrásetjari kallar ,,framhlið vatnsbólsins en bárujárnsþak, þakið torfi hefur verið reist aftan við það […] Byggt hefur verið utan um vatnsbólið – hlaðið múrsteinum – ferhyrnt lítið (dælu)hús sem gengið er inn í um dyr að sunnan”, um 1,8x2m að stærð og 1,2 m á hæð. Vatnsrásin sem einnig sést á Túnakortinu liggur líkt og áður í átt til sjávar en út í skurð og meðfram henni á um 4rra m kafla næst steininum eru hlaðnir veggir. Dæluhús og seinni tíma hleðslur hafa síðan hrunið utan af lindinni sem varðveist hefur óskemmd með klettinum yfir.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru suðaustan Sjávargötu, milli samnefndrar leiðar og Garðalindar og ofan mýrlendis, er á Túnakortinu 1918 tvískiptur Kálgarður. Öðrum heimildum ber saman um að þarna sé hið gamla stæði Hóls, hjáleigu og þurrabúðar frá Görðum eða eins og segir í Örnefnalýsingu 1958: ,,Við mýrarjaðarinn er […] uppspretta, sem heitir Garðalind. Aðeins utar er Hóll.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóð hann ,,neðar en Sjávargata í Garðatúni […] niður undir Garðamýri […]” […] og í Örnefnalýsingu 1976-77 er sagt svona frá: ,,Hér áður voru tveir bæir niður við Garðatjörn, vestast og neðst í Garðatúni. Hét sá eystri Hóll, og voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […]”

Garðaholt

Garðaholt.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir: “Heimræði er árið um kríng og lending góð, og var hjer útræði hið besta meðan fiskur var á Hafnarfirði. Gánga hjer skip staðarhaldarans árið um kring eftir hentugleikum. Engin inntökuskip hafa hjer nýúngu gengið en mega þó vera, því að varir eru nógar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var lending í Garðavör við Garðasjó, fjöruna sunnan Miðengisvarar. “Vörin var nokkuð mikil um sig, enda mikil útgerð oftast frá Görðum. Var ætíð talað um að róa eða lenda í Garðasjó, og sandhryggurinn eða sjávarkampurinn allt austur undir Bakka nefndur svo.” Enn fremur er nefndur Garðagrandi en ..svo var sjávarkampurinn stundum kallaður mest allur” eða “frá Miðengi suður að Bakka” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-77 er Grandi við sjóinn framan við Garðamýri […] en tveir bæir niður við hana ,,vestast og neðst í Garðatúni. […] Vestari bærinn hét Sjávargata.
Garðavör er neðan hennar, vestast á Granda.”

Garðar

Garðar – Móakot.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er bærinn í Háteigi beint norðvestan Garða, alveg upp við Garðatúngarð. Hann skiptist í fimm hús og er byggður úr steini. Girt er kringum tún hans en nokkru austar í því er hús sem gæti verið Ráðagerði. Bygginarefnið er skv. Fasteignabókum áfram hið sama 1932 […] en auk þess er nefnt timbur árin 1942-4 og húsið þá járnvarið […] Í Örnefnalýsingu 1958 segir að Ráðagerði sé neðar en Gata og “Háteigur í líkri hæð, svo Miðengi neðan undan Háteigi.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er Háteigur býli eða “hjáleiga frá Görðum litlu vestar en Ráðagerði” og Háteigstún ,,nú sameinað Ráðagerðistúni.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Býlið Háteigur er vestan Garða. Tún Háteigs liggur vestan Garðatúns, alveg niður að sjó. Íbúðarhúsið stendur efst í túninu, rétt fyrir neðan garðinn (þ.e. garðinn” […] þ.e. túngarðinn.”

Garðahverfi

Garðaviti.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lukt.” […] Örnefnaskrá 1964 bætir við: “Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu “uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi”, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: ,,Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli […] Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 […] Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f.1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan “selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar”.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru norðvestan við kirkjuna sýnir Túnakortið 1918 garð. Hlaðnir veggur liggja kringum hann upp að girðingu sem skilur milli Garða annars vegar, Háteigs og Ráðagerðis hins vegar. Þetta hlýtur að vera niðursokkni grjóthlaðni garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984 og vísar eins og á Túnakortinu í norðvestur frá Garðakirkjugarði, “út að girðingu við Ráðagerði”. Hann beygir síðan í horn til vesturs.”

Móslóði

Móslóði.

“Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar.” segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist
Fógetagötu í miðju hrauninu.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Við Lambhústjörn [í Garðahrauni] eru Gálgaklettar, og dregur nokkur hluti hraunsins nafn af þeim. … Skammt austur frá Hraundröngunum, með tjörninni, eru Gálgaklettar, klofinn hraunstandur, og er skammt á milli klettanna. Á milli þeirra var lagt tré og óbótamenn hengdir þar. Þessir klettar eru einnig nefndir Gálgi og hraunið þar í kring Gálgahraun.” Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Við fornleifaskráningu 1984 segir að þetta sé í úfnum norðvesturhluta Gálgahrauns, um 650 m í norðnorðvestur frá fjárborginni og um 10 m yfir sjávarmáli: “Klofinn hraunklettur – 2 m bil þar sem mest er – á milli gjábarma.” […] Gálgaklettar eru þó fjarri þingstað sveitarinnar í Kópavogi og heimildir eru ekki þekktar frá fyrri öldum um aftökur á þessum stað.”

Garðastekkur

Garðastekkur.

“Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta,á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.” segir í örnefnalýsingu. Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft.
Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar.
Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19x6m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5x5m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10x4m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.

Eskines

Eskines – sjóbúðir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í endurminningum sínum frá 1968 segir Ólafur Þorvaldsson: “Hrauntanga þann, sem gengur fram í sjó, milli Arnarnesvogs og Lambhúsatjarnarinnar, hef ég frá æskuárum heyrt nefndan “Eskineseyrar” og munu eldri nágrannar þessa staðar enn kannast við það nafn, þótt enginn viti nú, af hverju dregið er.” Síðan segir hann frá kofarúst í hraunjaðrinum upp af Eskineseyrum: “Sögu þessa tóttarbrots hef ég frá fólki, sem mundi byggingu hennar og tildrög. Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra Þórarins Böðvarssonar að Görðum, sennilega nálægt 1870 að honum kom til hugar, hvort ekki mundi kleift að rækta æðarvarp á Eskineseyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnugur æðarvarpi frá Ísafjarðardjúpi, áður en hann fluttist að Görðum, og hvort tveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef aðstaða væri sæmileg og natni og kunnátta viðhöfð.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Þar eð Garðkirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skammt undan var mikið varpland, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun séra Þórarinn hafa talið ómaksvert að reyna, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enn sést móta fyrir og flutti þangað karl og konu, sem búa skyldu í haginn fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokkur hænsn, þar eð talið var, að hænsn lokkuðu fuglinn að með vappi sínu úti við, ásamt söng hanans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefur víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upp á Eskineseyrum.” […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: ,,Skammt fyrir innan Gálga byrja Vatnagarðar, en svo heitir hraunið með Lambhúsatjörn. […] Nokkru fyrir ausatn þá eru Eskineseyrar svokallaðar. Í hraunjaðrinum fyrir ofan Eskineseyrar byggði séra Þórarinn í Görðum kofa, er hann hugðist koma sér þar upp æðarvarpi. Rústir kofans sjást enn. Eskineseyrar ganga til austurs út í Arnarnesvog. […] Á Eskineseyrum er fjörumór.” […]. Skv. Fornleifakönnun 1999 er kofinn í gjá ofan við Eskines […] Séra Þórarinn (f. 1825) var prestur í Görðum á tímabilinu 1868-95.” Eskinesbyrgi er ekki nánar lýst í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Vestur frá Húsafelli er gamalt fróðlegt eldfjall, sem heitir Búrfell. Vestur úr því gengur Búrfellsgjá. Í gjánni er hellir, sem heitri Búrfellshellir, ágætur fjárhellir,” segir í örnefnaskrá. Búrfellshellir er sunnarlega í Búrfellsgjá nærri eldfjallinu. Hellirinn er við vesturbakka gjárinnar og um 1,1 km sunnar í henni en Gjárrétt. Hellirinn er í fremur grónu hrauni.
Munni Búrfellshellis er 5-6 m breiður og um 3 m hár og snýr til suðurs. Hleðsla er fyrir munnanum og dyr á henni miðri. Hleðslan er mest 2 m há, 1 m breið og úr stóru til miðlungs hraungrýti. Dyrnar á hleðslunni eru um 1 m breiðar. Lofthæð hellisins minnkar þegar innar dregur og endar innst í um 1,2 m hæð. Hellirinn er um 9 m djúpur og víðast um 6 m breiður, en norðaustur úr honum liggur lítill afhellir, um 5 m djúpur og mest 2 m breiður. Sauðaskán er á hellisgólfinu.

Gjárrétt

Gjárétt.

“Við norðurenda Búrfellsgjár er gömul rétt, sem heitir Gjárrétt,” segir í örnefnaskrá. Gjárrétt er merkt með skilti og er við göngustíg einna nyrst í Búrfellsgjá, um 320 m SSA af trébrú yfir Hrafnagjá við göngustíg.
Gjárrétt er á grónum hraunbotni Búrfellsgjáar, en Búrfellsgjá er á þessum slóðum breið og tiltölulega grunn.
Gjárrétt var hlaðin 1840 og var fjárskilarétt Álftaneshrepps til 1922, en eftir það var réttað í henni að einhverju marki allt til 1940. Réttin er þurrhlaðin úr miðlungs og stórum hraunhellum og eru í henni fremur fallegar hleðslur. Nokkuð eru hleðslurnar gengar til, en eru allt að 1,6 m þar sem þær eru hæstar og 8 umför. Þykkt veggja er 0,5 – 1 m. Hraunhleðslurnar eru grónar skófum og mosa. Réttin er nokkuð ferköntuð í laginu, u.þ.b. 35×25 m að stærð N-S og í henni eru 13 dilkar. Til suðausturs frá réttinni liggur nokkuð sigið garðlag, um 15-20 m langt, hæst 1 m (en víðast nokkuð lægra) og 0,5 – 1m breitt. Garðlagið liggur frá réttinni að öðru aðhaldi, við vesturbarm Búrfellsgjáar. Aðhaldið nýtir náttúrulega hraunveggi að norðan, vestan og sunnan, en austurveggurinn er hlaðinn úr hraungrýti og þar er inngangur. Austurveggurinn er um 25-30 m langur og liggur frá norðri til suðurs, og er inngangurinn skammt norðan við miðjan vegginn.
Hleðslan er hæst við innganginn, um 2,3 m, en annars er meðal hæð um 1 m og þykkt um 0,5 m. Veggurinn er fallega hlaðinn, en ráða má af skorti á skófum og mosa að þar sem hann er hæstur við innganginn, að hleðslan þar sé líklega nokkuð nýrri en annarsstaðar. Að innanmáli er aðhaldið allt að 20×20 m og innst (eða vestast) í því er hlaðið byrgi við náttúrulegan hraunvegginn. Vestast í aðhaldinu slútir hraunbrúnin fram til austurs og myndar grunnan helli, sem byrgið hefur verið hlaðið við. Hleðslur mynda norður-, austur- og suðurveggi byrgisins, en loft og vesturveggur eru náttúrulegir. Þar sem hleðslan er hæst og minnst tilgengin, nær hún enn upp í hið náttúrulega þak byrgisins, alls um 3 m og er 18 umför. Annars er hleðslan að nokkru leyti gengin til.
Á suðurvegg byrgisins og undir skyggni hraunbakkans eru dyr, um 1,5 m háar. Aðrar dyr, um 1 m háar, eru á austurvegg byrgisins, en austurveggurinn er afar breiður svo allt að 3 m löng göng liggja frá eystri dyrunum inn í byrgið. Sauðaskán er á gólfi byrgisins. Alls er rústasvæðið, réttin, garðlagið og aðhaldið, rúmlega 50 x 50 m að stærð

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

“Sunnan réttarinnar heita Garðaflatir. Þar mun hafa verið sel. Ef til vill eru Norðurhellarnir hér nálægt, enda eru hér miklar rústir uppi í brekkunni,” segir í örnefnaskrá. Selrústin er á Garðaflötum austanverðum, í lágri brekku, um 660 m SA af Gjárrétt.
Kenningin í örnefnaskránni um að Norðurhellar kunni að vera nærri Garðaflötum er hinsvegar röng, því þeir eru mun norðar, eða norðan við Selgjá sem er aftur norður af Búrfellsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ selið hefur verið, en það er um 9,4 km frá bæ á Görðum.
Garðaflatir eru grasigrónar og þýfðar, en norður og vestur af þeim er mosavaxið hraun og melur suður og austur af. Einföld, nokkuð stór tóft er greinileg og um 5 m norðaustur af henni eru mögulega frekari rústir. Tóftin er um 10 löng og 5 m breið og snýr NV-SA. Hún hefur að líkindum verið hlaðin úr torfi og grjóti, en einungis glittir þó í grjót sitthvoru megin við innganginn að norðvestan. Tóftin er sigin, mest um 0,5 m á hæð en víðast nokkuð lægri og eru veggirnir útflattir og ríflega 2 m breiðir. Tóftin er algróin sinu og lyngi. Um 5-10 m norðaustur af tóftinni er möguleg rúst annars mannvirkis, en þó er það afar óljóst. Helst er sem greina megi vegg sem snýr eins og tóftin og svipað langur henni, en afar siginn og alveg yfirgróinn og ekki sést í grjót.

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Vatnsgjáin er sprunga í hrauninu í botni Búrfellsgjár, um 50 m NNA af Gjárétt 048 og er merkt með skilti.
Vatnsgjáin er vatnsból réttarinnar. Brunnurinn er náttúrulegt vatnsból í sprungu í Búrfellsgjá og er nauðsynlegt að fikra sig um 6 m niður þrönga sprunguna eftir einstigi til að nálgast vatnið. Þrep hafa verið hlaðin til að auðvelda ferðina niður í brunninn.

“Skiemma, útihús heima við staðinn í Görðum. Hefur um fáeina tíma ljeð verið manni einum til íbúðar, so sem hjáleiga og fylgdi því þá grasnyt sú, er nú er með hjáleigunni, er Garðabúð heitir, og var hún óbyggð á meðan Skemma bygðist so sem getið er áður við Garðabúð.” Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skemma var skv. Jarðabók árið 1703 “útihús heima við staðinn í Görðum” sem um tíma var leigt “manni einum til ábúðar”. Skemmu fylgdi sama grasnyt og seinna hjáleigunni Garðabúð sem kom í stað hennar.”

Garðar

Garðar – Höll.

“Óskarbud. Tómthús. Stendur í Garðastaðar landi og er uppbygð af Jakob Bang … Og bygð einnri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng. Síðan hafa sjer eignarráð yfir búðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fiskiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, en þó í auðn,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Jarðabók byggði Jakob Bang, síðar sýslumaður í Árnessýslu, verbúð eða tómthús í landi Garða, í valllendi nálægt Dysjamýri […] Hún var uppistandandi árið 1703 en óbyggð og ekki er greint nánar frá staðsetningu. Ekki er heldur minnst á tómthúsið í síðari heimildum.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að fornleifin sjáist ekki á yfirborði.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Búðin var kend við Ósk, leigjanda Bang, sem “hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í bæjarstæði Hóls sýnir Túnakortið 1918 tvo samfasta kálgarða með hlöðnum veggjum og götuslóða á milli frá suðaustri til norðvesturs en skv. Örnefnalýsingu 1976-77 umgirtu þeir Hólsbæinn: “[…] voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […].
Þetta virðist mega lesa úr lýsingu við Fornleifaskráningu 1984: “Þarna er allhár, greinilegur hóll með miklu grjóti í. Enga lögun tófta sér í honum.” Hóllinn er um 16 m á lengd og 11,5 á breidd með stefnu norður-suður. Bakki liggur um 14 m suður úr honum, líklega hluti byggðaleifanna.”

Brúsastaðir

Brúsastaðir – uppsátur.

Tóft er við sjávarmál um 50 m suður af Brúsastöðum. Hún er byggð utan í klappir alveg við sjóinn. Hlaðið úr grjóti og að hluta styrkt með sementi.

Gata liggur til austurs, yfir hraunið. Að hluta byggð upp úr hraungrýti.

Þrír steyptir grunnar, trúlega braggar, eru sitthvoru megin við Herjólfsgötu, sunnan við þar sem hún mætir Garðavegi og Herjólfsbraut. Á hæð, um 500 m frá sjó. Hver grunnur um sig er um 14 x 35m, með steyptum veggjum 0,5-2m á hæð. Snúa allir norður-suður og hafa innganga á báðum endum. Búið er að setja upp körfuboltakörfur á mið grunninn.

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll), austan Langeyrarmala.

“Þegar komið er yfir Gönguklif, taka við Langeyrarmalir, og þar vestar er Rauðsnefstangi. Þar var eitt sinn hvalstöð, en lagðist niður vegna þess, að þar kom fyrir slys.” segir í örnefnalýsingu. Rauðsnefstangi er mjög óslétt hraungrýtt svæði. Þar eru tvær litlar tjarnir, um 20 m frá sjó. A m k 7 litlar (3x5m) grjóthlaðnar tóftir eru á þessum stað, og grjóthlaðnir garðar á milli. Ein tóft stendur enn með þaki og timburstoðum.

“Hammershússlóð: Hún lá sunnan við Rauðsnef undir húsi sem Hvalfangarinn norski Hammer reisti þarna um 1860. Hér átti að verða Hvalstöð, en hætt var við það.” Þetta hús hefur verið á sama svæði og eða heldur sunnar. Enginn húsgrunnur er þó þar.

“Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.” segir í örnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hrauið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðusrs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn. Mæðgadysin fremst.

Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið. algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn.

Garðar

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð og er girt kringum tún býlisins. Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Skv Örnefnaskrá 1964 var Krókur “hjáleiga og stundum þurrabúð frá Garðastað, suður með Garðatúngarði […] Krókstún: tún býlisins, ekki ýkjastórt, en þó nytsamt” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Fyrir ofan Nýjabæjartún er túnið í Króki, og stendur húsið efst í því, rétt við veginn. Fjós og hlaða eru rétt austan þess. Samkomuhús er rétt ofan vegar, sunnan við Garðholtsveg (þ.e. veginn yfir Garðaholtið).””

Krókur

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Árið 1918 samanstóð Króksbær af sex torfhúsum og snéru framgaflar með standþili suðvestur að Króksbrunngötu og garði. Við gerð Fasteignabókar 1932 var torfbærinn enn uppistandandi […] en skv. Fornleifaskráningu 1984 var nýtt íbúðarhús byggt þremur árum síðar […], timburhúsið með járnvörðum veggjum sem tilgreint er í Fasteignabók 1942-4 […]. Þessi bær stendur enn með þremur bárujárnsklæddum burstum og var sú sem er í miðjunni raunar byggð upp úr gamla torfbænum árið 1923. Austurburstin er frá 1934 en þá hafa torfveggirnir sennilega verið teknir niður og vesturburstin er frá 1945. Bærinn stendur nánast óbreyttur frá 1950 og er sérstakt að hann hefur haldið svipmóti torfbæjar, einnig hvað herbergjaskipan varðar. Fjósið og hlaðan á bak við eru frá 1920-30. Nú hefur bærinn verið endurgerður og er til sýnis fyrir almenning. Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar.”

Garðahverfi

Álftanesgata/Fógetastígur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Fornleifaskýrslu um Garða 1820 segir Markús Magnússon: “Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestssetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestssetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. […] Hinn kletturinn hér – í miðju túni prestsetursins, er 13 álnir að umfangi og 1 3/4 alin að hæð og liggur flatur. Hann hvílir á undirlagi úr litlum steinum og sýnir það augljóslega að klettinum hefur verið lyft og steinarnir lagðir undir hann. Það er merkilegt við þennan klett sem liggur um 160 faðma frá sjónum, að hann er sorfinn á annarri hliðinni, alveg eins og þeir klettar sem liggja í sjávarmálinu eru sorfnir af sjávarganginum. Af því mætti ætla að sjórinn hafi fyrrum gengið svo hátt sem kletturinn stendur nú, fremur en að svo stór klettur hafi verið fluttur svo langan veg frá ströndinni, en reynslan er þó gagnstæð þessari ætlan, því að sjá má að sjórinn brýtur stöðugt landið hér í nágrenninu.” […] Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir svo séra Árni Helgason: “Hvorki blótsteina né Grettistök þekki ég hér, en einstakur steinn, mikill um sig, stendur fyrir vestan Garða, er sumir segja sé brimbarinn þeim megin, er veit frá sjó (hann er frá sjó meir en 100 faðma og 5-6 eða meir yfir sjávarborðið).” […] Við Fornleifaskráningu 1984 er getið um “tvö björg” vestur frá Görðum, um 18 m suðaustan Garðalindar, austan við Garðamýri og er tóft byggð utan í þeim, vestan megin. Þetta gæti verið kletturinn sem séra Markús nefnir.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er skólahús beint vestur af Króki, nokkru utan Garðatúngarðs. Húsið er úr timbri og hefur stefnuna norðvestur-suðaustur. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Þarna er nú samkomuhús [Garðaholt].”

Garður

Garður – Garðavegur liggur að Garðatröðum.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá traðir sem byrja vestan bæjarhúsanna í Görðum, milli þeirra og kirkjunnar og liggja beint norðaustur að hliði í Garðatúngarði.
Mun það vera Garðahlið eða Garðastaðarhlið sem skv. Örnefnaskrá 1964 var Aaðalhlið á Garðatúngarði beint upp frá staðnum” en frá því lágu Garðatraðir “heim á hlað milli staðarhúsa og kirkjunnar”.” Ástandi traðanna er ekki lýst í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt austan Háteigsbæjarins sýnir Túnakortið 1918 tvö hringlaga mannvirki sem gætu verið brunnar. Einhver punktalína liggur frá bænum framhjá þeim að Garðatúngarði en greinileg gata er þar ekki. Í Örnefnaskrá 1964 er þó minnst á Háteigshlið í garðinum […]” Ekkert er sagt til um ástand minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Garðahverfi

Háteigur 1915.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er garður suðvestan megin framan bæjarhúsa í Háteigi, líklega sami og lýst var við Fornleifaskráningu 1984 “suðvestur af húsinu” og var enn notaður. Garðurinn er grjóthlaðinn, nær upp í 1,2 m hæð og er um 17 x 48 m að stærð, með stefnuna norðvestur-suðaustur […]”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er tvíhólfa útihús úr torfi, upp við landamerkjagarð suðvestan Háteigs, miðja vegu milli hans og Miðengis. Gata er ekki sýnd milli bæjanna en e.t.v. Eru þetta samt gripahús sem skv. Örnefnalýsingu 1976-77 “eru aðeins vestar og neðar en íbúðarhúsið [í Háteigi], við veginn niður að Miðengi.”” Ekki er frekari lýsing á ástandi minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: “Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt.” […] Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44.”

Garðar

Garðar – túngarður, og Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 segir: “Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar. Var það mikið mannvirki.” […] Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru ,,vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […]” Talað var um Austurgarð austur frá Garðahliði en Vesturgarð vestur frá því. […] Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður. Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta. […] Ætla má að allir íbúar garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra garða og segir þar að Löggarður átti að vera “fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnir og faðma”.”

Garðar

Garðar 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Mýrarhús hét skv. Jarðabók “hjáleiga í óskiftu Garðastaðalandi” sem var komin í eyði árið 1701 en hafði verið byggð í 60 ár eða lengur. 35 álna landskuld hafði goldist í fiski í kaupstað og eitt kúgildi í fiski eða smjöri til Garða. Grasnautnin fóðraði kúgildið en hana brúkaði síðan staðarhaldarinn. […] Hjáleigunnar er ekki getið í síðari heimildum og hefur e.t.v. ekki byggst aftur. Af nafninu að dæma hefur hún verið staðsett nálægt mýri, trúlega Garðamýri […] en þar nokkru sunnar en Sjávargata og Hóll er greinilegur tóftarhóll.”

“Svo voru göturnar meðfram hrauninu úr Engidal í Vikið,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Moldargöturnar lágu vestan við Troðningana við Hraunsholtslæk og upp með Gálgahrauni að norðaustan, þvert suður frá vesturenda Troðninga,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, göturnar eru jafnframt sýndar á korti á bls. 6 í sömu bók. Moldargötur voru áður fyrr austur af Garðahrauni og Gálgahrauni og vestur af því svæði sem Ásahverfið nú byggir. Á þessari landræmu sem snýr nokkurn veginn N-S frá Engidal norður í Hraunsvik, er nú gatan Hraunsholtsbraut og vestan við hana, meðfram hraunjaðrinum er malarborinn göngustígur. Engin merki Moldargatna sjást á vettvangi.

Garðahverfi

Katrínarkot yngra.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Manntali 1845 er Tómthús talið meðal býla í Garðahverfi en þar bjuggu Jón Jónsson “grashúsmaður, vitstola í 10 ár”, kona hans Katrín Eyjólfsdóttir og fjögur börn þeirra, Eyjúlfur, Erlendur, Jón og Ingveldur. Auk þeirra voru Ingunn Helgadóttir sem lifði “af handavinnu sinni” og sonur hennar Ólafur Einarsson […] Tómthús þetta er ekki nefnt í öðrum heimildum og hefur e.t.v. einungis verið í byggð í tíð þessara tveggja fjölskyldna. Nöfn húsfreyjunnar og elsta sonarins minna þó á fyrstu ábúendurna í Katrínarkoti sem hétu Katrín og Eyjólfu og gætu þar verið tengsl. Þar eð Katrínarkot á að hafa byggst á sama tíma og Tómthús birtist í Manntalinu vaknar sá grunur að um sama býli sé að ræða. Eðlilega hefur þá með tímanum verið farið að kenna það við húsfreyjuna sem hlýtur að hafa staðið ein fyrir öllum heimilisrekstri og búskap fyrst maður hennar var veikur. Það að Tómthús er í Manntalinu talið upp næst á eftir Hausastöðum en næst á undan Hausastaðakoti gæti bent til að það hafi verið staðsett í nágrenni þeirra eða á sömu slóðum og Katrínarkot. Á móti mælir hins vegar að Katrín og Eyjólfur í Katrínarkoti eru talin hafa verið hjón en ekki mæðgin eins og fólkið í Tómthúsi og því eru býlin skráð í sitt hvoru lagi. ” Ekki er greint frá aðstæðum á svæðinu né mögulegu ástandi Tómthúss í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Höll “hjáleiga og þurrabúð” frá Görðum og stóð bærinn “utan Garðs, ofan Garðahliðs” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóft hans sé svo til beint upp af Garðakirkju, “rétt eftir að kemur að vegamótum heim að henni, að norðan”. Allt í kring er grýtt holtið. Mundi Tryggvi Gunnarsson í Grjóta eftir því þegar búið var í þurrabúðinni. Þarna er garður og við norðausturhorn hans lítil aflöng tóft, grjóthlaðin og niðursokkin. Hún er um 6 m á lengd og 2,1 m á breidd, þykkt veggja um 0,5 m. Stefnan er suður-norður og virðist inngangurinn vera á suðurgafli […]
Höll er hvorki nefnd í jarðabókum né manntölum.”

Garðahverfi

Hallargerði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er Hallargerði sagt liggja kringum Höll: “Svo hét gerði umhlaðið miklum grjótgarði norðan vegar […] garður af grjóti kringum bæinn” […]
Gerði sem teiknað var upp við Fornleifaskráningu 1984 er þó vestan við hústóftina.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: ,,ferhyrndur garður eða þurr grjóthleðsla, um 40,8 m á breidd og 18,2 m á lengd, veggir 1,8 m á breidd. Um 19 m frá austurendanum mótar fyrir yfirgróinni hleðslu, um 1,2 m á breidd, sem liggur þvert inn í garðinn.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 var aðalloftvarnarbyrgi Breta á stríðsárunum hæst á hæðinni, þ.e. í Garðaholtsenda, og mjög grýtt allt í kring. “Nú stendur hús á staðnum og sér engin merki umsvifa Bretanna”.”

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 eru tvö samtengd skotbyrgi ofan Garðakirkju, í austurbrún Garðaholts, beint út frá útsýnisskífu, grýtt holtið allt í kring.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þetta eru ferhyrnd steinsteypt byrgi 2 x 3 m að stærð. Á 18 m bili milli þeirra hlykkjast grjóthlaðin skotgröf eins og göng, um 1 m á breidd og 0,80-1 m á dýpt. Hún liggur suður út frá vestra byrginu, beygir til austurs, bugðast upp að og austur fyrir eystra byrgið og sveigir svo suður meðfram brún lítils klettabeltis. Útsýni er úr byrgjunum til norðurs, aðallega út á Álftanes.”

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Mæðgnadys: “Dys eða þúfa norðan í holtinu skammt frá Garðagötu norðan Torfavörðu. Þar varð úti griðkona frá Görðum með barn sitt ungt […] mæðgur […].” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvernig ástand dysjarinnar er í dag.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata “frá Garðahliði norður hjá Prestahól í Stekkinn” […], þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, “klapparhóll litlu norðar en Presthóll, rétt við Garðagötu” […] Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra eftir um 250 m.”

Hvíldarklettar

Hvíldarklettar.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Hvíldarklettar “grágrýtisklappir upp frá Álamýri. Austan Hausastaða.” […].  Þeir eru ekki langt frá Garðavegi og hafa e.t.v. verið áningarstaður”

Garðar

Garðar – fjárborg við Garðastekk í Garðahrauni.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Minnispunktum úr skoðunnarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: ,,Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur […]. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir. Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.” Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera “á hrauntá í jaðri Gálgahrauns” um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaðavegi.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rústin er mjög skýr, “hringlaga eða réttur hringur að utanmáli”,
um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið.”

Gálgahraun

Gálgahraun – naust.

Í skráningarskýrslu frá 1999 segir OV: “Við norðvesturhorn Gálgahrauns, þar sem það rennur út í Lambhúsatjörn er dálítil vík og í henni hleðsla sem gæti verið eftir naust.”

“Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef ,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 náði Dysjamýri frá Garðatúngarði austur að hrauni, frá Dysjamöl og Balatjörn upp að holti” þ.e. Garðaholti, en norðan við Bala er Mónef, ,,hraunsnef lítið, sem svo heitir.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts […] á hraunjaðrinum með henni […] norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekin upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann [Magnússon] man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefni” […] Skv. Jarðabók 1703 áttu flestar jarðir í Garðahverfi mótak í landi staðarins en þar segir: “Móskurður til eldiviðar hefur nægur verið, en fer í þurð og gjörist erfiður.” […] Aðalmótekjusvæðið var þó í Hraunholtsmýri við Arnarnesvog.”

Garðar

Bali – gerði.

Gerði er skammt suðvestur af enda afleggjarans sem áður lá að Bala frá Garðavegi. Gerðið er nærri sjó, 30-40 m suður af Balatjörn og 70-80 m VNV af hjalli sem stendur við Balakletta og er að líkindum nærri gömlu bæjarstæði Bala. Inni í gerðinu og í kring er algróið þykkri sinu og nokkuð þýft.
Gerðið er hlaðið úr hraungrýti, sem er gróið mosa og skófum. Það er um 35 x 25 m N-S að stærð og ferhyrnt, en þrengist til suðurs og er innan við 10 m á breidd syðst. Hleðslurnar eru um 1 m á þykkt og 0,5 m háar. Gerði þetta er án efa mun yngra en rétt 034 sem er hátt í 200 m norðaustar.

Garðar

Ráðagerði.

Ráðagerði var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða “Rádagierde, hjáliega í óskiftu staðarins landi. Jarðardýrleiki er óviss.” JÁM III, 185.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1020 m2.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá hús úr steini eða torfi ofarlega í túninu rétt suðaustan Háteigs og Götu, norðvestan Garða. Húsið hefur stefnuna norðvestur-suðaustur og kálgarðar eru til hliðar við það en líklega er þetta bæjarstæði Ráðagerðis sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1958 […] og síðan í Örnefnaskrá 1964: “Fyrrum býli, hjáleiga frá Görðum, stendur ofar en Gata […]” litlu austar en Háteigur sem það liggur nú undir. […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Ráðagerði var í Háteigstúni nærri túngarði milli Garða og Háteigs, neðanhallt við húsið í Háteigi. Það er farið í eyði fyrir lifandi löngu.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta í grösugum aflíðandi halla á milli Háteigs og Garðakirkju. Um 19,15 m frá garðhleðslu sem þarna er sést óljós steinaröð, líklega frambrún bæjarins.

Garðahverfi

Nýibær.

Nýibær 1565: skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Nyiabæ Gudmunde fyrer iij vætter fiska. vallarslátt. Röa a skipenu heim um kring ár. med jördunna kugillde.” Garðakirkjueign. “Nýebær, kallaður hálfbýli, því þarer ekki fyrirsvar (eða hreppamanna hýsing) nema að hálfu. Stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða eins og hin í hverfinu, er hjáleigur kallast.” JÁM III, 184.
1918: “Tún 1,9 teigar”.

Garður

Nýibær – túnakort 1919.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti má sjá stæði Nýjabæjar með þyrpingu húsa og garða norðarlega í Nýjabæjartúni. Bærinn er úr torfi og hólfast í þrennt með stefnu suðvestur-norðaustur. Í Örnefnaskrá 1964 segir að hann sé “neðar í túni en Krókur” […] og Örnefnalýsing 1976-7
bætir við: “Nýibær er upp af Pálshúsum og liggja túnin saman. Hlaða og fjós eru rétt austur af gamla húsinu. Nú hefur nýtt hús verið byggt í Nýjabæ í túnjaðrinum austur við veginn. Nýbýlið Grund, sem byggt var nálægt 1950, er ofan og austan við túngarðinn. Því fylgir ekki grasnyt, aðeins lítil lóð.” […] Skv. Fasteignabókum var komið timburhús í Nýjabæ árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 ef ekki fyrr […] Núverandi íbúðarhús hefur vafalaust raskað eldri byggingarleifum. Erfitt er að meta hvort einhverjar leifar bæjarhúsanna geti enn leynst undir sverðinum.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir við Garðaveg..

 

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 er m.a. getið um Pálshús í Garðaholti:

Pálshús

Pálshús.

1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Pálshus byggd Heriolfe fyrer iij. vætter fiska. og vera fyrer skipe stadarens heima. og Röa á þvi epter þvi sem sá skicka vill sem Ráda á stadnum. er þar med j kugillde.” DI XIV, 438. Garðakirkjueign. “Palshus, hjáleiga fyrirsvarslaus, stendur í óskiptu Garðastaðar landi og samtýniss við staðinn og hinar hjáleigurnar í hverfinu.” JÁM III, 183.
1918: ,,Pálstún 1,5 teiga og 870 m2 kálgarða.”

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti árið 1918 má sjá bæjarstæði Pálshúsa austan megin í túninu. Bærinn er byggður úr torfi og hólfast í fimm hluta með stefnu nokkurn veginn suðurnorður. Skv. Fasteignabókun er komið timburhús árið 1932 […], járnvarið 1942-4 eða fyrr […]. Í
Örnefnaskrá 1964 segir: “Pálshús: Hjáleiga frá Garðastað neðan til við Nýjabæ, þar á bala.” […]  Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 eru Pálshús ,,skammt noðan Dysja, en lengra frá sjónum.” Ekki er nánari lýsing á Pálshúsum eða ástandi fornleifa þar í fornleifaskráningu RT og RKT.

Bakki

Pálshús – Garðafjara.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir um réttindi ábúanda í Pálshúsum: “Uppsátur hefur staðarhaldarinn unt hönum hjer til þar sem heita Pálshúsvarir. Enn inntökuskip má hann eigi taka” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var Pálshúsavör í smá viki austan Bakkabæjar, eða “austan til við lítið nef í Bakkafjöru”.” Ekki er nánari lýsing á vörinni í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 er Pálshúsabrunnur “rétt fyrir ofan bæinn. Allgott vatnsból” […] Hann sést ekki á túnakorti.”

Heimildir:
-Fornleifaskráning fyrir Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Urriðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – bæir.