Grindavík

Engar áreiðanlegar vísbendingar liggja fyrir um bæjarstæði Moldar-Gnúps, þess landnámsmanns er nam land, skv. Landnámu, í Grindavík. Ef vel er að gáð má þó sjá nokkrar vísbendingar þess efnis, einkum er varða afkomendur hans er byggðu þar sem nú er Grindavík. Bent verður á þær hér – þangað til eitthvað annað bitastæðara kemur í ljós.

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

[G]núpshlíð, [G]núpshlíðarendi og [G]núpshlíðarháls heitir fjallendi norðan Húshólma og Óbrennishólma í Ögmundarhrauni, þar sem nefnt er “Gamla-Krýsuvík. Ekki er með öllu fyrir það skotið að Molda-Gnúpur hafi búið við ströndina í Krýsuvík. Hraunið er síðar umlukti bæjarstæðið rann um 1151, eða u.þ.b. hundrað árum eftir að hann kom til “Grindavíkur” að sögn Landnámu. Hafa ber í huga að Krýsuvík er í landi Grindavíkur.

Hópsnes

Hópsnes – kort.

Við nákvæmari leitir að bæjarstæði Molar-Gnúps færumst alltaf nær og nær. Ljóst er að maðurinn átti a.m.k. þrjá sonu á lífi; frumvarpið Gnúp, (Hafur) Björn og Þórð (Leggjanda). Þorsteinn er einnig nefndur til sögunnar. Hver og einn þeirra valdi sér bæjarstæði nálægt föður sínum. Vitað er að fjögur býli voru þá og þegar á fjórum stöðum í og við Grindavík; á Húsatóttum, á Járngerðarstöðum, á Hópi og á Þórkötlustöðum. Flestir hallast að því að Hafur-Björn hafi búið á Hofi (Hópi) enda álitlegt höfuðbýli frá fornu fari. Haugur og bæjarhóll, sem þar voru lengi fram eftir öldum, voru því miður ruddir þegar núverandi hús voru byggð.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir 2020.

Járngerðarstaðir voru með beitaraðstöðu á Baðsvöllum, miðbærinn (Hóp) var með selstöðu við Svartsengi og austurbærinn (Þórkötlustaðir) í Fagradal. Húsatóttir (Staður) voru með beitaraðstöðu inn við Þórðarfell. Síðar sameinuðust Grindavíkurbæirnir, vegna óhóflegs beitarálags, um selstöður á Selsvöllum. Tóftir gömlu sameiginlegu selstöður bæjanna eru á austanverðum Völlunum. Selstöðurnar lögðust þarna af um tíma, líklega vegna óvæntra náttúrlegra aðstæðna, en voru síðan teknar upp að nýju í byrjun 19. aldar. Selstöður lögðust síðan af á Grindavíkurbæjunum sem og annars staðar í fyrrum landnámi Ingólfs undir lok aldarinnar.

Ef (G)Núpshlíðarhálsinn heitir eftir Gnúpi er líklegt að hann hafi búið í Húshólma, fyrrum Krýsuvík.
Af landfræðilegum líkum má draga þá ályktun að Hafur-Björn hafi búið á Hópi (Hofi).

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins, þ.á.m. hofstóft.

Goðhús var á Hópi (Hofi). Þar er enn (2012) til gamall platti uppi á vegg í stofu með niðjatali Hafur-Björns.
Við forkönnun á framangreindum stöðum kemur og einn annars staður til greina. Hann hefur enn ekki áður verið skoðaður líklegur sem slíkur.

-ÓSÁ tók saman.

Grindavík

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.