Í “Svæðisskráningu Hafnarfjarðar 1998” er m.a. fjallað um “Flókaklöpp” og “Minorstein” á Hvaleyri.
Rúnaklappir
“Heiman frá bæ og niður að sjó lá sjávargatan, sem einnig nefndist Kotgata. Í norður frá bænum var vestasta hjáleigan, Vesturkot, og kringum það Vesturkotstún. Rúnaklappir voru grágrýtisklappir vestan kotsins.” Sjá meðfylgjandi grein Sveinbjörns Rafnssonar.
“Bandrúnir og flúr var þarna. Sérstaklega var einn steinn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumir, að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafnspjaldið sitt…”
Áður en lengra er rakið, er rétt að minnast á svonefnda “rúnasteina”, á Hvaleyrarhöfða. “Steinarnir” eru í raun jökulsorfnar grágrýtisklappir, sem hafa staðið eftir á tanganum eftir að jökullinn hörfaði fyrir u.þ.b. 11 þúsund árum.
Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhugsunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi). Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anno 1691?) og 17? (=1700).
Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar).
Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=Anno 1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyndur reitur með áratli innan í. Jónas Hallgrímsson skál athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. … Síra Árni Helgason getur um “rúnasteinana” á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilegar til orða tekið, sem engin nöfn eru þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafir.”
Minorsteinn
“Annar steinn var þarna rétt hjá með stöfum og tölum. Þar var ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi, norskur, og því er steinnin nefndur Minorsteinn” segir í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar.
Jónas skrifar: ” Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda “rúnasteina” á Hvaleyrarhöfða. Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhusgunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi), Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þremur stöum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem annað hvort á að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, °1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anni 1691?) og 17C (=1700).
Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyrndu reitur með ártali innan í. Jónas Hallgrímsson skáld athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. …Síra Árni Helgason getur um “rúnasteinana” á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilega til orða tekið, sem engin nöfn er þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafirnir.”
Sjá meira HÉR.
Heimildir:
-Svæðisskráning Hafnarfjarðar 1998.
-Ö-Hvaleyri B, 2; SS.
-Saga Hafnarfjarðar, 27-28.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.