Færslur

Reykjanesbraut

Í “Fornleifaskráningu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi”, Reykjavík 2020, er m.a. fjallað um minjar á jörðunum Lónakoti, Óttarsstöðum, Straumi, Þorbjarnarstöðum, Péturskoti, Stóra-Lambhaga og Litla-Lambhaga, auk Hvaleyrar. Hér verður vikið að nokkrum atriðum skráningarinnar.

Lónakot

Lónakot

Lónakot – túnakort 1917.

1703: Jarðardýrleiki er óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 159.
1847: 10 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Í eyði frá því um 1930. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðinni Lónakoti.
1917: Tún telst 0,9 teigar, slétt, garðar 500 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin í eigin landi, og eru hagar þar góðir, en þegar þurkur gengur, verður þar stórt mein að vatnsskorti. Skógur hefur til forna verið, og er það nú meira rifhrís, það brúkar jörðin til kolgjörðar og eldiviðar, og jafnvel til að fóðra nautpeníng um vetur.

Lónakot

Lónakot – uppdráttur ÓSÁ.

Torfrista og stúnga í lakasta máta, valla nýtandi. Lýngrif er nokkurt og brúkast til eldiviðar mestan part og stundum til að bjarga á sauðpeníngi i heyskorti. Fjörugrasatekja nægileg heimilissmönnum. Rekavon lítil.
Sölvafjara hjálpleg fyrir heimamenn. Hrognkelsafjara gagnleg fyrir heimamenn. Skelfiskfjara naumleg og erfiðisssöm til beitu. Heimræði má ekki kalla að hjer sje, því lendíng er engin nema við voveiflega sjáfarkletta, og þarf ábúandinn á næsta bæ, Ottastöðum, skipsuppsátur ár og dag, og hefur haft það frí í fimmtíi ár fyrir tvö tveggja manna för, hvenær sem ábúandinn á Lónakoti hefur viljað sumar og vetur. Inntökuskip hefur hann engin fyrir utan þessa báta og hafa ei heldur verið. Engjar eru öngvar. Utihagar bregðast mjög skjaldan á vetur.“ JÁM III, 160.

Óttarstaðir

Óttarsstaðir

Óttarstaðakot – túnakort 1919.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 160.
1847: 20 5/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þó að hvorki prestir né sýslumaður nefni hjáleiguna, er hún samt talin með, meðfram vegna ábúenda tölu sýslumanns, á öllum Óttarstöpum, enda var hún í byggð 1803.“
Hjáleiga 1703: Ónefnd.

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

1917: Tún 4,7 teigar, garðar 2460 m2. Túnið hólótt og grýtt en þó mikið slétt og sléttað.
1703: „Skóg til kolgjörðar og eldiviðar sækir ábúandi í almenníng betalíngslaust, hver sá eyddur er, sem skamt sýnist að bíða. Er þar ekkert á eður í jörðunni til eldíngar fyrir utan fjöruþáng, sem þar er enn nú nægilegt, og verður þá ábúandinn kol út að kaupa. Lýngrif kann þar nokkuð að brúkast, tíðkast ei nema til eldkveikju. Rekavon af trjám er hjer mjög litil, þó festifjara. Fisk brotinn af sér rekur á stundum, so heldur er gagn að. Sölvafjara nægir heimilissfólki, en er örðug að ná. Hrognkelsatekja í lónum þá út fjarar er hjer oft að góðu liði.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Fjörugrös eru þar nægileg fyrir heimamenn. Bjöllur í fjörunni eru þar nógar, en brúkast ekki nema i stærstu viðlögum. Heimræði er þar árið um kríng. Lending í meðallagi. Þar gánga skip ábúanda og nú engin fleiri. Til forna hafa þar irmtökuskip gengið fyrir undirgil’t, kynni og enn nú eins að vera, ef fiskgengdin yxi.
Hjer gengur eitt kóngsskip, tveggja manna far, undirgiftarlaust; ljær ábúandi skipshöfninni húsrúm í bænum betalíngslaust af umboðsmanns hendi. (Soðningarkaup gefa Þeir sjálfir). Þetta kóngsskip hefur i mörg fyrirfarandi ár stundum hjer verið, stundum ekki, eftir því sem umboðsmanninum litist hefur.

Straumur/Óttarrsstaðir

Straumur/Óttarsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Engjar á jörðunni öngvar. Selstöðu á jörðin í almenníngi, eru þar hagar góðir, en vatnslaust í þerrasumrum. Aðra selstöðu á jörðin í Lónakotslandi, so sem á mót þeim skipsuppsátrum, er Lónakotsmenn kafa við Óttarstaði. Peníngur og stórgripir ferst hjer oft i gjám, ef ei er vandlega aðgætt, helst á vetur þá snjóar yfir liggja. Kirkjuvegur er hjer í lengra lagi.
Torfstúnga er so gott sem engin til heyja, þaks og húsa.“ JÁM III, 161.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114.

Straumur

Straumur

Straumur – túnakort 1919.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 163.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
1491, 10.05: Rætt um deilur Hansakaupmanna og Englendinga. Hansakaupmenn ráku m.a. þá ensku úr höfninni í Straumi. DI XVI, 449.; Sjá einnig sama bindi, 553.

Óttarsstaðir

Straumur og Óttarsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

1501, 11.10: Jörðin Straumur út í Hraunum er í Besstaðakirkjusókn. DI VII, 586.
Eyðibýli 1703: Lambhúsgerði.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt, garðar 560 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Straumssel, þar eru hagar slæmir, en oft mein að vatnsskorti þá þurkar gánga. Skóg til kolgjörðar og eldiviðartaks brúkar jörðin í almenníngum, líka er stundum hrís gefið nautpeníngi. Torfrista og stúnga í skárra lagi. Lýngrif getur jörðin ogso haft í almenníngum. Rekavon nær engin. Hrognkelsafjara nokkur. Skelfiskfjara hjálpleg til beitu.
Heimræði er árið um kring og lendíng góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hjer engin, en hafa þó áður verið og ábúandinn þegið undirgift af. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 164.
Hafnarfjörður keypti hluta úr landi jarðarinnar árið 1947 og áskildi sér forkaupsrétt á öðrum hlutum hennar árið 1966. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 108, 115.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – túnakort 1919.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 164.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1395 er minnst á eyðijörðina Þorbjarnarstaði í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs og telja útgefendur DI það var þessa jörð. DI III, 598.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.

Hjáleiga 1703: Lambhagi.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt og hólótt, garðar 500 m2.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

1703: „Skóg hefur jörðin átt, en nú má það valla kalla nema rifhrís, það hefu r hún so bjarglega mikið, að það er bæði brúkað til kolgjörðar og eldiviðar, og so til að fæða peníng á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annara, og eru þetta þau skógarpláts, sem almenníngar eru kölluð.
Torfrista og stúnga í lakasta máta og ekki bjargleg. Fjörugrasatekja nægileg fyrir heimilissmenn. Berjalestur hefur til forna verið til gagns af einirberjum, nú eru þau mestanpart eyðilögð. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur má vera en brúkast ekki. Hrognkelsafjara nokkur og stundum að gagni. Skelfiskfjara naumlega til beitu. Heimræði er árið um kríng og lendíng góð, en leib til að setja skip mjög ill og erfið; þó gánga skip ábúenda eftir hentugleikum árið um kríng. Item hafa hjer bátar frá Bessastaðamönnum gengið til forna, og verið kallaðir kóngsskip, þó ekki stærri en tveggja manna far, og fleiri en eitt í senn um vertið. Hafa bændur hýst þá, er bátnum róið hafa og ekkert fyrir þegið nema soðníngarkaup af hásetum. En þetta hefur ekki verið i næstu þrjú ár.
lnntökuskip hafa hjer aldrei gengið önnur en þessi i næstu fimtíi ár. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 166.

Péturskot

Péturskot

Péturskot – túnakort 1919.

„Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það,“ segir í örnefnaskrá. Bærinn er merkur fyrir rétt norðan við miðju túns á túnakort frá 1919. Þrjú hús voru á bæjarstæðinu samkvæmt túnakortinu og snéru stafnar bæjarins til VNV. Kjallari var líklega í húsinu. Lítið er eftir að gamla bænum á yfirborði þar sem mikið rask hefur orðið á svæðinu (á bænum og norðurhluta túnsins) vegna lagningar Reykjanesbrautar.

Péturskot

Péturskot – leifar kotsins.

Enn sjást þó rústir þar sem gamli bærinn stóð en enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur. Péturskot er rétt sunnan við Reykjanesbraut. Túnið er komið í órækt og er smáþýft. Gróður er nokkur innan túnsins en utan þess er einkum grýtt hraunlendi þar sem gróður er nokkur, mest mosi.
Tún Péturskots er 75×75 m að stærð.
Péturskot kemur fyrst fram í manntali 1880 og kemur fram í manntölum til 1910 en er ekki getið í manntali 1920. Enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur þar sem gamli bærinn stóð en þar sést þó mikið hleðslugrjót úr hraungrýti á svæði sem er 8×6 m að stærð.

Péturskot

Péturskot – útihús.

Rétt austan við bæjarstæðið var útihús merkt inn á túnakort frá 1919. Á þessum stað er grjóthlaðin L-laga hleðsla. Lagning Reykjanesbrautar árið 1965 umturnaði heimatúni Péturskots og er norðurhluti þess kominn undir veginn.
Enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur en þar sem gamli bærinn stóð er mikið hraungrýti á svæði sem er 8×6 m að stærð (VNV-ASA).

Péturskot

Péturskot.

Á þessu svæði er óljós tóft og í henni má greina tvö hólf. Það er Tóftir Péturskots, horft til norðurs. Veggir eru grjóthlaðnir. Í hleðslunni má greina 1-3 umför af stæðilegu hraungrýti í bland við smágrýti, en víða eru hleðslur mjög aflagaðar. Veggir eru 0,3-0,6 m á hæð, og standa hæst til norðvesturs. Ekki er hægt að greina skýrt innra lag hólfsins þar sem veggir hafa hrunið inn í hólfið. Tóftin var betur varðveitt þegar Þjóðminjasafn Íslands skráði Péturskot um 1990.

Péturskot

Pétursspor.

Á túnakort frá 1919 er merkt útihús um 10 m austan við Péturskotsbæ. Þar sem útihúsið var má greina L-laga hleðslu. Hún er um 3,5 m á kant en 0,7 m há. Í hleðslunni eru 7 umför af stæðilegu hraungrýti. Hleðslan er í litlu innskoti í mosagrónum kletti sem er í austurhluta túnsins. Þéttur mosi er á efsta umfari hleðslunnar.

Péturskot

Péturshróf.

Pétursspor var stígur milli kotsins og Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn,“ segir í örnefnaskrá. Nyrsti hluti leiðarinnar frá Péturskoti og fram í Straumshólmana var kallaður Péturspor. Hlaðnar brýr eru á leiðinni í Straumstjörn, um 170 m ASA við Straumsbæ og rúmum 70 m norðan við Reykjanesbraut.

Péturskot

Péturskot árið 2000.

Brýr liggja yfir fremur grunna tjörn og í grasivaxna hóla. Víða sést þó í bert grjót á hólmunum. Á þessum hluta eru þrjár brýr sem tilheyra Pétursspori. Samtals ná þær yfir svæði sem er 60×40 m að stærð.
Péturshróf var naust neðan Péturskots. „Milli lands þessara jarða [Þorbjarnarstaða, og Stóra-Lambhaga, og jarðarinnar Straums ræður merkjum bein lína frá sjó úr grjótbyrgi í Hólmanum. Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn.

Péturskot

Péturskot – könnunarskurðir er gefa áttu til kynna aldur kotsins.

Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörina sér enn djúpar skorir eftir bátskilina,” segir örnefnaskrá. Péturshróf er um 380 m NNV við bæ og rúmum 50 m norðan við Reykjanesbraut. Péturshróf er í Straumsvík, rétt sunnan við mosagróinn klettadranga.
Péturshróf er einföld tóft, 7,5×3,5 m að stærð og snýr hún norður-suður. Veggir eru grjóthlaðnir og nokkuð hlykkjóttir. Í hleðslum sjást mest 2-4 umför af stæðilegu hraungrýti í bland við smágrýti. Veggir eru 0,3-0,6 m á hæð, veglegastir að sunnan. Byrgið er breiðast til austurs en mjókkar aðeins eftir því sem vestar er farið. Byrgið er opið til austurs, að sjó.

Stóri-Lambhagi

Stóri-Lambhagi

Stóri-Lambhagi – túnakort 1919.

1703: Jarðardýrleiki óviss, hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 166.
1847: 4 1/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114
1919: Rún 0,6 teigar, slétt að mestu af náttúrunnar hendi, garðar 550 m2.
1703: „Selstöðu brúkar jörðin ásamt Þorbjarnarstöðum þar sem heitir Gjásel, eru þar hagar góðir en vatn slæmt. Hríssrif hefur jörðin í Þorbjarnastaðarlandi þar sem heita almenníngar, er það haft til kolgjörðar og eldiviðar og til að fæða peníng í heyskorti.

Lambhagi

Lambhagi fyrir 1960.

Torfrista og stúnga er næsta því engin, og þarf ábúandinn til að fá með miklu erfiði. Fjörugrasatekja er til en brúkast ekki. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur. Hrognkelsafjara gagnvænleg þegar vel árar. Skelfiskfjara valla til beitu. Heimræði er árið um kring, og lendíng í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinti hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir þegið nema soðningarkaup af þeim; næstliðið ár var það ekki.

Lambhagi

Tóftir Stóra-Lambhaga.

Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan. Túnin fordjarfast árlega af sjáfaryfirgángi meir og meir.
Engjar eru öngvar. Útigángur um vetur bágur fyrir fjarlægð haganna, en fjaran er mest til beitar köfð.“ JÁM III, 167–168.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Litla Lambhaga og Stóra-Lambhaga, og var tekið eignarnám í landi Lambhaga vegna hafnargerðar í Straumsvík. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116.

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – túnakort 1919.

„Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess,” segir í örnefnaskrá. Í fasteignamati frá 1917 segir: „Litli-Lambhagi: Hjáleiga frá Þorbjarnarst. […] Ekki virt til dýrleika […]. Hús á jörðinni fylgir eru: „Baðstofa 9×5 ál framdyr, Bæjardyr og eldhús, fjós fyrir 10 kú […]. Hús ábúenda eru: Heyhús, grjótveggir, járnþak. Geymsluhús, 3 fjárhús fyrir 120 fjár.“ Fjögur hús eru merkt innantúns á býlinu á túnakort frá 1919. Samkvæmt því var bærinn rétt norðan við mitt heimatúnið. Stafnar bæjarins sneru til suðvesturs.

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – eldhús.

Nokkuð rask hefur verið í og við gamla bæinn. Búið er að leggja veg að álverinu í Straumsvík yfir austurhluta þess. Samkvæmt heimasíðu Hraunavina var einnig reistur sumarbústaður fast norðan við bæjarhólinn fyrir miðja 20. öld (af bræðrunum Marinó og Kristni Guðmundssonum). Á heimasíðunni kemur einnig fram að þegar þeir reistu sumarbústaðinn hafi staðið grjóthlaðið eldhús á gamla bæjarstæðinu, sem hefur verið hluti gamla bæjarins. Lítil ummerki um bæjarhól sjást á Litla-Lambhaga og engin ummerki bæjarhúsa. Þau hafa líklega horfið vegna sumarbústaðarframkvæmda og/eða í vegframkvæmdir við álverið í Straumsvík.

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – bæjarhóllinn.

Gamli bærinn stóð rétt vestan við veg sem liggur að álverinu í Straumsvík. Hóllinn er umhverfis tún sem komið er í órækt. Túnið er smáhæðótt og mosi nokkur í sverði. Víða standa klettanibbur upp úr grasinu. Bæjarhólnum var mikið raskað þegar sumarbústaðurinn var byggður og ekki er útilokað að eitthvað grjót úr gamla bænum hafi verið endurnýtt í þá byggingu en frekari heimildir
skortir til þess að staðfesta það. Líklega leynist einhver mannvist undir sverði á þessum slóðum þrátt fyrir mikið rask.

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – Steinbogi.

Steinbogi var garður upp í Aukatún; „Upp í Aukatúni lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi,“ segir í örnefnaskrá.
Steinbogi eða hlaðin brú liggur yfir litla tjörn í Aukatúni, um 110 m sunnan við Litla-Lambhaga. Hleðslan liggur yfir tjörn eða deiglendi í grónu hrauni.
Hleðslan er um 5 m löng en 2 m breið. Hún snýr NNA-SSV. Hleðslan rís 0,4 m hærra en umhverfið og er grjóthlaðin en mikið gróin. Ekki sést í umför í hleðslunni þótt víða standi stæðilegt grjót upp úr gróðrinum.

Hvaleyri

Hvaleyri

Hvaleyri – herforingjaráðskort 1903.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 168.
1847: 20 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þó jb. 1803 ein nefni 4 bygðar hjáleigur (Bindindi, Lönd, Lásastaði, og Ásgautstaði) og vorði þær allar til dýrleika, er þeim samt sleppt, bæði af presti og sýslumanni (sem nú líklega graslausum).“

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu það Hvaleyri. Í Landnámu segir að Ásbjörn Özzurarson, bróðursonur Ingólfs, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns og allt Álftanes og bjó hann á Skúlastöðum [sjá Garða]. ÍF I, 39, 394.
1284: Jarðarinnar getið í rekaskrá Viðeyjarklausturs (sjá jarðaítök hér neðar). DI II, 246.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni. Hvaleyrarbæinn frá 1772 í bakgrunni.

Um 1300 er getið um Hvaleyri í sögn af Teiti bónda þar í jarteinasögu Þorláks helga. Biskupa sögur I, 386.
1343 er minnst á Hvaleyri í Gottskálksannál. Isandske Annaler, 352.
1395: Þá á Viðeyjaklaustur Hvaleyri og var leiga 4 hndr. DI III, 597.
1395: Jarðarinnar getið í skrá Viðeyjarklausturs m kvikfé og leigumála. DI III, 597.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772 – Joseph Banks.

1448 [eða síðar]: „Vitnisburður Hafliða Gizurarsonar um landeign og landamerki Hvaleyrar við Hafnarfjörð […] kirkian aa hvaleyri ætti Þorlakstade og hravnvelle. hamranes ok grisanes ok allt firir svnnann vtann ok ofan ok vp vr hvaleyrar vatnni ok nordvr j kornstapa hravn. ok alltt vp med gotvnni firir svnnan ok vp yfer þormodz hofda nema litinn skog er lavgarnes kirkia aa vid landsydri j hvaleyrar hofda.” DI IV, 751–752..

Hvaleyri

Hvaleyri.

1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Hjáleiga 1703: Hvaleyrarkot. Enn fremur höfðu afbýlismenn heima við bæinn grasnyt. Bóndi jarðarinnar sá um að viðhalda þeim húsum sem þeir voru í.
Jarðaítök 1284: Viðeyjarklaustur á hálfan rekavið á jörðinni. Og skóg í hrauni út frá Hvaleyri. DI II, 246–277.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott. Hrissrif nokkurt hefur jörðin í heimalandi og er það að mestu eytt. Item hefur hún hrisrif til eldiviðar í almenningum og svo til kolgjði’ðar. Torfrista og stúnga í lakasta máta nærri ónýt.
HafnarfjörðurLýngrif hefur jörðin nokkurt. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon nokkur. Hrognkelsafjara að nokkru gagnvænleg. Skelfiskfjara nægileg til beitu, liður ágáng af öðrum jörðum. Heimræði er árið um kríng og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauridtz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu. Túnin spillast af sandságángi. Engjar eru öngvar. Vatnsból er ilt og þrýtur bæði vetur og sumar.“ JÁM III, 169.

Stóravarða

Stóravarða 2023.

Stóravarða var landamerki Hvaleyrar og Lambhaga; „Þá liggur línan niður um Þórðarvík um Stóruvörðu, sem stóð á hraunbrúninni rétt þar sem
alfaraleið lá upp á Kapelluhraunið,” segir í örnefnaskrá. Varðan var um 2 m á hæð og mjög stæðileg. Árið 1999 var gerður vegarslóði fast sunnan hennar og við þær framkvæmdir rak ýtumaður sig í vörðuna og hrundi hún við það. Í skráningu fornleifa vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá 2001 segir að frumkvæði þjóðminjavarðar var hluti vörðunnar hins vegar hlaðinn upp aftur. Þær leifar eru langt utan heimatúns Hvaleyrarbæjar, um 2 km suðvestan við bæ og rúmum 40 m sunnan við Reykjanesbraut. Varðan er á grýtti hæð rétt norðan við malarvegslóða. Varðan er sæmilega hlaðin, 1,5 m á hvorn veg og um 1 m á hæð. Hún er grjóthlaðin og úr blöndu af stæðilegu hraungrýti og smágrýti. Efst á vörðunni eru smásteinar.

Alfaraleið

Í fornleifaskráningum hefur Alfaraleiðin  millum Þorbjarnarstaða og Gerðis (rauð) ekki verið skráð (einungis sögð “óljós”).

Niðurstaða fornleifaskráningarinnar í heild var; “Innan svæðisins voru skráðari 56 fornleifar á 43 minjastöðum. Allir staðirnir teljast til fornleifa og njóta verndar sem slíkir en minjagildi þeirra er misjafnt. Í skýrslunni var gerð tilraun til að leggja mat á gildi hvers minjastaðar og voru niðurstöðurnar þær að þrír minjastaðir hefðu mjög mikið gildi, átta mikið gildi, 15 staðir töldust hafa nokkurt minjagildi og 17 lítið. Rétt er að ítreka að algengara er að margar fornleifar/minjaeiningar falli undir þá staði sem flokkaðir voru með mikið eða mjög mikið minjagildi heldur en þá sem töldust hafa lítið minjagildi sem oftast eru stakar fornleifar fremur en þyrpingar.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots.

Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um þrjú minjasvæði vegna mikils gildi sem stakar minjar eða minjaheildir. Þó að mögulegt sé að komast hjá raski á nokkrum fjölda minja innan úttektarsvæðins er ljóst að mörgum minjum verði raskað að hluta eða öllu leyti að óbreyttu. Niðurstaðan er því að áhrif framkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar á svæði frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi muni hafa neikvæð áhrif á fornminjar”.

Ljóst er að fórna þarf nokkrum fornleifum sögunnar millum framangreindra bæja við tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá ofanverðu Lónakoti að ofanverðu Hvaleyri. Samt ert leitt til þess að vita hversu skráningaraðilar hafa haldið illa á málum með því að horfa framhjá augljósum fyrirliggjandi heimildum er kynnu að hafa gert verk þeirra miklu mun markvissara, ekki síst til lengri framtíðar litið.”

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar framangreind skráning er skoðuð er ljóst að skráningaraðilinn hefur hvorutveggja haft takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu og ekki reynt að afla sér augljóslegra fyrirliggjandi gagna er koma gætu að gagni. Þá er leitt til þess að vita að starfsfók Minjastofnunnar skuli ekki hafa dug í sér til að gera viðhlýtandi athugasemdir við augsýnilega endurteknar vanskapaðar fornleifaskráningar, sem til þess berast.

Heimild:
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi, Reykjavík 2020.

Reykjanesbraut

Fyrirhugað vegastæði tvöföldunar Reykjanesbrautar ofan Straums.

 

Flókaklöpp

Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út. Nefnir hann steininn þann Flókaklöpp.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Aðrir hafa bent á að fátt sé því til stuðnings að þarna megi merkja áletranir nefndrar skipshafnar. Bæði sýna dæmin að letur á klöppum endist ekki nema tímabundið. Þannig hafa ekki fundist eldri letursteinar á Reykjanesskaganum en frá því um 1500. Steinninn eyðist smám saman vegna veðrunar (vatn, frost og vindur) og letrið afmáist því óhjákvæmilega. Á steinunum eru hins vegar margar áletranir, sumar eldri en aðrar. Breski herinn var með aðstöðu þarna á stríðsárunum og ljóst er að einhverjir hermannanna hafa bætt við fyrri skrif. Þeir notuðu m.a. einn steinninn sem pall til að að hræra steinsteypu. Ber hann þess enn merki.
Ýmis ártöl má lesa af steinunum og sumir stafirnir líkjast rúnum.

Flókaklöpp

Áletrun á Flókaklöpp.

Hvað sem öllu tali og vangaveltum um að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á steinana, sem alls ekki er með öllu útilokað, er greinilegt letur á þeim og sumt af því eldra en annað.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi minnist ekki á Flókaklöppina í skrifum sínum um Hvaleyri í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903 – Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902. Þar segir hann m.a. með vísan í Landnámu: “Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri”. Síðan segir hann: “Þar hefir Herjólfur leitað lendingar og svo kennt höfnina við nafn hans: Herjólfshöfn. Á Hvaleyri er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 ljósastökum, sem Krýsuvíkurkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen Roode, undirkaupmaður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.”

Flókaklöpp

Flókaklöppin í dag.

 

 

Hafnarfjörður

Í Sjómannadagsblaðinu árið 1992 er m.a. fjallað um “Miklar hamfarir og erfiða fæðingu” þar sem Hafnarfjörður var annars vegar.

Búrfellshraun

Búrfellshraun – kort. Hér má sjá hvernig hraunið mótaði umhverfi Hafnarfjarðar að austanverðu fyrir 5000 árum. Hvaleyrarhöfði er rúmlega helmingi eldri, mótaður af ísaldarjöklinum fyrir u.þ.b. 12000 árum.

“Það var ekki lítið, sem gekk á fyrir máttarvöldunum að búa til Hafnarfjörð. Í sinni eigin sköpun gekk það svo til fyrir hólmanum, sem fékk nafnið Ísland að á einu sínu aldursstigi var yfir honum blágrýtishella, sem síðan lagðist yfir ís, og ísinn bráðnaði og hólminn varð blómum skreyttur, og enn kom ísinn og lagðist yfir blómin, en ísinn átti sér svarinn óvin. Hann var eldurinn, sem braust um undir blágrýtishellunum og ísnum eins og tröll í fjötrum, og tók að sprengja helluna og bræða ísinn og þá tók hraunið að renna og hraunin kólnuðu í gjallhrúgur og hraunið rann í sjó fram og það tóku að myndast skagar útúr hólmanum og víkur inn í hann.
Allt gekk þetta með miklum seinagangi, því að í þennan tíma var ekki til mannskepnan, sem sífellt er að flýta sér og mælir allan tíma í hænufetum, sem hún kallar ár. Hún gefur og öllu sín nöfn, þessi mannskepna. Og þegar gjallhringarnir kólnuðu og urðu blágrýtis- og móbergshrúgur kallaði hún þau fjöll, og eitt fjallið nefndi hún Vífilsfell, en skagann, sem runnið hafði fram úr því fjalli eða þeim fjallaklasa og storknaði í hraunhellu, var gefið nafnið Romshvalanes, og hefur það nafn trúlega tekið til þess skaga alls, sem nú er nefndur Reykjanesskagi.
Vífilfell var heitið eftir fóthvötum náunga, sem bjó á Vífilsstöðum. Sá hafði hlaupið eftir endilangri suðurströnd hólmans í leit að framtíðar búsetursstað fyrir sinn húsbónda. Kannski vilja Hafnfirðingar sem minnst um þennan mann tala. Það var nefnilega hann sem fann Reykjavík. Vífill var svo fótfrár, að þegar hann vildi róa til fiskjar, hljóp hann frá bústað sínum uppá þetta fjall að gá til veðurs áður en hann reri. Hann rann þetta sem hind á sléttum velli, þó á 700 metra bratta væri að sækja og spottinn 10 km. eða svo í loftlínu. Síðan hljóp hann til skips að róa eða heim í rúm til kellu sinnar aftur. Margt barnið hefur orðið til um aldirnar, þegar menn hættu við að róa.
Í fyrrgreindum gauragangi í jarðskorpunni hafði Hafnarfjörður myndast, af Hvaleyrarhöfða á annan veginn, en Álftanesinu á hinn veginn, og varð hin mesta völundarsmíð af firði.

Hvaleyrarlón

Herjólfshöfn 2022.

Menn vita að vísu hvernig nafnið Hvaleyri varð til. Þeirri eyri gaf nafn hinn fyrsti fiskimaður hólmans, svo ákafur til veiðanna, að hann gætti ekki að afla heyja, og festist þessi veiðiáhugi með þeim, sem fylgdu í fótspor þessa náunga. Hann hafði í hrakningum rekizt inn á hinn skjólgóða fjörð og fundið þar hval rekinn á eyri, sem hann gaf þá nafnið Hvaleyri.
En þótt vitað sé gerla, hvernig nafnið Hvaleyri er tilkomið veit enginn hver gaf firðinum nafnið Hafnarfjörður, en fjörðurinn ber nafn sitt með sóma, hann er lífhöfn í öllum veðrum með góðri skipgengri rennu inná öruggt skipalægi.
Hafnarfjörður
Það mun áreiðanlega rétt, sem séra Árni Helgason segir að nafngiftin hefir upphaflega átt við fjörðinn milli Hraunsness og Melshöfða. Það er ólíklegt að víkin eða reyndar bara vogurinn milli Hvaleyrarhöfða og Skerseyrar hefði verið kölluð fjörður, á tíma íslenzku nafngiftarinnar. Það hefur gerzt hið sama með Hafnarfjörð og Ísafjörð. Kaupstaðir tóku nöfn sín af fjörðum, sem þeir stóðu við. Ísafjörður var upphaflega allur fjörðurinn milli Rits og Stiga. Fjarðarnafnið festist á þessum vog, þar sem kaupstaðurinn reis. Sigurður Skúlason segir að „gamlar skoðanir séu lítils virði í þessu efni”. Það er undarleg ályktun. Nafninu bregður fyrir í Hauksbókarhandriti um 1300 í sambandi við nafngift Flóka á Hvaleyri, en síðan ekki fyrr en í annálum á 15du öld.
Heitið „Fjörðurinn” er síðara tíma heiti á Hafnarfirði í máli manna, og einkum bæjarbúa sjálfra og Reykvíkinga, og líklega eru engir landsmenn í vafa um um við hvað sé átt þegar sagt er að maður eigi heima í „Firðinum”, það á enginn fjörður nema Hafnarfjörður.
Hvaleyri
Líkt og það tók tímann að búa til Hafnarfjörð, reyndust seint búnir til Gaflarar, enda umhugsunarefni. Átti yfirleitt að búa til Krata. Það varð að ráði til jafnvægis í náttúrunni. Það er bókstaflega ekkert vitað, hvort í þessum forláta firði var nokkur sála búsett svo öldum skipti.

Hvaleyri

Hvaleyri er, sem fyrr er lýst, nefnd í Landnámu, og því nafni bregður fyrir, segir Sigurður Skúlason í sinni Hafnarfjarðarsögu, þrisvar sinnum á 14du öld, og þá fyrst árið 1343 í sambandi við skipsskaða. „Kristínarsúðin” er sögð hafa brotnað við eyrina. Þar næst í kirkjugerningi 1391 og 1394 er sagt í annál að norskt skip hafi tekið þar land af hafi.
Nú er það ekki að efa að skipaferðir hafa verið um fjörðinn frá fyrstu tíð landnáms og eitthvert fólk þó nafnlaust sé, bollokað með rolluskjátur, lagt net í Hvaleyrartjörn og dorgað í firðinum fyrir fisk, en það er ekki svo mjög undarlegt að við fjörðinn festist engin byggð, sem sögur fari af fyrr en það verður að útlendingar gera garðinn frægan.
Hafnarfjörður
Fjörðurinn var einangraður, umkringdur hraunkarganum illum yfirferðar og engar búsældarlegar sveitir á næstu grösum og því um langan veg og torfæran að sækja kaupstefnur, ef skip hefði komið af hafi með varning, siglingamenn hylltust til að taka hafnir þar sem þeir lágu fyrir fjölmennum sveitum. Þá hefur og verið svo fámennt við fjörðinn að ekki hefur verið leitað þangað í liðsafnaði og hetjur ekki riðið þar um héruð til mannvíga. Það urðu sem sé útlendingar, sem leystu Hafnarfjörð úr álögum einangrunar og færðu staðinn inní landsöguna. Útlendingar hafa alla tíð verið hrifnir af þessarri höfn og komið mikið við sögu staðarins.
Hafnarfjörður
Þegar útlendingum verður leyft að landa hér afla, væri það ekki undrunarefni að þeir sæktu mikið til Hafnarfjarðar. Það er um það löng saga í Sögu Hafnarfjarðar hinni fyrri, þegar Ríkharður hinn enski valdi sér Hafnarfjörð fyrstur manna svo sögur fari af sem verzlunarstað 1412, en einmitt það ár hófust siglingar Breta hingað til kaupskapar og fiskveiða.
„Sumarið 1415 var mikil erlend sigling til Hafnarfjarðar. Þangað sigldi þá knör sá, er Árni Ólafsson Skálholtsbiskup hafði látið gera erlendis og komið síðan á út hingað. En þetta sumar er einnig sagt, að 6 skip frá Englandi hafi legið í Hafnarfirði. Gæti það bent til þess, að staðurinn hafi þá þegar verið orðinn miðstöð enskra siglinga hér við land. Skipverjar á einu þessarra ensku skipa rændu nokkurri skreið bæði á Romshvalanesi og í Vestmannaeyjum og var slíkt ekki eindæma um Englendinga, sem hingað komu á þessum tíma. Með einu þessarra skipa sigldi Vigfús Ívarsson, fyrrverandi hriðstjóri til Englands.” Vigfús sigldi með fullt skip skreiðar en skreiðarverð var þá hátt í Englandi.Hafnarfjörður
En Englendingum reyndist ekki lengi friðsamt í Hafnarfirði. Bæði Hansakaupmenn og Hollendingar tóku að leita eftir bækistöð uppúr 1471. Stríðið um Hafnarfjörð stóð þá mest milli Þjóðverja og Englendinga og fóru Englendingar mjög halloka í þeim viðskiptum, en létu sig þó ekki, þeirri þjóð er ósýnt en að láta sig, og héldu Englendingar áfram að auka sókn sína hingað til lands og voru fjölmennir víða sunnanlands og vestan allt norður í Jökulfirði og suður í Vestmannaeyjar. Og ekki hefur Þjóðverjum tekizt að hrekja þá með öllu úr Firðinum fyrr en kom fram undir 1520. Eftir það sátu Þjóðverjarnir að höfninni og bjuggu vel um sig á Óseyri. Alls sóttu Þjóðverjar á 39 hafnir hér við land og er af því mikil saga hversu valdamiklir þeir voru orðnir á 16. öldinni og jafnvel svo að þeir létu orðið til sín taka störf og samþykktir Alþingis. Allt framferði Þjóðverjanna féll landsmönnum miklu betur en Englendinga og miklu betra skipulag var á verzlunarháttum, og var Hafnarfjörður þeirra aðal bækistöð, og þar fastir kaupmenn, sem reistu hús myndarleg og kirkju.
Hafnarfjörður
Veldi Hamborgara stóð með miklum blóma allt til 1543 að Danakonungur lét gera upptæka alla þýzka fiskibáta 40-50 skip, sem gengu frá Suðurnesjum og aðrar eignir Þjóðverja þar. Veldi Hamborgara fór að hnigna eftir þetta og með Einokun 1602, misstu Þjóðverjar verzlunarleyfi sitt (1603) í Hafnarfirði. En ekki var að fullu slitið sambandi Hamborgara og Hafnafjarðar fyrr en á þriðja tug 17du aldar.”

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 01.06.1992, Miklar hamfarir og erfið fæðing, bls. 59-61.
Hafnarfjörður

Hvaleyri

Árni Óla skrifaði um Hvaleyri í Lesbók Morgunblaðsins árið 1973.

“Að undanteknum írskum nöfnum er Húsavík við Skjálfanda líklega elzta staðarheiti á Íslandi. Staðurinn er kenndur við það, að þar reisti Garðar Svavarsson hús og hafði þar vetursetu. Næstelztu norrænu nöfnin munu svo vera Faxaós (nú Faxaflói), Hafnanfjörður og Hvaleyri. Þau nöfn gátu þeir Hrafna-Flóki og félagar hans.

Hvaleyri

Hvaleyri í dag. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið á svæðinu, í forgrunni. Hvaleyrarbæinn frá 1772 í bakgrunni.

Landnáma segir frá því, að þeir höfðu fyrst vetursetu vestur í Vatnsfirði (ef til vill hafa þeir gefið það nafn líka) og síðan segir: „Þeir Flóki ætluðu brott um sumarið og urðu búnir litlu fyrir vetur. Þeim beit eigi fyrir Reykjanes og sleit frá þeim bátinn og þar á Herjólf. Hann tók þar sem nú heitir Herjólfshöfn.

Hvaleyrarlón

Herjólfshöfn 2022.

Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu þar Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur.” Nafnið Herjólfshöfn er nú gleymt og vita menn ekki hvar það hefir verið. En mundi sú höfn eigi hafa verið í Hafinarfirði og (fjörðurinn hafi fyrst í stað verið nefndur Herjófs-hafnarfjörður, en nafnið síðan stytt í Hafnarfjörð?
Hval

Hvaleyri

Hvaleyri við Hafnarfjörð 2021.

eyrar er síðan lítt getið fram eftir öldum, en þó hefir snemma verið reist þar bú og jörðin um langt skeið hin stærsta og bezta við Hafnarfjörð og hefir verið bændaeign. Í skrá um leigumála jarða Viðeyjarklausturs frá 1313, segir að klaustur „eigi allt land að Eyri” og mun þar átt við Hvaleyri. En ekki verður séð hvernig klaustrið eignaðist hana og þó hefir það sennilega gerzt á þann hátt, að einhver sem gekk í klaustrið hafi lagt hana á borð með sér, eða þá að hún hefir verið gefin því í guðsþakkarskyni. Þetta var þá dýrasta jörðin, sem klaustrið átti, því að afgjaldið var fjögur hundnuð. Þarna var (þá kirkja og er til máldagi hennar frá dögum Steinmóðar ábóta í Viðey. Er henni talið heimaland allt, nema dálítill skógarteigur sunnan í Hvaleyrarhöfða, sem Laugarneskirkja átti, og er þetta til sannindamerkis um, að þá hefir land þarna verið betur gróið en nú er.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón, Hvaleyrargrandi og Háigrandi (Fornubúðir) árið 1902.

Á dögum Steinmóðar Bárðarsonar ábóta (1444-1481) gerðust þarna ýmsir sögulegir viðburðir. Enskir og þýzkir kaupmenn voru þá farnir að keppast um verzlun hér á landi, einkum þar sem beztar voru vertstöðvar. Þá var mikið útræði frá Hvaleyri og náðu Þjóðverjar furðu fljótt bækistöð þar, en sagt er að Englendingar hafi tekið fisk á Fornubúðum, sem voru spölkorn innar í firðinum. Þeir voru þá sem oftar yfirgangssamir og (töldu sér allt leyfilegt.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn (áður Fornubúðir) um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum.

Segir svo frá því í Biskupasögum Jóns Egilssonar: — Engellskir lágu í Hafnarfirði inn hjá Fornubúðum einu skipi. Á því voru þrennir 100, það voru 100 kaupmenn og 100 undirkaupmenn og 100 skipsfólks. En svo bar til að þeir gripu skreið fyrir ábótanum í Viðey og fleiri Nesjamönnum þar. Ábótinn gerði sig þá að heiman með 60 manna til bardaga við þá. En áður en hann reið fram til þeirra, þá spurði hann alla hvort þeir væri samhugaðir sér að fylgja. Þeir játuðu því allir. En sem heim var riðið, sneru aftur 30, en aðrir 30 riðu fram og sló þar í bardaga. Lyktaði svo, að þeir íslensku unnu, en ábótinn missti son sinn, þann er Snjólfur hét, hvern hinir, er aftur hurfu, borguðu þrennum manngjöldum fyrir svik sín.
Ábótinn var og komin á kné í bardaganum, og kom þá einn af hans mönnum að og hjálpaði honum. Þeim sama gaf hann 20 hndr. jörð… Eftir þetta gerðist fullur fjandskapur með enskum og þýzkum kaupmönnum og lauk honum svo, að Þjóðverjar boluðu Bretum algjörlega úr Hafnarfirði og sátu þar lengi síðan, eða framundir einokun.
Hvaleyri
Frá tímum erlendra kaupmanna eru miklar steinaristur á fjórum stórum steinum í Hvaleyrartúni, og þó langflestar á hæsta steininum. Flestar þessair ristur eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Víða eru ártöl og munu þau elztu vera frá 1657. Mikið hefir verið rætt um steina þessa og voru þeir upphaflega kallaðir rúnasteinar. Jónas Hallgrímsson skoðaði þá sumarið 1841. Höfðu sumir sagt honum að þarna væri fornar rúnir, en aðrir töldu að hér væri ekki um annað að ræða en krot eftir útlendinga. En þegar Jónas fór að athuga stærsta steininn, þóttist hann finna, undir þessu kaupmannakroti, ævagamlar rúnir, stórar bandrúnir og vel gerðar upphaflega og alllæsilegar þegar skólfir höfðu verið hreinsaðar úr þeim. Alls taldi hann að þarna væru 26 bandrúmir, og gerði hann uppdrátt af steininum og hvar þessar rúnir væri að finna. Hann sagði um þetta í bréfi til Finns Magnússonar:
Hvaleyri
— Engum blöðum er um það að fletta að rúnir (þessar eru mjög merkilegar. Ég fœ ekki bertur séð, en að þarna séu nöfn Hrafna-Flóka og félaga hans. Ef til vill hefir Herjólfur stytt sér stundir við að rista rúnirnar, meðan hann beið eftir skipinu. — En að öllu gamni slepptu, þá vænti ég að þér lesið úr rúnum þessum. — Sjálfur þóttist Jónas geta lesið þarna þessi nöfn: Sörli, Tóki(?), Flóki, Herjólfur, Þórólfur. Og steininum gaf hann nafn og kallaði Flókastein. Má vera að þar hafi óskhyggja ráðið, því að hann hafi viljað finna þarna minjar um komu þeirra Hrafna-Flóka til Hafnarfjarðar. En seinni athuganir sýna, að þetta er ekki rétt, en steinarnir þó merkilegir og eru þeir enn óhreyfðir í Hvaleyrartúni. Við siðaskiptin sölsaði konungur undir sig Hvaleyri eins og aðrar eignir klaustranna.

Hvaleyri

Hvaleyri – túngarður.

Og hér fór sem víða annars staðar, að jörðinni hnignaði stöðugt undir handarjaðri Bessastaðamanna, eins og bezt má sjá á Jarðatók Árna og Páls. Kirkjan hrörnaði eins og annað. Fyrst varð hún útikirkja frá Görðum, og seinast var hún kölluð bænhús. Hún var lögð niður 1765 að boði Friðriks V. konungs.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Hvaleyri hefir borið nafn með rentu, því að oftar hefir þar orðið hvalreki en á dögum Hrafna-Flóka. Á jólaföstunni 1522 rak þar t.d. 8 stórhveli í einu.
Seinasti “hvalrekinn” þar er heljar mikill golfvöllur, er nær yfir allt túnið.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 22. tbl. 10.06.1973, Hvaleyri – Árni Óla, bls. 8, 9 og 10.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Hvaleyri

Gísli Sigurðsson, blaðamaður, skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2006 undir fyrirsögninni “Íhugunarefni á Hvaleyri“. Fjallaði hann þar m.a. um þær breytingar sem voru að verða á þessu af enu af elstu kennileitum Íslands.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

“Hvaleyri skagar fram í flóann sunnan við Hafnarfjörð. Hvorttveggja er að þessi tangi er fyrir margt merkilegur, og svo hitt að hann er á útmörkum höfuðborgarsvæðisins; þangað er stutt að fara fyrir þá sem þar búa. Hvaleyri er sögulega merkileg vegna þess að hennar er getið í Landnámu, jafnvel áður en greint er frá landnámi Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík. Þá hafði þar viðkomu Hrafna-Flóki Vilgerðarson, „víkingur mikill“ segir í Landnámu, og hafði hann áður haft vetursetu í Borgarfirði og þar áður í Vatnsfirði, þar sem hann fékk nóg af klakanum; skírði hann Ísland og sigldi til baka. Segir svo af komu þeirra félaga til Hafnarfjarðar: „Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu þar Hvaleyri.“ Ekki er nefnt hvort þeir dvöldu þar lengur eða skemur áður en þeir sigldu áfram út til Noregs. Sú arfsögn lifði að þeir hefðu höggvið rúnir á klappir, sem enn sjást, og eru friðlýstar vestarlega á eyrinni. Hafði Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, heyrt af þeim og sá ástæðu til þess að koma við á Hvaleyri í rannsóknarleiðangri og teikna þær upp. Niðurstaða Jónasar var sú að þar væru skráð nöfn einhverra skipverja Hrafna-Flóka. Þessar fornu rúnir sjást enn, en þeim hefur verið spillt; meðal annars með því að síðari tíma menn hafa krotað upphafsstafi sína ofan í þær.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókavarða (minnismerki) fremst.

Gamlir Hafnfirðingar telja að þar hafi hermenn verið að verki, en Bretar reistu kamp á Hvaleyrinni og þar eru nokkrar herminjar sem enn sjást. Á klapparásnum þar sem rúnasteinarnir eru sjást á tveim stöðum, ef að er gáð, niðurgrafin vaktmannaskýli, að hluta steinsteypt og yfir þeim grófrifflað þak með braggalagi. Á norðvesturströndinni hafa fram til þessa verið leifar af byssustæði og á grýttu svæði sunnan á eyrinni má sjá tæplega hnédjúpa skotgröf. Þarna skyldi tekið á móti þýzka innrásarhernum, ef hann birtist, en þetta varnarmannvirki er eiginlega átakanlega aumlegt og hefði naumast orðið Bretunum mikið skjól. Annað sem heyrir undir herminjar er steinsteypt birgðaskemma; eina húsið á norðanverðri eyrinni.

Hvaleyri

Hvaleyri – herminjar.

Jarðfræðilega er Hvaleyri merkileg vegna þess að hún er syðsti hluti af geysistórum hraunstraumi, sem upp kom í Borgarhólum á Mosfellsheiði fyrir um 200 þúsund árum. Hraunið myndaði þá undirstöðu sem Reykjavík stendur á, en sú kvísl hraunsins sem lengst náði frá eldstöðinni rann í sjó fram sunnan við Hafnarfjörð og þá varð Hvaleyri til. Upphaflega gæti hún hafa náð langt út á flóa, þegar þess er gætt hversu mjög hefur kvarnast af henni í tíð núlifandi manna. Ugglaust hefur drjúg sneið horfið fyrir um 9 þúsund árum á skammvinnu jökulskeiði, sem hefur skilið eftir sig ummerki á klöppunum fyrrnefndu, þar sem djúpar rispur í veturátt vitna um mikið jökulfarg.
Sem dæmi um niðurbrotið má nefna að gamall Hafnfirðingur mundi eftir fjárhúsum um það bil 100 metrum norðan við ströndina eins og hún er nú. Neðantil er þetta hraunlag gljúpt eins og jafnan verður þegar hraun rennur út í sjó. Þar grefur brimaldan sig inn í undirstöðuna og síðan hrynur efri hlutinn. Sárt er að horfa á þetta án þess að nokuð sé að gert; til að mynda féll steinbogi fyrir fáeinum árum, sem stóð fram úr vesturenda Hvaleyrar.
Hvaleyri
Umræður um varanlega aðgerð til að koma í veg fyrir frekara niðurbrot hafa lengi staðið yfir. Hluta strandarinnar að norðanverðu var bjargað með stórgrýti og sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að byggja upp slíkan kraga umhverfis tangann og þá jafnvel að á honum yrði vegur. En ljóst er að einhverjar björgunaraðgerðir mega ekki dragast úr hömlu.
Frameftir öldum voru mörg smákot á Hvaleyri; síðast stóðu þar eftir Hvaleyrarbærinn, Vesturkot, Hjörtskot og Sveinskot.

Hvaleyri

Hvaleyri – minjar.

Því miður eru fá ummerki eftir um búskapinn; þó vitna hlaðnir grjótgarðar um útmörk ræktunarlandsins og við 17. flötina á golfvellinum stendur enn hrútakofi eða eitthvert álíka fjárhús. Um 1966 fengu áhugamenn um golf augastað á landinu sem allt var ræktað og grasgefið; stofnuðu þar Golfklúbbinn Keili 1967 og hófust handa um golfvallarhönnun. Það er þessum brautryðjendum að þakka að Hvaleyrin er enn græn yfir að líta á sumardögum og bæjarprýði, en það stóð oft tæpt þegar sveitarstjórnarmenn og athafnamenn létu sig dreyma um vöruskemmur og annað álíka fagurt á svæðinu.
Hvaleyri
Á Hvaleyri hefur golfvöllur Keilis tekið ýmsum breytingum í áranna rás og nú er hann að hluta í hrauninu fyrir sunnan. Sem golfvallarland hefur Hvaleyri þann ókost að mishæðir skortir, en á móti kemur að þar festir sárasjaldan snjó til langframa og Keilisfélagar geta leikið allan veturinn þegar tíðarfar er eins og verið hefur að undanförnu. Þegar íþróttablaðamenn fjalla um golf nefna þeir æði oft Hvaleyrarholtsvöll. Það er rangt. Hvaleyrarholt heitir hæðin austan við golfvöllinn þar sem byggðin er. En völlurinn er einungis á Hvaleyri. Þeim sem ekki elta kúluna hvítu, en hafa hug á að ganga um Hvaleyri, skal bent á að bílastæði er við golfskálann.

Hvaleyri

Hvaleyri 2022.

Bezt er, og jafnframt áhugaverðast, að ganga meðfram ströndinni. Það gera margir og það þarf hvorki að vera hættulegt eða trufla leik golfara. En séu þeir að leik verður að hafa auga með þeim á ákveðnum stöðum og ef til vill verður þá að hinkra við, rétt til að draga andann og njóta útsýnis á meðan þeir slá, og ágætt er að spyrja þá hvar öruggast sé að fara. Sé það gert geta allir notið þess að rölta um með augun opin, finna angan úr fjöru, hlusta á klið fuglalífsins og íhuga herminjar og fornar rúnir.”

Heimild:
-Morgunblaðið, 29.11.2006, Íhugunarefni á Hvaleyri – Gísli Sigurðsson, bls. 20F.

Hvaleyri

Hvaleyri – túngarður.

Hleinar

Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman sögu golfklúbbsins Keilis, golfvallargerð á Hvaleyri, örnefnin og sögustaðinn:

Jóhann Guðni Reynisson

Jóhann Guðni Reynisson.

“Keilismenn hafa varðveitt gömul örnefni á og við völlinn með því að gefa öllum brautum nöfn eftir örnefnum á Hvaleyri. Þetta sást strax á fyrsta árinu (1967 ) gat Jónas formaður þess í ræðu sinni á fyrsta aðalfundi klúbbsins að haft hafi verið samband við Gísla Sigurðsson lögregluþjón vegna þessara áforma og hefur Gísli eflaust haft mikla þekkingu á örnefnum og staðháttum á Hvaleyri. Ekki hafði mikið verið gert í málunum á þessum tíma en fyrirheitin voru fyrir hendi, ekki síst ef og þá þegar Keilisfólk hefði afnot af eyrinni allri. Leitast var við að hrófla ekki við neinu sem sögulegt kynni að teljast. Hlutar vallarins eru friðaðir og má þar nefna rúnasteinana, hólinn þar sem gamli Hvaleyrarbærinn stóð og túngarðinn sem er elsta mannvirkið á eyrinni.
Kortið sem hér fylgir gerði Jónatan Garðarsson og það sýnir prýðisvel byggð og starfsemi, örnefni og fornar minjar sem ýmist eru enn sýnilegar eða horfnar af ýmsum ástæðum. Í ljósi þess hve mikilvæg þessi atriði eru í sögu Keilis og mikilvæg kennileiti um staðhætti og sögu á Hvaleyri er rétt að gera þeim sérstök skil í riti sem þessu. Því var Jónatan fenginn til þess að ganga með höfundi um eyrina og segja frá því helsta sem fyrir augu ber.

Hvaleyri

Hvaleyri – kort.

Óhjákvæmilega verður að tala hér í áttum og því er líklega best að skilgreina áttirnar lauslega þannig að norður er í átt að Esjunni, vestur í átt að Snæfellsjökli, suður í átt að álverinu og austur í átt að athafnahverfinu á Hvaleyrarholti, þegar staðið er við golfskála Keilis þar sem hann stendur árið 2017.

Hvaleyri

Hvaleyrarrétt.

Við byrjum á því að ganga í austur að gömlu réttinni en hún er rétt neðan við vörðuna, sem við segjum frá síðar. Réttin er við veginn sem liggur að golfskálanum sem stendur við Steinholt. Vegurinn ber heitið Miklaholt en ekið er inn á það af Hvaleyrarbraut. Réttin er ævaforn, hlaðin úr grjóti, og enginn veit í raun hversu gömul hún er. Eitthvað hefur réttinni verið raskað og segir Jónatan að það hafi hermenn líklega gert og búið þá til garð úr grjótinu frá kvínni sem er sunnan við réttina og má greina grjótröð sem hefur verið veggur frá kvínni að réttinni. Að öllum líkindum hafa hermennirnir hlaðið vegg þennan úr grjótinu og hefur hann því ekki verið upprunalegur. Tóftir réttarinnar eru þó greinilegar þegar þarna er staðið. Ef horft er í norðvestur frá réttinni, með stefnu nokkurn veginn milli Esjunnar og Snæfellsjökuls, og þá eftir hábungu Hvaleyrarinnar, sést bæjarstæði gamla Hvaleyrarbæjarins á efsta leitinu sem kalla má bæjarhól. Við göngum í átt að bæjarstæðinu.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Næst verður á vegi okkar mjög gamall túngarður sem er m.a. kallaður Fornigarður sem eflaust hefur einnig gegnt landamerkjahlutverki á sínum tíma. Þessi garður markaði heimatúnið og varnaði því að lausafé kæmist inn í túnið.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Fornigarður liggur samsíða gömlu þjóðleiðinni milli Innnesja og Suðurnesja, svonefndri Alfaraleið eða Suðurvegi. Garðurinn liggur nokkurn veginn í stefnuna austur/vestur og afmarkar að hluta (Suðurtún) Suðurvöll norðaustanvert við hábunguna, en hann tilheyrði Hjörtskoti. Suðurvöllur endar þar sem gamli Kotagatan lá og neðan hans stóð Sveinskotí láginni á eyrinni austanverðri. Þar er Sveinskotstún, en Ársæll Grímsson, síðasti ábúandinn á Hvaleyri, bjó í Sveinskoti. Sjá má það litla sem eftir er af Sveinskoti rétt neðan við vélageymsluna sem stendur eins og eyland á vellinum norðaustanverðum en hún er eitt af þeim mannvirkjum sem breskir hermenn skildu eftir á Hvaleyri eftir hersetu sína hér á landi í síðari heimstyrjöldinni.

Hvaleyri

Hvaleyri – Hvaleyrarbærinn síðasti.

Þegar gengið er eftir eyrinni í góðum skilyrðum sjást vel í landslaginu margvísleg form sem gefa hugmynd um ýmiskonar mannvirki. Til dæmis má sjá gamla veginn sem lá að Vesturkoti, svokallaða Kotagötu, en hann er nú hulinn gróðri þótt glögglega megi sjá móta fyrir slóðinni í landslaginu.

Hvaleyri

Hvaleyri – Fornigarður.

Ef litið er í vestur eða suðvestur þegar gengið er eftir eyrinni frá réttinni við vörðuna og út á hábunguna, þ.e. til vinstri, má sjá svæði sem kallað er Sandbrekknatún og skiptist í tvennt, syðra og nyrðra tún. Sand-brekknaheitið er ágæt heimild fyrir ástandi túnsins áður en Þorsteinn Jónsson stóð fyrir sandgræðslu á eyrinni en hann byggði þar upp þrjú kot austan og vestan við Hvaleyrarbæinn: Bindindi 1778 eða Halldórskot, Lásastaði 1781 eða Vesturkot og Ásgautskot 1785 sem fékk seinna nafnið Sveinskot. Þannig stuðlaði hann bæði að landgræðslu á Hvaleyri og öðrum náttúrunytjum og það fól í sér að ábúendur á svæðinu gátu goldið kónginum það sem kónginum bar.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

Þorsteinn fékk síðan ábúðarrétt til æviloka fyrir sig og afkomendur sína að launum frá kónginum. Þorsteinn virðist hafa gert sér ágæta grein fyrir því hvað þyrfti til þess að hjól atvinnulífsins og þar með framþróunar á Hvaleyri snerust svo gagn væri af. Hann endurreisti Hvaleyrarbæinn eins og sést á mynd úr Íslandsleiðangri Sir Joseph Banks frá 1772 og byggði ennfremur stóra bátasmiðju, þá stærstu á landinu að því er Jónatan Garðarsson segir. Þar voru smíðaðir fiskibátar og lét Þorsteinn bændur og búalið á Hvaleyri fá báta til afnota svo að þeir gætu róið til fiskjar og bætt þar með afkomu jarðarinnar. Því þeir fiska sem róa, segir máltækið, og til þess að róa þarf víst báta. Þorsteinn kveikti á þessu og stuðlaði þannig að því að bændur sköpuðu tekjur sem gáfu skatta og kóngurinn fékk sitt. Allir ánægðir. Jón sonur Þorsteins tók við ábúðinni 1805 en hann drukknaði 1812 í Hvaleyrarvör. Eftir það tók Bjarni Sívertsen jörðina á leigu og keypti hana af konungi 1816, en afkomendur Þorsteins misstu ábúðarréttinn. Þar sem Hvaleyrarbærinn stóð fyrrum er nú teigur en þar er hæsti punkturinn á Hvaleyrinni og umhverfis bæinn var Hvaleyrartún.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk Sveins Björnssonar.

Þegar gengið er aðeins lengra í sömu átt er komið að hjartalaga glompu á golfvellinum en þar nærri segir Jónatan að allar líkur bendi til að kirkja hafi staðið forðum enda segi í gömlum heimildum að kirkjan hafi staðið beint upp af Gestalág sem svo er kölluð. Við göngum því í vestur og niður í fjöru. Þar er vissulega lág í landslaginu, rétt upp af lítill vík og segir sagan að þar hafi fundist sjórekin lík erlendra sjómanna í eina tíð og er nafngiftin rakin til líkfundarins. Þar var jafnframt svonefnd Jónasarlending, sumarlending Jónasar Jónassonar bónda í Tjarnarkoti 1875-77 og Sveinskoti 1890-97. Við göngum í norður upp úr Gestaláginni og komum að gömlu skotbyrgi sem breski herinn lét byggja þarna á eyrinni. Byrgið er hlaðið og steypt og að hluta er það hulið torfhleðslu einhvers konar. Þakið er steypt og sjá má að á því hafa verið skotraufar sem nú eru fylltar steypu. Norðvestur af skotbyrginu eru fleiri byrgi sem augljóslega hafa þó verið ætluð aðeins einum hermanni hvert, hlaðin og steypt með braggalaga bárujárnsþaki eða yfirbyggingu. Hefur þá verið gert ráð fyrir að hermaðurinn skriði þarna ofan í byrgið og stæði – eða lægi – vaktina ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið af sjó.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Nokkur slík byrgi eru þarna og verða þau að teljast allmerkileg fyrirbæri. Og ekki er síður merkilegt fallbyssustæði þarna frammi á tanganum en þar var nokkuð stór fallbyssa. Jónatan Garðarsson segir hinsvegar að tvennum sögum fari af því hvort þar hafi verið alvöru fallbyssa eða ekki. Allavega var þar svo að á nokkrum stöðum á landinu voru grámálaðir símastaurar í felubúningi, sem sagt dulbúnir sem fallbyssur. Þar er væntanlega komin skýringin á því að engin þjóð þorði að gera innrás á Íslandi í stríðinu, allavega ekki á Hvaleyri. Við svo búið er haldið í vestur frá byrgjunum þangað til við komum að nokkrum flötum steinum, en inn á milli þeirra eru fleiri skotbyrgi.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Einn þessara steina er jafnan nefndur Rúnasteinn og er frægur af ýmsum ástæðum. Hann hefur meðal annars einnig verið kallaður Flókaklöpp, þá ekki síst vegna þess að sjálfur Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur – sá eini sanni, mun hafa rannsakað steininn á 19. öld og talið að áhafnarmeðlimir á skipi Flóka hafi fyrstir letrað nöfn sín í grjótið. Þau sannindi eru þó ekki meitluð í stein. Steinninn er friðaður sem fornminjar. Kringum hann virðist hafa verið einhvers konar hringlaga garður og má sjá menjar um hann. Á steininn er ýmislegt letrað og þarf líklega talsvert hugmyndaflug til þess að ætla honum verðugt hlutverk í norrænni menningarsögu þótt Jónas hafi getað séð þar ýmislegt merkilegt sem ekki verður fjölyrt um hér en fróðlegt er að lesa um þetta á ferlir.is:

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

„Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út. Nefnir hann steininn þann Flókaklöpp.
Aðrir hafa bent á að fátt sé því til stuðnings að þarna megi merkja áletranir nefndrar skipshafnar. Bæði sýna dæmin að letur á klöppum endist ekki nema tímabundið. Þannig hafa ekki fundist eldri letursteinar á Reykjanesskaganum en frá því um 1500. Steinninn eyðist smám saman vegna veðrunar (vatn, frost og vindur) og letrið afmáist því óhjákvæmilega. Á steinunum eru hins vegar margar áletranir, sumar eldri en aðrar. Breski herinn var með aðstöðu þarna á stríðsárunum og ljóst er að einhverjir hermannanna hafa bættvið fyrri skrif. Þeir notuðu m.a. einn steinninn sem pall til að að hræra steinsteypu. Ber hann þess enn merki.Ýmis ártöl má lesa af steinunum og sumir stafirnir líkjast rúnum. Hvað sem öllu tali og vangaveltum um að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á steinana, sem alls ekki er með öllu útilokað, er greinilegt letur á þeim og sumt af því eldra en annað. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi minnist ekki á Flókaklöppina í skrifum sínum um Hvaleyri í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903; “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902”. Þar segir hann m.a. með vísan í Landnámu: “Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri”. Síðan segir hann: “Þar hefir Herjólfur leitað lendingar og svo kennt höfnina við nafn hans: Herjólfshöfn. Á Hvaleyri er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 ljósastökum, sem Krýsuvíkurkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen Roode, undirkaupmaður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.““
Hvaleyrarbærinn hefur verið þó

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

nokkurt býli og má sjá ýmsar minjar á þessum slóðum sem tengja má viðbúskapinn í kotinu. Vestur af honum stóð Vesturkot, sem var um tíma notað sem golfskáli. Þessi staður var stundum nefndur Drundur sem er annað orð yfir það þegar naut leysa vind. Það hefur eflaust þótt hinn prýðilegasti viðburður á þessum árum, þ.e. á 19. öld eða þar um bil, þegar aðeins fína fólkið gat leyft sér að eiga naut og kýr. Nafngiftin hlýtur því að hafa haft á sér talsvert virðulegra yfirbragð heldur en ef íslenskur sveitabær væri kallaður þetta árið 2017. Almennt mun þó drundur hafa þróast yfir í heldur óvirðulegri merkingueftir því sem árin hafa liðið.Þegar gengið er norður eftir eyrinni frá Drundi og út að sjó er komið að Hvaleyrarbakka en þar hafa fundist mannabein, til dæmis árið 1923 þegar Magnús Benjamínsson bóndi í Hjörtskoti fann höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði í bakkanum „og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó“ eins og segir í grein Matthíasar Þórðarsonar um þetta í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926. Yfirskriftin er “Fundin á Hvaleyri bein þriggja manna”, en Magnús fann síðar tvær höfuðkúpur í viðbót og fleiri bein. Jónatan Garðarsson segir söguna af því þegar Pálína Margrét Þorleifsdóttir sem hélt heimili fyrir þá þjóðfélagsþegna sem minna máttu sín í Hjörtskoti, tók til sinna ráða varðandi beinin í kistlinum á þriðja áratug síðustu aldar. Þótti henni þessum mönnum lítill sómi sýndur og vildi láta jarðaleifar þeirra í vígðri mold. Leitaði hún þá til Árna Björnssonar sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju sem setti upp tiltekið verð fyrir þjónustu sína. Það hugnaðist Pálínu ekki svo hún leitaði til Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests í Hafnarfirði. Tókust samningar með þeim svo hann annaðist jarðsetningu í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Sagði Pálína svo frá því að eftir þetta hefði maður vitjað hennar í draumi og þakkað henni fyrir að koma þeim félögum í vígða mold.

Hvaleyri

Hvaleyri – brunnur.

Sem kunnugt er stóð Hvaleyrinni mikil hætta af landbroti og varð það úr að Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær létu hlaða umtalsverðan varnargarð þarna á Hvaleyrarbakkanum, norðan í eyrinni. Myndar þessi garður nú fallega umgjörð og ver Hvaleyri fyrir ágangi sjávar. Þegar gengið er meðfram bakkanum norðan frá og suður og austur með ströndinni er komið í svolitla geil sem kölluð er Þórðarvik og er nefnd eftir Þórði Jónssyni lóðs og kotbónda í Þórðarkoti sem síðar var nefnt Beinteinskot eftir ábúendaskipti þar. Þórður þessi mun hafa dregið bát sinn upp úr lendingunni í geilinni og alveg upp á bakkann. Þetta er talsvert bratt og hátt og má kallast þrekvirki að nokkrum manni hafi tekist að draga bát þar upp á þurrt land. Og áfram höldum við í áttina inn að Hvaleyrargranda og Hvaleyrartjörn. Rétt áður en komið er að tjörn-inni og grandanum, förum við um svæðið þar sem bátasmiðja Þorsteins Jónssonar stóð og þar hjá var Hvaleyrarvörin og nokkru innar á Hjallanesi var Hvaleyrarhjalli. En framundan er Hvaleyrartjörn sem þjónaði sem skipalægi á tímum Innréttinga Skúla fógeta Magnússonar. Þar voru húkkortunum eins og fiskiskipin kölluðust siglt inn og þær hafðar í vari. Yfir háveturinn voru skipin dregin á þurrt upp á Skipasand sem kallað var þar sem verbúðarskýlin eru núna að sögn Jónatans. Hvaleyrargrandi var mun lengri og meiri en hann er í dag. Hann mun hafa náð langleiðina að Flensborgarhöfn á móts við Óseyri, en þar stendur veitingahúsið Kænan. Grandinn fór illa í sjógangi á seinni hluta 18. aldar og Óseyrartjörn var smám saman fyllt upp um miðja síðustu öld. Á grandanum voru ýmis kennileiti eins og Skiphóll á móts við Hafnargarðinn en Hvaleyrartjörn var í eina tíð nefnd Herjólfshöfn. Þess má svo til gamans geta að ef staðið er á Hjallanesi á grandanum og horft eftir nesinu og upp í holtið má sjá eldgamla rétt þar sem allt eins gæti verið gerð af landnámsmönnum.

Ársæll Grímsson

Ársæll Grímsson.

En nú beygjum við til hægri eða til suðurs og göngum upp að þústinni sem myndar rústirnar af Sveinskoti – sem reyndar var kallað Sælakot í seinni tíð eftir Ársæli Grímssyni, síðasta ábúanda þar og fyrsta starfsmanni Keilis, rétt neðan við gömlu vélageymsluna, steinhúsið sem enn stendur. Þar fyrir neðan er önnur þúst, aðeins minni, en það er gamli Hvaleyrarbrunnurinn. Þangað sóttu allir bændur og búalið á Hvaleyri vatn sitt um langtskeið og þurfti þá að ganga með skjólur og kyrnur að brunninum og bera í þeim vatnið heim á alla bæi. Þetta hefur verið ærinn starfi. Og nú fer að styttast í gönguferðinni því við erum komin að Hjörtskoti. Það varfyrst nokkuð neðan við síðari staðsetn-ingu en síðast var það rétt neðan viðtóftirnar af Poltzhúsi sem enn sjást. Poltz-hús var timburhús byggt fyrir Legh Poltzárið 1775, en tekið niður nokkrum árum seinna og viðirnir seldir. Legh Poltz var starfsmaður Skúla Magnússonar fógeta og hafði yfirumsjón með skipaflota hans í Hafnarfirði. Það má sjá vinkillaga járnstöng eða rör þar sem hús Legh Poltz stóð en Hjörtskot er hins vegar alveg horfið.
Það var byggt árið 1829 og hét upphaflega Daðakot en fékk nafnið Hjörtskot 1868. Suðurvöllur eða Suðurtún tekur við þegar gengið er í átt að golfskála Keilis og má sjá túngarð á hægri hönd og annan ávinstri hönd. Hinum megin við hann, nærveginum, er gamli Suðurnesjavegurinn enn sjáanlegur en þess má til gamans geta að þarna lá leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur framyfir aldamótin 1900. Þetta var reiðleið þá en fyrsta bílnum á Íslandi, sem kenndur var við Thomsen kaupmann, var ekið eftir þessum vegi til Keflavíkur árið 1904. Það var í fyrsta sinn sem farið var á bíl þessa leið.

Hvaleyri

Hvaleyri – Poltzhús; byggt 1776.

Við erum loks komin hringinn og endum við vörðuna sem hlaðin var til minningar um ferð Hrafna-Flóka til Íslands. Efniviðurinn í hana var fluttur á Hvaleyri frá Sveio í Noregi þaðan sem Flóki Vilgerðarson hélt afstað í för sína norður á bóginn. Sagan segir að hann hafi gefið Íslandi nafn en við upphaf ferðarinnar hafi hannfórnað þremur hröfnum og síðan haft þrjá unga hrafna með sér til að finna landið. Einn þeirra hafi snúið afturheim, annar lent aftur niðri á skipinu en sáþriðji tekið stefnuna á landið sem síðar fékkheitið Ísland. Með Hrafna-Flóka var maður að nafni Herjólfur og heitir Herjólfshöfn eftir honum. Sagan segir að Flóki, Herjólfur og félagar hafi fundið rekinn hval á eyri við fjörðinn og það hafi orðið þeim innblástur í nafngift fyrir tangann sem þeir hafi þá nefnt Hvaleyri. Um þetta og fleira má lesa á ferlir.is og ágætt að rifja upp þessar gömlu sagnir áður en við segjum skilið við tengingar landnáms og Hvaleyrar:

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

“Víkingurinn Hrafna-Flóki kom hér að landi um 860 ásamt Þórólfi og Faxa hinum suðureyska sem Faxaós (Faxaflói) er kenndurvið. Þegar Flóki ætlaði að halda aftur til Noregs eftir ársdvöl íVatnsfirði lentu skip hans í óveðri og náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes.Herjólfur varð viðskila við félaga sína og tók land í Herjólfshöfn. Óvíst er hvar Herjólfshöfn hefur verið. Flóki og menn hans voruum veturinn í Borgarfirði en freistuðu heimfarar næsta sumar. Komu þeir í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ogkölluðu hana Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur. Áður en FlókiVilgerðarson fór að leita Garðarhólms hlóð hann vörðu við Smjörsundí Noregi og blótaði þrjá hrafna sem áttu að vísa honum veginn yfir hafið. Árið 1997 var samskonar varða hlaðin við Hvaleyri úr grjótifrá Smjörsundi, til að minnast þessa atburðar. Hvaleyri var ein af helstu bújörðum í Hafnarfirði frá fornu fari. Fyrir siðaskiptin áttiViðeyjarklaustur Hvaleyri, sem varð síðan kóngsjörð. Þar stóð hálfkirkja uppi til 1765 sem var í eiguViðaeyjarklausturs en þjónað frá Görðum. Útræði var frá Hvaleyri fyrr á tímum og margar hjáleigur fylgdu.

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina fyrir tíma landnáms Keilis. Myndina málaði sænskur málari sem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninu Thy-Molander. Myndina gaf Magnús Guðmundsson, barnabarn Ársæls Grímssonar, fyrsta starfsmanns Keilis. Taliðer að myndin sé máluð í kringum 1950.

Í Íslendingabók segir að FlókiVilgerðarson hafi verið “víkingr mikill; hann bjósk af Rogalandi at leita Snælands. Þeir lágu í Smjörsundi. Hann fekk at blóti miklu ok blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið visa…. ok sleit frá þeim bátinn, ok þar á Herjólf. Hann tók þar land, sem nú heitir Herjólfshöfn. ”Hafnarfjörður byggir grundvöll sinn á höfninni sem hefur veitt skipum öruggt skjól um aldir. Þegar norður evrópskir sæfarar leituðu á hin gjöfulu fiskimið við Íslandsstrendur í lok miðalda þótti fjörðurinn bera af vegna náttúrulegra hafnarskilyrða.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hvaleyri; loftmynd 1954.

Snemma á 15. öld settu enskir farmenn upp kaupbúðir við fjörðinn og lögðu grunninn að verslunarstaðnum Hafnarfirði. Alla tíð síðan hefur verslun og sjávarútvegur stýrt vexti og viðgangi Hafnarfjarðar. Þýskir kaupmenn hröktu þá ensku í burtu seint á 15. öld. Hansakaupmenn höfðu mikil umsvif á 16. öld, allt þar til einokunarverslunin danska tók við 1602. Síðan hefur höfnin tekið sífelldum breytingum og er unnið að frekari stækkun hennar út með Hvaleyrinni. Sumir segja, þ.á.m. Jónas Hallgrímsson, að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á Flókaklöppina, en aðrir eru efins. Hvað sem því líður hefur mikið verið klappað á hana í gegnum tíðina og eru áletranirnar greinilega misgamlar.”

Heimild:
-http://gunnar.vinnsla.com/keilir/files/assets/basic-html/page40.html

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Straumur

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 fyrir Hvaleyri og Straum segir:

“Hvaleyri

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum – tilgáta (bærinn er frá 1777).

Hvaleyri er ein af elstu bújörðum í Hafnarfirði og sýndi fornleifarannsókn, sem Dr. Bjarni F. Einarsson gerði árið 2005, að þar væru minjar sem hægt var að segja með 95% öryggi að væru frá tímabilinu 780-980 (líklega voru minjarnar frá því um 900) og að landnámsbýli megi finna á Hvaleyri eða Hvaleyrarholtinu.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772 – Joseph Banks.

Elstu heimildir um Hvaleyri er að finna í Hausbók Landnámu en þar segir frá því að Hrafna Flóki hafi fundið hval á eyri einni og kallað hana Hvaleyri. Í Jarteinabók var Teitur bóndi
sagður búa á Hvaleyri 1300-132511 og árið 1395 var Hvaleyri eign Viðeyjarklausturs og var leiga til klaustursins 4 hndr.12 Þá sagði í vitnisburði Hafliða Gizurarsonar um landeign og landamerki Hvaleyrar við Hafnarfjörð frá 1448 að á Hvaleyri hafi verið kirkja.

Hvaleyri

Hvaleyri í dag – 2021.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 sagði að á Hvaleyri hafi verið hálfkirkja og embættað þaðan þrisvar á ári. Þá var jörðin í konungseign og jarðadýrleikinn óviss þar sem jörðin tíundaðist engum. Þá var landskuldin eitt hundruð sem greiddist með sex vættum fiska í kaupstað, sem áður greiddist til Bessastaða. Til forna hafði landskuld verið greidd í fríðu með einum hundraðasta. Jörðin átti selstöðu þar sem hét Hvaleyrarsel, þar voru hagar sæmilegir og vatnsból gott. Hrísrif var nokkurt á jörðinni en þegar Jarðabókin var skrifuð var það að mestu eytt en að öðru leyti hafði jörðin hrísrif til eldiviðar í almenningnum og til kolagerðar.

Hvaleyri

Hvaleyri 1942. Hermannvirki áberandi.

Torfrista og stunga var í lakasta lagi og nærri ónýt en lyngrif, fjörugrastekja og rekavon var nokkur. Jörðin gat nýtt bæði hrognkels- og skelfiskfjöru og heimræði var allt árið um kring og lending góð og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Þá var sagt að túnin spilltust af sandágangi, engar engjar fylgdu jörðinni og vatnsból var ekki gott en það þraut bæði vetur og sumar. Þá var hjáleigan Hvaleyrarkot, sem var byggð eftir að hafa verið í eyði svo lengi sem menn mundu, aftur komin í eyðu fyrir þrem árum, þ.e. árið 1700.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Árið 1730 voru Hvaleyrartún stórskemmd af grasmaðki og einnig herjuðu sandfor og fugl á þau. Mikill lausamosi var í túninu og hélt það áfram að skemmast, árið 1751 varð að slá tveimur vættum og einu kúgildi af afgjaldi jarðarinnar hvort sem það hefur eingöngu verið landskemmdunum að kenna.
Á árunum 1754-1757 bjó enginn á Hvaleyri og var líklegt að það var ein ástæða þess að bæjarhús og tún spilltust.16 Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir í skýringum að árið 1803 séu á Hvaleyri fjórar byggðar hjáleigur: Bindindi, Lönd, Lásastaðir og Ásgautsstaðir. Í jarðatalinu fær Hvaleyri númerið 168, þar segir að jörðin hafi verið í bændaeign, dýrleikinn var 20 hundruð, landskuldin var 0,100, kúgildin voru 2 og eigandinn var einn.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Árið 1815 keypti Bjarni riddari Sívertsen jörðina af konungi og síðan keypti Jón Illugason snikkari jörðina árið 1834 af dánarbúi Bjarna. Jón Illugason seldi svo jörðina til Jóns Hjartarsonar í Miðengi í Árnessýslu og við andlát Jóns tók ekkja hans, Þórunn Sveinsdóttir, við Hvaleyri. Þórunn gaf svo Sigríði frændkonu manns síns mestan hluta jarðarinnar árið 1868.
Jörðin var svo seld séra Þórarni Böðvarssyni í Görðum árið 1870 og gaf hann jörðina til stofnunar alþýðu- og gagnfræðiskólans Flensborg í Hafnarfirði árið 1881.
Árið 1940 kom breski herinn til landsins og reisti kampa víða í Hafnarfirði og var einn við Hvaleyrartjörn, hét hann West end. Þar var herinn með skotbyrgi og loftvarnarbyssur. Á loftmyndum frá þeim tíma má vel sjá hversu umfangsmikil starfsemi Breta var á Hvaleyri.

Hvaleyri

Hvaleyri 1972.

Vitað er með vissu hvar síðasti Hvaleyrarbærinn stóð en hann var rifinn í kringum 1970 og líkur eru taldar að hann hafi verið nokkurvegin á sama svæði í gegnum aldirnar.
Þó er ekki hægt að staðsetja hvar kirkjan með kirkjugarði hefur staðið og ekki hægt að sjá það í landinu í dag. Í heimildum segir að kirkjan hafi staðið norður af Hvaleyrarbænum án þess að það sé staðfært eitthvað nánar. Hvaleyrarkirkju var fyrst getið 1444-1481 en hugsanlega gæti hún verið mun eldri. Aðeins eru varðveittar tvær lýsingar af kirkjunni og gripum hennar: í eldri lýsingunni frá 1625-1634 var kirkjan sögð í fjórum stafgólfum, sem þýðir að hún var á bilinu 5,7 – 6,8m að lengd og 2,85–3,4m að breidd.
Hvaleyrarbænum og svæðinu í kring var lýst í Örnefnalýsingu Hafnarfjarðarlands:

Hvaleyri

Hvaleyri – Hvaleyrarbærinn. Baðhús h.m.

„Hvaleyrarbærinn stóð í miðju Hvaleyrartúni, rétt norðan við byggingu fjóss og hlöðu er þar var reist 1916. Bærinn stóð þar á hrygg er lá sunnan úr holtinu. Hvaleyrartraðir lágu í suður frá bænum að Hvaleyrartúngarði. Túngarðurinn lá austan eða neðan frá tjörn vestur og niður undi sand og norðvestur í Hvaleyrarkletta. Traðargarðurinn eystri og vestri lágu meðfram tröðunum. Sunnan frá Traðarhliði lá þríhyrnd túnskák norður að Brunngötunni er nefndist Pétursvöllur með Pétursvallagarði. Suðurvöllur er utan hans og sunnan. Hestasteinninn stóð á hlaðinu. Hvaleyrarfjárhúsin stóðu hjá Bæjarhólnum nyrðri. Bæjarhólarnir voru gamlir öskuhaugar. Sandbrekknatún lá niður frá Túngarðinum vestri og skiptis í Sandbrekknatúnið syðra og nyrðra. Kirkjugarðurinn var norður frá bænum til hliðar við fjárhúsin.“

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Guðmundur Guðmundsson smiður sem bjó í Vesturkoti á Hvaleyri fann þar heila mannsbeinagrind með föður sínum þegar hann var unglingspiltur í kringum 1890. Þar fannst einnig krítarpípa, greiðugarður, spónn úr tini og ryðguð hnífbredda. Beinin voru svo grafin aftur ofar í túninu.23 30 árum seinna, eða um 1925, fundust aftur mannabein á Hvaleyri af Magnúsi Benjamínssyni bónda í Hjörskoti á Hvaleyri. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður rannsakaði beinin og taldi sennilegt að þetta væru bein sjórekinna manna sem fundist hefðu á Hvaleyri. Matthías taldi að ekki væri þörf á því að varðveita beinin á Þjóðminjasafninu en þau voru grafin í kirkjugarði Hafnarfjarðar.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

Árið 1967 var golfklúbburinn Keilir stofnaður og sama sumar var golfvöllurinn á Hvaleyri opnaður og hefur starfað allar götur síðan. Íbúðarhúsið í Vesturkoti var gert að klúbbhúsi Golfklúbbsins strax í upphafi og var að til ársins 1992 þegar nýr golfskáli Keilismanna var tekinn í notkun. Sama ár var leyfi fengið til að kveikja í klúbbhúsinu í Vesturkoti og slökkvilið Hafnarfjarðar nýtti sér það til æfingar. Í dag er ekkert eftir af þeim húsum sem stóðu í Vesturkoti.

Hvaleyri

Hvaleyri – leifar skotbyrgis.

Mikið hefur verið átt við landslagið á Hvaleyri vegna golfvallarins, það hefur verið sléttað og átt við það vegna ýmissa framkvæmda og flest ummerki um byggðina sem áður var horfin. Þessvegna verður að sýna fyllstu varúð við allar framkvæmdir sem þar eiga sér stað en stutt getur verið niður á fornminjar.
Enn sjást þó nokkur ummerki um byggðina, túngarðar og útihúsatóftir, og veita þessar minjar góða, en brotakennda, sýn á hvernig lífshættir voru á Hvaleyri á fyrri öldum.
Ummerki eftir breska herinn, ýmis skotbyrgi og skotgrafir, flokkast undir stríðsminjar og eru enn vel sjáanlegar, t.d. er uppistandandi þvottahús frá stríðsárunum mjög áberandi í landslaginu, og ætti að varðveita þessar minjar.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á Hvaleyrarhöfða er að finna stóran stein og nokkrar klappir með áletrunum, bæði rúnir og latínustafir, sem voru friðlýstar árið 1938.25 Jónas Hallgrímsson var líklega fyrstur til að rannsaka klappirnar árið 1841 og vildi hann eigna Hrafna-Flóka og skipshöfn hans elstu risturnar í klöppunum og hefur stærsti steinninn verið kallaður Flókasteinn (2202-7) síðan.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á 18. öld. Hvaleyri fjær.

Kristian Kålund minntist á Hvaleyri í drögum að staðsögulýsingu Íslands árið 1877 og sagði þar að hægt væri að lesa ártölin 1628 og 1777. Kålund sagði einnig að „almennt sé haldið að verslunarmenn, sjómenn og aðrir, sem leið hafi átt þar hjá, hafi gert risturnar.“27 Sigurður Skúlason minntist einnig á steinana í Saga Hafnarfjarðar og sagði hann steinana vera fjóra talsins. Á fletinum á Flókastein sá hann ártölin 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781, auk þess að sjá töluna 87 sem gæti annaðhvort þá verið 1687 eða 1787.

Hvaleyri

Leifar Fjarðarkletts GK 210 í Hvaleyrarfjöru.

Á hliðum steinsins sá hann einnig þessi ártöl: 1678, 1681, 1707 og 1723, auk þess stóð þar A 81, A 91 og 17C. Leiddi hann að líkum að þar var verið að meina Anno 1681, Anno 1691 og 1700.28 Ómögulegt er að segja hversu gamlar risturnar á klöppunum eru með vissu en líklegt þykir að ártölin sem rist hafa verið á þær á þeim árum.
Eitt flak var skráð á vettvagni við vestanverðan Hvaleyrarhöfða. Líklega er þetta flak Fjarðarkletts GK 210. Skipið var smíðað í Svíþjóð 1946 úr eik og hét fyrst Ágúst Þórarinsson SH 25. 1953 keypti Fiskaklettur H/f skipið og nefndiþað Fjarðarklett. Eldur kviknaði í skipinu skammt út af Eldey árið 1967 og skemmdist skipið mikið við það en sökk ekki, eftir það lá skipið lengi í höfn í Hafnarfirði og endaði svo daga sína með því að það var brennt út af Hvaleyri og rak þaðan í land. Árið 1970 var skipið talið ónýtt og tekið af skrá.
Samkvæmt 3. grein laga um menningarminjar teljast skip og bátar frá því fyrir 1950 sem fornminjar.

Straumur

Straumur

Straumur – túnakort 1919.

Straumur er ein af svonefndum Hraunjörðum, en það eru þær jarðir sem eru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1836-1839.
Jarðarinnar var getið í fógetareikningum frá 1547-1548 og þar sagði: „Item met Ström j legeko. xij for. Landskyldt iij vetter fiske. ij lege vj förenger smör dt. oc ij landskyldt iij vetter fiske dt. Thet er jc xxx fiske.“

Straumssel

Straumsel – hús skógavarðar.

Næst var jarðarinnar getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar segir að jarðardýrleikinn sé óviss, að jörðin var í konungseign og að ábúandi var Hans Ólafsson. Kúgildin voru þrjú og landskuldin var 75 álnir. Jörðin átti selstöð sem hét Straumsel en þar voru hagar slæmir og vandræði af vatnsskorti þegar það voru þurrkar. Torfrista og stunga voru í skárra lagi og jörðin notaði skóg í almenningi til kolagerðar og eldiviðar. Heimræði var allt árið í kring, lending góð og skip ábúendans réru eftir hentugleika. Lambhúsgerði var þá eyðihjáleiga á jörðinni sem hafði verið í eyði eins lengi og menn mundu og var ekki talið að þar yrði búið aftur vegna þess að bóndinn á Straumi gat ekki komið túninu þar í lag án þess að það kæmi niður á hans eigin túni.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 var jörðin sögð í bændaeign, dýrleikinn var 12½ , landskuldin 0.75, tvö kúgildi, einn ábúandi og var hann eigandi jarðarinnar.
Samkvæmt Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar voru landmerki fyrir jörðina Straum:

Markhella

Markhella – áletrun.

Landamerki milli Straums og Óttarsstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól í Gvendarbrunn frá Gvendarbrunni í Mjósundsvörðu, frá Mjósundsvörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.
Á Klofaklett er klappað Ótta Str. og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyjólfshól, á þennan Markastein er klappað Ótta Str. Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi [Markhellu].
Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstað byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu, úr Tóu beint í Vestari-Tobbukletta yfir miðjum Jónshöfða og í vörðu vestarlega á há Hafurbjarnarholtinu og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra-Steins og Fjárskjólskletts í vörðu á há Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsivíkurland tekur við (Undirritað í Straumi 31. maí 1890).”

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar IV; Hvaleyri og Straumur, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-IV-Hvaleyri-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Straumsvík

Straumsvík 1965. Á myndinni sjást m.a. Litli- og Stóri-Lambhagi sem og tjarnirnar.

Hvaleyri

 Í “Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar, 2005” segir m.a. um sögu Hvaleyrar:

“Hér er stiklað á stóru í sögu Hvaleyrar.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum.

Heimildir um nafnið Hvaleyri er að finna allt frá Hauksbók Landnámu frá því að Hrafna-Flóki fann hval á eyri einni og kallaði það Hvaleyri. Í Landnámu er síðan sagt frá að bróðursonur Ingólfs hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, ásamt öllu Álftanesi (ÍF I, Bls. 39, 394).
Í Jarðtei[k]nabók er Teitur sagður búa á Hvaleyri 1300-1325 (Biskupasögur. 1. Bls. 286).
Árið 1395 er Hvaleyri eign Viðeyjarklausturs og var leiga til klaustursins 4 hndr. (DI III. Bls. 597).

Hvaleyrartjörn

Hvaleyrartjörnin fyrrum.

Þá segir í heimildum frá 1448 að á Hvaleyri hafi verið kirkja (DI IV. Bls. 751).
Í Jarðabók frá 1703 segir að á Hvaleyri sé hálfkirkja og embættað þrisvar á ári (Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók III. Bls. 168-170. Kaupmannahöfn 1923-1924).
Í Sögu Hafnarfjarðar frá 1933, segir m.a. að á Hvaleyri hafi verið kirkja í kaþólskum sið, en eigi er kunnugt hvenær hún hafi verið reist fyrst. Þessi kirkja hefur verið graftrarkirkja, því enn sést fyrir kirkjugarði í tún heimajarðarinnar á Hvaleyri (Sigurður Skúlason 1933. Saga Hafnarfjarðar. Bls. 23, Reykjavík).
Jarðabókin frá 1703 segir m.a. að jörðin sé í konungseign.

Hvaleyri

Hvaleyri á 20. öld.

Þá er þess getið að Hvaleyrarkot sé aftur byggt eftir að ahfa verið í eyði svo lengi sem menn muna. Í Jarðabókinni er að finna greinagóða lýsingu á Hvaleyri þar sem segir frá búsetu, búháttum, landgæðum og hjáleigum. Þar segir m.a.:
Hvaleyri er kirkjustaður með annexíu til Garða á Álftanesi þar er ei nema hálfkirkja og embættar þrisvar á ári. Jarðadýrleiki er óviss því jörðin tíundast engum. Jörðin er í konungseign. Ábúandinn er Ormur Jónsson. Landskuld er eitt hundruð. Greiðist með sex vættum fiska í kaupstað síðan forpachtningin hófst en áður heim til Bessastaða. Áður til forna hefur landskuldin verið greidd í fríðu með einum hundraðasta. Við til húsabótar hafa ábúendur lagt uppbótarlaust yfir sextíu ár. Leigukúgildi eru þrjú. Leigur greiðist í smjöri heim til Bessastaða. Kúgildin uppyngir ábúandinn uppbótarlaust yfir sextíu ár. Kvaðir eru um mannslán um vertíð, að auki tveir hríshesatr heim til bessastaða með skyldu, en margoft þar fyrir utan einn hríshestur, tveir eða þrír eftir þörfum, en í tíð Heidmanns voru þeir sjö um árið að meðtöldum skylduhestum. Hér að auki tveir dagslættir árleg aheim til Bessastaða og fæðir bóndinn verkamennina sjálfur að auki skipsferðir hvenær sem umboðsmaðurinn á Bessastöðum þarf á að halda vetur eða sumar og er hægt að áætla hve margar þær geta verið. Fæðir bóndinn þann mann ávallt sjálfur, hvort sem ferðin er löng eða stutt.
Kvikfénaður eru þrjár kýr, einn kálfur, fjórar ær, þrír sauðir veturgamlir, fjögur lömb, einn hestur, eitt hross með fyli. Fóðrast geta fjórar kýr. Heimilismenn sex. Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Hrísrif nokkurt hefur jörðin í heimalandi og er það að mestu eytt, að öðru leyti hefur hún hrísrif til eldiviðar í almenningum og svo til kolagerðar. LLyngrif og stunga í lakasta mála nærri ónýt. Fjörugrastekja nokkur. Rekavon nokkur. Hrognkelsafjara nægileg til beitu líður ágang af öðrum jörðum.
Heimræði er árið um kring og lending góð og ganga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hér oft undir kongsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauridts Hansson Siefing var á Bessastöðum. Heidemanns vegna hefur það ekki verið.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

Inntökuskip hafa hér stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu.
Túnin spillast af sandágangi. Engjar eru engar. Vatnsból er ekki gott, og þrýtur bæði vetur og sumar.
Hjá kvöðunum var gleymt að skrifa að á umliðnu hausti sendi umboðsmaðurinn Páll Beyer að Hvaleyri lamb í fóður, tók ábúandinn við því á launa, sama gjörði veturinn á undan umboðsmaðurinn sem þá var Jens Jurgensson, og hefur ábúandinn heldur ekki fengið fyrir það laun. Hafa þessar kvaðir aldrei áður verið, að auki var 1701 og nú í sumar heyhestur heimtur fyrir fálkaféð. Þetta hefur ekki fyrr eða síðar gert verið.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókaklöpp og nágrenni.

Hvaleyrarkot er gömul hjáleiga byggð eftir að hafa verið í eyði svo langt sem menn muna sem eru lifandi, og nú aftur komin í eyði fyrir þremur árum. Landskuld var meðan þar var búið 60 álnir og greiddist í fiski til heimabóndans, að auki eitt kúgildi og greiddust leigur í smjöri heim til bóndans. Gæti byggst aftur ef einhver þyrði að vera upp á sjávaraflann kominn, nú hefur heimabóndinn grasnytina þar sem með fylgdi (Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók III. Bls. 168-170, Kaupmannahöfn 1923-1924).
Í Jarðatali Johnsens frá 1847, segir m.a. að Hvaleyri sé í Álftaneshreppi og jarðanúmer 168. Hvaleyri sé í bændaeign, dýrleiki sé 20 hundruð, landskuld sé 0.100, kúgildi séu 2, og eigandinn sé einn. Í skýringum segi rum Hvaleyri að í Jarðabók frá 1803 séu nefndar fjórar byggðar hjáleigur, Bindindi, Lönd, Lásastaðir og Ásgautsstaðir (J. Johnson, Jarðatal á Íslandi. Bls. 91, Kaupmannahöfn).
Á árunum 1754-1757 bjó enginn á Hvaleyri og má það vera ein ástæða þess að bæjarhús og tún spilltust. Árið 1815 kaupir Bjarni Sívertssen jörðina af konungi, og síðan kaupir Jón Illugason snikkari jörðina árið 1834 af dánarbúi Bjarna riddara Sívertssens. Jón Illugason seldi síðan jörðina Jóni Hjartarsyni í Miðengi í Árnessýslu. Eftir lát Jóns tók ekkja hans , Þórunn Sveinsdóttir, við Hvaleyri, hún gaf síðan Sigríði frændkonu manns síns mestan hluta jarðarinnar 1868. Sigríður giftist síðan Bjarna Steingrímssyni hreppstjóra á Hliði. Jörðin var síðan seld síra Þórarni Böðvarssyni í Görðum árið 1870. Síra Þórarinn og kona hans gáfu síðan heimajörðina Hvaleyri til stofnunar alþýðu- og gagnfræðaskóla Flensborg í Hafnarfirði árið 1881 (Sigurður Skúlason 1933. Saga Hafnarfjarðar. Bls. 36-37 og 42-45. Reykjavík).
Elstu heimildir um náttúrfar á Hvaleyri eru frá árinu 1365, en þá er sagt af sandfjúki og sjávargangi á tún á Hvaleyri (Gísli Sigurðsson. Hvaleyri, Hafnarfjörður, Gullbringusýsla. Örnefnastofnun Íslands).

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina fyrir tímalandnáms Keilis. Myndina málaði sænskur málarisem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninuThy-Molander. Myndina gaf Magnús Guðmunds-son, barnabarn ÁrsælsGrímssonar fyrstastarfsmanns Keilis.Taliðer að myndin sé máluð íkringum 1950.

Frá árinu 1703 er sagt frá að hún hafi spillst af sandgangi, og engjar séu engar.
Árið 1730 voru Hvaleyrartún stórskemmd af grasmaðki og einnig herjuðu sandfor og fugl á það. Mikill lausamosi var í túninu. Túnið hélt áfram að skemmast og árið 1751 varð að slá tveimur vættum og einu kúgildi af afgjaldi jarðarinnar hvort sem það hefir eingöngu verið landskemmdum að kenna.
Á árunum 1754-1757 býr enginn á Hvaleyri, og má það vera ástæða þess að bæjarhús og tún spillast.
Á syðsta hluta Hvaleyrarholts mun hafa verið skógarítak Gufuneskirkju.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar, 2005. [Skráningin er að vísu mjög ófullkominn og erfitt að átta sig á staðháttum við lestur hennar.]

Hvaleyri

Hvaleyri í dag – 2021.

 

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Flókaklöpp

Í “Svæðisskráningu Hafnarfjarðar 1998” er m.a. fjallað um “Rúnaklappir” og “Minorstein” á Hvaleyri.

Rúnaklappir
Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.“Heiman frá bæ og niður að sjó lá sjávargatan, sem einnig nefndist Kotgata. Í norður frá bænum var vestasta hjáleigan, vesturkot, og kirngum það Vesturkotstún. Rúnaklappir voru grágrýtisklappir vestan kotsins.” Sjá meðfylgjandi grein Sveinbjörns Rafnssonar.
“Bandrúnir og flúr var þarna. Sérstaklega var einn steinn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumur, að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafnspjaldið sitt.”

Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda “rúnasteina”, á Hvaleyrarhöfða. Þesir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhgsunarefi. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (Í Vesturkotslandi). Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anno 1691?) og 17C (=1700).

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrr nefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðast nefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=Anno 1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyndur reitur með áratli innan í. Jónas Hallgrímsson skál athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. … Síra Árni Helgason getur um “rúnasteinana” á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilegar til orða tekið, sem engin nöfn eru þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafir.”

Minorsteinn

Flókasteinn

Flókasteinn og aðrir á Hvaleyri.

“Annar steinn var þarna rétt hjá með stöfum og tölum. Þar var ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi, norskur, og því er steinnin nefndur Minorsteinn.” Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda “rúnasteina” á Hvaleyrarhöfða. Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhusgunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi), Á hæsta steinium, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þremur stöum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem annað hvort á að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, °1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anni 1691?) og 17C (=1700). Á allstórum bugumynduðum grásteini norðvestur af fyrr nefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðast nefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=1657Ð). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyrndu reitur með ártali innan í. Jónas Hallgrímsson skáld athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. .. Síra Árni Helgason getur um “rúnasteinana” á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilega til orða tekið, sem engin nöfn er þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafirnir.”

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning Hafnarfjarðar 1998
-Ö-Hvaleyri B, 2; SS Saga Hafnarfjarðar, 27-28.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Hvaleyrarsel

Í “Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998” er m.a. sagt frá “Hvaleyrarseli”:

Hvaleyrarsel

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

1703: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott.” “Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru mikla rústir eftir Hvaleyrarsel.” “Héðan liggur svo línan suður á Seljahraun. Þar er Seljahraunsskjól skammt vestan Hvaleyrarvatns, en inn með því er lágur hóll, þar sem Hvaleyrarsel stóð, og má þar enn sjá móta fyrir byggingum. Línan liggur um Selhöfða, rétt hjá Borginni, fjárborg, sem er hæst á höfðanum.” “Rústirnar eru vestan í klöppum í jarðsygi í austurjaðri Selhraunsins, hraunið er mjög gróið, aðallega mosa og lyngi.”

Hvaleyrarsel?

Meint Hvaleyrarsel.

Rústunum má skifta í tvö hólf. Sunnanmegin er hlaðinn veggur úr grjóti og e.t.v. torfi, en veggurinn er mjög gróinn. Veggur þessi liggur samsíða hraunhellu sem hefur risið nokkuð upp fyrir jarðsigið og slútir undir sig. Veggurinn nær að löngum hellisskúta í suðri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Skútinn er fullur af grjóti nú en hugsanlega hefur hann verið nýttur sem hluti af mannvirkinu. Veggur þessi er 11.2 m langur og 1.5-2m breiður. Rýmis milli hans og hraunhellu er 2-4 m á breidd, allt eftir hvort mælt er frá efri brún hellunnar eða þeirri neðri. Rými undir hellunni er mjög lágt eða um 0.3-0.5m á hæð og hefur því væntanlega ekki geta nýst mikið nema til geynslu. Vel getur verið að reft hafi verið yfir en engin merki er að finna um það. Inngangur er á vesturveggnum. Syðst, milli þess mannvirkis og veggja tóftarinnar, sem er þarna sunnan við. Hæsta hæð veggjar er 1.1-1.2 m. Syðsta tóftin er einnig hlaðin utan í klöpp og eru 3 veggir hennar hlaðnir úr grjóti sem nú er mjög gróið. Inngangur hefur líklega verið á norðurvegg við vesturhornið og hefur því verið innangengt úr nyrðri tóftinni. Innanmál tóftarinnar eru; um 3.5 m frá A-V og 2.4m frá N-S. Veggjaþykktir eru 1.3-1.5m þar sem ekki er hrun. Vestur og norðurveggur er nokkuð hrundir en suðurveggur stendur þokkalega. Suðurveggurinn er 1.3m á hæð þar sem hann er hæstur. Vestur frá SV-horni syðri tóftarinnar liggur einföld steinröð þvert yfir jarðsigið. Þetta munu vera leifar garðs sem hjálpað hefur við aðrekstur fjársins.”

Hvaleyrarsel

Fjárborg á Selhöfða.

Framangreind umfjöllun er miklum annmörkum háð. Ef vel er skoðað hefur þarna aldrei verið selstaða, einungis hluti selstöðu, þ.e. stekkur. Þessar minjar munu hafa tilheyrt eldri selstöðu Hvaleyrar vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá Seljahraunsskjóli (gróið jarðfall), en heimildir um selstöðuna þar fyrrum virðast ekki hafa varðveist. Þó má þar sjá minjar hennar enn í dag, ef vel er skoðað, s.s. vanhirtar vegghleðslur með skógræktanlegu ívafi og tilheyrandi eyðileggingu. Annars er umrædd “Svæðisskráning” lesendum einstaklega ruglingsleg; hlaupið er úr einu í annað án nokkurs samhengis. Meira um það síðar…

Hvaleyrarsel

Stekkjartóft í Seldal.

Áþreifanlegustu minjar Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn, áður en það fluttist upp í Kaldárssel, eru á tanga norðan undir Selhöfða. Þar má enn sjá móta fyrir baðstofu, búri, eldhúsi og stekk. Tilvist selsins er m.a. staðfest með frásögninni, sem hér má lesa HÉR, HÉR og HÉR.

Rétt 

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

“Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðan er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni austan og vestur á brún, þar sem landið lækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.”

Sjá meira um Hvaleyrarsel HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 99-100.
-JÁM III, 168; Ö-Hvaleyri A, 2; Ö-Hvaleyri B,5; Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði 154.

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.