Færslur

Reykjanesskaginn

Eftirfarandi grein um “Eldgos á Reykjanesi á sögulegum tíma” er eftir Jón Jónsson, jarðfræðing, og birtist í Náttúrfræðingum árið 1983.

Isor

Jarðfræðikort ISOR af Suðvesturlandi.

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi. Er það efni þessarar greinar að draga saman nokkrar staðreyndir í því sambandi.
Jarðvísindalega séð er Reykjanesskagi hreinasti dýrgripur því hann er einn aðgengilegasti hluti hins virka gosbeltis og dæmi um það hvernig slíkir hryggir byggjast upp.

Heimildir um eldgos á Reykjanesskaga

Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígar.

Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða” (Kristnisaga, bls. 270). Kristnisaga er talin vera „að stofni til frá 12. öld” (sama heimild bls. 29) og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað.

Eldborg

Eldborgin syðri í Svínahrauni.

Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999. Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali. Svo gerir Hálfdán Jónsson (1703, útg. 1979), Sveinn Pálsson (1945) og svo hver af öðrum, m. a. hefur það slæðst inni í sögu Íslands I (Sigurður Líndal 1974, bls. 241) og er þar til áréttingar sýnd mynd af hrauntungu þeirri sem „mundi hlaupa á bæ Þórodds goða” að Hjalla. Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar.
NýmyndunÞannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 (Þorvaldur Thoroddsen 1925, 1958). Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil — og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi.
GjóskusniðVafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs (Árni Óla 1969).
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér. Þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir. Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900 (Sigurður Þórarinsson 1968, Jón Jónsson 1978) og öskulag frá Kötlu um 1495 (Jón Jónsson 1978). Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.

Aldursákvarðanir
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan
aldur.

Nyrðri-Eldborg

Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta. Örnefnið Nýjahraun (Kapelluhraun) bendir til þess að það hafi orðið til á sögulegum tíma.
Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir. Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900 (Sigurður Þórarinsson 1968, Jón Jónsson 1978) og öskulag frá Kötlu um 1495 (Jón Jónsson 1978). Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg.

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið.

Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.

Söguleg hraun á Reykjanesskaga
Svínahraun — Kristnitökuhraunið
MelhóllSýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan (Jón Jónsson 1977). Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlulagið frá um 1495 ofan á því (Sigurður Þórarinsson 1968, Jón Jónsson 1979). Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði (Þorleifur Einarsson 1960, Jón Jónsson 1978) og teljast um 0,24 km Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.

Rjúpnadyngnahraun
RjúpnadyngjaÍ nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og Sandfells er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf.

Rjúpnadyngjuhraun

Í Rjúpnadyngjuhrauni.

Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur. Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á.
Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.

Kóngsfellshraun
Stóra-KóngsfellVestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.

Breiðdalshraun

Kistufellsgígur

Kistufellsgígur.

Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð, sem ég hef nefnt Kistu og sem sent hefur hraunstrauma bæði suður og norður af fjallinu. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið.

Breið

Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C” ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.

Selvogshraun

Herdísarvíkurfjall

Herdísarvíkur- og Hlíðarfjall – sjá má hrauntauma ofan frá Brennisteinsfjöllum.

Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, sem ég í dagbókum mínum hef nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, en fram til þess nota ég hitt nafnið enda hef ég áður notað það (Jón Jónsson 1978).

Draugahlíðar

Gráfeldur á Draugahlíðum.

Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 (Þorvaldur Thoroddsen 1925, bls. 188-189). Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.

Tvíbollahraun
TvíbollahraunVið Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40 – 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C’4 ár, (Jón Jónsson 1977) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Gvendarselshraun
GvendaselsgígarNorðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni gegnt Helgafelli er gígaröð, sem ég hef nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann.

Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígaröðin og Gvendarselshraun.

Annar straumur hefur fallið vestur um skarðið milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells. Gvendarselshraun er því yngra. Auk þess grófum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur inn undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075.

Nýjahraun — Kapelluhraun
KapelluhraunEins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.

Ögmundarhraun
ÖgmundarhraunEkki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km.
Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið (Jón Jónsson 1981).

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við — sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo – og hafi hraunið fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt. Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því. Á öðrum stað hef ég rakið það, sem vitað er um aldur hraunsins og er ekki ástæða til að endurtaka það hér (Jón Jónsson 1981). Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga og skal nánar að því vikið síðar. Sjá ennfremur töflu I hér á eftir.

 

Afstapahraun
AfstapahraunÁður hef ég leitt nokkur rök að því (Jón Jónsson 1978) að nafnið á þessu hrauni sé afbökun úr Arnstapa — enda er hitt nafnið lítt skiljanlegt. Ekkert hefur verið vitað með vissu um aldur þessa hrauns. Þorvaldur Thoroddsen (1925, bls. 187) segir raunar að það sé „in aller Wahrscheinlich
nach bei Ausbrúcken in historischer Zeit hervorgebrochen”, en ekki fer hann í þessu eftir öðru en unglegu útliti hraunsins. Í norðanverðu hrauninu eru nokkrir óbrennishólmar og eftir að athuganir meðfram vesturbrún hraunsins höfðu ekki borið árangur, leituðum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fyrir okkur nyrst í einum þessara hólma. Eftir að hafa grafið á nokkrum stöðum við hraunröndina töldum við okkur hafa fundið landnámslagið, sem liggur inn undir hraunið. Þar eð ég var ekki fyllilega ánægður með sniðið fór ég aftur á staðinn og gróf lengra inn undir hraunið. Þar fann ég landnámslagið mjög greinilegt með þess einkennum, ljóst að neðan en dökkt að ofan. Þetta má vel greina á ljósmyndinni ef hún prentast sæmilega. Þar með er ljóst að Afstapahraun er runnið á sögulegum tíma. Ekki heppnaðist að finna gróðurleifar nothæfar til aldursákvörðunar.

Arnarseturshraun
ArnarseturshraunHraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt
því 0,44 km en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.

Litla-Skógfell

Út frá þeím skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár. Sú var og niðurstaða mín (Jón Jónsson 1978, bls. 258-9). Hins vegar hafa nú rannsóknir leitt í ljós að svo getur ekki verið, og er hraunið talsvert eldra, en eigi að síður frá sögulegum tíma. Óbrennishólmi einn lítill er skammt fyrir neðan Litlaskógfell og eftir árangurslausa leit á nokkrum stöðum fórum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og grófum þar við hraunröndina. Fundum við þar bæði landnámslagið og Kötlulagið, hið fyrra undir, hið síðara ofan á hrauninu. Af jarðvegssniðinu má ráða að talsvert lengri tími hafi liðið frá því að landnámslagið féll til þess að hraunið rann, en frá því til þess að Kötlulagið féll. Sýnist því að þetta gos gæti vel hafa orðið eitthvað nálægt 1300, samanber töflu I.

Eldborg við Trölladyngju
EldborgÞess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann. Ég hef áður talið þetta hraun yngra en Afstapahraun (Jón Jónsson 1978) en ekki treysti ég mér til að telja þá niðurstöðu með öllu ótvíræða. Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.

Traðarfjöll
TraðarfjöllEftir að þessi grein var búin til prentunar, fannst enn ein eldstöð, sem telja verður óvéfengjanlegt að sé frá sögulegum tíma. Þessi eldstöð er sunnan í Traðarfjöllum, skammt sunnan við Djúpavatn. í riti mínu um jarðfræði Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978, bls. 165-166) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast. Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.

UMRÆÐA
Eldborg 3Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að gos hafa orðið á Reykjanesskaga a. m. k. 12 sinnum eða 13 frá þeim tíma að norrænt landnám hófst. Mjög sennilegt virðist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið á sögulegum tíma endanlegar. Svo virðist sem eldvirkni hafi verið mikil á tímabilinu 1000-1400 og raunar eins skömmu fyrir landnám. Hraun frá sögulegum tíma þekja um 143 km2 og rúmtak þeirra ætti að vera um 2,3 km. Einnig þetta eru lágmarkstölur. Það skal tekið fram að enda þótt hraunin 6, sem talin eru í efri hluta töflunnar, séu sett í ákveðna aldursröð er engan veginn víst að hún sé rétt.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Ljóst er að Kóngsfellshraun er yngra en Rjúpnadyngjur, en þær aftur yngri en Tvíbollahraun. Arnarseturshraun og Afstapahraun gætu vel verið frá sama tíma. Spursmál sem þessi hljóta að bíða úrlausnar. Af sumum hraunanna eru til nokkrar aldursákvarðanir gerðar með nokkurra ára millibili, aðrar samtímis. Af Leitahrauni eru til 4 ákvarðanir, af Óbrinnishólum 4, Reykjafellshrauni 3 og af Ögmundarhrauni 5. í töflu I er gefið meðaltal.

Hraunmyndun

Nokkrum sinnum hafa verið gerðar tvær ákvarðanir á efni frá sama stað. Er þá annað sýnið að jafnaði leifar kolaðs kvistgróðurs, stöku sinnum örugglega leifar birkikjarrs, en hins vegar kolaðar leifar gróðurs, sem ekki verður nánar ákvarðaður, væntanlega einkum leifar mosa og grasa. Ófrávíkjanlega hefur slíkt efni sýnt hærri – stundum verulega hærri aldur. Hefur það því ekki verið notað við gerð töflunnar, enda oft í ósamræmi við staðreyndir fengnar frá öskulögunum eða hreint jarðfræðilegum staðreyndum (t. d. jarðlagafræðilegum „stratigrafiskum”). Þessi mismunur er ofur eðlilegur þar eð lífrænar leifar efst í jarðveginum hafa líka náð að kolast, þegar hraunið rann yfir gróið land. Slíkt lag er 3 – 4 cm þykkt eða meir. Þess má geta að hraunið úr Eldborgum undir Meitlum, það er runnið hefur niður í Ölfus og bæði ég (Jón Jónsson 1977) og Þorleifur Einarsson (1960) höfum talið vera nær samtíma gosinu í Reykjafellsgígum (Hellisheiðarhraun IV hjá Þorleifi), er samkvæmt C14 ákvörðuninni verulega eldra.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja.

Af innbyrðis afstöðu hraunanna er ljóst að hraunið úr Eldborgum er eldra. Af innbyrðis afstöðu annarra hrauna til þeirra, sem aldursákvörðuð hafa verið, má nokkuð ráða um lágmarksaldur þeirra. Sem dæmi má nefna að hraunin frá Hrútagjárdyngjunni, en þau þekja svæðið frá Hvaleyrarholti vestur að Vatnsleysuvík, eru yngri en Búrfellshraun, þ. e. minna en ca. 7000 ára. Sama gildir um hraun það er ég hef kennt við Helgadal, en það hefur runnið út á Búrfellshraun, er brotið af misgengi eins og það og því sennilega óverulega yngra.
Margt fleira mætti telja, en hér skal nú staðar numið.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, Jón Jónsson, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga, 54. árg, 1-4 tbl, 01.05.1983, bls. 127 – 138.Aldur

Reykjaneshryggur

Í Náttúrufræðingnum 1965 birtist grein eftir Sigurð Þórarinsson með yfirskriftinni “Neðarsjávargos við Ísland“. Hér er útdráttur úr greininni er fjallar um neðansjávarkos við Reykjanes:
“Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan Íslandsströndum eru í beinu framhaldi af vestra Karlinneldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykjaneshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hafs, og elzta heimild um neðansjávargos við Ísland — ef undanskildar eru óljósar írskar helgisagnir, sem hugsanlega gætu átt við gos á íslandi, eða við landið — varðar vafalítið gos á þessu svæði. Þessi heimild er Bók undranna, Liber Miruculorum, eftir Herbert nokkurn, sem var kapellán í Cisterciensaklaustrinu í Clairvaux á Frakklandi og ritaði þessa bók á árunum 1178—80, en hún er varðveitt í pergamentshandriti í ríkisbókhlöðunni í Miinchen (cod. lat. Monach. 2607 4to). Þessi bók hefur að innihalda Íslandslýsingu og benda sterkar líkur til þess, að heimildarmaður Herberts um Ísland hafi verið norrænn merkismaður, Eskell erkibiskup í Lundi, sem flutti til klaustursins í Clairvaux þegar hann lét af erkibiskupsembætti 1171 og dvaldi þar til dauðadags, 25. ágúst 1181. Var vinfengi með honum og Herbert kapelláni. En Eskell erkibiskup hafði góð sambönd við íslenzka kennimenn. M. a. vígði hann Klæng Þorsteinsson til biskups í Skálholti árið 1152.

Herbert

Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán, sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sardíníu.
Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta ritverk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í heild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld.
Í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180.
Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðunum 107v og 108r í Múnchen-handritinu.

Hér á árunum útvegaði ég frá München ljósmyndir af Íslandslýsingu Herberts og er hún prentuð í heild í Náttúrufræðingnum 1952, í þýðingu Jakobs Benediktssonar. Þar er m. a. að finna elztu lýsingu á Heklu og Heklugosi, sem varðveitzt hefur, og svo virðist einnig, sem Herbert hafi haft spurnir af Kötluhlaupi. En í þessari Íslandslýsingu stendur einnig eftirlarandi, sem ekki getur átt við annað en neðansjávargos og þá hlýtur það að vera gos, sem orðið hefur fyrir 1178; ,,Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki aðeins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur, og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skipum og skipstjórum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta.”

Reykjanes 7

Í Noregskróníku á latínu, Breve chronicon Norvegiæ (Munch 1850), skrifaðri um 1230, getur höfundur þess, að á vorum dögum hafi það gerzt, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin hafi opnazt og kastað upp úr djúpunum eldlegum gufum (ignivomes vapores) og myndað stórt fjall upp úr sjónum. Má vera, að hér sé átt við gos það, sem íslenzkir annálar telja að orðið hafi 1211 undan Reykjanesi, en það er elzta neðansjávargos, sem íslenzkar heimildir geta um. Um þetta gos hafa fornu annálarnir eftirfarandi að segja: Konungsannáll: Landskjálfti fyrir sunnan land. XIII menn létust. Eldur kom upp úr sjó. Sörli Kolsson fann Eldeyar (Isl, Ann. bls. 123). Skálholtsannáll er ítarlegri „Vætu sumar. Landskjálfti fyrir sunnan land. í þeim landskjálfta létust XIIII menn. Eldur kom upp úr sjó fyrir Reykjanesi. Sörli Kolsson fann Eldeyjar (Ibid. bls. 182). Og enn bætir Oddaverjaannáll um vitneskju vora: „Sörli íann Kldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið” (Ibid., bls. 478). Aðrir annálar geta aðeins landskjálftans og manntjónsins, sem er hið mesta sem vitað er um af völdum landskjálfta á’íslandi (Ibid., bls. 23, 62, 255, 325).

Landnám

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.

Þótt hinum fornu annálum beri saman um ártalið er þess að minnast, að þeir eru færðir í letur alllöngu eftir atburði þessa og væri ártalinu ekki fyllilega að treysta, ei: ekki kæmi til enn ein heimild, sem telja má næstum samtímaheimild, er getur neðansjávargoss þetta ár. Þessi heimild er Páls saga biskups, sem skráð mun skömmu eftir andlát hans, sem varð 29. nóv. 1211.
Höfundur vitnar til Ara fróða um það hversu jörðin drúpti eftir fráfall Gizurar biskups, en síðan er það rakið, „liversu margur viðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þessa hins dýrlega höfðingja Páls biskups: jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn á sér, þá er náliga var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yíir sýndust náliga allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli” (Bisk. I, bls. 145). Loks er landskjálftans 1211 getið í Guðmundar sögu hinni elztu og sagt að „urðu XVIII menn undir húsum” (Bisk. I, bls. 503).
JarðskjálftarÞað sem draga má saman af þessum fáorðu heimildum er þetta. Árið 1211, líkast til síðla árs, verður eldgos undan Reykjanesi. Á gossvæðinu verða mikil umbrot, eyjar sökkva þar í sæ en aðrar rísa úr sæ og má mjög líklegt telja, að þar hafi átt upptök sín sá mikli jarðskjálfti og mannskaði er 14 eða 18 manns láta lífið undir hrynjandi húsum. Þær eyjar er myndast, eru nefndar Eldeyjar, og er nafnið út af fyrir sig næg sönnun þess að eldsumbrot hafi orðið á þessum slóðum.
Athyglisvert er, að Oddaverjaannáll segir Eldeyjar hafa verið þarna fyrir, er alla ævi hafi staðið, og bendir það til eldsumbrota á þessum slóðum löngu fyrir 1211.
ÍslandFrásögn Herberts kapelláns sannar, sem fyrr getur, að gosið hefur undan íslandsströndum, og þá líklegast undan Reykjanesi, iyrir 1178, en sé Oddaverjaannál að treysta, og hann virðist oft næsta traust heimild, bendir þetta til allmiklu eldri eldsumbrota, en ekki verður úr því skorið, hvort Eldeyjar hinar fornu hafi hlotið nafn af eldsumbrotum í nálægð þeirra, eða hvort það var vegna þess að menn vissu þær hafa risið úr sæ í eldsumbrotum. Ummæli Oddaverjaannáls ,,er alla ævi höfðu staðið” benda til hins fyrrnefnda. Orðið eldey tel ég samt rétt að nota sem vísindaheiti um eyjar, sem myndast við eldgos í sjó.

Arnarsetur

Arnarseturshraun rann um 1260.

Aftur geta annálar eldsuppkomu fyrir Reykjanesi 1226 (Isl. Ann. bls. 24, 64, 127, 186, 255, 326). Konungsannáll nefnir „myrkur um miðjan dag”. Oddaverjaannáll nefnir „Sandfallvetur” 1226 (bls. 479) en Resens annáll, Lögmálsannáll og Gottskálksannáll nefna veturinn 1227 „Sandvetur” (Ibid. bls. 24, 256, 326) og Guðmundar saga elzta segir „Sandvetur liinn mikli og fjárfellir 1227″ (Bisk. I, bls. 548), og liggur því næst að álykta, að það hafi verið veturinn 1226/27, sem þetta mikla sandfall varð, þá væntanlega af völdum áður nefnds neðansjávargoss, því annars goss er ekki getið þetta ár. Gossins er einnig getið í Guðmundar sögu elztu (Bisk. I, bls. 546) og í sömu sögu er sagt um sumarið 1231: „Þetta var kallað sandssumar því að eldur var uppi fyrir Reykjanesi og var grasleysi mikið” (Ibid., bls. 553—54). Ekki er þessa goss getið í annálum.
Fjórir annálar geta elds fyrir Reykjanesi 1238 (Isl. Ann., bls. 65, 130, 188, 327) og Resens annáll nefnir „eldsuppkomu í Reykjanesi” (Ibid. bls. 25), Konungsannáll getur einnig elds fyrir Reykjanesi 1240 og mikilla landsskjálfta fyrir sunnan land sama ár og rauðrar sólar (Ibid. bls. 131). Oddaverjaannáll segir hið sama að því viðbættu, að sólin hafi verið „rauð sem blóð” (Ibid. bls. 481) og rauðrar sólar þetta ár er einnig getið í Skálholtsannál (Ibid. bls. 188). Hugsanlegt er að þetta gos 1240 sé raunverulega það sama og aðrir annálar telja 1238, þótt Konungsannáll nefni bæði.

Stampar

Stampagígaröðin myndaðist um 1212.

Með þessu gosi lýkur tímabili mikilla eldsumbrota undan Reykjanesi, sem varað hafði að minnsta kosti frá 8. tug 12. aldar og líklegast allmiklu lengur. Líklegast er það eitthvað af þessum gosum, sem liggur að baki frásagnar enskrar króníku, Chronicon de Lancerot, sem fjallar um tímabilið 1201—1346. Þar er sagt um Vilhjálm nokkurn frá Orkneyjum, að hann hafi um 1275 sagt frá ýmsu af Íslandi, m. a. því, að einhvers staðar á því sama landi hafi sjórinn brunnið á mílu svæði og eftir skilið svart gjall og soralegt. Einnig mun til þessa eldsumbrota tímabils, líklega gossins 1211, að rekja eftirfarandi orð í íslandslýsingu Arngríms ábóta: „Það fylgir þessum fádæmum, að í sjálfu hafinu viku sjávar suður undan landinu, hefur upp komið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn, það er upp kom í fyrstu með sömu grein.” (Bisk. II, bls. 5).
Í annálsbroti sínu, Annalium in Islandia Farrago, skrirar Gísli Oddsson um árið 1340:
Stampar„Var skaginn Reykjanes meir en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Driftarsteinn). Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir.” Ekki geta eldri annálar neins goss á Reykjanesi á þessum árum en hins vegar um gos í Trölladyngjum innar á skaganu í kringum 1300 og vel má vera, að einnig hafi gosið undan Reykjanesi á þessum árum, en allsendis ósannað er það. Næst er eldsumbrota getið undan Reykjanesi 1422, i Lögmannsannál, sem teljast má samtímaheimild um atburðinn. Þar segir: „kom upp eldur í hafi í útsuður undan Reykjanesi. Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan” (Isl. Ann., bls. 293). Ekki er ástæða til að efa þessa frásögn.

Eldey

Eldey.

Árið 1597 hefur Gísli biskup Oddsson það eftir séra Gísla Guðbrandssyni (presti að Hvammi í Hvammssveit 1584—1620), að Brimarkaupmenn hafi lyrir 15 árum séð eld brenna í hafsdjúpi við Reykjanesskaga, eigi langt frá eyjum þeim, sem af eldi hafa hlotið nafnið Eldeyjar eða Gígeyjar (Ann. Farrago, Islandica X, bls. C). Samkvæmt þessu ætti að hafa orðið neðansjávargos þarna 1583.
Nafnið Gígeyjar kemur ekki fyrir í neinu öðru riti, svo mér sé kunnugt, en það er að finna dálítið afhakað (Geie eiar, Geye eyar) á liinu merkilega íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem kom út í fyrsta sinn í viðhót við kortabók Abrahams Orkeliusar í Additamentum IV Theatri Orbis Terrarum 1590 og í Atlas Mercators 1595 (Nörlund, Isl. Kortlægning, Pl. 23, 24). Á þessum kortum er Eldey sýnd og Geirfuglasker suðvestur af henni, en Gígeyjar sunnan suðaustan Eldeyjar. Hvort sem Gígeyjar hafa raunverulega verið samheiti (sýnóným) Eldeyja eða nafn á sérstökum eyjum, er nafnið sjálft sönnun fyrir því, að í eina tíð hafi verið undan Reykjanesi eyjar með gíglögun, sem nú eru horfnar.
Nú líða 200 ár, þar til næst verður elds vart undan Reykjanesi, svo að í frásögur sé fært.

Eftirfarandi er promemoria Jörgens Mindelhergs, skipstjóra á húkkertunni Boesand, dagsett 8. júlí 1783. „Viðvíkjandi þeirri brennandi eyju, sem liggur 8l/£ mílu réttvísandi suðvestur frá syðsta Geírfuglaskerinu við ísland, höfum vér skráð eftirfarandi frá og með kl. 3 að morgni 1. maí: Kl. 3 um morguninn sáum vér reyk stíga upp úr hafinu og hugðum vera land en ígrunduðum þetta og niðurstaðan varð sú að þetta væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið. Við hrepptum síðan þoku og andbyr til 3 maí og slöguðum á þessum slóðum. Stundum sáum vér reykinn og stundum ekki. Kl. 5 að morgni 3. maí fengum vér hyr og tókum stefnu á jökulinn.

Eldey

Eldey.

Kl. 7 birti í lofti og sást þá eyland sem þennan hræðilega reykjarmökk lagði upp af. Sigldum upp að því til þess að sjá lögun þess og þegar vér vorum í hálfrar mílu fjarlægð urðum vér frá að hverfa vegna ótta um að skipverjar myndu lalla í ómegin sakir hins hræðilega brennisteinsreyks. Sérhver skipverja er reiðubúinn að vottfesta með eiði það sem hér fer á eftir. Eyjan er á að gizka 1/9 mílu og sú púðurgröf, sem þar brennur, er suðvestan á henni og leggur þar sannarlega og örugglega feiknar reyk upp úr grjótinu. Myndast þar af svo mikið af vikri, að það þekur sjóinn um 1/8 mílu. Réttvísandi
í NNA frá eynni er blindsker, um mílu frá eynni. Þar eru miklir brotsjóar og mjög hættulegir sjófarendum, vegna þess að skerið rís ekki upp fyrir sjávarmál. Eyjan lítur þannig út.
Eftirmáli: „Eldurinn er í gjá suðvestan í eynni, og að það sé, er ég og mínir menn reiðubúnir að sverja, ef þess gerist þörf.” Undir undirskrift er enn bætt við: „Mér flaug virkilega í hug, þegar ég sá þennan ferlega reyk, að kominn væri dómsdagur.”
Jörgen Mindelberg og skipverjar hans urðu fyrstir manna, svo vitað sé, til að líta þá margumskrifuðu eyju, sem vorið 1783 upp hlóðst undan Reykjanesi, nánar tiltekið þar, sem nú heitir Eldeyjarboði, um 62 km suðvestur af Reykjanesi.
EldeyNæst á vettvang var skipið Den hvide Svane, skipstjóri Hans Pedersen Manöe. Eftirfarandi er útdráttur úr skipsdagbók lians 10. og 11. maí 1783: „Laugardaginn 10. maí kl. 8 um kvöldið vorum við á að gizka 63° 10′ n. hr. og 354° 16′ 1. (niiðað við Ferro). Þá sáum við Ísland í kompásstelnu NA til A, í á að gizka 8—9 mílna fjarlægð, en þar eð loft var mistrað og liðið á kvöld vissum við ekki gjörla hvar við vorum, gizkuðum þó á að við værum milli Eyrarhakka og Bátsenda. Við sigldum áfram sem áður til að komast í sjónfæri við Geirfuglasker, og stefndum í N til V, og sáum nokkuð af brenndu grjóti á sjónum. Kl. 10 um kvöldið sáum við feiknlegan reyk og bruna í NV og höfðum þá sjón fyrir augum til morguns hins 11. kl. 3, þegar við sáum yzta Fuglaskerið, sem nefnist hið blinda og var þá í SV til V l/ý V á kompásinn, á að gizka 3 mílur frá oss og þaðan sýndist þessi reykur og éldur koma.

Reykjaneshryggur

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth.Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.

Samtímis tókum við stefnu á hið yzta af þeim allháu Fuglaskerjum í NA til A á kompásinn, 814 mílu frá oss og tókum þaðan stefnu N til A eftir jöklinum og var þá mikið af áðurnefndu grjóti í háfinu framundan okkur og sigldum við í gegnum það 12 til 13 mílur norðan Fuglaskerja. Svo þykkt var þetta lag á sjónum að úr ferðskipsins dró svo að munaði l/4 niílii á hverri vakt. Lá þetta á hafinu á 20 til 25 mílna breiðu svæði.”
Hinn 22. maí 1783 gefur Peder Pedersen, skipstjóri á liúkkertunni Torsken, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, skýrslu um sína reisu til landsins. Þar segir: „Þegar ég kom til landsins fann ég land í hafinu úti. Þar var eldur uppi á þrem stöðum og er þetta land jafnstórt og eitt af stærstu Fuglaskerjunum. Þetta land var ekki þama áður. 2 mílur suðvestur af landi þessu reyndi ég að lóða og fann 42 faðma dýpi og brunagrjót í botni, sem leit út eins og ,,Ravn-kull”, og hafið var þakið vikri, sem land þetta spúði úr sér. Ég sigldi kringum um það í  1/2 mílu fjarlægð til að skoða það. Þetta land hggur V-S á kompás eða SV réttvísandi frá yzta Fuglaskerinu á að gizka í 7—8 mílna fjarlægð.”

Karlinn

Karlinn á Reykjanesi – afurð Nýeyjar?

Uppgötvun þessarar nýju eyjar vakti mikla athygli þeirra háu herra, sem réðu málum Íslands úti í Kaupinhafn. 26. júní 1783 er gefin út konungsúrskurður (stjórnarskipun) til Rentukammersins, svo hljóðandi: „Þar eð eyja hefur óvænt orðið til í landskjálftum og eldsumbrotum í hafinu út af Reykjanesi, nokkrar mílur undan suðurströnd landsins, og ástæða er til að óttast, að þegar eldur sá slokknar, sem enn logar, muni útlendingar geta sezt að á eynni til óbætanlegs tjóns íslenzkum fiskveiðum, ber voru kammeri að gefa stiftamtmanninum á Islandi eindregna skipun þess efnis, að þegar er mögulegt verður að nálgast þetta nýja land skuli hann fara með einu af skipum Íslandsverzlunarinnar og slá hátíðlega eign vorri á það, og ekki aðeins draga þar upp danska fánann heldur reisa þar þann stein með ártali og fangamarki voru, sem héðan verður sendur. Einnig skal hann semja skjal um landnám þetta í tveim samhljóða eintökum og skal annað geymast á Íslandi, hitt sendast hingað. Eynni skal gefið nafnið Nýey. Allt þetta verður að gjöra, enda þótt svo kunni að fara að eyjan hverfi svo sem hún til kom. Vort kammer, sem þetta er falið, verður að semja um allt viðvíkjandi skipi því, sém notað yrði, við stjórn Íslandsverzlunarinnar. Thodal stiftamtmanni var skrifað bréf 28. júní og honum uppálagt að framkvæma skipunina og skipa kaupmanninum í Hafnarfirði að vera til aðstoðar og láta póstskip taka með stein þann, sem reisa skuli í eynni og tilbúinn muni eftir nokkra daga. Er steinninn sagður þriggja álna hár, breidd hans neðst y4 álnar, en hálf alin efst, og þykkt sem því samsvari. Virðist steinninn hafa verið höggvinn, því varðveittur er reikningur frá steinihöggvaranum til Finanskollegium, að upphæð 17 ríkisdalir og 4 mörk. En aldrei komst sá stóri steinn út í Nýey.
Í plaggi frá Rentukammerinu 81. ianúar 1784 er þess getið, að Thodal stiftamtmaður hafi tilkynnt, að sakir þess, hve áliðið var árs og vegna stöðugrar þokn, hafi hann ekki getað slegið eign á eyna í konungsnafni samkvæmt tilskipun frá 3. júlí 1783, sér í lagi þar sem samkvæmt frásögn skipstjóra þess, er eyna fann, yrði landtaka að ske í bátum. Hafi hann því að ráði skipstjórans frestað framkvæmdum til næsta vors. Þó hafði stiftamtmaðurinn samið um það við téðan skipstjóra, að á heimleið sinni skyldi hann reyna að komast þar á land, og eftirskilja þar trékefli með fangamarki hans hátignar, eða þá mynt, en stiftamtmanni höfðu síðar borizt þær fregnir, að engir af skipstjórum verzlunarinnar hafi séð eyna, líklega vegna þess að stöðugar þokur hafi fælt þá frá að nálgast hana.
Í tilefni af þessu er gefinn út nýr konungsúrskurður 9. febrúar 1784 þar sem: 1) vorum stiftamtmanni Thodal er falið á ný að gera á vori komanda allt sem í hans valdi stendur til að framkvæma skipunina frá 26. júní og resolútíórina frá 3. júlí s.l. ár viðvíkjandi „Okkupation” Nýeyjar. 2) Stjórn Íslandsverzlunarinnar er falið að skipa versluninni í Hafnarfirði á Íslandi að láta skip það, sem í næsta mánuði á að flytja Levetzow kammerherra og stúdent Magnús Stephensen frá Íslandi, koma það nærri Nýey að sá síðarnefndi geti framkvæmt þær athuganir, sem honum samkvæmt tilskipan var falið að gera í þessu sambandi.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga.

Í lok bókar sinnar um Skaftárelda víkur Magnús Stephensen að þessu. Það sem hann skrifar þar um eyna og legu hennar mun byggt á frásögnum áðurnefndra skipstjóra, einkum Mindelbergs, en hann segir skipstjóra ekki sammála um stærð hennar, segi sumir hana mílu ummáls, en aðrir 1/2 úr mílu eða litlu meir. Hann bætir því við, að á þessu ári, þ. e. 1784, hafi engir sæfarar séð eyna og ,,þó að þau skip sem ég og herra kammerherra Levetzow fórum með út og utan hafi haft eindregin fyrirmæli um að finna eyna, ef mögulegt væri, höfum við ekki komið auga á hana, enda þótt við á útleið sigldum langa stund Iram og tilbaka um það svæði, þar sem eyjan átti að vera.” Magnús Stephensen skrifar að lokum: „Ef mér leyfist að draga af þessu nokkra ályktun, hlýtur hún að verða sú: að Nýey liafi sokkið með sama hætti og hún reis úr sjó fyrir ári.” Hann segir legu eyjarinnar eftir „nöiagtig Giskning” hafa verið „umtrent paa (53° 20′ nordre Bredde og 354° 20′ Længde” og mun hér miðað við eyna Ferro.
SprungudalurSumarið 1786 kom hinn dugmikli forstjóri dönskn sjómælinganna, P. de Lövenörn til Íslands. Meðan hann dvaldist í Hólmsins höfn sendi hann lautinant Grove út með jagt til að leita Nýeyjar, en hann fann ekkert nema þann hoða, sem nú er nefndur Eldeyjarboði og taldi hann leifar Nýeyjar (Löwenöm 1788). Þar með er upptalið það, sem vitað er um þá ey Nýey og örlög hennar. Hvenær hún hvarf undir sjávarborð er óvíst, en líklegt má telja, að það hafi ekki verið þoku einni um að kenna, að skip fundu ekki eyna haustið 1783, heldur hafi hún þá þegar verið horfin að mestu eða öllu. Einfaldasta skýringin á því að sjónarvottum bar ekki saman um stærð eyjarinnar er sú, að stærð hennar hafi verið breytileg eða að ruglað hafi verið saman kvartmílum og landmílum.
Í eldfjallasögu sinni tekur Þorvaldur Thoroddsen upp tölur þær, sem Magnús Stephensen nefnir, að ummál eyjarinnar hafi verið míla að sögn sumra, en aðeins þriðjungur úr mílu að sögn annarra. Þorvaldur telur, að hér sé um danskar mílur, þ. e. 7 1/2 kmmílur að ræða, en ég fæ ekki betur séð en að þetta muni eiga að vera kvartmílur eða sjómílur.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga.

Að minnsta kosti er víst, að þegar Hans Pedersen skipstjóri á Hvíta Svaninum segist hafa siglt 12—13 mílur gegnum vikurbreiður, eftir að Irann var kominn norður fyrir Geirfuglasker, á hann ekki við landmílur. Sé um kvartmílur að ræða hefur eyjan sarakvæmt upplýsingum Peder Pedersens verið um 900 m löng, en ummál samkvæmt upplýsingum Magnúsar Stephensens nærri tveir km. Má ætla, að eyjan hafi orðið svipaðrar stærðar og Surtsey var orðin eftir 10 daga gos eða svo, en það er trúa mín, að hefði Surtur hætt þá, væri nú ekki mikið eftir af eynni hans.
Snemma í marzmánuði 1830 varð vart við neðansjávargos alllangt suðvestur af Reykjanesi. Samkvæmt skýrslu um þetta gos sem varðveitt er í danska sjókortaarkívinu, hófst það 13. marz og var gosmökkurinn geysimikill undir lok mánaðarins og sást frá Reykjavík. Mikið myndaðist af gjalli og vikri. Sumir þóttust sjá eld. Þannig hélt gosið áfram eina tvo mánuði, en þess varð og vart af og til næsta vetur. Engiendingurinn Wolley, sem ferðaðist um Reykjanes 1858 til þess að athuga afdrif geirfuglsins, segir gosið hafa byrjað 6. eða 7. marz og varað með nokkrum hléum í heilt ár. En þetta gos varð afdrifaríkt fyrir þann hinn vængjavana fugl, geirfuginn, því talið er að í gosinu og jarðhræringum, sem því fylgdu, hafi eina þáverandi varpstöð hans, Geirfuglasker, fordjarfast.
MyndunAð tilhlutan Kriegers stiftamtmanns fór Björn Gunnlaugsson út á Reykjanes til að staðsetja gosmökkinn og dvaldi þar frá 29. apríl til 11. maí, en sá mökkinn aldrei vegna dimraviðris. Hann reyndi þó að staðsetja mökkinn samkvæmt upplýsingum um stefnuna á lrann frá ýmsum bæjum, svo sem Útskálum og Stafnesi. En áður en hann fór út á nes hafði hann einnig reynt að staðsetja mökkinn með þríhyrninga mælingum heiman frá sér í Sviðholti, en hann skrifar í skýrslu sinni, sem varðveitt er í handriti, að hann hafi notast við alltof stutta grunnlínu, því að hann hafi ekki mátt ganga langt burt frá skólanum, þar eð kennsla var ekki hætt. Samvizkusamur kennari, Björn Gunnlaugsson. Samkvæmt mælingum Björns frá Sviðholti var lega eldstöðvanna 63° 29′ 54″ n. br. og 25° 57′ 16″ v 1. (miðað við París). Virðist gosið því hafa verið nærri Eldeyjarboða, þó líklega nokkru austar, um 55 km undan landi.
Aftur verða eldsumbrot út af Reykjanesi 1879. í Heilbrigðistíðindum Jóns Hjaltalíns (Nr. 6, 1879, bls. 48) birtist eftirfarandi bréf ritað 12. júlí það ár. Höfundur þess er B. Guðmundsson. „Eldsuppkoma fyrir Reykjanesi, þann 30. maí, nálægt Geirfuglaskerjum, sáu menn vel frá Höfnum, og eins daginn eftir, þann 31., á að gizka þaðan 12 viknr sjáfar, en skemmstu leið frá yzta tanga á Reykjanesi 8 vikur. Með júnímánuði komu vestan-útnyrðingsbræluvindar með svarta þoku, samfleytt í 13—14 daga, svo að ekki var ratfært á sjó né landi nema á vissum vegum, en þokulaust alstaðar fyrir innan, í Keliavík, Njarðvíkum og Garði, og eins í Grindavík, sem menn héldu að stæði al’ eldinum. Rétt áður en upp birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði þá þéttar skúrir og birti upp með sífelldum þurrki síðan. Sást þá verða vart við eldinn aðeins og svo ekki oftar mánuðinn út.
Í Grindavík og einkanlega í Höfnunum hefur verið einstakt fiskileysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á Miðnesi, en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á Sviði allt árið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn hafi flúið undan eldinum. Ekki hefur verið getið um, að menn hafi orðið varir við vikur, og ekki heldur jarðskjálfta, við þessa eldsuppkomu, og heldur engin vissa fyrir, live nærri Geirfuglaskerjum eldurinn var að brenna.” Þannig hljóða þau orð og annað vitum við eiginlega ekki um þessi eldsumbrot. Sé það rétt, að fiskurinn hafi fælzt þau, hvað hann ekki hefur gert við Surtsey, er ástæðan líkegast sú, að þarna reis ekki eyja úr sjó og megnið af hitaútstreymi og útstreymi lofttegunda í sambandi við gosið hefur farið í sjóinn, en ekki upp í loftið. Þess má geta, að um sama leyti og þessi eldsumbrot voru undan Reykjanesi urðu snarpir jarðskjálftar í Krýsuvík og baðstofa féll á Vigdísarvöllum.

Reykjanesviti

Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.

Fimm árum síðar, hinn 1. ágúst 1884, skrifar vitavörðurinn á Reykjanesi, Jón Gunnlaugsson, skipstjóri, Ísafold eftirfarandi: „Hinn 26. f. m. (júlí) gekk jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell með kíkir og var að skoða sjóinn mjer til skemmtunar, og sýndist mjer jeg sjá skip norðvestur af Eldey (Mels;ekken), en sýndist það furðu stórt, dró jeg sundur kíkir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Eldey, á að giska hjerumbil 3 mílur norðvestur af Eldey. Hefi jeg skoðað hana á hverjum degi og er hún alltaf með sömu ummerkjum og þegar jeg sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunnugir menn í Höfnum hjá mér í kíkir” (Ísafold XX. 33, 13. ágúst 1884, bls. 129).
í 13. blaði Fjallkonunnar 1884, dags. 20. ágúst (20. árg., bls. 52) er þessarar fregnar getið í léttum tón. Stingur greinarhöfundur, líklega ritstiórinn, Valdimar Ásmundsson, upp á því, að frægustu vísindamenn höfuðborgarinnar verði sendir til eyjarinnar og „Til þess að vera foringi fararinnar ætlum vjer hinn sprenglærða landafræðing herra Halldór K. Friðriksson sjálfkjörinn, og geti hann jafnframt og hann rannsakaði allt eðli eyjarinnar athugað, hvort ekki myndi tiltækilegt að rækta eyjuna með góðum áburði, að minnsta kosti svo, að nægileg beit yrði fyrir nokkrar rollur…
Vesturháls…Til fararinnar viljum vjer því næst kjósa herra Gest Pálsson til þess að kynna sjer skriðkvikindi þau, er vera kynnu í eyjunni, og vonum vér, að honum verði sýnt um þann starfa.” En svo sleppt sé gamni Fjallkonunnar. Hvað skal segja um þessa eyju. 1879 sjá menn gos en enga ey; fimm árum síðar sjá menn nýja ey en ekkert er vitað með vissn um gos. Raunar segir í Fjallkonugreininni: „Víst hafa nú í sumar verið eldsumbrot þar” (Fjallkonan 13. blað 1884. 20. árg., bls. 52), og setur greinarhöfundur jarðskjálfta sem vart hafi orðið snemma í ágúst, í samband við uppkomu eyjarinnar. En ummæli hans um eldsumbrot geta verið byggð eingöngu á ofangreindu bréfi vitavarðarins.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Dönsk herskip, sem fóru á vettvang um sumarið, urðu hvorki vör við eyju né eldgos. Þrátt fyrir frásögn vitavarðarins verður vart talið sannað, að eldgos hafi orðið undan Reykjanesi 1884 og að þar hafi myndast eyja stærri en Eldey virðist með ólíkindum. Rétt í því að ég var að ganga frá þessari grein til prentunar fræddi Gestur Guðfinnsson, góðkunnur Ferðafélagsfrömuður og ljóðskáld, mig á því, að hann hefði eigi alls fyrir löngu talað við sjómann, sem hefði fyrir mörgum árum orðið var við neðansjávargos undan Reykjanesi. Fyrir milligöngu Gests hafði ég uppá þessum manni, Jafet Sigurðssyni, sjómanni, sem búsettur er í Hafnarfirði en dvelst sem stendur á Vífilsstaðahæli. Jafet tjáði mér, að fyrri hluta júnímánaðar 1926 hefði hann, þá unglingur, verið í róðri ásamt þremur
öðrum, á mótorbátnum Braga frá Njarðvík. Voru þeir með línu skammt norðaustur af Eldey. Veður var stillt, svo að sjór var nær spegilsléttur. Þá sáu þeir koma eins og stórar bólur á sjóinn nærri bátnum. Þessi ólga í sjónum ágerðist mjög og sjórinn „fór að toppa allmikið”, svo fóru að fljóta þarna upp allmargir dauðir fiskar, bæði þorskur og þyrsklingur, og töldu þeir því að heitt myndi undir. Þeir horfðu á þetta nokkrar klukkustundir og var þetta farið að minnka er þeir héldu frá staðnum, en þeim þótti þó ekki ráðlegt að halda sér lengur þarna nærri. Þeir höfðu verið á þessum slóðum nokkra undangengna daga en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt, en næstu daga fóru þeir til róðra á aðrar slóðir. Þeir sögðu frá þessu fyrirbæri, er þeir komu í land, en flestir voru vantrúaðir á frásögn þeirra. Ekki vissi Jafet til þess að aðrir bátar hefðu þá verið á þessu svæði. Ekki virðist mér vafi leika á að þarna hafi verið um að ræða einhver smávegis eldsumbrot á sjávarbotni. Slík eldsumbrot hafa vafalítið iðulega getað átt sér stað á umliðnum öldum án þess að nokkur yrði við þau var.
Eru þá upptalin þau eldsumbrot undan Reykjanesi, sem öruggt er eða líklegt að orðið hafi síðan land byggðist samkvæmt skráðum heimildum. Fullyrða má, að þar hafi gosið a. m. k. 10 sinnum og að 3 sinnum a. m. k. hafi eyjar risið þar úr sæ, ein eða fleiri, en engin þeirra er lengur ofan sævar.”

Magnús Á. Sigurðsson sitar grein um Yngra Stampagosið á Reykjanesi í Náttúrufræðinginn 1995. Þar segir hann m.a. um ritaðar heimildir um gos á Skagagnum: “Í rituðum heimildum kemur fram að gos í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykjanes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þórarinssonar 1965). Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur Jóhannesson 1989, 1990).

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Við gjóskulagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust fjögur gjóskulög sem tengja má Reykjaneseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri-Stampagígaraðarinnar, en í ljósi þess að Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í heimildum, árið 1211, eigi þar við.
Í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafi runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að þvi í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). Í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.” Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafi verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. Í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykjanesi.
Það bendir ótvírætt til goss í sjó.

Surtsey

Surtsey.

Í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli” (Biskupasögur I 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu i lofti sem gjarnan er fylgifiskur hraungosa og að sól og tungl hafí af þeim sökum sýnst rauð. Sem dæmi um þetta mætti nefna hina kunnu Skaftárelda 1783-1784 og móðuna sem þeim fylgdi. Í Eldsögu Sveins Pálssonar frá 1784 kemur m.a. fram að sól hafi á stundum verið rauð sem blóð og að óvenjulegt bláleitt mistur hafi legið í lofti (Sveinn Pálsson 1984). Þó að Yngra-Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafi verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu).”

Nýey

Eldgos.

Sveinn Jakobsson segir m.a. í grein sinni í Náttúrufræðingnum 1974 um eldgos við Eldeyjarboða: “Eldgos, og einnig jarðskjálftar, hafa verið tíð á Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422 og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast mjög óviss, þó er hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, hvar þær eldstöðvar eru, sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884 og 1926.
Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr. Þorv. Thoroddsen 1925).
Yngri-StamparFrekari könnun á heimildum leiðir í ljós, að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar hinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er ekki um annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um 30 km SV af Eldeyjarboða. Þessi sjávarhryggur er um 10 km á lengd og 2—3 km á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðumanns Sjómælinga Íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skipstjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 8 1/2 mílu réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi).

Reykjanes

Reykjanes.

Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál, sé 13/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða, þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerjum. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20′ n.br. og 354° 20′ v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17′ n.br. og 24° 11′ v.l., er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum. Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830 á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en samkvæmt mælingu Björns var gosmökkurinn á 63° 29′ 54″ n.br. og 25° 57′ 16″ v.l. Hér er miðað við París, miðað við Greenwich er lengdargráðan 23° 37′ 02″ v.l. Sé sjókortið hins vegar skoðað getur ekki hafa gosið á þessum stað nýlega, botninn er marflatur og engar mishæðir að sjá. Líklegast er, að staðarákvörðun Björns sé o£ austlæg, og gosið hafi á hryggnum, sem er aðeins um 4 km í VNV þaðan. Kemur þetta heim og saman við þær upplýsingar Þorvaldar Thoroddsen (1925), að eldstöðvarnar séu um 4 km frá Eldeyjarboða.
Eldstöðvarnar frá 1879 voru aldrei staðsettar nákvæmlega, en sagt, að þær væru nálægt Geirfuglaskerjum (Heilbrigðistíðindi Jóns Hjaltalíns 1879). Fjarlægð var talin um 12 vikur sjávar frá Höfnum, en 8 vikur skemmstu leið frá yzta tanga Reykjaness. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir, að 1 vika sjávar hafi verið breytileg mælieining frá einum tíma til annars, en á 19. öld hafi hún sennilega gilt það sama og ein míla, eða 7,4 km. Eftir þessu að dæma ættu gosstöðvarnar frá 1879 að hafa verið um 60 km frá yzta tanga Reykjaness, eða nálægt Eldeyjarboða. Þetta stangast illa á við hina fullyrðinguna, að gosið hafi verið nálægt Geirfuglaskerjum, og eins stenzt heldur ekki, að 4 vikur (30 km) séu á milli Hafna og Reykjaness, miðað við stefnu á Geirfuglasker. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að ein vika sé hér um 4 km (4 vikur sé sama og u. þ. b. 15 km, sem er fjarlægðin á milli Hafna og Reykjaness), þá er fjarlægðin frá yzta tanga Reykjaness að gosstöðvunum um 30 km, sem er skammt SV af Geirfuglaskeri.
ReykjaneshryggurFrásagnir af gosi á Reykjaneshrygg árið 1884 stangast allmikið á (Ísafold 1884). Vitavörðurinn á Reykjanesi og ýmsir aðrir mætir menn töldu sig hafa uppgötvað nýja eyju, að sjá norðvestan við Eldey. Þetta var í lok júlí. Áhafnir tveggja skipa, er komu á vettvang í ágúst, urðu einskis vísari. Ýmsir menn í landi sáu samt enn eyjuna og töldu hana vera nálægt Geirfuglaskerjum. Ýmislegt við þessar frásagnir er með ólíkindum, t. d. sást aldrei neitt gos. Samt verður varla gengið á móti vitnisburði margra manna. Gert er ráð fyrir gosstöðvum þessum við Geirfuglasker og þær merktar þannig, þótt raunar sé mjög í óvissu, hvar þær eru.
Loks er að geta frásagnar um lítið gos, sem varð í júní 1926 (Sigurður Þórarinsson 1965), skammt NA af Eldey. Nokkrir sjómenn urðu sjónarvottar að þessu, og virðist nær öruggt, að þarna hafi orðið smágos.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 35. árg. 2. tbl., 01.09.1965, “Neðarsjávargos við Ísland”, Sigurður Þórarinsson, bls. 53 – 68.
-Náttúrufræðingurinn, Magnús Á. Sigurðsson, Yngra Stampagosið á Reykjanesi, 64. árg. 3 tbl. 01.01.1995, bls. 211 – 230.
-Náttúrufræðingurinn, Sveinn Jakobsson, Eldgos við Eldeyjarboða, 44. árg. 1 tbl, 01.10.1974, bls. 22-31.
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 1952, Herbert múnkur og Heklufell, Sigurður Þórarinsson, bls. 49-61.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Eldgos við Sundhnúk ofan Grindavíkur 18. des. 2023.

Eldgos hófst við Sundhnúk í Sundhnúkaröðinni ofan Grindavíkur klukkan 22:17 þann 18. desember 2023.

Eldgos

Sundhnúkur – eldgos.

Undanfari gossins var stutt skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega um kvöldið, klukkan 21:00. Almannavarnir lýstu þegar yfir neyðarástandi. Grindavíkursvæðið hafði verið rýmt.
Á öðrum tímanum var áætluð lengd sprungunnar um 4 km. Hún liggur nokkurn veginn á gamalli sprungu eldra hrauns skammt austan Sundhnúkagígaraðarinnar. Suðurendi hennar var í u.þ.b. 3 km ofan Grindavíkur.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Hraunið úr Sundhnúk og gígaröðinni norðan hans er talið vera yngra en 3000 ára og eldra en 2000 ára. Þá myndaðist Sundhnúkahraun. Eldra hraunið, sem myndaði Dalahraun, kom upp í gígaröðnni skammt austar, og nú gýs á, er talið vera yngra en 8000 ára og eldra en 3000 ára.
Ljóst er að draga muni hratt úr virkni á svo langri sprungu sem raunin er og virknin færast að mestu um miðbik hennar millum Sýlingafells og Stóra-Skógfells. Líklegt er að gosið verði lítið og skammvinnt.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Fornleifar hafa farið undir nýja hraunið þar sem Skógfella- og Sandakravegur lágu um svæðið millum Grindavíkur og Voga annars vegar og Ísólfsskála hins vegar, sjá m.a. HÉR. Fornar götur hafa ekki hingað til verið í fyrirrúmi við skráningu fornleifa þrátt fyrir ákvæði þess efnis í fyrrum Þjóðminjalögum og núverandi Minjalögum.

Reukjanesskaginn

Reykjaneskagi – vörðukort.

Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá lýsingar, fróðleik, frásagnir, myndir og uppdrætti af öllum fornum þjóðleiðum á Reykjanesskagnum. Þú þarft einungis að skrifa áhugaefnið í leitina efst á vefsíðunni…

Sjá auk þess myndir af fyrsta degi eldgossins HÉR. Einnig má sjá myndir frá eldgosum við Litla-Hrút, í Geldingadölum og í Meradal.

Eldgos

Sundhnúkur – eldgos.

Grindavík

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallaði í Náttúrufræðingnum 1974 um “Sundhnúkahraun við Grindavík”:

Eldgos

Litli-Hrútur við Fagradalsfjall; eldgos 2023.

Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt umhverfis Grindavík, þorpið stendur á hrauni og á beinlínis hrauni tilveru sína að þakka. Hraunin hafa orðið til á alllöngum tíma. Elst eru dyngjurnar, s.s. Sandfellshæð, Lágafell, Vatnsheiði, Lyngfell og Fagradalsfjall. Yngri eru úr stökum gígum, s.s. sunnan Þórðafells og Kálffell og loks eru þau yngstu úr gígaröðunum, s.s. Eldvarparhraunin, Illahraun og Sundhnúkahraun, sem margar hafa kaffært þau eldri. Hraunmyndanir þessar hafa orðið til í áralöngum goshrinatímabilum í gegnum aldirnar. T.d. er saga Grindavíkur gloppótt á 12. og 13. öld þegar ein goshrinan réð þar ríkjum.
Enn, nú á 21. öld, er ummyndun hraunanna í gangi ofan Grindavíkur, í og við Fagradalsfjall, sbr. rangnefnið Fagradalshraun.

Sundhnúkur og Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkahraun

Grindavík ofanverð.

Gígaröð sú, sem Sundhnúkahraun er komið úr, byrjar suðvestan undir Hagafelli. Þar eru nokkrir gígir í röð, og er, eða öllu heldur var, einn þeirra mestur, því að nú hefur hann verið um langan tíma notaður sem náma fyrir rauðamöl, og er því farinn að láta á sjá. Þaðan liggur svo röð af smágígum upp suðvesturhlíðina á Hagafelli og eru þar snotrar hrauntraðir, sem sýna, að þarna hefur verið hraunfoss. Úr ofangreindum gígum er meginhluti þess hrauns kominn, sem á kortinu ber nafnið Klifhólahraun. Gígaröðin er svo lítt áberandi á kafla norðan undir Gálgaklettum, en þeir eru misgengi, sem stefnir eins og gígaröðin frá suðvestri til norðausturs. Hún er þar á kafla tvískipt og stefna hennar lítið eitt óregluleg, gígirnir smáir og hraunhellan, sem myndazt hefur kringum þá á sléttunni norðan við Gálgakletta, vafalaust þunn. Frá þessum gígum hefur hraun runnið í þrjár áttir, til austurs norðan við Gálgakletta, til suðvesturs eins og áður er nefnt og loks til norðvesturs og norðurs. Örmjór hraunfoss hefur fallið niður á Selháls, þar sem vegurinn liggur nú, en numið þar staðar.

Sundhnúkahraun

Sundhnúkahraun.

Hefur hraunið runnið þar út á jarðhitasvæði, sem virkt hefur verið, þegar hraunið rann og væntanlega nokkru eftir það. Verður vikið að því síðar. Allbreiður hraunfoss hefur svo fallið norður af fellinu og runnið út á forna gjallgígi, sem þar eru fyrir. Er vegurinn skorinn gegnum nyrzta hluta þessarar hrauntungu.
Nokkurn spöl norðaustur af Hagafelli verður gígaröðin öllu fyrirferðarmeiri. Rísa þar háir gígir og nefnist Sundhnúkur sá þeirra, er hæst ber. Frá þessari gígaþyrpingu hefur meginhraunfióð það, er til suðurs rann, komið.

Sundhnúkahraun

Sundhnúkahraun.

Það hefur fallið eftir dalnum, sem verður milli Vatnsheiðar, sem er dyngja, og Hagafells. Það hefur fyllt dalinn hlíða milli og fallið beint í sjó fram og myndar þar um 2 km langan og rúmlega 1 km breiðan tanga, Þórkötlustaðanes, en vestan undir honum er vík sú, er Grindavík heitir og hefur frá fyrstu tíð verið ein mesta verstöð þessa lands. Tilveru sína á víkin hrauninu að þakka, því að án þess væru þar engin hafnarskilyrði. Svo vikið sé að nafninu Sundhnúkur, hefur Ísleifur Jónsson, verkfræðingur, bent mér á, að nafnið muni vera komið af því, að hnúkurinn hafi verið notaður sem leiðarmerki fyrir siglingu inn sundið inn á höfnina í Grindavík.

Sundhnúkar

Sundhnúkagígaröðin.

Nokkru norðan við Sundhnúk verður skarð í gígaröðina á ný, en norðar tekur hún sig upp aftur og heldur eftir það beinu striki að heita má austur að Stóra-Skógfelli. Þessi kafli gígaraðarinnar er annar sá mesti hvað hraunrennsli snertir. Er ljóst, að hraunrennsli hefur að mestu verið bundið við ákveðna kafla gígaraðarinnar, og hefur hún því naumast verið virk öll nema rétt í byrjun gossins og sennilega um mjög stuttan tíma. Virðist þetta eiga almennt við um sprungugos (Jónsson 1970).

Sundhnúkur

Skúti við Sundhnúk.

Frá þessum kafla gígaraðarinnar — kannski væri réttara að kalla það gígaraðir — hafa hraunstraumar fallið til norðurs og austurs, auk þess sem þaðan hafa hraun runnið niður í áðurnefndan dal milli Hagafells og Vatnsheiðar saman við hraunin úr Sundhnúkagígunum. Mikill hraunstraumur hefur fallið til norðurs frá þessum gígum, runnið vestur með Svartsengisfelli að norðan, og þekur allstórt svæði vestur af því, langleiðina norður að Eldvörpum. Þar hverfur það undir Illahraun, sem því er yngra.

Gígur

Gígur sunnan Þórðarfells.

Hraunin úr Eldvörpum, Illahraun og hraun úr stórum nafnlausum gíg suðvestur af Þórðarfelli eru samtímamyndun, en ekki verða hér raktar sannanir fyrir því. Þessi hraunstraumur hefur fyllt skarðið milli Svartsengisfells og Stóra-Skógfells. Virðist hraunið þar mjög þykkt, enda er sýnilegt, að hver straumurinn hefur þar hlaðizt ofan á annan. Geta má þess, að þrjár gossprungur eru í Stóra-Skógfelli og stefna allar eins. Sjálft fellið er úr bólstrabergi.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Til suðurs og suðausturs hefur hraunið náð lengst í mjóum tanga, sem liggur meðfram Vatnsheiðardyngjunni að austan. Mikill hraunfláki er milli ofangreindrar gígaraðar, Vatnsheiðar og Fagradalsfjalls. Ganga þau hraun undir nafninu Dalahraun (Bárðarson 1929), en aðeins lítill hluti þeirra er kominn úr því gosi, sem hér um ræðir. Það er hins vegar ljóst, að áður hefur gosið á sprungu, sem er lítið eitt til hliðar við Sundhnúkasprunguna. Sumt af þessum hraunum á rætur að rekja til hennar, nokkuð til Vatnsheiðardyngjunnar og enn nokkur hluti til fornra eldstöðva norðaustan undir Hrafnshlíð.

Kálffell

Í Kálffelli.

Loks má vel vera, að fleiri eldstöðvar séu faldar undir þessum hraunum. Það er greinilegt, að þarna hafa mörg gos átt sér stað frá því að ísöld lauk. Yngsta hraunið á þessu svæði er það, sem komið er úr Sundhnúkagígnum, en það þekur ekki stórt svæði þarna austan til og hefur víðast hvar ekki runnið langt til suðurs frá eldvörpunum. Það er því mun minna, en virðast kann við fyrstu sýn.
Í heild er gígaröðin um 8,5 km á lengd. Nokkru norðan við austurenda gíganna er Kálffell. Það eru gígahrúgöld, ekki sérlega stór, og hefur hraun frá þeim runnið norðvestur og norður. Þessi eldvörp eru eldri en Sundhnúkahraun.

Eldri gígaröð

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – þverskorinn gígur ofan Fagradals.

Engum efa er það bundið, að áður hefur gosið svo til á sömu sprungu. Gígir eru suðvestan í Hagafelli aðeins austan við Sundhnúkagígina, og stefnir sú gígaröð alveg eins og þeir.
Suðaustur af Stóra Skógfelli sér á stóran gjallgíg, sem opinn hefur verið til suðausturs. Hann er lítið eitt austan við Sundhnúkagígina og einmitt þar, sem sú gígaröð hreytir nokkuð um stefnu. Um 1,5 km austar er svo annar stór ösku- og gjallgígur og er gígaröðin fast við hann að norðan.

Rauðhóll

Rauðhóll í Sundhnúkahrauni.

Gígur [Rauðhóll] þessi er líka eldri. Báðir eru þeir að nokkru leyti færðir í kaf í yngri hraun. Hraunflákinn vestur af Fagradalsfjalli virðist að mestu leyti vera kominn úr þessari eldri gígaröð, en þó eru þar fleiri eldstöðvar. Hraunin á þessu svæði ganga undir nafninu Dalahraun. Hraun frá Vatnsheiðardyngjunni hafa og náð alllangt þarna austur, því að þau koma fram í bollum í yngri hraununum, þar sem þau hafa ekki náð að renna yfir. Eftir þessu að dæma eru bæði gosin á Sundhnúkasprungunum yngri en dyngjugosin, sem skópu Vatnsheiði og Fagradalsdyngju. Loks endar þessi eldri gígaröð í litlum gjall- og klepragígum utan í vesturhlíð Fagradalsdyngju nokkur hundruð metrum sunnar en austustu gígirnir í Sundhnúkaröndinni, sem áður er
getið.

Hvenœr rann hraunið?

Melhóll

Hrauntröð suðvestan Hagafells.

Þess er getið hér að framan, að hraunfoss frá gígnum vestan við Gálgakletta hafi fallið vestur, eða réttara norðvestur af Hagafelli. Blasir þessi hraunfoss við, þegar komið er suður yfir hraunið við vesturhornið á Svartsengisfelli. Þessi hraunspýja hefur runnið út á forna gjallhóla vestan undir fellinu. Þar er það mjög þunnt, og hefur það verið skorið sundur við rauðmalarnám og vegagerð. Kemur þá í ljós, að hólar þessir hafa verið grónir, þegar hraunið rann. Leifar þess gróðurs má nú finna sem viðarkol undir hrauninu. Þessar jurtaleifar hafa nú verið aldursákvarðaðar með C14-aðferð. Hefur dr. Ingrid U. Olsson á Rannsóknarstofnun Uppsalaháskóla gert það. Samkvæmt niðurstöðum af þeirri rannsókn eru jurtaleifarnar 2420 ± 100 C1 4 ára gamlar, talið frá árinu 1950, og hraunið hefur því runnið tæpum 500 árum fyrir upphaf okkar tímatals.

Bergsprungur

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Í hraunum kringum Grindavík er mikið um sprungur og gjár, en einkum eru þær áberandi í hinum eldri hraunum og í móbergsfjöllunum. Er Þorbjarnarfell ljósasta dæmið um það. í Sundhnúkahraununum ber lítið á sprungum yfirleitt og bendir það til, að fremur hægfara breytingar séu þar eða þá, og það virðist fullt eins líklegt, að þær séu bundnar ákveðnum tímabilum. Má telja sennilegt, að hreyfingar þessar eigi sér aðallega stað samfara jarðskjálftum.
Vestur af Svartsengisfelli má, ef vel er að gætt, sjá fyrir sprungum í þessu tiltölulega unga hrauni. Þær eru í beinu framhaldi af sprungum, er ganga í gegnum Þorbjarnarfell. Rétt við eina þeirra er jarðhitastaður sá, sem jafnan er kenndur við Svartsengi.

Ummyndun og jarðhiti

Svartsengi

Svartsengi.

Eins og áður var getið um, er jarðhiti í hrauninu vestur af Svartsengisfelli. Þar hefur mælzt yfir 60° hiti. Engum efa er bundið, að allstór hver hlýtur að vera þarna undir hrauninu, því líklegt má telja, að vart séu minna en 20—30 m niður á grunnvatnsborð á þessum stað. Við hagstæð veðurskilyrði, logn og nálægt 0° C má sjá gufur leggja upp úr hraununum víðs vegar á þessu svæði. Eru þær í áberandi beinum línum, sem sýnir, að þær eru bundnar við sprungur í berggrunni þeim, sem Sundhnúkahraun og önnur hraun hafa runnið yfir.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 3.-4. tbl. 01.02.1974, Sundhnúkahraun við Grindavík, Jón Jónsson, bls. 145-153.

Grindavík

Gengið um Grindavík og nágrenni – í Sundvörðuhrauni.

Reykjanes

Magnús Á. Sigurgeirsson ritaði athyglisverða grein er hann nefnir “Þáttur úr gossögu Reykjaness – Gosskeið fyrir um tvö þúsund árum” í Náttúrufræðinginn (72) árið 2004. Þar fjallar hann aðallega um eldgos á undan síðasta gosskeiði á Reykjanesskaganum fyrir um 2000 árum.

Gossaga

“Gosmenjar sem varðveittar eru frá þessum tíma, veita mikilvægar upplýsingar um goshætti og umfang eldvirkninnar. Þótt enn sé margt á huldu um þetta gosskeið liggur fyrir ýmis vitneskja um það sem vert er að taka saman. Kveikjan að greininni eru athuganir höfundar á gosmenjum á Reykjanesi, suðvestasta hluta Reykjanesskaga, en þar kveður mikið að myndunum frá þessu tímabili.”
Í inngangi segir Magnús að “náttúrufar Reykjanesskaga hefur dregið að sér athygli náttúrufræðinga allt frá 18. öld er Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson stunduðu sínar rannsóknir þar. Hefur athyglin einkum beinst að hraunum og gígum, jarðhita og misgengjum, en allt setur þetta sterkan svip á ásýnd Reykjanesskaga. Allskýr mynd hefur fengist af eldvirkni á skaganum á nútíma, einkum síðustu tvö árþúsundin. Á því tímabili var eldvirknin bundin við tvö gosskeið sem stóðu yfir allt að fjórar aldir hvort. Á báðum gosskeiðunum, sem aðgreinast af um þúsund ára löngu hléi, urðu öll eldstöðvakerfin fjögur á Reykjanesskaga virk. Í ljósi þessarar vitneskju og þess sem vitað er um eldri gos má telja sennilegt að eldvirkni á fyrri hluta nútíma hafi verið með líkum hætti.”
Þá segir: “Síðasta gosskeið á Reykjanesskaga var á tímabilinu 900-1200 og einkenndist af þrennum eldum sem stóðu yfir í nokkra áratugi hver. Á 10. öld runnu hraun á Hellisheiði og að öllum líkindum í Heiðmörk. Einnig var þá gos í sjó undan Reykjanesi. Á 12. öld geisuðu Krýsuvíkureldar og runnu þá Ögmundarhraun og Kapelluhraun (Nýjahraun). Líklegt er að hraun hafi einnig komið upp í Brennisteinsfjöllum um sama leyti. Tvívegis gaus í sjó undan Reykjanesi. Á 13. öld brunnu Reykjaneseldar og runnu þá fjögur hraun á vestanverðum Reyjanesskaga. Á Reykjaneshrygg hafa margsinnis orðið til “gígeyjar” sem fjöldi skerja og boða er til vitnis um. Slíkar eyjar eru berskjaldaðar fyrir rofmætti sjávar og eyðast jafnan hratt. Vel þekkt eru afdrif Nýeyjar sem myndaðist í neðansjávargosi árið 1783 um 55 km undan Reykjanesi. Sú eyja hvarf í hafdjúpið innan árs frá því hún skaut upp kollinum. Langlífari gígeyjar hafa þó einnig orðið, s.s. Eldey og Geirfuglasker.
Kerlingarbás
Ummmerki um allmörg neðansjávargos á Reykjaneshrygg hafa varðveist á landi. Við strönd Kerlingarbáss, þar sem gígaraðir á Reykjanesi liggja að sjó, hafa hvað eftir annað hlaðist upp öskugígar. Þar má nú skoða leifar þriggja slíkra gíga. Neðansjávargos fjær landi hafa skilið eftir sig öskulög á jarðvegi, fundist hafa a.m.k. ellefu slík lög á Reykjanesskaga. Öskulögin veita mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin.”
Í greininni er rakin aldur nokkurra hrauna og gjóskulaga á Reykjanesskaga fyrir um tvö þúsund árum, s.s.:

Hraun: Eldstöðvakerfi: 14C-aldur: Gjóskul.tímat.: ~Áætl. aldur:

Gosslög

Gosslög í jarðvegi.

Eldra Stampahraun Reykjanesi 2155/35 >1400ár >2000 ár ~1900 ára

Tjaldstaðahraun Reykjanesi >1400 ár <2000 ár ~1900 ára

Eldvarpahraun eldra Reykjanesi 2150/65 >1100 ár ~2100 ára

Sundhnúkahraun Reykjanesi 2350/90 >1100 ár <2000 ár ~1900 ára

Óbrinnishólar Trölladyngja 2142/62 >1100 ár <2000 ár ~2000 ára

Eldra Afstapahraun Trölladyngja >1100 ár ~2000 ára?

Hólmshraun Brennisteinsfjöllum >1100 ár ~2000 ára?

Stórabollahraun Brennisteinsfjöllum >1100 ár ~2000 ára

Vörðufellsgígar Brennisteinsfjöllum >1100 ár ~2000 ára

Reykjafellshraun Hengill 1857/87 >1100 ~1900 ára

Eldborg undir Meitlum Hengill 2025/65 >1100 ár ~1900 ára

Nesjahraun Hengill 1880/65 > 1100 ár ~1900 ára

Öskulög
Við aldursákvörðun hrauna hefur verið stuðst við gjóskulgatímatal og 14C-aldursgreiningu á koluðum gróðurleifum sem finnast undir þeim. Þær, sem og aðrar sýnatökur, geta gefið mikilsverðar vísbendingar um aldur hrauna. Taka ber niðurstöðum þó með hæfilegum fyrirvara.

Jarðfræði Gosvirkni á Reykjanesi hefur síðustu 2000 árin einskorðast við vestari gosreinina, en á þeirri eystri hefur ekki gosið síðustu 3000 árin. Komið hefur í ljós skjálftavirkni á Reykjanesi sem einkum er bundin við vestari reinina.

“Vitað hefur verið um nokkurt skeið að hraun runnu víða á Reykjanesskaga fyrir um 2000 árum. Hraun runnu á landi allt frá Reykjanesi í vestri að Nesjavöllum í austri og gjóskugos urðu í sjó undan Reykjanesi og í Þingvallavatni. Vísbendingar hafa komið fram um nokkur gos til viðbótar, einkum í Brennisteinsfjöllum, sem gætu verið frá þessu tímabili.”
Í lokaorðum segir Magnús að “telja verði líklegt að gosskeiðið fyrir 2000 árum hafi einkennst af nokkrum aðgreindum eldum líkt og síðasta gosskeið á Reykjanesskaga. Þá urðu öll eldstöðvakerfin fjögur virk, hraun runnu á að minnsta kosti ellefu stöðum og þeytigos urðu í Þingvallvatni og í sjó undan Reykjanesi. Til að fá úr þessu skorið þyrfti hins vegar mun nákvæmari aldursgreiningar en nú eru fyrir hendi. Tiltæk gögn benda til að gosskeiðið fyrir 2000 árum hafi varað í að minnsta kosti tvær aldir og það síðasta í u.þ.b. þrjár aldir. Mikill fjöldi hrauna hefur runnið á Reykjanesskaga á nútíma.”

Heimild:
-Magnús Á Sigurgeirsson, “Þáttur úr gossögu Reykjaness”, Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags, Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 21.-28, 2004.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Berggangur

Magnús Á. Sigurgeirsson. Orkustofnun, og Árný E. Sveinbjörnsdóttir. Raunsvísindastofnun Háskólans, tóku saman eftirfarandi fróðleik um forsöguleg gjóskulög á Suðurvesturlandi (Reykjanesskagagnum). Efnið er áhugavert því rannsóknir á gjósku geta sagt til um aldur jarðvegs og jarð- og berglaga og þar með mannvistaleifa

Jarðvegssnið“Sagt verður stuttlega frá verkefninu “forsöguleg gjóskulög á Suðvesturlandi” og greint frá helstu niðurstöðum. Markmið verkefnisins er að koma upp gjóskutímatali fyrir Reykjanesskagann og aðliggjandi svæði sem nýst gæti við rannsóknir sem byggja á nákvæmu tímatali, s.s. rannsóknir á gossögu og jarðvegsrannsóknir hvers konar. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði. Því er ekki lokið og er því hér um bráðabirgðaniðurstöður að ræða.
Samhliða rannsókn á gossögu Reykjaneseldstöðvakerfisins, sem höfundur (MÁS) hefur unnið að á undanförnum árum, kom í ljós brýn þörf fyrir gjóskulagatímatal á Reykjanesskaga. Einnig kom þá í ljós að allar forsendur voru fyrir hendi til að gera slíkt tímatal. Í jarðvegi á Reykjanesskaga eru gjóskulög sem hægt var að rekja langar leiðir á auðveldan hátt.
Við vinnslu verkefnisins var beitt ýmsum hefðbundnum aðferðum gjóskulagafræðinnar. Gjóskulög voru mæld og útlitseinkennum þeirra lýst. Tekin voru sýni til smásjárskoðunar og efnagreiningar í örgreini. Einnig voru tekin sýni af mó til aldursgreiningar með geislakoli (14C). Aldursgreiningarnar voru unnar á Raunvísindastofnun Háskólans og Eðlisfræðistofnun Árósaháskóla.
Úrvinnsla gagna er langt á veg komin og hafa safnast saman miklar upplýsingar um gjóskulög á Reykjanesskaga og aðliggjandi svæðum, útlitseinkenni, útbreiðslu, upptök og aldur. Alls hafa verið mæld á fjórða tug jarðvegssniða víðs vegar um skagann og nágrenni. Sýni til kolefnisaldursgreininga voru tekin á þremur stöðum, í Kópavogi (24 sýni), Lágafelli á vestanverðum Reykjanesskaga (6 sýni) og Mosfellsbæ (4 sýni). Úr sniðinu í Kópavogi voru greind þrjú til fjögur mósýni við hvert gjóskulag. Þegar niðurstöður lágu fyrir kom í ljós að aldur sýnanna var í flestum tilvikum viðsnúinn, þ.e. hærri aldur fékkst á sýnum ofan gjóskulaga en neðan þeirra. Skýring á þessu hefur ekki fengist enn sem komið er. Sýnir þetta glöggt að taka ber stökum aldursgreiningum á mó með fyrirvara. Af þessum sökum er aðeins stuðst við aldursgreiningar á viðarsýnum úr Kópavogssniðinu, sem eru fimm talsins. Viðsnúinn aldur kemur ekki fram í sýnum frá Mosfellsbæ eða Lágafelli. Í eftirfarandi töflu hafa tiltækar upplýsingar um aldursgreiningarnar verið teknar saman:

Númer: Efni: Sýnast.: Kolefnisár: Leiðr. aldur BC: Gjóskulag:

AAR-2871 plöntul. Lágafell, Rn. 2225± 35 370-200 Reykjan, R-3

AAR-2872 plöntul. Lágafell, Rn. 2155± 35 200-125 Reykjan, R-3

AAR-1977 viður Kópav. 2450± 55 760-410 Hekla-A

AAR- 1) viður Kópav. 1130 Katla (“K-5000”)

AAR- 1) viður Kópav. 1300 Katla (“K-5000”)

AAR-2869 plöntul. Lágafell, Rn. 3915± 55 2470-2310 Hekla-4

AAR-2870 plöntul. Lágafell, Rn. 3950± 75 2560-2330 Hekla-4

AAR- 1) viður Kópav. 3010 Hekla

AAR- 1) viður Kópav. 3310 Hekla

AAR-2873 plöntul. Lágaf., Rn. 5315± 55 4230-4010 Reyk. gjóska

AAR-1989 viður Mosfb. 9100± 130 8330-8020 Saksunarv. gjóska

AAR-1990 viður Mosfb. 9240± 80 8380-8090 sama

AAR-1991 viður Mosfb. 9210± 140 8400-8070 sama

AAR-1992 viður Mosfb. 9220± 180 8430-8040 sama

1) Bráðabirgðaniðurstöður

Jarðvegssnið

1) Bráðabirgðaniðurstöður
Á rannsóknarsvæðinu, þ.e. Reykjanesskaga og nærliggjandi svæðum, fundust tuttugu forsöguleg gjóskulög. Samkvæmt efnagreiningum og smásjárskoðun eru átta þeirra með upptök í Kötlu, fimm í Heklu, fjögur í Reykjaneseldstöðvakerfinu, tvö í Kverkfjöllum/Grímsvötnum, eitt á Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu, eitt á Hengilssvæðinu (Sandeyjargjóska) og eitt í Veiðivötnum.

Í ljós kom að allnokkur forsöguleg gjóskulög henta sem leiðarlög á Reykjanesskaga. Útbreiðsla þeirra nær til alls skagans, eða meginhluta hans, og flest hafa þau einkenni sem þekkjast hvar sem þau eru skoðuð. Í eftirfarandi töflu eru teknar saman ýmsar upplýsingar um þessi gjóskulög:

Upptök/gjóskulag: Gosár/aldur: Útbreiðsla: Útlitseinkenni:

Landnámslag 871± 2 AD 1) Allur Reykjanesskagi Tvílitt

Hekla Um 600 AD 3) S og V-Reykjanesskagi Ljósgrátt

Hekla-A Um 2500 BP 2) Allur Reykjanesskagi Ljósgrátt, gulleitt

Katla (efri) Um 2800 BP 2) Allur Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska

Katla (neðri) Um 3200 BP 2) All. Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska

Hekla-4 Um 4450 BP 2) Allur Reykjanesskagi Tvílitt, gráleitt

Reykjanes Um 6100 BP 2) Allur Reykjanesskagi Dökkgrátt, rauðoxað

Saksunarvatnsgjóska Um 10200 BP 2) Allur Reykjanesskagi 4) Svart, dökkgrátt

1) Heimild, Grönvold o. fl. 1995

2) Aldur samkvæmt kolefnisaldursgreiningum

3) Aldur áætlaður út frá þykknunarhraða jarðvegs

4) Hefur ekki fundist á vestanverðum skaganum

Setlög

Af öðrum niðurstöðum má nefna að í ljós komu þrjú áður óþekkt gjóskulög sem eiga upptök í sjó við Reykjanes, þ.e. á nyrsta hluta Reykjaneshryggjarins. Áður höfðu fundist tíu slík gjóskulög, nefnd R1-R10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992). Heildarfjöldi gjóskulaganna er því orðinn þrettán. Tvö laganna liggja þétt saman í jarðvegi og eru að öllum líkindum mynduð í sömu eldum. Kolefnisaldursgreining bendir til að aldur þeirra sé um 6100 ár (sjá töflu að ofan). Efra lagið er hægt að rekja um allan Reykjanesskaga en það það neðra er mjög þunnt og hefur aðeins fundist á einum stað til þessa, þ.e. í Lágafelli. Þriðja lagið hefur sömuleiðis aðeins fundist á einum stað og er útbreiðsla þess ókunn. Aldur lagsins gæti verið 7000-8000 ár. Öll voru lögin skoðuð í smásjá og efnagreind. Gjóskukornin í þessum lögum bera skýr einkenni surtseyskrar gjósku, sem bendir til upptaka í sjó.”

Þess má geta til viðbótar að viðmiðunargjóskulagið á Reykjanesi er frá Reykjaneseldum 1226 (svart), en Arnarseturshraun og Illahraun er m.a. frá þeim tíma.

Heimildir:
-Karl Grönvold, Níels Óskarsson, Sigfús J. Johnsen, Henrik B. Clausen, Claus U. Hammer, Gerard Bond og Edouard Bard 1995: Express letter. Ash layers from Iceland in the Greenland GRIP ice core correlated with oceanic and land sediments. Earth and Planetary Science Letters 135, p. 149-155.
-Magnús Á. Sigurgeirsson 1992: Gjóskumyndanir á Reykjanesi. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, 114 bls.
-http://www.jfi.is/vorr99/08.html

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Draugahlíðagígur

Á Haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands árið 2010 til heiðurs Sigurði Steinþórssyni, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, á 70. afmælisári hans, fjölluðu Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson hjá Íslenskum orkurannsóknum um “Eldgos á Reykjanesskaga á 8. og 9. öld“. Hér er ágrip af erindi þeirra:

Hraunakort

Útbreiðsla hrauna frá 8. og 9. öld á Reykjanesskaga. Einnig eru sýnd hraun frá sögulegum
tíma (heimild: Kristján Sæmundsson o. fl. 2010).

“Kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hefur leitt í ljós að eldvirknin síðustu 10.000 árin einkennist af gosskeiðum sem vara í 400-600 ár. Á milli gosskeiðanna eru um 600-800 ára goshlé. Á hverju gosskeiði verða flest eða jafnvel öll eldstöðvakerfin á skaganum virk. Gossaga síðustu tveggja gosskeiða er allvel þekkt og myndin af því þriðja síðasta óðum að skýrast. Um eldri gosskeið liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar enn sem komið er, þó bætist smám saman við ný vitneskja. Tímasetning hrauna á Reykjanesskaga byggir annars vegar á C-14 aldursgreiningum á gróðurleifum undan hraunum og hins vegar á gjóskulagatímatali.

Hraun - aldur

Jarðvegssnið í Móhálsadal, við Hrútagjá og í Brennisteinsfjöllum.

Gjóskutímatalið byggir á Heklu- og Kötlulögum ásamt gjóskulögum sem eiga upptök í sjó við Reykjanes. Landnámslagið (LNL), frá því um 870 e.Kr. (Karl Grönvold o.fl. 1995), finnst um allan skagann og er eitt mikilvægasta leiðarlagið. Á seinni hluta nútíma, síðustu 4500 árin, er stutt á milli gjóskulaga í jarðvegssniðum og tímatalið því notadrjúgt en neðar verður það hins vegar mun gisnara, sem takmarkar notagildi þess (Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 2000).

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – hraun.

Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteinsfjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind (Jón Jónsson 1983). Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.

Brennisteinsfjöll

Gígaröð í Brennisteinsfjöllum.

Við kortlagningu hrauna í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu síðustu tvö sumur kom í ljós að þar er að finna hraun sem liggja fast undir Landnámslaginu. Lítill sem enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli. Næsta þekkjanlega gjóskulag undir þessum hraunum, eða gjalli frá upptakagígum þeirra, er Heklulag sem er 1400-1500 ára gamalt (kallað „Gráa lagið“ vegna sérstaks litar). Yfirleitt er nokkur jarðvegur á milli „Gráa lagsins“ og hraunanna. Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga teljum við að þau séu frá 8.-9. öld. Ljóst er að hraunin tilheyra síðasta gosskeiði en ekki því næsta á undan sem varð fyrir um tvö þúsund árum. Síðasta gosskeið lengist því um allt að 200 ár og spannar tímabilið frá um 750-1240 e.Kr., eða um 500 ár.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur í Brennisteinsfjöllum.

Hraunin sem um ræðir er annars vegar að finna í Brennisteinsfjallakerfinu og hins vegar í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum eru það Hvammahraun og Vörðufellsborgahraun. Upptök þess fyrrnefnda eru í gígaröð efst í Brennisteinsfjöllum. Stærsti gígurinn heitir Eldborg. Síðarnefnda hraunið kemur frá gígaröð nokkru sunnar, vestan undir Vörðufelli, sem nefnd er Vörðufellsborgir. Skammur tími hefur liðið á milli gosanna. Hraunin eru ungleg og hafa stundum verið talin meðal sögulegra hrauna. Jón Jónsson (1978, 1983) taldi þau ekki með í þeim hópi en þó vera mjög ung. Hraunin þekja til samans ríflega 40 km2 og runnu ofan úr fjöllunum á nokkrum stöðum, s.s. um Hvamma í átt að Kleifarvatni og fram af Herdísarvíkurfjalli um Lyngskjöld og nokkur fjallaskörð þar fyrir austan.

Móhálsadalur

Hraun við Móhálsadal.

Í Krýsuvíkurkerfinu er hraun frá líkum tíma í Móhálsadal. Upptök þess eru á um sjö kílómetra langri gígaröð, talsvert slitróttri. Á nýlegu jarðfræðikorti af Reykjanesskaga er hraunið nefnt Hrútafellshraun (hrf) (Kristján Sæmundsson o. fl. 2010). Stærstu gígarnir eru Lækjarvallagígar austan við Djúpavatn. Lítill hraunfláki sem aðgreinist frá meginhrauninu er á risspildu Hrútagjárdyngju. Ofan á henni, skammt norðvestur af gíg dyngjunnar, hefur opnast tveggja kílómetra löng gossprunga sem gefið hefur frá sér hraun sem er um 0,66 km2 að flatarmáli. Meginhraunið er hins vegar um 6,8 km2 að lágmarki en syðsti hluti þess er hulinn af Ögmundarhrauni, sem er frá 12. öld (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991).

Brennisteinsfjöll

Vörðufellsborgir í Brennisteinsfjöllum.

Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga verður ekki annað séð en að þau séu öll mynduð á mjög svipuðum tíma. Ekki er þó víst að eldar hafi verið uppi í báðum eldstöðvakerfunum samtímis, en skammt hefur liðið á milli þeirra. Úr þessu mætti mögulega fá skorið með aldursgreiningum á koluðum gróðurleifum og mó undan hraunum og gjalli. Slík sýni hafa nýverið náðst frá tveimur stöðum. Annar staðurinn er norðan við rissvæði Hrútagjárdyngju og hinn í Sogum. Sýnin hafa verið send til greiningar.
Á báðum svæðunum, þ.e. í Móhálsadal og í Brennisteinsfjöllum, hafa hlaðist upp stórir gjall- og klepragígar sem bendir til að gosin hafa verið kröftug og staðið nokkuð lengi.

Brennisteinsfjöll

Bláfeldur (Draugahlíðagígur) í Brennisteinsfjöllum. Hraun úr honum rann niður í Herdísarvík.

Hraunin í Brennisteinsfjöllum ná yfir stórt svæði. Gosvirknin þar hefur smám saman færst í einn megingíg sem gefið hefur frá sér mikið af hrauninu. Hvammahraun er að mestu úfið og illfært apalhraun en umhverfis gígasvæðið er helluhraun. Talsverð hraunbunga með dyngjulögun er við aðalgíginn. Bergfræðirannsókn hefur ekki farið fram á hraununum, en samkvæmt athugunum Jóns Jónssonar (1978) er Hvammahraun fremur ólivínríkt.

Draugahlíðagígur

Draugahlíðagígur í Brennisteinsfjöllum.

Eldarnir á 8.-9. öld bæta nokkru við þá mynd sem við höfum af eldvirkni á Reykjanesskaga. Til dæmis er nú ljóst að á sama gosskeiðinu hefur gosið tvisvar í sama eldstöðvakerfi. Einnig bendir nú flest til að gosskeiðin séu nokkru lengri en talið hefur verið, en vísbendingar um það hafa einnig komið fram varðandi gosskeiðið fyrir um 2000 árum.”

Heimild:
-Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands árið 2010 til heiðurs Sigurði Steinþórssyni, prófessor í jarðfræði við Háskóla
Íslands, á 70. afmælisári hans. Ágrip erinda Magnús Á. Sigurgeirssoog Kristján Sæmundsson hjá Íslenskum orkurannsóknum um “Eldgos á Reykjanesskaga á 8. og 9. öld.

Móhálsadalur

Gígar við Lækjarvelli.

Jarðfræði

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:

Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull

Gos á sögulegum tíma;

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

-um 900 – Afstapahraun.

-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.

-999 eða 1000 – Svínahraun.

-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.

-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.

-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.

-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.

-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1340 – Brennisteinsfjöll.

-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.

-1582 – við Eldey.

-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.

-1879 – Geirfuglasker .

-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.

-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.

Sjá meira undir “Eldgosaannáll Íslands” á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Gunnuhver

“Ekki er það ný bóla, að eldur komi upp í sjé úti í grennd við Ísland, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það hafi komið níu sinnum fyrir, sem sögur fari af, fyrst árið 1211 og síðast 1879, þangað til nú Sögulegast var það gosið, er eyja reis úr sjó undan Reykjanesi, en hvarf áður en langt leið. Þegar átti að fara að kanna eyna var hún horfin.
Reykjanes-991Langoftast urðu neðansjávareld gosin út af Reykjanesi, flest á svipuðum slóðum. Í eldgosatali Þorvalds Thoroddsens er nokkrum sinnum aðeins sögð þessi orð: Eldur fyrir Reykjanesi. En fyrst 1226 segir þó fleira: Eldur í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkur um miðjan dag. Sandfellsvetur á Íslandi. — Árið 1422 kom upp eldur útsuður undan Reykjanesi og skaut upp landi, sem nú er horfið. Árið 1830: Eldur fyrir Reykjanesi. Hann sást fyrst hinn 6. og 7. marz (aðrir segja 13.), og var uppi þangað til í maímánuði, þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Uppvarpið var nærri Eldeyjarboðum. Árið 1879: Gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi og eins sást til hennar næsta dag, en fjórtán daga framan af júlí var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi, en þokulaust alls staðar fyrir innan. Rétt áður en þokan hvarf, Kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn eldsins varir eftir það. Vikur sást heldur ekki, og engir jarðskjálftar fundust.
Vorið 1733 gerðist það, sem þóttu teikn mikil, að alldjúpt út af Reykjanesi reis rjúkandi eyja úr sænum, og gizkuðu menn ýmist á, að hún hafi verið ein míla eða míluþriðjungur ummáls. Annars beið hún ekki eftir því að vera mæld eða rannsökuð nánar, sem áður segir, heldur hvarf aftur í hafið. Skipverjar á húkkortunni Boesand komu fyrstir auga á eyjuna, og gerði skipstjórinn, Jörgen Mindelberg, teikningu af henni. Eftir honum eru höfð þessi orð í sambandi við gos þetta: „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði!”
Ey - JorgenÍ Öldinni átjándu stendur eftirfarandi um gosið 1783, dagsett í maímánuði: „Um síðustu mánaða mót urðu menn þess áskynja, að eldur er uppi í hafi djúpt út af Reykjanesi. Stigu þar reykjarmekkir úr sjó og nú hafa áhafnir þriggja kaupskipa séð þar rjúkandi eyju rísa úr sæ, en stórt svæði umhverfis hana er þakið vikri og ösku. Mönnum ber saman uim það, að þarna sé komið upp allhátt hraunhrúgald, með úfnum klettum, en þá greinir á um stærð hínnar nýju eyjar. Telja sumir, að hún sé míla ummáls, en aðrir hafa orpið á, að svo sem þriðjungur mílu muni umhverfis hana. Sævardýpi hefur breytzt til muna umhverfis eyna, og nýr boði, sem mjög brýtur á, er kominn upp alllangt frá henni í norðvesturátt. Það voru skipverjar á húkkortunni Boesand, sem fyrst sáu eyna.
Klukkan þrjú að morgni hins fyrsta dags maímánaðar bar fyrir augu þeirra sjón, sem fyllti þá undrun og skelfingu: Reykjarmekkir miklir stigu upp af sjónum. „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði”, segir reykjanes-kort-IIskipstjórinn, Jörgen Mindelberg.
Klukkan sjö var skútan komin svo nærri gosstöðvunum, að skipverjar sáu rjúkandi eyju í hafinu hálfa níundu mílu suðvestur af Geirfuglaskeri. Lét skipstjóri sigla í námunda við hana, en sneri frá, er hann átti ófarna hálfa mílu að henni, því að gosfýlan var orðin svo megn, að hann sveðsí hafa óttazt að áhöfnin félli í öngvit. Var þá og sjór allur þakinn vikri.

Nú síðar í maímánuði komu Hans Petersen á Hvíta svaninum og Peder Pedersen á Þorskinum, til hafnar við Faxaflóa, og höfðu þeir báðir séð þessa nýju eyju, er hlaðizt hefur upp úr rjúkandi eimyrkju og gjallstorku út af Reykjanesi”.
Sex vikum síðar hófust Skaftáreldar. Í júlí segir: „Konungurinn hefur mælt svo fyrir að eyjan út af Reykianesi skuli Nýey heita og falið stiftamtmanni að fara hið fyrsta út í hana á einhverju af skipum konungsverzlunarinnar, draga danskan fána að húni á henni og helga hana veldi Dana. Til frekara öryggis skal reisa þar stein og höggva á hann nafn konungs og ártal, og verður steinn sá, sem til þessa er ætlaður, sendur hingað með póstskipinu”.
Í ágúst 1784 segir: „Það fórst fyrir, að stiftamtmaður helgaði Danakonungi Nýey í fyrra og voru boð stjórnvalda um þetta ítrekuð í vetur. Var svo fyrir mælt, að Hafnarfjarðarskip sem flytja átti Levetzov kammerherra og Magnús stúdent Stephensen til Kaupmannahafnar, kæmi við á eynni, ef þess væri nokkur kostur, eða sigla að minnsta kosti svo nærri henni, að viðhlítandi athugun gæti farið fram á henni. En mönuum brá nokkuð í brún, þegar átti að fara að kanna Nýey. Hún var nefnilega hvergi sýnileg, þegar gera átti gangskör að því að helga hana konungi”.

Heimild:
-Tíminn 15. nóvember 1963, bls. 8-9.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

FERLIR lagði í lok marsmánaðar (2010) land og jökul undir fót og hélt að eldsupptökum gosstöðva á Fimmvörðuhálsi.
EldurGosið kom reyndar upp á Hruna í Goðalandi, en ekki á hálsinum sjálfum. Fetuð voru spor á Mýrdalsjökli upp í allt að 1.504 m.h.y.s., framhjá gígopi Kötlu og inn á berangurshálsinn millum Mýrsdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Leiðangursstjóri var Kári Björnsson, fumlaus með öllu, enda ekki lagt að sækja það (sonur Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings [Extreme Iceland]).
Um var að ræða gos er varð á sprungurein á tiltölulega afmörkuðu svæði. Gosið er að mörgu leyti líkt bæði Heymeyjargosinu (1973) og Surtseyjargosinu (1963), a.m.k. er um samskonar frumstætt “sjávarhraun” að ræða að mati jarðfræðings af frönskum ættum er var með í för. Samferða var einnig enskur fasteignasali, sem af einhverri ástæðu hafði sérstakan áhuga á eldstöðinni – hvað s.s. það táknar til lengri framtíðar er litið…
Annars var megintilgangur ferðarinnar að líta á og heyra í þessari nýfæddu systureldstöð þeirra fjölmörgu eldri er enn má sjá á Reykjanesskaganum.

Fimmvörðuháls

Á Fimmvörðuhálsi.

 

 

Portfolio Items