Tag Archive for: Garðabær

Brennisteinsfjöll

Gengið var frá Bláfjallavegi upp í Kerlingarskarð milli Miðbolla og Syðstubolla. Selvogsgatan hefur verið vinsæl gönguleið, en hún skiptist þarna ofan við Helluna, annars vegar upp Kerlingarskarð og hins vegar upp Grindarskörð skammt norðar, norðan Stórabolla. Ofan við Kerlingarskarð eru gatnamót, annars vegar á Hlíðargötu niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Hlíðarvatn og hins vegar inn á hina gömlu Selvogsgötu niður í Selvog.

Selvogsgata

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur.

Hlíðargata er vel vörðuð leið, en við Selvogsgötuna eru flestar vörðurnar fallnar og margar orðnar jarðlægar. Gatan sjálf er þó vel greinileg og sums staðar bæði bein og breið. Hlíðargatan liggur gegnum hraunið niður með vestanverðum Hvalhnúki og Austurásum, en Selvogsgatan um Hvalskarð nokkur austar og niður í Hlíðardal. Hlíðarskarð var talið ófært klyfjahestum og því var Hlíðargatan aðallega farin af gangandi fólki t.d. vermönnum. Vegalengdin er um 15 km.
Þegar gengið var í góða veðrinu áleiðis að Kerlingarskarðinu var m.a. velt vöngum yfir nafngiftinni. Var hún til komin vegna þess að það þætti lægra eða auðveldara uppgöngu en Grindarskörðin? Nei, hvorugt á við rök að styðjast. Kom nafnið þá kannski til vegna einhverrar kerlingar, sem nú er löngu gleymd, eða hver er annars sagan á bak við nafnið?

Kerlingarskarð

Kerlingarskarð.

Á Snæfellsnesi er Kerlingarskarð. Þegar komið er þar niður brekkuna af háskarðinu, þegar komið er að sunnan, er hægt að sjá móbergsdrang skaga upp úr Kerlingarfjalli, það er hin eina sanna kerling sem Kerlingarskarð er kennt við. Í þessu Kerlingarskarði í Lönguhlíðu er hraundrangur svo til efst í því miðju. Mannsmynd hans gæti hafa komið fram í þokukenndu skarðinu eða hún veðrast. Gæti drangurinn einhvern tímann hafa heitið Kerling?
Á Snæfellsnesi eru margar sögur af Kerlingunni á Kerlingarskarði og eru margar þeirra svipaðar en nokkur smáatriði eru ólík. Eru margar sögur af uppruna hennar og erindi: Sumir segja að Kerlingin hafi verið af Barðaströnd, aðrir að hún hafi búið í Hítarhelli í Hítardal og enn aðrir að hún hafi búið í helli í Hallmundarhrauni eða á Kili.

Kerlingarskarðsvegur

Efst í Kerlingaskarði. vegur sést vel neðra sem og drykkjarsteinninn í efra.

Sagt er að Kerlingin hafi verið að fara að hitta vin sinn Lóndrang, einnig er sagt að vinurinn hafi verið Korri á Fróðárheiði. Hún er einnig sögð hafa verið á veiðum í Baulárvallavatni vegna þess að hún hefur silungakippu á bakinu.

Kerlingin lagði af stað heiman frá sér og hélt vestur Snæfellsnes. Hafði hún með sér hest og á honum klifjar með skyrtunnu og heysátu, sumir segja að hún hafi einnig haft með sér hafur. Þegar Kerlingin var komin þangað sem nú er Kerlingarskarð ætlaði hún að stökkva yfir skarðið en þurfti að bíða því menn voru í skarðinu. Sumir segja að þar hafi Þangbrandur eða aðrir kristnir menn verið á ferð að boða kristni og hafi hitinn verið svo mikill að Kerling gat ekki stokkið yfir áður en sólin kom upp og varð því að steini. Einnig er sagt að ferðamaður hafi verið þar og sagt: „líttu í austur kerling“ í þann mund er sólin kom upp og hafi kerlingin orðið að steini.

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð framundan.

Í Kerlingarskarði í Lönguhlíðum eru tveir drykkjarsteinar, skessukatlar. Í þessum kötlum er alltaf vatn. Annar þeirra hafði týnst (fyllst) þangað til fyrir stuttu að FERLIR fann hann aftur. Beggja var getið í gömlum heimildum. Ekki er ólíklegt að skálar þessar hafi verið nefndar kerlingar í fyrri tíð og skarðið dregið nafn sitt af þeim.

Þekkt er nafngiftin á Grindaskörðum. Líkt og Molda-Gnúpur á að hafa girt fyrir Siglubergshálsin til að varna fé niðurgöngu á gróna Hraunssandana girti Þórir haustmyrkur Víðbjóðsson fyrir í Grindarskörðum til að varna fé sínu niðurgöngu af Selvogsafrétti. Ætla mætti að nægt girðingarefni hafi þá verið við hálsana og landslag með öðrum hætti en nú er þótt fátt virðist benda til þess að svo hafi verið. Umhverfið er þakið tiltölulega nýjum hraunum, sem komið hafa upp úr Bollunum, s.s. Tvíbollahraunin (Leiðarendi), sbr. Hellnahraun hið síðara, um og í kringum 950.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Hvort sem ástæða nafngiftarinnar sé á rökum reist eður ei stendur hún vel fyrir sínu, líkt og svo margar aðrar. Annars er vel þekkt að nöfn hafa færst á milli staða, gömul glatast og ný tekin upp frá einum tíma til annars. Í nafnafræðunum er fátt nýtt undir sólinni, en sömu grundvallaratriðin koma þó yfirleitt byrjendum flestum á óvart. Þannig eru mörg dæmi um að ákv. staður hafi heitið fleiri en einu nafni á meðan aðrar nafngiftir virðast á reiki. En svona er lífið – margþætt og flókið, en einfalt fyrir þá sem hafa öðlast skilning á hvorutveggja.
Fyrst byrjað er að hugleiða nafngiftir: Hvers vegna heitir keilan (kvk) norðan Þráinsskjaldar Keilir, þ.e. karlmannsnafni.? Hvers vegna ekki Keila, eins og eðlilegast væri?
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Búrfell

Gengið var um hluta Búrfellshrauns með viðkomu í Maríuhellum (í Heiðmörk). Hraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum síðan.

Árni Hjartarson

Árni Hjartarson.

Árni Hjartarson skrifaði grein um Búrfellshraun í Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2009. Greinin er ágætt yfirlit yfir efnið, en þó alls ekki tæmandi, enda hefur það kannski ekki verið markmiðið. Hér verður drepið niður í greinina á nokkrum stöðum þar sem m.a. er lýst stærð hraunsins, aldri, hrauntröðum og hraunhellum. Á köflum hafa misvísanir slæðst inn í umfjölluna, auk þess sem inn í hana vantar á köflum nánari lýsingar til uppfyllingar heildarmyndinni.
„Búrfell upp af Hafnarfirði er gígur af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur orðið á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan Búrfellaðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir slíkur hliðargígar eru hjá Búrfelli. Hrauninu svipar til dyngjuhrauna. Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli í sjó fram á nokkrum stöðum nefnist einu nafni Búrfellshraun en hefur fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. [Hér má bæta við nöfnum s.s. Stekkjarhraun, Balahraun, Svínahraun, Flatahraun og Klettahraun.]
Mikil msigengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig raunar allar götur frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell. Búrfell hlóðst upp í gosi við austurbrún sigdalsins.“

Búrfellshraun

Á meðfylgjandi korti af útbreiðslu hraunsins má sjá að nútímahraun, s.s. Bruninn (Nýjahraun/-Kapelluhraun) hafa runnið yfir það að hluta að vestanverðu, þ.e. í átt að Straumsvík. Þar má þó enn sjá Selhraunin vestan hans sem leifar Búrfellshraunsins. Í Búrfellsgosinu rann elsta hrauntungan til Straumsvíkur (nú að mestu hulin nútímahraunum). Næstelst er hrauntunga sem rann að Kaldá og síðan niður með Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Þriðja hrauntungan rann niður með Vífilsstaðahlið og til sjávar í Hafnarfirði og Arnarnesvogi. Hraun frá lokahrinu gossins er síðan sunnan við Búrfellsgíg. Gígurinn er sýndur í rauðum lit. .
„Gígurinn og misgengin tilheyra eldstöðvakerfi Trölladyngju. Gossögunni má skipta í fjóra þætti eða lotur og í hverri hrinu runnu ólíkar hrauntungur frá gígnum.

I. Straumsvíkurlota.
MaríuhellarSelhraun[in] er áþreifanlegur hluti þessa. [Selhraunin eru þrjú á þessu svæði og eru þau sennilega öll hluti Búrfellshraunsins (jarðfræðikort ÍSOR).] Sjá meira um Selhraunin ofan Straumsvíkur (sjá HÉR).

II. Lambagjárlota.
Fyrsti hraunstraumurinn hafði hlaðið undir sig og komst yfir misgengisþröskuld við Kaldá. Þá gat það farið að renna niður með Ásfjalli og hefur hugsanlega náð til sjávar utan við Hamarinn í Hafnarfirði. Ystu tungur hraunsins þar eru nú huldar yngri hrauntungum sem runnu í þriðja kafla gossins. Á þessum tíma myndaðist Lambagjá. (Sjá meira um Lambagjá HÉR.)

III. Urriðavatnslota. Gosið fyllti sigdalinn neðan við Búrfell og komst yfir misgengisstalla við Smyrlabúð. Þá rann hraunið niður með Vífilsstaðahlíð og náði til sjávar bæði við Hafnarfjörð og í Arnarnesvogi. Þess laieð hefur hraunið runnið alllengi og þá hefur Búrfellsgjáin og hellarnir í tengslum við hana myndast og verið meginfarvegur hraunstraumsins frá gígnum.

IV. Goslok.
HraunstraumurVið goslok virðist hraunið hafa hætt að flæða um Búrfellsgjána og tekið að streyma um undirgöng til suðurs frá gígnum. Þar urðu til sérkennilegar hrauntjarnir sem tæmdust í goslok og mynduðu Kringlóttugjá. Líklegt er að gosið hafi staðið alllengi, jafnvel í eitt til tvö ár.
Land hefur sigið nokkuð á höfuðborgarsvæðinu síðan þett var og að auki stóð sjór nokkrum metrum lægra í heimshöfunum þá en hann gerir nú, svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Líklega hefur sjávarstaðan verið um 8-10 metrum lægri er hraunið rann.
Búrfellshraun er miðlungshraun að stæð á íslenskan mælikvarða. Flatarmál þess á yfirborði er rúmlega 16 km2.
Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkusvæðinu. Skv. aldursgreiningu á fjörumó undir hrauninu er hann um 8100 ára. Hraunið sjálft er lítið eitt yngra, eða að líkindum rétt um 8000 ára og hefur runnið um 6000 f. Kr. Á þessum tíma er talið að hið almenna yfirborð heimshafanna hafi staðið um 10 m lægra en nú.
Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð. Elsta tröðin sem enn sést liggur niður hjá Kaldárseli og hefur myndast meðan aðalhraunið rann niður hjá Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Hún nefnist Lambagjá. Búrfellsgjá og Selgjá eru yngri hrauntraðir, en þær eru í hraunstraumi sem rann niður með Vífilsstaðahlíð. Yngst er svonefnt Kringlóttagjá.
Búrfellsgjá á fáa sína líka á landinu. Næst gígnum, þar sem halli er mikill, er hún þröng Draugahellir(20-30 m) og með bröttum veggjum (hin eiginlega Búrfellsgjá) en er niðurá jafnsléttu kemur verður hrauntröðin lægri og víðari. Þar sem Hjallamisgengið liggur yfir hraunið eru gapandi sprungur og stallar. Þar er Hrafnagjá, en við hana skiptir hrauntröðin um nafn og heitir Selgjá þar utan við. Búrfellsgjá og Selgjá eru yfir 200 m breiðar þar sem þær eru breiðastar. Vegna síðari tíma höggunar og landsigs í grennd við Búrfell liggur Selgjá nú ofar í landi en Búrfellsgjá. Veggir traðanna eru oft 5-10 m háir og sum staðar þverhníptir og sítandi þannig að víða eru skjól og skútar sem þóttu fyrrum ágætt afdrep fyrir sauðfé í vondum veðrum. Við utanverða Selgjá eru veggirnir þó lægri, Undir þeim eru einnig fjöldi gamalla seljarústa og minja um forna búskaparhætti.
JónshellarNeðan við Selgjá hefur hrauná runnið áfram á yfirborði, en einnig í rásum undir storknuðu yfirborði hraunsins. Þar eru fjölmargir skútar og hraunhellar.“
Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundraðmetrahellir (Fosshellir)  (102 m), Níutíumetrahellir (93 m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðhellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Vífilsstaðahellir (19 m), Urriðakotshellir (24 m ), Draugahellir (78 m), Jónshellar (68 m), Hraunholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m), Selgjáhellir eystri (11 m) og fleiri mætti nefna.
Maríuhellar er samheiti á hellum í hrauninu á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða. Björn UrriðakotshelliHróarsson lýsir þessum hellum; Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli; auk þess minnist hann á fjórða hellinn, Jósepshelli. Samheitin Vífilsstaðahellar, Fjárhellrar, Vífilsstaðafjárhellrar og Urriðakotsfjárhellrar hafa einnig sést á prenti um þessa hella.
Nafnið Maríuhellar virðist gamalt eins og fram kemur í landamerkjalýsingu Urriðakots sem dagsett er 20. sept. 1834 [1890?]. Þar kemur fram að ósamkomulag hafi ríkt um eignarhald á hellunum.
Maríuhellarnir þrír eru rétt við bílveginn og í sömu hraunrás, alls um 150-160 m langri. Meginniðurfallið virðist vera gamall viðmiðunarpunktur á landamerkjum Urriðakots og Vífilsstaða [landamerkjahóllinn er þar beint sunnan við].“
Þegar hér er komið í greininni verður veruleg misvísun m.t.t. örnefna. Þannig er Vífilsstaðahellir tilgreindur sem Urriðakotshellir Maríuhellarog Jósepshellir sagður stakur þar sem fyrir var Vífilsstaðahellir. Ekki verða eltar ólar við þá umfjöllun hér.
„Draugahellir er vestastur Maríuhella, 18 m norðvestur af munna Vífilsstaðahellir [Urriðakotshellis]. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr fönnu þakinu. Fyrst er farið 3.f m niður en síðan má smeygja sérmilli stórgrýtis og veggjar eftir hallandi göngum uns komið er í víðara rými innan við hraunið. Þar verður fyrir gild hraunsúla á vinstri hönd, 20 m að ummáli. Hellirinn er í heild 65-70 m langur inn í botn en mjög lágur innst.
Í hellabókinni nefnir Björn Jósepshellinn Vífilsstaðahelli [og er það rétt til getið].“
Í lokin fjallar höfundur um „örnefnaflækju“ tengja Maríuhellum, sem reyndar er óþarfi ef grannt er skoðað. „Flækjan“ virðist fyrst og fremst vera af eðlilegum misvísunum og því eru ekki eltar ólar við hana hér.
HraunmyndanirEftir stutta göngu var komið að Jónshellum. Þeir eru undir klettavegg er snýr að Vífilsstöðum. Mikið kjarr og hár trjágróður er allt um kring. Jónshellar eru þrír skútar. Einn er sýnum stærstur og einn hefur greinilega verið notaður sem fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum, en fyrir innan er slétt moldargólf. Spýtnabrak er í gólfi. Þessi skúti gæti auðveldlega hýst 40-50 rollur. Í kverkinni þar sem hellarnir eru, er gamall timburpallur. Sennilega hefur fólk af Vífilstaðahælinu gengið þangað á góðum dögum til að njóta veðurblíðunnar á þessum fallega stað. Örnefnið Jónsflöt eða Jónshellraflöt er þarna skammt norðvestar.
Nyrsti hellirinn er stærstur, um 50 m langur. Þegar komið er inn fyrir opið liggur leiðin spölkorn niður á við til norðvesturs. Þá hækkar til lofts og sjá má grjóthrauka á tveimur stöðum. Svo virðist sem tekið hafi verið til á gólfinu og grjótið sett á tvo staði. Innar er rúmgott, en óraskað. Hér, líkt og í örðum hraunhellum, er rakakennt í bleytutíð. Þessi hluti Jónshella svipar mjög til Hraunsholtshellis (Arnesarhellir) í vesturjaðri Flatahrauns.
Gengið var eftir Jónshellustíg austur yfir hraunið. Á köflum hefur stígurinn verið lagaður til og hlaðið í lægðir. (Sjá meira
HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Árni Hjartarson, Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 (-34), bls. 93-100, 2009.

Maríhellar

Í Maríuhellum.

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

Bessastaðir

Gengið að Bessastöðum.

Í Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.
Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu

Bessastaðir

FERLIRsfélagar við Bessastaði ásamt staðarhaldara.

typtunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.
Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
BessastaðirKirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.
Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.
Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.
Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka. Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).
BessastaðakirkjaGrafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.
FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
nat.is
alftanes.is
Öldin okkar 1761-1800.

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.
Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans

Skansinn

Skansinn við Bessastaði. Seylan framundan.

upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. Aldar.
Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.
Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.
Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.
SkólavörMeðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg. Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Kirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.
Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans. Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeris og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).
BessastaðirÁ altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum. Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Heimild:
-Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Í „Skýrslu um landshagi á Íslandi 1861„, kaflanum „Brauðamat á Íslandi“, er getið um selstöðu frá Görðum á Álftanesi: „Garðar á Alptanesi – Brauð þetta hefir ekki verið metið, en frá sóknarprestinum hefir komið uppteiknun yfir allmargar af tekjugreinunum, og verður henni hér fylgt, þó í mörgu hljóti að vera ábótavant.
Kaldarsel-223Tekjur – 1. Tekjur af jörðum, sem prestakallinu fylgja og sem eru: a) Prestssetrið Garðar. Dýrl. óviss. Kúgildi heima. Jörðin tjáist að fóðra 8 kýr; henni telst til gildis: aflavon af sjó meiri part ársins; sauðganga góð á vetrum í fjöru, »ef mátulega margt er haft«. Sumarhagar litlir, og örðugleiki á mótaki. »Kirkjan á land fyrir ofan Setbergs, Áss, Ófriðarstaða- og Hvaleyrarlönd, sem getur verið góð selstaða«; en það tjáist að öðru leyti svo fjarlægt, að illt sé að nota, sem og að verja skógarló þá sem þar er.“
Hér er væntanlega átt selstöðu í Kaldárseli og/eða í Helgadal.

Heimild:
Skýrslur um landshagi á Íslandi, 2. árg. 1861, 2. bindi, bls. 626-627.

Selgjá

Stekkur í Selgjá.

Garðakirkja

Árni Óla skrifaði um „Rústir Garðakirkju“ í Lesbók Morgunblaðsins ári 1951:

„Nú var það einn góðan veðurdag í sumar, að jeg hitti kunningja minn á götu og hann sagði: „Þú ættir að fara og skoða Garðakirkju, jeg er viss um að þjer þykir hún merkileg.“
Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar, steig upp í Landleiðabílinn og ók til Hafnarfjarðar. Og svo lagði jeg land undir fót, eins og svo ótal margir kirkjugestir höfðu áður gert. En nú eru gömlu göturnar horfnar og akvegir komnir í staðinn.

Landleiðir

Landleiðavagn.

Það er ekki nema svo sem fjögurra rasta vegur frá Hamarskotslæk út að Görðum, og Hafnarfjarðarbær hefur nú teygt sig hálfa leiðina. Vegurinn liggur út með ströndinni. Hjer hefur hrauntlóðið fallið fram í sjó og má enn, eftir margar aldir sjá hverjar hamfarir hafa átt sjer stað, þegar glóandi hraunið og sjórinn mættust og alt varð hjer í eima og mökk, en ógurlegar gufusprengingar tættu hraunbreiðuna sundur, mynduðu gíga og turnuðu hálfstorknuðu hrauninu upp í hrannir og hrauka. Sumir þessir sprengjugígar eru nú grasi grónir í botninn, skemtilegar hvosir, þar sem er skjól í öllum áttum. En fram í sjóinn ganga svipill sker á aðra hönd og bera enn vitni um hver ákefð og þungi hefur verið í áhlaupi hraunstraumsins. Sjórinn varð að þoka undan því og um aldir hefur hann lamið þessar klappir og reynt að brjóta þær niður, en ekki tekist.

Garðavegur

Garðavegur – steinn frá stríðstímum í götukanti.

Út á móts við Skerseyri liggur vegurinn yfir djúpa gjá eða hraunhvos og er þar hátt ofan af honum til beggja handa. Niðri í gjótunni liggja stórir steyptir steinar, þrístrendir og toppmyndaðir og líklega um metra á hæð. Steina þessa ljet herstjórnin steypa hjer á árunum og raðaði þeim á veginn. Var ætlunin að þvergirða veginn með þeim, ef til bardaga kæmi á landi. Eftir að herinn var farinn var þessum ferlíkjum velt ofan í gjótuna, en þeir eru, ásamt svo fjölda mörgu óðru, talandi tákn um það, að hernámsliðið bjóst við því í alvöru, að Þjóðverjar mundu gera innrás hjer.

Árni Óla

Árni Óla.

Jeg er að svipast um hvort jeg sjái ekki turninn á Garðakirkju. En hann er hvergi sýnilegur. Þegar jeg kem út á móts við Bala hitti jeg unga og fallega stúlku og jeg dirfist að spyrja hana:
Er langt út að Garðakirkju?
— Nei, hún er þarna, eða rústirnar af henni. Og hún bendir mjer á grátt hús og þaklaust fram undan.
Hvenær var hún rifin? spurði jeg.
— Það eru mörg ár síðan, sagði hún. Turninn var orðinn svo ljelegur, að menn voru hræddir um að hann mundi hrynja. Og svo var hann rifinn og alt innan úr kirkjunni. En steinveggirnir standa enn.
Til hvers var kunningi minn að segja mjer að skoða kirkju, sem er alls ekki til? hugsaði jeg. Og í hálfgerðum vandræðum sagði jeg svo upphátt:
Hvernig stóð á því að kirkjan hjer var lögð niður?
Það kom gletnissvipur á stúlkuna: — Þeir stofnuðu fríkirkju í Hafnarfirði og þá varð sóknarnefndin dauðhrædd um að allir Hafnfirðingar mundu verða fríkirkjumenn. Þeir mundu ekki nenna að ganga út að Garðakirkju, þegar kirkja væri komin í Hafnarfirði, og því ekki um annað að gera en flytja Garðakirkju til þeirra.

Fríkirkjan

Fríkirkjan í Hafnarfirði í smíðum. Kirkjan var vígð þann 14. desember 1913 af séra Ólafi Ólafssyni presti safnaðarins og hafði hún þá verið reist á aðeins 3-4 mánuðum af nýstofnuðum söfnuðinum. Síðan hefur fjórum sinnum verið byggt við kirkjuna og síðast var henni breytt að innan við gagngerar endurbætur árið 1998.

Já, stundum kemur fjallið til Múhameds. Fyrir hundrað árum rúmum voru ekki nema fjögur eða fimm timburhús í Hafnarfirði. En smám saman tók hann að seiða til sín fólk. Jafnvægið í sókninni raskaðist. Garðahverfið, þar sem áður var mest þjettbýli, hvarf í skugga Hafnarfjarðar þegar hann reis á legg. Árið 1910 eru talin 228 hús í Hafnarfirði. Það var því eðlilegt að Hafnfirðingar gætu ekki unað því að sækja kirkju að Görðum, en vildu koma upp kirkju hjá sjer.
Garðakirkja
En þá var of dýrt fyrir Garðhverfinga að standa straum af sinni kirkju. Þeir kusu heldur að sækja kirkju til Hafnarfjarðar. Fólkinu fór líka fækkandi eftir því sem Hafnarfjórður óx. Þeir höfðu reist sjer skólahús skamt frá kirkjustaðnum. Nú eru skólaskyld börn svo fá í hverfinu, að það borgar sig ekki heldur að halda þar uppi skóla, svo börnunum er komið til kenslu að Bjarnastöðum eða í Hafnarfjörð og skólahúsið stendur autt. Þetta er eitt af tímanna táknum um þá þjóðflutninga, sem fara fram hjer innan lands.
En þetta breytist. Fólkið kemur aftur. Hafnarfjörður á fyrir sjer að þenjast út. Bygðin færist út með firðinum og gleypir einhvern tíma Garðahverfið. Og þegar svo er komið og mikil bygð er risin þar upp, þá þarf að koma þar bæði kirkja og skóli. Þá verður Garðakirkja endurreist og þá rís þar stórt og fagurt skólahús.
Garðakirkja
Jeg er kominn að Görðum. Þar hefur eitt sinn verið voldugur grjótgarður umhverfis túnið, en liggur nú hruninn og utan við hann er komin vírgirðing. Akbraut liggur heim túnið og skamt fyrir vestan hana stendur kirkjurústin gnapandi og einstæðingsleg, því að kirkjan hefur ekki staðið í kirkjugarðinum heldur utan við hann. Hún horfir tómum gluggatóftum út og suður og burstháir stafnar gnæfa yfir umhverfið. Veggirnir eru eitthvað um fjögurra metra háir, en stafnarnir helmingi hærri, því að rishæðin hefur verið álíka og vegghæð. Að innanmáli er kirkjutóftin 17 metrar á lengd og 8 á breidd. Öll er hún hlaðin úr íslensku grjóti og er hleðslan tvöföld, höggnir steinar í ytri hleðslu en óhöggnir í innri hleðslu og bundnir saman með steinlimi. Svo hafa allir veggir verið sljettaðir að utan og eins inni í aðalkirkjunni. Sjest enn á austurgafli boglína svo hátt uppi sem hvelfingin hefur náð.

Garðakirkja

Garðakirkja 1940.

En að innanverðu á vestri burstinni er hleðslan ber. Er snildar handbragð á henni og sýnir að þar hafa verið menn að verki, sem enn kunnu að hlaða sljetta og lóðrjetta veggi úr óhöggnu grjóti. Það munu fáir leika nú orðið og þess vegna er þessi bygging stórmerkileg, og þykir mjer ólíklegt að hún eigi nokkurn sinn líka hjer á landi. Hjer er byggingarlag, sem þyrfti að varðveitast, ef þess er nokkur kostur. Lítið á þennan háa og sljetta stafn, hlaðinn úr smáu grjóti, eins og það kom fyrir. Lítið á hleðsluna umhverfis dyrnar og hina bogadregnu glugga. Og segið mjer svo hvort þjer eruð mjer ekki sammála um að hjer sje íslensk byggingarlist, er sje þess virði að bún sje varðveitt. Að vísu er hún ekki svo gömul, að hún geti talist forngripur. En sje hún varðveitt, verður hún forngripur með tímanum, og mun þá þykja mjög merkilegur forngripur, er menn mundu ekki vilja missa fyrir nokkurn mun.

Um Garðapresta

Holger Rosenkrans

Holger Rosenkrantz höfuðsmaður.

Garðakirkja var upphaflega helguð Pjetri postula. Prestatal hennar nær aftur til ársins 1284 og hafa þar setið margir merkir menn. Þar var Böðvar prestur Jónsson, er druknaði i Ölfusá 1518 ásamt dóttur sinni og fjölda manns (sumir segja 30, aðrir 40 eða 50). Var fólk þetta að koma úr pílagrímsför til krossins helga í Kaldaðarnesi. Þar var sjera Jón Ólafsson (um 1527—30) afi Jóns Egilssonar annálaritara og sjera Ólafs í Vestmannaeyum, er Tyrkir handtóku.
Eftir hann kom sjera Þórður Ólafsson, er dreymdi drauminn um Hannes hirðstjóra Eggertsson. — Hannes hafði látið taka Týla Pjetursson af lífi 1524 fyrir rán og gripdeildir. Árið 1530 varð Hannes bráðkvaddur í náðhúsinu á Bessastöðum. Þá dreymdi sjera Þórð að maður kom til hans og mælti: „Furðar yður hversu snögglega Hannes dó?“ Prestur kvað já við.
Ekki skal yður undra það,“ mælti draummaður, „því að Hannes drap Týla og Týli drap Hannes.
Sjera Jón Kráksson, hálfbróðir Guðbrands biskups (þeir voru synir Helgudóttur Jóns Sigmundssonar lögmanns) var kominn að Görðum 1569. Hjá honum dó Gísli biskup Jónsson á vísitatiuferð hinn 30, ágúst 1587.

Garðakirkja

Garðakirkja 1892.

Árið eftir tók Knútur Steinsson hirðstjóri Hlið á Álftanesi ásamt hjáleigum undan Garðakirkju, en ljet hana fá Vífilsstaði í staðinn. Í makaskiftabrjefinu lofaði hann að Garðakirkju skyldi árlega greidd ein tunna mjöls, vegna afgjaldsmismunar á þessum jörðum. En þegar Enevold Kruse varð valdsmaður, kom upp fjandskapur á milli hans og sjera Jóns Krákssonar, og til þess að hefna sín á presti, tók hann þessa mjöltunnu af Garðakirkju og hefur hún ekki goldist síðan. Sjera Jón Kráksson var grafinn í Garðakirkjugarð. Á legsteini hans var þessi áletrun: „Hjer hvílir sá frómi mann sjera Jón Kráksson, sem lifði trúlega, kendi siðlega, deyði loflega, ljóma mun eilíflega. Rjettlatir fara frá ógæfu og hvílast í sínum svefnhúsum.“ Hann dó 3. mars 1622, 89 ára að aldri. Dóttir hans var Margrjet kona Gísla lögmanns Hákonarsonar. Móðir hennar var Jarþrúður Þórólfsdóttir Eyólfssonar, en kona Eyólfs var Ásdís, systir Ögmundar biskups Pálssonar. — Biskup gaf Þórólfi systursyni sínum jarðirnar Laugarnes og Engey. Þess vegna komust þær jarðir í eigu Gísla lögmanns.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Eftir sjera Jón varð prestur í Görðum; Ólafur sonur hans, er jafnan skrifaði sig Ólaf Jónsson Kráksson. Hann var einlægur maður og bersögull og kom sjer því ekki vel við valdsmenn á Bessastöðum. Einu sinni er hann messaði í Bessastaðakirkju, kom vín og brauð ekki svo skjótt á altarið sem hann vildi, og sendi hann þá eftir hvoru tveggja heim að Görðum. Þá var Holger Rosenkrantz höfuðsmaður og notaði hann þetta tækifæri til þess að skylda Garðapresta að leggja framvegis vín og brauð til Bessastaðakirkju.
Þorkell Arngrímsson var prestur í Görðum 1658—1677. Hann var sonur Arngríms lærða á Melstað og Sigríður Bjarnadóttir, er kölluð var „kvennablómi“ af friðleik sínum. Þorkell prestur stundaði kálgarðarækt og þótti það nýlunda á þeim dögum. Hann var góður læknir og segir sagan að hann gæti læknað sár fjarverandi manna, ef honum væri sent blóð úr sárinu. Sonur hans var Jón biskup Vídalín, og var hann fyrst prestur í Görðum 1696—98.
Björn Jónsson Thorlacíus var prestur í Görðum 1720—1746. Laundóttir hans hjet Steinunn. Árið 1737 eignaðist hún barn og kendi það Skúla Magnússyni, er þá var sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, en hann vildi ekki gangast við því. Þá varð sjera Björn reiður og kvað honum eigi skyldi hlýða að gera dóttur sinni vansæmd. Gekk hann svo fast að Skúla að hann giftist Steinunni 15. sept. 1737. Má af slíku marka hver skörungur sjera Ólafur hefur verið, því að Skúli landfógeti ljet ekki sinn hlut fyrir neinum miðlungsmönnum.
Guðlaugur Þorgeirsson var prestur í Görðum 1747—1781. Hann tók að sjer að gera veðurathuganir fyrir þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson, og helt því síðan áfram til æviloka, eða um nær 30 ára skeið. Munu það vera hinar fyrstu samfeldu veðurathuganir, sem gerðar voru hjer á landi.

Árni Helgason

Árni Helgason bisku – 1777-1869.

Markús Magnússon var næsti prestur í Görðum (1781—1825). Hann var stiftprófastur og því bar honum að þjóna biskupsembætti þegar Hannes biskup Finnsson féll frá, og var það þá eitt af biskupsverkum hans að hann vígði dómkirkjuna í Reykjavík. Svo var hann í biskupskjöri, en féll fyrir Geir Vídalín. Hann stofnaði ásamt Jóni Sveinssyni landlækni fyrsta lestrarfjelag hjer á landi, og var það fyrir Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Hann hafði mikla garðrækt hjá sjer og árið 1787 fekk hann 10 rdl. verðlaun hjá landbústjórnarfjelaginu fyrir garðahleðslu. Munu það vera garðar hans sem enn sjer rústirnar af umhverfis túnið.
Síðan sátu jafnan þjóðkunnir menn í Görðum: Árni biskup Helgason 1825—1858, Helgi Hálfdanarson 1858—1867, Þórarinn Böðvarsson 1868—1895, Jens Pálsson 1895—1912.

Helgi Hálfdánarson

Helgi Hálfdánarson prestur – 1826-1894.

Við prestkosningu þá er fram fór eftir fráfall sjera Jens Pálssonar, voru fimm prestar í kjöri. Voru þeim greidd atkvæði eins og hjer segir: Þorsteinn Briem 505, Björn Stefánsson 152, Guðmundur Einarsson 64, Árni Þorsteinsson 13 og Árni Björnsson 9. Þetta var í marsmánuði 1913. En mánuði seinna var haldinn fundur í Hafnarfirði og samþykkt að stofna þar fríkirkjusöfnuð. Þetta taldi sjera Þorsteinn Briem vera vantraust á sig og afsalaði sjer því embættinu. Um sumarið fór því aftur fram prestkosning og voru enn 5 umsækjendur. Þá fellu atkvæði svo, að sjera Árni Björnsson á Sauðárkróki var kosinn með 113 atkvæðum, Guðmundur Einarsson fekk 98, Björn Stefánsson 80, Sigurbjörn Á. Gíslason 5 og Hafsteinn Pjetursson ekkert atkvæði. Hinum nýkjörna presti var þá jafnframt gert að skyldu að flytjast til Hafnarfjarðar, ef kirkja yrði reist þar fyrir söfnuðinn. Sjera Árni var seinasti prestur í Görðum. Hann sat þar til 1928, en fluttist þá í Hafnarfjörð.

Ýmislegt um Garðakirkju

Fiskaklettur

Fiskaklettur.

Akurgerði hjet jörð inst í Hafnarfirði og var hún eign Garðakirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garðakirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauðkollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eyddist smám saman af sjávargangi, og segir sjera Árni Helgason í sóknarlýsingu um 1840: „Enginn veit nú hve mikið land Akurgerði fylgdi, það hefur dankað svona, að kaupmenn sem eiga Akurgerði, eigna sjer ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært.“ Eftir þessu að dæma virðist hann hafa álitið að kaupmenn hafi sölsað undir sig meira land en þeim bar, jafnharðan og Akurgerðisland eyddist.

Gjáarrétt

Gjáarrétt.

Kirkjuland heitir fyrir ofan bygðina, frá Elliðavatns og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi, og upp undir fjöllin. Þar áttu Garðar selstöðu og þar var haft í seli fram um 1832. Um 1840 var sett þar rjett fyrir Garðahrepp, hin svonefnda Gjáarrjett, sem enn stendur.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Garðakirkja átti um miðja fyrri öld alt Garðahverfi og auk þess þessi býli: Hamarskot, Vífilsstaði, Hraunsholt og Selskarð. Hamarskotsland fekk Hafnarfjarðarkaupstaður keypt árið 1913, samkvæmt lagaheimild. Skúli Magnússon segir í sýslulýsingu sinni að þá sje 32 býli í Garðakirkjusókn, þar af voru 11 konungseign, 19 eign Garðakirkju og aðeins 2 bændaeign…

Lónakot

Lónakotsbærinn um 1940.

Syðsta býlið í sókninni var Lónakot, en það hafði eyðst af sjávargangi 1776. Gekk þá sjór yfir túnið, reif upp allan grassvörð, fylti bæjarhúsin og vörina með grjóti og möl. Sjera Árni Helgason segir að þau munnmæli gangi að út af þessu hafi bóndinn þar orðið svo sturlaður að hann hafi fyrirfarið sjer, og síðan hafi enginn þorað að búa þar. En Skúli Magnússon segir að margar skoðunargerðir hafi farið fram á jörðinni, og þar sje hvergi 30 ferálna stór blettur, sem hægt sje að gera að túni. Þó var bygð tekin upp aftur í Lónakoti um 1840.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Árið 1781 eru áhöld um fólksfjölda í Garðasókn og Reykjavík. Þá eru taldir 385 íbúar í Garðasókn en 394 í Reykjavík. En talsverður munur virðist hafa verið á lífskjörum manna í þessum tveim ur sóknum, hvað þau hafa verið betri í Garðasókn. Þar var þá 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurrabúðarmenn. En í Reykjavíkursókn voru 8 bændur, 24 hjáleigubændur og 59 þurrabúðarmenn. Kvikfjáreign þessara manna var samtals (tölurnar fyrir Reykjavík í svigum): kýr 112 (69), kvígur 5 (1). naut 2 (1), kálfar 3 (2), ær 200 (20), sauðir 116 (9), hross 146 (106). Samkvæmt þessu eru rúmlega 3 menn um hverja kú í Garðasókn, en 5 1/2 um hverja kú í Reykjavík. Í Garðasókn eru tæplega tveir um hverja á, en nær 20 í Reykjavík. Og þegar þess er nú gætt, að þá var altaf fært frá, sjest best hvað viðurværi hefur verið betra í Garðasókn vegna þess að þeir höfðu miklu meiri mjólk en Reykvíkingar. Og svo eiga þeir í Garðasókn sauði til frálags, en Reykvíkingar sama sem sauðlausir.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson prestur – 1825-1895.

Lengstum mun hafa verið torfkirkja í Görðum. En timburkirkja er komin þar fyrir 1853. (Það ætti að vera kirkjan, sem Vellýgni Bjarni bjargaði. Hann var að koma úr róðri í dimmviðri og sá þá einhverja svarta flyksu í loftinu. Hann náði í hana og var þetta þá Garðakirkja. Hafði hún fokið. En Bjarni flutti hana í land og skilaði henni á sinn stað). Þessi kirkja var orðin ófær til messugerðar árið 1878, og heíur hún því sjálfsagt verið orðin nokkuð gömul, líklega bygð snemma á 19. öld. Um þetta leyti var sjera Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum. Vildi hann að kirkjan væri rifin og ný sóknarkirkja reist í Hafnarfirði, þar sem meginþorri sóknarbarnanna var. En því fekst ekki framgengt. Og svo var steinkirkjan bygð í Görðum 1879. Þótti hún þá veglegt hús.
Upp úr aldamótunum fór íbúum Hafnarfjarðar að fjölga mjög ört, og komu þá upp raddir um að þangað skyldi kirkjan flutt. Var sjera Jens Pálsson því meðmæltur, en það fórst þó fyrir. En árið 1910 afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1910. Kirkjan var byggð á túnblettinum miðsvæðis ofanverðum.

Eins og fyr getur höfðu Hafnfirðingar stofnað fríkirkjusöfnuð 1913 og sama árið reistu þeir veglega kirkju handa sjer. Leist þjóðkirkjusöfnuðinum þá ekki á blikuna, svo að þá um sumarið var fengið leyfi til þess að Garðakirkja yrði lögð niður og ný kirkja reist í Hafnarfirði. Var byrjað að grafa fyrir grunni hinnar nýu kirkju þá um haustið og komst hún upp ári síðar en fríkirkjan. Þá var talað um að selja Garðakirkju, en það fórst fyrir og var hún látin standa, en gripir hennar fluttir í hina nýju kirkju í Hafnarfirði. Tveimur árum seinna (1916) bundust 10 menn samtökum um að kaupa hina gömlu Garðakirkju og ætluðu að halda henni við. Flestir þeirra eru nú dánir og af kirkjunni er ekki annað eftir en steinveggirnir.

Gamlar kirkju í Hafnarfirði

Fríkirkjan

Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Nú voru risnar upp tvær nýar kirkjur í Hafnarfirði, eftir að staðurinn hafði verið kirkjulaus í hartnær tvær aldir. En áður höfðu verið þar tvær kirkjur.
Á Hvaleyri var kirkja í kaþólskum sið. Jörðin hafði snemma verið gefin Viðeyarklaustri, en kirkjunnar er fyrst getið á dögum Steinmóðs ábóta Bárðarsonar í Viðey (1444—1481). Hún á þá Hvaleyrarland. Í vísitatiubók Gísla biskups Oddssonar á árunum 1632—37 er lýsing á kirkjunni og segir að hún hafi verið með þremur bitum á lofti auk stafnbita. Í Jarðabók Árna og Páls er talin hálfkirkja á Hvaleyri og sögð liggja undir Garða og þar messað þrisvar á ári. Þetta var graftarkirkja og sást til skamms tíma móta fyrir kirkjugarðinum. Hún var lögð niður með konungsboði 17. maí 1765 og er þá nefnd bænhús. Mun hún seinast hafa verið svokölluð fjórðungskirkja og aðeins fyrir heimafólk.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja. Kirkjan var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi.
Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðar-réttindi árið 1908 komst skriður á kirkju-byggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins.
Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu. Biskupinn, hr. Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. desember 1914.

Hina kirkjuna reistu Hamborgarkaupmenn þegar þeir versluðu í Hafnarfirði og er hennar fyrst getið 1537. Ekki vita menn nú hvar hún hefur staðið, en talið sennilegt að hún hafi verið á Óseyri, sunnan við fjörðinn. Kirkja þessi hefur verið timburkirkja og vönduð, því að þess er getið að hún hafi verið með koparþaki. Þessi kirkja var auðvitað óháð Skálholtsstól og þess vegna eru litlar heimildir um hana. Þó finst getið þriggja presta, sem þar voru á árunum 1538—1552.
Hinn 24. apríl 1608 skipaði Kristján IV. svo fyrir, að öll hús Þjóðverja hjer á landi, þau er stæði á jarðeignum kirkju eða konungs, skyldu rifin, og sennilega hefur þá kirkjan líka verið rifin.

Kirkjugarður í eyði
Garðakirkja
Kirkjugarðurinn í Görðum er umgirtur grjótgarði á þrjá vegu, en trjegirðingu á einn veg. Hann er nokkuð stór, þegar miðað er við kirkjugarða í sveit. En hann varð þó of lítill vegna þess hvað sóknarfólkið er margt. Um átta ára skeið eftir að Garðakirkja var lögð niður, voru öll slík frá Hafnarfirði flutt þangað til greftrunar. En þá var svo komið, þrátt fyrir það að kirkjugarðurinn hafði verið stækkaður, að hann var út grafinn. Og þá rjeðust Hafnfirðingar í það að gera nýan kirkjugarð hjá sjer á svokölluðum Öldum, sunnan og ofan við bæinn, og fór fyrsta greftrunin fram þar í mars 1921. Síðan er Garðakirkjugarður í eyði, eins og kirkjan, en samt hefur verið jarðað í honum við og við, vegna þess að menn hafa viljað láta ættingja hvíla saman.
Garðakirkja
„Nautgæfa fóðurgrasið grær“ á leiðunum í Garðakirkjugarði eins og í öðrum kirkjugörðum. Og hann hefur verið sleginn og taðan er komin í bagga, sem liggja þar í garðinum. Það er verið að hirða túnið og þessir baggar verða fluttir til hlöðu fyrir kvöldið.“

Sjá fróðleik um endurreisn Garðakirkju HÉR og HÉR.
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 47. tbl. 24.12.1951, Rústir Garðakirkju – Árni Óla, bls. 585-591.

Garðakirkja

Garðakirkja og kirkjugarðurinn 2014.

Urriðakotsstígur

Þegar gengið var um Hafnarfjarðarhraun (Flatahraun – Garðahraun) milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar (Hagavíkurlækjar) mátti sjá gamla götu liggja frá Hagavíkurvaðinu skáhallt upp á og inn á hraunið til suðurs.
Urridakotsstigur-2Á hrauninu ofan við vaðið er tvíhólfa hleðsla á grónum hólkolli og svo virðist sem jarðlægar af stærri tóft sé þar skammt neðar (vestar). Þessar hleðslur eru greinilega gamlar, en gætu hafa verið gerðar úr stórri vörðu á hraunbrúninni því þar er upphaf Urriðakotsstígs, öðru nafni Hagakotsstígur, er lá frá Hofstöðum 
um Hagakot að Urriðakoti. Niðurstöður nýjustu uppgrafta að Urriðakoti bendir til forna selstöðva, jafnvel allt frá því skömmu eftir landnám og fram yfir miðaldir; í fyrstu kúasel og síðan væntanlega fjársel.
Þegar gatan var gengin áleiðis að Urriðakoti kom í ljós að um kjörinn kúastíg var um að ræða; nánast sléttlendi að fara um að því er virðist torfarið hraun. Stígurinn hefur verið ruddur á köflum og sjást glögg ummerki þess. Vörður hafa verið á hraunklettum á a.m.k. tveimur stöðum, en nú eru á þeim einungis steinn við stein, en undir klettunum má sla leifar þeirra.
Urridakotsstigur-3Fljótlega eftir að komið er upp á hraunbrúnina að norðanverðu mátti sjá beinlínulaga grjóthleðslu undir liðna girðingu. Grjót hefur verð tekið úr hleðslunni á kafla og hlaðið úr því lítill skjólveggur. Skammt sunnar, austan stígsins, má sjá veglega, en tiltölulega nýlegt, hlaðið skjól. Þarna gæti fyrrum hafa verið skjól fyrir vegavinnumenn er unnu að gerð járnbrautavegarins
, sem fer þvert yfir Urriðakotsstíginn til austurs og vesturs að Miðaftanshól og áfram áleiðis niður að Einarssreit á Flötunum ofan Hafnarfjarðar.Stígurinn liggur að áberandi og formfögrum klapparhól í hrauninu skammt norðan Reykjanesbrautar. Kollur hans er líkur vörðu, en er af náttúrulegum völdum. Í næsta áberandi hraunhól skammt norðaustar eru hleðsluleifar, að því er virðist af skjóli.
Urridakotsstigur-4Stígurinn liggur vestan við fyrrnefnda hólinn og áfram til suðurs, áleiðis að vörðu sunnan Reykjanesbrautar. Á þeim kafla og þar fyrir sunnan hefur landinu verið raskað varanlega og því engin ummerki eftir stíginn eftirleiðis allt að Urriðakotstóftunum.
Urriðakots- / Hagakotsstígsins er getið í örnefnalýsingum fyrir Urriðakot, sbr. lýsingu Gísla Sigurðssonar: „Úr Hraunkrikanum lá Urriðakotsstígur (99) eða Hagakotsstígur (100). Úr Kaffigjótu lá Kirkjustígurinn (102) eða Stórakróksstígur (103) yfir í Stórakrók og þaðan yfir hraunið á Garðaholt heim að kirkju.“
Einnig má sjá hennar getið í örnefnalýsingu Svans Pálssonar, sbr.: „Á móts við Brekkutögl liggur stígur út í hraunið, sem nefndur var Hagakotsstígur (71). Um hann var farið milli Urriðakots og Hagakots, en Hagakot var skammt norðan við Vífilsstaðalæk, en suður af Hofsstöðum.“
Þegar Urriðakotsstígurinn var genginn var ljóst, þrátt fyrir að því er virtist úfið hraun, að þarna var um greiðfæru að ræða og í rauninni ákjósanlegustu leiðina á milli þessarra tveggja staða, þ.e. fyrrum höfuðbólsins og selstöðunnar forðum.

Heimild:
-Örnefnalýsing, Urriðakot, Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing, Urriðakot, Svanur Pálsson.

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur.

Bessastaðanes

Þegar gengið var um sunnanvert Bessastaðanes mátti á nokkrum stöðum sjá forna jarðlæga grjótgarða,, bæði neðan við kirkjuna og út á svonefndum Vestaritanga. Þar er greinileg tóft skammt ofan við fjöruborðið og liggja garðarnir í boga út frá henni að sjó. Góð lending er neðan við tóftina. Frá henni er styst sjóleiðina yfir að Gálgaklettum í Gálgahrauni.

Svæðið

Í örnefnaskrá Kristjáns Eldjárns segir m.a. um þetta svæði: „Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum, sem er eldri en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.“
GrjótgÍ Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981 fjallar KE um svæðið og leggur örnefnalýsinguna til grundvallar. Auk þess segir hann um framangreinda tóft á Vestaritanga: „Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur.“
Í frásögn sinni um sama efni í Árbókinni skrifar hann: „Suður frá staðnum, fyrir sunnan brekkuna sem húsin standa á, er land mjög lágt og hefur verið votlent, en er nú ræktað tún. Einhversstaðar þar voru Akrarnir, sem svo voru kallaðir og Benedikt Gröndal talar um, „stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir „akurreinum“ eða löngum þverdældum.“ (Dægradvöl útg. 1965, bls. 11).
TóftÞessir „akrar“ eru nú löngu horfnir. Eitthvað töluvert austar hefur verið mýri sú sem Kringlumýri nefndist og Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Er helst svo að sjá sem þetta hafi verið sama mýrin og Björn Gunnlaugsson kallar Heimamýri á uppdrætti sínum. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi. Er mikið æðarvarp á þessum slóðum. Mýrina upp af
GarðTöngunum nefnir Björn Gunnlaugsson Miðmýri) og virðist það nafn vera gleymt nú. Stóra víkin austan við Tangana heitir Músavík eða Músarvík. Björn Gunnlaugsson notar seinna afbrigðið, en uppmæling hans mun vera elsta heimild sem til er um þetta nafn. Langa nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem Lambhúsatjörn opnast út í
Skerjafjörð. Fremst á Rananum heitir Ranatá, og hefur Björn Erlendsson það eftir Jakob bróður sínum, sem eldri var en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber í Bessastaðanesi, er töluvert reisulegur hóll sem heitir Skothús og segir Benedikt Gröndal nokkuð frá því. Á hólnum hefur verið eitthvert mannvirki en engar sagnir eru um það. Um Skothúsið segir: „Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið“, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.“ (2. útg. 1965, bls. 4). Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkara, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.“
Tóftin og garðarnir á Vestaritanga eru forvitnilegar minjar. Þarna gæti auðveldlega hafa verið sjóbúð og garðarnir þurrkgarðar. Þá gæti húsið hafa tengst fangaflutningum frá Bessastöðum yfir að Gálgaklettum meðan aftökur tíðkuðust þar. Önnur notagildi koma og vissulega til greina.

Heimildir:
-Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði.
-Árbók hins ísl. fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 132-147 – Kristján Eldjárn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – minjar og örnefni: ÓSÁ

Urriðakot

Á skilti við gamla Urriðakotsbæinn segir m.a.: „Ritaðar heimildir segja frá búsetu í Urriðakoti frá upphafi 16. aldar en mannvistarleifar frá miklu eldri tíma komu í ljós við fornleifakönnun 2007.

Urriðakot

Leifar mannvirkja allt frá 11. öld hafa komið í ljós; veggjabrot, gólflög og munir, svo sem brýni og snældursnúður. Einnig hafa fundist merki um búsetu í Urriðakoti frá 13. og 14. öld og bendir því rannsóknin til að Urriðakotsland hafi verið nytjað því sem næst samfellt frá því eftir landnám.
Fornminjarnar eru huldar mold og sjást ekki á yfirborði. Á bæjarhólnum sjást leifar af síðasta bænum sem fór í eyði árið 1958. Urriðakot komst í einkaeigu í lok 19. aldar en áður var jörðin í eigu konungs og síðar ríkiseign.
SigurbjörgTalið er að Jón Þorvarðarson (1817-1902) og kona hans Jórunn Magnúsdóttir (1828-1912) hafi flust að Urriðakoti árið 1846. Yngsti sonur þeirra, Guðmundur Jónsson (1866-1942) tók við búskap foreldra sinna árið 1935 og bjó þar með konu sinni Sigurbjörgu Jónsdóttur (1865-1951) frá Setbergi til ársins 1942. Guðmundur og Sigurbjörg eignuðust 12 börn.
Óvíða var búmannlegra á svæðinu en í Urriðakoti. Skráð er að árið 1932 hafi þar verið um 140 sauðkindur, 5 kýr og 2 hross. Þegar mest var voru einnig um 20 sauðir.
Sauðir gengu sjálfala og gátu haft afdrep í hellum og skútum en á vetrum voru lömb og ær í fjárhúsi heima við tún. Ær voru einnig hafðar við beitarhús ram eftir vetri í hraunjaðrinum, nærri þar sem nú er Urriðavöllur.
DagmálavarðaMjólkin úr kúnum var seld Hafnfirðingum og var vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Fram til ársins 1930 var mjólkin flutt á reiðingi en þá var lagður ökufær vegur milli Urriðakots og Setbergs. Fergin úr Urriðavatni var nýtt sem fóðurbætir fyrir kýrnar. Óðu menn þá út í vatnið og höfðu nót sín á milli. Ferginu var síðan skóflað á land með gaffli og þurrkað á svokallaðri Ferginsflöt.
Árið 1939 seldu Guðmundur og Sigurbjörg tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin þremur árum síðar. Fram til ársins 1960 þegar jörðin fór endanlega í eyði bjuggu ýmsir í Urriðakoti en býlið brann skömmu síðar.
Árið 1946 eignaðist félag Oddfellowbræðra jörðina og voru uppi hugmyndir um að reisa þar sumarbústaði og sumardvalarheimili fyrir börn og Urrhvíldarheimili fyrir aldraða Oddfellowa. Þessar hugmyndir komust þó aldrei til framkvæmda og skömmu eftir að Styrktar- og Líknarsjóður Oddfellowa var stofnaður árið 1956 ánafnaði félagið sjóðnum jörðinni án endurgjalds.
Leifar herbúða frá seinni heimsstyrjöld eru í suðaustanverðu Urriðaholti. Eftir að stríðinu lauk töpuðu mannvirkin upphaflegu hlutverki sínu og voru notuð til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð.
Stóravarða er á háholti Urriðaholts. Hana hlóð upphaflega Jón Þorvarðarson ábúandi í Urriðakoti ásamt Dagmálavörðu sem er neðar í hlíðinni.
UrriFitin er slétt flöt niður við vatnið. Í örnefnaskrá segir að Fitin sé álagablettur sem ekki megi slá. Eitt sinn hafi hún verið slegin sem varð til þess að veturinn eftir drapst besta kýrin.
Dýjakrókahóll er við austurhorn Dýjamýrar. Þar eru uppsprettur undan holtinu og kallast Dýjakrókar. Í hólnum var talið að byggi huldufólk og sá Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti eitt sinn óþekkta konu sækja vatn í fötum í Dýjakróka, snemma á síðustu öld.
Stór áletraður steinn er suður frá Urriðakotsbænum þar sem áður lágu traðir hlaðnar út torfi og grjóti. Jón Þorvarðarson bóndi í Urriðakoti hjó áletrunina JTh 1846 í steininn árið sem hann flutti að Urriðakoti. Utan um stafina er höggvin rétthyrndur rammi. Steinninn er enn á sínum stað og áletrunin læsileg.“ [Rétt er að taka fram að steinninn var færður und suðvestanverðan bæjarvegginn þegar framkvæmdir hófust við gatnagerð og ræsi í Urriðakotslandi. Þar er hann enn.]
Urriðakot

Urriðakot – bærinn 1918.

 

Hádegishóll

Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík.
HraunsholtshraunBúrfell er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun.
Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Hraunsholtshraun-4Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára. Stærð þess er 18 km2.
Þegar gengið var um Hraunsholtshraun mátti bæði sjá mannvistarleifar eftir girðingar og ekki síst fyrirhugaða járnbrautarlagningu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Flatahraun er skammt norðvestar, en er sjaldan getið í upptalningu hraunnefna Búrfellshrauns.

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.