Færslur

Skagagarður

Eftirfarandi frásögn Magnúsar Gíslasonar í garðinum er í félagsriti Landssambands eldri borgara, 9. árg. 2004.

Við Skagagarðinn

Skagagarður.

Menn hafa lengi velt fyrir sér hvaðan Garðurinn dregur nafn sitt. Margir telja hann draga nafn sitt af því, þegar jarðeigendur voru að ryðja grýtta jörðina til ræktunar fyrir bústofn sinn og nýttu grjótið í garðhleðslu bæði til skjóls og varnar ágangi dýra. Talið er að garðarnir í hreppnum hafi náð 60 km að lengd og af þeim sé nafn byggðarlagsins dregið.
Aðrir telja að það fái ekki staðist. Samkvæmt íslenskum málvenjum ætti það þá að heita Garðar. Þeir sem hafa rannsakað nafnið ofan í kjölinn fyllyrða að Garðurinn dragi nafn sitt af Skagagarðinum mikla sem var 1500 metra langur, hlaðinn úr hnausum og grjóti og náði meðalmanni í öxl. Var hæð hans í samræmi við ákvæði um garða í landbrigðaþætti Grágásar, lögbók þjóðveldisaldar. Þar segir að taka skuli menn tvo mánuði ár hvert til hleðslu. Augljóst virðist að garða hafa landnámsmenn byrjað að hlaða næst því að velja sér bæjarstæði, af þeirri gildu ástæðu að kvikfé var grunnur undir tilveru þeirra og vörslugarðar því nauðsynlegir.

Skagagarður

Skagagarður.

Sagan hermir Skagagarðinn reistan í landnámi Steinunnar gömlu á Reykjanesskaga, en svæðið var í landnámi Ingólfs Arnarssonar sem gaf frænku sinni land suðurmeð sjó. Rausnarleg gjöf Ingólfs, en hin veraldarvana Steinunn vildi ekki standa í þakkarskuld við frænda sinn og galt fyrir landið með flekkóttri heklu enskri, þ.e. ermalausri kápu með áfastri hettu – lítið gjald fyrir landssvæði sem seinna náði yfir tvo hreppa.

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar skálatóftir á hól.

Misjafnar skoðanir eru á hvar Steinunn gamla tók sér bólfestu (þótt flestir hallist að því að hún hafi búið að Gufuskálum), en tengsl hennar og landnámsmanna á Rosmhvalanesi sýna að nesið hefur sennilega verið numið fyrir 890. Rosmur er gamalt heiti yfir rostunga, sem bendir til að þeir hafi verið við Reykjanes á öldum áður og landsmenn fundið þá rekna á fjörur.
Rosmhvalanes tók að byggjast snemma á landnámsöld. Fólki fjölgaði ört, enda búsældarlegt. Sendin moldin var frjósöm til akuryrkju, graslendi nokkuð, og heiðin lyngi og kjarri vaxin. Stutt á fengsæl fiskimið, svo að fólk hafði nóg að bíta og brenna, en náttúruöflin gátu sett strik í reikninginn. Á Reykjanesi skalf jörðin og brann svo sem merkin sanna. Fyrir nesinu voru eldsumbrot, hraun vall upp af sjávarbotni. Fara sögur af ferlegum umbrotum allt frá árinu 1000 og oft síðan. Stórar hraunbreiður eru undir fiskimiðunum í Garð- og Miðnessjó.

Skagagarður

Skagagarður.

Árið 1226 varð mikið gos í sjó út af Reykjanesi, og svokallað miðaldalag lagðist yfir nesið og Skagagarðinn. Gróður spilltist svo mikið aðmenn sneru sér meira að fiskveiðum, sem urðu helsti atvinnuvegur á Rosmhvalanesi um aldaraðir. Fiskurinn var hertur í skreið og nánast slegist um hvern ugga. Lýsið varð verðmæt afurð.
Gróðurinn jafnaði sig smám saman eftir öskufallið og landbúnaður öx að nýju, eins og graslendið leyfði.

Heimildum ber ekki saman um hvenær og hvers vegna kornrækt lauk innan Skagagarðsins. Sumir telja að öskulagið ásamt kólnandi verðáttu sé ástæðan. Aðrir hafna því og benda á að kornið sé einær jurt sem vaxi í öskusalla. En eftir aldamótin 1300 jókst innflutninur korns verulega og lækkaði allt niður í fjórðung landauraverðs miðað við skreið, helst vegna þess að Austur-Evrópumenn létu kristnast og Hansakaupmenn fóru að flytja korn frá Úkraínu og Litháen og selja á vægu verði á Norðurlöndum, en sóttust eftir fiski til föstunnar. Líklega hefur þessi innflutningur bunið enda á kornrækt Íslendinga.

Skálareykir

Skálareykir – tóftir.

Þar með lauk upprunalegu hlutverki Skagagarðsins, en þjóðsagan um gullkistuna lifir enn. Hún er grafin í Skálareykjum, þar sem vörsluhliðið var, en rétt er að taka fram, að staðurinn er friðlýstur.
Á gamla akurlendinu innan Skagagarðsins var stundaður búskapur um aldir, en hefur nú lagst niður, utan nytja hestaeigenda. Breski flugherinn naut góðs af sléttlendinu á stríðsárunum og lagði þar 1500 metra flugbraut 1940 sem hann notaði í tvö ár, þar til flugvöllurinn var lagður í Miðsnesheiði 1942.
Skagagarðurinn, mannvirkið forna, er löngu fallinn, en þó sést móta fyrir honum ef vel er gáð.
Sjá einnig HÉR og HÉR.

-Magnús Gíslason í Garðinum

Skagarður

Skagagarðurinn – loftmynd.

Hafnarfjörður

Hér er 55 atriða listi yfir nokkra áhugaverða staði í nálægð við Reykjanesbrautina milli Hafnarfjarðar og flugstöðvarinnar í Sandgerðishreppi, sem gaman er að virða fyrir sér eða ganga að og skoða. Ef farið er frá flugstöðinni þarf ekki annað en að byrja á hæsta númerinu og feta sig upp listann. Áhugasamir geta skoðað heimildarlistann hér á síðunni og fræðst meira og betur um hvern stað en hér er hægt að koma að í stuttum texta.

Reykjanesbrautin frá Hafnarfirði:

Hafnarfjörður

Reykjanesbraut í Hafnarfirði.

1. Kapellan – Kristján skrifari – Kristján Eldjárn rannsakaði hana á sjötta áratugnum. Kapelluhraunið er frá 12. öld, þ.e. frá sögulegum tíma.

Straumur

Straumur.

2. Útfall Kaldár í Straumsvík. Kemur upp við föruborðið.
3. Fagurgerði (vinstri hönd – garðhleðslur) og minjasvæði.
4. Straumur (teiknað af Guðjóni Samúelssyni). Nú listamiðstöð Hafnarfjarðar. Svæðið neðan Straums er bæði fagurt og áhugavert (Jónsbúð, Þýskabúð, Óttarstaðir).
4. Straumsselsstígur (þvert á veginn – greinilegur vinstra megin) liggur upp í Straumssel, u.þ.b. 30 mín göngu upp hraunin.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

5. Þorbjarnastaðir (fallegt bæjarstæði, torftbær, fór í eyði á 20. öld, rétt o.fl.). Skammt norðaustan við tjarnirnar er Gerði, gamalt bæjarstæði. Í tjörninni má sjá hleðslur þar sem þvottur var þveginn. Ferkst vatn kemur þar undan hrauninu.
6. Alfararleið – gamla gatnan frá Innesjum á Útnes, sunnan Þorbjarnastaða, framhjá Miðaftanshæð, vel greinileg, Gvendarbrunnur við götuna skammt vestar. Einn af a.m.k. fjórum á Suðvesturhorninu.

Brunntjörn

Urtartjörn / Brunntjörn.

7. Urtartjörnin / Brunntjörn (gætir flóðs og fjöru, ferskt vatn ofan á, sérstakur gróður). Norðaustan hennar er Straumsréttin og norðan hennar eru þurrkbyrgi.
8. Óttarstaðaselstígur (liggur þvert á veginn – vörður). Liggur upp í Óttarstaðasel, framhjá Óttarstaðarborg (Kristrúnarborg). Gatan upp í selið hefur stundumverið nefnd Skógargata og Rauðamelsstígur. U.þ.b. 30 mín gangur er upp í selið. Umhverfis það eru fjárskjól, nátthagi og fleiri mannvirki.
9. Fornasel, Gjásel, Straumsel, Óttarstaðasel og Lónakotssel eru örfá af um 140 sýnilegum seljum á Reykjanesskaganum. Stígur liggur á milli þeirra (um 20 mín gangur milli selja – Gjásel og Fornasel eru nyrst og styst á milli þeirra).

Lónakot

Lónakotsbærinn.

10. Lónakot (lónin, mjög fallegt svæði. Hraunsnesið vestar – minjar). Vestan við Lónakot eru minjar selsstöðu og fjárskjól.
11. Lónakotsselstígur (vinstra megin). Fjárskjól skammt frá veginum hægra megin. Stígurinn liggur upp í selið, u.þ.b. 30 mín gangur.
12. Kristrúnarborg (Óttarstaðaborg). Fallega hlaðin fjárborg, en af 76 á Reykjanesskaganum).
13. Virkishólar (Virkið, notað til hleypinga áður fyrr).
14. Loftskútahellir (fallega hlaðið skjól vinstra megin, m.a. nota til að geyma rjúpur við veiðar).

Hvassahraun

Hvassahraun – rétt.

15. Gömul hlaðin rétt (norðan undir hól hægra megin við gamla veginn áður en komið er að nýrri timburréttinni við Hvassahraun (gegnt bragganum)
16. Hjallhólsskúti (hægra megin – svolitlar hleðslur fyrir skúta, nota m.a. til að geyma fisk).
17. Hvassahraun (hægra megin, gömul byggð og ný). Margar minjar ef vel er skoðað.
18. Hvassahraunsselsstígur (vinstra megin, ógreinilegur fyrst, en sést betur er ofar kemur). Hvassahraunssel í u.þ.b. 20 – 30 mínútna fjarlægð frá veginum eins og mörg seljanna á þessu svæði. Mannvirki.
19. Vatnsgjárnar (fast við veginn vinstra megin, notaðar til þvotta).

Hvassahraun

Hraunketill á Strokkamel.

20. Sérkennileg hraundrýli á Strokkamelum (vinstra megin, einhver verið skemmd, einstakt náttúrufyrirbæri, gasuppstreymi).
21. Brugghellir (vinstra megin, getur verið erfitt að finna, þarf að síga ofan í, hleðslur).
22. Hleðslur (hægra megin, vestan við Fögruvík, líklega rétt eða hluti að borg, að mestu skemmd).
23. Afstapahraun (eitt af 2-15 hraunum á Reykjanesi, sem rann á sögulegum tíma. Í þeim eru Tóurnar svonefndu, en neðst í þeim eru gamlar fyrirhleðslur, sem námur hafa gengið mjög nærri). Í efstu tóunni, Hrístóu, eru greni og refabyrgi. Upp úr þvíliggur stígur áleiðis upp í Búðarvatnsstæðið.
24. Kúagerði (forn áningastaður. Sumir segja að þar undir hrauninu hafi bærinn Akurgerði verið, en farið undir hraun. Þarna er a.m.k. gamall kúahagi).

Alemmningsvegur

Almenningavegur.

25. Almenningsleiðin (hægra megin, framhald af Alfararleiðinni). Stundum nefnd Menningsleið eftir að misritun varð í ritun prests á Kálfatjörn og forskeytið datt út. Liggur áleiðisút á Vtnsleysuströnd og síðan ofan byggðar út í Voga
26. Vatnaborgin (vinstra megin). Hleðslur og fornt vatnsstæði. Nú alveg við veginn.
27. Hafnhólar (tveir, annar með mastri). Taldir tengjast verslunarhöfn þýskra á Stóru Vatnsleysu. Á túnin á Stóru Vatnsleysu er einn af mörgum letursteinum á Reykjanesskaganum.
28. Bræður (vörður vinstra megin, við Flekkuvíkurselstíginn, refabyrgi o.fl).

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

29. Flekkavíkursel (Lagðist af í lok 19. aldar). Hleðslur og mannvirki.
30. Staðarborg (Hægra megin, sést vel – endurgerð fjárborg ofan Kálfatjarnar).
31. Þórustaðastígur (liggur frá Þórustöðum, austan við Keili, um austanverða Selsvelli og upp á Vigdísarvelli). Neðan Reykjanesbrautar er m.a. Þórustaðaborgin, sem stígurinn liggur framhjá.
32. Þyrluvarðan (hæga megin við veginn. Minnisvarði um fimm látna menn í þyrluslysi 1965.

Hringurinn

Fjárborgin Hringurinn.

33. Hringurinn (hægra megin, sést á einum stað, hlaðinn fjárborg, ein af a.m.k. 6 fjárborgum hægra megin við veginn á Vatnsleysustöndinni).
34. Hlaðin refagildra (vinstra megin). Ein af 23 hlöðnum refagildrum á Reykjanesi.
35. Breiðagerðisslakki (vinstra megin). Brak úr þýskri orrustuflugvél, sem skotin var niður í síðari heimstyrjöldinni. Fyrsti fanginn, sem ameríkar náðu í styrjöldinni, að talið er.
36. Knarrarnessel og Breiðagerðissel (vinstra megin). Gróðurflettir uppi í heiðinni eru yfirleitt gömul sel. Sprungur og gjár og varhugavert að fara um um vetur.
37. Fornasel eða Litlasel (vinstra megin). Gróinn hóll, Gamalt sel stutt frá veginum. Mörg sel eru uppi í heiðinni, s.s. Vogasel, Brunnastaðasel, Gjásel, Knarrarnessel og Auðnasel.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

38. Hrafnagjá (vinstra megin). Falleg gjá sem nær frá Stóru Vatnsleysu langleiðina að Snorrastaðatjörnum sunnan Háabjalla, trjáræktunarsvæði Vogafólks.
39. Við Snorrastaðatjarnir er Snorrastaðasel og Nýjasel.
40. Pétursborg á Huldugjá (vinstra megin, sést í góðu veðri). Gjárnar (misgengin) mynda stalla í heiðinni, s.s. Aragjá og Stóra Aragjá. Undir veggjunum eru gömul sel. Sum enn ofar, s.s. Dalsel í Fagradal við norðausturhorn Fagradalsfjalls. Þarna sést líka Kálffell. Í því er Oddshellir og mannvirki þar í kring.
41. Skógfellavegur (merktur vinstra megin). Gömul leið milli Voga og Grindavíkur, u.þ.b. 16 k, löng. Klappaður í bergið milli Skógfellanna.
42. Arnarklettur (vestan tjarnarinnar). Landamerki Grindavíkur, Voga og Njarðvíkur.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

43. Stapinn (hægra megin). Reiðskarðið á gömlu götunni og Stapagata til Njarðvíkur. Undir Stapanum er tóftri Brekku, Stapabúðir, Hólmabúð og Kerlingabúð (með elstu minjum á Reykjanesi).
44. Gamli Hreppskartöflugarðurinn (hleðslur hægra megin).
45. Gamli Grindarvíkurvegurinn (byrjað að gera 1913 á Stapanum og var lokið 1918). Mörg mannvirki vegagerðarmanna má sjá við Grindavíkurveginn.
46. Gömul varða skammt norðan við gamla veginn, á hærgi hönd (sennilega landamerkjavarða).
47. Tyrkjavörður (merkilegt smávörðukaðrak hægra megin á holti).
48. Grímshóll (hægra megin, við Stapagötu). Hæsti punktur á Stapanum. Þjóðsaga.

Stúlknavarða

Stúlknavarðan.

49. Stúlknavarðan (vinstra megin). Varða skammt frá veginum. Ártal hoggið í undirstöðuna. Saga tengist vörðunni.
50. Skipsstígur. Gömul þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Falleg leið. 18 km. Greinist í Árnastíg við Rauðamel eftir 6 km göngu.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

51. Stóri Krossgarður (vinstra megin, nálægt veginum). Miklar hleðslur í kross.
52. Rósasel (hægra megin) við Rósaselsvötn. Tóft nálægt veginum.
53. Gamla gatan (norðan við Hringtorgið) milli Sandgerðis og Keflavíkur. Sést vel. Skammt frá eru tvær fjárborgir.
54. Melabergsgata (Hvalsnesgata) liggur hægra megin vegarins áleiðisút að flugstöð. Sést vel liðast um móana áleiðis niður að Melabergi.
55. Hleðslur (vinstra megin) frá stríðstímum. Vallarsvæðið ekki skoðað að fullu. Innan þess eru þó mannvirki, sem hafa varðveist.

Óttarsstaðaborg

Kristrúnarborg / Óttarsstaðaborg.

FERLIR stendur fyrir Ferðahópur rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Markmiðið er að gefa áhugasömu fólki kost á að hreyfa sig í fallegu og krefjandi umhverfi. Einnig að kynna sér nágrennið, afla upplýsinga um minjar og merkilega staði, sem skrifað hefur verið um eða getið er um, leita að þeim, skrá og jafnvel mynda og/eða teikna upp minjasvæði. Höfum fundið flest það sem við leituðum að. Við byrjuðum fyrir nokkrum árum að ganga um Reykjanesskagann vestan Suðurlandsvegar og síðan höfum við farið um 700 ferðir í þessum tilgangi. Hver ferð er skráð og þess helst getið hvað er skoðað hverju sinni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Hingað til hefur hópurinn haldið sig við Reykjanesskagann. Eigum önnur svæði til góða. Í ljós kom við aukna þekkingu hvað maður vissi í rauninni lítið. Og því meira sem maður kynnti sér svæðið því betur kom í ljós hin miklu verðmæti sem svæðið hefur upp á að bjóða. Auk þess að um er að ræða einn yngsta hluta landsins (12-15 hraun hafa runnið á skaganum á sögulegum tíma) þá eru þar einstaklega falleg útivistarsvæði og merkileg minjasvæði er segja fólki fjölmargt um líf, búskapar- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi.

Leiðarendi

Leiðarendi.

Skoðaðir hafa verið um 600 hella og hraunskjól, sum með mannvistarleifum, 400 gömul sel, tæplega 90 letursteina, suma mjög gamla, tæplega 90 fjárborgir, 140 brunna og vantsstæði, 140 gamlar þjóðleiðir, vörður með sögu, fjölda tófta, sæluhúsa, nausta, vara o.s.frv. o.s.frv. Reykjanesið er það fjölbreytilegt og margbrotið að enn höfum við ekki skoðað allt sem það hefur upp á að bjóða. Auk þess er þetta allt það nálægt að óþarfi hefur reynst að leita annað. Við göngum jafnt um sumar sem vetur. Hver árstíð býr yfir sínum sjarma og litbrigðum, sem sífellt breyta umhverfinu.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð.

Í dag sér fólk síst það sem er næst því. Allt of margir leita langt fyrir skammt. Reykjanesið hefur upp á allt að bjóða, sem þarf til hreyfings og útivistar. Hins vegar vantar fólk upplýsingar og hvatningu til að nýta sér það. Um 200.000 manns búa á eða við svæðið. Þú mætir fleirum á göngu upp á hálendinu en á því, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk nýti sér aðra landshluta, en það er líka óþarfi að gleyma að líta sér nær þar sem aðstæðurnar eru fyrir hendi. Það er sagt í ferðabók árið 1797 að ekkert merkilegt væri að sjá á Reykjanesi. Það væri ömurlegt á að líta. Þeir sem kynnst hafa svæðinu líta á það öðrum augum. Þar er fegurðin og sagan við hvert fótmál.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Það er alltaf einhverju fórnað þegar vegur er lagður. Margar óafturkræfar minjar og mörg falleg svæði hafa verið eyðilögð við slíkar framkvæmdir í gegnum tíðina. Grindavíkurvegurinn er gott dæmi um hirðuleysi gagnvart minjum. Hann var lagður á þeim tíma er nánast ekkert tillit var tekið til minja. Þó má, ef vel er að gáð, sjá merki vegagerðarmanna er lögðu fyrsta veginn í byrjun 20. aldar á a.m.k. 12 stöðum við veginn, sum allvegleg.
En á seinn árum hefur skilningur manna breyst í þeim efnum, sem betur fer.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Fulltrúar Vegagerðarinnar eru t.d. mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að raska eins litlu og mögulegt er við vegalagninu án þess að draga úr öryggi. Þess hefur greinilega verið gætt að skemma eins lítið og nokkur var kostur þegar nýrri hluti Reykjanesbrautarinnar var lagður. Að vísu er gengið nærri stöðum, s.s. hraunkötlunum við Hvassahraun og Afstapahrauni. Gömlu selstígarnir og gamla þjóðleiðin hefur verið skemmt að hluta, s.s. í Hvassahrauni, en umferðin krefst fórna líkt og virkjanir eða önnur mannanna verk. Hjá því verður seint komist. Góður skilningur og athafnir þeirra sem ráða, skiptir því miklu máli þegar vegaframkvæmdir eru annars vegar. Ástæða er þó að hafai áhyggjur af svonefndum Suðurstrandarvegi, en honum er ætlað að liggja um stórbrotna náttúru og mörg minjasvæði.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Reynt hefur verið að vekja athygli á mikilvægi þess að skrá og merkja minjar og minjastaði. Bæði til að vernda minjarnar og gera þær aðgengilegar almenningi. Fólk þarf að vita hvar á að leita og hvað það er að skoða á hverjum stað. Minjar eru ígildi skrifaðra handrita. Hver og ein segir sitt. Margar saman segja heilstæða sögu. Letursteinn á Stóra-Hólmi segir söguna af smalanum, sem veginn var og dysjaður. Dysjar Herdísar og Krýsu er vitnisburður um þjóðsöguna. Sama á við um dysjar Ögmundar í Öghmundarhrauni, Þórkötlu og Járngerði í Grindavík. Ræningjastígur í Hælsvík segir af ferðum Tyrkjanna í Krýsuvík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur segir frá vegagerð. Selstígarnir gömlu þvert á Reykjanesbrautina eru til vitnis um gamla búskaparhætti. Gömlu þjóðleiðirnar segja til um ferðir fólks fyrr á öldum. Margar sögur eru tengdar þeim ferðalögum, hvort sem farið var á milli byggðalaga eða í verið. Svona mætti lengi telja.

Alfaraleið

Alfaraleiðin.

Gaman er að velta fyrir sér þróun gatna og vegagerðar á þessari leið. Til fróðleiks fyrir fólk mætti gera Alfarar- og Almenningsleiðina skýrari, a.m.k. að hluta, og hlífa kafla af gamla Keflavíkurveginum, t.d. þar sem fyrir eru fallegar kanthleðslur. Gott dæmi um fyrstu endurbætur á gömlu þjóðleiðinum er á Skipsstíg í Illahrauni ofan við Grindavík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála um Mjöltunnuklif er annað dæmi. Slíkir bútar eru ómetanlegir.
Þegar fólki er sýnd Alfaraleiðin eða Almenningsleiðin á milli Innesja og Útnesja finnst því yfirleitt mikið til koma. Gatan er klöppuð í bergið undan hófum, klaufum og fótum liðinna kynslóða. Slík merki ber okkur að virða.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókavarða (minnismerki) fremst.

Kirkjuvogskirkja

Eftirfarandi “Lýsing á Höfnum” eftir Brand Guðmundsson birtist öðru hefti Blöndu (um er að ræða útdrátt):
“Eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi. -Prentað eptir eiginhandarriti höf. í safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum síra Sigurði B. Sivertsen á Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar um 1840. En skýrslu þessa mun svo síra Sigurður hafa gefið Magnúsi stúdent Grímssyni, þá er hann ferðaðist um Reykjanesskaga 1847, og reit lýsingu af honum, því að handrit þetta er nú meðal plagga Magnúsar í Bókmentafélagssafninu. Brandur var fæddur á Brekkum á Rangarvöllum í september 1771. Hann flutti síðan suður að Kirkjuvogi. Brandur andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845, nálega 74 ára gamall. – (H. Þ.)

kirkjuvogskirkja-901Kirkjan í Höfnum er annexía frá Útskálum nú, áður lá hún til Hvalsnessprestakalls; hún er í Kirkjuvogi, er timburhús; það er stór bær, sæmilega húsaður að nokkru leyti; 3 eru ábúendur heima á jörðinni, kallast Austur- Mið- og Vesturbær; sá austasti, sem lengi hefir verið ábúenda eign er bezt húsaður; hinn næstnefndi, sem er Thorkelii barnaskóla stiptunar eign er miklu miður, en sá vestasti í meðallagi.— Kotvogur er bær í sama túni, og 1 utangarðs, byggt fyrir 10 árum liðnum. Byggð þessi er við sjóinn, hvar Kirkjuvogsósar byrja; er sjór fyrir vestan og norðan, en ósarnir liggja til austurs landnorðurs, eru um hálfa viku sjávar að lengd með skerjum víða, sandi líka í botni, marhálmi, skeljum nokkuð og ýmislegu. Selveiði á vorin var í þeim nokkur fyrrum og eptir fardagaleyti af kópum, sem nú er ekkert orðið vegna ósvífinna skota á öllum árstímum; hrognkelsaveiði er í þeim nokkur kringum miðsumarsskeið. Jörðin gengur af sér vegna sandfoks á túnið og sjávar landbrots. Stutta bæjarleið þaðan sunnar er Merkines; þar eru 2 ábúendur.
Kirkjuvogur var áður fyrir norðan Ósa, sem nú er Stafnessland, meina menn fluttan fyrir hér um 300 árum síðan liðnum (í Jarðabók AM. segir, að Gamli Kirkjuvogur hafi legið í auðn lengur en 120 ár 1703, en það bæjarstæði var í Kirkjuvogslandi) og voru hér þá tvær jarðir: Haugsendar (svo hdr., ef til vill réttara: Haugssandar.
Jarðabók AM. 1703 nefnir Haugsendakot, þá fyrir löngu komið í eyði, en hafnarberg-901Árnagerði (eða Arnagerði) hafi farið í auðn þá ekki fyrir löngu, sökum vatnsleysis og átroðnings kvikfénuðar frá Kirkjuvogi) og Arnagerði; sú fyrri lagðist í eyði hér um fyrir 200 árum vegna sandfoks; var á milli Kirkjuvogs og Merkiness; hin, sem er fyrir innan spölkorn mun hafa lagzt í eyði fyrir nálægt 100 árum af ágangi af mönnum og skepnum, eins og á Kirkjuvogstún og líka vegna sandfoks frá sjó og uppbrots þar. Túngarðar, hvar verður, fylgja byggðinni, og kálgarðar eru yrktir og ræktaðir eptir mætti. Hvað Kirkjuvogstún muni hafa af sér gengið má meðal annars af því ráða, að Ingigerður heitins (þ. e. Ingigerður Tómasdóttir (d: 1804) kona Vilhjálms Hákonarsonar hins eldra í Kirkjuvogi (d: 1803, 79 ára) móðir sál. Hákonar (Hákon Vilhjálmsson dó 1821) sagði Gróu minni (2) Gróa Hafliðadóttir kona Brands var mesta yfirsetukona og merkiskona (d: 1855) að kerling gömul, móðir Sesselju í Garðhúsum, er eg man til, hefði sagt eptir annari kerlingu, að full sáta heys hefði í hennar tíð verið slegin á Kirkjuskeri, sem nú fer í kaf í hverjum stórstraumi, og þá hefði varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og búðarbakkans, sem nú er að 30 faðma rúm í millum, en sandur skemmir þó enn meira, því að í þau 50 ár, er eg veit til, hefur blásið af norðurtúninu til vissu kýrfóðuravallarstærð auk skemmda, sem garðafærslur sýna.

gomlu hafnir-uppdrattur-2

Gömlu Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

Heyrt hef eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi allar verið 60 hndr. að dýrleika og Kirkjuhöfn þeirra fyrst lagzt í eyði, að kirkja hafi þar staðið, eptir að jörðin lagðist í eyði, en ofnaumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan (hefur lagzt í eyði um 1660 (sjá síðar)) því nefnd Ingigerður sál. vissi að eins til, að uppblásin mannabein í hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð þar í kirkjugarð og eru þó síðan full 100 ár. Það er nokkurn veginn víst, að Litla Sandhöfn lagðist seinast í eyði; sagt er mér, að ekkja hafi átt, hún verið 8 hndr., gefin af henni Viðeyjarklaustri og hún með því móti síðar orðið kóngseign (frá b.v. eptir aukablaði með hendi höf. Þar getur hann og þess, að hann hafi á „landcommissiþingi á Járngerðarstöðum 1801 séð í bók hjá commissariis Kirkjuvog nefndan fyrir norðan Ósa ár 1516, sem mig minnir og þar í getið eyðijarða Haugsenda hér og Arnagerðis” [Þetta bréf ekki kunnugt nú, en ártalið gæti verið skakkt t, d. 1616]).
Bæjarleið sunnar með ströndinni en Merkines er Kalmanstjörn (Kalimanstjörn, hdr.) 20 hndr. jörð með Junkarageri, sem 1/3 partur úr nefndri jörðu, og er skammt bil milli túna. Tún eru þar stórskemmdum undirorpin af sandfoki og sjávarbroti á Gerðið; þó hafa menn þar optast haft í kýr, því melaslægjur eru þar, en tún mikið þverbrestasamt. Spölkorn sunnar er eyðijörðin Kirkjuhöfn („Hefur óbygð legið um 40 ár” (Jarðab. AM. 1703)). Hún mun hafa lagzt í eyði vegna sandfoks; þar var kirkja áður en í Kirkjuvogi. Á milli þessa og Kalmanstjarnar eru girðingar nokkrar líkast til sem eptirstöðvar af húsagrundvelli, hver í orði er, að þýzkir, þá höndluðu hér við land, er á tali, að hafi átt, en höfnin þá verið Kirkjuhöfn. Þar er gott sund í öllum sunnanáttum, en lending verri. Sunnar er Sandhöfn, eyðijörð, aflögð vegna sandfoks („hefur óbygð legið hér um 50 ár,” segir í Jarðab. AM. 1703)  því ekkert sést eptir, utan lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið.
kistuberg-901Sunnar er Eyrin innan Hafnabergs. Þar var bær og útræði seinast fyrir rúmum 50 árum; er þetta í vik nokkru (fyrir) sunnan Kalmanstjöra. Skammt sunnar byrjar Hafnabergs nyrðri endi, og er þar fyrnefnd Klauf, klettar með gjá í millum; bergið er um hálfa viku sjávar á lengd, rúmir 20 faðmar þar hæst er, ógengt, en sigið í það og stöku sinnum lent við það að neðan; þar er svartfugl, lítið af súlu, eggvarp og fuglatekja nokkur, sem heyrir til Kalmanstjörn. Fyrir sunnan bergið eru sandar og hraungrýti; kallast það Lendingarmalir (líklega réttara: melar, sbr. skýrslu Þorkels hér a undan) og er þar lent þá verður brims vegna í norðan- og austanátt, þ& menn sökum storma ekki geta dregið inn fyrir bergið. Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint er forn eyðijörð, enda er í tali, að allt Reykjanes hafi fyrrum byggt verið.
Sunnar er Stóra Sandvík og er í mæli, að Kaldá skyldi hafa fallið þar í sjóinn, og liggur þar gjá uppundan og inn til fjalla, sem myndar líka vatnsfarvegs  afarstórs, en það getur líka svo hafa myndazt af eldrennsli, því allt Reykjanes er af eldi einhverntíma gersamlega brunnið (á aukablaði getur höf. nánar um gjá þessa, er hann kallar Haugsvörðugjá, er sé þar stærst gjáa að lengd og breidd, og sumstaðar með hömrum beggja vegna; muni viða vera um 100 faðma breið og sumstaðar miklu meir; sé sagt, að Kaldá, er þar eigi að hafa runnið, hafi hlaupið í jörð í jarðeldum, en vatn sé ofarlega í Sandvík, þar sem Kaldá hafi eitt að renna í sjó fram, en hvort það vatn síist frá sjónum gegnum sandkampinn, segist höf. ekki vita).
Sunnar er Litla-Sandvík, þá klettabelti með litlum grasteigingum og blöðkuhnubbum, þá Kistuberg, lítið berg, nytjalaust; síðan Kinnin, berg nokkurt gróðurlaust, síðan Aunglabrjótur, nef syðst á nesinu það vestur veit, beygist það svo til suður landsuðurs. Stendur þar Karl, klettur mikill í sjó fyrir nesinu um 50—60 faðma hár, er var þó hærri fyr, því í jarðskjálfta féll ofan af honum hetta mikil í þeirra manna minni, er nú lifa; upp undan honum á landi berbergsnös, kallast Kerling, og eru þau brúkuð fyrir mið í Reykjanessröst og víðar m.fl. Sunnar eru: Valahnúkar, bergsnös há, Valahnúkamöl og Skarfasetur syðst; beygist þá nesið til austur landnorðurs, því stór vik skerst þar inn í og má því kallast hálfeyja. Framundan Skarfasetri á sjó eru 2 klettar. Á nesinu eru jarðhitar og hverir, stórir hólar eða lítil fjöll, sandöldur, ægisandur og hraun; sumstaðar sjást grasteigingar, blöðkuhnubbar, lyng, einiangar hér og hvar og grófasta brunahraun.
Frá Kirkjuvogi til syðsta tanga þess mun vera um 2 1/2 míla vegar, en frá  Kalmanstjörn til Grindavíkur 2 mílur og er það þjóðvegur, liggur til landsuðurs. Annar vegur liggur frá Höfnum til kauptúnsins Keflavíkur í norður nær 1 1/2 míla langur.”

Heimild:
-Blanda, 2. bindi 1921-1923, 4.-6. hefti, bls. 51-60.

Gömlu-Hafnir

Í Gömlu-Höfnum.

Sigurður Eiríksson

Tekið var hús á Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti og litið á Dauðsmannsvörður, en þær munu vera þrjár á þeim slóðum. Ein, þ.e. sú nyrsta ofan við Sandgerði, á skv. gömlum sögnum að vera með áletrun.

Dauðsmannsvarða

Efri-Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

Sigurður sagði að enn hefði hin meinta áletrun við Neðri-Dauðsmannsvörðu við Sandgerðisveginn ekki komið í ljós. Varðan er hálfhrunin, en þá má enn sjá ferkantaða lögun hennar. Varðan er nokkuð utan við götuna, í slakka, svo hún hefur ekki þjónað neinum sem leiðarmerki í lifandi lífi. Sagan segir að þarna hafi maður eða jafnvel menn orðið úti og varðan verið hlaðin til minningar um hann eða þá. Áletrun átti að hafa verið klöppuð á stein í eða við vörðuna. Þrátt fyrir nokkra leit hefur hún ekki fundist. Næsta verkefni verður líklega að taka hvern stein fyrir sig og skoða. Það er talsverð vinna, en vel framkvæmanleg við góðar aðstæður. Þá er og tími kominn til að endurhlaða vörðuna með því grjóti sem hjá henni liggur. Sjaldgæft er að grjót hafi fengi að vera í friði á Suðurnesjum því oftar en ekki var það tekið, hvar sem til þess sást, að ekki var talað um ef það var uppraðað og aðgengilegt til brúks. Það var notað annað hvort í hafnarmannvirki eða við vegagerð. Þannig hurfu heilu garðarnir og stór hluti af merkilegum vörðum á svæðinu. Þó má víða enn sjá fótstykkin standa sem minnismerki um þær vörður sem voru.

Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannsvarða við Sandgerðisgötu.

Sigurður sagðist hafa skoðað Dauðsmannsvörðuna í heiðinni ofan við Berghús, en hann hefði ekki fundið áletrun á eða við hana. Þá hefði hann frétt að Efri-Dauðsmannsvarðan á efsta Draughólnum við Draugagil hefði verið hlaðin upp s.l. sumar. Það hefði gert áhugamaður um sögu og minjar, Guðmundur, en sá héldi tilfallandi til í bústað vestan Sandgerðis. Ekki væri vitað hvort áletrun hafi leynst þar á steini, en ólíklegt væri það því varða þessi væri greinilega leiðarmerki við gömlu götuna til Keflavíkur.
Tugir manna urðu úti á gömlu þjóðleiðunum um Miðnesheiði fyrr á öldum. Flestir voru þeir á leið frá kaupmanninum í Keflavík, síðladags eða undir kvöld. Í annarri FERLIRslýsingu eru tíundaðir viðskiptahættir þess tíma, s.s. staup fyrir hitt og þetta, t.d. fyrir að bíða.

Sandgerðisvegur

Genginn Sandgerðisvegur.

Sagan af Runka (Runólfi), þess er Hafsteinn miðill hafði jafnan beint samband við á skyggnilýsingarfundum sínum, er ágætt dæmi um þetta. Lík hans fannst illa útleikið eftir að hans hafði verið saknað um tíma. Var jafnvel talið um tíma að honum hafi verið fyrirkomið, en síðar sættust menn á að dauða hans hafi borið að af “eðlilegum” ástæðum.
Eflaust standa ennþá fleiri vörður, eða fallnar, á Miðsnesheiði sem minningarmörk um fólk, er varð þar úti á sínum tíma, en eru núlifandi fólki flestu gleymt. og enn rölta menn um heiðina, meira og minna “dauðir” fyrir sögu þeirra, sem þar hafa orðið til í gegnum aldirnar.

Sandgerðisvegur

Sandgerðisvegur – kort ÓSÁ.

Kirkjuból

Gengið var frá Garðahúsavík, yfir Lambarif og meðfram Kvíavallavík að Hafurbjarnarstöðum, framhjá Gamlabóli, þ.e. gamla Kirkjubóli, Þóroddsstöðum (Þórustöðum) og Fitjum að Flankastöðum.
Í leiðinni var Syðri-Flankastaðirm.a. ætlunin að skoða kumlateig þann er fannst á Hafurbjarnarstöðum fyrr á árum og telja má merkastan slíkra teiga hér á landi. Eitt kumlið er nú undir fótum sýningargesta í gólfi Þjóðminjasafns Íslands (2008).
Kirkjuból var frægt í eftirmálum aftöku Jóns Arasonar 1551.
Flankastaðir eru hins vegar kunnir í annálum vegna óhóflegs skemmtanahalds. Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.
MerkiÁ leiðinni var m.a. gengið framhjá Lambarifi, sem sást einstaklega vel vegna þess hver lágsjávað var. Á þessari stundu var tunglið bæði fullt og stærst, enda nærst jörðu. Á rifinu sást vel til ketils úr King Eduvard er fórst þar fyrir utan á 20. öld. Við þetta langa sker fórst einnig franski togarinn Auguste LeBlonel þann 19. ágúst 1019. Annars er Garðskagaflösin og nálæg sker vörðuð skipssköðum. Sjá má afleiðingar þeirra hvarvetna með ströndinni.
En aftur upp á land; kumlateigurinn á Hafurbjarnarstöðum gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík 934 – fyrir 1074 árum.
Þá má geta þess að um 1450 brenndu skólasveinar Jóns Gerrekssonar, biskups, Kirkjubólsbæinn vegna afbrýðisemi foringja þeirra.
Kirkjubólshverfið var nyrzta byggð á Miðnesi fram undir síðustu aldamót, en þá fór að byggjast einstaka býli á Skaganum. Strandlengjan mestöll frá Skagatá suður að Klapparhverfi er í sjávarmáli þakin þykkum hvítum skeljasandi. Hefur sandur þessi fokið mjög upp á túnin og spillt grasrót, svo að illbyggilegt mátti heita, þar til á síðustu árum að útlendur áburður og betri viðleitni hefur gert byltingu í grasvexti á þessum slóðum.

Hafurbjarnarstaðir

Kirkjubólshverfingar hafa jafnan sótt sjó með búskapnum, og hafa þar verið margir ágætir sjómenn. En vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga og að brimasamt mjög er út af hverfinu, hafa þeir mest sótt sjávarafla sinn í Garðsjóinn, með lóð á haustin, en þorskanet á vertíðum, einnig handfæri á öllum árstímum eftir ástæðum, og hafa haft uppsátur mest í Út-Garði. Þó var nokkur útgerð, að minnsta kosti öðru hvoru, í suðurdjúpið á vertíð, en oft lentu þeir þá í Flankastaðavör eða jafnvel á Fitjum, ef ekki var fært heim vegna brims.

Hið forna

Hér má sjá Landamerkjalýsingu Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða: „Ár 1886, mánudaginn þann 7. júnímán., voru skýrð upp landamerki áminnztrar jarðar [þ.e. Hafurbjarnarstaða], og eru þau sem hér segir: Sunnan til á Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, þaðan stefna mörkin upp í nyrðri brún á stokkmyndaðri klappavör með mark LM, er liggur niður frá útnorðurhorni túngarðs jarðarinnar við sjóinn. Ræður svo túngarðurinn mörkum, þar til kemur að túnmörkum jarðarinnar að norðan við túnmörk Kolbeinsstaða, er þar merktur steinn LM. Þaðan liggja mörkin milli túna áminnztra jarða til suðurs, þar til kemur að fornaldargarðlagi stutt frá Kolbeinsstaðabrunni, er þar merktur steinn LM, þaðan að jarðföstum steini fyrir vestan Kvíavelli með sama marki, þaðan að vörðu á sjávarkampinum spölkorn fyrir sunnan hústóft, er á kampinum stendur; þaðan fram á Mávatanga að þar settu marki LM á klöpp. Þaðan ræður sama sjónhending alla leið út í sjó. (Áminnzt LM þýðir landamerki.)

Mörk

Túnmörk jarðarinnar eru; að norðan, frá markasteini við tún Hafurbjarnarstaða liggur túngarður til austurs, er girðir af túnið alla leið upp fyrir þurrabúðarbýlið Efstabæ, beygist þá túngarðurinn til suðurs, þar til kemur að jarðfastri klöpp með mark innan til við túngarðinn, skammt fyrir sunnan þurrabúðarbýlið Suðurkot, beygjast svo mörkin í vestur beint á fornaldargarðlag (í því er merki um friðlýstar fornleifar), er aðskilur tún jarðarinnar frá túni Kvíavallanna, þá áfram eftir garðlaginu, meðan sömu stefnu heldur, að merktum steini sunnan til við Brunn (vatnsból jarðarinnar), beygjast þá túnmörkin til norðurs að þeim upphaflega áminnzta markasteini, síðast umgetin markstefna aðskilur tún jarðarinnar frá túni Hafurbjarnarstaðanna. Einkennismark á áminnztum steinum er LM, er þýðir landamerki.
2. Vestan til á miðju Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, ræður þaðan fjörumarklína að norðanverðu alla leið upp á sjávarkampinn sunnanhallt við þann enda Lambarifs, er að sjávarkampinum liggur; er þar á kampinum varða með marksteini í, merktum LM.

Útihús

Beygja svo fjörumörkin suður hákampinn suður að útnorðurhorni Hafurbjarnarstaðatúngarðs við sjóinn. Liggja svo merkin niður fyrir sjávarkampinn norðan til í stokkmyndaða klapparvör með mark LM. Þaðan að klöpp sunnanhallt á Lambarifi, er þar mark LM. Þaðan sem sjónhending ræður alla leið á sjó út.
“Hálf-örðugt er að fá nöfn og lýsingar á boðum og skerjum á þessu svæði. Þó þekkja allir Lambarif, sem er langt og allbreitt rif út í sjó norðan við Hafurbjarnarstaði, enda alþekkt fyrir skipströnd og slysfarir fyrr á tíma. Hafliðasker er norðan við rifið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Norður af Hafliðaskeri er Krosstangi. Árni Jónsson segir, að nafnið sé dregið af legu tangans miðað við önnur sker. En einnig kynni það að vera í einhverju sambandi við kirkju eða bænahús, sem var á Kirkjubóli og markar enn fyrir á Gamla-Bóli.

Ströndin

Þar er einnig kirkjugarður, en hann er farinn að brotna af sjógangi og mannabein að koma úr hólnum, í flóði fyrir nokkrum árum komu m.a. hlutar af tveimur beinagrindum. Hallssker er sunnan við rifið. Ekki er vitað um tilefni þess nafns. Þar suður af er Mávatangi, lágt rif, laust við land, en kemur upp úr um fjöru. Kringum rif þetta eru smásker og flúðir, kallaðar Flögur. Brimbrotið á þessu öllu saman er nefnt Mávatangaflögur.
Kolbeinsstaðavarða er skammt fyrir ofan túngarðinn á Kolbeinsstöðum, rétt við veginn, sem nú liggur þar. Hún er gamalt mið á sundi og fiskimiðum. Hún mun hafa verið myndarleg á beztu árum ævi sinnar. Eigi mun vitað um aldur hennar. Nú er hún ekki annað en fáeinir steinar í hrúgu, mjög sokkin í jörð og úr henni hrunið á allar hliðar. Liggja steinarnir allt í kring, meira eða minna niður sokknir.
KolbeinssatðirÍ Kirkjubólshverfi miðju er stór hóll niður undir sjávarbakka. Heitir hann Gamla-Ból, enda stóð þar Kirkjuból áður fyrr með sína fornu sögu. Þegar Magnús Þórarinsson var smástrákur og kom á Gamla-Ból í fyrsta sinn, voru honum syndir þar vel höggnir bollar í stóra steina og sagt, að það væru hlautbollar frá heiðni. Steinar þessir munu nú vera komnir í hleðslu á Gamla-Bóli eða þar í grennd. Sunnan í Gamla-Bóli er lægð eða sýling, sem heitir Borguskarð.
Mið á Kirkjubólssundi er Kolbeinsstaðavarða í Borguskarð. Norðan við Sundið eru Mávatangaflögur, en sunnan við afleiðingar af Hásteinaflögum, sem eru grynningar fyrir norðan Hástein. Lent var í svonefndri Borgu, sem Magnús Þórarinsson segir, að hafi verið sandvik sunnan megin við Gamla-Ból, en Árni Jónsson segir, að Borga hafi verið hlaðin rétt (sbr. borg = hringhlaðin rétt).

Í Kvíavallavík

Sunnan megin við lendinguna er Borgusker í fjörunni, smáhólmi í þanghafi. Norðan við eru Vallarhúsaklappir, en Kvíavallavik og Kvíavallasker þar norður af. Ekki var gott á land að leggja þarna, því allt var eintómur hvítur sandur, varð því að bera fiskinn upp á tún. Vergögn voru lítil og engir garðar, skipum til skjóls í ofviðrum á landi. Einn kofi hafði lengi staðið á bakkanum, en breyttist síðar í timburskúr. Sundið er sagt að hafi verið sæmilegt, en svo er að skilja, að það hafi náð skammt út fyrir fjöruna, því hvorki varð komizt út né að fyrir brimi, sem var fyrir utan, segja kunnugir. Þarna eru einlægir þarahvirflar um allt þetta svæði og einn brimsvaði, ef hreyfing er í sjó. Mun það allt vera kallað einu nafni Víkurboðar.
MinjarLendingarstaður var við Hafurbjarnarstaði, nyrzta bæ í hverfinu, við sjóinn, en aðeins um sumartímann. Má enn sjá til leifanna af gömlu sjávarhúsi niður undan bænum (nú húsinu); hefur það verið nefnt Gjaldabyrgi, eflaust kennt við Ingjald Tómasson, sem bjó á Kolbeinsstöðum og síðar á Hafurbjarnarstöðum á seinni hluta 19. aldar. Hann var faðir Guðrúnar símstjóra í Gerðum og Margrétar í Melbæ.
Þá var einnig lending við Þóroddsstaði, syðsta bæ í hverfinu; var þar lent í sandviki niður af bænum, norðan við svonefndar Svörtuklappir. Engin sjávarhús eru þar nú sýnileg eða önnur vergögn. Kirkjubólssund var notað fyrir allt hverfið, en svo róið með landi að lendingarstöðum.
Framanskráð er einkum ritað eftir frásögn Magnúsar Þórarinssonar, hið sannasta, er hann vissi og hafði Tóftgetað upp spurt af kunnugum eldri mönnum um leiðir og lendingar í Kirkjubólshverfi á ævi þálifandi manna.
Eigi er nú vitað, hve mikil sjósóknin hefur verið, en það stingur í augu, að svo er orðað, að „stundum“ hafi gengið þar konungsskip, áttæringur á vertíð. Það bendir til þess, að útgerðin hafi ekki verið stöðug fremur þá en síðar. Þá hefur líka hagað öðruvísi til þar. Sjávarströndin er ávallt að breytast, hægt og sígandi. Vitað er, að landbrot hefur verið ákaflegt á Miðnesi á undanförnum árhundruðum. Sjórinn hefur brotið jarðveginn, en eftir standa klettarnir. Það eru skerin. Áður var Lambarif grasi gróið; svo hefur einnig verið um önnur sker og fjörur, sem nú eru á þessu svæði, og allt annað flóðfar er þar nú en var fyrir 250 árum.
Enginn mun nú vita, hvar hestargamla vörin var í Hafurbjarnarstaðalandi. En það er víst, að brimasamt hefur ætíð verið út af Kirkjubólshverfi. Það vottar líka umsögnin um gömlu vörina, sem spilltist af grjóti í sjávargangi og sjávarflóðum.
Niður við sjó er, eins og fyrr segir, Gamla-Ból, þar sem Kirkjuból stóð fyrr. Mælt er, að bærinn hafi verið fluttur frá sjó undan sandfoki.
Í suðausturhorni túnsins er svonefnt Rafnshús, kennt við mann, sem þar bjó. Þar norður af er kofi, sem nefndur er Busthús. Þar var bær eða tómthús. Utar, hálfa leið á veginum, er varnargarður úr grjóti. Vestur af bænum, sem nú er, eru miklar hleðslur í hólnum við sjó. Suðvestur í túni eru miklar hleðslur af stórgrýti. Er þar að brotna hár rofabakki, og koma fram úr honum hleðslur. Hleðslur þessar eru leifar af kirkjugarði og byggingum.
þúfutittlingurÁrnadalur er lægð í túni Kirkjubóls, sem liggur suður og norður í átt til Þórustaðatúns. Ekki er vitað með vissu, við hvern Árnadalur er kenndur, e.t.v. Árna nokkurn reipslagara, sem bjó á Kirkjubóli einhvern tíma á síðustu öld.
Fyrir innan túngarðinn á Kirkjubóli tekur við svæði það, sem Almenningur heitir. Það er sameign Kirkjubóls, Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða. Næst norðan við Kvíavelli eru Hafurbjarnarstaðir, sem voru nyrzti bærinn í hverfinu. Þar mátti sjá leifar af gömlu sjávarhúsi neðan túns, sem nefnt var Gjaldabyrgi og áður hefur verið getið.
Neðan við Hafurbjarnarstaði er Kálfhagi. Þar munu kálfar hafa verið geymdir. Þar eru einnig leifar eftir Skagagarð. Kálfhaginn er utast. Skagagarðurinn girti af Garðartána, að talið er, til hlífðar fyrir akra, er þar voru. Upp frá Hafurbjarnarstöðum eru Kolbeinsstaðir. Ofan við túngarðinn þar er byrgi, Árnaborg. Hana hlóð Árni á Meiðastöðum. Á þessum slóðum eru ýmsar vörður. Kolbeinsstaðavarða er rétt ofan við veg upp af bæ, skammt ofan túngarðs, gamalt mið, hrunin að mestu. Ofan við Kálfhaga var Ófeigskot og Efstabæjargarður. Þar innar var tómthúsið Sléttaból, þar sem nú er býlið Ásgarður, austur af Lambarifi. – Ekki er vitað, við hvern Ófeigskot var kennt, en Sléttaból var byggt af Jóni Þórarinssyni, föður Árna Jónssonar, um aldamótin. Jón var frá Flankastöðum og flutti þangað aftur með allt sitt fólk árið 1916. Nú markar aðeins fyrir bæjar- og garðarústum á Sléttabóli.
Uppi í heiðinni austur frá Fitja-Hásteini, allhátt uppi, ef hægt er að tala hér um hátt, er Skiphóll. Suður af honum er annar hóll, sem heitir HjallurGrænhóll.
Skiphóll er grjóthóll, grasi gróinn, og var eitt aðalfiskimiðið í Garðsjó. Fyrir ofan veginn eru lægðir, sem nefndar eru Lágar. Í þeim eru rústir eftir stekk. Ekki er vitað, hvenær hann var síðast notaður. Hjá honum er hlaðin varða, en rétt hjá er smárétt, yngri. Skv. örnefnaskrá Ara Gíslasonar eru merkin móti Útskálum úr Útskálaflesju í Selós miðjan og í stein fyrir sunnan Skagavötn. Draughóll er á merkjum. Þar er nú býli, sem heitir Hólabrekka. Þaðan er línan í Skálareyki. Þar breytir um stefnu og verður miklu suðlægari.
Útskálaflesja er sunnan í Garðskagaflös. (Flesja = lág, slétt sker og sandbreiður, sem fara oftast undir sjó um flóð.)
Ekki er vitað, af hverju Selós dregur nafn, en mikið er og var um sel þarna sunnan við Flösina. Var það eini staðurinn þarna við ströndina, þar sem selur var, þegar Halldóra var að alast upp. En nú er þar mikið af honum, alveg frá Flös til Sandgerðis og e.t.v. einnig fyrir sunnan Sandgerði.
HúsfreyjanÁður var minnst á Jón Gerreksson. Hann (f. 1378) var endurreistur biskup í Skálholti árið 1426. Ýmsum sögum fór af honum og þá ekki síst ódælum sveinum hans. Áður hafði hann stundað nám við Svartaskóla (1401) og verið biskup í Uppsölum, en gerður þaðan burtrækur vegna kvennafars og svalls.

Gripir

Illugi Jökulsson skrifar um Jón Gerreksson í Morgunblaðið 1986: “Einn kirkjusveinanna, foringi Jóns, Magnús að nafni, biðlaði til Margrétar á Kirkjubóli en var synjað. Hann tók hryggbrotinu svio illa að hann fór með sveinum sínum og brenndi Kirkjubólsbæinn en Margrét – sem var systir Þorvarðar á Mörðuvöllum og komst undan eldinum og flýði norður í land. Af þessum atburðum urðu hefndir miklar en þó lítil málaferli. Magnús flýði að lokum úr landi en það fugði ekki til þess að friða Íslendinga. Þorvarður slapp líka úr haldi og tók að safna liði og fór að lokum gegn Jóni biskupi í Skálholti. Hann var tekinn höndum og drekkt í Brúará, segir þjóðsagan, og er það sennilega alveg sannleikanum samkvæmt. Þannig er nú sagan í stórum dráttum.”
Um kumlateiginn við Hafurbjarnarstaði segir m.a. í eftirfarandi umsögn: “Í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 67-78, hefur Sigurður Guðmundsson málari lýst einum hinum merkasta heiðna kumlateig, sem enn hefur fundizt hér á landi. Sigurður kom hins vegar aldrei á staðinn, að því er séð verður.
Hafurbjarnarstaðir í Miðneshreppi eru rétt austan við Kirkjuból hið forna. Svæðið er mikið skemmt af sandfoki; er strandlengjan öll með ljósum sandi, sem fýkur mjög til og frá og veldur spjöllum. Þetta sandfok hefur leitt í ljós hinn forna kumlateig rétt innan við girðinguna, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, segist minnast þess, að bein úr kumlunum hafi blásið upp og verið færð í kirkjugarð þar um 1828. “Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki, líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum”. Á öðrum stað segir hann, að hringurinn hafi verið “handhringur” mjög forn úr silfri og einhvern tíma gylltur, var á hinum upphleypt krossmark, líkt og sézt hefur á gömlu beltispörum.”

NælanSumarfið 1947 fórum við Jón prófessor Steffesen á staðinn til að rannsaka, hvort nokkuð kynni að vera þar eftir óhreyft.”
Síðan lýsir Kristján kumlunum. Hann segir og að kumlateigur þessi sé vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun varla leyfileg. Eftir sverðinu að dæma ætti það þó ekki að vera yngra en frá 950. Annars staðar getur hann þess að kumlateigurinn gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík.
Árni Óla segir í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins 1961 að “enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður (syni hans) fjóra þar. Þess vegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist Jórunni Svertingsdóttur (Hrolleifssonar), og reist sér bæ á Rosmhvalanesi, er síðan við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum sögufræga garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af. Börn þeirra voru Rannveig og Svertingur.

Hnífur

Húsfreyja á Hafurbjarnastöðum, kona Hafur-Bjarnar, var Jórunn dótturdóttir keltlneska landnámmannsins Ráðorms í Vetleifsholti. Þarna er hið keltneska samband, sem svo vel getur skýrt, hvers vegna hin einkennilega þríblaða næla, með keltnesk-norrænum stíl, skyldi einmitt finnast þarna á þessum stað. Hér styður hvað annað. Gröfin bendir til þess, að hún hafi verið legstaður húsfreyjunnar á Hafurbjarnarstöðum, og hin einkennilega nál bendir til hins keltnesk-norræna ætternis hennar.”

Kumlteigurinn

Framangreind vitneskja, þ.e. merkilegheit kumlateigsins sem og hugsanleg tengsl hans við eina hina fyrstu landnámsmenn á Reykjanesskaga, ætti, þótt ekki væri fyrir neitt annað, að vera yfirvöldum fornleifa sérstakt áhugaefni. Ljóst var að þarna hafi bein verið að koma upp úr gröfum a.m.k. frá því á 19. öld. Á 20. öld finnast merkilegstu grafir, sem enn hafa fundist hér á landi. Hvers vegna í ósköpunum, endurtekið – í ósköpunum, hefur ekki farið fram frekari fornleifauppgröftur við Hafurbjarnarstaði? Kristnitökussjóður hefur fjámagnað marga vitleysuna á síðustu árum, en spurningin er; hvers vegna í ósköpunum datt engum forsvarsmanna hans að verja fjármunum til áframhaldandi rannsókna á þessu einstaka svæði? Og hvers vegna gerði enginn sveitarstjórnarmanna þá kröfu að það yrði gert? Krafan myndi þykja mjög eðlileg því vel má leiða að því líkum að jarðneskar leifar Hafur-Bjarnar kunni að leynast þar í sandinum!
merkingÞrátt fyrir merki Þjóðminjasafnsins, bæði á garðinum norðan Hafurbjarnarstaðar (sem líklega má telja hluta af hinum forna Skagagarði) og við kumlateiginn er ekki umm eiginlegar friðlýstar fornleifar skv. Skrá um friðlýstar fornleifar 1990. Þar segir eingungis um slíkar minjar í Gerðarhreppi: “Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga. Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.” Hér er um að ræða svæðið innan hins forna Skagagarðs. Ekki er minnst á kumlin þótt vitað hafi verið af þeim á þessum tíma. Í núgildandi þjóðminjalögum eru allar fornleifar eldri en 100 ára friðaðar, en skýringin á því hvers vegna kumlteigurinn og garðurinn á Hafurbjarnarstöðum er sérmerktur umfram ákvæði laganna liggur ekki ljós fyrir.
Flankastaðir
Þórustaðir eða Þóroddsstaðir eru jörð í Miðneshreppi, næst norðan Fitja, og taldir syðsti bær í Kirkjubólshverfi. Árið 1703 er þar getið um tvö Thorustadakot.
Fitjar eru jörð í Miðneshreppi næst norðan við Arnarbæli. Arið 1703 er þetta talið hálfbýli og jafnvel að einhverju leyti tengt Kirkjubóli.
Á Flankastöðum hefur um langan aldur verið tvíbýli. Um aldamót stóðu báðir bæirnir saman á sama hólnum. Síðan voru þeir færðir í sundur, og eru Syðri-Flankastaðir nú komnir í eyði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir:
Örnefnalýsingar fyrir Kirkjuból, Þórustaðir (þóroddsstaði), Fitjar og Flankastaði.
-Kristján Eldjárn – Árbók hins íslenska fornleifafræðifélags 1943-1948, bls. 108-128.
-Árni Óla, Lesbók Morgunblaðsins 26. febrúar 1961.
-Mbl. 23. des. 1986.

Kumlteigur

Þegar FERLIR var á göngu um Reykjanesið, þ.e. frá Sandvík um Mölvík, Háleyjar, Krossavíkurberg, Krossavík, Rafnkelsstaðaberg og Reykjanestá áleiðis að Valbjargargjá og Valahnúkamöl var tækifærið notað til að rekja forna rekagötu um svæðið.
Grindavik - rekagata-1Engar heimildir eru til um götuna, en hún hefur af augljósum ástæðum legið frá Stað í Staðarhverfi ofan misgengisins að endimörkum landsins á Valahnúksmöl. Frá henni eru hliðargötur niður í fyrrnefndar víkur austan Háleyja. Gatan hefur s
íðar verið löguð fyrir mjóa vagna til að flytja rekann, unninn og óunninn. Tilvist hennar styrkir þá trú manna að landamerki Staðar og Hafnabæjanna hafi fyrrum verið a.m.k. um miðja Valahnúkamöl. 

Rekagatan er greinileg á köflum, bæði austan við Gunnuhver, ofan við Mölvík, Litlu-Sandvík og milli Staðarhverfis og Járngerðastaðahverfis, og síðan norðan við Reykjanesvita og ofan við ströndina að Stóru-Sandvík. Þá sést hún vel ofan við Gömlu-Hafnir og áfram áleiðis að Höfnum. Ofan við Háleyjar og í hrauninu ofan við Staðarberg.
Gatan hefur verið unnin á köflum, væntanlega sem vagnvegur, og sést þá eldri hluti hennar til hliðar við úrbæturnar. Milli Vatnsfells og Stóru-Sandvíkur er gatan vörðuð og hefur augljóslega verið unnin sem vagnvegur.

Reykjanes

Reykjanes – rekagatan er rauðlituð (ÓSÁ).

Gamli Kirkjuvogur

Í botni Ósabotna liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels.

Stafnessel

Stafnessel.

Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna. Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur.

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. Fékkst þó góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft.

Ósar

Ósar – uppdráttur ÓSÁ.

Gömlu þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kafl í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi. Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslunni. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipun er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.

Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – manngerður hóll (dys?).

Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Gengið var eftir stígnum upp Illaklif, eftir rudda götuhlutanum og áfram götuna fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á.
Frábært veður.

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Gamla-Kirkjuvogs.

Útskálar

“Fornleifastofnun Íslands ses hefur síðustu vikur staðið fyrir björgunnaruppgreftri að beiðni Menningarseturs að Útskálum ehf á bæjarhólnum á Útskálum í Garði á Reykjanesi. Uppgröfturinn flest í rannsókn á um 25 m2 svæði við gamla íbúðarhúsið að Útskálum sem áætlað er að gera upp.

Útskálar

Kambur úr uppgreftri við Útskála.

Grafið hefur verið niður á 2,5 m dýpi og þegar hafa 3 mannvirki komið í ljós. Tvö þeirra eru frá seinni öldum (nákvæm tímasetning hefur ekki enn fengist), hellustétt og torbyggt hús með uppistandandi timburþili. Á síðustu dögum hefur komið í ljós torfbyggt hús með vel varðveittu timbri, hugsanlega úr þaki, sem gjóskulög tímasetja fyrir seinni hluta 12. aldar. Uppgreftri á þessu mannvirki stendur enn yfir, en allt bendir til þess að líklegast sé ekki um íveruhús að ræða, heldur einhversskonar útihús.

Ekki hefur fundist mikið af gripum við uppgröftinn, en á þriðjudaginn var fannst vel varðveittur kambur í hruni úr elsta mannvirkinu. Þessi gripur er einstakur á Íslandi af því best er vitað, en svipaðir kambar hafa fundist í Noregi í lögum frá 13. öld, en þessi er örugglega eldri en það. Kamburinn er einstaklega vel varðveittur, nánast allar tennur eru heilar og er fallega skreyttur með depilhringamunstri. Kamburinn er nú í forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands.”

Uppgröftur þessi staðfestir enn og aftur mikilvægi lítt rannsakaðra fornminja á Reykjanesskaganum.

Sjá meira undir http://www.instarch.is/

Garður

Útskálar – fornleifar.

Hafurbjarnastaðir
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um “Kumlið á Hafurbjarnarstöðum”.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna (sem voru feiri en eitt), fjölda þeirra og grafgripum (haugfé). Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, “Kuml og Haugfé”, sem kom út hjá Norðra 1956. Hann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.

Hafurbjarnarstaðir

“Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Í grein S.M. í Faxa, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112, fjallar dr. Kristján Eldjárn um “Kumlið á Hafurbjarnarstöðum”.
Í greininni segir m.a. frá staðsetningum kumlanna, fjölda þeirra og grafgripum. Vangaveltur hafa verið um staðsetningu kumlanna; ein sagan segir að þau hafi verið þar sem núverandi hús eru nú, en önnur að þau hafi verið í sendnum jarðvegi ofan við ströndina. Dr. Kristján ritaði um Hafurbjarnastaðafundinn í riti sínu, “Kuml og Haugfé”, sem kom út hjá Norðra 1956. Jann ritaði einnig um minjafund þennan í Árbók fornleifafélagsins 1943-1948 á bls. 108-122.
“Hafurbjarnarstaðir er landnámsjörð skammt fyrir norðan Kirkjuból á Miðnesi. Þar voru sveinar Kristjáns skrifara drepnir í janúar 1551…
Kumlateigurinn var í fjörufoksandi miklum, rétt norðan við túnið á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum, hermir, að uppblásin bein úr kumlum hafi verið færð í kirkjugarð þar um 1828. “Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki líkt og á mörgum steyptum beltispörum”.
Veturinn 1868 blés kumlin enn meira og gerði þá Ólafur bóndi Sveinsson skýrslu fyrir Forngripasafnið um það, sem í ljós kom. Síðan hafa bein fundist þarna öðru hverju, en rækilega eftirleit gerðum við Jón Steffensen á staðnum 1947. Skal hér byrjað á árangri þeirrar leitar, en síðan horfið að gömlu skýrslunni.

Hafurbjarnastaðir

Gripir, sem fundust við uppgroft við Hafurbjarnastaði.

Fyrsta kumið var óhreyft og óblásið, rétt innan við Garðskagagarðinn mikla, sem gengur í sjó fram hjá Hafurbjarnarstöðum. Ferkantað steinlag á yfirborði og á botni grafarinnar var framúrskarandi vel varðveitt beinagrind úr konu, sem náð hafði u.þ.b. fertugsaldri. Hvalbeinsplata hafði verið lögð yfir neðri hluta líksins, en stór hella yfir efri hlutann. Haugfé voru hringprjónn, þríblaðanæla, hnífur, kambur, þrjár stórar kúskeljar og járnmolar.
Annað kumlið var barnskuml. Lag af smáum, brimsorfnum fjörusteinum var yfir gröfinni. Líkið hafði verið grafið í lítilli trékistu járnnegldri. Ekkert haugfé var í gröfinni.
Fleir kuml fundum við ekki óhreyfð 1947, en þó nokkrar leifar sem getið er um hér að neðan. Í skýrslu Ólafs bónda Sveinssonar er getið um 7 kuml: “Þriðja kumið var stærst og óhaggað 1868. Þar í var fullorðinn maður og unglingur. Til fóta mönnum lágu beinagrindur hests og hunds. Haugfé var spjót, járnmél, sverð og döggskór úr bronsi, skjaldarbóla, kambur, kambsslíður, hreinbrýni, öxi, garðarhringja, járnketill og rónaglar.
Fjórða kumlið tilheyrði konu. Í gröfini fannst spjót, kambur, sörvistölur og fingurbaugur.
Fimmta kumið mun hafa verið af manni og hundi. Höfuð var milli þjóa og eina haugféð var spjót.

Hafurbjarnastaðir

Hús við Hafurbjarnastaði.

Um sjötta kumlið er lítil vitneskja önnur en að því hafi verið mannabein og hundsbein.
Sjöunda, áttunda og níunda kumlið hafa að geyma beinbrot, sennilega manna og hesta.”
Mannabeinin í kumlunum voru alls af 7 eða e.t.v. af 8 mönnum.
Í greininni er beint á að “gerð hafi verið grein fyrir þeirri röngu skoðun manna, að kuml þessi væru dysjar Kristjáns skrifara og fylgjara hans frá 1551”.
Kumlateigur þessi er væntanlega frá 10. öld og eru eitt þeirra örfá kumla á Íslandi, sem hægt hefur verið að rannsaka vandlega áður en þeim var raskað. Barnagröfin var sú fyrsta sem fannst hér á landi frá heiðni. og “er það eftirtektarvert, hversu smekkvíslega og umhyggjusamlega um er búið, en grynnra er grafið en lík fullorðinna”. Sverðið bendir til þess að kumlið, sem það fannst í, ætti ekki að vera yngra en frá 950.”

Í dag gefst gestum Þjóðminjasafns Íslands kostur á sjá beinagrindur þessar undir gólfi safnsins frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Ef hugarfar þeirra, sem um þjóðargersemar eiga að höndla, væri skynsamlegt, myndi minjum þessum vera fyrirkomið sem næst upprunastað þeirra, þ.e. í Sandgerði eða jafnvel á Hafurbjarnarstöðum, þar sem þeim var veitt persónuleg og tilfinningaleg eftirfylgni.

Heimild:
-Faxi, maí 1973, 5. tbl., 33. árg, bls. 110-112 (S.M.).

Hafurbjarnastaðir

Brunnur við Hafurbjarnastaði.

Félagi FERLIRsfélaga, Ríkarður Ríkarðsson (www.rikkir123.is) lagðist í svolitla rannsóknarvinnu um bát þann sem ber við Bjarghús ofan Norðurkots í Sandgerðishreppi.
Hrafnkell-1Bátslagið vakti einkum athygli Ríkharðs, en hann hefur verið mikill áhugamaður um báta, auk þess sem hann er mikill fuglamyndasmiður. Á vefsíðu hans má sjá eftirfarandi um nefndan bát; Hrafnkel.
“Smíðaár ekki vitað og ekki vitað hver smíðaði hann [líklegt er þó, m.v. bátslagið, að hann hafi verið smiðaður að Hvalsnesi um og eftir 1910]. Upphaflega smíðaður sem fjóræringur. Einar Gestsson, fæddur í Bjarghúsum í Garði sagðist hafa keypt bátinn af Guðmundi á Rafnkelsstöðum um 1930-35.
Sigurður K. Eiríksson (Siggi í Norðurkoti) kvaðst hafa farið að velta fyrir sér hvers vegna báturinn héti Hrafnkell. Þá kom í ljós að Rafkelsstaðir hétu áður Hrafnkelsstaðir. Báturinn var allur endursmíðaður af Einari Gestssyni. Sigurður kvaðst hafa farið á sjó með Einari og þetta hefði verið hörkuskip. Sigurður vildi meina að bátnum hafi verið lagt um 1990.”

Hrafnkell-2Við þetta má bæta að Bjarghús eru hlaðið úr lóðréttum hraunhellum, sem verður að þykja svolítið sérstakt á Reykjanesskaganum.
Nefndur Sigurður Eiríksson er mikill hagleiksmaður, hvort sem er til smíða eða varðveislu örnefna.
Nefnt skip; Hrafnkell, er sérstaklega áhugavert viðfangsefni vegna spurningarinnar um aldur og uppruna fornleifa; á t.a.m. að miða við “fæðingu” eða “dánardægur” þeirra? Líklegt má telja að svörin verði margflókin… (meira síðar um aldur fornleifa).

Bjarghús

Bjarghús. Rafnkelsstaðabáturinn fremst.