Jarðfræðikort

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin.

Háibjalli

Háibjalli.

Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Nýlega hefur verið reynt að gefa fólki kost á að kynnast þessu með einföldum hætti þar sem “brúnni á milli heimsálfa” hefur verið komið fyrir yfir eina gjána ofan við Stóru-Sandvík. Brúna hefði einnig mátt setja upp yfir eina gjána á Vogaheiði eða hvar sem er annars staðar á svæðinu.

Háibjalli

Háibjalli – tóft.

Eldvirkni er að mestu bundin við flekaskilin sem liggja þvert yfir landið, frá Reykjanesi í suðvestri að Tjörnesi í norðaustri, en einnig á jaðargosbeltum. Fyrir vikið finnast yngstu jarðmyndanirnar á sömu svæðum og framleiðni gosefna er þar mest, þótt þess sjáist ekki endilega merki í Vogaheiðinni að undanskildum Þráinsskyldi. Merkin eru hins vegar gleggri beggja vegna. Jarðskorpuflekarnir fljóta á deigu möttulefni sem líkja má við það þegar ísjakar fljóta á vatni.
Með „landrekskenningunni“ er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1870-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenningin“ og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenningin“.

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Meginmunurinn á upphaflegu kenningunni og hinum síðari er sá, að í bók sinni (1915 og síðar) gerði Wegener ráð fyrir því að meginlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana. Samkvæmt síðari kenningunum berast meginlöndin með hafsbotninum, sem er á hreyfingu.
Wegener reyndi að skýra kenningu sína um hreyfingu meginlandsflekanna um hnöttinn. Í fyrsta lagi benti hann á hve vel Suður-Ameríka og Afríka falla saman, líkt og kubbar í púsluspili. Í annan stað sýndi Wegener fram á það að ýmsar jarðmyndanir frá mismunandi tímum falla saman, eða halda áfram, sitt hvoru megin við höfin, til dæmis fornar ísaldarmenjar í Suður-Afríku og á Suðurskautslandinu. Í þriðja lagi mátti skýra útbreiðslu ýmissa dýrategunda, sem nú eru aðskildar af breiðum höfum, með því að löndin hefðu fyrrum legið saman. Og í fjórða lagi gerði hann, ásamt veðurfarsfræðingnum Köppen, tengdaföður sínum, mikla samantekt á útbreiðslu ýmissa loftslagsbundinna jarðmyndana í jarðsögunni.

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel við Háabjalla.

En allt kom fyrir ekki, því engum tókst að benda á krafta sem væru nógu öflugir til að flytja meginlöndin. Árið 1960 setti bandaríkjamaðurinn Harry Hess (1906-1968) fram þá tilgátu, studda góðum rökum, að það séu hafsbotnarnir sem hreyfist: Þeir myndist við gliðnun á miðhafshryggjum en eyðist í djúpsjávarrennum. Kraftarnir sem hreyfa meginlöndin eru því iðustreymi í jarðmöttlinum. Meginlandsflekarnir dragast ýmist eða fjarlægjast hvern annan. Dæmi um fleka, sem dragast að hvorum öðrum eru afleiðingar flóðbylgjunnar í Indlandshafi á annan dag jóla 2004. Hér á landi eru flekarnir að fjarlægjast eins áður hefur komið fram.
FlekaskilSvo undarlega vill til að sumarið 1912 ferðaðist Wegener ríðandi frá Akureyri um Dyngjufjöll, Kverkfjöll og Brúarjökul suður í Esjufjöll og til baka aftur — nefnilega þvert yfir íslenska sprungubeltið, sem er talandi dæmi um gliðnun skorpuflekanna. Ekki er ólíklegt að hann hafi og skoðað hinar augljósu ummerki þessa á Reykjanesskaganum og á Þingvöllum.
Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands. Dæmi þess má einnig sjá syðst á Reykjanesskaganum, s.s. í Þorbirni.

Háibjalli

Háibjalli – skilti.

Á Háabjalla, sem er ákjósanlegt skoðunarsvæði fyrir þá, sem hafa áhuga á að skoða misgengi. Á svæðinu eru misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Samtals eru þau 4 eða fimm á Vogasvæðinu, Stapinn þar með talinn. Brúnir mynda nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur. Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Hreyfingin er stöðug á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2.8 millimetrum á ári eða 28 cm á einni öld. Frá Háabjalla má vel sjá hvernig brotabeltið á flekaskilunum hefur færst til beggja átta og sigið. Gjárnar, Hrafnagjá að norðanverðu og Huldugjá, Klifgjá, Aragjár og aðrar slíkar að sunnanverðu gliðna og ekki er óraunhæft að ætla að á þessu svæði geti glóandi hraun hvenær sem er fundið sér leið upp á yfirborðið.
Þátttakendur gengu af einhverjum ástæðum mun hraðar til baka.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mínútur.

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=749

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjanesskagans.

Jarðfræðikort

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Nýlega hefur verið reynt að gefa fólki kost á að kynnast þessu með einföldum hætti þar sem “brúnni á milli heimsálfa” hefur verið komið fyrir yfir eina gjána ofan við Stóru-Sandvík. Brúna hefði þess vegna mátt setja upp yfir eina gjána á Vogaheiði eða hvar sem er annars staðar á svæðinu.

Eldvirkni er að mestu bundin við flekaskilin sem liggja þvert yfir landið, frá Reykjanesi í suðvestri að Tjörnesi í norðaustri, en einnig á jaðargosbeltum. Fyrir vikið finnast yngstu jarðmyndanirnar á sömu svæðum og framleiðni gosefna er þar mest, þótt þess sjáist ekki endilega merki í Vogaheiðinni að undanskildum Þráinsskyldi. Merkin eru hins vegar gleggri beggja vegna. Jarðskorpuflekarnir fljóta á deigu möttulefni sem líkja má við það þegar ísjakar fljóta á vatni.

Stampar

Stampagígaröðin.

Með „landrekskenningunni“ er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1870-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenningin“ og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenningin“.
Meginmunurinn á upphaflegu kenningunni og hinum síðari er sá, að í bók sinni (1915 og síðar) gerði Wegener ráð fyrir því að meginlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana.
Samkvæmt síðari kenningunum berast meginlöndin með hafsbotninum, sem er á hreyfingu.

Flekaskil

Eldsumbrot á jörðinni síðustu milljón árin.

Wegener reyndi að skýra kenningu sína um hreyfingu meginlandsflekanna um hnöttinn. Í fyrsta lagi benti hann á hve vel Suður-Ameríka og Afríka falla saman, líkt og kubbar í púsluspili. Í annan stað sýndi Wegener fram á það að ýmsar jarðmyndanir frá mismunandi tímum falla saman, eða halda áfram, sitt hvoru megin við höfin, til dæmis fornar ísaldarmenjar í Suður-Afríku og á Suðurskautslandinu. Í þriðja lagi mátti skýra útbreiðslu ýmissa dýrategunda, sem nú eru aðskildar af breiðum höfum, með því að löndin hefðu fyrrum legið saman. Og í fjórða lagi gerði hann, ásamt veðurfarsfræðingnum Köppen, tengdaföður sínum, mikla samantekt á útbreiðslu ýmissa loftslagsbundinna jarðmyndana í jarðsögunni.

Háibjalli

Háibjalli.

En allt kom fyrir ekki, því engum tókst að benda á krafta sem væru nógu öflugir til að flytja meginlöndin. Árið 1960 setti bandaríkjamaðurinn Harry Hess (1906-1968) fram þá tilgátu, studda góðum rökum, að það séu hafsbotnarnir sem hreyfist: Þeir myndist við gliðnun á miðhafshryggjum en eyðist í djúpsjávarrennum. Kraftarnir sem hreyfa meginlöndin eru því iðustreymi í jarðmöttlinum. Meginlandsflekarnir dragast ýmist eða fjarlægjast hvern annan. Dæmi um fleka, sem dragast að hvorum öðrum eru afleiðingar flóðbylgjunnar í Indlandshafi á annan dag jóla 2004. Hér á landi eru flekarnir að fjarlægjast eins áður hefur komið fram.

Wegener

Prof. Dr. Alfred Wegener, ca. 1924-1930.

Svo undarlega vill til að sumarið 1912 ferðaðist Wegener ríðandi frá Akureyri um Dyngjufjöll, Kverkfjöll og Brúarjökul suður í Esjufjöll og til baka aftur — nefnilega þvert yfir íslenska sprungubeltið, sem er talandi dæmi um gliðnun skorpuflekanna. Ekki er ólíklegt að hann hafi og skoðað hinar augljósu ummerki þessa á Reykjanesskaganum og á Þingvöllum.
Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar.
Bruin-26Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands. Dæmi þess má einnig sjá syðst á Reykjanesskaganum, s.s. í Þorbirni.
Á Háabjalla, sem er ákjósanlegt skoðunarsvæði fyrir þá, sem hafa áhuga á að skoða misgengi. Á svæðinu eru misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Samtals eru þau 4 eða fimm á Vogasvæðinu, Stapinn þar með talinn. Brúnir mynda nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Hreyfingin er stöðug á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2.8 millimetrum á ári eða 28 cm á einni öld. Frá Háabjalla má vel sjá hvernig brotabeltið á flekaskilunum hefur færst til beggja átta og sigið. Gjárnar, Hrafnagjá að norðanverðu og Huldugjá, Klifgjá, Aragjár og aðrar slíkar að sunnanverðu gliðna og ekki er óraunhæft að ætla að á þessu svæði geti glóandi hraun hvenær sem er fundið sér leið upp á yfirborðið.
Þátttakendur gengu af einhverjum ástæðum mun hraðar til baka.

Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mínútur.

Heimild m.a. http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=749.

Bruin-25

Misgengi á Reykjanesi.

Gerðavellir

Í bókinni „Frjálsa glaða líf“ lýsir Guðmundur Bjarnason fyrrum bóndi í Innri-Lambadal í Dýrafirði, vertíðum í Grindavík, nánar tiltekið á Þórkötlustaðanesi. Hér er útdráttur úr frásögn hans:
Grindavík„Eftir áramótin 1933-1934 fór ég suður í atvinnuleit…“ Í Reykjavík hitti hann Guðjón Jónsson [í Höfn, faðir Péturs] frá Grindavík. Hann réði Guðmund sem vertíðarmann. Fjórar vertíðir hjá Guðjóni fylgdu í kjölfarið.
„Í Grindavík vóru allir menn ráðnir upp á kaup en ekki aflahlut. Kaupið var þrjú til fjögur hundruð krónur yfir vertíðina og frítt fæði og húsnæði. Vertíðin stóð frá 1. febrúar til 11. maí, það er að segja um 100 daga.
Við fórum suður til Grindavíkur seinni part næsta dags. Að Höfn í Grindavík komum við í myrkri um kvöldið. Byggðin var þá í þremur hverfum; Þórkötlustaða-, Járngerðarstaða- og Staðarhverfi og í raun var hvert hverfi sjálfstæð verstöð. Guðjón átti heima í Þórkötlustaðahverfi, það er austasta hverfið, næst fjallinu Festi.
Brimasamt var í Grindavík og innsiglingin að Þórkötlustöðum um þröng sund á milli boða. Þegar sundið var tekið, var farið eftir innsiglingarvörðum, en þegar braut yfir sundið frá landi að sjá, var „flaggað frá“. Því starfi gegndi fullorðinn maður og fyrrum sjósóknari sem allir báru traust til. Þegar innfyrir var komið var landtakan eftir og þurfti að hafa gát á, sérstaklega ef vont var í sjó.
Bátarnir í Nesinu

Allur fiskur var þá seilaður upp á færi og látinn útbyrðis jafnóðum, þar til báturinn var tómur. Þá var lendingin tekin og bátnum bjargað undan sjó. Því næst vóru seilurnar dregnar að landi og aflinn borinn upp úr fjörunni. Kom þá hver maður með sína seilaól. Var hún tengd við enda færisins og hæfilega mörgum fiskum rennt af færinu yfir á seilaólina og fór magnið eftir því hver bera átti. Lyftu menn síðan byrðunum hver á annars bak og lá seilaólin yfir öxlina þannig að borið var í bak og fyrir.
Seilað

Við þórkötlustaðahverfi þótti landtaka öllu betri en við Járngerðarstaðahverfi. Sagt var að aldrei hefði farist bátur á Þórkötlustaðasundi en nítján á Járngerðarstaðasundi og ætti enn einn eftir að farast þar.
Fyrsta morguninn minn í Grindavík vaknaði ég snemma og við sjávarhljóð. Nálægðin við hafið fór vel í mig.
Eftir hádegi þennan fyrsta dag minn í Grindavík fór að snjóa. Ekki hafði áður á þessum vetri fest snjó í Grindavík, þótt vestur í Dýrafirði væri búið að ganga á með hríðarbyljum. Þða var eins og snjókoman væri Grindvíkingum einhver himnasending. Menn þustu að ofan úr hverfi og tóku til við að velta snjóboltum hver um annan þveran. Mikið kapphlaup var um stærstu sléttu blettina í hrauninu.
Ískofi

Þegar ég var genginn í bardagann rann smám saman upp fyrir mér hvað um var að vera. Þarna í hrauninu vóru einir tíu kofar, næstum ósýnilegir og að töluverðu leyti niðri í hraungjótum faldir með torfsneplum sem hvíldu á bárujárni. Inn í þessa kofa báru menn snjóboltana, ýmist í fanginu eða á handbörum. Þetta stóð yfir í á þriðja klukkutíma, þá hættia ð snjóa og var snjórinn fljótur að bráðna niður í hraunið, þar sem sjórinn var skammt undir og gaf því yl. Kofarnir tíu, vóru íshús þeirra 11 skipa sem réru úr hverfinu. Tveir bátar vóru saman um einn kofann og var hann helmingi stærri en heinir. Það var kofi þeirra Einlandsfeðga. Í kofunum var beitan geymd og svo einnig lóðabalarnir eftir að búið var að beita til næstu sjóferðar.
Snógeymslan var í öðrum enda kofans en í hinum endanum fór frystingin fram. Þar hafði verið smíðaður stór kassi og svo annar minni úr blikkplötum sem var látinn standa innan í þeim stærri og í hann sett það er frysta átti. Var þá um fimm tommu rými á milli kassanna allt í kring.

Þórkötlustaðabót

Hrært var saman snjó og dálitlu af salti og bilið á milli kassanna fyllt með því. Hljóp að allt í gadd og gat þetta verið afbragðs frystigeymsla, ef þess var gætt að endurnýja frostið þegar með þurfti. Alltaf var notað úrsalt við ísgerðina.
Mér þótti eftirtektarvert hvað margir eldri Grindvíkinga töluðu með mikilli virðingu um bátana og nefndu þá jafnan skipin, svo sem Hraunsskipið, Einlandsskipið, Klapparskipið, Vesturbæjarskipið, Austurbæjarskipið, Miðbæjarskipið, Þórkötlustaðaskipið, Buðlunguskipið og svo framvegis.
Spilið

Bátur Guðjóns hét Stígandi, en Einlandsbáturinn Sæfari. Á línuvertíðinni vóru fjórir landmenn og fimm á sjónum á hvorum báti. Alls vóru því átján sjómenn á báðum bátunum. Aðeins á tveim dögum á vertíðinni mátti ekki róa. Það var á föstudaginn langa og páskadag. Oft var ekki sofið nema tvo til þrjá tíma á sólarhring þegar gæftir vóru. ég heyri oft talað um páskahrotur, fiskihlaup komið upp í landsteina og þá landburð af fiski sem stæði í nokkra daga og þá oftast rétt fyrir eða alveg um páskana. Alltaf var róið þegar gaf á sjó þrátt fyrir tregfiski en brátt leið að páskavikunni og þá kom hlaupið. Línan var dregin uns fullhlaðið var og enn var borð fyrir báru. Allir gengu í að landa aflanum og var eins og kapp færðist í hvern mann þegar aflahrotan var komin. Mikilvægt var að eiga nóg beitt í næstu lögn áður en farið var að gera að aflanum. Ekki var lagst til svefns fyrr en allur fiskur var kominn í salt.
Veðurblíðan hélst alla páskavikuna. Það var eins og sjórinn væri fullur af fiski, alveg upp í landsteina. Á annan í páskum drógu menn hins vegar dauða línu. Fiskhlaupið var gengið hjá.

Höfn

Á þriðja í páskum var enn róið en þá þóttu líkur að hann væri að breyta veðri. Birtingin var undarleg þennan dag. Meðan enn var dimmt ljómaði austurloftið og Eyjafjallajökull stóð uppljómaður í hillingum og nálægur eins og hann væri aðeins smáspöl í burtu. „Nú er hann heldur betur að ganga í landátt“, sagði innfæddur Grindvíkingur. Það varð orð að sönnu, því framundan var hálfs mánaðar landlega.
Svo kom smá hrota rétt fyrir lokin, sem Grindvíkingar kölluðu lokahrotuna.
Í lok vetrarvertíðar réði ég mig sem vormaður fyrir orð Guðjóns. Gott þótti mér að vera í Grindavík þetta vor. Ég gekk á fjallið Festi með nokkrum vinum mínum á Jónsmessunótt. Daginn eftir fór ég heim í Dýrafjörð með 600 krónur í vasanum, en það þótti nokkuð mikill peningur í þá daga þegar kreppan var í hámarki.
Og ég hélt áfram að fara suður á netavertíð næstu árin. Eitt sinn hafði brimað upp en lognbrim var og enginn bátur fór á sjó.
VörinÁ þriðja degi var ennþá brim. Þá var ákveðið að manna út annan bátinn og reyna að ná netarossunum frá bátum 
bátunum. Harðar hendur voru hafðar við að draga netin. Töluvert bætti í brimið á meðan. Þegar komið var aftur að sundinu var um það bil orðið ófært.
Sundið var tekið eftir að búið var að bíða stund fyrir utan eftir lagi. Sjórinn saup upp með skutnum eins og gos þars em báran var við það að mynda hvolf. Smástund leið, aðeins brot úr mínútu og báturinn var kominn inn á sundið áður en aldan fellur. Skipstjórinn glottir við tönn. Sjá var sem skaflinn sæti á herðum hans á leiðinni inn sundið. Í fjörunni voru ótal hendur tilbúnar með spilstrengi til þess að hífa skipið upp. Það var allþungt þar sem mikið af farminum var í því og tíma tók að tæma það af sjó.
Litlu áður en ég fór til róðra í Grindavík, var uppsátrið flutt fram í nesið og byggð þar bryggja, eða réttara sagt byrjun á bryggju, því hún stóð á þurru um stærstu fjörur. Áður hafði lendingin verið heima í hverfinu í Buðlungavör sem er klettaskora þar sem klappir liggja að. Þar er aðdjúpt og stuttur setningur. Allur fiskur var þar seilaður út og borinn á bakinu upp klappirnar.
Austasta jörðin í Grindavík heitir Hraun. Þar bjuggu bræður tveir, Gísli og Magnús Hafliðasynir. Þeir gerðu út bát er ávallt var nefndur Hraunsskipið.
ÞórkötlustaðagataLöng sjávargata er frá Hrauni og fram í Nes. Gísli var töluvert farinn að reskjast en Magnús til muna yngri og formaðurinn á bátnum. Mjög vóru þeir bræður samrýmdir og á göngunni milli skips og bæjar gekk Magnús ávallt á undan en Gísli fast á hæla hans.  Alltaf vóru þeir bræður í hrókasamræðum en aldrei sammála. Fræg er sagan um riflildi þeirra um sporðinn og þunnildið.
Hraunsskipið var minnsti báturinn í Grindavík en Magnús sullaðist alltaf á sjó, ekki síður en aðrir ef fært var. Stundum sullaðist sjórinn upp úr stígvélum Magnúsar eftir að hafa haldiðs kipinu frá landi, jafnvel í tólf til fimmtáns tiga frosi. Ég spurði Magnús einu sinni hvort honum væri ekki kalt á fótunum þegar hann færi stígvélafullur á sjóinn. „Nei“, sagði Magnús, „það er bara um að gera að hafa alltaf ferskan sjó í stígvélunum.“

Heimild:
-Guðmundur Bjarnason, Frjása glaða líf, Reykjavík 1993, bls. 88 – 102.

Veðrabrigði

Lambafellshraun

Gengið var um svonefnt Kristnitökuhraun norðan Þrengsla, að Nyrðri- og Syðri Eldborg og síðan niður með suðausturjaðri hraunsins sunnan Lambafells, áfram niður Lambafellshraun um Lambhól, yfir að Stórahvammi undir Stórameitli, suður með vestanverðum Litlameitli, framhjá Hrafnakletti og Votabergi og beygt til norðausturs milli Litlameitils og Innbruna, upp að Eldborg undir Meitlum.

Kristnitökuhraun

Árið 2000 voru 1000 ár frá því að Kristnitökuhraunið rann. Um er að ræða mikið mosahraun með löngum og fallegum hrauntröðum. Á þessum tímamótum, með fæturnar á áþreifanlegum ummerkjum sögunnar, voru rifjuð upp merkileg orðaskipti á Alþingi árið 1000 þegar tekist var á um hvort heiðinn siður skyldi víkja fyrir hinum kristna. Þetta hraun, sem þá rann undir Hellisheiði, kom þar við sögu.
Í bók sinni, Frumkristni og upphaf kirkju, segir Hjalti Hugason svo um stórmerki á þingtíma: “Í frásögn sinni af kristnitökunni heldur Ari fróði sig alfarið við störf manna á alþingi þetta sumar. Ýmsir þættir kristnitökusögunnar koma því ekki fyrir í þessari elstu útgáfu hennar. Þar á meðal er sagnastefið um eldsumbrot í Ölfusi.

Eldborgir

Eldborgir í Svínahrauni.

Í núverandi mynd kemur það fyrst fram í Kristni sögu frá 13. öld. Þar segir að þegar Gissur og Hjalti luku máli sínu á Lögbergi hafi svo mikill ótti gripið andstæðinga þeirra að þeir hafi ekki árætt að andmæla þeim. Sögðu kristnir menn og heiðnir því næst upp friði sín í milli. Má ætla að sú ógn, sem þannig var upp komin, hafi þó aðeins verið forsmekkur þess sem koma skyldi, en sagan heldur áfram. “Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi, og mundi hann hlaupa ábæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: “Eigi er undur í að guðin reiðist tölum slíkum.” Þá mælti Snorri goði: “Um hvað reiddust guðin þá, er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á.” Þetta atvik er eitt af þeim stórmerkjum, sem fylgdu kristnitökunni að sögn ýmissa miðaldarita.”

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

Kristnitökuhraunið á vestanverðri Hellisheiðinni rann einmitt um þetta leyti. Svínahraunsbruni norður af Þrengslum mun vera umrætt hraun. Með mælingum hefur verið staðfest að hraunið rann fyrir um 1000. Ekkert annað hraun á þessum slóðum um svipað leyti svo það er nokkuð ljóst að sendiboðinn á Alþingi hefur verið að segja frá þessum jarðeldi. Gefið er til kynna að bæ Þórodds goða á Þóroddsstöðum eða Hjalla hafi verið í hættu. Enda þótt meginhluti hraunsins dreifðist til norðausturs frá eldstöðinni náði angi hans suður í Þrengslin. Hefur þá með góðum vilja mátt segja að hann stefndi í Ölfus og á bæ goðans. Það hraun, Þurárhraun, rann hins vegar úr eldstöðinni ofan við Hveradalabrekkur og rann í mjóum farvegi fram með Skálafelli að austanverðu og niður af hlíðinni um skarð austan við Þóroddsstaði.

Eldborg

Eldborgir og hraunin – greinilega um tvö gostímabil með stuttu millibili að ræða.

Gosið árið 1000 varð á vestara sprungusvæðinu, sem svo er nefnt, og liggur nokkurn veginn samhliðpa Bláfjöllum að austanverðu. Þar varð stórgos fyrir 4.600 árum í Leitinni, gíg sem er alveg upp við fjallshlíðina og hefur með tímanum fyllst af framburði úr hlíðinni. Leitarhraun rann bæði suður á bóginn, líklega allt til Ölfusárósa, einnig yfir stór flæmi til norðausturs og kvísl úr því rann undan hallanum til vetsurs, nokkurn veginn nákvæmlega þar sem Suðurlandsvegurinn liggur, og allt niður í Elliðaárvog.
Sprungusvæðið austan við Bláfjöll hafði að líkindum ekki látið á sér bæra í 3.600 ár þegar upp kom jarðeldur árið 1000 í miðju hrauninu milli Bláfjalla og Lambafells. Vestan og norðvestan við Lambafell urðu til tvær eldstöðvar, Nyrðri- og Syðri-Eldborg. Sú nyrðri sést tilsýndar af veginum í Svínahrauni. Austur frá Nyrðri-Eldborg er á alllöngum kafla mikilfengleg hrauntröð.

Kristnitökuhraun

Kristnitökuhraun – kort.

Kristnitökuhraunið, eða Svínahraunsbruni, sem nú er talið víst að sé úr þessum eldstöðvum, dreifðist undan hallanum norðaustur með Lambafelli og er gífurlega úfið og illt yfirferðar á köflum, vaxið þykkum grámosa, sem tekur á sig gulan lit þegar hann vöknar.
Til suðurs rann hraunið sáralítið nema kvísl sem rann fyrir hornið á Lambafelli, út í Þrengslin, yfir eldra hraun úr Hellisheiðareldstöðinni ofan Hveradala, og hefur þá lokað alfaraleið yfir heiðina um Þrengslin. En mest dreifðist hraunrennslið yfir Leitarhraunið til norðausturs.

Það hraun, Eldborgarhraun, sem rann áleiðis að Hjalla er miklu mun eldra en kristni á Íslandi. Það átti upptök sín í Eldborg undir Meitlum, mikilfenglegum gíg, sem hlaðið hefur upp háan gígbarm að vestanverðu.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum.

Hins vegar er gígurinn opinn mót suðaustri og liggur hrauntröð frá honum fram eftir hrauninu. Reyndar eru gíganir undir Meitlunum tveir; Nyrði- og Syðri-Eldborg. Ofan af gígbarmi Eldborgar sést vel yfir þetta hraun og allt til Þorkálshafnar, en til norðausturs yfir eystra sprungusvæðið þar sem áðurnefnd eldstöð ofan Hveradala.
Öskulag, sem kennt er við landnám, úr gosi er átti sér stað liðlega einni öld fyrir kristnitöku, er bæði ofan á Þurárhrauni og Eldborgarhrauni, Þess vegan vita menn að hvorugt þeirra er Kristnitökuhraunið.
Kristian Kålund (1872-’74), Þorvaldur Thorodssen (1882), Guðmundur Kjartansson (1943), Trausti Einarsson (1951) og Þorleifur Einarsson (1960) töldu allir að hraunin úr Eldborgum í Hveradalabrekkum og Meitlum væru hið svonefnda Kristnitökuhraun.

Skálafell

Skálafell – kort af svæðinu.

Það virðist vera fyrst um og eftir 1977 að jarðfræðingar átta sig á því að hvorugt hraunanna,sem flæddu fram af heiðarbrúninni niður í Ölfus séu Kristinitökuhraunið frá árinu 1000. Jón Jónsson, jarðfræðingur, birti grein í Náttúrfræðingnum 1977 og þar kemur fram að greining á aldri yngsta hraunsins á Hellisheiði reyndist vera um 1850 geislakolsár. Með öðrum orðum; hraunin, sem runnu niður í Ölfus, og talin voru þau sem ógnuðu bæ goðsins á nefndum tímamótum, voru búin að vera hluti af landslaginu þar í mörg ár áður en land byggðist.
Jón Jónsson skrifaði grein í Náttúrfræðinginn 1979 og er frásögn hennar “Kristnitökuhraunið”. Þar segir Jón frá því að landnáms-öskulagið hafi fundist í jarðvegi undir Svínahraunsbruna. Þar með sé ekkert því til fyrirstöðu, að fundið sé það hraun sem getið er um í Kristni sögu og hin fyrsta gosheimild í sögu þjóðarinnar sé því í meginatriðum rétt.
Kenning Jóns fékk mikilvægan stuðning í grein Krýsuvíkurelda eftri Sigmund Einarsson, jarðfræðing, árið 1991. Í þeirri grein, sem birtist í tímaritinu Jökli, eru færð rök fyrir því að Eldborgir í Svínahraunsbruna séu hluti af eldstöðvakerfi Breinnisteinsfjalla og að þar hafi staðið yfir goshrina á síðari hluta 10. aldar.
Fróðleiksferð. Fábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mínútur.

Heimild m.a.:
-Lesbók MBL – 1. júlí 2000 – Gísli Sigurðsson.

Svínahraun

Hraunskúltúr í Svínahrauni.

Auðnaborg

Hér verður fjallað um hverfin í „Vatnsleysustrandarhreppi„.  Sögulegt efnið er fengið úr skýrslu Óbyggðanefndar frá árinu 2004 eftir úrskurð nefndarinnar um eignarhald á jörðum í hreppnum. Taka þarf það með fyrirvara.

Brunnastaðahverfi

Efri-Brunnastaðir

Brunnastaðir.

Í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1395 kemur fram að klaustrið á jörð sem kallast Brunnastaðir.
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 voru Brunnastaðir í eigu Viðeyjarklausturs.
Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703 fylgdu Brunnastöðum hjáleigurnar Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð, Skjaldarkot, Traðarkot (Fjósahjáleiga), Vesturhús (Stephanarkot), Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Fimm síðustu hjáleigurnar voru í eyði þegar Árni og Páll sömdu skýrslu sína. Í greinargerð þeirra stendur eftirfarandi: „Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, eru þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenningum. … Lýngrif og hríssrif lítið lángt til að sækja hefur jörðin, og þó ekki fyrir utan stóran ágreining við Vogamenn“.

Brunnastaðahverfi
Árið 1755 létu opinberir aðilar meta jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi. Í skýrslu þeirri sem var unnin um Brunnastaði stóð meðal annars.: „… Jorden fölger Selstade til Malke Qvæget, som Aarligen kand forbruges, mens underrettes at dend er Bleven meget slet, udeen Vand og neppelig Værd med Umage at forbruges. Anden Græsgang eller Fædrift fölger Jorden noget liden, Nemlig i mellem Brynnestad og Woge hvor Torvskiæren haver været hidintil forbrugt,“ …. (Með Brunnastöðum eru þá taldar hjáleigurnar Brunnastaðakot, Naustakot, Skjaldakot, Austurkot, Tangabúð og Halakot og 2 – 3 hjáleigur í eyði).
Þann 17. maí 1786 hvarf jörðin Brunnastaðir úr eigu konungs.

Efri-Brunnastaðir

Í kaflanum um Brunnastaði í jarðamati 1804 kemur fram að fylgja hjáleigurnar Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot og Skjaldarkot.
Í kaflanum um Brunnastaði og hjáleigurnar: Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldarkot og Traðarkot í Jarðamati 1849 – 1850 kemur fram að landrými jarðarinnar sé talsvert.
Landamerkjabréf Brunnastaðahverfis gagnvart Hlöðunesi og Vogum var undirritað 22. maí 1890. Bréfið var þinglesið 16. júní 1890: Landamerki milli Hlöðunes og Brunnastaðahverfisins eru úr Markakletti sem stendur ofarlega í fjöru fyrir innan Skjaldakot, uppá uppmjóa þúfu sem stendur á klöpp að innanverðu við túngarðinn í Skjaldakoti, þaðan beina línu í aðra þúfu líka hinni í laginu sem stendur nokkru ofar, þaðan beina línu norðanhallt við Brunnastaðasel og svo þaðan beina línu til fjalls, svo langt sem Vatnsleysustrandarhrepps er talið. Landamerki milli Brunnastaðahverfisins, Norður- og Suðurvoganna eru: Úr dýpsta ós sem til sjáfar fellur í djúpavogi, uppí vörðu sem stendur fyrir sunnan presthóla, þaðan beina línu í vörðu sem stendur á Hrafnagjá og kölluð er leifur Þórður, þaðan í markhól og þaðan beina línu uppí fjall, svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið. Undir landamerkjabréfið skrifa Teitur Þórðarson og Björn Einarsson fyrir Hlöðuneshverfi og Klemens Egilsson og Guðm. J. Waage fyrir Norður og Suður–Voga.

Brunnastaðir

Brunnastaðir.

Í köflum þeim sem fjalla um Brunnastaðahverfið124 í fasteignamati 1916–1918 stendur að tún og garðar séu úrskift, en að heiðarland og hagbeit séu í sameign Brunnastaðahverfisjarðanna.
Annað landamerkjabréf er samið fyrir Brunnastaðahverfi árið 1921. Það er undirritað 20. desember það ár og fært í landamerkjabók 7. mars 1922. Þetta landamerkjabréf er aðeins um landið næst bæjunum en ekki heiðarlandið sem er í óskiptri sameign. Í því kemur fram að: „enginn ágreiningur á milli jarða, hvorki með tún- nje fjörumörk. En landamerkji milli „hverfa” vísast til sýslubókanna frá 16. júní 1890; þá gjörð landamerkji milli Voga, Brunnastaða- og Hlöðuneshverfis, eftir samkomulagi þáverandi hlutaðeigenda“.

Neðri-Brunnastaðir

Neðri-Brunnastaðir 1928.

Landamerkjabréfið er vottað af: Ágústi Guðmundssyni, Halakoti, Símoni Símonarsyni, Skólanum, Gísla Eiríkssyni, Naustakoti, Helga Jónssyni og Guðjóni Péturssyni, Brunnastöðum Gunnari Gíslasyni, Skjaldarkoti, Kristjáni Hannessyni, Grund, Þórdísi Guðmundsdóttur, Traðarkoti og Bjargmundi Hannessyni, Suðurkoti.
Í fasteignamati 1932 er að finna lýsingar ábúenda eftirfarandi jarða í Brunnastaðahverfi: Skjaldarkot, Traðarkot, Austurkot, Neðri–Brunnastaðir, Efri–Brunnastaðir, Suðurkot I og II, Naustakot og Halakot.

Skjaldarkot

Skjaldarkot.

Í kaflanum um Skjaldarkot segir að landamerkjalýsing sé til og enginn ágreiningur sé um hana.
Samkvæmt skýrslunni um Traðarkot hefur jörðin ekki afréttarland. Hvað landamerki varðar er vísað til þeirrar landamerkjalýsingar sem hefur verið gerð fyrir hverfið í heild sinni.

Brunnastaðir

Brunnastaðir – loftmynd 1954.

Í kaflanum um Austurkot kemur fram að beitiland jarðarinnar sé í meðallagi víðlent. Jörðin á sameiginleg landamerki [með öðrum jörðum Brunnastaðahverfisins] og eru þau ágreiningslaus.
Samkvæmt jarðalýsingu Neðri – Brunnastaða er enginn ágreiningur er um landamerki jarðarinnar.
Efri – Brunnastaðir hafa í meðallagi víðlent beitiland. Enginn ágreiningur er um landamerki jarðarinnar.

Suðurkot

Suðurkot.

Í skýrslunni um Suðurkot kemur fram að jörðin eigi rétt til upprekstar á landi sem sé í eigu jarðanna í Brunnastaðahverfinu. Enginn ágreiningur er um landamerkin.
Að sögn ábúanda á Suðurkoti II er enginn ágreiningur um landamerki jarðarinnar.
Á meðal þess sem kemur fram í kaflanum um Naustakot er að heiðarland sé í sameign við aðrar jarðir í hreppnum og að landamerki séu ágreiningslaus.
Í þinglýsingarvottorðum sem gefin voru út í júní 2004 kemur fram að í Brunnastaðahverfinu séu: Skjaldarkot, Traðarkot, Austurkot, Neðri-Brunnastaðir, Efri-Brunnastaðir, Suðurkot, Naustakot og Halakot.

Hlöðuneshverfi

Hlöðuneshverfi
Þann 9. september 1447 seldi Viðeyjarklaustur fjórar jarðir. Kaupandinn greiddi fyrir þær með fjórum jörðum er voru í hans eigu. Ein þeirra jarða sem klaustrið eignaðist í þessum viðskiptum var Hlöðunes.
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 var Hlöðunes í eigu Viðeyjarklausturs.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703 segir eftirfarandi um Hlöðunesi: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hlöðunesskinn, og eru þar hagar bjarglegir en vatnsból í lakasta máta, so orðið hefur fyrir vatnsskort að flytja heim úr selinu“.
Hlöðunesi fylgdi hjáleigan Hlöðuneskot.

Hlöðunes

Hlöðunes 1939.

Árið 1755 fór fram mat á jörðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Í greinargerðinni sem var skrifuð um jörðina Hlöðunes stóð m.a.: „Selstade op til Fields fölger með Jorden som Aarligen kand Forbruges, Mens Fæedrivt og Græsgang for Heste og Studer meget lidt, undtagen hvis som kand erholdes udi Bermelte Selstade, og ude een Moe Sydvest fra Tunet“ …
J. Johnsen minnist á það í bók sinni, Jarðatal á Íslandi, að konungsjörðin Hlöðunes hafi verið seld þann 19. apríl 1837.
Eigandi hálfs austurhluta Hlöðuness seldi eign sína þann 17. júní 1839.
Samkvæmt afsalsbréfinu þá var hér um að ræða bæ, útmælt tún og túngarð. Í skjalinu kemur einnig fram að eignir og ítök til lands og vatns, sem eru tún og úthagar til fjalls og fjöru, og veiða- og rekahlunnindi hafi fylgt með í sölunni.

Hlöðunes

Hlöðunes – túnakort 1919.

Í Jarðamati 1849 – 1850 stendur eftirfarandi um jörðina Hlöðunes og býlin Hlöðuneskot og Vesturkot: „Sumar- og vetrarbeit allgóð í óskiptu landi utangarða“.
Þann 25. nóvember 1869 seldi eigandi Hlöðuneskots bóndanum á Minni–Vatnsleysu jörðina. Í afsalsbréfinu kemur fram að jörðin er seld með: „öllum þeim húsum og byggingum, eignum og ítökum, til sjós og lands, er … fylgt hefur og fylgja ber til ystu ummerkja, að afsöluðum öllum óðals og innlausnarrjétti frá minni og erfingja minna hálfu“ … .

Hlöðunes

Hlöðunes.

Landamerkjabréf Hlöðunesshverfis gagnvart Brunnastöðum og Ásláksstöðum var undirritað 22. maí 1890. Bréfið var þinglesið 16. júní 1890: „Milli Hlöðunes og Brunnastaðahverfa: frá svokölluðum markakletti, sem stendur ofarlega í fjöru skammt fyrir innan Skjaldakot beina línu uppí uppmjóa þúfu er stendur á klöpp innan vert við túngarðinn í Skjaldakoti, þaðan beina línu í aðra þúfu líka hinni síðastnefndu í laginu, sem er nokkrum föðmum ofar og þaðan beina línu norðanvert við Brunnastaðasel til fjalls svo langt, sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær. Milli Hlöðunes og Ásláksstaðahverfis frá ós þeim sem lengst skerst uppí land innúr svokölluðu Álfasundi, þaðan beina línu í svokallaðan Álfhól, þaðan beina línu í hól sem stendur fyrir sunnan Arnarbæli, þaðan beina línu sunnan til við Ásláksstaðaholt uppí Hrafnshóla og þaðan beina línu sunnan til við gamla Hlöðunes<s>el til fjalls svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær“. Þetta landamerkjabréf var samþykkt af eigendum og ábúendum Brunnastaðahverfis og Ásláksstaðahverfis.

Hlöðunessel

Hlöðunessel.

Í þeim hluta fasteignamats Gullbringu- og Kjósarsýslu 1916 – 1918 sem fjallar um jörðina Hlöðuness er að finna landamerkjalýsingu fyrir hverfið. Hún er samhljóða þeim hluta landamerkjabréfsins frá 22. maí 1890 sem fjallar um landamerki milli Hlöðuness og Brunnastaðahverfa. Í köflunum um Hlöðunes og býlin Halldórsstaði og Narfakot í sama riti kemur fram að tún og matjurtagarðar séu úrskift en heiðarland og hagbeit í félagi.

Narfakot

Narfakot – Altlagerðistangaviti fjær.

Í upphafi þriðja áratugar síðustu aldar var samið annað landamerkjabréf fyrir Hlöðuneshverfi sem nær til túna og fjöru. Það var undirritað 27. desember 1921 og innritað í landamerkjabók 12. janúar 1922. Þar kemur m.a. fram að: Landamerkjalýsing þessi innibindur Hlöðuneshverfi í Vatnsleysustrandarhreppi; Hlöðunes, Halldórsstaði, Narfakot og Miðhús, sem takmarkast af Brunnastaðahverfi að sunnan og Ásláksstaðahverfi að norðan (innan) samkvæmt landamerkjalýsing útgefin og þinglesinni 1890 og athugasemdarlaust undirskrifaðri af öllum hlutaðeigendum, bæði hvað fjöru og heiðarmörk snertir en áðurnefnd merkjalýsing, tekur ekki neitt til um túnmörk innan hverfis, en þau eru sem hjer segir: …Eigendur Halldórsstaða og Miðhúsa auk eiganda Hlöðuness og umboðsmanns eiganda Narfakots skrifuðu undir landamerkjabréfið.
Í Fasteignamati 1932 er að finna lýsingar á jörðum í Hlöðunesshverfi: Halldórsstöðum, Narfakoti og Hlöðunesi. Í skýrslunni um Halldórsstaði segir að heiðarland sé óskipt og að landamerki jarðarinnar séu ágreiningslaus og þinglesin.

Ásláksstaðahverfi

Ásláksstaðahverfi
Þann 9. september 1447 seldi Viðeyjarklaustur fjórar jarðir. Kaupandinn greiddi fyrir þær með fjórum jörðum er voru í hans eigu. Ein þeirra jarða sem klaustrið eignaðist í þessum viðskiptum var Ásláksstaðir.
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 voru Stóru– og Minni–Ásláksstaðir í eigu Viðeyjarklausturs.
Ásláksstaðahverfið var metið árið 1703. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur fram að Stóru Ásláksstaðir eigi hjáleiguna Atlagerði. Þar stendur einnig eftirfarandi: „Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knararness sel, og eru þar hagar í lakasta máta en vatnsbrestur til stórmeina. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin i almenningum frí“.
Í greinargerð sem var unnin um jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi árið 1755 eru kaflar um bæði Stóru– og Minni–Ásláksstaði. Um Stóru – Ásláksstaði segir m.a.: „… Selstade Fölger Jorden som Aarlig kand forbruges, mens Græsgang og Fædrift til liden nytte, uden hvis som er at faae paa bemelte Selstade“ …

Knarrarnessel

Ásláksstaðasel í Knarrarnesseli. Uppdáttur ÓSÁ.

Í kaflanum um Minni–Ásláksstaði stendur m.a.: „… Selstade til Malke Qvæg fölger Jorden som Aarligen forbruges, Mens Græsgang eller Fædrivt icke meget andet end som paa Berörte Selstade og hvad der kand være i fælles. Fædrivten med Store Axlestade efter foranförte,“ …
Jörðin Ásláksstaðir hvarf úr eigu konungs þann 7. ágúst 1813.
Eitt af því sem sagt er um Innri – Ásláksstaði í Jarðamati 1849-1850 er: „Sumar og vetrarbeit lítil í óskiptu landi“.
Í Fasteignamati árins 1849 segir um Ytri – Ásláksstaði: „Utangarða óskipt lóð“.
Í þeim köflum í fasteignamati 1916 – 1918 sem fjalla um jarðirnar í Ásláksstaðahverfinu, Ytri – og Innri Ásláksstaði og Sjónarhól, kemur fram að tún og matjurtagarðar þeirra séu úrskipt en að heiðarland og hagbeit séu í sameign jarðanna þriggja.

Móakot

Móakot og Móakotsbrunnur.

Landamerkjabréf Ásláksstaðahverfis var undirritað 31. desember 1921. Bréfið var fært í landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu þann 7. mars 1922: Landamerkjalýsing þessi, innibindur Ásláksstaðahverfi en það eru þessar jarðir og býli: Sjónarhóll, Innri – Ásláksstaðir, Hallandi (Nýjibær), Ytri-Ásláksstaðir og Móakot. Ásláksstaðahverfi, tilheyrir land alt, girt og ógirt á milli Hlöðunes-hverfis, að sunnan og Knarraness að innan, svo langt til heiðar eða fjalls, sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær. Að sunnan, milli Hlöðuneshverfis annarsvegar og Ásláksstaðahverfis hinsvegar (að innan) eru þessi landamerki: Álfasund frá ós þeim sem lengst skerst uppí land, úr Álfasundi og ræður framhald á þeim ós einnig mörkum á milli hverfanna, alla leið til sjáfar fram um fjöru; í Álfshól beina stefnu í Hól, sem stendur fyrir sunnan Arnarbæli sunnan til við Ásláksstaðaholt í Hrafnshóla sunnan til við gamla Hlöðunes<sel> til fjalls. Að innan, milli (Sjónarhóls) Ásláksstaðahverfis að sunnan og Knarrarness að innan, eru þessi landa- og fjörumerki: úr ós upp eftir fjöru í klöpp er liggur í svonefndum girðingum hjer um bil til miðsvæðis ofan til við flæðarmál, þaðan sunnantil við svo nefnda Digruvörðu fyrir sunnan Hellur (bæinn) beint í Knarranessholt þaðan í Eldborgargreni, þaðan beint í Krýsuvíkurland. Hversu sunnanhöll við markalínuna að Digruvarða og Knarrarnesholt eru sjest þegar bein lína er dregin frá Klöppinni í Eldborgargren. Austast í Ásláksstaðahverfi að Knarranesmörkum innan girðingar og fjöru liggur:

Ásláksstaðir

Sjónarhóll. Ásláksstaðir og Móakot fjær.

1. Sjónarhóll: Tún hans takmarkast af heiðargarði, alla leið frá túni Ytri-Ásláksstaða og austur að garði þeim er liggur í norður, fyrir austurkanti Sjónarhóls-túns á milli þess og girðinga þeirra, er honum tilheyra og eru þar heiðar og sjáfarmegin afgirtar með görðum og gaddavír og ná næstum, þó ekki alveg að mörkum Knarrarrnes og Ásláksstaðahverfis. Austast í girðingum þessum er nýbýlið Garðhús með þurrabúðar útmæling; matjurtagarð á býli þetta fyrir neðan eða sjáfarmegin við girðingarnar og annan fyrir ofan þær, lóð býlis þessa er eign Sjónarhóls ásamt girðingunum. Að norðan liggur tún Sjónarhóls alt að sjó; að vestan takmarkast það af grjótgarði, sem er á milli Hallanda og Sjónarhólstúns og liggur hann að austurhorni á matjurtagarði þeim, sem er eign Ytri – Ásláksstaða, eftir garðsvegg þessum meðan hann nær yfir Traðargötu á milli bæanna eftir vírgirðingu, sem kemur dálítið vestar, en í beinni línu eftir þeim mörkum sem áður er lýst og liggur með dálitlum boga, út að heiðargarði túnanna, í stóran stein merktan M. … … [Framhaldslýsingar eiga eingöngu við heimalönd innan garðs.] …Utangarðs er heyðarland alt óskift og tilheyrir eftir hundraðshlutföllum innanhverfis. Þess skal loks getið að árið 1918 var selt með samningi útgefnum og þinglesnum það ár lóðarspilda undir vitanum og í kringum hann.
Þetta landamerkjabréf er vottað af bændunum á Knarrarnessbæjunum að áður sé lesið milli hverfa.

Ásláksstaðir

Nýibær (Hallandi).

Í fasteignamati 1932 er að finna jarðalýsingar ábúenda Sjónarhóls, Ytri–Ásláksstaða, Nýjabæjar og Móakots.
Í skýrslunni um Sjónarhól kemur fram að beitiland býlisins sé frekar þröngt en skjólgott. Sjónarhóll hefur allt sitt upprekstrarland á heimalandi. Landamerki jarðarinnar eru óumdeild.
Í svörum ábúanda á Ytri–Ásláksstöðum kemur fram að landamerkin séu ekki vafalaus.
Í spurningalistanum sem ábúandi á Nýjabæ fyllti út kemur fram að beitiland Nýjabæjar sé víðlent og að landamerkjalýsing sé til.
Að sögn ábúanda í Móakoti eru landamerki ágreiningslaus.
Í þinglýsingarvottorði frá 26. maí 2004 kemur fram að Sjónarhóll sé í eigu nokkurra aðila..
Þann 14. júní 2004 var gefið út þinglýsingarvottorð fyrir jörðina Ásláksstaði.

Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

Þann 9. september 1447 seldi Viðeyjarklaustur fjórar jarðir. Kaupandinn greiddi fyrir þær með fjórum jörðum er voru í hans eigu. Ein þeirra jarða sem klaustrið eignaðist í þessum viðskiptum var Knarrarnes.
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 var Stóra– og Minna–Knarrarnes í eigu Viðeyjarklausturs.
Lagt var mat á Knarrarnesjarðirnar árið 1703. Í Jarðabók Árna og Páls stendur eftirfarandi um Litla – Knarrarnes: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Knararness sel, og eru þar hagar í lakasta máta, en vatnsból brestur til stórmeina. … Skóg til kolgjörðar á jörðin frí í almenningum“.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – vatnsstæði. Selstaðan ofar.

Í kaflanum um Stóra–Knarrarnes kemur eftirfarandi fram: „Selstaða þar sem heitir Knararness sel; eru hagar litlir mjög, en vatnsskortur til stórmeina, so að selstöðuna hafa menn næsta því forlátið, og kaupir bóndinn nokkrum sinnum selstöðu í fjarlægð. Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenningum“.
Eftirfarandi texta er að finna í mati sem unnið var um býlið Stóra–Knarrarnes árið 1755: „Selstade Fölger som Aarlig forbruges, Mens Græsgang og Fædrift til liden nytte undtagen Bemeldte Selstade, Hvor udjnden der er störste mangel paa Huusse og Höe Torv Skiæren uden giærde“…
Í ritinu Jarðatal á Íslandi, eftir J. Johnsen, kemur fram að konungsjörðin Stærra–Knarrarnes hafi verið seld þann 19. apríl 1837.
Þann 13. júní 1838 hvarf jörðin Minna – Knarrarnes úr eigu konungs.
Í umfjölluninni um Stóra – Knarrarnes í Jarðamati 1849 – 1850 kemur m.a. fram að: „Hagbeit sumar og vetur rír í óskiptu landi utangarða“. …

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes.

Í kafla þeim sem helgaður er Litla–Knarrarnesi í Jarðamati 1849 – 1850 stendur m.a. að: „… Sumar og vetrarbeit lítil í óskiptu landi utangarða“. … Landamerkjabréf Knarrarness var undirritað 11. júní 1886 og þinglesið fjórum dögum síðar:
Landamerkjalýsing þessi innibindur jarðirnar Stóra-Knararnes og Minna-Knararnes og eru mörkin þessi:
1. Að austanverðu milli Stóra – Knararness að vestan og Breiðagerðis að austan: Frá Selskeri sem er lítið sker milli skerjanna Söðuls og Þríhyrnings, upp eptir maðkasandinum, í Duggusker, þannig, að tveir þriðjungar þess eru eign Stóra – Knararness; þaðan í neðri enda svo nefnds Merkjagarðs, er liggur fyrir austurenda Stóra–Knararnesstúns, og er garður þessi í mörkum það sem hann nær, upp að túngarði; þaðan í nyrðri (eystri) Geldingahól, þaðan um nyrðri Keilisbróður beint að landi Krýsivíkur.
Einungis frá þeim enda Merkjagarðs, er til heiðar snýr, er heiðin óskipt land, er eigendur Knarrarnesja eiga saman eptir jarðarhundraða tiltölu. En túnmörkeru:
a) milli austurparts og vesturparts Stóra–Knarrarness: Úr ós við Fjöruvatnsgranda austanverðan allt upp í Skeljavík; þaðan í tvær þúfur á Knarranesshöfða er bera skulu hvora í aðra og þá eptir garðlagi og götu milli túnanna heim að bæ og um bæinn, eptir tröðinni út að túngarðahliði.
b) Milli Stóra – Knarrarness og Minna – Knarrarness. Úr syðra parti Vörðuskers (2/3 þess er eign Stóra–Knarrarness) beint eptir fjörunum í Markaklöpp; þaðan í Krosshóla í túni, og eptir garðlagi því, er þaðan liggur suður og upp tún út að túngarði.

Eldborgargren

Eldborgargren.

2. Að vestanverðu milli Knarrarness og Ásláksstaða: Úr ós eptir fjöru í Klöpp, er liggur í svo nefndum girðingum hjer um bil miðsvæðis, ofan til við flæðarmál, þaðan sunnan til við svo nefnda Digruvörðufyrir sunnan Hellur (bæinn) beint í Knarranessholt sunnanhalt, þaðan í Eldborgargren, þaðan beint í Krýsuvíkurland. Hversu sunnanhöll við markalínuna að Digravarða og Knarrarnessholt eru, sjest, þegar bein lína er dregin frá Klöppinni í Eldborgargren. Bréfið var samþykkt af fjórum mönnum, eigendum Breiðagerðis og Innri-Ásláksstaða.
Í lok bréfsins bæta eigendur vesturparts Stóra Knarrarness og ¾ Minna Knarrarness við athugasemd: „Við Sigurður Gíslason og Stefán Jónsson erum samþykkir mörkunum að sunnan, en ekki að innan“.
Í kaflanum um Minna – Knarrarnes í Fasteignamati 1916 – 1918 koma fram upplýsingar um landamerki: „Landamerki milli Áslaksstaða og Knarrarnes eru við sjó er steinn á Klapparhorni við svonefndar girðingar í svokallaðan Markhól þaðan beina línu til heiðar í stóra hrút fyrir norðan Hagafell þaðan norður í Litla-Hrút, þaðan í innri Geldingahól, þaðan niður í merkisgarð, þaðan í svonefndan Selastein í fjöru“.
Í köflunum um Minna – Knarrarnes og hinar tvær jarðirnar í Knarrarneshverfinu, Stóra–Knarrarnes (tvær hálflendur með sama nafni) í sama riti kemur fram að tún og matjurtagarðar séu úrskift en heiðarland og hagbeit séu í félagi jarðanna þriggja.

Eldborg

Eldborg ofan Knarrarnessels.

Í maí 1920 gáfu nokkrir aðilar út yfirlýsingu um afnot á hluta lands Knarrarness: „Vjer undirritaðir eigendur og ábúendur jarðanna: Knarrarnes, Breiðagerði, Auðnar, Landakot, Þórustaðir og Kálfatjörn, allar í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu, lýsum því yfir með skjali þessu að vjer í samráði við hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps, fyrirbjóðum innbyggendum Grindavíkurhrepps, innan Gullbringusýslu, öll afnot af landi því, er, samkvæmt landamerkjalýsing fyrir Knarranesi, þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustrandar- og Grindavíkurhrepps 1887, sem eru: „Þaðan sunnan til við svonefnda digruvörðu fyrir sunnan Hellur (bæinn) beint í Knarrarnessholt sunnanhalt, þaðan í Eldborgargren, þaðan beint í Krýsuvíkurland. Hversu sunnahöll við markalínuna að Digurvarða og Knarranessholt eru, sjest, þegar bein lína er dregin frá klöppinni (í fjörunni) í Eldborgargren….”“

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

Allt það land sem fyrir innan þessa línu er, eða er milli hennar og Krýsivíkurlands, teljum vjer eign áðurnefndra jarða sbr. landamerkjalýsingar fyrir öllum áðurnefndum jörðum, þinglesnar á báðum stöðunum 1886 og 1887 og undirskrifaðar af Árna sál. Gíslasyni í Krýsuvík 1891. Undir þessa yfirlýsingu skrifa; Sæmundur Kr. Klemensson fyrir hönd skólanefndarinnar, eigendur Knarrarnesjanna, umboðsmaður alls Breiðagerðisins og viss hluta Auðnahverfis, Þórarinn Einarsson [Bergskoti], Benedikt Þorláksson [Höfða], eigandi nokkurs hluta Þórustaða og hreppsnefndaroddvitinn.

Stóra-Knarrarnes

Tóftir Stóra-Knarrarness.

Þann 31. maí 1920 var haldið manntalsþing í Grindavíkurhreppi. Á því þingi mótmælti Hafliði Magnússon, bóndi á Hrauni, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi, dagsettri 12. júní 1886, og yfirlýsingu um landamerki fyrir jarðirnar Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði og Kálfatjörn sem gefin var út í maí 1920, en þessi skjöl voru þinglesin á manntalsþinginu. Hafliði greindi einnig frá því hver hann teldi landamerki Hrauns og Þórkötlustaða þar sem þau liggja að landi Strandahrepps eiga að vera: „Lína tekin úr Sogaselsdal beint vestur í Kálffell og þaðan beina línu í þúfuna á litla Skógfelli“. Fram kom í máli Hafliða að þessum landamerkjum hefði áður verið lýst á manntalsþingi í Grindavík hinn 12. október 1889.
Í fasteignamati 1932 er að finna jarðalýsingu ábúenda á eftirfarandi jörðum í Knarrarneshverfi; Stóra–Knarrarnes I, Stóra–Knarrarnes II (Austurbær) og Minna–Knarrarnes.
Að sögn ábúanda á Stóra–Knarrarnesi er beitilandið víðlent. Hann greinir einnig frá því að jörðin eigi sameiginlegt beitiland við hálflenduna [Stóra–Knarrarnes II] og Minna–Knarrarnes. Einnig nefnir hann að landamerki séu þinglesin og enginn ágreiningur sé um þau.
Samkvæmt upplýsingum ábúanda á Stóra–Knarrarnesi II (Austurbæ) er beitiland býlisins nægilegt. Einnig nefnir hann í skýrslu sinni að jörðin eigi rétt til upprekstrar í afrétt. Landamerki jarðarinnar eru ágreiningslaus.
Í svörum ábúanda á Minna – Knarrarnesi kemur fram að beitilandið sé fremur þröngt.
Af þinglýsingarvottorðum dagsettum 15. og 21. júní 2004 má ráða að í Knarrarnestorfunni séu; Minna–Knarrarnes, Stóra–Knarrarnes I og Stóra–Knarrarnes

Breiðagerði

Breiðagerði

Breiðagerði – túnakort 1919.

Þann 9. september 1447 seldi Viðeyjarklaustur fjórar jarðir. Kaupandinn greiddi fyrir þær með fjórum jörðum er voru í hans eigu. Ein þeirra jarða sem klaustrið eignaðist í þessum viðskiptum var jörðin Breiðagerði.
Þann 13. september árið 1500 áttu sér stað eigendaskipti á jörðinni Breiðagerði. Henni fylgdu öll gögn og gæði.
Viðeyjarklaustur eignaðist jörðina aftur 30. maí 1501.
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 var Breiðagerði í eigu Viðeyjarklausturs.
Árið 1703 var jörðin Breiðagerði metin. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir Selstöðu brúkar jörðin þar sem kallað er Knararness sel, eru þar hagar mjög litlir og vatnsbrestur til stórmeina. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin frí í almenningum.

Breiðagerði

Tóft við Breiðagerði.

Í opinberri skýrslu sem gerð var um jarðir í Vatnsleysustrandarhreppi árið 1755 stendur eftirfarandi um býlið Breiðagerði: „… Selstade Fölger Jorden som aarlig forbruges, Mens Græsgang og Fædrift undtagen bemelte Selstade icke til nogen betydelig nytte, hvoraf flyder huse og Höe torves Mangel“…
Í Jarðamatinu 1849 – 1850 segir m.a. um jörðina Breiðagerði: „Hagbeit sæmileg sumar og vetur í óskiptu landi utangarða“. …
J. Johnsen minnist á það í bók sinni, Jarðatal á Íslandi, að konungsjörðin Breiðagerði hafi verið seld þann 2. maí 1827.

Breiðagerði

Breiðagerðishverfið.

Landamerkjabréf Breiðagerðis var undirritað 11. júní 1886 og þinglesið fjórum dögum síðar: Landamerkin eru þessi: Breiðagerði tilheyrir land allt með gögnum og gæðum til lands og sjáfar milli Bergskots, Höfða og Auðna að norðanverðu og Stóra–Knarrarness að sunnanverðu. Landamerkin eru þessi:
1. Milli Bergskots, Höfða og Auðna að norðanverðu og Breiðagerðis að sunnanverðu: Lendingarósinn, sem liggur út frá lendingum Bergskots og Breiðagerðis, sunnanvert við Bláklett, sem er hár klettur fyrir norðan og utan Bergskots-lendinguna. Frá flæðarmáli til heiðar liggja mörkin eptir beinni stefnu úr Blákletti, norðanvert við efri Sundvörðuna um Þúfuhól þann, er hún stendur á, skammt fyrir austan tómthúsið Hól; þaðan eptir vörðum upp heiðina, milli Auðna – Klofninga og Breiðagerðis – Skjólgarðs, spölkorn fyrir norðan nyrðri Keilisbróðir, allt að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi.

Ásláksstaðasel

Ásláksstaðasel.

2. Milli Stóra – Knaraness að sunnanverðu og Breiðagerðis að norðanverðu eru þessi landamerki: Selsker, sem er lítið sker milli skerjanna Söðuls og Þríhyrnings; þaðan upp eptir maðkasandinum í sprungu, sem er nokkru norðar en í miðju Dugguskeri, sem er stórt sker á sandinum milli Knaraness og Breiðagerðis: – Stóra–Knararnesi tilheyrir því tveir þriðjungar af Dugguskeri, en Breiðagerði einn þriðjungur. Úr þessari sprungu liggja mörkin beint í litla klöpp, sem er í flæðarmáli við neðri enda merkjagarðsins, er liggur fyrir austurenda Stóra – Knararnesstúnsins frá sjó upp að túngarði, og eptir þessum merkjagarði meðan hann nær til, en frá efri enda hans liggja mörkin í nyrðri Geldingahól; þaðan í nyrðri Keilisbróðir og eptir þeirri stefnu alla leið að landi Krýsivíkur í Grindavíkurhreppi.
Landamerkin eru samþykkt af eigendum Auðnahverfis og umráðamanni Stóra-Knarrarness.

Breiðagerði

Breiðagerði – innsiglingarvarða ofan við vörina.

Í kaflanum um Breiðagerði í fasteignamati 1916 – 1918 stendur að heiðarland og hagbeit séu í félagi við nágrannajarðir.
Í fasteignamati 1932 er að finna lýsingu ábúanda Breiðagerðis á jörðinni. Í henni kemur fram að tún eru girt af með grjótgarði og beitiland með gaddavír. Þar stendur einnig að jörðin eigi óskipt beitiland og að þar sé talsvert af grjóti sem nota megi sem byggingaefni. Landamerki Breiðagerðis eru ágreiningslaus. Jörðin fylgir Auðnum.
Vatnsleysustrandarhreppur seldi Hitaveitu Suðurnesja land ofan Vatnsleysustrandarvegar (gamla þjóðvegarins) sem tilheyrt hafði jörðinni Breiðagerði þann 1. september 2004. Landið afmarkaðist af Knarrarnesi til suðvesturs, Auðnahverfi til norðausturs, en heiðarmörk til suðausturs liggja móti landi Krýsuvíkur.

Auðnahverfi

Vatnsleysubæir
Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 voru Auðnir í eigu Viðeyjarklausturs.
Auðnir voru metnar árið 1703. Þeim fylgdu hjáleigurnar Auðnahjáleiga, Lönd, Hjáleiga og Hólmsteinshús. Í Jarðabók Árna og Páls stendur eftirfarandi: „Selstöðu á jörðin og brúkar þar sem kallað er Auðnasel, þar eru hagar nýtandi, en vatnsskortur til stórmeina margoft. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenningum“.
Í Jarðabókinni kemur fram að jörðin Landakot sé hálflenda Auðna og er selstaða ekki nefnd við þá jörð.
Árið 1755 var lagt mat á jörðina Auðna. Í þeirri úttekt kom m.a. fram að: „Jorden Fölger Selstade sem Aarlige Forbruges, mens udmark meget slet hvoraf fölger Torveskiærs Mangel at dæcke med Husse og Höe, hvis Aarssage Torvet er skaaren jnden Gierdes Tunet til Störste Bedervelse“… Í jarðamati árið 1804 kemur fram að Auðnum fylgir hjáleigan Auðnakot.
Jörðin Auðnar hvarf úr eigu konungs þann 19. apríl 1837.

Breiðagerðissel - Auðnasel

Auðnasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Í kaflanum um Auðna, með hjáleigunni Bergskoti, í Jarðamati 1849-1850 kemur m.a. eftirfarandi fram: „Nokkur hagbeit sumar og vetur í óskiptu landi utangarða“.
Landamerkjabréf Auðnahverfis var undirritað 12. júní 1886 og þinglesið þremur dögum síðar: Landamerkjalýsing þessi innibindur jarðirnar Auðna (norður- og suður-part heimajarðarinnar), Höfða og Bergskot. Eiga þessar jarðir land allt með gögnum og gæðum til lands og sjávar milli Landakots að norðanverðu og Breiðagerðis að sunnanverðu. Fjörunni er skipt í spildur með hverri jörð fyrir sig; sömuleiðis eru tún jarðanna aðgreind hvert frá öðru, ýmist með grjótgörðum eða járnþráðargirðingum, en heiðarland allt milli Landakots og Breiðagerðis tilheyrir þessum þrem jörðum sameiginlega og ber hverri jörð af því eptir hundraðatölu hennar.

Höfði

Höfði.

1. Að norðanverðu milli Auðnahverfis og Landakots eru landamerki þessi: Fyrir neðan flæðarmál: Markaós, sem er austasti ósinn, er skerst inn úr aðalós þeim, er liggur inn á milli Landakotstanga og Sílalónsskers. Fyrir ofan flæðarmál eru mörkin við suðurenda stakkstæðis, sem Landakoti tilheyrir og um krók þann, er sjávargarðar Landakots og Auðna mynda, þar sem þeir mætast; þaðan eptir járnþráðargirðingu í syðsta horn á sjávarkálgarði Landakots, þaðan um Brunnhóla eptir grjótgarði; þaðan eptir gömlu torf-garðlagi og járnþráðargirðingu um sunnanverðan Landakotshól; þaðan út að túngarði eptir gömlu grjótgarðlagi og járnþráðargirðingu; þaðan um Skálholt sunnanvert og um sunnanverða Auðna – Klofninga yfir Stórhæð; þaðan í Klofa og eptir þeirri stefnu spölkorn fyrir sunnan Keilir allt að landi Krýsivíkur í Grindavíkurhreppi.

Auðnar

Auðnar – túnakort 1919.

2. Að sunnanverðu milli Auðnahverfis og Breiðagerðis eru þessi landamerki: Lendingarósinn sem liggur út frá lendingum Bergskots og Breiðagerðis fyrir sunnan Bláklett. Frá flæðarmáli liggja mörkin eptir beinni stefnu úr Blákletti í Þúfuhól þann, sem efri Sundvarðan stendur á, skammt fyrir austan tómthúsið „Hól”. Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eptir vörðum upp heiðina milli Auðna – Klofninga og Breiðagerðis – Skjólgarðs spölkorn fyrir norðan nyrðri Keilisbróðir (Litla hrút) alla leið að landi Krísivíkur í Þetta landamerkjabréf var samþykkt af eiganda Landakots.
Í fasteignamati 1916 – 1918 er greint frá landamerkjum Auðna: Landamerki að sunnan við Auðnahverfi er norðan við Breiðagerði. Lendingarósinn sem liggur út frá lendingu Bergskots og Breiðagerðis, fyrir sunnan Bláklett. Frá flæðarmáli liggja mörkin eftir beinni stefnu úr Blákletti í Þúfuhól, þann sem efri sundvarðan stendur á, skamt fyrir austan tómthúsið Hól. Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eftir vörðum upp heiðina milli Auðnaklofninga og Breiðagerðis-skjólgarðs, spölkorn fyrir norðan nyrðri Keilisbróðir, Litla hrút alla leið að landi Krýsivíkur í Grindavíkurhreppi.

Auðnaborg

Auðnaborg.

Að norðanverðu við Auðnahverfi og milli Landakots eru mörkin þessi. Fyrir neðan flæðarmál Markaós, sem er austasti ósinn, skerst innúr aðalós þeim, er liggur á milli Landakotstanga og Sílalónsskers. Fyrir ofan flæðarmál eru mörkin við suðurenda stakkstæðis, sem Landakoti til heyrir og um Krók þann, er sjávargarður Landakots og Auðna mynda, þar sem þeir mætast. Þaðan eftir járnþráðargirðingu í syðsta horn á sjávarkálgarði Landakots; þaðan um Brunnhóla eftir grjótgarði; þaðan eftir gömlu torfgarðlagi og járnþráðargirðingu um sunnanverðan Landakotshól; þaðan út að túngarði eftir gömlu grjótgarðlagi og járnþráðargirðingu. Þaðan um Skálholt sunnanvert og um sunnanverða Auðnaklofninga yfir Stórhæð; þaðan í Klofa og eftir stefnu þeirri, spölkorn fyrir sunnan Keilir, alt að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi.

Auðnasel

Auðnasel.

Í sama riti kemur fram að býlin í Auðnahverfi, Auðnir, Bergskot og Höfði, hafa sameiginlegt heiðarland og hagbeit.
Í kaupsamningi sem gerður var 1. nóvember 2001 var hluti Bergskots og Höfða í óskiptri sameign Auðnahverfis (Auðnir ekki aðilar samnings) seldur Hitaveitu Suðurnesja. Hið óskipta land markast af merkjum Landakots að norðan, Breiðagerðis að sunnan og Krýsuvíkur að austanverðu (suðausturátt). Að vestanverðu af Reykjanesbraut.
Í þinglýsingarvottorði fyrir Auðna, dagsettu 15. júní 2004, kemur fram að úr landi Auðna hafa verið seldar eða leigðar lóðir undir loðdýrabú og sumarbústaði. Jörðin virðist að öðru leyti haldast.

Sjá meira um hverfin á Vatnsleysutrönd HÉR.

Heimild:
Úrskurður Óbyggðanefndar 2004 – Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Vífilsstaðavatn

Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur.
Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: „Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. alfaklettur-1Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist Hálshúskriki. Og þá hefur Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnsstekkur en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls er nefnt Finnsstaðir, hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru. Þarna er svo Álfaklettur, mikill steinn rétt hjá. Þegar haldið er suður með vatninu er komið í Króka, upp af þeim er mýrarkorn og þar í uppsprettur. Dýjakrókar er mýrin Krókamýri. Þar er nú Vatnsból Garðakauptúns og Garðahverfis. Upp frá Hálshúskrika liggur leiðin upp á Vífilsstaðaháls. Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu.“
Svanur Pálsson segir í örnefnalýsingu sinni: „Suðaustan Hnoðraholts og norðaustan Vífilsstaðavatns er Smalaholt. Milli þess og Hnoðraholts er Leirdalsop. Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir. Þar nálægt á að vera stór steinn, er kallast Álfaklettur. Austan við Smalaholt er Rjúpnadalur.“

alfaklettur-2

Hálshúskriki er á milli Skyggnisholts og Smalaholts, vestan Finnsstekks. Um krikann lá þjóðleiðin fyrrum. Má enn sjá ummerki eftir hana, ef vel er gáð. Í Hálshúskrika er stór steinn, reyndar eini „kletturinn“, sem þar er að finna – líklega fyrrnefndur „Álfaklettur“. Reyndar eru klettarnir tveir, annar minni. Milli þeirra eru leifar að hleðslu sem og í hálfhring á milli þeirra að norðaustanverðu. Þarna hefur verið gert skjól fyrrum og ekki er ólíklegt að ætla að þarna geti verið nefnt „Hálshús“, sem krikinn er nefndur eftir. Ekki eru kunnar skráðar sögur eða sagnir af Álfakletti, en ef einhver kynni frá þeim að segja, væri fróðlegt við þeim að bæta… 

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing.
-Svanur Pálsson, örnefnalýsing.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.

Snorri
Skýringin á yfirskriftinnni III við Snorra er sú að um er að ræða þriðju ferðina í hellinn eftir að hann fannst árið 2003.

Áður höfðu nokkrar ferðir verið farnar um hraunssvæðið við leit að hellinum (jarðfallinu) uns hann fannst loks í einni þeirra. Nú hefur hellirinn verið kortlagður með „nýmóðins“ mælitækjum útlendinga. Það, að það þurfi tækjabúnað útlendinga til að mæla helli hér á landi, ætti að segja nokkuð til um stuðning hlutaðeigandi aðila við slíkar mælingar sem og rannsóknir á „hellaríkasta“ svæði veraldar. Með líkindareikningum má áætla að einungis 1/10 hluti hella hér á landi sé mönnum kunnir. Hérlend stjórnvöld hafa hins vegar verið afar værukær við að styðja leit að hellum – eins merkileg og eftirtektarverð jarðfræðifyrirbrigði og þau annars eru. T.a.m. fannst nýlega einn stærsti hraunhellir landsins, einungis fyrir þrautseigju og viljafestu nokkurra manna, og það í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. En hvers vegna og til hvers ætti að upplýsa aðra um návist hans?
Lagt var upp frá Sýslusteini á suðurmörkum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.: „Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…“

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Sýslusteinar eru víðar á landinu, s.s. á sýslumörkum við Núpshlíðarveg, sýslumörkum við Þvottárveg í Krossanesi og sýslumörk við Gígju. Í sögunni um Herdísi og Krýsu og landamerkjadeilur þeirra segir um lokin að „svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.“
Um landamerki Kópavogs segir m.a. að „svo upp eftir farvegi Lyklafellsárinnar að sýslumörkum Árnessýslu, en sýslumörk fara þarna eftir beinni línu úr Sýsluþúfu á Mosfellsheiði í Sýslustein. Sýslusteinn er nú talinn vera steinn, ekki mjög stór, á holtinu skammt sunnan Lyklafellsár um 30 m frá árbakkanum á móts við ármót Engjadalskvíslar og kvíslar sem kemur norðaustan af Mosfellsheiði um 1,5 km suðaustan Lyklafells. (Sbr. samning og landamerkjabréf dags. hinn 23. janúar 1991.)“.
Smalinn Snorri á Vogsósum benti FERLIR á að stórt jarðfall væri í hrauninu ofan við Geitahlíð. Hann hafði séð það eitt sinn er hann hafði gengið frá Vörðufelli í gegnum mosahraun, komið að grasbrekkum neðan við Melhóla og haldið áfram til suðvesturs að geilinni á Geitahlíð ofan við Sláttudal. Austan Geitahlíðar eru allnokkrir eldgígar og eldborgir. Vestara hraunið hefur runnið til vesturs og niður í Kálfadali, en eystra hraunið hefur runnið til austurs og niður með austanverðri Geitahlíð vestan Sláttudals. Um er að ræða mikil hraun. Smalinn hafði á leið sinni gengið fram á jarðfallið, sem birtist fyrirvaralaust framundan í hrauninu. Yfir jarðfallið átti að vera falleg steinbrú.
Þegar FERLIR kom loks að jarðfallinu hafði steinboginn fallið niður í það, en hann hefur að öllum líkindum verið nokkuð stór. Gríðarlegt gat er inn í jarðfallið til vesturs. Þar hefur runnið mikið hraunmagn. Veggir eru sléttir og virtist rásin vera nær hringlaga. Fallið hefur úr loftinu, svo mikið að lokast hefur fyrir rásina rétt fyrir innan opið. Á milli steina fremst í rásinni sást þó niður í dimman “kjallara”. Með nokkrum tilfæringum var hægt að forfæra grjót og var þá hægt að láta sig síga niður um gat. Um mannhæðar hátt er niður á fast, en þar í frá lækkar hvelfingin, sem þar er undir, inn til miðjunnar. Hún er mikil um sig og er undir stóru hraunrásinni. Inni í enda hennar er lítið gat í um tíu metra hæð. Stiga þarf til að komast upp í hana. Út um gatið hefur seitlað þunnfljótandi hraun og myndar það fallegan storknaðan foss svo til beint niður úr gatinu.
Eystri rásin í jarðfallinu liggur fyrst til suðurs og beygir síðan til austurs. Mikið hrun er í henni. Var rásinni fylgt í um 20 metra, en þá lokaðist hún nær alveg í hruni. Loftið virtist ótryggt.
Í apríl 2004 hélt hópur FERLIRs og HRFÍ félaga í Snorra. Tilgangur ferðarinnar var að skoða djásnið og kortleggja, en helgina áður hafði Björn Hróarsson orðið fyrstur til að skoða hellinn. Hann fór þangað með aðstoð hálfstiga og klifraði upp í rásina. Samkvæmt kortlagningu er mjög líklegt að yfirborðsrásin hafi á einhverjum tímapunkti tengst meginrás hellisins (Hellirinn er nokkuð heillegur og aðeins eru nokkur meiriháttar hrun. Hellirinn lokast með hruni, og var reynt án árangurs að komast fram hjá því. Heildarlengd hellisins gæti verið um 300 metrar en rásin innan við hraunfossinn er um 200 metra löng og meðalþvermál hennar um fjórir metrar.

Snorri

Í Snorra.

Þegar Snorri hafði verið skoðaður fyrsta sinni af fagfólki varð fulltrúa HERFÍs að orði; „MEGAflott“. Síðan hefur ekki dregið úr flottheitunum, nema síður sé.
Nú var stefnan enn og aftur tekin á Snorra. Rúmlega tólf metra langur stigi, að jafnaði nýttur í Grindavík, var með í för, sá hinn sami og kom við sögu er Snorri var sigraður fyrsta sinni. Án hans urðu kynnin við þargreinda undirheima ekki endurnýjuð. Þoka var í fjöllunum og mosahraunið alls ekki auðratað.
Þegar komið var að Snorra þessu sinni blasti við geysistórt jarðfallið, sem fyrr segir. Niður í því eru mjög stórar rásir. Efri rásin er hrunin skammt eftir að inn er komið. Neðri rásin er stórgrýtt, beygir og þrengist eftir u.þ.b. 15 metra, uns hún lokast alveg. Loftið þar er mjög laust í sér.
Í jarðfallinu var allnokkur snjór, en enginn þar sem opið er niður í kjallarann.
Undir efri rásinni í Snorra er stór skálalaga kjallari, u.þ.b. 10 metra hár. Hann fannst eftir að aðframkomnir FERLIRsfélagar, sem fundið höfðu jarðfallið, neituðu að gefast upp við svo búið. Eftir að hafa fært til steina í jarðfallinu með miklu erfiði var hægt er að komast niður í kjallarann. Efst á vegg í kjallaranum er op, ca. tveir metrar að ummáli í hátt í tíu metra hæð. Út um opið virðist koma storknaður þunnfljótandi hraunfoss, en annars eru veggir kjallarans alþaktir glerkenndum smáhraungúlpum.
Enn og aftur var stiginn dreginn niður í kjallarann og reistur við vegginn. Þegar upp í gatið er komið sést hraunfossinn. Haldið var upp eftir rásinni, sem liggur að mestu upp á við. Mestu þrengslin eru fremst, en eftir það er leiðin allgreiðfær. Við tekur stór og mikil rás. Að þessu sinni náði þokan inn í rásina. Nokkur hrun eru á gólfi, sem fyrr segir, en víðast hvar er botninn sléttur. Dropsteinar er með veggjum og sumir allt að 30 cm háir. Hraunshrá liggja niður úr loftinu, sum nokkuð löng. Á einum stað má sjá „gullsalla“ í loftsprungu.
Líklegt má telja að þakið sé ekki mjög þykkt eftir að upp í meginrásina er komið. Nokkuð draup úr því eftir rigningu næturinnar.
Aðkoman að Snorra, erfiðleikarnir við að komast upp í rásina og ferðalagið í gegnum hana er eftirmynnilegt. Þar eiga dropsteinar og hraunstrá ekki síst hluta að máli.
Með í þessari för var Snorri Þórarinsson, bóndi á Vogsósum, sá er hafði sagt FERLIRsfélögum frá jarðfallinu á sínum tíma. Ekki var annað að sjá en Snorri væri bara stoltur af nafna sínum.

Snorri

Unnið að inngöngu í Snorra.

Húshólmi

Ætlunin var að finna og skoða Mælifellsgrenin og Arnarsetursgrenin í Ögmundarhrauni.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var suður með austurkanti Ögmundarhrauns uns komið var að grónu gerði utan í hraunkantinum. Uppi á hraunbrúninni skammt sunnar er há varða. Frá henni liggur stígur vestur í mosahraunið, að stórri vörðu, sem þar er. Þegar komið var að þeirri vörðu var aðara að sjá skammt vestar. Við hana eru Mælifellsgrenin, þrjú að tölu. Við eitt þeirra er hlaðið u.þ.b. metershár veggur fyrir lítinn skúta. Þar er greinilegt bæli refskyttu. Einnig mátti sjá aðrar hleðslur við grenin. Til suðvesturs liggur óljós stígur niður í hraunið. Eftir u.þ.b. kílómeter var komið að Arnarsetursgrenjunum. Við þau eru einnig hleðslur, en minni. Frá þessu greni mátti sjá Brúnavörðurnar í suðvestri, en handan þeirra eru Miðrekagrenin. Ekki var farið í þau að þessu sinni.
Annars er Ögmundarhraun ágætt dæmi um nútímahraun.

Mælifell

Skála-Mælifell.

Ögmundarhraun er undir Núpshlíðarhálsi, milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála. Vesturhluti þess er af öðrum uppruna en austurhlutinn. Hraunið er rakið til gígaraðar austan í hálsinum, þar sem meginhraunið rann á milli Latsfjalls og Mælifells í Krýsuvík alla leið í sjó fram og langleiðina austur að Krýsuvíkurbergi. Líklega rann þetta hraun á 11. öld eða svipuðum tíma og Kapelluhraunið.
Bæjarrústirnar í Húshólma eru að hluta þaktar hrauni en þar sér líka fyrir túngörðum, sem enda undir hrauni. Efst í Húshólmanum er eldri hraunbreiða frá gígaröð suðaustan Mælifells.
Frábært veður – og ágætur síðdegisgöngutúr (1 klst og 11 mín).

Mælifellsgreni

Skjól refaskyttu við Mælifellsgreni.

Skarðsbók

Í sögugerð Landnámu (Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld – Sagnfræðistofnun Háskola Íslands 2001) fjallar Sveinbjörn Rafnsson m.a. um „Landnámu„.

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Hann telur að „varðveisla ritverks þurfi að vera ljós þeim sem það ætlar að nota“. Landnáma, grundvallarrit íslenskrar landnámsbókar, er hins vegar alls ekki augljós. Talið er að Melabók, sé elst skráðra heimilda um landnám hér á landi. Þetta verk hafi upphaflega verið verk Snorra lögmanns Markússonar á Melum (d. 1313), unnið um 1272. Í raunini segir þetta ekkert til um hvot eldri heimildir hafi þá verið til um hið fyrsta landnám. Þau rit kuna hins vegar, og að öllum líkindum og mög sennilega að vera fyrir löngu með öllu glötuð.
Sturlubók hafi komið þar á eftir, endurritun skinnhandrit frá 14. öld, en brann 1728. Það mun hafa verið skrifað upp á 17. öld af Jóni Erlendssyni. Upphaflega hafi verkið verið verk Sturlu Þórðarsonar, lögmanns og sagnaritara (d. 1284), unnið um og eftir 1270.
Hauksbók er skinnhandrit með hendi Hauks Erlendssonar lögmanns (d. 1334), skrifað var eftir 1299. Nú er það einungis varðveitt í 18 blöðum.
Skarðsbók er pappírshandrit frá 17. öld (fyrir 1636), skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá. Þórðarbók er og pappírshandrit frá 17., öld skrifað af Þórði Jónssyni prófasti.
Svo er að sjá sem Melabók, varðveitt í fáum blaðsíðum, sé elst, rituð um 1100. Í henni er þó ekki getið um fyrstu landnámsmennina, enda landnámið sem slíkt ekki aðalatriðið.
Í Sturlubók er kveðið á um Ingólf Björnólfsson, sem hinn fyrsta landnámsmann, en ekki minnst á Leif Hróðmarsson, síðar nefndan Hjör-Leif, fósturbróðir Ingólfs, Hróðmarsson, hvers sem faðirinn hét reynar Hróðmundur Gripsson og var hinn mesti forngarpur. Sumir töldu þáa að saga hans hafi verið lygisögu líkast.
Talið er að Melabók sé elst hinna eftirrituðu Landnámu, þá Sturlubók og loks Hauksbók, endurrituð. Ljóst er að röðin þarf ekki að vera slík. Í milli koma Styrmisbík og Þórðarbók.
Í rauninni skipir innihald þessara fornu bóka lítt máli, enda frumútgáfan merkilegust.
Skv. hinum rituðu heimildum kom Ingólfur til landsins um 874. Hann hafði vetursetu hér ásamt fóstbróður sínum, Leifi (Hjörleifi svonefndum eftir að hann nam sverðið eftirmynnilega úr jarðhýsinu í Skotalndi), en fór utan. Þá kom hann aftur, hélt til á Austfjörðum, en fór „suður með vesturströndinni“. Hann staðnæmdist við Ingólfshöfa og hafði vetursetu við Ingólfsfjall (Fjall). Hann mun því hafa komið til Reykjavíkur, skv. umsögn Karls og Vífils, á árum 1877 til 879.

Skálholt

Skálholt fyrrum.

Sagan er skrifuð um 350 árum eftir að atburðirnir gerðust. Er líklegt að fólk hafi munað einstaka atburði eftir svo langan tíma? Gætum við, í dag, með sæmilegri sanngirni, skrifað um atburði er gerðust að 350 árum þeim loknum?. Skv. nútímanum ættu bæði Brynjólfur biskup Sveinsson og Ragnheiður dóttir hans að liggja okkur algjörlega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hversu áreiðanlegt yrðu slík skrif? Gísli Sigurðsson segir að ummhverfi okkar sé að mörglu leyti ólíkt og var forðum. Munnleg geymd hafi fyrrum verið mun ríkari í samfélagsmyndinni sem og með mönnum fyrrum. Líklegra sé að sagnir hafi varðveist mun betur með fólki hér áður fyrr en nú gerist. Þar hafi verið um að ræða hluta af hinni ríku sagnahef landsmanna.
Í rauninni má álykta að að Melabók hafi alls ekki verið hina elsta Landsnámsbók. Sögur og sagir voru skráðar á bókfell löngu áður en menn settust að hér á landi. Egyptar skráðu sína sögu á leirtöflur og síðan pappírus. Rómverjar skráðu sína sögu á pappírus sem og Grikkir löngu fyrrum. Af ritun hinna fyrstu Land-námsbókar má með góðu móti álykta að að síðari tíma afritanir hafi jafnan dregið dám að þeirra tíðaranda.
Líklegt má telja að hin fyrsta og „upprunalega“ Landnáma hafi fyrir löngu glatast, líkt og dæmi eru um, en eftirritanir jafnan dregið dám af tilefni og tilgangi hverju sinni. Þannig hafi Sturlubók og síðan Sturlubók, sem og öðrum eftirkomandi, verið ætlað ætlað sem og sýnir.að staðfesta þáverandi fyrirkomulag. Manninum hefur æ og yfirleitt verið mikilvægt að sýna fram á það sem markverðast er á hverjum tíma. Sagan segir svo frá.
Ef haft er í huga að Veruleikinn sé ekki til má segja sem svo að jafnan hafi hver og einn séð tilveruna með eigin „gleraugum“ á þeim tíma er þurfa þótti.

Landnáma

Landnáma.

Óskot

Ætlunin var að skoða tóftir Óskots norðvestan við Hafravatn, ganga að Langavatni upp á Óskotsheiði, en skoða áður tóftir útihúsa hins gamla bæjar, njóta útsýnisins yfir vatnið af Langavatnsheiði undan Þverbrekkum og halda síðan að Reynisvatni.
Tóftir ÓskotsNýbyggðin hefur teygt sig að vatninu, en milli hennar og þess eru tóftir gamla bæjarins að Reynisvatni. Aflað hafði verið örnefnalýsinga af svæðinu, en þrátt fyrir lögformlega fornleifaskráningu af því vegna framkvæmdanna þá hafa upplýsingar af þeim vængnum verið af skornum skammti.
Í örnefnalýsingu fyrir Óskot, sem Ari Gíslason skráði kemur m.a. eftirfarandi fram: „
Jörð í Mosfellssveit, liggur vestan við Hafravatn. Jörðin liggur sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás…
Svo er suðvestur af henni Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal. Þá er þar næst Þórðargjótuhryggur, sem er þar næst, og þá kemur Óskotsheiði; þar upp af er svo Langavatn. Suður af bæ fram í vatnið er nafnlaus tangi. Svo eru Efri-Þverbrekkur, grasflatir, er liggja fram undir frá vatninu suður í heiðina. Þá er smámelbunga, er heitir Fjárhúsmelur, liggur þvert á Þverbrekkurnar; svo eru Gömluhús, þar voru beitarhús áður fyrr í heiðarbrúninni. Vestast í túni er Stóristeinn, huldufólkssteinn.“
StóristeinnHaldið var yfir Hafravatn (76 m.y.s.) frá réttinni norðan við vatnið á ís – og landi náð neðan við Vörðuholt. Við vatnið hefur myndast allnokkur sumarbústaðabyggð með tímanum svo klofa þurfti yfir nokkrar girðingar á leiðinni upp að Óskoti. Tóftir bæjarins, sem hefur verið hlaðinn að hluta, er ofan Holtsins. Skammt vestar er myndarlegt gróið gerði. Norðvestan í því eru tóftir, sennilega frá fjárhúsi. Skammt vestar er fyrrnefndur Stóristeinn. Ekki var með öllu hægt að útiloka að a.m.k. örlítil birta kæmi innanúr honum þennan skammdegisdag – ef sérstaklega var að hugað. Á millum mótar fyrir görðum og tóftum. Erfitt var að greina hvorutveggja við þær aðstæður, sem í boði voru.
Ljóst er að búið hefur verið í Óskoti fram á 20. öld. Ummerki bera þess vitni. Rafmagn hefur verið leitt í húsið, auk þess sem tún hafa verið ræst fram og heyvinnuvélar eru enn á túnum.
Kirkjan á LangavatnsheiðiÞann 5. ágúst 1887 var dæmt í máli sem Guðmundur Einarsson í Miðdal höfðaði gegn umboðsmanni þjóðjarðarinnar Þormóðsdals. Réttarkrafa Guðmundar var sú að allt það land sem áður fylgdi eyðijörðinni Óskoti yrði með merkjadómi dæmt undir eignarjörð hans Miðdal og að Þormóðsdal yrði frádæmt ítak í sömu eyðijörð. Guðmundur byggði kröfu sína á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1704 en þar taldi hann koma fram að Óskot hefði verið hjáleiga Miðdals. Dómurinn gat hins vegar ekki tekið undir þetta sjónarmið og taldi að Jarðabókin bæri ekki með sér að Óskotsland væri hluti af landi Miðdals né að það hefði gengið undir það. Hins vegar mætti sjá á sömu heimild að Óskot væri talin konungseign og hafi verið notað af Reynisvatni. Guðmundur gæti því ekki stutt tilkall sitt til Óskotslands með tilvísan í Jarðabók Árna og Páls né öðrum afleiddum heimildum. Þar sem Guðmundur gat ekki reitt fram aðrar heimildir fyrir því að Óskotsland væri löglega runnið undir Miðdal virtist dómnum næst að ætla, eftir því sem fram var komið í málinu, að Óskotsland væri enn í eigu konungs, þ.e. almenningseign líkt og 1704.
Göngumaður á LangavatnsheiðiSannað þótti með vitnaleiðslum frá 1842, sem lagðar voru fyrir dóminn, að Óskotsland hafði frá ómunatíð verið notað óátalið, afgjaldslaust og eftir þörfum af fjórum jörðum, þ.e. Miðdal, Þormóðsdal, Kálfakoti og Reynisvatni. Ekki hafði neitt komið fram í málinu sem sýndi að breyting hafði orðið þar á síðan 1842. Málinu var því vísað frá.
Haldið var upp með vegi áleiðis að Langavatni um Óskotsheiði. Þar ofar, í Langavatnsheiðinni, eru tveir sumarbústaðir og stendur kirkja, lítil en reisuleg, suðaustan þeirra. Einn FERLIRsfélaga hafði fyrir ferðina sent inn eftirfarandi upplýsingar: „Langar ykkur ekki til að finna kirkju sem enginn þekkir né veit af? Í tilefni gönguferðarinnar á morgun vek ég athygli þína á kirkju sem er á miðri Langavatnsheiðinni. Hún ætti ekki að fara fram hjá ykkur á leiðinni frá Óskoti og að Langavatni. Falleg timburkirkja í íslenskum sveitastíl. Þessi kirkja er reyndar inni á einkalóð og væntanlega reist af einhverjum einkaaðila. Ég hef hvergi séð þessarar kirkju getið né séð hana skráða. Hún er því líklegast reist af einkaaðila eða einhverjum sérsöfnuði. Ég hef einu sinni komið inn í hana á gönguferð um svæðið. Engir kirkjubekkir né altari en fáeinar styttur eða höggmyndir.“
Þarna var að sjá timburkirkju, væntanlega í einkaeigu, ófullgerða að innan. Hún er ekki frábrugðin Krýsuvíkurkirkju að öðru leyti en því að á þessari er lítill turn. Við bústaðinn Reynivelli eru nokkur listaverk úr steinsteypu. Þarna virðist mikið hagleiksfólk hafa unað frísínum stundum, því ýmislegt annað bar og fyrir augu, s.s. vindmyllumastur, fornfálegur traktor, o.fl. o.fl.
Vatnsberi á LangavatnsheiðiÍ lýsingum af gömlum reiðleiðum segir m.a.:
Frá Álafossi er farið í áttina að Suður-Reykjum, en þaðan stutt frá liggja götur út með hlíðinni og að Hafravatni. Fyrir suðvestan Hafravatn skammt þar frá sem Úlfarsá rennur úr vatninu til vesturs er eyðibýlið Óskot og liggja troðningar þar hjá og áfram um Óskotsheiði og suður á Langavatnsheiði og Reynisvatnsheiði. Þá er komið á veg, sem liggur að Reynisvatni. Þess má geta að Úlfarsá verður seinna að Korpu og síðan Blikastaðaá, sem rennur til sjávar hjá Blikastaðakró.
Ekki veit ég til þess að ortur hafi verið óður til Óskotsheiðar líkt og Laxness gerir til Mosfellsheiðar. Í Kvæðakveri útgefið 1949 birtist ljóð eftir hann, sem byrjar svona: „Ó Mosfellsheiði.“ Seinna í kvæðinu lofsyngur Halldór sauðkindina og lömbin svöng. Hann minnist líka á fuglakvak og döggvatár. Sú árátta sumra að rakka niður sauðkindina, hefur lengi farið í taugarnar á mér. Það er því nokkur huggun að lesa í kvæði Laxness, að honum finnst sauðkindin „yndisleg? og ?trú og trygg.“ Og hann talar um veislu sem hefur varað í þúsund ár. Við sem höfum setið við þetta veisluborð, ættum að sjá sóma okkar í því að tala ekki ílla um aðal gestgjafann.
En aftur að Óskotsleið. Skammt þar hjá sem hún kemur á veginn niður að Reynisvatni liggja ágætar moldargötur um Reynisvatnsheiði að Rauðavatni. Einnig liggja götur um Hólmsheiði. Því miður hef ég aldrei almennilega getað áttað mig á því hvar ein heiðin hættir og sú næsta tekur við. Þarna efra er talsverð bleyta á veturna, en á vorin og yfir sumarið eru þarna vildisgötur. Þetta vita þeir best, sem eru með hesta sína í Fjárborginni, en hún er fyrir austan Almannadal.
Hestur á LangavatnsheiðiÍ Almannadal mættust fjölfarnar leiðir fyrrum m.a. aðalleið skreiðarlesta austan úr sýslum til Suðurnesja, að sækja skreið í skiptum fyrir búvörur. Einnig leið til norðurs hjá Reynisvatni til Gufuness og verstöðvanna við Kollafjörð. Niðurgrafnar moldargötur þarna uppi á heiðunum bera vott um þetta. Þeir sem áhuga hafa á gömlum reiðleiðum ættu að skoða sérstaklega gömlu skreiðarleiðirnar, sem lágu til veiðistöðvanna víðsvegar um land. Þær mörkuðu aðal vegakerfi landsins á sinni tíð.
Hestur á LangavatnsheiðiÞess skal getið að í Trippadal milli Rauðavatns og Fjárborgar á að rísa nýtt hesthúsahverfi Fáksmanna. Þaðan verður væntanlega aðal tengingin við Mosfellssveitina um Óskotsleið. Reiðgötur hjá Grafarholti ættu samt áfram að haldast opnar, þó svo að þær liggi ansi nálægt golfvellinum hjá Korpúlfsstöðum. Golfleikarar er einn háttvísasti þjóðfélagshópur landsins, svo að ekki þurfum við að kvarta undan nábýli við þá. Það heyrir til undantekninga ef golfleikari bíður ekki með að slá kúlu sína sjái hann hestafólk nálgast. Frá þessu væntanlega hesthúsahverfi liggja einnig ágætar reiðgötur um Rauðhóla og hringinn í kringum Elliðavatn.
En aftur að Óskoti. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er þess getið, að Óskot sé forn eyðijörð og enginn viti hversu lengi hún hafi verið í auðn. Talið er að hún hafi verið í konungseign. Ábúendur jarðarinnar Reynisvatn notuðu hana til beitar og torfskurðar. Einhver silungsveiði mun hafa verið þarna.
Við LangavatnSeinna hefst búskapur á Óskoti og er síðasti bóndinn þar Janus Eiríksson. Afi hans í móðurætt, Guðmundur Kláusson. kom sunnan með sjó og keypti þetta kot. Janus er fæddur árið 1922 og er enn lifandi. Faðir hans, Eiríkur Einarsson, dó þegar Janus var aðeins 15 ára gamall. Móðir hans vildi ekki flytja frá Óskoti og það varð því úr að þau bjuggu þarna saman. Þau voru með kýr, kindur og hænsni, en Janus hætti búskap eitthvað í kringum 1970. Hann segir mér að gríðarleg umferð hafi verið hjá Óskoti um Gamla veginn svonefnda, sem lá austur á Þingvöll.
Venjulega er riðinn bílvegurinn að Reynisvatni, en skammt frá honum má sjá móta fyrir gamla Þingvallaveginum, sem liggur í Seljadal og áfram um Vilborgarkeldu á Þingvöll, en Vilborgarkelda er forn áningarstaður austast á Mosfellsheiði.
Úr því að minnst er á leiðina um Seljadal skal þess getið, að ekki langt frá henni og skammt frá Hafravatni stendur bærinn Búrfell. Minnst er á eyðibýli með sama nafni í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1703. Bærinn hafði þá verið í eyði í 8 ár og var þetta hjáleiga frá Miðdal. Í Jarðabókinni segir:

Fálkavarða

„Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá er ágangi ferðamanna gæti af hrundið, og þykir því ei aftur byggjandi.“ Þessi setning skýrir að nokkru rótgróna tortryggni bænda gagnvart hestafólki. Ferðamönnum fylgdi átroðningur hér áður fyrr. Við hestafólk eigum vissulega rétt á að ferðast um þetta land, en á okkur hvílir sú skylda að hlífa gróðri eins og kostur er þar sem við eigum leið um.
Milli Hafravatns og Langavatns heitir á einum stað Þórðargjóta. Þar varð eitt sinn úti smalamaður frá Miðdal. [Erfitt var að staðsetja gjótu þessa við þær aðstæður er nú voru fyrir hendi; hnédjúpur snjór að jafnaði og enn dýpri í lægðunum.] Hjá Reynisvatni er tekið vel á móti hestafólki og er þar gerði fyrir hesta og selt kaffi. Ég veit að Fákskonur hafa oft riðið þarna upp eftir úr Víðidal á vorin. Ekki skyldu menn verða á þeirra leið þegar þær eru að beisla gandinn.
Um jörðina Reynisvatn segir í Jarðabókinni, að þar sé nægilegur torfskurður til húsagerðar og eldiviðar, en að vatnsból þrjóti í stórharðindum og að skepnum stafi hætta af foruðum. Laxveiðiréttindi á jörðin í Korpu, en veiði er lítil. Kirkjuvegur er langur. Leigan greiddist með smjöri ýmist til Bessastaða eða Viðeyjar.
Tóft norðan ReynisvatnsÍ Sýslu- og sóknalýsingu frá því um miðja 19. öld er þess getið að aðalkirkja sóknarinnar hafi verið á Mosfelli, en einnig var kirkja í Gufunesi. Messað var 3ja hvern helgan dag á veturna en 2 hvern á sumrin. Einnig virðist hafa verið messað 10da hvern helgan dag í Viðey. Engin hætta var á því að þeir á Reynisvatni kæmu of seint til messu. Ef þeir vildu vita hvað klukkan var þurftu þeir ekki annað en að gá til sólar og miða hana við kennileiti í náttúrunni. Austast er Árdegisás, því næst Hádegishæð og vestast Nónás. Aldrei stöðvaði þetta sólarúr. Gussi sá til þess að halda því gangandi.
Síðasti bóndinn á Reynisvatni var Ólafur Jónsson. Hann var múrari og byggði m.a. Hótel Borg. Eitthvað lengur mun hafa verið búið á Reynisvatni en Óskoti.“

Mælipunktur við Fálkavörðu

Haldið var til vesturs eftir Langavatnsheiðinni ofan við Þverbrekkur, með útsýni yfir Langavatn (99 m.y.s.), og stefnan tekin á Reynisvatn með viðkomu hjá Fálkavörðu. Varðan stendur enn heilleg. Upphaflega hefur hún líklega verið hlaðin sem  merkjavarða. Suðaustar er önnur minni og norðan hennar er myndarleg fuglaþúfa. Fálkavarða er reist á sléttri jökulsorfinni klöpp á hæstu hæð. Við hlið hennar hefur verið málaður hringur og á hann járnbandsfest mælistika. Að öllum líkindum er um að ræða hæðarpunkt fyrir hinar nýju framkvæmdir, sem þarna hafa átt sér stað og munu eiga sér stað. Þegar hefur t.d. verið gert ráð fyrir sérstakri byggð undir norðvestanverðum Reynisvatnsási. Reyndar eru gjarnan reynt að selja byggðakjarna þessa undir þeim formerkjum að boðið er upp á búsetu „í nánd við náttúruna“, en hver heilvita maður, sem fylgst hefur með þróun byggðar, veit að boðið verður innan skamms upp á annað sambærilegt hverfi utar [sem einnig verður auglýst með framangreindum fornmerkjum]. Staðreyndin er og hefur verið sú að borgir og bæir vaxa ÚT Á VIÐ. Bæjarkjarni Ingólfs Arnarssonar norðvestan við Tjörnina var fyrrum „í tengslum við náttúruna“. En ekki lengur. Breiðholtshverfið var byggt „í nánd við náttúruna“, en ekki lengur. Vitað er að verktakar ásælast lágheiðarlendur vatnanna austan Reykjavíkur. Ljóst er að byggðin mun þróast til upplandsins því ekki er ætlunin að bjóða upp á staurabyggð í sjónum með fjörunni. Þá mun sérhver nýbyggð verða „í tengslum við náttúruna“ – í skamman tíma.
Þegar ný svæði eru tekin undir byggð fer m.a. fram fornleifaskráning v/gamalla minja, örnefna, leiða og annarra merkilegheita á svæðinu. Allt þekkt er samviskusamlega skráð, teiknað, myndað og fært til bókar. Skýrsla um efnið er gefin út – og hent út í horn. Hingað til hefur ekki vottað fyrir svo litlu nema örlítilli hugsun í þá áttina að eflaust væri ástæða til að varðveita a.m.k. hluta þessa eða jafnvel meira sem hluta af heild. Fólk virðist alltaf þurfa að vakna upp við vondan draum – löngu seinna – og þá of seint.
Ætlunin er að ganga heiðina sunnan við Langavatn og umhverfis vatnið við tækifæri. Frá Reynisvatnsásnum er Hlaðinn garðhluti við Reynisvatnhið ágætasta útsýni yfir vatnið. Búsetan var vestan við það, en á leiðinni var gengið fram á tóft á lægri ás norðan við vatnið. Hún var merkt Minjavernd Reykjavíkur. Svo virðist sem Minjaverndin merki sumar tóftir, en horfi fram hjá öðrum, ekki síður merkilegum. Ástæðan gæti verið sú að um stórt svæði er að ræða og tíma getur tekið að finna allar minjar, sem ástæða er til að halda til haga. Má í því sambandi nefna tóftir Keldnasels austan við Langavatn. Þær sjást ágætlega, en eru ómerktar, enda hafa ökumenn stærri bíla dundað sér við að aka yfir þær á ferðum sínum um heiðina.
Nokkrar tóftir eru enn greinlegar við Reynisvatn, s.s. stök tóft, hlaðnir veggir o.fl.
Í framangreindri lýsingu reiðleiða segir auk þess: „Frá Reynisvatni er riðið meðfram vegi framhjá Engi niður að Vesturlandsvegi. Riðið er meðfram Vesturlandsvegi og undir brúna á Korpu. Þaðan er svo farið eftir nýjum reiðgötum yfir vað á Korpu og hjá golfvellinum hjá Korpúlfsstöðum. Aftur er farið yfir Korpu ýmist á brú eða vaði og svo skömmu síðar riðið um árfarveginn á Blikastaðaá stuttan spöl og svo yfir Ferðamannavað á Blikastaðaá og er þá aftur komið á Blikastaði. Á Blikastaðaá voru þrjú Tóft vestan við Reynisvatnnafngreind vöð. Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna. Ferðamannavað er þar sem gamli vegurinn liggur niður undir sjó og það neðsta niður við sjó en ofan klettanna. Það heitir Króarvað.“
Líkt og á Reynisvatnsási einkennist umhverfi Reykjavíkur af jökulsorfnum grágrýtisholtum með dældum á milli sem víða mynda stöðuvötn, til dæmis Rauðavatn. Hins vegar er grágrýtið samsett úr mörgum hraunstraumum frá mismunandi tímum, og Reynisvatn er í kvos á mótum hraunstrauma. Útfall hefur verið úr vatninu til norðurs en hlaðið hefur verið í það og vatnsborðið þannig hækkað.
Í örnefnalýsingu fyrir Reynisvatn segir m.a.: „Upplýsingar gaf Anna Ólafsdóttir, er átt hefur heima á Reynisvatni í 52 ár, eða frá því hún var 3ja ára gömul. Bærinn Reynisvatn stendur við samnefnt vatn, sunnan við Úlfarsá. Kúagirðing heitir mýri meðfram Úlfarsá, norðaustanvert við bæinn. Reynisás eða Reynisvatnsás er ás austan við Reynisvatn, og uppi á honum er Fálkavarða. Milli Almannadals og Valla, sem er bær undir vesturenda Kistufells er holt og laut, sem kallað er Gráskjalda.“ Þá er vitað að eyðibýlið Höfði á að vera í heiðinni sunnan við Langavatn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur-Reynisvatnshringur um Óskot.
-Selvogs- og Ölfusafréttir, dags. 24.9.1889.
-visindavefurinn.is
-Haukur Ólafsson.
-Örnefnalýsingar fyrir Reynisvatn og Óskot – ÖÍ.

Reynisvatn