Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri á Minjasafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni, er jafnframt stundakennari við HÍ í sagnfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði. Í kennslustund (2006) í fornleifafræði við Háskólann fjallaði hann m.a. um „menningararfinn og ferðaþjónustuna“. Kynnti hann einstök hugtök og skilgreiningar innan ferðamálafræðinnar er tengjast viðfangsefninu, s.s. ferðaþjónusta/-mennska, ferðamaður, ástæður ferða, hvatar, sjálfbærni og viðhorf ferðaþjónustunnar til menningararfsins.
Bláa lónið.
Lesefnið varðaði umfjöllun, annars vegar um svonefnda „Cultural Tourism“ (menningarferðamennsku) og hins vegar „Heritage Tourism“ (arfleifðarferðamennsku). Oft eru orðin notuð saman og þá talað um „Heritage Cultural Tourism“ (menningartengda ferðaþjónustu eða arfleifðarmenningarferðamennsku).
Fyrir þá, sem á annað borð koma nálægt ferðaþjónustu, er mikilvægt að skilja hin ýmsu hugtök, eða a.m.k. vita hvað þau þýða. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir aðra að hafa örlítinn innsýn í ferðamálafræðin; hugtökum og grunnhugmyndum sem og svolítinn skilning á þau fræði.
Torfbær 1924.
En hvað er menning og menningararfur? Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning sé „sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) … rótgróinn háttur, siður“. Hin Íslenska alfræðiorðabók Arnar og Örlygs segir að menning sé „sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“.
Torfbær.
Á Íslandi er orðið menningararfleifð mjög bundið hugmyndum um hvað einkennir íslensku þjóðina og hvernig bregðast eigi við hröðum félagslegum og menningarlegum breytingum nútímans. Sigurður Nordal hélt því fram í Íslenzkri menningu (1942) að nauðsyn væri að skilja íslenska menningararfleifð sögulega; „arfleifð okkar er tungan, bókmenntirnar og þjóðlegar hefðir. Án þessara sérkenna hefðu Íslendingar ekkert til að greina sig frá öðrum og myndu á endanum hverfa meðal stærri þjóða.“
Þjóðminjalög gefa svolitla skilgreiningarmynd af hugtökunum með orðinu „minjar“, s.s. í 1. grein.
Eldgos ofan Grindavíkur.
Þegar skilgreina á hugtakið menning og menningararfleifð þarf að hafa í huga að til eru ýmsar mismunandi skilgreingar á þessum hugtökum – þó svo að merkingin sé í grunnin sú sama. Má jafnvel tala um “hugtakaflökt” í þessu sambandi. Það kann og að vera vandasamt verk að þýða þessi hugtök, til dæmis í ensku – sbr. „culture“, „heritage“ eða „cultural heritage“.
Í 1. grein Þjóðminjalaganna segir t.d. “… tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða” og “ til menningarsögulegra minja teljast … Í 9. grein segir… “Til fornleifa teljast …”
Þjóðsögur vekja jafnan áhuga ferðamann.
Hvað er túrismi? “[T]ourism can be defined as the science, art, and business of attracting visitors, transporting them, accommodating them and graciously catering to their needs and wants.“ Hér er litið á ferðamennsku sem vísindi, list og atvinnu af því að draga að ferðamenn, flytja þá, hýsa og sinna þörfum þeirra. Í sambandi við ferðaþjónustu, þá ber að hafa í huga að í grunnin er um að ræða “business” og því er iðulega talað um að vöru og þjónustu. Áður var oftlega talað um ferðamannaiðnað, en í seinni tíð hefur jafnan verið rætt um ferðamannaþjónustu þegar ferðaþjónustuaðilar eru annars vegar.
Hestar ferðamanna við beinakerlingu á Kaldadal.
Á sama hátt má spyrja: „Hvað er ferðamaður?“, eða „Hvers eðlis er ferðin?“ Niðurstaðan verður aldrei ein, en hún snýst þó oftast um vöru og þjónustu á sérhverjum ákvörðunarstað. Til þess að skilja eðli og gerð túrismans þarf jafnframt að huga að því hvers eðlis ferðin er – hvað fær menn til að ferðast og hvað gera menn í ferðinni.
Hvatning og hegðun er nokkuð undir ferðaþjónustuaðilum komin. Gott er að hafa í huga þarfaþríhyrning Maslow’s þar sem kveðið er á frumþarfir annarsvegar og áunnar þarfir hins vegar. AIDA-módelið hefur og verið talsvert rætt í seinni tíð, en það er nokkurs konar þumalfingursregla markaðsfræðinga til að skýra ákvörðunarferli neytenda. AIDA stendur fyrir: Awareness – Interest – Desire – Action. Þá eru sálfræðilega áhrif varðandi val á áfangastöðum mikilverð atriði. Heimasíðan http://www.world-tourism.org er mjög upplýsinadi um stefnumörkun og áætlanagerð í ferðaþjónustumálum víðs vegar umheiminn.
Á Sveifluhálsi.
Menningartengd ferðaþjónusta hefur verið að ryðja sér til rúms, þó með veikum mætti hér á landi. Bent er á að fyrirbærið má skilgreina út frá ýmsum ólíkum forsendum, svo sem út frá ferðamálafræðinni, ástæðum ferða, hvata eða fúnksjón. Skilgreingar geta þó verið misjafnar og ólíkar. Þau fjögur eliment sem höfundar segja að einkenni fyrirbærið eru: 1)menningartengd ferðamennska er fyrst og fremst ferðamennska, 2) það má vera ljóst að menningartengd ferðamennska felur í sér einhverja notkun á menningarverðmætum, 3) neysla á vöru eða þjónustu. Samkvæmt þeim hugmyndum er hægt að breyta cultural hertitage assets í cultural heitage products og 4)ferðamaðurinn sjálfur, „the tourist“, og ástæður þess að hann ferðast – hverjar sem þær kunna að vera. Atriði 2 og 3 eru afar áhugaverð því það má segja að þar komi fram viðhorf ferðaþjónustunnar, eða nálgun á menningararfinn og kann það að hljóma nokkuð framandi í eyru fornleifafræðinga… eða hvað?
Torfbær.
Í grunninn snýst ferðamálafræðin um skynsamlega nýtingu auðlina og samkvæmt Brundtland skilgreinginunni er sjálfbær þróun “development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.” (Brundtland 1987). Þessa hugmyndafræði má í sjálfu sér yfirfæra á menningarmál og líta á menningarverðmæti – menningararfinn – sem auðlindina. Stundum þarf að gera skýrarn greinarmun á ferðaþjónustu (tourism) annars vegar og minjavörslu (cultural heritage management) hins vegar. Bæði sviðin vinna með sama viðfangsefnið, það er menningararfinn, menningarverðmætin (cultural heritage asset) sem auðlind (resource) og því er mikið í húfi að þetta samband sé gott – það ætti eðli málsins samkvæmt að koma til móts við þarfir beggja og þar af leiðandi að vera sustinable.
Sambandið
Í Bálkahelli.
getur verið allt frá góðri samvinnu til illvígra deilna, eins og dæmin sanna. Oft á tíðum liggja þessi svið samhliða og byggja á raunverulegri samvinnu – án þess í raun að skarast og hafa þar af leiðandi lítið hvort af öðru að segja. Það geta sannarlega verið ýmis vandamál í sambúð þessari, þó svo ákveðin togstreyta er í raun innbyggð á milli þessara sviða. Þetta eru í raun greinar af sitt hvorum meiði, ólík menntun og bakgrunnur fólks, sem vinnur á sitt hvorum vettvangnum, getur verið ólíkur. Togstreyta milli þessara sviða bitnar á ferðaþjónustunni. Sé samvinna ekki góð, þá verði bæðið sviðin af góðum sóknarfærum til eflingar og því sé það afar brýnt að leita sé allra leiða til þess að koma í veg fyrir að svo fara; með bættum skilningi á milli sviða.
Saltfiskssetur Íslands.
Í eðli sínu er ferðaþjónusta viðskipti, sem felur í sér neyslu á vöru eða þjónustu, jafnframt skemmtun og að allt sé það háð eftirspurn.
Áfangastaðir skipta miklu máli (attraksjónirnar sjálfar)
og ýmir önnur atriði hafa áhrif á heimsóknir, svo sem vegalendir, tími og kostnaður. Taka þarf jafnan mið af hegðun ferðamanna og sérstaklega þeim þætti sem snýr að upplifnun þeirra. Það er mikilvægt að hanna og stjórna þeirri upplifun sem feðramenn njóta/neyta á hverjum áfangastað því „Tourists want controlled experience“. Engu að síður verður að hafa hugfast að þegar talað er um ferðamenn í þessu sambandi, þá er fjarri því að um sé að ræða einsleitan hóp fólks.
Minjasafnið á Skógum.
Margir ferðamenn leita staðfestingar á tilvist sinni og tilverunni með því að heimsækja og skoða menningarsögulega staði – menn skilja hlutina með því að kanna fortíðina. Þó svo að ferðamenn séu oft og iðulega að skoða sér framandi menningu, hafa þeir tilhneigingu til að setja hlutina í samband við sína eigin tilveru. Mikilvægt er að menn séu jafnan opnir fyrir hugmyndum, s.s. um authenticity – “upprunanlegheit” eða um heilindi, integrity.
Einkenni gesta, eða visitor characteristics, eru mismunandi eftir einstaklingum og þjóðerni, en í grófum dráttum eru mótivasjónirnar þó ávallt tvenns konar: þekkingarleit og aðrar persónulegar ástæður. Þeir skiptast í „ekki notendur“ og „mögulega notendur“. Í báðum tilvikum þarf að skoða hvers vegna tiltekin menningarverðmæti eru ekki nýtt sem skyldi; takmörkuðu aðgengi og hindrunum ýmis konar, bæði heildrænt og á hverjum stað.
Heimildir m.a.:
-http://visindavefur.hi.is
Gamli Setbergsbærinn.