Entries by Ómar

Suðurnes / Reykjanesskagi

Eftirfarandi upplýsingar um Reykjanesskagann birtust í upplýsingariti Ferðamálasamtaka Íslands 2005: Suðurnes / Reykjanesskagi – MANNLÍF, NÁTTÚRA OG SAGA / SOCIETY, NATURE AND HISTORY. Inngangur „Þegar tímar jafnréttis eru runnir upp þá er ekki úr vegi að minna á að fyrsti femínistinn á Íslandi var frá Suðurnesjum. Það var landnámskonan Steinunn gamla sem vildi eiga sig […]

Arnarseturshellar

Vísbending hafði borist um helli austan Arnarseturs í Arnarseturshrauni. FERLIR þangað. Byrjað var á því að ganga eftir stígum til suðausturs í átt að Stóra-Skógfelli, en enginn hellir fannst á eða við þær leiðir. Þá var gengið í boga til norðurs austan við Arnarsetursgíg. Gígurinn sjálfur austan við Arnarsetrið er stórbrotinn. Einnig annar stærri skammt […]

Spenastofuhellir – Völundarhúsið

Spenastofuhellir er um 100 metra langur hraunhellir í Tvíbollahrauni. Völundarhúsið er helmingi lengri sexmunnahellir í sama hrauni með mikilli litadýrð, fallegum hringleiðum með ýmsum storknunartilbrigðum, miklum flór og öðrum myndarlegheitum. Hraunið er einna merkilegast fyrir að hafa runnið um svipað leyti og fyrstu landnámsmennirnir voru að koma sér fyrir á Reykjanesskaganum. Aldur þess er því […]

Hrútagjárdyngja – Húshellir – Maístjarnan – Stórhöfðastígur

Gengið var um meginhrauntröð Hrútagjárdyngju, gígtappi dyngjunnar barinn augum og ályktað um jarðfræði myndunarinnar. Ætlunin var að kíkja inn í Steinbogahelli, líta í Húshelli og í Maístjörnuna, Aðventuna og auk þess renna eftir tveimur langrásum nokkur hundruð metra inn undir yfirborðið. Í lokin var svo dáðst að útsýninu að Fjallinu eina og að Sauðabrekkum áður […]

Selvogsgötuhellar

Haldið var upp eftir Selvogsgötunni frá Bláfjallavegi í átt að Grindaskörðum. Ætlunin var að skoða tótt skiptistöðvar brennisteinsmanna þar undir skörðunum. Á leiðinni var komið við í helli, sem nefndur hefur verið Elgurinn. Um er að ræða tiltölulega lítið jarðfall. Reipi þarf til að komast niður. Hins vegar einfaldaði hár snjóskafl neðan við opið niðurgönguna […]

Horft til himins

Litur loftsins um sólsetur. Þegar himininn er gráleitur og myrkur um sólsetur, eða slái á, hann grænum eða gul-grænum lit, er regn í vændum. Rautt sólarlag með skýjum, er verða myrkari, þegar fram á nóttina líður boðar einnig regn. Baugur um sólina. Með baug um sólina meinum vér hina stóru hringi, eða hringparta, er liggja […]

Einar í Garðhúsum

„Einar G. Einarsson, bóndasonur frá Garðhúsum í Grindavík, var aðeins tuttugu og fjögurra ára er hann sótti um verslunarleyfi til sýslunefndar og sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ekki þarf að efa að þurft hefur kjark og mikið áræði til þeirrar ákvörðunar. Að fá leyfi til verslunarreksturs þá var ekki kvaðalaust, til dæmis þurftu menn að vera […]

Í verið árið 1912

Hér segir frá „Sjósókn og fólki á Suðurnesjum“ snemma á öldinni. Frásögnin í heild birtist í mbl. árið 1970. Höfundurinn, Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði tók saman. Ekki kemur fram við hvern er rætt.“ Ótrúlegt, en samt er það satt, að 8 ára að aldri fór ég í verið upp í Grindavík. Foreldrar mínir settust […]

Góðhöfnin Grindavík

„Allt fram yfir síðustu aldamót var á lífi fók fyrir austan Fjall, sem tók svo til orða um sveitunga sína, er löngu voru safnaðir til feðra sinna: Hann er einn af þeim, sem komu úr Eldinum. Þannig var talað um þá, sem höfðu orðið að flýja ógnir Skaftárelda og náð bólfestu í útsveitum Suðurlandsundirlendisins. En […]

Almenningur – Skógarnefsskúti

Gengið var upp og suður um Almenning eftir landamerkjum Lónakots og Hvassahrauns austan Lónakotssels. Landamerkjagirðingunni var fylgt upp Taglhæð, um Hólbrunnshæð og áfram upp að Mið-Krossstapa. Girðingin liggur í gegnum stapann og áfam upp í Hraunkrossstapa. Geldingahraunið er vestar, en þegar komið er upp fyrir efsta krossstapann taka við neðri Skógarnefsbrúnir. Skógarnefið sjálft er nokkuð […]