Entries by Ómar

Tanga-Hvítingur – Árni Óla

Árni Óla fjallar um „Tanga-Hvíting“ í bók sinni „Strönd og Vogar„: „Sú er sögn, að eitt sinn hafi komið erlent skip til Voga, seint á vetri eða að vorlagi. Var þá harðindatíð og frost mikil, svo allar fjörur voru sem klakabólstur og lagís víða með ströndum fram. Þrír menn af skipi þessu ætluðu að fara […]

Kolaveiði í Dugguósi

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1955 er m.a. fjallað um „Kolaveiði í Dugguósi við Bessastaði“: „Í ósnum, sem er milli Bessastaðatjarnar og sjávar og nefndur er Dugguós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mikjálsmessu. Var kolinn veiddur í svokölluð […]

Lárus Kristmundsson – Sængurkonuhellir

Eftirfarandi er úr viðtali sem Jóhann Davíðsson tók við Lárus getur sá síðarnefndi m.a. um svonefndan Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurlandi. Þar segir Lárus: “Ég er fæddur 03.01.1931 í Stakkavík, flutti að Brunnastöðum 29. ágúst 1944. Dótinu var jafnað á hestana, sem voru 6 að tölu. Erfiðlega gekk að koma þessu öllu á hestana því þetta var […]

Gengið í Ræningjahól

Í „Rauðskinna hin nýrri“ skrifar Jón Thorarensen um Ræningjahól í Krýsuvík. „Þegar ég var 18 vetra gamall, átti ég heima í Krýsuvík. Ég var þar vinnumaður ásamt fjórum öðrum. Tuttugu manns voru á heimilinu, kátt fólk og skemmtilegt. Vorið 1898 stundaði ég þar veiðar í berginu, náði fugli og eggjum. Ég fór á morgnana niður […]

Sagnakvöld IV – Tyrkjaránið Grindavík

Eftirfarandi er úr erindi Ómars Smára Ármannssonar um „Tyrkjaránið“ á Sagnakvöldi í Saltfisksetrinu í Grindavík. Í byrjun sumars 1627, eða fyrir 380 árum síðan, gekk allt sinn vanagang hjá Grindavíkurbændum. Vorverkunum var lokið og fé hafði verið fært til selja. Fólkið var að dytta að húsum og görðum á milli róðra, spjalls og sagna. Útvegsbændurnir […]

Herdísarvíkurvegur – Stakkavíkurvegur

Gengið var um Stakkavíkurhraun milli Herdísarvíkurvegar (þjóðvegarins) og strandar. Áður höfðu hinar fornu djúptklöppuðu götur verið skoðar þar sem þær liggja um Hellurnar vestur að Háahrauni. Í örnefnalýsingum er götunum lýst, bæði neðri leiðinni með sjónum og hinni efri. Í annarri lýsingunni er efri leiðin nefnd Herdísarvíkurvegur og sú neðri Stakkavíkurvegur. Þegar neðri leiðin var […]

Grindavík – innsiglingarvörður við Hóp

Nú er svo komið að efri innsiglingarvarðan við Hóp þarfast aðhlynningar. Varðan laskaðist í jarðskjálfta fyrr á árinu og æ síðan hefur grjót verið að hrinja smám saman innan úr henni. Innsiglingarvörðurnar inn í Hópið eru tvær, auk Hópsheiðarvörðu. Þær eru bæði miklar um sig og háar eftir því. Þegar Hópsrifið var grafið inn 1939 […]

Sagnakvöld V – Anlaby og Carl Nilson

Eftirfarandi er úr erindi Sigrúnar Jónsdóttur Franklín, sem hún hélt á Sagnakvöldi í Saltfisksetrinu 16. ferb. 2006 og nefndist „Sök bítur sekan„: Við strandlengjuna austast í landi Húsatótta skammt utan við Hvalvíkina eru Jónsbásaklettar en þar strandaði breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 og fórust allir sem á honum voru, 11 manns. Skipstjóri á Anlaby […]

Sótaleiði

Kristján Eldjárn skrifar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 um „Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi„. Þar getur hann m.a. um svonefnt „Sótaleiði“: „Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, ,,í túninu fyrir norðaustan staðinn“. Í umtali er þetta stundum […]

Thule

Í bókinni „Ísland – framandi land„, fjallar Sumarliði Ísleifsson m.a. um frásagnir um Ísland fram á síðari hluta 16. aldar,, umfjallanir um Ísland frá 16. öld til miðrar 18. aldar, s.s. landafræði og sögurit á 16. öld, ferðalýsingar á síðari hluta 16. aldar, ferðalýsingar á 17 öld og fyrri hluta 18. aldar, könnunarleiðangra á Íslandi […]