Tag Archive for: landnám

Landnámsmenn

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Lítið er vitað um fjölskyldu Ingólfs og hagi hennar annað en að kona hans hét Hallveig Fróðadóttir, sonur þeirra Þorsteinn og þrælar Vífill og Karli. Þau reistu sér skála við núverandi Aðalstræti en landið, sem Ingólfur helgaði sér, var afar víðáttumikið, náði frá Brynjudalsá í Hvalfirði að Ölfusá í Árnessýslu. Afkomendur Ingólfs og Hallveigar í karllegg báru virðingarheitið allsherjargoðar vegna stöðu sinnar sem afkomendur fyrsta landnámsmannsins. Þeir beittu sér fyrir stofnun Kjalarnesþings og áttu verulegan þátt í stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930. Þorkell máni, sonarsonur þeirra, var lögsögumaður og sonur hans, Þormóður, var allsherjargoði er Íslendingar tóku kristni árið 1000.

Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson – stytta Einars Jónssonar.

Ingólfur hefur með hinu stóra landnámi sínu hugsað sér að ráða því hverjir settust að undir veldisstól hans á Suðvesturlandi. Eftir hans daga saxaðist smám saman á landnám hans. Í nágrenninu risu stórbýli sem skyggðu jafnvel á sjálfa Reykjavík, hugsanlega vegna erfða meðal afkomenda Ingólfs. Þar má nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Eftir árið 1000 er Reykjavíkur sjaldan getið í heimildum og ætt Ingólfs hverfur af sögusviðinu.
Sagan segir að Hrómundur Gripsson hafi átt tvo syni, Björnólf og Hróald. Sonur Björnólfs var Örn faðir Ingólfs og Helgu, en sonur Hróalds var Hróðmar faðir Leifs (Hjörleifs).
Þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, þar til í veislu um veturinn strengdi Hólmsteinn þess heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, og varð fátt um með þeim Hólmsteini og Leifi, er þeir skildu þar að boðinu.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í hernað og ætluðu til móts við syni Atla jarls, en er þeir fundust lögðu þeir Hólmsteinn og bræður hanns þegar til orustu við þá Leif og Ingólf. Í þeirri orustu féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði en gerði för að þeim aftur um næsta vetur þar sem hann féll enda höfðu þeir haft njósn af för hans. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.
En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.
Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Aðalstræti

Aðalstræti – brunnur.

En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.
Þeir bjuggu nú skip sín til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra.
Þetta sumar sem þeir Hjörleifur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi. Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.
Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða.
Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi tíðindin.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Þá fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: „Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.“
Ingólfur gekk upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu hafa flúið þangað því að báturinn var horfinn. Fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Ingólfur drap þá alla. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.
Þeir Ingólfur fóru aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.
Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Ingólfur fór um vorið og tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land og bjó þá í Reykjarvík. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla sonur þeirra var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður en alþingi var sett.
Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ … hann byggði suðr í Reykjarvík“. Örnefnið Reykjarvík hefur væntanlega átt við víkina milli Laugarness og núverandi Granda (eða Örfiriseyjar).

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Vel þekkt er sú saga að Reykjavík hafi fengið nafn sitt af reyknum sem Ingólfur Arnarson sá stíga upp úr laugunum þegar hann fyrst kom á staðinn. Í bókinni Saga Reykjavíkur segir Klemens Jónsson (1944) að á landnámsöld megi gera ráð fyrir að laugarnar hafi verið heitari en nú og því borið meira á reyknum. Einnig nefnir Klemens þá gömlu sögn að í norðvestanverðri Örfirisey hafir fyrrum verið laug sem sjór sé nú genginn yfir. Sé það rétt, hafi á sínum tíma verið hverareykir bæði austan og vestan víkurinnar og því eðlilegt að kenna hana við reykina.

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti.

Orðmyndin Reykjarvík virðist hafa horfið fljótlega því að í eldri heimildum er landnámsjörðin yfirleitt nefnd Vík á Seltjarnarnesi. Með tímanum festist þó nafnið Reykjavík í sessi og eftir að þéttbýli tók að myndast er alltaf talað um Reykjavík.

Í miðaldaritum er frá því sagt að Ingólfur Arnarsson hafi fyrstur numið land á Íslandi og búið í Reykjavík. Heimildirnar, Íslendingabók frá fyrri hluta 12. aldar og Landnámabók sem er yngri, geta þess aðeins að bær Ingólfs hafi verið í Reykjavík en ekkert kemur fram um hvar nákvæmlega bær hans hafi staðið.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti.

Í Landnámabók er sagt frá því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land við Arnarhól og hefur þess verið getið til að fyrsti bústaðurinn hafi verið þar. Á Arnarhóli var á seinni öldum bær með sama nafni og getur þetta því vel staðist. Hinn möguleikinn sem helst hefur verið nefndur er að bær Ingólfs hafi verið við suðurenda Aðalstrætis, á tjarnarbakkanum, en Tjörnin náði þá mun lengra til norðurs en hún gerir nú. Á þeim slóðum stóð Reykjavíkurbærinn á seinni öldum og þar hafa fundist fornminjar sem staðfesta byggð á seinni hluta 9. aldar. Landámabók getur þess einnig að öndvegissúlurnar sjáist „enn“ í eldhúsi í Reykjavík. Þetta hefur verið ritað á 13. öld og virðist þá hafa staðið hús í Reykjavík sem menn töldu ævafornt.
Fornleifagröftur í Aðalstræti gefa til kynna að þar hafi verið skáli í fornöld.

-http://www.anok.is/saga_reykjavikur/rvk/874-1200
-http://www.islandia.is/systah/ing%c3%b3lfur_arnarson.htm
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2252
-http://www.instarch.is

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Landnám

Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er sagt frá því að Steinunn gamla hafi fengið Romshvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá

Landnám

Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og hafði bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga (Voga) þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

Gufuskálar

Gufuskálar – bæjarstæði Steinunnar gömlu!? – uppdráttur ÓSÁ.

Landnámssýning

Eftirfarandi punktar um landnám Íslands eru fengnir úr nokkrum af fjórtán erindum sem flutt voru á ráðstefnu Vísindafélags Íslendinga haustið 1990. Fengnir voru 17 fræðimenn á ýmsum sviðum til að fjalla um viðfangsefnið. Efnið var síðan gefið út í bókinni „Um landnám Íslands“ árið 1996.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Ólafur Halldórsson fjallar um málið og menninguna, þ.e. þess fólks, sem kallað hefur verið landnámsmenn Íslands. Hann getur þess að ekki séu til neinar samtímaheimildir íslenskar um það mál sem landnemarnir töluðu. Hér á landi hafa engir rúnasteinar fundist frá fyrstu öldum byggðarinnar og engar heimildir eru um að Íslendingar hafi reist látnum vinum og vandamönnum bautasteina, enda hafa engir þvílíkir steinar fundist. Í Reykjaholtsmáldaga og í predikunarbók, tvö blöð, sem varðveitt eru í Árnasafni, eru elstu textar íslenskir. Þar má sjá það mál sem Íslendingar töluðu um miðja 12. öld, en þá töluðu allir Íslendingar sömu tungu og þá gekk um öll Norðurlönd, utan Finnlands. Sérhljóðakerfið var flókið, eða 27 sérhljóð. Málið tók töluverðum breytingum á 13. og 14. öld og hefur í raun haldið áfram að breytast fram á okkar daga – og er enn að breytast. Málið okkar fylgir norskunni; hún er vesturnorrænt mál. Elstu handrit norsk eru frá svipuðum tíma og elstu íslensku handritin og nægilega mikill texti er varðveittur á þeim til þess að málfræðingar hafa getað gert sér grein fyrir mállýskumun í norsku um miðja 12. öld og greint á milli vestur- og austurnorsku. Mannanöfn og örnefni eru órækur vitnisburður um að allur þorri landnámsmanna hefur verið mæltur á norræna tungu. Sum nöfn benda þó til keltnesks uppruna eða siðar, s.s. Fjallið eina og Heiðin há. Landnemarir voru flestir heiðnir og bar menning þeirra þess glögg merki, bæði í rituðum heimildum og fornleifum. Í þjóðsögum og venjum, sem landnemarnir hafa haft með sér að heiman, örlar sannarlega einnig fyrir keltneskum minnum. En hugur landnámsmanna reikar jafnan til fyrri heimkynna og má segja að hugur margra hafi verið í Noregi. Menningin í upphafi hefur að miklu leyti verið norsk bændamenning, en með ákaflega hollum áhrifum sem landnemar frá byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum hafa flutt með sér, þar á meðal sumt af keltneskum rótum runnið.

Kría

Jakob Benediktsson ritar um ritaðar heimildir um landnámið. Getur hann þar um og vitnar til Íslendingabókar og Landnámabókar. Bæði þessi rit eru upphaflega til orðin á fyrstu áratugum 12. aldar, og milli þeirra eru bein tengsl. Ritin voru afrituð nokkrum sinnum.
Ari fróði samdi tvær gerðir Íslendingabókar, en eins og kunnugt er endurskoðaði hann fyrri bókina að tilmælum biskupanna og Sæmundar fróða, og felldi út úr henni hluta. Fyrri gerðin er glötuð, en hún var til fram á 13. öld. Síðari gerðin er varðveitt í nokkurn veginn þeirri mynd, sem ætla má að Ari hafi gengið frá henni. Brynjólfur biskup lét Jón Erlendsson skrifa hana upp eftir handriti frá því um 1200. Lét hann m.a.s. gera það þrisvar. Gamla skinnbókin er þó glötuð, en tvö afritin hafa varðveist.
Elsta afrit Landnámabókar er Sturlubók (Sturlu Þórðarsonar d. 1284). Hún ein er varðveitt heil í uppskrift Jóns Erlendssonar eftir allgóðu handriti frá því um 1400, en það handrit brann 1728. Önnur gerðin er Hauksbók (Haukur Erlendsson (rituð 1306-08). Fjórtán blöð eru varðveitt úr henni, en einnig var hún til í afriti í svonefndri Styrmisbók. Melabók, kennd við Melamenn í Melasveit, var afrit frá því um 1300. Aðeins tvö blöð hafa varðveist. Skarðsárbók er samsteypa úr Hauksbók og Sturlubók, afrituð af Jóni Erlendssyni. Hún var grundvöllur fyrstu útgáfu Landnámabókar 1688.
SelurGuðmundur Ólafsson fjallar um vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám Íslands. Þar segir hann að fornleifafræðin fáist um nafnlausa einstaklinga og þær áþreifanlegu leifar sem þeir hafa skilið eftir sig. Þær minjar sem um ræðir eru einkum forngripir, grafir og greftrunarbúnaður og mannvirkjaleifar. Í lokin segir hann að hugsanlega eiga eftir að finnast sannanir fyrir því að hér hafi menn numið land fyrr en núverandi heimildir gefa tilefni til að ætla. Í dag liggja þó engin gögn fyrir, sem réttlæta slíkar staðhæfingar.
Ólafur Jensson sagði frá erfamörkum, erfðasjúkjómum og uppruna Íslendinga. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið benda niðurstöður til þess að okkur svipi til Norðmanna í um 63% tilvika og til Íra í um 13% tilvika. Þá svipar um 22% Íslendinga hvorki til Norðmanna né Íra.
Stefán Aðalsteinsson fjallar um uppruna íslenskra húsdýra. Hjá honum kemur m.a. fram að nautgripir hafi helst komið frá Guernsey eða jafnvel verið af gömlu norsku kúakyni. Hross hafi komið frá Hjaltlandi og sauðfé verið ættað frá Noregi. Geitur, svín og hundar voru ættuð frá Norðulöndum, kettir frá Írlandi, en óvíst er um uppruna músa.
Þá er fjallað um gjóskulagarannsóknir m.t.t. aldursgreininga, geislakolsaðferðina til nota við aldursgreiningu, frjókornagreiningu til aldursákvörðunar, ískjarnatöku úr jöklum til aldursákvörðunar, veðurfar á Íslandi um landnám, gróðurfar, landnýtingu og fleira.

Hafurbjarnastaðir

Gripir sem fundust í kumli við Hafurbjarnastaði.

Gufuskálar

Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni) er síðar nam land á Rosmhvalanesi; „Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Þá segir jafnframt að „Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík“.
Hólmur - fornmannaleiði fremst?Steinunn gamla, sem svo var nefnd, gæti hafa búið á eyjunum við Skotland eða dvalið þar – til þess bendir nafnið Njáll á öðrum syni hennar og heklan sem hún galt með fyrir land Ingólfs. Annar sonur hennar hét Arnórr. Maður Steinunnar var Herlaugur Kveldúlfsson, sagður bróðir Skalla-Gríms, og virðist hann hafa verið látinn er hún kom til Íslands. Mikil vígsár voru þá í Noregi. Í það minnsta kom hún án hans til landsins. Trúlega hefur Steinunn numið land sitt hér fr
á u.þ.b. 880-891, sennilegast þó um 890, því líklegt má telja að Ingólfur hafi látist á bilinu 900-905. Hann fór nokkrar ferðir til Noregs eftir að hann settist að í Reykjavík um 874 og trúlega hefur Steinunn fylgt honum til baka í einhverri þeirra því talið er að eiginmaður hennar hafi verið drepinn af mönnum Haraldar hárfagra ásamt frændum hans um 890. Ingólfur var einmitt staddur á heimaslóðum sínum í Fjörðum í Noregi um 890 eða 891. Kveld-Úlfur fluttist búferlum um þetta leyti (891), en lést á leiðinni til Íslands, þá orðinn gamall maður.
Þegar hingað til lands var komið fékk Steinunn Rosmhvalanesið í skiptum fyrir hekluna. Gufi Ketilsson af Akranesi hafði freist
ast til að setjast að í Gufunesi í landi Ingólfs í Reykjavík (Þórðarbók/Melabók Landnámu) en í óþökk landnámsmannsins. Þetta hefur væntanlega verið fyrir 900. Eftir að Ingólfur hafði rekið Gufa á brott fór hann á Rosmhvalanes og vildi taka sér bólfestu á Gufuskálum í Leiru en þau Steinunn „keyptu saman“ að hann færi þaðan á brott og vermannastöð yrði þar ávallt frá Hólmi. Samkvæmt þessu hefur Steinunn þá enn verið lifandi.
Eftir landakaupin ól Steinunn upp frænda sinn, Eyvind og gaf honum síðan hluta úr landnámi sínu, landið frá Hvassahrauni að Vogastapa, innsta hlutann af hinu forna Rosmhvalanesi sem á 9. öld náði þá líka yfir Vatnsleysuströndina sem kom í hlut Eyvindar er bjó í Vogum. Hann fluttist að Bæjarskerjum að lokum, eins og fram kemur í Landnámu. Vilja sumir meina að þar hafi Steinunn þá búið fyrrum.
Byggð hefur hafist á austanverðu Rosmhvalanesi með því að menn reru þaðan til fiskjar í byrjun. Um það vitna Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar í Garði. Upp frá því hafa síðan jarðir byggst. Af Egilssögu að merkja hefur Rosmhvalanesið verið allbyggt nálægt 939. Ljóst er þó að ysti hluti Nessins innan Skagagarðsins virðist hafa byggst síðast enda var erfiðast að sækja þaðan sjó vegna skjóleysis við landið. Nokkur rök eru þess vegna til að þær jarðir sem bestar höfðu lendingar hafi byggst allsnemma og ekki var verra ef sæmilegt vatnsból voru nærri slíkum jörðum. Ein af slíkum jörðum var Hólmur í Leiru. Þar virðist hafa verið greiðara að ná í vatn en víða annars staðar á svæðinu. Í fjörunni undan Gufuskálum var og er enn sístreymandi vatn, volgt en ekki kalt, og hefur því ekki frosið á vetrum. Á landnámsöld hefur vatnið e.t.v. verið heitara og á stigið upp af því gufa. Sennilega hefur útstreymi þetta staðið ofar í fjörunni svo greiðara var að komast að því en er í dag. Ljóst er að í vatnsleysinu á Suðurnesjum var aðgangur að slíku vatni allt árið gulls í gildi. [Rétt er að geta þess að vatn hefur víða verið að finna á Suðurnesjum. Þess bera bæði kaldavermsl og vatnsstæði glögg merki. Eitt slíkt, hlaðið umhverfis, er t.a.m. ofan við Gufuskála og annað ofan við Hólm, auk þess tjarnir voru ofan strandar utan Bergvíkur].
VatnsstæðiAðgangur að nægu vatni gat því verið full ástæða til að ábúandi á Hólmi gerði allt sem í hans valdi stóð til að hindra fasta búsetu á Gufuskálum. Þetta gætu því verið allgóð rök fyrir því hvers vegna Steinunn „keypti“ Gufu brott af staðnum. [Það að Steinunn hafi þurft að „kaupa“ hann úr landnámi sínu, bendir til þess að Ingólfur hafi annað hvort ekki verið til staðar eða að hún hafi ekki sest þar að fyrr en um 900]. Efamál er hvort bátalending hafi fyrrum verið betri á Gufuskálum en á Hólmi, en nú er þar ólíku saman að jafna, enda þéttist byggðin síðar mest um Hólm. Ýmislegt bendir til þess að upplýsingar í Melabók um Gufu Ketilsson séu réttar og að Steinunn hafi kannski ekki búið ýkja langt frá Gufuskálum, jafnvel þar til að byrja með.
[Við þetta má bæta að utan við núverandi íbúðarhús á Hólmi, nálægt hinu gamla bæjarstæði, er bátslaga blettur með grjóti umgerðis. Blettur þessi var lengi vel afgirtur og mátti aldrei hrófla við honum, ella hlytist verra af].

Heimild m.a.:
-Landnáma (Sturlubók).
-Skúli Magnússon – Faxi, 3. tbl. 2007, bls. 15.

Landnámsmenn

Hér á eftir fylgir listi yfir landnámsmenn á Reykjanesskagnum (landnámi Ingólfs) og landnám þeirra. Listanum fylgir upptalningu Landnámabókar sem byrjar á Ingólfi Arnarsyni í Reykjavík og telur þaðan réttsælis um skagann.

Letursteinn– Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Brynjudalsár í Hvalfirði og öll nes út. Hann bjó í Reykjavík.
Ingólfur Arnarson (stundum nefndur Björnólfsson) er jafnan talin fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann kom fyrst til Íslands ásamt fóstbróður sínum og mág, Hjörleifi Hróðmarssyni, til landkönnunar í kringum 867. Þeir komu svo til að nema land á Íslandi í kringum 870, þó hefð sé að miða við 874. Ingólfur hafði verið gerður útlægur frá heimkynnum sínum í Dalsfirði í Firðafylki á Noregi og ákvað því að flytja til Íslands. Ingólfur er sagður hafa haft vetursetu í Ingólfshöfða sinn fyrsta vetur á Íslandi. Sagan segir að hann hafi kastað öndvegissúlum sínum fyrir borð áður en hann kom að landi og svarið að setjast að þar sem þær kæmu að landi, vegna þess að þar myndu goðin vilja að hann byggi. Hann sendi svo þræla sína Karla og Vífil til að leita þeirra, og fundu þeir þær við Arnarhvol í Reykjavík. Sú leit tók 3 ár. Ingólfur settist að í Reykjavík en landnám hans náði á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Kona Ingólfs var Hallveig Fróðadóttir.

– Vífill, þræll Ingólfs. Ingólfur gaf honum frelsi og land og bjó hann á Vífilsstöðum.
Vífill var annar af tveimur nafngreindum þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Að sögn Landnámabókar fundu þrælarnir Karli og Vífill öndvegissúlur Ingólfs við Arnarhvol í Reykjavík. Samkvæmt Landnámu hlaut Vífill síðar frelsi og setti niður bú sitt að Vífilsstöðum Vífilsgata í Reykjavík dregur nafn sitt af þrælnum Vífli.

– Þórður skeggi Hrappsson nam land með ráði Ingólfs milli Úlfarsár og Leiruvogs og bjó á Skeggjastöðum.
Þórður skeggi (fæddur um 839) nam að sögn Landnámabókar land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu), en hann hélt til Íslands að ráði Ingólfs Arnarsonar. Bú hans var að Skeggjastöðum. Þórður skeggi var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur, eldri dóttir þeirra hét Helga en hennar maður var Ketilbjörn hinn gamli. Yngri dóttirin hét Þuríður. Skeggjagata í Reykjavík er nefnd eftir honum.

– Hallur goðlaus Helgason nam land með ráði Ingólfs milli Leiruvogs og Mógilsár.

– Helgi bjóla Ketilsson nam Kjalarnes milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó að Hofi.

Forn leið– Örlygur gamli Hrappsson nam land með ráði Helga bjólu frá Mógilsá til Ósvífurslækjar og bjó að Esjubergi.

– Svartkell nam land milli Mýdalsár og Eilífsdalsár, bjó fyrst á Kiðafelli en síðan á Eyri.

– Valþjófur Örlygsson nam Kjós og bjó á Meðalfelli.

– Hvamm-Þórir, nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi.

– Þorsteinn Sölmundarson nam land milli Fossár og Botnsár.

– Ávangur byggði fyrst í Botni í Hvalfirði.
Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip.
Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur. Sonur Þormóðar var Börkur, faðir Þórðar, föður Auðunar í Brautarholti.

– Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krísuvík.

– Molda-Gnúpssynir byggðu í Grindavík.

– Steinunn gamla fékk Rosmhvalanes fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi frænda sínum.

– Eyvindur fékk land af Steinunni frænku sinni milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns.

– Herjólfur Bárðarson fékk land af Ingólfi frænda sínum milli Reykjaness og Vogs.

– Ásbjörn Össurarson nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og bjó á Skúlastöðum.

Heimild:
-Landnáma (Sturlubók).

Landnámsmaður

Landnámsmaður í Einihlíðum.

Papar

„Þegar fyrstu norrænu landnemarnir komu til Íslands hittu þeir keltnesku papana fyrir í landinu. Frásögn heilags Brendans (um 486-578) er athyglisverð í þessu sambandi.

Brendan

Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í riti sínu Navigatio (Sjóferðunum) greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem byggð var reglu íhugunarmunka. Samfélag þetta lifði undir ströngu þagnarheiti, en ábótinn rauf þagnareiðinn nægilega lengi til að greina Brendan frá því, að þeir hefðu hafist þar við í 80 ár. Allan þennan tíma höfðu þeir verið lausir við alla sjúkdóma og ekkert óhapp borið að höndum. Einn af munkum Brendans varð svo snortinn af þessari frásögn og hinu heilaga líferni papanna, að hann bað um leyfi til að ganga í samfélagið sem honum var fúslega veitt.
Brendan og skipshöfn hans vörðu jólunum næstu fimm árin í þessu samfélagi hinna keltnesku íhugunarmunka meðan þeir reyndu að finna siglingaleið til Ameríku. Ein tilvísananna í Navigatio þar sem minnst er á „heita leirtjörn“ bendir eindregið til Íslands rétt eins krystall minnir á íslenska silfurbergið. Í annarri frásögn í Navigatio greinir Brendan einnig frá tveimur eldfjöllum þar „sem þeir stóðu við hlið heljar.“ Risavaxnir djöflar fleygðu í þá stórum kekkjum af logandi gjalli úr risavöxnum eldsofni og þeir gátu séð fljót gullins elds renna niður hliðar ofnsins. Einn munkanna féll jafnvel fyrir borð meðan þessi árás stóð yfir og fannst aldrei aftur. Allt bendir þetta eindregið til Íslands sem eina virka eldfjallasvæðisins í Norðuratlantshafinu.
Ari fróði hefur staðfest tilvist papanna í Landnámu og minnist sérstaklega á að þeir hafi skilið eftir „bagla og bjöllur.“ BrendanEitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.

BookFornar sagnir greina okkur frá því að um miðbik tólftu aldar hafi um 600 manna byggð horfið undir hraunstraum í Krýsuvík. Einu mannvistarleifarnar í dag er hringlaga kirkja sem stendur á hól í miðjum hraunstraumnum, en hringkirkjurnar er eitt af því sem einkennir keltneska kristni. Enn sem komið er hefur staðurinn ekki verið rannsakaður af fornleifafræðingum, en mönnum ber saman um að hér sé um einhverjar elstu mannvistarleifarnar í landinu að ræða.
Ég varð sjálfur furðu lostinn líkt og danski handritafræðingurinn Carl Nordenfalk, sem sérhæft hefur sig í keltneskum handritum, þegar hann blaðaði í gegnum lýsta keltneska guðspjallabók, Book of Burrows. Skyldleikinn við hina fornu Diatessaron er sláandi. Upphaflega var það Tatían prestur sem tók Diatesseron saman um miðbik annarrar aldar og öldum saman var handritið notað sem opinber texti Antíokkíukirkjunnar. Í Burrowsbókinni er táknmerkjum guðspjallamannanna fórnað heilli síðu fyrir framan hvert guðspjallanna fjögurra, rétt eins og í Diatesseron. Líklega var handritið lýst á síðasta áratugi sjöttu aldar og að dómi fræðimanna fyrsta dæmið um myndlýsingar í enskri listasögu.
BookÞessi sama myndlýsingararfleifð birtist að nýju í öðru keltnesku handriti sem gert var nokkru síðar: Willibrordguðspjallabókinni. En að nýju sjáum við tákn guðspjallamannanna síðan höfð um hönd í Book of Kells sem menn til forna trúðu að „englar hefðu lýst“ því að handbragðið er svo listilegt. [Bókin var samin um árið 800 á Írlandi.]

Á fjórverutákninu í Book of Kells sjáum við ljóslega hvernig ljónið er sýnt með drekahöfuð, rétt eins og það birtist síðar í íslenska fjórverutákninu. Ef til vill má rekja þetta til hins gríska texta Sjötíumannaþýðingarinnar (Septuaginta) þar sem minnst er á drakonis eða „dreka“ (Sl 91. 13). En jafnhliða þessu má útskýra þetta með því að hafa í huga að drekinn var tákn visku bæði í hinni keltnesku og norrænu arfleifð og ljónið eða hið óarga dýr lítt þekkt á svo norðlægum breiddargráðum.

Tilvist drekans í íslenska fjórverutákninu má ef til vill einnig útskýra með þeirri staðreynd, að 16% íslenskra karlmanna eiga uppruna sinn að rekja til rómverska skattlandsins Dakíu samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna og heimaslóða Gotanna. Þeir voru í nánum tenglsum við þjóðir í Miðasíu og þar um slóðir lík og meðal Mongóla og Kínverja var drekinn tákn speki og fjórverutáknið gegndi mikilvægu hlutverki í allri þjóðfélagsskipuninni og skiptingu landsins.

Book

Hið nána samband keltnesku papanna við egypsku eyðimerkurfeðurna hefur komið fræðimönnum í opna skjöldu. Í bréfi til Karlamagnúsar Frakkakonungs nefndi enski munkurinn Alcuin keltnesku einsetumennina pueri egyptiaci eða „syni egyptanna.“ Það var ekki einungis T-krossinn og handbjöllurnar sem þeir áttu sameiginlega með koptísku kirkjunni. Keltnesku paparnir litu á heilagan Antóníus frá Egyptalandi sem fyrirmynd sína í ögunarlífinu og eitt andsvaranna úr írskri tíðagjörð frá Bangorklaustri hljóðar svo:

Húsið er fullt gleði
og byggt á kletti.
Sannarlega vínviður
gróðursettur frá Egyptalandi.

Egypsku munkarnir sjö sem bjuggu í Disert Uilag á vestur Írlandi og andsvar tíðagjörðarinnar eru ekki einu menjarnar um náin tengsl Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar til forna og þannig var Þeófor, sjöundi erkibiskupinn í Kantaraborg býsanskur og ættaður frá Tarsus, heimaborg Páls postula. Með skrifum sínum um andleg málefni bar hann kenningar sýrlenska Antíokkíuskólans til Englands. Þannig sjáum við hvernig hin heilaga arfleifð streymdi um æðar hins lifandi líkama kirkjunnar allt til marka hins byggilega heims á Íslandi.Skjaldarmerki

Þannig gegndi Aðalráður Englandskonungur furðulegu hlutverki við stofnum Alþingis á Íslandi. Egill Skallagrímsson dvaldist við hirð hans um þriggja ára skeið og þegar hann snéri heim hafði hann í fórum sínum „sléttfulla kistu silfurs“ sem gjöf frá konungi sem hann deildi út meðal fyrstu goðorðsmannanna á Öxarárþingi. Það var auk þess Egill sem gaf landið undir þessa löggjafarsamkundu sem grundvallaðist á fjórverutákninu, eins og vikið er að á öðrum stað. En það er ekki markmiðið að fara frekar út í þetta áhugaverða efni á þessum vettvangi. En rétt eins og fjórverutáknið var grundvöllur allra heilagra mála enska konungsvaldsins, hafði það mótandi áhrif á alla þjóðfélagsskipunina á Íslandi. Gunnar Dal hefur jafnvel komið fram með þá tilgátu að nafn Íslands sé dregið að rótinni Ís fremur en af ís, rétt eins og í nafni Ísraels: Lands Guðs. Þetta var einmitt það sem þetta eyland varð pöpunum: Hin egypska eyðimörk þeirra sem opinberaði þeim „dásemdir hans á djúpinu.“

Book

Hinna keltnesku áhrifa gætir víða í vexti kristindómsins á Íslandi. Í Kjalnesingasögu er greint frá draumsýn sem vitraðist heilögum Patrek þar sem hann var hvattur til að reisa kirkju á Íslandi. Það var einmitt þetta sem hann gerði og sendi skip með kirkjuvið og klukku til Íslands. Skipið tók land á Vestfjörðum þar sem skipsmenn vörðu fyrsta vetrinum og nefndu fjörðinn Patreksfjörð til heiðurs hinum helga manni. Að vori sigldu þeir síðan suður með vesturströndinni uns þeir fundu það landmið sem heilagur Patrekur hafði lýst fyrir þeim og hafði vitrast honum.

Við landtöku brutu þeir skipið og klukkan tíndist. En nokkrum dögum síðar þegar rekinn var gengin hafði hafið skilað klukkunni á land. Þarna reistu þeir þessa kirkju á Kirkjulandi á Kjalarnesi. Hátt upp í Esjuhlíðum má enn sjá örnefnið Kirkjunípa merkt á kort í Esjubergi til minningar um þetta atvik. Hér stóð kirkja um aldir en síðar var hún flutt að Mosfelli ásamt klukkunni góðu. Á síðari hluta nítjándu aldar var afráðið að leggja niður kirkjuna og urðu bændur sveitarinnar svo æfir af reiði, að þeir tóku klukkuna og földu á ókunnum stað. Hún fannst að nýju á sjöunda áratugi tuttugustu aldar á Harastöðum í Mosfellsdal. Klukkuna má sjá í dag að Mosfelli. Þetta er forn keltnesk klukka, ferhyrnt, og að dómi fornleifafræðinga frá níundu öld. Í dag hefur hún öðlast miklar vinsældir meðal ungra elskenda sem ganga í heilagt hjónaband undir sama klukkuhljómnum og kallaði írska menn til forna til tíða.“

Heimildir m.a.:
-tabernacleoftheheart.com

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.

Landnám

„Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands.

refagildra-991

Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum.
Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað.
Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld,“ hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church.
sveppir-991„Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma,“ segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar.
Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun.
Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf.
galgaklettar-991Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri.
Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn.“

Heimild:
-http://www.visir.is/hverjir-byggdu-faereyjar-longu-a-undan-vikingum-/article/2013130829568

Eyjarétt

Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir.

Stykkisvellir

Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: „Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út“. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi Ingólfs, en þó er Þorsteinn Sölmundarson, er nam Brynjudal allan, talinn nema í landnámi Ingólfs. Bústaður þeirra feðga, Þorsteins og Refs gamla, sonar hans er talinn í Múla, sem er norðan árinnar. Má því ætla að norðurtakmörk Ingólfslandnámsins hafi verið hin sömu, sem voru sýslutakmörk um aldir. (Með nýlegri lagabreytingu eru stjórnsýslumdæmi sýslumanna miðuð við sveitarfélagamörk og sveitarfélög voru samsett af landi þeirri jarða, sem í sveitarfélaginu voru. Við þetta breyttust sýslumörk á þessum stað, þar sem land Stóra Botns var áður bæði í Borgarfjarðarsýslu og Kjós, en eru nú einungis í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns í Borgarnesi).

Heimildir um landnám – og réttir.
EyjaréttSvartkell hinn katneski nam land fyrir innan Mýdalsá (Miðdalsá), milli hennar og Eilífsdalsár, sem gengur nú undir nöfnunum Dælisá og Bugða og fellur í Laxá nokkurn spöl frá sjó. Svartkell bjó fyrst á Kiðjafelli, en síðan á Eyri.
Valþjófur Örlygsson hins gamla á Esjubergi nam Kjós alla segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Hvamm Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Mörkin að landnámi Þóris eru greinileg.
Þorsteinn Sölmundarson nam land frá Fossá að Botnsá, Brynjudal allan. Nokkuð af landnámi hans það sem milli er Brynjudalsár og Botnsár, liggur utan landnáms Ingólfs. Þess er ekki getið í Landnámu hvar Þorsteinn hafi búið, en í Harðar sögu segir, að Refur hinn gamli sonur hans, hafi búið á Stykkisvelli í Brynjudal, en Þorbjörg katla móðir Refs hafi búið í Hrísum. Bæði þessi bæjarnöfn eru nú löngu týnd, en Hrísar munu vera sami bær, sem nú nefnist Hrísakot.

Afréttarmál og ítök:
FossárréttÍ lýsingu Reynivallarsóknar 1840 eftir séra Sigurð Sigurðssona er fjallað um afréttarmál í sókninni. Segir þar að eftirfarandi svæði séu notuð fyrir geldfé á sumrum: Múlafjallið, dalnotnar í Botnsdal og Brynjudal, Kjölfjallið með tilheyrandi dölum og dældum. Seljadalur og landið fyrir framan Hækingsdal og í kringum Stíflisdal.
Í lýsingu Björns Bjarnarsonar (1937) á Kjósarsýslu segir að afréttarland eigi sveitin ekki, en landrýmisjarðir séu nokkrar og aflögufærar um sumarhaga, mest Ingunnarstaðir. Þá segir að sauðfjárréttir í Kjós séu tvennar, Fossárrétt fyrir norðursveitina og Eyjaréttir fyrir sveitina sunnan Laxár.

Fossárrétt

Í bókinni “Göngur og réttir” II eftir Braga Sigurjónsson er fjallað um afréttarmál í Kjós. Segir þar eftirfarandi: “Göngur og réttir í Kjósarhreppi munu hafa verið með líku móti svo öldum skiptir, svo sem þær voru á fyrstu tugum þessarar aldar (tuttugasta öldin) og hér verður lýst í stórum dráttum.”
Þá er lýst fjallahring Kjósar, sem er Esjan að Svínaskarði, þá Skálafell og Sauðafell að Kjósarskarði, þá Brattfell og Kjölur að Leggjabrjót, þá Botnssúlur að Hvalskarði og Múlafjall að Botnsá. Bragi segir að sauðfé hafi fyrrum verið haldið meir til fjalla en þegar hann ritar bók sína, þar sem lítið var um girðingar um tún og engjar. Leitardagur var eftir fjallskilareglugerð ákveðinn í 22. viku sumars og varð að nota hann, hvernig sem viðraði. Sveitarstjórn gaf út fjallskilaboð, sem gekk boðleið um sveitina. Þetta var mikið skjal því leitarsvæðin voru mörg og hver einasti bóndi sveitarinnar um 50 talsins, þurftu að gera fjallskil. Leitarstjórar voru skipaðir á hvert leitarsvæði.
Laxá skipti sveitinni í tvo hluta. Sunnan Laxár voru leitarsvæðin Eyrarfjall, Meðalfell og dalir Esjunnar ásamt umhverfi; Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur og Fremrahálsland að sýslumörkum Árnessýslu, en þau eru um hæstu toppa Sauðafells og Brattafells.
Norðan Laxár voru tvö samfelld leitarsvæði. Var annað FossárréttBrynjudalsfjalllendi frá Þverá austan Þrándarstaða að Botnsá, þ.e. norðurhluti Kjalar, Botnssúlur, Hvalfell og Múlafjall og Brynjudalur allur. Þá var stór hluti af landi Stóra Botns á þessu leitarsvæði, þ.e. allt land þeirrar jarðar sunnan Botnsár.
Hitt leitarsvæðið norðan Laxár var frá sýslumörkum við Árnessýslu í Kjósarskarði milli Sauðafells og Brattafells, Hækingsdals-, Þrándarstaða-, og Fossárlönd og allur Reynivallaháls. Nú á dögum eru göngur og réttir ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Hver bóndi smalar sitt umráðaland og kemur úrgangi til lögréttar, en hún er í Möðruvallalandi og heitir Kjósarrétt.
Með bréfi sýslumanns þann 18. júlí 1977 var þeim Tryggva Einarssyni bónda í Miðdal, Mosfellshreppi og Oddi Andréssyni, Neðra Hálsi, Kjósarhreppi falið af sýslunefnd Kjósarsýslu að gera afréttarskrá fyrir sýsluna með tilvísun til 6. gr. laga 42/1969. Í svarbréfi þeirra til sýslumanns kemur þetta fram: “Við nána athugun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að afréttur hafi ekki verið til í Kjósarsýslu samkvæmt skilingi okkar á merkingu þess orðs, þar sem öll lönd innan sýslunnar“.

FossárréttFossárréttin er auðfundin við Fossá skammt fyrir ofan (ca. 250 m) þar frá sem þjóðvegurinn um Hvalfjörð liggur nú. Hún er hlaðinn og stendur vel, notuð fram undir 1960. Vel má greina dilka og almenning í réttinni. Nú er búið að planta furutrjám í réttina og umhverfis hana. Yngri hlaðin rétt er neðar, undir Fossinum rétt ofanvið þjóðveginn.
Eyjaréttin er torræðari. En með aðstoð Páls Ingólfssonar á Eyjum I var hægt að ganga að henni vísri. Páll sagðist oft hafa leikið sér í réttinni á unga aldri og hann myndi vel eftir henni. Þetta hafi verið hlaðin rétt, en þegar Jóhannes, kennur við Bónus, hefði byggt sér sumarbústað við vestanverða réttina, norðan Meðalfellsvatns, hafi mest af grjótinu verið tekið úr réttinni og sett undir bústaðinn. Í dag (árið 2008 er FERLIR fór í vettvangsferð á staðinn) má þó enn sjá leifar réttarinnar og lögun hennar í túni innan girðingar er umlykur sumarbústaðinn. Leitt er til þess að vita að þarna hafi fornt mannvirki farið forgörðum fyrir lítið án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það á þeim tíma. Varla er þó ástæða til að forviðrast því slíkt virðist vera að gerast víða um land enn þann dag í dag. Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar að Kiðafelli var þjóðvegurinn lagður yfir efri hlutann á réttinni árið 1953.
Kjósarréttin fyrrnefnda er nýleg, steinsteypt rétt nálægt Möðruvöllum, en þarfnast viðhalds.
Fossárrétt

Hafnir

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni.

Skálinn

Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það  var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum). Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi. Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness“, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog. Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Landnámsbærinn

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis. Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu. Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins. Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í ljós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins. Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum.

Kirkjuvogskirkja

Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann. Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil „hús“ austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skálans til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.
Vogur - tilgátaÁ skilti við minjarnar stendur: „Árið 2003 fundust á þessum stað tóftir langhúss sem er 18m að lengd og 8 m að breidd. Þá eru greinilegar tóftir fleiri smáhýsa á svæðinu. Við C14 aldursgreiningu fornleifasýna kom fram sterk vísbending um að bærinn hafi verið reistur fyrir árið 900. Frekari rannsóknir eiga eftir að fara fram á svæðinu. Mögulega er hér kominn bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Svo segir í Landnámu: „Herjólfr… var frændi Ingólfs ok fóstbróðir. Af því haf Ingólfs honum land millum Reykjaness og Vágs. Hann sonr var Bárðr, faðir Herjólfs, þess er fór til Grænlands ok kom í hafgreningar.“. Herjólfur, landnámsmaður í Vogi, hefur því verið langafi Bjarna Herjólfssonar sem fyrstur Evrópumanna sá meginland Ameríku.
Reykjanesskaginn allur fellur undir Landnám Ingólfs Arnarssonar. Síðar gaf hann þeim sem hann vildi úr landnámi sínu. Þannig hefur landið sem Herjólfur fékk náð yfir allan Hafnahrepp.
Örnefnið „Vogur“ er væntanlega eldri mynd af „Kirkjuvogi“. Einnig er þekkt örnefnið „Lögrétta“ úr nágrenninu sem talið er að sé undir norðaustur horni kirkjugarðsins.“
Við Kirkjuvogskirkju er annað ankerið af Jamestown, sem náðst hefur upp af strandstaðnum við Ósa. Austan þess var Lögréttan.

Heimild:
-Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
-Upplýsingaskilti við „landnámsbæinn“ í Vogi (Höfnum).

Hafnir

Skilti við „Vog“ í Höfnum.

Hóp

Bjó Molda-Gnúpur að Hópi? Eða kannski einhver sona hans?

Loftmynd af Hópi

Í Landnámu (IV.hluti) segir að „Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir …. Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á. Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður en jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.“
Hér að framan er einungis sagt Grindavík en ekki nákvæmlega hvar í Grindavík. í önefnalýsingu um Hóp í Grindavík sem Ari Gíslason skráði segir m.a. um jörðina Hóp, sem hefur um langt skeið verið miðsvæðis og ein af lykiljörðum byggðalagsins: „Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þorkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum. Ekki hef eg kannað það. Þó hef eg flett upp einum slíkum stað, en þar er bærinn nefndur Hóp. Þjóðvegurinn liggur rétt ofan við túnið. Landið er því sneið af Þorkötlustaðanesinu og svo spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum. Lón það, sem bærinn stendur upp frá og dregur nafn af, heitir Hóp…
Goðatóftin fremst - og gamli bæjarhóllinnAustur af gömlu traðartóftinni neðan bæjar er Goðatóft, gamalt goðahús friðlýst, sem má ekki róta. Vestan við túnið á Hópi er Eystri-Vikradalur. Vestan hans er stór hóll, sem heitir Miðaftanshóll. Hann er eyktamark frá gamla bænum.
FERLIR flaug nýlega yfir Hóp með Ólafi Ólafssyni, bæjarstjóra. Tilefnið var m.a. að ljósmynda gömlu bæjartóftirnar og næsta nágrenni. Útkoman var ótrúleg; á túninu umhverfis gamla bæinn voru jarðlægar tóftir og garðar svo til við hvert augnmál. Garðarnir eru greinilega misgamlir og hafa flestir verið sléttaðir út. Ofan við gamla bæjarhólinn, norðvestan fjárhúsanna má greina 5 tóftir, auk matjurtargarða. Heimtröðin sést vel vestan við hólinn og suðvestan við Goðatóftina fyrrnefndu. Jarðlægur vörslugarður hefur verið í boga ofan við gamla bæinn, en hann síðan verið færður út og stækkaður og auk þess verið hlaðinn garður til norðurs. Innan gamla garðsins og ofan gamla bæjarhólsins er forvitnileg jarðlæg rúst með görðum til beggja átta er teygja sig að gamla garðinum. Við norðvesturhornið hefur verið hlið. Nokkru vestar í túninu eru tóftir nýrri útihúsa.
Forvitnilegasta rústin er þó sú minnst sýnilega í túninu. Hún virðist vera leifar af fornum skála er snýr til SV og NA. Stærðin á mannvirkinu er svipuð skála þeim er sjá má í Húshólma og lögunin er áþekk.
Aðrar minjar eru þekkjanlegar á loftmyndinni, en verða ekki raktar hér. Hins vegar er hér um áhugaverðar minjar að ræða, sérstaklega með hliðsjón af framangreindri lýsingu Landnámu.

Heimildir m.a.:
-Landnámabók – IV. hluti.
-Örnefnalýsing AG fyrir Hóp – ÖÍ.

Hópið