Færslur

Festisfjall

Í “Þjóðsögur og munnmæli” skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um forna sögn af Írum á Íslandi:
Irar-1“I. Forn sögn er það ein, að í gamalli kálfskinnsbók frá anno 400 post Cristum natum standi, að Ísland hafi verið bygt af Írum, er hafi hingað út farið á 8 skipum og verið hér um 200 ár: Eptir það er mælt, að niðjar þeirra hafi hingað komið, er bygð áttu á Írlandi, og séð hér yfir 50 elda, og var þá útdautt hið gamla fólk, qvi delirabant dix. hinc ven. Tröll. Þar segir og um Siglubergsháls, sem skuli hafa verið í Grindavík. Þar skyldu Írskir hafa fest skipum sínum, þá hingað komu, og segja gamlir menn, að um stórfjörur megi þar sjá járnhringa fasta í sjávarklöppunum.
(Eptir handriti sjéra Friðriks Eggertz 1852).”

Sjá meira um Festisfjall / Festarfjall HÉR.

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Jón Þorkelsson skráði, 1899, bls. 1.

Reykjavík

“Norrænt landnám á Íslandi hefst með Ingólfi Arnars

yni og telst frá því, er hann reisti byggð í Reykjavík sumarið 874.
ondvegissulur-2Hin fáorða saga hans sýnir vel, að hann 
hefir ekki hrapað að því að nema land á afskekktu eylandi lengst vestur í Atlantshafi. Nokkrum árum áður fór hann þangað til þess að kynnast landinu. Þá tók hann land í Álftafirði hinum syðra í Austfjörðum. Þar dvaldist hann eitt ár og kannaði landið. Segir sagan, að honum hafi litist landið betra suður en norður. Þessi stutta setning sýnir að hann muni hafa látið kanna allvíða og má vel vera að þeir hafi þá komist alla leið suður í Hornafjörð.
Næsta vetur sat hann í Noregi og gekk þá til véfréttar um forlög sín, en véfréttin vísaði honum til Íslands. Hefir Ingólfur verið trúmaður mikill og treyst á handleiðslu guðanna. Sést það einnig á því, að þá er hann sigldi að Íslandi næsta sumar, þá varpaði hann öndvegissúlum sínum fyrir borð og hét á guðina að láta þær koma þar að landi er hann skyldi byggja. Þetta var helgiathöfn og um leið afsalaði hann sér ákvörðunarrétti um hvar hann skyldi nema land. Ákvörðunin var falin guðunum. Ekki er þess getið hvar þetta gerðist, en ekki er ólíklegt að það hafi verið í nánd við Vestrahorn, og hafi Ingólfur vænst þess, að öndvegissúlurnar ræki beint til lands. Það hefir aðeins verið fróm og mannleg ósk, ef hann hefir litið Hornafjörð áður um sumar í sólskini, því að sú sjón mundi vekja löngun hjá öllum að eiga þar heima. En nú voru það guðirnir sem réðu, og austanfallið hreif öndvegissúlurnar þegar og bar þær allhratt vestur með landi. Vera má, að Ingólfur hafi ekki viljað missa sjónar á þeim og hafi þess vegna tafist við að fylgja þeim eftir. Fram að þessu höfðu þeir fóstbræður haft samflot, en nú bar Hjörleif undan og sigldi hann rakleitt vestur með landi. Hann treysti ekki á forsjá guðanna, enda varð honum að því. Ingólfur hefir farið mjög hægt yfir og þegar komið var vestur að Öræfum, mun hann sennilega hafa misst sjónar á öndvegissúlunum, enda hafa þá verið komnar dimmar nætur. Þá tekur hann sér vetursetu hjá Ingólfshöfða; þar var þá höfn og gat hann haldið skipi sínu óskemmdu um veturinn. En það var lífsspursmál fyrir hina fyrstu landnámsmenn, að gæta vel skipa sinna, svo að þeir gæti komist aftur af landi burt, ef þeim litist ekki á sig hér. Um vorið sendir hann svo tvo af mönnum sínum vestur með sjó, 
 til þess að leita öndvegissúlnanna. Þessi leit mun hafa staðið í tvö ár, en þá fundust súlurnar í Reykjavík.

Öndvegissúlur

Öndvegissúlur.

Ýmsir hafa haldið því fram, að þetta muni vera skröksaga öndvegissúlurnar hafi ekki getað hrakið meðfram allri suðurströnd Íslands, síðan fyrir Reykjanes og inn Faxaflóa, og alla leið inn í Sund. En nú vill svo til, að þetta er ekki einsdæmi. Nokkrum árum seinna varpaði Þórður skeggi öndvegissúlum sínum í hafið á svipuðum slóðum og Ingólfur. Má marka þetta á því, að hann veitti súlunum ekki eftirför, heldur tók land í Lóni og hugðist bíða þar frétta af því hvar þær hefði borið á land. Sú bið varð nokkuð löng, því að 15 ár bjó hann að Bæ í Lóni, áður en hann frétti til súlnanna. Þær hafði ekki borið á land í námunda við hann, heldur höfðu þær borist vestur með öllu landi, fyrir Reykjanes, inn Faxaflóa og seinast komið á land í Leirvogi í Mosfellssveit. Þessu höfðu guðirnir ráðið, og Þórður fór að vilja þeirra. Hann lagi þegar á stað, er honum barst fréttin, fékk landskika hjá Ingólfi og reisti bú að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, og er sá bær enn við hann kenndur. Þessir tveir menn voru sanntrúaðir og treystu guðunum í blindni, eins og sjá má á því, að annar var þrjú ár á hrakningi áður en hann fann hinn útvalda stað, en hinn hljóp frá vildisjörð eftir 15 ára búsetu, til þess að setjast að á stað, sem í engu virtist komast til jafns við hinn upphaflega bústað, — aðeins vegna þess, að guðirnir bentu honum á, að þar ætti hann að vera. En sögurnar af öndvegissúlunum eru merkar að öðru leyti, því að þær eru elsta vitneskja um hafstrauma við Ísland.”

Heimild:
-Árni Óla – Sjómannablaðið, Forsjónin valdi Reykjavík, 37. árg. 1974, bls. 1-2.

Reykjavík

“Svo segja heimildir, að vorið 874 hafi fyrsta skip svo vitað sé siglt inn á Reykjavík.
Þarna var Ingólfur Arnarson frá Dalsfirði í Firðafylki í Noregi á ferð með fjölskyldu sína, húsdýr og húsbúnað. grofin-22Sagan segir, að áður hafi þrælar Ingólfs, þeir Vífill og Karli, fundið öndvegissúlur hans reknar á þessum slóðum. Ingólfur hefur svo valið vik eitt inn af víkinni, sem síðar var nefnt Grófin, sem besta lendingarstaðinn vegna aðstæðna eða nálægðar við ákjósanlegt bæjarstæði. Þar hafa þau Hallveig og Ingólfur svo gengið á land ásamt föruneyti sínu, kannað betur staðinn, gengið suður með klapparholtinu (Grjótaþorpi) upp af vikinu, komið þar að allstórri tjörn (Tjörnin) og valið sér bæjarstæði skammt frá norðurenda hennar. Bærinn fékk síðar nafnið Vík (Tjarnarg. 4, Suðurgata 3—5, Aðalstræti 14—16—18) í Reykjavík. Við leiðina sem Ingólfur fór úr vikinu (Aðalstræti í dag) stóð Ingólfsnaust (versl. Geysir) fram á 18. öld og Ingólfsbrunnur, Aðalstræti 9 fram á 20. öld. Fyrstur ættmenna sinna í Noregi og annarra norrænna manna settist Ingólfur að á íslandi. Trúlega hefur hann flutt búslóð sína á land í Grófinni vestur af Vesturgötu 2 (Álafossbúðin) í dag. Það má því með sanni segja að íslenskt þjóðfélag hefji feril sinn í Grófinni. En hafa skal það sem sannara reynist. Setlög Tjarnarinnar bíða eftir því að þau verði rannsökuð og saga mannvistar í gömlu Reykjavík verði lesin úr þeim betur og betur eftir því sem vísindunum fleygir fram.”

Heimild:
-Morgunblaðið – Það gerðist í Grófinni, 23. nóv. 1984, bls. 19.

Víkingaskip

“Fornleifarannsóknir í Höfnum á Reykjanesi gefa til kynna að menn hafi vanið komur sínar til Íslands fyrir árið 870 og nýtt sér gæði landsins hluta úr ári. Fornleifafræðingur segir fyrri kenningar þegar vera fallnar.
Vog-2Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi.

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifafræðistofan standa að rannsóknum við Kirkjuvogskirkju, sem hófust árið 2009. Þá var um það bil fjórðungur skálans grafinn upp og benti margt til þess að um merkilegan fund hafi verið að ræða, segir dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur í samtali við Fréttablaðið en hann stýrir rannsókninni.

“Þegar skáli finnst á Íslandi er að öllu jöfnu gengið út frá því að þar sé um venjulegan bóndabæ að ræða en þá verða að vera fleiri byggingar í næsta nágrenni, líkt og fjós, smiðja, búr og skemmur og þess háttar. Þrátt fyrir mjög ítarlega leit, bæði með jarðsjá, prufuholum og loftmyndum, finnast engin önnur hús í næsta nágrenni við skálann Vog-3og þá veltir maður því fyrir sér hverslags byggingu er um að ræða.”

Bjarni bætir því við að niðurstöður kolefnisaldurs-greiningar gefi nú til kynna að skálinn hafi verið yfirgefinn á árabilinu 770 til 880, sem gefi tilefni til að áætla að hann hafi verið byggður fyrir hið “sagnfræðilega landnám” sem er jafnan miðað við árið 874.

“Mín vinnukenning er sú að um sé að ræða útstöð frá Norður-Evrópu, Skandinavíu eða bresku eyjunum, þar sem menn komu hingað í þeim erindagjörðum að nýta sér þær auðlindir sem hér var að finna, til dæmis bjargfugl og egg, fisk, hvalreka, og ekki síst rostungstennur.”

Bjarni segir þetta kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands. “Þannig hefur búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. Það kemur í stað þess að ímynda sér síðhærðan, reiðan kóng í Noregi sem rak höfðingja í burtu til Íslands. Það er hreinasti tilbúningur og rómantísering á upphafi okkar, til að réttlæta Íslendinga sem hluta af efri stétt Skandinava.”

Bjarni bætir við að þó að ljóst sé að gamlar “kreddukenningar” um upphaf Íslandsbyggðar séu fallnar að hans mati, eigi aðrar kenningar erfitt með að rata inn í sögubækur vegna hinnar eðlislægu íhaldssemi sagnahyggjunnar.

Rannsóknum í Höfnum er þó ekki að öllu lokið þar sem nú stendur yfir uppgröftur á miðhluta skálans og lokahnykkurinn verður næsta sumar.”

Heimild:
Fréttablaðið 4. júní 2011, bls. 4Vog-1

Mosfell

Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: “Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870.

Landnám

Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík.
Í Sturlubók Landnámu er landnámi í Mosfellssveit lýst þannig: “Þórðr skeggi hét maðr. Hann var sonr Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórðr átti Vilborgu Ósvaldsdóttur. Helga hét dóttir þeirra. Hann átti Ketilbjörn hinn gamli.
Þórðr fór til Íslands ok nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár ok Leiruvágs. Hann bjó á Skeggjastöðum. Frá Þórði er margt stórmenni komit á Íslandi.” Þórður og Vilborg gætu hafa komið frá Englandi eða víkingabyggðum á Íralandi en Vilborg er sögð dóttir Úlfrúnar hinnar óbornu sem var dóttir Játvarðar Englakonungs.
Áður en Þórður og Vilborg settust að í FjölskyldanMosfellssveit bjuggu þau á Bæ í Lóni, skammt austan Hornafjarðar [líkt og landnámsmaður Grindavíkur 60 árum áður, Molda-Gnúpur Hrólfsson].
Í Hauksbók Landnámu segir af þeim hjónum: “Þórðr byggði fyrst í Lóni austr tíu vetr eða fimmtán; en er hann frá til öndvegissúlna sinna í Leirvági, þá seldi hann lönd sín Úlfljóti; … En hann fór vestr með allt sitt ok nam land  at ráði Ingólfs millum Úlfarsár og Leirvágsár ok bjó síðan á Skeggjastöðum. Hans dóttir var Helga, er átti Ketilbjörn hinn gamla at Mosfelli.”
[Í ljósi sögunnar um Helgufoss, Helgusel og Helgustein er ekki óraunhæft að ætla að nafngiftin tengist dóttur landnámsmannsins, enda selstaðan landfræðilega eðlileg frá Skeggjastöðum þótt hún hafði síðar tilheyrt Mosfelli.]
Talið er að þau Þórður og Vilborg hafi komið í Lón um 890 og gætu því hafa verið í Mosfellssveit um 900 eða laust eftir það.
Ættingjar Þórðar skeggja bjuggu í næsta nágrenni Á Mosfellsheiðivið hann. Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði, Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar og þar með frændi Þórðar skeggja, fékk landið þar sem síðar varð Bessastaðahreppur, Garðbær og Hafnarfjörður.
Vestan við landnám Þórðar skeggja er Gufunes sem var hluti af Mosfellssveit fram á 20. öld. Í einni gerð Landnámabókar er getið um Gufu Ketilsson Skeggjastaðirsem vildi reisa þar bæ en Ingólfur Arnarson rak hann þaðan á brott. Ljóst er að bæjarnafnið Gufunes er ævafornt.
Ritheimildir greina ekki frá því hvernig Mosfellssveit byggðist, utan þess sem sagt er um landnámsfólkið á Skeggjastöðum.
Við landnám var Ísland viði vaxið frá fjöru til fjalls. Af þeim sökum var auðveldara að nýta landið til beitar við efri skógarmörk en nær sjó og upphaf byggðar í landinu [er því] að jafnaði frekar til fjalla en við sjávarsíðuna: “Sumir þeir, er fyrstir kómu út, byggðu næstir fjöllum ok merktu at því landskostina, at kvikfét fýstisk frá sjónum til fjallanna.”
Bær Þórðar og Vilborgar, Skeggjastaðir, stóð í norðausturjaðri landnámsins, skammt sunnan Leirvogsár þar sem bæði var lax- og silungsveiði. Bærinn komst fljótt í þjóðbraut því reiðleiðin yfir Svínaskarð liggur framhjá Skeggjastöðum og svonefndur Stardalsvegur yfir Mosfellsheiði lá um bæjarhlaðið.

Helgusel

Landnáma greinir frá fjölmörgum dæmum um landnámsmenn sem reistu bæi sem urðu engin stórbýli, jafnvel þvert á móti. Þannig var því farið með Skeggjastaði, lítið fer fyrir landnámsjörð Mosfellinga í heimildum frá miðöldum, hennar er þó getið í skrá yfir jarðir sem komust undir Viðeyjarklaustur árið 1395 og þá sögð vera 12 hundruð. Hins vegar er ekki minst á Skeggjastaði í upptakningu konungsjarða í Mosfellssveit í svonefndum Fógetareikningum frá miðri 16. öld. Getið eru um Skeggjastaði í Jarðabók 1704 þar sem lýst er Minna-Mosfelli. Þar segir að “selstaða var áður brúkuð frí þar sem nú eru Skeggjastaðir.”
Þórður skeggi og Vilborg eignuðust þrjár dætur, Helgu, Þuríði og Arndísi. Helgu og Þuríðar er getið í Landnámu og Arndísar í Kjalnesinga sögu. Þessar landnámsdætur settust ekki að í Mosfellssveit, þær fluttu með  mönnum sínum í aðrar sveitir, á Kjalarnes, í Biskupstungur og Goðdali. Arndís giftist t.a.m. Þorgrími Helgasyni bjólu frá Brautarholti og bjuggu þau í Hofi á Kjalaranesi. Þau eignuðust soninn Búa og er hann ein aðalpersónan í Kjalnesinga sögu.”

Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 13-15.Mosfellssveit

Papar

“Þegar fyrstu norrænu landnemarnir komu til Íslands hittu þeir keltnesku papana fyrir í landinu. Frásögn heilags Brendans (um 486-578) er athyglisverð í þessu sambandi.

Brendan

Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í riti sínu Navigatio (Sjóferðunum) greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem byggð var reglu íhugunarmunka. Samfélag þetta lifði undir ströngu þagnarheiti, en ábótinn rauf þagnareiðinn nægilega lengi til að greina Brendan frá því, að þeir hefðu hafist þar við í 80 ár. Allan þennan tíma höfðu þeir verið lausir við alla sjúkdóma og ekkert óhapp borið að höndum. Einn af munkum Brendans varð svo snortinn af þessari frásögn og hinu heilaga líferni papanna, að hann bað um leyfi til að ganga í samfélagið sem honum var fúslega veitt.
Brendan og skipshöfn hans vörðu jólunum næstu fimm árin í þessu samfélagi hinna keltnesku íhugunarmunka meðan þeir reyndu að finna siglingaleið til Ameríku. Ein tilvísananna í Navigatio þar sem minnst er á „heita leirtjörn“ bendir eindregið til Íslands rétt eins krystall minnir á íslenska silfurbergið. Í annarri frásögn í Navigatio greinir Brendan einnig frá tveimur eldfjöllum þar „sem þeir stóðu við hlið heljar.“ Risavaxnir djöflar fleygðu í þá stórum kekkjum af logandi gjalli úr risavöxnum eldsofni og þeir gátu séð fljót gullins elds renna niður hliðar ofnsins. Einn munkanna féll jafnvel fyrir borð meðan þessi árás stóð yfir og fannst aldrei aftur. Allt bendir þetta eindregið til Íslands sem eina virka eldfjallasvæðisins í Norðuratlantshafinu.
Ari fróði hefur staðfest tilvist papanna í Landnámu og minnist sérstaklega á að þeir hafi skilið eftir „bagla og bjöllur.“ BrendanEitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.

BookFornar sagnir greina okkur frá því að um miðbik tólftu aldar hafi um 600 manna byggð horfið undir hraunstraum í Krýsuvík. Einu mannvistarleifarnar í dag er hringlaga kirkja sem stendur á hól í miðjum hraunstraumnum, en hringkirkjurnar er eitt af því sem einkennir keltneska kristni. Enn sem komið er hefur staðurinn ekki verið rannsakaður af fornleifafræðingum, en mönnum ber saman um að hér sé um einhverjar elstu mannvistarleifarnar í landinu að ræða.
Ég varð sjálfur furðu lostinn líkt og danski handritafræðingurinn Carl Nordenfalk, sem sérhæft hefur sig í keltneskum handritum, þegar hann blaðaði í gegnum lýsta keltneska guðspjallabók, Book of Burrows. Skyldleikinn við hina fornu Diatessaron er sláandi. Upphaflega var það Tatían prestur sem tók Diatesseron saman um miðbik annarrar aldar og öldum saman var handritið notað sem opinber texti Antíokkíukirkjunnar. Í Burrowsbókinni er táknmerkjum guðspjallamannanna fórnað heilli síðu fyrir framan hvert guðspjallanna fjögurra, rétt eins og í Diatesseron. Líklega var handritið lýst á síðasta áratugi sjöttu aldar og að dómi fræðimanna fyrsta dæmið um myndlýsingar í enskri listasögu.
BookÞessi sama myndlýsingararfleifð birtist að nýju í öðru keltnesku handriti sem gert var nokkru síðar: Willibrordguðspjallabókinni. En að nýju sjáum við tákn guðspjallamannanna síðan höfð um hönd í Book of Kells sem menn til forna trúðu að „englar hefðu lýst“ því að handbragðið er svo listilegt. [Bókin var samin um árið 800 á Írlandi.]

Á fjórverutákninu í Book of Kells sjáum við ljóslega hvernig ljónið er sýnt með drekahöfuð, rétt eins og það birtist síðar í íslenska fjórverutákninu. Ef til vill má rekja þetta til hins gríska texta Sjötíumannaþýðingarinnar (Septuaginta) þar sem minnst er á drakonis eða „dreka“ (Sl 91. 13). En jafnhliða þessu má útskýra þetta með því að hafa í huga að drekinn var tákn visku bæði í hinni keltnesku og norrænu arfleifð og ljónið eða hið óarga dýr lítt þekkt á svo norðlægum breiddargráðum.

Tilvist drekans í íslenska fjórverutákninu má ef til vill einnig útskýra með þeirri staðreynd, að 16% íslenskra karlmanna eiga uppruna sinn að rekja til rómverska skattlandsins Dakíu samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna og heimaslóða Gotanna. Þeir voru í nánum tenglsum við þjóðir í Miðasíu og þar um slóðir lík og meðal Mongóla og Kínverja var drekinn tákn speki og fjórverutáknið gegndi mikilvægu hlutverki í allri þjóðfélagsskipuninni og skiptingu landsins.

Hið nána samband keltnesku papanna við egypsku eyðimerkurfeðurna hefur komið fræðimönnum í opna skjöldu. Í bréfi til Karlamagnúsar Frakkakonungs nefndi enski munkurinn Alcuin keltnesku einsetumennina pueri egyptiaci eða „syni egyptanna.“ Það var ekki einungis T-krossinn og handbjöllurnar sem þeir áttu sameiginlega með koptísku kirkjunni. Keltnesku paparnir litu á heilagan ABookntóníus frá Egyptalandi sem fyrirmynd sína í ögunarlífinu og eitt andsvaranna úr írskri tíðagjörð frá Bangorklaustri hljóðar svo:

Húsið er fullt gleði
og byggt á kletti.
Sannarlega vínviður
gróðursettur frá Egyptalandi.

Egypsku munkarnir sjö sem bjuggu í Disert Uilag á vestur Írlandi og andsvar tíðagjörðarinnar eru ekki einu menjarnar um náin tengsl Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar til forna og þannig var Þeófor, sjöundi erkibiskupinn í Kantaraborg býsanskur og ættaður frá Tarsus, heimaborg Páls postula. Með skrifum sínum um andleg málefni bar hann kenningar sýrlenska Antíokkíuskólans til Englands. Þannig sjáum við hvernig hin heilaga arfleifð streymdi um æðar hins lifandi líkama kirkjunnar allt til marka hins byggilega heims á Íslandi.Skjaldarmerki

Þannig gegndi Aðalráður Englandskonungur furðulegu hlutverki við stofnum Alþingis á Íslandi. Egill Skallagrímsson dvaldist við hirð hans um þriggja ára skeið og þegar hann snéri heim hafði hann í fórum sínum „sléttfulla kistu silfurs“ sem gjöf frá konungi sem hann deildi út meðal fyrstu goðorðsmannanna á Öxarárþingi. Það var auk þess Egill sem gaf landið undir þessa löggjafarsamkundu sem grundvallaðist á fjórverutákninu, eins og vikið er að á öðrum stað. En það er ekki markmiðið að fara frekar út í þetta áhugaverða efni á þessum vettvangi. En rétt eins og fjórverutáknið var grundvöllur allra heilagra mála enska konungsvaldsins, hafði það mótandi áhrif á alla þjóðfélagsskipunina á Íslandi. Gunnar Dal hefur jafnvel komið fram með þá tilgátu að nafn Íslands sé dregið að rótinni Ís fremur en af ís, rétt eins og í nafni Ísraels: Lands Guðs. Þetta var einmitt það sem þetta eyland varð pöpunum: Hin egypska eyðimörk þeirra sem opinberaði þeim „dásemdir hans á djúpinu.“

Book

Hinna keltnesku áhrifa gætir víða í vexti kristindómsins á Íslandi. Í Kjalnesingasögu er greint frá draumsýn sem vitraðist heilögum Patrek þar sem hann var hvattur til að reisa kirkju á Íslandi. Það var einmitt þetta sem hann gerði og sendi skip með kirkjuvið og klukku til Íslands. Skipið tók land á Vestfjörðum þar sem skipsmenn vörðu fyrsta vetrinum og nefndu fjörðinn Patreksfjörð til heiðurs hinum helga manni. Að vori sigldu þeir síðan suður með vesturströndinni uns þeir fundu það landmið sem heilagur Patrekur hafði lýst fyrir þeim og hafði vitrast honum.

Við landtöku brutu þeir skipið og klukkan tíndist. En nokkrum dögum síðar þegar rekinn var gengin hafði hafið skilað klukkunni á land. Þarna reistu þeir þessa kirkju á Kirkjulandi á Kjalarnesi. Hátt upp í Esjuhlíðum má enn sjá örnefnið Kirkjunípa merkt á kort í Esjubergi til minningar um þetta atvik. Hér stóð kirkja um aldir en síðar var hún flutt að Mosfelli ásamt klukkunni góðu. Á síðari hluta nítjándu aldar var afráðið að leggja niður kirkjuna og urðu bændur sveitarinnar svo æfir af reiði, að þeir tóku klukkuna og földu á ókunnum stað. Hún fannst að nýju á sjöunda áratugi tuttugustu aldar á Harastöðum í Mosfellsdal. Klukkuna má sjá í dag að Mosfelli. Þetta er forn keltnesk klukka, ferhyrnt, og að dómi fornleifafræðinga frá níundu öld. Í dag hefur hún öðlast miklar vinsældir meðal ungra elskenda sem ganga í heilagt hjónaband undir sama klukkuhljómnum og kallaði írska menn til forna til tíða.”

Sjá framhald HÉR.

Heimildir m.a.:
-tabernacleoftheheart.com

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.

Eyjarétt

Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir.

Stykkisvellir

Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: “Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út”. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi Ingólfs, en þó er Þorsteinn Sölmundarson, er nam Brynjudal allan, talinn nema í landnámi Ingólfs. Bústaður þeirra feðga, Þorsteins og Refs gamla, sonar hans er talinn í Múla, sem er norðan árinnar. Má því ætla að norðurtakmörk Ingólfslandnámsins hafi verið hin sömu, sem voru sýslutakmörk um aldir. (Með nýlegri lagabreytingu eru stjórnsýslumdæmi sýslumanna miðuð við sveitarfélagamörk og sveitarfélög voru samsett af landi þeirri jarða, sem í sveitarfélaginu voru. Við þetta breyttust sýslumörk á þessum stað, þar sem land Stóra Botns var áður bæði í Borgarfjarðarsýslu og Kjós, en eru nú einungis í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns í Borgarnesi).

Heimildir um landnám – og réttir.
Svartkell hinn katneski nam land fyrir innan Mýdalsá (Miðdalsá), milli hennar og Eilífsdalsár, sem gengur nú undir nöfnunum Dælisá og Bugða og fellur í Laxá nokkurn spöl frá sjó. Svartkell bjó fyrst á Kiðjafelli, en síðan á Eyri.
EyjaréttValþjófur Örlygsson hins gamla á Esjubergi nam Kjós alla segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Hvamm Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Mörkin að landnámi Þóris eru greinileg.
Þorsteinn Sölmundarson nam land frá Fossá að Botnsá, Brynjudal allan. Nokkuð af landnámi hans það sem milli er Brynjudalsár og Botnsár, liggur utan landnáms Ingólfs. Þess er ekki getið í Landnámu hvar Þorsteinn hafi búið, en í Harðar sögu segir, að Refur hinn gamli sonur hans, hafi búið á Stykkisvelli í Brynjudal, en Þorbjörg katla móðir Refs hafi búið í Hrísum. Bæði þessi bæjarnöfn eru nú löngu týnd, en Hrísar munu vera sami bær, sem nú nefnist Hrísakot.

Afréttarmál og ítök:
FossárréttÍ lýsingu Reynivallarsóknar 1840 eftir séra Sigurð Sigurðssona er fjallað um afréttarmál í sókninni. Segir þar að eftirfarandi svæði séu notuð fyrir geldfé á sumrum: Múlafjallið, dalnotnar í Botnsdal og Brynjudal, Kjölfjallið með tilheyrandi dölum og dældum. Seljadalur og landið fyrir framan Hækingsdal og í kringum Stíflisdal.
Í lýsingu Björns Bjarnarsonar (1937) á Kjósarsýslu segir að afréttarland eigi sveitin ekki, en landrýmisjarðir séu nokkrar og aflögufærar um sumarhaga, mest Ingunnarstaðir. Þá segir að sauðfjárréttir í Kjós séu tvennar, Fossárrétt fyrir norðursveitina og Eyjaréttir fyrir sveitina sunnan Laxár.

Fossárrétt

Í bókinni “Göngur og réttir” II eftir Braga Sigurjónsson er fjallað um afréttarmál í Kjós. Segir þar eftirfarandi: “Göngur og réttir í Kjósarhreppi munu hafa verið með líku móti svo öldum skiptir, svo sem þær voru á fyrstu tugum þessarar aldar (tuttugasta öldin) og hér verður lýst í stórum dráttum.”
Þá er lýst fjallahring Kjósar, sem er Esjan að Svínaskarði, þá Skálafell og Sauðafell að Kjósarskarði, þá Brattfell og Kjölur að Leggjabrjót, þá Botnssúlur að Hvalskarði og Múlafjall að Botnsá. Bragi segir að sauðfé hafi fyrrum verið haldið meir til fjalla en þegar hann ritar bók sína, þar sem lítið var um girðingar um tún og engjar. Leitardagur var eftir fjallskilareglugerð ákveðinn í 22. viku sumars og varð að nota hann, hvernig sem viðraði. Sveitarstjórn gaf út fjallskilaboð, sem gekk boðleið um sveitina. Þetta var mikið skjal því leitarsvæðin voru mörg og hver einasti bóndi sveitarinnar um 50 talsins, þurftu að gera fjallskil. Leitarstjórar voru skipaðir á hvert leitarsvæði.
Laxá skipti sveitinni í tvo hluta. Sunnan Laxár voru leitarsvæðin Eyrarfjall, Meðalfell og dalir Esjunnar ásamt umhverfi; Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur og Fremrahálsland að sýslumörkum Árnessýslu, en þau eru um hæstu toppa Sauðafells og Brattafells.
Norðan Laxár voru tvö samfelld leitarsvæði. Var annað FossárréttBrynjudalsfjalllendi frá Þverá austan Þrándarstaða að Botnsá, þ.e. norðurhluti Kjalar, Botnssúlur, Hvalfell og Múlafjall og Brynjudalur allur. Þá var stór hluti af landi Stóra Botns á þessu leitarsvæði, þ.e. allt land þeirrar jarðar sunnan Botnsár.
Hitt leitarsvæðið norðan Laxár var frá sýslumörkum við Árnessýslu í Kjósarskarði milli Sauðafells og Brattafells, Hækingsdals-, Þrándarstaða-, og Fossárlönd og allur Reynivallaháls. Nú á dögum eru göngur og réttir ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Hver bóndi smalar sitt umráðaland og kemur úrgangi til lögréttar, en hún er í Möðruvallalandi og heitir Kjósarrétt.
Með bréfi sýslumanns þann 18. júlí 1977 var þeim Tryggva Einarssyni bónda í Miðdal, Mosfellshreppi og Oddi Andréssyni, Neðra Hálsi, Kjósarhreppi falið af sýslunefnd Kjósarsýslu að gera afréttarskrá fyrir sýsluna með tilvísun til 6. gr. laga 42/1969. Í svarbréfi þeirra til sýslumanns kemur þetta fram: “Við nána athugun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að afréttur hafi ekki verið til í Kjósarsýslu samkvæmt skilingi okkar á merkingu þess orðs, þar sem öll lönd innan sýslunnar”.

FossárréttFossárréttin er auðfundin við Fossá skammt fyrir ofan (ca. 250 m) þar frá sem þjóðvegurinn um Hvalfjörð liggur nú. Hún er hlaðinn og stendur vel, notuð fram undir 1960. Vel má greina dilka og almenning í réttinni. Nú er búið að planta furutrjám í réttina og umhverfis hana. Yngri hlaðin rétt er neðar, undir Fossinum rétt ofanvið þjóðveginn.
Eyjaréttin er torræðari. En með aðstoð Páls Ingólfssonar á Eyjum I var hægt að ganga að henni vísri. Páll sagðist oft hafa leikið sér í réttinni á unga aldri og hann myndi vel eftir henni. Þetta hafi verið hlaðin rétt, en þegar Jóhannes, kennur við Bónus, hefði byggt sér sumarbústað við vestanverða réttina, norðan Meðalfellsvatns, hafi mest af grjótinu verið tekið úr réttinni og sett undir bústaðinn. Í dag (árið 2008 er FERLIR fór í vettvangsferð á staðinn) má þó enn sjá leifar réttarinnar og lögun hennar í túni innan girðingar er umlykur sumarbústaðinn. Leitt er til þess að vita að þarna hafi fornt mannvirki farið forgörðum fyrir lítið án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það á þeim tíma. Varla er þó ástæða til að forviðrast því slíkt virðist vera að gerast víða um land enn þann dag í dag. Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar að Kiðafelli var þjóðvegurinn lagður yfir efri hlutann á réttinni árið 1953.
Kjósarréttin fyrrnefnda er nýleg, steinsteypt rétt nálægt Möðruvöllum, en þarfnast viðhalds.
Fossárrétt

Hafnir

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni.

Skálinn

Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það  var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum). Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi. Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli “Vágs ok Reykjaness”, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið “vágr” og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog. Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Landnámsbærinn

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis. Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu. Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins. Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í ljós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins. Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum.

Kirkjuvogskirkja

Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann. Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil “hús” austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skálans til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.
Vogur - tilgátaÁ skilti við minjarnar stendur: “Árið 2003 fundust á þessum stað tóftir langhúss sem er 18m að lengd og 8 m að breidd. Þá eru greinilegar tóftir fleiri smáhýsa á svæðinu. Við C14 aldursgreiningu fornleifasýna kom fram sterk vísbending um að bærinn hafi verið reistur fyrir árið 900. Frekari rannsóknir eiga eftir að fara fram á svæðinu. Mögulega er hér kominn bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Svo segir í Landnámu: “Herjólfr… var frændi Ingólfs ok fóstbróðir. Af því haf Ingólfs honum land millum Reykjaness og Vágs. Hann sonr var Bárðr, faðir Herjólfs, þess er fór til Grænlands ok kom í hafgreningar.”. Herjólfur, landnámsmaður í Vogi, hefur því verið langafi Bjarna Herjólfssonar sem fyrstur Evrópumanna sá meginland Ameríku.
Reykjanesskaginn allur fellur undir Landnám Ingólfs Arnarssonar. Síðar gaf hann þeim sem hann vildi úr landnámi sínu. Þannig hefur landið sem Herjólfur fékk náð yfir allan Hafnahrepp.
Örnefnið “Vogur” er væntanlega eldri mynd af “Kirkjuvogi”. Einnig er þekkt örnefnið “Lögrétta” úr nágrenninu sem talið er að sé undir norðaustur horni kirkjugarðsins.”
Við Kirkjuvogskirkju er annað ankerið af Jamestown, sem náðst hefur upp af strandstaðnum við Ósa. Austan þess var Lögréttan.

Hafnir

Upplýsingaskilti við landnámsbæinn.

Heimild:
-Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
-Upplýsingaskilti við “landnámsbæinn” í Vogi (Höfnum).

Víkingaskip

Í Lesbók Morgunblaðsins 8. ágúst 1954 er m.a. fjallað um Ísland fyrir landnámstíð: “Galfried af Monmouth (d. 1154) getur þess í sögum sínum, sem Bretasögur eru ritaðar eftir, að Arthur konungur færi til Íslands. Í brezkum annálum er víðar getið um för Arthurs konungs til Íslands.

Arthur konungur

John de Wavrin (lifði enn 1469) segir þannig, að Arthur konungur hafi farið með lið sitt til Íslands (Yzland): hafi hann barizt þar, sigrað Íslendinga (Yzaladois) og bælt þá undir sig. Þess er getið í innganginum til laga Játvarðs konungs góða (1042-46) að Arthur hafi lagt undir sig Ísland, Grænland, Vínland og fleiri lönd. – De Costa trúir Galfreied af Monmouth eins og nýju neti. Hann er sannfærður um að Arthur konungur hafi siglt til Íslands um 505 með miklu liði, og þar hafi þá verið talsverð byggð Íra, en seinna meir hafi norrænir víkingar hrakið þá af landi burt. (Ólafur Davíðsson)”
Hér er framangreind tilvísun endurvakin, ekki síst í ljósi áhuga manna um að hinn “Heilagi kaleikur” kunni að leynast á Kili, en Arthur konungur var jafnan orðaður við gripinn þann sbr. ítarlegri frásögn um hvorutveggja á Wikipedia.

Gufuskálar

Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni) er síðar nam land á Rosmhvalanesi; “Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum”. Þá segir jafnframt að “Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík”.
Hólmur - fornmannaleiði fremst?Steinunn gamla, sem svo var nefnd, gæti hafa búið á eyjunum við Skotland eða dvalið þar – til þess bendir nafnið Njáll á öðrum syni hennar og heklan sem hún galt með fyrir land Ingólfs. Annar sonur hennar hét Arnórr. Maður Steinunnar var Herlaugur Kveldúlfsson, sagður bróðir Skalla-Gríms, og virðist hann hafa verið látinn er hún kom til Íslands. Mikil vígsár voru þá í Noregi. Í það minnsta kom hún án hans til landsins. Trúlega hefur Steinunn numið land sitt hér fr
á u.þ.b. 880-891, sennilegast þó um 890, því líklegt má telja að Ingólfur hafi látist á bilinu 900-905. Hann fór nokkrar ferðir til Noregs eftir að hann settist að í Reykjavík um 874 og trúlega hefur Steinunn fylgt honum til baka í einhverri þeirra því talið er að eiginmaður hennar hafi verið drepinn af mönnum Haraldar hárfagra ásamt frændum hans um 890. Ingólfur var einmitt staddur á heimaslóðum sínum í Fjörðum í Noregi um 890 eða 891. Kveld-Úlfur fluttist búferlum um þetta leyti (891), en lést á leiðinni til Íslands, þá orðinn gamall maður.
Þegar hingað til lands var komið fékk Steinunn Rosmhvalanesið í skiptum fyrir hekluna. Gufi Ketilsson af Akranesi hafði freist

ast til að setjast að í Gufunesi í landi Ingólfs í Reykjavík (Þórðarbók/Melabók Landnámu) en í óþökk landnámsmannsins. Þetta hefur væntanlega verið fyrir 900. Eftir að Ingólfur hafði rekið Gufa á brott fór hann á Rosmhvalanes og vildi taka sér bólfestu á Gufuskálum í Leiru en þau Steinunn “keyptu saman” að hann færi þaðan á brott og vermannastöð yrði þar ávallt frá Hólmi. Samkvæmt þessu hefur Steinunn þá enn verið lifandi.
Eftir landakaupin ól Steinunn upp frænda sinn, Eyvind og gaf honum síðan hluta úr landnámi sínu, landið frá Hvassahrauni að Vogastapa, innsta hlutann af hinu forna Rosmhvalanesi sem á 9. öld náði þá líka yfir Vatnsleysuströndina sem kom í hlut Eyvindar er bjó í Vogum. Hann fluttist að Bæjarskerjum að lokum, eins og fram kemur í Landnámu. Vilja sumir meina að þar hafi Steinunn þá búið fyrrum.
Byggð hefur hafist á austanverðu Rosmhvalanesi með því að menn reru þaðan til fiskjar í byrjun. Um það vitna Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar í Garði. Upp frá því hafa síðan jarðir byggst. Af Egilssögu að merkja hefur Rosmhvalanesið verið allbyggt nálægt 939. Ljóst er þó að ysti hluti Nessins innan Skagagarðsins virðist hafa byggst síðast enda var erfiðast að sækja þaðan sjó vegna skjóleysis við landið. Nokkur rök eru þess vegna til að þær jarðir sem bestar höfðu lendingar hafi byggst allsnemma og ekki var verra ef sæmilegt vatnsból voru nærri slíkum jörðum. Ein af slíkum jörðum var Hólmur í Leiru. Þar virðist hafa verið greiðara að ná í vatn en víða annars staðar á svæðinu. Í fjörunni undan Gufuskálum var og er enn sístreymandi vatn, volgt en ekki kalt, og hefur því ekki frosið á vetrum. Á landnámsöld hefur vatnið e.t.v. verið heitara og á stigið upp af því gufa. Sennilega hefur útstreymi þetta staðið ofar í fjörunni svo greiðara var að komast að því en er í dag. Ljóst er að í vatnsleysinu á Suðurnesjum var aðgangur að slíku vatni allt árið gulls í gildi. [Rétt er að geta þess að vatn hefur víða verið að finna á Suðurnesjum. Þess bera bæði kaldavermsl og vatnsstæði glögg merki. Eitt slíkt, hlaðið umhverfis, er t.a.m. ofan við Gufuskála og annað ofan við Hólm, auk þess tjarnir voru ofan strandar utan Bergvíkur].
VatnsstæðiAðgangur að nægu vatni gat því verið full ástæða til að ábúandi á Hólmi gerði allt sem í hans valdi stóð til að hindra fasta búsetu á Gufuskálum. Þetta gætu því verið allgóð rök fyrir því hvers vegna Steinunn “keypti” Gufu brott af staðnum. [Það að Steinunn hafi þurft að “kaupa” hann úr landnámi sínu, bendir til þess að Ingólfur hafi annað hvort ekki verið til staðar eða að hún hafi ekki sest þar að fyrr en um 900]. Efamál er hvort bátalending hafi fyrrum verið betri á Gufuskálum en á Hólmi, en nú er þar ólíku saman að jafna, enda þéttist byggðin síðar mest um Hólm. Ýmislegt bendir til þess að upplýsingar í Melabók um Gufu Ketilsson séu réttar og að Steinunn hafi kannski ekki búið ýkja langt frá Gufuskálum, jafnvel þar til að byrja með.
[Við þetta má bæta að utan við núverandi íbúðarhús á Hólmi, nálægt hinu gamla bæjarstæði, er bátslaga blettur með grjóti umgerðis. Blettur þessi var lengi vel afgirtur og mátti aldrei hrófla við honum, ella hlytist verra af].

Heimild m.a.:
-Landnáma (Sturlubók).
-Skúli Magnússon – Faxi, 3. tbl. 2007, bls. 15.