Færslur

Litluborgir

Hér á eftir eru nokkur atriði varðandi jarðmyndanir, hraun og jarðsyrpur á Reykjanesi.

-Jarðmyndanir:
Eldstöðvarkerfin á Reykjanesi eru fimm talsins og liggja frá norðaustri til suðvesturs. Á þeim hafa myndast gossprungur og gos hraun komið upp á nútíma (frá því fyrir 12-13 þús. árum). Áður var til grágrýtismyndunin úr fornum dyngjum, sem Rosmhvalanesið, Njarðvík, Stapinn, Löngubrekkur og Fagradalsfjall hvíla á.

-Jarðsyrpur:

Rosmhvalanesið er dæmi um fornar dyngjur á Reykjanesinu (eldri en 120 þús ára). Jökullinn hefur hefur sorfið klappir og mótað landið. Hann hopaði fyrir 12-13 þús. árum á Reykjanesi. Sjá má merki þess einnig á Lönguhlíðum, á Krýsurvíkurheiði í Fagradalsfjalli og ofan við Húsatóftir.
Helstu fjöll og fjallgarðar verða til á síðasta jökulskeiði, áður en jökullinn hopaði, s.s. Austurháls, Vesturháls, Keilir, Trölladyngja, hluti Fagradalsfjalls, Þorbjörn, Lágafell, Þórðarfell, Stapafell og Súlur.
Nútímahraun renna eftir að ís leysti. Verða þá sprungugos (apal- og helluhraun) þar sem má þekkja eldri og grónari hraunin, s.s. Katlahraun, Skógfelllahraun, Sundhnúkahraun, Hvassahraun, Helluhraunið eldra, Dyngnahraun, Stampahraunið eldra, Eldvarpahraunin eldri o.fl. Meginhluti skagans er þakin nútímahraunum, þ.e. hraunum er runnu eftir að jökul leysti (12-13 þúsund ára).
Nokkrar litlar dyngjur hafa gosið eftir síðasta kuldaskeið, s.s. Háleyjarbunga, Skálafell, Vatnsheiðagígar, Lágafell og Hraunsfell-Vatnsfell (pikrít).
Þrjár til fjórar stórar dyngjur hafa einnig gosið á nútíma, s.s. Sandfellshæð, Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja. Þá má nefna heiðina há og Strandarheiði. Mikil gos er skilað hafa miklu hraunmagni. Þessi hraun, auk sprunguhraunanna, hafa fyllt duglega inn á milli móbergssfjallanna og myndað skagann smám saman.
Sprunguhraun héldu áfram að renna á sögulegum tíma (um og í kringum 1000 (Kristnitökuhraun), 1151 (Ögmundarhraun), 1188 (Afstapahraun) og 1226 (Stampahraun yngra). Þetta voru aðallega apalhraun, en þó einnig helluhraun (Arnarseturshraun).
Gjár og sprungur (NA-SV) einkenna Reykjanesskaga. Misgengi má sjá víða, s.s. við Snorrastaðatjarnir. Einnig þversprungur og misgengi (NS), s.s. í Þorbirni.
Víða má sjá einstakar og fallegar hraunmyndanir, s.s. gjall- og klepragíga, dyngjur og móbergs- og bólstramyndanir.

-Jarðfræði, jarðasaga, jarðlagagerð og nokkur örnefni:
Stutt ágrip af gerð jarðmyndana á utanverðum Reykjanesskaga. og Reykjanesskaginn (JAR122).
Reykjanes-Langjökulssvæðið varð virkt fyrir um 7 milljónum ára þegar suðurhluti rekhryggjarins er lá um Snæfellsnesið dó út. Eldvirknin byrjaði nyrst en færði sig smám saman til suðurs og hlóð upp skagann.
Yfirborðbergið er grágrýti (dyngjuhraun), móberg og bólstraberg (Stapafell, Keilir) og nútímahraun, bæði frá því er ísa leysti fyrir 12-14 þús. árum (dyngjuhraun og sprunguhraun) og hraun frá sögulegum tíma. Forsögulegu hraunin eru runninn á nútíma, áður en landnáms hefst, en sögulegu hraunin eftir landnám. Stóru dyngjurnar eru Sandfellshæðin, Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja (og jafnvel Strandarhæð), en auk þeirra eru nokkrar minni og eldri (pikrít-dyngjur), s.s. Háleyjarbunga, Skálafell, Vatnsheiðargígar, Hraunsfells-Vatnsfell og Lágafell.
Frá ísaldarlokum hafa komið upp um 42 km3 af hraunum að flatarmáli um 1100 km2 frá yfir 200 eldstöðvum í 4 (5 eða 6) eldstöðvakerfum. Megineldstöð er aðeins að finna í Henglinum.
Jarðskjálftarenna liggur eftir miðjum skaganum og markar líklega mót plantnanna. Þar sem hún sker eldstöðvakerfin eru háhitasvæðin.
Síðasta kuldaskeið (ísöld) hófst fyrir um 120.000 árum þegar um 20.000 ára hlýskeiði lauk. Móbergsstapar gefa þykkt jökulsins til kynna, þ.e.a.s. hæð hraunhettu þeirra yfir umhverfið.
Grindavíkurfjöllin hafa þau sérkenni að berg þeirra hefur öfuga segulstefnu miðað við þá sem er í dag. Aldur þeirra er um 40.000 ár (sjá Siglubergsháls hér á eftir).
Gosbeltin, sem marka skilin á milli skorpuflekanna eru 24-50 km breið. Eldvirknin innan þeirra er ekki jafn dreifð heldur raðast gosstöðvar og sprungur á nokkrar vel afmarkaðar reinar með mestri virkni um miðbikið. Eldstöðvakerfi skagans hliðrast til austurs. Stefna þeirra er NA-SV, en gosbeltið stefnir lítið eitt norðan við austur.
Margt bendir til að eldgos á Reykjanesskaga verði í hrinum eða lotum á um það vil 1000 ára fresti. Gos á sögulegum tíma urðu t.d. árið 1000 (Hellnahraun), 1151 (Ögmundarhraun, Astapahraun), 1188 (Mávahlíðarhraun), 1211 (Yngra Stampahraun) og 1226 (gígar utan við Reykjanesið).

-Einstök fjöll, fjallshryggir, gígar og hraun:
Grágrýtismyndunin á Rosmhvalanesi og Stapanum svo og upp af Krýsuvíkurbjargi er 120-220 þúsund ára.
Valahnjúkur er úr móbergi, en alláberandi er brotaberg, bólstraberg og grágrýtisinnskot.
Bæjarfell/Vatnsfell eru úr bólstrabergi eins og Litlafell. Mynduð á svipuðum tíma og Valahnúkur.
Sýrfell er ú móbergstúffi og móbergsbrotabergi.
Miðaldarlagið (aska frá 1126) er leiðarlag á Reykjanesskaga upp í Hvalfjörð, Þingvallasveit og Ölfus. Kom líklega úr tveimur gígum, 2-3 km SV af Reykjanesi, sem náða hafa upp úr sjó og gosið surtseysku gosi. Nú eru þar 40-60 m háir hólar á um 20 m dýpi á sjávarhrygg.
Eldra Stampahraunið er rúmlega 1500 ára. Gígaröðin er um 5 km að lengd og samanstendur af nokkrum allstórum gjallgígum og ótalsmáum kleprahrúgöldum. Einn gíganna ber þess glögg merki að hafa gosið í fjöruborði og þá hlaðist upp öskukeila en gosið breyst í hraungos líkt og með með mörg sprunguhraunanna á Reykjanesi.
Yngra Stampahraunið er frá 1211 og fyrsta gosið í Reykjaneseldum. Gígaröðin er um 4 km að lengd og endar í tveimur klepra- og gjallgígum, sem rísa um 20 m upp úr hrauninu. Gígar þessir nefnast Stampar og tekur hraunið nafn af þeim.
Haugshraun er kennt við gíginn Haug, sem stendur á vesturbarmi sigdals, sem nefnist Haugsvörðugjá. Prestastígurinn liggur m.a. um dalverpið.
Skálafell og Háleyjabunga eru gamlar dyngjur (pikrít), eð aum 14.000 ára. Háleyjabungan er eldri en Skálafellið. Í toppi hennar er hringlaga, skjólgóður og snotur gígur.
Sandfellshæðin er dyngja. Úr henni er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Yngri hraunin hafa runnið yfir stóra hluta hennar. Gígurinn er um 450 m að þvermáli og rúmlega 20 m djúpur.
Klofningshraun og Berghraun eru frá um 1211. Komin að mestu leyti úr Rauðhól, sem er nyrst í hrauninu.
Eldvarpahraun er hluti Reykjaneseldanna. Aðal gígaröðin er um 8,5 km að lengd, en þó ekki samfelld. Í henni eru allstórir gjall- og klepragígir, oftast nokkrir saman, sem tengjast næstu fylkingu með röð smágíga. Sundvörðuhraun nefnist austasti hluti þess, eftir hraunstrýtu sem notuð var sem siglingamerki.
Lambagjárhraun er smá hraunbleðlar í Eldvarpahrauni. Í því eru allmörg misgengi.
Eldvarpahraun eldra er um 2200 ára. Upptökin eru ókunn, en þó líklega í grennd við Eldvörpin.
Sundhnúkahraun er um 2400 ára. Norðaustur af Hagafelli er áberandi hnúkur, sem heitir Sundhnúkur (innsiglingamerki) og þaðan er nafnið komið af reyndar röð lítilla gíga. Skógfellavegurinn liggur meðfram hluta eldvarpanna. Hraunin eru dreifð víða um Grindavíkursvæðið og m.a. byggt upp Þórkötlustaðanesið og myndað þannig brimbrjót fyrir Grindavík.
Hrólfsvíkurhraun er pikrít-hraun og líklega frá Vatnsheiði.
Húsafell og Fiskidalsfjall eru móbergsstapar, sem líklegast eru frá síðari hluta síðasta jökulsskeiðs. Undir þeim að sunnan eru miklar öskjudyngjur, sem gosið hafa á grunnsævi.
Rauðimelur er setmyndun, úr sandi og möl, sem teygir sig 2.5 km norðaustur frá Stapafelli. Setmyndun þessi er víða vel lagskipt og er 6-7 m þykk. Myndunin hvílir á jökulbergslagi,sem liggur ofan á grágrýti en um miðbik melsins kemur um 2 m þykkt jökulbergslag. Myndunin er að öllum líkindum sjávargrandi sem myndast hefur við rof á Stapafelli og Súlum. Grandinn er eldri en 40.000 ára og eftir því hvernig myndun jökulbergsins er túlkuð, jafnvel frá næstsíðasta jökulskeiði. Stapafellið er mun eldri en grandinn, senniega frá næstsíðasta eða snemma á síðasta jökulskeiði.
Stapfellið og Súlur eru að mestu byggt upp úr bólstrabergi og öskulögum, en berglag, stuðlað og án bólstramyndana, finnst líka. Lag þetta má túlka sem innskot eða jafnvel hraunlag.
Þórðarfell er úr bólstrabergi, en gæti verið yngra en Stapafellið.
Lágafell er hæðarbunga úr móbergi. Gígurinn bendir til þess að jökull hafi gengið yfir það.
Þorbjörn er hlaðið upp úr bólstrabergi og móbergsþurs með bólstrum og bólstrabrotum á víð og dreif. Í toppi fjallsins er mikill sigdalur og er vestari stallurinn (Þjófagjá) tugir metra á hæð. Utan á fjallinu er kápa úr jökulbergi og bendir hún ásamt misgengjunum til nokkurs aldurs, jafnvel frá næstsíðasta jökulskeiði.
Selháls, Hagafell og Svartengisfjall eru aðallega úr bólstrabergi, sem sést vel í Gálgaklettum. Þar er misgengisstallur sem klýfur fellið.
Stóra-Skógfell er úr bólstrabergi sf svipaðri gerð og Sandfell.
Lágafell er eldra en Sandfellshæð. Það er lítil og nett pikrít dyngja. Klifgjá, 6-8 m hátt misgengi, sem gengur upp í Þórðarfell, sker dyngjuna um þvert og þar sjást hraunlög hennar ágætlega og hversu ólívínríkt bergið er.
Vatnsheiði myndaðist snemma á nútíma. Þrjár samvaxnar pikrít-dyngjur eða pikrítdyngja með þrjá samvaxna gíga (svæðisgos). Nyrsti gígurinn er stærstur og hæstur og nær hringlaga, líklega um 200 m að þvermáli.
Illahraun rann um 1226. Það hefur runnið úr fimm gígum á um 200 m gígaröð. Nyrsti gígurinn er stærstur og í rauninni tvöfaldur. Fyrst hefur myndast allstór gígur, en þegar virknin minnkaði hefur myndast nýr gígur á vesturbarmi þess eldri.
Arnarseturshraun rann um 1226. Hraunið er aðallega komið frá 400 m langri gígaröð um 500 m austan við grindavíkurveginn. Nyrstu og syðstu gígarnir hafa aðallega gosið hrauni, en á milli þeirra hlóðust upp gjallgígar, sem risið hafa um 25 m yfir hraunið, en nú hafa þeir verið að mestu brottnumdir. Hraunið er helluhraun næst gígunum, en frauðkennt og blöðrótt og brotnar gjarnan undan fæti. Í hrauninu er nokkrir allstóri hellar, s.s. Kubbur, Hnappur og Hestshellir.
Dalhraun er allgamallt og hugsanlega úr gíg er stendur upp úr Sundhnúkahrauni.
Hrafnshlíð/Siglubergsháls er móbergsstapi, bólstraberg, móbergsþurs og túff, þakið grágrýti, sem komið er úr Bleikhól, áberandi gíg nyrst í fjallinu. Grágrýti þetta er öfugt segulmagnað og runnið á segulmund sem kennd er við Laschamp í Frakklandi. Fleiri slíkar basalthettur er á þessum slóðum, t.d. á Skálamælifelli, Hraunsels-Vatnsfellum og Bratthálsi. Aldur bergsins er um 42.000 ár. Fyrir rúmum 40.000 árum lá þunnur jökull yfir Grindavíkurfjöllunum sem teygði sig um 4 km vestur og norður frá norðurhorni Fagradalsfjalls.
Festafjall og Lyngfell eru stapar sem rof sjávar hafa klofið í herðar niður og myndað hæstu sjávarhamra á Rekjanesi. Einnig sjást innviðir þess, m.a. berggangur.
Fagradalsfjall er dæmi um móbergsstapa á utanverðum skaganum. Neðst er bólstraberg, síðan túff og brotaberg og efst er myndarleg hraunhetta, sem komin er frá dyngjugíg nyrst í fjallinu.
Slaga er mynduð úr bólstrum og bólstrabrotum svo og hraunklessum og upp í þessar myndanir liggur gangur. Neðar við þær tekur við jökulriðið grágrýtislag, sem einnig nær undur Langahrygg og Fagradalsfjall.
Skála-Mælifell er móbergsfjall með rauðu gjalllagi undir hraunhettu á toppi fellsins.
Núpshlíðarháls er úr móbergi sem hefur myndast undir jökli í mörgum gosum, sem ekki hafa náð upp úr jöklinum. Meginþorri hans er frá síaðsta jökulskeiði, en í grunni hans geta verið eldri myndanir.
Latur, Latstögl og Latfjall eru röð móbergshnúka, aðallega móbergsbrotaberg.

Bólstri

Stærsti bólstri í heimi í Stapafelli.

Méltunnuklif er misgengisstallur rétt austan við Skála-Mælifell. Í klettanefi yst á því lesa upphleðslusögu svæðisins. Neðst er jökulrákað grágrýti, en ofan á það kemur þunnt jökulbergslag, því næst allþykk grágrýtislög (efra lagið er rispað af jökli) og ofan á þau nokkuð þykkt jökulbergslag sem hulið er móbergi.
Borgarhraun gæti hafa komið upp í gígum í sunnanverðu Fagradalsfjalli.
Höfðahraun er m.a. komið úr Höfðagígum og Moshólum, sem vegurinn liggur um. Hefur það runnið í sjó fram og myndað nokkra gervigíga og einnig er forn malarkambur í því rétt austan við Ísólfsskála. Misgengið Méltunnuklif nær út í hraunið.
K nær að Ögmundarhrauni. Þunnfljótandi hraunið hefur runnið út í grunna vík. Í stað hefðbundinna gervigíga úr gjalli mynduðust niðurföll, hraunborgir, hraunrásir, hellar, sappar (hraunsveppir) og holar súlur þegar heitt hraunið snöggkólnaði og breytti vatninu í háþrýsta gufu. Litluborgir, austan Helgafells, og jafnvel Dimmuborgir eru taldar hafa myndast á svipaðan hátt.
Ögmundarhraun rann um 1151. Hraunið rann frá Krýsuvíkureldum (1151-1188). Það þekur botn Móhálsadals sunna Djúpavatns, allt til sjávar. Inni í hrauninu eru Húshólmi og Óbrennishólmi í eldra hrauni, báðir með fornum minjum í frá upphafi landsnáms.
Krýsuvíkurbjarg er aðallega byggt upp af hraunlögum (grágrýti) og gjalllög Skriðunnar ljá berginu rauðan blæ. Skriðan og Selalda eru eldstöðvar sem gosið hafa í sjó og byggt upp eyjar úr gosmöl (virki og ösku) og hraunlögum. Grágrýtsihraunin hafa síðan tengt eyjar við fastalandið og kaffært þær að mestu. Strákar er ung móbergsmyndun vestan Selöldu. Hraunlögin í syllum Krýsuvíkurbergs eru sennilega komin frá Æsubúðum í Geitahlíð og eru frá síðasta hlýskeiði eða eldri en 120.000 ára.
Stóra-Eldborg er formfagur klepragígur, sem rís um 50 metra yfir umhverfið og er um 30 metra djúpur. Hraunin, sem runnu frá honum hafa myndað margar hrauntraðir.
Sveifluháls líkist Núpshlíðarhálsi, en er eldri og myndaður í fjölmörgum gosum, bæði á hlýskeiði- og kuldaskeiði. Upp úr honum ganga margir tindar, s.s. Hellutindar, sem er gosgangur. Sprengigígurinn Arnarvatn er upp á hálsinum þvert upp af Seltúninu, en þar er öflugt háhitasvæði.

Litluborgir

Í Litluborgum.

Reykjanesskagi

Hér á eftir eru nokkur helstu atriði varðandi gróðurfar á Reykjanesskaga.

Hraunkatlar

Hraunkatlar við Hvassahraun.

1. Sérkenni gróðurfars:
Á miklum hluta láglendisins eru eldhraun. Eldhraunin eru hriplek. Vindasöm sumur – umhleypingasamir vetur.
Gamburmosinn er einkennisplanta Reykjanesskagans því gamburmosi er einkennisgróðurlendið. Nánast allur annar gróður í hraununum, nema fléttur, á gamburmosanum tilveru sína að þakka, því hann myndar smám saman jarðveg sem plönturnar festa rætur í. Mosaþemba útbreiddasta gróðurlendið. Skiptist í fernt: mosaþemba í einföldustu mynd, mosaþemba með lyngi, mosaþemba með lyngi og kjarri og mosaþemba með grasi. Mólendi austast á svæðinu. Graslendi á köflum. Kjarrlendi í Almenningum. Votlendi við Kleifarvatn. Ógróið land (meirihluti Reykjanesskagans er gróinn þótt gróðurþekjan geti oft verið lítil). Ógróið á melum, skriðum, úfnum hraunum, efri brúnum fjalla og á uppblásnu landi.
Skipa má Reykjanesskaganum í þrjá aðallhluta eftir gróðurfari og fer það saman við bergmyndun hans: Móbergssvæði, grágrýtissvæði og Miðnesheiðina.

2. Helstu orsakir gróðureyðingar:
Ofnýtt af mönnum og af skepnubeit. Ástæður einnig sandfok, kuldi, vatns- og vindrof, frost, gos og jökull. Mest er jarðvegseyðingin í mólendi og grasbrekkum. Um Reykjanesfóksvang má segja að landeyðing sé eitt af höfuðeinkennum gróðurfarsins. Jarðvegur er rýr og að mestu myndaður úr gosefnum og því fokjarn. Veðrátta jafnan óhagstæð og umhleypingasöm veður.

Hnúkar

Eldvarp í Hnúkum.

3. Landgræðsla og skógrækt:
1938 var sáð í sandinn í Stóru-Sandvík, uppsprettu sandfoksins á vestanverðum skaganum. Girðingar voru settar upp. Skógræktarfélag Suðurnesja hefur stuðlað mjög að landgræðslumálum. Grindavíkurgirðingin (landgræðslugirðing) varð til þess að stemma stigum við ágangi búfjár handan hennar. Gróður tók fljótlega við sér. Uppgræðsla innan landgræðslugirðingarinnar á Reykjanesi var algerlega uppblásið. Nú endurgrætt. Ýmis áhugamannafélög og fyrirtæki hafabeitt sér í landgræslu, einnig einstaklingar. Flugvél landgræðslunnar hefur verið notuð af og til frá 1975. Skógræktarfélag Suðurnesja frá 1950 (Sólbrekkur) og Skógræktarfélag Grindavíkur (Selskógur). Auk þess Háibjalli og Álaborg.

4. Friðlýstir staðir:
Eldey og Stóra-Eldborg – Reykjanesfólkvangur.
Náttúrminjaskrá: Reykjanesið sjálft, Ósar, Sandgerði og Garður, Vatnsleysuströndin, Seltjörnin og Snorrastaðatjarnir, Sundhnúkar, Staðarhverfi, Þórkötlustaðahverfi, Katlahraun, Keilissvæðið að austanverðu.
Svæðið er auðugt af menningarminjum, fágætum jarðfræðifyrirbrigðum og merkilegt með hliðsjón af gróðurfari.

Herdísarvík

Fiskgarðar við Herdísarvík.

5. Sérkenni dýralífs:
Refur og minkur – mýs og rottur, hreindýr, selir, fuglar í fjörum, vötnum, skerjum, móum og björgum. Fimm meginkjörlendi; hraun, heiðar, tjarnir, klettar og fjörur.

6. Jarðmyndanir:
Eldstöðvarkerfin á Reykjanesi eru fimm talsins og liggja frá norðaustri til suðvesturs. Á þeim hafa myndast gossprungur og hraun komið upp á nútíma (frá því fyrir 12-13 þús. árum). Áður var til grágrýtismyndunin úr fornum dyngjum, sem m.a. Rosmhvalanesið, Njarðvík, Stapinn, Löngubrekkur og Fagradalsfjall hvíla á.

7. Jarðsyrpur:

Lóuegg

Lóuegg.

Rosmhvalanesið er dæmi um fornar dyngjur á Reykjanesinu (eldri en 120 þús ára). Jökullinn hefur hefur sorfið þar klappir og mótað landið áður en hann hopaði.
Helstu fjöll og fjallgarðar verða til á síðasta jökulskeiði, áður en jökullinn hopaði, s.s. Austurháls, Vesturháls, Keilir, Trölladyngja, hluti Fagradalsfjalls, Þorbjörn, Lágafell, Þórðarfell, Stapafell og Súlur.
Nútímahraun renna eftir að ís leysti. Verða þá sprungugos (apal- og helluhraun) þar sem má þekkja eldri og grónari hraunin, s.s. Katlahraun, Skógfellahraun, Sundhnúkahraun, Hvassahraun, Hellnahraunið eldra, Dyngnahraun, Stampahraunið eldra, Elvarpahraunin eldri o.fl. Meginhluti skagans er þakin nútímahraunum, þ.e. hraunum er runnu eftir að jökul leysti (12-13 þúsund ára).
Nokkrar litlar dyngjur hafa gosið eftir síðasta kuldaskeið, s.s. Háleyjarbunga, Skálafell, Vatnsheiðagígar, Lágafell og Hraunsfell-Vatnsfell (pikrít).

Húshellir

Við Húshelli við Hrútagjárdyngju.

Þrjár til fjórar stórar dyngjur hafa einnig gosið á nútíma, s.s. Sandfellshæð, Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja. Þá má nefna Heiðina há og Strandarheiði. Þetta voru mikil gos er skiluðu miklu hraunmagni. Grágrýtishraunin (þóeilít), auk sprunguhraunanna, hafa fyllt duglega inn á milli móbergssfjallanna og myndað skagann smám saman.
Sprunguhraun héldu áfram að renna á sögulegum tíma (um og í kringum 1000 (Kristnitökuhraun), 1151 (Ögmundarhraun), 1188 (Afstapahraun) og 1226 (Stampahraun yngra). Þetta voru aðallega apalhraun, en einnig helluhraun (Arnarseturshraun).
Gjár og sprungur (NA-SV) einkenna Reykjanesskaga. Misgengi má sjá víða, s.s. við Snorrastaðatjarnir. Einnig þversprungur og misgengi (NS), s.s. í Þorbirni.
Víða má einnig sjá einstakar og fallegar hraunmyndanir, s.s. gjall- og klepragíga, dyngjur og móbergs- og bólstramyndanir, auk dropasteina og hraunstrá í hellum.

Fyrir áhugasamt fólk um gróður, dýralíf og jarðfræði er Reykjanesskaginn kjörinn nærtækur vettvangur.

Afstapahraun

Hraunbátur í Afstapahrauni.

 

Landnám
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er sagt frá því að Steinunn gamla hafi fengið Romshvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og hafði bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga (Voga) þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

Gufuskálar

Gufuskálar – bæjarstæði Steinunnar gömlu!? – uppdráttur ÓSÁ.

Gullkollur

Um gróður á Reykjanesi segir m.a. “Þar sem hraun þekur mest af yfirborði Reykjanesskagans og lítið er um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt. Dæmigert úthafsloftslag og veturnir sem eru yfirleitt mildir eru plöntum í hag en hins vegar blæs mikið og lítið er um heita og sólríka sumardaga sem rýrir vaxtarskilyrði gróðursins verulega.

Krækiberjablóm

Blóm krækiberjalyngs.

Algengasta plantan er gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki sérstaklega við Straumsvík, í Almenningum og í Herdísarvíkurhrauni. Votlendisgróður finnst aðeins á smá blettum fyrir utan mýrarnar við Kleifarvatn og í við Krísuvík. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu”.

Stór samfelld grassvæði eru t.d. á Selsvöllum, Vigdísarvöllum, Krýsuvík, Baðsvöllum og víða með ströndinni. Birki og kjarr er víða í hraunum, sem mynda gott skjól víða á Reykjanesinu. Þess nýtur sá best, sem gengur um um þau í norðannæðingi eða austanágjöf. Þá er víða snjólétt í hraunum og snjó tekur fljótt upp vegna sólarhitans frá dökku grjótinu. Sum svæðin hafa látið mjög á sjá á seinni öldum vegna gróðureyðingar, s.s. Vatnsleysustrandarheiðin, Selvogsheiðin og Krýsuvík, og uppblásturs. Þá hefur orðið verulegt sandfok í Selvogi og á Hafnaheiði. Eitt seljanna, sem þar var tilgreint [frá Gálmatjörn (Kalmannstjörn)], undir Stömpum, er t.d. með öllu horfið. Sum selin á Vatnsleysustrandarheiði sjást enn vel frá Reykjanesbrautinni þar sem þau kúra á gróðurtorfum, sem þráast enn við fyrir áburðinn frá selstímanum.

Lambagras

Lambagras.

Jarðfræðikort

Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: “Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – loftmynd.

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun og Kapelluhraun 1151 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Kapelluhraun er frá 1150. Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerfum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir (dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigígir t.d. Grænavatn. Auk þess má sjá sigkatla t.d. Hvirfill og Kistufell”.

Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Selin eru yfirleitt í eldri hraunum en þeim er runnu á sögulegum tíma, enda gróður þar skemmra á veg kominn en í þeim eldri. Nýrri hraunin enn mosavaxin, en önnur víða grasivaxin og klædd lyngi, birki og víði; ákjósanleg til beitar.

Sjá meira HÉR.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Reykjanesskagi

Landnám Ingólfs Arnarssonar er sagt hafa verið vestan við línu dreginni frá Ölfusárósum í Hvalfjörð .

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi. Reykjanes neðst – loftmynd.

“Um takmörk hans [Suðurkjálkans] eru “þeir lærður” ekki sammála. Sumir telja hann byrja, sunnan megin, við Hafnarskeið (Þorlákshafnarvíkina), en að norðan við Kollafjörð (Grafarvog) og við línu sem dregin er á milli þessara tveggja staða. Aðrir láta sér nægja að telja hann frá línu milli Selvogs að sunnan og Hafnarfjarðar að norðan, en hvorug þessara takmarka eru eðlileg og skýr”.
Á vefsíðu FERLIRs er fjallað um Reykjanesskagann vestan línu sem dregin eru um Suðurlandsveg og Þrengslaveg. Þó eru þrjú sel austan við þessa línu höfð með, þ.e. Hraunssel undir Löngubrekkum, frá Hrauni í Ölfusi, Hafnarsel undir Votabergi (Þorlákshafnarsel) og Nessel við Selvatn.

Þrengri skilgreining er til þar sem segir að Reykjanes sé skaginn vestan við línu á milli Stóru-Sandvíkur í norðri og Sandvíkur í suðri.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – ÓSÁ.

Gjásel

Í umföllun um selin verður lýst seljum á Reykjanesskaga og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, notkun, aldri, umfangi og hvernig umhorfs var í sumum þeirra um síðustu aldamót (2000). Bornar eru saman upplýsingar úr NesselJarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 við sel, sem þekkt eru á Reykjanesi og reynt að lýsa hvernig sel á svæðinu voru frábrugðin seljum annars staðar á landinu með hliðsjón af skrifum Egons Hitzlers. Einnig voru skoðuð skrif Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel. Meðfylgjandi eru síðan skrif fólks um sel á afmörkuðum hlutum Reykjanessins er birt hafa verið, s.s. Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin. Loks fylgja með lýsingar höfundar á mörgum seljanna er skoðuð voru árið 2000, tafla um fjölda þeirra og staðsetningu sem og ljósmyndir (153) og uppdrættir (27) af seljum og seljasvæðum.

Þá er fjallað um fornleifar, gildandi lög og reglugerðir um þær og mikilvægi þess að varðveita minjar, sem geta haft sögulegt gildi eða tengjast lífsháttum fólks og atvinnuháttum í gegnum aldir.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Samkvæmt rituðum heimildum, frásögnum staðkunnugra manna og eftir nákvæma leit á svæðum, sem líklegar selstöður gætu verið að finna á Reykjanesi, liggur fyrir að selin hafi a.m.k. verið 139 talsins á 102 stöðum . Þau hafa öll nema eitt verið skoðuð og staðsett. Þórusel, sem vera á skammt ofan við Reykjanesbraut á Vatnsleysuströnd, hefur ekki verið staðsett af nákvæmni því að a.m.k. tveir staðir í og við hraunhóla koma til greina, en óverulegar minjar eru á báðum stöðunum. Einnig segir í heimild að jörðin hafi átt selstöðu “þar sem kallaðar eru Fornuselshæðir” [Sýrholt], en verið aflögð. Þá eru þrjú sel horfin með öllu, þ.e. Reykjavíkurselið í Ánanaustum, Hraunsholtsselið við Flatahraun og sel frá Kalmannstjörn undir Stömpum. Fyrrnefndu selin voru eyðilögð af mannavöldum en hið síðastnefnda “eyddist að mestu fyrir sandi” .

Þrátt fyrir að miklu hafi verið safnað um fornminjar og mannvirki á Reykjanesi og margt skráð og skrifað um búskaparhætti hefur seljunum lítill gaumur verið gefinn. Brynjúlfur Jónsson fór t.a.m. um Reykjanesið skömmu eftri aldarmótin 1900 og leitaði og skráði minjar, en ekkert um sel. Í söfnun Magnúsar Grímssonar um fornminjar á Reykjanesi tókst honum að fara um allt Nesið og safna miklu efni Nessel - tóftirán þess að minnast á eitt einasta sel. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, landfógeta, um Lýsingu Gullbringusýslu og Kjósarsýslu er getið þess merkasta í hverri sókn. Einungis í tveimur þeirra er minnst á sel. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir að “nú brúkar enginn hér selstöður og séu Garðar undanteknir, sem höfðu pening í seli til 1832. Hafa ei selstöður héðan verið brúkaðar í næstliðin 50-60 ár”. Geir Bachmann segir og í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 að “Staður eigi selstöð á Selsvöllum sem og allir bæir í sókninni, nema Hraun, sem hefur í seli litlu vestar..… Vanalegt er að hafa í seli 8du viku sumars og aftur í 16 eða síðast í 17 viku af sumri, nema óþurrkar hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum”.

Þegar tófta seljanna var leitað og þær skoðaðar árið 2000 var hægt að ganga að sumum þeirra á vísum stöðum, en að öðrum þurfti að leita oftar en einu sinni. Tóftir fundust á fjórum stöðum þar sem líklegt má telja að haft hafi verið í seli, a.m.k. um tíma, þrátt fyrir að staðanna sé hvergi getið. Einn þeirra er í Hnúkunum og annar vestast í landi Lónakots, svo til alveg niður við sjó, sem reyndar er óvenjuleg staðsetning á seli miðað við staðsetningu annarra selja á Reykjanesi. Hafa ber þó í huga að hið eiginlega Lónakotssel neðan við Krossstapana var talið lélegt og þaðan hafi þurft frá að hverfa vegna vatnsskorts í þurrkum. Minjarnar vestan Lónakots gætu bent til Seltóftirþess að selið hafi verið fært þangað niður eftir vegna þessa, en það er, ef marka má mannvirki, sem þar eru, mun yngra. Þau bera þó öll merki seljabúskapar, s.s. tvískiptur stekkur, kví, tóftir með selshúsalagi, fjárskjóli og gerði og jafnvel nátthagi og rétt. Ekki er útilokað að þaðan hafi einnig verið gert út með einhverju lagi vegna nálægðarinnar við sjóinn. Sjóbúðin í Lónakoti var þó á sjávarkambinum svo til neðan við bæinn. Tóftir í Hnúkunum virðast hins vegar miklu mun eldri. Við þær er holur hraunhóll. Í honum og við eru manngerðar hleðslur. Skammt norðan við tóftirnar er gott vatnsstæði í gróinni dalkvos. Hvorugar þessara minja hafa verið skráðar svo vitað sé þar til nú. Þá er minja, sem fundust við leit á Garðavöllum, ekki getið annars staðar en í þjóðsögu af leifum bæjar, sem átti að vera þar “áður en hraunið rann”. Í sögunni áttu Garðar að hafa verið þar áður en fólkið flúði undan hrauninu með lampa. Átti það, skv. sögunni, að reisa sér bæ að nýju þar sem ljósið slokknaði. Það mun hafa verið þar sem Garðar og Garðakirkja eru í dag. Í gróinni brekku við norðaustanverða vellina eru nokkrar tóftir, garður, hringlaga gerði og mannvirki er gæti hafa verið kví eða stekkur. Fornar kirkjulýsingar frá Görðum benda til þess að staðurinn hafi nýtt Selgjá, Búrfellsgjá og jafnvel Garðavelli sem selstöðu. Loks má telja líklegt að Rauðshellir norðan Helgadals hafi verið notaður fyrir selstöðu því við hann er að finna gamlan, næstum jarðlægan, stekk. Í grunnu grónu Hvassahraunsseljarðfallinu gætu verið leifar húss og við op hellisins eru hleðslur líkt og í öðrum fjárskjólum við sel á Reykjanesi. Einnig eru sambærilegar hleðslur inni í hellinum að vestanverðu. Nefndur stekkur hefur ekki fyrr verið skráður. Tóftir og fjárskól á tveimur stöðum Selvogsheiði, vestan Hellholts, hafa heldur ekki verið skráð, en þar eru hús á tveimur stöðum, stekkir sem og fjárskjól með hleðslum.

Þjóðsögur hafa tengst seljum, s.s. um samskipti huldumanna og selráðskvenna, dráp (nykur varð selráðskonu að bana við Hvaleyrarsel um 1880 ), hróp í Kirkjuvogsseli o.fl., en þær sögur verða ekki raktar hér.

Í ritgerðinni er fjallað um mannvirkin í og við selin, s.s. fjárskjól, stekki, kvíar, brunna, nátthaga, réttir, vatnsstæði, garða og gerði. Einnig leiðir (stíga og götur) að sumum þeirra.

Getið er um og vitnað til fyrri skrifa og heimilda um sel og selsbúskap hér á landi, s.s. skrifa Daniel Bruun um selbúskap, Jónasar Jónassonar, Ólafs Þ. Kristjánssonar og Sigurlínar Sigryggsdóttur um lífið í seljum. Þá hefur verið farið yfir margt, sem ekki var talið ástæða til að tiltaka að þessu sinni, bæði vegna þess að meginefnið kemur fram annars staðar eða vegna þess að umfangið var þegar orðið of yfirgripsmikið. Það bíður því annars tilefnis og betri tíma.

Sjá meira um einkenni seljanna á Reykjanesskaga HÉR.

Sel

Sel vestan Esju – ÓSÁ.

Merkinesbrunnur
Nafn: Fjöldi: Fundið: Staðsetn:
-Arngrímshellisbr. 1 x v/Arngrímshellisop
-Auðnabrunnur 1 x N/v Auðnir
-Básendabrunnur 1 x a/við Básenda
-Bergvatnsbrunnur 1 x s/v við Bergvötn
-Bessastaðabrunnur 1 x Bessastöðum
-Bjarnastaðabrunnur 1 x v/Bjarnastaði
-Bolafótsbrunnur 1 Ytri-Njarðvík
-Brandsbæjarbrunnur 1 x Suðurbæjarlaug
-Brekkubrunnur 1 x s/Brekku
-Brekkubrunnur 1 x Brekka/Garði
-Brunnastaðabrunnur 1 x Efri-Brunnastöðum
-Brunnur 1 x Selatöngum
-Búðarvatnsstæði 1 x Almenningum
-Bæjarbrunnur 1 x Litlalandi
-Djúpmannagröf 1 x Þórustöðum
-Duusbrunnur 1 x í Duushúsi Keflav.
-Eyrarhraunsbrunnur 1 x Mölum
-Flekkuvíkurbrunnur 1 x n/húss
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x n/við Fornasel
-Fuglavíkurbrunnur 1 x vs/við Fuglavík
-Gamla-Kirkjuvogsbr. 1 x neðan v/tóttir
-Gamlibrunnur 1 x Hrauni
-Garðalind – hleðslur 1 x v/Garða
-Garðhúsabrunnur 1 x v/Garða
-Garðskagabrunnur 1 x n/v vitann
-Gerðisvallabrunnar 1 x v/Járngerðarstaða
-Gesthhúsabrunnur 1 x Gesthús Álftan.
-Gjáréttarbrunnur 1 x n/réttar
-Goðhólsbrunnur 1 x v/Goðhóls
-Góðhola 1 x Hafnarfirði
-Guðnabæjarbrunnur 1 x v/Guðnabæjar
-Gvendarbrunnur 1 x Alfaraleið
-Gvendarhola 1 x Arnarneshæð
-Gvendarbrunnur 1 x Vogum
-Halakotsbrunnur 1 x Halakoti
-Hausthús 1 x a/Grænuborgar
-Herdísarvíkurselsbr. 1 x Herdísarvíkursel
-Hnúkavatnsstæði 1 x N/Hnúka
-Hólmsbrunnur 1 x n/ við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur – lind 1 x s/við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur II 1 x s/a við S-Hólm
-Hrafnagjá 1 x v/Járngerðarstaða
-Hraunsbrunnur 1 x s/bæjar
-Hrólfsvíkurbrunnur 1 x ofan við Hrólfsvík
-Húsatóftarbrunnur 1 x Húsatóftum
-Hvirflabrunnur 1 x Staðahverfi
-Innri-Njarðvíkurbr. 1 x v/Tjörn g/kirkjunni
-Ísólfsskálabrunnur 1 x undir Bjöllum
-Jónsbúðarbrunnur 1 x Jónsbúð
-Kaldadý 1 x Hafnarfirði
-Kálfatjarnarbrunnur 1 x n/v við kirkjuna
-Kálfatjarnarbr. II 1 x v/v Kálfatjörn
-Kálfatjarnarvatnsst. 1 x a/Helgahúss
-Kirkjuvogsbrunnur 1 x s/v Kirkjuvog
-Knarrarnesbrunnur I 1 x Knarrarnes
-Knarrarnesbrunnur II 1 x Minna-Knarrarnes
-Kvíadalsbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Kálfatjörn
-Landakotsbrunnur 1 x Landakoti
-Langhólsvatnsstæði 1 x Fagradalsfjall
-Leirdalsvatnsstæði 1 x Leirdal
-Leirubrunnur 1 x s/a í Leiru
-Litli-Nýjabæjarbr. 1 x v/Litla-Nýjabæ
-Merkinesbrunnur I 1 x Merkinesi
-Merkinesbrunnur II 1 x Merkinesi
-Merkiselsbrunnur II 1 x v/yngra Merkin.sel
-Miðengisbrunnur 1 Miðengi
-Móakotsbrunnur 1 x v/Móakot v/Kálfatj.
-Móakotsbrunnur 1 x n/Móakots
-Móvatnsstæðið 1 x s/v Urðarfells
-Mýrarhúsabrunnur 1 Álftanesi
-Nesbrunnhús 1 x v/við Nes
-Norðurkotsbrunnur 1 x n/Norðurkots
-Óttastaðabrunnur I 1 x n/Óttastaða
-Óttastaðabrunnur II 1 x v/Óttastaði
-Óttastaðaselssbr. 1 x v/Óttast. sel
-Rafnstaðabrunnur 1 x Kistugerði
-Reykjanesbrunnur 1 x v/Bæjarfells
-Staðarbrunnur 1 x v/v kirkjugarðinn
-Staðarvararbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Stafnesbrunnur 1 x s/v Stafnes
-Stapabúðabrunnur 1 x v/Stapabúðir
-Stóra-Gerðisbrunnur 1 x a/Stóra-Gerðis
-Stóru-Vatnsleysubr. 1 x a/v St.-Vatnsleysu
-Straumsselsbrunnur 1 x Straumsseli
-Suðurkotsbrunnur 1 x n/húss v/veginn
-Sælubuna 1 v/v Svörtubjörg
-Torfabæjarbrennur 1 x Selvogi
-Tófubrunnar 1 x Selatangar
-Urriðakotsbrunnur 1 x n/v bæinn
-Varghólsbrunnur 1 x v/Herdísarvík
-Vatnaheiðavatnsst. 1 Grindavík
-Vatnsskálar 2 x á Vatnshól
-Vatnssteinar 1 x Borgarkot
-Þorbjarnastaðabr. 1 x a/bæjar
-Þorkelsgerðisbrunnur 1 x v/Þorkelsgerði
-Þorlákshafnarbr. 1 x s/verbúðargötu
-Þórkötlustaðabr. 1 x a/v Þórk.staði
-Þórkötlustaðanesbr. 1 x norðan við HöfnÁ bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Reykjanes
Hér er getið nokkurra heimilda um sagnir og minjar á Reykjanesskaganum, sem FERLIR hefur m.a. stuðst við:
-Á refaslóðum – Theodór Gunnlaugsson.
-Áður en fífan fýkur – Ólafur Þorvaldsson.
-Ægir 1936 – bls. 194.
-Aftökustaðir í landi Ingólfs – Páll Sigurðsson.
-Ágúst Guðmundsson f. 1869: Þættir af Suðurnesjum – Akureyri : Bókaútgáfan Edda, 1942. 113 s.
-Ágúst Jósefsson. 1959. Örnefni í Viðey. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 229-231
-Álftanessaga.
-Álög og bannhelgi.
-Annálar 1400-1800.
-Árbók F.Í. – 1936 – 1984 – 1985.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags – 1998-1994-1981-1979- 1978-1974-1971-1966-1955-1956-1903.
-Árbók Suðurnesja 1983-1998. Sögufélag Suðurnesja
-Árbók Suðurnesja 1984-1985 og 1986-1987.
-Ari Gíslason. 1956. Örnefni. Eimreiðin 62:279-290.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Árni Óla f. 1888: Strönd og Vogar : úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs. – Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961. 276 s.
-Árni Óla. 1961a. Rúnasteinn í Flekkuvík. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík,[Um nafnið Flekka.]
-Árni Óla. 1961b. Örnefni á Vogastapa. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1961c. Heiðin og eldfjöllin. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1976. Grúsk V. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík. [Örnefni sanna írskt landnám, bls. 45-52; Örnefni kennd við Gretti]
-Ársrit Sögufélag Ísfirðinga 1978, Ísafirði, bls. 136-142.
-Ásgeir Ásgeirsson f. 1957: Við opið haf : sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907. – [Sandgerði] : Sandgerðirbær, 1998. 309 s.
-Ásgeir Jónasson. 1939. Örnefni í Þingvallahrauni. Árbók hins íslenska Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 147-163. [Í möppu Þingvallahrepps í örnefnasafni.]
-Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki …)
-Baldur Hafstað. 1986. Örnefni í Engey. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 3:78-85.
-Benedikt Gíslason. 1974. Íslenda. Bók um forníslenzk fræði. 2. útg. Reykjavík. [Arnarbælin, bls. 169-172; Kirkjubólin, bls. 173-182; Nafngiftirnar, bls. 183-190.]
-Benediktsson, Einar, í Herdísarvík. Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1766-1890. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1992. 302 s.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1890-1920.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1920-1949. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1999. 448 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987
-Björn Bjarnarson. 1914. Um örnefni. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1914, bls. 9-16. [Mosfellssveit.]
-Björn Hróarsson. 1990. Flokkun og nafngiftir á íslenskum hraunhellum. Surtur, ársrit Hellarannsóknafélags Íslands, bls. 23-24.
-Björn Hróarsson. 1990. Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta. Lesbók Morgunblaðsins 41:2.
-Björn Þorsteinsson. 1964. Nokkrir örnefnaþættir. Sunnudagsblað Tímans III:609-611, 621-622, 628-630, 646, 664-666, 669, 681-683, 693.
-Björn Þorsteinsson. 1966. Blaðað í örnefnaskrá. Lesbók Morgunblaðsins 41,39:4 og 12-13; 41,40:4 og 13; 41,41:4 og 9-10; 41,42:4 og 6.
-Bláfjöll – Tómas Einarsson.
-Blanda, I, II, III og IV.
-Bréf og bækur Jónasar Hallgrímssonar.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1895. Ölfus = Álfós?. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 16:164-172. [Leiðrétting í sama tímariti 1896, bls. 236.]
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1911. Hvar voru Óttarsstaðir?. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1911, bls. 63-64.
-E[inar] F[riðgeirsson]. 1918. Á Nesi. – Í Nesi. Skírnir 92:288.
-Egon Hitzler: Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo – Bergen – Tromsö, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
-Einar Jónsson. 1979. Nöfn og nafngiftir utan fjörumarka I. Sjómannablaðið Víkingur 41,9:31-34.
-Einar Ólafur Sveinsson. 1960. Samtíningur 7. Skírnir 134:189-192. [Um keltnesk nöfn.]
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Reykjanes –Reykjavík : Víkingur, 1996. 96 s.
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Suðvesturhornið.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Sumarbústaðaland í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Fornleifakönnun Fornleifastofnun Íslands FS171-02031 Reykjavík 2002
-Ellingsve, Eli Johanne. 1983. Hreppanöfn á Íslandi. Prófritgerð í Íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands, Reykjavík, 30 bls. Óprentuð.
-Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, hendersen….).
-Exploring Suðurnes. – Keflavík : Enviromental Div. Of the Public Works Dept., NAS, 1998.
-Faxi – 62. ágr. 2. tbl.
-Ferðabók – Þorvaldur Thoroddsen.
-Ferðasögur (Eggert og Bjarni, Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th….).
-Fimmtán gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur – Kristján Jóhannsson.
-Flugsaga Íslands í stríði og friði.
-Fornar Hafnir á Suðvesturlandi – Jón Þ. Þór.
-Fornleifakönnun á Reykjanesi 1998.
-Fornleifaskrá á Miðnesheiði – Ragnheiður Traustadóttir.
-Fornleifaskráning í Grindavík – Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 2002. Einnig eldri fornleifaskráning, einungis til á bæjarskrifstofunum.
-Fornleifaskráning í Ölfushreppi II – Svæðisskráning í Ölfus- og Selvogshreppi – Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson.
-Fornleifaskráning í Selvogi.
-Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur).
-Frá Suðurnesjum – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík.
-Frá Suðurnesjum : frásagnir frá liðinni tíð. – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960. 384 s.
-Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir).
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Friðrik K. Magnússon. 1960. Fiskimið í Grindavíkursjó. Í: Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð. Reykjavík, bls. 56-60.
-Frjálsa glaða líf – Guðmundur Bjarnason.
-Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árna Óla, Jónas Hallgrímsson…).
-Gamlar minningar – Sigurður Þorleifsson.
-Gerðahreppur 90 ára.
-Gísli Brynjólfsson f. 1909: Mannfólk mikilla sæva : Staðhverfingabók. – [Reykjavík].
-Gísli Brynjólfsson. 1975. Mannfólk mikilla sæva. Staðhverfingabók. [Reykjavík.] [Örnefni á Húsatóftum, bls. 20-24; örnefni í Staðarlandi, bls. 25-34. (Grindavík).]
-Gísli Sigurðsson – handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Gísli Sigurðsson – leiðarlýsingar – handrit.
-Gömul landakort – herforingjakort – leiðakort.
-Gönguleiðir á Íslandi – Reykjanesskagi – Einar Þ. Guðbjartsson.
-Gráskinna hin meiri, útg. af Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, Rvík, Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983; “Sagnir úr Hafnarfirði”.
-Grúsk, I, II, III og IV.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. 2001. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Safn til sögu Garðabæjar III. Garðabær, 166 bls.
Guðmundsson 2001.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Í bak og fyrir : frásagnir af Suðurnesjum.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Sagnir af Suðurnesjum : og sitthvað fleira sögulegt. – Reykjavík : Setberg, 1978. 200 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi. – Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987. 436 s.
-Guðmundur Einarsson. 1945. Uppruni norrænna mannanafna. Eimreiðin 51:124-127.
-Guðmundur Finnbogason. 1931. Íslendingar og dýrin. Skírnir 105:131-148.
-Guðmundur Jónsson: Frá síðustu árum Einars Benediktssonar. Lesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1941.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 frá 1992? Þetta er sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu.
-Gunnar Haukur Ingimundarson. 1982. Örnefni í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd. B.S.-ritgerð. Háskóli Íslands. Verkfræði- og raunvísindadeild. Jarðfræðiskor. 105 bls.
-Gunnar M. Magnúss f. 1898: Undir Garðskagavita. – Reykjavík : Ægisútgáfan, 1963. 360 s.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Harðsporar – Ólafur Þorvaldsson.
-Heiðmörk – Páll Líndal.
-Helgi Hallgrímsson. 1999. Landnámsbærinn Bessastaðir. Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember 1999, bls. 10-12. [Bæjarnafnið Hamborg, bls. 12.]
-Helgi Hallgrímsson. 2004. Um íslenskar nafngiftir plantna. Náttúrufræðingurinn 72:62-74.
-Hengilssvæðið – Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson.
-Hildur Harðardóttir f. 1943: Þjóðsögur af Suðurnesjum. Ópr. B.Ed ritgerð frá KHÍ.
-Horfnir starfshættir – Guðmundur Þorsteinsson.
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.
-Hraunin sunnan Straumsvíkur.
-Hreindýr á Íslandi – Ólafur Þorvaldsson.
-Húsatóftaætt . – Reykjavík : Sögusteinn, 1985. 247 s.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-Í bak og fyrir – Guðmundur A. Finnbogason.
-Ísland fyrir aldarmót – Frank Ponzi.
-Íslandshandbókin – Örn og Ölygur.
-Íslendingaþættir – vor- og sumarvinna.
-Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur III og X.
-Íslenskir sjávarhættir – Lúðvík Kristjánsson.
-Íslenskir þjóðhættir – Jónas Jónasson.
-Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson, III. útg. 1961 – bls. 62-64 og 163-177.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Daniel Bruun – Steindór Steindórsson þýddi – 1987 – bls. 367-370.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Steindór Steindórsson.
-Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir, Kaupmannahöfn 1992.
-Jarðabækur ( 1686 – 1695 – 1703 – 1874 ).
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703), annað og 3ja bindi. – Útg. Kbh. 1923-1924.
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson, jarðfræðingur.
-Járngerðarstaðarætt 1-3 : niðjatal Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum. – Reykjavík : Þjóðsaga, 1993
-Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur – fornleifaskráning –Agnes Stefánsdóttir 2001.
-Jochens, Jenny. 1997. Navnet Bessastaðir. Í: Frejas psalter. En psalter i 40 afdelinger til brug for Jonna Louis-Jensen. Kbh., bls. 85-89.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jóhannes Björnsson. 1981. Örnefnaflutningur og örnefnasmíð. Náttúrufræðingurinn 51,3:141-142.
-Jón Böðvarsson f. 1930: Suður með sjó. – Keflavík : Rótarýklúbbur Keflavíkur, 1988. 152 s.
-Jón Gíslason. 1991. Fjarðaheiti á Íslandi. Námsritgerð í nafnfræði. 15 bls. Í eigu Málvísindastofnunar Háskóla Íslands.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Hafnir á Reykjanesi : saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá 1800-1974. – Grindavík, Grindavíkurbær, 1996. 293 s.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá landnámi til 1800. –Grindavík : Grindavíkurbær, 1994. 282 s.
-Jón Thorarensen f. 1902: Rauðskinna hin nýrri : þjóðsögur, sagnaþættir, – þjóðhætti og annálar. 1-3. – [Reykjavík] : Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1971
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
Lovsamling for Island : : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner … III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Konráð Bjarnason: Hér fer allt að mínum vilja. Í vist hjá Einari
-Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort.
-Kristín Geirsdóttir. 1995. Hvað er sannleikur?. Skírnir 169:399-422. [Um örnefni, bls. 402-413.]
-Kristján Eldjárn. 1957. Kapelluhraun og Kapellulág. Fornleifarannsóknir 1950 og 1954. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1955-1956, bls. 5-34.
-Kristján Eldjárn. 1963. Örnefnasöfnun. Í: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík, bls. xxvi.
-Kristján Eldjárn. 1974b. Örnefni. Í: Saga Íslands I. Reykjavík, bls. 108-109.
-Kristján Eldjárn. 1980b. Athugasemd um Kapellulág í Grindavík. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1979, bls. 187-188.
-Kristján Eldjárn. 1982. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 132-147.
-Kristján Sveinsson f. 1960: Saga Njarðvíkur. – Reykjanesbær : Þjóðsaga, 1996. 504 s.
-Landnám Ingólfs – Félagið Ingólfur.
-Landnám Ingólfs : nýtt safn til sögu þess 1-5. [Reykjavík] : Félagið Ingólfur, 1983-1996.
-Landnám Ingólfs 1-3 : lýsing Gullbringu- og Kjósasýslu : ýmsar ritgerðir : sýslulýsingar og sóknarlýsingar. – Reykjavík : Félagið Ingólfur, 1935-1939.
-Landnámsbók – Sturlubók.
-Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði á 14. öld – Gísli Sigurðsson – handrit, greinar og útvarpserindi.
-Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – Skúli Magnússon.
-Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson –1975.
-Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd- Guðmundur Jónsson.
-Mannvirki við Eldvörp.
-Marta Valgerður Jónsdóttir f. 1889: Keflavík í byrjun aldar 1-3 : minningar frá Keflavík. – Reykjavík : Líf og saga, 1989.
-Matsáætlanir vegna vegagerðir, t.d. Suðurstrandarvegur.
-Menningaminjar í Grindavikurkaupstað – Svæðisskráning – Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúrfræðingurinn – 1972 og 1973 (Búrfellshraun).
-Náttúrufræðistofnun Íslands : Náttúrufar á sunnarverðum Reykjanesskaga. -Reykjavík : Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum, 1989. 85 s. Náttúruminjaskrá.
Ólafsdóttir.
-Oddgeir Hansson: Fornleifakönnun v/Reykjanesbrautar, Fornleifastofnun Íslands FS149-01141, Reykjavík 2003
-Ólafur Jóhannsson: Selvogur og umhverfi hans. Lesbók Morgunblaðsins 23. jan. 1938.
-Ólafur Lárusson. 1944a. Byggð og saga. Reykjavík, 384 bls.
-Ólafur Lárusson. 1944d. Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 244-279. [Um Gvendarörnefni.] [Áður pr. í Skírni 116:113-139.]
-Ólafur Lárusson. 1944e. Kirkjuból. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 293-347. [Áður pr. í Árbók hins íslenzka Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 19-56.]
-Ólafur Lárusson. 1944f. Hítará. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 348-359.
-Ólafur Þorvaldsson: Eitt ár í sambýli við Einar Benediktsson (í Herdísarvík). Húsfreyjan 31:4 (1980), bls. 20-21.
-Ólafur Þorvaldsson: Herdísarvík í Árnessýslu. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948, bls. 129-140.
-Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikbingar, Jarðamat, brunabótamat, Manntöl).
-Orðabók Háskólans – ritmálsskrá.
-Örn og Örlygur, 1975. 239 s.
-Örnefni í Ölfusi – Selvogur.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. – [Keflavík]: Lionsklúbburinn Keilir, [1995]. 152 s. Sesselja Guðmundsdóttir 1995.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur Rúnar
-Öskjuhlíð – Náttúra og saga – Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson 1993.
-Páll Sigurðsson. 1984. Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftökustöðum og aftökuörnefnum á Íslandi – utan alþingisstaðarins við Öxará. [Reykjavík], 130 bls. [Fjölrit.] [Um m.a. Aftöku-, Drekkingar-, Gálga-, Hanga- og Þjófa-nöfn.]
-Prestaskýrslur frá 1817.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126
-Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…).
-Rauðskinna hin nýrri.
-Rauðskinna I.
-Reglugerð um fornleifaskráningu.
-Reglugerð um þjóðminjavörslu.
–Reykjanes. – Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1989. 91 s.
-Reykjanesbær : Reykjanesbær, 2003. 271 s., örnefnakort.
Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1997. 371 s.
-Reykjanesför 1796.
-Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu. – Reykjavík : Ferðafélag Íslands, 1984. (Ferðafélags Íslands, Árbók; 1984).
-Saga Bessastaðahrepps.
-Saga Grindavíkur.
-Saga Hafna, 2003.
-Saga Hafnarfjarðar, eldri og nýrri.
-Saga Njarðvíkur – Kristján Sveinsson.
-Sagnir af Suðurnesjum – Guðm. A. Finnbogason.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir – Ólafur Þorvaldsson.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995]
-Sigurður Ægisson. 1992. Sagnir og minjar um Völvuleiði á Íslandi. Lesbók Morgunblaðsins 67,41 21. nóv. 1992:6-8.
-Sigurlína Sigtrygssdóttir – Handrit er birtist í “Göngur og Réttir”, Bragi Sigurjónsson, Bókaútgáfan Norðri, 1953, bls. 253-256.
-Skammir – Skuggi.
-Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson – 2001
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990 – Fornleifanefnd og Þjóðminjasafnið.
-Skrá um friðlýstar fornminjar 1989.
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Söguslóðir – afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötungum.
-Sölvi Helgason.
-Staður í Grindavík – Fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 1999.
-Steinabátar – Sturlaugur Björnsson.
-Strönd og Vogar – Árni Óla 1961.
-Sturlaugur Björnsson f. 1927: Steinabátar : í máli og myndum.[Keflavík] Sturlaugur Björnsson, 2000. 141 s.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes – Jón Böðvarsson.
-Suðurnes. Reykjavík : Náttúrurfærðistofnun Íslands, 1982. 82 s.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Sædís Gunnarsdóttir: Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots. Deiliskráning Fornleifastofnun Íslands FS314 -02134 Reykjavík 2006
-Sædís Gunnarsdóttir: Svæðaskráning í Vatnsleysustrandarhreppi – Forleifastofnun Íslands 2006
-Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar, riss).
-Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar
-Þjóðminjalög.
-Þjóðsögur – ýmsar.
-Þjóðsögur á Reykjanesi.
-Þjóðsögur í heimabyggð.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Þjóðsögur og þættir.
-Þorgrímur Eyjólfsson, viðtal 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.
-Tillaga til alþýðlegrar fornfræði.
-Tímarit Máls og menningar – 1966.
tóftir…).
-Tyrkjaránið.
-Um sel og selstöðu í Grindavíkurhreppi 1979 – Guðrún
-Um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi – Guðrún Ólafsdóttir.
-Undir Garðskagavita – Gunnar M. Magnús.
-Útilegumenn og auðar tóttir – Ólafur Briem.
-Útivist 1 og 6.
-Við opið haf – Ásgeir Ásgeirsson.
-Viðeyjarklaustur – Árni Óla.Auk þess:

•Sýslu- og sóknarlýsingar
•Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki…)
•Tímarit sögufélaga (Sjómannablaðið Ægir, Árbók Ferðafélagsins….)
•Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árni Óla, Jónas Hallgrímsson…..)
•Ferðasögur (Eggert og Bjarni , Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th…)
•Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, Hendersen…)
•Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…..)
•Árbækur o.s.frv.

•Örnefnalýsingar / Örnefnaskrár
•Jarðabækur (1686, 1695, 1703, 1847)
•Manntöl (1703, 1801, 1816, 1845, 1910)
•Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort o.fl.
•Loftmyndir
•Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur)
•Fornbréf – http://www.heimildir.is/vefur
•Annálar (miðalda, 1400-1800, 19. aldar)
•Samtíðasögur
•Blaðagreinar (Tíminn, Þjóðviljinn, Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Alþýðublað Hafnarfjarðar o.fl.)
•Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir)
•Hljóðupptökur (Stofnun Árna Magnússonar)

•Corographia Árna Magnússonar
•Prestaskýrslur frá 1817
•Sóknarlýsingar
•K. Kaalund
•Árbók hins ísl. fornleifafélags
•Prentaðar skráningarskýrslur
•Fjölritaðar skýrslur um afmarkað efni eða staði, t.d. vegna framkvæmda
•Óprentuð skráningargögn á Þjms
•Aðfangaskrá Þjms og annarra safna
•Þjóðsögur (Jón Árnas., ÓD, SS, Gríma, Rauðskinna, Gráskrinna…)
•Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar tóftir..)
•Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikningar, Jarðamat, Brunabótamat, Manntöl)
•Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar o.fl.)
•Ljósmyndir
•Frásagnir
•Munnmæli
•Arena vefgáttin www.instarch.is/arena/fsidata/htm
•Erlend söfn (danska Þjóðminjasafnið).
•Fornleifastofnun Íslands.
•Ísleif – Grefill (gagnakerfi Fornleifast. Ísl.). Opnað almenningi í júlí.
•Sarpur (gagnakerfi ísl. safna).
•Skjalasafn Þjóðminjasafnsins
•Skjalasöfn byggðasafna.
•Örnefnastofnun.

Auk þess hefur FERLIR stuðst við viðtöl og ábendingar fjölmargra v/einstaka staði og/eða minjar.
ÓSÁ tók saman.

Skógarnefsgreni

Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Eldborgargreni 3 x vestast í Eldborgum
Gjágreni 1 ofan v/Bergsenda
Húshólmagreni 1 x Húshólma
Klofningsgreni 1 ofan v/Keflavík
Mælifellsgrenið efra 1 x Ögmundarhrauni
Mælifellsgrenið neðra 1 x Ögmundarhrauni
Seljabótagreni 3 x Seljabót
Stakkavíkurfjallsgreni 1 x Stakkavíkurfjalli
Stóru-Aragjárgreni 1 x beint neðan Stapaþúfu
Þrætugreni 1 ofan v/Sýslustein
Kristjánsdalagreni 1 x Kristjánsdölum
Hvaleyrarvatnsgreni 1 x Stórhöfðahrauni
Vatnaheiðagreni 1 x Vestast í Vatnaheiði
Hrafnkelsstaðaborg 3 x ofan við bergið
Stórholtsgreni 2 x Stórh. ofan Hafurbjarnarholts
Hásteinsgrenin 3 x Vestan við Hásteina í Selvogsheiði
Þingvallagrenin 6 x Þingvallahraunum/Þjófahrauni

Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Grenjum verður smám saman bætt inn á listann.