Tag Archive for: Suðurnesjabær

Garður

Hér er ætlunin að fjalla um helstu bæi og minjar í Inngarðinum í Garði. Vitnað verður í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008.

Garður

Inngarður – minjakort.

Í Inngarðinum voru t.d. bæirnir Útskálar, Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, Vatnagarður, Miðhús, Krókur, Krókvöllur, Gerðar, Skeggjastaðir, Brekka, Varir, Kothús, Ívarshús, Meiðastaðir (Meiríðarstaðir) og Rafnkelsstaðir auk aðliggjandi kota, óskipts lands og heiðarbæjarins Heiðarhúsa.

Útskálar

Garður

Garður – Útskálar; loftmynd 2022.

Útskála er getið í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum. Útskálar eiga einnig þriðjung í viðreka milli Kölduhamra og Miðhólms og allan viðreka frá honum suður til Mjósyndis.
‘Jtem eigu vtskaler vatztokv j kroks brvnn ok halldi hvorertveggv brvnnenvm. Krokvr ok midhvs eiga tveggia skipa vpp satur j navsta holm. Jtem eiga vtskaler allar veidar sydvr j lambarif, enn krokvr ok midhvs. Enn kirkivbol ad svnnann. Enn fiskreka allan at miofa tanga. DI II, 77. [um 1270] Útskálar eiga þann þriðja af níu hlutum allan nema 17 hverja vætt úr þeim hlut sem Presthús eiga. Útskálar eiga einnig þriðjung af fjórða hlut og sjöttung af sjötta hlut, samtals 16,01 % af hval sem er meir en 12,5 vættir og rekur milli Æsubergs og Keflavíkur – DI II, 78-79.

Garður

Útskálar og nálægir bærir – túnakort 1919.

17.12.1340 selur Bjarni Guttormsson fjórðung í Útskálalandi ‘vmm framm aull þau akurlond sem Biarni keypti til vtskaala ok ein[n] karfa met atkierum ok ollum reida ok bäti’ Skálholtskirkju gegn því að staðurinn taki Hrómund son hans á æfilangan kost. Bjarni og Ingibjörg kona hans gefa einnig Pétri postula og heilögum Þorláki annan fjórðung úr Útskálalandi til æfinlegrar eignar – DI II, 734. 10.6.1370: J mote Þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kitkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er heiter j Vorum med tveimur kugilldum til æfinnligrar eignar – DI III 56-257. Máldagar 1363, 1397 og 1575 – geta í engu um fasteign – DI III, 256-257; DI IV, 104; DI XV 639. 5.8.1560: Gísli Jónsson Skálholtsbiskup veitir sr. Jóni Loptssyni Útskála sem ævinlegt beneficium – DI XIII, 508. 1703: 9 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, ónefnd heima við staðinn, Vatnagarður og Naust, auk þess tvær hjáleigur í eyði sem höfðu verið heima við staðinn.

Garður

Útskálar og nálægir bæir – túnakortið 1919.

Einnig höfðu Blómsturvellir/Snorrakot lagst í eyði um 1670, og Hesthús var eyðihjáleiga sem ekki var vitað hvar hafði verið. JÁM III, 79-84. 1703: Vatnsnautn á staðurinn í Króksbrunni, en Krókur þar í mót skipsuppsátur í staðarins landi fyrir tólfæring eður smærra. JÁM III, 79. 1839: 7 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús og Vatnagarður en Naust hafði farið í eyði 1782 – SSGK, 160.
1919: Tún 7,5 ha., garðar 2600 m2. 1703: Túnin spillast af sjóargangi, önnur í betra lagi, en önnur hættari sandi, sem sjór og vindur ber á, og af leysingavatna ágángi um vetrartímann. Engjar öngvar. Útigangur mjög lítill sumar og vetur. JÁM III, 79. 1839: Mælt er að staðarins tún hafi mikið af sér gengið, og tvívegis hafi túngarðurinn verið færður upp á túnin að norðanverðu.

Garður

Kort herforingjaráðsins danska af Útskálum 1908.

Núleifandi elztu menn muna eftir grastóum fremst framan í fjöru, sem sýnir, að fyrr meir hafi allt það svið verið grasi vaxið og máske tún; hefir þá sjór ekki gengið lengra en að rifi því, sem nú á brýtur fremst fram við fjörumál (þaragarð). SSGK, 160. 1839: Beitiland staðarins er lítið annað en á svonefndum Skaga, sem liggur fyrir sunnan Lambastaði, á milli Út-Garðsins og Nessins. Það var í fyrri daga fallegt og grösugt sléttlendi, en nú gengur þar á mikill sandur, svo oft á vetrum sést ekki til jarðar fyrir honum; á honum gengur Út-Garðspeningurinn, og sauðfé hafnast þar vel, ef ekki er ofsett á. Á Skaganum voru fyrr meir kornakrar og sáðgerði fornmanna, og má enn sjá mót til girðinganna … – SSGK, 161.

Garður

Í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: „Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum“. Myndin er af fjárborginni. Hún er óskráð.

Bæjarhóllinn er vestan við kirkjugarðinn í miðju Útskálatúni. Á honum stendur timburhús á hlöðnum grunni, byggt 1882. Það er tæplega 50 m vestan við kirkjuna en bæjarhóllinn nær alveg að kirkjugarðinum, um 20 m frá kirkjunni. Á túnakorti frá 1919 er sýnd húsalengja fast austan við íbúðarhúsið og var þá aðeins mjótt sund á milli. Sú lengja er nú horfin en austast þar sem hún stóð komið steypt útihús sem snýr NNV-SSA og nær fram á brún bæjarhólsins að norðaustan.
Sérstakur hóll, flatur að ofan gnæfir yfir náttúrulega slétt tún í kring. Uppi á hólnum eru tvö hús, annað á steyptum grunni, hitt á hlöðnum, og malarborið plan allsstaðar í kring um þau og út á brúnir hólsins nema mjó ræma vestast.

Garður

Útskálar – minjakort.

Sunnanmegin á hólnum er sléttað malarplan, líklega uppfylling, þar sem kálgarðurinn var, en hann náði þó 15 m lengra í suður þar sem nú er slétt tún. Hóllinn er mjög brattur að vestan og norðan og þar eru hliðarnar grasi grónar, en að sunnan og austan er hallinn minni og þar allsstaðar möl ofaná. Það er annað timburhúsið á hólnum , hið eldra var byggt 1855, og er ekki vitað hvar síðasti torfbærinn var né hvernig hann snéri. Sr. Sigurður Sívertsen byggði eldra timburhúsið „það var 12 álna langt og 8 álna breitt íveruhús, en lét þó gömlu baðstofuna standa og byggði hana upp með nýrri súð.“ Undir Garðskagavita, 146. Á hólnum voru 1919 útihús og kálgarðar auk íbúðarhússins og lengjunnar austan við það.

Garður

Útskálar.

Fornleifauppgröftur fór fram á bæjarhólnum haustið 2005. Þar sem uppgröfturinn fór fram við norðanvert íbúðarhúsið hafði áður verið niðurgrafin viðarbygging en í tengslum við endurbætur á húsinu stóð til að reisa þar strærri byggingu. Uppgröfturinn var um 27 m2 stór og alldjúpur, eða um 3 m. Efstu jarðlög voru sundurskorin af lögnum og köplum en undir þeim voru þrjú mannvistar stig, gróflega áætlað. Elstu minjarnar sem voru grafnar upp lágu undir syrpu af gjóskulögum frá 12. öld og sást þá ekki enn í óhreyfðan jarðveg. Varðveisla var með eindæmum góð í bæjarhólnum jafnt á lífrænum leifum og málmi. Einn merkasti gripurinn sem fannst við uppgröftinn var útskorinn kambur af norænni miðaldagerð en svipaðir kambar hafa fundist í 11.-13. aldar lögum í Noregi.

Lónshús

Garður

Lónshús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr naumlega …. Fjörugrasa og sölva og þángtekja til eldiviðar hafa báðir þessir menn nægilegt.“ JÁM III, 80.
1919: tún 2 teigar, kálgarðar 1030 fm.
Í Jarðabók Árna og Páls segir 1703 segir: „Lonshus, fyrsta hjáleiga…Fóðrast kann i kýr naumlega….“ Þá var tvíbýlt á bænum. Í athugasemdum á túnakorti frá 1919 segir: „Þar er gróið yfir nokkuð af rústum Lónshúsabæjar, sem var fluttur a. á túnið fyrir rúmum 30 árum (að sögn). Var þó lengi áður varinn bærinn með sjógarði. Nú mun sjógarðsmyndin nærri miðju bæjastæðinu gamla, og ofan á því – Grefur undan.“ Gamla bæjarstæðið er merkt, á túnakort frá 1919, um 50 m VNV við nýrra bæjarstæðið.
Þar sem bærinn stóð er nú malarplan við fiskvinnsluhús (byggt 1973).
Engin ummerki eldri bæjarhólsins sjást nú. Vilhelm Guðmundsson heimildmaður sagði frá því að grafið hafi verið frystihúsinu árið 1973. Hann minntist þess ekki að neinar minjar hafi komið í ljós við það verk.
Hugsanlega hefur sjórinn þá þegar verið búinn að éta burt mannvistarlögin.

Akurhús

Garður

Akurhús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr viðsæmilega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekja af fjöruþángi nægileg.“ JÁM III, 80.
1919: Tún (a) 96 ha, garðar 770 m2. Tún (b) 1 ha, garðar 880 m2.

Akurhús voru samkvæmt túnakorti frá 1919 rúma 200 m norðvestur af Útskálabænum. Á kortinu sést að bæjarröðin samanstendur af mörgum húsum sem hefur legið hér um bil frá austri til vesturs. Núverandi íbúðarhús í Akurhúsum II (byggt 1932) er í norðausturhorni bæjarhólsins. Hann er um 240 m norðvestur af bæjarhól Útskála.
Bæjarhóllinn er fast vestan við heimreið að Akurhúsum. Umhverfis hann er slétt tún.
Hóllinn er um 50×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 0,6 m hár. Núverandi íbúðarhús stendur í norðausturhluta hans.
Það var byggt 1932 en byggt hefur verið við það síðan. Húsið er tvílyft með kjallara. Bæjarhólnum hefur augljóslega verið raskað við byggingu hússins. Hann er gróinn og mjög grýttur syðst.

Nýibær

Garður

Nýibær.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti ríflega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af þángi nægilegt.“ JÁM III, 6.
„Nijebær, þriðja hjáleiga. … Við til húsabótar segist ábúandinn í xx ár ekki þegið hafa, en þá uppbygt hjáleiguna að nýju af viðum, sem staðarhaldarinn Sr. Þorleifur Cláusson hafi sjer þá fengið,“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Nýibær rúma 100 m suður af Akurhúsum. Bæjarhóll Nýjabæjar er um 7 m sunnan við núverandi íbúðarhús í Nýjabæ. Hann er um 120 m sunnan við Akurhús. Norðan, austan og vestan við hólinn er slétt tún en sunnan við hann er órækt.
Hóllinn er um 30×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2 m hár. Hóllinn hefur verið sléttaður að nokkru leyti. Í norðvesturhorni hans er steyptur grunnur um 4×4 m stór. Garðlög, leifar kálgarðs liggja frá suðvestur og suðausturhornum hólsins.
1919: Tún 1,18 ha, garðar 760 m2.

Móakot

Garður

Móakot.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr laklega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 81.
1919: Tún 0,7 ha, garðar 450 m2. Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 var Móakot um 160 m SSV af Útskálum. Á túnakortið eru merkt fimm sambyggð hús og snýr röðin nær norður-suður.
Bæjarhóll Móakots er um 20 m norðvestan við núverandi íbúðarhús í Móakoti. Hann er fast norðvestan við bílskúr sem grafinn er inn í hólinn að suðaustan. Sunnan við hólinn er malarborið plan en í aðrar áttir er slétt tún.
Hóllinn er um 30×15 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2,5 m hár. Við suðurbrún hans er grjóthleðsla, mest 4 umför. Hún er um 5 m löng og snýr eins og hóllinn. Hleðslan er vestan við bílskúrinn sem grafinn er inn í suðvesturhorn hólsins. Fast norðan við bílskúrinn, á hólnum sér einnig í grjóthleðslur við grunn skúrsins.

Presthús

Garður

Presthús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr af tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“
JÁM III, 81. 1919: Tún 1 ha, garðar 1800 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Presthús um 80 m SSA af Móakoti. Átta hús eru merkt á bæjarhólinn á kortinu og snýr bæjarröðin nær austur-vestur. Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Talið er, að þau hafi verið byggð yfir prestsekkjur frá Útskálum.“
Bæjarhóll Prestshúsa er fast norðvestan við núverandi íbúðarhús, byggt 1943. Bílskúr stendur á suðvesturhorni hólsins. Sunnan við hólinn er íbúðarhús og bílskúr en í aðrar áttir er slétt tún. Hóllinn er um 35×20 m stór og snýr ANA-VSV. Hann er um 2,5 m hár. Hóllinn hefur augljóslega verið sléttaður í seinni tíð.

Garðhús

Garður

Garðhús.

1703 og 1847, hjáleiga Útskála.
1703: „Fóðrast kann i kýr að tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa og sölvatekju og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 82.
1919: Tún 1,1 ha, garðar 1000 m2.

Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Garðhús um 50 m ANA við Presthús. Gamli bærinn í Garðhúsum var um 30 m vestan við skemmu við austurenda garðlags og um 120 m norðan við núrverandi íbúðarhús í Garðhúsum. Vilhelm Guðmundsson, heimildamaður, bjó í bænum á uppvaxtarárum sínum. Hann er fæddur 1937. Þar er slétt tún. Aðeins sér móta fyrir ójöfnum í túninu þar sem bærinn stóð en engin skýr ummerki hans eru greinileg.

Vatnagarður

Garður

Vatnagarður.

Hjáleiga Útskála 1703 og 1847.
1703: “ Fóðrast kann i kýr og i vetrúngur … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af fjöruþángi nægilegt“ JÁM III, 83. 1919: Tún norðurbæjarins 0,09 teigar, kálgarðar 440 m2. Tún suðurbæjarins 0,07 teigar, kálgarðar 550 m2.

Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki,“ og síðar: „Niður undan kirkjugarðinum eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar.“ Í athugasemdum við örnefnaskrá Gerða segir: „Gerðabakkar eru sjávarbakkar fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi [1978].“

Garður

Vegamót og Vatnagarður – túnakort 1919.

1919 voru tveir bæir í Vatnagörðum, nyrðri og syðri, og er sá syðri. Ekki hefur mjög mikið breyst á svæðinu, miðað við túnakort frá 1919, en 2007 brann þó bærinn á bæjarstæði til grunna. Bæjarstæðið er um 120 m suðvestan af bæjarhól Miðhúsa. Ekki er nú ljóst hvar rústirnar, sem minnst er á í örnefnaskrá.
Bæjarstæðið er á landræmu milli Útskálatjarnar og sjávar. Svæðið er nú (2008) mjög blásið. Nú (2008) stendur eftir steyptur grunnur húss, holur að innan. Hann er um 5 x 6 m að stærð í austur-vestur og um 1×1 m steypupartur stendur út úr honum að sunnan. Þar hefur inngangur líklega verið. Innan í grunninum er um 0,6 m djúp gryfja sem til er kominn vegna uppblásturs. Undir gróðri kemur í ljós skeljasandur sem er mjög laus í sér, og stuðlar að uppblæstrinum. Ekki er um eiginlegan bæjarhól að ræða.

Miðhús

Garður

Miðhús.

1703: Jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipti frá um um 1270: „Þetta er reka skipti aa rost hvalsnesi eptir þvi sem at fornv hefer verit. …Þa eigv Midhvs vt til byrdinga skers j vtskala oss. Þadann eigv vtskaler til skagaflesiar.“ DI II, 76-77.
Jarðarinnar er getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87 Þá er hennar getið í í yfirýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570.
Þorleifur Björnsson lýsir því yfir í Miðhúsum árið 1569 að „hann viti ekki , að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum hafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.“ DI XV 300.

Garður

Miðhús og Vatnagarður – minjakort.

1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum ef vill. Torfrista og stúnga ekki nema í sendinni jörð og landlitlu landi. Lýngirif lítilsháttar og lángt í burtu. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil. Hrognkelsa og skelfisksfjara valla nefnd gefandi. Murukjarnar og þvílíkt ekki nema af reka, þó oftlega til að næra peníng á vordag í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög af skorti so annarstaðar þarf til að fá. Heimræði er árið um kríng og gánga skip ábúanda eftir hentugleikum, inntökuskip eingin. … Engjar eru
öngvar. Landþröng hin mesta. Hagar nær því öngvir vetur og sumar.“ JÁM III, 84-85.
1919: Tún 3 ha, kálgarðar 700 m2.
Bærinn Miðhús er merktur á túnakort Garðsins frá 1919, austur af Útskálum en vestur af Lykkju. Við hann hefur verið rituð skýring á kortinu: „húsið nýlega flutt.“ Í örnefnalýsingu Miðhúsa og Króks segir: „Neðan við bæinn á merkjum móti Útskálum er Miðhúsahóll.“

Garður

Miðhús og Vatnagarður – túnakort 1919.

Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Miðhúsahóll er þar sem fjósið er nú. Þar var gamla húsið, mikið og stórt, sem rifið var nærri aldamótum.“ Hóllinn er ekki til staðar í upphaflegri mynd, en um 1963 var hann sléttaður og á honum byggt fjós og hlaða. Staðsetning gamla bæjarins er þekkt, en allar minjar eru nú horfnar.
Merkjagarður milli Miðhúsa og Útskála er enn til staðar og liggur eftir honum girðing, og liggur fast við norðvesturhluta bæjarhólsins. Hóllinn er allur malarborinn en vestan við hann eru hross á beit. Austan við hann taka við miklir bakkar byggðir af ábúanda, og norðan við hann tún Útskála. Innkeyrsla er að hólnum að sunnan. Stærð bæjarhólsins hefur verið töluverð, um 60×45 m í norður-suður og um 3 m hár áður en hann var sléttaður, miðað við lýsingar Rafns Torfasonar. Stærð hólsins í dag er fremur svipuð, um 55×35 m í norður suður, og þótt mikið efni hafi verið borið burt við sléttun var mikil möl sett í staðinn, þar sem hálfgert kviksyndi var í jarðvegnum. Hann er í dag (2008) enn um tæpir 3 m á hæð, sé miðað við tún Útskála.

Álagablettur, Álfhóll, er í túni Miðhúsa, um 150 m suðvestan við bæjarhól.

Garður

Miðhús – álagablettur.

Hóllinn er í afar grænu og grösugu túni sem reglulega er sleginn. Hóllinn er þó ekki sleginn. Hóllinn er um 0,7 m hár og myndar hring sem er um 5 m þvermál. Álög eru sögð vera á hólnum, og megi því ekki slá efsta hluta hans, annars dynji óhapp yfir þann sem fremdi verknaðinn. Þekktar eru tvær dæmisögur af því hvernig fór fyrir þeim mönnum sem slógu efsta part hólsins. Önnur þeirra segir frá manni sem sló toppinn, en vildi svo ekki betur til en hann missti stuttu eftir tvo fingur, og var fólk því þaðan af beðið um að slá toppinn ekki. Seinna var þó annar maður sem taldi þetta bábiljur og sinnti engu um viðvaranir og sló toppinn. Morguninn eftir fannst besta mjólkurkýrin á bænum dauð.

Krókur

Garður

Krókur.

1703: 20 hdr. Bændaeign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður úr því. … Sólbakki var færður vegna sjávargangs.“ Ö-Miðhús og Krókur, 1. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipta frá um 1270: „sandgierdinga. ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktar holm. Þadann fra fvlavik xl fadma ä sanndinn fra kolldvhomrvm. Þadann aa hvalsnes. krokvr. ok vtskaler sydvr til midær holms sinn þridivng hvor þeirra. Þadann eigv vtskaler einer sydvr
til miosyndis.“ DI II, 77-78. Jarðarinnar er einnig getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87.

Garður

Sólbakki og Krókur – loftmynd 2022.

Þá er hennar getið í í yfirlýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570. Jarðarinnar er einnig getið í skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar í Dal undir Eyjafjöllum frá 1558, DI XIII, 323.

Garður

Krókur og Krókvöllur – minjakort.

Þrjár hjáleigur eru nefndar frá bænum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, Krókshjáleiga og tvær ónefndar báðar í eyði.
1703: „Fóðrast kann ii kýr og i úngneyti laklega. … Torfrista og stúnga hjálpleg. Rekavon lítil. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Eldiviðartak af fjöruþángi hjálplegt. Heimræði árið um kríng og uppsátur í Útskálalandi … Hjér í mót eigu Útskálar vatnsnaut í Króks brunni. Lendíng hættusöm. Tún jarðarinnar spillist af leysingarvatns ágángi. Engjar öngvar. Úthagar litlir mjög sumar og vetur.“ JÁM III, 85-86. 1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 1120 m2.

Garður

Króksbrunnur.

„Krókur er næst fyrir neðan Krókvöll. Gamli bærinn stóð uppi á dálitlum hól. Túnið lá einkum sunnan hans, vestan og norðan. Nú er búið að rífa gamla bæinn og byggja nýtt hús skammt fyrir norðan þar sem hann var. Það heitir Sólbakki,“ segir í örnefnalýsingu Króks. Í annarri lýsingu Króks og Miðhúsa segir: „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður út úr því.“ Krókur stóð rúma 150 m suðaustur af Miðhúsum. Á túnakorti frá 1919 er Krókur merktur vestarlega, hjá Garðbæ en það mun rangt og bæði heimildamenn og ritaðar heimildir benda til að hann hafi staðið um 140 m norðaustar, hjá Lykkju sem merkt er á kortið, skammt suðaustan við Sólbakka.
Býlið stendur uppi á grónum hól sem er um 30 m langur og 20 m breiður. Bærinn Sólbakki stendur þar rétt norðvestan við bæjarstæðið. Kálgarður er fast sunnan við býlið.

Garður

Króksbrunnur.

Húsið sem síðast stóð var hlaðið úr að því er virðist tilhöggnum steinum og einnig steypt. Grunnurinn er um 10 m á lengd og um 8 m á breidd að innanmáli þar sem hann er breiðastur. Hann er tvískiptur og liggur veggur í gegnum hann nokkurn veginn miðjan. Nokkuð hrun er að sjá inni í grunninum og þá sérstaklega í norðausturhorninu. Grunnurinn snýr í vestnorðvestur-austsuðaustur og finnst ekkert sýnilegt op eða inngangur, líklega hefur hrun lokað því. Líklegt verður þó að teljast að inngangur hafi verið í norðnorðaustur því þar rétt
fyrir neðan er Króksbrunnur. Þar sem hleðslan er hæst sést í þrjá steina.

Garður

Sólbakki.

Á túnakort frá 1919 hefur verið rituð skýring austan við Garðbæ: „Grund var hér, rústir og tún,“ og virðast þá engin bæjarhús uppistandandi. „Fyrir ofan Krók heitir Grund. Þar var býli áður; nú er þar steinahrúga,“ segir í örnefnalýsingu. Sléttuð tún eru kringum Krók en nokkru suðvestar safnaði fyrrverandi ábúandi öllu grjóti úr túninu saman í hauga. Ekki tekst að staðsetja Grund þar sem öll kennileiti hafa breyst. Heimildamenn þekkja ekki til nafnsins. Hugsanlega er um eitt bæjarstæði að ræða, þ.e. að Grund og Krókur hafi staðið þar sem Sólbakki var síðar reistur.

Krókvöllur

Garður

Krókvöllur.

Ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. 1847, hjáleiga frá Króki. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir í neðanmálsgrein: „Þó að hvorki sýslumaður né jarðabækurnar nefni hjáleigu þessa [Króksvöll], er samt svo að skilja á presti, að hún sé til, sem bygt býli.“ JJ, 88.
1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 900 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins 1919 var Krókvöllur syðst og austust þeirra hjáleigna sem deildu túni með Útskálum, um 150 m SA af Garðbæ.
„Krókvöllur er næst fyrir utan Smærnavöll og næst fyrir ofan Krók. Íbúðarhúsið stendur sem næst neðst í túninu, en túnið nær upp að vegi og austur að Smærnavallatúni. Íbúðarhúsið er nær því á sama stað og gamli bærinn stóð áður. Fjós og hlaða voru örskammt norðaustan við íbúðarhúsið,“ segir í örnefnalýsingu.

Garður

Krókvöllur.

Húsið stendur í stóru túni, Krókvelli Það er í dag alveg sléttað og girt mestanpart, nema sunnan megin. Túnin voru á sínum tíma jöfnuð með því að bera mold töluverðan veg og leggja yfir grjót og ójöfnur, og þarnæst var það ræktað upp.
Húsið var byggt á tímabilinu 1897-1905 og tún í kring jöfnuð. Um 1965 var svo braggi byggður norðaustan við húsið, en sá er nú (2008) horfinn, en til stendur að byggja þar skúr, og er nú kominn grunnur að því. Við rask þegar grunnurinn var grafinn komu aðeins 20. aldar gripir í ljós, samkvæmt ábúanda. Húsið var stækkað í kringum 1980. Undir húsinu er kjallari. Enginn eiginlegur bæjarhóll er á staðnum.

Gerðar

Garður

Gerðar.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Þrjár hjáleigur eru nefndar á jörðinni í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, tvær þeirra eru þá í byggð en Skúlahús sögð forn eyðijörð í eyði umliðin átta ár.
1703: „Fóðrast kann ii kýr laklega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Torfrista og stúnga í sendinni jörðu valla nýtandi. Rekavon lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi laklegt, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Murukjarnar og annað þvílíkt má taka um vortíma til að næra peníng í heyskorti. Heimræði er hjer árið um kríng … Lendíng voveifleg. Tún, hús og garða jarðarinnar fordjarfar árlega sjáfar og vatnagángur til so stórra meina heimilisins, að þar sem menn skyldu á þurru landi gánga, verða skinnklæddir menn að bera kvenfólk heimiliss nauðsynja þjónustu, innan bæjar og utan þegar vetrarleysingar með sjáfargángi uppá falla, og er það stór mein ábúandans að byggja jafnoft aftur garðana og bera sand og grjót af túninu. Engjar eru öngvar. Útigangur í lakasta máta sumur og vetur, og landþrengsli mikil. Vatnsból um sumar og á vetur þegar stórfrost eru, er til stórmeina af miklum skorti og í lakasta máta.“

Garður

Gerðar – túnakort.

JÁM III, 87-88. 1919: Tún 1,5 teigar; kálgarðar 860 m2.
1919: Austurbær: Tún 2 teigar, kálgarðar 2140 m2. Vesturbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 860 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru tveir bæir í Gerðum, austur- og vestur-bær. Hér er vesturbærinn skráður. Hann var um 70 m norðvestan við eystri bæinn 001. Samkvæmt túnakortinu tilheyrðu bænum 1,5 teigar túns og um 860 m2 kálgarða. Á túnakortinu voru einnig þrjú útihús í hnapp innan kálgarðs um 10 m norðan við vestur-bæinn. Eitt útihúsanna var forgryfja og/eða salerni. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: „hjáleiga ein, áföst við bæinn.“ Heimildamanni þykir líklegra að hjáleiga hafi verið áföst vestari bænum, en ekki eru nein efnisleg ummerki um það. Bærinn er nú (2008) um 40 m norðan við frystihús Nesfisks.

Garður

Garður – Guðlaugsstaðir – túnakort 1919.

Á túnakorti er merktur brunnur, útihús og tveir kálgarðar sem nú eru horfnir, mest farið undir malbikað plan frystihússins.
Húsin standa við malbikuð bílaplön frystihúss Nesfisks, og við hrossatún. Upp við húsin er mikill hvanngróður, en sú órækt hefur verið þar að minnsta kosti frá 1970.
Íbúðarhúsið stendur á um 50×50 m hól sem nær mest um 2 m hæð. Einnig er þar skúr, sem eitt sinn var fjós Gerða, og er merkt inná túnakortið. Íbúðarhúsið hefur gengið í gegnum einhverjar breytingar frá 1919, og er í dag (2008) í eigu Nesfisks. Austur af fjósinu er sýnileg garðhleðsla en samkvæmt túnakorti var kálgarður enn austar sem ekki er til staðar í dag. Innan í þeim garði er merkt forað, en vegna mikillar hvannaróræktar reynist örðugt að finna ummerki þess.

Auðunnarbær

Garður

Garður – skipulagsuppdráttur 1975.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næst Gerðum var lítið timburhús. Þar bjuggu Auðunn Eiríksson og kona hans, Halldóra.“ Þessi bær var nefndur Auðunnarbær og var hann um 100 m norður af Vestri-Gerðum 002, og 7 m suður af grjótgarði við sjávarlínu Garðs. Rústirnar eru í túnjaðri Kirkjuflatar. Við og í bæjarstæðinu vex mikið af hundasúru.
Tóftin er um 5×3 m og snýr í norður-suður. Tóftin er úr einfaldri steinaröð sem myndar e.k. grunn. Ekki er um eiginlegar hleðslur að ræða, en í heimild segir að um timburhús hafi verið að ræða. Innan grunns er jörðin grafin niður um 0,2 m. Túngarður liggar að tóftinni að vestan.

Níelsarbær
Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næsta hús [við Auðunnarbæ] var torfbær og bjuggu þar ýmsir. Sá, sem ég man helzt eftir, hét Níels.“ Bærinn mun hafa verið kallaður Níelsarbær, í það minnsta á þessum tíma. Grunnur Níelsarbæjar er um 100 m frá Jaðri 018 og 85 m norðvestan við Auðunnarbæ, 15 m sunnan við grjótgarð. Grunnurinn er merktur með skilti.
Í dag (2008) er aðeins suðurhlið grunnsins sjánleg. Hún er 7 m á lengd frá austri til vesturs, og um 0,5 á breidd.
Sé miðað við gróðurfarsmun gæti breiddin hafa verið 4 m. Troðin leið liggur þétt upp við suðurhliðina og meðfram henni 5 m sunnar er túngarður.

Gerðaskóli

Garður

Gerðaskóli.

Í örnefnalýsingu Gauksstaða, Skeggjastaða og Brekku segir ennfremur: „Það sem myndar Skólatjörnina að utan, er Gauksstaðaurð. Þess má geta að þarna var fyrsti skólinn.“ Í 90 ára afmælisriti Gerðahrepps er birt grein Ögmundar Sigurðssonar frá 1890 en hann var þá skólastjóri Gerðaskóla, þar segir: „Í Garðinum var stofnaður barnaskóli árið 1871 og byrjaði þar kennsla 1872 … En hvað, sem um það var, þá komst skólinn á fyrir dugnað sjera Sigurðar [Brynjólfssonar] og fáeinna annarra dugandi bænda, og ljet hann reisa hús fyrir hann á sinni eigin lóð í Gerðum. … En hjer fór sem opt vill verða, þegar næga þekkingu vantar á hlutunum , að þetta dýra hús, sem byggt var fyrir skólann, reyndist mjög óhentugt; staðurinn var hinn versti, þar sem húsið stóð; sjór fjell upp að því og rann allt í kringum það í stórflóðum, svo að ekkert leiksvið varð fyrir börn úti við. Herbergin voru mjög óhentug, bæði vegna þess hvað birtan var slæm, og svo voru þau þröng. …

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Árið 1887 tók sjera Jens Pálsson, sem nú er prestur á Útskálum, við stjórn skólans … Þá var afráðið að selja skólahúsið í Gerðum og flytja skólann heim að Útskálum, en vissra orsaka vegna gat þessu ekki orðið framgengt. Skólanefndin fékk því til leigu tvö herbergi handa skólanum hjá bónda einum í Garðinum … Á næsta sumri [þá líklega um 1891] er í ráði að gera við hús það sem skólinn á á Útskálum svo að eigi þurfi lengur að legja húsnæði handa honum.“ Minnismerki um skólann er um 90 m suðaustan við Eystri-Gerðar og um 20 m austan við Valbraut. Þar er malarhrúga með minnisvarða um Gerðaskólann.
Skólinn, sem var steinhús, var rifinn á seinni hluta 20. aldar að tillögu fegrunarnefndar.

Klöpp

Garður

Lónshús – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Klöpp um 100 m sunnan við vestari-bæinn og um 40 m norðvestan við Einarshús. Um 120 m suðvestur af Neðra-Gerði og 100 m suðvestar er tóft sem kemur heim og saman við staðinn. Við hana hefur verði sett skilti sem á stendur „Miðengi“ en ekki ljóst hvaðan sú heimild er fengin.
Tóftin er í órækt aðeins 10 m suðvestur af girtu túni. Grjóthlaðinn grunnur húss sem stendur frekar hátt. Er hann 7×5 m að stærð að utanmáli og er hæð hans 0,5 m. Grunnurinn snýr í austur-vestur og er nokkuð lægri til vesturs. Grjótið í honum virðist að einhverju leyti tilhöggið. Fyllt hefur verið í grunninn og er fremur grýtt og gróið grasi innan hans. Leifar af gaddavír og járnplötu eru sunnan við tóftina og umhverfis hana er nokkuð af grjóti.

Einarshús

Garður

Vatnagarður – loftmynd 2022.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Einarshús um 140 m sunnan við vestari-bæinn og um 20 m ANA við Önnuhús. Tún býlisins voru árið 1919 0,01 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Minjarnar eru í afgirtu en óræktuðu túni. A: Steinsteyptur, feryrndur grunnur. Er hann 8×5 m að utanmáli og snýr u.þ.b. í austur-vestur. Breidd veggja er 0,3 m og mesta hæð þeirra er 0,8 m. Á syðri langvegg um 0,5 m frá horni sést móta fyrir dyraopi. Báðir gaflar ásamt suðvesturhorni eru fremur rofnir en þó sést móta fyrir þeim. Nokkuð af steypubitum hefur hrunið inn í grunninn og er þar fremur grýtt en einnig grasi gróið.

Gerðastekkur

Garður

Gerðar – loftmynd 2022.

„Ofan við þjóðveginn að sjá í Ósvörðuna frá bæ heitir Gerðastekkur,“ segir í örnefnalýsingu. Ofan við þjóðveginn eru íbúðahverfi.
Heimildamenn þekkja ekki til að hér hafi verið stekkur, og leit milli Gerða og Ósvörðu skilaði ekki árangri. Líkast til hefur stekkurinn farið undir íbúðahverfi.

Þorsteinshús

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Þorsteinshús um 100 m sunnan við eystri-bæinn og um 10 m vestan við Eyjólfshús. Bæjarröðin sneri norður-suður, fast vestan við veg. Tún býlisins voru árið 1919 0,65 teigar og kálgarðar alls 660 m2. Þorsteinshús stóð líklega þar sem Gerðavegur 21 er nú.
Íbúðahverfi, sléttuð grasflöt í garði við Gerðaveg 21, sunnan við það eru hins vegar óhirt tún. Gerðavegur 21 stendur á lágum hól sem gæti verið bæjarhóll Þorsteinshúsa.

Fjósar

Garður

Fjósar og Valbraut – loftmynd.

„Skúlahús … Þau voru skammt þar frá sem gamli skólinn er, þó fjær honum en Fjósar (hús),“ segir í athugasemdum við örnefnalýsingu Gerða. Þetta mun hafa verið á h.u.b. sama stað og býlið Valbraut en skv. Stúdentakorti frá 1954 stóð Valbraut um 150 m suður af Neðri-Gerðum, aðeins fáeinum metrum austan við Gerðaveg. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 segir: „Eru nú ótalin tvö býli: Valbraut og Fjósin.“ Ekki er bæjunum lýst nánar. Nú hafa verið sett niður tvö skilti í rústum á þessum stað. Á öðru stendur Valbraut og hinu Fjósar. Tóftirnar eru í afar grónu en ónýttu túni.

Haraldshús

Garður

Skúlahús – brunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Haraldshús um 80 m sunnan við Eyjólfshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,08 teigar og kálgarðar alls 480 m2.
Óræktað land, fremur blautt.
240 m suður af Neðri-Gerðum er lítill hóll. Hann er um 3 m í þvermál og um 0,3 m hár. Heimildir benda til að þar hafi Haraldshús staðið. Á hólnum vex hvönn sem gerir það erfitt um vik að greina nokkrar fornleifar á honum. B: 50 m austan við Haraldshús er tóft. Á Stúdentakorti eru hún nefnd Steinbogi. Á svipuðum stað er sýnt útihús frá Haraldshúsum á túnakorti og gætu þetta verið leifar þess. Tóftin er ferhyrnd, 5×4 m að stærð og snýr í norðvestur-suðaustur. Syðri langhlið er veglegust.

Mjósund

Garður

Hólavellir.

„Sjávarmegin var svæði, sem kallað var Skákir, þar sem nú eru fiskihús og athafnasvæði fiskútgerðarinnar. Þar upp af eru bæði Vorhús og Mjósund, sem hvort tveggja var býli, en nú í eyði,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Mjósund hefur staðið og nafnið er ekki vel þekkt í dag. Líklegast er að skipt hafi verið um nafn á býlinu og um sé að ræða annaðhvort Settubæ eða Einarshús.

Sigurjónshús
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Sigurjónshús um 30 m SSA við Haraldshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,11 teigar og kálgarðar alls 800 m2. Nú stendur þar íbúðarhús, Gerðavegur 16. Svæðið í kringum íbúðarhúsið er sléttað og ekki eru nein ummerki um tóftir eða garða.

Settubær

Garður

Settubær.

Settubær stóð um 260 m suðvestur af Eystri-Gerðum. Þar eru rústir. Grasi gróið svæði. Rústir Settubæjar ná yfir svæði sem er alls um 45×20 m norðaustur-suðvestur. Tóft A er austast, tvíhólfa tóft með áföstum garði, og er um 8×8 m að stærð. Stærra hólfið er um 4×3 m NA-SV og er opið út í garðinn í suðaustur og annað op út í suðvestur. Allar hleðslurnar eru grónar en vel sést í steinhleðslurnar, sérílagi á norðausturhlið kálgarðsins. Tóftin er á um 0,5m háum hól.

Steinshús

Garður

Steinshús.

Á túnakort Gerða frá 1919 er túnskiki merktur Steinshúsi og í honum kálgarður. Engin hús eru merkt við garðinn og ekki ljóst hvar bærinn stóð.
Tún býlisins voru, samkvæmt túnakortinu, 0,23 teigar og kálgarðar alls 200 m2. Líklegast er að Steinshús hafi staðið rúma 200 m norðaustur af kálgarði, þar sem nú stendur íbúðarhúsið Steinshús. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er minnst stuttlega á Steinshús en ekki getið um staðsetningu þess.

Gaukstaðir

Garður

Klöpp.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 29 1/6 hdr. Kirkjueign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridia þridvng taka gvkstader ok skeggiastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í álitsgerð vegna landamerkjaágreiniings milli Skálholtsstólsjarða og Gauksstaða frá árinu 1528, DI IX, 465. Árið 1919 var tvíbýli á Gauksstöðum.
1703: „Fóðrast kann iiii kýr naumlega á allri jörðinni …Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin. Lýngrif lítið og í fjarska uppá heiðum í óskiftu landi. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarnatekja nokkuð lítil sem brúkuð er til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng, þó um vetur valla nýtandi, því lendíng er mjög slæm … Eldiviðartak af fjöruþángi naumlega til heimamanna brúkunar. Túnum og görðum spillir sjáfarágángur og so hjallhúsum. Engjar eru öngvar. Útigangur engin sumar
nje vetur. Vatnsból merkilega slæmt og bregðst sumar og vetur.“ JÁM III, 90.

Garður

Gauksstaðir.

1919: Austurbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 870 m2. Vesturbær: Tún 1 teigur, kálgarðar 880 m2.
Gaukstaðir eru um 180 m norður af Skeggjastöðum, við enda Gauksstaðavegar. Árið 1919 þegar túnakort var gert af Gauksstöðum voru þar tveir bæir. Á túnakortið er merkt þyrping
húsa sem nær yfir svæði sem snýr norður-suður. Þar hafa bæirnir líklega staðið. Elsti hluti hússins sem nú stendur á bæjarstæðinu hefur sennilega þegar verið reistur þegar túnakortið var teiknað en byggt var sunnan við húsið á 5. áratug 20. aldar.

Garður

Gauksstaðir og Skeggjastaðir – minjakort.

Greinilegur bæjarhóll er undir íbúðarhúsinu. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði segir að Gísli Einarsson hafi reist stórt timburhús á Gauksstöðum, væntanlega fyrir aldamótin 1900. Það var tekið niður og flutt til Reykjavíkur en steinhús, sem er væntanlega að hluta enn uppistandandi, var reist 1913.
Bæjarstæðið er fast niður við sjóinn. Stórt, slegið tún er sunnan við bæ. Alls er bæjarhóllinn um 50 x 30 m stór frá austri til vesturs. Á honum stendur stórt íbúðarhús, skemma norðan
við það og gamalla bárujárnsskúr austast.

Lambhús

Garður

Lambastaðir – uppdráttur; Sigríður Jóhannsdóttir 1978.

„Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði,“ segir í örnefnalýsingu. Íbúðarhús sem nefnist Lambhús stendur að því er virðist nálægt þessum stað. Það er um 180 m vestur af Gauksstöðum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði á árunum 1903-1915 segir: „Á Gauksstaðalóðinni var eitt tómthúsbýli, Lambhús.“
Gamall, einlyftur steinbær og þétt byggð í kring nema Gauksstaðatúnið er að austanverðu. Engar leifar sjást af eldri húsum og raunar ekki fullvíst að umrædd lambhús hafi staðið á nákvæmlega sama stað og íbúðarhúsið, þótt líkur bendi til þess.

Bjarghús
„… er túngarður úr grjóti upp fyrir tómthúsið Bjarghús,“ segir í örnefnalýsingu. Síðar í sömu lýsingu segir: „Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hér hefur verið giskað á að rústir séu af Hábæ en þeirri ágiskun fylgir nokkur óvissa. Staðsetning Bjarghúsa verður að teljast óþekkt að svo komnu máli þótt sennilega hafi þau verið í námunda við Hábæ.

Hábær

Garður

Varir.

Í örnefnalýsingu segir: „Ofan við bæ [Skeggjastaði], upp við veg, er nýbýli, sem heitir Steinstaðir, vestur af Eiði. Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hábær var í landi Gaukstaða en í raun er nákvæm staðsetning hans óþekkt. Af lýsingum að dæma gæti hann þó hafa verið þar sem nú er rúst inni í hestagirðingu um 140 m norðvestur af Skeggjastöðum og um 160 m suðvestur af Gauksstöðum.
Skv. grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði á árunum 1903-1915 bjó þá fjörgamall maður, Árni Pálsson, í Hábæ. Þess má geta að hús er merkt með nafninu Hábær inn á loftmynd frá sveitarfélaginu. Það virðist standa við Sunnubraut 9 en ekki fékkst staðfest hvort það er á bæjarstæði gamla Hábæjar.
Vel bitin hestagirðing, landamerkjagarður, milli Skeggjastaða og Gauksstaða er um 10 m sunnan við rústina.

Tjarnarkot

Garður

Varir, Meiðastaðir og Ívarshús – túnakort.

„Ofan við Skólatjörnina var Tjarnarkot,“ segir í örnefnalýsingu. Tjarnarkot hefur líkast til verið um 100 m suðaustur af bæjarstæði Gerða en staðsetningin er ekki mjög nákvæm, enda hefur svæðinu verið raskað mjög mikið. Þar sem Skólatjörn var áður hefur átt sér stað mikil uppfylling, og stendur þar nú fiskvinnsluhús.
Ekki sjást nú (2008) leifar Tjarnarkots.

Skeggjastaðir
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 8 1/8 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridja þridivng taka gavkstader ok skeggiastadir…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í hlutabók eða sjávargerðarreikningi Kristjáns skrifara frá 1548, DI XII, 127 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.

Garður

Skeggjastaðir – loftmynd 2022.

Árið 1919 var tvíbýli á Skeggjastöðum.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega …Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu þar í annars jarða löndum til að fá. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon því næsta engin. Murukjarnatekja með stórstraumi nokkur til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng og lending frí á Gaukstaðalandi …Engjar eru öngvar. Útigángur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landareign jarðarinnar.“ JÁM III, 90-91.
1919: Norðurbær: 0,82 teigar, kálgarðar 1150 m2. Suðurbær: Tún 0,78 teigar, kálgarðar 910 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var þá tvíbýli á Skeggjastöðum. Það kemur heim og saman við það sem segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Á Skeggjastöðum var tvíbýli. Á öðrum bænum bjó Ólafur Gíslason……Á hinum jarðarpartinum byrjaði að búa 1910 Tryggvi Matthíasson trésmiður.“ Syðri bærinn stóð um 10 m ASA við nyrðri bæinn. Þar er merkt T-laga húsaþyrping og kálgarður fast austan við.
Skeggjastaðir eru um 70 m norðvestan við Brekku. Núverandi bæjarhús standa klárlega á bæjarstæði syðri bæjarins en hér er samt öllum bæjarhólnum lýst. Hús stendur á hólnum miðjum, afgirtur garður er sunnan við húsið og bílastæði norðan og vestan við það.
Enginn kjallari er undir íbúðarhúsinu. Austan og norðan við hólinn eru tún, niður að sjó. Bílskúr stendur við húsið.

Húsatóftir

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Hústóft er um 65 m vestur af Skeggjastöðum, fast norðan við heimreiðina. Þetta gætu verið Húsatóftir eða Húsatættur en um staðinn segir í örnefnalýsingu „Svo er Hábær ofan við Bjarghús. Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur.“ Um tómthúsið segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Guðmundur Jónsson bjó að Húsatóftum. Hann gerði oftast út skip á vertíð og bát haust og vor.“ Tóftin er á grónu óræktarsvæði, gróðurinn þar nær allt að 2 m hæð við vegkant. Um er að ræða tóft af litlu útihúsi með áföstum garði, líklega kálgarði. Alls er mannvirkið um 9×5 m stórt.

Steinsstaðir
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Steinsstaðir um 220 m VSV við Garðstaði og um 50 m norðvestan við Eiði. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,09 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Í örnefnalýsingu segir: “ Ofan [sunnan] við bæ, uppi við veg, er nýbýlið Steinstaðir, vestur af Eiði.“

Garður

Meiðastaðir – minjakort.

Hugsanlega hafa Steinsstaðir fallið í eyði og verið byggðir upp aftur um það leyti sem örnefnalýsingin var skráð, þ.e. um miðbik 20. aldar, en staðsetning þess í lýsingunni kemur vel heim og saman við staðsetningu Steinstaða á túnakortinu frá 1919 og því líkega um einn og sama staðinn að ræða. Steinsstaðir eru í Skeggjastaðalandi, um 260 m VSV af Gauksstaðabænum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915 kemur fram að Steinsstaðir hafi verið mjög lítill bær.
Þar er nú stórt og veglegt einbýlishús, merkt Steinsstaðir á loftmynd frá sveitarfélaginu.
Allar leifar um eldri byggingar eru horfnar. Óræktarlóð er austan við húsið og þar sjást reyndar talsverðar ójöfnur.

Eiði
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Eiði um 50 m suðaustan við Steinsstaði. Þá var tvíbýlt á jörðinni en bæirnir sambyggðir. Bæjarröðin snýr austur-vestur. Samkvæmt túnakortinu voru tún eystri bæjarins 0,03 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Tún vestri bæjarins voru 0,09 teigar og kálgarðar 540 m2. Í örnefnalýsingu segir: „Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði.“ Eiði var þar sem nú er lóð leikskólans í Garði, nánar tiltekið þar sem nú leikkastali á lóðinni. Þetta er um 180 m norðvestur af Skeggjastöðum. Sléttuð lóð með leiktækjum.
Öll ummerki um Eiði eru horfin. Eiði mun hafa verið síðasti uppistandandi torfbærinn í Garði.

Garðsviki

Garður

Steinshús fremst.

„Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur, og efst er Garðsviki,“ segir í örnefnalýsingu. Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Kot var í Garðsvika.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er ekki minnst á Garðsvika en þar er hins vegar talað um Garðsríki og ekki ólíklegt að það hafi verið sami bær: „Í Garðsríki bjó á þessum árum maður að nafni Matthías, var hann aðfluttur og dvaldi þar fremur stutt og veit ég ekki meira um hann að segja.“ Ekki fengust upplýsingar um hvar bærinn stóð. Í lýsingu Hallmanns er það Garðsríki upp milli Steinsstaða og Sigríðarstaða sem er síðasti bærinn sem minnst er á áður en komið er í Gerðahverfi. Erfitt er að átta sig á staðháttum út frá þessum lýsingum.

Sigríðarstaðir

Garður

Móabær.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Sigríðarstaðir er næsti bær [við Garðsríki]….Eru þá upptaldir bæir, sem ég man eftir fyrir innan Gerðar.“ Ekki fundust aðrar heimildir sem minnast á Sigriðarstaði og ekki ljóst hvar bærinn stóð.

Brekka
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungsiegn. 1847, 6 1/4 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í afgjaldareikningi Eggerts fógeta Hannessonar frá 1552, DI XII, 418, 421 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin í landi jarðarinnar það menn vitu til vissu, en lánga vegu burt upp í heiði hafa ábúendur um nokkrar studnir stúngið torf á hey og eldivið, og hefur ekki átalið verið. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon lítil mjög eður engin. Murukjarnatekja nærri því engin. Heimræði er árið um kríng … Tún jarðarinnar blæs upp árlega og gengur upp fastagrjót. Engjar öngvar. Úthagar öngvir sumar nje vetur. Vatnsból næsta því ekkert í landeign jarðarinnar,“ JÁM III, 91-92.

Garður

Nýlenda.

1919: Tún 1,6 teigar, kálgarðar 1020 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð Brekka um 60 m norðvestan við syðri bæinn á Skeggjastöðum. Þetta er um 170 m norðvestur af Vörum. Steinsteypt hús á greinilegum hól, grasi vaxið umhverfi. Þéttbýli er um 100 m suðvestar en ágætis tún er umhverfis Brekku. Vegur liggur upp að húsinu úr suðri.
Hóllinn er alls um 60×50 m stór frá norðri til suðurs, sennilega náttúrulegur að hluta. Á honum stendur einlyft steinhús. Austurhluti þess var byggður árið 1937 af eiginmanni Steinunnar Sigurðardóttur en vesturhlutinn er yngri viðbygging. Árið 1937 hafði ekki verið búið í Brekku um nokkurra ára skeið. Rústir voru á staðnum, aðallega man Steinunn eftir einum hlöðnum vegg og hlóðaeldhúsi vestan við norðurhluta hússins. Þar var fagurlega hlaðinn veggur, eins og klömbruhnaus en úr grjóti. Framan við húsið, þ.e. um 20 m norðaustan við, eru smáhólar sem skera sig úr. Þar fann sonur Steinunnar mikið af öðuskel þegar hann lék sér að því að grafa í hólinn. Því má ætla að öskuhaugur sé undir. Framan við suðausturhorn steinhússins var kvarnarsteinn sem nú liggur brotinn framan við bæjardyr – þeir voru reyndar tveir upphaflega en hinn var mun þynnri og eyðilagðist.

Brekkukot

Garður

Móakot.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Brekkukot um 85 m suðaustan við bæ. Bæjarhóllinn er fast norðaustan við nýbýlið Bjarmaland (1945). Jóhanna Kjartansdóttir þekkir bæinn sem Brekkubæ, og kannast ekki við Brekkukot. Á túnakorti frá 1919 er þessi staður þó greinilega merktur sem Brekkukot. Í örnefnalýsingu er minnst á Brekkubæ: „Brekkubær er uppi í móa.“ Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Brekkubær er eyðikot.“ Ekki er ljóst hvort þar er átt við þennan stað eða jafnvel Brekku en hún var í eyði, í það minnsta upp úr 1930.
Ekkert hús stendur nú á hólnum en hann er sleginn reglulega. Umhverfis hólinn voru nokkrir kálgarðar ræktaðir fram á 20. öldina samkvæmt heimildamanni, en nú sjást þeirra engin merki. Svæðið austan við hólinn er í órækt og lítið hægt að sjá þar. Hóllinn er um 10×20 m og snýr í norðvestur-suðaustur.
Um 2 m norður af hólnum er lítil bunga. Sunnan megin á hólnum er annar hóll, sá er eftir flaggstöng sem reist var af föður heimildamanns á fyrri part 20. aldar. Í hólnum glittir svo í steina á stöku stað sem gætu verið hleðslur. Heimildamaður segir að meðan grasið var slegið hafi mátt sjá steinstétt liggja norður frá hólnum, en ekki er hægt að greina hana í dag.

Varir

Garður

Varir.

1703. jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið á skrá yfir hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í máldaga Hvalnesskirkju frá 1370, DI III, 256 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 nefnir tvær hjáleigur á jörðinni og er þá önnur í eyði.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum samkvæmt túnakorti jaðrarinnar. „Fyrir ofan Varir eru þrjú nýbýli úr landi jarðarinnar,“ segir í örnefnalýsingu Vara, 3.

Garður

Varir og Brekka – minjakort.

1703: „Fóðrast kann i kýr og önnur að tveim þriðjúngum … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin nema sú, er brúkuð er láng frá upp í heiði. Eldiviðartak af fjöruþángi hvörgi nærri sem nauðsyn er til, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon nokkur með stórstraumi. Heimræði er árið um kríng og lending hin besta …Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 92-93.
1919: Neðri bær: Tún 0,9 teigar, kálgarðar 720 m2. Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 840 m2.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Neðri bærinn hefur staðið vestar og norðar samkvæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllin sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju.

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Varir standa næst sjó af öllum bæjum á svæðinu. Bærinn er um 170 m suðaustur af Brekku og um 120 m vestur af Kothúsum. Á hólnum stendur myndarlegt, gult bárujárnshús.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Efri bærinn hefur staðið austar og sunnar samvkæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllinn sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju. Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Ekki er ljóst hvort um vestari eða eystri bæinn er að ræða. Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Austari bærinn hefur staðið austarlega á bæjarhól og gæti hluti þess bæjarstæðis meira að segja hafa farið undir veg sem liggur að steyptu fiskhúsi við sjóinn.

Kothús

Garður

Kothús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 14 1/6 hdr. Bændaeign. Kothúsa er getið í neðanmáls við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar stendur að bærinn sé þar sem áður voru Darrarstaðir, DI II, 78. Þá er jarðarinnar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað að brúka það í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin fjarlægt í heiðum uppi. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil.
Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartekja af fjöruþángi lítið mjög, og þarf annarstaðar til að fá, ef bjarglegt skal vera. Heimræði er árið í kríng … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnból ekkert nema fjöruvatn.“ JÁM III, 94.
1919: Efri bær: Tún 0,6 teigar, kálgarðar 1500 m2. Neðri bær: 0,64 teigar, kálgarðar 1370 m2.

Garður

Kothús.

Kothús stóðu 30-40 m norður af Ívarshúsum og rúma 100 m SSA af Vörum. Árið 1919 var tvíbýli í Kothúsum, efri og neðri bær. Á bæjarstæðinu standa nú tvö hús líkt og sýnt er á kortinu 1919 og skilja einungis nokkrir metrar milli hússtæðanna. Er líklega um sömu hús að ræða, í það minnsta virðast þau komin til ára sinna.
Húsin standa á marflötu svæði og enga hólmyndun er þar að sjá. Malarplan er vestan við húsin en annars órækt í kring. Hér er syðra húsið skráð. Það er steinhús eða mögulega forskalað timburhús og enginn kjallari undir því. Ekki er kjallari undir húsinu og vottar alls ekki fyrir upphleðslu eða bæjarhól undir.

Blómsturvellir

Garður

Blómsturvellir.

„Upp af Vatnaskeri, neðan Kothúsa, eru rústir eftir tómthúsbýli, sem hét Blómsturvellir. Þar var byggð um aldamótin. Tætturnar sáust vel fyrir nokkrum áratugum, en eru nú horfnar,“ segir í örnefnalýsingu.
Heimildamenn telja Blómsturvelli hafa verið beint vestur af Meiðastaðakotunum. Í örnefnalýsingu Meiðastaða segir: „Milli fiskhúsanna og bæjar [Meiðastaða], vestan við götuna niður að sjó eru tvö kot sem heita Meiðastaðakot. Þau eru í líkri línu og Blómsturvellir í Kothúsalandi.“ Staðsetning kotsins verður þó að teljast ónákvæm.
Svæðið er sléttað tún og hvergi sér móta fyrir minjum nú (2008).

Kaldbak

Garður

Blómsturvellir – túnakort.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Kaldbak um 30 m vestan við Móabæ, kálgarðar eru merktir fast norðan, sunnan og austan við húsið. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins um 0,07 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak (ur) fyrir ofan veginn.
Aðeins innar var Móabær.“ Rústir Kaldbaks eru enn greinilegar, um 250 m sunnan við Kothús. Þær eru 50-60 m sunnan við aðalgötuna Garðbraut. Grasi vaxið óræktarsvæði sem markast af iðnaðarhúsnæði að sunnan og vestan en götum að austan og norðan.
Þokkalega greinileg tóft en veggir þó mikið farnir að síga. Hún er alls 12×7 m stór frá NA-SV og skiptist í tvennt. Vestar er eins og lítil hústóft, um 5×5 m stór að utanmáli. Hún virðist opin í suður eða suðvestur, með nokkuð óreglulega veggi sem eru hæstir að norðanverðu, hátt í 2 m.

Móabær

Garður

Móabær.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Móabær um 30 m austan við Kaldbak. Kálgarður var fast vestan við bæinn. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,4 teigar og kálgarðar alls 470 m2. Í örnefnaskrá Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak(ur) fyrir ofan veginn. Aðeins innar var Móabær. Hann var í byggð fram yfir aldamót.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 er minnst á Nóabæ en ekki Móabæ og má ætla að það sé sami staður. Staðsetningu tilgreinir Hallmann ekki að öðru leyti en því að Nóabær hafi verið í Kothúsalandi. Móabær stóð um 45 m suðaustan við Kaldbak. Þar er mjög grösugt óræktarsvæði fast sunnan við íbúðarhús.
Engin tóft sést, aðeins lágreist og ávöl þúst á kafi í grasi. Brúnir hennar eru hvergi skýrar heldur fjarar hún út í landið umhverfis. Nú er búið að reka staur niður í þústina og þar á að setja skilti með heiti bæjarins. Þústin er 10-15 m í þvermál og 0,5-0,7 m há. Ekkert grjót sést í henni og ekkert rústalag.

Hausthús

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Hausthús um 50 m norðvestan við Kaldbak. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,06 teigar og kálgarðar alls 600 m2. Hausthús standa enn, næsta hús austan við Garðstaði eða Garðbraut 31. Hausthúsa er getið í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915. Þá bjó þar Sigurður Bjarnason.
Þar stendur tvílyft bárujárnshús sem sennilega hefur verið risið þegar árið 1919. Enginn hóll er undir því og engin merki sjást um eldra hús.

Darrarstaðir

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús. Darrastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum Rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús.
Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Darrastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Ívarshús

Ívarshús

Ívarshús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 11 2/3 hdr. Bændaeign. Ívarshúsa er getið í neðanmálsgrein við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar segir að bærinn sér þar sem Straglastaðir (097:010) voru áður, DI II,
78. Jarðarinnar er getið í afgjaldsreikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 578 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Árið 1919 er tvíbýli í Ívarshúsum en bæirnir sambyggðir.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað það að brúka í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin í heiðinni lángt í burtu í óskiftu landi. Fjörugrasatekja lítil mjög og næsta engin. Rekavon næsta því engin. Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi næsta því ekkert. Heimræði á jörðunni, en uppsátur frí í Kothúsalandi … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnsból er ekkert í landi
jarðarinnar, og brúkar hún frí fjöruvatn í Kothúsalandi.“ JÁM III, 94-95.

Garður

Efri-Akurhús.

1919: Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 750 m2. Neðri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 200 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var tvíbýli í Ívarshúsum það ár. Bæirnir voru sambyggðir og sneri bæjarröðin norðvestur-suðaustur. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: “ Rétt fyrir ofan Kothúsabæinn eru greinilegir kálgarðsveggir. Þarna var áður hjáleigan Ívarshús, sem nú er löngu í eyði fallin. Enn heitir Ívarshúsatún samhliða bænum, en það hefur nú verið lagt undir heimajörðina.“ Bæjarhóll Ívarshúsa er mjög greinilegur, 20-30 m suður af Kothúsum og um 160m vesutr af bæjarhól Meiðastaða. Í grein Hallmanns Sigurðssonar, Býli og búendur í Garði 1903-1915 er talinn Kristján Jónsson, ábúandi í Ívarshúsum og þar var því enn búið í upphafi 20. aldar.
Greinilegur og kúptur rústahóll í túni. Á honum standa engin hús. Hóllinn er myndarlegur og sker sig úr, vaxinn ræktarlegu grasi. Honum virðist ekkert hafa verið raskað. Vegur
framhjá Kothúsum liggur 20-30 m vestan við hann. Hóllinn snýr nokkurnveginn norður-suður og er um það bil 50×40 m stór. Allar brúnir eru vel skarpar og hóllinn virðist allt að 4 m hár sé staðið við hann að vestan.

Litlibær

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort.

„Fyrir ofan [sunnan?] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Litlu-Kothús
„Fyrir ofan [sunnan] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Straglastaðir
„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús.

Garður

Vindmyllustandur í Garði.

Straglastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús. Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Straglastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Meiðastaðir (Meiríðarstaðir)

Garður

Meiðastaðir.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 16 2/3 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: …þar af einn hlvt homvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þridivnga taka einn þridívng … ok meidarstader…“, DI II, 78. Þá er hennar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Í örnefnaskrá jarðarinnar sem rituð er 1978 segir: „Nýbýli eru hér einhver, og nú eru þrjú íbúðarhús á jörðinni, heimabænum.“
1703: „Fóðrast kann ii kýr … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og túnga engin í heimajarðarinnar landi, en þó brúkuð í eyðijörðunni Heiðarhúsum. Lýngrif nokkuð lítið fjarlægt upp í heiði. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarni lítill með stórstraumum og þó erfitt að sækja. Heimræði er árið um kríng … Lendíng í lakara lagi. Túnin spillast af leysíngarvötnum árlega. Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumur nje vetur, nema á túnstæði eyðijarðarinnar Heiðarhúsa. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 95-96.

Meiðastaðir

Þorsteinn Gíslason 7. nóvember 1855 – 30. janúar 1931. Útvegsbóndi á Meiðastöðum, Gerðahr., Gull. Fósturmóðir: Kristín Magnúsdóttir, f. 23.3.1823, d. 19.6.1877.

1919: Tún 2,8 teigar, kálgarðar 1200 m2.
Bæjarhóll Meiðastaða er um 120 m norðvestur af Rafnkelsstöðum. Hann er fast vestan við Meiðastaðaveg, um miðja vegu milli strandlínu og Garðbrautar. Tvö aðskilin hús standa á hólnum, sem er allgreinilegur. Snýr húsaröðin frá norðvestri til suðausturs líkt og gamli bæirinn hefur gert. Mikil órækt er kringum húsin og bílastæði sunnan við þau. Kringum hólinn eru annars tún. húsbyggingar. Aðalíbúðarhúsið á hólnum var reist á árunum milli 1950-60 en Anton og Guðlaugur Sumarliðasynir fæddust í eldra timburhúsi sem stóð á sama stað og var sennilega byggt um 1860. Vestan við húsið var áður lágreistari skemma sem í voru hross og kýr. Þeir muna eftir niðugröfnu íshúsi í bæjarhólnum norðan við húsið.

Meiðastaðakot eystra

Garður

Jaðar.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var hús um 90 m norðaustan við bæ og um 20 m austur af. Það er merkt eins og forgryfja og/eða salerni. Þetta var Meiðastaðakotið eystra en ekki ljóst hvort þar var húsmannskofi eða útihús árið 1919. Um Meiðastaðakot segir í örnefnalýsingu: „Milli fiskhúsanna og bæjar, vestan við götuna niður að sjó, eru tvö kot, sem heita
Meiðastaðakot.“ Ekki er vitað hvenær þau voru í byggð en ekki getur Hallmann Sigurðsson um þau í grein sinni um býli og búendur í Garði 1903 – 1915.
Tún með geysilega háu og ræktarlegu grasi. Þetta hús hefur staðið fast við Meiðastaðaveginn sem liggur niður að sjó og sennilega hefur hóllinn sem húsið stóð á farið undir veginn að hluta. Rústahóll. Veggir eru ekki greinilegir en sennilega hefur uppfylling undir veg lent ofan á hússtæðinu. Hóllinn er um 10×5 m stór frá noðrir til suðurs en gefur þó e.t.v. ekki rétta mynd af upphaflegri stærð vegna rasksins.

Rafnkelsstaðir

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703, 20 hdr. Bændaeign. 1847, 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „… þar af einn hlvt holmvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þirivnga taka inn þridívng hrafnkielstader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í vitnisburðarbréfi frá 1418, DI IV, 265 og öðru frá 1428, DI VI, 42. Jarðarinnar er einnig getið í afgjaldareikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 580.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er ein hjáleiga sögð á jörðinni.

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703: „Fóðrast kann ii kýr … Torfrista til húsbótar er í allra naumasta máta, í heyþöku engin nema tilfengin annarstaðar. Fjörugrasatekja mjög lítil. Rekavon nokkur. Skelfiskfjara hefur áður verið góð, nú aldeiliss af, síðan síðasti lagnaðarís fordjarfaði þessa gagnsmuni. Murukjarni fæst nokkur með stórstraumum, og er brúkaður til að næra peníng í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi var áður nokkurneiginn bjarglegt, en síðan hinn mikili lagnaðarís fordjarfaði fjöruna, hefur ábúandinn neyðst til að kaupa eldiviðartak annarsstaðar. Heimræði er hjer árið um kríng …

Garður

Rafnkelsstaðir – minjakort.

Lending er aðgætnissöm. Tún jarðarinnar blásast upp af stórviðrum og þó enn meir af leysingarvatnságangi; að n eðanverðu grandar túninu sjór, og fyrir þá sök hefur ábúandinn í næstu xxx ár þrisvar sinnum tilþrengdur að færa skipanaustin inn á túnið. Engjar eru öngvar. Útihagar utangarðsöngvir …Vatnsból hefur jörðin í betra lagi og líður fyrir það mikinn átroðníng“ ´JÁM III, 96-97.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum.
Rafnkelsstaðir eru austarlega í þéttbýlinu í Garði, rúma 100 m austur af Meiðastöðum. Þegar túnakort var teiknað árið 1919 stóðu þar tvö íbúðarhús, nyrðri og syðri bær.
Nyrðra húsið hefur staðið nokkurn veginn á sama stað og núverandi íbúðarhús, á bæjarhólnum.

Garður

Rafnkelsstaðir.

Þéttbýli en langt er á milli húsa á þessum slóðum. Grasi gróið, afgirt svæði er fast austan við húsið sem nú stendur á bæjarhólnum. Bílastæði er austan við húsið, á bæjarhól.

Steinsteypt hús stendur að því er virðist í vesturjaðri bæjarhóls. Nokkuð greinileg hólmyndum er austan hússins, á afgirtu svæði. Hóllinn er mjög grösugur og ekki sjást greinilegar rústir á honum. Hann er aflangur frá austri til vesturs, um 50×40 m stór. Mjög skarpar brúnir eru á hólnum að norðan og austan og þar er hann allt að 3 m hár.

Garður

Minjar sunnan Rafnkelsstaða – loftmynd.

Gamalt og illa farið steinhús stendur fast sunnan við bæjarhólinn. Grjóthleðsla gengur út frá bæjarhjólnum austan við þetta steinhús, um 10 m löng.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum, nyrðri og syðri bær. Syðri bærinn stóð skv. túnakorti um 40 m sunnan við hinn nyrðri. Þar sem húsið stóð liggur nú malbikaður vegur.
Öll ummerki eru horfin.

Réttarholt

Garður

Réttarholt.

„Rétt innan við Kópu eru klettar þeir, sem nefndir eru Skarfaklettar. Þeir eru fyrir neðan Réttarholt,“ segir í örnefnalýsingu. Réttarholt er um 180 m norðaustur af Rafnkelsstöðum. Þar stendur samnefnt hús. Um Réttarholt er skrifað á túnakorti frá 1919: „Réttarholt, þ.búð við sjó, bygð fyrir ca. 36 árum. Nýlega bygt þar upp aftur steypuhús og afgirt, er þó mannlaust nú. Túnblettur í órækt…“
Snyrtilegir slegnir blettir eru í kringum húsið, og norðan við er aflíðandi brekka niður að sjó.
Húsið sem nú heitir Réttarholt er byggt á árunum 1910-1912 og byggt er við það 1939. Ekki er kjallari undir því. Heimildamaður segir frá því að áður en það hús er byggt hafi verið torfbær rétt austan við núverandi hús sem hét Réttarholt, sem nú (2008) er horfið. Uppruni nafnsins er ekki þekktur en talið er kálgarðar sunnan við húsið, hafi eitt sinn verið rétt.

Þórðarbær/Bjarnabær/Finnsbær/Berg

Garður

Bæir sunnan Rafnkelsstaða.

„Hér voru býli, sem farin eru í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær [sjá að neðan], Pálsbær, og Finnsbær [sjá að neðan],“ segir í örnefnalýsingu. Leifar býlanna eru um 130 m austan við Rafnkelsstaði. Til er túnakort af svæðinu frá árinu 1919. Þá virðast önnur bæjanöfn hafa verið við lýði, í það minnsta er bæjarstæði Finnsbæjar, sem nú er horfinn undir íbúðarhús norðvestast á svæðinu, nefnt Holt og Bjarnastaðir nefndir Grund. Önnur heiti eru ekki sýnd á kortinu en annars koma allar útlínur á því mjög vel heim og saman við garðlög og rústir sem nú sjást.
Nálægt þéttbýli, grasi gróið. Svæðið er vel varðveitt utan norðvestasta hlutann þar sem Finnsbær stóð, en þar er nú íbúðarhúsið Holt sem var reist í nokkrum stigum.

Rafnkelsstaðaberg

Garður ofan Rafnkelsstaðabergs.

Árin 1908-1910 var timburhús byggt ásamt kjallara sem upphaflega var fjós. Það var byggt við hliðina gamalli torfbaðstofu, sem þá var gömul. Bætt var við húsið í kringum 1960, og seinna 1974. Undir nýrri viðbyggingum var ekki grafinn kjallari. Þegar íbúar grófu fyrir jurtagarði (2008) var komið niður á hleðslusteina og öskuhaugsleifar fast suðaustan við íbúðarhúsið. Ekki var nema rétt rist ofan af þeim leifum. Gamla baðstofan liggur líklega undir viðbyggingunum. Búið var í torfbænum þar til timburhúsið var byggt.

Garður

Bæir austan Rafnkelsstaða.

Bæirnir þrír mynduðu í raun lítið hverfi og minna minjarnar, sem eru vel varðveittar, einna helst á margskipta rétt. Þar stóðu bæirnir þrír og kálgarðar í kring. Rústirnar mynda heillega einingu og hefur hver bær grjóthlaðin hólf í kringum sig, kálgarða eða túnbletti, en alls ekki er augljóst hvaða hólf tilheyrði hverjum. Hér verður kerfinu lýst sem einni heild og hverjum bæ gefinn bókstafur. Þess má geta að rústunum var lýst rækilega með könnun af jörðu niðri en flóknu kerfi kálgarða umhverfis er að mestu lýst af loftmynd. Í stuttu má skipta svæðinu í þrennt. Syðst er opið, aflangt hólf sem liggur frá austri til vesturs. Innan þess er Þórðarbær.

Þórðarbær

Þórðarbær.

Norðaustan við það er eining sem skiptist 4-5 hólf. Innan þess er Bjarnabær. Vestan við það, norðan við Þórðarbæ, er svo þriðja einingin sem skiptist einnig í 4-5 hólf. Til viðbótar má nefna að norðvestast á svæðinu hafa verið fleiri hólf en þar er nú íbúðarhús sem mun hafa verið reist þar sem Finnsbær stóð áður.

Alls er svæðið 180 x 80 m að stærð og liggur frá austri til vesturs. Þórðarbær (A) var syðstur þeirra bæja sem tilheyrðu heildinni. Er tóftin staðsett sunnarlega við miðbik svæðisins, merkt með skilti. Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti og er tóftin ferhyrnd. Er hún 8×14 m að utanmáli og snýr í austur-vestur. Á þessum stað er merktur kross á túnakorti og skýring skráð á spássíu: „Var þ. búð, hét Berg. Lögð í eyði f. ca. 12 árum, en um 20 ár í bygð.“

Pálsbær

Garður

Bæir sunnan Réttarholts – loftmynd.

Um 20 m austur af húsinu Holti og 10 m suður af Esjubergi er gerði og í norðausturhorni þess er tóft eða þúst. Á þessum stað stóð býlið Pálsbær og hefur nú verið merkt með skilti. Þetta er 150 m austur af Rafnkelsstöðum.
Innan garðsins er afar gróið og hátt gras. Utan hans er einnig tún, þó ekki eins gróðursælt.
Garðurinn er grjóthlaðinn og hefur væntanlega afmarkað kálgarð frekar en tún. Hann snýr í norðvestur-suðaustur. Er hann ferhyrndur og er stærð hans 30x 5 m að utanmáli. Breidd veggja er um 0,5 m og hæð þeirra er 0,4 m. Að austanverðu standa hleðslurnar í brekku.

Heiðarhús

Heiðarhús

Heiðarhús – fornleifaskráning.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Heidarhús. Nú í auðn um lángar stundir. Jarðardýrleiki óviss. Eigandinn kólngl. Majestat. … Túnstæðið er nú komið í órækt, sýnist þó ekki óbyggilegra en sumar hvörjar smájarðir hjer um pláts. Landið út frá því blásið og graslítið. Jörðin meinast ei kunna aftur byggjast sökum landþrengsla .. Vatnsból skal hjer gott og nægilegt verið … So vitt af skilvísra gamalla manna sögnum skilja er, þá hefur þessi jörð í eyði lagst í þeim hallæris árum, sem geysuðu um og eftir 1600.“ Í
örnefnalýsingu segir: „Þá er hið óskifta land uppi í heiðinni. Beint hér upp af er eyðibýlið Heiðarhús. Virðist það hafa verið allmiklar byggingar og mikil jörð.“

Heiðarhús

Heiðarhús.

Magnús Grímsson fjallar um Heiðarhús í grein sinni um fornminjar á Reykjanesskaga. Þar segir: „Upp undan Rafnkellsstöðum er eyðibær, sem heita Heiðarhús, á vinstri hönd við alfaraveg, þegar farið er frá Keflavík að Útskálum. Þar sér enn fyrir bæjarrústum, túni og túngörðum, og hefir túnið verið æði stórt. Nú er það allt komið í móa og órækt og haft til beitar.“ Á túnakort frá 1919 er skrifað suðaustan við tún Rafnkelsstaða: „Heiðabær, stórbýlið forna var hér ekki langt frá“. Brynjúlfur Jónsson nefnir Heiðarhús í ritgerð sinni um rannsóknir í Gullbringu- og Árnessýslu sumarið 1902 sem birt var í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903.

Heiðarhús

Heiðarhús – loftmynd 2022.

Þar segir: „Heiðarhús kallast rúst nokkur skamt uppi í heiðinni fyrir ofan inn-Leiruna. Þar hefir fyrrum verið bær. Er það sögn, að þar hafi á sínum tíma verið slíkt stórbýli, að næst hafi gengið Uppsölum og Melabergi…“ Rústir heiðarhúsa eru sunnan við Garðbraut og austan við þéttbýlið í Garði, 4-500 m SSV af bæjarhól Rafnkelsstaða.
Nú er svæðið mjög gróið og nær gróðurinn víðast um metra hæð. Tveir malarvegir liggja í gegnum eyðibýlið og ein fyrrum þjóðleið er fast við það norðanvert. Utan veganna er svæðið lítt snortið og því er lega býlisins að mestu leyti sýnileg, þrátt fyrir að hafa legið í auðn í fleiri hundruð ára. Hringinn í kringum býlið liggja 2 stórir túngarðar, sá stærri umlykur hinn, og töluvert er af kálgörðum innan þeirra. Víða um svæðið má sjá leifar 20. alda girðinga svosem staura, gaddavír og aðrar víraflækjur. Svæðið er þó hvergi girt í dag (2008).

Heimild:
-Fornleifaskráning í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna), Reykjavík 2008.

Garður

Garður – minjar bæja sunnan Króks.

Rockville

Í Víkurfréttum árið 2020 var umfjöllun um „Rockville á Miðnesheiði„:

Rockville

Rockville.

„Ratsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði var byggð árið 1953. Hún var starfrækt til ársins 1997, þegar henni var lokað og ný stöð opnuð skammt frá (M-1). Það eru því tuttugu ár um þessar mundir frá lokun stöðvarinnar. Í dag er fátt sem minnir á tilvist ratsjárstöðvarinnar. Fáein grenitré vekja athygli þegar horft er til svæðisins úr fjarska, tré sem uxu í skjóli húsa sem síðar voru rifin en um áratugur er síðan Rockville var jafnað við jörðu.

Þegar Rockville var og hét voru þar um tuttugu hermannaskálar, mötuneyti, pósthús og íþróttahús. Á staðnum voru einnig áberandi tröllvaxnar hvítar kúlur. Inni í þeim voru ratsjár sem höfðu það hlutverk að fylgjast með flugumferð og þá helst véla frá Sovétríkjunum.

Íslendingar sóttu í klúbbana

Rockville

Rockville.

Í Rockville var einnig bar eða klúbbur sem naut mikilla vinsælda. Íslendingar sóttu m.a. klúbbinn í Rockville mjög stíft. Í Víkurfréttum árið 1996 var greint frá því í nóvember að Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, sem var sérstakt lögregluembætti, hafi stöðvað stóran hóp Íslendinga sem voru á leið á skemmtun í klúbbi Varnarliðsins í Rockville. Hluti hópsins var kominn inn á klúbbinn og fóru lögreglumenn inn á staðinn og vísuðu fólkinu út. Nálægt eitthundrað manns voru á gestalista og ætluðu á staðinn en fengu ekki inngöngu.

Rockville

Rockville.

Þorgeir Þorsteinsson, þáverandi sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurféttir á þeim tíma að þetta næði ekki nokkurri átt. Klúbbar varnarliðsins væru fyrst og fremst fyrir varnarliðsmenn og gesti þeirra og að það gengi ekki að stórir hópar Íslendinga væru að sækja varnarliðsklúbba. Helst áttu lögregluyfirvöld erfitt með að hafna Íslendingum inngöngu sem boðið var í klúbbana í varnarstöðinni í gegnum alþjóðleg félög eins og Lions og Kiwanis en þessir klúbbar voru starfandi á Keflavíkurflugvelli. Þorgeir sagði fulla ástæðu til að taka í taumana gagnvart Rockville-klúbbunum en þar höfðu nokkrar „íslenskar“ skemmtanir farið fram þá um haustið. Jafnvel kom til greina að loka alveg á heimsóknir Íslendinga í Rockville.

Veitingamenn fundu fyrir Íslendingaveislum
RockvilleVeitingamenn á Suðurnesjum fundu mikið fyrir Íslendingaveislunum í klúbbum kanans. Það væri erfitt að keppa við klúbbana á Vellinum og í Rockville en margfalt lægra vín- og bjórverð var sögð ástæða þess að Íslendingar sóttust eftir því að komast í klúbbana.

Ári eftir að Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli vísaði Íslendingunum út úr klúbbnum í Rockville var stöðinni lokað og starfsemin flutt. Þá varð Rockville að draugabæ um nokkurt skeið eða þar til Byrgið gerði samning við utanríkisráðuneytið um afnot af húsakosti í Rockville fyrir meðferðarstöð. Byrgið var með starfsemi í Rockville í nokkur misseri eða þar til í júní 2003 að þeim var gert að yfirgefa staðinn. Byrgið flutti í uppsveitir Árnessýslu, Rockville varð aftur draugabær og nokkrar byggingar urðu eldi að bráð. Byggingar þar höfðu svo vart verið rifnar þegar tilkynnt var um brottför Varnarliðsins frá Íslandi.

Fátt sem minnir á gamla tíð

Rockville

Rockville 1957.

Eins og áður segir þá er það trjágróður á svæðinu sem er það eina sem minnir á gömlu ratsjárstöðina þegar horft er til svæðisins úr fjarska. Þegar nær er komið þá má ennþá upplifa malbikaðar götur og sökkla þeirra bygginga sem þarna stóðu.“

Í Víkurfréttum 1996 er umfjöllun undir fyrirsögninni „Fyrirhuguð Íslendingaskemmtun í Rockville-klúbbi varnarliðsins – Sýslumaðurinn sendi hundrað manna hóp heim“:

„Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli stöðvaði stóran hóp í Rockville sl. laugardagskvöld. Hluti fólksins var kominn inn á staðinn og fóru lögreglumenn þar inn og vísuðu fólkinu út. Nálægt eitt hundrað manns sem voru á lista og ætluðu á staðinn fengu ekki inngöngu.

Rockville

Rockville 2022.

„Klúbbar varnarliðsins eru fyrst og fremst fyrir varnarliðsmenn og gesti þeirra,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaður, og sagði að það gengi ekki að stórir hópar íslendinga væru að sækja varnarliðsklúbba. Þorgeir sagði fulla ástæðu til að taka í taumana gagnvart Rockville-klúbbnum en þar hafa nokkrar „íslenskar“ skemmtanir farið fram að undanförnu. Jafnvel kæmi til greina að loka alveg fyrir það að Íslendingar færu í Rockville. Hann sagðist ekki þekkja nóg hvað hafi farið fram í Yfirmannaklúbbnum en eftirlit með skemmtanahaldi á vellinum yrði hert.

Rockville

Rockville.

Keilumenn og þeir sem stunda pílukast á Suðurnesjum fara mikið upp á Keflavíkurflugvöll til að stunda íþróttir sínar. Að sögn eins forráðamanna Keilufélags Suðumesja stendur þetta starfsemi eina keilusalarins á Suðurnesjum fyrir þrifum en talið er að um 30% af allri keiluspilamennsku fari fram á vellinum.“

Í Víkurfréttum 1998 var eftirfarandi umfjöllun um ratsjástöðina Rockville undir fyrirsögninni „Örlögin óráðin„:

Rockville

Rockville – sendimastur.

„Ratsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði hefur verið lokað. Mannvirki á svæðinu standa auð. Tækja- og húsbúnaður hefur verið fjarlægður en húsakostur bíður örlaga sinna – sem eru óráðin.

Réttnefni
Vamarliðið reisti fjórar ratstjárstöðvar til eftirlits með flugumferð og til loftvama hér á landi á sjötta áratugnum. Fyrstu ratsjárstöðinni var
valinn staður í heiðinni ofan við Sandgerði og nefnd Rockville, sem þótti réttnefni í hrjóstugum berangrinum á þessum stað.

1953-1997

Rockville

Rockville – sendimatur.

Byggingar stöðvarinnar voru reistar af verktakafyrirtækinu Sameinuðum verktökum og var hún tekin í noktun í lok októbermánaðar 1953. Hinar þrjár stöðvamar risu síðan á Heiðarfjalli á Langanesi, Stokksnesi við Hornafjörð og á Straumnesfjalli.
Tækni þess tíma leyfði ekki sjálfvirka tengingu stöðvanna og því dvöldu rúmlega 100 liðsmenn bandanska flughersins á hverjum stað og önnuðust eftirlit með umferð flugvéla og stýrðu orrustuþotum varnarliðsins í veg fyrir óþekktar flugvélar til könnunar hver á sínu svæði.

Stöðvum lokað

Rockville

Rockville – ratsjárstöðin.

Liðsmenn 932. loftvamasveitar bandaríska flughersins starfræktu ratsjárstöðina í Rockville frá upphafi og samræmdu auk þess aðgerðir ratsjárkerfisins í heild. Starfsmenn þar voru því í við fleiri en á hinum stöðvunum og bjuggu þeir í íbúðaskálum á staðnum og á Keflavíkurflugvelli.
Tveimur ratsjárstöðvanna var lokað haustið 1960. Það voru stöðvamar á Stokksnesi og Straumnesfjalli. Ástæðan var mikill kostnaður og erfileikar við reksturinn, enda engar sovéskar flugvélar farnar að fljúga í námunda við landið. Þessi í stað var ratsjárbúnaður stöðvanna í Rockwille og á Heiðarfjalli endurbættur. Starfrækslu stöðvarinnar á Heiðarfjalli var hætt í janúar árið eftir er búnaður hennar skemmdist í óveðri. Var sú starfsemi umsvifalaust flutt að Stokksnesi, þar sem rekin hefur verið ratsjárstöð síðan.

Í veg fyrir Sovét

Rockville

Rockville – varðskúr.

Langdrægar ratsjárflugvélar bandaríska flotans og síðar flughersins, með aðsetur á Keflavíkurflugvelli, önnuðust ratsjáreftirlit úr lofti umhverfis landið um langt árabil. Reglubundið flug af þessu tagi hófst árið 1961 eða skömmu eftir að ratsjárstöðvunum á norðanverðu
landinu var lokað og skömmu áður en iangdrægar sprengju- og könnunarflugvélar Sovétríkjanna hófu að leggja leið sína út á Atlantshafið. Flugvélar þessar gerðu ekki boð á undan sér líkt og flugvélar í reglubundnu millilandaflugi og jókst umferð þeimt stöðugt næsta aldarfjórðunginn og náði hámarki um miðjan níunda áratuginn.

Endurnýjun búnaðar

Rockville

Rockville.

Árið 1981 tóku Atlantshafsbandagið og bandaríski flugherinn, sem rak ratsjárstöðvar Vamarliðsins, höndum saman um að endurbæta loftvamakerfið á Íslandi og tók ný stjómstöð loftvarna til starfa í Rockville árið 1988. Annað skrefið í endurnýjun loftvamakerfisins var
síðan stigið með smíði fjögurra nýrra ratsjárstöðva og ratsjármiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Ratsjármiðstöðin tók að fullu til starfa 2. október 1997 og var þá starfsemi í Rockville hætt. Það skal þó tekið fram að starfsemi fjarskiptamiðstöðvar norðan við núverandi húsakost Rockville verður áfarm starfrækt.

Hvað verður um Rockville?

Rockville

Rockville.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um húsakost þann sem áður hýsti liðsmenn 932. loftvarnasveitar Bandaríkjahers.
Nokkrir aðilar hafa sýnt svæðinu áhuga. Stríðsminjasafn hefur verið nefnt, meðferðarstofnun eða jafnvel fangelsi. Það er þó ljóst að
það mun kosta mikla fjármuni að endumýja húsakost á svæðinu. T.a.m. þarf að skipta um allar raflagnir, þar sem 110 volta straumur er á svæðinu. Einnig hafa verið nefndar aðrar lausnir á því hvemig nýta megi svæðið án þess að það þurfi að kosta miklu til. Þarna er kjörinn vettvangur fyrir lögreglu, slökkvilið og björgunarfólk að hafa æfingaaðstöðu og einnig hefur heyrst af aðila sem vilji setja þama upp stríðsleikjagarð. Endalokin verða þó örugglega þau að þama verður haldin heræfing með það að markmiði að fjarlægja öll mannvirki af svæðinu svo eftir standi hrjóstugur berangurinn.“

RockvilleÍ Víkurfréttum 2005 er fjallað um „Síðustu daga Rockville„:
„Eitt helsta kennileiti Suðurnesja hverfur innan tíðar. Rockville, húsin með hvítu kúlunum eins og einhver myndi orða það, verður rifið í ár
en þessi staður á sér langa og á tíðum skemmti lega sögu.

Það var í október 1953 sem 932. ratsjársveit bandaríska flughersins kom sér fyrir í nýbyggðri ratsjársstöð sem nefnd var Rockville. Stöðin, sem byggð var af varnarliðinu á Íslandi, eins og það var kallað, var ein af fjórum stöðvum sem byggðar voru. Ein var á Stokksnesi, önnur á Langanesi og sú þriðja á Straumnessfjalli en Rockville var samt sem áður miðstöð loftvarna á Íslandi.
Rockville var með sitt eigið orkuver og var stöðin þess vegna sjálfbær hvað varðar rafmagn. Á svæðinu voru u.þ.b. 20 hermannaskálar, matsalur, pósthús, íþróttasalur, bar, verslanir, bíósalur og kapella.

Vökul augu á Miðnesheiði

Rockville

Rockville.

Rockville gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu en þá fylgdust liðsmenn ratsjársveitarinnar reglulega með ferðum sovéskra herflugvéla hér við land og beindu orrustuflugvélum varnarliðsins í veg fyrir þær til eftirlits.
Árið 1961 urðu breytingar á starfsemi varnarliðsins í kjölfar þess að sjóherinn tók yfir starfsemi hersins á Keflavíkurflugvelli en þar hafði flugherinn ráðið ríkjum. Ratsjársveitin hélt þó áfram venjubundinni starfsemi í Rockville.
Ný ratsjárstöð var tekin í notkun á Miðnesheiði í nóvember árið 1992 en í kjölfarið minnkaði starfsemin í Rockville og færðist hún hægt og rólega upp á Keflavíkurflugvöll þar sem þeirra biðu ný húsakynni.

Rockville

Rockville.

Starfsmenn sem sváfu á vistinni í Rockville hófu að flytja sig á brott árið 1996 og var húsakynnum og starfsemi hætt jafnt og þétt það ár. Ekki fóru þó allir því starfsmenn tölvuviðhalds hjá ratsjársveitinni sátu vaktir í Rockville ef eitthvað af þeim búnaði sem þar var þyrfti að nýta. Aðrir í deildinni hófu að flytja burt tæki og hús gögn. Íslenskir verktakar fluttu ýmis fjarskiptatæki fyrir Bandaríkjaher á þeim tíma og kláruðust þeir flutningar í janúar 1998. Þá höfðu allir í 932. ratsjársveit bandaríska flughersins yfirgefið Rockville sem breyttist, eftir 44 ára starfsemi, í draugabæ.

Vopnin og Biblían
RockvilleFljótlega eftir að herinn hafði yfirgefið Rockville voru nokkrir sem sýndu svæðinu áhuga en þar á meðal voru forsvarsmenn meðferðarstöðvarinnar Byrgisins. Einu ári síðar eða árið 1999, eftir viðræður forsvarsmanna Byrgisins og Utanríkisráðuneytisins, voru undirritaðir samningar um afnot Byrgisins af mannvirkjum í Rockville. Þessi fyrrum ratsjárstöð Bandaríkjahers var orðin að heimili kristilegs líknarfélags. Þar sem áður fyrr voru hermenn með vopn voru nú áfengis- og fíkniefnaneytendur með biblíu.
En hvernig var reynsla þeirra sem þar dvöldu en báru ekki fána Bandaríkjanna?

„Rockville bjargaði lífi mínu”

Rockville

Þjóðviljinn 22.06.1989.

Magnús Svavar Emilsson var einn af þeim sem leit á Rockville sem heimili sitt. Víkurfréttir tóku viðtal við hann árið 2002 en þá var hann yfirmatsveinn Byrgisins. Magnús hefur barist við áfengisdjöfulinn meirihlutann af lífsleið sinni en hann er 52 ára í dag. Víkurfréttir höfðu samband við Magnús á dögunum en hann hefur sagt skilið við áfengið fyrir fullt og allt.
„Rockville bjarg aði lífi mínu og þetta var líka besti staðurinn sem ég hef verið á,” sagði Magnús. „Það var erfitt að yfirgefa Rockville sérstaklega þar sem að við unnum svo mikið sjálfir að breytingum og lagfæringum.”
Magnús sagðist ekki hafa orðið var við hermenn á meðan að hann var í Rockville: „Þeir létu okkur alveg í friði og í raun og veru var allt látið í friði í Rockville á meðan við áttum heima þarna.”
Að sögn Magnúsar bjargaði Rockville ekki að eins lífi hans heldur hundruðum mannslífa.

Rockville

Forseti Íslands í boði Byrgisins í Rockville.

„Það væru fleiri af okkur farnir yfir móðuna miklu ef við hefðum ekki Rockville á sínum tíma, þetta var besti staðurinn.”
En Magnús ásamt u.þ.b. 100 öðrum vistmönnum urðu frá að hverfa árið 2003 þegar Byrgið fékk ekki áframhaldandi samning um afnot af svæðinu.
Magnús sagði það dapurlegt að yfirgefa staðinn sem bjargaði lífi hans. „Það var dapurlegt, mjög dapurlegt.”
Magnús heimsótti Rockville í fyrra en í þeirri ferð vöknuðu skemmtilegar minningar um hann og aðra vistmenn Byrgisins en það sem kastaði skugga á minningar hans var útlit staðarins. „Það er sorglegt að vita til þess hvernig þetta er farið í dag,” sagði Magnús.

100 milljónir faldar í Rockville

Rockville

VF – 47. tbl. 26.11.1992.

Þegar Byrgið yfir gaf Rockville fyrir fullt og allt lokaði Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hliðinu á táknrænan hátt. Hann henti
lyklinum að hliði Rockville út í móa og sagði að þarna hefðu farið 100 milljónir fyrir lítið en þá vitnaði Guðmundur til þess kostnaðar við uppbyggingu Rockville fyrir starfsemi Byrgisins.
Leitað var eftir því hjá Guðmundi Jónssyni að lýsa sinni reynslu af Rockville en það tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir yfir tæpt mánaðar skeið.

Draugabær enn á ný

Rockville

DV – 26. tbl. 31.01.1989.

Ekki litu þó allir á Rockville sömu augum og vistmenn Byrgisins. Fyrir marga var þetta ágætur staður til að svala skemmdarfíkn, sérstaklega þegar Byrgið var farið og Rockville hóf sitt annað draugatímabil.
Rockville var lagt í rúst á aðeins nokkrum dögum. Það sem áður tók mánuði að byggja upp og lagfæra tók að eins nokkra daga að eyðileggja. Ungmenni vöndu ferðir sínar að gömlu ratsjárstöðinni og brutu rúður, spenntu upp hurðir og kveiktu í allskyns munum sem skildir voru eftir.
Svæðið sem eitt sinn bjargaði mannslífum er nú orðinn höfuðverkur hersins og lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Útköll vegna skemmdarverka, mannaferða og annarra verkefna eru þó nokkur. Það sem af er á þessu ári hafa 9 mál komið upp, 8 mannaferðir
og einn bruni sem Víkurfréttir greindu frá.

Rockville hverfur

Rockville

VF – 27. tbl. 05.07.2001.

Heilbrigðisyfirvöld og aðrir hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar slysahættu sem stafar af Rockville en auðveldur aðgangur er að svæðinu. Bandaríkjaher hefur reynt að fjármagna rif Rockville í nokkur ár og virðist það verkefni vera á enda en útboð vegna niðurrifsins er lokið.
Rockville sem gegnt hefur hinum ýmsu hlutverkum í gegnum tíðina þ.á.m. verndunar lands og þjóðar og mannúðarstörf um verður horfið af Miðnesheiðinni í ár eftir 52 ára veru á Suðurnesjum.“

Í Vísi 2005 er greint frá eldi í ratsjárstöðinni:
„Mikill eldur var í Rockville, gömlu ratsjárstöðinni á Miðnesheiði, í nótt. Samkvæmt Víkurfréttum var fjölmennt slökkvilið sent á staðinn á þriðja tímanum í nótt og logaði þá mikill eldur í byggingu hjá kúluturnunum sem eru eitt helsta kennileiti staðarins. Engin starfsemi hefur verið á staðnum frá því að Byrgið var þar með aðstöðu. Ekkert rafmagn er á staðnum en samkvæmt Víkurfréttum leikur grunur á íkveikju. Blaðamenn Víkurfrétta voru stöðvaðir af herlögreglumönnum og ekki hleypt að brunavettvangi í nótt. Þeir vildu einnig banna ljósmyndurum að ganga um móann utan girðingar gömlu ratsjárstöðvarinnar þannig að hægt væri að ná myndum af slökkvistarfi. Það var ekki fyrr en blaðamenn settu sig í samband við lögregluna í Keflavík að herlögreglunni var ljóst að ljósmyndurum væri heimilt að ganga um móann. Ljósmyndurum var þó meinaður aðgangur að sjálfum brunavettvangi.“

Rockville

Fréttablaðið 4. júní 2003.

Í Víkurfréttum 2006 er enn fjallað um Rockville; „Rockville – minningin ein!“:
„Eitt helsta kennileitið á Miðnesheiði er að hverfa. Það er verið að rífa Rockville – gamla ratsjárstöð Varnarliðsins suður með sjó. Tvær gríðarstórar hvítar kúlur hafa verð aðalsmerki Rockville í hálfa öld. Önnur kúlan er fallin og hin verður farin innan nokkurra daga.

Það var í október 1953 sem ratsjársveit bandaríska flughersins kom sér fyrir í nýbyggðri ratsjársstöðinni. Rockville var með sitt eigið orkuver og var stöðin þess vegna sjálfbær hvað varðar rafmagn. Á svæðinu voru u.þ.b. 20 hermannaskálar, matsalur, pósthús, íþróttasalur, bar, verslanir, bíósalur og kapella. Starfsmenn Rockville voru um það bil tvö hundruð talsins. Stór hluti þeirra bjó á vistinni í Rockville en fjölskyldufólkið bjó á Keflavíkurflugvelli.

Rockville

Rockville.

Rockville gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu en þá fylgdust liðsmenn ratsjársveitarinnar reglulega með ferðum sovéskra herflugvéla hér við land og beindu orrustuflugvélum varnarliðsins í veg fyrir þær til eftirlits.

Miðnesheiði

H-1 á Miðnesheiði.

Ný ratsjárstöð var tekin í notkun á Miðnesheiði í nóvember árið 1992 en í kjölfarið minnkaði starfsemin í Rockville og færðist hún hægt og rólega upp á Keflavíkurflugvöll þar sem þeirra biðu ný húsakynni.

Fljótlega eftir að herinn hafði yfirgefið Rockville voru nokkrir sem sýndu svæðinu áhuga en þar á meðal voru forsvarsmenn meðferðarstöðvarinnar Byrgisins. Þeir fluttu á svæðið árið 1999 en urðu frá að hverfa 2003. Síðan þá hefur stöðin grotnað niður – þar til nú að hún er að verða minningin ein.“

Í Víkufréttum 2010 er frétt: „Kapellu tvívegis forðað frá glötun„:

Varnarliðið

Slökkviliðsmaðurinn 1. tbl. 01.07.1999.

„Kapella slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli fékk andlitslyftingu fyrir helgi þegar fyrrverandi og núverandi starfsmenn slökkviliðsins komu saman til að mála og bera á tréverkið. Kapellan var vígð af herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands þann 15. desember árið 2000 á 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi.

Í janúar 1999 kom fram hugmynd meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli að bjarga Kapellunni í Rockville frá glötun, en eftir lokun stöðvarinnar komust skemmdarvargar á kreik og höfðu þegar unnið nokkur spjöll á Kapellunni ásamt öðrum mannvirkjum. Umrædd Kapella á sér nokkuð merka sögu.

Varnarliðið

Kapellan.

Amerískur verktaki, „Metcalf Hamilton“ og íslenskur undirverktaki, „Sameinaðir Verktakar“ reistu húsið sem skrifstofu fyrir eftirlitsaðila með uppbyggingu Radsjárstövarinnar við Stokksnes hjá Höfn í Hornafirði árið 1953. Árið 1956, þegar framkvæmdum var lokið, var húsinu breytt í kapellu, að beiðni staðarmanna, frekar en að rífa hana niður. Skömmu eftir virkjun radsjárstöðvarinnar kom í ljós að byggingin truflaði radarinn, svo annað hvort var að rífa húsið eða flytja það til.

Rockville

Rockville um 1960.

Starfsmenn stöðvarinnar byggðu því nýjan grunn á viðurkenndum stað og íslenskir verktakar sem voru á svæðinu fluttu bygginguna í heilu lagi eitt kvöldið með tækjum sínum og þáðu nokkra kassa af bjór fyrir vikið og þótti báðum býttin góð. Í upphafi var engin bjalla í Kapell­unni en einhvern veginn innviklaðist slökkviliðið í að útvega bjöllu, sem fékkst af gömlum slökkviliðsbíl í Bandaríkjunum og fylgir bjallan Kapellunni enn í dag.

Árið 1988 var starfsemi radsjárstöðvarinnar á Stokksnesi breytt og fyrir atbeina góðra manna var Kapellan flutt frá Höfn til Rockville að fengnu samþykki Bygginarnefndar Varnarsvæða.

Rockville

Rockville á lokaárunum.

Árið 1997 var starfsemi breytt í Rockville og notkun allra mannvirkja þar hætt, þeim lokað og hiti tekinn af þeim. Fljótlega tók að bera á skemmdarvörgum á svæðinu og skemmdarverk unnin á hinum ýmsu mannvirkjum þar ásamt Kapellunni.

Slökkviliðsmenn, sem þekktu til Kapellunnar, rann í brjóst áhugi til að forða henni frá frekari skemmdum og komu að orði við slökkviliðsstjóra með uppástungu um að bjarga henni frá glötun með því að flytja hana á lóð slökkviliðsins og gera hana upp sem Kapellu fyrir slökkviliðsmenn, sem gjarnan þurfa að vinna á stórhátíðisdögum, ennfremur sem athvarf slökkviliðsmanna sem ef til vill þurfa á áfallahjálp að halda eftir stórslys.

Rockville

Framkvæmdir við H-1. Rockville í bakgrunni. VF – 39. tbl. 06.01.1988.

Slökkviliðsstjóri bar hugmyndina upp við yfirmann varnarliðsins en hann bauð slökkviliðsstjóra að gera það sem hann teldi kapellunni og hans mönnum fyrir bestu. Að fengnu leyfi Bygginganefndar, enn einu sinni, var húsið flutt á lóð slökkviliðsins, með góðri hjálp verktaka á svæðinu.

Svo ólíklega vildi til að sami starfsmaður hins íslenska verktaka hefur verið viðriðinn tilfærslu á þessu húsi öll þrjú skiptin sem það hefur verið fært til á þessu 44 ára tímabili þ.e. Stefán Ólafsson verkstjóri hjá Íslenskum Aðalverktökum.

Slökkviliðsmenn tóku til óspilltra mála og hafa unnið við uppbyggingu þessarar Kapellu ýmist í fríum sínum eða á milli stunda á vaktinni. Margir fleiri en slökkviliðsmenn hafa lagt hönd á plóginn ýmist einstaklingar eða fyrirtæki auk íslenska ríkisins með fjárframlögum, efni og/eða vinnu. Altaristöflu málaði Erla Káradóttir slökkviliðsmaður.

Rockville

„Björgunarsveit“ kapellunnar á Keflavíkurflugvelli.

Nokkuð athyglisverð staðreynd fylgir kapellunni. Strax í upphafi truflaði hún starfsemi radarstöðvarinnar á Stokksnesi. Að endingu var stöðin á Stokksnesi lögð niður. Kapellan var því flutt í Rockville á Miðnesheiði. Það varð hlutskipti Rockville að vera lagt niður. Kapellan var því aftur flutt og nú í Varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Það varð hlutskipti Varnarliðsins að vera lagt niður. Kapellan þjónar þó enn sínum tilgangi enda slökkviliðið ennþá til staðar en í annarri mynd en áður.

Landamerkjavarða

Rockville

Varðan við Rockville með skyldinum.

Syðst á Rockville svæðinu, sunnan vegar sem er í kringum Rockville er vel hlaðin og stæðileg varða. Varðan er hringlaga upphlaðin, um 1.70 m á hæð, ummmál um 1.50 m.
Skjöldur er á vörðunni, á honum stendur að varðan sé hlaðin 1957, og merkt FL4N 3012 Landmælingar Íslands. „Röskun varðar refsingu“.

Heimildir:
-VF – 24. júní 2020 – https://www.vf.is/mannlif/vf-i-40-ar-rockville–a-midnesheidi
-VF – 18. júlí 2010.
-VF – 21. nóvember 1996.
-Vísir – 3. júní 2005.
-VF – 5. febrúar 2006.
-VF – 49. tbl. 17.12.1998.
-VF – 27. tbl. 07.07.2005.
-VF – 2. tbl. 11.01.2007.

Rockville

Rockville í dag – VF.

Í skýrslu um „Skráningu stríðsminja á Suðurnesjum“ eftir Eirík Hermannsson og Ragnheiði Traustadóttur frá árinu 2019 má t.d. lesa eftirfarandi um flugvöllinn á Garðaskagaflötum, miðunarstöðina á Fitjum og hverfið Howard, miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti:

Garðaskagi

Garðaskagi – herforingjaráðskort.

„Markmið verkefnisins var skráning og mæling menningarminja sem tengjast veru varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum á landsvæði sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.
Hvergi á landinu voru umsvif erlendra herja meiri en á Suðurnesjum. Einn af fyrstu flugvöllum breska flughersins hér á landi var á Garðskagaflötum og þar höfðu Bretar aðstöðu um nokkurt skeið. Þar reistu Bretar bragga og loftnet eða miðunarstöð strax 1940 auk loftvarnarbirgja.

Garðskagi

Stríðsminjar.

Með komu Bandaríkjamanna 1941 jukust umsvifin enn og framkvæmdir urðu meiri og stórtækari. Eins og við er að búast er því mikill fjöldi herminja á Miðnesheiði þar sem varnarliðið hafði aðstöðu frá því á árum seinni heimsstyrjaldar.
Minjar af þessu tagi eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum þar sem þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar, en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né opinber stefna verið mörkuð. Það gefur engu að síður auga leið að ýmsar herminjar á Miðnesheiðinni eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom.

Garðskagi

Hermenn í skotgröf.

Fullyrða má að varnarminjar frá stríðsárunum og fram til þessa tíma hafi alþjóðlegt minjagildi. Því er mikilvægt að fram fari nákvæm skráning á því sem er enn sjáanlegt og það mælt upp samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands um skráningu fornminja. Þær upplýsingar þarf að færa á kortagrunn deiliskipulags sveitarfélaganna og leggja mat á hvað af því er þess virði að varðveita og segja frá í máli og myndum. Ekki leikur nokkur vafi á að margir vegfarendur um t.d. Garðskaga hefðu gaman af að vita af þeirri sögu sem liggur að baki Garðskagaflata í flugsögu og varnarsögu landsins. Sú saga er flestum ókunn.
Margir núlifandi heimamenn eru fróðir um þessa staði og geta lýst þeirri starfsemi sem þarna fór fram, jafnvel þótt ummerkin séu orðin óljós. Mikilvægt er að skrá þeirra frásagnir og safna myndefni því sem til er frá stríðstímanum.

Stríðsminjar frá veru hersins

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Á varnarsvæði Bandaríkjamanna á Miðnesheiði munu hafa verið reistir alls 2081 skálar og skemmur af ýmsum gerðum og stóðu í þyrpingum og hverfum sem til öryggis var dreift umhverfis flugvellina, sem voru tveir, þ.e. Patterson og Meeks.
Í bók Friðþórs Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, er að finna greinagóðar upplýsingar um mannvirkin ásamt yfirlitskorti yfir hverfin og nöfn þeirra. Segir þar um nöfnin á hverfunum: „Nafngift herskálahverfanna var af ýmsum toga. Bandaríkjamenn kenndu hverfi sín gjarnan við sögufræga hermenn, leiðtoga, staði eða bækistöðvar eða nefndu þau til heiðurs látnum liðsmönnum Bandaríkjahers líkt og var um nafngift flugvallanna. Voru flest skálahverfin á flugvallarsvæðinu kennd við hermenn sem fórust er þýskur kafbátur sökkti herflutningaskipi USS Henry R. Mallory í skipalest djúpt suð-suðvestur af landinu 7. febrúar 1942.“ Þau svæði sem voru til sérstakrar skoðunar hjá skýrsluhöfundum eru öll á útnesinu utan þessa korts.

Garðskagaflatir – flugvöllur

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 til að koma í veg fyrir mögulega innrás Þjóðverja. Herinn var að flestu leyti vanbúinn og efnalítill og þurfti að koma sér upp aðstöðu og þjónustu með litlum fyrirvara og sem minnstum tilkostnaði. Bretar hófu strax leit að heppilegu flugvallarstæðum víða um landið. Fengu þeir snemma augastað á Reykjavík, Kaldaðarnesi í Flóa, Odda á Rangárvöllum, á Snæfellsnesi og Garðskaga og ef til vill fleiri stöðum. Fáir staðir voru jafn ákjósanlegir fyrir bráðabirgðaflugvöll og Garðskaginn. Þarna var slétt og ræktað land, fyrrum kornakrar um aldir.

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Jarðvegur á Garðskagaflötum er harður, þéttur og sendinn þannig að vatn sest sjaldan lengi á sléttlendið. Bretar sömdu við bændur á þeim fimm bæjum sem höfðu notað þetta svæði sem tún og beitiland en það voru Hafurbjarnarstaðir, Kolbeinsstaðir, Ásgarður, Hólabrekka og Útskálar.

Flugvallargerð á Garðskaga var ákveðin og var hafist handa snemma um sumarið 1940, og flugvöllurinn tekinn í notkun sumarið 1941.

Garðaskagi

Flugvallastæðið á Garðskagaflötum.

Þetta var fyrsti flugvöllur á Reykjanesskaganum og líklega einn fyrsti flugvöllur sem Bretar gátu nýtt sér hér á landi. Túnum bænda á Garðskaga var með auðveldum hætti breytt í 1050 m langa flugbraut sem var 90 m breið og lá frá Garðskagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Flötin var sléttuð og tyrfð að nýju eftir því sem þurfti og sáu heimamenn um verkið. Þetta var fyrsta reynsla þeirra af Bretavinnu og áttu margir þeirra eftir að helga setuliðinu störf sín næstu áratugina. Notaðir voru þeir vörubílar sem Garðmenn og Sandgerðingar áttu á þeim tíma auk hestvagna. Verkamennirnir sjálfir lögðu til handverkfæri s.s. skóflur, haka og sleggjur.

Garðskagi

Grunnur undan bragga.

Þegar flugvallarstæðið hafði verið sléttað voru ræmur ristar í torfið svo skeljasandurinn kæmi vel í ljós við báða enda brautarinnar og með langhliðunum. Þannig var flugvöllurinn vel sýnilegur úr lofti.
Við bæinn Hlíð í Garði var hverfið Útskálar en það var kallað Hlíðarkampur af heimamönnum. Bærinn Hlíð stóð þar sem nú eru gatnamót Skagabrautar og gamla Sandgerðisveg. Bærinn stendur ekki lengur en bæjarhóllinn er við innkeyrsluna að Hótel Lighthouse Inn, sem hóf rekstur í mars 2017.

Garðskagi

Jarðhýsi – neðanjarðarbyrgi.

Nokkrir hermenn höfðu aðsetur í risinu á húsinu. Þar var einnig nokkur braggabyggð í námunda við íbúðarhúsið, en megin verkefni herflokksins sem þar dvaldi mun hafa verið eftirlit með kafbátaferðum. Þar voru reistir 14 braggar. Nú er þar aðeins ein braggatóft vel sjáanleg ofan við Sandgerðisveg og eitt steinsteypt jarðhýsi sem hugsanlega hefur verið skotfærageymsla undir varðstöð sem stóð á þessum slóðum. Jarðhýsið er um 3,4 m x 2,5 m. Gengið er niður í það sunnan megin.

Garðskagi

Skotbyrgi á túninu á Hlíð.

Í braggatóftinni henni er skilti sem stendur á Herkampur og er tún allt í kring. Liggur malarvegur framhjá í átt að Sandgerði. Grunnurinn er 25 x 10 m og snýr austur-vestur. Utanum hann er hleðsla og eru veggir um það bil 1,2 m á breidd og 0,4 á hæð. Þeir eru grónir en greinilega sést grjót í hleðslu. Innan hleðslunnar má sjá ummerki um steypuleifar.

Tvö eða þrjú hlaðin skotbyrgi fyrir vélbyssu voru á túninu ofan við gamla flugvöllinn. Ummerki um eitt slíkt byrgi eru vel sýnileg á túninu vestan við hótelið. Byrgið er hlaðið utan í gamlan túngarð.

Durham

Merki Durham Light Infantry liðsveitarinnar.

Í þessum vélbyssuvígjum var komið fyrir Bren-byssum og mun fyrsta sveitin sem þær mannaði hafa verið breskir hermenn úr Durham Light Infantry og Tyneside Scottish svokölluð „The Black Watch“ sem höfðu aðsetur á Skaganum. Síðla árs 1941 tóku Ameríkanar við vellinum. Þeir notuðu Browning vélbyssur samkvæmt því sem bók Friðþórs Eydal greinir frá. Braggi var einnig reistur við suðurendann í landi Kolbeinsstaða. Nú er ekki nein auðsjáanleg ummerki um þann bragga. Miðað við umsvif hersins í landi Hlíðar þá eru ummerkin hans orðin lítill en það sem er ennþá varðveitt eru nokkuð heillegar minjar, braggagrunnur, skotgröf og neðanjarðarbyrgi.

Garðskagi

Garðskagi 2022.

Aðgengi að sjáanlegum minjum er sæmilegt enda eru þær skammt frá nýbyggðu hóteli en helst þyrfti að færa til girðingu í samráði við landeiganda þannig að minjarnar yrðu enn aðgengilegri sem og merkja minjarnar.
Skagavöllur var í reynd aldrei notaður neitt að ráði en þjónaði hlutverki neyðarflugvallar. Upplýsingaskilti mætti setja niður annað hvort við hótelið eða við enda flugbrautarinnar nálægt bílastæðinu við sjóvarnargarðinn.

Miðunarstöðin á Fitjum

Fitjar

Fitjar – bragga- og húsgrunnar.

Breski herinn reisti miðunarstöð á Fitjum í október 1941 og kom þar upp aðstöðu. Þar reistu Bretar 13 bragga og 5 steinhús. Þá áttu Bandaríkjamenn tvo bragga að Fitjum í stríðslok. Bærinn var farinn í eyði og stóðu íbúðarhúsin enn uppi. Það var þá í eigu Ingibjörns Þ. Jónssonar bónda á Efri-Flankastöðum sem leigði það Bretunum. Þarna var einnig loftnet sett upp, um 20 m stálmöstur. Stöðin var allstór og er áætlað að þarna hafi verið um 100 hermenn þegar mest var, allt til ársins 1945. Stöðin var lögð niður árið1946 og keypti Ingibjörn bóndi á Flankastöðum þá 13 bragga og 5 lítil steinhús af Sölunefnd varnarliðseigna.

Fitjar

Fitjar 2023.

Miðunarstöðvarnar hér og á Langholti, áttu að fylgjast aðallega með skipaumferð en einnig auðvelda staðsetningu á kafbátum og flugumferð en árangur mun ekki hafa verið mikill.

Greinileg ummerki eru um braggabyggðina rétt suðaustan við gamla Sandgerðisveginn, skammt frá gamla bæjarstæði Fitja. Þarna eru enn sýnilegir allmargir grunnar, hleðslur, veggjabrot og sökklar undan möstrum.

Fitjar

Fitjar – húsgrunnur.

Vel má sjá að braggarnir hafa ekki allir verið reistir á sama tíma. Þannig eru þeir eldri með hlöðnum grunni og hafa líklega verið með timburgólfi sem stóð á nokkrum steyptum staurum eða sökklum. Nýrri braggarnir hafa verið með steyptu gólfi og eru þeir grunnar sýnilegri. Einnig var heilleg múrsteinshlaðin kamína eða arinn sem stendur ennþá vel sýnileg.

Þetta hverfi er ágætlega varðveitt og minjarnar vel sýnilegar. Ástæða er til að hreinsa burt lauslegt járnarusl og víra og setja upp skilti með upplýsingum. Aðgengi er gott.

Hverfið Howard á Langholti

Langholt

Ratsjárstöð á Langholti.

Bretar og Bandaríkjamenn settu upp miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti við Litla-Hólm í Leiru. Sautján braggar munu hafa staðið undir Langholtinu austanverðu og ratsjárloftnet uppi á holtinu. Hverfið hét eftir fyrrum yfirmanni merkjasveita Bandaríkjahers í Tennesseeríki í bandaríska þrælastríðinu. Steinsteyptir sökklar og steypt plata fyrir mastur loftnets á norðanverðu holtinu eru enn vel sýnilegir en lítil ummerki eru um braggabyggðina. Talsvert umrót hefur orðið á svæðinu austan holtsins vegna starfsemi fiskvinnslufyrirtækja sem þarna hafa haft fiskþurrkunartrönur um áraraðir. Grunnar undan húsi og einum bragga sem voru nokkuð greinilegir voru mældir upp. Grunnurinn var með steinsteypu og bragginn var 21 x 8 m. Síðan mátti sjá ummerki um sennilega þrjá bragga en þessar minjar voru mjög ógreinilegar sem og steinsteyptan vegg.

Camp Howard

Undirstöður undir fjarskiptamöstur við Camp Howard.

Steinsteyptir sökklar og steypubrot er að finna nyrst í bland við rusl frá seinni tíma. Þá má greina ummerki um hlaðna gröf úr torfi og grjóti utan í og uppi hól vestan við Langholtið. Gröfin virðist hafa vísað inn að heiðinni. Líklegt má telja að þetta sé skotbyrgi frá hernum en þó ekki óhugsandi fyrir veiðimenn.
Fremur ógreiðfær vegarslóði liggur að Langholtinu að fiskþurrkunartrönum sem þarna eru og upp í grjótnámuna. Með dálitlum ofaníburði mætti gera hann færan flestum bílum og setja upp upplýsingaskilti við vegarslóðann.“

Heimildir:
-Magnús Gíslason, „Flugvöllur hans hátignar. Af setuliðinu í Garði og gerð flugvallar á Garðskaga 1940-1944“, Árbók Suðurnesja , VI., árgangur, Sögufélag Suðurnesja, Keflavík 1993, bls. 98.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.
-W.H. Harrisson, „ Gaman að hitta gamla vini eftir hálfa öld“, Árbók Suðurnesja, 1993, bls. 88.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 26-27.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 77.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.

Garðskagi

Hlíðarkampur við Hlíð á Garðskaga.

Kalka

Á Háaleiti var varða sem er fyrst getið um í gömlu landamerkjabréfi frá 1270 en þar segir: „En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.“

Kalka

Kalka.

Í örnefnaskrá frá Keflavík segir um vörðuna á Háaleiti: „Það voru til ýmis örnefni hérna í heiðinni, nálægt þar sem Flugturninn er, þar var kallað Háaleiti og Ameríkanarnir þýddu þetta á sitt tungumál og kölluðu það High Lady, en þar var varða í gamla daga, sem kölluð var Kalka, hún var hvít á litinn. Hennar er getið í þjóðsögum, því þar voru peningar grafnir, m.a., og þar sáu menn loga og loga, þar sem peningarnir voru. Þegar að var komið, þá var allt slokknað.“ Tvær frásagnir eru að minnsta kosti til um fjársjóð og draug á Háaleiti og hefur önnur þeirra verið birt í Rauðskinnu en hin í Lesbók Morgunblaðsins.

Í blaðinu Faxa segir eftirfarandi um vörðuna Kölku: „Þetta hérað [Keflavíkurflugvöllur] nær yfir 9200 ha. — sem var áður algjörlega óræktað heiðarland — sem ríkið tók með lögnámi af landi 5 hreppa: Hafnahreppi, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Njarðvíkurhreppi og Keflavík, — og úr landi ca. 30 jarða. Endamörk þessara hreppa námu við Háaleyti og Kölku og hafi nokkrar landamæraerjur verið á þessum háheiðum — 167 fet hæst yfir sjávarmál — þá eru þær nú úr sögunni að eilífu, þar eð enginn veit nú hyrningarsteina þessa lengur.“

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn er þar sem Kalka var.

Í umfjöllun Hallgríms Th. Björnssonar í Faxa 1950 er að finna styttri umfjöllun og Kölkuvísur eftir Ágúst L. Pétursson. Þar segir: „Kalka er heiti á landamerkjavörðu sem stóð uppi á Háaleiti, þar nú er Keflavíkurflugvöllur og braggahverfi honum tilheyrandi. Einnig er þess getið til, að hún hafi verið notuð sem innsiglingarmerki á dögum Selstöðukaupmanna í Suðurnesjum. Varðan er sögð verið hvít kölkuð, svo að hún sæist langt að, og hefir hún dregið nafn þar af. Var þessi ævagamla varða við líði, þar til nú á stríðsárunum, að setuliðið jafnaði hana við jörðu. Rekur varðan raunir sínar í eintali því, sem hér fer á eftir. Kölkuvísur eru 15 erindi en hér á eftir eru aðeins birtur hluti þeirra.

Úr Kölkuvísum:
Eitt sinn var ég ung og fríð,
átti farfan hvíta.
Ýmsir þráðu alla tíð
upp til mín að líta.
Oft mér sendi sólin fríð,
signuð ástarskeyti.
Óðal mitt var alla tíð
upp á Háaleiti.
[…]
Villtum mönnum vegum á
vildi ég forða grandi.
Björgun veitti brögnum þá,
bæði á sjó og landi.
[…]
Stórveldis kom hingað her,
hertur fítons anda.
Ólmir vildu meina mér
á minni jörð að standa.

Hermenn þustu hingað, en
helgri ró ei skeyttu.
Óli Thórs og Bjarni Ben
björg mér enga veittu.

Hersins vakti harða geð
hrygð, en enga kæti,
sínum vítisvélum með
veltu mér úr sæti.

Byggð var reist við bústað minn,
bæði daga og nætur.
Missa þarna meydóm sinn
margar landsins dætur. […]

Varða þessi, sem nú er horfin, hefur verið landamerki jarða allt frá miðöldum, hreppamörk síðar meir, innsiglisvarða og áberandi kennileiti á háheiðinni á Háaleiti.

Heimildir:
-Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 41.
-Örnefnaskrá Keflavík. Viðtal um Keflavík 1.
-Lesbók Morgunblaðsins, 12. júní 1949, bls. 290, og Jón Thorarensen, Rauðskinna, bls. 42-46.
-Jón Tómasson. „Keflavíkurflugvöllur og Keflavík“, Faxi, 12. árg. 1952, 5. tbl, bls. 70.
-Hallgrímur Th. Björnsson, Faxi, 10. árg. 1950, 1. tbl. bls. 8.
-Faxi, 10. árg. 1950, 1. tbl., bls. 8.

Kalka

Njarðvík – Kalka efst. Teikning Áka Grenz.

Keflavíkurflugvöllur

Í Morgunblaðinu 8. des. 1996, fjallar Friðþór Eydal um „Samgöngubyltingu á Háaleiti„. Um haustið voru liðin rétt fímmtíu ár frá því Íslendingar fengu afhentan Keflavíkurflugvöll til umráða. Með tímanum varð þessi flugvöllur einn mikilvægasti tengiliður landsmanna við umheiminn og raunar hefur mikilvægi hans í samgöngum farið vaxandi með árunum. Friðþór Eydal rekur hér sögu þessa flugvallar sem smám saman hefur breyst úr hemaðarmannvirki fyrst og fremst í alþjóðlegan flugvöll.

Kaldaðarnes

Í seinni heimsstyrjöldinni byggði breski flugherinn (RAF) flugvöll í Kaldaðarnesi og rak þar flugstöð allt þar til Ölfusá flæddi yfir bakka sína 6. mars 1943 og olli miklum skemmdum á flugvellinum. Árið 1999 var reistur minnisvarði við Selfossflugvöll um veru breska flughersins í Kaldaðarnesi.

„Föstudaginn 25. október, fyrir réttum fimmtíu árum, var bjartur dagur í sögu íslenskra flugmála. Þann dag tók Ólafur Thors forsætis- og utanríkisráðherra við Keflavíkurflugvelli fyrir Íslands hönd, en flugvöllurinn var lagður af Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöldinni.
Við hernám Íslands vorið 1940 var enga flugvelli að finna í landinu. Stjórn breska hernámsliðsins lá á að koma á fót eftirliti úr lofti til vamar hugsanlegri innrás Þjóðverja. Breski flotinn sendi brátt sveit lítilla sjóflugvéla af Whalrus-gerð til landsins í þessu skyni og ráðstafanir voru gerðar til að senda landflugvélar flughersins af Fairey Battle-gerð í þeirra stað. Að mati Breta buðu sléttir og harðir bakkar Ölfusár í Kaldaðarnesi upp á nánast eina hentuga flugvöllinn af náttúrunnar hendi í nágrenni Reykjavíkur þar sem hefja mátti flug með litlum tilkostnaði.

Kaldaðarnes

Flugvöllurinn á Kaldaðarnesi. Í seinni heimsstyrjöldinni byggði breski flugherinn (RAF) flugvöll í Kaldaðarnesi og rak þar flugstöð allt þar til Ölfusá flæddi yfir bakka sína 6. mars 1943 og olli miklum skemmdum á flugvellinum. Árið 1999 var reistur minnisvarði við Selfossflugvöll um veru breska flughersins í Kaldaðarnesi.

Hafa ber í huga að flestir herflugvellir til þess tíma voru grasi vaxnar grundir líkt og í Kaldaðarnesi. Sá hængur var þó á að flugvallarstæðið lá austan árinnar sem á það að auki til að flæða er klakastíflur myndast í ánni á vetrum. Bretum var þetta vel ljóst en lá á og gerðu reyndar í fyrstu ekki ráð fyrir að stunda neitt flug á Íslandi að vetri til sökum rysjótts veðurfars, enda hættan af þýskri innrás þá hverfandi afsömu ástæðu.

Síðari hluta ársins 1940 varð ljóst að þýski kafbátaflotinn léti ekki sitja við árásir á skip undan Bretlandsströndum og myndi færa athafnasvæði sitt vestar á Atlantshaf eftir því sem varnirnar styrktust.

Kafbátur

Verkefni breska flughersins á Kaldaðarnesi sem og flughers Bandaríkjamanna sem kom í kjölfar Bretanna var að fylgjast með ferðum þýskra kafbáta í nágrenni Íslands. Hér er einn þeirra, U-570, í fjörunni við Þorlákshöfn 30. ágúst 1941. Áhöfnin hafði siglt honum upp í fjöru þar sem skipverjar óttuðust að hann sykki. Hann var þó lítt skemmdur og var dreginn til Hvalfjarðar þar sem gert var við hann og síðan siglt til Skotlands. Fékk hann þar nafnið HMS Graf og var notaður af breska sjóhernum við háleynilegar aðgerðir.

Flugvélar höfðu þegar sannað gildi sitt við varnir gegn kafbátum og því brýnt að koma upp aðstöðu fyrirstærri og öflugri eftirlitsflugvélar sem víðast, svo veita mætti skipalestum vemd lengra frá landi. Hófu Bretar byggingu Reykjavíkurflugvallar haustið 1940 og var hann tilbúinn til takmarkaðrar notkunar vorið eftir, um það bil er þýskir kafbátar fóru að heija á skipalestir sem beint hafði verið á hafsvæðið suður af landinu, en svo vestarlega höfðu þeir ekki sótt fyrr. Þá var og hafist handa við að stækka flugvöllinn í Kaldaðarnesi. Báðir flugvellirnir voru þó einungis búnir einni flugbraut í fyrstu og voru því sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var gerður á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.

Rauðhólar

Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar.

Bandaríkjamenn hófu að styrkja herlið Breta hér á landi sumarið 1941 með það fyrir augum að leysa þá síðarnefndu af hólmi. Bandaríkin voru þá ekki orðin þátttakendur í styrjöldinni, en skyldu m.a. annast loftvarnir og eftirlit með skipaleiðum suður af landinu.
Bandaríska herráðið áætlaði byggingu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar sínar á suðvesturhorni landsins í þessu skyni og annan minni fyrir orrustuflugsveit til loftvarna, sem allt of þröngt var um á Reykjavíkurflugvelli með öðrum flugsveitum er þar höfðu aðsetur.

Garðaskagaflugvöllur

Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 til að koma í veg fyrir mögulega innrás Þjóðverja. Herinn var að flestu leyti vanbúinn og efnalítill og þurfti að koma sér upp aðstöðu og þjónustu með litlum fyrirvara og sem minnstum tilkostnaði. Bretar hófu strax leit að heppilegu flugvallarstæðum víða um landið. Fengu þeir snemma augastað á Garðskaga og ef til vill fleiri stöðum. Fáir staðir voru jafn ákjósanlegir fyrir bráðabirgðaflugvöll og Garðskaginn. Þarna var slétt og ræktað land, fyrrum kornakrar um aldir.
Jarðvegur á Garðskagaflötum er harður, þéttur og sendinn þannig að vatn sest sjaldan lengi á sléttlendið. Bretar sömdu við bændur á þeim fimm bæjum sem höfðu notað þetta svæði sem tún og beitiland en það voru Hafurbjarnarstaðir, Kolbeinsstaðir, Ásgarður, Hólabrekka og Útskálar.
Flugvallargerð á Garðskaga var ákveðin og var hafist handa snemma um sumarið 1940, og flugvöllurinn tekinn í notkun sumarið 1941. Þetta var fyrsti flugvöllur á Reykjanesskaganum og líklega einn fyrsti flugvöllur sem Bretar gátu nýtt sér hér á landi.
Túnum bænda á Garðskaga var með auðveldum hætti breytt í 1050 m langa flugbraut sem var 90 m breið og lá frá Garðskagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Flötin var sléttuð og tyrfð að nýju eftir því sem þurfti og sáu heimamenn um verkið. Þetta var fyrsta reynsla þeirra af Bretavinnu og áttu margir þeirra eftir að helga setuliðinu störf sín næstu áratugina. Notaðir voru þeir vörubílar sem Garðmenn og Sandgerðingar áttu á þeim tíma auk hestvagna.
Verkamennirnir sjálfir lögðu til handverkfæri s.s. skóflur, haka og sleggjur. Þegar flugvallarstæðið hafði verið sléttað voru ræmur ristar í torfið svo skeljasandurinn kæmi vel í ljós við báða enda brautarinnar og með langhliðunum. Þannig var flugvöllurinn vel sýnilegur úr lofti. (Skráning stríðsminja á Suðurnesjum
Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir 2019)

Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og utanverður Reykjanesskaginn nánast hindrunarlaus til flugs.
Árás Japana á herstöðvar Bandaríkjanna á Hawaieyjum þann 6. desember breytti gangi styrjaldarinnar og áætlunum Bandaríkjamanna. Stóru sprengju- og eftirlitsflugvélarnar er hingað var ætlað að koma vora sendar til Kyrrahafsins. Þörfín á stórum flugvelli af þessu tagi var þó enn fyrir hendi þótt á annan veg væri. Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Bretar höfðu fest kaup á fjölda flugvéla í Bandaríkjunum og Kanada og flogið mörgum þeirra yfir hafið með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllum Bandaríkjahers var valinn staður þar sem heitir Háaleiti skammt suðvestan Keflavíkur og inn af Njarðvíkurfitjum.
Bretar höfðu gert tillögur að stækkun flugvallarins á Garðskaga, en þær mæltust ekki vel fyrirsökum skorts á landrými fyrir það risa mannvirki er nú voru á teikniborðinu. Úrslitum um staðarvalið réð Háaleitið sjálft sem hafði að geyma heppileg jarðefni til fyllingar undir flugbrautirnar sem byggja varð upp, og ekki þótti hagkvæmt að flytja langan veg. Samdist svo með íslenskum og bandarískum stjórnvöldum að íslenska ríkið skyldi útvega landrými fyrir flugvelli og tengda starfsemi og yrði því skilað ríkinu með öllum mannvirkjum til eignar að styrjöldinni lokinni.
Framkvæmdir hófust með byggingu herskálahverfis byggingarsveitar flughersins, Camp Nikel, milli Ytri-Njarðvíkur og Keflavíkur í byrjun febrúar 1942. Síðar í sama mánuði hófst lagning flugvallarins upp af Fitjum. Verkið var unnið af byggingarsveit flughersins ásamt u.þ.b. 100 íslenskum verkamönnum og vörubílstjórum. Íslensku starfsmennirnir hurfu á braut í júníbyrjun sökum nýrra reglna um hernaðaröryggi er þá tóku gildi og bönnuðu alla umferð Íslendinga innan flugvallarsvæðisins.

Meeks

Meeksflugvöllur var nefndur eftir lautinant George Everett Meeks sem fórst í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli 27 ára að aldri, fyrstur rúmlega 200 Bandaríkjamanna sem létust á Íslandi á stríðsárunum. Meeks stundaði nám við háskóla Bandaríkjaflota í tvö ár en gekk síðan í bandaríska flugherinn og lauk flugþjálfun árið 1940. Hann kom til landsins með 33. orrustuflugsveitinni 6. ágúst 1941. Það gerðist fyrir hádegi 19. ágúst 1941 að George Meeks var að koma á orrustuflugvél sinni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, frá norðri. Hermaður mun hafa hjólað út á flugbrautina og flugmaðurinn þá fengið merki um að taka upp aftur. Hann var í lágflugi. Í stað þess að halda áfram í beinni stefnu eftir brautinni þá beygði hann til vinstri með þeim afleiðingum að hann flaug á loftnetsvírstreng, sem var strengdur á milli tveggja mastra. Annað mastrið brotnaði og hluti af öðrum væng vélarinnar. Vírdræsa vafðist um skrúfu vélarinnar og hún steyptist stjórnlaus í Skerjafjörðinn við Nauthólsvík. Flugmaðurinn mun hafa látist samstundis.

Skömmu áður hóf bandarískt verktakafyrirtæki framkvæmdir fyrir Bandaríkjaher hér á landi og tóku starfsmenn þess við af heimamönnum sem fengin voru verkefni annars staðar. Illa gekk þó að fá hæfa bandaríska verkamenn til starfa á Íslandi á þessum tíma og var horfið að því ráði að senda byggingarsveit flotans til landsins, starfsbræðrum sínum í flughernum til fulltingis. Lauk þætti verktakafyrirtækisins í framkvæmdunum í september. Flugvöllurinn ofan við Fitjar sem nefndur var Patterson var tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax sumarið 1942, er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Byggingarsveit flotans hóf lagningu flugvallarins á Háaleiti um sumarið og lauk verkinu árið eftir, en vinna við Patterson lagðist niður um veturinn. Bandaríkjamenn nefndu flugvöllinn á Háaleiti Meeks eftir ungum bandarískum orrustuflugmanni er fórst í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1941 skömmu eftir komuna til landsins. Hét Patterson flugvöllur eftir öðrum ungum flugmanni er einnig lét lífið hér á landi nokkru síðar.
Meeks flugvöllur, er við nú þekkjum sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og lauk byggingu beggja flugvallanna og tilheyrandi mannvirkja þá um haustið.
Alls risu 49 herskálahverfi á víð og dreif um flugvallarsvæðið og annars staðar á Suðurnesjum í tengslum við flugvellina og varnir þeirra. Voru þar eldsneytistankar, hermannaskálar, verkstæði, vörugeymslur, nýjar skiptastöðvar, vopnageymslur, loftvarnarbyssur og ratsjárstöðvar. Á Vogastapa reis spítali með 250 sjúkrarúmum og skammt þar frá fjarskiptastöðin Broadstreet er annaðist samskipti við flugvélar á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Má þar enn sjá veggi byggingar er reyndar reis eftir stríð í sama tilgangi.

KeflavíkurflugvöllurFlugumferð var að mestu aðskilin á flugvöllunum við Keflavík. Um Meeks fóru eingöngu ferju- og áætlunarvélar auk B-24 Liberator kafbátaleitarflugvéla breska flughersins, er aðsetur höfðu á Reykjavíkurflugvelli sem var of lítill til að slíkar flugvélar gætu athafnað sig þar full hlaðnar. Höfðu Bretar þann háttinn á að fljúga vélum sínum tómum til Keflavíkur og hlaða þær þar eldsneyti og djúpsprengjum áður en lagt var upp í leiðangur til varnar skipalestum. Slíkar ferðir gátu tekið 14 klukkustundir. Að flugi loknu var lent í Reykjavík.

Keflavíkurflugvöllur

Camp Turner á Keflavíkurflugvallasvæðinu – enn af 49 slíkum.

Bretar höfðu aðsetur í Camp Geck herstöð sunnan austur-vestur-flugbrautarinnar gegnt flugstöð Leifs Eiríkssonar og var þar eina starfsemi þeirra á Keflavíkurflugvelli. Fluttu þeir flugskýli sitt þangað frá Kaldaðarnesflugvelli sumarið 1943, en flugvöllurinn þar hafði eyðilagst í flóðum þá um veturinn. Þess má geta að kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjaflota er störfuðu hér á landi til ársloka 1943 höfðu aðsetur á Reykjavíkurflugvelli.

Patterson

Bandaríkjamenn byggðu Patterson árið 1942 og var lokað þremur árum síðar. Hann var aðallega notaður til að sinna orrustuflugvélum hersins er önnuðust loftvarnir á Suðvesturlandinu.

Í stríðslok lagðist starfsemin á Pattersonflugvelli af er orrustuflugsveitin sem þar hafði aðsetur var leyst upp. Hefur sá flugvöllur ekki verið notaður síðan, en almennt millilandaflug hófst um Meeks.
Keflavíkursamningurinn, er undirritaður var haustið 1946, kvað á um brottför Bandaríkjahers, sem þá taldi einungis um 1.000 menn er önnuðust reksturflugvallarins. Flugvellirnir og önnur mannvirki urðu eign Íslendinga eins og til stóð og samið var um rekstur Meeks-flugvallar við bandarískt verktakafyrirtæki fyrir hönd Íslands og Bandaríkjanna sem áttu enn mikilla hernaðarlegra hagsmuna að gæta. Nefndist hann upp frá þessu Keflavíkurflugvöllur.

KeflavíkurflugvöllurSíðustu bandarísku hermennirnir héldu af landi brott 8. apríl 1947 og tóku bandarískir borgarar þá við rekstri vallarins. Reksturinn var að flestu leyti sambærilegur við það sem verið hafði á stríðsárunum, nema að nú var umferðin að miklu leyti áætlunarflug evrópskra og bandarískra flugfélaga, auk flugs Bandaríkjahers vegna herliðsins í Evrópu.
Keflavíkursamningurinn kvað á um að Íslendingar skyldu þjálfaðir í sem flestum störfum á Keflavíkurflugvelli og var fljótlega ráðið í störf verka- og iðnaðarmanna og þjónustustörf af ýmsu tagi.
KeflavíkurflugvöllurÞað var þó ekki fyrr en seint á árinu 1949 að Íslendingar hófu að vinna sérhæfð tæknistörf, t.d. við flugumferðarstjórn.
Sumarið 1948 tók bandaríska fyrirtækið Lockheed Overseas Aircraft Service við rekstri flugvallarins og annaðist hann til ársins 1951. Talsverðar endurbætur voru gerðar á flugvellinum og byggt yfir starfsemina á þessu tímabili. Eitt af þeim verkefnum var bygging flugstöðvar, sem jafnframt hýsti hótel, og tekin var í notkun vorið 1949.

KeflavíkurflugvöllurVið stofnun varnarliðsins vorið 1951 tók flutningadeild bandaríska flughersins við rekstri vallarins og hótelsins, en flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli annaðist afgreiðslu farþegaflugvéla sem leið áttu um flugvöllinn og aðra almenna flugþjónustu. Þar eð uppbygging mannvirkja varnarliðsins varð að mestu á svæðinu umhverfis flugstöðina, sem byggð var á þeim tíma er Keflavíkurflugvöllur var ekki herstöð, komu strax fram hugmyndir um byggingu nýrrar flugstöðvar svo koma mætti á aðskilnaði borgaralegs flugs og hernaðarstarfseminnar, báðum aðilum til hagsbóta og aukins öryggis. Ekkert varð þó af framkvæmdum fyrr en á öndverðum níunda áratugnum.

Keflavíkurflugvöllur

Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna undirrituðu samning haustið 1946 sem kvað á um um brottför Bandaríkjahers, sem þá taldi einungis um 1.000 menn sem störfuðu við rekstur Keflavíkurflugvallar. Samningnum sem jafnan er nefndur Keflavíkursamningurinn veitti Bandaríkjastjórn heimild til þess að nota flugvöllinn til millilendingar herflugvéla á leiðinni til og frá Evrópu í tengslum við hersetuna í Þýskalandi. Flugvellirnir og önnur mannvirki urðu eign Íslendinga eins og til stóð en Bandaríkjastjórn stóð áfram straum af rekstrarkostnaði flugvallarins sem hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Hermenn önnuðust í fyrstu stjórn herflugvéla, en íslensku flugumferðarstjórarnir stjómuðu annarri umferð um völlinn. Var svo uns gerður var samningur við varnarliðið í júní 1955 sem meðal annars kvað á um að íslensk flugmálayfirvöld skyldu annast stjórn allra loftfara er leið ættu um Keflavíkurflugvöll. Flugfélagið Loftleiðir flutti flugstarfsemi sína til Keflavíkurflugvallar árið 1962 og tveimur árum síðar tók það við rekstri flugafgreiðslunnar og þjónustu við almenna flugumferð um Keflavíkurflugvöll fyrir hönd íslenskra stjórnvalda undir yfirumsjón flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli.

Um svipað leyti var rekstri flugvallarhótelsins hætt, en hann hafði þá lengst af verið að mestu í þágu varnarliðsins og herflugsins. Loftleiðir, og síðar Flugleiðir, ráku áfram þjónustu í flugstöðinni uns starfsemin flutti í flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 1987. Með tilkomu nýrrar flugstöðvar og viðhaldsdeildar Flugleiða, auk annarrar almennrar flugstarfsemi við flugvöllinn norðanverðan, varð loks sá aðskilnaður frá athafnasvæði varnarliðsins sem báðir aðilar höfðu stefnt að frá stofnun þess.“ – Höfundur er upplýsingafulltrúi varnarliðsins í Keflavík.

Heimild:
-Morgunblaðið 8. des. 1996, Samgöngubylting á Háaleiti, Friðþór Eydal, bls. 26-27.
Keflavíkurflugvöllur

Prestsvarða

Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.

Prestsvarða

Leturhellan við Prestsvörðuna.

Á hellunni virðist standa:
1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.
Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.”

Rauðskinna II 295

Fengið af:
http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=219

Prestsvarða

Við Prestsvörðu.

Hafnarfjörður

Hér er 55 atriða listi yfir nokkra áhugaverða staði í nálægð við Reykjanesbrautina milli Hafnarfjarðar og flugstöðvarinnar í Sandgerðishreppi, sem gaman er að virða fyrir sér eða ganga að og skoða. Ef farið er frá flugstöðinni þarf ekki annað en að byrja á hæsta númerinu og feta sig upp listann. Áhugasamir geta skoðað heimildarlistann hér á síðunni og fræðst meira og betur um hvern stað en hér er hægt að koma að í stuttum texta.

Reykjanesbrautin frá Hafnarfirði:

Hafnarfjörður

Reykjanesbraut í Hafnarfirði.

1. Kapellan – Kristján skrifari – Kristján Eldjárn rannsakaði hana á sjötta áratugnum. Kapelluhraunið er frá 12. öld, þ.e. frá sögulegum tíma.

Straumur

Straumur.

2. Útfall Kaldár í Straumsvík. Kemur upp við föruborðið.
3. Fagurgerði (vinstri hönd – garðhleðslur) og minjasvæði.
4. Straumur (teiknað af Guðjóni Samúelssyni). Nú listamiðstöð Hafnarfjarðar. Svæðið neðan Straums er bæði fagurt og áhugavert (Jónsbúð, Þýskabúð, Óttarstaðir).
4. Straumsselsstígur (þvert á veginn – greinilegur vinstra megin) liggur upp í Straumssel, u.þ.b. 30 mín göngu upp hraunin.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

5. Þorbjarnastaðir (fallegt bæjarstæði, torftbær, fór í eyði á 20. öld, rétt o.fl.). Skammt norðaustan við tjarnirnar er Gerði, gamalt bæjarstæði. Í tjörninni má sjá hleðslur þar sem þvottur var þveginn. Ferkst vatn kemur þar undan hrauninu.
6. Alfararleið – gamla gatnan frá Innesjum á Útnes, sunnan Þorbjarnastaða, framhjá Miðaftanshæð, vel greinileg, Gvendarbrunnur við götuna skammt vestar. Einn af a.m.k. fjórum á Suðvesturhorninu.

Brunntjörn

Urtartjörn / Brunntjörn.

7. Urtartjörnin / Brunntjörn (gætir flóðs og fjöru, ferskt vatn ofan á, sérstakur gróður). Norðaustan hennar er Straumsréttin og norðan hennar eru þurrkbyrgi.
8. Óttarstaðaselstígur (liggur þvert á veginn – vörður). Liggur upp í Óttarstaðasel, framhjá Óttarstaðarborg (Kristrúnarborg). Gatan upp í selið hefur stundumverið nefnd Skógargata og Rauðamelsstígur. U.þ.b. 30 mín gangur er upp í selið. Umhverfis það eru fjárskjól, nátthagi og fleiri mannvirki.
9. Fornasel, Gjásel, Straumsel, Óttarstaðasel og Lónakotssel eru örfá af um 140 sýnilegum seljum á Reykjanesskaganum. Stígur liggur á milli þeirra (um 20 mín gangur milli selja – Gjásel og Fornasel eru nyrst og styst á milli þeirra).

Lónakot

Lónakotsbærinn.

10. Lónakot (lónin, mjög fallegt svæði. Hraunsnesið vestar – minjar). Vestan við Lónakot eru minjar selsstöðu og fjárskjól.
11. Lónakotsselstígur (vinstra megin). Fjárskjól skammt frá veginum hægra megin. Stígurinn liggur upp í selið, u.þ.b. 30 mín gangur.
12. Kristrúnarborg (Óttarstaðaborg). Fallega hlaðin fjárborg, en af 76 á Reykjanesskaganum).
13. Virkishólar (Virkið, notað til hleypinga áður fyrr).
14. Loftskútahellir (fallega hlaðið skjól vinstra megin, m.a. nota til að geyma rjúpur við veiðar).

Hvassahraun

Hvassahraun – rétt.

15. Gömul hlaðin rétt (norðan undir hól hægra megin við gamla veginn áður en komið er að nýrri timburréttinni við Hvassahraun (gegnt bragganum)
16. Hjallhólsskúti (hægra megin – svolitlar hleðslur fyrir skúta, nota m.a. til að geyma fisk).
17. Hvassahraun (hægra megin, gömul byggð og ný). Margar minjar ef vel er skoðað.
18. Hvassahraunsselsstígur (vinstra megin, ógreinilegur fyrst, en sést betur er ofar kemur). Hvassahraunssel í u.þ.b. 20 – 30 mínútna fjarlægð frá veginum eins og mörg seljanna á þessu svæði. Mannvirki.
19. Vatnsgjárnar (fast við veginn vinstra megin, notaðar til þvotta).

Hvassahraun

Hraunketill á Strokkamel.

20. Sérkennileg hraundrýli á Strokkamelum (vinstra megin, einhver verið skemmd, einstakt náttúrufyrirbæri, gasuppstreymi).
21. Brugghellir (vinstra megin, getur verið erfitt að finna, þarf að síga ofan í, hleðslur).
22. Hleðslur (hægra megin, vestan við Fögruvík, líklega rétt eða hluti að borg, að mestu skemmd).
23. Afstapahraun (eitt af 2-15 hraunum á Reykjanesi, sem rann á sögulegum tíma. Í þeim eru Tóurnar svonefndu, en neðst í þeim eru gamlar fyrirhleðslur, sem námur hafa gengið mjög nærri). Í efstu tóunni, Hrístóu, eru greni og refabyrgi. Upp úr þvíliggur stígur áleiðis upp í Búðarvatnsstæðið.
24. Kúagerði (forn áningastaður. Sumir segja að þar undir hrauninu hafi bærinn Akurgerði verið, en farið undir hraun. Þarna er a.m.k. gamall kúahagi).

Alemmningsvegur

Almenningavegur.

25. Almenningsleiðin (hægra megin, framhald af Alfararleiðinni). Stundum nefnd Menningsleið eftir að misritun varð í ritun prests á Kálfatjörn og forskeytið datt út. Liggur áleiðisút á Vtnsleysuströnd og síðan ofan byggðar út í Voga
26. Vatnaborgin (vinstra megin). Hleðslur og fornt vatnsstæði. Nú alveg við veginn.
27. Hafnhólar (tveir, annar með mastri). Taldir tengjast verslunarhöfn þýskra á Stóru Vatnsleysu. Á túnin á Stóru Vatnsleysu er einn af mörgum letursteinum á Reykjanesskaganum.
28. Bræður (vörður vinstra megin, við Flekkuvíkurselstíginn, refabyrgi o.fl).

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

29. Flekkavíkursel (Lagðist af í lok 19. aldar). Hleðslur og mannvirki.
30. Staðarborg (Hægra megin, sést vel – endurgerð fjárborg ofan Kálfatjarnar).
31. Þórustaðastígur (liggur frá Þórustöðum, austan við Keili, um austanverða Selsvelli og upp á Vigdísarvelli). Neðan Reykjanesbrautar er m.a. Þórustaðaborgin, sem stígurinn liggur framhjá.
32. Þyrluvarðan (hæga megin við veginn. Minnisvarði um fimm látna menn í þyrluslysi 1965.

Hringurinn

Fjárborgin Hringurinn.

33. Hringurinn (hægra megin, sést á einum stað, hlaðinn fjárborg, ein af a.m.k. 6 fjárborgum hægra megin við veginn á Vatnsleysustöndinni).
34. Hlaðin refagildra (vinstra megin). Ein af 23 hlöðnum refagildrum á Reykjanesi.
35. Breiðagerðisslakki (vinstra megin). Brak úr þýskri orrustuflugvél, sem skotin var niður í síðari heimstyrjöldinni. Fyrsti fanginn, sem ameríkar náðu í styrjöldinni, að talið er.
36. Knarrarnessel og Breiðagerðissel (vinstra megin). Gróðurflettir uppi í heiðinni eru yfirleitt gömul sel. Sprungur og gjár og varhugavert að fara um um vetur.
37. Fornasel eða Litlasel (vinstra megin). Gróinn hóll, Gamalt sel stutt frá veginum. Mörg sel eru uppi í heiðinni, s.s. Vogasel, Brunnastaðasel, Gjásel, Knarrarnessel og Auðnasel.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

38. Hrafnagjá (vinstra megin). Falleg gjá sem nær frá Stóru Vatnsleysu langleiðina að Snorrastaðatjörnum sunnan Háabjalla, trjáræktunarsvæði Vogafólks.
39. Við Snorrastaðatjarnir er Snorrastaðasel og Nýjasel.
40. Pétursborg á Huldugjá (vinstra megin, sést í góðu veðri). Gjárnar (misgengin) mynda stalla í heiðinni, s.s. Aragjá og Stóra Aragjá. Undir veggjunum eru gömul sel. Sum enn ofar, s.s. Dalsel í Fagradal við norðausturhorn Fagradalsfjalls. Þarna sést líka Kálffell. Í því er Oddshellir og mannvirki þar í kring.
41. Skógfellavegur (merktur vinstra megin). Gömul leið milli Voga og Grindavíkur, u.þ.b. 16 k, löng. Klappaður í bergið milli Skógfellanna.
42. Arnarklettur (vestan tjarnarinnar). Landamerki Grindavíkur, Voga og Njarðvíkur.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

43. Stapinn (hægra megin). Reiðskarðið á gömlu götunni og Stapagata til Njarðvíkur. Undir Stapanum er tóftri Brekku, Stapabúðir, Hólmabúð og Kerlingabúð (með elstu minjum á Reykjanesi).
44. Gamli Hreppskartöflugarðurinn (hleðslur hægra megin).
45. Gamli Grindarvíkurvegurinn (byrjað að gera 1913 á Stapanum og var lokið 1918). Mörg mannvirki vegagerðarmanna má sjá við Grindavíkurveginn.
46. Gömul varða skammt norðan við gamla veginn, á hærgi hönd (sennilega landamerkjavarða).
47. Tyrkjavörður (merkilegt smávörðukaðrak hægra megin á holti).
48. Grímshóll (hægra megin, við Stapagötu). Hæsti punktur á Stapanum. Þjóðsaga.

Stúlknavarða

Stúlknavarðan.

49. Stúlknavarðan (vinstra megin). Varða skammt frá veginum. Ártal hoggið í undirstöðuna. Saga tengist vörðunni.
50. Skipsstígur. Gömul þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Falleg leið. 18 km. Greinist í Árnastíg við Rauðamel eftir 6 km göngu.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

51. Stóri Krossgarður (vinstra megin, nálægt veginum). Miklar hleðslur í kross.
52. Rósasel (hægra megin) við Rósaselsvötn. Tóft nálægt veginum.
53. Gamla gatan (norðan við Hringtorgið) milli Sandgerðis og Keflavíkur. Sést vel. Skammt frá eru tvær fjárborgir.
54. Melabergsgata (Hvalsnesgata) liggur hægra megin vegarins áleiðisút að flugstöð. Sést vel liðast um móana áleiðis niður að Melabergi.
55. Hleðslur (vinstra megin) frá stríðstímum. Vallarsvæðið ekki skoðað að fullu. Innan þess eru þó mannvirki, sem hafa varðveist.

Óttarsstaðaborg

Kristrúnarborg / Óttarsstaðaborg.

FERLIR stendur fyrir Ferðahópur rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Markmiðið er að gefa áhugasömu fólki kost á að hreyfa sig í fallegu og krefjandi umhverfi. Einnig að kynna sér nágrennið, afla upplýsinga um minjar og merkilega staði, sem skrifað hefur verið um eða getið er um, leita að þeim, skrá og jafnvel mynda og/eða teikna upp minjasvæði. Höfum fundið flest það sem við leituðum að. Við byrjuðum fyrir nokkrum árum að ganga um Reykjanesskagann vestan Suðurlandsvegar og síðan höfum við farið um 700 ferðir í þessum tilgangi. Hver ferð er skráð og þess helst getið hvað er skoðað hverju sinni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Hingað til hefur hópurinn haldið sig við Reykjanesskagann. Eigum önnur svæði til góða. Í ljós kom við aukna þekkingu hvað maður vissi í rauninni lítið. Og því meira sem maður kynnti sér svæðið því betur kom í ljós hin miklu verðmæti sem svæðið hefur upp á að bjóða. Auk þess að um er að ræða einn yngsta hluta landsins (12-15 hraun hafa runnið á skaganum á sögulegum tíma) þá eru þar einstaklega falleg útivistarsvæði og merkileg minjasvæði er segja fólki fjölmargt um líf, búskapar- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi.

Leiðarendi

Leiðarendi.

Skoðaðir hafa verið um 600 hella og hraunskjól, sum með mannvistarleifum, 400 gömul sel, tæplega 90 letursteina, suma mjög gamla, tæplega 90 fjárborgir, 140 brunna og vantsstæði, 140 gamlar þjóðleiðir, vörður með sögu, fjölda tófta, sæluhúsa, nausta, vara o.s.frv. o.s.frv. Reykjanesið er það fjölbreytilegt og margbrotið að enn höfum við ekki skoðað allt sem það hefur upp á að bjóða. Auk þess er þetta allt það nálægt að óþarfi hefur reynst að leita annað. Við göngum jafnt um sumar sem vetur. Hver árstíð býr yfir sínum sjarma og litbrigðum, sem sífellt breyta umhverfinu.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð.

Í dag sér fólk síst það sem er næst því. Allt of margir leita langt fyrir skammt. Reykjanesið hefur upp á allt að bjóða, sem þarf til hreyfings og útivistar. Hins vegar vantar fólk upplýsingar og hvatningu til að nýta sér það. Um 200.000 manns búa á eða við svæðið. Þú mætir fleirum á göngu upp á hálendinu en á því, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk nýti sér aðra landshluta, en það er líka óþarfi að gleyma að líta sér nær þar sem aðstæðurnar eru fyrir hendi. Það er sagt í ferðabók árið 1797 að ekkert merkilegt væri að sjá á Reykjanesi. Það væri ömurlegt á að líta. Þeir sem kynnst hafa svæðinu líta á það öðrum augum. Þar er fegurðin og sagan við hvert fótmál.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Það er alltaf einhverju fórnað þegar vegur er lagður. Margar óafturkræfar minjar og mörg falleg svæði hafa verið eyðilögð við slíkar framkvæmdir í gegnum tíðina. Grindavíkurvegurinn er gott dæmi um hirðuleysi gagnvart minjum. Hann var lagður á þeim tíma er nánast ekkert tillit var tekið til minja. Þó má, ef vel er að gáð, sjá merki vegagerðarmanna er lögðu fyrsta veginn í byrjun 20. aldar á a.m.k. 12 stöðum við veginn, sum allvegleg.
En á seinn árum hefur skilningur manna breyst í þeim efnum, sem betur fer.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Fulltrúar Vegagerðarinnar eru t.d. mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að raska eins litlu og mögulegt er við vegalagninu án þess að draga úr öryggi. Þess hefur greinilega verið gætt að skemma eins lítið og nokkur var kostur þegar nýrri hluti Reykjanesbrautarinnar var lagður. Að vísu er gengið nærri stöðum, s.s. hraunkötlunum við Hvassahraun og Afstapahrauni. Gömlu selstígarnir og gamla þjóðleiðin hefur verið skemmt að hluta, s.s. í Hvassahrauni, en umferðin krefst fórna líkt og virkjanir eða önnur mannanna verk. Hjá því verður seint komist. Góður skilningur og athafnir þeirra sem ráða, skiptir því miklu máli þegar vegaframkvæmdir eru annars vegar. Ástæða er þó að hafai áhyggjur af svonefndum Suðurstrandarvegi, en honum er ætlað að liggja um stórbrotna náttúru og mörg minjasvæði.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Reynt hefur verið að vekja athygli á mikilvægi þess að skrá og merkja minjar og minjastaði. Bæði til að vernda minjarnar og gera þær aðgengilegar almenningi. Fólk þarf að vita hvar á að leita og hvað það er að skoða á hverjum stað. Minjar eru ígildi skrifaðra handrita. Hver og ein segir sitt. Margar saman segja heilstæða sögu. Letursteinn á Stóra-Hólmi segir söguna af smalanum, sem veginn var og dysjaður. Dysjar Herdísar og Krýsu er vitnisburður um þjóðsöguna. Sama á við um dysjar Ögmundar í Öghmundarhrauni, Þórkötlu og Járngerði í Grindavík. Ræningjastígur í Hælsvík segir af ferðum Tyrkjanna í Krýsuvík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur segir frá vegagerð. Selstígarnir gömlu þvert á Reykjanesbrautina eru til vitnis um gamla búskaparhætti. Gömlu þjóðleiðirnar segja til um ferðir fólks fyrr á öldum. Margar sögur eru tengdar þeim ferðalögum, hvort sem farið var á milli byggðalaga eða í verið. Svona mætti lengi telja.

Alfaraleið

Alfaraleiðin.

Gaman er að velta fyrir sér þróun gatna og vegagerðar á þessari leið. Til fróðleiks fyrir fólk mætti gera Alfarar- og Almenningsleiðina skýrari, a.m.k. að hluta, og hlífa kafla af gamla Keflavíkurveginum, t.d. þar sem fyrir eru fallegar kanthleðslur. Gott dæmi um fyrstu endurbætur á gömlu þjóðleiðinum er á Skipsstíg í Illahrauni ofan við Grindavík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála um Mjöltunnuklif er annað dæmi. Slíkir bútar eru ómetanlegir.
Þegar fólki er sýnd Alfaraleiðin eða Almenningsleiðin á milli Innesja og Útnesja finnst því yfirleitt mikið til koma. Gatan er klöppuð í bergið undan hófum, klaufum og fótum liðinna kynslóða. Slík merki ber okkur að virða.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókavarða (minnismerki) fremst.

Kirkjuvogskirkja

Eftirfarandi „Lýsing á Höfnum“ eftir Brand Guðmundsson birtist öðru hefti Blöndu (um er að ræða útdrátt):
„Eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi. -Prentað eptir eiginhandarriti höf. í safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum síra Sigurði B. Sivertsen á Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar um 1840. En skýrslu þessa mun svo síra Sigurður hafa gefið Magnúsi stúdent Grímssyni, þá er hann ferðaðist um Reykjanesskaga 1847, og reit lýsingu af honum, því að handrit þetta er nú meðal plagga Magnúsar í Bókmentafélagssafninu. Brandur var fæddur á Brekkum á Rangarvöllum í september 1771. Hann flutti síðan suður að Kirkjuvogi. Brandur andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845, nálega 74 ára gamall. – (H. Þ.)

kirkjuvogskirkja-901Kirkjan í Höfnum er annexía frá Útskálum nú, áður lá hún til Hvalsnessprestakalls; hún er í Kirkjuvogi, er timburhús; það er stór bær, sæmilega húsaður að nokkru leyti; 3 eru ábúendur heima á jörðinni, kallast Austur- Mið- og Vesturbær; sá austasti, sem lengi hefir verið ábúenda eign er bezt húsaður; hinn næstnefndi, sem er Thorkelii barnaskóla stiptunar eign er miklu miður, en sá vestasti í meðallagi.— Kotvogur er bær í sama túni, og 1 utangarðs, byggt fyrir 10 árum liðnum. Byggð þessi er við sjóinn, hvar Kirkjuvogsósar byrja; er sjór fyrir vestan og norðan, en ósarnir liggja til austurs landnorðurs, eru um hálfa viku sjávar að lengd með skerjum víða, sandi líka í botni, marhálmi, skeljum nokkuð og ýmislegu. Selveiði á vorin var í þeim nokkur fyrrum og eptir fardagaleyti af kópum, sem nú er ekkert orðið vegna ósvífinna skota á öllum árstímum; hrognkelsaveiði er í þeim nokkur kringum miðsumarsskeið. Jörðin gengur af sér vegna sandfoks á túnið og sjávar landbrots. Stutta bæjarleið þaðan sunnar er Merkines; þar eru 2 ábúendur.
Kirkjuvogur var áður fyrir norðan Ósa, sem nú er Stafnessland, meina menn fluttan fyrir hér um 300 árum síðan liðnum (í Jarðabók AM. segir, að Gamli Kirkjuvogur hafi legið í auðn lengur en 120 ár 1703, en það bæjarstæði var í Kirkjuvogslandi) og voru hér þá tvær jarðir: Haugsendar (svo hdr., ef til vill réttara: Haugssandar.
Jarðabók AM. 1703 nefnir Haugsendakot, þá fyrir löngu komið í eyði, en hafnarberg-901Árnagerði (eða Arnagerði) hafi farið í auðn þá ekki fyrir löngu, sökum vatnsleysis og átroðnings kvikfénuðar frá Kirkjuvogi) og Arnagerði; sú fyrri lagðist í eyði hér um fyrir 200 árum vegna sandfoks; var á milli Kirkjuvogs og Merkiness; hin, sem er fyrir innan spölkorn mun hafa lagzt í eyði fyrir nálægt 100 árum af ágangi af mönnum og skepnum, eins og á Kirkjuvogstún og líka vegna sandfoks frá sjó og uppbrots þar. Túngarðar, hvar verður, fylgja byggðinni, og kálgarðar eru yrktir og ræktaðir eptir mætti. Hvað Kirkjuvogstún muni hafa af sér gengið má meðal annars af því ráða, að Ingigerður heitins (þ. e. Ingigerður Tómasdóttir (d: 1804) kona Vilhjálms Hákonarsonar hins eldra í Kirkjuvogi (d: 1803, 79 ára) móðir sál. Hákonar (Hákon Vilhjálmsson dó 1821) sagði Gróu minni (2) Gróa Hafliðadóttir kona Brands var mesta yfirsetukona og merkiskona (d: 1855) að kerling gömul, móðir Sesselju í Garðhúsum, er eg man til, hefði sagt eptir annari kerlingu, að full sáta heys hefði í hennar tíð verið slegin á Kirkjuskeri, sem nú fer í kaf í hverjum stórstraumi, og þá hefði varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og búðarbakkans, sem nú er að 30 faðma rúm í millum, en sandur skemmir þó enn meira, því að í þau 50 ár, er eg veit til, hefur blásið af norðurtúninu til vissu kýrfóðuravallarstærð auk skemmda, sem garðafærslur sýna.

gomlu hafnir-uppdrattur-2

Gömlu Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

Heyrt hef eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi allar verið 60 hndr. að dýrleika og Kirkjuhöfn þeirra fyrst lagzt í eyði, að kirkja hafi þar staðið, eptir að jörðin lagðist í eyði, en ofnaumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan (hefur lagzt í eyði um 1660 (sjá síðar)) því nefnd Ingigerður sál. vissi að eins til, að uppblásin mannabein í hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð þar í kirkjugarð og eru þó síðan full 100 ár. Það er nokkurn veginn víst, að Litla Sandhöfn lagðist seinast í eyði; sagt er mér, að ekkja hafi átt, hún verið 8 hndr., gefin af henni Viðeyjarklaustri og hún með því móti síðar orðið kóngseign (frá b.v. eptir aukablaði með hendi höf. Þar getur hann og þess, að hann hafi á „landcommissiþingi á Járngerðarstöðum 1801 séð í bók hjá commissariis Kirkjuvog nefndan fyrir norðan Ósa ár 1516, sem mig minnir og þar í getið eyðijarða Haugsenda hér og Arnagerðis“ [Þetta bréf ekki kunnugt nú, en ártalið gæti verið skakkt t, d. 1616]).
Bæjarleið sunnar með ströndinni en Merkines er Kalmanstjörn (Kalimanstjörn, hdr.) 20 hndr. jörð með Junkarageri, sem 1/3 partur úr nefndri jörðu, og er skammt bil milli túna. Tún eru þar stórskemmdum undirorpin af sandfoki og sjávarbroti á Gerðið; þó hafa menn þar optast haft í kýr, því melaslægjur eru þar, en tún mikið þverbrestasamt. Spölkorn sunnar er eyðijörðin Kirkjuhöfn („Hefur óbygð legið um 40 ár“ (Jarðab. AM. 1703)). Hún mun hafa lagzt í eyði vegna sandfoks; þar var kirkja áður en í Kirkjuvogi. Á milli þessa og Kalmanstjarnar eru girðingar nokkrar líkast til sem eptirstöðvar af húsagrundvelli, hver í orði er, að þýzkir, þá höndluðu hér við land, er á tali, að hafi átt, en höfnin þá verið Kirkjuhöfn. Þar er gott sund í öllum sunnanáttum, en lending verri. Sunnar er Sandhöfn, eyðijörð, aflögð vegna sandfoks („hefur óbygð legið hér um 50 ár,“ segir í Jarðab. AM. 1703)  því ekkert sést eptir, utan lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið.
kistuberg-901Sunnar er Eyrin innan Hafnabergs. Þar var bær og útræði seinast fyrir rúmum 50 árum; er þetta í vik nokkru (fyrir) sunnan Kalmanstjöra. Skammt sunnar byrjar Hafnabergs nyrðri endi, og er þar fyrnefnd Klauf, klettar með gjá í millum; bergið er um hálfa viku sjávar á lengd, rúmir 20 faðmar þar hæst er, ógengt, en sigið í það og stöku sinnum lent við það að neðan; þar er svartfugl, lítið af súlu, eggvarp og fuglatekja nokkur, sem heyrir til Kalmanstjörn. Fyrir sunnan bergið eru sandar og hraungrýti; kallast það Lendingarmalir (líklega réttara: melar, sbr. skýrslu Þorkels hér a undan) og er þar lent þá verður brims vegna í norðan- og austanátt, þ& menn sökum storma ekki geta dregið inn fyrir bergið. Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint er forn eyðijörð, enda er í tali, að allt Reykjanes hafi fyrrum byggt verið.
Sunnar er Stóra Sandvík og er í mæli, að Kaldá skyldi hafa fallið þar í sjóinn, og liggur þar gjá uppundan og inn til fjalla, sem myndar líka vatnsfarvegs  afarstórs, en það getur líka svo hafa myndazt af eldrennsli, því allt Reykjanes er af eldi einhverntíma gersamlega brunnið (á aukablaði getur höf. nánar um gjá þessa, er hann kallar Haugsvörðugjá, er sé þar stærst gjáa að lengd og breidd, og sumstaðar með hömrum beggja vegna; muni viða vera um 100 faðma breið og sumstaðar miklu meir; sé sagt, að Kaldá, er þar eigi að hafa runnið, hafi hlaupið í jörð í jarðeldum, en vatn sé ofarlega í Sandvík, þar sem Kaldá hafi eitt að renna í sjó fram, en hvort það vatn síist frá sjónum gegnum sandkampinn, segist höf. ekki vita).
Sunnar er Litla-Sandvík, þá klettabelti með litlum grasteigingum og blöðkuhnubbum, þá Kistuberg, lítið berg, nytjalaust; síðan Kinnin, berg nokkurt gróðurlaust, síðan Aunglabrjótur, nef syðst á nesinu það vestur veit, beygist það svo til suður landsuðurs. Stendur þar Karl, klettur mikill í sjó fyrir nesinu um 50—60 faðma hár, er var þó hærri fyr, því í jarðskjálfta féll ofan af honum hetta mikil í þeirra manna minni, er nú lifa; upp undan honum á landi berbergsnös, kallast Kerling, og eru þau brúkuð fyrir mið í Reykjanessröst og víðar m.fl. Sunnar eru: Valahnúkar, bergsnös há, Valahnúkamöl og Skarfasetur syðst; beygist þá nesið til austur landnorðurs, því stór vik skerst þar inn í og má því kallast hálfeyja. Framundan Skarfasetri á sjó eru 2 klettar. Á nesinu eru jarðhitar og hverir, stórir hólar eða lítil fjöll, sandöldur, ægisandur og hraun; sumstaðar sjást grasteigingar, blöðkuhnubbar, lyng, einiangar hér og hvar og grófasta brunahraun.
Frá Kirkjuvogi til syðsta tanga þess mun vera um 2 1/2 míla vegar, en frá  Kalmanstjörn til Grindavíkur 2 mílur og er það þjóðvegur, liggur til landsuðurs. Annar vegur liggur frá Höfnum til kauptúnsins Keflavíkur í norður nær 1 1/2 míla langur.“

Heimild:
-Blanda, 2. bindi 1921-1923, 4.-6. hefti, bls. 51-60.

Gömlu-Hafnir

Í Gömlu-Höfnum.

Sigurður Eiríksson

Tekið var hús á Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti og litið á Dauðsmannsvörður, en þær munu vera þrjár á þeim slóðum. Ein, þ.e. sú nyrsta ofan við Sandgerði, á skv. gömlum sögnum að vera með áletrun.

Dauðsmannsvarða

Efri-Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

Sigurður sagði að enn hefði hin meinta áletrun við Neðri-Dauðsmannsvörðu við Sandgerðisveginn ekki komið í ljós. Varðan er hálfhrunin, en þá má enn sjá ferkantaða lögun hennar. Varðan er nokkuð utan við götuna, í slakka, svo hún hefur ekki þjónað neinum sem leiðarmerki í lifandi lífi. Sagan segir að þarna hafi maður eða jafnvel menn orðið úti og varðan verið hlaðin til minningar um hann eða þá. Áletrun átti að hafa verið klöppuð á stein í eða við vörðuna. Þrátt fyrir nokkra leit hefur hún ekki fundist. Næsta verkefni verður líklega að taka hvern stein fyrir sig og skoða. Það er talsverð vinna, en vel framkvæmanleg við góðar aðstæður. Þá er og tími kominn til að endurhlaða vörðuna með því grjóti sem hjá henni liggur. Sjaldgæft er að grjót hafi fengi að vera í friði á Suðurnesjum því oftar en ekki var það tekið, hvar sem til þess sást, að ekki var talað um ef það var uppraðað og aðgengilegt til brúks. Það var notað annað hvort í hafnarmannvirki eða við vegagerð. Þannig hurfu heilu garðarnir og stór hluti af merkilegum vörðum á svæðinu. Þó má víða enn sjá fótstykkin standa sem minnismerki um þær vörður sem voru.

Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannsvarða við Sandgerðisgötu.

Sigurður sagðist hafa skoðað Dauðsmannsvörðuna í heiðinni ofan við Berghús, en hann hefði ekki fundið áletrun á eða við hana. Þá hefði hann frétt að Efri-Dauðsmannsvarðan á efsta Draughólnum við Draugagil hefði verið hlaðin upp s.l. sumar. Það hefði gert áhugamaður um sögu og minjar, Guðmundur, en sá héldi tilfallandi til í bústað vestan Sandgerðis. Ekki væri vitað hvort áletrun hafi leynst þar á steini, en ólíklegt væri það því varða þessi væri greinilega leiðarmerki við gömlu götuna til Keflavíkur.
Tugir manna urðu úti á gömlu þjóðleiðunum um Miðnesheiði fyrr á öldum. Flestir voru þeir á leið frá kaupmanninum í Keflavík, síðladags eða undir kvöld. Í annarri FERLIRslýsingu eru tíundaðir viðskiptahættir þess tíma, s.s. staup fyrir hitt og þetta, t.d. fyrir að bíða.

Sandgerðisvegur

Genginn Sandgerðisvegur.

Sagan af Runka (Runólfi), þess er Hafsteinn miðill hafði jafnan beint samband við á skyggnilýsingarfundum sínum, er ágætt dæmi um þetta. Lík hans fannst illa útleikið eftir að hans hafði verið saknað um tíma. Var jafnvel talið um tíma að honum hafi verið fyrirkomið, en síðar sættust menn á að dauða hans hafi borið að af „eðlilegum“ ástæðum.
Eflaust standa ennþá fleiri vörður, eða fallnar, á Miðsnesheiði sem minningarmörk um fólk, er varð þar úti á sínum tíma, en eru núlifandi fólki flestu gleymt. og enn rölta menn um heiðina, meira og minna „dauðir“ fyrir sögu þeirra, sem þar hafa orðið til í gegnum aldirnar.

Sandgerðisvegur

Sandgerðisvegur – kort ÓSÁ.

Kirkjuból

Gengið var frá Garðahúsavík, yfir Lambarif og meðfram Kvíavallavík að Hafurbjarnarstöðum, framhjá Gamlabóli, þ.e. gamla Kirkjubóli, Þóroddsstöðum (Þórustöðum) og Fitjum að Flankastöðum.
Í leiðinni var Syðri-Flankastaðirm.a. ætlunin að skoða kumlateig þann er fannst á Hafurbjarnarstöðum fyrr á árum og telja má merkastan slíkra teiga hér á landi. Eitt kumlið er nú undir fótum sýningargesta í gólfi Þjóðminjasafns Íslands (2008).
Kirkjuból var frægt í eftirmálum aftöku Jóns Arasonar 1551.
Flankastaðir eru hins vegar kunnir í annálum vegna óhóflegs skemmtanahalds. Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.
MerkiÁ leiðinni var m.a. gengið framhjá Lambarifi, sem sást einstaklega vel vegna þess hver lágsjávað var. Á þessari stundu var tunglið bæði fullt og stærst, enda nærst jörðu. Á rifinu sást vel til ketils úr King Eduvard er fórst þar fyrir utan á 20. öld. Við þetta langa sker fórst einnig franski togarinn Auguste LeBlonel þann 19. ágúst 1019. Annars er Garðskagaflösin og nálæg sker vörðuð skipssköðum. Sjá má afleiðingar þeirra hvarvetna með ströndinni.
En aftur upp á land; kumlateigurinn á Hafurbjarnarstöðum gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík 934 – fyrir 1074 árum.
Þá má geta þess að um 1450 brenndu skólasveinar Jóns Gerrekssonar, biskups, Kirkjubólsbæinn vegna afbrýðisemi foringja þeirra.
Kirkjubólshverfið var nyrzta byggð á Miðnesi fram undir síðustu aldamót, en þá fór að byggjast einstaka býli á Skaganum. Strandlengjan mestöll frá Skagatá suður að Klapparhverfi er í sjávarmáli þakin þykkum hvítum skeljasandi. Hefur sandur þessi fokið mjög upp á túnin og spillt grasrót, svo að illbyggilegt mátti heita, þar til á síðustu árum að útlendur áburður og betri viðleitni hefur gert byltingu í grasvexti á þessum slóðum.

Hafurbjarnarstaðir

Kirkjubólshverfingar hafa jafnan sótt sjó með búskapnum, og hafa þar verið margir ágætir sjómenn. En vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga og að brimasamt mjög er út af hverfinu, hafa þeir mest sótt sjávarafla sinn í Garðsjóinn, með lóð á haustin, en þorskanet á vertíðum, einnig handfæri á öllum árstímum eftir ástæðum, og hafa haft uppsátur mest í Út-Garði. Þó var nokkur útgerð, að minnsta kosti öðru hvoru, í suðurdjúpið á vertíð, en oft lentu þeir þá í Flankastaðavör eða jafnvel á Fitjum, ef ekki var fært heim vegna brims.

Hið forna

Hér má sjá Landamerkjalýsingu Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða: „Ár 1886, mánudaginn þann 7. júnímán., voru skýrð upp landamerki áminnztrar jarðar [þ.e. Hafurbjarnarstaða], og eru þau sem hér segir: Sunnan til á Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, þaðan stefna mörkin upp í nyrðri brún á stokkmyndaðri klappavör með mark LM, er liggur niður frá útnorðurhorni túngarðs jarðarinnar við sjóinn. Ræður svo túngarðurinn mörkum, þar til kemur að túnmörkum jarðarinnar að norðan við túnmörk Kolbeinsstaða, er þar merktur steinn LM. Þaðan liggja mörkin milli túna áminnztra jarða til suðurs, þar til kemur að fornaldargarðlagi stutt frá Kolbeinsstaðabrunni, er þar merktur steinn LM, þaðan að jarðföstum steini fyrir vestan Kvíavelli með sama marki, þaðan að vörðu á sjávarkampinum spölkorn fyrir sunnan hústóft, er á kampinum stendur; þaðan fram á Mávatanga að þar settu marki LM á klöpp. Þaðan ræður sama sjónhending alla leið út í sjó. (Áminnzt LM þýðir landamerki.)

Mörk

Túnmörk jarðarinnar eru; að norðan, frá markasteini við tún Hafurbjarnarstaða liggur túngarður til austurs, er girðir af túnið alla leið upp fyrir þurrabúðarbýlið Efstabæ, beygist þá túngarðurinn til suðurs, þar til kemur að jarðfastri klöpp með mark innan til við túngarðinn, skammt fyrir sunnan þurrabúðarbýlið Suðurkot, beygjast svo mörkin í vestur beint á fornaldargarðlag (í því er merki um friðlýstar fornleifar), er aðskilur tún jarðarinnar frá túni Kvíavallanna, þá áfram eftir garðlaginu, meðan sömu stefnu heldur, að merktum steini sunnan til við Brunn (vatnsból jarðarinnar), beygjast þá túnmörkin til norðurs að þeim upphaflega áminnzta markasteini, síðast umgetin markstefna aðskilur tún jarðarinnar frá túni Hafurbjarnarstaðanna. Einkennismark á áminnztum steinum er LM, er þýðir landamerki.
2. Vestan til á miðju Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, ræður þaðan fjörumarklína að norðanverðu alla leið upp á sjávarkampinn sunnanhallt við þann enda Lambarifs, er að sjávarkampinum liggur; er þar á kampinum varða með marksteini í, merktum LM.

Útihús

Beygja svo fjörumörkin suður hákampinn suður að útnorðurhorni Hafurbjarnarstaðatúngarðs við sjóinn. Liggja svo merkin niður fyrir sjávarkampinn norðan til í stokkmyndaða klapparvör með mark LM. Þaðan að klöpp sunnanhallt á Lambarifi, er þar mark LM. Þaðan sem sjónhending ræður alla leið á sjó út.
„Hálf-örðugt er að fá nöfn og lýsingar á boðum og skerjum á þessu svæði. Þó þekkja allir Lambarif, sem er langt og allbreitt rif út í sjó norðan við Hafurbjarnarstaði, enda alþekkt fyrir skipströnd og slysfarir fyrr á tíma. Hafliðasker er norðan við rifið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Norður af Hafliðaskeri er Krosstangi. Árni Jónsson segir, að nafnið sé dregið af legu tangans miðað við önnur sker. En einnig kynni það að vera í einhverju sambandi við kirkju eða bænahús, sem var á Kirkjubóli og markar enn fyrir á Gamla-Bóli.

Ströndin

Þar er einnig kirkjugarður, en hann er farinn að brotna af sjógangi og mannabein að koma úr hólnum, í flóði fyrir nokkrum árum komu m.a. hlutar af tveimur beinagrindum. Hallssker er sunnan við rifið. Ekki er vitað um tilefni þess nafns. Þar suður af er Mávatangi, lágt rif, laust við land, en kemur upp úr um fjöru. Kringum rif þetta eru smásker og flúðir, kallaðar Flögur. Brimbrotið á þessu öllu saman er nefnt Mávatangaflögur.
Kolbeinsstaðavarða er skammt fyrir ofan túngarðinn á Kolbeinsstöðum, rétt við veginn, sem nú liggur þar. Hún er gamalt mið á sundi og fiskimiðum. Hún mun hafa verið myndarleg á beztu árum ævi sinnar. Eigi mun vitað um aldur hennar. Nú er hún ekki annað en fáeinir steinar í hrúgu, mjög sokkin í jörð og úr henni hrunið á allar hliðar. Liggja steinarnir allt í kring, meira eða minna niður sokknir.
KolbeinssatðirÍ Kirkjubólshverfi miðju er stór hóll niður undir sjávarbakka. Heitir hann Gamla-Ból, enda stóð þar Kirkjuból áður fyrr með sína fornu sögu. Þegar Magnús Þórarinsson var smástrákur og kom á Gamla-Ból í fyrsta sinn, voru honum syndir þar vel höggnir bollar í stóra steina og sagt, að það væru hlautbollar frá heiðni. Steinar þessir munu nú vera komnir í hleðslu á Gamla-Bóli eða þar í grennd. Sunnan í Gamla-Bóli er lægð eða sýling, sem heitir Borguskarð.
Mið á Kirkjubólssundi er Kolbeinsstaðavarða í Borguskarð. Norðan við Sundið eru Mávatangaflögur, en sunnan við afleiðingar af Hásteinaflögum, sem eru grynningar fyrir norðan Hástein. Lent var í svonefndri Borgu, sem Magnús Þórarinsson segir, að hafi verið sandvik sunnan megin við Gamla-Ból, en Árni Jónsson segir, að Borga hafi verið hlaðin rétt (sbr. borg = hringhlaðin rétt).

Í Kvíavallavík

Sunnan megin við lendinguna er Borgusker í fjörunni, smáhólmi í þanghafi. Norðan við eru Vallarhúsaklappir, en Kvíavallavik og Kvíavallasker þar norður af. Ekki var gott á land að leggja þarna, því allt var eintómur hvítur sandur, varð því að bera fiskinn upp á tún. Vergögn voru lítil og engir garðar, skipum til skjóls í ofviðrum á landi. Einn kofi hafði lengi staðið á bakkanum, en breyttist síðar í timburskúr. Sundið er sagt að hafi verið sæmilegt, en svo er að skilja, að það hafi náð skammt út fyrir fjöruna, því hvorki varð komizt út né að fyrir brimi, sem var fyrir utan, segja kunnugir. Þarna eru einlægir þarahvirflar um allt þetta svæði og einn brimsvaði, ef hreyfing er í sjó. Mun það allt vera kallað einu nafni Víkurboðar.
MinjarLendingarstaður var við Hafurbjarnarstaði, nyrzta bæ í hverfinu, við sjóinn, en aðeins um sumartímann. Má enn sjá til leifanna af gömlu sjávarhúsi niður undan bænum (nú húsinu); hefur það verið nefnt Gjaldabyrgi, eflaust kennt við Ingjald Tómasson, sem bjó á Kolbeinsstöðum og síðar á Hafurbjarnarstöðum á seinni hluta 19. aldar. Hann var faðir Guðrúnar símstjóra í Gerðum og Margrétar í Melbæ.
Þá var einnig lending við Þóroddsstaði, syðsta bæ í hverfinu; var þar lent í sandviki niður af bænum, norðan við svonefndar Svörtuklappir. Engin sjávarhús eru þar nú sýnileg eða önnur vergögn. Kirkjubólssund var notað fyrir allt hverfið, en svo róið með landi að lendingarstöðum.
Framanskráð er einkum ritað eftir frásögn Magnúsar Þórarinssonar, hið sannasta, er hann vissi og hafði Tóftgetað upp spurt af kunnugum eldri mönnum um leiðir og lendingar í Kirkjubólshverfi á ævi þálifandi manna.
Eigi er nú vitað, hve mikil sjósóknin hefur verið, en það stingur í augu, að svo er orðað, að „stundum“ hafi gengið þar konungsskip, áttæringur á vertíð. Það bendir til þess, að útgerðin hafi ekki verið stöðug fremur þá en síðar. Þá hefur líka hagað öðruvísi til þar. Sjávarströndin er ávallt að breytast, hægt og sígandi. Vitað er, að landbrot hefur verið ákaflegt á Miðnesi á undanförnum árhundruðum. Sjórinn hefur brotið jarðveginn, en eftir standa klettarnir. Það eru skerin. Áður var Lambarif grasi gróið; svo hefur einnig verið um önnur sker og fjörur, sem nú eru á þessu svæði, og allt annað flóðfar er þar nú en var fyrir 250 árum.
Enginn mun nú vita, hvar hestargamla vörin var í Hafurbjarnarstaðalandi. En það er víst, að brimasamt hefur ætíð verið út af Kirkjubólshverfi. Það vottar líka umsögnin um gömlu vörina, sem spilltist af grjóti í sjávargangi og sjávarflóðum.
Niður við sjó er, eins og fyrr segir, Gamla-Ból, þar sem Kirkjuból stóð fyrr. Mælt er, að bærinn hafi verið fluttur frá sjó undan sandfoki.
Í suðausturhorni túnsins er svonefnt Rafnshús, kennt við mann, sem þar bjó. Þar norður af er kofi, sem nefndur er Busthús. Þar var bær eða tómthús. Utar, hálfa leið á veginum, er varnargarður úr grjóti. Vestur af bænum, sem nú er, eru miklar hleðslur í hólnum við sjó. Suðvestur í túni eru miklar hleðslur af stórgrýti. Er þar að brotna hár rofabakki, og koma fram úr honum hleðslur. Hleðslur þessar eru leifar af kirkjugarði og byggingum.
þúfutittlingurÁrnadalur er lægð í túni Kirkjubóls, sem liggur suður og norður í átt til Þórustaðatúns. Ekki er vitað með vissu, við hvern Árnadalur er kenndur, e.t.v. Árna nokkurn reipslagara, sem bjó á Kirkjubóli einhvern tíma á síðustu öld.
Fyrir innan túngarðinn á Kirkjubóli tekur við svæði það, sem Almenningur heitir. Það er sameign Kirkjubóls, Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða. Næst norðan við Kvíavelli eru Hafurbjarnarstaðir, sem voru nyrzti bærinn í hverfinu. Þar mátti sjá leifar af gömlu sjávarhúsi neðan túns, sem nefnt var Gjaldabyrgi og áður hefur verið getið.
Neðan við Hafurbjarnarstaði er Kálfhagi. Þar munu kálfar hafa verið geymdir. Þar eru einnig leifar eftir Skagagarð. Kálfhaginn er utast. Skagagarðurinn girti af Garðartána, að talið er, til hlífðar fyrir akra, er þar voru. Upp frá Hafurbjarnarstöðum eru Kolbeinsstaðir. Ofan við túngarðinn þar er byrgi, Árnaborg. Hana hlóð Árni á Meiðastöðum. Á þessum slóðum eru ýmsar vörður. Kolbeinsstaðavarða er rétt ofan við veg upp af bæ, skammt ofan túngarðs, gamalt mið, hrunin að mestu. Ofan við Kálfhaga var Ófeigskot og Efstabæjargarður. Þar innar var tómthúsið Sléttaból, þar sem nú er býlið Ásgarður, austur af Lambarifi. – Ekki er vitað, við hvern Ófeigskot var kennt, en Sléttaból var byggt af Jóni Þórarinssyni, föður Árna Jónssonar, um aldamótin. Jón var frá Flankastöðum og flutti þangað aftur með allt sitt fólk árið 1916. Nú markar aðeins fyrir bæjar- og garðarústum á Sléttabóli.
Uppi í heiðinni austur frá Fitja-Hásteini, allhátt uppi, ef hægt er að tala hér um hátt, er Skiphóll. Suður af honum er annar hóll, sem heitir HjallurGrænhóll.
Skiphóll er grjóthóll, grasi gróinn, og var eitt aðalfiskimiðið í Garðsjó. Fyrir ofan veginn eru lægðir, sem nefndar eru Lágar. Í þeim eru rústir eftir stekk. Ekki er vitað, hvenær hann var síðast notaður. Hjá honum er hlaðin varða, en rétt hjá er smárétt, yngri. Skv. örnefnaskrá Ara Gíslasonar eru merkin móti Útskálum úr Útskálaflesju í Selós miðjan og í stein fyrir sunnan Skagavötn. Draughóll er á merkjum. Þar er nú býli, sem heitir Hólabrekka. Þaðan er línan í Skálareyki. Þar breytir um stefnu og verður miklu suðlægari.
Útskálaflesja er sunnan í Garðskagaflös. (Flesja = lág, slétt sker og sandbreiður, sem fara oftast undir sjó um flóð.)
Ekki er vitað, af hverju Selós dregur nafn, en mikið er og var um sel þarna sunnan við Flösina. Var það eini staðurinn þarna við ströndina, þar sem selur var, þegar Halldóra var að alast upp. En nú er þar mikið af honum, alveg frá Flös til Sandgerðis og e.t.v. einnig fyrir sunnan Sandgerði.
HúsfreyjanÁður var minnst á Jón Gerreksson. Hann (f. 1378) var endurreistur biskup í Skálholti árið 1426. Ýmsum sögum fór af honum og þá ekki síst ódælum sveinum hans. Áður hafði hann stundað nám við Svartaskóla (1401) og verið biskup í Uppsölum, en gerður þaðan burtrækur vegna kvennafars og svalls.

Gripir

Illugi Jökulsson skrifar um Jón Gerreksson í Morgunblaðið 1986: „Einn kirkjusveinanna, foringi Jóns, Magnús að nafni, biðlaði til Margrétar á Kirkjubóli en var synjað. Hann tók hryggbrotinu svio illa að hann fór með sveinum sínum og brenndi Kirkjubólsbæinn en Margrét – sem var systir Þorvarðar á Mörðuvöllum og komst undan eldinum og flýði norður í land. Af þessum atburðum urðu hefndir miklar en þó lítil málaferli. Magnús flýði að lokum úr landi en það fugði ekki til þess að friða Íslendinga. Þorvarður slapp líka úr haldi og tók að safna liði og fór að lokum gegn Jóni biskupi í Skálholti. Hann var tekinn höndum og drekkt í Brúará, segir þjóðsagan, og er það sennilega alveg sannleikanum samkvæmt. Þannig er nú sagan í stórum dráttum.“
Um kumlateiginn við Hafurbjarnarstaði segir m.a. í eftirfarandi umsögn: „Í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 67-78, hefur Sigurður Guðmundsson málari lýst einum hinum merkasta heiðna kumlateig, sem enn hefur fundizt hér á landi. Sigurður kom hins vegar aldrei á staðinn, að því er séð verður.
Hafurbjarnarstaðir í Miðneshreppi eru rétt austan við Kirkjuból hið forna. Svæðið er mikið skemmt af sandfoki; er strandlengjan öll með ljósum sandi, sem fýkur mjög til og frá og veldur spjöllum. Þetta sandfok hefur leitt í ljós hinn forna kumlateig rétt innan við girðinguna, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, segist minnast þess, að bein úr kumlunum hafi blásið upp og verið færð í kirkjugarð þar um 1828. „Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki, líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum“. Á öðrum stað segir hann, að hringurinn hafi verið „handhringur“ mjög forn úr silfri og einhvern tíma gylltur, var á hinum upphleypt krossmark, líkt og sézt hefur á gömlu beltispörum.“

NælanSumarfið 1947 fórum við Jón prófessor Steffesen á staðinn til að rannsaka, hvort nokkuð kynni að vera þar eftir óhreyft.“
Síðan lýsir Kristján kumlunum. Hann segir og að kumlateigur þessi sé vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun varla leyfileg. Eftir sverðinu að dæma ætti það þó ekki að vera yngra en frá 950. Annars staðar getur hann þess að kumlateigurinn gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík.
Árni Óla segir í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins 1961 að „enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður (syni hans) fjóra þar. Þess vegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist Jórunni Svertingsdóttur (Hrolleifssonar), og reist sér bæ á Rosmhvalanesi, er síðan við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum sögufræga garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af. Börn þeirra voru Rannveig og Svertingur.

Hnífur

Húsfreyja á Hafurbjarnastöðum, kona Hafur-Bjarnar, var Jórunn dótturdóttir keltlneska landnámmannsins Ráðorms í Vetleifsholti. Þarna er hið keltneska samband, sem svo vel getur skýrt, hvers vegna hin einkennilega þríblaða næla, með keltnesk-norrænum stíl, skyldi einmitt finnast þarna á þessum stað. Hér styður hvað annað. Gröfin bendir til þess, að hún hafi verið legstaður húsfreyjunnar á Hafurbjarnarstöðum, og hin einkennilega nál bendir til hins keltnesk-norræna ætternis hennar.“

Kumlteigurinn

Framangreind vitneskja, þ.e. merkilegheit kumlateigsins sem og hugsanleg tengsl hans við eina hina fyrstu landnámsmenn á Reykjanesskaga, ætti, þótt ekki væri fyrir neitt annað, að vera yfirvöldum fornleifa sérstakt áhugaefni. Ljóst var að þarna hafi bein verið að koma upp úr gröfum a.m.k. frá því á 19. öld. Á 20. öld finnast merkilegstu grafir, sem enn hafa fundist hér á landi. Hvers vegna í ósköpunum, endurtekið – í ósköpunum, hefur ekki farið fram frekari fornleifauppgröftur við Hafurbjarnarstaði? Kristnitökussjóður hefur fjámagnað marga vitleysuna á síðustu árum, en spurningin er; hvers vegna í ósköpunum datt engum forsvarsmanna hans að verja fjármunum til áframhaldandi rannsókna á þessu einstaka svæði? Og hvers vegna gerði enginn sveitarstjórnarmanna þá kröfu að það yrði gert? Krafan myndi þykja mjög eðlileg því vel má leiða að því líkum að jarðneskar leifar Hafur-Bjarnar kunni að leynast þar í sandinum!
merkingÞrátt fyrir merki Þjóðminjasafnsins, bæði á garðinum norðan Hafurbjarnarstaðar (sem líklega má telja hluta af hinum forna Skagagarði) og við kumlateiginn er ekki umm eiginlegar friðlýstar fornleifar skv. Skrá um friðlýstar fornleifar 1990. Þar segir eingungis um slíkar minjar í Gerðarhreppi: „Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga. Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.“ Hér er um að ræða svæðið innan hins forna Skagagarðs. Ekki er minnst á kumlin þótt vitað hafi verið af þeim á þessum tíma. Í núgildandi þjóðminjalögum eru allar fornleifar eldri en 100 ára friðaðar, en skýringin á því hvers vegna kumlteigurinn og garðurinn á Hafurbjarnarstöðum er sérmerktur umfram ákvæði laganna liggur ekki ljós fyrir.
Flankastaðir
Þórustaðir eða Þóroddsstaðir eru jörð í Miðneshreppi, næst norðan Fitja, og taldir syðsti bær í Kirkjubólshverfi. Árið 1703 er þar getið um tvö Thorustadakot.
Fitjar eru jörð í Miðneshreppi næst norðan við Arnarbæli. Arið 1703 er þetta talið hálfbýli og jafnvel að einhverju leyti tengt Kirkjubóli.
Á Flankastöðum hefur um langan aldur verið tvíbýli. Um aldamót stóðu báðir bæirnir saman á sama hólnum. Síðan voru þeir færðir í sundur, og eru Syðri-Flankastaðir nú komnir í eyði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir:
Örnefnalýsingar fyrir Kirkjuból, Þórustaðir (þóroddsstaði), Fitjar og Flankastaði.
-Kristján Eldjárn – Árbók hins íslenska fornleifafræðifélags 1943-1948, bls. 108-128.
-Árni Óla, Lesbók Morgunblaðsins 26. febrúar 1961.
-Mbl. 23. des. 1986.

Kumlteigur