Entries by Ómar

Margrét útilegumaður – þjóðsögur

„Margrét útilegumaður hafðist við í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum, en síðan í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á Hellisheiði og stal þar af ferðamönnum. Af lýsingunni hér að neðan að dæma hafa þetta verið laugarnar á Ölkelduhálsi fremur en laugar nær byggð. „Þegar Margrét hafði verið í Hagavíkurhrauni um nokkurt skeið, tók hún það ráð að færa […]

Lífssteinar

„Eitt sinn fór hestadreingur að smala hestum. Hann fór norður á eingjar, og norður yfir fljót, og upp í hálsinn. Þar varð fyrir honum hellusteinn. Á hellusteininum voru nokkrir smásteinar, sem voru á sífeldum hlaupum um helluna. Þeir ýmist hoppuðu hver yfir annan, eða hlupu hver í kríng um annan, eins og þegar lömb leika […]

Leyndarmál Reykjanesskagans

„Austan við Grindavík, í miðju Ögmundarhrauni skammt austan Selatanga, er að finna afar merkilegar fornminjar, svonefndan Húshólma, þar sem glögglega má sjá fornar rústir, hús og garða en talið er að þær geti verið frá fyrstu tíð landnáms. Líklega hefur þar verið búseta fram á miðja 12. öld. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar […]

Þingvellir – Stekkjargjá – Snókagjá

Gengið var um Langastíg niður í Stekkjargjá á Þingvöllum. Ætlunin var að ganga um gjána milli Öxarárfoss að Leirum, þ.e. Stekkjargjá og Snókagjá. Þótt auðvelt sé að ganga syðri hlutann, þ.e. milli fossins og Langastígs- uppgöngunnar, er að sama skapi erfitt að ganga gjána þaðan að Leirum vegna hruns og stórra steina. Svæðið er þó […]

Tyrkjaránið

Í Söguriti IV. 1. er m.a. fjallað um „Tyrkjaránið á Íslandi 1627„: „Rán það og manndráp þau, sem tyrkneskir sjóreyfarar frá Algier og Kyle á norðurströnd Suðurálfunnar frömdu hér á landi, í Austfjörðum, Vestmannaeyjum og Grindavík, 1627, og venjulega er nefnt Tyrkjaránið, hefir orðið mönnum minnisstætt á landi hér, og mart verið um það ritað, […]

Gamli Þingvallavegurinn – sæluhús – Þrívörður – Berserkjavarða

Ekki er langt síðan FERLIR fylgdi Gamla Þingvallaveginum frá Krókatjörn og upp á Háamel á Mosfellsheiði þar sem tóftir gamals greiðahúss voru skoðaðar. Nú var ætlunin að leita uppi tóftir sæluhúss ofan við Moldbrekkur skammt norðaustan við Háamel og í leiðinni skoða Þrívörður ofan við Heiðartjörn, Berserkjavörðuna og tóftir af hlöðnu sæluhúsi við gamla veginn. […]

Reynisvatnsheiði – minjar

Fá skrif eru til um jafn nærtæka heiði og Reynisvatnsheiðin er. Reyndar hefur heiðin sú ekki verið nærtæk öðrum en sumarbústaðaeigendum og tímabundum hernámsmönnum fyrr en allra síðustu árin. Eftir að Morgunblaðið byggði prentsmiðju og flutti síðan ritstöðvar sínar í Hádegismóa á Grafarheiðinni norðan Rauðavatns varð Reynisvatnsheiðin skyndilega í örskotsfjarlægð. Að vísu var skógræktarfólk búið […]

Kolviðarhóll, Hellisheiði og Hengill

Í „Fornleifaskráningu á Hengilssvæðinu III – Fornleifar á afrétti Ölfushrepps„, gerða af Orra Vésteinssyni 1998, er fjallað um ýmsar minjar á og við Kolviðarhól, Hellisheiði og í Hengli. Hér veður getið nokkurra þeirra: „Bú var reist á Kolviðarhóli 1883 og varði til 1954, en þar sem sá búskapur tengist fremur sögu samgangna á svæðinu en […]

Fornleifafræðingar og leikmenn

Fornleifafræðingar líta á sig sem vísindamenn, sem og þeir eru. Þeir eru, líkt og aðrir vísindamenn, jafnan uppteknir af því að takmarka umræðuefni fræðigreinarinnar og spyrja eigin spurninga, s.s. um hvað er hægt að tala og hvað ekki? Þeir halda sig og við þær vísindalegu kröfur, sem til þeirra eru gerðar vegna þess að þeir […]

Brynjudalur – Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) – Hrísakotssel

Í Landnámu (Sturlubók) er fjallað um Brynjudal í Hvalfirði. „Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og […]