Entries by Ómar

Sólheimakot – Seljadalur – gata

Ákveðið var að fylgja mjög gamalli götu upp frá Geithálsi framhjá Sólheimakoti, undir Hríshöfða, framhjá Djúpadal og Myrkurtjörn áleiðis inn í Seljadal. Gatan sést mjög vel á köflum, en á nokkrum stöðum hefur trjám verið plantað í hana, einkum utan við Sauðhúsahvamm og undir Hríshöfða. Nefnd gata kemur inn á aðra er liggur áleiðis upp […]

Núpafjall – Camp Cameron

Í „Aðalskráningu fornleifa í Ölfusi – Áfangaskýrslu III“ má lesa eftirfarandi um Camp Cameron á Núpafjalli í Ölfusi: “Vorið 1941 sendu Bretar aftur herlið fram á Núpafjall. Gerðu þeir bílfæra braut, kílómetra langa, suður af Hellisheiðarvegi […]. Þaðan lá brautin vestan undir klettabelti um einstigi og á sveig niður í dalverpið norður af Hurðarásvötnum. Þar […]

Stykkisvöllur

Um „Stykkisvöll“ í Brynjudal segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi svo í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1904: „Svo segir Harðarsaga (24 k.) >Refr hét maðr . . . . Hann bjó á Stykkisvelli í Brynjudal«. Enginn bær í Brynjudal heitir nú Stykkisvöllur og er það nafn alveg týnt. Eru ýmsar getgátur um, hvar sá bær […]

Þríhnúkar – gígaröð

Áætlanir eru um að gera stærsta hraunhelli í heimi, Þríhnúkahelli, aðgengilegan ferðamönnum. Að þessu sinni var gengið um Þríhnúka og athyglinni séstaklega beint að gígaröð, gjám og misgengi suðaustan við þá. Við athugun á berglögum við Þríhnúka komu í ljós fjögur misgömul hraun. Grágrýtishraunin eldri eru 4000-4500 en þau yngri 2900-3400 ára. Síðarnefndu hraunin eru úr […]

Kræklingurinn í Hvalfirði

Í Ægi árið 1963 er m.a. fjallað um kækling sem beitu: „Það er enginn vafi, að þorskurinn hefur öðrum fiskum fremur haldið lífinu í Íslendingum. Er þetta svo viðurkenndur sannleikur, að flattur þorskur var um skeið tekinn upp sem skjaldarmerki þjóðarinnar. Íslendingar hafa líka alla tíð sýnt þessum fiski vissa kurteisi. Þó meiri áður fyrr, […]

Kjalarnes og Kjós

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2000 má lesa eftirfarandi frásögn um „Kjalarnes og Kjós„: „Esjan er fjall sem allir Reykvíkingar og fleiri hafa fyrir sjónum nær alla daga.Uppi í hlíðum þess var unnið kalk og flutt til Reykjavíkur. Brennsluofhinn stóð þar sem nú heitir Kalkofnsvegur og eru enn til hús sem kalkið var notað í. Á […]

Heiðmörk – Elliðavatn

Saga Elliðavatnsbæjarins er áhugaverð og samofin sögu Reykjavíkurborgar og þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu öldum. Fyrstu heimildir um Elliðavatnsjörðina finnast í máldaga frá 1234 en þar segir að Viðeyjarklaustur eigi Elliðavatnið hálft. Við siðaskipti varð jörðin konungseign en ekki fer miklum sögum af jörðinni þar til Innréttingar taka til starfa í Reykjavík upp […]

Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur

Í Morgunblaðinu 2016 er fjallað um bókina „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur„: „Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi […]

Rétt á Reynisvatnsheiði

FERLIRsfélaginn Jón Svanþórsson hefur löngum, ásamt Lucy, gengið um Reynisvatnsheiðina. Á þessum ferðum þeirra hefur hann, fremur en hún, uppgötvað ýmislegt, sem öðrum hefur verið fjarrænt – jafnvel hulið. Ekki er langt síðan þau feðginin gengu þarna fram á leifar af gamalli hlaðinni fjárborg ofan skammt ofan skógræktarmarka, staðsettu vörðubrot og nánast jarðlæg landamerki, auk […]

Leiðir og lendingar við Faxaflóa I

Oddur V. Gíslason skrifaði grein er birtist í Sjómannablaðinu Víkingi um „Leiðir og lendingar við Faxaflóa“ árið 1949. Hér fjallar hann um leiðina að Suður-Vogum: „Árið 1890 kom út dálítill bæklingur eftir hinn kunna sægarp, séra Odd V. Gíslason á Stað í Grindavík. Bæklingur þessi var leiðarvísir fyrir sunnlenzka sjómenn, og hafði meðal annars að […]