Færslur

Rauðamelur

Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson rituðu grein í Náttúrufræðinginn árið 2000 um „snigilsvamp og önnur sædýr í Rauðamel“ og lýstu auk þess jarðfræði svæðisins.
„Reykjanesskagi er mjög mótaður af eldvirkni, en eftir skaganum endilöngum liggur 50-60 km lanRauðamelurgt gosbelti sem stefnir um það bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar sprungureinar með stefnu 30-40° NA og þar er eldvirkni og upphleðsla hvað mest á nesinu, einkum um miðbik sprungureinanna (Kristján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson 1980). Gosbeltið á Reykjanesi er í beinu framhaldi af Reykjaneshrygg, en Reykjanes-Langjökuls-rekbeltið stóðst ekki á við hrygginn, sem hliðrast austur eftir skaganum (Haukur Jóhannesson 1980).
Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri: 1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum ísaldar eða íslausum svæðum á jökulskeiðum, en þau eru öll rétt segulmögnuð og því yngri en 780 þúsund ára (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Elsta bergið á skaganum er raunar mun yngra, en það er talið um 500 þúsund ára gamalt í nágrenni Reykjavíkur (Haukur Jóhannesson 1998). Grágrýtið er að mestu leyti myndað við dyngjugos og er einkum á þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og Vogaheiði, Krýsuvíkurheiði og svæðinu milli Lönguhlíðar og Undirhlíða. Nýlega hafa fundist setlög með sædýraleifum á töluverðu dýpi í borholum á jarðhitasvæðinu á vestanverðu Reykjanesi, sem sýnir að setlög frá hlýskeiðum eða hlýindaköflum á jökulskeiðum eru neðar í staflanum á milli grágrýtislaga (Bjarni Richter, munnlegar uppl. 1999).
2) Móberg myndað á jökulskeiðum ísaldar myndar nærri allt hálendi skagans og er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsunRauðamelurd ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í Brennisteins-fjöllum og Lönguhlíð, öllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum vestar á nesinu, t.d. Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Stapafell. Móbergið er að mestu myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum, en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó verið mynduð við gos í sjó. Móbergsmyndanirnar virðast yngri eftir því sem vestar dregur á nesinu (Jón Jónsson 1984). 3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur úr pikrítbasalti, en þær eru taldar 11.000-13.000 ára, þá eru stórar ólivínbasalt-dyngjur, taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru sprunguhraun yngri en 8.000 ára, en þau eru flest af þóleiítgerð (Jón Jónsson 1978, Sveinn Jakobsson o.fl. 1978).

SETMYNDANIR Í RAUÐAMEL

Rauðamelur

Dyngjuhraunin eru ávallt helluhraun en sprunguhraunin oftast apalhraun. 4) Setlög frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja aðeins lítinn hluta af yfirborði Reykjanesskaga. Þau eru aðallega af þrenns konar uppruna. I fyrsta lagi gjall og gosaska myndað við eldgos, aðallega á nútíma; þá strandmyndanir tengdar hærri sjávarstöðu í ísaldarlok og lágri stöðu landsins sökum jökulfargs á síðasta jökulskeiði; loks eru hér og þar lausjarðlög, foksandur, fjörusandur, veðrunarset, aurkeilur og skriður, myndað við veðrun og rof í lok síðasta jökulskeiðs og á nútíma.
Í þessari grein verður fjallað um leifar hrygglausra dýra í sjávarseti frá lokum síðasta jökulskeiðs í Rauðamel, en jarðmyndanir þar tilheyra síðasta flokknum hér að framan.

Rauðamelur er rúmlega 3 km langur melur norðaustur af Stapafelli á vestanverðum Reykjanesskaga. Yfírborð hans er í 20-35 m hæð yfir sjó og yfirborðsflatarmál um 2,1 km2 (Gunnar Birgisson 1983), en áætlað rúmmál er um 10 milljón m3 (Trausti Einarsson 1965). Þykkt Rauðamels er samkvæmt Gunnari Birgissyni (1983) um 10 m að norðaustanverðu, en við Stapafell er hún um 20 m. Út frá mældum jarðlagasniðum nyrst og syðst í melnum ætlar hann að meðalþykkt eftir miðás sé um 15 m. Trausti Einarsson (1965) og Jón Jónsson (1978) töldu aftur á móti að þykkt melsins væri vart meiri en 6-8 m. Setlögin í Rauðamel skiptast í fjórar myndanir. Neðri hluti melsins er um 10 m þykk víxl og skálaga sand- og malarmyndun, sem hvílir annaðhvort mislægt á jökulrákuðu hraunlagi eða jökulbergi, og stefna jökulrákir á hraunlaginu í norðvestur (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Nyrst í melnum er jökulbergslagið í 27 m.y.s. en syðst í 10 m y.s. og liggur það líklega eftir honum endilöngum (Gunnar Birgisson 1983). Neðsti hluti sand- og malarsyrpunnar er víxl- og skálaga, en samlægt ofan á honum er skálaga sandur og möl með vaxandi kornastærð upp á við. Ofarlega í þessari myndun fannst hryggjarliður úr hRauðamelurval og er aldur beinsins um 35.000 ár BP (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Mislægt ofan á sandinum og mölinni er víða jökulbergslag, allt að 3 m þykkt. Á einum stað má sjá að áður en jökulbergslagið myndaðist hefur hraun lagst að og yfir hluta setsins, en hraunið er jökulrákað með stefnu ráka til norðvesturs. Mislægt ofan á og utan í jökulbergslaginu er að lokum um 3,5 m þykk sand- og malarmyndun, en neðst í henni fundust nokkrar hrúðurkarla- og samlokuskeljar. Einnig fundust þar leifar snigilsvamps og verður honum nánar lýst hér á eftir. Skeljarnar voru allar varðveittar inni undir slútandi vegg jökulbergsins, sem virðist hafa myndað eins konar hlíf yfir þær og þannig hindrað að t.d. kolsúrt vatn næði til þeirra í eins miklum mæli og annars staðar í setinu. Samt eru þær nokkuð eyddar og uppleystar. Þegar lengra kemur frá þéttu jökulberginu út í setið sjást engar skeljaleifar og má gera ráð fyrir að þar séu þær uppleystar og horfnar, enda hefur yfirborðsvatn átt þar greiðari aðgang að þeim um grófkornótt setið. Sýni úr hrúðurkarli var aldursgreint með geislakolsaðferð og reyndist aldurinn vera 12.600 ± 130 ár BP (Haukur Jóhannesson o.fl. 1997). Efst í melnum er jarðvegur og jarðvegsblönduð möl og er meðalþykkt lagsins um 60 cm, en víðast þarf að moka u.þ.b. einn metra ofan af melnum til að losna við mold úr mölinni (Gunnar Birgisson 1983).

FÁNAN Í RAUÐAMEL

Rauðamelur

Hvalbeinið úr neðri sand- og malarmynduninni í Rauðamel hefur ekki ennþá verið greint til tegundar og sama er að segja um sæspendýrabein, sem fundust þar síðar rétt ofan við neðra jökulbergslagið. Beinin sem fundust í seinna skiptið eru mjög brotin og illa farin, eydd og uppleyst, en eru auðsjáanlega úr frekar litlu dýri. Þau gætu raunar öll verið úr sama dýrinu.
Skeljaleifarnar í efri sand- og malarsyrpunni í Rauðamel eru frekar fátæklegar, en þar fannst ein veggplata úr hrúðurkarli (Balanus balanus Linné, 1758), sjö veggplötur og þrjár lokplötur úr djúpkarli (Balanus Hameri Ascanius, 1767) og eitt hjararbrot af rataskel og verður honum lýst sérstaklega hér á eftir.
Þótt fánan sé mjög fátæk af tegundum má gera sér nokkra grein fyrir kröfum hennar til umhverfisþátta. Fánan virðist fyrst og fremst hafa setið á botninum (áfána) utan í jökulberginu, en ekki grafið sig niður í sandog malarbotninn. Hún hefur varla lifað íneinum heimskautasjó því að djúpkarl lifir ekki nú á tímum í svellköldum sjó. Útbreiðslumörk hans eru í Hvítahafi í norðri og við Ermarsund í suðri. Hann er óþekktur frá A-Grænlandi og við V-Grænland finnst hann ekki norðan við Nyrðri-Straumfjörð (Stephensen 1933). Við austurströnd N-Ameríku er hann útbreiddur frá Hamiltoneyju við Labrador í norðri suður til Norður-Karólínu (Wagner 1970). Af útbreiðslu hans að dæma má gera ráð fyrir að hann kjósi sjávarhita ekki öllu lægri en hér er nú við Norðurland og Austfirði.
Dýptardreifing djúpkRauðamelurarls er einnig athyglisverð því hann lifir helst á meira dýpi en 40-50 m (Stephensen 1933), en dýptardreifing hans virðist vera frá 5 m við strönd Norður-Ameríku og niður á 492 m dýpi norður af íslandi (Stephensen 1938). Einnig má gera ráð fyrir að svampurinn hafi tæplega lifað á minna dýpi en 13 m ef litið er til dýptardreifingar snigilsvampa við landið nú (Burton 1959). Hér er því augsýnilega ekki um neina strandfánu að ræða. Djúpkarlinn er allstór og með frekar þykkar veggplötur og því má telja líklegt að hann og fánan í heild hafi lifað í fullsöltum sjó þar sem ferskvatns-íblöndunar frá landi gætti lítið sem ekkert. Þegar dreifing þessara fáu tegunda, sem fundust í efri setlagasyrpunni í Rauðamel, er skoðuð virðist niðurstaðan sú að fánan hafi lifað í sjó með svipaðan sjávarhita og nú er við Norðurland og Austfirði. Það hefur því augsýnilega verið farið að hlýna í lok síðasta jökulskeiðs þegar efri hluti Rauðamels myndaðist ofan við efra jökulbergslagið. Fánan hefur lifað í fullsöltum sjó á grunnsævi rétt utan við strönd þar sem dregið hafði úr umhverfis-orku miðað við ströndina sjálfa, þó að gróft efni bærist þangað út. Sandur og möl mynduðu mestan hluta botnsins, en hins vegar sat sá hluti fánunnar sem er varðveittur utan í jökulberginu, en það myndaði harðan og fastan botn fyrir dýrin. Gera má ráð fyrir að snigilsvampurinn hafi þrifist bærilega í þessu umhverfi, en honum verður lýst hér á eftir.

SVAMPURINN í RAUÐAMEL
RauðamelurSvampurinn er aðeins varðveittur að hluta því að allmikið er brotið ofan af honum. Hann er grágulur á litinn og hefur verið a.m.k. 7 cm í þvermál. Ekki er unnt að segja til um hæðina með vissu en liklega hefur hún verið 5-7 cm. Á yfirborði svampsins má sjá fjölda smárra innstreymisopa (ostia) og líklega einnig miðlægt útsreymisop (osculum). Augsýnilega hefur hann ekki haft samanhangandi stoðgrind heldur laust samanbundnar stoðnálar til styrktar, en trefjar úr hörðu eggjahvítuefni (spongin) hafa haldið nálunum saman. Stoðnálarnar eru úr kísli og í tveimur stærðarflokkum. Stærri nálar (megasclera) eru allt að 0,75 mm langar en þær minni (microsclera) frá 0,01 til 0,1 mm. Stoðnálarnar eru einása (monaxon), beinar eða lítið eitt bognar og með fínkornótt yfirborð. Þær eru oddmjóar í annan endann, en oft með hnúð á hinum (tylostyle) (5. og 6. mynd). Minni nálarnar eru afrúnnaðar í báða enda. Dálftið ber á geislalægri niðurröðun stærri nála úti við yfirborðið, en niðurröðun virðist meira ruglingsleg innar í veggnum. Hluti úr svampinum var sendur til Ole S. Tendal á dýrafræðistofnun háskólans í Kaupmannahöfn, en hann er sérfræðingur í svömpum. Hann hjálpaði okkur að greina svampinn og taldi að hér væri um að ræða snigilsvamp, Suberites sp. Ekki er unnt að greina hann til tegundar þar sem hann er svo illa farinn og nálar margra tegunda af þessari ættkvísl afar lfkar í útliti. Hér við land lifa nú tvær tegundir sem tilheyra þessari ættkvísl, Suberites domuncula (Olivi, 1792), eða krabbasníkir,   og   S.   carosus   (Johnston 1842). Báðar tegundirnar hafa fundist allt umhverfis landið. Fyrrnefnda tegundin virðist mun algengari og heldur sig á 13-360 m dýpi en sú síðarnefnda er á enn meira dýpi; hún hefur fundist einu sinni í Faxaflóa á 36 m dýpi en annars alltaf í dýpri sjó en 100 m (Burton 1959). Líklegra þykir okkur því að hér sé um krabbasníki að ræða, en hann situr oft utan á sniglaskeljum sem krabbar hafa tekið sér bólfestu í.
Snigilsvampar tilheyra flokki kísilsvampa (Demospongea), undirflokknum einásum (Monaxonida) eða fjórásum (Tetractinomorpha), ættbálki klunka (Hadromerida) og ætt snigilsvampa (Suberitidae) (Kaestner 1965, Bergquist 1978). Sæsvampur hefur ekki fundist áður í íslenskum jarðlögum, en fáeinar kísilstoðnálar úr ferskvatnssvampi komu í ljós í setinu í Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk á Barðaströnd (Friedrich 1966).

MYNDUNARHÆTTIR í RAUÐAMEL – UPPRUNI EFNIS
Í Rauðamel eru jökulbergslögin tvö ummerki um framrás jökla á kaldari tímum á síðasta jökulskeiði. Sand- og malarsyrpurnar benda hins vegar ótvírætt til mildari umhverfisaðstæðna með minni jöklum, hærri sjávarstöðu og upphleðslu setlaga í fjörum eða neðan fjörumarka. Á fyrra kuldatímabilinu var svæðið hulið jökli.
SkipsstígurÞegar mildara tímabilið hófst hörfaði jökullinn og setlög hlóðust upp við eða skammt neðan sjávarmáls. Á þessu tímabili, fyrir um 35.000 árum, bar hvalur beinin við Rauðamel. Þessi mildi tími gæti svarað til hlýindakafla sem kenndur er við Álesund í Noregi (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). I lok tímabilsins rann hraun að og yfir hluta setsins. A síðara kalda tímabilinu gekk jökull aftur norðvestur yfir svæðið. Er jökullinn hörfaði á ný hækkaði sjávarborð þar til það náði um 70 m hæð yfir sjó eins og sjá má á Vogastapa (Sigmundur Einarsson 1977). Þá hlóðust upp setlög á grunnsævi og við strönd og er sjávarsetið í efri hluta Rauðamels, í 20-35 m hæð yfir sjó, hluti af þeirri setmyndun. Að lokum féll sjór af svæðinu og hraun frá nútíma lögðust upp að og að hluta til yfir melinn (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999).
Trausti Einarsson (1965) gerði grein fyrir myndunarháttum og uppruna setlaga í Rauðamel og ályktaði, út frá því hversu ólivínríkt setið er og hvernig lagskiptingu þess er háttað, að það væri komið úr suð-vestri frá Stapafelli. Þegar litið væri á hæð melsins yfir umhverfið, lögun myndunarinnar og hreinleika efnisins væri melurinn líklegast forn sjávargrandi sem myndast hefði við hærri sjávarstöðu en nú er. Hann taldi hæð melsins falla allvel að hæð fjörumarka á Miðnesi og efstu fjörumarka í Reykjavík í 43 m hæð yfir sjó og að sjór hefði umlukið Stapafell í lok síðasta jökulskeiðs og rofefni úr því, og ef til vill einnig úr Súlum og Sandfelli, hefðu borist norður á bóginn með straumum og ölduróti, einkum í sterkum sunnanáttum. Trausti benti á að nútímahraun hafa runnið upp að melnum og sums staðar yfir hann og hann furðaði sig á því að myndunin skyldi ekki hafa kaffærst í hraunum miðað við allan þann fjölda hrauna sem runnið hefur á nútíma á skaganum. Því dró hann þá ályktun að setmyndunin hlyti að vera mun víðáttumeiri en sést á yfirborði nú og einnig að svipuð myndun væri undir nútímahraunum við Þórðarfell.
Jón Jónsson (1967) var sammála Trausta um að efnið í Rauðamel sé ólivínríkt og líklega að langmestu leyti komið úr Stapafelli, en benti þó á að við smásjárskoðun á sandi hafi fundist talsvert af bergmolum sem innihalda spínil, en þeir hafa ekki fundist í Stapafelli. Hann taldi þetta benda til annars uppruna en eingöngu úr Stapafelli og varð einnig litið til Sandfells sem lfklegs upprunastaðar setsins. Jón áleit einnig að Rauðamelur væri malar- og sandgrandi myndaður í lok síðasta jökulskeiðs og taldi sjávarstöðu þá hafa verið um 70 m hærri en nú (Jón Jónsson 1984).
RauðamelurFreysteinn Sigurðsson og Sigurður G. Tómasson (1977) töldu setlögin í Rauðamel 20-30 metra þykk og gerð úr skálaga sandi og möl. Efnið í setlagasyrpunum í neðri hluta melsins álitu þeír komið úr Stapafelli, en ofan á því fundu þeir jökulberg og jökulsorfið hraun og efst grófari malarlög með hnullungalagi úr pikríti sem líklega hefur verið úr Lágafelli sunnan Þórðarfells. Gunnar Birgisson (1983) gat um tvö jökulbergslög sem hann nefnir hið eldra og hið yngra. Eldra lagið fann hann á fjórum stöðum í sunnan- og norðaustanverðum melnum og það yngra í miðjum melnum, en þó aðallega í honum norðaustanverðum. Gunnar greindi á milli þessara tveggja jökulbergslaga á þann veg að grunnur yngra lagsins væri brúnleitur og gerður úr nokkuð grófkorna móbergsgleri en grunnur eldra lagsins gráleitur, siltríkur og mun fínkornóttari. Hann gat þess líka að molar úr eldra jökulberginu væru hér og þar í því yngra.
Jafnframt benti hann á að ef allt efnið í Rauðamel væri komið úr Stapafelli þá hefði fellið þurft að vera tvisvar sinnum stærra en það er nú til þess að geta gefið af sér þetta efnismagn. Gunnar taldi einnig að hér væri um granda að ræða.
Þorsteinn Sæmundsson (1988) taldi út frá stefnu jökulráka bæði í melnum og utan við hann, svo og stefnu langáss korna í efra jökulbergslaginu, að jökull hefði skriðið ofan af fjalllendi skagans til Rauðamelurnorðvesturs.
Efnið í setlagasyrpunum hefði borist með jökli, einkum með leysingarvatni hans, og hlaðist upp við eða skammt framan við jökuljaðar sem náði í sjó fram rétt austan við núverandi Rauðamel. Hann benti á að í Rauðamel sé svipað eða sama efni og finnist víða á svæðinu, meðal annars í Stóra Skógfelli suðaustan við melinn, en víst er að jökull fór yfir það svæði. Þetta gæti skýrt breytileikann í setgerð upp eftir neðri setlagasyrpunni, svipaða setmyndun bæði undir og ofan á jökulberginu og breytileikann í hallastefnu setlaganna í melnum.
Hér er einnig gert ráð fyrir að sjór hafi að mestu leyti mótað núverandi lögun hans.
Þannig hafa komið fram a.m.k. tvær tilgátur um uppruna Rauðamels. Líklega hefur Rauðamelur að miklu leyti myndast sem grandi, en Ijóst er að rétt eftir að efra jökulbergslagið myndaðist hefur sjávarstaða á svæðinu verið nokkru hærri en núverandi yfirborð melsins. Eins og áður hefur komið fram hafa fundist þar leifar sjávardýra sem nú lifa hér við land á grunnsævi á meira en 13 m dýpi.

Heimild:
Náttúrufræðingurinn 1999-2000.

Viðeyjareldstöð

Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði dalsins.
Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á Einarfjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og „kom í Elliðaárós“ að því er segir í Landnámu.
Í Elliðaárdal eru stígar og brautir og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins.
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1906. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum og uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan.
Jarðfræði Elliðaárdals er einstök vegna margbreytileika síns. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi.  Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Þá má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Í dalnum er jarðhitasvæði og eitt af vinnslusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur.

Megineldstöð
MegineldstöðinEinar sagði m.a. frá myndun landsins í og utan Elliðaárdals. Elsta bergið væri um 3-4 milljón ára gamalt. Það fæddist í megineldstöð, sem reis úr sjó utan núverandi lands, þar sem nú eru Viðey og Engey. Eldstöðin var virk þar til fyrir um 2 milljón árum. Þá féll hún saman er kvikuþróin undir henni tæmdis og eftir stóð hluti af jöðrum hennar, þ.e. eru m.a. fyrrnefndar eyjar. Þar sem miðja eldstöðvarinnar var áður er nú um 50 metra dýpi. Þá var sjávarstaðan hærri og myndaðist t.d. vogur þar sem nú er Elliðaárdalur. Eftir að síðasta ísaldarskeiði lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum byrjaði landið að rísa hægt og bítandi. Dæmi um þáverandi sjávarstöðu má enn sjá í setlögum sunnan í dalnum.

Elliðavogslögin
FallBeggja vegna Elliðaárósa eru merkileg  setlög sem lengi hafa verið umtöluð meðal jarðfræðinga. Þetta eru Elliðavogslögin. Þau sjást undir grágrýtinu í Ártúnshöfða en þekktasti hluti þeirra er í Háubökkum við Elliðavog. Þar hafa Elliðaárnar með hjálp sjávarins sorfið fram allháa þverhnípta hamra við ströndina. Lögin voru rannsökuð í byrjun 20.aldar af jarðfræðingnum Helga Péturss. Neðst sá hann grófan harðan ruðning sem hann áleit vera jökulruðning, þar ofan á var sjávarset með skeljum, síðan annað jökulruðningslag eftir nýtt framgangsskeið jökla. Efst var Reykjavíkurgrágrýtið. Með þessari athugun Forntkomst Helgi að því að ísöldin hafi ekki verið einn samfelldur fimbulvetur heldur hefðu skipst á jökulskeið og hlýskeið.
Þá má finna á stöku stað í Elliðavogslögunum skeljar sem eru af sömu tegundum og þær sem lifa við ströndina enn í dag. Í lögunum finnst einnig samanpressaður mór eða hálfgerður sultarbrandur. Talið er að skeljarnar séu um 300 þúsund ára gamlar en þá ríkti hlýskeið sem nefnt er Cromer. Yngra jökulbergslagið er hins vegar talið vera frá jökulskeiði sem nefnt er Holstein og ríkti fyrir um 250 þúsund árum. Sultarbrandurinn er yngsti hluti laganna og myndaður úr gróðri sem þarna óx á Elster-hlýskeiðinu fyrir nálægt 200 þúsund árum.
EinarMyndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjarvíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjarvíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Þá tóku ár og lækir að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandurinn í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða.

Elliðavogshraun
Reykjavík er í næsta nágrenni við Reykjanesgosbeltið. Einungis eru um 7 km frá byggðamörkum að næsta eldgíg sem er í Búrfelli ofan LeitiHafnarfjarðar.
Fyrir 5200 árum gaus í stórum dyngjugíg sem nefnist Leiti og er austan Bláfjalla. Miklir og breiðir hraunstraumar flæddu niður um sandskeið og niður í Lækjabotna. Þaðan rann eldáin að Elliðavatni, sem hefur verið mun stærra en það er í dag. Þegar glóandi hraunið flæddi út í vatnið og yfir það urðu miklar sprengingar og gufugos. Í þessum hamförum mynduðust Rauðhólar. Hólarnir eru svokallaðir gervigígar. Þegar hraunið hafði brotist yfir Elliðavatn féll það niður með Elliðaám allt til sjávar í Elliðavogi.
Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. í kringum Elliðaárhólmann.

Ísaldarminjar
LeitarhraunÍ Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilsvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg á undirlag sitt sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökull loks hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, Fróðleikurmynduðust malarhjallar og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum og setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Víða má finna rispaðar grágrýtisklappir, jökulgrópir, hvalbök (ávalar jökulheflaðar klappir), grettistök (stórir steinar og björg sem jökull hefur rifið upp og flutt til) og jökulruðninga (blanda af sandi, urð og grjóti sem víða er í þykkum lögum ofan á berggrunninum). Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir, nefndar strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót en ekki lindár eins og nú er. (Sjá má kortið af Elliðaárdalnum í stækkun HÉR.)

Leitarhraun
ElliðaáGos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 (5300) árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
Leitarhraun á uppruna sinn í gígnum Leiti undir austanverðum Bláfjöllum. Frá honum streymdi mikill hraunmassi niður þar sem nú er Selvogur og Þorlákshöfn, auk fyrrnefnds hrauntaums er náði niður í Elliðavog. Hraunið liggur m.a. undir Kristnitökuhrauninu (Svínahrauni). Í því mynduðust Rauðhólar er glóandi hraunið rann yfir norðanvert Elliðavatn og áfram niður til sjávar í Elliðaárósum. Áin náði að renna ofan á heitu hrauninu, kæla og rífa sig inn í það á leið til sjávar.

Elliðaár
Elliðaárnar eru lindár en þær falla úr stöðuvatni og hafa tiltölulega jafnt og stöðugt rennsli, gróðurinn nær að vatnsborði, fiskigengd er mikil og fuglar una sér vel. Þær eru því sannkallaðir lífgjafar. Núverandi farvegir mótuðust eftir að Elliðavogshraunið rann. Talið er að áður fyrr hafi áin bara verið ein en eftir að hraunið fyllti hana þá hafi hún kvíslast í tvær.
Meðalrennsli Elliðaánna er um 5,5 m3 /sek.

Hamfaraflóð
SkessuketillAðfaranótt þriðjudagsins 15. desember 1998 brast aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal með þeim afleiðingum að 12 m3 vatns á sekúndu streymdu niður í dalinn í rúmlega hálfa klukkustund. Ummerki flóðsins sjást á nærri 700 m2 svæði.
Þar sem flóðið reif með sér jarðveg og gróður í brekkunni við Rafveituheimilið opnuðust jarðvegssnið þar sem getur að líta áfoks-, gjósku- og mólög frá Nútíma (síðustu 10 þúsund ár), en þar sem jarðvegur skolaðist burtu má sjá berggrunn svæðisins og undirliggjandi jökulurð sem vitna til eldri hlýskeiðs og kuldaskeiðs.
Á svæðinu má sjá jarðvegsnið með öskulögum úr rofsárinu. Jarðvegurinn hefur verið að myndast í um 10-11 þúsund ár enda er elsta þekkta öskulagið svokallað Saksunarvatns-öskulag sem féll fyrir um 10200 árum síðan. Um miðbik jarðvegssniðsins má sjá mikla litabreytingu á jarðveginum. Neðarlega er dökkbrúnn mór en ofar er ljósbrúnn fokjarðvegur. Þegar Leitahraunið rann fyrir um 5000 árum síðan hefur hraunstraumurinn ýtt Elliðaánum tímabundið úr þáverandi farvegi sínum út til jaðra dalsins. Á sama tíma var mýrarfláki staðsettur þar sem rofsárið er nú. Ummerki benda til þess að áin hafi náð að renna yfir mýrarflákann og rofið burt sem nemur um 2-3000 ára uppsöfnun af mó. Nokkru eftir þennan atburð hefur jarðvegur byrjað að safnast fyrir á ný. Vegna breyttra aðstæðna í umhverfinu hefur mýri ekki myndast líkt og áður heldur jarðvegur með meiri einkenni fokjarðvegs. Neðarlega í ljósbrúna fokjarðveginum má sjá svokallað landnámsöskulag sem féll árið 871 eða rétt áður en landnám hófst á Íslandi. Ofar í jarðveginum má greina svokallað Miðaldalag sem féll árið 1226. Efsta öskulagið í jarðveginum er frá Kötlu og féll í kringum árið 1500.
Í máli Einars kom fram að tveimur árum eftir „hamfara-flóðið“ höfðu 98 plöntutegundir fest rætur á fyrrum „hamfara-svæðinu“. Nú væri gróðurinn að taka yfir það sem áður virtist vera áhugaverð jarðfræðiyfirlit.

Fossarnir
SkessukatlarSelfoss er myndarlegur foss skammt neðan Höfðabakka-brúarinnar. Nokkru neðar er Stórifoss, sem er beint framundan félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Skáfossar eru varla sjáanlegir nema þegar vatn er með meira móti í Elliðaánum. Þá rennur vatn eftir klöppunum á syðri bakkanum við Stórafoss og í ána rétt neðan við fossinn. Getur þá að líta smáfossa sem falla á ská, miðað við straumstefnu, út í ána og draga nafn sitt af því. Framundan rafstöðinni er Ullarfoss. Nafn sitt dregur fossinn væntanlega af því að þar hefur verið þvegin ull, en fossa með þessu nafni má finna allvíða í íslenskum ám. Neðsti fossinn í eystri kvísl Elliðaánna er Sjávarfoss. Hann hefur frá öndverðu verið gjöfull á lax og þar veiðast yfirleitt fyrstu laxar sumarsins. Myndir eru til af Sjávarfossi frá ýmsum tímum með mörgu stórmenni. Áður fyrr, þegar yfirvöld lands eða borgar vildu sýna erlendum gestum sínum sóma, var farið með gestinn inn að Elliðaám og hann látinn renna fyrir lax í Sjávarfossi.
Í vestari kvíslinni eru fjórir nafngreindir fossar. Skorarhylsfoss, sem einnig er nefndur Kermóafoss, er efstur. Á þessum slóðum í árhólmanum heitir svæðið Kermói. Næst fyrir neðan er Arnarfoss, en hann er gegnt Kúavaði í eystri kvíslinni, nokkru ofan við Ullarfoss. Þar talsvert fyrir neðan, eða skammt ofan við hitaveitustokkinn sem er neðan rafstöðvarinnar er Búrfoss, rétt við Reykjanesbrautina, og skammt þar neðan við er Skötufoss.Við Skötufoss er Drekkjarhylur. Í Drekkjarhyl var konum drekkt, en ekki er vitað hve margar konur létu þar líf sitt.
Við Skötufoss eru fallegir skessukatlar.

Jarðhiti
ElstaElliðaárdalurinn er einn af þremur jarðhitasvæðum á Reykjarvíkursvæðinu. Hin tvö eru í Laugardalnum og á Seltjarnarnesi. Jarðhitasvæðin í Reykjavík eru tengd gamalli megineldstöð sem kennd hefur verið við Viðey. Elliðaársvæðið er við suðurjaðar eldstöðvarinnar. Ummerki um jarðhita finnast á 8-10 km2 svæði, allt frá Breiðholtsmýri og norður fyrir Grafarvog. Sjálft vinnslusvæðið er um 300 m frá austri til vesturs og um 250 m frá norðri til suðurs. Frá 1967 hafa verið boraðar 16 djúpar holur (600-2300 m) á jarðhitasvæðinu og eru 8 þeirra nýttar. Holurnar skera móberg og hraunlög en streymi vatnsins stjórnast af sprungum og misgengjum. Hiti vatnsins er 80-100°C. Heita vatnið streymir úr norðaustri en tunga með kaldara vatni streymir á móti úr suðvestri.

Gróðurfar
Gróðurfar í Elliðaárdal er fjölbreytt. Fjölbreytileikinn ræðst af mismunandi gróðurlendum og ræktun. Helstu gróðurlendi eru: Mýrar, kvistlendi, valllendi, blómlendi, og skóglendi. Aðalsérkenni gróðurfarsins í dalnum eru slæðingar. En það eru plöntur sem hafa borist með manninum beint eða óbeint.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Sjá meira um Elliðaárdalinn HÉR, HÉR og HÉR.

Heimild m.a.:
-Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur.
-http://nemendur.khi.is
-www.or.is

Kleifarvatn

„Þrír íslenskir kafarar hafa birt á Youtube magnað myndband af hverasvæði á botni Kleifarvatns. Er þarna um einstakt náttúrufyrirbrigði að ræða sem þeir félagar hafa náð góðum myndum af.
Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu þykja aðstæður góðar fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært og skyggnið prýðilegt eins og myndir þessar bera með sér.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 ferkílómetrar. Það er jafnframt eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m þar sem það er dýpst. Vatnið hefur ávallt verið sveipað ákveðinni dulúð þar sem sögur hafa gengið um undarlegar skepnur sem komu stundum upp úr því. Um 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni, þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum, vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Krýsuvík er eitt merkilegasta og fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins sem margir Suðurnesjamenn nýta sér. Þar er að finna mörg merkileg og skoðunarverð náttúrufyrirbrigði, hvort sem er ofan eða neðan yfirborðs Kleifarvatns af þessum myndum að dæma.“

Varla þarf að taka fram að Kleifarvatn er í umdæmi Grindavíkur.

Myndabandið má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=SgFXG5kjO0Q

Heimild:
-www.vf.isKleifarvatn

Miðdalur

Ætlunin var að ganga um Miðdal frá Fremstadal og inn í Innstadal. Þar átti að skoða betur aðstöðu útilegumanna, sem höfðust við í dalnum um miðja 18. öld. Enn má sjá minjar í og undir hamri norðan í dalnum, auk þess sem óvíða er litadýrðin meiri en í nálægu Hveragili.
ÖlkeldanDalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Um þá rennur Hengladalaáin. Dalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Í Miðdal (Þrengslum) er Ölkelda. Sagt er að hver sá sem laugar lasinn líkamshluta í keldunni muni alheill verða.

Fyrsta hindrunin var skapillur starfsmaður Orkuveitunnar. Sagði hann FERLIRsþátttakendur ekkert eiga með það að gera að fara um svæðið – þetta væri vinnusvæði. Ekki var þó að sjá að maðurinn væri að vinna, einungis að leggja sig fram við að brúka kjaft við saklausa skoðendur. Til þess hafði hann bæði ökutæki og búnað frá Orkuveitunni – og eflaust á fullu kaupi. Ef þetta er dæmigert viðmót starfsfólks orkuversins á Hellisheiði gagnvart áhugasömu göngufólki um Hengilssvæðið þá þarf það hið sama að endurmeta afstöðu sína til umgengisréttarins við landið. Virkjunarheimild felur ekki í sér rétt til að rífa kjaft við allt og alla.

Litskrúð

Hengill er eitt svipmestu fjöllum í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparít. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er innsti dalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í innsta dal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597 m.y.s.), er einn mesti gufuhver landsins.
Í ÞrengslumVíðar er jarðhiti í Hengladölum. Þar er einnig ölkelda, sem fyrr sagði. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellirinn sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum (sjá meira HÉR).

Þegar komið er fyrir Litla Skarðsmýrarfjall er komið inn í Fremstadal, flatlendan og grösugan. Haldið var upp með ánni og þar til heldur þrengist um og var þá komið í Miðdal. Þar inn af er skarð er Þrengsli heita. Í Þrengslunum er ölkeldan. Þegar að henni var komið var að henni mátti sjá að um var að ræða hverauga með um 100° heitu vatni. Út frá því og umhverfis höfðu orðið til stallaðar og sepalaga kísilmyndanir í ýmsum litum. Þegar vatn úr keldunni var borið við augun varð sá hinn sami alsjáandi. Annar bar vatn úr henni á enni sér og mundi hann samstundist hvað hafði gerst fyrir a.m.k. tveimur dögum síðan. Það er því ljóst að sögur af heilsusamleika ölkelduvatnsins eru meira en bara orðin tóm.

Hengill

Slóðin heldur áfram með suðurhlið dalsins sem er grasi gróinn og sléttur, girtur fjöllum allan hringinn, Hengillinn í allri sinni dýrð til norðurs. Til norðvesturs gengur gil upp í Hengilinn með tignarlegum klettabeltum þar má ganga á Vörðu-Skeggja þó ekki sé það stikuð leið. Að austanverðu er gróið hraun, þar þrengist dalurinn. Lækur rennur eftir dalnum sem verður að Hengladalsá og síðar Varmá, lækjarvatnið er gott til að fylla á drykkjarílát. Í hrauninu er vegprestur sem skiptir leiðum, önnur áfram til austurs yfir á Ölkelduháls, hin til norðurs upp á Vörðu-Skeggja.

Lækur

Áður en farið er í Þrengslin þarf að komast yfir ánna, annað hvort með því að stikla hana eða vaða. Ef menn eru í góðum gönguskóm má víða fara hana á ferðinni og í stóru skrefi án þess að verða svo mikið sem rakir í fæturnar. Þetta er ekki meira vatnsfall en svo. Best er að fara um Þrengslin norðan árinnar vegna þess að hinu megin eru klettar og brattir melar, auk þess minna að sjá.

Í ÞrengslunumEftir að hafa hækkað sig eilítið í Þrengslunum er komið upp í Innstadal og þar gæti þurft enn og aftur að komast yfir Hengladalaánna, á sama hátt og áður en þarna er nokkuð auðvelt að stikla hana. Þarna í Þrengslunum er mikil litadýrð norðan árinnar. Þar er önnur ölkelda og lindaraugu líkt og víða í dölunum.

Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn.
GígurÁ Hengilssvæðinu eru þrjú eldstöðvakerfi með megineldstöðvum, hverum og laugum. Þetta eru Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt fjögur til fimm sprungugos á svæðinu. Síðast gaus fyrir um 2.000 árum á 30 km langri sprungu sem náði frá Þrengslum, um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Þá rann yngsta hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi.
Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubelti sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Þá seig land um einn til tvo metra. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í LitadýrðReykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.

Kristján hóf störf hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, forvera ÍSOR, árið 1960. Hann lauk doktorsprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Köln árið 1966 og var aðalviðfangsefni hans var kortlagning á jarðfræði Hengilsins. Kristján hefur verði með afkastamestu jarðfræðingum landsins. Hann hefur kortlagt drjúgan hluta þess í meiri smáatriðum en áður hafði verið gert og með vísindastörfum sínum lagt þung lóð á vogarskálar nútímaskilnings á jarðfræði landsins og þeim öflum sem móta hana. Megináherslan í starfi Kristjáns hefur þó falist jarðhitaleit vítt og breitt um land. Er óhætt að segja að enginn einn maður hafi átt jafndrjúgan þátt í þeim mikla árangri sem náðst hefur á því sviði á Íslandi og Kristján. Fáar eru þær hitaveitur þar sem hann hefur ekki komið að málum.

Fyrir landnám óx birkiskógur með fjölbreyttum undirgróðri upp í 3-400 metra yfir sjávarmáli á svæðinu. Ofar tók við harðgerður og lágvaxinn fjallagróður og samfelld gróðurþekja náði upp í 5-600 metra hæð. Smám saman breyttist gróðurfar í kjölfar kólnandi veðurfars, skógarnytja og búsetu. Nú er samfellt birkikjarr á afmörkuðum svæðum upp af Þingvallavatni. Birkistofninn er kræklóttur og lágvaxinn en getur þó náð tveggja metra hæð. Fjölbreytni í gróðri er allmikil, en grasaættin er einkennandi og útbreiddust. Margar gerðir mólendis eru á svæðinu, en það er mest áberandi í Grafningi. Í Ölfusi er land grösugra, en graslendi nær þó sjaldnast yfir stór samfelld svæði. Á láglendi eru stærstu votlendissvæðin við Villingavatn, Króksmýri og í Dælum austan við Úlfljótsvatnsfjall, auk minni mýrlenda við tjarnir og læki. Allstórt og fjölbreytt flóasvæði er í Fremstadal.
VetrarblómMýrastör er jafnan ríkjandi tegund í mýrum. Strjáll bersvæðisgróður vex á melum, en tegundafjöldi er þó mikill. Þar má nefna geldingahnapp, lambagras, blávingul, blóðberg, músareyra, holurt og holtasóley. Í Nesjahrauni er samfelld breiða af gamburmosa, sem er landnámsplanta á hraunum. Mosinn myndar jarðveg fyrir aðrar tegundir og þar dafna krækilyng, bláberjalyng, blávingull, kornsúra, móasef, túnvingull, hvítmaðra, grávíðir og fleiri tegundir.

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum Jarðar. Koldíoxíði kemur úr storknandi kviku í iðrum jarðar. Ef menn taka vatn með sér úr ölkeldu dofnar kolsýran fljótt ef vatnið er ekki geymt í lofttæmdum umbúðum. Vatnið úr ölkeldum þykir hressandi drukkið á staðnum og er vatnið ýmist heitt eða kalt. Ölkeldur finnast um allan heim og eru sumar þeirra þekktar sem heilsulindir (Sigurður Þórarinsson, 1978).

Ölkeldur eru kaldar eða rétt volgar uppsprettur sem finnast á háhitasvæðum og oft í jöðrum þeirra. Yfirleitt eru þær járnmengaðar og bragðvondar og vatnið rauðbrúnleitt, jafnvel svo liti heilu lækina. Vatn úr þeim köldustu sem mest ólga af kolsýrunni er drekkandi þótt brúnleitt sé.

Lóuegg

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 18. öld, er fjallað um ölkeldur á Snæfellsnesi. Þar telja þeir ölkeldur bæta Snæfellsnesi þann missi að hafa ekki neitt heitt vatn. Í ferðabókinni eru ölkeldur skilgreindar sem „uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Eggert og Bjarni reyndu að flytja ölkelduvatn með sér til Kaupmannahafnar en vatnið skemmdist á leiðinni. Þeir félagar álitu að ölkeldur gætu orðið til mikilla hagsbóta fyrir Íslendinga því í öðrum löndum væru hressingarhæli oft byggð nálægt ölkeldum. Enn hefur þó lítið verið gert til að nýta það ölkelduvatn sem finnst á Íslandi.

Í HveragiliGufu- og leirhverir finnast aðeins á háhitasvæðum. Í raun er um samskonar hveri að ræða og því eru þeir oft flokkaðir saman. Í leirhverum nær vatnið upp í hvernum en í gufuhverum er svo djúpt á grunnvatnið að ekkert vatn er sýnilegt. Í gufuhverum leitar vatn yfir suðumarki til yfirborðsins og streymir þar út sem gufa. Í raun getur sami hverinn verið bæði gufu- og leirhver, bara ekki á sama tíma. Í miklum þurrkum getur leirhver þornað upp og orðið að gufuhver. Leir hveranna samanstendur af vatni og soðnu umbreyttu bergi.
Vatnshverir eru einkennandi fyrir lághitasvæði en finnast líka í einhverju mæli á háhitasvæðum. Vatnshverir á sama jarðhitasvæðinu liggja oftast nær í beinni línu eða í þyrpingum sem ná frá tugum til hundruð metra í lengd. Venjulega má þá finna sprungu undir hveraröðinni sem gefur til kynna að heita vatnið eigi upptök sín þar.

SkjólHellir útilegumannanna var skoðaður sem og undirliggjandi minjar. Undir stórum steini mátti sjá votta fyrir hleðslum. Bæði höfðu þær fallið inn á gólfið og regnvatn hafði fært sand og möl inn í skúta sem þar er. Staðurinn hefur verið hið ágætasta afdrep fyrir þá sem vildu leynast fyrir ferðum fólks um Innstadal því ekkert af því hefði átt erindi þangað að hömrunum.
Til baka var gengið frá upprunalindum Hengladalaárinnar og meðfram henni að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Ölkeldan

Kinnaberg

Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 árum síðan. Haldið var áleiðis að Kerlingavogsbás og einni Stamparöðinni fylgt yfir tábergið að upphafsstað. Atlantshafið lék listir sínar við ströndina.
Reykjanesskaginn dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir (Reykjanes vestanvert) segir m.a.: „Helstu örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi eru; Kistuberg, Þyrsklingasteinn og Augnabrjótur (öðru nafni Kinn), hvasst bergnef. Þá koma Streng(ja)lög. Í Strenglögum er Lárentíusarbás og Kerlingabás. Út frá Reykjanesi eru klettarnir Karl og Kerling. Vestar er Selhella. Fram undan Valahnúk er Kirkjuvogsbás og Valahnúksmöl. Þar er og Selhella syðri, er hún fram af Valahnúksmöl. Hjá Valahnúk er Valahnúkshamar“.
Í annarri örnefnalýsing

u segir um sama svæði: „Þaðan er ströndin í boga frá suðri til suðvesturs – lágaberg með sandgontum í milli að Kistubergi. Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni og varð að halda bátnum þarna báðum megin frá. Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. Oft var erfitt og tafsamt að koma vörum þarna upp, því sjór varð að vera vatnsdauður, ef það átti að takast. Ekki er vitað til, að slys yrði við þetta.
Kistuberg er hraunhöfði, hrjúfur og illur yfirferðar. Frá Kistubergi suðvestur að Kinnarbergi liggur ákaflega stórgrýttur kampur hið efra, en klappaströnd hið neðra.  Þetta svæði heitir Þyrsklingasteinar. Ströndin frá Þyrsklingasteinum heitir Kinn. Þetta er berg ca. 15-20 m hátt, óskaplega úfið og illt yfirferðar. Því lýkur með skörpum stalli, en lægri tangi gen

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

gur fram í sjóinn með dálítilli hæð miðsvæðis, sem nefnist Bunga. Stallurinn er mikið notaður sem mið á sjó og er þá kallaður Hakið. Nesið, sem þessar tvær nafngiftir eru á, heitir einu nafni Önglabrjótsnef. Fram af nefi þessu myndast ströng straumröst, sem kallast Norðurstrengur. Í hvilftinni við Hakið er nefnt Kinnarbás. Sunnan megin við nefið er breið, bogamynduð vík, sem heitir Kerlingarbás. Ofan við Kinnaberg eru forn fiskibyrgi, sem ekki hafa verið fornleifaskráð, þrátt fyrir framkvæmdir í næsta nágrenni þeirra.
Kirkjuvogsbás er djúp klauf, er gengur inn í Valahnjúk vestanverðan. Að sunnanverðu er hár hnúkur og er brött brekka allt upp á brún. Þarna er standberg, ca. 45 metra hátt niður í sjó. Hér var reistur fyrsti ljósviti á Íslandi 1878.  8-9 [árum] seinna gerðust miklir jarðskjálftar og hrundi mikið úr hnjúknum og þrjár sprungur mynduðust í topp hnjúksins. Þótti þá auðsætt, að byggja þyrfti annan vita á öruggari stað. Var viti því byggður á svokölluðu Vatnsfelli, og tók hann til starfa 1908. Fellið, sem vitinn stendur á, er talið 73 metrar á hæð yfir sjávarmál. Sjálfur er vitinn um 40 metra hár, en meira þurfti til, því fell eitt, sem heitir Skálarfell (Grindavíkurhr.), skyggir á ljósið á nokkru svæði, þegar komið er sunnan að, og var því annar (lítill) viti reistur utast á svokölluðu Austurnefi (Grindavíkurhr.).
Og þá aftur að jarðfræði Reykjaness. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.
Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).
Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.
Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegs-sniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsókna á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005 og er stuðst við þau ártöl hér).
Jarðhiti er mjög algengur á Íslandi og er Reykjanesið þar engin undantekning. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.
Þegar komið var að Öngulbrjótsnefi var tekin fram lýsing Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðing, sem hann sendi FERLIR í tilefni ferðarinnar: „Ég kannast við gíginn þverskorna. Það er gjall í honum. Hann tilheyrir eldra Stampagosinu, þ.e. aldur hans er um 2000 ár. Ef þið gangið fjöruna suðaustan frá sjáið þið tvo ganga sem skerast upp í gegnum lagskiptan túffstabba (illfærir hnullungar og grjótblokkir þegar nálgast gangana). Það eru 20-30 m á milli ganganna ef ég man rétt. Það eru þeir sem eru frá gosinu 1226. Þeir enda hvor í sínu hraunbeltinu ofan á túffinu. Þverskorni gígurinn er norðar. Ég man ekki hvort fært er alla leið að honum þarna megin frá, en það eru ekki nema um 100 m á milli 1226-ganganna og 2000 ára gígsins. Hraunið vestan við gjallgíginn alveg vestur á Öngjabrjótsnef er um 2000 ára, en 1226-hraunið kemur svo skammt ofan við það. Það er allstór gjall- og klepragígur um 300 m inn af fjörustálinu. Hann er frá 1226 gosinu og heitir Eldborg grynnri (miðanafn, sást fyrr þegar siglt var suður fyrir Hafnaberg. Eldborg dýpri er um 1 km innar á sömu gossprungu).“
Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka. Í byrjun 2008 mánaðar lauk skáborunút úr holu RN-17 nærri Reykjanesvita, og varð skáholan 3077 m löng en endi hennar er á 2800 m neðan yfirborðs. Áður en botni var náð fékk Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), sem hitaveitan er aðili að, heimild til að prófa nýja gerð af kjarnabortæki. Tilraunin heppnaðist í alla staði vel og fékkst fullt rör (um 9,5 m langt) af borkjarna úr móbergsetlagi, vel samanbökuðu í 300°C hita sem þar ríkir. Fyrir nokkrum árum fékk IDDP verkefnið að gera sambærilega tilraun í holu RN-19 og náðist þá einungis 2,7 m af kjarna, sem ekki þóttu nógu góðar heimtur því kjarninn er orframkvæmdum til að endurvinna holu RN-17 er lokið og standa nú yfir örvunaraðgerðir sem lýkur væntanlega fyrir jól. Boraður var leggur til SSV út úr gömlu holu RN-17. Farið var út úr gömlu holunni á um 930 m rétt neðan vinnslufóðringar. Borað var í 3077 m og fer leggurinn rúma 1000 m út frá holutoppnum í stefnu um 200° (SSV). Þannig sker holan misgengið um Valbjargagjá og nokkrar sprungur austan þess. Lóðrétt dýpi holunnar er um 2800 m. Enn er gamla RN-17 holan lengsta og dýpsta holan sem hefur verið boruð á Reykjanesi, en hún bar boruð nær lóðrétt í 3082 m. Vinnsluhluti þeirrar holu hrundi við eftirminnilega upphleypingu hennar í nóvember 2005. Við endurvinnsluna fær holan heitið RN-17b. Vatnsæðar sáust í mælingum niður á 2600 m, en opnust var æð á um 1300 m. Skoltap við borlok var um 50 l/s og miðast núverandi örvunaraðgerðir að því að auka það.

Kinnaberg

Hraunmyndun við Kinnaberg.

Sem kunnugt er þá stóð til árið 2005 að hola RN-17 á Reykjanesi yrði fyrsta IDDP holan á Íslandi, og átti hún að verða um 5 km djúp. Borholan hrundi hins vegar saman í blástursprófun í lok árs 2005 en þá var hún 3082 m djúp. Reynt var að hreinsa hana í byrjun árs 2006, sem ekki tókst, og ónýttist holan þar með sem IDDP-djúpborunarhola. IDDP verkefnið ákvað í framhaldi af því að bora djúpt í Kröflu, og koma síðan aftur á Reykjanesið eftir að djúp hola hefur líka verið boruð á Hengilssvæðinu. Hitaveitan hefur sett þá borun á dagskrá 2011-2012. Vísindaheimurinn er ákaflega spenntur fyrir djúpborun á Reykjanesi því jarðhitakerfið þar líkist mest jarðhitasvæðum á hafsbotni á úthafshryggjum um öll heimsins höf. Í tengslum við fyrirhugaða djúpborun í RN-17 á sínum tíma fékk alþjóðlega vísindasamfélagið heilmikið af bergsýnum og jarðhitavökva til rannsókna og eru fjölmargar vísindagreinar nú að líta dagsins ljós, sem einskonar undirbúningsvinna fyrir væntanlega 5 km djúpborun á Reykjanesi.
Þó hola RN-17 hafði ónýst djúpborunarverkefninu þá var alltaf vitað að skábora mætti út úr holunni og nýta þannig fjárfestingu sem liggur í mörgum  steyptum stálfóðringum allt niður á um 900 m dýpi. Í síðasta mánuði ákvað Hitaveitan því að lagfæra holu RN-17 með skáborun, og var stærsti jarðbor landsins, Týr frá Jarðborunum hf fenginn til verksins. Borað var út úr holunni á 930 m dýpi, og síðan á ská í átt til sjávar eins og sýnt er á meðfylgjandi korti og heppnaðist borholan ágætlega. Á leiðinni voru skorin nokkur misgengi og margir skoltapsstaðir komu fram í borun. Holan tekur við um 220 tonnum af köldu vatni á hverri klukkustund, sem nú er látið renna í hana í tilraunaskyni til að sjá hvort búa megi til nokkrar kælisprungur, en síðan verður holunni leyft að hitna upp og reiknum við með að hún verði ágætis vinnsluhola, svo sem fram kemur í annarri frétt í þessu blaði. Auk þess gefur holan okkur skýra vísbendinu um að nýtanlegt jarðhitasvæði neðanjarðar á Reykjanesi sé talsvert stærra en áður var talið.
Eins og sjá má hér að framan er umrætt landssvæði hið fróðlegasta yfirferðar, en sérstaklega fáfarið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS.
-www.leomm.com
-wikipedia.com

Menningardagar voru haldnir í Grindavík fyrsta sinni með fjölbreyttri dagskrá. Í Flagghúsinu voru m.a. haldin fræðsluerindi um eldfjöll og hraunhella. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, flutti erindi um Ástaeldfjallagarða og framtíðarsýn. Ómar Smári Ármannsson (FERLIR) lagði upp erindi um grindvíska hella og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur fjallaði um jarðfræði Reykjaness.
Erindi Ástu verður hér gert að aðalumfjöllunarefni. Hinum erindunum verður gerð ítarlegri skil síðar.
Ásta sagði m.a. að á miðhluta Reykjanesskagans þyrfti áhersla að verð á að varðveita einstaklega fjölbreyttar jarðmyndanir og minjar um eldvirkni á úthafshryggnum sem hafa algera sérstöðu á Jörðinni. Þessi hluti Skagans verði gerður sem aðgengilegastur öllum almenningi og ferðamönnum með vegum, stígum, þjónustumannvirkjum og sögu- og upplifunarstöðum og þar verði höfuðgestastofa svæðisins.
Sjá meira undir Fróðleikur.
Flagghúsið
Menningardagar voru haldnir í Grindavík fyrsta sinni með fjölbreyttri dagskrá. Í Flagghúsinu voru m.a. haldin fræðsluerindi um eldfjöll og hraunhella. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, flutti erindi um Ástaeldfjallagarða og framtíðarsýn. Ómar Smári Ármannsson (FERLIR) lagði upp erindi um grindvíska hella og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur fjallaði um jarðfræði Reykjaness.
Erindi Ástu verður hér gert að aðalumfjöllunarefni. Hinum erindunum verður gerð ítarlegri skil síðar.
Ásta sagði m.a. að á miðhluta Reykjanesskagans þyrfti áhersla að verð á að varðveita einstaklega fjölbreyttar jarðmyndanir og minjar um eldvirkni á úthafshryggnum sem hafa algera sérstöðu á Jörðinni. Þessi hluti Skagans verði gerður sem aðgengilegastur öllum almenningi og ferðamönnum með vegum, stígum, þjónustumannvirkjum og sögu- og upplifunarstöðum og þar verði höfuðgestastofa svæðisins.
ÓmarÁ svæðinu eru Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur auk a.m.k. 15 svæða sem færð hafa verið á náttúruminjaskrá sem staðfestir að þar er að finna mikil verðmæti. Svæðið frá Stóra-Kóngsfelli suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni og enn einstakt tækifæri að halda þeim sem slíkum. Hvergi annars staðar á Jörðunni sést úthafshryggur ,,ganga á land” svo sýnilega og á jafn aðgengilegum stað sem á Reykjanesi. Reykjanesskagi er svo einstakur á heimsvísu að það skortir í reynd alþjóðleg viðmið til að staðfesta alþjóðlegt verndargildi hans.
Á Reykjanesskaga eru fimm háhitasvæði og umtalsverð nýting er þegar til staðar á tveimur þeirra sem eru austast og vestast á skaganum. Á þessum svæðum er skynsamlegt að þróa áfram nýtingu jarðvarmans með orkuverum, Kristjánheilsumannvirkjum og upplýsingastöðum fyrir ferðamenn jafnframt sem kannaðir verða möguleikar djúpborana sem geta margfaldað nýtingu þeirra.
Á Reykjanesskaga eru einstakir möguleikar til að byggja upp eftirsótta ferðamannastaði og nálægð hans við flugvöllinn gefur einstaka möguleika til að gera svæðið eftirsótt af ferðamönnum. Miklar menningarminjar eru á Reykjanesi öllu og má nefna Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Staðir eins og Bláa lónið sýna þá miklu möguleika sem náttúra Reykjanesskagans býður uppá. Með því að nýta hin mörgu tækifæri á Reykjanesskaga til útivistar, afþreyingar og ferðamennsku á að vera unnt að skapa mikinn arð fyrir samfélagið sem yrði síst minni en möguleikar orkusölu til stóriðju.
HraunÍ allri mannvirkjagerð innan ,,Eldfjallagarðsins og fólkvagnsins” ber að hafa það að leiðarljósi að halda sjónrænum áhrifum í lágmarki. Ekki hefur verið gert heildstætt skipulag fyrir Reykjanesskaga og hafa ólíkir nýtingarmöguleikar því ekki verið skoðaðir og metnir. Nú er mikil eftirspurn eftir orkuvinnslu á svæðinu og því er brýnt að líta heildstætt á Reykjanesskaga með nýtingu allra auðlinda hans í huga.
Þá lagði Ásta fram nokkrar spurningar og svör um efnið, s.s. Hverjir eru möguleikar eldfjallagarðs á Reykjanesskaga? Hvað höfum við upp á að bjóða?  Er Eldfjallagarður einstakt tækifæri til arðbærrar atvinnusköpunar?
Til að nýta náttúruna þarf hágæða vísindaþjónustu, alþjóðlegt tengslanet, aðgengi að þekkingu heimamanna, rannsóknaaðstöðu þar sem kennslustofan er náttúran.
LitríkiReykjanesskagi sem eldfjallagarður hefur marga kosti; frábær staður fyrir eldfjallagarð, mitt á milli Ameríku og Evrópu, aðeins 30 mín frá flugvelli og borg, plötuskil – land verður til á Reykjanes, hægt að “ganga” milli heimsálfa, gríðarleg fjölbreytni, eldgos undir jökli: Móbergskeilur, -hryggir og –stapar: Aveg einstakt! Litlar og stórar dyngjur. Minni gígar og fleiri tegundir, setströnd – rofströnd: Sandvík – Reykjanestá/ Krísuvíkurbjarg-Selatangar. Flottari og fleiri hrauntraðir og hraunhellar, miklu fjölbreyttari jarðhitasvæði, bullandi leirhverir, litrík gasaugu, útfellingar sem eiga fáa sína líka, lifandi listaverk “audio-visual upplifun: Hver hver með sinn takt! Auðlindagarður;  samspil orku og umhverfis.
Reykjanesskagi væri í raun „ótal lyklar að leyndardómum“. Fyrir jarðvísindamenn, stjarnvísindamenn og aðra! Nýtt land myndast: Gliðnun úthafshryggsins, misgengi, gjár og sprungur.  HellirFjölbreytt eldvirkni: Eldborgir, gjallgígar, stapar, keilur, dyngjur… Undir jökli, í sjó og á þurru. Móberg og bólstraberg. Stuðlar og straumflögun. Frumstætt berg: Lykill að uppruna vatnsins? Jarðhiti með ótrúlegum fjölbreytileika; gufa, vatn og leir. Brennisteinn og aðrar útfellingar: Lykill að uppruna lífsins? Jarðskjálftar, einstakt samspil innri og ytri afla.
Reykjanes væri gósenstaður fyrir ljósmyndara; litríki hverasvæðanna. Krýsuvík er oftar en ekki i í dagskrá slíkra ferða. Reykjanes, brim og klettamyndir
Ómar Smári lýsti og sýndi ljósmyndir af nokkrum af smærri og stærri hellum Grindvíkinga, sem eru nú um 300 talsins. Fyrir síðustu aldamót voru þeir einungis innan við 20. Merkilegastur fyrrum þótti Grindarvíkurhellir, en hann er nú kominn undir veg. HraunkarlVæri það dæmi um vanþekkingu og áhugaleysi þeirra, sem gæta eiga að vermætum þeim er felast í hraunhellunum. En sem betur fer væru til fleiri hellar. Meðal þeirra væru mestu dýrgripir sinnar tegundar í heiminum. Vonandi verða þeir ekki líka eyðilagðir af sömu ástæðum.
Kristján rakti myndun Reykjanesskagans frá vestri til austurs, byrjaði á Reykjanestá og endaði í Henglinum. Hann sagði frá misvísandi legu jarðskjálfta- og sprungubeltanna eftir aldri. Þau yngri liggja NA / SV en þau eldri N / S eins og glögglega má m.a. sjá á svæðinu sunnan Kleifarvatns. Þar eru sprengigígar. Glóandi kvikan undir niðri hefur nýtt sér jarðskjálftabeltið og þrengt sér upp með miklum látum. Kristján sagði frá gígskál undir Stóra-Lambafelli, sem erfitt væri að koma auga á, en væri augljós þegar betur væri að gáð. Hann taldi Hrútagjárdyngjuna eitt merkilegasta jarðfræðifyrirbæri hér á landi. Sambærilegt svæði hefði hann einungis séð á einum öðrum stað á landinu, víðsfjarri Grindavík. Um væri að ræða tvær goslotur; þá síðari um 5-7 þúsund ára. Gígurinn væri syðst og vestast í „dyngjunni“. Frá henni liggur hrauntröð til norðurs. Nyrst í „dyngunni“ væri hringlaga hrauntjörn. Hún væri sennilega massívt berg, að öllum líkindum eldri gígtappinn. Í seinna gosinu hefði afmarkað svæði þar er myndaði „dyngjuna“ lyft sér um 10-15 metra, líklega vegna innskots frá kvikuþrónni undir. Þess mætti nú sjá glögg merki allt umleikis „dyngjuna“.
Kristján kynnti gosbeltin og sýndi bæði dæmi um einkenni þeirra og myndanir. Þá rakti Kristján mismunandi jarðmyndanir, en þar er móbergsmyndunin hvað séríslenskust. Auk þess mætti sjá á Skaganum flestar ef ekki allar tegundir eldgosa. Aðspurður kvaðst Kristján um 50% líkur á eldgosi á Reykjanesskaga „innan tíðar“.
Krýsuvíkur-Mælifell

Ætlunin var að ganga á tvö samnefnd fell, Mælifell, á sunnanverðum Reyjanesskaganum. Mælifellin eru reyndar a.m.k. 12 talsins á landinu. Tvö þeirra eru fyrrnefnd fell í Krýsuvík (226 m.y.s.) og við Ísólfsskála (175 m.y.s). Þriðja Mælifellið á Reykjanesskaga (fyrrum landnámi Ingólfs) er í Grafningi.
SkjöldurMælifellin hafa verið höfð til viðmiðunar með einhverjum hætti, sem eyktamörk eða til að rata eftir, þar sem þau eru oft keilulaga og auðþekkjanleg langt að. Nafngift fellanna fylgdi og jafnan staðsetningum mælingastöðva danskra landmælinga- og kortagerðamanna um og í kringum aldarmótin 1900. Þau kort eru enn talin hin mestu nákvæmissmíð. Fleiri örnefni á Reykjanesskaganum má rekja til vinnu þeirra.
Fellin tólf með þessu nafni í landinu eru:

1) Í Grafningi í Árn.
2) Austan við Ísólfsskála í Gull. = Skála-Mælifell.
3) Vestan við Krýsuvík í Gull. = Krýsuvíkur-Mælifell.
4) Norðan Baulu í Norðurárdal í Mýr.
5) Norðan Axlarhyrnu í Staðarsveit í Snæf.
6) = Mælifellshnjúkur í Skag.
7) Í Djúpadal vestan Hleiðargarðs í Saurbæjarhr. í Eyf. Einnig nefnt Mælifellshnjúkur á kortum.
Skála-Mælifell8) Upp af Reykjahverfi í S-Þing.
9) Í Vopnafirði í N-Múl.
10) Í Álftafirði í S-Múl.
11) Á Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls í V-Skaft., = Meyja(r)strútur.
12) Norðan Höfðabrekkuheiðar í Mýrdal í V-Skaft.

Krýsuvíkur-Mælifell er auðvelt uppgöngu, líkt og nafna þess ofan við Ísólfsskála. Fallegur lækur og melöldur voru á suðuröxlinni áður en haldið var upp meginásinn. Farvegur lækjarins sýndi vel kjarnabergið, sem er móberg, en ofan á því er bólstraberg, sem systkinin ís, frost, vindur og vatn hafa dunað við að brjóta niður, enda ber fellið þess glögg merki.
Uppi á kollinum er stinsteypustöpull með merki Landmælinga Íslands. „Röskun varðar refsingu“ segir áletrunin, en koparskjöldurinn er nr. 3188. Stöpullinn hefur verið staðsettur þar sem gamla varðan var fyrrum. Leifar hennar má sjá neðan við þar sem hún var fyrrum. Grjótinu hefur verið hlaðið í bil milli kletta norðan undir stöpulfætinum.
VörðuleifarAf Krýsuvíkur-Mælifelli er frábært útsýni, t.d. yfir Ögmundarhraun og Húshólma, Selöldu, Sveifluháls, Bleikingsvelli. Vigdísarvelli, Núpshlíðarháls og Latsfjall, auk þess góð yfirsýn er yfir litla lækinn milli Mælifellsins og Lafsfjalls sem hefur smám saman verið að brjóta undir sig hraunið á leiðinni til sjávar.
Mælifell mun vera svokallaður móbergs- og bólstrabergsgúlpur, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, seti og bergi. Móbergið myndar meginhluta fjallsins, sem fyrr sagði.
Fellið myndaðist á síðustu ísöld, líkt og nágrannafjöllin og hálsanir. Hefði fjallið hins vegar myndast eftir ísöld hefði efni úr því vafalaust dreifst yfir umhverfið, auk þess sem sjá má að fjallið er ekki ósnortið af jöklum.
ÚtsýniSkála-Mælifell er líkt nöfnu sinni og ekki síður auðveld uppgöngu. Það er þó ólíkt að því leyti að það hefur myndast við gos í sjó. Efri hlíðar fellsins bera þess glögg merki, m.a. rauðleitt gjallið.
Á toppi fellsins er steyptur landmælingastöpull. Koparmerkið á honum er nr. 3710. Líkt og á hinu fellinu hefur gömlu vörðunni verið raskað, grjótinu kastað til hliðar milli stórra steina. Ekki er auðvelt að sjá ástæður þess að nauðsynlegt hafi verið að raska gömlu vörðunum, eða vörðuleifunum, á fellunum.
Frábært útsýni er af Skála-Mælifelli, hvort sem litið er til Grindavíkur, grenndarhraunin (Skollahraun, Katlahraun og Ögmundarhraun), Götur við MéltunnuklifHöfða, Sandfell og Fagradalsfjall. Þá lá Leirdalur fyrir fótunum neðra.
Af Skála-Mælifelli mátti glöggt sjá hvar Gamla-Krýsuvíkurgatan lá upp frá Leirdal og áfram austur. Venjulega hefur verið talið að Hlínarvegurinn hafi verið lagður yfir hana, en kaflinn frá Einihlíðum að Méltunnuklifi er að mestu óraskaður. Í stað þess að leggja veginn ofan í gömlu götuna hefur verið ákveðið að leggja hann beint af augum á þessum kafla, en gamla gatan liggur í sveig sunnan við veginn og þvert á hann ofan við klifið. Gamla veginum var fylgt þennan kafla og niður Méltunnuklifið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnastofnin Íslands.
-Þórhallur Vilmundarson: Mælifell. Lesbók Morgunblaðsins 4. og 11. júní 1994.
Gamla-Krýsuvíkurgatan

Helgafell

Eitt af sérkennum Reykjanesskagans er móbergsmyndunin. Hún er jafnframt eitt af sérkennum Íslands og um leið einkennandi fyrir bergtegundina hvert sem litið er á hnettinum.
Bergrunndur Íslands - brúnt er móbergshryggjasvæðinÁ síðustu árum hafa sjónir manna beinst í vaxandi mæli að móbergsmynduninni hér vegna þess að sitthvað þykir benda til þess að slíkar myndanir sé að finna á reikistjörnunni Mars. Móbergið hefur aðallega myndast í eldgosum undir jökli, og slík gos hafa menn getað rannsakað hér á landi, s.s. á Reykjanesskaganum (þar sem sjórinn kom í stað bræðsluvatns). Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.
Á síðustu ísöld voru einungis ystu nes Skagans án íss síðustu aldir skeiðisins. Bergmyndunin ber þess glögg merki þar sem móbergið er annars vegar. Kannski sú bergtegund sem næst kemst því að vera séríslensk sé einmitt móbergið. Alkunn móbergsfjöll í nágrenni Reykjavíkur eru Helgafell sunnan við Myndun móbergsfjallsHafnarfjörð, Hengill, Bláfjöll og hryggirnir á Reykjanesskaga; Fagradals-, Vesturáss-, Austuráss- og Geitahlíðar. Slíkir móbergshryggir myndast í sprungugosi undir jökli eða í sjó. Móbergið sjálft er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.
Móberg er algengt á Íslandi þar sem farið hefur saman eldvirkni og langvinnar jöklanir á kuldaskeiðum ísaldar. Oft má finna hraunhettur efst á móbergsfjöllum, en þær eru, eins og fyrr segir, til marks um að eldgosið hafi náð upp úr vatninu eða jöklinum þannig að hraun hafi byrjað að renna. Þannig má áætla þykkt ísaldarjökulsins út frá hæð hraunlaga í stöpum mynduðum á kuldaskeiðum ísaldar.
„Móberg verður til þegar ný gosaska hleðst upp við eldstöð og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún ummyndast og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér stað við jarðhita og gerist hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita. Í rannsóknum á Surtseyjargosinu kom í ljós að í 80-100 °C heitum borholum hafði gosaska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita. Ummyndunin verður þannig að ýmsar katjónir losna úr gosglerinu, svo sem kísill, ál, kalsín, natrín og magnesín, en í stað þeirra gengur vatn inn í glerið og járnið í því oxast úr tvígildu járni yfir í þrígilt járn. Járnið gefur móberginu rauðan blæ en katjónirnar, sem gengu úr gosglerinu, mynda holufyllingar, sem límir glerið saman í hart móberg.
Skoðum nánar jarðmyndanir á ísöld. Venja er að skipta íslenskum jarðmyndunum frá ísöld í tvennt. Annars vegar eru jarðmyndanir frá síð-plíósen og fyrri hluta pleistósen sem eru 2,7 – 0,8 Má gamlar og teljast til fyrri hluta ísaldar. Hins vegar er um að ræða yngri jarðmyndanir frá síðari hluta ísaldar en þær eru 700.000 – 10.000 þúsund ára gamlar. Skilin markast af upphafi núverandi segulskeiðs fyrir 700.000 árum. Báðar myndanirnar hafa orðið til á hliðstæðan hátt og eru því Veðrun í móbergilíkar í flestu nema hvað aldurinn segir misjafnlega til sín. Munur jarðmyndana frá síð-plíósen og fyrri hluta pleistósen (þ.e. fyrri hluta ísaldar) annars vegar og jarðmyndana frá síðpleistósen (seinni hluta ísaldar) hins vegar felst því í aldri en ekki gerð. Stapar og móbergshryggir sjást ekki í eldri mynduninni því hraunin runnu aðeins að rótum þeirra en þöktu þá ekki. Jöklarnir jöfnuðu þá síðar við jörðu og dreifðu þeim sem jökulruðningi. Hin tignarlegu móbergsfjöll sem við sjáum í landslaginu nú eru því að öllum líkindum mynduð á seinustu jökulskeiðum og líklega flest á því allra seinasta.
Í Esjunni hefur 1650 m þykkur jarðlagastafli verið mældur og kortlagður og nær hann frá upphafi ísaldar (2,5 Má) þar til fyrir um 1,8 milljónum ára. Setlög og gosberg mynduð á ísöld eru um 1/3 af þessum jarðlagastafla.
Upphleðsla jarðlaga frá ísöld sjást vel í Esjunni. Þar má sjá annars vegar hvernig hraunlög runnin frá eldstöðvakerfum á hlýskeiðum hlóðust upp og mynduðu samfelldan stafla berglaga og hins vegar hvernig gos undir jökli hrúguðu upp móbergsmyndunum. Á meðan þessu fór fram rak eldstöðvakerfin út af gosbeltinu en ný og yngri kerfi tóku við innar á beltinu. Frá þeim runnu hraun sem kaffærðu smám saman eldri myndanir en þær eru misjafnlega mikið rofnar eftir jökla fyrri jökulskeiða. Hraunin fergðu líka eldri jarðlög þannig að halli þeirra inn að gosbeltinu óx stöðugt. Elstu og neðstu berglögunum hallar því mest en þeim yngstu minnst. Að síðustu mótuðu jöklar margra jökulskeiða landslag Esjunnar í núverandi mynd.
Síðasta jökulskeiði lauk fyrir 10 þúsund árum og er talið að það hafi staðið í 60 þúsund ár. Allar jökulminjar fjarri núverandi jöklum eru ummerki þessa jökulskeiðs. Það er einkum út frá þessum jökulminjum sem menn reyna að gera sér grein fyrir þykkt, stærð og skriðstefnu jökulskjaldarins sem lá yfir meginhluta landsins.
Vitneskja um þykkt meginjökulsins fæst einkum með rannsóknum á hæstu fjöllum. Móbergsstapar hafa sem kunnugt er myndast við gos undir jökli. Hraunþök stapanna bera vitni um þykkt jökulsins á myndunartíma þeirra á sama hátt og Surtseyjarhraunin segja til um sjávarstöðu þegar eyjan var að rísa úr sæ. Eins sýna háir móbergshryggir að þeir náðu aldrei yfirborði jökulsins meðan á gosi og upphleðslu þeirra stóð.
Harðgerður landnámsgróður í móbergslandslagiVíðast hvar á ystu annesjum má sjá jökulminjar sem veita vitneskju um útbreiðslu jökulsins og á sjávarbotni. Þáverandi fjörumörk lágu jafnvel 100 m neðar en nú.
Sem fyrr sagði myndast móberg við ummyndun gjósku sem verður til við gos undir jökli eða vatni. Mikið af gjósku myndaðist við slíkar aðstæður á kuldaskeiðum ísaldar og varð meginhluti hennar að gleri þegar kvikan snöggkólnaði í vatninu. Þetta glerbrotaberg kallast hyaloclastite á erlendum málum. Glerið ummyndast auðveldlega í palagónít, sem er brúnleitt og gefur móberginu lit.
Móbergið getur því varla talist gosberg því að myndun þess gerist eftir að gosið er um garð gengið. Eigi að síður er það tekið fyrir hér með gosmyndunum. Móbergsmyndunin er jafnan notað um bergmyndun landsins frá því fyrir 700 þúsund árum til loka ísaldar. Síðustu rannsóknir benda til þess að bakteríur flýti fyrir ummynduninni.
Berg, sem sandfok mæðir á, máist aðallega þar sem það er mýkst fyrir. Einkum er þetta áberandi í lagskiptu móbergi og sandsteini. Þetta hafa þeir/þau reynt sem markað hafa stafi í móbergshelluna. Að örfáum árum liðnum eru ummerkin horfin. Klappir og steinar á melum slípast einnig á þeirri hliðinni sem veit á móti sandbyljum en á hinni hliðinni þrífast skófir óáreittar. Þetta kallast vindsvörfun. Á melum hjálpast sandfok og frostlyfting að við að mynda þekju úr grófri möl og hindrar hún þá fok fínustu kornanna sem undir liggja. Víða myndast þannig hin náttúrulegustu listaverk – og engin tvö nákvæmlega eins.

Heimild m.a.:
-Jarðfræðiglósur GK.
-Wikipedia.org
-visindavefurinn.isMóbergsmyndun á Helgafelli - nútímahraunmyndunin fjær í Grindarskörðum

Hraunklettasprunga

Víða í apalhraunum Reykjanesskagans eru úfnir hraunhólar.
Í helluhraununum eru hraunhveli, jafnan þversprungin. Eitt myndrænasta hraunhvelið er við Reykjanesbraut nálægt Hvassahrauni með Snæfellsjökul í baksýn. Upp á Hraunhóllhraunkollunum, hvort sem um er að ræða hraunhóla eða hraunhveli, er mosi, skófir en beiti,-kræki- og bláberjalyng inn á milli, jafnvel burnirót, tófugras og/eða burkni.
Hraunhvel myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins, storkin kvikan sígur, jaðrarnir leita niður og til hliðanna og bergloftið klofnar.
Ein stærstu hraunhveli eru Krossstaparnir ofan við Lónakotssel, en einn sá tilkomumesti er Álfakirkjan í Geldingarhrauni. Annars eru þessi jarðfræðifyrirbæri mjög algeng, ekki síst í Almenningum þar sem þessar myndir voru teknar. Þeim fylgja oft grónar lautir, skútar og skjól.
Hraunskjól