Entries by Ómar

Selkot – Kjálká – Selfjall – Selgil

Selkot er innan við Stíflisdal. Kjálká rennur framhjá kotinu. Austar er Selfjall. Milli þess og Búrfellshálsar er grösugur dalur. Innst í honum er Selgil. Ofar eru aðrir fallegir dalir, s.s. Búrfellsdalur, Kjálkárdalur og Hrossadalur. Örnefnin gáfu von um áður óþekktar tóftir. Ein af gömlu götunum lágu um Stardal og Fellsendaflóa. Þaðan lá leiðin hjá Stíflisdalsvatni yfir Grjótá. […]

Hvaleyrarvatn – nykur II

„Sagt er að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi. Selstaða var áður fyrr við Hvaleyrarvatn, og sér enn tættur af selinu við vatnið. Eitt sinn voru í selinu karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík […]

Einbúi – Selskál – Sandakravegur – garðar – rétt – fjárborg

Á nýlegri landakortum er Sandakravegur sýndur liggja frá Drykkjarsteinsdal í austri, með vestanverðu Fagradalsfjalli til norðurs og síðan niður á Skógfellastíg úr Fagradal um Aura. Veginum var fylgt norður með Borgarfjalli, um Nátthagakrika, framhjá Einbúa og að Kastinu með viðkomu í Selskál, Borgarhraunsréttinni og Borgarhraunsborg. Þegar gengið var af gömlu þjóðleiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur […]

Bátsendar – Jón Thorarensen

Í Faxa árið 1948 eru skrif séra Jóns Thorarensens um „Bátsenda„: „Bátsendar hjá Stafnesi eiga sér einkennilega sögu. Þeir hafa eflaust á fyrri öldum verið notaðir til útróðra, en nafnkunnastir voru þeir fyrir hina dönsku einokunarverzlun, sem rekin var þar í þrjár aldir, frá 1484—1799. Fyrst er getið um enska kaupmenn á Bátsendum. Árið 1484 […]

Einar póstur Árnason – Einar Guðsteinsson

Í tveimur tölublöðum Faxa áriðð 1978 segir Guðsteinn Einarsson frá Grindavík frá „Einari pósti Árnasyni„: Einar póstur gekk undir meiri þunga en hann gat lyft með handleggjunum „Einar Árnason f. 31. des. 1851, skírður 2. jan. 1852 í heimahúsum. Foreldrar hans voru Árni Jónsson og Helga Einarsdóttir búandi hjón í Vesturkoti. Einar missti föður sinn […]

Arnarsseturshraun – hraunrás – hellar – hleðslur

Gengið var um Arnarseturshraun frá megingígnum og stærstu hrauntröðinni fylgt til vesturs. Við hana eru m.a. nokkur hús vegarvinnumanna frá því að Grindarvíkurvegurinn var gerður á árunum 1914-1918. Arnarseturshraun, sem er apalhraun að mestu, er á leiðinni til Grindavíkur. Efsta bungan á veginum nefnist Gíghæð og er Arnarsetrið, gígurinn, austan við hana. Hraunið er frá […]

Lagt á Fjallið

Eftirfarandi lýsing á leiðinni frá Reykjavík um Hellisheiði birtist í Eimreiðinni árið 1928: „Þegar erindum var lokið í Hafnarfirði eða Reykjavík og nógu lengi búið að liggja, var lagt upp og haldið af stað austur upp hjá Lækjarbotnum. Þar mátti fá kaffi — og í það. Síðan var haldið um Vötnin, sem var áfangastaður góður, […]

Að lesa örnefni – Gísli Sigurðsson

Viðtal þetta við Gísla Sigurðsson um örnefni birtist í sunnudagsblaði Þjóðviljans árið 1965: „Suður í Hafnarfirði býr maður sem les og skráir örnefni í Garðahreppi. Þeir fengu hann að láni úr annarri byggð, eins og raunar flesta rithöfunda sína. Að vísu réðu þeir hann ekki til slíks starfa, heldur til að handleika fyllibyttur, þjófa og […]

Drykkjarsteinn – saga II

„Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan, er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum og vor fyrr á tímum eða stunduðu þar sjóróðra á vertíðum, lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Við gömlu þjóðleiðina milli Krýsuvíkur og Grindavíkur um Drykkjarsteinsdal, og þó miklu nær Grindavík, í landi […]

Refagildra í Svínahrauni

Ólafur Marteinsson fann hlaðna refagildru í gönguferð um Urriðavatnslandnám og Svínahraun 11.12.2005. Gildran er ca. 660 m frá Vífilstaðaspítala. Hann skoðaði síðan gildruna nánar þann 26.12.2005. Ólafur taldi gildruna, sem er utan alfaraleiðar, greinilega forna, „þakið á gildruhólfi er fallið að hluta en veggir heilir og inngangur sömuleiðis“. Við skoðun á mannvirkinu kom í ljós […]