Úlfarsfell

Í Dagur/Tíminn árið 1996 fjallar Freyja Jónsdóttir um bæinn „Úlfarsfell“ og nágrenni:

Úlfarsfell

Úlfarsfell er hæst 296 metrar yfir sjávarmáli.

„Þegar rætt er um fjallasýn frá höfuðborginni, er það oftast Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan sem koma upp í hugann. En ein er sú náttúruperla rétt við bæjardyrnar hjá okkur Reykvíkingum, sem mætti gefa meiri gaum. Hér er átt við Úlfarsfellið, sem blasir við í austurátt. Þegar ekinn er Vesturlandsvegur í átt að Mosfellsbæ, liggur leiðin meðfram Úlfarsfelli og heitir Hamrahlíð þar sem farið er hjá. Þar var eitt sinn kotbýli, sem nefnt var eftir hlíðinni. Sjást enn leifar af bæjarrústum.
Norðan í Úlfarsfellinu eru Lágafellshamrar, þar fyrir neðan í hlíðinni voru beitarhús frá Lágafelli, sem nú er löngu aflögð en mótar enn fyrir rústum þeirra.
Á Úlfarsfelli nær gróður upp á hæsta koll, sem er 295 metra yfir sjávarmál.

Úlfarsfell

Úlfarsfell – útsýnispallur.

Af fellinu er afar fagurt útsýni og blasir við Faxaflói, Snæfellsnes, Reykjanesskaginn, Reykjavík, Mosfellsbær og Mosfellsdalur allt austur á Þingvöll. Fyrir norðan fellið er
þéttbýliskjarni Mosfellsbæjar. En fyrir sunnan er býlið Úlfarsfell, landnámsjörð úr landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem stendur sunnanmegin í hlíðinni við rætur fjallsins. Ekki er vitað með vissu af hverju fjallið dregur nafn, en telja má víst að bæði bærinn, fellið og áin dragi nafn af því sama.

Úlfarsá

Úlfarsá – herforingjaráðskort.

Upptök Úlfarsár eru uppi í Seljadal, sem gengur inn í Mosfellsheiði, hún rennur niður með Þormóðsdal og Miðdal og síðan í Hafravatn. Úr Hafravatni rennur áin síðan á leið sinni til sjávar við túnfótinn á Úlfarsfelli, framhjá þar sem eyðibýlið Kálfakot var áður, ekki langt frá þeim slóðum sem býlið Úlfarsá er nú. Hún rennur síðan framhjá Lambhaga, eyðibýli sem nú sést ekkert eftir af, en var á svipuðum slóðum og gróðrarstöðin Fífilbrekka stendur nú.
Sjávarmegin við Vesturlandsveg er áin kölluð Korpa. Fleiri býli voru við Úlfarsfellið, sem nú eru löngu farin í eyði. Reykjakot var hjáleiga norðaustan við Úlfarsfellið.

Úlfarsfell

Úlfarsfell og nágrenni – herforingjaráðskort.

Um árið 1700 bjó þar Jón Rafnsson. Þrennt var í heimili og varð bóndinn að greiða afgjald af kotinu til kirkjueignar Suður-Reykja. Afbrýðismaður af þessari hjáleigu var maður að nafni Teitur Magnússon, sem bjó í sínum eigin bæ. Bæinn byggði Teitur með leyfi landsdrottna sinna og hafði grasnytjar á hjáleigunni. Samkvæmt kirkjubókum bjó í Reykjakoti árið 1835 Ólafur Vigfússon, 36 ára, talinn eigandi jarðarinnar. Einnig Guðrún Magnúsdóttir, 24 ára, kona hans og börn þeirra: Vigfús, 4 ára, og Valgerður, ársgömul. Þá er á heimilinu Guðrún Sveinbjörnsdóttir léttakerling. Um 1870 er farið að halda undan búskap í kotinu. Þá býr þar sonur Ólafs, Vigfús, og þiggur af sveit. Kona hans var Sigríður Narfadóttir frá Klausturhólum. Þau hjónin áttu fjögur börn: Þorbjörgu 14 ára, Ólöfu 11 ára, Narfa 8 ára og Magnús á fyrsta ári.

Úlfarsá

Úlfarsá og nágrenni – kort.

Árið 1890 eru aðrir ábúendur í Reykjakoti. Á þeim stað sem Reykjakot var eru nú húsin Akrar og Reykjahvoll. Stekkjarkot var önnur hjáleiga milli Úlfarsfells og Reykjakots. Þar bjó Þorkell Magnússon árið 1703.
Á bænum Úlfarsfelli hefur sama ættin búið frá aldamótum. En þá keyptu jörðina ung og dugmikil hjón, Skúli Guðmundsson, fæddur 18. mars 1870 og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, fædd 2. nóvember 1873.
Skúli var lengi vegavinnuverkstjóri og vann við lagningu Vesturlandsvegar. Hann þótti dagfarsprúður maður og harðduglegur.
ÚlfarsáÁrið 1910 eru talin til heimilis á Úlfarsfelli hjónin Skúli og Guðbjörg ásamt börnum sínum, Haraldi sem síðar varð tollvörður í Reykjavík, Láru sem giftist séra Hálfdáni á Mosfelli, Kjartani, Guðmundi sem lést ungur úr spönsku veikinni og Grími, sem búið hefur á jörðinni frá 1960. Þá voru einnig á heimilinu Margrét Þorsteinsdóttir frá Reynivallastöðum í Kjós, Guðbjörg Þorkelsdóttir frá Garðastöðum í Gullbringusýslu, Ásdís Egilsdóttir frá Haukadal í Árnessýslu, og Gísli Magnússon. Allt var þetta fólk á besta aldri, nema Ásdís sem var gamalmenni.
Þegar ekið er frá Vesturlandsvegi sunnan Úlfarsfellsins er Leirtjörn á vinstri hönd, lítil pollur sem þornar upp í þurrkatíð. Nálægt tjörninni byggði Carlsen, sem gekk undir viðurnefninu minkabani, sér hús og skýli ásamt girðingu fyrir minkahundana. Flestir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur kannast við Carlsen, en hann vann þarft verk við útrýmingu minks á árunum 1950 til 1970.

Úlfarsá

Úlfarsfell 1996.

Upp frá Fellsmúla, næsta býli við bæinn Úlfarsfell, er Gildruás, klettahryggur í fellinu og er nafn hans dregið af gildru sem var hlaðin þar til að veiða tófur í. Mýrdalur heitir mýrardrag upp með ásnum, þar voru til margra ára beitarhús frá Úlfarsfelli. Niður á bökkum Úlfarsárinnar var fjárborg, hlaðin úr torfi. Fjárborgir voru nokkuð algengar á fyrstu tugum aldarinnar og voru gerðar til skjóls fyrir sauðfé. Í vondum veðrum sóttu hross í fjárborgir þar sem þær voru. Fjárborgir voru flestar hlaðnar í hring og þaklausar, ekki ósvipað og rétt.

Úlfarsfell

Fjárhús í Mýrdal á Úlfarsfelli.

Í hlíðinni fyrir ofan bæinn á Úlfarsfelli, þar sem nú er Skyggnir, jarðstöð Pósts og síma, voru til margra ára myndarleg fjárhús Úlfarsfellsbænda.
Stórihnjúkur heitir hæsti hnjúkur Úlfarsfells og er hægt að aka á jeppa upp á hann. Þegar Grímur Norðdahl, sem nú á jörðina Úlfarsfell, byrjaði þar búskap 1961, lét hann lengja vegarslóða, sem náði upp í miðjar hlíðar Úlfarsfells alla leið upp á Stórahnjúk.
Nokkrar góðar gönguleiðir eru upp fjallið og færar frísku fólki. Hægt væri að gera Úlfarsfell að mjög skemmtilegu útivistarsvæði með fremur litlum tilkostnaði. Veginn upp á fellið þarf að laga og koma upp útsýnisskífu á efsta hnjúk þess.“

Heimild:
-Dagur/Tíminn, 195. tbl. 12.10.1996, Úlfarsfell, Freyja Jónsdóttir, bls. 11.

Úlfarsá

Úlfarsá 1980 – tóftir gamla bæjarins nær.

Keflavík

Í Faxa árið 1996 skrifar Sturlaugur Björnsson „Um daginn og veginn“ í Keflavík fyrrum daga:

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson (1927-2023).

„Vegurinn út í Leiru liggur í nokkurri lægð við gömlu bæjarmörkin, uppaf Grófinni, á hægri hönd er Klifið og skammt þaðan er gamli vegurinn, í famhaldi af Kirkjuveginum. Tvö vörðubrot eru hér, annað úr vörðu sem hefur verið við veginn og hitt úr stórri vörðu u.þ.b. 3 sinnum 3 m sem gæti hafa verið landamerki. Ólafur Sigurðson frá Túnbergi hefur hlaðið upp að nýju nokkrar af vörðunum við gamla veginn.
Hleðslur, vörður og vörðubrot eru víða á Suðurnesjum. Vörðurnar voru til að leiðbeina við troðninga og götur, eins og fram hefur komið. Aðrar sem siglingamerki svo sem Kalka sem var á Háaleiti, þetta nafn fékk varðan af því að hún var hvílkölkuð. Frá Háaleiti var svo víðsýnt að menn voru sendir þangað til að fylgjast með ferðum skipa. Sagt var að Háaleitið væri gamall sjávarkampur og að í honum hafi fundist skeljabrot. Háaleitið er horfið undir mannvirki á Keflavíkurflugvelli.

Hafliði Nikurlásson

Hafliði Nikurlásson (1879-1950).

Eftir að gamli vegurinn út á skagann var aflagður og nýr tekinn í gagnið var Hafliði Nikulásson, sem vakti nokkra athygli fyrir lágan vöxt og átti ungur heima í Garðinum (en hafði fluttst austur á firði), í heimsókn á bernskuheimili Bjarna Jónssonar, Kothúsum í Garði. Hafliði var spurður með hvaða bíl hann hefði komið. Hafliði sagðist hafa komið gangandi en séð bíla keyrandi upp í heiði!
Berghólsborg er áþekk Keflavíkurborg, en mun betur farin. Þær gætu verið óvenjulegar. Heillegar og hrundar fjárborgir eru hér víða, má nefna Árnaborg sem er í heiðinni milli Garðs og „Rockville.“

Fjárborgir
Keflavíkurborg er á hæð vinstra megin vegar þegar haldið er út úr bænum, norður af „nýju„ stóru grjótnámunni. Kellavíkurborg hefur verið hlaðinn úr grjóti, hún er hringlaga, innanmál hennar er u.þ.b. 8 m með um 6 m beinum vegg að sunnanverðu og út frá honum eru veggir sem mynda rými sent er u.þ.b. 3 sinnum 3 m að utanmáli, veggþykktin í sjálfri borginni er tæpur metri.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Í miðri borginni er kassalaga hleðsla, (gæti verið garði, til að gefa á).
lnn milli Berghólanna er gróin rúst og sést hún frá þjóðveginum.

Hólmsberg
Hér er Hólmsberg. Til skamms tíma hefur Hólmsbergið verið nær ósnortið af mönnum. Keflavíkurbjarg og nokkuð land inná Bergið útundir Helguvík er friðlýst. Eftir friðlýsinguna er eins og menn hafi tapað áttum í umgengni þar.
Hlífa ætti viðkvæmri gróðurþekjunni sem hefur aðlagast seltu og næðingi og framræsla hélt ég að heyrði sögunni til, frá öllu jarðraski getur myndast rof. Það ber að vernda náttúru Bergsins sern er ákjósanlegt úlivistarsvæði.

Keflavíkurberg

Brunnur á Keflavíkurbergi.

Norður af byggðinni á Berginu er steyptur stöpull, þar rétt hjá, í sléttu klöppunum er „brunnurinn“ sérstök náttúrusmíð, rétthyrndur um það bil 70 sinnum 80 sm og aðeins um 30 sm djúpur. Reitt hjá honum er „pollur,, sem í voru hornsíli, þar er votlendisgróður og ber mest á fífu. Fyrsti ábúandi Bergsins Nikolai Elíasson nýtti vatnið hér til að brynna kúnum.
Upp af Stekkjarláginni er mishæð með sléttar klappir. Þær nota mávarnir og láta kuðunga (beitukóg) falla á þær, við það brotna þeir og fuglarnir ná í krabbana sem eru í kuðungunum. Ummerki þessa athæfis mávanna sjást víða á sléttum klöppum. Á umræddri hæð er vörðubrot.

Nónvarðan, sprenguefnageymslan og Háberg

Reykjanesbær

Nónvarða – Rótarýklúbbur Keflavíkur endurreisti vörðu þessa á holtinu ofan við götuna Nónvörðu árið 1973.
Holtið gekk ætíð undir nafninu Nónvarða og mundu menn vörðu er áður hafði staðið þarna. Varða sú var eyktamark frá Keflavíkurbæ og sýndi eyktamarkið nón, þ.e. um kl. 15:00. Eyktamark er fastur punktur í landslagi sem var til forna notaður sem viðmið við sólargang til að vita hvað tímanum líður. Til dæmis átti það við um fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.

Og nú hefur Sprengiefnageymslan, sem var á holtinu, rétt hjá Mánahestinum og gömlu grjótnámunni, verið endanlega eyðilögð. Á báðum stöðunum og Háabergi var tekið grjót í hleðslurnar sem settu svo mikinn svip á Keflavík forðum daga. Þar sjást ummerki þess hvernig grjótið var klofið með fleygum og síðan höggvið til. Þetta eru sögulegar menjar sem virðast eiga fáa málsvara, þær eru skildar eftir þegar tekið er til hendi í næsta umhverfi þeirra.

Myllubakkinn

Með ærnum kostnaði hefur verið sturtað grjóti og mold og síðan tyrft yfir Myllubakkann og umhverfi hans. Eftir það var Ægisgatan lögð og nýlega mátti lesa í Víkurfréttum. „Hleðslur fá nýtt hlutverk. Gamlar steinhleðslur við Hafnargötuna sem fyrir nokkru lentu undir mold og torfi fá nýtt hlutverk. Nú er unnið að því að grafa þær upp og síðan verða þær notaðar í gamla bænum í Keflavík. Mikið hagræði er í því að grafa hleðslumar upp í stað þess að höggva til nýtt grjót“.
Voru einhverjir að vakna?

Örnefni og ummerki sem bent geta til fyrri lifnaðarhátta – Rósaselvötn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir

Rósel

Róselsvötn – sel.

Rósel við Róselsvötn (Rósaselsvötn).

Rósaselsvötn, nafn þessara fallegu vatna gefur til kynna að þar hefur verið sel. Vestan við stærra vatnið eru rústir. Á sumrin var tekinn mór af stærra vatninu ef það þomaði upp. Mórinn þótti afar góður vegna þess hve mikið var af trjárótum og kvistum í honum, af því má ætla að hér hafi verið annað gróðurfar en nú er. Norðan við vötnin liggur troðningur milli Keflavíkur og Hvalsness, eftir honum var mórinn fluttur og einnig ís sem tekinn var af vötnunum á vetrum til frystingar á síld til beitu.
Við nyrstu Snorrastaðatjörnina eru rústir og einnig eru rústir við Seltjörn. Á þessum stöðum hefur verið nokkuð beitilandi og vatn til að brynna búsmala og halda mjólkurílátum hreinum.

Stekkir

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Stekkjarhamar og Stekkjarlág vísa til þess að þar hefur lömbum verið haldið frá ánum, á báðum stöðunum eru rústir. Í bakka „Kartöflugarðsins“, var einstígur sem kallaður var Lambastígur sem bent gæti til þess að eftir honum hafi lömbin verið rekin út í Stekkjarlág til yfirsetu. (Grasigróna brekkan sem lá upp Bergið gekk undir nafninu Kartöflugarðurinn, í bakka hennar, sem var framhald af Keflavíkurbjargi, var Lambastígurinn. Bakkanum hefur verið rutt niður).

Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Rétt utan við eystra túngarðshornið í Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.03.1996, Um daginn og veginn, Sturlaugur Björnsson, bls. 33-34.
Myllubakki.

Stóra-Eldborg

Í nágrenni Stóru Eldborgar undir Geitahlíð hefur verið komið fyrir fjórum skiltum. Það stærsta er við bílastæðið neðan við Eldborgina, annað minna er við bílastæðið nálægt Litlu Eldborg, þriðja við dysjar Krýsu og Herdísar neðst í Kerlingardal og það fjórða efst á Deildarhálsi við gömlu Herdísarvíkurgötuna.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Skiltin fjögur virðast vera á vegum Umhverfisstofnunar (óskilgreind staðsetning stofnunar), Náttúruverndarstofnunar (staðsett á Hvolfsvelli) og Minjastofnununar (staðsett í Reykjavík).
Svo virðist sem framangreindar opinberar stofnanir hafi ekki haft samráð sín á millum við gerð skiltanna á þessu tiltölulega afmarkaða merkilega minja- og jarðsögusvæði; „Eldborganna undir Geitahlíð“. Bæði er um endurtekningar í textum að ræða sem og misvísanir, að ekki sé talað um prentvillurnar…
Af fenginni reynslu er það mín skoðun að Ríkið þarf að fækka stofnunum sínum eða sameina einhverjar, er ætlað er að hafa það að markmiði að vernda náttúru og umhverfi, um a.m.k. helming. Eins og staðan er í dag virðast þær stofnanir, sem ætlað er að gæta að hagsmunum minja, sögu og umhverfisins, ekki tala saman – sem er bara alls ekki nógu gott.

Litla-Eldborg

Litla Eldborg – skilti.

Stjörnugerði

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið – skilti.

Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins.

„Þetta er sett upp eins og skeifa og þetta er skjólveggur vegna þess að hér getur oft verið hvöss og nöpur norðanátt,“ segir Sævar og að þá verði auðveldara og betra að horfa til himins.

Hann segir að í gerðinu sé fólk komið frá mestu ljósmengun höfuðborgarsvæðisins og því sé þarna hægt að sjá vetrarbrautina, dauf stjörnuhröp og norðurljós.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið.

„Þetta er eins gott og það verður fyrir stað sem er tiltölulega nálægt höfuðborginni,“ segir hann og að gerðið sé frábær staður til að sjá náttúruna sem birtist bara á næturnar.

„Þarna er skjólgott fyrir norðanáttinni sem stundum er nöpur og útsýni gott til suðurs þar sem reikistjörnur, tungl og ýmis önnur fyrirbæri eru jafnan hæst á lofti. Á svæðinu eru upplýsingaskilti um næturhiminninn, norðurljósin, tunglið og sólkerfið okkar. Svo er gerðið líka fínasti áningastaður eftir rölt upp á Búrfell.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Á sama tíma staðfesti Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, að bærinn myndi gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu fyrir almyrkvann 12. ágúst 2026. Þau koma að sjálfsögðu frá solmyrkvagleraugu punktur is. Þar leggur Garðabær sín lóð á vogarskálarnar til fræðslu til almennings um almyrkvann enda er ágóði gleraugnasölunnar nýttur til þess.
Almar segir stjörnubjartar nætur fram undan og mælir með því að fólk fari í gerðið til að njóta þess. Nauðsynlegt sé að klæða sig vel.

Stjörnugerðið er við Heiðmerkuveginn að bílastæðinu í aðdraganda Búrfellsgjár í Garðabæ. Það er staðsett við bílastæði við Heiðmerkurveg sem tengist útivistarstíg að Búrfelli og Búrfellsgjá. Framan við gerðið er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

„Velkomin á griðarstað myrkurs við Búrfell í Garðabæ. Hér utan ljósmengunar þéttbýlisins eru góðar aðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin.
Frá Jörðinni er útsýnið út í alheiminn stórkostlegt. Á heiðskíru, tunglskinslausu kvöldi, fjarri rafslýsingu, sérðu tæplega 3000 stjörnur með berum augum. Allar tilheyra þær Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og ljósleit slæða þvert yfir himininn. Vetrarbrautin sést best á kvöldhimninum á haustin.

Hvað eru stjörnur og reikistjörnur?

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Stjörnurnar eru sólir í órafjarlægð. Þær eru svo langt í burtu að ljós er mörg ár að ferðast frá þeim til okkar. Skærasta stjarna himinsins, Sirius í Stórahundi, er 8,4 ljósár í burtu en Pálstajarnan í Litlabirni, sem er mun daufari, er 448 ljósár fjá jörðinni. Fjarlægustu stjörnurnar sem sjást með berum augum eru í ríflega 1000 ljósára fjarlægð. Með sjónauka séru miklu fjarlægari fyrirbæri.
Fyrr á tímum var samband okkar við stjörnurnar mun persónulegra en nú. Nótt eftir nótt horfðum við til himins og áttuðum okkur smám saman á gangi himintunglanna. Við spunnum sögur úr mynstrum sem við ímynduðum okkur og kölluðum stjörnumerki. Við sáum að sumar stjörnur birtust þegar náttúran var að breytast eftir árstíðum. Himininn var sem klukka, dagatal og kort.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Við tókum líka eftir fimm hnöttum sem reikuðu um himininn. Þeir höfðu meiri þýðingu en aðrir svo við gáfum þeim nöfn guðanna okkar. Þessir hnettir eru reikistjörnurnar sem flakka um himininn og eru því aldrei á sama stað nema með löngu millibili. Þess vegan eru þær ekki sýndar á kortunum hér.

Njóttu myrkursins
Vonandi nýtur þú þess að horfa til heimins hér í myrkrinu. Gefðu þér tíma. Þú gætir nefnilega líka komið auga á loftsteinahrap, dansandi norðurljós og stöku gervitung á fleygiferð umhvergis plánetuna okkar. Á næturhimninum er ótalmargt að sjá. – Horfðu til himins.

Hvernig er best að skoða stjörnur og norðurljós?
Að skoða stjörnuhimininn er leikur einn!
Klæddu þig vel og gefðu þér tíma. Augun þurfa nefnilega að aðlagast myrkrinu. Þegar augun hafa vanist því sérðu himininn í allri sinni dýrð. Notaður rautt ljós ef þú getur því það truflar myrkrunaraðlögun augnanna minnst.
Prófaðu að beina handsjónauka eða stjörnusjónauka til himins. Hvað sérðu? Geimþokur, stjörnuþyrpingar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir blasa við.“

Inni í stjörnugerðinu eru fjögur skilti er lýsa m.a. sólkerfinu okkar, reikistjörnunum o.fl. Á skiltunum er t.d. eftirfarandi fróðleikur:

1. Tunglið

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Máninn eða Tunglið er næsti nágranni okkar í geimnum. Það er aðeins 384.000 km í burtu að meðaltali, stundum nær eða fjör. Tunglfarar ferðuðust þangað á þremur dögum en ef við gætum ekið þangað tæki ferðin næstum hálft ár.
Tunlið er tilkomumesti sýningagripur himins. Þar er ótalmargt að sjá með berum augum eða sjónaukum; gígar, fjöll, dalir og hraunbreiður. Í sjónauka lifnar yfirborð tunlsins við.

Vaxandi eða dvínandi

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Frá Jörðu breytist ásýnd tunglsins á hverjum degi. þá er sagt að tunglið sé ýmist vxndi eða minnkandi. En hvers vegan? Tunglið er hnöttótt eins og jörðin. Á öllum stundum lýsir sólin upp helming þess. Tunglið fer einn hring um Jörðina á tæpum mánuðu. Þar fer svo eftir því hvar tunglið er á sporbraut sinni hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum.
Þegar tunglið er milli Jaðar og solar er sagt að það sé nýtt. Þá snýr næturhlið tunglsins að Jörðu. Smám saman fer tunglið vaxandi þegar að færist lengra frá sólinni á kvöldhimninum. Viku síðar er tunglið hálft. Þá sést helmingurinn af deginum á tunglinu og helmingurinn af nóttinni. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er tunglið fullt. Þá er Jörðin milli tungls og solar. Öll daghlið tunglsins snýr að næturhlið Jarðar og lýsir nóttina okkar upp. Fullt tungl rís við sólsetur og sest við sólarupprás.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Eftir að tunglið hefur verið fullt fer það minnkandi. Á tveimur vikum sjáum við hvernig tunglnóttin færist yfir þegar máninn nálgast sólina. Þá sjáum við tunglið á morgunhimninum.

Hvernig varð tunglið til?
Grjót sem tungfarar komu með til Jarðar bendir til þess að tunglið hafi orðið til eftir mestu hamfarir sem dunið hafa á Jörðinni til þess. Fyrir 4,5 milljörðum ára skall önnur reikistjarna á stærð við Mars á Jörðina. Við áreksturinn skvettist mikið efni út í geiminn sem hnoðaðist saman og myndaði á endanum tunglið. Sárið á Jörðinni er löngu horfið sökum flekahreyfinga og eldgosa nema Jörðin haltrar á göngu sinni um sólina. Möndulhallinn er afleiðing árekstursins og veldur því að við fáum vetur, sumar, vor og haust á Jörðinni.

2. Reikistjörurnar

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Þú átt heima á Jörðinni, reikistjhörnu sem egngur ásmat sjö öðrum og fylgitunglum þeirra umhverfis stjörnu. Sólkerfið er „hverfið okkar“ í vetrarbrautinni. Í sólkerfinu er líka aragrúi smátirna, halastjarna, loftsteina og sömuleiðis sólvindur og ryk.
Hægt er að sjá fimm reikistjörnur með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Jupiter og Satúrnus. Til að sjá ystu tvær, Uranus og Neptúnus, þarf stjörnusjónauka.

3. Stjörnuhimininn

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Vissir þú að himninum er skipt upp í 88 stjörnumerki? Af þeim sjást 56 að hluta ttil eða í heild frá Íslandi. Snúningur Jarðar um sólina og sjálfa sig hefur áhrif á ásýnd heiminsins. Á einni nóttu rísa stjörnumerki í austri og önnur setjast í vestry. Þegar þessii merki eru hæst á lofti í suðri er best að skoða fyrirbærin sem í þeim eru. Ferðalag Jarðar um sólu veldur því að hausthimininn á kvöldin er öðruvísi en himinn á vetrurna og vorin.

Norðurljósin

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Sólin sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Sólvindurinn er fremur hvass en vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3000 km á sekúndu í öflugustu stormunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli solar og jarðar.

4. Sólin og sólargangurinn
Sólin er stjarna eins og stjörurnar á himninum. Stjarna okkar er um 150 milljónir km frá Jörðinni, vegalengd sem ljós ferðast á aðeins um átta mínútum.

Tunglið

Tunglið – séð frá Stjörnugerðinu.

Stóra-Eldborg

Við bílastæði Stóru Eldborgar við gamla Herdísarvíkurveginn undir Geitahlíð er skilti með yfirskriftinni „Eldborgir undir Geitahlíð“ og eftirfarandi upplýsingum:

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

„Stóra og Litla Eldborg eru syðstu eldvörp á yfirborði í Brennisteinsfjallakerfinu. kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma (síðustu 12.000 ár). Eldborgrinar eru myndarlegir gjallgígarr sem mynduðust í skammvinnum gosum á hringlaga gosopum eða stuttum sprungum. Þar gaus þunnfljótandi kviku með nokkurri kvikustrókavirkni.
Eldborgirnar ná eingöngu að myndast við hraungos og því er augljóst að jöklar voru ekki til staðar á Reykjanesi þegar eldsumbrotin urðu, en jöklar lágu síðast yfir Reykjanesi fyrir um 10.000 árum. Geitahlíð er aftur á móti móbergsstapi, myndaður við eldsumbrot undir jökli á jökulskeiði síðustu ísaldar. Stóra Eldborg og Litla Eldborg eru hluti af gígaröðum sem mynduðust með 1000 ára millibili. Stóra Eldborg er eldri og talin vera um 6000 ára og Litla Eldborg um 5000 ára.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Svæðið var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987 og eru eldborgirnar með fegurstu gíga Suðvestanlands. Stærð náttúruvættisins er 1200,5 hektarar.
Minjar eru á svæðinu og finnast hér þrjár dysjar. Talið er að tvær þeirra tilheyri systrunum Krýsu og Herdísi, en sú þriðja er nefnd smaladys.
Hér er einnig gömul þjóðleið, Herdísarvíkurgata.
Vinsamlegast gangið á skilgreindum stígum til að hlífa jarðmyndum og gróðri.
Náttúrvættið er í Reykjanesfólkvangi og hluti af Reykjanesjarðvangi.“

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Litla-Eldborg

Við bílastæði nálægt Litlu Eldborg undir Geitahlíð, neðan gamla Herdísarvíkurvegarins er skilti. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Litla-Eldborg

Litla Eldborg – skilti.

„Litla Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti 1987. Hér er ekki bara einn gígur, heldur 350 m long röð gjall- og klepragíga sem nær upp að Geitahlíðum.
Talið er að gosið hafi verið fyrir um 5000 árum. Hraunið úr gígunum liggur ofan á hrauni Stóru Eldborgar og ran það m.a. í sjó fram og myndaði tanga.
Upp af ströndinni má sjá brúnir gamalla sjávarhamra sem hraunið ran fram af.
Stærsti gígur Litlu Eldborgar er nánast horfinn eftir alarnám vegan framkvæmda á 20. old, en efnistöku var hætt um 1990.“

Stóra-Eldborg

Litla-Eldborg og nágrenni: örnefni og minjar – loftmynd.

Dysjar

Við dysjar Krýsu og Herdísar við Herdísarvíkurgötuna undir Geithlíð, neðst í Kerlingadal,  er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Dysjar

Dysjar – skilti.

„Í þjóðsögum er talað um systurnar Herdísi og Krýsu sem bjuggu á bæjunum Herdísarvík og Krýsuvík. Þær áttu í illdeilum, m.a. um landamerki og veiðihlunnindi á svæðinu. Svo langt gengu þessi illindi að þær heittust við hvo aðra og lögðu á fiskveið sem áður hafði verið góð, hyrfi. Til átaka kom þeirra á milli sem enduðu með því að smali annarar lét lífið og þær báðar og samkvæmt þjóðsögunum er talið að þetta séu dyljar þeirra. Sagan er umvafin þjóðtrú og kyngimögnum sem og ýmsum ofurkröftum t.d. göldrum. Dysjar þeirra systra eru sunnan við götuna en smalinn í þeirri litlu norðan við.
Þessar dysjar eru friðlýstar minjar og gatan er friðuð og bannað að hreyfa við grjóti sem er í dysjunum.“

Dysjar

Dys Herdísar.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1944 er grein um „Ýmislegt frá Krýsuvík„. Fyrst segir frá Krýsuvík hinni fornu:

Ögmundarhraun„Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þenna, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hefði verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann nú er: nálega 5 km. frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða.
ÖgmundarhraunBæjarrústir þessar eru og, enn þann dag i dag, jafnan nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum, verður lægð nokkur í hraunstrauminn og álíta sumir, að einmitt þar, hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dróg nafn sitt af — rétt vestan við Húshólmafjöruna.
Kirkjufiöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum. Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóptabrot þessi og vinna sér það á sem auðveldastann hátt: að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun, (u.þ.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austur jaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sein liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þverann Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.

Nýjaland við Kleifarvatn

Nýjaland

Nýjaland.

Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess, hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið, nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér; enda ekki leikmönnum hent, að leggja þar orð í belg.

Nýjaland

Nýjaland – loftmynd.

Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu, að sunnan heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir, í senn, undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammhornsins skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra og kallast tangi sá „Rif“. Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins, rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjum, og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Bleiksmýri

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestaferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem hezta fylli sína, áður lengra væri haldið.

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum, eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ í Ögmundarhrauni mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjúp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni.
Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegabót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:

„Eru i hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“

Gullbringa

Gullbringa

Gullbringa.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 308 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.

Eldborg og Geitahlíð

Stóra-Eldborg

Stóra Eldborg.

3 til 4 km. austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni, fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið i fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum.
Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð.

Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan, og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmál talin 180 metrar.
Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heildsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; — með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gigbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkrafestu.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Efst á Geitahlíð er og gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa er hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum, en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þenna eru: Kerlingar. Sagan um Krís og Herdísi; heitingar þeirra og álög, er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim timum, sem Þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar Beinakerlingar, sem gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“.
Herdís stendur nær götunni og var því nafns hennar tíðar getið en hinnar, í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eflir sig liggja í hrossleggjunum.

Bálkaheilir

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, likt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hált nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt, eða ekki kannaður.

Gvendarhellir

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli.

Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi, (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti.
Liklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þessi er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.

Kerið á Keflavík

Keflavík

Geldingasteinn ofan Keflavíkur.

Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m. hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður.
Uppi á hamri þessum er Kerið, eða op þess og nær það alla leið niður á móts við flæðarmál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.

Austurengjahver og Fúlipollur

Austurengjahver

Austurengjahver.

Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924, og sem olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, eins og menn muna enn, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver; virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velkja það lengi fvrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orðið sprengjugos, líkt því, er varð þá er Austurengjahverinn endurmagnaðist, haustið 1924.

Fúlipollur

Fúlipollur.

Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Ekki skal hér neitt rætt um brennisteininn í Krýsuvík, né þann í Brennisteinsfjöllunum, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslumarkanna og því í Herdísarvíkur landareign.

Víti

Víti

Víti í Kálfadölum.

Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefir vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú storkinn fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.

Eiríksvarða

Arnarfell

Arnarfell – Eiríksvarða.

Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eirikur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík, meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin. [Sú er reyndar ekki raunin.]

Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykk fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af þvi.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort – Seltún í Krýsuvík og nágrenni 1910.

Krýsuvík hefir lengi verið talin einhver mesta útigöngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða, sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt féð þar lærði aldrei átið.
Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar.
Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þykir mórinn þar góður til eldsneytis; er hann allmjög blandinn hveraleiri, svo að af sumum kögglunum leggur brennisteinslyktina, þegar þeim er brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í Krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu myrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir manni nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo mildu myrkviðri, að hann
hefði séð þokuna sitja í ölnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að einatt er þurrviðri í næstu byggðarlögum, þótt rigning sé í Krýsuvík.

Athugasemd
Hér er jafnan skrifað Krísuvík, en ekki Krýsuvík, og má vel vera, að „til þess komi ófræði vár“, því að eigi er mér kunnugt um, að til sé nein örugg skýring á því„ hvern veg bæjarnafnið er myndað, — eða afmyndað. —
Reykjavík, sumarið 1943.“ – S.

Heimild:
-Reykjanes, 1. tbl. 01.01.1944, Ýmislegt frá Krýsuvík, bls. 2-4.

Krýsuvík

Krýsuvík -örnefni; ÓSÁ.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1943 eru tvær greinar um „Landareign Krýsuvíkur„:

Dágon

Dágon á Selatöngum árið 2000.

„Grein þessi, um „Landareign Krýsuvíkur“, sem hér birtist, er ætlast til að sé Nr. 1. í greinaflokkinum um Krýsuvík, en greinin sem birtist í 6. tbl. Reykjaness verði Nr. 2. Í næsta blaði mun koma þriðja greinin undir fyrirsögninni „Ýmislegt frá Krýsuvík“.

Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirlcja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík i Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði.
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gig, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“
Þessu næst eru talin ítök þau sem kirkjan á og loks: „itök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“. Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vidalín þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé.
Báðar þessar jarðir eru þá (1703), í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.

Dágon

Dágon á Selatöngum – í fjöruborðinu árið 1980.

Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Árna, er svo sagt, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þelta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í sýslubækur Gullbringusýslu.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðkort 1910.

Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, — eins og reyndar víða annars staðar, — hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið millum hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðal stóran hval getur fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km„ en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist; ber og nakin fjöll með smáar og strjálar grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sára lítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.

Aðal graslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nál. 6 km. breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri — en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, — 1 2 km. En frá bjargsbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og litilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Ýms fell og hæðir risa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. — Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum. Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargsbrúninni; skagar basaltið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þarna einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Ræningjastígur.

Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þessi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargsbrún og niður í flæðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honurn á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hina svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, austan við Núphlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum, „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir innan Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15—16 km. Frá Dagon og á austurjaðar Ögmundarhrauns eru 5—6 km., er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300—400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvikurberg) og er það talið þrítugt til fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðamælingar á bjargsbrúninni og er önnur 33 metrar, en hin 36. E.t.v. gæti það átt við hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báði — held eg megi segja.“ Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.

skarfur

Skarur neðan Krýsuvíkurbjargs.

Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægilega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km.að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík 2020.

Í Keflavík eða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshóhna, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn Rauðibás og Bolahás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé það innan landareignarinnar, nema ef telja skyldi, að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmanneyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritum sínum, að í Grindavík sé það trúa manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km. sjónhending til Vestmanneyja, en nálega stórthundrað km. úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex misstórar þúfur, yzt við hafsbrún.“ – S.

Heimildir:
-Reykjanes, 8. tbl. 01.10.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.
-Reykjanes, 9-10. tbl. 01.12.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025.  Baðstofa fjær.

 

Katlahraun

„Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurð sem þar gefst að skoða.
Katlahraun-221Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án efa ögmundarhraun. Það liggur milli Grindavíkur og Krýsuvíkur — á láglendinu milli fjalls og fjöru — og þekur um sextán ferkílómetra í það heila. Í hrauninu er að finná marga sérkennilega staði. Einn þeirra er þar sem heitir í Katlahrauni. Hann er nánast inni í miðju ögmundarhrauni og er harla vandfundinn enda hafa fáir Íslendingar séð hann. Staðurinn er eiginleg sigdæld og markast af háum hraunveggjum allt í kring.
Þegar gengið er fram á brún sigdældarínnar er sem yfir víðfeðman íþróttaleikvang að líta, slík er lögun hennar. Niðri í þessari hraunborg er yfir illfært og gróft helluhraun aö fara, sem er víða sprungið, og því hættulegt yfirferðar en fjölbreytnin í landslaginu þarna er töfrandi og svo til endalaus. Háa hraunstapa er að finna niðri í dældinni svo og ýmsar aðrar sérstæðar hraunmyndanir, svo sem þar sem helluhraunið hefur brotnað í hluta og staflast upp í þyrpingar og myndað allskyns hella og skúmaskot.

Katlahraun

Fjárskjól í Katlahrauni.

Í veggjunum eða hraunfjöllunum sem afmarka sigdældina eru margir hellar, misstórir eins og gengur, en þeir stærstu eru allt að tíu metra langir og álíka háir. Litlir bergskútar eru um allt í veggjunum og á einum stað er eins og þeir myndi eins konar hillusamstæðu í hraunfjallinu. Á öðrum stað má skoða einhverja sérkennilegustu hraunmyndun sigdældarinnar. Þar jafnast lögun bergsins á við kirkjuhurð! „Ef huldufólk er á annað borð til, þá býr það þarna,“ lét einhver hafa eftir sér sem leið átti um. Þessi náttúrlega hurð sést á einni ljósmyndinni sem fylgir þessum texta og er rétt að geta að hún er um tveir metrar á hæð en breiddin um hálfur annar metri.
Í heild sinni minnir þessi hraunborg í Ögmundarhrauni — sigdældin og hraunveggirnir í kringum hana — mjög á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Gróðurinn er þó ekki eins mikill og nyrðra en kynjamyndirnar og sérkennileg lögun hraunsins er allt eins mikil. Og fyrst minnst er á gróður þá er vert að geta þess að fyrir utan mosann vex í þessari hraunborg um eins metra hár burkni um hásumartímann, og segja þeir sem komið haf a á staðinn á þeim tíma að hvergi annars staðar í landinu hafi þeir séð svo merkilegt blómskrúð sem þennan burknagróður inni í stórbrotnu helluhrauninu.
Katlahraun-222Nafn sitt dregur ögmundarhraun af manni þeim sem fyrstur er álitinn hafa rutt vegslóða yfir þetta illfæra svæði. Er sagt frá því í heimildum f rá átjándu öld að ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og veríð myrtur að launum austan við það, þar sem dys hans sé. Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmund þennan. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta nítjándu aldar. Hjá honum er sagan lik um Ögmund, nema þar vinnur hann við vegagerðina gagngert til að fá dóttur bónda nokkurs í héraðinu sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjólfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og þetta hraun sem við hann er kennt á síðari hluta nítjándu aldar. Þar er sagan svipuð hinum fyrri en vegurinn um Ögmundarhraun fær þessa einkunn:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Katlahraun

Katlahraun.

Annars hefur mikið verið skrifað um Ögmundarhraun sem slikt. Einkum og sér i lagi hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan aldur þess — og eru menn ekki á eitt sáttir um hvenær þetta hraun hafi flætt yfir. Þó er vitað með vissu að það hafi gerst eftir að landnám hófst. Er Ögmundarhraun samkvæmt því yngsta hraunið á Reykjanesskaga.
En hvenær í sögu Íslandsbyggðar hraunið rann eru menn ekki vissir um og um getgátur eru menn ekki sammála, sem fyrr segir. Hafa menn reyndar skipst í tvo nokkuð vel afmarkaða hópa í þessum efnum. Vill annar ætla að hraunið hafi runnið á fyrri hluta elleftu aldar, nánar tiltekið árið 1010, og byggir hann þá ágiskun sína á geislakolsaðferðinni svokölluðu, þar sem tekin eru sýni víða úr hrauninu og þau aldursgreind á rannsóknarstofu.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Hinn hópurinn rýnir fremur í ritheimildir en jarðsýni og telur þær gefa eðlilegri og raunhæfari vísbendingu um aldur hraunsins. Er bent á að ekki sé getið hraungosa á Reykjanesskaga í heimildum fyrr en komi fram á sexlándu öld. Um sama leyfa hafi kirkjustaðurinn Krísuvík verið lagður niður sem slíkur og telur hópurinn orsökina vera hraunrennslið. Af þessu, svo og mörgu öðru, megi draga þá ályktun að Ögmundarhraun hafi runnið seint á árabilinu 1558 til 1563.
Hvað sem aldri Ögmundarhrauns liður, þá er það að finna i öllu sinu veldi við suðurströnd Reykjanesskaga — og þeir sextán ferkílómetrar sem það þekur eru mikilfengleg náttúruundur sem hver maður hrífst af. -SER.

Heimild:
-DV, 11. júní 1983, bls. 16-17.

Katlahraun

Í Katlahrauni.