Guðlaugur Rúnar Guðmundsson skrifaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
„Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning VesturEvrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svokölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.

Reykjanes fyrrum – kort ÓSÁ.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness og þau nöfn sem oft koma fyrir á kortum og í skjölum. Ensku nöfnin voru gefin án nokkurrar málstýringar af hálfu Íslendinga (sbr. Ara Pál Kristinsson 2010:1–2) og hafa sérstöðu innan örnefnaforðans á Íslandi. Í greininni ræði ég hluta ensku örnefnanna og skýri tilurð þeirra.
Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni.

Sævar G. Jóhannesson – (1938-2024).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.
Hernám á Innnesjum – Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu. Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópavogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp).

Hafnarfjörður tilheyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.
Hernaðarþýðing Innnesja
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Innnes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells.

Amerískir dátar á Sandskeiði.
Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins.
Sandskeiðið er á afrétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.
Breska hernámið

Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.
Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sandskeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.

AMS-kort af Reykjanesskaga með enskum nöfnum.
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).
Bandaríkjamenn taka við vörnum
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið.

AMS-kort ad Reykjavík.
Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið. Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.
Breytingar á samskiptaháttum
Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster.

Camp Persing 1942.
Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing. Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.

George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld frá Ríkisútvarpinu.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuðust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku. Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku.

Hernám – Nissanbraggi í Mosfellssveit.
Þekktastur þeirra er Ragnar Stefánsson (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósnaliðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).
Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð
Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi bandamanna á Íslandi.

Camp Tinker – loftmynd 1954.
Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannadal austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).
Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – Strandsvæðið

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.
Hæðir á Seltjarnarnesi

AMS-kort.
Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin. Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ hersveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.

Fallbyssa á verði á Valhúsahæð.
Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðarárholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn.
Pimple Hill er hæð í enska héraðinu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.

Skotbyrgi á Howitzer Hill.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt enskum orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.
Að Elliðaám
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River.
Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge. Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street. Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikilvægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum.
Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vesturkvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.
Um Kópavog og Álftanes
Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogsjarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kársnesbrautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flatsnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Herskálahverfi í landi gömlu Kópavogsjarðar Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flugherinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskálahverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands.

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.
Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).
Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.

Heræfingar við Reyki í Mosfellsbæ.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum.
Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill.

Hnoðraholt – skotbyrgi.
Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrirmynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar rætur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).

Blesugróf 1954.
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.

Camp Ártún 1942.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð lof- og strandvarnarbyssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um lofvarnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Batery á Bústaðaholti, Handley Ridge.
Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda

Kaldakvísl-camp.
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð, Vatnsendahlidh. Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.

Camp Helgafell.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, austan við Fálkhól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarpsstöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í austur að Flóttamannavegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpnahlíð. Frá Flótamannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, efir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur.
Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgönguleiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.

Camp Aberdeen.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar. Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.
Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.
Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Bandaríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauðhóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flóttamannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnudaginn 18. júní 1815.

Herkampur við Sandskeið.
Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensíntunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.

Íslenskir lögreglumenn á skotæfingum á hernámssvæðinu við Arnarþúfur neðan Sandskeiðs.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mosfellsheiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fótgönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.
Lokaorð

Bretar við undirbúning 1941.
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.“
Heimild:
-https://www.academia.edu/47442681/Erlend_n%C3%B6fn_%C3%A1_Innnesjum_Arfur_seinni_heimsstyrjaldar_%C3%AD_%C3%B6rnefnum_%C3%A1_h%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0inu

Kampar – kort.
Örnefni og örnefnasöfnun
Í Heima er best árið 1973 er fjallað um „Örnefni og örnefnasöfnun„:
Enginn, sem nokkuð þekkir til íslenzkra staðhátta, gengur þess dulinn, að hér er geysilegur grúi alls konar örnefna á bæjum, fjöllum, dölum, hólum og lautum, og það svo, að jafnvel á smábýlum geta nöfnin skipt hundruðum, hvað þá þegar landrýmið er meira.
Landslag.
Ég gerði eitt sinn að gamni mínu skrá um örnefni á tilteknu svæði, og reyndust þau um 250 og hafa þó vafalaust ekki öll kurl komið til grafar, og margt mun vera týnt að eilífu. En það er einmitt hættan, sem yfir örnefnunum vofir, að þau glatist við breytingu byggðarinnar og sífellda tilflutninga fólks. En vitanlega koma oft ný nöfn í stað þeirra gömlu. En þó að nýju nöfnin geti mörg verið góð og segi sína sögu, og eigi vafalítið mörg eftir að verða gömul, þá er þó fyrsta og brýnasta viðfangsefnið nú að safna og skrá gömlu nöfnin, sem eru að falla í gleymsku.
Fossárrétt 2011. Fornleifar klæddar skógi.
Fyrir allmörgum árum, er ég var að kanna útbreiðslu skóga eftir gömlum heimildum, rakst ég á allmörg nöfn, sem kunnugir menn vissu nú engin deili á, og svona mun það víðar vera.
Öllum er kunnugt um hvílík tilfærsla hefir verið á fólki í sveitum landsins síðustu áratugina, og raunar hefir byggð margra býla á landinu ætíð verið óstöðug, og fremur sjaldgæft, að margir ættliðir hafi setið sömu jörð í röð, mannsaldur eftir mannsaldur. Það gefur auga leið, að við hver ábúendaskipti er hætta á, að örnefni glatist, ekki sízt ef hinn nýi ábúandi, gerir sér ekki sérstakt far um að læra landafræði býlis síns.
Tómas Guðmundsson – Fjallganga:
I.
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!“
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.
II.
Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.
III.
Verða kalt, er kvöldar að.
halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður en dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.
IV.
Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara best
að fara beint af augum.
En oft koma ný nöfn í stað hinna gömlu, því að nafnlaus landareign fellur engum í geð, eða eins og Tómas segir: „landslag væri lítilsvirði, ef það héti ekki neitt.“ Svo má segja, að fyrrum væru nöfn flestra kennileita nauðsyn, en hinir breyttu búskaparhættir nútímans, hafa að miklu leyti dregið úr þeirri þörf, ef svo mætti að orði kveða.
Nokkur dæmi skulu nefnd þessu til stuðnings. Meðan fráfærur tíðkuðust, þurftu smalarnir að þekkja nöfn á næstum því hverri þúfu og steini. Til lítils var að segja nýjum smala að halda sig með ærnar í kringum Smjörhóla, eða koma heim með þær þegar sólin stæði yfir Bláhnjúk, ef hann þekkti ekki örnefnin til hlítar.
Smalar af nágrannabæjum hittust oft, og þurftu að spyrja hvorn annan um fénaðarferð, og þannig víkkaði þekkingin á örnefnunum út til nágrannabýlanna. Þau eru líka ófá örnefnin, sem tengd eru smalamennsku, fénaðarferð og fráfærum víðsvegar um land. Ég vil aðeins minna þar á öll stekkjaheitin, Lambárnar og Kvíaholtin.
En það var fleira en smalamennskan, sem skapaði örnefni. Meðan heyskapur var stundaður á engjum, fengu engjaspildurnar og engjablettirnir, þar sem engin voru ósamfelld, hver sitt nafn og einnig hólar, holt, lækjadrög og keldur í engjunum eða í námunda við þau.
Hætt er við, að mörg þessara nafna glatist, þegar tekið er að afla allra heyja á ræktuðu landi. Þannig mætti lengi halda áfram að telja, hvernig nýi tíminn, með breyttum búnaðarháttum og nýrri tækni hlýtur að afmá minjar hins liðna. Þótt hér hafi aðeins verið dvalið við búnaðarhætti, á raunar sama við um sjávarsíðuna, þegar hætt er að sækja sjó úr heimavörum og gera að afla á heimilunum. Mörg nöfn hafa áreiðanlega skapazt þar, sem hverfa úr sögunni, þegar vinnubrögðin, sem þau voru tengd eru horfin. En fleira kemur og til. —
Ýmsir þættir landbúnaðar, sem stundaðir voru í fornöld og fyrr á öldum eru löngu fyrir bí. En örnefnin geyma um þá minjar, sem ekki verður um villzt. Dettur mér þar einkum þrennt í hug: Akuryrkja, svína- og geitahald. Um þetta allt er til grúi örnefna víðsvegar um land, sem sýna ljóslega, að hér hefir verið um almenna hluti að ræða. Svínanöfn eru til í flestum sveitum; geitanöfnin eru líka býsna algeng og eins þar sem engar sagnir eru um slíkt. Í því sambandi minnist ég þess, að á æskuheimili mínu var til örnefnið Kiðlingakofamýri. Geitarækt mun þó hafa fyrir öldum víðast lagzt niður, og enginn vissi deili á því, hvar kiðlingakofinn hefði staðið, og hafi tættur hans verið til, voru þær löngu sokknar í jörð. En nafn mýrarinnar var órækt vitni um, að einhvers staðar þar í grennd hefði hann staðið, og geitur verið hafðar þar. Slík dæmi munu nær óteljandi.
Þá má ekki gleyma skógunum. Stundum vilja menn draga orð Ara fróða í efa, að Íslandi hafi til forna verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. En örnefnin koma þar til og sanna sögu hans. Þau eru hvarvetna að finna, þar sem engin sést birkikló, og staðhættir jafnvel að öðru leyti þannig, að nútímamanni þætti harla ólíklegt, að þar hefði nokkru sinni skógur vaxið. En nöfnin eru þögult vitni um meðferð feðra vorra á landinu og gæðum þess.
Ekki megum vér heldur gleyma því, að oft geyma nöfnin einu minjarnar, sem til eru, um löngu liðnar sögur og atburði. Þótt því sé heldur ekki að gleyma, að stundum munu örnefni hafa verið samin eftir sögnum og sögum.
Helgafell – útsýnisskífa.
Ekki er minnst vert um örnefnin frá sögu tungunnar. Í þeim eru geymd orð, sem annars eru glötuð, mörg þeirra að vísu afbökuð, svo erfitt er að rekja uppruna þeirra, en afbökunin orðið til vegna þess, að tilefni nafnsins hefir glatazt. Þá er og þess að minnast, að mörg örnefni eru valin af mikilli smekkvísi, og mundi tunga vor verða drjúgum snauðari ef þau gleymdust.
Þannig er á margt að líta. Vér söfnum gömlum gripum, hvers konar minjasöfn hafa risið upp á síðari árum, og margir láta sér annt um þau, og hafa nautn af að skoða gömul áhöld og aðra muni frá liðnum tíma. Enda dregur enginn í efa gildi slíkra safna fyrir menningarsögu þjóðarinnar. Örnefnin eru eins konar andlegt minjasafn. Þau gefa innsýn í viðhorf liðinna kynslóða til umhverfisins, orðkyngi þeirra í að gefa nöfn, en líka fátækt á því sviði, þar sem því er að skipta. Og þau geyma oft minjar um löngu liðin störf og búskaparhætti.
Bæklingur sá, sem getið var í upphafi greinar þessarar, er nákvæm leiðbeining um, hversu skrásetja skuli örnefni, svo að fullnægt verði hinum ströngustu fræðilegum kröfum. Hann er auðskilinn hverjum, sem les hann með athygli, og um leið er hann hvatning til þess að taka þátt í því menningarstarfi, sem söfnun örnefna er.“ – St. Std.
Heimild:
-Heima er best, nr. 5, 01.05.1973, Örnefni og örnefnasöfnun, bls. 146-147 og 154.
Arnarvatn á Sveifluhálsi.
Háibjalli í Vogum – Þorvaldur Örn Árnason
Þorvaldur Örn Árnason skrifaði í Skógræktarblaðið árið 2011 um Hábjalla í Vogum:
Bjallinn er misgengi sem er austast af fimm misgengjum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs. Skógrækt hófst við Háabjalla 1949 og er þar nú gróðursæll skógarreitur í eigu Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells. Eru hæstu trén allt að 17 m. Þangað er aðeins um hálftíma gangur frá Vogum.
Veður, jarðvegur, gróður
Veðurfar á Suðurnesjum er að sumu leyti hagstætt gróðri en að öðru leyti ekki. Meðalárshiti er meðal þess sem hæst gerist á landinu, en hitasveiflur litlar svo lítið er um heita daga og frost eru væg. Ársúrkoman var 1.124 mm og fellur verulegur hluti hennar sem regn. Í janúar ríkja norðaustlægar áttir en á sumrin suðlægar.
Þorvaldur Örn Árnason.
Þótt megnið af bæjarlandinu einkennist af hrauni er þar meira af gróðurmold en sýnist, milli hraunhóla og klappa. Það kom berlega í ljós þegar verið var að grafa fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar svo og í húsgrunnum nýbygginga í Vogum. En það skiptast á hólar og lautir og á hólunum eða hraunkollunum er jarðvegur víða mjög þunnur. Þannig háttar einmitt til á skógræktarsvæðinu við Háabjalla þegar fjær dregur klettabeltinu.
Búskaparhættir fyrr á öldum gengu mjög nærri gróðri og jarðvegi hér, einkum beit búfjár og eldiviðartaka. Þegar allur skógur og kjarr var uppurið í nágrenninu var rifið upp lyng og mosi til að brenna og til að greiða með skatt til kóngsins manna á Bessastöðum. Með batnandi efnahag dró mjög úr eldiviðartöku og nú hefur jarðhitinn tekið við.
Nokkuð fjölbreyttur gróður þrífst í skjólinu af Háabjalla. Má þar nefna blágresi, brönugrös, jarðarber, hrútaber og síðast en ekki síst skógfjólu. Sitkagrenið er byrjað að sá sér í skóginum.
Búfjárbeit og friðun
Háibjalli.
Skógræktarfélag Suðurnesja hóf strax eftir stofnun þess 1950 baráttu fyrir friðun Suðurnesja fyrir beit. Árið 1969 gerði Skógræktarfélag Suðurnesja samþykkt um nauðsyn þess að lausaganga sauðfjár yrði bönnuð en einungis leyft að hafa fé í afgirtum hólfum. Leitað var til sveitarfélaganna og var Rosmhvalanesið þá friðað fyrir beit og girt af árið eftir. Árið 1977 létu öll sveitarfélögin og Landgræðslan girða þvert yfir skagann frá Vogum til Grindavíkur og friða svæðið vestan þeirrar girðingar fyrir beit, Háibjalli þar með talinn. Sauðféð er síðan í sérstökum beitarhólfum en því hefur fækkað verulega.
Háibjalli.
Sauðfé frá Grindavík hefur sótt nokkuð inn í Vogalandið og stundum unnið skaða á trjárækt við Háabjalla. Fyrir fáeinum árum náðist samkomulag um að banna lausagöngu sauðfjár einnig í landi Grindavíkur og girti Landgræðslan þá víðáttumikið beitarhólf við Núpshlíðarháls sunnan Trölladyngju.
Þessi beitarfriðun Suðurnesja skiptir gríðarmiklu máli fyrir þá sem rækta og annast um skóga og garða. Áður en hún kom til fór drjúgur hluti orku og fjármuna skógræktarfólks í að girða, viðhalda girðingum og reka út fénað sem slapp inn. Þannig stríð heyja menn enn víða um land.
Landslag við Háabjalla
Háibjalli.
Háibjalli er um 20 m hár hamar, norðvesturbarmur einnar af fjölmörgum misgengissprungum á þessu svæði. Sprungurnar myndast þegar landið gliðnar er Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn reka hvor í sína átt. Þannig er líklegt að vegalengdin milli Voga og Grindavíkur lengist að meðaltali um 2 cm á ári af þeim sökum. Suðausturbarmur Háabjallasprung unnar hefur sigið mikið og því er norðvesturbarmurinn svo hár sem raun ber vitni og nýtur skógurinn skjóls af honum.
Snorrastaðatjarnir. Háibjalli fjær.
Snorrastaðatjarnir eru þar sem landið hefur sigið mest. Fjöldi sprungna með svipaða stefnu (NA-SV) eru beggja vegna Snorrastaðatjarna, alveg frá hábungu Vogastapa og langleiðina að Fagradalsfjalli í suðaustri. Misgengissprungurnar mynda nokkra stalla suðaustan í Vogastapa sem nefndir eru bjallar og er Háibjalli hæstur þeirra.
Hægt er að líta á landslag þetta sem smækkaða mynd af Þingvöllum, þar sem Háibjalli eða Hrafnagjá (hæstu misgengissprungurnar í Vogum) myndu svara til Almannagjár og Snorrastaðatjarnir til Þingvallavatns.
Seltjörn – náttúruminjasvæði.
Seltjörn, Snorrastaðatjarnir og hluti Hrafnagjár, Grindavík, Reykjanesbæ (áður Njarðvík), Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Svæði frá Seltjörn til Snorrastaðatjarna, ásamt skógarreitum. Einnig syðsti hluti Hrafnagjár. (2) Gróskumikill gróður í Snorrastaðatjörnum. Gróðursælir skógarreitir undir Háabjalla og í Sólbrekkum. Mikilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Hrafnagjá er misgengissprunga með fjölbreyttum gróðri.
Háibjalli er á náttúruminjaskrá, ásamt Snorrastaðatjörnum og Hrafnagjá austan við, og Seltjörn og Sólbrekkum vestan við. Megnið af þessu svæði tilheyrir Sveitarfélaginu Vogum en Seltjörn og Sólbrekkur tilheyra Reykjanesbæ og syðsti hluti Hábjallamisgengisins er í Grindavíkurlandi. Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er stefnt að friðlýsingu þessa svæðis. „Til greina kemur að friða þetta svæði sem fólkvang, e.t.v. framhald af Reykjanesfólkvangi ef hann verður stækkaður til vesturs, nema það verði hluti af eldfjallagarði.“
Víst má telja að land þetta og Vogaheiðin öll hafi verið viði vaxið við landnám. Eftir beitarfriðun í rúm 30 ár er birki- og víðikjarr mikið að sækja í sig veðrið, t.d. austan við Litla-Skógfell og þar austur af við Kálffell. Líklega verður þetta allt vaxið lágu kjarri eftir nokkra áratugi ef búfé verður að mestu haldið frá því.
Snorrastaðatjarnir
Snorrastaðatjarnir.
Um 600 m suðaustan við Háabjalla eru tjarnirnar sem bera nafn Snorrastaða, en sá bær var löngu kominn í eyði 1703. Stærstu tjarnirnar eru í gömlum heimildum nefndar Vatnsgjár, enda frýs aldrei í þeim næst hrauninu. Í leysingum á vorin og í vætutíð eru tjarnirnar fimm að tölu. Á öðrum árstímum eru þrjár þeirra mest áberandi. Ef gengið er eftir göngustíg að fyrstu tjörninni er komið að þrem grónum tóftum af seli alveg við vatnsbakkann. Það gæti hafa verið kúasel frá Vogabændum (kúaselin voru jafnan nær byggð en sel fyrir fráfærufé).
Mikill og fallegur gróður er í tjörninni, einkum nær hrauninu. Þar blómstrar m.a. engjarós á bakkanum og horblaðka eða reiðingsgras úti í tjörninni. Á vorin má stundum sjá myndarlegar reiðingstorfur úr reiðingsgrasi reknar á land.
Snorrastaðatjarnir.
Sunnan við tjarnirnar er nútímahraun sem ýmist er nefnt Arnarseturshraun eða Skógfellahraun. Það er 22 km2 að stærð og rann líklega á 13. öld allar götur ofan í suðurenda tjarnanna. Arnarklettur skagar upp úr hrauninu þar skammt frá, en þar var áður Arnarhreiður. Vatn streymir sífellt undan hrauninu og gegnum tjarnirnar enda er syðsti hluti þeirra yfir leitt íslaus. Silungur mun vera í tjörnunum og sögur um að honum hafi verið sleppt þar um 1950.
Háibjalli – grillaðstaða.
Skátar í Keflavík (Heiðabúar) hafa lengi haft dálæti á Snorrastaðatjörnum. Þeir Emil Birnir Sigurbjörnsson, Guðbrandur Sörenson, Guðleifur Sigurjónsson (síðar garðyrkjumaður og landgræðslufrömuður í Keflavík) og Júlíus P. Guðjónsson voru hópur stráka sem voru oft í tjaldútilegu við Snorrastaða tjarnir árin 1948–1949. Faðir Guðbrandar var seglasaumari og fengu þeir seglaafganga frá honum til að klæða á grind og smíða sér báta. Seglin voru svo tjörguð og sigldu þeir á þessum heimasmíðuðu bátum á tjörnunum og geymdu svo í hraungjótum. Þetta voru mikil ævintýri fyrir stráka um fermingu.
Jakob Árnason (1926-2020), félagsforingi Heiðabúa. 13 skátadrengir mættu á laugardagsmorgnum í að
smíða og reisa skála á skáta-
lóðinni við Hringbraut.
Skálinn var svo fluttur 27. feb. 1993.
Hvernig tengist þessi skátasaga skógræktinni í Háabjalla? Jú, á þessum tíma var þar fleira ævintýrafólk á ferð – komið til vits og ára. Það voru þeir sem hlustuðu ekki á úrtöluraddir og hófust handa við að rækta skóg undir Háabjallanum, en það þótti klikkun á þeim tíma. Skátarnir slógust stundum í hóp skógræktarfólksins og voru nýttir til að gróður setja eins og einn þeirra komst að orði.
Á 9. áratugnum komu Heiðarbúar með skála og settu inn á milli tveggja vestustu tjarnanna. Var hann töluvert áberandi kennileiti, en gekk síðan úr sér og hrundi 2010.
Skógfellavegurinn, gamla þjóðleiðin milli Voga og Grindavíkur, liggur skammt austan við tjarnirnar. Hann hefur nú verið stikaður og er oft genginn. Þar sem þjóðleið þessi sker Reykjanesbraut var gerður undirgangur sem nýtist Vogabúum vel þegar þeir fara á útivistarsvæði sitt við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir.“
Skátaskálinn Heiðaból
Í Skátablaðinu 1994 er fjallað um Heiðaból – nýjan skáli Keflavíkurskáta við Snorrastaðatjarnir:
„Þann 28. nóvember sl. vígðu Heiðabúar í Keflavík nýjan skátaskála sem staðsettur er við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesi.
Skátaskáli Heiðabúa við Snorrastaðatjarnir eftir að hafa fokið um koll 2010.
Skálinn hafði verið byggður á lóðinni við skátaheimilið og síðan var honum ekið á leiðarenda.
Félag Suðurnesjamanna afhenti skátafélaginu landskikann til eignar árið 1985 og hófust byggingarframkvæmdir um haustið 1989 undir stjórn Jakobs Árnasonar. Öll vinna við skálann fór fram í sjálfboðavinnu og komu margir við sögu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem skálanum var lyft af lóðinni og hann settur á flutningabíl sem flutti skálann á áfangastað.
Keypt hefur verið innbú í skálann og er hann allur hinn hentugasti fyrir skátastarfsemi og það uppgræðslustarf sem sunnanmenn
hyggjast ráðast í við skálann.
Við vígslu skálans flutti skátahöfðingi Gunnar Eyjólfsson ávarp, en eins og allir vita var Gunnar skáti í Keflavík.
Heiðabúar fjarlægja leifar skátaskálans.
Gunnar Sveinsson og Fjóla Sigurbjörnsdóttir gáfu myndarlega peningagjöf í minningarsjóð sem þau stofnuðu til minningar um son sinn Magnús Gunnarsson, fv. félagsforingja sem féll frá langt fyrir aldur fram.
St. Georgsgildið í Keflavík afhenti fánastöng og íslenskan fána og Sigurður Guðleifsson fv. félagsforingi gaf áletrað skinn með byggingarsögu skálans.
Skátablaðið óskar Fleiðabúum til hamingju með skálann og vonar að hann eigi eftir að veita húsasjól mörgum skátanum í leit að ævintýrum og þekkingu í fjölbreyttu starfi.“
Skátaskálinn fauk um koll árið 2010. Skátarnir fjarlægðu síðan brakið. Síðan hefur ekkert hús verið við Snorrastaðatjarnir, en Keflvíkingar hafa löngum sóst eftir því að fá byggja sumarhús sín við tjarnirnar.
Sprengjur – leifar heræfinga Bandaríkjahers
Skógfellavegur.
„Í tvígang a.m.k. hafa fundist sprengjur við Háabjalla. Síðast árið 2003 fundu börn að leik virka sprengju. Líklega hefur hún fundist áður á gömlu æfingasvæði hersins þar skammt frá og verið borin að bjall anum. Landhelgisgæslan sprengdi hana á staðnum og myndaðist lítill gígur í moldina. Þá var enn og aftur farið og leitað með tækjum en ekki fundust fleiri sprengjur á Háabjallasvæðinu, en margar nær Skógfellaveginum.
Adrian J. King, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar, upplýsti 2003 að á árunum 1952–1959 hefðu átt sér stað miklar heræfingar á 15 ferkílómetra svæði í Vogaheiði og þar hafi rignt hundruðum þúsunda sprengna af ýmsum stærðum og gerðum. Mesti þéttleikinn væri rétt austan við Snorrastaðatjarnir. Slík æfingarsvæði væru víðar á Suðurnesjum, svo sem við Stapafell, Sandgerði, Krýsuvík og Kleifarvatn, en 1985 hefði herinn hætt að nota virkar sprengjur í æfingum. Útilokað er að hreinsa svæði sem þetta þannig að það verði öruggt, en hægt er að hreinsa litla bletti með nokkru öryggi.
Sprengjur eftir leit við og ofan Snorrastaðatjarna.
Bandaríkjaher gat ekki afhent almennilegt kort af svæðinu en Landhelgisgæslumenn fundu loks útlínur skotæfingasvæðisins á korti sem Landmælingar gerðu 1951. Svo virðist sem aðallega hafi verið skotið frá einum stað nálægt Háabjalla rétt við Reykjanesbraut. Fullvíst má telja að einhverjar sprengjuhleðslur hafi lent utan hins afmarkaða æfingasvæðis. Skothríðin dundi þaðan til suðausturs og sést víða hvernig molnað hefur úr klettabeltum marga kílómetra þaðan. Einnig voru búin til skotmörk austan við tjarnirnar úr ýmsu járnadrasli, m.a. vörubílsflaki, og er mest hætta á ósprungnum sprengjum þar í kring. Eitt slíkt svæði er nálægt Skógfellaveginum og ekki fjarri þar sem skátaskálinn var. Draslinu var síðan ýtt ofan í gjár og sprengt eða mokað jarðvegi yfir.
Snorrastaðatjarnir – viðvörunarskilti.
Síðan hefur hluti af því komið upp úr jarðveginum vegna frostlyftingar. Gera má ráð fyrir að stærstu sprengjuhleðslurnar hafi borist um 7 km inn á heiðina.
Landhelgisgæslumenn hafa teiknað kort af svæðinu þar sem því er skipt í belti eftir því hvar líklegast er að finna hleðslur af hverri stærð. Þeir hafa einnig gert leitaráætlun og leggja mesta áherslu á að leita með Skógfellaveginum. Þeir töldu mikilvægt að sem flestir þekktu hættuna og þess vegna fær þetta mál nokkurt rými í þessari grein þó svo að æfingasvæðið sé utan við sjálfan skógræktarreitinn.
Á heræfingu sumarið 1955 kviknaði í mosanum í hrauninu austan tjarnanna og er það svæði ennþá dekkra yfirlitum. Menn reyndu árangurslaust að slökkva í 3 vikur uns skaparinn tók til sinna ráða og lét rigna.
Upphaf skógræktar við Háabjalla
Háibjalli.
Árið 1948 fékk Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík 15 ha land gefins frá Vogabændum. Í afsali dags. 28. ágúst það ár segir m.a.: „Þar sem Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík hefir í hyggju að hefja skógrækt og aðrar framkvæmdir á landsvæði suður af svonefndum Háa-Bjalla við Vogastapa, þá afsölum vér undirrituð endurgjaldslaust til Félags Suðurnesjamanna í Reykjavík þeim hluta úr þessu landsvæði sem tilheyrir jörðum okkar.“ Undir bréfið rita eigendur Vogajarða.
Undir Háabjalla voru gróðursettar 27.500 plöntur á árunum 1949–1961. Meirihlutinn drapst, en sitkagrenið í skjóli við bjallann lifði vel og er orðið allt að 17 m hátt. Athygli vekur að ekki virðist hafa verið reynt að gróðursetja reynivið.
Landið var girt strax 1948 og hófst gróðursetning árið eftir. Land þetta nær frá Háabjalla og að enda Arnarseturshrauns (tunga af því lendir innan girðingar) og lenda 1–2 af Snorrastaðatjörnunum innan hennar. Þetta er ákaflega fallegt og fjölbreytt land og hefur eflaust verið hugsað sem útivistarparadís með fjölbreyttum trjágróðri til viðbótar því sem náttúran hafði að bjóða. Undir klettaveggnum (bjallanum) er gott skjól í flestum vindáttum og góð skilyrði fyrir skógrækt. Þar nýtur þó ekki sólar á kvöldin.
Sigurður Blöndal og fleiri skógræktarmenn könnuðu trjágróður á Suðurnesjum árið 1985 vegna ályktunar Alþingis það ár um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesjum og var árið eftir tekin saman skýrsla fyrir forgöngu nefndar sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum kaus til þess að vinna að átaki í skóg- og trjárækt á svæðinu. Niðurstöður um Háabjallareitinn voru m.a.
þessar: „Af allri þessari gróðursetningu sést nú lítið af trjám nema á 15–20 m belti út frá hamrinum …
Háibjalli – Fjallafinka.
Sitkagrenið er eina trjátegundin sem hefur spjarað sig vel í Háabjalla, auk nokkurra trjáa af rauðgreni. Nokkur ljómandi falleg sitkagrenitré eru þarna núna, sum um 10–12 m há.“ Sigurður gefur jafnframt út dánarvottorð fyrir trjátegundirnar þar sem hann getur til um hvað gæti hafa orðið plöntunum að fjörtjóni, svo sem furulús, vorhretið 1983, sauðfjárbeit eftir að hætt var að hugsa um girðinguna (fé er einkar sólgið í lauftré og lerkið) og sinubruna þar sem mikið af trjám brunnu.
Stopular heimildir eru tiltækar um gróðursetningaraðferðir, áburðargjöf og umhirðu skógarins framanaf. Lengi vel var mjög erfitt að koma ökutæki að og kann það að hafa dregið úr að menn notuðu húsdýraáburð við gróðursetninguna. Guðbrandur Sörenson mundi eftir að einhverju sinni hafi verið sturtað loðnu inn í skóginn í Háabjalla á nokkrum stöðum upp úr 1970 og var ólíft þar það sumar að hans sögn.
Frumherjar
Háibjalli – tóft (Snorrastaðir?).
Félag Suðurnesjamanna átti Háabjallareitinn þar til honum var afsalað til Skógræktarfélags Suðurnesja þann 20. mars 1970,30 en félagið var stofnað 1950 að frumkvæði Félags Suðurnesjamanna. Í afsalinu er tekið fram að Skógræktarfélagið skuli endurbyggja girðingu utan um landið, sem gæti þýtt að hún hafi verið orðin léleg og fénaður gengið út og inn og átt þátt í því hve margar af plöntunum drápust. Árið 1985 er girðingin dæmd ónýt. Starf Skógræktarfélagsins var öflugt fyrst en svo dró úr því. Í skýrslu Skógræktar ríkisins frá 1986 segir um félagið: „Þarna var starfað af nokkrum krafti og áhuga fyrstu árin, en úr því lognaðist starfið útaf svo að í 20–25 ár hefir það legið niðri að mestu og skógræktarfélagið að heita má óvirkt nema í Grindavík.“
Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.
Af einstökum frumkvöðlum ber fyrst að nefna Egil Hallgrímsson, kennara og kortagerðarmann, frá Austurkoti í Vogum (f. 1890). Hann bjó og starfaði í Reykjavík og kom mörgu til leiðar. Hann hafði frumkvæði að skógræktinni við Háabjalla og einnig í Aragerði í Vogum. Hann var frumkvöðull að stofnun Skógræktarfélags Suðurnesja 1950 og gaf 1000 kr. við stofnun þess og urðu þeir peningar síðan að Skógræktarsjóði Suðurnesja. Hann var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Skógræktarfélagsins á aðalfundi þess 1955. Yngri bróðir Egils, Árni Klemens Hallgrímsson hreppstjóri í Vogum, kemur einnig mikið við sögu skógræktar á Suðurnesjum. Svo virðist sem landgræðsluskógaátak hafi þegar verið hafið á 6. áratugnum því í frétt frá aðalfundi félagsins 1958 segir m.a.: „Grasfræssáning hefur farið fram í girðingunum með góðum árangri og er unnið að því að græða þar upp öll flög, jafnhliða trjáræktinni.“
Háibjalli um haust.
Næstur er nefndur til sögunnar Siguringi E. Hjörleifsson, kennari við Austurbæjarskóla og tónskáld, kjörinn heiðursfélagi í Tónskáldafélagi Íslands 1963.17 Þeir Egill voru vinir og stóðu saman í frumkvöðlastarfi ásamt fleirum. Hann kom á Willis-jeppa úr Reykjavík með plöntur á toppnum til að gróðursetja upp úr 1960 að sögn Særúnar Jónsdóttur í Vogum. Siguringi var kunnugur Árna Klemens í Austurkoti sem aðstoðaði hann við að fylla bílinn af unglingum úr Vogum til að aðstoða hann við skógræktina. Þar á meðal voru 3 dætur Árna, þær Ása, Helga Sigríður og Halla. Magnús Ágústsson man eftir Siguringa að stinga út úr fjárhúsum í Halakoti á Vatnsleysuströnd, setja taðið í poka og upp á bílinn og flytja í Sólbrekkur, einn af reitum Skógræktarfélags Suðurnesja, þar sem hann vann mikið að gróðursetningu.
Skógrækt og umhirða nú
Háibjalli.
Skógræktar- og landgræðslufélagið Skógfell hefur starfað af krafti síðan það var stofnað 1998. Nafn félagsins er dregið af nafni Litla-Skógfells sem er í Vogalandi í átt að Grindavík. Það er nú skóglaust að mestu en hefur eflaust verið klætt skógi áður fyrr. Félagið hefur gróðursett hátt í 1000 trjáplöntur árlega og auk þess hirt um eldri reiti og grætt upp moldarflög.
Haldin eru vinnukvöld á vorin auk fleiri tilfallandi verkefna og lögð áhersla á þægilegt andrúmsloft og notalega kaffipásu auk þess að vinna. Að jafnaði mæta 10–15 manns.
Skógfell hefur til afnota 10 ha landgræðsluskógasvæði í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd og hefur gróðursett þar, sáð og borið á frá því að félagið var stofnað. Einnig hefur félagið annast um fleiri skógarreiti í Sveitarfélaginu Vogum.
Háibjalli – sveppir.
Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell eignaðist skógræktarlandið við Háabjalla 1. október 2002 með afsali eftirlifandi félaga í Félagi Suðurnesjamanna í Reykjavík. Skógfell hafði þá þegar tekið reitinn að sér og hafist handa við að bæta við trjágróðri, hlú að og bera á eldri tré og bæta aðgengi, ásamt því að hreinsa og fegra svæðið. Gróðursett hefur verið í móa á bersvæði, nokkru fjær hamrinum, aðallega birki, sitkagreni, alaskavíði (Hríma), jörfavíði og furu.
Borinn hefur verið skítur með flestum gróðursettu plöntunum auk tilbúins áburðar og borinn tilbúinn áburður á þau af eldri trjánum sem ekki var góð rækt í. Stærstu trén hefur ekkert verið gert fyrir en þau vaxa mjög vel og eru árssprotar tugir cm á lengd.
Háibjalli.
Borð með bekkjum og hlaðið grill er til staðar fyrir gesti og gangandi og talsvert notað á sumrin. Umferð á eflaust eftir að aukast þegar lokið verður við gerð stíga frá Vogum undir Reykjanesbraut. Umgengni er góð með undantekningum þó.
Síðustu ár hafa bæði elstu börn Heilsuleikskólans Suðurvalla og miðstig Stóru-Vogaskóla gróðursett á sérstökum svæðum nálægt Háabjalla. Skógfell hefur aðstoðað starfsfólk skólanna við þá vinnu og lagt leikskólanum til 2–3 ára plöntur en grunnskólinn fær plöntur frá Yrkju. Þarna er mjög spennandi leiksvæði fyrir börn, samspil trjáa og hárra kletta, en betra er að fara varlega. Skógurinn er hæfilega þéttur og skjólgóður en þyldi vissulega snyrtingu.
Háibjalli.
Stefnt er að því að koma upp skógi í móanum milli bjallans og tjarnanna en þó með góðum rjóðrum og ekki alla leið að tjörnunum svo útsýnið við þær haldist. Ákveðið hefur verið að ekki verði um frekari gróðursetningu trjáa að ræða við klettabeltið til að það fái að njóta sín líkt og trjágróðurinn. Einnig má geta þess, að björgunarsveitarmenn hafa notað klettana til æfinga, en það kemur samfélaginu til góða á sinn hátt.
Það sannast á Háabjalla að maður gróðursetur fyrir næstu kynslóðir. Nú eru þeir sem gróðursettu þessi háu, skjólgefandi tré flestir fallnir frá en næstu kynslóðir njóta verka þeirra og fyrirhyggju. Um leið leitast Skógfell við að tryggja að núlifandi kynslóðir hafi sem mest að gefa komandi kynslóðum.“
Heimildir:
-Skógræktarritið, 1. tbl. 15.o5.2011, Þorvaldur Örn Árnason, Háibjalli í Vogum, bls. 66-73.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.04.1994, Heiðaból – nýr skátaskáli, bls. 8.
Undir Háabjalla.
Erlend nöfn á Innnesjum – Guðlaugur Rúnar Guðmundsson
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson skrifaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“.
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
„Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning VesturEvrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svokölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.
Reykjanes fyrrum – kort ÓSÁ.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness og þau nöfn sem oft koma fyrir á kortum og í skjölum. Ensku nöfnin voru gefin án nokkurrar málstýringar af hálfu Íslendinga (sbr. Ara Pál Kristinsson 2010:1–2) og hafa sérstöðu innan örnefnaforðans á Íslandi. Í greininni ræði ég hluta ensku örnefnanna og skýri tilurð þeirra.
Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni.
Sævar G. Jóhannesson – (1938-2024).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.
Hernám á Innnesjum – Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu. Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópavogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp).
Hafnarfjörður tilheyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.
Hernaðarþýðing Innnesja
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Innnes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells.
Amerískir dátar á Sandskeiði.
Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins.
Sandskeiðið er á afrétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.
Breska hernámið
Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.
Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sandskeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
AMS-kort af Reykjanesskaga með enskum nöfnum.
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).
Bandaríkjamenn taka við vörnum
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið.
AMS-kort ad Reykjavík.
Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið. Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.
Breytingar á samskiptaháttum
Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster.
Camp Persing 1942.
Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing. Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.
George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld frá Ríkisútvarpinu.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuðust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku. Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku.
Hernám – Nissanbraggi í Mosfellssveit.
Þekktastur þeirra er Ragnar Stefánsson (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósnaliðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).
Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð
Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi bandamanna á Íslandi.
Camp Tinker – loftmynd 1954.
Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannadal austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – Strandsvæðið
Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.
Hæðir á Seltjarnarnesi
AMS-kort.
Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin. Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ hersveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.
Fallbyssa á verði á Valhúsahæð.
Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðarárholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn.
Pimple Hill er hæð í enska héraðinu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.
Skotbyrgi á Howitzer Hill.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt enskum orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.
Að Elliðaám
Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge. Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River.
Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street. Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikilvægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum.
Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vesturkvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.
Um Kópavog og Álftanes
Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogsjarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kársnesbrautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flatsnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Herskálahverfi í landi gömlu Kópavogsjarðar Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flugherinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskálahverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands.
Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.
Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).
Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.
Heræfingar við Reyki í Mosfellsbæ.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum.
Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill.
Hnoðraholt – skotbyrgi.
Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrirmynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar rætur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).
Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Blesugróf 1954.
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.
Camp Ártún 1942.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð lof- og strandvarnarbyssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um lofvarnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Batery á Bústaðaholti, Handley Ridge.
Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Kaldakvísl-camp.
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð, Vatnsendahlidh. Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Camp Helgafell.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, austan við Fálkhól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarpsstöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í austur að Flóttamannavegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpnahlíð. Frá Flótamannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, efir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur.
Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgönguleiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Camp Aberdeen.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar. Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.
Hernaðarumsvif við Selfoss Road
Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.
Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Bandaríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauðhóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flóttamannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnudaginn 18. júní 1815.
Herkampur við Sandskeið.
Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensíntunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.
Íslenskir lögreglumenn á skotæfingum á hernámssvæðinu við Arnarþúfur neðan Sandskeiðs.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mosfellsheiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fótgönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.
Lokaorð
Bretar við undirbúning 1941.
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.“
Heimild:
-https://www.academia.edu/47442681/Erlend_n%C3%B6fn_%C3%A1_Innnesjum_Arfur_seinni_heimsstyrjaldar_%C3%AD_%C3%B6rnefnum_%C3%A1_h%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0inu
Kampar – kort.
Villingavatn – heytóft – Símonarhellir
Í dag, 3. maí 2025, er bærinn Villingavatn í Grafningi ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þegar FERLIRsfélagar heimsóttu jörðina þennan góðviðrisdag, þegar sauðburðurinn stóð sem hæst, var ekki vænlegt um að litast; tjátungslegar ær, þó með vænleg spásserandi nýfædd lömbin, auk áberandi plastrusls, bæði fast á gaddavírgirðingum allt umleikis sem og leifar af heyrúllum nánast út um alla haga.
Villingavatn – útihús.
Ekið var að fyrrum útihúsi áður en komið var að fjarstýrðri hliðslá, er lokaði á frekari aðgang að Þingvallavatnssvæðinu. Ákveðið var, vegna takmarkanna, að ganga frá útihúsi skammt ofar eftir hinni fornu leið Skálholtsmanna um landssvæðið áleiðis að vaðinu yfir Sogið. Skammt vestan vaðsins eru tóftir geymsluhúss frá Skálholti fyrrum.
Villingavatn – varða við gömlu ferjuleiðina að Skálholti.
Þegar leiðin var gengin blöstu við máttmiklar vörður á ofanverðum holtunum. Gatan sást vel mörkuð í svörðinn ofan Tjarnanna. Austan og ofan (norðan) eystri tjarnarinnar kom umleituð heytóft í ljós á annars beru holti. Gata út frá hestagötunni var rakin að tóftinni. Frá henni sást glögglega hvar gatan lá áfram til austurs – áleiðis að vesturmörkum Dráttarhlíðar; Símonarhelli.
Í örnefnalýsingu segir: „Um 40-50 metra suðaustur af Einbúanum og 100 metra austur af Hringatjörnum er Einbúakumlið. Þýfður melur, blettur í annars uppblásinni urðinni. Heytóftin er vel heilleg, opnast til norðurs. Hún er alls 6×4 að utanmáli en 4×2 að innanmáli. Hleðslur eru enn vel greinilegar, alls 5 umför þar sem suðausturveggurinn er hæstur.
Villingavatn – gamla heystæðið á Einstæðingi.
Um heystæðið segir: „“Hagavíkurbrekkur: Gilskornar brekkur suðvestan í Dráttarhlíð, þar er gamalt kuml, sennilega síðan brekkurnar voru grösugri, og hefir þá verið slegið þar, og heyið látið í kumlið og gefið á gadd að vetrinum, því þarna eru oft góðir hagar.|..] Kumlmóar: Móarnir eru norður af Kumlinu í átt að Hellinum. Kumlið: Heykuml, þar var fé gefið á gadd að vetrinum.“ segir í örnefnalýsingu [á eftir að skrá].
Villingavatn – heygatan.
Heygatan var fetuð frá heytóftinni niður að Símonarhelli. Að vísu hafði nýlegur sumarbústaðareigandi girt fyrir gömlu götuna, en þess í stað var fetið tekið meðfram girðingunni ofanverðri allt að hellisopinu.
Í „Skráningu fornleifa í Grafningi“ 1998 segir: „Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli út að fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er í bergið, um við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali.
Villingavatn – op Símonarhellis.
Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml. Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það mestu fallið ofan í hún tóftina verið og er en 10×4 hleðsluhæð 0,4 metrar. Þá er getið um Lambagarð, sbr. „Lambagarður – vörslugarður“ uppí berg.“ Skv. örnefnalýsingu; bil 50 metra frá fjárhellinum. Hlaðinn frá vatni að bergi. Grýtt, brött og gróin hlíð frá bergi út í vatn. Garðurinn er 45 metra langur og 1m metra breiður og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar en hleðslur eru nokkuð signar“.
Um Símonarhelli segir:
Villingavatn – Símonarhellir.
„Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli,“ segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu.
Skinnhúfuhellir.
Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni. „Annar hellir [en Skinnhúfuhellir] er vestan til í hlíðinni, hafður fyrir fjárhelli frá Villingavatni.“ Ekki skráð 1998. Í Símonarhellir er grjóthleðslur, en engar slíkar eru í Skinnhúfuhelli.
Villingavatn – Símonarhellir.
„Frá Símonarhelli út að fjárhellinum er kallað í daglegu tali með Björgunum […]. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. „Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ.
Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml, er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar.
Þorgeir Magnússon. Myndin er tekin við Krýsuvíkurkirkju.
Þorgeir Magnússon, fæddur að Villingavatni 27. 3. 1896, og bjó þar frá 1925 til 1948. Þar bjó áður faðir hans, Magnús Magnússon, fæddur að Villingavatni 1. 6. 1858, frá 1887 til 1925. Þar áður Magnús Gíslason, fæddur að Villingavatni 21. 7. 1813 frá 1850 til l887. Þar áður Gísli Gíslason, fæddur á Þúfu í Ölfusi 9.10. 1774, frá 1804 til 1850.
Í Símonarhelli er letursteinn; Þ.M. 1919. Markið má rekja til nefnds Þorgeirs Magnússonar frá Villingavatni (1896-1948).
Fjárhellir (fjárskýli)
“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“
Villingavatn – Símonarhellir.
Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ. Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml.
Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli.
Villingavatn – gardínur fyrir glugga á yfirgefnum sumarbústaði.
Gengið var til baka eftir sumarbústaðaveginum við Þingvallavatnið, áleiðis að útihúsunum upphaflegu.
Athyglisvert var að sjá nýja velútlítandi bústaði á göngunni sem og gamla, nánast úr sér gegna, sem enginn hefur heimsótt í áratugi.
Á bakagöngunni vakti og fyrrum áveitan frá Villingavatni athygli sem og jaðrakinn, er fylgdist vel með ferðalöngum. Í örnefnaskrá segir: „Tjörnin (Villingavatn): Afrennsli úr Tjörninni, rann norður mýrarsund og engjar og útí Þingvallavatn. Í tíð Magnúsar Magnússonar [ábúandi 1887-1925] var grafinn skurður meðfram Helluholti, Gíslaþúfu og Stekkásmóa norður í Rás, þetta var gert til þess að ná vatninu til áveitu á engjarnar, og tókst vel, en eftir það var alltaf talað um gamla og nýja læk. Nú mun sú áveita vera aflögð.“ segir í örnefnalýsingu. Í mýrinni eru nú tveir vélgrafnir skurðir og einnig náttúrulegir farvegir eða handgrafnir skurðir. Sundurgrafinn þýfður mói.“ Áveituskurðurinn situr mark sitt á neðanvert Villingavatnslandið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst. og 22 mín.
Heimildir:
-Þorgeir Magnússon, örnefnalýsing fyrir Villingavatn 1970.
-Fornleifar í Grafningi, Orri Vésteinsson og Sædís Gunnarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands 1998.
Villingavatn – Útsýni frá Símonarhelli yfir Þingvallavatn.
Hafnarfjörður – Hótel Björninn
Á vefsíðunni „Glatkistan“ er m.a. fjallað um Hótel Björninn í Hafnarfirði, húsið sem hvarf af horni Reykjavíkurvegar og Vesturgötu.
Hótel Björninn [tónlistartengdur staður] (1928-50)
Strandgata/Vesturgata – Hótel Björninn með sínar glæsilegu yfirbyggðu svalir (1910/1970) og A.Hansen verzlunarhús fjær. Myndin sýnir hótelið og Hansenshús þar næst, Vesturgata 2 og 4. Til vinstri er verslun Jóns Mathíesens og í sama húsi er Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgata 4, fyrir miðri mynd er bensín stöð, líklega BP. Í bakgrunni er Edinborgarhúsið.
„Hótel Björninn í Hafnarfirði var vinsæll skemmtistaður en dansleikir voru haldnir þar á tuttugu ára tímabili, frá því fyrir 1930 og líklega allt til 1950. Á stríðsárunum var reyndar talað um staðinn sem alræmda búllu.
Ágúst Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði hafði látið byggja húsið árið 1906 og gekk það iðulega undir nafninu Flygenringhús framan af en það stóð á Vesturgötu 2, á horni Vesturgötu og Hafnarfjarðarvegar. Seint á þriðja áratugnum, líklega í kringum 1928 keypti Guðrún Eiríksdóttir hins vegar húsið en hún hafði þá rekið hótel á öðrum stað í Hafnarfirði, og breytti húsinu í hótel þar sem voru um átta gistiherbergi og salur sem tók um 160 manns.
Hótelið nefndi hún Björninn eftir fjallinu Þorbirni við Grindavík en Guðrún kom upphaflega frá Grindavík.
Hótel Björninn. Þetta hús lét August Flygenring byggja árið 1906. Þarna stóð áður eldra hús Christiansenshús sem August eignaðist rétt fyrir 1900, það brann í júlí 1906. Seinna hlaut húsið nafnið Hótel Björninn en á stríðsárunum voru haldnir þar dansleikir sem hinir erlendu hermenn sóttu stíft. Árið 1950 var nafni Hótelsins breytt í Hótel Þröstur. Síðar eignaðist Kaupfélagið húsið og rak þar verslun um nokkurt skeið. Árið 1970 þurfti það að víkja vegna gatnaframkvæmda við Reykjavíkurveg.
Guðrún hóf strax að ráða tónlistarmenn og hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum til að leika í húsinu – jafnvel erlenda tónlistarmenn og staðurinn varð strax mjög vinsæll í Hafnarfirði sem þá var auðvitað nokkuð fjarri glaumi Reykjavíkur, hins vegar sótti alltaf nokkuð af Reykvíkingum staðinn. Mjög algengt var að félagasamtök og klúbbar héldu dansleiki þar, s.s. árshátíðir og slíkt, og reyndar voru slík félög einnig stofnuð þar.
Ýmsir þekktir tónlistarmenn léku í húsinu og oft voru þetta hljómsveitir settar saman fyrir dansleiki þar og léku því undir nöfnum eins og Hljómsveit Bjarnarins eða í nafni skemmtiklúbba sem héldu dansleikina s.s. Hljómsveit Adlon/Adlon bandið, sem var einn þessara klúbba.
En hér má nefna staka tónlistarmenn eins og Jónatan Ólafsson, Stefán Þorleifsson, Svein Ólafsson, Árna Björnsson, Óskar Cortes, Magnús Randrup, Gunnar Jónsson, Pétur Bernburg og Vilhjálm Guðjónsson svo einhver íslensk nöfn séu nefnd en einnig má nefna ungverska sellóleikarann Vincent Farkas sem var með hljómsveit á Birninum um miðjan fjórða áratuginn.
Hótel Björninn.
Þess má svo og geta að um og eftir stríð var mun algengara að hljómsveitirnar sem ráðnar voru til að leika í húsinu væru einnig starfandi annars staðar og hér eru nefndar t.a.m. Blástakkatríóið, Swingbandið og Hljómsveit Árna Ísleifssonar í því samhengi.
Árið 1938 seldi Guðrún Hótel Björninn og Svava Jónsdóttir keypti húsið og rak staðinn um eins árs skeið áður en Ólafur Guðlaugsson keypti það en Ólafur hafði verið á Hótel Borg og þekkti því hótelrekstur býsna vel, hann átti eftir að reka Björninn til loka.
Hótel Björninn í breyttri mynd.
Á stríðsárunum komu Bretarnir til Íslands vorið 1940 og voru fyrirferðamiklir í Hafnarfirði, þeir nánast lögðu hótelið undir sig og um tíma fékk staðinn á sig fremur neikvæða mynd – kallaður Hongy tong af hermönnunum og þar þreifst alræmt sukk og svínarí. Norskir hermenn bættust í hópinn fljótlega en þegar bandaríski herinn tók við af Bretunum skánaði ástandið heilmikið.
Þegar ástandið var sem verst auglýsti Ólafur dansleiki sérstaklega ætlaða Íslendingum eingöngu og á þeim kvöldum var hermönnum meinaður aðgangur að Birninum.
Hótel Björninn á Selfossi.
Hótel Björninn mun hafa starfað til ársins 1950, um tíma reyndar síðustu árin undir nafninu Hótel Þröstur en svo aftur undir Bjarnarnafninu í lokin, og þá var heldur farið að halla undan fæti í rekstrinum.
Kaupfélag Hafnarfjarðar keypti húsið og var með starfsemi í því um tíma en það var svo rifið árið 1970, þá hafði húsið verið minnkað einhvern tímann á sjöunda áratugnum – strýta eða turn með svokölluðu næpuþaki á öðrum gafli þess verið tekinn af til að rýmka fyrir Reykjavíkurveginum sem var þá alveg uppi við húsið, en sá hluti hússins hafði einmitt sett mestan svip á það. Þess má geta að húsið (í upprunalegri mynd) er fyrirmynd eins þeirra húsa sem byggð voru í nýjum miðbæ Selfoss löngu síðar.“
Heimild:
-https://glatkistan.com/2025/02/19/hotel-bjorninn-tonlistartengdur-stadur/
Miðbærinn á Selfossi.
Grindavík – örnefnið
Á Vísindavef Háskóla Íslands segir Svavar Sigmundsson um „Önefnið Grindavík„:
„Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði.
Innsiglingavarða við Hóp í Grindavík – endurhlaðin af FERLIRsfélögum.
Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar ‘gerði’ eða ‘hlið’, eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Grindarás í Austfjörðum (Íslenskt fornbréfasafn IV:205,271), Helgrindur á Snæfellsnesi og Jökulgrindur í Rangárvallasýslu. Klettarani á merkjum Þorpa og Hvalsár í Strandasýslu heitir Grind (Íslenskt fornbréfasafn IV:161). Sögn er um að grind hafi verið þar í skarði til varnar ágangi búfjár.
Svartiklettur við Hópið í Grindavík – sundmerki.
Hugsanlegt er að grind hafi átt við sundmerki* en Sundvarða er í Herdísarvíkursundi, „sem tréð með grind stendur í“ (Örnefnaskrá).
*Sundmerki er innsiglingarmerki, oft varða með tré í, eins og í Herdísarvíkursundi, og til dæmis þannig að tvær slíkar vörður átti að bera saman þar sem innsigling var örugg.“
Þórkötlustaðanes – innsiglingavarða.
Famangreint verður að teljast fróðlegt í ljósi allara sundmerkjanna í Grindavík. Reyndar eru núverandi sundmerki ekki svo gömul að telja megi til landnáms, en þau verður að telja merkileg í samhengi sögunnar. Engum vafa er um það orpið að Grindvíkingar hafi sótt sjó um aldir og hafa því nýtt sér sundmerki sér til leiðsagnar, sbr. Siggu og önnur kennileiti ofan byggðar. Flest þeirra eru nú orðin mosavaxin, líkt og merkið í Leiti ofan Þórkötlusstaða, en önnur þau nýrri eru þó enn augljós, s.s. sundmerkin ofan Hóps.
Neðri Hópsvarðan 2021.
FERLIRsfélagar endurhlóðu efri sundvörðuna við Hóp eftir að hluti hennar hrundi í frostvetri, en nú, eftir jarðskjálftana undanfarið (2021) hafa bæði hún sem og sú neðri þurft að lúta í lægra haldi. Þar má segja að „Snorrabúð“ sé nú stekkur. FEELIRSfélagar hafa sýnt lítinn áhuga á að endurhlaða vörðuna vegna lítils áhuga bæjarstjórnar Grindavíkur á að viðhalda þessu gömlu minjum byggðalagsins…
Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6588
Hóp – uppdráttur ÓSÁ.
Hafnarfjörður – klettar, klifur o.fl.
Eftirfarandi upplýsingar um kletta og klifur í og við Hafnarfjörð er að finna í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð árið 2004:
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
Arnarnípa, uppmjór klettur í vesturenda Hæðarinnar í klifinu, Ljósaklifinu (G.B.).
Ágústarvörður (Augustarvörður) ofan Rauðhólsnefns og framan við Eyrarhraun. Sjá má vörðurlaga klett að baki Herjólfsgötu 34, þaðan markaðist Ágústarland Flygenrings suður í Sönghól (Gönguhól (hjáleiga, eftir 1903, Grútarstöðin) við Sönghóls-/Gönguhólsklif milli Herjólfsgötu 28 og Langeyrarbæjar. Lá fram í sjó. Herjólfsgata var brotin þar í gegn 1946-1947 (G.B.).
Balaklettur (-ar) er fram af túni býlisins bala í Garðahverfi. Á Balakletti er varða, Markavarða. Þaðan er sjónhending í vörðuna sem er rétt sunnan við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Bingurinn.
Bingurinn var svæðið kallað frá Christensenshúsi suður að pakkhúsi sem brann 1906 (G.S.). Þarna er um að ræða neðsta hluta Reykjavíkurvegar nálægt því sem nú er eystri brún eystri akreinar og undir suðvesturhluta Vitans, hins verðandi bókasafns Hafnarfjarðar. Christensenshús stóð þar sem síðar reis Flygeringshús/Hótel Björninn/Hótel Þröstur/Veiðafæradeild Kaupsfélags Hafnarfjarðar. Það var Vesturgata 2 en veitingahúsið A. Hansen er Vesturgata 4. Bingsnafnið virðist tilkomið af því að þarna voru geymdar kolabirgðir dönsku varðskipanna (G.B.).
Hafnarfjörður um 1900.
Blikalón I. Býli í Hraunum. Vorið 1966 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nota heimild í 26. grin skipulagslaga nr. 19/1964 til að áskilja sér forkaupsrétt að öllum lóðum og fasteignum í Hafnarfirði vestan Krýsuvíkurvegar sem lagðar voru undir lögsagarumdæmi Hafnarfjarðar með lögum nr. 46/1964. Meðal þessara eigna voru jörðin Lónakot, jörðin Óttarsstaðir, þar með talið gamla býlið Óttarsstaðir II, Óttarsstaðagerði, Blikalón I og Glaumbær.
Húsið stóð niðri í lægðinni niður og vestur frá Sæbóli. Lægðin var alldjúp, næstum gjóta og hefur þar verið skjólsælt (G.B.).
Hafnarfjörður – málverk frá því um 1900.
Brúarhraunsklettur var spölkorn norðan Hamrakotslækjar. Allstór klettastapi gekk fram úr hrauninu og náði nokkuð út í fjöruna fram undan Brúarhraunsbæjunum. Brúarhraunsklettur var eini kletturinn fyrir botni fjarðarins sjávarmegin götunnar. Gatan lá skammt fyrir ofan klettinn. Kletturinn var að mestu flatur að ofan og nokkuð gróinn, um 30 metra á lengd en um 10-12 metra á breidd. Endi hans mun hafa verið um 5-7 metrar á hæð og nokkuð þverhníptur. Hliðar hans lækkuðu þegar ofar dró þar sem fjaran beggja vegna hafði nokkurn halla.
Hafnarfjörður – ströndin neðan Hafnarborgar og Hafnarfjarðarbíós.
Þegar dönsku herskipin Hekla og Heimdallur voru hér við land um og fyrir síðustu aldamót var það oft að lúðrasveit þeirra kom í land, þar eð þau lágu oft langdvölum í Hafnarfirði með lúðra sína og bumbur og raðaði sér upp á Brúarhraunskletti og spilaði fyrir fólkið sem fyllti götuna fyrir ofan. Var Hafnfirðingum að þessu hin besta skemmtun. Að þessu leyti var Brúarhraunsklettur Austurvöllur Hafnfirðinga (Ólafur Þorvaldsson). Brúarhraunsklettur var þar undir sem nú (2002) er Pósthúsið og Símstöðin, gegnt Strandgötu 25-27 (G.B.).
Brúarklöppin var klöppin kölluð sem liggur undir Hafnarfjarðarbíói (G.S.). Brúarklöppin lá svolíti austar en Brúarhraunsklettur, örlitlu austar en móts við Gunnarssund. Þar var einmitt Hafnarfjarðarbíó, sem rifið var um 15. nóvember 2001. Bílastæði nú (2002) (G.B.).
Efstireitur við Ljósaklif.
Efstireitur var austan við Ljósaklif. Skreiðarskemmur voru reistar þar upp úr 1950 er skreiðaröld hófst að nýju. Hann tók við ofan Háareits, þ.e. nálægt því þar sem nú er vegur að húsunum Ljósklifi og Fagrahvammi. Hann var í raun tvískiptur og var eystri hluti hans, sá er meðfram vegi lá lægri en hinn hlutinn á bungunni þar vestur af. Vesturbrún reitsins má enn já að hluta, hlaðna á barmi lægðarinnar sem Ljósaklif stendur í og er þar lág. Víðast ein steinaröð eða tvær. Hvorugur reitanna náði alveg upp að Garðavegi (G.B.).
Engidalsnef.
Engidalsnef er hraunbrúnin við Engidal. Þegar vegurinn var lagður 1873 lá hann út af hrauninu um Engidalsnef, rétt á austurhorninu (G.S.).
Fiskaklettur. Krosssprunginn klettur vestur frá Gestshúsum í sjó fram. Allmikið dýpi var við klettinn og þar fiskaðist vel. Enn má sjá leifar af Fiskakletti við vöruskemmu Eimskipafélags Íslands (G.S.). Ólafur Þorvaldsson lýsir klettinum: „Fiskaklettur var hraundrangur, nokkurra metra hár, ekki mikill ummáls, en mjókkaði nokkuð, þegar til toppsins dró, sem var nokkuð klofinn.
Fiskaklettur.
Nokkuð var hann brimsorfinn á þeim hliðum, séð að sjó vissu, enda var hann oftast votur um fætur, og höfðu Ægisdætur endur fyrir löngu tekið að sér að sjá um þann sjóþvott. Í skjölum og sögnum síðari alda kemur Fiskaklettur oft við sögu. Þetta mun oftast vera vegna þess, að hann var endimark hinnar fornu verslunarlóðaar (Akurgerðislóðar) að vestan með sjó. Að austan voru takmörk þeirra lóðar Hamarskotslækur“.
Gunnarsbær, bær Gunnars Gunnarssonar.
„Gunnarsbær stóð þar sem húsið Gunnarssund 1 stendur stóð áður.
Fjósaklettur (Linnetsklettur, Fjósklettur) er nú niðurbrotinn, tyrfður og umhlaðinn brotahleðslusteini í hinu húslausa horni austan og ofan gatnamóta Strandgötu og Linnetsstígs, í raun krikinn vestan undir húsunum Strandgötu 17 og 17b en mun hafa náð nokkuð niður í stæði Strandgötunnar (G.B.). Fjósaklettur var einnig kallaður Linnetsklettur (G.S. og Ó.Þ.). Ólafur Þorvaldsson kallar klettinn Fjósklettt eða Linnetsklett og segir ennfremur: „Klettur þessi var austan við verslunarhús H.A.Linnets, og var hann ofan við götuna, þegar vestur eftir var farið. Hann gekk fram í götuna og var nokkur sveigur á henni fyrir klettinn. Þó var sýnilegt, að úr honum hafði verið rifið fyrir götunni, það eð hann var nokkuð þverhníptur fremst, en þó með smásyllum, og höfðu börn þar stundum bú sín og leikföng, sem að mestu voru steinar og skeljar úr fjörunni. Börnunum var þetta hættulaust, þótt við alfaraveg væri, vegna þess að umferðin var þeim ekki þá eins hættuleg á götum úti og síðar varð.
Gunnarssund 1 og nágrenni.
Linnetsklettur var sléttur að ofan og grasi gróinn. Ekki var hann mikils ummáls, þó hefðu sennilega getað staðið þar uppi í einu framt að hundrað manns. Við þá hlið klettsins, sem frá götunni sneri, hafði Linnet byggt fjós fyrir kýr sínar, sem oftast munu hafa verið tvær. Var fjósið byggt að nokkru inn í klettinn, og sáust því aðeins tveir útveggir, norðurhlið og suðurstafn. Torfþak var á fjósinu og tók ris þess upp fyrir yfirborð klettsins. Var það sniddutyrft og jafngróið, eins og kletturinn að ofan… Flestir ferðamenn sem um Fjörðinn fóru, einkum þeir, sem oft fóru um, svo sem þeir sem með skreiðarlestir fóru, könnuðust vel við þennan klett, sem þeir stundum nefndu „Þránd í götu“, svo oft rákust baggar hestanna í klettinn, sökum þess, hve gatan var mjó þarna vegna hleðslu, sem þarna var fyrir framan til varnar sjávargangi upp á götuna“ (Ó.Þ.).
Til vinstri í fjarska, er líklega Brúarhraun, næst Gunnarsbær, hann var rifinn fyrir allmörgum árum, þar er nú bílastæði. Í fjarska er líklega Hraunprýði, það var rifið, nú er þar bílastæði. Nær, fyrir miðri mynd, lágreist hús, það var Gunnarssund 4, rifið, á lóðinnin stendur nú tveggja hæða steypt hús. Annað hús frá hægri er hús sem fyrst var Miðsund 3 en er nú Austurgata 30. Það hús byggði Christian Olauvson Smith árið 1905 en hann kom til landsins á vegum Jóhannesar Reykdals til að setja upp vélar í nýja timburverksmiðju hans, við lækinn. Því næst er húsið Austurgata 32 , áður Miðsund 4, byggt 1906.
Gataklettur var fram undan sundhöll Hafnarfjarðar, en er nú horfinn (Á.G.).
Gunnarssund lá upp í hraunið vestan við Ragnheiðarhól og lá í krókum upp í hraunið. Uppsátur skipa og báta (G.S.). Gunnar Gunnarsson hjó sundið upphaflega í hraunið til að draga þar upp báta sína um vetur. Sundið lá sunnan/austan Árnahúslóðar að Gunnarsbæ er stóð á næstu lóð fyrir ofan, beint upp af Strandgötu 29. Nafnið var síðan notað þegar farið var að gefa götum nöfn í Hafnarfirði. Sigurjón Gunnarsson segir svo um Gunnarssund: „Frá Strandgötunni og heim að bænum ruddi faðir minn braut það breiða að hægt var að setja sexæring þar upp á veturna, hvolfdi hann skipi sínu þar í suðri [sennilega sunnan undir bænum (G.B.] svo að það væri öruggt fyrir sjávargangi“ (G.S.).
Syðstavarða ofan Gjögurs.
Gjögur nefnist strandlengjan við Hvaleyrarhraun og kapelluhraun frá Arnarklettum vestur undir Lónakot (Á.G.). Í lýsingu G.S.. segir að Gjögrin taki við þar sem Litla-Sandvík endar. Alfaraleiðin eða suðurferðaleiðin lá frá túngarðshliðinu niður á Hveleyrarsand og lá lítið eitt ofan við Gjögrin. Þar var klapparhóll er leiðin lá um, nefndist Miðhóll og þar í Móðhola (G.S.). Í Móðlu var kveðinn niður draugur.
Heimastavarða var við gömlu leiðina við Gjögur í Hvaleyrarhrauni. Síðan kom Miðvarða og syðst Syðstavarða (G.S.).
Hótel Björninn rak Guðrún Eiríksdóttir á Vesturgötu 2 (G.S.). Þar var oft mikill gleðskapur hermanna á stríðsárunum.
Hraunprýðishóll.
Hraunprýðishóll (Fríkirkjuhóll) var heitið á Fríkirkjuhól fram að því að Fríkirkjan reis 1913 (G.B.).
Hvíldarhóll (Hvíluhóll) var hraunhóll rétt við Kirkjuveginn (G.D.). Hann var einnig nefndur Hvíluhóll. Hann er fremsti hluti hólranans niður undan markavörðunni fram við Hrafnistu. Garðavegur var brotinn um hann framanverðan og liggur þar enn. Hóllinn dró nafn af því að þar hvíldi kirkjufók sig á göngunni milli Hafnarfjarðar og Garða frá því um aldamót er Garðavegur var lagður og til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var vígð. G.B. heyrði aldrei annað nafn en Hvíluhóll fyrr en 1999 er hann heyrði fyrst Hvíldarhólsnafnið nefnt. Lítið eitt var brotið af hólnum við húsflutning (->Sæból). (G.B.).
Fagrihvammur og Ljósaklif.
Jóhannshellir (->Kristínarhellir) var nálægt Vitanum, sami hellir og Kristínarhellir. Þar hafði Jóhann Baldvinsson fé sitt (G.S.).
Klofhóll var þar sem Gamla-Fjarðargata lá upp á hraunið við Engidalsnef og suður af honum, Stekkjarlaut, sem nú er afgirt (G.S.).
Ljósaklif (húsið) var reist af Benedikt Guðnasyni 1945-1946. Þar við var hænsnahús, fiskverkunarhús, bílaverkstæði, gallerí, allt sama húsið nema galleríið sem var verkstæðishúsið endurgert.
Hamarskotsmöl.
Marlaroddinn var vesturendi Hamarskotsmalar, austan við Lækjarósinn. Náði mislangt vestur eftir því hvar ósinn lá – eða var látinn liggja (G.B.).
Mölin (->Hamarskotsmöl) var svæðið sunnan Hamarskotslækjar kallað á svipuðum slóðum og Strandgatan er nú. Um hana segir Ólafur Þorvaldsson: „Þegar til Reykjavíkur var farið úr suðurfirðinum, lá leiðin svipað og Strandgatan er nú. Sunnan lækjarins var Mölin, og var enginn vegur lagður yfir hana, og var því ýmist farið um sýslumannstúnið, ef sæmilega þurrt var um, eða þá eftir Mölinni, allt sunnan frá bakaríi og nyrst á Malarenda, en þar var brú á læknum, rétt þar sunnan við, sem nú er lyfjabúð Hafnarfjarðar.
Rauðhólsnef.
Mölin var var laus og þung hestum og tók þeim víða í hófskegg. „Magnús Jónsson segir að þegar talað var um húsin á Mölinni að nefnt hafi verið að fara suður fyrir Möl, að vera niðri á Möl eða þvíumlíkt.“ „Síðan var Mölin oft kennd við helstu athafnamenn þar á hverjum tíma – Bergmannsmöl, Ólafsmöl og svo Einarsmöl þegar nálgaðist Moldarflötina og lækinn og Einar Þorgilsson flutti bækistöð sína á Óseyri“ (M.J.).
Ágústarklettur ofan Langeyris.
Sjóhús við Rauðhólsnef, allstór risbyggður bárujárnsskúr til verkunar grásleppuhrogna, reistur á möl beint ofan Rauðhólsnefs um 1953. Rifinn fyrir 75 ára afmæli Hafnarfjarðar 1983 (G.B.).
Skipaklettur (Jaktaklettur) er nefndur í Jarðabók Árna og Páls: „Jörðin [Setberg] á ekki land til sjávar, en búðarstöðu á hún og skipsuppsátur í Garðastaðar landareign þar sem heitir Skipaklettur. Er þetta eiginlega í Akurgerðislandi, sem Hafnarfjarðarkaupstað tilheyrir. En þó er undirgiftin fyrir þetta skipsuppsátur betöluð og hefur betalast til staðarhaldarans í Görðum með xx álnum“.
Hvíldarhóll.
Bjarni Sívertsen lét árið 1805 grafa þurrkví inn í malarkambinn austan við Skipaklett (Jaktaklett) örskammt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði (L.G.).
Ólafur Þorvaldsson þekkir einungis nafnið Jaktaklettur. „Jaktaklettur hefði eftir útliti og lögun mátt fremur nefnast hóll heldur en klettur, svo mikill var hann um sig. Hliðar hans, sem móti norðri og austri sneru, höfðu nokkurn aflíðanda, en suðurhlið, sem að sjó vissi, og vesturhlið voru ýmist þverhníptar eða stöllóttar. Norður- og austurhliðar Jaktakletts drógust nokkuð jafnt til efstu brúnar, og myndaðist þar hryggur til suðvesturs og norðausturs, og stóðu klappirnar þar víða upp úr.
„Sundklettur“, neðan Sundhallarinnar. Þar var hafnfirskum börnum kennt sund fyrr á árum.
Á efri árum Jaktakletts, ef svo mætti segja, ber að vísu ekki mið við sögu hans, þó skal þess getið, að á fyrstu árum, sem Ágúst Flygering kaupmaður og útgerðarmaður rak þá atvinnu í næsta nágrenni, lét hann reisa fánastöng uppi á Jaktakletti. Þaðan var skipum, innlendum og útlendum, heilsað og þau við burtför kvödd fánakveðju. Á sviðuðum tíma höfðu tveir eða fleiri Hafnafirðingar söltunar- og verkunarstöð sunnan undir klettinum, í pöllum hans og básum, fyrir hrognkelsiveiði sína, og versluðu þar meða afla sinn við sína viðskiptamenn.
Fremur mun fátítt, að klettar og önnur kennileiti á landi uppi séu kennd við skip, en svo er þó hér, Umræddur klettur er kennur við jaktir, þ.e. lítil fiskiskip seytjándu og átjándu aldarinnar (máske eitthvað lengur).
Gönguhóll.
Á fyrsta tug nítjánu aldarinnar mun fyrstu og að ég ætla einu þurrkvínni, sem byggð hefur verið hér á landi, hafa verið komið upp austan undir þessum umrædda kletti, og allar líkur benda til, að hún hafi verið fyrsta skipasmíðastöð landsins, sem svo getur kallast. Í þurrkví þessa munu, eftir því sem sögur herma, hafa verið teknar til viðgerðar fiskiskútur, sem þá gengu undir nafni jaktir. Sömuleiðir benda og allar líkur til þess, að þarna hafi verið byggðar tvær eða fleiri jaktir. Árið 1803 hafði Bjarni Sívertsen þá ánægju að sjá fyrstu jaktina fljóta fyrir landi.
Stifnishólar.
Stifnishólar eru beint framan Brúsastaða. Aðrir segja Stífnishóla vera kletta ofan bæjarins. Sama saga er sögð um Stíflishóla í landi Selskarðs við Skógtjörn. Vestan Stífnishóla eru hleðslur, sennilega vígis frá styrjaldarárunum, fremur en naust. Þar hvolfdi Þórður Eyjólfsson á Brúsastöðum kænu sinni á vetrum á 6. áratugnum en almennt var þetta álitið „vígi“ en fley Þórðar á þeim tíma smátt. Þarna var gerð leikmynd fyrir sjónvarp á 8. og 9. áratugnum er upp var tekinn þáttur um börn á stríðsárunum síðari. Nokkrar hleðslur allþykkar mátti sjá í klettaskorum vestan við Stífnishóla á eftirstríðsárunum. Ungmenni kotanna töldu þetta „vígi úr stríðinu“ er þá var nýlokið (G.B.). Stífnishólar eru krossprungnir klapparhólar beint framan af bænum. Þar var kveðinn niður draugur um aldamótin 1800 (G.S.).
Svendsensklettur neðan Reykjavíkurvegar 16.
Svendsensklettur stendur enn neðan Reykjavíkurvegar 16 (G.S.).
Sæból (áður Reykjavíkurvegur 12), flutt 1959-1951 á næstu lóð framan við eða nær sjó en Dalbær. Þar bjó Björn Bjarnason (f. 1907- d. 1998) með fjölskyldu sinni. Það hús á nú sonur hans Edvard Rafn (G.B.). Er hús þetta var flutt þurfti að brjóta nokkuð framan af Hvíluhól (Hvíldarhól) nokkuð framan við Markavörðuna við Hrafnistu til að húsið mætti flytja þar um veginn (Árni Gunnlaugsson 1984).
Heimild:
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson – Örnefnalýsing Hafnarfjarðar 2004.
Hafnarfjörður – loftmynd 1954.
Um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu – Páll Imsland
Í Náttúrufræðingnum árið 1998 fjallar Páll Imsland „Um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu„.
Náttúrufræðingurinn 1998 – forsíða.
„Ekkert mat á umhverfisáhrifum mannvirkja eða framkvæmda var komið til þegar undirbúningur og bygging álvers við Straum átti sér stað á sjöunda áratug 20. aldar og þá var heldur ekki farið að huga í mikilli alvöru að mögulegum áhrifum náttúrunnar á byggingar eða starfsemi slíkra iðjuvera. Það má því segja að álverið sé við Straum þrátt fyrir að starfsemi þess beri í sér möguleikana á óheillavænlegum áhrifum á umhverfið og þó að þar lúri vár í náttúrunni sem gætu orðið starfseminni til óþurftar. Hér verður ekki fjallað um áhrif álversins á umhverfið heldur reynt að gefa einfalda mynd af því hvernig álverið er í sveit sett með tilliti til náttúruváa. Ekki hefur verið gerð sérstök og magnbundin úttekt á náttúruvám með beinni hliðsjón af mögulegum áhrifum þeirra á álverið, en sitthvað er vitað almenns eðlis um náttúru svæðisins, þær vár sem þar gætu komið upp og hver almenn áhrif þeirra yrðu.
Páll Imsland (f. 1943) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1973 og doktorsprófi frá sama skóla 1985. Páll hefur m.a. unnið að rannsóknum á jarðfræði Jan Mayen og náttúruvám. Páll er fyrrverandi ritstjóri Náttúrufræðingsins.
Þessi umfjöllun er á þeim almennu nótum. Á mjög einfaldan hátt má gefa várnar til kynna með því að lýsa staðsetningu álversins í landinu í ljósi náttúrufars þar: Álverið stendur á opinni ströndu sem liggur í fjölfarinni braut orkuríkra veðurkerfa skammt frá eldvirku landrekssvæði. Með öðrum orðum þýðir þetta að þarna megi vænta náttúruváa sem eiga sér orsakir í hafrænum, jarðlægum og veðurfarslegum ferlum eða í samspili þeirra. Þau jarðlægu öfl sem þarna eru virk tengjast flest landrekinu. Undir Reykjanesskaganum liggja mörkin milli þeirra tveggja jarðskorpufleka sem mynda jarðskorpu Norður-Atlantshafsins mestan hluta norðurhvels og jarðar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, og þar verða flekarnir til við gliðnun og eldvirkni. Því eru sterk tengsl milli nokkurra þeirra ferla sem geta valdið ólíkunr vám á þessu svæði, og ef eitt þeirra fer að gera vart við sig má vænta þess að önnur fylgi í kjölfarið.
Skal nú vikið að hverri þessara náttúruváa og reynt að hafa Straumsvík í huga. Þær náttúruvár sem eru líklegastar til að gera verulegan usla á svæðinu eru: ofviðri, strandflóð, jarðskjálftar, sprungumyndun í yfirborði jarðar, eldvirkni, landsig og landbrot við ströndina. Yfirlit yfir náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu er gefið á 1. mynd.
Ofviðri
1. mynd. Kortskissa af Suðvesturlandi sem sýnir helstu þætti náttúruhamfara á svœðinu og hvernig þeitn er fyrirkomið í jörð og andrúmslofti með tilliti til Straums. R stendur fyrir Reykjanes-, G fyrir Grindavíkur-, K fyrir Krýsuvíkur-, B fyrir Brennisteinsfjalla- og H fyrir Hengilssprungurein.
Óveður ganga undir ýmsum nöfnum, svo sem illviðri, ofviðri, aftakaveður, fárviðri o.fl. Hér verða einkum notuð orðin ofviðri og aftakaveður. Ofviðri einkennast af sterkum vindi, sem hér á landi er oftast samfara úrkomu. Venjulegast er að miða við 9 vindstig eða meira. Þá fer hlutum að verða hætt við foki og fólk á í erfiðleikum með að ráða sér úti við. Trausti Jónsson (1980 og 1981) hefur fjallað um ofviðri hér á landi. Hann skilgreinir ofviðri þannig að á fjórðungi veðurathugunarstöðva í landinu mælist 9 vindstig eða meira eða að á 10% stöðvanna mælist 10 vindstig eða meira. Mælist 10 vindstig eða meira á 45% stöðvanna kallast veðrið aftakaveður.
Áhrif af ofviðrum eru gífurlega margvísleg og því ógerlegt að tíunda þau öll. Það sem einkum getur orðið fyrir skakkaföllum í ofviðrum, ef við reynum að einfalda yfirlitið, eru fyrst og fremst lausir hlutir, sem vindurinn tekur og feykir, eða hlutir og byggingar sem lausir hlutir fjúka á og skemma. Sjaldgæfara er að heilar byggingar og aðrir fastir hlutir eða þungir fjúki, nema elli og viðhaldsleysi sé farið að setja mark sitt á þá. Þó er plötufok algengt hér á landi. Einkum eru það þakplötur sem vindur nær sér undir og losar og feykir síðan.
Foktjón.
Af slíku foki er tvöfaldur skaði algengur, þ.e.a.s. affoksskaðinn og síðan einnig áfoksskaði annars staðar. Þessu á yfirleitt að vera auðvelt að sjá við og gera ráðstafanir í tæka tíð ef eftirlit er haft með ástandi bygginga. Þar sem sjór gengur á land í óveðrum geta skakkaföllin magnast verulega. Einnig geta fylgt svona veðrum ýmis fyrirbæri sem valda skaða. Má þar t.d. nefna seltu af sjávardrifi, sem getur haft mikil áhrif á flutningsgetu raflína í lofti, og ísingu, sem á það til að sliga slíkar lagnir.
Hér á landi eru illviðri af þessu tagi svo algeng og geta komið svo skyndilega að engan veginn er ráðlegt að skilja eftir létta, lausa hluti óvarða utandyra, að minnsta kosti að vetri til.
Aftakaveður.
Samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar (1981) voru ofviðri á Íslandi rúmlega 9 á ári að meðaltali á 68 ára tímabili, 1912-1980. Á sama tímabili voru aftakaveður um eitt og hálft á ári að jafnaði. Þessi veður eru langalgengust í NA-, S- og SV-áttum. Ekki liggur fyrir könnun á dreifingu þeirra eða áhrifum þeirra um landið, að öðru leyti en því að hvert veður nær gjarnan yfir stórt landsvæði, eins og fjöldi veðurathugunarstöðvanna í skilgreiningu þeirra gefur til kynna. Þau eru því alls ekki staðbundin fyrirbæri að jafnaði. Eins segja vindáttirnar sem veðrinu fylgja nokkuð um líkur á dreifingu áhrifanna, einkum varðandi sjávaráhrifin, flóð, landbrot og skaða í höfnum og á halfnarmannvirkjum.
Straumsvíkursvæðið – álverið.
Veðuráhrif eru þó mjög gjarnan staðbundin, þar sem landslag stjórnar vindi á hverjum stað að verulegu leyti, og við slíkar aðstæður geta þung áhrif hitt fyrir ýmis svæði, jafnt við ströndu sem að fjallabaki. Ekki liggur fyrir skýrsla eða samantekt um áhrif ofviðra á Straumsvíkursvæðinu sjálfu, en sterkar S- og SV-áttir eru þar tíðar, einkum að vetrarlagi. Nátengd ofviðrum eru svonefnd strandflóð, sem fjallað er um hér á eftir.
Strandflóð
2. mynd. Flest strandflóð hérlendis verða i svartasta skammdeginu. Vegna myrkurs og
veðurofsa er erfitt að mynda atburðina sjálfa. Afleiðingarnar er hins vegar auðveldara að
mynda. Strandflóðið 14. okt. 1977 var eitt hinna mestu á síðustu áratugum. Á Stokkseyri mátti sjá mikilfenglegar afleiðingar þess. Þar rak flóðið fjóra fiskibáta á land. Eins og myndin sýnir er einn þeirra alveg uppi á bryggju en hinir uppi á malarkambinum.
Fiskibátar þessir, Bakkavík, sem er uppi á bryggjunni, Hásteinn, Jósep Geir og Vigfús
Þórðarson voru um og yftr 50 tonn að burðargetu. Tveir þeir fyrsttöldu fóru aldrei á sjó
aftur.
Strandflóð eru flókin fyrirbæri sem eiga sér orsök í samspili landslags, áhrifa himintungla og hafrænna og veðurfarslegra ferla. Þær aðstæður sem helst þurfa að vera til staðar í landslaginu til þess að strandflóðahætta skapist eru flatlend og láglend strandsvæði. Gerð strandbergsins og þau rofform sem í því finnast, langt út fyrir fjöruborð, ásamt gerð og magni strandsets, hafa veruleg áhrif á framvindu strandflóða.
Strandflóða gætir mun meir þar sem beinar strendur eru fyrir opnu hafi en þar sem eyjar, sker og skerjagarðar verja ströndina eða þar sem vogar og víkur draga úr ölduhraða og stuðla að öldusveigju. Þá skiptir aðdýpi og grunnsævi fyrir ströndinni og ekki síst ölduaðdragandi (fetch) miklu máli um hæð strandflóða og sjávarmagn sem tekur þátt í flóðinu. Strendur fyrir opnu, víðáttumiklu úthafi verða mun verr fyrir barðinu á slíkum flóðum en strendur innhafa eða þar sem stutt er milli landa og mesti mögulegi ölduaðdragandi því stuttur.
Þau áhrif himintungla sem mestu máli skipta eru togkraftar sólar og tungls. Þannig gætir strandflóða því meir sem þau eiga sér stað nær stórstraumi og þeim mun stærri sem straumurinn er.
Brim haföldunnar.
Hafræn og veðurfarsleg ferli, eins og stormur og ölduhæð, krappleiki öldunnar og hraði stormsins og fleira slíkt, eru afgerandi þættir. Í stuttu máli má segja að því meiri sem stormurinn er, því hraðar sem lægðin, sem hann fylgir, fer yfir og því hraðar sem hún dýpkar, þeim mun hærri og krappari verður aldan. För lægðarinnar yfir hafflötinn og lækkandi loftþrýstingi fylgir ris sjávarborðsins, sem verður þeim mun hærra sem loftþrýstingur lækkar meir. Þetta sjávarborðsris myndar bungu á yfirborði sjávar sem eltir lægðina, og mætti kalla hana sjávarskafl (storm surge). Eftir því sem sjávarskaflinn er hærri og meiri um sig, þeim mun meiri verða áhrif hans þegar hann berst upp að ströndu og þeim mun verri verða strandflóðin.
Brot haföldunnar.
Veðurlag dægrin á undan lægðinni, sem sjávarskaflinn og flóðið fylgja, skiptir einnig máli, einkum þegar svo háttar til að veðrin valda áhlaðanda, upphleðslu sjávar við ströndina, þ.e.a.s. veðrin hafa blásið sjó að ströndinni svo hann stendur þar hærra en ella. Einnig getur eldra veður, nýlega gengið yfir, haft veruleg áhrif á ölduhæð og öldumynstur á sjónum.
Af þessu ætti að vera ljóst að strandflóðin eru margræð fyrirbæri og þar af leiðandi eru þau einnig æði misjöfn. Hér við land eru strandflóð tíð, enda djúpar, hraðfara lægðir algengar, einkum að vetri, og ölduaðdragandi hér almennt langur.
Hafaldan.
Algengast er að lægðirnar komi úr suðvestri og strandflóðin hér fylgi suðvest-, suð- og suðaustlægum stormum. Tíðust eru þau við suður- og suð-vesturströndina. Þessar strendur eru í farvegi lægðanna og suðurströndin er auk þess flöt, lítt vogskorin og að mestu leyti óvarin af eyjum og skerjum.
Svo vill til að Reykjanesskagi ver sunnanverðan Faxaflóa fyrir áhrifum lægðanna, þannig að hinir stóru sjávarskaflar sunnan úr hafi berast þar sjaldan ótruflaðir að ströndu. Í vestlægri öldu er ölduaðdragandi í Faxaflóa tiltölulega stuttur vegna nálægðar Grænlands, og vestanáttir eru sjaldgæfastar allra stífra vindátta hér á landi. Seltjarnarnes og Álftanes verja hluta af sunnanverðum Faxaflóa fyrir norðvestlægum öldum, einkum Hafnarfjörð og Straumsvíkursvæðið. Af þessu leiðir að við sunnanverðan Faxaflóa gætir strandflóða yfirleitt mun minna en veðurfarsleg efni annars standa til.
Hafaldan brotnar.
Ströndin við Straum er á svæði þar sem strandflóð eru almennt tíð, en hún er frá náttúrunnar hendi vel varin fyrir áhrifum þeirra, þótt hún sé fremur opin fyrir og ekki varin af skerjagarði.
Á síðustu 200 árum hafa hátt í 60 strandflóð orðið við Suðvesturland, sem í þessu tilviki er talið frá Dyrhólaey vestur um til Skipaskaga. Þetta þýðar að meðaltímalengd milli strandflóða á svæðinu er um 3,3 ár. Ekki gætir þó allra þessara flóða í Faxaflóa, þar eð þau eru að mestu leyti fylgifiskur suðaust-, suð- og suðvestlægra átta og Faxaflói, einkum að sunnanverðu, nýtur skjóls af Reykjanesskaga í þess konar flóðum, eins og áður kom fram. Strandflóðin eru fyrst og fremst vetrarfyrirbæri. (2. mynd).
Jarðskjálftar og sprungumyndun
3. mynd. Við Grindavík,
nánar tiltekið við suður-
endann á annarri þeirra
sprungureina sem valdið
geta sprungum í yfirborði
jarðar á Straumsvíkur-
svœðinu. A myndinni er
horft til NA, sunnan frá sjó
upp til bæjarins. Sprungan
teygist í lítið eitt hliðruðum
sprungubútum alla leið inn
að bœnum. Sprungukerfið
heldur áfram inn undir
byggðina, kemur síðan í
ljós aftur norðan hennar og
teygist þaðan norður eftir
heiðunum og allt að
Straumi.
Það er ekki einfalt mál að gera grein fyrir jarðskjálftavirkni og áhrifum jarðskjálfta þannig að umfangið verði augljóst. Jarðskjálftar eru afar breytilegir að stærð og áhrif þeirra eru því mismunandi. Áhrifin eru ekki einungis misjöfn á upptakasvæðinu og eftir stærð skjálftanna heldur breytast þau líka með fjarlægð og það misjafnlega, í samræmi við byggingu jarðskorpunnar. Því er ekki unnt að gera neina einfalda grein fyrir áhrifum jarðskjálfta á tiltekin svæði, t.d. Straumsvíkursvæðið. Áhrifin fara eftir því hvar upptakasvæði skjálftanna eru, hversu stórir skjálftarnir eru og um hvers konar jarðlög þeir berast.
Þau upptakasvæði jarðskjálfta sem líklegust eru til að hafa áhrif á Straumsvíkursvæðinu eru flekaskil jarðskorpunnar undir Reykjanesskaga, allt austur undir Ölfus, og einnig vestasti hluti þvergengisbeltisins sem liggur um Suðurland. Jarðskjálftar á þessum svæðum hafa tilhneigingu til að koma í hrinum, sem standa vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman, með hundruðum og oftast þúsundum einstakra skjálfta. Flestir eru þessir skjálftar svo litlir að þeir finnast ekki, mælast aðeins á jarðskjálftamælum, og hafa því lítil sem engin áhrif á yfirborði. Skjálftunum fækkar yfirleitt jafnt og þétt með stærð. Stærð skjálftanna er gefin í stigum á Richter-kvarða. Kvarðinn er lógariþmískur; þannig er skjálfti upp á 4 stig tíu sinnum öflugri en skjálfti upp á 3 stig o.s.frv. Kvarðinn gefur til kynna orkulosun í upptökum skjálftans en segir ekkert um áhrifm af skjálftanum á mismunandi stöðum. Til þess að lýsa áhrifum jarðskjálfta á tilgreindum stöðum er notaður annar kvarði, Mercalli-kvarðinn, sem er gjörólíkur og minnir meir á stigakvarðann sem notaður er um vindstyrk. Skjálftahrina gekk yfir Reykjanesskagann á ámnum 1971 og 1972 og var hún vel rannsökuð (F.W. Klein o.Il. 1973). Hún einkenndist af einstökum, tiltölulega lillum hrinum og minni virkni þeirra á milli. Í stærstu hrinunni, sem stóð í um 8 sólarhringa, mældust um 14.600 kippir. Skjálftahrina þessi, 1971-1972, varð á flekaskilunum undir Reykjanesskaga og mátti af skjálftunum kortleggja skilin í fyrsta sinn. Síðan hafa fleiri slíkar hrinur komið og er ein slík, að vísu flóknari, í gangi nú og hefur verið undanfarin ár austar á flekaskilunum, á Hengilssvæðinu.
Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.
Það er yfirleitt ekki fyrr en skjálftarnir ná 3-4 stigum á Richter-kvarða að verulega áþreifanlegra áhrifa af þeim fer að gæta á yfirborði. Það er hins vegar háð gerð og byggingu jarðskorpunnar, spennuástandi hennar og upptakadýpi skjálftanna hver og hve mikil áhrifin verða. Ef skjálftarnir verða stærri en þetta fer áhrifanna að gæta mun meir, og skjálfti af stærðinni 7 hefur venjulega áhrif svo tugum kílómetra skiptir út fyrir upptakasvæðið. Á plötuskilunum á Reykjanesskaga má vænta stærstu skjálfta í kringum 6 stig, stækkandi austur á bóginn (Páll Halldórsson 1992). líkir skjálftar gætu haft þó nokkuð mikil áhrif á Straumsvíkursvæðinu, en þó varla til mikils skaða.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
Stærstu skjálftar, sem menn búast við á Suðurlandsþvergengisbeltinu, gætu farið eitthvað yfir 7 stig á Richter-kvarða. Slíkur skjálfti sem ætti upptök vestast á svæðinu, t.d. í Ölfusi eða undir Hellisheiði, mundi að líkindum hafa veruleg áhrif víða vestanfjalls og valda þar þó nokkru tjóni.
Líkur eru fyrir því að auk skjáfta á þessum alþekktu skjálftabeltum, þar sem jarðskorpuflekar snertast, komi öðru hverju skjálftar sem eiga upptök sín utan skjálftabeltanna. Slíkir skjálftar kallast gjaman innflekaskjálftar, til aðgreiningar frá flekajaðraskjálftum. Þeir verða vegna þess að spennubreytingar verða í skorpunni innan flekanna sjálfra, fjarri flekajöðrum, sem afleiðing af spennulosun í jarðskjálftum hingað og þangað við flekaskilin. Þessar spennubreytingar geta leitt til skjálfta, sem eiga sér upptök innan flekans, og virðast slíkir skjálftar geta orðið allsterkir.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
Fólk var komið í háttinn þegar skjálfti 7,5 á Richter reið yfir. Síðan um 1700 hafa 7 jarðskjálftar verið á Suðurlandi og hafa haft styrkleika >VIII (1706, 1734, 1752, 1784, 1789, 1896 og 1912).
Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir örugglega fallið 12 sinnum, líklega 17 sinnum, og þar hafa að minnsta kosti 5 jarðskjálftar siðan 1700 haft styrkleika >VIII eða 1725, 1732, 1784, 1896 og 1912. Aðeins einu sinni er vitað með vissu, að jarðskjálftar samfara byrjun Heklugoss hafi orðið svo sterkir, að bæir hafa hrunið, en líklegt, að það hafi skeð tvisvar eða þrisvar sinnum.
Upplýsingar um slíka skjálfta eru nokkuð af skornum skammti og við þeim er ennþá aðeins eitt ráð tiltækt: að byggja vel og gera miklar kröfur um styrkleika viðkvæmra mannvirkja. Slfkir skjálftar eru tíðari nærri flekaskilum en fjær þeim og því má ekki útiloka slíka skjálfta á Straumsvíkursvæðinu. Áhrif þeirragætu orðið mikil.
Úr sjó stefnir sprungureinin aftur á land á innanverðu Álftanesi fyrir mynni Hafnarfjarðar. Sums staðar er þessi rein mjög áberandi í landinu, einkum á hraununumsem runnið hafa eftir að ísaldarjökulinn leysti af landinu fyrir um 10.000 árum. Þó hafa yngstu hraunin sums staðar runnið yfir sprungurnar og hulið þær. Þannig háttar til við Straum. Sprungur eru þar ekki áberandi í landinu, enda þekja ung hraun svæðið. Sprungureinin liggur samt sem áður undir þessum ungu hraunum og einnig úti fyrir ströndinni, og hún er sá hluti svæðisins sem líklegast er að hreyfist í jarðskjálftum í framtíðinni. Telja má að áhrif af jarðskjálftum á svæðinu í framtíðinni geti einkum orðið í fyrsta lagi má vænta þess að barmar sprungna í berginu gjögti vegna bylgjuhreyfinga sem fara um berggrunninn frá skjálftum á og utan svæðisins. Þetta gjögt getur haft margvísleg minni háttar áhrif á berggrunninn jafnt sem byggingar og önnur mannvirki sem liggja yfir sprungur.
Augljósustu ummerki eftir jarðskjálfta í landslagi eru sprungur og misgengi. Reykjanesskagi einkennist mjög af sprungnum berggrunni og eftir skaganum liggja nokkrar mjög áberandi, samsíða sprungureinar frá suðvestri til norðausturs og sjást þær glöggt á jarðfræðikortum (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarssson 1980). Á þeim eiga landsrekshreyfingarnar sér fyrst og fremst stað og þær einkennast af þrem megingerðum sprungna: opnum gjám (verða til við gliðnunartilfærslu), misgengjum (verða til við lóðréttar tilfærslur) og gosgígaröðum (sem eru yfirborðsmyndir sprungna sem flytja bergkviku að neðan og upp til yfirborðs). Vestast þessara reina liggur Reykjanessprungureinin, sem nær utan af Reykjaneshrygg um Reykjanes og norðaustur eftir Strandarheiði og Elliðavatni og allt upp í Mosfellssveit (Páll Imsland 1985). Vesturhluti hennar lendir í sjó við Stóru-Vatnsleysu, en eystri hlutinn fylgir þurrlendinu áfram norðaustur á bóginn og stefnir á Straumsvík og Hafnarfjörð.
Sprungur í nágrenni Reykjavíkur. Uppdráttur Jóns Jónssonar, jarðfræðings.
Í öðru lagi má vænta þess að á sumum þessara sprungna, á nokkru dýpi, brotni jörðin á ný og hreyfing verði á sprunguflötunum. Þar hliðrast þá barmarnir til og gjár opnast eða lokast, ganga á mis í lóðrétta eða lárétta stefnu. Sambland einhverra eða allra þessara hreyfingarþátta getur einnig átt sér stað. Slíkar hreyfingar gætu einnig átt sér stað við myndun nýrra sprungna á svæðinu, sjá 3. mynd. Myndun nýrra sprungna og hreyfing gamalla eins og hér var lýst er líkleg til að rjúfa vegi, lagnir í jörð og línur í lofti. Hún getur einnig raskað byggingum eða brotið þær illilega.
Í þriðja lagi er ekki ástæðulaust að ætla að misgengishreyfingar á sprungum á sjávarbotni úti fyrir ströndinni geti valdið flóðöldum af þeirri gerð sem kallast tsunami (sjávarskriða), þótt við þekkjum ekki dæmi þess héðan, en aðstæður til slíks eru fyrir hendi á Straumsvíkursvæðinu.
Tíðni sprunguhreyfinga og sprungumyndunar á þessu svæði er óþekkt, eins og raunar víðast hvar. Eðli slíkra atburða er margrætt og litlar tilraunir hafa verið gerðar til að slá tölu á þá.
Eldvirkni og hraunrennsli
Jarðfræðikort ISOR af Reykjanesskaga (Jón Jónsson og Kristján Sæmundsson).
Eins og lesa má af jarðfræðikortum (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er Straumsvíkursvæðið allt á ungum hraunum sem runnið hafa eftir að ísöld lauk. Austan svæðisins eru móbergshálsar sem orðið hafa til í eldgosum undir jöklum ísaldar. Rétt norðan við svæðið taka við grágrýtisholt mynduð við hraunrennsli á síðustu hlýskeiðum ísaldar. Eldsumbrot hafa því ekki aðeins sett svip sinn á svæðið heldur myndað það allt. Eldvirknin sem hér á hlut að máli er svokölluð rekeldvirkni, en það þýðir að bergkvikan kemur upp á sprungum sem tengjast andrekshreyfingum jarðskorpunnar. Kvika þessi er í nær öllum tilvikum basaltkvika, yfirleitt þunnlljótandi og heit og hefur því litla tilhneigingu til sprenginga.
Eldgos á Reykjanesskaga 2024.
Einkennandi fyrir hana eru þunn hraun sem ná mikilli útbreiðslu. Ekki hefur gosið á þessu svæði síðustu aldirnar.
Yngsta hraunið á Straumsvíkursvæðinu er venjulega kallað Kapelluhraun og er talið vera sama hraun og heitir í fornum heimildum Nýjahraun. Það rann skömmu eftir landnám. Nýlega hafa Sigmundur Einarsson o.fl. (1991) gert grein fyrir þessu hrauni. Kapelluhraun er hluti af hraunaklasa, sem þeir telja hafa runnið í hrinu sprungueldgosa, Krísuvíkureldum, sem stóðu á svæðinu líklegast í nokkra áratugi á 12. öld. Gossprungan, sem var virk í þessari hrinu, náði sunnan frá Latsfjalli við suðurenda Móhálsadals og norður á bóginn undir vesturhlíðum Undirhlíða, allt norður undir Helgafell. Hún er á Krýsuvíkursprungureininni, sem er næsta rein austan við Reykjanessprungureinina.
Austasti gígurinn á Ögmundarhraunsgígaröðinni 1151.
Hraun frá sprungunni runnu í þessum eldum í sjó beggja vegna á Reykjanesskaga, bæði við Krýsuvík hina fornu og Straum. Samkvæmt kolefnisaldursgreiningum rann Kapelluhraun á elleftu eða tólftu öld. Það er í góðu samræmi við hinar fornu heimildir um Nýjahraun. Nafnið Nýjahraun telja menn merki þess að hraunið hafi runnið eftir að menn komu til landsins og það er frá því fyrir árið 1343, því þá braut þar skip, eða eins og segir í Annál Flateyjarbókar (Storm 1888) við árið 1343: „…braut Katrínarsúðina við Nýjahraun…“
Hraunhóll undir Vatnsskarði. Upptök Kapelluhrauns.
Á þessu um það bil 850 ára gamla hrauni stendur álverið við Straum. Hraunið kom upp á gossprungu innan Krýsuvíkursprungureinarinnar en hefur runnið út úr henni til norðvesturs og inn yfir norðurhluta Reykjanessprungureinarinnar. Svo norðarlega á Reykjanesreininni hafa ekki komið upp nein eldgos svo vitað sé. Virkni hennar þar einkennist af tiltölulega grunnum jarðskjálftum og sprungumyndun. Það er því fyrst og fremst virkni á Krýsuvíkursprungureininni norðanverðri sem er líkleg til að ógna Straumsvíkursvæðinu með hraunrennsli.
Bollagígar austan Lönguhlíðar.
Gosstöðvar eu líklegastar í Undirhlíðum eða vestanundir þeim. Eftir Krýsuvíkurelda á 13. öld hafa ekki komið upp hraun í nágrenni Straumsvíkursvæðisins. Landslagi er þannig háttað að hraun sem koma upp vestanundir Undirhlíðum eiga ekki annarra kosta völ en að renna út á hraunflákana til vesturs og norðurs og leita undan halla og þrýstingi frá kvikunni sem flæðir úr gígunum í átt til strandar, í átt að Straumsvík.
Straumslína frá Hamranesi.
Áður en að álverinu sjálfu kemur eru raflagnir, spennuvirki, þjóðvegur og fleira slíkt í rennslisleiðum hrauna; mannvirki sem skipta verulegu máli, bæði fyrir starfrækslu álversins og alla byggð sunnar á skaganum. Það er því ljóst að hraunflóðahætta er þarna til staðar, en ekkert er þekkt sem bendir til yfirvofandi hæltu. Náttúran á svæðinu hefur ekki sýnt nein þekkjanleg merki þess að þarna séu eldgos í uppsiglingu. Á hitt ber samt að líta að þetta er afkastamikið, virkt eldgosasvæði þar sem ekki hefur gosið í um 850 ár, og til eru vísbendingar um að virknin á Reykjanesskaganum gangi í hrinum með nokkurra alda aðgerðalitlum hléum. Hrinur þessar einkennast af jarðskjálftum, spmngumyndun og eldgosum.
Landsig og strandrof
Hvaleyrarfjara.
Ströndin á Suðvesturlandi er almennt að síga, en þó er á því viss óregla. Þetta er hægfara og lítið landsig, sem tengist annars vegar landrekshreyfingum og hins vegar eldvirkni svæðisins. Þessir tveir þættir vinna þannig: Höggunarhreyfingar landreksins valda því að stöku sinnum hrökkva til berggrunnsblokkir sem eru afmarkaðar af sprungum. Þær síga eða lyftast eftir atvikum og getur þá munað miklu, mörgum metrum, á hæðarstöðu þeirra fyrir og eftir. Skrið jarðskorpuflekanna burt frá landreksásnum stefnir þeim út á meira dýpi, í átt að kólnandi umhverfi, og hvort tveggja veldur örlitlu landsigi, millimetrabrotum á ári.
Kort Jóns Jónssonar – Eldvirkni á nútíma.
Meginþáttur landsigsins er hins vegar jafnan talinn vera tengdur eldvirkninni. Því háttar þannig til að þegar bergkvikan berst upp á yfirborðið og hleðst þar upp sem hraun eða móbergsfjöll veldur hún auknu fargi á skorpuflekann. Uppbygging jarðlagastaflans hefur þannig tilhneigingu til að pressa flekana niður, þar eð þeir eru stinnir og á floti á seigfljótandi undirlagi. Nánar má lesa um orsakir þessar í áðurtilvitnaðri grein. Þessi síðasti þáttur gæti á Straumsvíkursvæðinu numið 1-3 mm á ári að jafnaði, eða um 2 cm á 10 árum, 20 cm á öld o.s.frv.
Af þessu sést að ekki er líklegt að landsig á Straumsvíkursvæðinu valdi miklum vandamálum. Hinu má samt ekki gleyma að landsigið hefur afleiðingar sem í samspili við sigið sjálft gætu aukið á áhrifin. Þessar afleiðingar eru aukin áhrif strandrofs. Þar sem ströndin sígur á sjórinn smám saman greiðari leið inn á landið og hefur meiri möguleika á að valda rofi og öðrum usla á strandsvæðinu. Engin töluleg gögn liggja fyrir um afköst strandrofs á svæðinu. Hin hljóða vá á ströndinni er greinilega til staðar á Straumsvíkursvæðinu, en í óþekktum mæli.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 1998, Páll Imsland – Um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu, bls. 263-272.
Straumsvík 1978 – loftmynd.
Ketill Ketilsson í Kotvogi
Í 10. tölublaði Faxa árið 1962 er fjallað um Ketil Ketilsson í Kotvogi.
Ketill Ketilsson (1823-1902).
„Þann 13. maí 1902 andaðist í Kotvogi í Höfnum í Gullbringusýslu Ketill Ketilsson dbrm., og hafði hann þá búið í Kotvogi mesta rausnarbúi í 42 ár. Hann var fæddur 23. júlí 1823 á Svalbarða á Álftanesi í sömu sýslu. Faðir hans var Ketill Jónsson, nafnkenndur dugnaðar- og atorkumaður, bróðir Steingríms bónda á Hliði og þeirra mörgu og merkilegu systkina. Var móðurætt þeirra úr Skagafirði. En móðir Ketils í Kotvogi var Vigdís Jónsdóttir Daníelssonar hins ríka frá Stóru-Vogum. Var hún hið mesta góðkvendi og búforkur.
Þau Ketill og Vigdís áttu 3 syni, er allir náðu fullorðinsaldri, en báðir voru bræður Ketils Ketilssonar, andaðir á undan honum. Vigdís andaðist árið 1928, og bjó Ketill síðan sem ekkjumaður til þess um vorið 1831. Þá fluttist hann með börn sín og bú að Kirkjuvogi í Höfnum til húsfreyju Önnu Jónsdóttur dbrm. Sighvatssonar í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, sem þá bjó ekkja í Kirkjuvogi, fyrst eftir Hákon lögréttumann Vilhjálmsson og svo eftir Halldór Gunnarsson hreppstjóra þar. Varð Ketill Jónsson þriðji maður hennar.
Kotvogur.
Þar ólst Ketill Ketilsson upp með föður sínum og stjúpu sinni, sem gekk þeim bræðrum í móðurstað, ásamt sonum hennar, Vilhjálmi og Gunnari, og urðu þeir allir orðlagðir dugnaðarmenn og merkisbændur.
25 ára gamall gerðist Ketill lausamaður og byggði þá mjög stóran sexæring, sem hann gerði út og var formaður fyrir; hafði hann áður verið formaður fyrir föður sinn. Þá var sjósókn mikil í Höfnum og fór þangað hið duglegasta fólk úr sveitunum, sérstaklega til þessara þriggja formanna, Vilhjálms Gunnars og Ketils, sem allir kepptu hver við annan, og mun sú sjósókn og þau aflabrögð verða lengi í minnum höfð.
Kotvogur – smiðja.
Árið 1858 kvæntist Ketill Ketilsson ungfrú Vilborgu Eiríksdóttur frá Litlalandi í Ölfusi, mesta valkvendi og búsýslukonu. Áttu þau 7 börn. Dó 1. í æsku, 2. er Ketill óðalsbóndi og hreppsnefndaroddviti í Kotvogi, kvæntur Hildi Jónsdóttur prests Thorarensens frá Stórholti í Dalasýslu. 3. er Ólafur hreppstjóri, bóndi á Kalmanstjörn, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur prests, síðast á Stað í Grindavík. 4. er Vilhjálmur Kristinn sýslunefndarmaður, bóndi í Kirkjuvogi, kvæntur Valgerði Jóakimsdóttur frá Prestsbakka. 5. er Helga, ekkja eftir síra Brynjúlf Gunnarsson á Stað. 6. er Vigdís, kona Ólafs Ásbjörnssonar verzlunarmanns í Reykjavík. 7. Eiríkur, er dó 1897, en var hreppstjóri og sýslunefndarmaður í Grindavík, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík.
Kotvogur 2025.
Fyrstu tvö árin eftir að Ketill kvæntist, bjó hann sem þurrabúðarmaður, en vorið 1859 fluttist hann að eignarjörð sinni Hvalsnesi og bjó þar til vorsins 1860. Þá um veturinn á undan andaðist stjúpa hans og bað þá Ketill faðir hans hann að flytjast að Kotvogi, og fékk Ketill yngri þá jörð til eignar. Nú tók hann að byggja upp bæinn þar og bæta jörðina. Kotvogur er með reisulegri bændabýlum.
Hvalsneskirkja.
Á Hvalsnesi byggði Ketill stóra og vandaða timburkirkju 1864, en 1889 byggði hann þar aftur steinkirkju, án þess að hin fyrri væri farin að skemmast til muna, til þess að börn sín þyrftu ekki að kosta til aðgerðar á hinni fyrri. Báðar þessar kirkjur voru mjög vandaðar og vel og traustlega byggðar, enda mun tæplega traustari bygging hjá öðrum en honum né meira í borið. Rausnarmaður var hann hinn mesti og hjálpfús. Einn vetur gaf hann fæðingarhreppi sínum mikið af korni.
Kotvogur 2025.
Ketill heitinn var mjög höfðinlegur maður á velli, fullar 3 álnir á hæð og beinvaxinn, mjög glaðlegur í viðmóti og söngmaður með afbrigðum. Hreppstjóri var hann 12 ár í Hafnarhreppi, hreppsnefndarmaður og sáttasemjari lengi. Gestrisinn var hann mjög og yfirleitt var heimili þeirra hjóna eitt hið blómlegasta og reglusamasta bændaheimili. Vilborg kona Ketils andaðist í október 1906. — Þetta er um Ketil kveðið:
Garpsinnaður, gestrisinn,
góðhjartaður, ófeiminn,
listahraður, lángefinn,
lyndisglaður, velmetinn.
Kunnugur (Óðinn, janúar 1912).“
Heimild:
-Faxi, 10. tbl. 01.12.1962, Ketill ketilsson í Kotvogi, bls. 215.
Kotvogur.
Hellyerstímabilið í Hafnarfirði 1924-1929 – IV
Í Lesbók Morgunblaðsins 1995 fjallar Snorri Jónsson um „Atvinnusögu Hafnarfjarðar 1924-1926, Hellyerstímabilið“ undir fyrir sögninni „Veitingar að vild og sungið í Almannagjá„. Hellyersbræður voru enskir útgerðarmenn sem gerðu út frá Hull en ráku á tímabili umfangsmikla togaraútgerð og saltfiskverkun frá Hafnarfirði. Algengt var að þetta tímabil, 1924-1929, væri kennt við þá bræður í Hafnarfirði. Frásögn Gísla Sigurgeirssonar kemur þó miklu víðar við og gefur á gamansaman hátt hugmynd um aldaranda og daglegt líf í Firðinum á þessum tíma.
Um er að ræða IV og lokakafla í sögu þessa tímabils.
Umbætur á húsum og löndum
Þetta sumar lét Hellyer gera margar og miklar umbætur á húsum og löndum í Svendborg. Júlíus Nýborg skipasmiður sá um allar smíðar og viðgerðir bæði í landi og á skipunum. Honum til aðstoðar, meðal annarra, var Níels í Kletti. Verkstjórar við skverkunina voru Sigurður Þórólfsson og Þórður Einarsson, sem um eitt skeið var rafljósavörður í bænum, ævinlega nefndur Þórður ljósa. Umsjónarmaður með vörum til skipanna var Englendingur að nafni Johnson, ákaflega sver og feitur karl og hafði áður verið togaraskipstjóri. Annar Englendingur sá um allt sem viðkom vélum skipanna, en nafn hans er liðið mér úr minni.
Sendborg.
Margir duglegir strákar unnu þarna í Svendborg. Sérstaklega minnist ég Jóns Guðmundssonar, sem síðar varð yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði. Hann aðstoðaði m.a. Englendingana við flutning á vörum til skipanna.
Lífið í Hafnarfirði á fyrsta fjórðungi aldarinnar var tilbreytingarlítið; — að minnsta kosti myndi mönnum finnast það nú ef þeir hyrfu þetta spölkom aftur í tímann. Allt snerist um fisk, vinnan var fiskur og fiskurinn var vinnan og fiskur var uppistaðan í daglegri fæðu. „Vantar þig ekki í soðið,“ sögðu sjómennimir þegar þeir komu úr róðri.
Uppskipun á fiski í Hafnarfjarðarhöfn.
„Taktu hann þennan. Er þessi kannski ekki nógu góður?“ Og engrar greiðslu var krafist. Þannig var samhjálpin, eðlileg og ómeðvituð. En núna, þegar allt er að breytast eða orðið breytt, er svona lagað kallað frumstætt og vekur furðu. Allt er selt og allt er tilbreyting frá daglegu amstri varð því eftirminnileg og umtöluð.
Skemmtiferðir Bookless og Hellyers
Þegar veitingar höfðu verið þegnar hófst íþróttakeppni. Var mönnum skipt í flokka eftir aldri og fengu allir verðlaun að lokinni keppni. Í þriðja flokki karla tóku þrír þátt í hlaupi. Það vom þeir Bjarni Narfason, Magnús í Brúarhrauni og Ándrés Guðmundsson, faðir Gríms Andréssonar og þeirra systkina. Hlaut Magnús fyrstu verðlaun, sem var göngustafur. Sagði hann að göngustafurinn hefði komið sér vel á heimleið, því hann hefði orðið dálítið valtur á fótum eftir trakteringar þeirra skosku!
Á sínum tíma þótti það ekki lítil tilbreyting þegar Booklessbræður tóku upp þann sið að bjóða fólki sínu i skemmtiferð.
Þessar skemmtiferðir á vegum Booklessbræðra þættu nú ekki tilkomumiklar á nútímavísu. Þær voru fólgnar í því að boðið var upp á veitingar eins og hver vildi suður við Grísanes eða á Hamranesflötum og fóru þangað flestir gangandi því að fæstir áttu fararskjóta. Vel man ég eftir einni slíkri skemmtiferð.
Boddíbíll.
Bjarni hlaut önnur verðlaun og gekk heim hjálparlaust, en Grímur þriðju og gekk víst ekki nema hálfa leiðina! Þetta vakti ánægju og gleði í fásinni og tilbreytingarleysi daganna.
Svo var það eitt árið, sem þeir Hellyersbræður störfuðu hér, að þeir ákváðu að feta í fótspor fyrirrennara sinna, þeirra Booklessbræðra, og bjóða fólki sínu í skemmtiferð og skyldi nú fara til Þingvalla. Var okkur verktökum, ásamt öllu verkafólkinu, boðið með, en þátttakan var nú ekki mikil miðað við allan þann fjölda sem hjá þeim vann. Farkostirnir vora venjulegir flutningabílar. Á þeim bílum sem best voru úr garði gerðir var húsgrind með bekkjum í, klædd með striga. Víst var um það að allir, sem tóku þátt í ferðinni, voru ánægðir yfir farkostunum og glaðir í sinni og það var besta veganestið.
Ferðamáti í byrjun 20. aldar. Boddíbíll í bakgrunni.
Á austurleiðinni lentu þeir saman í bíl Guðmundur Gíslason frá Tjörn, Finnbogi Jónsson, Marijón Benediktsson og Janus Gíslason. Eitthvað var nú skrafað í bílnum þeim því það bar helst til tíðinda á leiðinni austur að þeir Guðmundur og Finnbogi hótuðu að fara úr bílnum og verða eftir ef þeir Janus og Marijón hættu ekki sínu klúra orðbragði! Ekki varð þó úr að þeir yfirgæfu bílinn og að lokum tókst að koma á sættum sem entust þeim nokkum veginn á leiðarenda.
Rómantík á Þingvöllum
Þingvellir 1915 – póstkort.
Þennan sunnudag var sólskin og bliða allan daginn. Þá eru Þingvellir yndislegur staður og náttúrufegurðin í allri sinni fjölbreytni óviðjafnanleg. Mér fannst eins og ég kæmist í persónulega snertingu við þá atburði sem þarna hafa átt sér stað í gegnum tíðina, sérstaklega þá atburði sem frá er sagt í Njálu. Þingvellir í blíðviðri gefa atburðum sögunnar, sem við staðinn era tengdir, enn
rómantískari blæ. Gunnar og Hallgerður verða enn glæsilegri þar sem þau ganga eftir Almannagjá í kvöldkyrrðinni, Skarphéðinn enn tilkomumeiri þegar hann veður að Þorkeli hák í liðsbónarferð og hótar að keyra Rimmugýgju í höfuð honum og enn meiri ljóma stafar af Þorgeiri Ljósvetningagoða þegar hann skríður undan feldinum og sættir þingheim.
Valhöll 1915.
Þarna nutum við dagsins í blíðviðri á Þingvöllum í boði atvinnurekandans, Hellyer Bros. Ltd. í Hull, og skemmtum okkur svikalaust.
Fólk hafði með sér nesti og þess var neytt á víð og dreif, farið í leiki, keppt í hlaupi og kefladrætti svo að eitthvað sé nefnt. Í kapphlaupinu var fólki skipt í flokka eftir kynjum og aldri. Man ég vel að um fyrsta sætið í öldungaflokki karla kepptu þeir Jón Einarsson og Pétur Snæland og varð Jón hlutskarpari eftir harða keppni.
Sungið fullum hálsi
Almannagjá.
Þegar líða tók á daginn söfnuðumst sum okkar saman í Almannagjá, einkum þau okkar sem voru úr söngkór stúkunnar Morgunstjarnan, og fóra að syngja fullum hálsi ættjarðarlög, m.a. Öxar við ána. Fannst okkur söngurinn hljóma vel í gjánni. Brátt veitum við því athygli að talsverður áheyrendahópur er kominn í gjána og hlýðir á sönginn. Mestur hluti þess fólks voru farþegar á skemmtiferðaskipi sem statt var í Reykjavík. Er nú komið til okkar og við beðin að syngja meira af íslenskum þjóðlögum. Við tökum vel í það og var nú reynt að vanda sig eftir bestu getu og sungum við mörg lögin þrí- og fjórraddað.
Þingvellir – Almannagjá.
Að lokum dettur okkur í hug að syngja þjóðsönginn. Þegar við erum í þann veginn að bylja vindur sér til okkar maður úr ferðamannahópnum og syngur tenórinn í þjóðsöngnum. Þetta var Þorsteinn, bróðir Péturs Jónssonar óperusöngvara, og var heldur betur liðtækur. Þegar söngnum var lokið víkur sér amerísk kona að minni ungu konu, Jensínu Egilsdóttur, og þakkar henni sérstaklega fyrir sönginn. Segist hún hafa veitt því athygli hversu mikla og fagra rödd hún hafi og biður hana að þiggja af sér fimm dollara seðil til minningar sem örlítinn virðingar- og þakklætisvott fyrir söng hennar.
Og sumarið leið
Starfsmannahús Hellyers.
Allt var þetta eftirminnilegt; ferðin fram og til baka, veðurblíðan, náttúrufegurðin, söngurinn. Þegar við héldum heim á okkar fimm flutningabílum með trébekkjum á palli og húsgrind klædd í striga þá fannst mér þetta verið hafa dásamlegur dagur sem fengið hefði dýrðlegan endi. Og upp í huga minn kom þetta ágæta erindi eftir séra Hallgrím:
Gott er að hætta hverjum leik
þá hæst fram fer.
Nú skal hafa sig á kreik.
Vel sé þeim sem veitti mér.
Togarinn Ceresio var í eigu Hellyers.
Var nú ekið heim í kvöldkyrðinni og bar ekkert til tíðinda sem frásagnarvert geti talist.
Daginn eftir tók hversdagsleikinn við. Nóg var að starfa, — allra beið þrotlaust starf. Hjá okkur lá fyrir að losa togara, kola togara og leggja fiskreit; — hjá Svenborgarfólkinu að þvo fisk, stafla fiski eða breiða fisk ef þurrkur yrði.
Og sumarið leið, þetta blíðviðrasumar, og vinnan var alltaf meira en nóg. Við lögðum Mr. Allans-reitinn milli þess sem við losuðum fiskinn úr togurunum eða kol og salt úr flutningaskipum. — Og árið leið til enda við umstang og erfiði.
Tryggvi skar sig úr
Imperialist var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1924 fyrir Hellyers Bros Ltd í Hull. 488 brl. 800 ha. 3 þenslu gufuvél. Smíðanúmer 457. Hann var gerður út á saltfiskvertíðinni frá Hafnarfirði 1925-29 af Hellyer-bræðrum. Tryggvi Ófeigsson var fiskiskipstjóri, og segir af skipinu í ævisögu hans eftir Ásgeir Jakobsson.
Næsta ár komu Hellyersbræður með skip sín á ný, en það var ekki nærri eins mikill kraftur og líf í útgerðinni og áður hafði verið. Fiskiskipstjórarnir íslensku fengu ekki að ráða eða höfðu ekki þau bein í nefi sem þurfti til að taka völdin í sínar hendur, enda ungir og lítt reyndir, og gekk illa að fiska.
Tryggvi Ófeigsson skipstjóri á Imperialist skar sig úr hvað þetta snerti. Hann fór ekki eftir öðru en eigin sannfæringu og eigin hugboði og lét aldrei í minni pokann fyrir þeim bresku, enda fiskaði hann meira en hinir. Atlæti og aðbúnaður um borð var betri hjá Tryggva en hinum. Það gætti óánægju í áhöfnum hinna togaranna, enda var á takmörkum að mannskapurinn fengi nóg að borða. Er þá ekki að sökum að spyrja: úr afköstum dregur, óánægjan býr um sig og þá er ekki við miklu að búast.
Togarinn Menja.
Á síðari hluta Hellyerstímabilsins finnst mér færra til frásagnar. Við unnum við ensku togarana meðan þeir lögðu hér upp fyrir sömu eða svipuð kjör og við sömdum um á áramótum 1924—25. Auk þess afgreiddum við botnvörpungana Ver og Víði, Ými og Menju. Ýmiss konar aðra vinnu tókum við að okkur eftir því sem til féll. Á sumrum fórum við austur í Arnarbæli og heyjuðum til viðbótar Selskarðstúninu. Tíðin var einmuna góð á þessum árum og heyskapur jafnan ágætur.
Samanburður út í hött
Saltfisklöndun úr togaranum Garðari GK 25. Tekið um borð í skipinu og sér yfir fremri hluta þess, bakborðsmegin. Um borð eru verkamenn að vinnu, flestir á nankinsjökkum, buxum og með derhúfur. Einnig tveir drengir á þilfari togarans. Löndunarskúffa. Net strengt milli skips og bryggju. Á bryggju tveir vörubílar, verið að kasta fiski á annan þeirra. T.v. löndunarkrani, sést að hluta, löndunarskúffa með fiski í hangir í krana og heldur maður í reipi á henni. Í bakgrunninum bryggjur, hús og þorp.
Nánari upplýsingar:
1) Edinborgarhúsið (nú horfið). Ágúst Flygenring var þar til húsa með umsvif sín.
2) Salthús (nú horfið).
3) Akurgerðishúsið (nú horfið). Þar var m.a. verslun Gunnlaugs Stefánssonar og skrifstofur Sviða.
4) Jón Einarsson, verkam., áður verkstjóri í Hafnarfirði.
5) Vöskunarhús Edinborgar.
6) Fiskverkunarhús Akurgerðis.
7) Bæjarbryggjan.
8) Janus (Gíslason) bílstjóri.
Rétt finnst mér að geta þess hvað við fengum fyrir vinnuna. Eg geri það raunar til gamans, því samanburður við nútímann virðist ógjörningur. Tæknin er komin í margföldum mæli til liðs í svona vinnu, vélaafl komið í stað vöðva og verðlag og kaupgjald hefur breyst svo mjög í krónum talið að allur samanburður er út í hött. En verð á ýmsum þessara verka árið 1926 var sem hér segir:
Uppskipun á fiski úr togara, komið á bíl kr. 3.30 pr. tonn.
Kola togara með tippvögnum kr. 1.70 pr. tonn.
Kola togara með pokum kr. 2.55 pr. tonn.
Útskipað salti í togara með pokum kr. 2.60 pr. tonn.
Útskipað salti í togara með tippvögnum kr. 1.60 pr. tonn.
Uppskipun á kolum úr fragtskipi í pokum kr. 2.60 pr. tonn.
Uppskipun á kolum, laust í trogum og á bíla kr. 1.65 pr. tonn.
Uppskipun á salti í pokum kr. 2.50 pr. tonn.
Eftirvinna var í hlutföllunum 3:5.
Það sem úrslitum réði
Útgerð Hellyersbræðra varaði næstu árin, en kraftur hennar fór sídvínandi. Árið 1929 sigldu þeir brott með sinn fríða flota, saddir af sínu umstangi hér. Að þeim var mikil eftirsjá og brottför þeirra var þungt áfali fyrir atvinnulífið. Sú var þó bót í máli að innlend botnvörpungaútgerð og önnur útgerðarstarfsemi var komin á fót og dafnaði og því vofði atvinnuleysi ekki yfir á sama hátt og 1922, þegar Bookless Bros. Ltd. varð gjaldþrota.
Hafnarfjarðarhöfn 1910.
Þessir tæpu tveir áratugir, frá 1910 til 1930, mætti ef til vill með réttu kalla breska tímabilið í atvinnusögu Hafnarfjarðar. Þótt önnur atvinnustarfsemi hafi verið að sækja í sig veðrið á þessum árum var hún ekki nema svipur hjá sjón við hliðina á þessum skosku og ensku risum. Afkoma fólks og atvinnulífið hér byggðist að verulegu leyti á þeim.
Á þessu tímabili var töluvert aðstreymi fólks til Hafnarfjarðar og margir komu hingað utan af landi til að vinna meðan vertíðarnar stóðu sem hæst; — og það er óhætt að segja að margur hlaut góða umbun síns erfiðis.
Fiskvinnslufólk við aðgerð á plani bæjarútgerðarinnar við Vesturgötu. Vestan við bárujárnsgirðinguna sést kolabingur og í eitt af húsum Helleyers.
Hellyersbræðrum þótti erfítt og umfangsmikið að gera út á veiðar í salt. Í því var fólgin mikil fjárfesting sem skilaði sér ekki til baka fyrr en seint og um síðir, en þegar fiskurinn var ísaður um borð var annað upp á teningnum; það var jafnvel búið að gera upp túrinn þegar skipið fór í næstu veiðiferð.
„Það er léttara að gera út sextíu togara frá Hull á veiðar í ís en sex héðan á veiðar í salt,“ sagði Mr. Owen Hellyer eitt sinn við mig.
Það var þetta sem úrslitum réði.“
Hér líkur skrifum af Hellyersútgerðinni sem og útgerðaratvinnuháttum í Hafnarfirði á árunum 1924-1929. Skrifin eru byggð á endurminningum Gísla Sigurgeirsson, sem nú er látinn. Ljóst er að margt hefur breyst í framangreindum efnum á skömmum tíma. Þess vegna eru frásagnir sem þessar svo mikilvægar til að efla meðvitund okkar, sem teljum okkur lifa í nútímanum.
Skrifarinn, Snorri Jónsson (1928-2016), starfaði við Flensborgarskóla.
Framhald…
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 10. tbl. 11.03.1995, Snorri Jónsson, Hellyerstímabilið IV, Veitingar að vild og sungið í Almannagjá, bls. 6-7.
Krosseyrarvegur 7. Húsið er teiknað af Geir Zoega, fyrir útgerðarfyrirtækið Hellyers bros.