Gálgahraun

Árni Óla skrifaði frásögn um ferð hans um Gálgahraun í Lesbók Morgunblaðsins árið 1952:
“Meðfram öllum hinum nýju bílvegum á Íslandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógætilegum akstri, þar sem eru hættulegar beygjur, brekkur, eða einhverjar torfærur.
thorgardsdys-221Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru nokkurs konar sáluhjálparmerki meðfram vegunum. Það voru dysjar manna og kvenna, er tekin höfðu verið af lífi. Hjá þessum dysjum skyldi menn fara af baki gæðingum sinum og kasta þremur steinum í dysjarnar, til merkis um að þeir fordæmdi athæfi hinna framliðnu og væri einráðnir í að láta sér víti þeirra að varnaði verða í lífinu. Dysjar þessar voru alls staðar, því að alltaf var verið að taka fólk af lífi hér, til þess að fullnægja erlendu réttlæti. Íslendingar töldust þá ekki færir um að setja sér lög sjálfir, heldur voru þeim fengin útlend lög til að lifa eftir.

Mæðgnadys

Mæðgnadys við Garðaveg sunnan Gálgahrauns.

En þessi lög voru ekki alltaf í samræmi við réttarmeðvitund almennings eða framkvæmdin í samræmi við eðlilega málsmeðferð, og þess vegna urðu árekstrar. Hinir  meintu seku voru gripnir dæmdir og teknir af lífi, bæði til að fullnægja “réttlætinu” sem og öðrum til viðvörunar. Og til þess að þetta gleymdist aldrei, voru sakamennirnir dysjaðir hjá þjóðvegum, þar sem mest var umferð, svo að ókomnar kynslóðir gæti kastað að þeim grjóti óendanlegri vanþóknun á einhverju sem það hafði ekki hina minnstu hugmynd aðra en yfirvaldið hafði opinberað . Fordæmingin náði út yfir gröf og dauða, og skyldi verða öðrum til sáluhjálpar eins lengi og landið væri byggt.
galgahraun-223Hið útlenda réttlæti, sem stútaði íslenzkum mönnum og konum og urðaði hræ þeirra við þjóðvegu, eins og það hefði verið óætar pestarkindur, hlaut sjálft hin sömu örlög og það hafði öðrum skapað, að verða fordæmt. Þá hættu ferðamenn að kasta steinum í dysjarnar við vegina, og síðan hafa Íslendingar verið að bisa við að koma beinum sakamanna niður í kirkjugarða, til merkis um að fordæmingunni sé af þeim létt og ný öld með nýu réttlæti runnin upp. Ekki þótti rétt að hafa svo mikið við alla sakamenn að dysja þá hjá alfaravegi. Minni háttar sakamenn, svo sem umrenningar og þjófar, voru hengdir og dysjaðir þar á staðnum. Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum annað í té, sem var jafn gagnlegt. Hún hafði gert stóra steindranga með stuttu millibili, eða þá djúpar klettasprungur og gjár, þar sem ekki þurfti annað en leggja ás yfir á milli klettanna og koma þar snörunni fyrir.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Eru enn til sagnir um að á sumum stöðum hafi verið svo rúmt á milli klettanna, að marga þjófa mátti festa þar upp í einu. Þegar af tökunni svo var lokið og böðullinn hafði fengið sitt, var líkið eða líkin urðuð, annaðhvort í sömu klettasprungunni, eða rétt þar hjá. Slíkir aftökustaðir voru mjög víða, og sumir eru enn kendir við þjófa og gálga. Og það bregst varla að hægt er að benda þar á grjóthrúgu, sem á að vera dys sakamanna. Einn þessi hengingarstaður er hér í nánd við Reykjavík og heitir Gálgaklettar. Þeir eru á Álftanesi, sunnan Lambhústjarnar, gegnt Bessastöðum. Eiga nú fáir þar leið um. En ef þig langar til þess að sjá staðinn, þá skulum við bregða okkur þangað. Það er hvorki dýrt né tímafrekt ferðalag.
galgahraun-224Niður undir Kópavogslæknum ofan við veginn, voru fjórar gamlar dysjar og stóðu tvær og tvær saman. Það er langt síðan að vegfarendur hafa kastað grjóti í dvsjar þessar, enda eru þær svo að segja sokknar í jörð. Og áður en varir kemur einhver frumbýlingur með jarðýtu og umturnar móunum þarna, og sögu dysjanna er lokið. En þær áttu sér nöfn, átakanleg og ógleymanleg nöfn. Þær sem nær eru veginum hétu „Hjónadysjar”, hinar hétu „Systkinaleiði”.
Í Arnarneshálsinum, fyrir sunnan voginn, eru einnig dysjar, en þar hefir veginum verið breytt svo að nú er hann alllangt frá þeim. Þar er mælt að sé dys manns þess, er gekk aftur og varð nafnkunnur draugur á Álftanesi, og var heitinn í höfuðið á Þorgarði þeim er varð Þorleifi jarlaskáldi að bana á Þingvöllum, af því að hann hefir þótt álíka illur andi. Hafa margir gamlir menn heyrt talað um Þorgarðsdys, en tvennum sögum fer um þetta.

Gálgahraun

Hraunmyndanir í Gálgahrauni.

Nú blasir við okkur Arnarnesvogur og handan við hann svartur hraunjaðar. Þar er Gálgahraun og í því eru Gálgaklettar. Þessi hraunspilda er nyrst í Garðahrauni og sker sig úr vegna þess hvað hún er úfin og hrikaleg. Þarna hefir glóandi hraunið  sennilega runnið í fyrndinni út á mýrlendi, suður af Lambhúsatjörn, og vatnsgufurnar hafa sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stórar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðrum stöðum.

Fógetagata

Fógetagatan um Garðahraun.

Gamli vegurinn fram á Álftanes lá meðfram Arnarnessvogi að sunnan. Það hefði verið skemmtilegast fyrir okkur að fara hann, en nú er það ekki hægt vegna nýbýla og girðinga.
Neðan við Silfurtún er ætlunin að ganga þaðan þvert yfir holtið niður að vognum. Þar hittum við á gamla veginn, þar sem hann liggur inn í hraunið, rudd gata að fornu og hefir sýnilega verið mjög fjölfarin, vegna þess hvað hún er djúp og glögg enn. Þarna hafa líka margir hófar troðið, því að hér gengu skreiðarlestirnar af Álftanesi fyrr. „Gömlum götum á ekki að gleyma”, segja Færeyingar. Þessi gata gleymist ekki, enda þótt hún sé aflögð, því að hún er mörkuð á landabréf Björns Gunnlaugssonar sem þjóðleiðin fram á Álftanes. Gatan liggur skáhalt upp í hraunið og eru á vinstri hönd gjár miklar, en til hægri er Gálgahraunið. Mönnum hefir tekist að finna þarna mjög sæmilega leið, og hafa hinir nýju akvegir oft verið lagðir eftir hestagötum, sem voru óhentugri til þess en þessi gata, og þess vegna er það einkennilegt að Álftanesvegurinn skuli ekki liggja þarna enn í dag, í stað þess að liggja frá Engidal út háholtið.
galgahraun-226Úr því hingað er komið er bezt fyrir okkur að skoða allt Gálgahraunið. Hér eru langir klettaröðlar sprungnir sundur að endlöngu, hér eru háir klettar með sprungum og hellum, og hér eru djúpar hvosir. Hér kemur manni fyrst á óvart hve mikill gróður er í hrauninu. Í hvosum og klettaskorum er kafgras, og hér er fjölskrúðugur gróður eins og oft er í hraunum, sem farin eru að gróa.
Annað, sem manni kemur á óvart, er að hér er mikið fuglalíf. Hér flögrar stór hópur svartbaka með gargi og skrækjum. Þeir hafa eflaust orpið hér í hrauninu í vor, því að þeir láta ófriðlega, og renna sér að manni hver af öðrum með hvínandi vængjadyn. Heldur sljákkar þó í þeim þegar þrjár þrýstilofts flugvélar æða þarna yfir með svo miklum dyn, að þeir heyra ekki sjálfir sinn eigin vængjahvin. Þá er eins og þeir skammist sín. Þeir fljúga letilega lengra út í hraunið og setjast þar á kletta.

Mávur

Már í Gálgahrauni.

Hettumár kemur og gargar afskræmislega, eins og hans er von og vísa. Ut við voginn heyrist stelkur gjalla hátt og hvínandi, en hrossagaukur hneggjar í lofti. Og allt um kring ómar lóusöngur og tíst í smáfuglum, en spóar standa hingað og þangað á steinum og vella af kappi. Við heiðum ekki trúað því að óreyndu að svona mikið fuglalíf væri hér. Við höfðum haldið að Gálgahraun væri hinn ömurlegasti staður. En það er nú eitthvað annað. Þetta er allra skemmtilegasti staður, þegar maður fer að skoða hann og kynnist honum. Víða er brunagrjót, ómjúkt undir fæti og skófrekt, en yfir það verður að klöngrast til þess að geta skoðað einkennilegustu klettana. Og hér kemur maður svo í grasi gróna klettasprungu og gengur eftir henni. Allt í einu kemur maður að gloppu á þessum gróðurfeldi og sér þá niður í botnlausa gjá undir fótum sér. Gróni botninn í klettasprungunni er ekki annað en gerfibotn.
galgahraun-227Þar hafa nokkrir steinar skorðast milli klettanna, svo hefir grámosinn þakið þá og síðan hefir töðugresi numið land í mosanum og kominn er sléttur og grasi gróinn „botn”. Alls staðar eru hellisskútar. Þeir eru litlir en snotrir með hvolíþaki og er hægt að skríða inn í þá flesta. Á einum stað hefir verið hlaðinn grjótveggur fyrir framan helli, svo að þar hefir myndast dálítið byrgi. Það er svo lítið að það hefir naumast getað verið fjárbyrgi. Líklegra þykir mér að það hafi verið skotmannsbyrgi og þarna hafi einhver legið fyrir tófu að vetrarlagi.

Garðahraun

Gálgahraun – hraunmyndun.

Hraunið hefir runnið fram í voginn og eru þar klettar og gjögur, skvompur og gjótur, en framundan hafa verið flúðir orpnar lausu hraungrýti. Upp í þetta lausagrjót í fjörunni hefir sjórinn borið kynstur af þangi og marhálmi öldum saman, fyllt allar holur og sléttað, svo að þarna hefir myndast þykkt mókennt lag ofan á grjótinu. Svo hefir þetta gróið og eru þarna sléttir vellir með lágum en ótrúlega þéttum gróðri.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Liturinn á honum er einkennilegur, því að sum stráin eru brún, önnur gul og hin þriðju dökkgræn. Þetta stafar af því, að sjór gengur þarna yfir hinar grasi grónu grundir þegar stórstreymt er. Má jafnvel sjá gráa salthúð á grasinu sums staðar. En svo er sjórinn aftur farinn að brjóta niður þessar jarðabætur sínar. Og hann fer að því líkt og sandbyljir á landi, grefur undan grassverðinum þartgað til stórar torfur brotna framan af. Mundi þetta ekki vera enn ein bending um, að land sé að síga þarna?
galgaklettar-228Fremst gengur hrauntangi lágur út í sjóinn milli Arnarnessvogs og Lambhúsatjarnar. Er hann yfirleitt sléttur, nema hvað nokkrir klettar standa þar upp úr og eru þeir þó miklu lægri en efri hraunbrúnin. Rétt fyrir ofan þennan tanga, á rima í hraunbrúninni, er gömul tóft, vallgróin að nokkru, ert grjóthleðsla í veggjum glögg að innanverðu. Tóftin er að innanmáli 8×11 fet og hafa dyr verið á norðurvegg við vesturgafl. Ekki sést móta fyrir fleiri tóftum og getur því ekki verið að þetta hafi verið stekkur. Ef til vill hefir þetta verið fjárborg, en hún er þá ólík öðrum fjárborgum hér um slóðir; því að húslag er á henni, en ekki borgarlag. Máske þetta hafi verið sjóbúð? Að vísu hefir hún þá verið nokkuð lítil og gæti maður helzt hugsað sér að menn hefði legið þar við á vorvertíð. Lending er sæmileg þarna og brim aldrei neitt að ráði.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Óþarfi er fyrir okkur að velta lengur vöngum yfir því hvaða mannvirki þetta er. Hvorugur okkar getur leyzt þá gátu. Hið eina sem víð vitum með vissu er, að hér út í jaðrinum á Gálgahrauni, á mjög afskekktum stað, hafa mannshendur einhverntíma verið að verki og reist hús. Mennirnir, sem þetta gerðu eru löngu gleymdir, en hér er minnismerki þeirra, grjóthleðsla og vallgrónir veggir. Eitt lítið sýnishorn þess hvernig menn hafa reynt að hagnýta sér þetta hrjóstuga land út í æsar. Slíkar rústir á víð og dreif um landið eru þöglar minningar frá lífsbaráttu þjóðarinnar, og því merkilegar í allri sinni fátækt og einfaldleik.

Gálgahrauni

Í Gálgahrauni.

Nú höldum við lengra norður á bóginn. Hér er margt að skoða, kynjamyndir í klettum og sprungum, og hin steinrunnu kyngimögn hraunsins, sem hefir dagað þarna uppi, er þau mættu sjónum. Hér er víðast ógreiðfært, ef maður ætlar að fara beint af augum. En fyrir gamlan smala er hægt að finna hér góða leið. Hann veit að sauðkindin er öllum slyngari í því að finna og þræða hina greiðfærustu leið, þar sem öðrum sýnist illfært. Og hér eru gamlir fjárstígar eftir gróðurtorfum milli klettanna. Þeir eru að vísu í ótal krókum, en það borgar sig að fylgja þeim, það er greiðasta og bezta leiðin.
galgaklettar-229Nú höldum við vestur með Lambhúsatjörn, sem ekki er tjörn lengur, heldur sjávarvogur. Og þar sem stígurinn liggur næst sjónum, furðar okkur á að sjá hvað sjórinn gengur hátt upp í hraunið. Það er háfjara núna og þess vegna sézt þetta svo vel. Þangrastir eru hér komnar hátt upp í grasi gróna hvamma og hraunbolla. Og hraungrjótið ber þess merki ef sjór hefir gengið yfir það. Þá er það kolsvart og stingur mjög í stúf við ljósgrátt grjótið allt um kring. Þennan svarta lit fær það sennilega úr marhálminum og þanginu, sem á það berst.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Hér eru margir sundur sprungnir klettar, þar sem mjög hentugt hefði það eru þó ekki hinir réttu Gálgaklettar. Þessir klettar eru of langt inni í hrauninu. Menn voru ekki að leggja á sig það ómak að drasla dauðadæmdum mönnum til aftökustaðar, sem illt var að komast að. Það er því ekki fyrr en við erum staddir beint á móti Bessastöðum, að við komum að Gálgaklettum. Og við sjáum þegar að þeir bera svo af öðrum klettum, að þeir hafa hlotið að vera sjálfkjörnir „til síns brúks”. Þeir eru hærri en flestir aðrir klettarnir, brattir og sprungnir sundur sitt á hvað, sprungurnar djúpar og beinir klettaveggir sitt hvorum megin við þær. Hér fram undan er líka allvíð klettakvos með sléttum og grónum botni, þar sem margt manna hefir getað staðið til að horfa á. Og rétt fram undan er dálítil vík eða vogur, þar sem hægt hefir verið að lenda báti. Er þangað stuttur sjóvegur frá Bessastöðum yfir Lambhúsatjörn.”

Gálgahraun

Gálgahraun – Garðahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki hefir mér auðnast að grafa upp hve margir menn hafa verið hengdir hér. En í annálum er þess getið, að hinn 26. janúar 1664 hafi maður verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni”. Hann hét Þórður Þs (líklega Þórðarson) og honum var gefið að sök að hafa stolið „úr búðum danskra í Hólminum”. Samkvæmt þessu verður ekki um vilst, að þessi maður hefir látið lífið í Gálgaklettum. Og líklegt er að fleiri hafi verið teknir af þar og að þetta hafi verið opinber aftökustaður, líkt og Sjávarkvíar á Kjalarnesi. Kjósarannáll segir frá því, að 1634 hafi verið hengdur þjófur á Bessastöðum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Skarðsárannáll segir að 1635 hafi 2 menn verið hengdir í Gullbringusýslu fyrir stuld, sinn í hvorn tíma. Setbergsannáll segir að 1702 hafi tveir þjófar verið hengdir í Gullbringusýslu, en í Mælifellsannál segir að það ár hafi þrír þjófar verið hengdir á Suðurnesjum. Sennilega hafa allir þessir menn verið hengdir í Gálgaklettum, því að þegar þeir voru gripnir, munu þeir hafa verið fluttir í Bramshúsið á Bessastöðum. Þetta var sérstakt hús og fyrsta og eina fangelsi hér á landi þangað til hegningarhúsið á Arnarhóli var byggt. Alþýða kallaði þetta hús „Þjófakistu” og er það kunnast undir því nafni. Í klettaskoru austan í Gálgaklettum er grjóthröngl allmikið og var talið að þetta væri dys, þar sem sakamennirnir hefði verið urðaðir. Hafa gengið sagnir um að þar hafi sézt mannabein. Auðséð er, að einhver hefir ætlað að rannsaka þessa dys, því að nokkuð af grjótinu hefir verið rifið upp, en ekki sjást þar nú nein bein, nema eitt rif úr hrossi, hvernig svo sem á því stendur að það er þangað komið. En þarna hefir verið djúp glufa út undir bergið og má vera að þar sé eitthvað af mannabeinum og þá djúpt á þeim.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Við skulum ekkert forvitnast um það. Ef þetta er dys sakamannanna, eins eða fleiri, þá hafa þeir nú legið þarna í 250—318 ár og það er bezt að lofa þeim að vera þarna í friði.
Það er fagurt og friðsælt í Gálgahrauni í svo fögru veðri, þegar sól skín af heiðum himni, alls staðar er skjól fyrir norðan næðingnum, og alls staðar er sterk angan af gróðri. En hvernig heldurðu að þér þætti að vera hér einn á ferð í skammdegisbyl, þegar stormurinn hvín óyndislega í klettum og dröngum, en þeir verða að svörtum forynjum, með gapandi höfðum og gínandi trjónum? Hér er óratandi og ekkert hægt að komast áfram fyrir klettaröðlum, gjám og hraunkvosum. Ætli það hvarflaði þá ekki að þér að þeir dauðu úr Gálgaklettum væri komnir á kreik og ætluðu að villa um fyrir þér, og að það sé vein þarna og dauðastunur, sem þú heyrir í vindinum? – Á. Ó.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. ágúst 1952, bls. 405-409.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd, austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að draga þær til sín. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með ströndinni má víða sjá götur eftir minkinn. Hlaðið gerði (rétt eða nátthagi) er suðvestan við tóftirnar. Vestan við það er vatnsstæði. Í örnefnalýsingu er það nefnt Vatnssteinar, en kunnugir nefna það Vaðsteina. Í því þrýtur sjaldan vatn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Eftir Breiðufit er röð stöpla (steina) stórgripagirðingar er liggja frá Litlabæ að landamörkum Flekkuvíkur, beygir til norðurs skammt vestan Hermannavörðu og endar niður við sjávarbakkann. Í hverjum steini eru tveir trétappar. Ofan við girðinguna er hlaðin refagildra. Önnur slík er innan girðingarinnar nokkru vestar. Hlaðin rétt er milli Bakka og Borgarkots, önnur ofar og austar og enn ein, minni, skammt frá (líklega þó gerði undir hraunhól).
Borgarkot var, líkt og svo margar jarðir á norðanverðu Reykjanesinu, eign Viðeyjarklausturs og gerð út þaðan. Á tímabilinu 1200-1750 voru misjafnlega stöndug býli dreifð um landsvæðið þar sem nú er Reykjavíkurborg. Bændur á höfuðbólinu Vík (Reykjavík) stunduðu hefðbundinn búskap og reru til fiskjar. Framan af tímabilinu er fátt skrifað um Víkurbændur en í heimildum frá síðmiðöldum kemur fram að þar hafi jafnan búið heldri bændur, hreppstjórar og lögréttumenn, þó að ekki teldist býlið til helstu höfðingjasetra. Víkurkirkja stóð, gegnt bæjarhúsum, þar sem nú er Bæjarfógetagarður við Aðalstræti. Kirkja mun hafa staðið í Vík a.m.k. frá því um 1200, sennilega miklu fyrr.
Að síðasta sjálfseignarbóndanum í Vík látnum, snemma á 17. öld, var jörðin keypt undir konung en þungamiðja valds og verslunar hafði þá smám saman færst að sunnanverðum Faxaflóa. Kirkja og konungsvald höfðu eignast þar margar jarðir en Bessastaðir urðu aðsetur hirðstjóra konungs árið 1346.
Rétt eða gerði suðaustan við BorgarkotKlaustur af Ágústínusarreglu var stofnað í Viðey árið 1226 og átti það eftir að vaxa og dafna að veraldlegum auði næstu aldir og verða eitt ríkasta klaustur landsins. Klausturkirkjan var helguð Maríu mey og sungu Viðeyjarmunkar þar tíðir sínar dag hvern. Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs. Eftir það var rekið bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikrahæli í Viðey.
kot.

Borgarkot

Borgarkot – réttin ofan Réttartanga, austan Borgarkot.

Gengið var til austurs frá Bakka, áleiðis yfir að Borgarkoti. Við fyrsta fet stóð jakobsfífill upp úr lyngi umvafinn smjörvíði. Þetta lofaði góðu. Þarna var og blóðberg, lyng og tröllasúra innan um gras og lágvaxinn grávíði. Friggjargras, hvítmura, kornsúra, gulmara og lyfjagras, tágamura, geldingahnappur og týsfjóla. Í rauninni var alltaf eitthvað að sjá, hvert sem litið var. Svæðið var greinilega miklu mun fjölbreyttara en reiknað hafði verið með. Þar fyrir utan hýsti það allar hinar algengu blómategundir, s.s. sóleyjar, fífla, fífu, brönugras, gullkoll, umfeðmingsgras og annað það er sést svo til alls staðar á Reykjanesskaganum. Stelkur lét ófriðlega, enda varptíminn í hámarki.
Tóftir í BorgarkotiÞegar komið var niður í fjöru greip minkur, högni eða læða, alla athyglina. Þetta var brúnt, þvengmjótt, kvikyndi. Hann kom í humáttina ekki langt frá, staðnæmdist af og til og leit í kringum sig. Þá snéri hann allt í einu við og skellti sér út í þangsjóinn. Þar fyrir utan voru nokkrar kollur með unga. Honum skaut upp af og til, en loks hvarf hann alveg sjónum viðstaddra. Fuglarnir höfðu greinilega orðið hans varir því þeir syntu með unga sína lengra frá landi. Á landklöppunum speglaðist fagurgrænn mosaþarinn í pollunum með bleikmynstraða polla innan um. Meistaraleg litasamsetning hjá meistaranum.
Þang og þari, skeljar, kuðungar, krabbar og annað, sem fjaran geymir var svo til við hvert fótmál. Handgert flotholt úr stórum vikursteini, koddi, fótbolti og hvalbein – höfuðkúpa af háhyrningi. Af nógu var að taka. Í fjörunni þarf greinilega engum að láta sér leiðast – alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, sama hvert litið er. Sjórinn var ládauður, en sjávarloftið er alltaf jafn svalandi.

Borgarkot

Helgahús – fjárhús vestan Borgarkots.

Gengið var yfir að tóftum Borgarkots, skoðaður stóri krossgarðurinn, sem minkaveiðimenn hafa nær lagt við jörðu, jarðlægir garðar, hlaðin refagildra og vatnsstæði. Lóan lét vel í sér heyra sem og þrællinn hennar. Tjaldur tipplaði á nálægum hólum og mikið var af sólskríkju á svæðinu. Gengið var vestur með stórgripagirðingunni og einn steinninn í henni skoðaður. Göt höfðu verið höggvin eða boruð í hvern stein og trétappar reknir í þau. Tapparnir stóðu síðan út úr steinunum og á þá var hengdur þráður til að varna því að stórgripir færu út fyrir það svæði, sem þeim var ætlað.
Steinar í nautgripagirðingunni ofan BorgarkotsGirðing þessi eru stórir uppstandandi steinar með reglulegu millibili alveg að landamerkum Flekkuvíkur í austri. Margir þeirra eru nú fallnir á hliðina. Girðingin beygir að vísu í tvígang á leiðinni lítilsháttar til norðurs, en neðan við Hermannavörðuna á landmerkjunum liggur hún í beina stefnu niður að sjávarmáli. Á einum stað, skammt vestan Vatnssteina (Vaðssteina), liggur þvergirðing milli hennar og sjávar. Í sérhvern stein hafa verið höggvin eða boruð tvö göt, annað efst og hitt skammt neðar. Í þessi göt hafa verið reknir trétappar. Á trétappana hafa verið hengdir strengir, girðing, sem hefur átt að halda gripunum innan hennar. Víða eru steinarnir fallnir niður, en sumir hafa verið reistir við á ný, svona til að hægt væri að gera grein fyrir stefnunni. Annars er merkilegt að sjá hvernig stóreflis steinum hefur verið velt úr sessi sínum.
Gerð þessarar steinagirðingar hefur kostað mikla vinnu á sínum tíma. Færa og flytja hefur þurft þessa stóru steina um set og reisa þá upp á endann, gera í þá götin og negla í þá teglurnar.

Borgarkot

Borgarkot – trétappi í steini í girðingunni.

Hvorki er vitað með vissu um aldur girðingarnar né í hvaða tilgangi hún var reist. Þó má álykta að girðingin hafi verið gerð til að halda fyrrgreindum stórgripum, annað hvort frá Viðey eða Krýsuvík. Þá er ekki með öllu útilokað að girðingin geti verið eitthvað yngri. HÉR má sjá nánari umfjöllun um nefnda girðingu.
Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn minnist ekki þessar girðingar og hennar er ekki getið í örnefnalýsingum af svæðinu. Fróðlegt væri að heyra frá öðrum, sem kunna skil á tilvist þessarar girðingar. Hliðstæð girðing er norðan og vestan við Minni-Vatnsleysu – og jafnvel víðar.

Tóftir Borgarkots eru nú að mestu að hverfa í sjóinn. Sjá má mun á þeim frá ári til árs. Tóftir eru þó svolítið ofan bakkans.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

Þá er hlaðinn krosskjólgarður skammt austan þeirra, en tóftirnar eru umlyktar af hlöðnum görðum, nú að mestu jarðlægum.
Móarnir ofan Borgarkots geyma fjölmargar jurtir. Á einum stað mátti t.d. sjá þyrpingu af skarlatbikurum, sumir með gró. Neðan girðingar er Kálfatjarnarvatnsstæðið, en það var nú þurrt. Ofan við vatnsstæðið er gamalt hlaðið gerði eða rétt utan í hól.

Borgarkot

Réttartangi – skotbyrgi er á tanganum (t.v.) og réttin er h.m. við hann.

Í gömlum heimildum er getið um rétt á Réttartanga, sem nú á að vera alveg horfin. Þessi rétt er beint ofan við Réttartanga og nokkuð heilleg. Austan við það er hlaðinn garður í hálfbeygju til norðurs.

Borgarkot

Borgarkot.

Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld. Tildrög þess munu hafa verið þau,að eitt sinn þegar Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld kom hann að bóndanum í Borgarkoti þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að honum var komið undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það. Reyndar er talið að sauðurinn sem bóndinn í Borgarkoti skar, hafi verið sauður prestsins á Kálfatjörn, en ekki bóndans í Flekkuvík. Viðeyjaklaustur mun hafa haft þarna sauði forðum. Síðan mun Kálfatjörn hafa haft skipti á selsstöðu í Sogagíg við Krýsuvík, sem fékk í staðinn að halda sauði við Borgarkot.
Kirkjugatan frá Kálfatjörn um Borgarkot og FlekkuvíkÞarna eru merkilegar og allmiklar minjar, greinilega mjög gamlar. Bogadregnir garðar eru mikið til sokknir í jarðveginn, en þó má víða sjá móta fyrir þeim. Innan garðs eru tóttir á a.m.k. þremur stöðu, Tvær samliggjandi tóttir eru alveg í fjörukambinum og er sjórinn þegar búinn að brjóta niður hluta af þeim. Önnur tótt er ofan þeirra og enn önnur á fjörukambinum skammt austar. Austan hennar er stór krossgarður, Skjólgarður. Umhverfis hann landmeginn er gerði eða gamlar réttir.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Austar er hár hóll, Á honum má sjá leifarnar af Hermannavörðunni, sem danskir hermenn er unnu við landmælingar, hlóðu, en minnkaveiðimenn hafa einnig rutt um koll. Fornleifavernd ríkisins virðist ekki standa sína plikt á þessu landssvæði.
Vestast sést kirkjugatan vel í móanum – skammt ofan grjótgarðs Bakka. Þar lét stelkurinn öllum illum látum í sólblikinu.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Borgarkot

Nautgripagirðingin ofan við Borgarkot.

 

Ólafsskarðsvegur

Spáð var mikilli vætu, en FERLIR hafði náð að semja um þokkalegt veður á svæðinu. Einn FERLIRsfélagi, sem var að skoða leiðir nálægt Ólafsskarðsvegi nýlega, hafði rekist á fjögur op, sem skoða þurfti niður í. Undirniðrið var áður ókannað.

Lambafell

Í skjóli í Lambafellshrauni.

Gengið var ásamt félögum úr HERFÍ frá mælimastrinu við Þrengslaveginn um Lambafellshraun (Leitarhraun) til að skoða þetta betur.
Sæmilegur hellir reyndist vera undir einu opanna, 25-30 metra langur, en lágur (mest 1.20 m), þangað til komið var að þröngu gati (12 cm). Þar fyrir innan virtist rásin víkka, en ekki var hægt að komast þangað inn að þessu sinni. Í öðrum reyndist vera 15-20 metra þröng rás.

Gengið var áleiðis að syðri Eldborginni. Við hraunjaðar “Kristnitökuhraunsins” (Svínahrauns) var áberandi varða á hraunhól. Sú varða virtist tengjast röð varða frá henni til suðausturs, niður hraunið í átt að Löngubrekkum (þær sem Hraunsel stendur við austan Raufarhólshellis).

Ólafsskarðsvegur

Útsýni að Hengli af Ólafsskarðsvegi.

Svo er sjá, ef marka má vörðurnar, að um geti verið að ræða gamla leið frá austanverðu Ölfusi upp á Ólafsskarðsleið og áfram til Reykjavíkur eða/og um Heiðarveg, sunnan Bláfjalla og niður á Selvogsleið við Grindarskörð.

Rifjuð var upp sagan af Ólafi, bryta Skálholtsbiskups, er sinnaðist við ráðskonuna. Lagði hún á hann slíkt að hann truflaðist við, hljóp sem leið lá frá Skálholti áleiðis til Reykjavíkur, tapaði lyklum af Skálholtssetrinu við Lyklafell og hljóp síðan til baka um svonefndan Ólafsskarðsveg um Ólafsskarð ofan Jósepsdals, niður með Geitafelli, að Ölfusá, yfir hana og áfram austurúr þangað til hann sprakk á endanum (mjög stytt).

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur.

Ólafsskarðsvegur er varðaður (og reyndar stikaður að hluta). FERLIR skoðaði á sínum tíma Hlíðarendasel, en gatan liggur yfir það þriðjung frá Geitafelli að Vörðufelli í suðri (þrjár tóftir og stekkur).

Gengið var á Lambafellsháls og síðan niður brattar hlíðar Lambafells að norðanverðu þar sem komið var niður í Sléttahraun. Austan undir sunnanverðu Lambafelli er gömul varða á hraunhól, að því er virðist ein og stök, en áberandi. Við hana eru grasbalar og lægðir. Gæti verið gamall áningastaður.
Ferðin tók 3 klst og 12 mín. Frábært veður.

Eldborg

Eldborg.

Vífilsstaðasel

Gengið var upp Vífilstaðahlíð eftir línuveginum. Eftir að hafa skoðað selið, sem er austan við veginn, var litið á hlaðinn stekk upp á klapparholti norðan við það. Stekkurinn er dæmigerður fyrir slíkt selsmannvirki, tvískiptur.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Tóftir selsins hvíla í kvos, í skjóli fyrir austanáttinni. Einnig dæmigerð fyrir sel á Reykjanesskaganum. Þá var haldið niður að Grunnuvötnum syðri og auga haft með hugsanlegum tóttum nálægt vötnunum, en engar slíkar fundust að þessu sinni. Gengið var áfram til austurs á brattann og nú stefnt á Vatnsendaborg efst á Hjöllum með viðkomu í Arnarsetri, vörðu á vestanverðum hálsinum þar sem sést yfir Grunnuvötn. Þaðan er einnig ágæt fjallasýn í góðu skyggni og kjörinn áningastaður eftir göngu um hjallana. Ef gengið er þaðan niður með Grunnuvötnum nyrðri er komið niður á stíg er liggur niður að Vífilsstaðavatni.

Vatnsendaborg

Vatnsendaborg.

Borgin er rétt innan við landamerki Vatnsenda, en á Hjallabrúninni skammt vestan við borgina er fótur af gamalli landamerkjavörðu Vífilsstaða og Vatnsenda. Frá henni sést vel í Kolhól, en á honum er landamerkjahorn.

Gengið var niður Hjallana og til suðurs að Löngubrekku. Henni var síðan fylgt til vesturs að Garðaflötum þar sem skoðaðar voru nýfundnar tóttir.
Gengið var um Búrfellsgjá að Gerðinu vestan Gjáarréttar og það skoðað. Hleðslur í skúta inn undir Gerðinu virðast hafa haldið sér nokkuð vel, en rúmlega 60 ár eru síðan síðast var réttað í gjánni.

Gjáarrétt

Gjáarrétt í Búrfellsgjá.

Haldið var í gegnum Gjáarréttina að Vatnsgjánni og litið ofan í það gamla vatnsstæði áður en gengið var vestur norðanverða Selgjá og aftur að upphafsreit.
Gangan tók um 3 og ½ klst í hinu besta verði – logn og blíða.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Hvalsnesleið

Þeir eru ekki margir núlifandi er hafa fengið tækifæri til að skoða fornleifarnar innan girðingar varnarsvæðis Keflavíkurflugvallar.

Sigurður Eiríksson

Ómar og Sigurður við Dauðsmannsvörðu í Miðnesheiði.

Að beiðni Stefáns Gunnars Thors hjá VSÓ ehf. fyrir hönd Isavía tóku skýrsluhöfundar, Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson, að sér fornleifaskráningu á Miðnesheiði innan girðingar Keflavíkurflugvallar vegna aðalskipulags flugvallarins árið 2014.
Á hinu skráða svæði er að finna fornar leiðir, vörður, byrgi, fjárborgir, selstöðu og fjöldann allan af ummerkjum um veru hersins á stríðsárunum auk yngri byrgja frá hernum. Heiðin hafði verið nýtt sem beitiland í gegnum aldirnar, leiðir hafa legið þar í gegn og auk þess skipt sköpun fyrir mið sjómanna áður en nýtísku staðsetningartæki leystu þau af hólmi.

Hvalenesleið

Hvalsnesleið – varða.

Skýrsluhöfundar töldu auk þess nauðsynlegt að skrá minjar að hluta til utan við girðinguna til að gæta samhengis, enda skiptir máli að skoða minjaheildir sem slíkar. Eins reyndist það nauðsynlegt til að rekja aðrar götur á heiðinni: Hvalsnesveg/Melabergsgötur, Stafnesleið yfir heiðina framhjá Háaleiti til Keflavíkur, Fuglavíkurleið og Gömlu Fuglavíkurleiðina.

Svæðið er ekki aðgengilegt fyrir almenning og voru fornleifarnar skráðar í fylgd öryggisvarða.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið – vörður.

Ómar Smári hafði áður fengi nokkrum sinnum leyfi til að fara inn fyrir varnagirðinguna og skoða svæðið vegna fornleifa, m.a. í fylgd með Sigurði Eiríkssyni frá Norðurkoti sem er fæddur og uppalinn í Fuglavíkurhverfi. Sigurður er manna fróðastur um örnefni og fornleifar á svæðinu. Auk þess veitti Jón Ben Guðjónsson frá Stafnesi gagnlegar upplýsingar.
Þeim og öðrum, sem veittu aðstoð við gerð þessarar fornleifaskráningar, er þökkuð aðstoðin.
Með skýrslunni fylgir fornleifaskrá og stafrænn hnitagrunnur.

Sjá skýrsluna HÉR.

Hvalsnesleið

Vörður við Hvalsnesleið – Ási.

Grindavík

Áhugasömum og leitandi er hér með upplýstar um helsta ágæti Grindavíkur.
Bærinn hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sagan er svo til við hvert fótmál og minjar allsstaðar. Saga jarðfræðinnar (tiltölulega nýleg landssköpun) er hvergi eins áberandi og útivistar- og gönguleiðir með þeim fjölbreyttustu á öllu landinu.

Grindavík

Grindavík framundan.

Áhugaverðir staðir eru allt umhverfis og í bænum. Má í því sambandi nefna að vestanverðu Junkaragerðið ofan við Stórubót, Gerðisréttina, Virkið, Staðarbótina, Staðarbótarflórgólfið, Stóra-Gerði, Kóngsklöppina, Hvirfla, Staðarbrunninn, fiskibyrgin ofan við Húsatóttir, “Tyrkjabyrgin” í Sundvörðuhrauni og “Brauðhellinn” í Eldvörpum. Miðsvæðis eru þyrnirunnar er uxu er blóð heiðinna manna og kristinna blönduðust, Fornuvör, Einarsverslunina, Járngerðardysina eða gröftinn í gegnum eiðið – inn í Hópið. Ekki má gleyma gömlu kirkjunni og Flagghúsinu.

Að austanverðu eru minjarnar í Þórkötlustaðanesinu og fiskigarðarnir, byrgin í Strýthólahrauni, þurrkgarðarnir í Slokahrauni, dysin ofan við Hraun, Gamlibrunnur, kapellan frá því um 1400, Húshellir sá sem Grindvíkingar ætluðu að flýja í ef Tyrkirnir kæmu aftur, Hraunsvörina o.fl. o.fl.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Að norðanverðu eru merkar minjar vegagerðarinnar, s.s. við Hesthúsabrekkuna, Baðsvallaselin, steinbyrgin við Bláalónsafleggjarann, í Arnarsetri (á Gíghæð), Innra-Njarðvíkurselið við Seltjörn ásamt hlöðnum mannvirkjum, uppgerður Skipsstígurinn að hluta á bak við Lágafell o.fl. o.fl. Þá eru ótaldir Gálgaklettarnir í Hagafelli og Þjófagjáin í Þorbjarnarfelli, Hópsselið utan í Selshálsi og jafnvel Hraunselið utan í Núpshlíðarhálsi sem og Baðsvallaselin og Selsvallaselin,sem voru lengst af aðalsel Grindvíkinga. Hraunsselið er merkilegt fyrir það að það var síðasta selið, sem aflagt var á Reykjanesi, eða árið 1914.

Þá eru í landi Grindavíkur ýmsir aðrir merkilegir staðir, s.s. Selatangar, sem eru heimur út af fyrir sig, með sjóbúðum, þurrkbyrgjum, viðveruhellum, Smíðahelli, 5 hlöðnum refagildrum og hlöðnu fjárskjóli. Að ekki sé talað um Óbrennishólma með tveimur fjárborgum, líklega þeim elstu á landinu, hlöðnum garði, sem Ögmundarhraun rann að um 1150, leifar af fornum garði o.fl.

Ferlir

FERLIR í Bálkahelli.

Húshólmi er með, auk tótta gömlu Krýsuvíkurkirkju, tóttir gamla bæjarins, forns skála, sem hraunið stöðvaðist við, miklar garðhleðslur, sjúbúð, fjárborg, stekk, selsstíg og gerðis utan í hraunkantinum. Utan í Borgarhól er gömul fjárborg skammt frá veginum. Ofan við Selöldu eru tóttir Fitja, fjárhúss á Strákum, tóttir bæjarins Eyri og tóttir Krýsuvíkursels. Utar á heiðinni er Jónsbúð og fallega hlaðið hús. Í Krýsuvíkurhrauni er m.a. Arngrímshellir (Gvendarhellir), en hans er getið í þjóðsögunni af Grákollu. Þar hjá eru Bálkahellir og mikið fjárskjól í Fjárskjólshrauni. Þá eru dysjar Herdísar og Krýsu þar ofar, auk fjölmargra annarra mannvirkja.

Gíghæð

Vegavinnubyrgi á Gíghæð.

Ofan Ögmundarhrauns eru rúningsrétt í Stóra-Hamradal, fallega hlaðinn fjárhellir sunnan Vigdísarvalla, auk Vigdísarvalla sjálfra. Á öllu þessu svæði eru fjölmargar gönguleiðir, bæði fornar og nýjar. Má í því sambandi nefna Prestastíginn frá Höfnum, Skipsstíginn frá Njarðvíkum, Sandakraveginn yfir að Skála, Drumbsdalaveginn yfir að Krýsuvík, Skógfellaveginn frá Vogum o.fl. Þá eru svæðin sunnan Vigdísarvalla mjög fýsileg, s.s. Bleikingsdalur og hraunið ofanvert, auk svæðisins í kringum Lat. Í hrauninu undir honum er fallega hlaðið sæluhús.

Geldingadalur

Í Geldingadal – Dys Ísólfs innar.

Fagradalsfjallið hefur upp á fjölmargt að bjóða. Þar er mjög fallegt umhverfi inni í og utan með fjallinu. Gígurinn nyrst í því er einstakur, auk þess sem útsýni yfir Merardali, Þráinsskjöld og upp á Selsvelli er hvergi fallegra í góðu veðri.

Í Geldingadal á Ísólfur á Skála að hafa verið dysjaður að eigin ósk “því þar vildi hann hvíla þar sem sauðir hans undur hag sínum svo vel”. Sunnan Borgarfjalls er t.d. Borgarhraunsborgin, gamalt mannvirki frá Viðeyjarklaustri, auk hleðsla utan í hraunköntum. Þar er og fallega hlaðinn Borgarhraunsréttin utan í hraunkanti. Uppi við Nautshóla, í Fagradal, er Dalssel, eitt seljanna frá Grindavík, a.m.k. um tíma. Jarðfræðiskoðun er hvergi betri en í Eldvörpum, í Arnarsetri, á Núpshlíðarenda, í gígum Ögmundarhrauns og sunnan við Stóra-Skógfell. Í Fagradalsfjalli eru leifar þriggja flugslysa frá stríðsárunum.

Vigdísavellir

Fjárskjól við Vigdísavelli.

Framangreint er einungis brot af því sem Grindvíkingar hafa að bjóða ferðafólki. Þar er fleira en BARA Bláa lónið, þótt margir standi í þeirri trú. Saltfisetur grindjána er t.d. eitt af því merkilegra, sem gert hefur verið í ferðamennsku á liðnum árum.

Grindavík

Grindavík 2023.

Grindavík hefur upp á allt að bjóða, sem áhugasamt útivistarfólk hefur áhuga á. Það er í næsta nágrenni við mesta fjölbýlissvæði landsins.
Grindvíkingar eru glaðvært og frásagnasafaríkt fólk, sem gaman er að sækja heim.

-ÓSÁ tók saman.

Þorbjörn

Þorbjörn (Þorbjarnarfell).

Gvendarborg

Gengið var um Hvassahraunsland, að Hjallhólum, Hjallahólsskúti var skoðaður, og síðan haldið suður yfir Reykjanesbrautina, yfir á Strokkamela, skoðuð hraundrýli, sem þar eru, og litið niður í brugghelli.

Hvassahraun

Hvassahraun – brugghellir.

Þaðan var haldið yfir Gráhelluhraunið, gengið vestur um það að Gráhelluhelli og síðan upp Þráinsskjaldarhraun að Gvendarborg. Síðan var gengið spölkorn til baka yfir á Rauðhólsstíg og síðan norður hann áleiðis að Reykjanesbraut. Skömmu áður en komið var að brautinni við Kúagerði var beygt til vesturs og haldið að Vatnsstæðinu og staðnæmst við Vatnaborg.
Hjallhólar heita hólar innan við Vatnsgjárnar og liggur Reykjanesbrautin um þá. Í Hjallhólum er Hjallhólaskúti og var hann notaður sem fjárskjól, en skútinn er milli veganna og sést op hans frá Reykjanesbrautinni. Ekki er vitað með vissu af hverju Hjallhólanafnið er tilkomið, en ein heimild telur líklegt að í skútanum hafi verið geymdur fiskur eða annað matarkyns því þar sáust til skamms tíma naglar eða krókar upp undir hellisopinu.

Hjallhólaskúti

Hjallhólaskúti.

Sunnan við Reykjanesbrautina heitir hraunsléttan Strokkamelur eða Strokksmelur. Hraundrýli, sem á honum er, draga líklega nafn sitt af lögun gíganna, sem líta út eins og smjörstrokkar. Nýrri heimildir kalla gígana Hvassahraunsgíga eða Hvassahraunskatla og er katlanafnið notað í Náttúruminjaskrá. Þeir eru ekki ólíkir gervigígunum (Tröllabörnum) undir Lögbrergsbrekku eða í Hnúkum, nema hvað þeir eru minni í sniðum.

Fast við Strokkamelin að suðvestan er djúpur hellir eða jarðfall og var til skamms tíma girðing umhverfis opið svo kindur hröpuðu ekki það niður. Í hellinum eru grjóthleðslur, en niður í hann er aðeins hægt að komast með því að síga eða nota stiga. Sagt er að hellirinn hafi verið notaður til landasuðu á bannárunum. Frásagnir eru til um ákafa leit yfirvaldsins (Björns Blöndal) að hellinum, en hann reyndist torfundinn. Ofan og sunnan Strokkamels eru Rjúpnadalir. Flatahraun er á milli þess og Afstapahrauns.

Hvassahraun

Hraunketill á Strokkamelum.

Gengið var í gegnum Afstapahraun til vesturs. Var þá komið niður í svonefnda Tóu eitt. Gengið var upp úr henni um Tóustíg, yfir hlaðinn garð í vesturkanti tóunnar og yfir að tungu í vesturkanti hraunsins er nefnist Gráhella. Hún var notuð sem mið af sjó. Í Gráhellukantinum að neðanverðu er lítill skúti, sem heitir Gráhelluhellir.

Gvendarborg

Gvendarborg.

Á nokkuð háu klapparholti upp og suðaustur af Djúpadal, en suður af Hraunsnefi, er hálfhrunin fjárborg, Gvendarborg. Borgina hlóð Guðmundur Hannesson er seinast bjó á Ísólfsskála, en hann var fæddur árið 1830 og bjó m.a. í Breiðagerði á Ströndinni. Guðmundur er sagður hafa skotið síðasta hreindýrið á Reykjanesskaganum um aldamótin 1900.
Haldið var spölkorn til baka, sem fyrr sagði, og Rauðhólsstígnum fyglt áleiðis að Kúagerði. Skammt áður en komið var þangað niður eftir var beygt til vesturs, áleiðis að Vatnaborginni.

Vatnaborg

Vatnsbergsstekkur/Vatnaborg. Uppdráttur ÓSÁ.

Rétt suðvestur af Kúagerði, sunnan Reykjanesbrautar, er vatnsstæði í grasbala. Sunnan við vatnsstæðið er lágur hóll með miklu grjóti og veggjabrotum og þar hefur verið stór fjárborg fyrrum, Vatnaborg.

Vatnaborg

Vatnaborg.

Borgin er hringlaga, 10-12 m í þvermál, og innan í grjóthringnum eru hleðslur. Líklega hefur verið stekkur þarna eftir að borgin sjálf lagðist af, enda geta heimildir um Vatnsbergsrétt og Vatnsbergsstekk og einnig Vatnsberg og Vatnaberg. Líklega er örnefnið Vatnaborg það eina rétta yfir hólinn og nafnið jafnframt tengt vatnsstæðinu, sem þarna er.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Hvassahraun

Hvassahraun.

Sveifluháls

Tilgangur Ferðahóps rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) var að stuðla að, undirbúa og skipuleggja sjálfbærar hollferðir starfsmanna á fæti um helgar um sumar (þ.e.a.s. þeirra sem ekki voru á helgarvöktum) – hlutaðeigendum að kostnaðarlausu.

Ferlir

Jóhann Davíðsson var við öllu búinn í fyrstu FERLIRsferðinni.

Þátttakendur gátu einnig verið aðstandendur í boði starfsfólks (konur og börn) og í vissum tilvikum skjólstæðingar, auk útvalinna lögfræðinga. (Þeir, sem eingöngu voru að sækjast eftir félagsskap hinna síðastnefndu voru hvattir til að nota tímann í eitthvað annað. Ekki var ætlunin að ræða um vinnuna). Þátttökufjöldinn takmarkaðist einungis við þungatakmarkanir Vegagerðarinnar á hverjum stað. Einu kröfurnar, sem gerðar voru til þátttakenda, voru að þeir gætu hreyft sig, haft áhuga á hreyfingu eða haft gaman að því að sjá aðra hreyfa sig. Þeir þurftu þó að koma sér sjálfir á upphafsreit. Ferðahraðinn réðst af yfirferð þess síðasta í hópnum. Áhersla var lögð á að halda hópinn, en ekki var sérstaklega fundið að viðsnúningi í undartekningartilvikum. Gott skap var nauðsynlegt sem og vilji til að reyna svolítið á sig. Gengið var annað hvort á laugardegi eða sunnudegi yfir sumarið – svo starfsmenn gætu slappað vel af fyrir og eftir göngur í vinnunni.

Ferlir

Vel úbúinn FERLIRsfélagi á leið í Brennisteinsfjöll.

Fyrsta gönguferðin var farin laugardaginn 29. apríl. (Fólk hafði þá sunnudaginn þann 30. til að jafna sig). Mæting var fyrir kl. 13:55 innan við gatnamótin (beygt til vinstri) að sumarbústöðunum (Litla-Hraun) við Sléttuhlíð af Kaldárselsvegi fyrir ofan Hafnarfjörð (og beygt til hægri hjá bleiku blöðrunni). Ekið var inn á nefndan Kaldárselsveg við kirkjugarðinn sunnan við Keflavíkurveg á móts við gatnamót Öldugötu, af Flóttamannavegi, áleiðis að Sléttuhlíð.

Búnaður þurfti einungis að vera góðir skór, létt og fitusnautt nesti, bitjárn og vasaljós, auk hlífðarfatnaðar (sem var sjaldgæfur í Hafnarfirði í þá daga). Gengið var sumarbústaðaveginn ofan Sléttuhlíðar, yfir á Kaldárselsveg, að Kaldá (tærasta vatnsbóli á Íslandi), yfir ána að rótum Helgafells (ca. 250 m hátt). Þaðan var fetað beint af augum upp norðurhlíðina.

Ferlir

FERLIRsfélagar hafa mætt mörgu áhugaverðu á ferðum sínum um Reykjanesskagann.

Andinn var dreginn í dalverpi eftir fyrstu 92 metrana og síðan haldið áfram suðuryfir og upp vesturhlíðina uns toppnum var náð. Þar gafst kostur á að njóta útsýnisins yfir svo til allt Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og krota upphafsstafi sína í nærtækt móbergið með bitjárni. Eftir það var haldið niður aflíðandi austurhlíðina og yfir að Valabóli. Þar var áð við Músarhelli með útsýni yfir að Búrfelli og Mygludali. Þar var nestið dregið fram.

Ferlir

FERLIRsfélagar fóru um öll þau svæði er þá lysti – þrátt fyrir boð og bönn.

Frá Valabóli var gengið eftir gömlum vegarslóða í norður að hraunsprungu þar sem falinn er undir hrauninu u.þ.b. 100 metra langur hellir. Þeir, sem ekki höfðu þá þegar týnt vasaljósunum, gátu skoða sig þar lítillega um.

Urriðakotsdalur

Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur).

Þá var gengið eftir gömlu Selvogsgötunni, framhjá Smyrlabúðum að Kershelli. Þeir sem enn höfðu eitthvert þrek gátu skoðað Lambshelli í u.þ.b. 300 metra fjarlægð. Eftir stutta dvöl við hellana var gengið að bílunum, sem þá voru í innan við 570 metra fjarlægð. Þangað var komið fyrr en seinna (enda nánast enginn mótvindur).

Þar sem þátttakan var bæði sæmileg og ágæt, var ákveðið að fara í fleiri slíkar sjálfbærar gönguferðir af og til um helgar um sumarið. Stefnt var m.a. að því að ganga á Þorbjörn (ca. 220 metra hátt) fyrir ofan Grindavík, horfa yfir þorpið og feta síðan niður Þjófagjá og yfir að Eldvörpum þar sem fyrir eru mannhlaðinn hraunbyrgi frá tímum Tyrkjaránins. Leiðsögumaður í þeirri för verðurSigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og formaður ferðanefndar rannsóknardeildar lögreglunnar í Grindavík (FERÐLEGIR).

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Ætlunin var og að ganga á Akrafjall fyrir utan Akranes undir leiðsögn. Þegar fólk væri komið í sæmilega þjálfun yrði e.t.v. gengið af Bláfjallavegi upp Grindarskörð (gömlu Selvogsgötuna) og litið á Tvíbolla eða Stóra-Bolla, gengið áfram með Draugahlíðum að brennisteinsnámunum, upp að Kistufelli og horft yfir Gullbringuna og Reykjanesið – sjáva á millum. (Hugsanlega yrði þá lögð lykkja á leiðina yfir á Kristjánsdalahorn til að kíkja niður í u.þ.b. 200 metra djúpan helli, sem þar er.)

Ferlir

Ferlir á Vatnsleysuströnd.

Tillaga kom fram að ganga frá Höskuldarvöllum á Keili. Þá var einnig stefnt að fjörugönguferð, t.d. um Straumsvík, Óttastaði og Lónakot sem og stungið var upp á göngu um Laugaveg að Lækjartorgi og áfram um og yfir gamla Grímstaðaholtið, þ.e.a.s. ef leiðsögumaður fengist til göngunnar.
Fleiri hugmyndir og tillögur komu fram um skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu, bæði um Hengilsvæðið, í Krýsuvík og á Reykjanesskaganum. Starfsfólk var hvatt til að skila inn tillögum. Farið yrði með þær sem trúnaðarmál þangað til þær yrðu auglýstar áhugasömum.

Framhaldið yrði undir þátttakendum komið. Tillit yrði ekki tekið til vilja einhverra varðandi fyrirkomulag gönguferðanna, en þeir myndu þó geta haft einhver áhrif á undirbúninginn, framkvæmdina og stemmninguna á hverjum tíma.

Helgafell

Á Helgafelli.

Ekki var um skyldumætingu að ræða og ekki var greidd aukavinna fyrir þátttökuna. Ekki einu sinni ferða- eða matarpeningar. Þátttakendur báru bæði ábyrgð á sjálfum sér og sínum birgðum. Eina ábyrgðin var tekin á góðu gönguveðri, a.m.k. í nágrenni Hafnarfjarðar. Þeir, sem missa máttu aukakílóin og höfðu gaman af að ferðast um torfærar slóðir, voru hvattir til að sýna gildandi jeppaeigendum hvernig fara mætti að því.

Í stuttu máli sagt – fyrsta FERLIRsgangan gekk að mestu eftir skv. framangreindri lýsingu. Hún tók 4 klst og 21 mínútu. Sól og blíða.

Sjá fleirri myndir frá fyrstur FERLIRsferðum.

-ÓSÁ skráði.

Ferlir

FERLIR á ferð um Selvog.

Ferlir

Gengið um Sveifluháls.

FERLIR

Frá upphafi hafa þeir þátttakendur FERLIRs, sem lokið hafa a.m.k. fimm ferðum áfallalítið eða sýnt af sér sérstaka hæfni, áræðni eða fundvísi geta hugsanlega fengið FERLIRshúfu því til staðfestingar.
FerlirHúfan hefur merkingu og á sér uppruna. Hún hefur þann eiginleika að aðlagast höfði viðkomandi. Í henni eru varnir og bjargir er bæði verja eigandann fyrir aðsteðjandi hættum og geta bjargað honum úr vanda, sem hann er þegar kominn í. Auk þess fylgja henni ótímasettar eldgosa- og jarðskjálftavarnir, en áhrifaríkust eru þeir eiginleikar hennar að geta gefið eigandanum kost á að sjá í myrkri – ef rétt er snúið.
Á fimmta tug manna og kvenna hafa þegar öðlast þessa viðurkenningu FERLIRs. Handhafarnir bera nú húfur sínar með stolti, enda eru þær til marks um einstaka hæfileika þeirra.

FERLIR

Laufhöfðavarða.

Til gamans má geta þess að tvær húfur, sem týndust, komu í leitirnar skömmu síðar. Aðra hafði eigandinn lagt frá sér í Brennisteinsfjöllum. Þremur dögum síðar var bankað upp á hjá honum og honum afhent húfan. Hina fann eigandinn á snaga í rakarastofu í borginni og uppgötvaði þá að húfunni hafði hann týnt á Bláfjallasvæðinu rúmri viku fyrr. Þriðja húfan týndist svo norðvestan við Einbúa, sunnan við Kastið, fyrir stuttu. Hennar er vænst í hús innan tíðar.
Lygilegasta sanna sagan er þó sú er segir af FERLIRsfélaganum, sem varð það á að stíga óvart með annan fótinn fram af snjóhengju á bjargbrún. Honum til happs náði hann að grípa í húfuderið og að hanga á því nógu lengi til að geta stigið skrefið til baka á fast. Síðan hefur hann jafnvel og sofið með húfuna – svona til öryggis…

Ferlir

Ólafur, bæjarstjóri Grindavíkur, í ferð með FERLIR á Háleyjum.

 

Garðaholt

Minjar stríðs geta verið margskonar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál.

Andrews

Slysstaðurinn í Kastinu. Þaðan hefur nú, á áttatíu ára tímabili, verið hirt nánast allt er gefur slysstaðnum gildi.

Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því allsstaðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðs er hins vegar hægt að staðsetja. Bretar hernámu landið 10. maí árið 1940 og sendu hingað fjölmennt setulið síðsumars 1941, eða um 28.000 manns. Bandaríkjamenn hófu að leysa þá af hólmi í júlí 1941 og var hér tæplega 40.000 manna varnarlið frá þeim þegar mest lét. Þar að auki voru liðsmenn bandaríska og breska flotans og flughersins, alls nærri 50.000 sumarið 1943. Til samanburðar má nefna að við manntal árið 1940 voru íbúar Reykjavíkur einungis um 38.000. Þó svo að Bandaríkjaher leysti þann breska af hólmi árið 1941 voru hér breskir hermenn út allt stríðið og allt til ársins 1947.

Kastið

Brak í Kastinu.

Herinn kom fljótlega upp varnarstöðvum víða um land. Bretar töldu Reykjavík vera langmikilvægasta staðinn sökum góðrar hafnar- og flugvallarskilyrða og því var fjölmennt lið ávallt þar. Þegar Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi þá fylgdu þeim breyttar áherslur við varnarviðbúnað. Stafaði það meðal annars af aukinni baráttu gagnvart kafbátaógn Þjóðverja auk þess sem hættan á innrás þeirra var talin hverfandi. Bandaríkjamenn lögðu enn meiri áherslu á varnir Reykjavíkursvæðisins en Bretar og höfðu allt að 80% liðsaflans á suðvestur horninu. Uppbygging flugvallarins í Keflavík hafði þó eitthvað þar að segja. Í heild námu hernumin svæði hérlendis ríflega 19.000 hekturum og þar af voru byggingar hersins á nærri 5.000 hekturum. Allur aðbúnaður hersveita Bandaríkjamanna var þó allt annar og betri en Breta auk þess sem þeir fluttu hingað með sér mikið magn stórvirkra vinnuvéla. Báðir reistu umfangsmiklar herbúðir víða um land.

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Alls risu um 6000 breskir braggar, hundruð annarra bygginga eins og eldhús og baðhús. Síðar bættust við um 1500 bandarískir braggar. Bretar byggðu aðallega svokallaða Nissen-bragga en Bandaríkjamenn Quonset-bragga. Má segja að megin munur þessara tegunda hafi verið vandaðri smíð þeirra síðarnefndu.
Við árslok 1944 bjuggu rúmlega 900 manns í bröggum í Reykjavík. Búsetan náði hámarki á sjötta áratugnum en þá bjuggu 2300 manns í nærri 550 íbúðum. Á 7. áratugnum var skálunum hins vegar að mestu útrýmt. Á landsbyggðinni voru flestir braggarnir rifnir og seldir bændum og risu þeir víða sem geymslur og fjárhús sem má ennþá sjá í fullri notkun. Enn er jafnvel búið í íbúðarhúsum sem reist voru úr braggaefni.

Braggi

Braggi.

Greiðslur Sölunefndarinnar voru meðal annars ætlaðar til að gera landeigendum kleift að útmá ummerki um veru herliðsins. En mörgum landeigendanna, sem þágu skaðbætur fyrir landspjöll, láðist að hreinsa til eftir veru setuliðsins. því má segja að viðkomandi aðilar hafi með þessu bjargað mörgum ómetanlegum menningarverðmætum frá glötun og vonandi að þau verði varðveitt sem flest um ókomin ár.
Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkust en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Pattersonflugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma mjög merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar.

Braggar

Braggar við Keflavíkurflugvöll.

Nokkrir braggar eru við rætur Öskuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Patterson

Patterson 1942.

Patterson og Meeks flugvellirnir sem lagðir voru í Keflavík árin 1942 og 1943 mynduðu Keflavíkurflugstöðina sem var meðal þeirra stærstu í heimi enda var vallargerðin dýrasta herframkvæmd hérlendis. Þar er meðal annars stóra flugskýlið af Kaldaðarnesflugvelli sem var rifið í ágúst 1943 og sett upp við vestanverðan Keflavíkurflugvöll. Það hýsir nú tækjabúnað til snjó og hálkuvarna. Minna flugskýlið var rifið sumarið 1944 og sett upp við Reykjavíkurflugvöll.

Garðaholt

Garðaholt – stríðsminjar.

Af öðrum stríðsminjum má nefna að minjar um ratsjárstöðvar og kampa eru meðal annars uppi á Þorbjarnarfelli við Grindavík og leifar skotbyrgja og skotstöðva má einnig sjá við Vífilsstaði, Hraunsholt, á Garðaholti, Nónhæð og á Seltjarnarnesi.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Hlaðin byrgi og skotgrafir má m.a. sjá á Ásfjalli, Urriðaholti, Rjúpnahæð og víðar. Miklar framkvæmdir kalla á töluverða malartöku til uppfyllingar og vegagerðar. Við Reykjavík var helst sótt í námur úr Rauðhólunum og Öskjuhlíð. Af einstökum verkefnum vó uppfyllingin undir Reykjavíkurflugvöll þar þyngst. Segja má að Rauðhólarnir hafi ekki borið sitt barr síðan.
Af ummerkjum beinna hernaðarátaka má nefna þegar þýska vélin JU-88 var skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.

Rauðhólar

Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar.

Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu. Til dæmis keyptu Stálhúsgögn hf. 32 Thunderbolt P-47 orrustuvélar 33. flugsveitarinnar fyrir 10.000 krónur við stríðslok og bræddu þær niður í stóla og borð. Flugvélaflök er nú helst að finna í Fagradalsfjalli og við Grindavík. Töluvert er líka um flugvélaflök í sjónum. Flugvélar stríðsaðila sem fóru í sjóinn hafa sumar hverjar verið að koma upp með botnvörpum togaranna. Þær eru flestar á óaðgengilegum stöðum og koma upp í bútum.
Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars við Kleifarvatn og við Snorrastaðatjarnir.

Garðaholt

Skotbyrgi á Garðaholti.

Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæðin á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim. Núna eru þau svo að koma í veiðarfæri fiskiskipa sem hófu að sækja á nýrri mið með tilkomu fullkomnari botnvarpa. Fyrir 10 árum var þetta mánaðarlegur viðburður en hefur dregist töluvert saman nú orðið. Töluvert af óvirkum djúpsprengjum hefur líka komið í veiðarfæri í Faxaflóa suður af Malarrifi. Sennilegt er að þeim hafi verið varpað frá borði herskipa eða flutningabáta sem ráðnir voru til að sökkva þeim.

Heimild:
-http://www.visindavefur.hi.is

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.