Hjólreiðar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 fjallar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um „Hjólmannafélag Reykjavíkur„.

Reiðhjól„Um 1890 voru að sögn Knuds Zimsens borgarstjóra aðeins tvö reiðhjól í Reykjavík. Annað átti Guðbrandur Finnbogason, faktor Fishcersverslunar (Aðalstræti 2), en hitt Guðmundur Sveinbjörnsson, síðar skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Hafa þau líklega verið einu reiðhjólin á landinu og voru merki um vaknandi borgarmenningu í höfuðstaðnum. Enda var það eins og við manninn mælt. Eftir því sem bærinn stækkaði eignuðust fleiri slík tæki og árið 1897 var stofnað Hjólmannafélag Reykjavíkur.
Ýmsar gerðir reiðhjóla voru prófaðar í heiminum á 19. öld, en það var ekki fyrr en keðjan, kúlulegan og loftdekkið voru fundin upp um 1880 að hjólið varð hagnýtt farartæki. Síðan liðu nokkur ár. Verð á þessum undratækjum fór lækkandi. Þegar kom undir aldamót sló reiðhjólið verulega í gegn í Bretlandi („the bicycle boom“) og víðar um lönd. Hjólið kom til móts við auknar þarfir borgarbúa um hreyfingu og frískt loft. Voru það ekki síður konur en karlar sem tileinkuðu sér reiðhjólið og var það m.a. merki um aukið kvenfrelsi. Fætur kvenna fóru nú að sjást undan dragsíðum pilsunum, er þær sátu á þessum nýju farkostum, og þær djörfustu .fóru meira að segja að klæðast pokabuxum. Það má segja að Reykvíkingar hafi verið furðu fljótir að tileinka sér hjólreiðar og þar komu konur líka við sögu.
Hjólmannafélag
Knud Zimsen segir frá fyrstu reiðhjólunum í bókinni „Við fjörð og vík“ á eftirfarandi hátt: „… var ein dægrastytting sem ég undi mér löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli. Hjól það sem ég hafði til afnota átti Guðbrandur Finnbogason. Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.“ Þarna voru sem sagt keðjan, kúlulegan og loftdekkið ekki komin til sögu. Þá segir Knud að síðasta ár sitt í Latínuskólanum (1892-1893) hafi bæst við tvö önnur hjól { Reykjavík. Éignaðist Teitur Ingimundarson, úrsmiður í Suðurgötu 13, annað og var það hálfgerður garmur. Hitt fékk Elías Olsen, bókhaldari hjá Fischersverslun. Var framhjólið á því mjög stórt, en það aftara sáralítið. Segir Knud að hjól Olsens hefði tekið hinum mjög fram, enda hefði fólk safnast saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll. Þessi hjól voru ávallt nefnd „velociped“.
Reiðhjól
Árið 1894 birtust fyrstu reiðhjólaauglýsingarnar í íslenskum blöðum. H.J. Jörgensen á Hótel Íslandi auglýsir í febrúar þetta ár að hann vilji selja hjólhest sinn sem hann hafði keypt á 150 krónur með 50 króna afslætti. Sumarið 1894 birtist svo auglýsing frá Hans Andersen, skraddara og kaupmanni í Aðalstræti 16, þar sem hann býður reiðhjól til sölu frá Sylvester Hvids Cyklefabrik í Kaupmannahöfn. Er tekið fram í auglýsingunni, sem er á dönsku, að hver og einn geti lært á reiðhjól á þremur tímum og þeir sem vilji panta sér reiðhjól með næstu ferð Laura skuli hið snarasta snúa sér til Andersens.
Sumarið 1896 birti Ísafold þá frétt að franskur sjóliðsforingi, Maxime Delahet, hefði nýlega hjólað á hjólhesti, tvíhjólung, frá Reykjavík og austur að.Þingvöllum og hefði sú ferð gengið mjög greiðlega. Þarna er komin fram á Íslandi hin nýja gerð reiðhjóls sem enn er í grundvallaratriðum sú sama. Þannig var sagt frá för Frakkans: „Hann lagði af stað frá Reykjavík … kl. hálf tvö eftir hádegi og var kominn kl. hálf sjö þangað sem nýja veginn þrýtur, mjög austarlega á heiðinni. Þaðan varð hann að halda áfram fótgangandi, það sem eftir var, og bera reiðskjótann. … Það er leitt segir hann að vegurinn er ekki til gerður alla leið að Þingvöllum; þegar hann er fullgerður er lafhægt að fara á hjólhesti milli Reykjavíkur og Þingvalla á 5 klukkutímum. … HjólreiðarÞess má geta að sú slysni hafði viljað til þessum vaska manni daginn áður að hann villtist í meira lagi: ætlaði þá austur að Þingvöllum, en lenti austur í Ölfusi… En ótrúlega var hann fljótur í þeirri ferð; fór héðan kl. 2 og var kominn aftur kl. 11. Áður í sumar gerði annar frakkneskur liðsforingi tilraun að komast á hjólhesti austur að Þingvöllum, en reiðskjótinn bilaði sunnarlega á heiðinni, kom gat á hjólhringinn, lofthringinn, en ekki hægt að fá gert við það hér.“
Þá bætti Ísafold við: „Hjólreiðar eru, eins og menn vita“; mjög tíðkaðar í öðrum löndum og er alllíklegt að fleiri verði til að reyna sig á Þingvallaskeiðhlaupi þegar þeir frétta þetta ferðalag Delahets og vita að vegurinn þangað er fullgerður. Þeir spara sér íslenskan reiðhest eða reiðHjólreiðar.

ReiðhjólÞeir, sem vilja læra að fara á hjólum, snúi sjer til formanns »Hjólmannafjelags Reykjavíkur« konsúl G-Finnbogason. Hann vísar mönnum á kennslu og veitir áheyrn, þeim sem vilja ganga í hjólmannafjelagið. Cyclar (hjólhestar), nýir og brákaðir, nýkomnir til W. Fischer’s verzlunar.
Auglýsing úr Ísafold vorið 1897; „Hestar sem hleypa mjög fram ferðakostnaðinum og vinna sér ef til vill til frægðar í hóp vaskra hjólreiðamanna víðs vegar um lönd.“
Í desember 1896 tilkynnti Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, með auglýsingu að hann hefði fengið einkaumboð fyrir eina stærstu reiðhjólaverksmiðju á Englandi. Hann sagði í auglýsingunni að þeir sem vanir væru hjólreiðum gætu þreytulaust riðið danska mílu á 20 til 30 mínútum ef hjólin væru létt og liðug og vegurinn sléttur. Og ennfremur: „Hjólreiðin er ofur-auðlærð. Æfi menn sig eina stund á dág hafa þeir full not af hjólunum eftir vikutíma.“
Mánudaginn 24. maí 1897 komu fimm menn saman á Hótel íslandi samkvæmt fundarboði í ísafold. Stofnuðu þeir Hjólmannafélag Reykjavíkur og samþykktu lög fyrir það.
Í annarri grein laganna stóð að félagið væri stofnað til að auka og efla hjólreiðar með því að gefa mönnum hvort tveggja kost á að nema þessa list og með því að styrkja menn til að eignast reiðhjól með hægu móti. Stjórn félagsins skipuðu Guðbrandur Finnbogason konsúll, formaður, Pálmi Pálsson adjunkt, skrifari, og H. Andersen skraddari, féhirðir. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Björnsson héraðslæknir og Sigfús Eymundsson bóksali. Þess skal getið að Guðmundur notaði hjólið sem atvinnutæki, m.a. er hann fór í læknisvitjanir til Hafnarfjarðar.
Reiðhjól

Reiðhjóladeild Fálkans 1948.

Að ári liðnu var aðalfundur félagsins haldinn. Formaður þess skýrði þá frá því að kennari hefði verið útvegaður á síðastliðnu ári og mönnum gefinn kostur á að læra hjólreiðar gegn vægri þóknun. Þá tók hann fram að reiðhjól hefðu verið á boðstólum, bæði við námið og til kaups, ný og gömul. Nokkrir hefðu numið hjólreiðar árið sem leið, að nokkru teyti fyrir tilstuðlan félagsins. ReiðhjólÁkveðið var að félagið héldi áfram sams konar starfsemi næstu ár og talið æskilegt að félagsmenn gætu farið í kappreið á væntanlegri þjóðminningarhátíð næsta sumar. Þá segir í fundargerð félagsins að einn maður hefði beiðst inngöngu í félagið og væri það Gísli Finnsson járnsmiður, sem fyrir tilstilli þess hefði kynnt sér aðgerðir á reiðhjólum meðan hann var erlendis um veturinn.
Guðmundur Björnsson landlæknir sagði um þetta félag að það hefði starfað í nokkur ár en síðan hefði verið samþykkt að leggja það niður og éta upp félagssjóðinn á Hótel Íslandi.
Þegar kom fram um aldamót voru reiðhjól orðin nokkuð algeng í Reykjavík. Ísafold greindi svo frá sumarið 1904: „Þau eru orðin furðualgeng hér í bæ. Það fullyrða sumir að þau skipti hundruðum. Ungir og gamlir, karlar og konur, fara hér á hjólum nú orðið, alveg eins og í stórborgum erlendis. Færra kvenfólk’þó að tiltölu en þar gerist að svo komnu. Og færri rosknir menn sjálfsagt líka. Mest eru það unglingspiltar. Einnig nokkrir smásveinar. Það eru bæði lærðir menn og leikir, stúdentar og kandidatar, þar með einnig stöku embættismenn og búðarmenn, iðnaðarmenn o.fl. Hálf tylft kvenna er mælt að eigi sér reiðhjól hér í bæ og að dálítið fleiri kunni þær á þau. Það eru allt ungar stúlkur, heldri stúlkur sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.“
Á fyrsta áratugi 20. aldar sjást æ oftar auglýsingar um reiðhjól í íslenskum blöðum og vorið 1905 krafðist blaðið Ingólfur að settar yrðu reglur um hjólreiðar á götum bæjarins. Þá var öngþveitið orðið slíkt af hestvögnum, reiðhjólum og gangandi fólki. Reiðhjólið var orðið fastur liður í bæjarmynd Reykjavíkur.“ – Guðjón Friðriksson, höfundur er sagnfræðingur.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Hjólamannafélag Reykjavíkur, 1. tbl. 09.01.1993, bls. 2.
Hjólreiðar

Keflavík

Í umfjöllun um „Duus-verslunina í Keflavík“ hafa vaknað ýmsar spurningar, ekki síst í tengslum við tilteknar „eftirlifandi“ minjar á svæðinu.

Duus-hús
„Peter Duus kaupir verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi. Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fljótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík.

Duus

Duus – bryggjuhús.

Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, K-nudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.

Duus-hús

Duus-hús fyrrum.

Peter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Deilur hlutust af við Leirubændur og dómsmál vegna landamerkja, en kartöflugarður hjónanna utan í Hólmsbjargi reyndist vera innan Leirulands.
Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik.
Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo um Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“

Duus-verslun

Peter Duus.

Hans Pétur Duus tók við Duusverzlun eftir föður sinn Pétur Duus. Hafði faðir hans selt honum verzlunina í hendur 1864 og var verzlunin þá metin á 15000 ríkisdali. Hann rak verslunina í 4 ár.

Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.

Hans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára.
Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“. Hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt valmenni sem öllum var hlýtt til sem hann þekktu.“

Duus-verslun

Hans Pétur Duus.

Árið 1896 keypti H. P. Duus verzlun verzlunarfasteign N. H. Knudtzons í Keflavík ásamt íbúðarhúsi fyrir 8 þús. krónur, einnig saltgeymsluhús í Kotvogi í Höfnum og annað á Járngerðarstöðum í Grindavík fyrir 2 þús. krónur.
Hús Knudtzonsverzlunar voru: Íbúðar- og verzlunarhús, er snéri gafli að götu, var sölubúð í norðurenda, en íbúð í suðurenda. Það hús er nú Ungmennafélagshúsið við Hafnargötu, en í þá daga æfinlega nefnt Norðfjörðshús, eftir síðasta verzlunarstjóra Knudtzonsverzlunar. Skammt frá austurhlið hússins voru 3 vörugeymsluhús, neðsta hýsið snéri gafli að götu, hin þar upp af og mynduðu þau til samans vegg upp með íbúðarhúsinu og byrgðu mjög fyrir birtu og sól. Fjórða húsið var austast og byggt við götuna, það snéri hlið að götu. Mun það ennþá standa. Þá voru stakkstæði nokkur fyrir austan húsin. Eftir að Duusverzlun varð eigandi að eigninni, lét Ólafur Ölavsen stækka þau og umbæta.

Duus

Duus 1882 – eitt glæislegasta hús á Suðurnesjum.

Árið 1900 keypti Duusverzlun eignir og hús Fichersverzlunar í Keflavík. Var sú verzlun í miðri Keflavík. Stendur aðalhúsið ennþá og er nú eign h.f. Keflavík. Mið bryggjan og nokkur gömul vörugeymsluhús fylgdu eign þessari, voru þau flest rifin, enda voru þau næsta hrörleg, en „pakk“-húsið, sem stóð fyrir enda bryggjunnar var látið standa og för þá þegar fram mikil viðgerð á því.
Næsta haust var hafist handa um byggingu sjóvarnargarða. Hafði sjór gengið mjög á landið, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi.
Var Símon Eiríksson steinsmiður fenginn til verksins og var byrjað við norðanverða miðbryggju. Á næstu árum voru byggðir varnargarðar með sjó fram alla leið út í gróf. Þá var byrjað á að byggja miðbryggjuna úr steini (var áður timburbryggja). Var unnið að þeirri smíð árum saman. Um líkt leyti var byrjað á byggingu steingarðsins mikla, er umlukti á tvo vegu hina stóru lóð fyrir ofan Duusverzlun, er þá var flutt í Fichersbúðina.“

Duus

Duus-listasafn.

Í Duushúsum, þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum, er nú rekið fjölbreytt menningarstarf. Saga þeirra nær aftur á 19. öld en elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist árið 1877 af Duus-verslun. Byggingarsaga húsalengjunnar er því vel yfir aldarlöng. Byggt var við húsin eftir þörfum hverju sinni. Um miðja 20. öld hætti verslunin rekstri og voru húsin þá notuð í tengslum við útgerð. Undir lok síðustu aldar keypti bærinn húsin fyrir safna- og menningarstarf. Nú hefur öll lengjan verið endurbyggð en því verki lauk árið 2014.
Í Duus-húsum eru níu sýningarsalir af misjafnri stærð. Þar af eru tveir salir helgaðir sérstaklega Lista- og Byggðasafni Reykjanesbæjar. Byggðasafnið er með grunnsýningu sína um sögu svæðisins á Miðlofti Bryggjuhúss. Þar svífur sagan frá tímum dönsku verslunarinnar yfir vötnum.

HPD-steinninn

HPD-steinninn úr fyrrum Duus-húsum.

Framangreint er skrifað vegna þess að þegar Duus-húsin voru endurbyggð um og eftir síðustu aldarmót fannst í grunni þeirra letursteinn. Letursteinninn er með áletruninni „HPD“, sem væntanlega má rekja til framangreinds Hans Péturs Duus. Líklega hefur hann á sínum tíma verið hornsteinninn í Bryggjuhúsabyggingu Hans Péturs.

Helguvík

Sturlaugur Björnsson við HPP-áletrun á berginu við Helguvík. Þessi áletrun hefur nú verið eyðilögð vegna áhugaleysis minjayfirvalda.

Ekki virtist vera áhugi á að varðveita steininn þann við endurbygginguna svo safnari, sem þekkti gildi hans, tók hann til tímabundinnar varðveislu.
HPD-steinninn er nú varðveittur á góðum stað í nálægð Keflavíkur – í hæfilegri fjarlægð frá Þjóðminjasafninu.
Sérstakt má telja að áletrunin „HPD“ gæti mögulega verið að einhverju leyti verið skyld þeirri og sjá má á „Hallgrímshellunni“ svonefndu, sem fulltrúar Þjóðminjasafnsins fjarlægðu á sínum tíma í óþökk heimamanna úr vörðu við gömlu kaupstaðagötuna milli Básenda og Þórshafnar. Ártalið 1628 á henni hefur hins vegar vakið verulegar vangaveltur, sem ekki hefur enn verið séð fyrir endann á.

Þórshöfn

Þórshöfn – áletranir á klöpp.

Duus virðist koma fyrst við sögu Keflavíkur á ofanverðri 19 öld. Gæti verslunarsaga Duus á svæðinu hafa átt sér enn lengri rætur? Fyrrum voru þarna verslunarstaðir á Básendum og Þórshöfn norðan Ósa. Við báða staðina eru fjölmargar áletranir og letursteinar. Ein þeirra, óútskýrð; „HP“, á klöpp við Þórshöfn gæti mögulega verið fangamark Hans Peturs Duus, en hann verslaði m.a. í Þórshöfn.

Sjá meira

Heimild:
-Faxi 01.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duus kaupmaður, bls. 2.
-Faxi 17.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duusverslun, bls. 3-4.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Duus_Safnah%C3%BAs
-https://sofn.reykjanesbaer.is/duushus/um-safnid/um-safnid

HP

HP á klöpp ofan Þórshafnar. Stafagerðin líkist fyrrum einkennismerki Duus.

Álfar

Í Eimreiðinni 1895 fjallar Finnur Jónsson um „Álfatrúna á Íslandi„.

Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar.

Óttarsstaðir

Álfakirkja við Óttarsstaði.

Orðið “þjóð” í þjóðtrú vísar til fólks en ekki hugmynda um þjóðir og þjóðríki. Þjóðtrú Íslendinga er því ekki mjög ólík þjóðtrú annarra “þjóða” heldur saman sett úr hugmyndum sem bárust hingað á landnámsöld, bæði frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, í bland við nýsköpun og aðlögun sem hér hefur átt sér stað. Helst má segja að útilegumannatrúin hafi séríslensk einkenni og margt í álfa- og huldufólkstrúnni ber fremur keim af gelískri þjóðtrú meðal Íra og Skota en því sem þekkist meðal Norðmanna. Þessi menningarblanda er í ágætu samræmi við það sem ritheimildir segja um uppruna landsmanna og fellur vel að þeim erfðarannsóknum sem sýna að hér hefur blandast fólk af ólíku þjóðerni frá öndverðu.

Hin síðari ár hefur nokkuð verið deilt um einlægni fólks í sambandi við þjóðtrú. Árni Björnsson hefur sett fram þá hugmynd að fólk hafi alla tíð fyrst og fremst sagt þjóðtrúarsögur sér til skemmtunar á meðan tiltölulega fáir hafi lagt raunverulegan trúnað á þær. Á móti því hefur Valdimar Hafstein skrifað að margt bendi einmitt til að að þjóðtrúin sé einlæg og hafi beinlínis áhrif á gjörðir fólks.

Álfatrúin á Íslandi
Álfar
„Fornfræði — það er margt, sem felst í þessum tveimur orðum. Þau geta náð yfir forna sögu, fornt mál, fornan kveðskap o. fl., ekki sízt þó allt það, sem heyrir undir fornan átrúnað eða trú, eða það sem vjer nefnum nú heiðni og hjátrú.

Álftanes

Álftanes – Akrasteinn; álfasteinn.

Þau eru forn, afargömul, þessi fræði; en þau eru líka opt ekki eingöngu forn, þ. e. þau hafa lifað sínu lífi um margar aldir og enda stundum allt fram undir eða jafnvel fram á vora daga, og eimir eptir af mörgu enn í dag sumstaðar, þótt blöðin, skólarnir, í stuttu máli »sú meiri upplýsing« — eins og Fjölnir komst forðum að orði — hafi gert sitt til að svæfa og kyrkja þau. Það sem hefur haldizt lengst við á Íslandi af heiðnum átrúnaði, er álfatrúin, og munum vjer hjer skýra frá sögu hennar í mjög stuttu máli; en vísum annars til Ísl. þjóðsagna og ævintýra um allar sjerstakar álfasögur. Það er í rauninni ekki minna vert en að kunna sögurnar sjálfar, að draga út úr þeim mynd af efni þeirra, sem sje ein og heilleg.
ÁlfarTrúin á álfa er afargömul og ekki til orðin á Norðurlöndum; sjálft orðið álf- er álitið að vera sama og orð eitt í sanskrít (rbhú), er merkir »íþróttarmann, völund«; það er dverga-hugmyndin, er þar kemur fram, en hún kemur ekki þessu máli við. En hvað eru álfar þá í raun rjettri?
Mörg rök má færa til þess, að álfar sjeu upphaflega ekkert annað en sálir andaðra manna, og trúin á þá er trúin á líf sálnanna eptir líkamlegan dauða hvers manns. Því var t. d. Óláfr á Geirstöðum kallaður Geirstaðaálfur eptir dauða sinn.

Kaðlakriki

Kaplakriki – álfaborg.

Snorri Sturluson talar um tvær aldir í Heimskringlu formála sínum og nefnir þær brunaöld og haugaöld. Þetta er rjett að því leyti sem brunaöld (líkabrennuöldin) var eldri og gekk á undan hinni, er haugar voru gerðir og lík mann lögð í þá óbrennd. En lengra aftur í tímann var ekki von til, að minni manna næði.

Haugaöldin er mjög gömul. Um leið og haugurinn varð bústaður líksins, varð hann og bústaður sálarinnar, er var ódauðleg. Þess vegna höfðu haugbúarnir (draugarnir) nokkurs konar líf eftir dauðann. Haugarnir vóru opt ættahaugar, og gátu margir verið lagðir í einn haug. Af trúnni á líf sálnanna spratt svo trúin á mátt þeirra til að vernda lifandi menn og styrkja þá til velmegunar og hamingju. Synirnir trúðu þvi eðlilega, að feður þeirra (afar og forfeður) ljeti sjer annt um þá eins eptir líkamlegan dauða sinn sem áður, og þeir fóru að tilbiðja feður sína þ. e. sálirnar, andirnar, og skoða þær sem góða anda og verndarverur; andirnar (haugbúarnir) voru því upprunalega sjerstök ættagoð; en trúin breiddist út og varð almenn og menn fóru almennt að dýrka þessar verur, sem höfðu fengið nafnið álfar.
ÁlfarÍ hinni fornu goðafræði eru álfar stundum nefndir og þá alloptast svo, að þeir eru settir í náið samband við æsi eða goðin sjálf; »æsir og álfar« eru eins og ein heild. Álfheim gáfu æsir Frey að tannfje í árdaga; hafa menn því snemma hugsað sjer sjerstakan heim, er þeir byggðu, enda segir Snorri í sinni bók (Eddu), að »einn sé staðr á himni, er heitir Álfheimr; þar byggja Ljósálfar — þeir eru fegri en sól«; »ljósálfar« eru kallaðir hjer til greiningar frá »dökkálfum« það eru dvergarnir, og þeir eru svartari en bik. Það sem hjer kemur fram, er yngsta stigið í heiðinni trú á álfa. Þeir voru hugsaðir sem ljósar og ljúfar verur (loptandar), sem vildu ekki annað en gott og unnu öllu því, sem var gott og fagurt.

Álfasteinn

Álfasteinn við Laugarás.

Í Alvíssmálum er kafli úr máli þeirra, eða taldir nokkurir hlutir og sagt, hvað álfar nefni þá; öll þessi nöfn eru yndisleg, ljúf og blíð og sýna tilfinningu fyrir fegurð náttúrunnar; jörðin heitir »gróandi«, himininn »fagraræfr«, sólin »fagrahvel«, skógurinn »fagrlimi«, lognið »dagsevi«, nóttin »svefngaman«, vindurinn »dynfari« o. s. frv. Þeir eru auðvitað fagrir ásýndum, og þegar menn hugsuðu sjer þá klædda, vóru þeir í fegurstu og dýrustu guðvefjarklæðum, bláklæddir, en einkum þó rauðklæddir; því sagði Skarphjeðinn: »sjáið þjer rauðálfinn, sveinar«. Þeir eru auðugir af gulli og gersemum, eins og Freyr og Njörður, og gátu því gefið mönnum fullsælu fjár. Þeir hata allt óhreint; því segir um Helgafell — en á því var sá átrúnaður, að þangað færi menn í fellið eptir dauðann, einkum niðjar Þórólfs Mostrarskeggs —, að enginn mátti þangað óþveginn líta og eigi skyldi þar »álfrek ganga« (forn og dýrmæt altansklæði (frá kaþólskum tímum), sem enginn veit neitt um upprunann, verða í þjóðtrúnni að álfagjöfum).

Álfar

Grásteinn í Grafarvogi – heimili álfa.

Nöfn með orðinu álf- í þóttu fögur og farsælleg (Álfgeir, Álfhildur o. fl.) og »vel þykir kent til álfa« (t. d. að kalla mann »brynjálf« í skáldskap) segir Snorri.

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja, meint álfakirkja í Garðahrauni, var flutt um set vegna vegagerðar.

Álfadýrkun og álfablót hafa verið almenn um öll Norðurlönd; það er um þau talað í fornum sögum bæði í Norvegi og Svíþjóð, og sýnist svo, sem það hafi verið helzt konur, er stóðu fyrir þeim. Líkt hefur verið haft á Íslandi, enda segir í Kormákssögu frá veizlu, er ger hafi verið álfum til heilbrigðis manni, og hafi blóði fórnardýrsins verið roðið á álfahólinn. Ætíð þótti það hollara að hafa vináttu þeirra en styggja þá; það gat orðið til óleiks og óláns. Það er auðvitað, að úr því að álfar eru taldir með ásum, hafa menn hugsað sjer, að þeim hafi ekki verið mikið gefið um siðaskiptin forðum daga, og kemur í ljós á einum stað fögur, en angurblíðu-blandin hugmynd um það; svo segir, að maður einn hafi vaknað snemma og allt í einu hlegið; hafi hann þá verið spurður, hvað honum væri hlátursefni, og segist hann sjá mart skoplegt — maðurinn á að hafa haft ófreskisgáfu—: »margur hóll opnast og hvert kvikindi býr sinn bagga og gerír fardaga«; þetta vóru álfar og er auðsjeð, að þeir vildu flýja kristnina. En þeir flýðu ekki landið og það fór ekki fyrir þeim sem fjelögum þeirra, Óðni og þeim ásum, aðalgoðunum; þau hurfu, dóu smámsaman; Hvítakristr sigraði. Vilji maður halda landsvist, verður hann að hlýða landssið og hlíta landslögum — og það kjöru álfar, eins og síðar skal verða á drepið.

Álfar

Álfar ku búa í klettum.

Í ýmsum fornsögnum, sem þó eru ekki eldri en frá síðustu tímum fornaldarinnar, fer að brydda á þvi, að enn nánara samband getur komizt á milli manna og álfa, en áður hafa menn hugsað sjer, og er það mjög þýðingarmikið stig í islenzku álfatrúnni. »Ganga nauðsynja sinna«; dlfrek = það sem rekur álfa í burtu. Það einasta þýðing orðsins, sem getur komið til greina.
Það er ástarfar milli álfkonu t. d. og mennsks manns, sem jeg á við hjer, og eins hitt, að álfkona leitar hjálpar hjá mennskri konu í barnsnauð. Í álfasögunum í ísl. þjóðsögum og ævintýrum kemur hvorttveggja mjög opt fyrir, og það sem vjer hjer eptir höfum af álfum að segja, er tekið eptir og úr þessum álfasögum.

Álfakirkja

Álfakirkja í Selhrauni.

Eptir því sem tímar liðu fram, hlutu hinar upprunalegu hugmyndir um álfana að gleymast, að sama skapi sem heiðnar trúarskoðanir týndust, og breytast á margvíslegan hátt; og hefur þegar erið eitt dæmi að minnsta kosti sýnt í þá stefnu.
Um uppruna álfa fer nú tveim sögnum. Önnur er sú, að þeir sjeu systkin mannanna, börn Adams og Evu; segir sagan, að Eva hafi falið suma krakkana, þegar guð heimsótti þau Adam einu sinni, af því að þeir hafi verið óþvegnir og óhreinir; þá hafi guð sagt: »Það. sem skal hulið fyrir guði, skal hulið fyrir mönnum«; þessir krakkar hafi svo orðið forfeður huldufólksins. Hin sagan er sú, að þeir sjeu englar, sem engu ljetu sig varða aðferð Lucífers —, »vóru með hvorugum« —; þeir vóru því reknir niður á jörð og urðu álfar.

Álfasteinn

Álfasteinn við Hjarðarhaga.

Annars er trúin sú, að álfar fæðist og deyi sem menn, en verði allt að jafna langlífari; eru þeir að því leyti, sem mörgu öðru reyndar, á æðra stigi.
Að útliti til er það allt fallegt fólk og föngulegt, svipmikið, en opt nokkuð stórskorið. Það er optast nær bláklætt (þ.e. í svörtum vaðmálsklæðum, sem er aðalbúningur Íslendinga sjálfra); þó er einstöku sinnum talað um rauð klæði; kirkjufólk er í litklæðum, og við hátíðleg tækifæri er það prýtt gulli og gersemum, kvenfólkið hefur skautafald, hempur og að öðru leyti búning sem
mennskar konur. Að búningur álfmeyja hafi yfir höfuð verið álitlegur og ekki af lakara tagi sýna t. d. þessar vísur:

Á bláu var pilsi en beltið var vænt,
bundið um enni silkiband grænt,
skautafald háan, hvítan sem ull,
á hendinni bar hún þríbrotið gull.
Blátt var pils á baugalín,
blóðrauð líka svuntan fín,
lifrauð treyja, lindi grænn,
líka skautafaldur vænn.

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

Það er valla efamál, að sá búningur, sem hjer er bent til, hafi verið hátíðabúnaður fyrirkvenna á fyrri öldum. Nöfn koma nokkur fyrir: Arnljótur, Finnnr, Grímur, Kári og jafnvel Davíð; Alvör, Björg, Borghildur (drottning í borg, Álfaborg), Hildur, Íma, Snotra, Úlfhildur, Una, Vandráð eða Valbjörg. Kallmannanöfnin eru lítt einkennileg; betri og fallegri eru kvennanöfnin og sýna annaðhvort lundernisfar (Alvör, Snotra, Una) eða hjálpsemi (Björg).
Helztu líkamlegu einkenni eru, að alt er það ósýnilegt fólk, en hefur þá yfirburði, að geta gert sig sýnilegt við tækifæri. Það sjer allt á jörðu og í. Allt er þetta fólk alvarlegt og hógvært, góðgjarnt og hjálpsamt, hvort sem leitað er til þess beinlinis eða ekki, og ærið er það gestrisið, vinfast og trúlynt, en um fram alt ráðvant og ærlegt; svik eru ekki fundin i þess munni.

Kópavogur

Álfhóll í Kópavogi.

Það eru leifar af gömlu álfatrúnni, og er ekki að undra, þótt álfar sje nefndir einu nafni Ljúflingar, og þykir þeim það gott nafn; þar á mót líkar þeim ekki vel við álfanafnið, af því að það er svo opt haft í illri merkingu, og þykir sjer með því misboðið. Hefnigjarnir eru álfar stundum, ef til þeirra er illa gert eða ef þeir eru rnjög áreittir, en fáar fara sögur af því; hinar eru fleiri og langflestar, er fara af greiðvikni þeirra, þakklátsemi og rausnargjöfum, ef vel er til þeirra gert. Gjafir þeirra eru t. d. rauðleit hálfskák dýrmæt, undurofinn ljereptsklútur, svuntudúkur, skrúðklæði í kistli, prestsskrúð og línsloppur, ábreiða úr ókennilegum vefnaði, silfurbelti, gullofinn guðvefjardúkur1, gyltur silfurhnappur (lagður í barnslófa) o.fl. Bústaðir álfa eru ekki aðeins í hólum (haugum), heldur og í steinum (klettum, björgum); stór (kletta)borg verður þá höfuðstaður (Álfaborg). Híbýli þeirra eru í raun rjettri bæir, en líta út eins og steinar og hólar; inni er líkt umhorfs og í bæjum manna.

Bæjarsker

Bæjarskersleið – álfasteinn.

Lifnaðarhættir og atvinnuvegir eru sömu sem manna (Íslendinga sjálfra). Álfar hafa hunda, kýr og kindur, naut og hesta, fjöruga og fallega, og allt er það föngulegra og gerðarlegra en hjá mönnum. Af þessu leiðir, að þeir þurfa alla heyvinnu, þeir slá og raka, hirða og binda og safna í hlöður. Mjólkurtilbúningur fer þar fram, og opt heyrist strokkhljóð úr klettum. Þeir hafa ullarvinnu, kemba, spinna og prjóna. Þeir sem búa nálægt sjó, fara í verið og róa til fiskjar og eru að hvalskurði;- þeim hepnast ætíð vel og þeim hlekkist aldrei á. Þeir sem búa upp til sveita þar sem silungsvötn eru, róa og veiða silung. Þegar talað er um mat í hólum hjá álfum — en það er sjaldan —, er nefndur steiktur silungur (og má af því nokkuð marka, að sú saga sje til orðin í sveit) og þess utan brauð og grjónagrautur; brauðsog grautarefnið má ráða í hvaðan komið sje, sem síðar skal á minnzt. Þó er ekki laust við, að mönnum sýnist ekki maturinn í hólum girnilegur (stundum maðkaður eða allur rauður). Þess skal enn fremur getið, að álfar fara á berjamó og tína ber.

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól neðan bekkja.

Yfir höfuð er það allt velmegandi og auðugt fólk, sem áður segir. Þó er til fátækt fólk meðal álfa, og er stundum hart í búi hjá því; ber þá við, að krakkarnir þeirra koma til manna og sníkja mat eða mjólk í nóann sinn; askarnir eru hvítir með rauðum gjörðum (það hafa þótt laglegir askar, er svo vóru gerðir).

Álfasteinn

Álfasteinn við Hótel Natura.

Álfar halda fardaga og flytjast búferlúm, og er það kunnugra en frá þurfi að segja; þeir flytjast þá stundum á kerrum — sem sýnast steinar eða eru. Almennasta fardagatíðin er nýjársnótt. Um jólin og nýjársleytið hafa þeir gaman af gleði, söng og dansi, og kemur það ekki í bága við, að álfar annars sje mjög alvarlegt fólk.
Menntaðir eru álfar mjög vel, enda hafa þeir sálarhæfilegleika á æðra stigi en menn; þeir kunna á sjerstök grös til lækninga; geta látið hvali hlaupa á land með kyngi sinni, og er þá ekki furða, þótt huldumaður eigi krapta- og kyngisbók (galdrakver); álög þeirra verða að áhrinsorðum (»vertu þá aldrei óstelandi«). — Alfar kunna að skrifa; að minsta kosti er látinn skrifaður miði með barni i vöggu. Þeir hafa jafnvel prentsmiðju og prenta bækur, og er talað um sálmakver með mjög fínum stíl, er fundizt hafi við bæ einn; það var svo ólíkt öllu öðru, að það hlaut að vera komið frá álfum; og til eru brot af álfasálmum.

Álfar

Álfakirkja í Esju.

Að álfar myndi eina þjóðríkisheild, er víst, og eiga þeir sjer álfaþing, og hafa lög — Huldumannalög—, en aðeins eitt lagaákvæði þekkist úr þeim, og er það ekki óskynsamlegt (að rík álfamær, sem láti tælast af auðvirðilegum manni, skuli giptast honum og missa arfs síns).

Hamarinn

Hamarinn – álfasteinn.

Álfar eiga tvo kónga; það hefur þótt hefðarlegra og æðra, að þeir hjetu svo, en lögmenn, eins og þeir íslenzku. Kóngarnir áttu að fara sitt árið hvor til Norvegs og gera þar grein fyrir hag ríkis og þjóðar fyrir yfirkóngi allra álfa, er þar var. Það er auðsjeð, að þessi hugmynd er ekki yngri en 1400. Annars fara litlar sögur af þingum og málaþrasi álfa, eða öllu heldur engar, svo að vjer vitum.
Það er sögn um álfa, að þeir sje sumir heiðnir og illir; en þessu er víst ekki svo varið; illir eru þeir að minsta kosti ekki, enda koma þeir aldrei svo fram, nema þegar þeir eru reittir til reiði og þykkju.
En hitt er satt, að heiðin trú hefur haldizt um margar aldir hjá þeim og ef til vill aldrei dáið út með öllu. Því er þeim illa við kristilegt atferli; »ekki þurftirðu að krossa þetta ólukkukindin« sagði álfkona við konu, er krossaði mjólkina. Mennsk kona nefnir Jesús í álfhól; þá skreiðist gömul kelling fram og sópar allt húsið innan, og ekki þolir huldufólk ætíð að heyra guðsnafn; heldur ekki vildi huldumaður, sem var unnusti mennskrar stúlku, kyssa hana, eptir að hún hafði verið til altaris; það var kominn svartur, blettur á tunguna á henni. En það má það eiga, huldufólkið, að trúarofstæki er ekki til hjá því; það á viðskipti við kristna menn, kemur enda í kirkju með þeim, en þolir ekki blessunina; og ekki þótti álfameyjunni neitt að því að elska Ólaf liljurós:

Þar stóð úti ein álfamær,
sú var ekki Kristi kær.
Ekki vil jeg með álfum búa — segir Ólafur —
heldur vil jeg á Krist minn trúa.
Þótt þú viljir með álfum búa — svarar hún —
þó mátt þú á Krist þinn trúa.

Álfar

Álfur á Reykjanesi.

Þetta umburðarlyndi er fagur vottur um lund álfa, og mættum við mennirnir þakka fyrir, ef við værum ætíð svo sjálfir. Hins vegar er mart af álfum kristið ; hafa þeir líklega snúizt til siðbótar nokkuru eptir 1000, og efalaust hafa þeir og tekið þátt á siðabót Lúters. Þeir hafa kirkjur — og snúa dyrna r ætíð í austur— og presta; guðsþjónustan fer fram eins og hjá mönnum, en allajafna með meiri viðhöfn, öll kirkjan er ljósum lýst og prýdd, presturinn hefur hreimsætustu rödd o. s. frv. Biskup eiga þeir einn og býr hann í Blábjörgum; biblía þeirra er sú sama sem manna og sálma hafa þeir líka eða eins. Prestar eru stundum ekki ánægðir með brauð sín og geta þá haft brauðaskipti. Þess var áður getið, að álfar dæju sem menn, og er því ekki furða, þótt þeir eigi sjer kirkjugarða.

Hamarinn

Hamarinn – þjóðsagnakenndur staður álfa og huldufólks.

Að álfar geti ekki fremur en mennskir menn látið sjer nægja með afurðir landsins sjálfs, er svo sem auðvitað; enda var áður nefnt brauð og grjón hjá þeim; þeir verða því að hafa skip í förum, kaupmenn og verzlunarstaði. Um einn huldukaupmann er að minnsta kosti talað á Hofsós. Einu sinni viltist bóndi, sem ætlaði í kaupstaðinn, í hríð og kom að bæ, sem hann átti ekki von á; en þegar til kom, var þetta kaupmannssetur og búð; kaupmaðurinn var frakkaklæddur og tók bónda vel og bauð honum kaup við sig; reyndist þá svo, að þar vóru betri vörur og þar að auk miklu ódýrari en hjá Hofsóskaupmanninum. Kaupmaður hresti bónda með ágætu víni úr flösku og gaf í kaupbæti sjal handa konunni og brauðkökur handa krökkunum. Ekki er talað um kaffi, sykur og tóbak hjá álfum; en ef til vill hafa þeir getað drukkið te; að minsta kosti er talað um tekönnu, sem álfar hafi gefið.
Að lyktum skal þess getið, að álfar eiga mikil mök við menn og hænast jafnvel eptir því; sýnist það fara sífellt í vöxt, eptir því sem stundir líða. Margar fara sögur af ástum milli álfa og manna og eru þær með mörgu móti; hjónabönd og barneignir koma opt fyrir. Ástir álfa eru heitar og sterkar, tryggðin óbilandi; þeir deyja heldur og springa af harmi, ef þeir fá ekki að lifa með þeirri mennskri konu, sem þeir hafa fengið ást á. Og ætíð er það auðnuvegur að halda vinfengi við þá.

Álftanes

Álfasteinarnir á Álftanesi – Grásteinn fjær.

Á annan hátt kemur sambandið milli álfa og manna í ljós, og er það allmerkilegt atriði. Álfkonur leita opt til mennskra kvenna í barnsnauð, og eru þær þá sóttar í hólinn; þurfa þær ekki annað en fara höndum (trúin á læknishendur) um álfkonuna og verður hún þegar ljettari; hið síðasta stig í þessari trú er, að álf kona jóðsjúk þurfi ekki annað en leggjast í rúm mennskrar konu„ og á slíkt að hafa við borið árið 1770.

Grindavík

Álfhóll við Þorbjörn h/f í Grindavík.

Allur þess konar greiði og hjálp er launuð með ríkmannlegum gjöfum og þakklátsemi. Að síðustu skal þess getið, að álfar hænast mjög eptir börnum manna og leitast opt við að heilla þau eða lokka þau með sjer burt frá bænum, þegar enginn gætir þeirra (hvernig stendur á þeirri trú er mér með öllu óljóst). Ef börnin sýna mótþróa, svo að álfurinn nær þeim ekki, sinnist honum opt og slær þá barnið á kinnina, og fær það þá bláan blett á hana. Svona skýrðu menn þessa óskiljanlegu meðfæddu bletti, sem einstöku menn höfðu og hafa. Stundum vilja álfar ná í börnin með því að hafa skipti á þeim og álfabörnum (sem reyndar optast eru gamlir álfar — »átján barna faðir í Álfbeimum); skiptir þá svo um, að börn, sem áður vóru spök og gæf, verða nú óspök og láta öllum illum látum; það eru umskiptingarnir, sem allir þekkja.

Hamarinn

Hamarinn.

Svona var álfatrúin á Íslandi til skamms tíma og saga hennar í stuttu máli. Nú er hún að mestu eða öllu dauð á Íslandi; menntunin, skólarnir og framfarirnar hafa orðið henni að fjörlesti, og álfarnir hvílast nú í kirkjugörðum sínum og rísa aldrei upp aptur. »Allrar veraldar vegur víkur að sama púnkt«. »Íslenzkar þjóðsögur« er grafskriptin.
Þessi álfatrú er í mörgu lærdómsrík. Hún er nokkurs konar skáldskapur þjóðarinnar, en með öllu ósjálfráður; sveigist hún stöðugt meir og meir að því að verða mynd af íslenzku mann- og þjóðfjelagslífi; álfarnir verða æ mennskari og mennskari í öllu sína eðli og athæfi; því er það svo mikils vert, að geta fylgt henni, þrætt hana svo að segja fet fyrir fet. Og hún truflast ekki eða blandast af neinum utan að komandi eða útlendum áhrifum; frá því á 14. öld að minnsta kosti er hún alíslenzk og heldur áfram að vera það til endaloka. Heiðin trú fór — að vorri hyggju — sama veginn síðustu aldirnar, sem hún lifði; en þar eru nú margar skoðanir um, hvernig henni hafi verið varið, og er það mikið mein, að svo skuli vera. En um álfatrúna á Íslandi er enginn efi eða óvissa. Af allri hjátrú liðinna tíma er hún fegursti og ljúfasti þátturinn, og hún er sá sanni spegill, er þjóð vor getur sjeð sig sjálfa í, sitt líf og sinn hugsunarhátt.“ – Finnur Jónsson.

Heimild:
-Eimreiðin, 2. tbl. 01.07.1895, Álfatrúin á Íslandi, Finnur Jónsson, bls. 93-103.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2342
Álfar

Rauðhóll

Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson skrifuðu um „Hraun í nágrenni Straumsvíkur“ í Náttúrufræðinginn árið 1998.

Hraun í nágrenni Straumsvíkur
HraunÞegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær umfjöllunin yfir um 200 ferkílómetra svæði, þ.e. ströndina frá Hvaleyrarholti til vesturs að Vatnsleysuvik (Kúagerði) og frá ströndinni suður í Reykjanesfjallgarð milli Grindarskarða og Trölladyngju. Á þessu svæði er fjöldi hrauna og sum sjást ekki á yfirborði, því yngri hraun þekja þau alveg. Þeirra verður aftur á móti vart í borholum, m.a. á athafnasvæði álversins í Straumsvík. Leitast er við að draga upp einfalda mynd af því hvaða leið hraunin hafa runnið og hvernig þau hafa, eitt af öðru, lagt sitt af mörkum til að færa ströndina til núverandi horfs. Örnefni á þessu svæði eru fjölmörg og þau eru ekki bundin við einstaka hraunstrauma heldur ákveðin svæði. Þannig getur sama hraunið heitið mörgum nöfnum og nöfn geta einnig náð yfir hluta úr mörgum hraunum. Þau nöfn sem hér eru notuð á einstökum hraunum ber ekki að taka sem örnefni heldur sem sérheiti á jarðmyndunum.

Hraun frá fyrri hluta nútíma
Hraun
Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun f dag (2. mynd). Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973).

Búrfellshraun

Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram. Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út. Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvfk. Upptök þessa hrauns eru lfklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútargjárdyngja

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.

Skúlatúnshraun – Hellnahraunið eldra

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Fyrir um 2.000 árum varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteinsfjallareininni.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell. Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt tíl sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Fyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra

Hraun

Hraun ofan Straumsvíkur.

Fyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Yngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess.
Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni.

Hraunkarl

Hraunkarl í Kapelluhrauni.

Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krýsuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna. Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá. Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.

Gervigígar

Þorbjarnastaðarauðamelur

Í Þorbjarnastaðarauðamel.

Á svæðinu eru nokkrir gervigígar sem stinga kollinum upp úr yngri hraunum. Gervigígarnir hafa myndast við það að hraun runnu í sjó og sýna þeir því legu strandarinnar á myndunartímanum. Gervigígunum í nágrenni Straumsvíkur má skipta í þrjá hópa eftir útbreiðslu.

Rauðhóll

Rauðhóll 2020.

Austast var Rauðhóll við Hvaleyrarholt, sem stóð upp úr Hellnahrauninu eldra, en langt er síðan hóllinn hvarf vegna efnisnáms og þar er nú geil í hraunið. Nokkru sunnar og vestar standa tveir gervigíar upp úrsamahrauni.
Í Selhrauni, skammt suður af kvartmílubrautinni, hefur verið numið töluvert magn af gjalli úr gervigígum sem standa þar upp úr einu af elstu hraununum á svæðinu (Selhraun 4, Helgi Torfason o.fl. 1993).
Skammt suður og vestur af Straumsvík er mikil rauðamalargryfja í Hrútagjárdyngju. Þar var upphaflega rauðamalarbunga upp úr hrauninu, Rauðimelur sem svo var nefndur. Nokkru vestar má sjá í kollinn á allmiklum gjallhól og enn vestar hefur hinn þriðji verið numinn brott.
Í flestum þessara gervigíga hafa fundist skeljar sem þeyst hafa upp úr þeim er hraun rann út yfir setlög við þáverandi strönd. Ekkert er vitað um aldur gíganna annað en að þeir eru örugglega myndaðir eftir ísöld og eru eldri en hraunin sem upp að þeim hafa runnið.

Niðurlag

Hraun

Hraun ofan Straumsvíkur.

Núverandi strönd við Straumsvík er mynduð af þremur hraunum. Elst og vestast eru hraun Hrútagjárdyngju, sem runnu frá stórum dyngjugíg nyrst í Móhálsadal fyrir um 5.000 árum. Vestast er Hellnahraunið eldra, sem er langt að komið, upprunnið í Grindarskörðum í Brennisteinsfjallareininni fyrir um 2.000 árum. Bæði þessi hraun eru helluhraun og fremur auðveld yfirferðar.

Jarðfræðikort

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.

Yngsta hraunið er Kapelluhraun, úfið apalhraun, sem rann árið 1151 frá gígum suður undir Vatnsskarði. Það rann til sjávar um lægð sem myndast hafði á mótum Hrútagjárdyngju og Hellnahraunsins eldra. Á síðustu 10.000 árum hafa hraunstraumar smám saman fært ströndina fram sem nemur allt að 2 km.

Eldgos á Reykjanesskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort ISOR.

Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240.1 hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs. Einnig er nokkuð víst að verði eldgos í Brennisteinsfjöllum og í norðanverðum Móhálsadal munu hraun þaðan renna niður til strandar milli Hrútagjárdyngjunnar og Hvaleyrarholts, sömu leið og Hellnahraun eldra og yngra og Kapelluhraun.
Af ofansögðu er ljóst að hraun geta runnið til Straumsvíkur bæði frá Brennisteinsfjallarein, en þar gaus síðast á 10. öld, og frá Krýsuvíkurrein þar sem síðast gaus um miðja tólftu öld. Síðast urðu með vissu eldsumbrot á Reykjanesskaga á fyrri hluta 13. aldar í Reykjanesrein. Nær útilokað er að hraun frá gosum í þeirri rein geti runnið til Straumsvíkur en hinsvegar gæti þar hugsanlega orðið vart landsigs vegna meðfylgjandi gliðnunar í reininni.

Helstu heimildir höfunda:
-Guðmundur Kjartansson 1973. Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. Náttúrufræðingurinn 42. 159-183. Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson 1989.
-Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38. 71-87. Helgi Torfason, Árni Hjartarson, Haukur Jóhannesson, Jón Jónsson & Kristján Sæmundsson 1993.
-Berggrunnskort: Elliðavatn 1613 III-SV-B 1:25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg.
-Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun OS-JHD 7831. 303 bls. kortamappa.
-Jón Jónsson 1974. Óbrinnishólar. Náttúrufræðingurinn 44. 109-119.
-Kristján Eldjárn 1956. Kapelluhraun og Kapellulág. Árbók Fornaleifafélagsins 1955-56. 5-8.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar ll. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra. Jökull 41. 61-80.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg., 3.-4. tbl., 01.05.1998, Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1960-1961, bls. 171-177.

Hraun

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Reiðhjól

Á vefsíðu Fjallahjólaklúbbsins má lesa eftirfarandi grein Óskars Dýrmundar Ólafssonar um „Fyrsta reiðhjólið á Íslandi„.

Fyrsta reiðhjólið
HjólreiðarFyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt þá geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. „Ein kona hefir nú á dögum náð að skara svo fram úr í stærðfræði, að enginn karlmaður er henni fremri. Önnur hefir á einum degi ferðazt 160 enskar mílur á hjólhesti (Bicycle).“ Hér er verið að vitna til kvenna erlendis en víða voru hjólreiðar orðnar að tískuæði þar. En þrátt fyrir afrek kvenna þá var bent á að „ekki geta konur í síðum kjólum klifrað, hlaupið kapphlaup, riðið hjólhesti“, en í þá daga þá var það ekki talið sæma konum að vera öðru vísi klæddar en í síðum kjólum, líka þegar þær hjóluðu eins og sagt var frá í kaflanum alþjóðlegt baksvið.

Fyrstu reiðhjólin sem vitað er um að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890. Þau voru tvö og voru í eign Guðbrands Finnbogasonar verslunarstjóra hjá Fischer versluninni og Guðmundar Sveinbjörnssonar. Guðbrandur sem bjó í Reykjavík hýsti ungan mann er byrjaði að sækja nám við Latínuskólann veturinn 1889. Var þetta Knud Zimsen sem síðar varð verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum sínum gerði hann margt sér til dægrastyttingar en þó var var það ein sem hann undi sér „löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli.“ Lýsing hans á fyrsta reiðhjólinu hérlendis sem enn er varðveitt á þjóðminjasafninu er svohljóðandi:

ReiðhjólHjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því, og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því, og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.

Reiðhjólið sem Knud lýsir hér var, eins og hefur verið vikið að í bakgrunnskafla, af Velocipede gerð, eða „benskakare“ eins og það var kallað í Svíþjóð, sem vinsælt var á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar hjá nágrönum okkar og víðar í Evrópu.

Annað reiðhjól sem átti eftir að vekja feiknarathygli var í eigu Elías Olsen, bókhaldara hjá Fischer versluninni. Það kom á árinu 1892 ásamt reiðhjóli Teits Ingimundarsonar úrsmiðs og var með risastórt framhjól og lítið afturhjól.
ReiðhjólKnud Zimsen segir í endurminningum sínum að hjól Olsens hafi tekið „hinum mjög fram, enda safnaðist fólk saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll, sem hann gerði ekki ósjaldan.“ Má ætla að hér hafi verið á ferðinni reiðhjól sem hét „Ordinary“ og varð feiknarvinsælt á níunda og áttunda áratug 19. aldar í Evrópu. Þessi nýjung sem reiðhjólið var þá hérlendis, var fyrst í eigu mjög fárra manna og hlýtur að hafa þótt nýstarleg mitt í allri hestaumferðinni. Enda fór það svo að reiðhjólið sem í fyrstunni var kallað Velocipede af sumum notendum, fékk það nafn sem því hafði verið gefið í Fjallkonunni 1887, nefnilega hjólhesturinn. Óskar Clausen sem var staddur á Þjóðhátíð í Reykjavík laust fyrir aldamótin minnist þess að hafa séð til hjólreiðamanna sem voru að sýna listir sínar.

Reiðhjól

Hjólað um miðborg Reykjavíkur.

Á einni þjóðhátíðinni fyrir aldamótin voru sýndar hjólreiðar á Melunum, og voru þeir tveir, sem sýndu sig á hjólunum. Þótti þetta merkilegt. Annar var Jes Zimsen konsúll, þá ungur maður. Hann fór vel á hjóli, svo að dáðst var að, þó að hann reyndar skylli flatur áður en hann næði marki. Óheppni þessi var því að kenna, að annað hjólið sprakk, en öllum þótti það bezt, að Jes meiddi sig ekkert og stóð upp skellihlæjandi.

Óskar greinir ekki nánar frá því í þessarri lýsingu sinni hvaða þjóðhátíð þetta hafi verið en líklegt er að þetta hafi verið á árunum 1895-1898.

HjólreiðarSá sem fyrst fór svo að nýta sér reiðhjólið í atvinnuskyni var Guðmundur Björnsson héraðslæknir, síðar landlæknir og þingmaður, en hjólaði í sjúkravitjanir um allan bæ og hjólaði hann m.a. alla leiðina til Hafnarfjarðar til að sinna sjúklingum. Hjólreiðar Guðmundar bárust meira segja inn í umræður Alþingis um rýmkun atkvæðisréttar sem Guðmundur studdi. Var hann sakaður um að nýta sér kosti hjólhestsins til atkvæðasmölunar fyrir kosningar í umræðum á Alþingi 1907. Eða eins og Dalvíkur þingmaðurinn Björn Bjarnason komst að orði: „Mér þætti gaman að sjá landlæknirinn okkar fara hjólandi um meðal allra vinnukvenna bæjarins til þess að „agitera“ fyrir einhverju borgarstjóraefni er hann vildi koma að.“

Í Reykjavík fór að bera á að konur hjóluðu líka uppúr aldamótum. Í frétt Ísafold frá 1904 kemur fram að allskonar fólk hjólar í bænum. „Ungir og gamlir, karlar og konur, fara hér á hjólum nú orðið, alveg eins og í stórborgum erlendis. Færra kvenfólk þó að tiltölu en þar gerist að svo komnu.“ Í greininni kemur einnig fram að um sex konur eigi hjólhesta í Reykjavík og fleiri konur muni kunni á þá. Blaðið talar um þetta séu „allt ungar stúlkur, heldri stúlkur sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.“

Í dag eru reiðhjól í sérstöku uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni, enda er þetta eina farartækið sem þeir sem eru yngri en 17 ára eiga kost á. Fyrstu sögurnar sem berast af því að unglingar fari að eignast reiðhjól eru úr Reykjavík upp úr aldamótum. Fyrstu kynni okkar af reiðhjólum eru ógleymanleg og sígild upplifun eins og lýsing Ómars Ragnarssonar minnir okkur á þegar vinir hans voru að kenna honum að hjóla

Ýta þeir mér af stað og sleppa síðan. Ég þeytist áfram á fleygiferð niður götuna og skelfing læsist um mig. Guð minn almáttugur, ég ræð ekki við neitt! Hjólið byrjar að hallast og sveigja sitt á hvað og ég bruna í beygjum niður eftir götunni. Þetta hlýtur að enda með ósköpum!

Innflutningur eykst
HjólreiðarSamkvæmt innflutningsskýrslum þá voru flutt inn 427 reiðhjól á tímabilinu 1903-1910 og flest þeirra fóru til Reykjavíkur. Fyrir þann tíma virðist innflutningur reiðhjóla ekki hafa verið skráður sérstaklega þó að hér hafi verið talsvert um hjólreiðar fyrir aldamótin. Þessi fjölgun á reiðhjólum hlýtur því að hafa breytt talsverðu í samgöngum, a.m.k. í þéttbýli.

Á sama tíma og reiðhjólið verður hluti af bæjarlífinu í Reykjavík, þá fara fregnir að berast af því víðs vegar um landið. Í aldamótalýsingu sinni á Seyðisfirði gefur skáldið Þorsteinn Erlingsson okkur eftir farandi lýsingu á hjólhestareið nokkurra bæjarbúa. „Hjólhestar sjást hér á götunum og ríður Stefán Th. Jónsson mest, en Eyjólfur bróðir hans og Friðrik Gíslason ríða mikið og vel.“ Fyrir norðan eru til heimildir frá reiðhjólanotkun Jóhannesar Norðfjarðar úrsmiðs frá síðustu aldamótum sem flutti til Sauðárkróks með reiðhjól í farteskinu. „Hann kom fyrstur manna með nýtízkulegt farartæki til Sauðárkróks, reiðhjól, sem hann hafði keypt erlendis. Þótti það merkisgripur. Á Ísafirði fregnast um hjólreiðakeppni á Þjóðminningahátíðinni 1905. Samkvæmt innflutningsskýrslum voru 10 reiðhjól flutt til Ísafjarðar árið 1905 og 1 árið eftir sem getur passað því á hátíðinni 1906 kepptu 9 hjólreiðamenn.

Ef litið er til þess hvort algengt hafi verið að hjólað væri utan þéttbýlis þá eru margar vísbendingar til þess að fram undir fjórða áratuginn hafi það tíðkast talsvert. T.d. kemur fram í talningu sem framkvæmd var á allri umferð frá Austur og Vestu-Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu til Reykjavíkur árið 1913 að talsverður fjöldi manna hafi farið þessa leið fyrir eigin afli. Talið var í nákvæmlega eitt ár við Þingvallaveginn og Hellisheiðarveginn hve margir voru ríðandi, akandi og svo hjólandi og gangandi. 15008 voru á hestum, 4052 voru akandi og 2691 voru ýmist gangandi eða hjólandi, nánari útlistun vantar á milli hjólandi og gangandi umferðar í skýrslunni.

Íslenskar konur hjóla líka
Hjólreiðar
Þegar komið er fram á annan áratuginn verður sífellt algengara að konur hjóli í laugarnar og voru dæmi um að konur hjóluðu óléttar þrátt fyrir allar kreddur.

Reiðhjólið í daglegu lífi

Reiðhjól

Austurstræti og Bankastræti á árunum 1935-40. Ljósmyndari ókunnur.

Á millistríðsárunum fór innflutningur á reiðhjólum hratt vaxandi. Þetta er samhliða aukinni velmegun að öðru leyti í samfélaginu. Framleiðsla í landbúnaði og fiskiveiðar höfðu stóraukist þegar hér var komið við sögu og neysluvörur tóku að berast í síauknum mæli til landsins þrátt fyrir að ríkið hefði veitt sér rétt til að takmarka eða banna alveg innflutning ýmiss varnings og voru reiðhjól þar á meðal.

En hvernig var staðan í samgöngumálum á þriðja og fjórða áratugnum? Það var álit Thorvalds Krabbe fyrrum landverkfræðings að bíllinn hefði fengið sérstöðu í samgöngumálum á Íslandi. En hann greindi líka fleiri þætti sem væru hluti af samgöngum hér á landi. Þar á meðal væru tvíhjóla samgöngutæki sem hann er þó hissa á að skuli blómstra jafnvel og þau gera við erfiðar aðstæður:

Fyrir utan bílana hafa tvíhjólin -bæði reiðhjólin og mótorhjólin- orðið mjög þýðingarmikil nýjung á Íslandi, aðallega í bæjunum, og einnig út á landi, og kemur á óvart hve notkun er mikil. Bæði valda vegir og lega landslagsins víða erfiðleikum, og svo óþægilegt veður, en það virðist ekki hræða menn frá!

Hjólreiðar
Reyndin var sú að sala reiðhjóla stórjókst á þriðja áratugnum þrátt fyrir að bíllinn hefði „numið land“. Reiðhjólið hafði áunnið sér sess sem hagnýtt farartæki, þó sérstaklega í þéttbýli. Rétt eins og Guðmundur Björnsson læknir hafði farið sinna erinda á fyrsta áratug 20 aldar þá notaði Ólafur Þorsteinsson læknir hjólið sitt í sjúkravitjanir um allan bæ fram til 1930 en eftir það tók bíllinn við hlutverki reiðhjólsins. Talsvert var um það á þessum árum annars að læknar notfærðu sér hjól til sjúkravitjana. Má því segja að þeir ásamt sendisveinunum og svo rukkurum síðar meir, hafi verið þeir einu sem beinlínis notuðu hjól í atvinnuskyni. Sama ár og læknirinn fékk sér bíl þá fékk ungur verkamaður að nafni Ragnar Jónsson sér nýtt reiðhjól sem hann notaði m.a. til að komast sinna leiðar í daglegu lífi. Hann notaði t.d. hjólið til að leita sér að atvinnu um veturinn 1935-36 og ef dæma má af þeim myndum sem til eru frá þessu tímabili virðast reiðhjól vera mjög algengur fararmáti a.m.k. innan Reykjavíkur.

Hjólabyltingin
HjólreiðarFrá því að seinni heimsstyrjöldin var farin að fjarlægjast virðist sem að áhuginn á hjólreiðum hafi dvínað að sama skapi. Heimildamönnum virðist bera saman um að sjötti áratugurinn hafi verið fremur dauflegur og ekkert hafi farið að gerast í raun fyrr en uppúr 1965. Þá virðist fólk vera farið að líta aftur hægt og rólega til reiðhjólsins eftir að bílaeign landsmanna hafði margfaldast og öll samgöngutækni hafði tekið risastökk fram á við. Greina má merki um að hjólreiðar séu að færast aftur inní sviðsljósið um 1970 þó að nýstárlegar þættu ef marka má viðtal sem tekið var þá við Ómar Ragnarsson íþróttafréttamann. Í viðtali við Íþróttablaðið var hann spurður; „Þú ert gamall íþróttamaður Ómar?“

Reiðhjól

Mynd frá hinni árlegu skrúðreið Tweed Ride Reykjavik um borgina – Mynd: Páll Guðjónsson.

Öllu má nú nafn gefa! Ég get ekki neitað því, að ég hef spriklað talsvert um ævina og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum…Sannleikurinn er sá að mér líður illa, ef ég hreyfi mig ekki eitthvað. Nú eru íþróttaæfingar mínar aðallega fólgnar í því að hjóla í og úr vinnunni. Ég á lítið reiðhjól, sem má brjóta saman. Það er mjög þægilegt að hafa það meðferðis á ferðalögum. Það er hægt að geyma það í bílnum eða flugvélinni. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfirðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim fyndist maðurinn skrítin. Annars er það mín skoðun að fátt sé eins hressandi og hjólreiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir færar.

Reykjavík

Hjólað um Sæbraut í Reykjavík.

Ekki verður vart mikilla hræringa á áttunda áratugnum þó að innflutningstölur gefa til kynna aukinn áhuga.

Ef það má tala um einhverskonar vakningu á notkun reiðhjólsins á milli 1890-1910 þá hefur tíminn frá 1980 verið byltingakenndur hvað varðar reiðhjólaeign. Meira hefur verið flutt inn til Íslands af reiðhjólum á milli 1980 og 1990 en samanlagt á milli 1890-1980. T.d. voru árið 1980 18 aðilar sem fluttu reiðhjól til landsins.

Eins og allar almennilegar byltingar þá eiga þær sér allar einhverjar orsakir. Ein þeirra var að felldir voru niður tollar af reiðhjólum sem flutt voru til landsins eftir 1 júlí 1979. Einnig bárust erlendir straumar frá Danmörku meðal annars þar sem megininntakið var aukin áhersla á heilsuna og svo rétt hjólandi fólks í umferðinni. Ofan á bættist olíuskortur og hækkandi olíuverð á heimsmarkaðnum.

HjólreiðarSérstakir hjólreiðadagar fóru að verða árlegt fyrirbæri en þeir hófu göngu sína árið 1980. Árið 1983 var þetta orðið svo vinsælt að milli 5-6 þúsund hjólreiðamenn hittust á Lækjartorgi þann 29 maí. Reiðhjólið fór að verða vinsælt til ýmiskonar söfnunarátaka. Ungmannafélag Íslands efndi til hjólreiðaferðar ysta hringinn í kringum landið undir kjörorðunum „Eflum íslenskt“. Var lagt af stað 25 júní 1982 og var svo aftur komið 16 dögum síðar aftur til Reykjavíkur. Hjóluðu 3200 manns á þremur hjólum þessa 3181 km sem voru farnir svona rétt til að sýna hvað hægt væri þegar margir fætur sameinuðust um góðan málstað, eins og að efla innlendan iðnað.

Reiðhjól

Horace Dall á hálendinu árið 1933. „Nokkru eftir að ég fór yfir vatnaskilin sá ég gríðarstóran eldgíg Öskju í austri. Það hljómar ótrúlega fyrir þá sem þekkja ekki kristaltært loftið á Íslandi að gígurinn var 65 kílómetra í burtu.“

Það sem einkennir þessa fersku vinda sem léku um hjólreiðamenningu hérlendis var fyrst og fremst sú alþjóðlega áhersla sem lögð var á heilsurækt og má rekja til skokkbylgjunnar („The jogging boom“) sem skolaði á fjörur vestrænnar velmegunar.

En hvers vegna kom þessi mikla lægð í hjólreiðar sem sjá má af innflutningi hjóla á árunum 1983 og 1984? Sverrir Agnarsson heldur því fram að hér hafi vantað alla fræðslu og þekkingu á meðal almennings þannig að skilning hafi vantað á meðferð reiðhjólanna. Einnig hafi verðmætamatið ekki réttlætt þessi dýru hjól sem gáfu svo mun betri endingu á móti. Margir hjólreiðamenn hafa einnig þá skýringu að sumarið 1983 hafi verið kalt og mjög rigningasamt og því ekki fýsilegt hjólasumar.

Ný vakning
HjólreiðarHin síðari ár hefur aftur verið að lifna yfir hjólreiðamönnum. Jafnframt hefur innflutningur hjóla aukist og nokkuð stöðugur innflutningur gefur til kynna að viðhorf til reiðhjóla séu aftur að taka við sér. Ástæður þess eru eins og 1980 misjafnar. Helstu atriði sem eru áberandi má greina frá stóraukinni áherslu á umhverfismál og hafa umhverfissinnar lagt mikla áherslu á notkun reiðhjólsins í baráttunni gegn hinum mengandi og sóandi einkabíl. Einnig hefur heilsubylgjan sem skolaði á fjörur Íslendinga fest sig í sessi og orðið að einhverskonar lífsstíl og svo hefur tilkoma fjallahjólsins gert notkun auðveldari og mögulegri allan ársins hring hér á landi. – Óskar Dýrmundur Ólafsson.

Heimild:
-https://fjallahjolaklubburinn.is/pistlar-og-greinar/saga-reidhjolsins-a-islandi/iii-reidhjolid-a-islandi
-https://lemurinn.is/2014/03/24/hjolin-voru-ur-tre-saga-reidhjolsins-a-islandi-i-ljosmyndum/
Hjólreiðar

Grímsvarða

Þriðjudaginn 23. desember 2014 mátti lesa eftirfarandi í Víkurfréttum um „Grímsvörðuna“ við Sandgerðisveginn:

Guðmundur

Guðmundur Sigurbergsson.

„Grímsvarða við Sandgerðisveg hefur verið endurreist og er nú minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar í Norðurkoti að varðan var endurreist.

Þeir Guðmundur og Sigurður eru áhugamenn um sögu Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið vörður á þjóðleiðinni yfir heiðina.

Miðnesheiði er mannskæðasta heiði landsins og í kirkjubókum á Útskálum eru nafngreindir næstum 60 einstaklingar sem orðið hafa úti á heiðinni í aldanna rás. Talið er að þeir séu mun fleiri. Nú er Miðnesheiði sakleysisleg á að horfa en ástæða þess að svo margir hafa orðið úti þar er að heiðin veitir lítið skjól og þar eru fá kennileiti og því var auðvelt að villast þar á árum áður þegar hverrgi sást til ljósa.

Heimild:
-https://www.vf.is/frettir/minnisvardi-um-latna-a-midnesheidi-1

Grímsvarða

Á hinni nýju Grímsvörðu er kross sem Guðmundur Sigurbergsson byrjaði að höggva til á Þorláksmessu 2013.

 

Ása

Í Þjóðmálum, 2. hefti 01.06.2015, er fjallað um „Ásustrandið 1926“ utan við Járngerðarstaði í Grindavík, en það mun hafa verið upphafið að endalokum Duus-verslunar í Keflavík. Enn í dag má sjá ketilinn úr togaranum á fjöru í Stórubót, auk þess enn má bera augum skipsbjölluna sögulegu á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík.

Duus

Hús Duusverslunar í Keflavík.

„Peter Duus og kona hans, Ásta Tómasdóttir Beck, stofnuðu útgerðar- og verslunarfélagið H.P. DUUS árið 1848. Það var starfrækt í Keflavík til ársins 1920 þegar starfsemin var flutt til Reykjavíkur. Árið 1904 keypti H.P. Duus, eða Duusverslun, tæplega níutíu tonna kútter sem bar nafnið Ása. Kútter Ása strandaði við Hvalsnes 10. október 1917. Þrátt fyrir erfið skilyrði bjargaðist áhöfnin í land og varð ekki manntjón.

Kútter

Kútter.

Skipið var á leið til útlanda með saltfiskfarm, veðrið var ágætt en skyggni lítið vegna þoku.
H.P. Duus lét óhappið ekki slá sig út af laginu og uppfærði hinn ónýta kútter þegar í almennilegan togara úr járni. Sá hét áður Vínland en fékk nú nafnið Ása. Hann var var ríflega þrjú hundruð tonn, smíðaður í Hollandi 1917 og talinn hið ágætasta skip.
Útgerðin gekk ágætlega næstu árin, allt fram að því að Ása strandaði á Víkurflúðum undan Malarrifi í desember 1925. Togarinn eyðilagðist á strandstað en áhöfnin bjargaðist eftir nokkra hrakninga, líkt og gerðist þegar kútterinn Ása strandaði við Hvalsnes. Rétt eins og þá var það var talið sérstakt happ að áhöfnin skyldi sleppa ósködduð úr strandi á þessum stað í slæmu veðri.

Duus

Duushús – Bryggjuhúsið 1877.

Fram að þessu strandi hafði verið nokkur völlur á Duus-verslun. Hún átti í byggingu nýjan togara í Englandi hjá skipasmíðastöðinni Smiths Dock Co. Ltd. Þrátt fyrir að strand Ásu við Malarrif skekkti nokkuð fjárhag fyrirtækisins var nýsmíðinni haldið áfram og og var nýi togarinn sjósettur í febrúar 1926. Mánuði síðar kom skipið til Reykjavíkur í fyrsta sinn, nefnt Ása RE 18, þrátt fyrir fyrri áföll tveggja skipa með því nafni.

Ása
Duus-verslun átti allt sitt undir útgerð þessa skips. Það var vel vandað að allri gerð og talið eitt glæsilegasta og best búna skip togaraflotans.  Skipið fór í sínu fyrstu veiðiferð á svonefndum Grunnhalla á Selvogsbanka. Þar fékkst fullfermi og upp úr miðnætti 2. apríl 1926 var haldið af stað til Reykjavíkur.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Klukkan að ganga fjögur um morguninn varð fólk í Grindavík þess vart að skip var strandað á Flúðum austan Járngerðarstaðahverfis. Skipverjar sendu belg í land með orðsendingu þess efnis að þeir myndu halda kyrru fyrir í skipinu uns fjaraði út. Með orðsendingunni fengu Grindvíkingar að vita um hvaða skip var um að ræða.
Um hádegisbil lét áhöfn Ásu björgunarhring með línu reka í land. Björgunarmenn drógu síðan togvír á línunni og festu í landi. Áhöfnin sagaði í sundur tunnu og útbjó björgunarstól og einnig bjuggu skipverjar til dragreipi.

Ása

Ketill Ásu í Stórubót – h.m.

Á þessum tímum voru ekki komin björgunartæki sem nú eru til, enda var erfitt að koma á sambandi milli skips og lands. Það var álandsvindur á suðaustan og nokkur stormur en í land var löng leið því að þarna er útgrynni. Fyrst vildi línan festast í botni þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni, þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað sem styst var í land frá skipinu en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist var fljótlega gengið frá tækjum svo að hægt væri að draga mennina í land. Það gekk vel og allir björguðust.
Þar sem hér var um nýtt skip að ræða var mikið gert til að ná því út aftur. Meðal annars var fengið til þess danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í maímánuði sem Uffe byrjaði á björgunarstarfinu og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta Ásu og steypa í göt sem komin voru á botninn og einnig að slétta fjöruna sem draga átti skipið eftir.
Ása
Þegar þessum undirbúningi var lokið var á stórstraumsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2–3 lengdir sínar út. Af einhverri ástæðu var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar skipið var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira — og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn að hægara hefði verið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot en að gera það meðan það lá í fjörunni.

Brim

Brim við Stórubót.

Fyrstu dagana í júlí gerði storm og brim. Á einu flóðinu hvarf Ása algerlega svo að ekkert sást eftir nema brak í fjörunni og ketillinn þar sem skipið hafði verið. Svo virðist að það verki eins og dínamítsprengja þegar brimsjór fellur ofan í skip með opnar lúgur, krafturinn er svo mikill á sjónum ásamt því að samþjappað loft er inni í skipinu. Jafnvel þótt um járnskip sé að ræða geta þau tæst í sundur undan nokkrum sjóum.
En þótt brimaldan brjóti skipskrokka, gamla sem nýja, eru nokkrir hlutir um borð í togurum sem brim nær ekki að mala. Togspil, gufuketill og aðalvél eru svo gegnsterk að þótt allt annað hverfi standa þau af sér stórsjóina til áratuga og verða eins konar minnismerki um liðna atburði og hálfgleymda. Þannig er einmitt um ketil og aðalvél Ásu RE 18 sem enn má sjá á fjöru neðan við Stórubót vestan Grindavíkur.

Ása

Ása – bjallan á Bryggjunni.

Vel má gera sér í hugarlund það áfall sem eigendurnir urðu fyrir þegar hinni nýju Ásu tókst ekki einu sinni að ljúka sinni fyrstu veiðiferð. Það hafði aldrei verið landað afla úr skipinu en það var að fara í land, sem fyrr segir, með fullfermi úr sinni fyrstu veiðiferð.

Ása

Duus-Ása, í eigu HP Duus 1900-1920.

Sú saga gekk á sínum tíma manna á meðal að upphaf endaloka Duus-verslunar hafi verið þegar hún hóf byggingu fiskhúss við Kaplaskjól í Reykjavík árið 1917. Þar sem húsið átti að standa var fyrir hóll. Þegar farið var að grafa fyrir grunni hússins dreymdi stúlku eina í nágrenninu að til hennar kæmi kona. Hún bað stúlkuna að fara til Duus og segja honum að hún byggi í hólnum og biðja hann að byggja hús sitt annars staðar. Stúlkan gerði svo sem fyrir hana var lagt. En hún talaði fyrir daufum eyrum. Duus hafði ekki trú á draumnum og lét halda áfram byggingunni. Konan hélt áfram að birtast stúlkunni í draumi og varð því þungbúnari sem byggingunni miðaði áfram. Að endingu lét hún svo um mælt að verk þetta skyldi marka endalok velgengni Duus-verslunar.
Hvort sem marka má drauminn eður ei reið hvert áfallið af öðru yfir Duusverslun upp frá þessu og þrjá skipstapa á nokkrum árum — síðast strand hinnar nýju Ásu — þoldi fyrirtækið ekki.
Eitt af því sem varðveittist í Ásu-strandinu við Grindavík 1926 var skipsbjallan. Líklega hefur Einar Einarsson, útgerðarmaður og stórkaupmaður í Grindavík, eignast bjölluna eftir strandið. Næstyngsti sonur Einars, Hlöðver Einarsson, seldi bjölluna síðar Davíð Sch. Thorsteinssyni iðnrekenda og athafnamanni. Haustið 2014 gaf Davíð Jóhannesi Einarssyni, einum af yfirmönnum Cargolux í Lúxemborg, síðar ræðismanni Íslands í Mónakó, bjölluna, en Jóhannes er yngri sonur Einars Sigurjóns Jóhannessonar sem var fyrsti vélstjóri á Ásu.“
Bjallan framangreinda hangir nú á veitingastaðnum Bryggjunni við höfnina í Grindavík þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Heimild:
-Þjóðmál. 2. hefti 01.06.2015 – Ásu-strandið 1926, bls. 52-55.

Ása

Ása – skipsbjallan á Bryggjunni.

Hólmsbúð

Í bók Árna Óla „Strönd og Vogar„,- úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar, er fjallað um „Gömlu veiðistöðina“ Hólmabúð undir Stapanum vestan Voga.

Strönd og vogar

Strönd og vogar – Árni Óla.

„Ég fór að skoða Hólmabúðir, hina gömlu veiðistöð undir Vogastapa. Með mér var Egill kennari Hallgrímsson, sem fæddur er og upp alinn í Minni-Vogum og þekkir hvern stein og hverja þúfu þar í grenndinni. Hann man og þá tíma, er aldahvörf urðu í útgerðarháttum hér.
Stóru-VogarVið gengum inn fyrir Vogavíkina, þar sem nefnist Vogasandur. Austan megin víkurinnar blasir þá við hin nýja byggð, þorpið, sem er samvaxið gamla bæjahverfinu. En sá er enn munur á þorpinu og gamla hverfinu, að í hverfinu eru stór tún umhverfis hin nýju hús, er reist hafa verið á jörðunum. Yst á tanganum er svo frystihúsið og sjóbúðir, en fram af þeim hafnargarður og bryggja, sem hreppurinn á. Við bryggjuna eru bundnir nokkrir vélbátar. Hér er nýi tíminn að ryðja sér til rúms.
Hér voru áður tvær jarðir, Stóru-Vogar og Minni-Vogar, og fylgdu þeim nokkrar hjáleigur, og em orðnar að sérstökum býlum sumar, en aðrar hafa lagst niður. Hér er Suðurkot og Nýibær, Hábær (er áður hét Tuðra) og Tumakot, Austurkot og Norðurkot. Þessi „kota“-nöfn eru löngu orðin úrelt, því að hér eru engin kot. En sjálft höfuðbólið Stóru-Vogar, sem mun vera landnámsjörðin Kvíguvogar, hefir lengi staðið í eyði og er nú að hruni komið. Þarna var þó einu sinni hæsta timburhúsið í Vogunum.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar í Vogunum eru með merkilegri minjum. Steinhúsið var byggt 1871 af fyrsta íslenska steinsmiðnum, Sverri Runólfssyni. Sá hinn sami og byggði m.a. sjálfa Skólavörðuna (1868), Þingeyrakirkju (vígð 1877) og steinbrúnna yfir lækinn í Reykjavík (1866). 

En grunnur þess er óbifanlegur. Það eru útveggir steinhúss, sem Jón Magnússon Waage reisti árið 1871 og mun hafa verið fyrsta steinhús, sem íslenskur bóndi lét reisa. Smiðurinn var Sverrir Runólfsson steinhöggvari, og segir í Iðnsögu íslands, að þetta hafi verið eitthvert helsta verk Sverris, og smíðaði hann þó bæði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju. (Í Iðnsögunni er sú villa, að húsið hafi verið reist í Minni-Vogum). Veggir hússins voru tvíhlaðnir úr hraungrýti, sem lagt var í kalk og er veggjaþykktin 1 al. 6”—1 al. 9”. Loft, gólf og þaksúð var úr plægðum borðum og helluþak á húsinu. Sjórinn er alltaf að brjóta bakkann hjá Stóru-Vogum og er kominn alveg heim að húsinu. Nú seinast hefir hann brotið skarð í sjóvarnargarð, sem þar var gerður, svo að undirstaða hússins er í hættu.
Fram af Austurkoti er tjörn á sjávarbakkanum og grandi fyrir framan.
HómabúðÁ þessum granda stóð áður ein af hjáleigunum og hét Eyrarkot, en grandinn Eyrarkotsbakki. Þar var útræði fyrrum. í tjörninni er stór og grasgefinn hólmi og þar verpur fjöldi af kríum. í miðri byggðinni er hár hóll, sem Arahóll nefnist, og stendur á honum varða mikil, sem heitir Aravarða. Undir hólnum er fagur hvammur, og þar á með tímanum að koma skrúðgarður og skemmtigarður þorpsins. Fram undan er svo Vogavíkin, lygn og svipfríð, og í henni speglast Stapinn með grænum geirum, skriðum og klettabeltum. Hann setur og sinn svip á allt umhverfið. Það er fagurt í Vogum, og hvergi hefi ég séð fegurra sólarlag en þar.

Vogar

Brekkuvörin. Hólmabúð h.m.

Þegar staðið er innan við Vogavíkina, er auðséð, að hér hefir sjórinn brotið mikið land. Er ekki ósennilegt, að í fornöld hafi verið graslendi fyrir botni víkurinnar og út með Stapanum að vestan. En það er þá allt horfið og eftir standa svört sker og tangar. Mestur er Kristjánstangi fyrir miðjum víkurbotninum. Þar stóð einu sinni salthús, og ef til vill hefir verið þar útræði einhvern tíma, en þess sjást nú ekki merki og enginn veit neitt um það að segja. Saltgeymslan hefir ef til vill aðeins verið fyrir Stóru-Voga.
HólmabúðVið höldum nú vestur að Stapa. Á þeirri leið eru réttir þeirra Vogamanna, hlaðnar úr grjóti undir klapparholti nokkru. Þetta eru gömlu réttirnar á Suðurnesjum, og þangað kom fé úr öllum nálægum hreppum og margt fólk, meðan réttadagurinn var einn af hátíðardögum ársins. Skammt fyrir ofan er Suðurnesjavegurinn og liggur upp á Stapann sunnanverðan. Við höldum gamla veginn, sem lá út með Stapanum, og verður þá brátt fyrir okkur dæld eða skarð í Stapann. Þetta er hið alkunna Reiðskarð, þar sem alfaravegurinn lá öldum saman, brattur nokkuð og stundum ófær á vetrum vegna fannkyngi í skarðinu.

Stapinn

Stapabúð.

Utan við skarðið hækkar Stapinn mjög, og með flóði fellur sjór þar upp að honum, svo ekki verður komist nema klöngrast hátt í skriðum. Nú var fjara og leiðin greið. Utan við þessa forvaða er svo komið að Hólmabúðum, sem eru gegnt Vogabæjunum. Hér er enn nokkur undirlendisskák með fram Stapanum. Þar eru háar og grýttar skriður á aðra hönd, með nokkrum grasgeirum á milli, en klettabelti efst í brúnum. Á hina höndina skagar nes út í víkina. Þetta er Hólminn, og hér hefir eflaust verið veiðistöð um margar aldir. Saga þeirrar útgerðar er nú glötuð, nema hvað nokkuð er vitað um sögu Hólmans síðan um 1830—40, að hið svonefnda „anlegg“ rís þar upp. En svo nefndu menn í daglegu tali hús þau, er Knudtzon lét reisa þarna, salthús og fisktökuhús. Knudtzon var aldrei kallaður annað en „gróssérinn“.
HólmabúðMjór tangi tengir Hólminn við land. Þar standa skrokkar af tveimur gömlum vélbátum og hallast hvor upp að öðrum í sameiginlegu umkomuleysi. Þetta voru einu sinni glæsilegar fleytur, sem drógu björg í þjóðarbú, en eru nú ekki annað en tvö útslitin hró, sem lokið hafa ætlunarverki sínu. Og á skeri þar rétt fyrir innan er ferlíki nokkurt, hálft í sjó og hálft uppi á skerinu. Þetta er einn af innrásarprjámum þeim, er bandamenn smíðuðu til þess að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944.
En hvernig stendur á því, að slíkt fartæki er komið hér inn á Vogavík? Sú er saga til þess, að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prjámum eftir stríðið og lét draga þá hingað.

Stapi

Stapi – strandaður innrásarprammi.

Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.
Þegar komið er út í Hólminn, er hann nokkuð stór og hringlaga. Má þar sjá leifar af miklum mannvirkjum. Fyrst er þar grunnur undan stóru húsi, sem líklega hefir verið fisktökuhús og íbúðarhús umsjónarmannsins, sem þarna var. Þetta hús hefir verið um 15 metrar á lengd og breitt að því skapi. Þar hjá er grunnur undan öðru húsi, og þar mun hafa verið salthúsið, sem tók 2000 tunnur af salti. Steinstéttir eru umhverfis þessi hús, en hvort það hafa verið gangstéttir, eða ætlaðar til að breiða á þær fisk, verður ekki sagt.

Hólmabúð

Hólmabúð séð af Stapanum.

Fremst á Hólminum eru rústir af grjótbyrgjum, þar sem vertíðarmenn hafa saltað fisk sinn. Hefir sjórinn brotið nokkuð af þessum byrgjum, svo að nú verður eigi séð, hve mörg þau hafa verið, en heillegar tóftir standa eftir af sumum. Þarna eru og leifar af miklum grjótgörðum. Tvö svæði á stærð við meðalkálgarð eru þar afgirt með grjótgörðum, og getur verið, að annað þeirra hafi verið bátaskýli, og hafi menn dregið inn í það báta sína þegar mjög hvasst var, svo að þá tæki ekki upp. Þessi rétt eða skýli hefir verið rétt við lendinguna innan á Hólmi, en svo var önnur lending utan á honum. Seinustu útgerðarmenn þarna, meðan „anleggið“ var, voru bændur úr Kjós, af Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og úr Reykjavík. Er talið, að þeir hafi haft þar 18 báta.

Stapabúð

Stapabúð.

Seinasti „útlendingurinn“, sem gerði þarna út, var Haraldur Böðvarsson kaupmaður á Akranesi. Hann eignaðist fyrsta vélbát sinn, „Höfrung“, árið 1908 og gerði hann út í Vestmannaeyjum á vertíð 1909. Þetta var ekki nema 8 tonna bátur, og Haraldi leist ekki á að hafa hann þar. Og eftir að hafa athugað alla staði hér nærlendis, taldi hann Hólmabúðir á Vogavík heppilegasta útgerðarstaðinn fyrir sig. Þar var gott lægi fyrir litla vélbáta innan við Hólminn, og þar mátti draga þá á land, ef þurfa þótti.

Stapinn

Hólmabúð 2022.

Að vísu var gamla verstöðin komin í eyði fyrir löngu, en hann reisti þarna dálítið hús í félagi við annan útgerðarmann, og gerði síðan út þar í þrjú ár, eða þar til hann fluttist til Sandgerðis með útveg sinn. Tveir af kunnustu útvegsmönnum við Faxaflóa, Geir Zoega og Haraldur Böðvarsson, byrjuðu því báðir útgerð sína í Vogunum.
Þurrabúð rís fyrst í Hólmi 1830. Bjarni Hannesson hét sá, er þar bjó fyrstur. Hann mun hafa dáið um 1844. Kona hans, Valgerður Þórðardóttir, giftist síðan Guðmundi Eysteinssyni, er verið hafði vinnumaður hjá þeim, og voru þau í Hólmabúðum fram til 1848.
Það er á þessu tímabili, að Knudtzon byrjar „anleggið“ þarna. Mun hann hafa haft þar sérstaka afgreiðslumenn, sem ekki hafa dvalist þar nema tíma og tíma. Hólmabúðir munu þá hafa verið orðnar grasbýli. Leggur Knudtzon það undir sig, þegar Guðmundur fór þaðan, og fylgir það síðan stöðinni.

Hólmabúð

Hólmabúð.

Árið 1850 kemur að Hólmabúðum Jón Snorrason dbrm. á Sölvahóli í Reykjavík, og er hann fyrst nefndur verslunarþjónn, en síðar verslunarstjóri. Fær Jón þann vitnisburð, að hann sé „prýðilega að sér og gáfaður dánumaður“. Hann var þarna í sex ár. Næstur honum er Kristján Jónsson, og er hann þar í þrjú ár. Síðan er Guðmundur Magnússon þarna eitt ár.

Stapinn

Hólmabúð.

Árið 1860 koma þau þangað Jón Jónsson prentari, sem kenndur var við Stafn í Reykjavík, og kona hans Sólveig Ottadóttir, Guðmundssonar sýslumanns. Þau eru þar í þrjú ár. Þá tekur við Egill Ásmundsson, en næsta vetur hrapaði hann í Vogastapa og beið bana.
Árið 1864 koma svo Jón Breiðafjörð og Arndís Sigurðardóttir að Hólmabúðum, og var Jón forstjóri stöðvarinnar um 12 ára skeið. Á sama tíma rak hann einnig útgerð fyrir sjálfan sig, og var þarna oft 14 manns í heimili hjá þeim. Vorið 1876 fluttust þau svo að Brunnastöðum, eins og fyrr er getið.

Stapinn

Brekka 2022.

Næsti forstjóri Hólmabúða var Stefán Valdimarsson Ottesen, og gegndi hann því starfi fram til 1882. Þá er mjög farið að draga úr útgerð þarna. Eftir það kom þangað Björn nokkur Guðnason og var þar til ársins 1898. Hann hefir sennilega verið seinasti stöðvarstjóri í Hólmi. Seinasti maður, sem þar bjó, hét Elís Pétursson, og var hann þar aðeins árið. Síðan fara engar sögur af stöðinni, og munu húsin hafa verið rifin um aldamót.
[FERLIR barst síðar eftirfarandi tölvupóstur frá Ferne Gudnason, Mirror, Alberta, Canada: „Thank you for the Information on FERLIR about Hólmabúð which mentions my great grandfather, Bjorn Gudnason who was born in 1834 and moved to Canada in August of 1900 and then returned to Iceland in 1916 and died at Narfakot in December 1916. He is buried at Kalfatjornkirkja.
I have been to  Hólmabúð   twice with Viktor Gudmundson from Vogar as a guide.  It is very emotional to stand on the land where one’s ancestors worked and lived. – Thank you.„]

Hólmabúð

Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Á undirlendinu með fram Stapanum eru rústir af tveimur býlum, sem upphaflega voru þurrabúðir, en urðu að grasbýlum. Annað þeirra hét Brekka. Þetta býli reisti Guðmundur Eysteinsson, er hann fór frá Hólmabúðum 1848, og bjó hann þar fram til 1861. Síðan eru þar nokkrir ábúendur skamma hríð, en 1869 flyst þangað Guðmundur Jónsson og bjó þar í full 30 ár og hafði oft húsmennskufólk á vegum sínum. Árið 1899 koma þangað hjónin Pétur Jónsson og Guðlaug Andrésdóttir ásamt sex uppkomnum börnum sínum. Pétur bjó þarna til dauðadags 1916, og var þar þá oft mannmargt. Síðan bjó ekkja hans þar eitt ár, en þá tók við búinu tengdasonur hennar, Magnús Eyjólfsson, og bjó þar fram um 1930, en hafði þó býlið undir miklu lengur. Á Brekku stendur enn stofuveggurinn, hlaðinn forkunnarvel úr grjóti.

Stapakot

Stapabúð.

Kippkomi utar eru rústir hins býlisins, en það hét Stapabúð. Það reisti fyrst Jóhannes nokkur Guðmundsson 1872 og bjó þar tvö ár. Næsti ábúandi, Pétur Andrésson, bjó þar þrjú ár. Þá fluttist þangað ekkja, Herdís Hannesdóttir, ásamt 4 börnum sínum og bjó þar til 1885. Seinustu árin bjó þar á móti henni tengdasonur hennar, Eiríkur Eiríksson, sem var kvæntur Guðlaugu Helgadóttur.

Stapinn

Stapabúð 2022.

Eftir það koma þangað hjón, er bjuggu þar aðeins árið. En síðan flytjast þangað Jón Jónsson og Kristín Illugadóttir og búa þar til ársins 1896. Þegar þau fluttust þaðan, lagðist Stapabúð í eyði, en bóndinn á Brekku mun hafa nytjað tún það, sem þar hafði verið ræktað og mun hafa verið um kýrfóðursvöllur. Á Stapabúð er járnþak baðstofunnar enn uppi hangandi. Hér mótar fyrir gömlum grjótgörðum, og má vera, að sumir af þeim hafi verið gerðir til að þurrka á þeim skreið, því að útræði var hér og á Brekku áður en býlin komu. Hjá Stapabúð eru einnig rústir af saltfiskbyrgjum, en þau hafa ekki verið gerð fyrr en farið var að salta fisk, og saltfiskverkun hófst ekki hér við Faxaflóa fyrr en á árunum 1820—1840. Enn utar með Stapanum eru hinar svonefndu Kerlingabúðir. Þar hefir aldrei verið neitt býli, heldur aðeins sjóbúðir og sést nú lítið af þeim, því að sjór hefir brotið þær að mestu leyti.

Hólmabúð

Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Hérna undir Vogastapa, þar sem nú eru aðeins gamlar rústir, hefir sjálfsagt verið mikil verstöð fyrrum, jafnvel allt frá Hrolleifs dögum, því að hér hefir hagað enn betur til um sjósókn heldur en á Gufuskálum, þar sem Steinunn gamla ákvað að vera skyldi vermannastöð frá Hólmi í Leiru.

Kerlingarbúðir

Leifar Kerlingarbúðar undir Stapa.

Vermenn hafa átt hér búðir öldum saman, þó að þeirra sjáist nú engar minjar. Sumar hefir sjórinn tekið, en aðrar hafa breyst með tímanum og grjótið úr þeim notað í nýjar byggingar. Hér hafa verið góðir lendingarstaðir, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, og sjaldan brást afli undir Stapanum. Eftir að fyrstu, litlu vélbátarnir komu, var gott vetrarlægi fyrir þá innan við Hólminn. En þegar stóru vélbátarnir komu, þá var þar ekki lengur griðastaður, og þá varð að gera höfn og hafnargarð.
Útgerðarhættir breytast og veiðiskapur breytist. Eitt er víst, að róðrarbátaútgerð hefst ekki aftur, og þess vegna eru nú gömlu varirnar og lendingamar til einskis nýtar. En staðhættir breytast ekki að sama skapi, og enn liggur Vogavík vel við útgerð. Sú útgerð verður mjög breytt frá því sem áður var, og jafnvel frá því sem nú er.

Stapinn

Upplýsingaskilti við Stapann.

Og þá minnist ég fyrsta mannsins, sem hafði hug á því að veiða síld í Faxaflóa til söltunar. Hann átti heima hér í Vogunum og var þarna langt á undan sínum tíma. Það er ekki fyrr en nú á seinni árum, að augu manna hafa opnast fyrir því, að hægt muni að stunda síldveiðar með góðum árangri hér í flóanum. Þar hefir Haraldur Böðvarsson verið brautryðjandi, og get ég ekki stillt mig um að taka hér upp það, sem eftir honum var haft á sjötugsafmæli hans: „Faxasíldin er gullnáma, sem enn hefir ekki verið unnin, nema að nokkru leyti, en enginn vafi er á því, að hún verður drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúskapinn í náinni framtíð. Síldina er líklega hægt að veiða flesta mánuði ársins.“
Ég held, að útgerðin í Vogunum eigi eftir að breytast bráðlega, að þar sé ný aldahvörf í aðsigi. Ég held, að Voganir eigi eftir að verða að síldarbæ — stórum síldarbæ.“

Heimild:
-Árni Óla – Strönd og Vogar, úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar, Gömul veiðistöð, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1961, bls. 152-159.

Hólmabúð

Pramminn innan við Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Siggubær

Á tveimur  upplýsingaskiltum framan við Siggubæ gegnt Hellisgerði í Hafnarfirði er annars vegar fjallað um „Siggu í Siggubæ“ og hins vegar „Siggubæ„:

Sigga í Siggubæ

Siggubær

Siggubær – skilti.

Sigríður eða Sigga eins og hnún var ávallt kölluð var fædd að Merkinesi í Höfnum sunnudaginn 17. júlí 1892 og var hún einkabarn foreldra sinna. Hún var atorkusöm kona sem lét fátt fram hjá sér fara. Snemma hóf hún að starfa á fiskreitum bæjarsins veið breiðslu og síðar við vask, jafnframt því sem hún sá um dreifingu Alþýðublaðsins að föður sínum látnum.

Siggubær

Sigríður Erlendsdóttir.

Henni var jafnaðarmennska í blóð borin og fann hún skoðunum sínum farveg innan Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Á fiskreitunum kynntist Sigga baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og upplifði það að vinna sömu vinnu og karlarnir en fyrir lægri laun en þeir. Sigríður var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar árið 1925. Hún átti sæti í samninganefnd félagsins árið eftir stofnun þess, var fjármálaritari frá 1929 til 1932 og ritari félagsins í 14 ár. Henni var fátt óviðkomandi hvort sem halda þurfti ræðu eða vinna fyrir félagið á einn eða annan hátt. Meðal annars tók hún að sér að sauma félagsfána verkakvennafélagsins sem afhentur var við hátíðlega athöfn í febrúar árið 1930.

Framsýn, föst en höfðingleg

Siggubær

Sigríður, næst lengst til hægri, í hópi starfsfélaga á Fiskakletti þar sem vitinn stóð fyrrum.

Eitt af helstu baráttumálum og hugðarefnum Sigríðar innan verkakvennafélagsins var stofnun dagheimilis fyrir börn útivinnandi kvenna en sjálf var Sigga barnlaus og ógift. Það var árið 1932 að hún léði máls á stofnun dagheimilis á félagsfundi hjá verkakvennafélaginu. Kvað hún brýna þörf á slíku heimili og taldi æskilegt að konurnar hefðu forgöngu um að hrinda því í framkvæmd.

Hörðuvellir

Á Hörðuvöllum.

Ári seinna varð hugmynd hennar að veruleika er dagheimili var stofnað. Fyrst um sinn var það til húsa í gamla barnaskólanum við Suðurgötu, í bæjarþingsalnum og var það einungis opið yfir sumartímann. Ári eftir stofnun dagheimilisins lagði Sigríður fram þá tillögu að verkakvennafélagið reisti sitt eigið hús fyrir starfsemina. Hlaut tillaga hennar brautargengi og byggði félagið hús að Hörðuvöllum. Fljótlega varð það þó of lítið en vegna hvatningarorða Siggur var brátt ráðist í stækkun.
Málefni dagheimilisins átti hug og hjarta Sigríðar, hún átti sæti í dagheimilisnefndinni frá árinu 1935 og var formaður nefndarinnar í alls 24 ár. Árið 1970 sýndi Sigga starfsemi dagheimilisins sérstakan hlýhug er hún stofnaði minningarsjóð um foreldra sína og afhenti svo dagheimilinu sjóðinn, að upphæð krónur 50.000, til eignar og ráðstöfunar.

Sigga og pólitíkin

Siggubær

Sigríður.

Þrátt fyrir miklar annir hjá Siggu við félagsstörf innan verkalýsðhreyfingarinnar tók hún einnig virkan þátt í stjórnmálastarfi Alþýðuflokksins í bænum. Allt frá stofnun flokksins hafði hún fylgt honum að málum og þegar kom að því að stofna kvenfélag innan hans í nóvember 1937 var hún ein af forkólfum þess og gjaldkeri til tuga ára. Kvenfélagið var eitt það fyrsta sinnar tegundar á landinu og stofnun þess því dæmi um brautryðjandastarf í póitískum málefnum kvenna. Allt frá stofnun félagsins var Sigríður óþreytandi við að koma með hugmyndir og áskoranir um það sem betur mátti fara, bæði í bæjarmálum og á landsvísu. Hún var síðan kosin fyrsti heiðursfélagi félagsins og var jafnframt heiðursfélagi í verkakvennafélaginu.

Siggubær

Siggubær

Siggubær.

Siggubær er dæmigerður timburbær klæddur með bárujárni, en bæirnir svonefndu voru veggjalágir, svo til allir undir súð og höfðu einungis glugga á göflunum. Bæirnir voru ekki stóri í fermetrum talið, Siggubær er t.d. aðeins um 6.2 m á lengd og 3.8 , á breidd sem var algeng stærð á þessum húsum.
Bæjum eins og Siggubæ var gjarnan skipt upp í skilrúm. Styttri hlutinn var stundum hólfaður í tvennt, í eldhús og lítið herbergi en til þess að fá meira pláss var oftar en ekki byggður áfastur inngönguskúr.

Allir þurfa þak yfir höfuðið

Siggubær

Erlendur Marteinsson.

Um aldamótin síðustu urðu miklar breytingar á atvinnuháttum þjóðarinnar, fólk fluttist úr sveitum á mölina í leit að betri tækifærum fyrir sig og sína. Erlendur Marteinsson, fæddur árið 1864, frá Merkinesi í Höfnum og kona hans Sigurveig Einarsdóttir, fædd árið 1968, voru ein af þeim sem tóku sig upp og settust að hér í Hafnarfirði, enda mikill uppgangur í bænum vegna nýrra útgerðarhátta.
Ekki var auðvelt að verða sér úti um húsnæði og eini möguleiki fólks var að leigja inni á öðrum eða byggja sér eigið húsnæði. Það kostaði mikla peninga að reisa hús og lánsfé lá ekki á lausu. Erlendur hafði ráðið sig í vinnu hjá August Flygering sem þá var að hefja þilskipaútgerð sína í Hafnarfirði. August lánaði Erlendi 494 kr. og 10 aura og samkvæmt samningi þeirra átti að greiða lánið upp á fjórum árum. Árið 1902 réðst Erlendur í það verk að reisa hús fyrir sig, konu sína og einkadóttur, Sigríði, sem þá var á tíunda ári. Bærinn þeirra skiptist í tvö hólf og var styttri endinn hólfaður í tvennt en til að byrja með var ekki um neitt eiginlegt eldhús að ræða. Annað herbergið var eins konar forstofa, því inngönguskúrinn var byggður seinna.

Siggubær

Siggubær.

Þegar Erlendur hafði gert upp skuld sína við August, að fjórum árum liðnum eins og samningurinn sagði til um, var lagt í að klæða þakið og veggina með járni. Inngönguskúrinn var byggður og eldhúsið tekið í notkun. Árið 1915 var skúrinn stækkaður og um það leyti var útihúsið byggt.
Siggubær er ekki stór en þrátt fyrir það bjó hér eins og áður sagði þriggja manna fjölskylda og um tíma var herbergið í norðurendanum leigt út il Valgerðar Ólafsdóttur frá Hliðsnesi. Erlendur lést árið 1935 eftir margra ára vanheilsu og sjúkralegu á heimili sínu. Eftir það bjuggu þær mæðgur saman í húsinu sem fjölskyldan hafði af dugnaði komið sér upp.“

Siggubær

Siggubær 2020.

Hveragerði

Við Varmahlíð í Hveragerði er upplýsingaskilti. Á því er eftirfarandi texti:

„Íbúðarhúsið Varmahlíð er elsta hús Hveragerðis, reist árið 1929, og markar það, ásamt garðyrkjustöðinni Fagrahvammi sem hóf starfsemi sama ár, upphaf byggðar í Hveragerði.

HveragerðiVarmahlíð var byggð á lóð Mjólkurbús Ölfusinga sem hafði keypt stórt land undir starfsemi sína árið áður. Húsið var upphaflega bárujárnsklætt timburhús, en var síðar múrhúðað að utan. Við byggingu var það rúmir 30 fermetrar að stærð, með forstofu, dagstofu, svefnherbergi og eldhúsi, auk geymslu við norðurgafl.

Varmahlíð var byggð fyrir Guðmund Gottskálksson og fjölskyldu frá Hvoli í Ölfusi sem bjuggu um 30 á í húsinu. Hveragerðishreppur keypti Varmahlíð árið 1961 og hefur sveitarfélagið átt það síðan. Húsið var engst af í útleigu en á árunum 1992-1995 var ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsinu og það fært til upprunalegs horfs, að viðbættu fordyri, og telst í það tæpri 50 fermetrar að stærð. Húsið var jafnframt fært inna á lóðina, en upprunalega stóð það neðar götunni. Frá árinu 1995 hefur Hveragerðisbær boðið erlendum sem innlendum listamönnum að dvelja í húsinu.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Garðahlynur austan Varmahlíðar. Undir hlynum er bekkur til minningar um Margréti Sverrisdóttur er síðust bjó  í Varmahlíð.