Strandarkirkja

Skilti er framan við Strandarkirkju, innan girðingar. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Strandarkirkja

StrandarkirkjaStrönd í Selvogi var stórbýli og höfðingjasetur lengi framan af öldum.

Elsta skjalfesta heimild um kirkju á Strönd er frá því um 1200, en öruggt má samt telja að kirkja hafi risið þar skömmu eftir kristnitöku.

Kirkjan á Strönd var í kaþólskum sið helguð Maríu guðsmóður og blessuðum Tómasi Becket erkibiskupi af Kantaraborg.

Kirkja var einnig á höfuðbólinu í Nesi fram til 1706 og kirkjunnar því tvær í Selvogi.

StrandarkirkjaUppblástur og sjávarágangur eyddu landkostum í Selvogi og stórbýlið Strönd var komið í eyði um 1700.

Kirkjan stóð ein eftir á svörtum sandi við opið haf, óvarin fyrir veðrum og vindi, eins og það virki, sem ekki verður gefið upp, það vígi, sem ekki verður unnið né brotið niður. Hún hefur verið endurbyggð nokkrum sinnum á sama grunni.

Sóknarbörnin hafa ætíð látið sér annt um kirkju sína og staðið einbeitt gegn hugmyndum fyrri tíma um að flytja hana á hagkvæmari stað.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Núverandi kirkja var upphaflega reist af nýjum viðum árið 1888. Miklar endurbætur voru gerðar á henni og hún endurvígð 1968 og 1996.

Það hefur verið trú manna að Strandarkirkja verði vel við áheitum og sjái alltaf fyrir sér og viðhaldi sínu.

Engilsvík – Helgisögn varðveitt í Selvogi

Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar.

Segir ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi í hafi úti á leið sinni til Íslands. lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að heiti þessu unnu birtist honum sýn í líki ljósengils fram undan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið, er hann stýrir eftir. Segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn, að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan malarkamb var hin fyrsta Strandarkirkja reist af fórnarviðnum.
Heitir þar síðan Engilsvík, sem skipið bar að landi.

Áheitin

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Trúin á Strandarkirkju birtir vissuna um, að til sé hulinn verndarkraftur.

Áheit á kirkjur, helga menn og helga dóma voru mjög algeng í kaþólskum sið. Áheit á Strandarkirkju munu löngum ekki hafa verið meira en almennt gerðist. Þorláksskrín í Skálholti og Krossinn helgi í Kaldaðarnesi nuti mikillar áheitahelgi umfram aðra helgidóma á Suðurlandi. Eftir siðaskiptin á sextándu öld má segja að áheitatrúna hafi vantað athvarf, en fundið séð það í Strandarkirkju.

Það eru trúin og bænirnar, sem helga staðinn og guðshúsið. Hvert áheit felur í sér vonarákall, borið fram í trausti til Guðs, sem veit, skilur og bænheyrir.“

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Arnarbæli

Ofan við Arnarbæliskirkjugarð í Ölfusi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Arnarbæli

Arnarbæli – minnismerki í Arnarbæliskirkjugarði.

„Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi gegnum aldirnar. Þar var fyrst getið kirkju um 1200. Hún var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara. Ýmsir þekktir menn bjuggu í Arnarbæli, til dæmis Tumi Sighvatsson um 1200 og Þorvaldur Þórarinsson 1289. Þar hefur hann skrifað Njálu ef trúa má tilgátum Barða Guðmundssonar. Árið 1510 lætur Skálholtsbiskup dæma dómkirkjunni jörðina, sem var í konungseign, vegna vanskila bóndans við kirkjuna. Prestsetur verður í Arnarbæli 1580.

ArnarbæliSagnir herma að hafskipi hafi verið siglt upp Ölfusá að Arnarbæli og bendir örnefnið Bjálkhús (Búlkhús) til þess að farmur hafi verið borinn af skipi þar. Má vera að satt sé því mikið hefur Ölfusá borið af jarðefnum síðan. Sögn er að Ögmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup, hafi stýrt skipi til hafnar í Bjálkhúsósi.

Arnarbæli átti ýmis ítök; reka, skipsuppsátur í Þorlákshöfn og Selvogi, einnig lax- og selveiði í Ölfusá. Prestur leigði slægjur til flestra bænda í Ölfusi.

ArnarbæliJarðskjálftarnir á Suðurlandi 1896 ollu gífurlegum skemmdum á bæjarhúsum og gripahúsum í Ölfusi. Í Arnarbæli voru fyrir jarðskjálfta átta bæjarhús sem öll gjörféllu. Þar voru níu gripahús og féllu öll. Kirkjan var eina húsið í Arnarbæli sem stóð af sér skjálftana en hún gekk til á grunninum.

Jarðskjálftarnir hófust að kvöldi 26. ágúst. Um máðanamótin ágúst september var búið að dytta að bænum og fluttu margir í hann um von um að ósköpin væru afstaðin. Það var gegn vilja prestsins Ólafs Ólafssonar og hans konu en þau gistu í kirkjunni með börn og tvær af stúlkunum.
ArnarbæliSíðasti skjálftinn reið yfir 10. september. Þá var heimilisfólk í Arnarbæli nýgengið til náða og flestir höfðu fest svefn þegar ósköpin dundu á.

Í Ölfusi gjörféllu 183 bæjarhús, 145 skemmdust mikið en 148 töldust lítið skemmd. Þar gjörféllu 198 gripahús, 207 skemmdust mikið en 144 töldust lítið skemmd. Mörg börn af jarðskjálftasvæðinu voru flutt á Reykjavíkursvæðið og dvöldu þar í fimm til níu vikur. Úr Ölfusi fóru 57 börn til tímabundinnar dvalar meðan verið var að lagfæra hús eftir jarðskjálftana.

Konungur Danmerkur, Friðrik áttundi, kom til Íslands í ágúst 1907 ásamt fríðu föruneyti. farið var ríðandi frá Reykjavík til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi, þaðan að Þjórsárbrú. Síðan var haldið að Arnarbæli og gist þar. Með í för var Hannes Hafstein og fleiri fyrirmenn landsins. Hannes Hafstein, Friðrik konungur og Haraldur prins gistu í húsinu en fylgdarlið í tjöldum.“

Arnarbæli

Arnarbæli – skilti.

Hveragerði

Í Hveragerði eru nokkur minnismerki.

Hveragerði – Blóm í bæ 2010

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Blóm í bæ.

Þessi silfurreynir er gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands til Hveragerðisbæjar í tilefni af 125 ára afmæli félagsins.
Hann er beinn afkomandi elsta trés landsins sem talið er að hafi verið gróðursett 1884 við hús Schierbech landlæknis við Suðurgötu í Reykjavík.

Gunnar Björnsson

„Trjálundur þessi er til minningar um Gunnar Björnsson garðyrkjubónda í Álfafelli 1913-1977“.

Minnismerkið er á steyptum stöpli í Listigarði Hvergerðinga.

Reykjakirkjugarður

Hveragerði

Hveragerði – minnismeri; Reykjakirkjugarður.

Í Hveragerði, neðan við Garðyrkjustöðina, er Reykjakirkjugarður. Garðurinn sá forni hefur nú verið enduvakinn, bæði með málamyndauppgreftri, tilbúnum garðhleðslum, en ekki síst öllu merkilegra skilti á vegg er vísar á nafngiftina. Skiltið má þakka Sesselju Guðmundsdóttur.
Þessara merku minja virðast hvergi getið í vefheimildum.

Gísli Sigurbjörnsson 1907-1994

Gísli Sigurbjörnsson fæddist 29. okt. 1907 í Reykjavík. Hann lést 7. janúar 1994.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Gísli Sigurbjörnsson.

Gísli lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1927. Hann stofnaði Elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1938 og var forstjóri þess frá stofnun og jafnframt forstjóri Áss í Hveragerði frá 1952. Auk þess að vinna brautryðjendastarf í þágu aldraðra sinnti Gísli mikið íþróttamálum, bindindismálum og ferðamálum alla tíð. Hann var einn af stofnendum Krabbameinsfélags Íslands og formaður Knattspyrnufélagsins Víkings um skeið. Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðar- og ábyrgðarstarfa á ýmsum vettvangi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður 3. sept. 1995. Hann stendur á lóð Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggvari.

Lárus J. Rist (1879-1964)

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Lárus J. Rist.

„Munit, at léð er lýði land fyrir kraft og anda. [M. Joch.]“

Árið 1936 kom Lárus J. Rist sundkennari frá Akureyri til Hveragerðis. Hann hafði stundað nám við lýðháskólann Askov í Danmörku og lokið prófi frá fimleikaskólanum í Kaupmannahöfn árið 1906. Lárus hafði um árabil unnið við sundkennslu á Akureyri og 6. janúar 1907 vann hann það afrek að synda yfir Eyjafjörð. Lárus gekk í Ungmennafélag Ölfusinga og varð fljótlega mikilvirkur í félagsstarfinu. Hann var stórhuga og setti sér það markmið að í Hveragerði skyldi byggð vegleg sundlaug, stærsta sundlaug landsins. Lárus tók forystu í sundlaugarnefnd og valdi sundlauginni stað í gilinu fyrir neðan gróðurskálana á Reykjum. Þar seytlaði volgur lækur milli grasigróinna bakka og hjálpaði hann til að grafið var fyrir lauginni á þessum stað.

Í ágústmánuði árið 1959 var afhjúpaður minnisvarði um Lárus J. Rist í Laugaskarði í tilefni áttræðisafmæli hans. Þetta var brjóstmynd gerð af listamanninum Ríkharði Jónssyni.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Elna og Unnsteinn.

Það var hátíðarblær yfir staðnum þennan dag og hundrað börn og unglingar steyptu sér til sunds í laugina. Jóhannes úr Kötlum flutti frumsamið kvæði að fornum hætti. Gunnar Benediktsson rithöfundur las kvæði Matthíasar Jochumssonar í tilefni af Eyjarfjarðarsundi Lárusar árið 1907.

Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Elna Ólafsson (1912-1998) – Unnsteinn Ólafsson (1913-1966)

„Hjónin Elna Ólafsson og Unnsteinn Ólafsson skólastjóri 1939-1966“.

Unnsteinn var skólastjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi.
Nemendur og vinir reistu honum þennan minnisvarða sem stendur í Unnsteinslundi ofan við Garðyrkjuskólann. Helgi Gíslason myndhöggvari gerði minnisvarðann.

Unnsteinslundur

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Unnsteinslundur.

Árið 1943 átti Unnsteinn Ólafsson skólastjóri frumkvæði að gerð grasagarðs hér í hlíðinni, sem nú er við hann kenndur.

Á sumardaginn fyrsta 1998
Garðyrkjuskóli ríkisins

Jóns Kristjánsson
Minnisvarðinn er við Náttúrulækningafélagið í Hveragerði.

Garðahlynur

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Garðahlynur.

Við Varmahlíð er hlynur. Við hann er skilti: „Garðahlynur“.
Undir honum er bekkur. Á bekknum er skilti: „Margrét Sverrisdóttir – Greta, 7.12.1942-3.4.2021. Minningin lifir“.

Minningabekkur gegnt Reykjafossi, norðan árinnar.
„Njótum útsýnis og kyrrðar. Blessuð sé minning hjónanna í Laugaskarði, Hjartar og Margrétar. Bekkurinn er gjöf frá börnum og tengdabörnum“.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Hjörtur og Margrét.

Þorlákshöfn

Í Öfusi og Þorlákshöfn eru nokkur minnismerki.

Kolbeinn Grímsson (1927-2006)

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

„1927-2006
Ertu að fá hann?“

Við Hlíðarvatn í Selvogi hafa menn löngum veitt silung á stöng. Einn af þessum veiðimönnum var Kolbeinn Grímsson. Hann veiddi gjarnan á flugu, sem hann hnýtti sjálfur og kallaði peacock, á veiðistað sem kallaður er Innranef við norðurströnd Hlíðarvatns.

Sagan segir að ef einhver var við veiðar á veiðistaðnum á Innranefi þá settist Kolbeinn á stein við ströndina og ávarpaði veiðimanninn: ,,Eru að fá’an?”
Þegar veiðimaðurinn gafst upp á veiðum á þessum stað hnýtti Kolbeinn fluguna peacock á tauminn og hóf veiðar og leið ekki á löngu þangað til fiskurinn tók.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Kolbeinn Grímsson.

Á þessum steini er nú skjöldur með nafni Kolbeins og áletruninni Ertu að fá hann?

Kolbeinn Grímsson lést árið 2006. Stefán Hjaltested lét gera minningarskjöld
um Kolbein. Skildinum var komið fyrir á Innranefi og snýr hann út að Urðarvík.

Þorlákshöfn – Egill Thorarensen (1897-1961)
Minnismerkið er í almenningsgarði við Egilsbraut. Á því er áletrun: „Egill Thorarensen 1897-1961. Hann breytti verstöðinni Þorlákshöfn í nútíma bæ.“

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Egill Thorarensen.

Minnisvarðinn er eftir Gunnstein Gíslason.

Annar minnisvarði um Egil er á Selfossi.

Strandarkirkja – Engill (Landsýn)

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Strandarkirkja stendur við skerjótta og hafnlausa Suðurstöndina. Þar hjá er viti. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.

Helgisagnir um Strandarkirkju

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Á fótstallinum er skilti. „Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur, afhjúpað 29. maí 1950. Sögnin um Egilsvík.

Í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við Ægis mátt.
En himinn rétti arm í átt
þar ýtar sáu land.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Stakkavík.

Það skip úr dauðans djúpi rann
því Drottins engill lýsa vann.
Svo býður hann við boða þann
og báti stýrir hjá.“

Árið 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn.

Stakkavík
Á skilti grunns gamla Stakkavíkurhússins við Hlíðarvatn sendur: „Stakkavík í eyði 1943 – síðasti ábúandi; Kristmundur Þorláksson“.

Hlíð

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlíð.

Á skilti á tóftum gamla bæjarins hlíðar við Hlíðarvatn stendur: „Hlíð í eyði 1906 – síðasti ábúandi; Nikulás Erlendsson“.

Gísli Eiríksson
Á grágrýtissteini austan við Þorlákshafnarveg er skjöldur. Á hann er letrað: „Jólalundur – Takk fyrir að lýsa upp okkar tilveru. Til minningar um Gísla Eiríksson, f. 29.09.1963, d. 20.06.2023.“

María Bjarnadóttir

María Bjarnadóttir

Ölfus – minnismerki; María Bjarnadóttir.

Neðst á grunni Strandarkirkju er lítið skilti: „María Bjarnadóttir frá Herdísarvík, f. 17. júli 1881, d. 18. maí 1922. Var úti við Kolviðarhól“.

Fæstir taka eftir þessu litla minningarskilti. María varð úti 1922.
Skiltið er eins neðarlega og hægt er og þá í stíl við stétt konunnar!

Þegar forvitnast er um þessa konu má lesa litla frétt í Vísi frá því 31. maí 1922: „Bæjarfréttir – Konan, sem fanst örend hjá Kolviðarhól, hét María Bjarnadóttir, sunnan úr Selvogi; niðursetningur hjá Þórði Erlendssyni á Torfastöðum í Selvogi, en hættuð úr Herdísarvík“.

Skrúðgarður Þorlákshafnar

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Skrúðgarður.

Á grágrýtisbjargi í Skrúðgarði Þorlákshafnar er skilti. „Kvenfélag Þorlákshafnar. Kvenfélag Þorlákshafnar hóf frumkvöðlastarf við myndun skrúðgarðs í Þorlákshöfn árið 1974, sem ber vott um framsýni, vilja og dugnað. Sveitarfélagið Ölfus þakkar ómetanlegt starf í þágu samfélagsins. Gert af tilefni 50 ára afmælis Kvenfélags Þorlákshafnar 11. maí 2014“.

Kvenfélagið í Þorlákshöfn gerði garðinn.

Skjöldur á bekk:
Á bekk við minnismerkið er bekkur. Á honum er skjöldur: „Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar til Sveitarfélagsins Ölfuss. Íbúar í Ölfusi, til hamingju með endurbættan skrúðgarð. Kvenfélag Þorlákshafnar 2006“.

Hlín landslagsarkitekt

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Hlín Sverrisdóttir.

Í Skrúðgarði Þorlákshafnar er grágrýtisbjarg. Á því er skilti: „Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt endurhannaði skrúðgarð Þorlákshafnar. Hönnunarvinnan er gjöf til æskustöðva til minningar um foreldra hennar, Álfhildi Sveinbjörnsdóttur 1933-2014 og Sverrir Sigurjónsson 1934-2015. Þau höfðu alltaf einlægan áhuga á fegrun skrúðgarðsins og uppbyggingu Þorlákshafnar“.

Lífsfleyið
Minnismerki um horfna ástvini milli kirkjunnar í Þorlákshöfn og kirkjugarðsins. Þrír nafngreindir eru á skiltum við minnismerkið.

Á minnismerkinu er skilti: „Minningarreitur um drukknaða og horfna ástvini.

Minn ljúfi Jesú, lof sér þér
fyrir líkn og huggun þína,
þú, lífs og daða er lykla ber,
æ, lít á nauðsyn mína.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Arnarbæli.

Mig burtför æ lát búast við,
mér blessun gef og sálarfrið,
er lífsins dagar dvína.

Sálmur nr. 447, höf. ókunnur“.

Arnarbæli – Arnarbæliskirkja

„Hér stóð Arnarbæliskirkja.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 en var lögð niður 1909“.

Þessi minnisvarði stendur í gamla kirkjugarðinum í Arnarbæli.

Ofan við kirkjugarðinn er upplýsingaskilti um Arnarbæli.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Lífsfleyið.

Elliðavatn

Á upplýsingaskilti við Elliðavatn má lesa eftirfarandi um „Elliðavatn – Þingnes og Vatnsenda“:

Elliðavatn
Elliðavatn
Elliðavatn var upphaflega tvö vötn; Vatnsendavatn (í Kópavogi) og Vatnsvatn (í Reykjavík) og tengdust með mjóum ál framan við Þingnes. Á árunum 1924-1928 var miðlunarstífla reist við Elliðavatnsengi og við það nær tvöfaldaðist flatarmál vatnsins (40%). Alls er Elliðavatn nú um 2 km2 að stærð, meðaldýpi þess aðeins um 1 metri og mesta dýpi um 2.3. metrar.
Elliðavatn er í flokki lindarvatna og er vatnasvið þess um 270 km2. Mikill hluti vatns sem streymir inn í það kemur neðanjarðar frá í gegnum lekar hraunmyndanir. Tvær ár renna í Elliðavatn; bugða (Hólsmá) og Suðurá. Ein á rennur úr Elliðavatni og heitir hún Dimma en neðar taka Elliðaár við. Hluti Kópavogs í Elliðavatni og Dimma njóta bæjarverndar (hverfisverndar) Kópavogs og vatnið ásamt vatnasviði Elliðaánna eru auk þess á náttúrminjaskrá.

Þingnes

Þingnes

Þingnes 1873.

Þingnes er með merkari stöðum við Elliðavatn og tilheyrir bæði Kópavogi og Reykjavík. Þar er talið að sé elsti þingstaður Íslands eða hið forna Kjalarnesþing sem haldið var áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930. Árið 1938 var Þingnes friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum.

Vatnsendi

Vatnsendi

Vatnsendi.

Vatnsendi var eitt af fjórum lögbýlum sem í dag mynda svokallað heimaland Kópavogs ásamt Hvammkoti (Fífuhvammi), Kópavogi og Digranesi. Vatnsendi er eina býlið af þeim sem enn er í ábúð. Til eru ritaðar heimildir um Vatnsenda allt aftur til ársins 1234. Jörðin á Vatnsenda hefur tekið miklum breytingum á 20. öld Við stíflun Elliðaánna missti Vatnsendi mikið land undir vatn og árið 1947 tók Reykjavíkurborg um helming landsins eignarnámi undir friðland fyrir íbúa Reykjavíkur, það land er nú hluti Heiðmerkur. Á sama tíma fóru ábúendur bæjarins að nytja óræktarland undir sumarbústaðaspildur sem eru undanfari þéttbýlismyndunar við vatnið.

Elliðavatn

Elliðavatn – kort.

Sandgerði

Nokkur minnismerki eru í Suðurnesjabæ; Garði og Sandgerði.

Eggert Gíslason (1927-2015)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Eggert Gíslason.

Hann gerði Garðinn frægann
Eggert Gíslason, skipstjóri, fæddist 12. maí 1927 í Kothúsum í Garði. Foreldrar hans voru Gísli Árni Eggertsson skipstjóri og Hrefna Þorsteinsdóttir kona hans.
Eggert lauk fullnaðarprófi frá Gerðaskóla 1940 og fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949.
Hann hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1964. Aflakóngur árið 1952 á Víði GK-510. Varð aflakóngur 1957 á Víði II og margfaldur aflakóngur í heimaverstöð og á landsvísu árin 1955-1959.
Eggert var frumkvöðull í notkun ýmissa tækninýjunga. Hann notaði dýptarmæli til að finna síldina og kastaði síðan nótinni eftir skrúfuvatninu. Þá varð Eggert fyrstur íslenskra skipstjóra til að ná verulegum árangri í notkun ASDIC-fiskileiktartækis, en með asdicinu var hið fullkomna fiskileitartæki komið til sögunnar. Þá var Eggert í hópi frumherja við notkun kraftblakka á síldveiðum.

Minnisvarðinn stendur við Byggðasafnið í Garði sunnan við Reykjanesvita.

Þormóðsslysið 1943

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þormóðsslysið.

Þormóðsslysið varð 18. febrúar 1943. Vélskipið Þormóður BA 291 frá Bíldudal fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Með skipinu fórst þrjátíu og einn, tuttugu og fjórir farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn.

Skipverjar á Þormóði BA 291:

Gísli Guðmundsson, skipstjóri
Bárður Bjarnason, stýrimaður
Lárus Ágústsson, 1. vélstjóri
Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri
Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn
Björn Pétursson, háseti
Ólafur Ögmundsson, háseti.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þormóðsslysið.

Farþegar úr Dalahreppi:

Benedikta Jensdóttir
Guðbjörg Elíasdóttir

Farþegar frá Patreksfirði:

Séra Þorsteinn Kristjánsson
Þórður Þorsteinsson

Farþegi frá Hvammstanga:

Guðmundur Pétursson

Farþegar frá Bíldudal

Ágúst Sigurðsson
Jakobína Pálsdóttir
Áslaug Jensdóttir
Bjarni Pétursson
Fjóla Ásgeirsdóttir
Gísli Kristjánsson
Séra Jón Jakobsson
Jón Þ. Jónsson
Karl Eiríksson
Kristján Guðmundsson
Indíana Jónsdóttir
Loftur Jónsson
Málfríður Jónsdóttir
Óskar Jónsson
Salóme Kristjánsdóttir
Þorkell Jónsson
Sigríður Eyjólfsdóttir
Bjarni 7 ára sonur Sigríðar og Þorkels
Þorvaldur Friðfinnsson

Minnisvarðinn er á Garðskaga, á sjóvarnargarðinum skammt frá vitanum og var afhjúpaður árið 2023.
Annar minnisvarði um Þormóðsslysið er á Bíldudal.

Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Hallgrímur Pétursson.

Prestur og sálmaskáld, hann var þekktastur fyrir Passíusálmana.

Hallgrímur fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd, en ólst upp á Hólum. Hann fór til iðnnáms til Danmerkur og Þýskalands um 1630. Hann lærði járnsmíði og steinsmíði en kom síðar til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í Frúarskóla. Í Kaupmannahöfn kynntist hann Guðríði Símonardóttur sem kom til Kaupmannahafnar ásamt fleirum sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627. Þau felldu hugi saman og komu til Íslands 1637 og settust þau að á Bolafæti í Njarðvík (sjá næsta minnisvarða).
Hallgrímur varð prestur í Hvalsnesi árið 1644 og bjó þar til 1651 og líkaði Hallgrími þunglega vistin þar. Honum fæddist dóttir þar, Steinunni, en hún dó ung og varð föður sínum mikill harmdauði. Hallgrímur gerði legstein yfir gröf Steinunnar og er steinninn nú í Hvalsneskirkju. Lengi vel var steinninn týndur en fannst um miðja 20. öld í kirkjustéttinni á Hvalsnesi.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Magnús Magnússon.

Árið 1651 fékk Hallgrímur veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar líkaði honum visitin vel og þar bjó hann og þjónaði til dauðadags. Í Saurbæ orti hann Passíusálmana og aðra sálma sem enn eru sungnir.

Minnisvarðann, sem er við Hvalsneskirkju, gerði Páll Guðmundsson á Húsafelli.

Magnús Magnússon (1915-1994)
Í Listigarði norðan garðvegar er grágrýtissteinn. Á honum er skjöldur: „Til minningar um Magnús Magnússon Bræðraborg, f. 29. ágúst 1915 – d. 26. 4. 1994.
Garður þessi er gefinn bæjarfélaginu Garði á 90 ára árstíð Magnúsar sem var mikill áhugamaður um ræktun og umhverfi. Gefendur eru: Unnur Björk Gísladóttir og afkomendur þeirra hjóna.“

Sigurður B. Sivertsen

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Sigurður Sívertsen.

Sóknarprestur á Útskálum f. 2.11.1808 – d. 24.5.1887.
Stofnandi Gerðaskóla 1872.

Sveitarstoð og styrkur
stöðugt reyndist hann
landiog lýð til heilla
lífsstarf fagurt vann.

Sigurður B. Sívertsen (f. 2. nóvember 1808 í Seli í Reykjavík, d. 24. maí 1887 á Útskálum í Garði), var prestur á Útskálum.

Hann var sonur hjónanna Brynjólfs Sívertsens (Sigurðssonar) prests á Útskálum (áður dómkirkjuprests í Reykjavík og prests í Holti undir Eyjafjöllum) og Steinunnar Helgadóttur konu hans. Sigurður var vígður aðstoðarprestur föður síns með konungsundanþágu vegna aldurs þann 18. september 1831. Hann bjó á Gufuskálum í Leiru 1833 en tók við Útskálum af föður sínum 1. mars 1837 og var prestur þar til ársins 1886, þá orðinn blindur. Kona hans var Helga Helgadóttir (1809-1882) og komust 3 barna þeirra upp. Hálfbróðir Sigurðar var Helgi G. Thordersen biskup, en þeir voru sammæðra.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Sigurður Sívertsen.

Séra Sigurður var mikill og góður búmaður og hlaut verðlaun bæði frá Búnaðarfélagi Suðuramts og frá danska landbúnaðarfélaginu. Hann var forgöngumaður um stofnun barnaskóla í Garði, sem hefur starfað þar óslitið frá árinu 1872. Hann varð riddari af Dannebrog árið 1874. Sigurður var ötull og vel metinn og góður kennimaður. Hann stundaði ritstörf alla tíð á meðan hann hélt sjón og eftir að hann varð blindur lét hann skrifa fyrir sig. Eftir hann liggja æviminningar, greinar í blöðum, Suðurnesjaannáll og Bæjaannáll í Útskálaprestakalli auk fleiri rita sem ekki hafa verið gefin út.

Minnisvarðinn stendur framan við Gerðaskóla.

Minnisvarði til minningar um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; minnismerki um drukknaða sjómenn.

Leiði óþekkta sjómannsins í Útskálakirkjugarði. Við minnisvarðan er skilti: „Árið 1946 fannst sjórekið lík í Lambastaðavör í Garðahreppi. Lík þetta var þannig á sig komið að það var með öllu óþekkjanlegt.
Við kistulagningu atvikaðist það svo að ekki náðist til prests, en Þorlákur Benediktsson í Akurhúsum flutti þar hugnæma bæn.
Var líkið svo jarðsett í Útskálakirkjugarði og hefur leiði þess síðan verið leiði hins óþekkta sjómanns.
Þessi frásögn birtist í jólablaði Faxa árið 1960.“

Súlan er fagurlega skreydd. Undir henni eru nokkrir skildir með nöfnum drukkaðra sjómanna.

Jón Forseti RE 108

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Jón forseti.

Minnismerkið er skjöldur á grágrýti. Ofan á því er eftirmynd af togaranum. Á skildinum stendur: „28. febrúar 1928 strandaði togarinn Jón Forseti RE 108. Togarinn strandaði á skerinu Kolaflúð sem er beint framunan Stafnesvita. 15 manns fórust og 10 menn björguðust við illan leik.
Strandið varð til þess að flýta stofnun Slysavarnafélags Íslands.
23. júní sama ár var Slysavarnasveitin Sigurvon stofnuð í Sandgerði og er hún elsa sveit innan SVFÍ.
Jón Forseti var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

Blessuð sé minning þeirra sem fórust í þessu slysi.“

Minnisvarðinn stendur við bifreiðastæði skammt frá Stafnesvita og var upphaflega afhjúpaður árið 2009. Við minnisvarðann eru 15 stórir steinar sem tákna þá 15 sem fórust við strandið.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; mnnismerki um drukknaða sjómenn.

Minnisvarðinn eru þrír stuðlabergsstandar. Við þá er skilti: „Minnisvarði um drukknaða sjómenn.

Þegar brotnar bylgjan þunga
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn
syrgir tregar þjóðin öll. – J. Magnússon.“

Minnisvarðinn var reistur á Sjómannadaginn 1999.
Varðinn er verk systkinanna Írisar Jónsdóttur og Þorsteins Jónssonar og var reistur að frumkvæði Axels Arndal Vilhjálmssonar, formanns sjómannadagsráðs Sandgerðis. Undir minnismerkinu eru steinar og skidir með nöfnum horfinna sjómanna.

Minnisvarðinn stendur nyrst í Hvalsneskirkjugarði.

Álög – Minnisvarði um drukknaða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Álög.

Horfnir sjómenn Sandgerði – Minnisvarði um drukknaða í Sandgerði.
Minnisvarðinn er eftir Steinunni Þórarinsdóttur og var afhjúpaður á Sjómannadaginn 1986 í tilefni af 100 ára afmæli Miðneshrepps.
Þrjár rústfríar öldur tákna að hafið sé eilíft, en maðurinn er úr pottstáli og ryðgar, sem táknar að maðurinn sé forgengilegur.

Minnisvarðinn stendur við innaksturinn í Sandgerði, sunnan Sandgerðisvegar skammt norðan íþróttasvæðisins.

Grímsvarða

Grímsvarða

Suðurnesjabær – minnisvarði; Grímsvarða.

Á minnsivarðanum er skjöldur: „Grímsvarða endurreist 2014.
Til minningar um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Vörðurnar voru tvær“.

Grímsvarða eða Grímsvörður við Sandgerðisveg voru sunnan vegarins, skammt frá gamla Sandgerðisveginum. Vörðurnar voru fjarlægðar þegar nýi Sandgerðisvegurinn var lagur. Varða á þeim stað hefur nú verið endurreist og er nú minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar í Norðurkoti að varðan var endurreist.

Þeir Guðmundur og Sigurður eru áhugamenn um sögu Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið vörður á þjóðleiðinni yfir heiðina, s.s. Einmenningshólsvörðu, Gotuvörðu og Efri-Dauðsmannsvörðuna gegnt Vegamótahól.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Grímsvarða.

Miðnesheiði er mannskæðasta heiði landsins og í kirkjubókum á Útskálum eru nafngreindir næstum 60 einstaklingar sem orðið hafa úti á heiðinni í aldanna rás. Talið er að þeir séu mun fleiri. Nú er Miðnesheiði sakleysisleg á að horfa en ástæða þess að svo margir hafa orðið úti þar er að heiðin veitir lítið skjól og þar eru fá kennileiti og því var auðvelt að villast þar á árum áður þegar hvergi sást til ljósa.

Prestsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Prestsvarða.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.

Leturhella er við Prestsvörðuna. Á hana er letrað:

„1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.“

Framangreint vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.”

Varðan er skammt sunnan við gamla Garðveginn sunnan Leirunnar.

Ólafur Jónsson (1853-1920) – Einar Ólafsson (1877-1925)

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ólafur Jónsson.

„Til minningar um Ólaf Jónsson (stóra) frá Kotvogi í Höfnum f. 19.10.1853, d. 31.12.1920.
Makar: Sólveig Einarsdóttir Kötluhóli Leiru og Ingibjörg Tómasdóttir Naustakoti Hvalsnesi.

Einar Ólafsson frá Klapparkoti Miðneshreppi f. 8.9.1877 d. 30.7.1925.
Maki: Ágústa Jónsdóttir Réttarholti Skagaströnd.
Blessuð sé minning þeirra.“

Minnisvarðinn, steinn með skilti er sýnir framangreinda áletrun stendur í Útskálakirkjugarði.

Efri-Dauðsmannsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Efri-Dauðsmannsvarða.

Vestan við Vegamótahól, þar sem voru gatnamót Sandgerðisgötu og Bæjarskersvegar, liggur gatan undir nýja Sandgerðisveginn, en kemur aftur undan honum í Draugaskörðum. Ofan við þau eru t.d. endurhlaðin Efri-Dauðsmannsvarðan. Þar liggur hann áfram til suðurs framhjá Dynhól. Fallnar vörður eru vinstra megin götunnar svo til alla leið upp að Gotuvörðu. Á þeirri leið fer gatan aftur undir Sandgerðisveginn, liggur síðan samhliða honum spölkorn, og fer þá enn á ný undir hann til vesturs.

Vegmótahóll er nefndur eftir vegamótum Bæjarskersgötu og Sandgerðisgötu, sem þar eru sunnan hans. Sandgerðisgata er greinileg með sunnanverðum Vegamótahól og þar sem hún liggur vestur með hólnum, yfir slóða og í gegnum lúpínubreiðu. Handan hennar er hann vel greinilegur og víða hefur verið kastað upp úr veginum. Norðar sést vel til Digruvörðu í heiðinni.

Efri-Dauðsmannsvarða er sunnan Sandgerðisvegar og sést vel frá veginum, innan girðingar beitarhólfsins.

Neðri-Dauðsmannsvarða

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Neðri-Dauðsmannsvarða.

Skammt vestar og sunnan við Sandgerðisveginn gamla er vörðubrot; Dauðsmannsvarðan neðri. Þar segir sagan að maður hafi orðið úti, líkt og svo margir aðrir á Miðsnesheiði í gegnum tíðina. Auk hins hefðbundna segir sagan að þar eigi að vera áletrun á steini. Sú áletrun hefur enn ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit.

Til fróðleiks er rétt að geta þess að auk Dauðsmannsvarðanna efri og neðri, er til Dauðsmannsvarða í heiðinni við Fuglavíkurleiðina. Henni er gerð nánari skil í annarri FERLIRslýsingu.

Neðri-Dauðsmannsvarða er fallin og sést einungis ógreinlega þar sem hún hverfur í móann vestan Vegamótahóls.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Dauðsmannsvarða.

Dauðsmannsvarða ofan við Bjarghús
Enn ein Dauðsmannsvarðan er í heiðinni ofan við Bjarghús. Hún stendur nokkuð heil enda hafði Sigurður Eiríksson í Norðurkoti lappað duglega upp á hana. Varðan er ekki við þekkta leið, en er eftir sem áður þannig staðsett að greiðfært hefur verið þarna yfir heiðina millum Keflavíkur og Fuglavíkurhverfisins.

Fornmannaleiði í Garði – Haugbúinn
Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn, hellulaga, og eru undir og við hann þrír steinar, sem hann hvíldi áður á. Munnmæli eru um, að eitthvert torráðið fornletur hafi verið á steininum. Ef vel er að gáð má sjá leifar áletrunarinnar þvert yfir steinhelluna. Hún virðist vera sem rúnir, en hefur hingað til verið ólæsileg þeim er til þekkja. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steininn megi alls ekki hreyfa.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi sér Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði tilfinnanlega stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins mundi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá mundi illt hljótast af. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr, að hann safnaði mönnum til að bera steininn heim, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, aðþeir áttu fullt í fangi með hann, enda þótt þeir væru svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, en Þorsteinn hafði ætlað honum.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Eftir að þessu stórvirki var lokið, var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðalega að skila steininum þangað sem hann var tekinn. Þorsteinn hrökk upp við þetta og þóttist sjá á eftir manninum niður stigann.

Var Þosteinn nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.

En hér fór sem áður, að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maðurinn að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði, er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp við þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess að hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
Fór nú sem fyr, að brátt syfjar hann svo, að hann má ekki annað en leggjast til svefn og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá til hans í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast og segir að honum skuli hefnast fyrir, vilji hann ekki skila steininum.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Haugbúinn.

Nú vaknar Þorsteinn og er honum þá nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn heljartaki um fót sinn. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði nú konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarna láta undan því er hann kallaði draumarugl. En ú varð konan að ráða.

Voru þá fengnir menn til að flytja steininn aftur á sinn stað, og urðu þeir fjórir saman.
Einn af þessum mönnum hét Stefán Einarsson og var frá Króksvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá síðar, að þeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veitzt miklu auðveldara fjórum að bera hann en þeim 8, sem höfðu sótt hann.
Síðan hefur enginn hróflað við steininum.

Við fornleifauppgröft á hólnum, sem letursteinninn liggur undir, fyrir nokkrum árum kom í ljós að þar er enga dys að finna, einungs grjótklöpp.

Ellustekkur í Garði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ellustekkur.

Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.

Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
“Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.

Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.

Ellustekkur er sunnan Garðvegar, skammt austan Garðs.

Gerðaskóli – Skólinn í Garði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Gerðaskóli.

Veturinn 1871-72 gekkst Sigurður fyrir því að bændur í Garði hlaði veggina í skólann í Gerðum. Voru það heljar þykkir veggir úr grjóti, utan og innan og sandur á milli. Auk aðalhússins voru byggð baðstofa með þriggja rúma lengd, þrjú rúm hvoru megin, var hún upphaflega ætluð börnum sem sóttu skólann lengra að. Aftan við hana var feykimikið eldhús handa skólanum. Þessar byggingar stóðu þar sem nú heitir í Fjósum eða Skúlhúsum. Húsaskipan var svo háttað, að tvær kennslustofur voru niðri og loft uppi til íbúðar fyrir kennara, en efst var hanabjálki. Var byggingunni lokið á öndverðu hausti árið 1872.
Gerðaskóli var svo settur 7. október 1872. Var mikið fölmenni þar saman komið. Hélt séra Sigurður þar skörulega ræðu og skýrði þar meðal annars frá tilætlan sinni og framkvæmdum. Til kennara hafði séra Sigurður valið Þorgrím Þ. Guðmundsson. Prestur fékk kennara í hendur bók þá, er enn er til hér í skólanum og heitir Dagbók barnaskólans í Gerðum. Í þá bók skyldi rita nöfn allra þeirra barna er í skólann gengu, lengri eða skemmri tíma, svo og skýrslu um kennslu hans og yfirheyrslur barnanna að hverri viku liðinni og svo vitnisburð um framför barnanna, gáfur og siðferði.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Gerðaskóli.

Nemendur fyrsta skólárið voru 15 talsins. Námsgreinarnar sem kenndar voru í Gerðaskóla fyrstu árin voru, kristindómur (kver og biblíusögur), lestur (nýja testamentið, lestrarbók), skrift (eftir skrift kennarans), réttritun, reikningur. Skólinn stóð til aprílloka fyrstu tvö árin, eftir það ákvað nefndin að skólinn skyldi vera í tveimur deildum og börnum skipt eftir aldri, kunnáttu og þroska, og skyldi skóla vera lokið 14. mars og var þá ákveðið að kennarar skildu vera tveir og stóð svo lengi.
Hætt var að nota bygginguna til skólahalds árið 1887. Síðar var húsið notað sem samkomuhús um áraraðir.

Minnismerki um Gerðaskóla er grágrýtissteinn. Steinninn stendur skammt frá Sjólyst ofan Gerðahafnar. Á skildi á steininum stendur: „Gerðaskóli – Hér stóð fyrsta hús Barnaskólans í Gerðum, byggt af fríviljugum samskotum. Í því var kennt 1872-1887.“

Tómasarhóll

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Tómasarvarða.

Á Tómasarhól er Tómasarvarða. Hvorutveggja er skammt frá Fuglavíkurseli, innan varnargirðingarinnar á Miðnesheiði.
Margir urðu úti á þessari leið á 18. og 19. öld og er að finna í heiðinni nokkrar
vörður til minnis um þá; a.m.k. þrjár tilteknar Dauðsmannsvörður, Tómasarhóll og
Ólafsvarða eru dæmi um slíkar vörður.

Ólafsvarða
„Landamerkjavörður og stakar vörður eru víða að finna á heiðinni. Hlutverk hverrar og einnar er ekki alltaf ljóst og mun e.t.v. ekki verða hægt að segja til með vissu hvort þær séu allar landamerkjavörður fyrr en skráningar liggja fyrir á öðrum landmerkjavörðum, eða mörkum milli jarðanna neðar í landinu, að teknu tilliti til þróunar byggðar frá landnámi, en landamerki færðust til frá einum tíma til annars þegar jarðir skiptust upp – ein af annarri.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Ólafsvarða.

Sumar þessara stöku varða gætu líka verið minnismerki um fólk, sem hefur orðið úti á heiðinni, en nákvæm vitneskja um það hafi síðan glatast. Fjöldi slíkra varða er hins vegar þekktur á Reykjanesi. Ein er innan girðingar en það er Ólafsvarða og rétt utan girðingar norðanmegin við flugvöllinn er Dauðsmannsvarða og Tómasarhóll. Ólafsvarða mun raskast við framkvæmdina og lendir undir flugbrautinni en aðrar stakar vörður eru ekki í hættu. Má hugsa sér sem mótvægisaðgerð að taka grjótið og endurhlaða Ólafsvörðu rétt utan við Vestan við Rafnkelsstaði í Garði er Kisturgerði“. segir í Fornleifaskráningu á Miðnesheiði árið 2014.

Ekki er vitað hvaða Ólafur þetta var. Í örnefnaskrá segir: „Þá er Ólafsvarða. Með gamla veginum ofan við Melabergsvötn er Neðri-Glæsir. Það er varða á hól. Þar rétt ofar er önnur, sem heitir Efri-Glæsir.“ Ólafsvarða er um 10 metrum norðan við Hvalsnesleiðina-Melabergsgötur. Hún er heil, um 1,40 á hæð og 1,10 á breidd. Varðan hefur hátt minjagildi.

Kistugerði

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Kistugerði.

Þar segir þjóðsagan að sé fornmanngröf og í henni gullkista. Gerðið er í rauninni pollur undir klapparvegg, grænlitur. Reyndar eru áhöld um að staðsetningu gerðisins. Sumir telja það uppi á klöppunum og skammt utar, en skv. sögunni á að vera letursteinn með rúnum við það. Sá steinn er nokkru neðar og norðar, við gerðið undir berghömrunum. Þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn með honum þarna í gerðinu. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík og fleiri álíka.
Einhverjir munu hafa viljað leita fjársjóðsins fyrir nokkrum árum með stórtækum tækjum. Við það valt letursteinninn, sem verið hafði við gröfina, niður hallann og staðnæmst þar sem hann nú er, skammt ofan við ströndina.
Erfitt er að lesa út úr rúnunum á steininum, en þær eru svipaðar og á álagsteininum Heródesi við Grindavík.girðinguna þar sem Hvalsnesleiðin-Melabergsgötur koma að girðingunni vestan við flugvöllinn, enda reist til að minnast sögulegs atburðar, manns sem varð úti á leiðinni.

Letursteinninn er niður undir fyrrum sjávarhamri skammt austan Rafnkelsstaða.

Þórshöfn – HP-áletrun

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Þórshöfn.

Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Miðnesheiðina 1903 segir: „Milli Bátsenda og Þórshafnar var mér vísað á vörðubrot, er steinn væri í með áhöggnu fangamarki Hallgríms Péturssonar og ártali. Það er og svo; fangamarkið er HP; en ártalið er 1728.“ Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, var á Suðurnesjum frá árinu 1637 til 1651, prestur í Hvalsnesi síðustu 7 árin, en þá fluttist hann þaðan fyrir fullt og allt og gerðist prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann andaðist 27. október árið 1674, sextugur að aldri. Ritaðar heimildir geta ekki um heitið „Hallgrímshella“ sem menn eru teknir að kalla stein þennan.
Engar vísbendingar fundust um aðrar mannvistarleifar en brýnt er að forvörður meti hvort og þá til hverra aðgerða þurfi að grípa til þess að bjarga þessari áletrun frá glötun.

HPD-steinninn

HPD-steinninn úr fyrrum Duushúsum.

Framangreind „Hallgrímshella“ er nú í vörslu Þjóðminjasafnis. Ártal á henni passar ekki við ártíð Hallgríms Pétursson. Ofan við Þórshöfn er hins vegar áletrun á „steinaltari“; HP. Vilja margir meina að þar sé komið fangamark nefnds Hallgríms, en hann ku á fyrstu árum sínum sem prestur í Hvalsneskirkju farið fótgangandi millum hennar og heimilis síns að Bolafæti í Njarðvíkum. Líklegra er þó að þarna sé um að ræða fangamark Hans Péturs kaupmanns Duus, en hann var einmitt kaupmaður í Keflavík á þeim tíma sem ártölin á steinhellunni gefa til kynna, um 1880. Samskonar fangamark er á hornsteini Duushúsa og á pakkhúslofti verslunarinnar. Hans Pétur verslaði í Þórshöfn á þessum tíma.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; minnismerki um drukknaða sjómenn.

Um er að ræða hvítmála styttu af sjómanni við fyrrum sjólist ofan við Gerðahöfn. Á fótstalli styttunar er skilti er á stendur. „Til minningar um drukknaða sjómenn – Mangi frá Mel; Listaverk eftir Helga Valdimarsson“.

Minning um Gíslu S. Vigfúsdóttur
Um er að ræða hvítmála styttu af biðjandi konu utan við hlið kirkjugarðs Útskálakirkju. Á fótstalli hennar er skilti: „2023 – Ég bið fyrir þér (I pray for you) – Verk eftir Helga Valdimarsson. Gefið Útskálakirkju til minningar um konuna mína, Gíslu S. Vigfúsdóttur“.

Skagagarðurinn
Minnisvarði um Skagagarðinn hinn forna er sunnan Garðbrautar þar sem hús nr. 25 stóð áður. Á skilti við minnismerkið segir m.a.: „Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Skagagarðurinn.

Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.“

Sólveig Magnúsdóttir (1932-2020)

Hvalsnes

Suðurnesjabær – minnismerki; Sólveig Magnúsdóttir.

Tómasína Sólveig Magnúsdóttir fæddist 2. apríl 1932 í Nýlendu í Miðneshreppi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. febrúar 2020.

Minnismerki um Sólveigu er á Kirkjuhól (Austurbæjarhól) ofan við Hvalsneskirkju. Sumarbústaður hennar er skammt sunnar, utan garðs Hvalsnesstorfunnar. Hún reisti hann í skika er hafði tilheyrt Nýlendu.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning á Miðnesheiði 2000.
-Fornleifaskráning vegna aðalskipulags á Keflavíkurflugvelli – 2014.
-https://eirikur.is/minnisvardar/sudurland/

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Jón forseti.

 

 

 

 

 

Kópavogur

Við fyrrum Kópavogsþingstað er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

„Kópavogur virðist hafa verið vorþingstaður á þjóðveldistímanum, en með lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjödi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523, en þá var settur dómur á „þingstað réttum“ til að dæma í kærumáli Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra, gegn Týla Péturssyni sem farið hafði ránshendi um konungsgarðinn á Bessastöðum.

Kópavogur

Kópavogsfundurinn – skilti um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 er einnig við þingstaðinn.

Árið 1574 gaf Friðrik II, danakonungur, út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog. Til þess kom þó aldrei. Árið 1578 lauk svo Hvassafellsmálum á þinginu eftir langt málaþref. Var dómi Gottskálks biskups hins grimma hnekkt, en hann hafi dæmt Bjarna Ólafsson, bónda á Hvassafelli, og dóttur hans, Randíði, sek um að hafa haft holdleg mök og eignir þeirra undir kirkju og kóng.
Sá atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662, er danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke neyddi íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Fridriki III, danakóngi, hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.

Kópavogsdysjar

Vettvangur Kópavogsdysja.

Þann 15. nóvember 1704 fór síðasta aftakan fram á þinginu í Kópavogi, en þá voru tekin af lífi fyrir morð Sigurður Arason og Steinunn Gudmundsdóttir frá Árbæ. Var Sigurður höggvinn skammt norðan við þinghúsið en Steinunni drekkt í Kópavogslæk. Árin 1725 og 1726 var svo Swartskopf-málið fyrir þinginu. Málið fjallaði um Appolínu nokkra Swartskopf sem trúlofuð hafði verið Niels Fuhrmann, amtmanni á Bessastöðum. Fuhrmann sleit trúlofuninni og stuttu síðar lést stúlkan. Bróðir hennar kærdi ráðskonu Fuhrmanns og dóttur hennar fyrir að hafa verið valdar að dauða hennar. Málinu lauk þó með sýknu allra hinna ákærðu.
Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Eftir að þingið lagðist af var engu hreyft á svæðinu þar til 1973. Þá höfðu yfirborðsathuganir farið fram, bæði af Jónasi Hallgrímssyni árið 1841 og síðar af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, 1929. Minjarnar voru síðan friðlýstar fyrir tilstuðlan Matthíasar árið 1938.
Á 300 ára afmæli Erfðahyllingarinnar í Kópavogi árid 1962 setti Lionsklubbur Kópavogs upp Minningarstein á þingsvæðinu.
Árið 1973 var hafist handa við fornminjauppgröft á Kópavogsþingstaðnum undir stjórn Gudrúnar Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðings, og fyrir tilstuðlan þjóðhátíðarnefndar Kópavogs í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lauk rannsóknum 1976 og hafði þá verið grafið upp á 3 stöðum á þingstaðnum.
Við minningarsteininn var grafinn upp tóft af jarðhúsi, sem helst virðist hafa verið eldhús og miðaldasmiðja. Gera menn ráð fyrir samkvæmt þessu að einhverjar mannaferðir hafi verið þarna þegar á 9. öld. Smiðja sem lá ofan jarðhússins virðist hafa verið aflögð um 1500, þó ekki sé það nákvæmt.

Kópavogur

Kópavogur – skiltin á Kópavogstúni.

Rannsóknirnar á þessum tóftum gáfu ekki til kynna að þær væru tengdar þinghaldi á staðnum, fremur hluti af bæjarhúsunum. Syðri tóftin eða þinghustóftin er mun yngri, var húsið að líkindum byggt á 17. öld og endurbyggt á 18. öld. Undir þinghúsinu fundust byggðaleifar sem gætu hafa tengst þinghaldi á staðnum, en voru svo brotakenndar að ekki var unnt að slá því föstu hvað þær væru. Þinghústóftin snýr í norðaustur og suðvestur og mun husið hafa verið um 25 fermetrar að flatarmáli. Húsið mun hafa verið með torfveggjum og bak sett beint ofan á með undirstöðum í hornum. Suðurhlið hefur verið úr timbri og þar gengið inn á miðjan gafl fyrst, en síðar hefur hurðin verið til hliðar og settur gluggi á hinn helminginn.“

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Straumur

Í bókinni „Á förnum vegi – rætt við samferðafólk“ eftir Loft Guðmundsson er rætt við „Einbúann að Óttarstöðum“ – Guðmund bónda Ingvarsson.

Óttarstaðir

Guðmundur Ingvarsson á Óttarstöðum efri.

„Við ökum fyrir Straumsvíkina út á Vatnsleysuströnd, lognværan sólskinsdag seint í júní. Sjór er ládauður úti fyrir, varla að sjáist kvika við fjörugrjótið og ekkert lífsmark við víkina. Undarlegt til þess að hugsa að þar eigi á næstunni að rísa nýtísku stóriðjuver og voldug hafnarmannvirki. En svo hefur manni verið fortalið, og ekki farið dult með það.
Þó virðist það jafnvel öllu ótrúlegra, þegar manni verður litið út eftir ströndinni, að ekki skuli vera mannsaldur síðan þar var blómlegt athafnalíf og annríki mikið til sjós og lands – hörkuútræði, enda skammt á fengsæl mið, og arðvænlegur sauðfjárbúskapur, því að fé gekk að kalla sjálfala í hrauninu, jafnvel í snjóa- og frostavetrum. Þess sér að vísu merki enn, að þarna hefur verið þéttbýlt, því það er ekki lengra en það síðan þetta var, að bæjarhús standa enn, en yfirleitt auð; þó mun enn einhverskonar búskaður á nokkrum af hinum gömlu stórbýlum. Og kynlegt er það, að sjá hvergi mann við störf úti við á virkum degi; aftur á móti má líta gljáandi lúxusbíla sumstaðar á bæjarhlaði eyðibýlanna, og er örðugt að ímynda sér erindi þeirra í þessa kyrrlífsmynd sofandi túngarða og lágreistra íbúðarhúsa, sem móka undir ryðbrunnu bárujárni og dreymir liðna tíð.

Óttarsstaðir

Óttarstaðir efri.

Veginn þrýtur og við taka þröngir troðningar inn á milli túngarðanna, svo við yfirgefum jeppann og höldum fótgangandi þann spöl, sem eftir er heim til Guðmundar bónda Ingvarssonar að Óttarstöðum efri.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri – útsýni úr baðstofuglugga.

Ekki höfum við lengi gengið, þegar okkur býður í grun að ekki muni þessi sólbjarta og lognværa kyrrlífsmynd öll þar sem hún sýnist, og um leið förum við að skilja, hvernig þar muni standa á lúxusbílunum. Nýtískuleg tjöldin fyrir litlum og rúðusmáum gluggum á gömlu bæjunum gefa til kynna nýtt landnám innan hárra, mosagróinna grjótgarðanna, er skipta túnskákunum. Við reynum eftir bestu getu að horfa beint fram troðninganna og gjalda þannig líku líkt af riddarlegri hæversku þeim íturvöxnu kvenfulltrúum þeirrar nýju landnámskynslóðar, sem liggja í sólbaði í mjúku grasinu í skjóli túngarðanna og látast ekki vera varir ferða okkar. Og ósjálfrátt hvarflar það að okkur, að einbúanum á Óttarstöðum efri kunni að vera það nokkurt happ að vera kominn yfir á níunda aldurstuginn, annars yrði honum ef til vill tafsamara við túnsláttinn og eiga slíka nágranna. Að minnsta kosti er ekki ólíklegt að einhverntíma hefði það vafist fyrir vermönnunum, sem hlóðu alla þessa grjótgarða í landlegum, að velja þar steini stað, ef þeir hefðu mátt líta það í sýn, sem nú freistar augna okkar í skjóli handverka þeirra.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestari.

En hvað um það; okkur tekst að þræða götuslóðana heim á hlað á Óttarstöðum efri án þess að sú augnafreisting verði okkur að falli. Guðmundur bóndi stendur fyrir dyrum ásamt tveim dóttursonum sínum ungum, og fagnar okkur vel. Ekki ber hann þá utan á sér, þessa rúmlega átta áratugi, og áreiðanlega ekki hið innra með sér heldur, þá mundi ekki eins létt yfir honum og raun ber vitni. Hann er meðalmaður á hæð, tággranur, hreyfingarnar svo mjúkar og stæltar, að margur fertugur skrifstofumaðurinn mættu sannarlega öfunda hann af. Græskulaust kímnisbrosið er honum eiginlegt og glettnisglampinn í daökkgráum augunum, sem eru snör og vökul undir loðnum, hærugráum brúnum.

Óttarsstaðir vestari

Óttarsstaðir efri (vestari).

Fyrir framan bæjarhúsin er allstór kálgarður, vel hirtur og sér hvergi í mold fyrir hávöxnu kartöflugrasi, en í einu horninu er skák vaxin leggdigrum og safamiklum rabbabara. Túnið er allstórt, eftir því sem þarna gerist, og vel sprottið; sléttir harðvellisbalar og víðast hvar grunnt á hraungrjótinu. Guðmundur kveðst nota gamla lagið við þetta; stinga garðinn upp með skóflu og slá túnið með orfi og ljá, – jú það held ég, segir hann og hlær við.
-Hvað er túnið stórt?

Ég fæ venjulega af því hundrað og tuttugu hesta.
-Og slærð það einn?
-Já, það held ég nú. En nú eru drengirnir farnir að hjálpa mér við uppvinnuna og snúninga, en tengdasonur minn ekur töðunni á jeppa heim í hlöðu. Dætur mínar eru hérna viðloðandi á sumrin, önnur hér heima en hin í húsi hérna viðloðandi neðan. Jú, ég hef slegið þetta tún einn í meira en fjörutíu ár.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir.

-Ertu ekki farinn að finna til þreytu eða gigtar?
-Nei, blessaður vertu. Ég kann ráð við því. Fæ mér göngu, hleyp út í hraun að eltast við rollurnar, eða gríp í orfið. Hreyfingin – hún er óbrigðul. Og Guðmundur hlær við enn.
-Hefurðu verið svona heilsuhraustur alla ævi?
-Það held ég. Fékk einhverntíma mislinga, sennilega krakki því mig rekur ekki minni til þess. Síðan ekki söguna meir, ekki legið rúmfastur einn dag. Fékk ekki svo mikið sem snert af spænsku veikinni, þegar hún gekk hérna, og kom þó víða daglega hér í kring.
-Og þú hefur alltaf verið lífsglaður og léttur í skapi?

Óttarsstaðir vestari

Óttarsstaðir efri.

-Já, maður lifandi. Ekki dugar annað, enda ekki ástæða til annars; ekki finnst mér það. Og svo er maður alltaf eitthvað að dudda.
-Þú býrð einn hér í húsum allan veturinn, eftir að dæturnar eru farnar til síns heima?
-Já, mér verður nú ekki mikið fyrir því. Leiðis aldrei. Ég huga að kindunum, elda í mig matinn, soðningu og kartöflur og mjólkurgraut; saltkjöt endum og eins, en annars er ég orðinn ónýtari við kjötið síðustu árin. Og svo drekk ég kaffi og þykir það gott; les bækur og blöð, því að nóg er næðið – en á sumrin má það heita undantekninh, að líta í blað. Og aldrei hef ég verið myrkfælinn um ævina, og aldrei heldur orðið veitt var við þessháttar, hvorki hér né annars staðar, ekki nokkurn hræranlegan hlut…
-Ertu kannski borinn og barnfæddur hérna á Vatnsleysuströndinni, Guðmundur?

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri fyrrum.

-Nei, nei. Hingað kom ég fyrst tæplega þrítugur, sem vertíðarmaður til Bjarna ríka á Stóru-Vatnsleysu, Stefánssonar og reri hjá honum sex vertíðir. Giftist svo skömmu eftir að ég fór að vera hérna, konu af Vatnsleysuströndinni. Fyrsta árið bjuggum við í tómthúsi að Stóru-Vatnsleysu, en svo keypti ég hálfa Óttarsstaðina og hef verið hér síðan. Keypti jörðina á hálft sjötta þúsund krónur með þeim bæjarhúsum, sem enn standa og þú getur séð, en öll útihús hef ég byggt upp. Nú er konan áttatíu og fjögurra ára og hefur legið í sjúkrahúsi í Hafnarfirði og elliheimilinu þar í full tíu ár. En ég held mig hérna…

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir efri og neðri.

-Eru nokkur sérstök hlunnindi hérna – æðarvarp eða hrognkelsaveiði?
-Hér hefur aldrei verið æðarvarp, að því er ég best veit; ein og ein kolla, sem gerir sér hreiður úti í hrauninu, þar sem enginn fer um. Selur hefur aldrei veiðst hér heldur og sést hér sjaldan neitt að ráði. Fjörubeit hefur alltaf verið góð, en aldrei hefur borið neitt á skjögri, að minnsta kosti ekki á meðan gamla féð var hérna. Og hérna er mikil hrognkelsaveiði á vorin, en nú er hún þorrin, sést hvorki rauðmagi né grásleppa frekar en annar fiskur.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðavör.

Áður gekk þorskurinn hér inn fyrir hólma; við fengum oft stærðaraula í hronkelsanetin. Og einu sinni var ég einn á kænu úti á víkinni og dró sextíu á handfæri á svipstundu að kalla. Hann tók beran öngulinn og var svo óður, að ég hafði ekki við að draga hann. Eftir að ég hætti að róa á áttæringnum hjá Bjarna á Stóru-Vatnsleysu, reri ég margar vertíðir á fjögurra mann afari hérna úr vörinni með bóndanum á Óttarstöðun neðri, og við fiskuðum ágætlega. Ég fékk ellefu hundruð krónur, bara fyrir bolinn, inni í Hafnarfirði eftir eina vertíðina, og þar var drjúgur skildingur þá. Það var þegar þeir Booklesbræður voru með togaraútgerðina í Hafnarfirði. Þeir vildu kaupa Straumsvíkina, gera þar höfn, og vitanlega ætluðu þeir að gera út togara þaðan. Buðu í hana 500.000 krónur, sem þá þótti gífurlegt fé, en eigendunum, Bjarna, sem síðar varð skólastjóri á Laugarvatni, og þórði lækni Edilonssyni, fannst það of lágt boðið og vildu ekki selja. Að minnsta kosti var sagt, að það hefði verið þess vegna…

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – staðfastur girðingarstaur.

-Þú hefur komist í sæmileg efni hér á Óttarstöðum, eftir því sem um var að gera, þegar þú varst og hést?
-Já, það væri vanþakklæti að segja annað.
-Vildirðu vera kominn á manndómsaldurinn aftur, Guðmundur? Um borð í áttæringinn hjá Bjarna á Stóru-Vatnsleysu?
-Ég hefði ekkert á móti því. Og ætli ég kynni ekki áralagið.
-Hvenær á ævinni heldurðu að þér hafi liðið best?
Guðmundur á Óttarstöðum tekur tappann ú bauknum og fær sér í nefið.
-Það veit ég hreint ekki, svarar hann og hlær glaðlega. Mér hefur alltaf liðið vel…“.

Heimild:
-„Á förnum vegi – rætt við samferðafólk“ eftir Loftur Guðmundsson, Ægisútgáfan, Reykjavík 1966. Einbúinn að Óttarstöðum – Guðmundur bóndi Ingvarsson sóttur heim, bls. 113-122.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Strandarkirkja

Í bók Lofts Guðmundssonar „Á förnum vegi – rætt við samferðamenn“ frá árinu 1966 er m.a. fjallað um Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og styttuna „Landsýn“, sem nú stendur framan við Strandarkirkju í Selvogi:

Gunnfríður Jónsdóttir

Gunnfríður Jónsdóttir.

„Þrjár kirkjur eru kunnustar á hér á landi; tvær á biskupsstólunum fornu, sú þriðja í hálfeyddri byggð á suðurströndinni, við lága vík fyrir opnu hafi. Sú vík á sér fegurst nafn staða hérlendis, sú kirkja dýrlegasta frægð hérlendra guðshúsa – Strandarkirkja við Engilsvík í Selvogi.
Á hól við kirkjuna stendur höggmynd af konu með kross í hendi og horfir yfir víkina. Yfirlætislaust en þróttmikið og hugnæmt listaverk, sem á heima á þessum stað. Fjarri sé mér að reyna að geta þess til hvaða hugsun höfundurinn, Gunnfríður Jónsdóttir, leggi í þetta verk sitt. En þegar ég hef staðið þarna á hólnum og virt fyrir mér konuna með krossinn, finnst mér ósjálfrátt að hún bjóði öllum byrginn í hljóðri ró – briminu, veðrunum, auðninni og einmanaleikanum. En fyrst og fremst hef ég furðað mig á því, að það skuli ekki koma manni neitt á óvart að sjá grásteinskonuna með krossinn standa þarna, heldur sætta sig ósjálfrátt við þá tilfinningu, að hún hafi staðið þarna marga áratugi, kannski öldum saman. Nafnið, sem listakonan hefur valið myndinni, „Landsýn“, styrkir þá tilfinningu. Hún er sammrunnin umhverfinu og sögu þess. Og mér kemur því ekki á óvart svar Gunnfríðar, þegar ég spyr hana um tildrögin að því að hún gerði myndina og að myndin stendur þarna.

Landsýn

Landsýn

-Ég sá fyrst kirkjuna við hafið ofan af Selvogsheiði, og einmanaleiki hennar hafði á mig djúplæg áhrif. Næstu þrjár vikurnar ásótti mig stöðugt þessi sýn – einmanaleiki kirkujunnar við hafið. En hugmyndin að myndinni vaknaði ekki með mér fyrr en nokkru seinna – það var þessi þrúgandi einmanaleiki, sem mér hafði birst ofan af heiðinni, sem lá á mér eins og mara. Svo var það í nóvembermánuði, 1940. Systir mín hafði kroppið upp að Álafossi og ég var alein heima. Þegar hún kom aftur, sagði ég henni að ég hefði verið að vinna að lítilli frummynd á meðan hún var í burtu, sem stæði að einhverju leyti í tengslum við Strandarkirkju. „Jæja, ekkert er það!“, varð systur minni að orði, og svo var ekki frekar á það minnst um hríð.

Landsýn

Landsýn – skjöldur á styttunni.

Ég lauk við frummyndina, sem var tólf sentímetrar á hæð, setti hana undir eldavélina og sat svo við að sauma fram yfir nýár. Þegar kom fram í miðjan janúar, dró ég myndina fram undan eldavélinni og gerði aðra eftir henni, mun stærri. Og enn leið ár, þangað til ég tók rögg á mig og stækkaði hana enn, eins og hún er nú. Sú mynd var á sýningunni í skálanum 1943. Ekki hafði ég þá ákveðið henni neinn framtíðarstað, en einhvernveginn fannst mér að hún ætti að standa á ströndu úti við hafið; helst einhvers staðar á Suðurnesjum og ekki langt frá Strandarkirkju, því sagan um Engilsvík hafði verið mér í huga, þegar myndin varð til.
-Hvað skar svo úr um það, að myndin yrði höggvin í granít og valinn staður, þar sem hún stendur ný?

Síldarstúlkur

Síldarstúlkur – mynd Gunnfríðar.

-Það yrði oflangt mál að segja þá sögu alla. Er þar naut ég meðal annars skilnings og áhuga Guðmundar bónda í Nesi í Selvogi, þess fjölgáfaða mannkostamanns. Og Strandarkirkja leysir vanda sinn; þó að ýmsir erfiðleikar yrðu á framkvæmdum, rættist úr öllu og stundum á óvæntan hátt. Myndin var höggvin í granít í Noregi, og gekk allt samkvæmt áætlun – þangað til granítmyndin var komin hingað á hafnarbakkann og ég hélt að nú væri öllum hindrunum rutt úr vegi. Ekki aldeilis – það kom á daginn, að ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum innflutningi við samningu tollskrárinnar og nú lá myndin í fullt misseri á hafnarbakkanum og enginn þóttist kunna ráð eða eiga með að fella nokkrun úrskurð í því sambandi. Loks spurði ég viðkomandi valdhafa, hvort það væri þá ætlun þeirra að taka myndina eignarnámi. Þá loks mátti Strandarkirkja sín betur en ákvæðin, sem ekki höfðu verið sett í tollskrána.

Heimleið

Á heimleið – stytta Gunnfríðar.

-En þá var komið fram á haust. Myndin hafði legið í kössum á hafnarbakkanum frá því í maí um vorið, og ég mátti ekki til þess hugsa, að hún lægi þar enn vetrarlangt. Hafði ég því samband við Selvogsbændur; vissi að mestu önnum þeirra var lokið í bili, en enginn þar hafði hins vegar tíma til neins þegar voraði. Ég spurði þá því hvort þeir vildu ekki vera mér hjálplegir við að koma myndinni upp, ef hún yrði flutt þangað suður eftir. Þeir tóku vel í það. Mér tókst að fá ágætan kranabílstjóra til að flytja myndina suður í Selvoginn – Sigurjón hét hann, prýðilegasti drengur – en við komum þangað ekki fyrr en klukkan sjö um kvöldið, og þá var eftir að taka myndina úr kössunum og koma henni á stallann, og það varð að gera strax, svo að kranabíllinn gæti haldið suður aftur.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – Landsýn eftir Ginnfríði Jónsdóttur.

Nema hvað myndin var komin upp klukkan níu og mátti ekki heldur tæpara standa, því að þá var komið myrkur. Þeir kunnu að taka til hendinni í þann tíð, Selvogsbændur. Sjálf var ég svo þarna í fimm daga og gekk frá þrepunum – við tíndum hellur í fjörunni og fluttum að í hestvagni og ýmsu var að sinna. Bændurnir reyndust mér einstaklega hjálplegir, boðnir og búnir til alls. Loks var settur hjúpur yfir myndina og hún látin bíða þess að hún yrði afhjúpuð að vori. Sú athöfn fór fram á annan í hvítasunnu, 1950, fjölsótt og var hin ánægjulegasta.

Landnámskonan

Landnámskonan eftir Gunnfríði Jónsdóttur frá 1955. Verkið er staðsett í Hljómskálagarðinum.
Landnámskonan er síðasta stóra verkið sem Gunnfríður mótaði árið 1955. Það er að mörgu leyti mjög lýsandi verk fyrir listakonuna. Forfeður, formæður og almennt kvenskörungar íslenskra sagna voru henni hugleiknar. Verkið vísar til landnámskvenna í víðtækari merkingu og þá ekki síst til kvenna í heimi listanna, þar á meðal Gunnfríðar sjálfrar, fyrstu konunnar sem vann höggmyndir á Íslandi. Landnámskonan stendur bein og hnarreist og horfir fram fyrir sig.
Gunnfríður Jónsdóttir (1889–1968) var fyrsta konan sem fékkst við höggmyndalist á Íslandi. Listsköpun hennar var íhaldssöm og klassísk myndlist henni efst í huga.

Gunnfríður sýnir mér grein í hinu kunna tímariti „Scandinavian Review“, 1958, þar sem segir frá Strandarkirkju og „Landsýn“, og fylgir ágæt mynd þaðan, en höfundur fer miklum viðurkenningarorðum um listaverkið.

Síldarstúlkur

Síldarstúlkur – verk Gunnfríðar Jónsdóttur í Ráðhúsinu í Stokkhólmi.

Það leynir sér ekki að Gunnfríði þykir vænt um „Landsýn“. Hún hefur gert tvær aðrar stórar myndir í áþekkum stíl, „Landnámskonu“ og „Biskup“, sem enn bíða þess að þeim verði valdir viðeigandi staðir. Loks eru það „Síldarstúlkurnar“ – það listaverk væri vel til þess fallið að prýða umhverfið í einhverjum síldarbænum. Núverandi borgarstjóri lét gera af þeim afsteypu í bronsi og gaf Stokkhólmsborg. Ein höggmynd eftir Gunnfríði stendur í Tjarnargarðinum, „Á heimleið“, stúlka, sem tyllt hefur sér niður til að varpa mæðinni, og starir fram undan sér eins og hún eigi enn langt heim. Loks hefur Gunnfríður gert „höfuð“ af ýmsum nafnkunnum mönnum og konum og þótt vel takast“.

Meira verður fjallað um Gunnfríði Jónsdóttur síðar.

Heimild:
-Á förnum vegi – Loftur Guðmundsson – rætt við samferðamenn, Ægisútgáfan, Reykjavík 1966 – „Frá Sæunnarstöðum í Selvoginn – rætt við Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara, – Landsýn, bls. 214-217.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

 

Víghóll

Á Víghóll/Víghólum í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar segir m.a.:

„Víghóll var friðlýstur sem náttúrvætti 1983 skv. náttúruverndarlögum nr. 47/1971. Stærð friðlýsts svæðis er um 1 hektari en útivistarsvæðið er rúmir 3 hektarar.

Víghóll

Víghóll.

Um tíma stóð til að byggja Digraneskirkju á svæðinu og voru framkvæmdir við grunn kirkjunnar hafnar þegar horfið var frá því skipulagi. Digraneskirkja stendur nú á fallegum stað í Digraneshlíðum.
Þar sem kirkjan átti að standa er nú hvammur í landinu þar sem grágrýtisklappir grunnbergsins eru sýnilegar. Form hvammsins hefur verið undirstrikað með fallegum og vel gerðum grjóthleðslum.
Að sögn Erlu Stefánsdóttur má sjá ljósstrengi frá Víghól milli huldubyggða á stóru svæði í nálægum bæjum. En í sjálfum hólnum má finna einskonar musteri hulduvera á háu tíðnissviði og í stökum húsum á hólnum búa rólyndislegir dvergar með ljúfar árur.

Víghóll

Víghóll.

Víghóll er í 74.7 metrum yfir sjávarmáli og stendur hæst í byggðu landi Kópavogs. Bergið í Víghól er grágrýti og virðist vera hluti af víðáttumiklum berggrunni (hraunlagasyrpu) á höfðuborgarsvæðinu sem gengur undir samheitinu Reykjavíkurgrágrýti.
Reykjavíkurgrágrýtið tilheyrir yngri grágrýtismyndun Íslands, til aðgreiningar frá eldri grágrýtismynduninni, og er einkum um dyngjuhraun að ræða sem runnu á hlýskeiðum seinni hluta ísaldar fyrir 100.000-700.000 árum.
Upptök Reykjavíkurgrágrýtsins í Kópavogi eru óþekkt, en aldurinn er líklega 300.000-400.000 ár.

Kópavogur

Kópavogur – Víghólar.

Hvalbök nefnast jökulsorfnir klapparhólar og þekkjast á því að hlið klapparinnar sem vissi á móti skriðstefnu jökulsins, þar sem jökulþunginn mæddi mest á, er fremur slett og aflíðandi. Hin hliðin sem vissi undan skriðstefnunni er hins vegar oft brött og stöllótt, enda náði jökullinn að rífa flyksur úr berginu þeim megin. Jökulrákir á Víghól urðu til fyrir um 10.000 árum þegar jökullinn skreið fram og rispaði undirlagið með urð og grjóti. Af stefnu hvalbaka og jökulráka má ráða skriðstefnu jökla. Jökulrispurnar á Víghól liggja frá suðaustri til norðvesturs.
Á Víghóli, Álfhóli og víðar á höfuðborgarsvæðinu hefur jökullinn sem síðast gekk yfir svæðið fyrir um 10.000 árum, haft stefnuna norðvestur til suðausturs. Líklega hafa ísaskil þessa jökuls legið austan Bláfjalla og skriðjöklar gengið frá honum bæði út á Faxaflóða og niður í Ölfus.“

Kópavogur

Víghóll.