Tyrkjabyrgi

Björn Þorsteinsson skrifaði eftirfarandi um „Rústirnar í Grindavíkurhrauni“ í Þjóðviljann og Nýja Tímann árið 1950:

Undarleg mannvirki
Í SundvörðuhrauniÁ síðara hluta síðustu aldar [19. aldar] fundu menn óvænt mannvirki inni í miðju  Grindavíkurhrauni og ollu þau ýmsum nokkrum heilabrotum. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Þorvaldur Thoroddsen athuguðu þau báðir, og skrifuðu um þau, annar í Árbók fornleifafélagsins 1903, en hinn í, Andvara, en síðan hafa menn ekki veitt þessum fornleifum frekari eftirtekt, þangað til síðastliðið vor. Eins og kunnugt er ritaði Halldór Kiljan Laxness „Litla samantekt um útilegumenn“ í Tímarit máls og Menningar 1949 og komst að þeirri niðurstöðu, „að útilegumenn hefðu sennilega aldrei verið til á Íslandi“, að Fjalla-Eyvindi undanskildum. Unnendum útilegumanna fannst Kiljan gerast ærið stórhöggur í þessari grein  og tala gálauslega um viðkvæmt málefni. Útilegumenn hafa þess vegna komizt aftur á dagskrá, og á næstu árum mun verða úr því skorið, hverju menn eiga að trúa í þessu efni.

Eldvörp

Eldvörp – fiskibyrgi.

Síðastliðið vor tóku nokkrir menn sig til og leituðu rústanna, sem Brynjólfur og Þorvaldur geta um, að séu í Grindavikurhrauni, ef vera kynni að þar leyndust augljós merki um útilegumannabyggð.Eftir árangurslausa ferð fundu þeir rústirnar að tilvísan oddvitans í Grindavík, og nú kom í Ijós, að sízt hafði verið frá þeim logið. Þessar tættur eru þær langmerkustu slnnar tegundar, sem fundizt hafa, og sumar þeirra svo kyndugar, að engum getum er hægt að leiða að því, til hvers þær hafa verið notaðar. Eitt af þessum furðuverkum er rúst, sem minnir einna helzt á skýlin á áfangastöðum strætisvagnanna. Þetta eru þrjár skeifulaga tættur, sem snúa göflunum saman, en um 120 gráðu horn myndast milli opanna. Uppi á hraunbrúninni er rúst af hringlöguðum hrauk, innanmál 75 sm. á lengd og 60 sm. á breidd, mesta hæð 122 sm. Þetta eru ein tvö af þeim tíu undarlegu mannvirkjum, sem þarna getur að líta, og munu margir spyrja, hvers konar fólk hafi verið hér að verki.

Varnir gegn Tyrkjum?

Í Sundvörðuhrauni

Í Ferðabók Þ. Thoroddsens, I. b. Khöfn 1913, bls. 174—’75 segir Þorvaldur frá þessum fundi sínum:
„Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpahraun. Það er mjög nýlegt og fjarska illt yfirferðar. Hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Hraunið er grátt af gamburmosa, en mjög lítill jurtagróður er þar annar. Í því skoðaði ég á einum stað gamlar mosavaxnar rústir. Þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað i versta brunahrauni. Þar hefur líklega einhverntíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem einhverra orsaka vegna hefur orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyrr en maður er rétt kominn að þeim. Standa þær í kvos á flötum hraunbletti og há hraun allt í kring. Fram á miðjum fletinum eru þrír kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan víðast einföld. Gjort hefur verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum. Allir eru kofar þessir smáir, 15—18 fet á lengd, og snúa dyrnar til norðurs. Stærsti kofinn er inni í hraunviki.

Eldvörp

Eldvörp – „Tyrkja“byrgin svonefndu; undanskot Grindavíkurbænda!?

Hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa er hlaðin tóft djúp eins og tunnur. Þar fundum við hálfúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraun brúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar eru rústir þessar mjög gamlar, því að á beim var nærri eins þykkt mosalag og hrauninu sjálfu.

Enginn veit neitt um þessa kofa. Þeir fundust af tilviljun 1872. Það er mjög ólíklegt, að hér hafi verið mannabyggð að staðaldri; líklegra er, að kofum þessum hafi verið hróflað upp til bráðabirgða á ófriðartímum, og að menn hafi flúið í hraunið úr Grindavík. Þar hefur oft verið agasamt. Englendingar og Þjóðverjar börðust þar 1532, og 1627 herjuðu Tyrkir á byggðina. Gamlar sagnir geta um stigamenn eða útilegumenn á Baðvöllum einhvers staðar nálægt Grindavík, en hvort rústirnar standa í nokkru sambandi við þá illvirkja er efasamt.“

Barnagarðar?

Í Sundvörðuhrauni

Þorvaldur veit auðsæilega ekki hvað hann á að halda um þessi mannvirki, og sömu sögu er að segja um Brynjólf frá Minna-Núpi. Þegar hann fór að leita rústanna var Sæmundur bóndi Jónsson á Járngerðarstöðum, sá sem fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Grindavíkurhraun orðinn blindur. Fékk hann þá með sér tvo kunnuga menn, og leituðu þeir „nær heilan dag, en fundu ekki“. Með tilvísan hins blinda manns tókst þeim þó að finna rústirnar í annarri atrennu. Í Árbók fornleifafélagsins heldur Brynjólfur helzt, að tætturnar 3 í kvosinni „hefðu getað verið geymsluhjallar, t.a.m. fyrir þurrkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft svo lág, að veggirnir eru áð mestu mosa huldir. Það gæti verið niðurhrunin fjárrétt, en eigi bendir það þó til þess er Sæmundur sagði; að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni“. Brynjólfur fellst á, að þarna hafi verið gott fylgsni, ,,en ólíklegt er, að menn hafi getað dvalizt til lengdar á þessum stað. Þar hefur víst verið „á flestu góðu mesta óhægð“,“ og bendir á, að þar hafi hvorki verið vatn né eldivið að fá. Kunnugir menn í Grindavík segja, að vatnsból sé sæmilegt í djúpri gjá sunnan við Eldvarpahraun um 20-30 mín. gang frá rústunum, en eldiviður hefur auðvitað verið enginn nema mosi.

Eldvörp

Eldvörp – fiskibyrgi.

Brynjólfur bendir á, að sumar af tóftum þessum em svo smáar, „að það er eins og börn hafi byggt þær að gamni, og trúa mundi ég, að þetta væri allt saman eftir stálpuð börn, t. a. m. 10—14 ára gamla drengi, ef líklegt væri að þeir hefðu komið á þennan stað, en það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemmtunar en að leita leiksviðs í ófæru hrauni, og fyrrum hefur hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt saman sigið. Hafi drengir fyrri alda haft slíkar glæfraferðir og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora, og þó þær séu eftir útilegumenn eru þær merkilegar, auk þess sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek sem þurfti til að lifa í henni; þá sýna þær einnig það áræði, sem þrátt fyrir hættuna horfði ekki í að vera svo nærri mannabyggðum. „Karlmennskuhugurinn harði“ lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Junkerar í Grindavík

Í Sundvörðuhrauni

Þorvaldur og Brynjólfur vilja ekkert fullyrða um það, hverjir hafi staðið að húsagerðinni í Grindavíkurhrauni, en rústirnar benda ótvírætt til þess, að einihvern tima í fyrndinni hafi menn hafzt þar við. Skammt frá sjálfum tóftunum sér móta fyrir aðhaldi og lítilli rétt, en hverjir áttu að smala á þessum slöðum? Ef einhverjir óbótamenn óbótamenn hafa búið þarna, er harla ólíklegt, að einhver sögn um þá hefði ekki varðveizt, og nú vill svo vel til, að meðal Grindvíkinga hefur varðveizt saga um „útilegumenn“ á Reykjanessskaga. Brynjólfur frá Minna-Núpi skrásetur þessa sögu, og er hún prentuð í Huld, H. b., útg. 1892, bls. 58-60.

Járngerðarstaðahverfi

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn -— tólf eða átján — hafzt við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavik, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé, og vindur standi af landi. En junkarar reru heldur aldrei nema þar sem vindur stóð af landi, og þá er svo var hvasst að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir í landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn því illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.

Gerðavellir

Gerðavellir – leifar virkis Jóhanns breiða.

Og þó að að menn kæmist í gerði þeirra, þá er þeir voru ekki við, þorðu menn eigi að láta junkara sjá þess merki, þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmissa bragða til þess. Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en júnkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björguðust svo til lands. Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu, þá er í land skyldi róa, því að þá var mótvindi. Þá reru junkarar við hné sér til lands. Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu.

Tyrjabyrgi

Eitt „Tyrkjabyrgjanna“.

Nú reru junkarar, er vindur stóð af landi, en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig: Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi junkarar verið af dögum ráðnir.
Þessari sögu fylgir skýringarklausa frá Brynjólfi á Minna-Núpi: „Þessi munnmæli voru mér sögð í Grindavík 1861. En seinna hefur mér dottið í hug, að þessi sögn kunni að standa í sambandi við tóftarústir þær, er sjómenn frá Húsatóftum í Grindavík — einn af þeim var Guðmundur, bróðir minn — fundu veturinn 1872 norðan í Sundvörðuhrauninu, þar sem á stóru svæði er hvergi stingandi strá strá, og engin umferð af mönnum né skepnum, enda hafði þá enginn heyrt þeirra rústa getið áður. Þorvaldur Thoroddsen fann þær líka, er hann rannsakaði Rekjanesskagann, og áleit eins og hinir, að þar hefði verið mannahýbýli“.

Vafasamt junkaragerði
Junkaragerði ofan við Stóru-Bót í GrindavíkÞetta er eina sögnin, sem hægt er að tengja við tóftirnar í Sundvörðuhrauni, en hún hefur á sér ýmis einkenni góðrar þjóðsögu. Junkararnir eru 12 eða 18, en talan 18 er algeng í þjóðsögum um líkt efni. Í Grindavík lifði einnig saga um 15 þjófa í Þjófagjá í Þorbjarnarfelli en hún er farandsögn, sem ekkert á skylt við þessar rústir. Þrjár tilraunir eru gerðar til að ráða junkarana af dögum, og heppnast síðasta tilraunin, en slík efnisatriði eru einkenni allra góðra þjóðsagna.
Sannfræði þessarar sögu er því býsna vafasöm, en engu að síður standa rústirnar í Sundvörðuhrauni sem óbrotgjarnt vitni þess, að þar hafa menn verið að verki og sennilega dvalizt einhvern tima. Ef bófaflokkur hefur haft þar bækistöð sína ætti að finnast einhver urmull af beinum eða öðrum úrgangi þar í grendinni, en þess sér engin merki. Útilegumannadýrkendur benda þó rétti lega á, að tætturnar séu mjög gamlar, því að þær eru huldar þykku mosalagi. Fangamark útilegumanna getur því birzt einn góðan veðurdag undir mosalaginu.

Eldvörp

Eldvörp – eitt byrgjanna.

Það er eftirtektarvert við rústirnar, að byggingarlag þeirra bendir til þess, að það sé miðað við þá möguleika, sem hraunhellurnar í nágrenninu skópu byggingameisturunum. Stærstu hraunhellurnar eru um 90 sm. á lengd, en tætturnar eru frá því um 50 sm til 80 sm. á breidd nema ein. Hún er um 150 sm., þar sem hún er breiðust. Þar hefur þó verið hlaðinn milliveggur, svo að þakhellurnar hafa ekki þurft að vera nema um 80 sm. til þess að ná milli veggja, Ef hér er um mannabústaði að ræða, þá er enginn öfundsverður af því að hafa hafzt þarna við.  Mér er ókunnugt, að orðið junkari komi fyrir annars staðar í þjóðsögum. Orðið kemur inn inn í íslenzkuna á ofanverðum miðöldum og er þá oft skrifað jungkæri, og bæjarnafnið Junkaragerði er skrifað Junkæragerði í Jarðabók Árna Magnússonar. Orðið jungkæri var notað um yngissveina af tignum ættum, en hefur festst t. a. m. í Þýzkalandi við landeigendaaðalinn. Inn í íslenzkuna er orðið auðvitað komið úr þýzku eða dönsku, en Þjóðverjar höfðu miklar bækistöðvar á þessum slóðum á 16. öld. Það er dálítið kátbroslegt, að tignarheiti! einnar illræmdustu landeigendastéttar Evrópu skuli tengt við kot eitt suður í Höfnum og þjóðsögn um kvennagull, sem eiga að hafa búið á óbyggðum Reykjanesskaga.

Heimildir m.a.:
-Rústirnar í Grindavíkurhrauni – Björn Þorsteinsson – Þjóðviljinn 3. september 1950, bls. 5 og 7.
-Rústirnar í Grindavíkurhrauni – Björn Þorsteinsson – Nýi Tíminn 28. september 1950, bls. 3 og 6.

Tyrkjabyrgi - uppdrattur

Bjargarhellir

Gengið var um Strandarhæð ofan við Selvog. Á hæðinni eru nokkrir skútar og smáhellar, auk ýmissa mannvistaleifa. Má þar m.a. nefna Gapa, Strandarhelli og Bjargarhelli.
Selvogsheiði er mikil hraundyngja, sem byggst hefur upp snemma á nútíma. Hraunin hafa breiðst út til allra hliða. Dyngjan er hallalítil og hraunin hafa verið þunnfljótandi, enda er flatamál dyngjunnar um 50 ferkílómetrar.

Gapi-21

Gapi.

Út úr dyngjunni hafa miklar hraunár runnið neðanjarðar og komið upp úr hrauntjörnum, sem nefnast Hellishæð, Vörðufell og Strandarhæð. Á þessa þrjá gíga lítur Jón Jónsson sem aukagíga frá Selvogsheiði, en ekki sem sjálfstæð eldvörp. Telur Jón líklegt að stórir og miklir hellar liggi frá Selvogsheiði og niður að þessum þrem eldvörpum.
Í örnefnaslýsingu fyrir bæi í Selvogi segir m.a. 1840 að “í Selvogsheiði eru 3 hellrar: … Gapi, tekur 60 kindur …” Fjárskjólið tilheyrði Þorkelsgerði. Fyrir framan það er hlaðinn stekkur; Gapastekkur. Mold er í botni fjárhellisins og bein á stangli. Nafnið er sennilega tilkomið vegna þess að opið gapir á móti þeim, sem það nálgast úr suðri, í átt frá Selvogi. Í örnefnaslýsingunni er einnig kveðið á um Gapstekk: „Við ferðamannaveginn sem lá vestur yfir Víðasand og til Herdísarvíkur, er hellir, sem heitir Gapi og var fjárhellir. Við Gapa er Gapastekkur. Þar var rekið að haust og vor úr Útvogi.“

Bjargarhellir

Innan við op Bjargarhellis.

Haldið var til austurs inn á hæðina, að Strandarhelli. Í sömu heimild frá 1840 er kveðið á um fjárskýli í hellinum. Þar segir að Strandarhellir, sem nú er í Eimulandi, hafi verið rúmgóður… Það var góður fjárhellir, tók um 200 fjár.“ Hellirnn er í stóru grónu jarðfalli. Inni í fjárskjólinu eru fyrirhleðslur. Sagnir eru og um göng úr hellinum upp í Hlíðarendahelli undir Hellisbjörgum, en engin slík hafa fundist þrátt fyrir talsverða leit.
Nafngiftin Strandarhellir kemur víða við í rituðum heimildum og yfirleitt er talað um hann í lotningu eins og þar fari einn af stærstu hraunhellum landsins.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Bjargarhellir er sunnan Strandarhellis. Í örnefnalýsingunni frá 1840 segir að Bjargarhellir rúmi 200 fjár…” Fjárskjólið tilheyrði Nesi, austast í Selvogi, miðað við örnefnalýsinguna, en á milli þess og t.d. Nessels undir Hnúkum er allnokkur vegalengd og skera t.d. lönd Eimu, Þorkelsgerðis og Bjarnastaða það svæði.
Jón Vestmann (1769-1959), prestur í Selvogi á árunum 811-1942, nefnir Bjargarhelli er hann svarar spurningum Hins íslenska bókmenntafélags um hella í Selvogsþingi. Jón segir Bjargarhelli álíka stóran og Strandarhelli, sem Jón segir taka 200 fjár.

Strandarhellir

Í Strandarhelli.

Engar fornleifar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafa komið í ljós í Selvogi. Erfitt er að spá um upphaf byggðar í Selvogi vegna hinna miklu landspjalla sem þar hafa orðið síðustu aldir. Þar virðast hafa verið tvö hverfi, í kringum Nes og Strönd, og þéttbýli mikið, svo að tún flestra eða allra jarðanna lágu saman. Í kringum Hlíðarvatn og í Herdísarvík eru svo stakar meðaljarðir sem sennilega hafa byggst ívið seinna en býli í Strandar- og Neshverfum.

Hlíðardalur

Tóft Erlends í Hlíðardal.

Á 11. öld reistu efnaðri bændur og höfðingjar kirkjur og bænhús á jörðum sínum, t.d. á Nesi og Strönd. Aðeins er vitað um eitt bænhús, í Herdísarvík, en líklegt má telja að þau hafi verið víðar. Kirkjurnar sem vitað er um eru á öllum dýrustu jörðunum og eru einnig með nokkuð jöfnu millibili en miðað við fjölda býla eru tiltölulega fáar kirkjur í kringum. Í kringum 1000 bjuggu höfðingjar á Hjalla, Þóroddur goði og sonur hans Skapti lögsögumaður, sem samkvæmt Ara fróða var mesti áhrifamaður á Íslandi í byrjun 11. aldar. Þess hefur verið getið til að undir lok 13. aldar hafi Nes í Selvogi orðið bústaður höfðingja. Maður að nafni Finnur Bjarnason byggði þar nýja kirkju á seinni hluta 13. aldar og var hann af höfðingjaættum: Eftir hann bjó í Nesi Erlendur sterki Ólafsson (d. 1312), faðir Hauks lögmanns og bókagerðarmanns. Það að Erlendur hafi valið sér Nes til bústaðar hefur verið tekið til marks um aukið mikilvægi sjávarútvegs frá því um 1300 – að höfðingjar hafi þá kosið frekar að búa við sjávarsíðuna til að geta auðgast á sjávarfangi en í miðju fjölbyggðra landbúnaðarhéraða. Næsta lítið er vitað um byggð í Selvogi á síðmiðöldum.

Bjargarhellir

Bjargarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Margra jarða í Ölfusi er hvergi getið í skjölum fyrr en í jarðabókum 17. aldar og er það óvenjulegt. Skýringin gæti legið í því að mjög margar af jörðunum í Ölfusi, einkum um austanverða sveitina, hafi snemma komist undir Skálholtskirkju – mögulega þegar á 12. eða 13. öld, en jarðabækur stólsins frá miðöldum hafa ekki varðveist. 16. öldin var einskonar blómaskeið Selvogs. Þá bjuggu þar stórhöfðingjar áratugum saman, einkum í Selvogi, og mjög mikið fer fyrir útgerð Skálholtsbiskupa frá Þorlákshöfn, Selvogi og Herdísarvík í skjölum frá þessum tíma. Byggð í Selvogi fór hinsvegar mjög hnignandi í kjölfar 17. aldar. Þar eyddist land vegna sandfoks, tún Strandar og nærliggjandi jarða voru smátt og smátt beinlínis kaffærð í sandi og var öll byggð eydd í Strandarhverfi um 1750.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Hér má m.a sjá Fornagarð umlykja neðanverða byggðina.

Í Jarðabók Árna og Páls sem tekin var saman á árunum 1706 og 1708 á þessu svæði er víða getið um hjáleigur og afbýli sem höfðu byggst á seinni hluta 17. aldar. Margar fóru fljótlega í eyði aftur í harðindunum um 1700 eða í kjölfar Stórubólu 1707 en önnur héldust í byggð. Engar heimildir eru til sem gefa ástæðu til að ætla að fyrir utan byggðaeyðingu í Selvogi hafi orðið neinar verulegar breytingar í skipulagi byggðar í Ölfusi eða Selvogi fyrr en á þessari [20.] öld.

Heimildir m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra_eima.htm
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.

Strandarhaed-30

Í Bálkahelli

Gengið var niður Klofninga í Krýsuvíkurhrauni með það fyrir augum að skoða Bálkahelli og Arngrímshelli (Gvendarhelli). Þá var gengið upp vestanvert hraunið áleiðis að Stóru-Eldborg, upp í Kerlingadal og staldrað við um stund hjá dysjum þeirra Herdísar og Krýsu.

Gvendarhellir

Gvendarhellir – tóft.

Arngrímshellis er getið í gamalli lýsingu. Þar segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi hafi fé í helli í Klofningum undir aldamótin 1700. Þar hafi hann haft 99 ær og að auki eina frá systur sinni. Sú, þ.e. ærin, nefndist Grákolla. Fénu beitti hann m.a. í fjöruna neðan við bergið. Um veturinn gerði aftakaveður og fannfergi. Varð það svo slæmt að féð hraktist fram af berginu og drapst. Grákolla lifði hins vegar af hrakningarnar og er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið.
Arngrímur var við annan mann við sölvatekju undir bjarginu skömmu eftir aldamótin 1700 og féll þá sylla á hann með þeim afleiðingum að hann lést.

Arngrímshellir

Í Arngrímshelli.

Um 130 árum síðar mun Krýsuvíkur-Gvendur hafa haft fé í fjárhellinum. Nefndist hann þá Gvendarhellir. Tóft er við munnann. Er sagt að þar hafi verið hús úr timbri og hafi það talist til frásagnar að gler hafi verið þar í gluggum. Við og inni í hellinum eru hleðslur.
Bálkahellir er skammt austar. Þegar komið er niður úr efsta opi hans má sjá hraunbálka beggja vegna. Annars er hellirinn um 450 metra langur.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg vestast undir Geitahlíð.

Neðan við Deildarháls ofan Stóru-Eldborgar, er dregur nafn sitt af deilum Herdísar Í Herdísarvík og Krýsu í Krýsuvík, er Kerlingadalur. Neðst í honum eru dysjar kerlinganna, auk smala Herdísar. Þjóðsagan segir að Krýs og Herdís hafi verið grannkonur og “var nábúakritur megn á milli þeirra; því hvor öfundaði aðra af landgæðum þeim er hin þóttist ekki hafa, Krýs Herdísi af beitilandinu, en Herdís Krýs aftur af enginu. Svo hafði lengi gengið að hvor veitti annari þungar búsifjar; rak Krýs sauðfénað sinn í land Herdísar, en Herdís vildi aftur ná í engið, og beittust svo þessu á víxl með því landamerki virðast annaðhvort hafa verið óglögg eða engin í það mund.

Bálkahellir

Við Bálkahelli.

Þegar þær grannkonurnar eltust meir fóru þær síður að hafa fylgi á framkvæmdum til að ásælast hvor aðra, en ekki var skap þeirra að minna eða vægara fyrir það. Bar þá svo við einhverju sinni að Herdís hafði gengið út í hraun og síðan út með Geitahlíð svo sem leið liggur út í Krýsuvík. En utarlega undir hlíðinni ganga úr henni hæðir nokkrar fram að hrauninu og eru þær kallaðar Eldborgir. Yfir þessar hæðir liggur vegurinn. Þann sama dag er Herdís tókst þessa göngu á hendur fór og Krýs að heiman.

Krýsuvík

Breiðivegur vestan Stóru-Eldborgar.

Í suður frá Krýsuvík er slétt melgata (Breiðivegur); er hún nokkuð langur skeiðsprettur suður undir hornið á Geitahlíð, en þegar komið er fyrir það horn blasa Eldborgir við sunnar með hlíðinni og er allskammt þangað undan hlíðarhorninu. Gamla þjóðleiðin lá hins vegar upp á hálsinn milli Geitahlíðar og Stóru-Eldborgar og síðan um Kerlingadal.
Nú segir ekki af ferðum þeirra grannkvennanna fyrr en Krýs kemur þar á götunni sem hún liggur yfir hina nyrztu Eldborgina, þá kemur Herdís í flasið á henni að sunnan. Þegar þær hittust varð fátt af kveðjum, en því fleira af illyrðum á milli þeirra er hvor um sig þóttist eiga land það er þær stóðu á.

Dysjar

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans í Kerlingadal.

Ekki er þess að vísu getið hvernig hvorri um sig hafi farizt orð, en svo lauk að hvor hézt við aðra vegna landadeildarinnar. Lagði þá Krýs það á Herdísi að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aftur full af loðsilungi, sumir segja öfugugga. En Herdís lagði það aftur á Krýs að allur silungur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Enn lagði Krýs það á Herdísarvík að þaðan skyldi týnast tvær eða þrjár skipshafnir. Herdís mælti aftur það um fyrir Krýsuvík að starengið þar skyldi smásökkva á hverjum 20 árum, en koma upp á jafnlöngum tíma. Eftir þessi ummæli sprungu þær báðar þar sem þær stóðu og eru þær dysjaðar báðar til vinstri handar við götuna þegar riðið er út í Krýsuvík norðan til á Eldborginni nyrztu, og sér dysirnar þar enn; dys Krýsar er það sem nær er Krýsuvík, en Herdísar hitt sem fjær er.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

Meðan þær voru að mæla hvor um fyrir annari kom að þeim smalinn úr Krýsuvík, en svo brá honum við heitingar þeirra að hann féll þegar dauður niður og er hann dysjaður hægra megin við götuna þar upp undan sem þeirra dys er niður undan svo ekki skilur nema gatan ein. Dys þeirra grannkonanna eru enn kölluð Krýs og Herdís og þar með eru þau kölluð sýsluskil Gullbringusýslu og Árnessýslu, svo eru þau og talin landamerki milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=200

Kerlingadalur

Dysjar Herdísar og Krýsu.

Rebbi

Gengið frá námusvæði norðaustan Herdísarvíkur, við gömlu sauðfjárveikigirðinguna neðan Herdísarvíkrfjalls, upp eftir hrauninu, upp Mosaskarð með viðkomu í nýlega fundnum helli niður í gasuppstreymsirás þar sem lítil fuglsbeinagrind sagði ævisögu hans síðustu dagana fyrir alllöngu síðan, upp skarðið og um hellasvæðið ofan Stakkavíkurfjalls, áfram yfir djúpt mosahraun ofan Nátthagaskarðs, sem runnið hefur úr Draugahlíðagígnum, og yfir í Stakkavíkursel. Stakkavíkurselsstígur og Selstígur voru gengnir til baka niður af fjallsbrúnunum með viðkomu í Svelti og Píni.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli.

Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m y.s.), hömrum girt á kafla, en annars staðar hafa hraunfossar fallið fram af því og alla leið til sjávar. Sagt er að hraunið neðan skarðsins, austan Herdísarvíkur, geymi m.a. Breiðabáshelli, sem ná á úr Breiðabás og alla leið upp í mitt Mosaskarð, ca. 1-2 km.
Þegar FERLIR hafði verið að leita að opi Breiðabáshellis í Mosaskarði uppgötvaðist gat í gasrás í miðju skarðinu. Var jafnvel um tíma talið að þar væri nú opið loksins komið. Ekki er vitað um marga hraunhella á Íslandi sem myndast í miklum halla, en einn slíkur er þessi í Mosaskarðinu.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli fyrsta sinni.

Það þætti ekki gott til frásagnar í dag, en FERLIRsfélaginn, sem að þessu sinni fetaði sig niður í hraunrásaropið og las jarðveginn að þarna kynni að leynast rás í lítilli hvylft. Tók hann flata steinhellu og byrjaði að grafa. Í ljós komu nægilega rúm göng er gætu leyft óljósa inngöngu. Skreið félaginn á maganum niður á við stutta stund, en síðan opnuðust göngin framundan. Eftir að hafa skriðið upp úr þrengslunum komu í ljós fagurlituð bogadregin göng er enduðu eftir skamman veg. Þótti honum athyglisvert að inni í þessum lokuðu göngum leyndist beinagrind af fugli.
Þegar út var komið rann upp fyrir félaganum sú staðreynd að hann hefði aldrei átt að fara niður og inn í göngin án aðstoðar; hvað  hefði t.d. gerst ef hann hefði lokast þarna inni??!!

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

Hellirinn sjálfur er stuttur, nokkrir tugir metra, en hraunrásin sjálf er mjög falleg og lögun hennar einstök. Hægt er að klifra ofan í hann, en best er að taka með stiga eða klifurlínu. Fyrst þegar farið var niður virtist þetta einungis vera rúmgóð rás, en þegar grafið var í holu syðst í henni og gjallhaug mokað frá með hraunhellu kom í ljós framhald á rásinni. Skriðið var inn og í ljós kom þessi fallega bogadregna hraunrás. Veggirnir eru nokkuð sléttir, fjólubláir að lit, og gólfið slétt. Þarna hafði enginn maður áður stigið fæti. Hins vegar hafði lítill fugl komist þangað inn, en ekki komist út aftur. Beinagrindin sagði sína sögu.

Ofan við skarið er Brúnahellir og síðan tekur hver hellirnn við af öðrum austan við skarðið.

Rebbi

Beinagrind af rebba innan við op Rebba.

Má þar nefna Rebba, Stakkavíkurhelli – Annar í aðventu og Nátthaga.
Kíkt var inn í Rebba, en til þess að skoða þann helli að einhverju ráði þarf góðan tíma. Nátthagi er langur og rúmgóður með fallegum hraunmyndunum, en einnig þarf að gefa honum góðan tíma ef skoða á hann allan.
Mikið mosahraun er ofan og austan við Nátthaga. Það er mjög erfitt yfirferðar, en með smá útsjónarsemi og tiltekin stefnumið er gefa til kynna stystu leið yfir það getur gangan tekið u.þ.b. 40 mínútur.

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

Þá er komið inn á Stakkavíkurselstíg. Honum var fylgt spölkorn til norðurs, en síðan vikið út af honum neðan við Stakkavíkursel. Það var skoðað og síðan haldið áfram og beygt austan hraunrandar áleiðis niður að Stakkavíkurfjalli. Þar neðst í hrauninu eru hellarnir Sveltir og Pínir. Um er að ræða jarðföll í hrauninu, sem nefnd voru svo þar sem kindur vildu rata þangað niður, en urðu til þar því þær komust ekki upp aftur.

Mosaskarð

Mosaskarð ofan Herdísarvíkur.

Gengið var vestur ofan við brún fjallsins. Í örnefnalýsingu fyrir Stakkavík segir að „Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu”. Gengið var yfir á Selstíginn og honum fylgt niður á þjóðveginn.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Grindavík

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 2019 er grein Helga Bierings um „Valgerðarhús, næst elsta hús Grindavíkur„:

Valgerðarhús næst elsta hús Grindavíkur

Grindavík

Grindavík – Valgerðarhús.

„Stolt hvers byggðarlags er upphaf byggðar og sú merkilega saga sem varð til þess að byggð hófst. Grindavík á sína verslunar og útgerðarsögu. Saga Grindavíkur hefur ekki verið átakalaus í gegnum aldirnar. Grindavíkurverslun var ein af útstöðvum Kaupsvæðis Reykjavíkur ásamt Hafnarfirði, Keflavík og Básendar. Mikil samkeppni var um verslun á milli Dana, Hollendinga, Hansakaupmanna (Þjóðverjar) og Englendinga, þó svo að Danir hefðu einkaleyfið frá konungi. Samkeppnin hélst lengi þó svo að stundum hafi brotist úr vopnuð átök. Þau átök náðu svo hámarki í svonefndu Grindavíkurstríði árið 1532. Þar unnu Þjóðverjar sigur með tilstyrk Dana og Íslendinga.

Grindavík var fyrst og fremst verstöð

Grindavík

Grindavík – sjóbúðir. Flagghúsið í miðið.

Megin atvinnuvegur bæjarins hefur verið sjávarútvegur Grindvíkinga. Um Jónsmessuleytið 1627 varð atburður, sem lengi var Grindvíkingum minnisstæður og setti mikinn svip á allt líf fólks í víkinni næstu árin. Þetta var Tyrkjaránið svonefnda, strandhögg sjóvíkinga sunnan úr Alsír en eitt af fjórum skipum þeirra bar að landi í Grindavík hinn 20. júní.
Aldrei hefur orðið fullljóst hversu mörgu fólki „Tyrkir” rændu en líklega voru þeir um 12 sem hefur verið stórt hlutfall íbúa Grindavíkur á þeim tíma. Að auki féllu nokkrir Grindvíkingar og sjóræningjar í atganginum. Sagan segir að þegar blóð „Tyrkjanna“ og Grindvíkinganna blandaðist á jörðinni hafi orðið til blóðþyrnir sem vex á grasflöt í nágrenni við Valgerðarhús.

Grindavík

Valgerðarhús lengst til hægri.

Grindvíkingar smíðuðu lengi framan af báta úr rekaviði sem svo voru nýttir til róðra á erfiðu en gjöfulu hafsvæði. Vinnubrögð, siðir og venjur sem sjósókninni tengdust voru með líkum hætti og tíðkast hafði um aldir og á landi var einnig flest í sömu skorðum árhundrað eftir árhundrað. Þannig hélst þetta framundir aldamótin 1900. Þá tók fólki að fjölga í Grindavík, ný hús risu af grunni, þar sem engin höfðu áður staðið, þorp tók að myndast. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. Um líkt leyti reis Valgerðarhús. Valgerðarhús var reist út timbri úr strandgóssi stórs seglskips sem strandaði við Hafnir 1881. Ekki er ólíklegt að Einarsbúð hafi verið reist úr timbri úr sama skipi að einhverju leyti. Eitt af því sem helst einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík allt fram á síðustu öld var skipting hennar í þrjú hverfi: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi. Margt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna en sitthvað bendir til þess að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld. Þetta voru þrír hreppshlutar og milli þeirra voru engin lögákveðin hverfamörk.

Valgerðarhús – sagan

Grindavík

Grindavík – Hér er Valgerðarhús nefnt Júlíusarhús.

Valgerðarhús er staðsett í Járngerðarstaðahverfi og það er í dag eitt af elstu húsum Grindavíkur, hefur sérstaka sögu sem tengist atvinnusögu Grindavíkur. Húsið er skráð hjá Þjóðskrá að það sé byggt árið 1940. En margt bendir til að það sé byggt mun fyrr. Þó húsið sé lítið og lúið á okkar tíma mælikvarða þá var það vel byggt og úr góðu timbri á sínum tíma. Upphaflega húsið er í þokkalegu góðu ástandi fyrir utan ryðgað bárujárn að utan, en heldur lakari timbur er í viðbyggingunni sem byggð er úr gömlu og endurunnu timbri og rekavið. Elsti hluti hússins er á sökkli sem er gerður úr fjörugrjóti sem hlaðið er í múr.
Á gömlum ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur er Valgerðarhús vel greinilegt og á myndum frá því seint á þriðja áratugnum er húsið nýklætt að utan en á mynd frá því fyrr á þriðja áratugnum sést húsið einnig en þá er það svart að lit og þá líklega vegna tjörgunar. Húsið gæti hafa verið klætt að utan eftir 1927 eða þar um bil eftir að sjávarflóð olli töluverður tjóni í nágrenni Valgerðarhúss.

Grindavík

Grindavík – húsin ofan við fyrstu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi.

Í upphafi var Valgerðarhús líklega verið nefnt “Sjóbúðin”. Einnig tengist húsið fjölskyldu Einars Jónssonar frá Garðhúsum.
Húsið Valgerðarhús stendur við hlið Verbrautar í Grindavík og er án húsnúmers, var að öllum líkindum byggt einhvern tíman á árunum 1882 til 1889 og því eitt af elstu húsum Grindavíkur.
Burðarviðir hússins eru úr farmi skipsins James Town sem strandaði við Hafnir sunnudagsmorguninn 26. júní 1881. Skipið var hlaðið timbri sem átti að fara til Englands þar sem það átti að notast við lagningu járnbrautarteina. Það var svo 12. og 13. ágúst 1881 sem haldið var uppboð á farminum og skipinu á strandstað við Þórshöfn í Stafnesfjöru. Töluvert af timbri var selt til Grindavíkur, meðal annars á Járngerðarstaði, Garðhús, Klöpp og fleiri bæja innan Grindavíkur.
Líklegast er að timbrið í Valgerðarhús hafi verið keypt af Einari Jónssyni í Garðhúsum, en hann kom einnig að björgunarvinnu við strandið og fékk greitt 6 kr. fyrir leigu á hestum. Einnig keypti hann 162 planka á uppboðinu.
Þeir sem unnu við strandið fengu að eiga ýmsa búta sem notaðir voru við fráganginn á timburfarminum sem var um borð í skipinu. Sagnir eru um að sumir hafi jafnvel getað byggt sér þokkaleg hús úr þessum bútum.

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Ástæða þess að ég tel að Einar eða Dagbjartur, sonur hans, hafi byggt Valgerðarhús, eða í það minnsta átt timbrið sem fór í burðarvirki hússins, er að Einar átti túnið sem var næst Valgerðarhúsi. Einnig átti hann að öllum líkindum beitningarskúrana sem merktir eru inn á túnakortið frá 1918 og voru ekki nema í um 2 metra fjarlægð frá Valgerðarhúsi. Nýlega er búið að rífa beitningarskúrana.
Á túnakortinu er skrifað við hlið skúranna „Fleiri hús“. Hús sem virðast hafa verið á einhverskonar einskismannslandi.
Dagbjartur frá Velli var sonur Einars Jónssonar frá Garðhúsum. Sá sami Einar var einn af björgunarmönnum farmsins úr James Town eins og áður hefur komið fram. Á sama tíma er hann samkvæmt manntalinu frá 1880 “húsb., hreppstjóri, sjávarafli, fjárrækt” þannig að hann hefur verið meiri háttar maður í samfélaginu í Grindavík á sínum tíma. Hann keypti einnig dálítið af plönkum á uppboðinu sem haldið var á farminum úr James Town og flakinu, fyrir utan það timbur sem björgunarmenn fengu að eiga. Eftir að uppboðinu var lokið fengu björgunarmenn að eiga hluta þess viðar sem bjargað var úr skipinu sem þá var komið í eigu H.P. Duus. Sumir fengu fjórðung á meðan aðrir fengu helming þess timburs sem þeir komu í land, mögulega eftir stétt og stöðu hvers björgunarmanns fyrir sig. Eftir að skipið hvarf svo í hafið í haustveðri fannst mikill reki úr skipinu meðfram allri strönd Stafnessins allt frá Garði og út á Reykjanes í töluvert langan tíma.

Niðurstaða

Grindavík

Ég tel að Dagbjartur Einarsson hafi reist Valgerðarhús eftir að hann fer að heiman tvítugur að aldri og þar til hann er sagður húsbóndi í “Sjóbúðinni” árið 1900 í Sóknarmannatali og í sóknarmannatali og manntali 1901. Það er niðurstaða mín að Valgerðarhús var reist einhvern tíman á árunum 1882 – 1889.
Við samanburð á viðnum í Valgerðarhúsi og í Ytri-Ásláksstaðir, elsta uppistandandi íbúðarhús í Sveitarfélaginu Vogum og byggt 1884 úr meðal annars timbri úr James Town, kom í ljós að samskonar burðarviður er í báðum húsunum. Einnig er byggingarstíllinn, gerð sökkuls og stærð mjög áþekk. Þessi samanburður styrkir þá niðurstöðu að Valgerðarhús hafi verið byggt á árunum 1882- 1889.
Til gamans má geta þess að eiginkona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp og líklega er húsið nefnt eftir henni.
Nöfnin Þorvaldshús og Ólafshús, sem komu í umræðuna á meðan á rannsókninni stóð, skiluðu engu nema að á árunum 1928-1952 og jafnvel síðar var Þorvaldshús prestsbústaður og þar af leiðandi líklega ekki Valgerðarhús.“

Í „Húsakönnun Grindavíkur 2019“ er fjallað um Valgerðarhús:

Sögubrot Grindavíkur
Grindavík
„Stolt hvers byggðarlags er upphaf byggðar og sú merkilega saga sem varð til þess að byggð hófst.
Grindavík á sína verslunar og útgerðarsögu. Saga Grindavíkur hefur ekki verið átakalaus í gegnum aldirnar. Grindavíkurverslun var eina af útstöðvum Kaupsvæðis Reykjavíkur ásamt Hafnarfyrði, Keflavík og Básendar. Mikil samkeppni var um verslun á milli Dana, Hollendinga, Hansakaupmanna (Þjóðverjar)og Englendinga, þó svo að Danir hefðu einkaleyfið frá konungi. Samkeppnin hélst lengi þó svo að stundum hafi brotist úr vopnuð átök. Þau átök náðu svo hámarki í svonefndu Grindavíkurstríði árið 1532. þar unnu þjóðverjar sigur með tilstyrk Dana og Íslendinga.

GrindavíkGrindavík var fyrst og fremst verstöð. Megin atvinnuvegur bæjarins hefur verið sjávarútvegur Grindvíkinga. Um Jónsmessuleytið 1627 varð sá atburður, sem lengi var Grindvíkingum minnisstæður og setti mikinn svip á allt líf fólks í víkinni næstu árin. Þetta var Tyrkjaránið svonefnda, strandhögg sjóvíkinga sunnan úr Alsír en eitt af fjórum skipum þeirra bar að landi í Grindavík hinn 20. júní. Aldrei hefur orðið fullljóst hversu mörgu fólki „Tyrkir“ rændu en líklega voru þeir um 12 sem hefur verið stórt hlutfall íbúa Grindavíkur á þeim tíma. Að auki féllu nokkrir Grindvíkingar og sjóræningjar í atganginum. Sagan segir að þegar blóð „Tyrkjanna“ og Grindvíkinganna blandaðist á jörðinni hafi orðið til Blóðþyrnir sem vex á grasflöt í nágrenni við Valgerðarhús.
Grindavík
Grindvíkingar smíðuðu lengi framan af báta úr rekaviði sem svo voru nýttir til róðra á erfiðu en gjöfulu hafsvæði. Vinnubrögð, siðir og venjur sem sjósókninni tengdust voru með líkum hætti og tíðkast hafði um aldir og á landi var einnig flest í sömu skorðum árhundrað eftir árhundrað. Þannig hélst þetta framundir aldamótin 1900. Þá tók fólki að fjölga í Grindavík, ný hús risu af grunni, þar sem engin höfðu áður staðið, þorp tók að myndast. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. Um líkt leiti reis Valgerðarhús. Valgerðarhús var reist út timbri úr strandgóssi stórs seglskips sem strandaði við Hafnir 1881. Ekki er ólíklegt að Einarsbúð hafi verið reist úr timbri úr sama skipi að einhverju leiti.
Eitt af því sem helst einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík allt fram á síðustu öld var skipting hennar í þrjú hverfi: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi. Margt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna en sitthvað bendir til þess að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld. Þetta voru þrír hreppshlutar og milli þeirra voru engin lögákveðin hverfamörk.

Valgerðarhús
Grindavík
V
algerðarhús er staðsett í Járngerðarstaðahverfi og það er í dag eitt af elstu húsum grindavíkur, hefur sérstaka sögu sem tengist atvinnusögu Grindavíkur. Húsið er skráð hjá Þjóðskrá að það sé byggt árið 1940. En margt bendir til að það sé byggt mun fyrr. Þó húsið sé lítið og lúið á okkar tíma mælikvarða þá var það vel byggt og úr góðu timbri á sínum tíma. Upphaflega húsið er í þokkalegu góðu ástandi fyrir utan ryðgað bárujárn að utan, en heldur lakari timbur er í viðbyggingunni sem byggð er úr gömlu og endurunnu timbri og rekavið. Elsti hluti hússins er á sökkli sem er gerður úr fjörugrjóti sem hlaðið er í múr.
Á gömlum ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur er Valgerðarhús vel greinilegt og á myndum frá því seint á þriðja áratugnum er húsið nýklætt að utan en á mynd frá því fyrr á þriðja áratugnum sést húsið einnig en þá er það svart að lit og þá líklega vegna tjörgunar. Húsið gæti hafa verið klætt að utan eftir 1927 eða þar um bil eftir að sjávarflóð olli töluverður tjóni í nágrenni Valgerðarhúss.
Í upphafi var Valgerðarhús líklega verið nefnt „Sjóbúðin“. Einnig tengist húsið fjölskyldu Einars Jónssonar frá Garðhúsi.

Valgerðarhús

Í Húsakönnun Grindavíkur 2014 segir: „Sæmundur Sterki átti þetta hús og Guðmundur. Milliloftið í þessu húsi kemur úr skútu sem strandaði við Hafnirnar. Líklega hefur þetta verið geymsla, pakkhús, fiskvinnsla eða beitningaskúr.“

Húsið Valgerðarhús stendur við hlið Verbrautar í Grindavík og er án húsnúmers var að öllum líkindum byggt einhvern tíman á árunum 1882 til 1889 og því eitt af elstu húsum Grindavíkur. Burðarviðir hússins eru úr farmi skipsins Jamestown sem strandaði við Hafnir sunnudagsmorguninn 26. júní 1881. Skipið var hlaðið timbri sem átti að fara til Englands þar sem það átti að notast við lagningu járnbrautarteina. Það var svo 12. og 13. ágúst 1881 sem haldið var uppboð á farminum og skipinu á strandstað við Þórshöfn í Stafnesfjöru. Töluvert af timbri var selt til Grindavíkur, meðal annars á Járngerðarstaði, Garðhús, Klöpp og fleiri bæja innan Grindavíkur.
Líklegast er að timbrið í Valgerðarhús hafi verið keypt af Einari Jónssyni í Garðhúsum, en hann kom einnig að björgunarvinnu við strandið og fékk greitt 6 kr. fyrir leigu á hestum. Einnig keypti hann 162 planka á uppboðinu. Þeir sem unnu við strandið fengu að eiga ýmsa búta sem notaðir voru við fráganginn á timburfarminum sem var um borð í skipinu. Sagnir eru um að sumir hafi jafnvel getað byggt sér þokkaleg hús úr þessum bútum.

Grindavík

Grindavík – framan við Einarsbúð.

Ástæða þess að ég tel að Einar eða Dagbjartur, sonur hans, hafi byggt Valgerðarhús, eða í það minnsta átt timbrið sem fór í burðarvirki hússins, er að Einar átti túnið sem var næst Valgerðarhúsi. Einnig átti hann að öllum líkindum beitningarskúrana sem merktir eru inn á túnakortið frá 1918 og voru ekki nema í um 2 metra fjarlægð frá Valgerðarhúsi. Nýlega er búið að rífa beitningarskúrana. Á túnakortinu er skrifað við hlið skúranna „Fleiri hús“. Hús sem virðast hafa verið á einhverskonar einskismannslandi.
Dagbjartur frá Velli var sonur Einars Jónssonar frá Garðhúsi. Sá sami Einar var einn af björgunarmönnum farmsins úr Jamestown eins og áður hefur komið fram. Á sama tíma er hann samkvæmt manntalinu frá 1880 „húsb., hreppstjóri, sjávarafli, fjárrækt“ þannig að hann hefur verið meiri háttar maður í samfélaginu í Grindavík á sínum tíma. Hann keypti einnig dálítið af plönkum á uppboðinu sem haldið var á farminum úr Jamestown og flakinu, fyrir utan það timbur sem björgunarmenn fengu að eiga. Eftir að uppboðinu var lokið fengu björgunarmenn að eiga hluta þess viðar sem bjargað var úr skipinu sem þá var komið í eigu H.P. Duus. Sumir fengu fjórðung á meðan aðrir fengu helming þess timburs sem þeir komu í land, mögulega eftir stétt og stöðu hvers björgunarmanns fyrir sig. Eftir að skipið hvarf svo í hafið í haustveðri fannst mikill reki úr skipinu meðfram allri strönd Stafnessins allt frá Garði og út á Reykjanes í töluvert langan tíma.

Niðurstaða

Grindavík

Grindavík – Valgerðarhús.

Ég tel að Dagbjartur Einarsson hafi reist Valgerðarhús eftir að hann fer að heiman tvítugur að aldri og þar til hann er sagður húsbóndi í „Sjóbúðinni“ árið 1900 í Sóknarmannatali og í sóknarmannatali og manntali 1901. Það er niðurstaða mín að Valgerðarhús var reist einhvern tímann á árunum 1882-1889.
Við samanburð á viðnum í Valgerðarhúsi og í Ytri-Ásláksstaðir, elsta uppistandandi íbúðarhús í Sveitarfélaginu Vogum og byggt 1884 úr meðal annars timbri úr Jamestown, kom í ljós að um samskonar burðarviður er í báðum húsunum. Einnig er byggingarstíllinn, gerð sökkuls og stærð mjög áþekk. Þessi samanburður styrkir þá niðurstöðu að Valgerðarhús hafi verið byggt á árunum 1882-1889.“

Grindavík - húsakönnunÍ skýrslu Minjasofnunar um húsakönnun Valgerðarhúss  segir m.a.: „Valgerðarhús er hús úr bindingsverki þar sem grindarefnið í það minnsta kemur úr farmi timburflutningaskipsins Jamestown sem strandaði við Hafnir í júní 1881.
Líklegast var húsið byggt milli áranna 1882 og 1889, Í upphafi var það einungis timburklætt að utan en einhverntíman fyrir árið 1920 eða 1930 var húsið klætt með bárujárni eins og sést á gömlum myndum. Á eldri myndum sést að það hefur verið þurkhjallur sjávarmegin á húsinu en hann sést ekki í dag. Hugsanlega hefur húsið skemmst eitthvað í flóðum sem voru 1927 og þá gæti það hafa verið klætt eftir það.
Á einhverjum tímapunkti var byggt við húsið einhverskonar skúrbygging sem er úr mun lakara efni en aðalbyggingin. Valgerðarhús er úr vönduðu unnu sléttu timbri en viðbyggingin úr rekavið og notuðu timbri úr líklega bryggu eða gömlum bát.“
Rétt er að geta þess að umrædd flóð voru árið 1925, en ekki 1927.

Heimildir:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2019 – Valgerðarhús, næst elsta hús Grindavíkur – Helgi Biering, bls 56-59.
-Valgerðarhús – Húsakönnun 2019. https://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Skyrsla-Valgerdarhuss.pdf
-https://www.grindavik.is/gogn/2020/Grindavik_husakonnun.pdf
-https://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Skyrsla-Valgerdarhuss.pdf

Grindavík

Grindavík – Í skýrslu þessari fyrir Járngerðarstaðarhverfi kemur fram á yfirlitsuppdrætti að Valgerðarhús (grænlitað) hafi verið byggt á árunum 1926-1950;  https://www.grindavik.is/gogn/2020/Grindavik_husakonnun.pdf.

Staðarhverfi

Gengið var um Staðarhverfi í fylgd Helga Gamalíassonar. Byrjað var við Húsatóftir og gengið með ströndinni um Kóngshelluna, Hvirfla, Stóra-Gerði, Litla-Gerði – Kvíadal og Stað. Að því loknu var haldið út í Bása ofan við Staðarberg og skoðuð hlaðinn refagildra.

Húsatóftir

Brunnur við Húsatóftir – Erling og Helgi Gam.

Helgi byrjaði á því að staldra við Pústhól á golfvellinum að Húsatóttum eftir stutta göngu. Sagði hann þann sið viðhafðan að þar hafi menn tekið byrðar af baki sér, sest niður og hvílst um stund áður en lengra var haldið. Rústir Kóngsverslunarinnar eru á sjávarbakkanum vestan við golfvöllinn. Kóngshellan sjálf er að mestu horfin sem og lendingin, enda hafa aðstæður þarna breyst mjög síðari áratugina (og jafnvel til enn lengri tíma litið). Sandfjara, sem verið hafði við skerin, væri nú horfin. Sjórinn hefur verið að brjóta af ströndinni smátt og smátt. Sést það m.a. vel á tóftunum, sem nú eru að hverfa til sjávarins.
Golfsvæðið, sem byggt var eftir stofnun Golfklúbbs Grindavíkur árið 1981, hefur verið varið með brimgarði, en hann nær ekki út fyrir það. Skv. upplýsingum fróðustu manna höfðu fengist fjármunir til að verja landið þarna og aðilum falið að sjá um það, en þeir hafi því miður einungis takmarkað sig við vallarsvæðið. Undir sjávarbakkanum má sjá hluti frá kóngsversluninni, s.s. krítarpíur o.fl. vera koma smám saman í ljós.

Staðarhverfi

Bryggjan á mörkum Staðahverfis og Húsatófta.

Skoðuð var bryggjan á Hvirflum, en hún á sér áhugaverða upprunasögu líkt og svo mörg mannanna verk, þar sem deilt var um gildi og staðsetningu, skatta og skil. Staðarvörin er fallega flóruð.

Stóra-Gerði er dæmi um grindvískan bæ í Staðarhverfi. Vel má enn sjá húsaskipan, fallega heimtröðina, brunninn og garðana í kring. Hins vegar er sjóinn að taka Litla-Gerði, sem er þar skammt vestar, til sín. Kvíadalur er heillegar tættur. Við hann eru síðustu leifar af görðum Staðahverfis, en þeir voru áður þarna svo til út um allt. Þegar bryggjan var byggð sem og bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var komið á vörubílum og grjótið úr þeim hirt í hana. Eftir stendur heillegur stubbur til minningar um bræður hans. Vel sést hvernig sandurinn hefur safnast vestan við garðinn og hlaðist upp.

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Helgi lýsti Stað og staðháttum þar. Hann vísaði m.a. á Staðarbrunninn, sem byggður var 1914, fallega hlaðinn og nær óskemmdur. Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey. Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Vestan við Staðarhverfið er hóll við þjóðveginn. Á honum er varða, svonefnd Tyrkjavarða eða Gíslavarða. Sagan segir að hún hafi verið hlaðin eftir Tyrkjaránið með þeim áhrínisorðum að á meðan hún stæði myndi Grindavík og Grindvíkingum óhætt.
Austan við Staðarbergið þaðan í sjávarhendingu (við austurenda bjargsins) er sker eitt hér um bil landfast sem heitir Ræningjasker. Nafnið á það að hafa fengið af því að einhvern tíma á 17. öld kom ræningjaskip að landi í Grindavík og lentu ræningjarnir í skerinu og gengu þaðan á land. Þá var prestur á Stað er Gísli var nefndur og var talinn fjölkunnugur. Þá er byggðarmenn urðu varir við ferð ræningjanna, fóru þeir sem skjótast á fund prests og sögðu honum tíðindin. Brá prestur skjótt við og fór á móti ræningjunum og stökkti þeim á flótta þó að sagan segir ekki með hverjum hætti. Hlóð hann síðan vörðuna til minja um þennan atburð.
Loks vísaði Helgi þátttakendum á hlaðna refagildur á Básum ofan við Staðarbergið. Hún hefur verið staðsett utan í hraunbakka, á leið rebba með berginu.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Kaldársel

Gengið var frá Kaldárseli eftir Kúastíg, um Kýrskarð og Gvendarselshæðargíga, yfir Undirhlíðar, niður í Kerin og suður með vestanverðum Undirhlíðum. Litið var niður í dýpi Aðalholu og sigið niður í Aukaholu. Um er að ræða gamlar djúpar (17 m og 10 m) sprungugjár, sem nýrra hraun hefur runnið niður í og smurt veggi og lausagrjót, formað súlur og ýmis litbrigði. Bandspotti reyndist nauðsynlegur til að komast upp úr holunni.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum – Helgafell fjær.

Undirhlíðarnar eru framhald af Sveifluhálsinum til norðurs, ef svo má segja. Nyrsti hluti þeirra að austanverðu nefnast Gvendarselshæðir og Gvendarselshæðargígar norðan þeirra. Þeir eru stórbrotnir þar sem þeir liggja á sprungurein austan með hæðinni og út frá henni til norðausturs.
Selfarir voru lengi tíðkaðar við Kaldá og voru hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri síðust til að hafa þar í seli. Selförum var hætt í Kaldárseli árið 1865 eða 1866 og lögðust þar með af í Álftaneshreppi og líkast til á öllu Reykjanesi. Eftir það var reynd búseta í Kaldárseli sem lagðist fljótlega af vegna rýrra landkosta.

Aukahola

Aukahola.

Við Kaldársel eru m.a. bæjarrústir, fjárhústóft og gerði sem eru friðlýstar fornminjar. Nær friðlýsingin einnig yfir hleðslu undir vatnsveitustokk sem lagður var frá Kaldárbonum áleiðis til Hafnarfjarðar 1917 – 1918. Var 1600 m löng trérenna látin flytja vatnið og því sleppt niður í Gráhelluhraun við Sléttuhlíð. Það rann síðan um 3 km neðanjarðar og kom upp í Lækjarbotninum við norðurenda hraunsins. Vatnsból Hafnfirðinga er nú við Kaldárbotna og er vatnasvæðið girt af þ.á.m. Helgidalur sem var áður vinsæll útivistastaður. Kaldá sprettur fram undar Kaldárhöfða og streymir um 1100 m leið ofanjarðar áður en hún hverfur ofan í gljúpt hraunið. Talið er að hún renni í sjó fram við Straumsvík og hraunin sunnan Hafnarfjarðar. Ofan við Karlársel eru Gjárnar, merkileg náttúrusmíð.

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Kaldárstraumur á upptök í sunnanverðum Bláfjöllum og Lönguhlíð. Hann streymir þaðan til norðvesturs um Húsfellsbruna og Heiðmörk. Grunnvatnsskil liggja frá Straumsvík og í vesturenda Lönguhlíðar. Berggrunnurinn er úr hraunum, grágrýti og móbergsmyndunum. Þótt hraunin þeki víðáttumilkil svæði á þessum slóðum liggja þau að mestu yfir grunnvatnsborði. Sprungur auka mjög vatnsleiðni og hafa afgerandi áhrif á grunnvatnsstreymið. Sprungurnar eru hluti af sprunguskara sem kenndur hefur verið við Krýsuvík. Þær beina grunnvatninu úr sunnanverðri Heiðmörk til suðvesturs í átt til Kaldárbotna.

Aðalhola

Aðalhola.

Athyglisvert er að fyrir vikið streymir grunnvatnið á þessum slóðum ekki hornrétt á grunnvatnshæðarlínur, eins og algengast er, heldur skálægt á þær. Straumþunginn fylgir því sprunguskaranum. Í Kaldárbotnum sést örlítið brot af því vatni sem þarna er á ferð. Meðalrennsli Kaldár skammt neðan upptakanna er 800 l/s samkvæmt mælingum í vatnshæðarmælinum vhm 124, en sveiflur eru miklar í rennslinu. Kaldá er einskonar yfirfall úr grunnvatnsstraumnum. Einum kílómetra neðar er hún öll horfin til grunnvatnsins á ný. Neðan við Undirhlíðar sveigir grunnvatnið út úr sprunguskaranum og flæðir um hraunin til norðvesturs uns það birtist í fjörulindum í Straumsvík og í Hraunsvík, en svo nefnist bugurinn milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur. Þar upp af ströndinni eru vatnsból Álversins. Sennilegt er að einungis minnihluti lindarennslisins komi í ljós í fjörulindum þegar lágt stendur í sjó en að meirihluti þess sé jafnan í flæðarmálinu sjálfu eða neðan þess. Kaldárstraumur er langmesti grunnvatnsstraumurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stærð hans er áætluð 5 – 10 m³/s.
Gengið var frá Kaldárseli frá seltóftunum sunnan undir húsgafli KFUMogK. Kaldá rennur þar um hraunið neðanvert. Sunnan hennar eru áklappaðir letursteinar. Sólin baðaði bakkana og vatnið lét sér við klakana.

Aukahola

Í Aukaholu.

Fylgt var Kúsastígnum að Kaldárhnúkum nyrst á Undirhlíðum og þeim síðan fylgt til suðurs að Kýrskarði um skógræktina til suðurs með vestanverðum hlíðunum. Gengið var upp skarðið og upp að Gvendarselshæð. Gvendarselshæðargígar sáust þar norðar, en haldið var ofan og framhjá einum syðsta gígnum og áfram upp að hinu svonefnda Gvendarseli. Þar eru tóftir selstöðu, en hvort hún hafi verið brúkuð til lengri eða skemmri tíma er erfitt að álykta með því eina að horfa á tóftirnar.
Gengið var niður dal milli Undirhlíða og Gvendarselsgíga og var stefnan tekin að rafmagnsmastri fremst á brún Undirhlíða, að vestanverðu. Þar fyrir neðan eru Kerin, falleg náttúrufyrirbæri, hluti af gígaröð. Hægt er að gagna niður í nyrðri gíginn og um gat upp í þann syðri. Hann er kjörinn áningastaður, enda skjólgóður með afbrigðum. Ofan við barma hans vex ein stærsta villta birkihrísla á Reykjanesskaganum, ca. 5-6 m há. Hið ágætasta útsýni var frá Kerunum suðvestur að Keili og Grænudyngju með Fjallið eina í forgunni. Stighækkandi sólin baðaði hæstu fjallakollana.

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Undirhlíðastígnum var fylgt til suðurs, yfir Bláfjallalveg og inn að Stóra-Skógarhvammi. Þar hefur átt sér stað mikil gróðursetning trjáplatna s.l. 40 ár á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Guðmundur Þórarinsson, kennari, var m.a. einn frumkvöðla þessarar gróðursetningar og er lundurinn í raun lifandi minnisvarði um þann ágæta , annars hlédrægna, heiðursmann.
Undirhlíðar eru hluti af vestra gosbelti landsins, sem liggur eftir endilöngu Reykjanesi noður í Langjökul, oft kallað Reykjanesgosbeltið. Helstu einkenni þess eru móbergshryggir með hraunþekju inn ámilli. Móbergshryggirnir hafa sennilega myndast á síðasta jökulsskeiði, sem stóð yfir í um 100.000 ár og lauk fyrir um 10.000 árum. Þeir hafa myndast við gos undir jöklum, þars em gosefni ná ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvum sem móbergsfjöll eða móbergshryggir, allt eftir lengd gossprungu.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Undirhlíðar er dæmigerður móbergshryggur. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun er mynda breiður í dali og lægðir á milli gosbergsmyndana. Harun,s em myndast hafa eftir síðustu ísöld kallast nútímahraun og eru Kapelluhraun (rann 1151) og Skúlatúnshraun dæmi um slík hraun. Skúlatúnshraun er svonefnt dyngjuhraun, en dyngjuhraun eru í raun stafli af mjög þunnum hraunlögum.
Undirhlíðar eru móbergshryggur með bólstrabergskjarna, sem myndast hefur á ísöld, en síðustu ísöld lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum.
Bólstraberg er stundum nefnt kubbaber eða bögglaberg eftir stærð bólstranna.

Gvendarselshæð

Gvendarsel í Gvendarselshæð.

Fornleifakönnun var gerð árið 1998 og Dalaleið, sem liggur ofan Undirhlíða (Gvendarselshæðar) var könnuð árið 2003. Á svæðinu fundust sex fornleifar á þremur stöðum. Þær eru Gvendarsel (sel frá Görðum, fjórar rústir), óþekktar rústir í gíg vestan við Báfjallaveg og Undirhlíðarvegur, gömul þjóðleið, sem lá til Krýsuvíkur. Undirhlíðavegur er þegar spilltur á kafla þar sem Bláfjallavegur fer yfir hann. Dalaleiðin var forn þjóðleið er lá til Krýsuvíkur.
Vestan við Stóra-Skógarhvamm er alllöng sprunga á misgengi. Um er að ræða eldri sprungu í nýrra hrauni. Óbrennisbrunahraunið hefur runnið niður í gömlu gjána og myndað falleg litbrigði sem og formað hinar ýmsustu hraunmyndanir.
Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígarnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík.

Óbrinnishólar

Í Óbrinnishólahelli.

Eftir að kíkt hafði verið niður í Aðalholu, lítt árennilega, var haldið yfir að Aukaholu skammt sunnar með sprungunni.
Sigið var á böndum niður í hana. Fallegar hraunmyndanir eru niður í sprungunni og enn bættu grýlukertin og klakaseparnir á gólfum um betur. Hellirinn í holunni er á tveimur hæðum. Birta kemur og niður um stórt op sunnan við það sem farið var niður um.
Gengið var til baka um Óbrinnishólabruna með stefnu á Kaldársel. Víða sáust refa- og rjúnaspor, auk þess fjölmargar rjúpur sásust á flugi með hlíðunum.

Kaldársel

Áletrun við Kaldársel.

Konungsfell er merkt inn á herforingjakort árið 1908. Það var sem nú er merktur Stóribolli á kortum. Bollinn sá er hins vegar utan í norðvesturhlíð Konungsfells.
Konungsfell-kortLíklega hefur nafnið Konungsfell horfið með tímanum af tveimur ástæðum; vegna þriggja nálægra nafna þess, þ.e. Kóngsfells, Stóra-Kóngsfells og Litla-Kóngsfells og vegna þess að konungsnafnið hefur ekki þótt við hæfi þá og þegar sjálfstæðisbaráttan var í hámarki. Eða, sem verður að teljast sennilegasta skýringin, vegna þess að í fjarlægð virðist Konungsfell vera líkt og gígur tilsýndar. Og fáir, sem ganga á fellið, sjá Stórabolla.
Landamerkjalínur Krýsuvíkur, Garðabæjar [-hrepps] og Kópavogs eru dregnar um þetta Konungsfell á kortinu 1908. Að öllum líkindum er örnefnið ekki ýkja gamalt, sennilega nefnt svo af konunglegu dönsku mælingarmönnunum, sem unnu kortið á þessum tíma.

Kóngsfell

Gígur Kóngsfells/Konungsfells (Stóri-Bolli).

 

Rebbi

Lagt var á Nátthagaskarð ofan við Stakkavík. Stakkavíkurhraun steypist í miklum hraunfossi fram af brún fjallsins austan skarðsins. Kvikan kom úr Draugahlíðagígnum.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Nokkrir fallegir hellar eru á Stakkavíkurfjalli, s.s. Hallur (Stakkavíkurhellir), Annar í aðventu og Nátthagi. Á fjallinu ofan og austan við Mosaskarð ofan Herdísarvíkur eru m.a. Rebbi og Brúnahellir. Herdísarvíkurhraunið hefur runnið í miklum hraunfossi niður skarðið sem og fram af fjallinu skammt austar. Það er komið ofan úr Eldborgargígunum austan Vörðufells.
Neðarlega í Mosaskarði er Mosaskarðshellir, fallegt öndunarop og stutt ljúflingsrás. (FERLIR seig niður opið á sínum tíma og gróf sig inn í rásina – sjá HÉR).

Þegar upp var komið var gengið að Hall ofan við vesturbrún skarðsins. Opið er í stóru jarðfalli í brekkunni er halla fer að Nátthagaskarði. Op liggur úr því til vesturs, vítt til að byrja með, en þrengist síðan uns komið er upp úr því í opi eftir 80 metra. Rásin niður og til austurs er hins vegar öllu stærri. Ljósin ná varla að lýsa á milli veggja, en mikið hrun er í hellinum. Rásin liggur um 140 metra í átt að skarðinu, en hún hallar mikið undir það síðasta.
Skammt norðan við Hall er lítil rás, sem skiptir sér, en endar í þrengslum á öllum leiðum. Bibbi (Guðmundur Brynjar Þorsteinsson) fann hellir þennan árið 1980.

Nátthagi

Við Nátthaga.

Ekki var farið niður í Hall að þessu sinni, en ferðinni haldið áfram til vestur ofan við brún fjallsins, að Öðrum í Aðventu. Nafnið er tilkomið vegna þess að hellirinn fan á þessum degi árið 1992. Þar voru sex hellamenn á ferð, þ.á.m. Þröstur Jónsson.
Neðra op Annars í Aðventu er í kvos rétt ofa við bjargbrúnina. Þaðan er tilkomumikið útsýni yfir Stakkavík og Hlíðarvatn. Lengdin frá því upp í efra opið er um 45 metrar. Allhrunið er í neðri hlutanum og þrengist eftir því sem ofar dregur að nyrðra (efra) opinu. Frá því liggur rásin um 150 metra upp á við (til norðurs). Göngin er heil, breið, en nokkuð lág. Tvær súlur eru í rásinni, sem hægt er að komast framhjá.
Svo virðist sem Annar í aðventu geti verið hluti af hellakerfi Nátthaga, sem er þarna norðan við.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Gengið var upp að opum Nátthaga. Efsta op Nátthaga er í stóru jarðfalli langleiðina upp undir nýja hrunið. Rásin liggur suður og norður, báðar mjög stórar. Gestabók frá Guðmundir Brynjari Þorsteinssyni er vinstra megin skammt innan við hellismunnann, en Guðmundur fann hellinn 1992.
Þegar haldið er upp norðurrásina er komið niður á stétt hellisgólfið, en síðan tekur við talsvert hrun uns komið er upp í þverrás. Mikil hrauná hefur komið ofan að, frá vinstri, og stefnir niður rásina hægra megin. Vegna árinnar lækkar rásin svolítið, en hægt er að ganga boginn inn eftir henni og niður hana. Hún hækka fljótlega á ný. Bergið er bæði svarleitt í hraunánni og grænleitt að hluta. Grjót, sem hrunið hefur úr loftinu meðan hraunið rann, sést í storknaðri kvikunni á nokkrum stöðum. Rásin liggur í boga og er komið út um sama jarðfallið og farið var niður í, vinstra megin við meginrásina. Þessi leið er um 200 metrar.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Þá var haldið niður í syðri rásina og henni fylgt. Þegar komið er niður er komið á fallegan jarðfastan hraunbekk, sem stendur út undan hruninu. Fljótlega tekur við talsvert hrun, en hellirinn er samt nokkuð hár. Á einum stað í hruninu má sjá hraunplötu, sem fallið hefur úr loftinu. Ef skoðað er undir hana má sjá hvernig loftið hefur verið, fallega rautt. Í miðri rásinni er svartur, jarðfastur og svartleitur, sléttur steinn, sem stingur nokkuð í stúf við annað á leiðinni. Glampar á hann af ljósunum.
Sumir vilja meina að þarna geti verið um svonefndan „rekstein“ að ræða, en líklegra er að þarna hafi fella með nokkrum steinum hrunið úr loftinu um það leyti er draga tók úr þunnfljótandi hraunstraumnum í rásinni. Hún náði þó að smyrja yfir alla felluna þannig að hún virðist nú einn stór steinn. Ef betur er gáð má sjá í honum nokkra smærri steina, sem húðaðir hafa verið með hraunkvikunni sem einn.

Rebbi

Rebbi – opið.

Rétt áður en komið úr út um jarðfall má sjá þrönga rás liggja upp til hægri. Þessi hluti Nátthaga er um 150 metrar. Í jarðfallinu er stutt rás áfram uns komið er upp á nýjan leik. Þar er rásin fallin, beygir til að opi, sem þar er. Innan við það op liggur falleg rás áfram til suðurs. Í henni eru dropasteinar og loft hennar er á kafla mjög fallegt. Þessi rás endar í þrengslum eftir um 80 metra. Skammt sunnar er enn eitt opið. Úr því liggja hraunrásir bæði til norðurs og suðurs. Þær enda einnig í þrenglsum. Þessar rásir eru um 140 metrar.

Veður var einstaklega fallegt þennan dag og því hrein unun að ganga vestur eftir fjallsbrúninni, sjá brimið leika við Herdísarvíkurbjargið og heyra öflugan sjávargníginn í logninu.

Rebbi

Í Rebba.

Þá var lagt í Rebba. Þekkja má hellinni, sem í hraunholu, á beinum, sem eru þar niður í. Tvö önnur op eru ofar. Til aðgreiningar voru þau nefnd Hiðhellir og Hvalskjaftur, en þær rásir eru að öllum líkindum í sama hellakerfinu. Sama hraunið og sömu litirnir koma þar fyrir í öllum rásunum þótt þeir virðist aðskildir.
Rebbi er fallegastur hellanna á þessu svæði. Þegar komið er niður liggja hraunrásir til suðurs og norðurs. Beinagrind af ref liggur innan við opið. Hellirinn dregur nafn sitt af refnum, sem skotinn var nálægt hellisopinu árið 1945 og henti skyttan hræinu niður um opið, væntanlega eftir að hafa hirt skottið af dýrinu. Ummerki eru eftir refaskyttur ofan við hellisopið, hlaðið skjól. Skíkt skjól, mun stærra, er einnig við efra op Annars í Aðventu. Greni er ofan við bjargbrúnina á milli hellanna. Guðmundur Brynjar Þorsteinsson fann Rebba 1993.

Rebbi

Í Rebba.

Þegar haldið er til suðurs er fljótlega komið að gati í gólfinu. Þar niðri, mannhæðahátt, liggur önnur hraunrás í sömu stefnu og sú efri – um 6 í hvora átt. Haldið var niður eftir rásinni, sem er um 60 metrar að lengd. Mjög fallegar hraunmyndanir eru í henni uns hún þrengist verulega. Hægt er þó að þrengja sér inn undir rásina, sem er um meters breið. Fyrir innan er nokkuð sem líkist tvöföldum flór, um 6 metrar á lengd. Þar skammt frá endar hellirinn er loft mætir gólfi.Â
Þegar haldið er til norðurs blasa við geysifallegar hraunmyndanir. Fljótlega kemur eldrauður flór í ljós, um metersdjúpur. Bekkur liggur samhliða honum. Hægt er að fara ofan í flórinn og ganga áfram upp eftir honum. Þá birtast hinar fallegustu hraunmyndir. Flór kemur fram úr hellinum og myndar nokkurs konar björgunarbát, eldrauðan, í honum miðjum. Síðan stallast myndanirnar áfram upp.
Hellirinn lækkar síðan, en hækkar aftur. Þar inni er mjög fallegir hraunbekkir, tvílitir. Dekkra hraun hefur lagst þunnfljótandi utan á rauða hraunið og myndað fallegan bolla. Innar eru einnig margar fallegar hraunmyndanir. Þessi hluti hellisins gæti verið um 150 metra langur. Hægt er með erfiðismunum að skríða lengra áfram í gegnum þrengingu og er þá hægt að fara út um 6 metra löng þröng op, sem er annað op á hinum eiginlega Rebba.

Rebbi

Í Rebba.

Ofan við Rebba, svolítið til hægri, er gat. Þar liggur hraunrás til suðurs. Hún er um 60 metrar að lengd og endar í þrengslum. Til hægðarauka var þessi hluti nefndur Miðhellir. Efst í rásinni hægra megin er fallegur hraunfoss, sem hefur komið niður rás ofarlega í veggnum og storknað neðan við hann. Aðeins lengra er mjó raunrás, einnig upp við loft, og neðan við hann hefur myndast fallegt og stórt hraundríli. Suðvestan við opið er hlaðið skjól fyrir refaskyttur.

Rebbi

Í Rebba – beinagrindin.

Loks er enn eitt hraungatið, svolítið norðar, svo til alveg upp undir nýja hraunkantinum. Hægt er að fara ofan í hraunrásir bæði í vesturjarðir opsins og eynni í austurjaðri þess. Þegar komið er ofan í vesturgatið má sjá hinar fallegustu sepamyndanir. Að ofanverðu birtist nokkurs konar hvalskjaftur og ef setið er í kjaftinum má sjá allan tanngarðinn eins og hann leggur sig. Þessi sýn er ekki ólík þeirri, sem má finna í efri hluta Rebba, skammt ofan við „skálina“. Auk þess er þarna „skógur“ af löngum sepum inn undir rásinni.Â
Rás liggur til suðurs, um 40 metra, sem kemur upp í litlu jarðfalli. Þegar haldið er niður koma í ljós tvær hæðir. Gólfið á eftir hæðinni er mjög þunnt, en rásin á neðri hæðinni endar í þrengslum.

Rebbi

Í Rebba.

Í eystra opinu liggur rás til suðurs. Sjá má rásina koma sem hraunæð að ofan og er hún opin upp, mjög lág. Rásin niður er hins vegar myndarleg, en lækkar fljótlega. Hraunnálar eru í loftinu. Skríða þarf áfram, en þá birtist allt í einu 10 fingra krumla niður ú loftinu. Þess vegna er þessi hluti hellakerfisins nefnd Krumlan til hægðarauka. Rásin er um 100 metra löng.
Þá var haldið austur yfir í Annan í aðventu. Varða er austan við brúnina þar sem neðra opið er í jarðfalli framan í bjargbrúninni. Ofar er hlaðinn veggur, skjól fyrir refaskyttur. Hellirinn liggur því til norðurs. Rásin er víð neðst, en lækkar síðan. Skríða þarf hluta hellsins upp að efra opinu. Þessi hluti er um 60 metra langur. Ofan við efra opið liggur rásin í vinstri beygju. Hún er nokkuð stór fyrst, en lækkar síðan uns hún endar í þrengslum. Efri rásin er um 120 metra löng.

Mosaskarð

Mosaskarð.

Haldið var niður að Brúnahelli, en hann er í rás fremst á fjallinu skammt austan Mosaskarðs, skammt sunnan við Rebba. Þetta er falleg og litskrúðug rás, mosagróin fremst þar sem birtu nýtur við, liggur þar upp í hraunið og beygir þar til vinstri uns hún lokast þar sem flór kemur undan þrengslum eftir um 20 metra. Hægt væri að skríða áfram, er það væri erfitt.
Rás liggur einnig til suðurs um 40 metra. Hún endar í þrengslum. Fallegar hraunmyndanir eru í rásinni á kafla.

Gengið var spölkorn til norðurs og síðan til vesturs að Mosaskarði. Af brúninni má vel sjá hveru óhemjumagn af kviku hefur streymt þarna fram af fyrrum og móta landið fyrir neðan, allt til sjávar. Hraunið kom úr Eldborg í Brennisteinsfjöllum og sést vel til hennar frá brúninni.
Megingígurinn er þó skammt norðvestar. Frá honum rann einnig mikið hraun niður að Kleifarvatni og myndaði Hvammahraun.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli.

Haldið var niður skarðið og staðnæmst við Mosaskarðshellir. Til að komast niður um opið, eða öllu heldur til að komast upp aftur, þarf aðstoð kaðals, sem ekki var hafður með í för að þessu sinni. FERLIR fann helli þennan fyrir þremur árum og skoðaði hann síðan með HERFÍs-mönnum. Sigið hafði verið niður í gatið og þá virtist hún einungis vera rúmgóð rás. En þegar grafið var í gjallhaug á gólfi syðst í rásinni kom í ljós gat. Opnaðist þá leið inn í fallega manngenga bogadregna hraunrás með glerjuðum veggjum. Í heildina er Mosaskarðshellir um 50 metra langur.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Rebbi

Eyjólfur, FERLIRsfélagi, í Rebba.

Grænaborg

Gengið var frá íþróttahúsinu í Vogum að Grænuborg austar með ströndinni. Síðan var ströndin gengin til baka, í gegnum Voga, framhjá Vogatjörn og upp að Arahólsvörðu.

Vogar

Vogar.

Á leiðinni að Grænuborg var fylgst með mófuglunum þar sem þeir lágu á eggjum sínum eða fylgdust með hinum aðkomandi furðufuglum. Endurnar hreyfðu sig varla á hreiðrum sínum þótt nokkrir tvífætlingar ættu leið framhjá.
Grænaborg var byggð árið 1881, húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti. Þarna hafði áður verið bær er Hólakot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um hann. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólakot, því sagnir voru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar. Líklega hefur Ari þekkt þessa sögu og flutt til hússtæðið og nefnd húsið Grænuborg en ekki Hólakot.

Grænaborg

Grænaborg eftir brunann.

Tveim árum síðar eða 1883 brann svo Grænaborg, allir komust af nema ein vinnukona er brann inni. Grænaborg var ekki byggð upp aftur fyrr en 1916 og endurbæt 1932. Þar brann svo aftur í árslok 2002.
Talsvert fuglalíf er við strandlengjuna við Voga og fjaran víða álitleg. Gróður er fjölbreytilegur og gott er að njóta þar friðsemdarinnar svo nærri þéttbýlinu.
Vogatjörn og Mýrarhúsatjörn eru í Vogum. Aðrar tjarnir eru og á Vatnsleysuströndinni, s.s. Gráhella í Brunnastaðahverfi og tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn, Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Landakotstjörn, Kálfatjörn og Bakkatjörn.

Vogar

Vogar – tjarnirnar.

Tjarnirnar eru eins og nöfn þeirra flestra gefa til kynna, nefndar eftir nærliggjandi bæjum sem auðvelt er að finna þegar gengið er um ströndina. Þessar tjarnir og næsta nágrenni þeirra eru á náttúruminjaskrá. Þær eru mjög lífríkar og við þær og á er fjölbreytt fuglalíf.
Vatnsleysustrandarhreppur er um staðhætti einkennileg sveit. Hún er löng og mjó, um 15 km á lengd og 10 km á breidd. Þar er lítið rennandi vatn, því hraunið gleypir allt rigningarvatn og leysingarvatn.

Byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni en þó sundurslitin. Hver einasti bóndi hér áður fyrr var útvegsbóndi og áttu þeir mismargar fleytur.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Margir bændur voru framfarasinnaðir og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt, sem sést best á því að það var bóndi í Vogum sem keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Það var bóndi á Vatnsleysuströnd sem hreyfði því fyrstur manna að friða skyldi Faxaflóa fyrir erlendum veiðiskipum. Það var bóndasonur af Vatnsleysuströnd sem fyrstur kenndi mönnum að veiða síld og nota hana til beitu. Það var bóndasonur af Vatnsleysuströnd sem fór til Noregs, aflaði sér þekkingar sem varð til hagsbóta fyrir útgerð við Faxaflóa. Grindvíkingur keypti fyrsta netið af útvegsbónda á Vatnsleysuströnd og svona mætti lengi telja.

Grænaborg

Tóftir við Grænuborg.

Gott þótti undir bú í Vogum og miklir hagar voru á Strandarheiði. Þá stunduðu Vogamenn mjög útræði og var stutt að sækja á fengsæl mið. Frægar fiskislóðir undan Vogastapa nefndust Gullkista. Um miðja 19. öld hófu verslanir að senda skip á Vogavík til að taka fisk. Var þá reist fiskhús á hólma við sunnanverða víkina. Upp úr 1870 stofnuðu bændur á Vatnsleysuströnd verslunarfélag með bændum á Álftanesi og fjölgaði þá ferðum fisktökuskipa á Vogavík.Víkin var löggilt sem verslunarhöfn árið 1893, þótt hafnarskilyrði þættu þar löngum fremur erfið. Um aldur notuðust sjómenn við áraskip í Vogum og síðar trillur, en árið 1930 hófu heimamenn þar útgerð vélbáta. Var þá gerð þar stöplabryggja og reist fiskhús. Árið 1942 var byggt þar fyrsta frystihúsið og einnig miklar hafnarbætur upp úr því.

Arahólavarða

Arahólsvarða.

Gengið var upp Hafnargötu frá höfninni, framhjá Vogatjörn. Ungdómurinn var önnum kafinn þar við sílaveiðar. Ljóst er að snemma beygist krókurinn.
Gengið á Arahól að Arahólsvörðu. Arahólsvörðuna lét Hallgrímur Scheving reisa árið 1890. Hallgrímur fékk vinnumann í Minni-Vogum til að byggja vörðuna, sá hét Sveinbjörn Stefánsson. Tilgangurinn er ekki ljós nema þá sem prýði fyrir plássið.

Fyrir skömmu komu í ljós nokkrar mógrafir í fjörunni sunnan Bræðraparts í Vogum. Vitað var til þess að mór væri í fjörunni og hefur hann verið sýnilegur á háfjöru í mörg ár við sunnanvert Sæmundarnef.

Mógrafir

Mógrafir.

Einnig er vitað um mógrafir suður af Steinsholti og upp af Vogavík en þær eru nú að miklu leiti grónar grasi. Má telja að þessar grafir séu um hundrað ára gamlar.

Fá munnmæli eru til um mógröft í sveitarfélaginu en þó var sagt um þessar grafir líkt og annarstaðar á landinu að aðgæslu hafi verið þörf við gröftinn því mikil hætta hafi verið á að þær féllu saman. Vinna við mógröft þótti erfið, fylgdi því mikið erfiði að stinga móinn, stafla honum og færa heim að bæ til þurrkunar. Líkt er og að þessar mógrafir hafi verið stungnar í gær svo vel hefur sandurinn varðveitt þær fyrir briminu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Helga Ragnarsdóttir – Munnlegar heimildir: Guðrún Lovísa Magnúsdóttir – Særún Jónsdóttir (haft eftir Jóni G. Benediktssyni frá Suðurkoti).
-http://www.vogar.is/displayer.asp?cat_id=142

Grænaborg

Rétt við Grænaborg.