Hrauntungustígur

Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

„Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg, var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum (Ófriðarstöðum), um hlaðið í Ási, oft gist þar, ef menn t.d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðuastur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun, þar til komið var á nýrra brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið. Gegnum nýja brunann, liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum. Í nýja braunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir litlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir.
Hólmar þessir heita Snókalönd. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til, og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóði liggur norður í Snókalönd, nokkru austar en þar, sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. …Gatan út í Snókalöndin bendir á nokkra umferð þangað, og fylgir maður brunanum, þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum, sem farið er þá að nálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs, þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn, og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðarveginn, skammt suður af Sandfellsklofa. Stórhöfðastíginn fóru stunum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við, þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn, því að við það fell [er] mikill krókur, inn með Undirhlíðum um Kaldársel, en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígurinn sé frekar slitróttur, var gott að láta hestinn njóta hægu ferðarinnar, en jafnsnemmt komið til Hafnarfjarðar eða fyrr, þrátt fyrir stirðari veg.“

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

„Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur, fóru um Jófríðarstaði (Ófriðarstaði) að Ási, þaðan um Skarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan sem er þar stakur á jafnsléttu. Frá honum er farið suður á gamalt helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og um Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en mjög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrst vegabætur, sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur. Þó kann að vera, að stígurinn gegnum Ögmundarhraun, sé eldri, …og þá sennilega þær fyrstu.
Gegnum Hábrunann er sem næst 20 mín. gangur með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa suður úr brunanum tvær hrauntungur, sem stígurinn liggur greiður á milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning, sem er nú sauðfjárhagar Hraunjarðanna, en hefur fyr á öldum, eins og nafnið bendir til, verið frjáls til nýtingar fæeiri en Hraunabænda, t.d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa. Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi fengið nafn, Hrauntungustígur. Eftir að suður úr Hrauntungunum kemur, er óglöggt, sums staðar jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfærulaust yfir kjarrið vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur upp á Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel heitir, og er þar venjulega vatn. …Nokkru austar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenning kemur og útsýnið víkkar til suðursm sést hár klettahryggur í suðvestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir síða og djúpa gjá, á jarðabrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda Mosa, sem er flatt mosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd, og heitir Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosunum sleppir, hefur maður Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd. Móti Mávahlíðum syðst er komið í Hrúthólma; er það langur, en fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smávin á þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum er stakt móbergsfell; Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumarveg Krýsuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs. Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var [að] heita má eingöngu farin af gangandi mönnum og stundum ráku Krýsvíkingar fé til förgunar þess leið.“

Báðar framangreindar leiðir eru bæði vel greini- og aðgengilegar í dag.

Heimild:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 267-268.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 98-88.
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 268-269.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 89-90.

Stórhöfðastígur - Hrauntungustígur

Stórhöfða- og Hrauntungustígur.

Gálgahraun

Halldór H. Halldórsson skrifaði um „Fornar reiðleiðir“ á vefinn lhhestar.is“

„Hvenær er reiðleið skilgreind sem forn reiðleið, ég hef velt þessu nokkuð fyrir mér, en ekki komist að neinni áþreifanlegri niðurstöðu. En líklegt þætti mér að miða við komu bílsins til landsins, akvegir almennt lagðir um landið og bíllinn orðin almenningseign.
Fornar reiðleiðir og þjóðleiðir eru sem sagt þær leiðir sem voru almennt farnar á milli staða og landshluta fótgangandi eða ríðandi fyrir tilkomu bílsins sem almenningsfarartækis.

Hvaða lög eða hefðir ná yfir þessar leiðir til almennra nota í dag, oft liggja þessar leiðir um eignarlönd manna. Þá er oft um að ræða þéttbýlisbúa, eða aðra sem hafa eignast þau lönd þar sem þessar leiðir liggja um. Fyrir kemur að girt er fyrir þær og ekki hirt um að setja hlið á girðinguna þar sem viðkomandi leið liggur um, sá sem ferðast eftir þessum leiðum lendir þá í ógöngum. Hvað segja lögin um þetta?

Langastígur

Langastígur á Þingvöllum.

Lög um náttúruvernd 1999 nr. 44 22. mars, þar segir:
23. gr. Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Þegar girða á yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa hlið á girðingunni eða göngustíga.

Vegalög 2007 nr. 80 29. mars, styðja þetta ákæði í þeim segir (tóku gildi 1. janúar 2008):
53. gr. Girðingar og hlið yfir vegi.
Enginn má gera girðingu yfir veg með hliði á veginum án leyfis Vegagerðarinnar nema um einkaveg sé að ræða. Sama bann gildir þar sem mælt og markað hefur verið fyrir vegi enda hafi Vegagerðin tilkynnt jarðarábúanda hvar mælt hefur verið.

55. gr. Vegir sem ekki tilheyra vegflokki.
Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegflokks samkvæmt lögum þessum og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi. Ákvörðun sveitarstjórnar skv.1. mgr. má leggja undir úrskurð ráðherra.

Vitnum í viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor sem birtist í Eiðfaxa 2003 þar sem hann vitnar í Jónsbók frá árinu 1281, landsleigubálk 24. Þar segir að mönnum sé heimilt að ríða um annara manna land og almenning og æja þar. Þessi túlkun Jónsbókar er svo staðfest í náttúruverndarlögum þar sem í þriðja kafla laganna er nánar fjallað um einstök atriði og takmarkanir þessa almannaréttar, einkum í 12. – 16. grein þeirra.

Vífilsstaðahlíð

Vífilsstaðahlíð – reiðstígur.

Meginreglan er sem sé sú að mönnum er heimil för um landið, þar á meðal um eignarlönd og heimil dvöl á landi í lögmætum tilgangi. Ekki er þörf á að fá sérstakt leyfi til að fara um óræktað land og heimilt er að hafa lausa hesta með í för. Ferðamenn, þ.m.t. hestaferðamenn, skulu sýna landeiganda eða rétthafa lands fulla tillitssemi einkum er varðar búpening, hlunnindi eða ræktun. Á eignarlöndum má að fengnu leyfi slá upp aðhaldi eða næturhólfi, enda valdi hrossin ekki landspjöllum. Á hálendinu er heimilt að æja á ógrónu landi og hafa skal fóður í næturstað. Þegar farið er um náttúruverndarsvæði ber mönnum að hafa samráð við landverði og fylgja leiðbeiningum þeirra.

Landeigandi getur unnið eignarhefð á tilfæringum bundnum við fornar þjóðleiðir og þeir sem hafa farið um slíkar þjóðleiðir geta unnið afnotahefð og þannig helgað sér rétt til umferðar. Þar kæmi til 20 ára hefðartími, hugsanlega 40 ára, ef slíkur réttur teldist til ósýnilegra ítaka.
Mikilvægasta heimildin fyrir hefðbundnum og fornum reiðleiðum eru dönsku herforingjaráðskortin (atlaskortin ) frá fyrsta áratug síðustu aldar. Hafi leiðum á þeim ekki verið mótmælt í orði eða verki, má líta svo á að þær séu verndaðar af hefðarrétti, en undantekningar geta þó verið á því. Ef einhver vill véfengja reiðleiðirnar á herforingjaráðskortunum, sem kortlagðar voru í góðri trú, þá hvílir á honum sönnunarbyrði um að hún sé ekki hefðbundin þjóðleið, ekki á þeim sem vilja fara þessa leið ríðandi eða gangandi.

Hér meðfylgjandi má sjá tvær myndir, annars vegar frá Langastíg í Þingvallaþjóðgarði, þar hefur verið borið í stíginn og honum viðhaldið sem reið- og göngustíg af Þingvallanefnd. Hins vegar er mynd frá vígslu nýs reiðvegar inn með Vífilsstaðahlíð 2004. Um Vífilsstaðahlíð liggur gömul þjóðleið sem liðar sig áfram um Búrfellsgjá á Selvogsgötu. Hestamenn notuðu þessa leið fram eftir síðustu öld, en fyrir 1990 var henni breytt í göngustíg og hestamönnum bannaður aðgangur. Það var ekki fyrr en 2004 sem tókst, eftir harða baráttu, að fá reiðveg samþykktan á skipulag á þessu svæði. Þar er nú einn besti reiðvegur á höfuðborgarsvæðinu í óviðjafnanlegu umhverfi.“

Hafa ber í huga að allt tal um „fornar reiðleiðir“ fyrir hestamenn í gegnum aldirnar eru ofmetnar. Leiðirnar voru jafnt fyrir þá sem og gangandi fólk.

Samantekt,
Halldór H. Halldórsson – www.lhhestar.is › Fornar_reidleidir

Reykjanes - fornar leiðir

Reykjanes – fornar leiðir.

Flókaklöpp

Í „Svæðisskráningu Hafnarfjarðar 1998“ er m.a. fjallað um „Rúnaklappir“ og „Minorstein“ á Hvaleyri.

Rúnaklappir
Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.„Heiman frá bæ og niður að sjó lá sjávargatan, sem einnig nefndist Kotgata. Í norður frá bænum var vestasta hjáleigan, vesturkot, og kirngum það Vesturkotstún. Rúnaklappir voru grágrýtisklappir vestan kotsins.“ Sjá meðfylgjandi grein Sveinbjörns Rafnssonar.
„Bandrúnir og flúr var þarna. Sérstaklega var einn steinn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumur, að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafnspjaldið sitt.“

Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda „rúnasteina“, á Hvaleyrarhöfða. Þesir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhgsunarefi. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (Í Vesturkotslandi). Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anno 1691?) og 17C (=1700).

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrr nefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðast nefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=Anno 1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyndur reitur með áratli innan í. Jónas Hallgrímsson skál athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. … Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilegar til orða tekið, sem engin nöfn eru þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafir.“

Minorsteinn

Flókasteinn

Flókasteinn og aðrir á Hvaleyri.

„Annar steinn var þarna rétt hjá með stöfum og tölum. Þar var ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi, norskur, og því er steinnin nefndur Minorsteinn.“ Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda „rúnasteina“ á Hvaleyrarhöfða. Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhusgunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi), Á hæsta steinium, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þremur stöum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem annað hvort á að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, °1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anni 1691?) og 17C (=1700). Á allstórum bugumynduðum grásteini norðvestur af fyrr nefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðast nefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=1657Ð). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyrndu reitur með ártali innan í. Jónas Hallgrímsson skáld athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. .. Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilega til orða tekið, sem engin nöfn er þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafirnir.“

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning Hafnarfjarðar 1998
-Ö-Hvaleyri B, 2; SS Saga Hafnarfjarðar, 27-28.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Mosfell

Í Mosfellingi árið 2006 er fjallað um „Kirkjuna á Hrísbrú“. Ekki er úr vegi, að því tilefni, að fjalla svolítið um einn þekktasta íbúann þar sem og spurninguni hvað varð um silfursjóð hans á gamals aldri.

Kirkjan á Hrísbrú

Hrísbrú

Mosfellsdalur – Hrísbrú fremst.

„Undanfarin ár hefur staðið yfir fornleifauppgröftur að Hrísbrú í Mosfellsdal. Rannsóknin hefur leitt margt merkilegt í ljós m.a. um kirkju á Hrísbrú. Hrísbrú er ein af fimm jörðum í Mosfellsbæ þar sem heimildir eru fyrir að kirkja hafi staðið. Á tveimur jörðum stendur kirkja enn þann dag í dag, á Lágafelli og á Mosfelli. Hinar jarðirnar eru Suður-Reykir og Varmá.
Í Egilssögu segir að kirkja sem reist var á Hrísbrú er kristni var lögtekin hafi verið flutt að Mosfelli.
Í gegnum tíðina hafa verið nokkrar vangaveltur um hvar fyrsti bærinn á Mosfelli stóð. Kristian Kålund segir í verki sínu Bidrag til en historisktopografi sk Beskrivelse af Island, sem gefin var út 1877 að hann álíti að bærinn hafi upphaflega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkja á eftir. Sigurður Vigfússon ræðir þetta mál einnig í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1884-1885, en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann, frásögn Egilssögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta.
Um bæjarflutning og þar með nafnbreytingu var ekki að ræða. Í útgáfu sinni að Egils sögu (Rvk. 1933) telur Sigurður Nordal líklegast, að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli, en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum.
Menn hafa leitt að því líkur að kirkja hafi staðið á Hrísbrú í um 150 ár. Hún var reist er kristni var lögtekin, þ.e. í kringum árið 1000.
HrísbrúKirkja var hins vegar risin á Mosfelli í tíð Skapta prests Þórarinssonar sem uppi var um miðja 12. öld og því hafa menn ályktað sem svo að þá hafi verið búið að flytja kirkjuna frá Hrísbrú. Talsvert hefur verið skrifað um staðsetningu hinnar fornu Hrísbrúarkirkju. Um þetta segir Magnús Grímsson í Safni til sögu Íslands og íslenzkra bók mennta að fornu og nýju, sem gefin var út í Kaupmannahöfn og Reykjavík árið 1886: „Það er varla von, að nein viss merki sjáist nú Hrísbrúarkirkju, eptir hérumbil 700 ára tíma. En þó eru þar nokkur vegsummerki enn, sem styðja söguna. Skammt útnorðr frá bænum á Hrísbrú, norðan til við götu þá, er vestr liggur um túnið, er hólvera ein, hvorki há né mikil um sig. Það er nú kallaðr Kirkjuhóll. Stendur nú fjárhús við götuna, landsunnan megin í hóljaðri þessum. Þegar menn athuga hól þenna lítr svo út, sem umhverfis hann að vestan, norðan og austan, sé þúfnakerfi nokkuð, frábrugðið öðrum þúfum þar í nánd. Þetta þúfnakerfi á að vera leifar kirkjugarðsins (því kirkjan á að hafa staðið á hólnum) og er það alllíkt fornum garðarústum. Innan í miðju þúfnakerfi þessu á kirkjan sjálf að hafa staðið, og þar er varla efunarmál, að þar hafi til forna eitthvert hús verið. Eigi er hægt að ætla neitt á um stærð rústar þessarar …
Tveir steinar sáust uppi á hólnum, sokknir í jörð að mestu; voru þeir teknir upp haustið 1857, og líta út fyrir að hafa verið undirstöðusteinar, óvandaðir og óhöggnir, en ekki alllitlir; má vera að þeir hafi verið í kirkjunni. Við upptekníng steina þessara sýndist svo, sem moldin í hólnum væri lausari og mýkri,(?) en í túninu fyrir utan hólinn. Það mun því efalaust, að kirkja Gríms Svertíngssonar hafi hér staðið. Annarsstaðar getr hún varla hafa verið á Hrísbrú, enda bendir og nafnið, Kirkjuhóll, á að svo hafi verið. Hefir þar og verið kirkjustæði allfagrt, en ekki mjög hátt.“
Á árunum upp úr 1980 fór fram fornleifaskráning í Mosfellsbæ á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Þar er sagt frá einni sporöskjulaga rúst og tveimur ferhyrningslaga tóftum á Kirkjuhóli. Allar eru tóftirnar þó ógreinilegar. Um það segir skrásetjari: „Almennt má segja um Kirkjuhól, að hann er mjög rústalegur að sjá. Mjög erfitt er samt að koma öllu heim og saman. Er hólkollurinn allþýfður og eflaust má sjá það út úr þessu, sem menn langar helst til.“
Nú er sem sagt fengin niðurstaða í málinu. Þær fornleifarannsóknir sem stundaðar hafa verið á Hrísbrú undir stjórn Jesse Byock á undanförnum árum hafa leitt í ljós að kirkja var reist á Hrísbrú í frumkristni og að hún stóð á Kirkjuhóli.“ – Kristinn Magnússon, fornleifafræðingur.

Í Mosfellingi árið 2005 er fjallað um fornleifauppgröftinn að Hrísbrú:
Hrísbrú„Margir hafa velt vöngum um afdrif beina Egils.
Egilssaga fjallar um þetta og víðar hefur það verið gert. Halldór Laxness stúderaði sögu Mosfellsdals á sínum tíma og færði í frásögn með sínum hætti í Innansveitarkróniku: „Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld; var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar. Þegar kirkjan var flutt fundust, að því er skrifað er, mannabein undir altarisstað í Hrísbrúarkirkju hinni fornu; voru þau miklu meiri en annarra manna bein og fluttu Mosdælir þau til Mosfells ásamt með kirkjunni og þóttust gamlir menn kenna þar bein Egils Skallagrímssonar.“

Eins og flestir vita hefur staðið yfir á Hrísbrú í Mosfellsdal stórmerkur fornleifauppgröftur undanfarin sumur. Uppgreftrinum hefur verið stjórnað af fornleifafræðingnum Jesse Byock. Jesse er prófessor í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla og kom til íslands í fyrsta skipti fyrir um það bil 30 árum. Þess má geta að á síðasta ári veitti Alþingi honum íslenskan ríkisborgararétt.
Mosfellingur náði tali af Jesse á Brúarlandi þar sem fornleifafræðingarnir hafa haft aðsetur undanfarin sumur.

Hvenær hófst þú störf við uppgröftin á Hrísbrú?
Hrísbrú„Árið 1995 gerði ég forkönnun að Mosfelli og á fleiri stöðum í Dalnum. Það var svo árið 2001 sem starfið hófst að fullum krafti á Hrísbrú með aðkomu og stuðningi Mosfellsbæjar að verkefninu“.
Ert þú ánægður með þann árangur sem hefur náðst fram að þessu?
„Það er óhætt að segja að hann sé framar björtustu vonum. Síðastliðiðið sumar fannst kirkja sem að öllu líkindum er reist skömmu eftir Kristnitöku árið 1000. Um er að ræða stafkirkju, einstaka að því leyti að varðveist hafa betur en áður hefur sést stólpar og grunntré hússins, ásamt hleðslum. Þessi fundur er verulegur hvalreki fyrir byggingarsögu íslands, enda kemur í ljós að frágangur og vinnubrögð við byggingu benda til séríslenskra úrlausna við bygginguna sem ekki þekkjast á Norðurlöndum frá sama tímabili. Það er því Ijóst að fundur stafkirkjunnar er stórmerkur. Þá er ljóst að kirkjan hefur verið staðsett á stað sem fyrir kristnitöku hefur verið notaður við greftranir eða brennu látinna, því þar hefur fundist eina brunagröfin sem fundist hefur á Íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna með óyggjandi hætti að maður hefur verið brendur á Hulduhól, skipslöguðum hóli sem liggur skammt frá kirkjugarðinum. Það er ekki ólíklegt að einn af fyrstu höfðingjum Mosfellsbæjar hafi verið brendur þarna.
Í garðinum kringum kirkjuna hefur fundist fjöldi beinagrinda. Frá því uppgröftur hófst höfum við fundið 22 beinagrindur sem m.a. hafa gefið okkur margvíslegar vísbendingar um lifnaðarhætti fólksins, það er t.d. um: næringu, sjúkdóma, ofbeldi og hvar fólkið er fætt, enda beinist rannsóknin ekki síst að lífsskilyrðum og siðum fyrir og eftir Kristnitöku.
Með því að beita hátæknilegum mælingum á ísótópum, sem er ný greiningartækni í fornleifafræði, er hægt að mæla í beinum og tönnum hlutfall næringar á fyrstu æviárum einstaklinga. Niðurstaða hefur leitt í ljós að sjávarnitjar voru greinilega mikil uppistaða í fæðu á þessum tíma í kringum 1000. Við höfum einnig getað rakið sjúkdóma eins og berkla og krabbamein frá þessum tíma og við höfum séð merki mikils ofbeldis. Þar vegur þyngst fundur okkar í fyrrasumar af hauskúpu sem bar greinileg einkenni þess að hafa orðið fyrir þungu höggi eggvopns. Enn fremur hefur verið rannsakað hvort einstaklingar eru fæddir hérlendis eða erlendis. Niðurstaðan er sú að að svo virðist sem að allir þeir sem bera bein sín í kirkjugarðinum á Hrísbrú hafi verið fæddir hérlendis.
Með samvinnu fjölda vísindamanna úr margvíslegum fræðigreinum, svo sem almennri líffræði, frjókornafræði, réttarlæknisfræði, sagnfræði, fornleifafræði, jarð- og landafræði hefur verið leitað eftir upplýsingum svo hægt sé að draga heildarmynd af búsetuskilyrðum frá þessum tíma, en það er meginmarkmið rannsóknarinnar.
Rannsóknir síðastliðinna fimm ára eru líka farnar að skila verulegum árangri, sem styrkir þekkingu manna á smáatriðum og heildarmynd af lífi á íslandi á landnámsöld. í sumum tilfellum er um að ræða þekkingu sem ekki hefur komið fram áður.“

Eigum við eftir að finna silfur Egils?
Hrísbrú„Það er eðlilegt að spurningar sem tengjast Agli Skallagrímssyni og Egilssögu komi upp. Vísindamenn vilja gjarnan víkja sér undan óyggjandi svörum um slíkt, en samsvörun fundar á kirkju og kirkjugarði við stóra kafla í Egilssögu eru sláandi, því er ekki að neita. Nú í sumar var farið undir kirkjugólfið og þar finnst gröf, en kistan hafði verið fjarlægð, enda finnast leifar hennar. Sá sem í gröfinni hefur legið hefur greinilega verið stór og mikill eins og fram kemur í öllum lýsingum, enda gröfin sú stærsta af þeim sem við höfum fundið á Hrísbrú.“

Fundur skálans hefur vafalaust verið skemmtilegur endir á vinnu sumarsins?
„Það var ánægjulegt að finna þetta og án vafa er þessi viðbótarfundur til að styrkja þá skoðun mína að hér sé um einn merkasta fornleifafund seinni tíma að ræða, þegar horft er til þessa tímabils, ekki bara eftir íslenskum mælikvarða heldur einnig þegar horft er til heiminum. Það dæmi ég alla vega af viðbrögðum kollega minna víða úr heiminum. Þetta gerðist þannig að við vorum að fara að ganga frá eftir vinnu sumarsins þegar þessi bygging kom í Ijós. Ljóst er að hún hefur varðveist svo vel vegna skriðunnar sem féll á hana. Það hefur verið ótrúlegt að finna þetta allt og sjá á einum stað og ég tel það einstakt.“

Koma fleiri en fornleifafræðingar að þessum rannsóknum?
„Að þessum rannsóknum hefur hópur vísindamanna komið frá fjölda landa og má til gamans geta þess að nú eru þegar fjórir af þeim að gera doktorsritgerð vegna þessa verkefnis við Háskólann í Kaliforníu. Þessi hópur hefur verið afar samstilltur og frábært að vinna með. Af þessu leiðir að um er að ræða margþættar rannsóknir svo hægt sé að ná þeim árangri að varpa ljósi á líf og lifnaðarhætti á landnámsöld, á mörkum kristni og heiðni og rannsóknin skipar sér þar með í hóp með stærri fornleifauppgröftum.“

Í Ólafíu, riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2007, er fjallað um „Valdamiðstöðina í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli“:

Niðurstöður:

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur – skáli.

Landslag frá heiðni til kristni Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal hafa leitt í ljós verulegar sannanir á því að umtalsverð byggð hefur verið þar frá landnámsöld fram yfir kristnitöku, og áfram allt fram á 12. öld. Með rannsóknarniðurstöðunum er að myndast vel skrásett mynd af flókinni sambúð og samskiptum heiðinna manna og kristinna á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Á Hrísbrú hafa fornleifafræði og fornar ritheimildir hjálpast að við að sýna fram á mikilvægi staðbundinna minja, sem og rannsóknir á áþreifanlegum minjum í nánum tengslum við ritaðar miðaldaheimildir.
Mikilvægur þáttur í rannsóknunum á Hrísbrú hefur falist í því að skoða og skilja hvernig greftrunarsiðir og trúarbrögð hafa blandast við kristnitöku.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Uppi hafa verið margar tilgátur í víkingaaldarfræðum um hætti, menningarleg gildi og trúarhegðun Norðurlandabúa á þeim tíma þegar skipt var frá heiðnum sið til kristni. Margt bendir til þess að breyting hafi átt sér stað frá heiðni til kristni á sérstökum helgistöðum en lítið er um skýrar fornleifafræðilegar sannanir þessu til staðfestingar. Niðurstöður okkar á Mosfelli gætu skipt máli í tengslum við þessa alþjóðlegu umræðu. Nálægð heiðinnar líkbrennslu á Hulduhól við kristna kirkju og kirkjugarð á Kirkjuhól sýnir einstaklega heillega mynd af trúarlegum greftrunarstað og veitir okkur tækifæri til að skoða hvernig eitt ákveðið samfélag á víkingaöld kristnaðist. Sú staðreynd að kirkjan á Kirkjuhóli hafi verið byggð svo nálægt hinni heiðnu hæð á Hulduhóli segir okkur margt um félagslega og menningarlega hætti á þessum tíma og það er afar sjaldgæft í dag að finna minjastað með tveimur jafnvel varðveittum grafhaugum. Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að heiðið og kristið samfélag hafi búið hlið við hlið á tímum kristnitökunnar.
Fornleifarnar á Mosfelli/Hrísbrú eru sérstaklega mikilvægar í sambandi við túlkun á Íslandssögunni vegna þess að fyrir rannsóknina höfðu aðeins verið til ritaðar heimildir um fólkið sem þar bjó.
Grímur Svertingsson er gott dæmi um þetta. Hann bjó þar við kristnitöku og var lögsögumaður á árunum strax eftir hana. Grímur var giftur Þórdísi, dóttur voldugs höfðingja frá Borg í Borgarfirði, og var einn af áhrifamestu mönnum á Íslandi á þeim tíma. Margir sagnfræðingar hafa lengi haldið því fram, og byggt það á rituðum heimildum, að margir voldugir höfðingjar á Íslandi, og þar á meðal Grímur, hafi tekið kristni til þess að halda völdum. Vegna þessa hafi margir höfðingjar reist kirkjur á jörðum sínum um árið 1000 til þess að fá vígða jörð á landareign sinni. En eru einhverjar sannanir fyrir þessu?
HrísbrúNiðurstöður fornleifarannsókna á Hrísbrú benda til þess að á landnámsöld hafi staðurinn verið bústaður höfðingja og staðsetning hans áhrifamikil í samfélagi og menningu íbúa Mosfellsdals.
Egils saga segir frá því að Grímur Svertingsson hafi reist sér eigin kirkju og kirkjugarð að Hrísbrú í kjölfar kristnitökunnar. Áþreifanlegar fornleifar sem fundist hafa í rannsóknunum styðja þetta. Með byggingu kirkjunnar eftir kristnitöku staðfestu Mosfellingar, sú fjölskylda sem mestu réði á þeim tíma í dalnum, eignarhald sitt á landinu, sjálfsmynd sína og stöðu. Steinar og grafir að Hrísbrú sýna fram á miðpunkt í menningarlegu og raunverulegu landslagi á meðan áþreifanlegar minjar úr gröfunum veita okkur upplýsingar um heilsu og lifnaðarhætti, auk þess að staðfesta ofbeldi í samfélagi íbúanna á Mosfelli/Hrísbrú. Þessar áþreifanlegu minjar eru vitnisburður um tilraun voldugrar höfðingjaættar til þess að koma sér vel fyrir í breyttu trúarlegu og félagslegu umhverfi fyrstu tvö hundruð ár landnáms á Íslandi. Rannsóknir okkar benda til þess að landsvæðið hafi verið notað í trúarlegum tilgangi og til greftrunar bæði fyrir og eftir kristnitöku; bæði heiðnir og kristnir hafi viljað hafa forfeður sína nálægt sér.“

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1884 skrifar Sigurður Vigfússon um „Rannsókn í Borgarfirði 1884“. Þar fjallar hann m.a. um Mosfell:

Hrísbrú„Þriðjudaginn, 2. sept., fór eg af stað úr Reykjavík, síðara hluta dags, og upp að Mosfelli, var þar um nóttina. Hér kemr stax til Egils s. Skallagrímssonar, og síðan til landnáms pórðar Skeggja. Þetta þurfti eg að athuga betr. Grímr Svertingsson bjó að Mosfelli víst mestallan siðara hluta 10. aldar, og fram yfir 1000. Hann var ættstór maðr og göfugr og lögsögumaðr um hríð ; hann átti Þórdísi Þórólfsdóttur Skallagrímssonar; þegar Egill seldi af höndum bú að borg, fór hann suðr til Mosfells til pórdisar bróðurdóttur sinnar og var þar i elli sinni og andaðist þar, og hér fal Egill fé og koma hér fram í sögunni ýmsar staðlegar lýsingar.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Síra Magnús heitinn Grímsson, sem var prestr á Mosfelli, hefir skrifað ritgerð um þetta efni, „Athugasemdir við Egils sögu“ í Safni til sögu Íslands, Kaupmh. 1861, II. bl. 251—76. Ritgerð þessi er mikið fróðleg og skemmtilega skrifuð, og vel lýst mörgu landslagi á Mosfelli og þar í kring; þarf eg því ekki svo mjög að tala um það. Síra Magnús heldr, að bœrinn Mosfell hafi í fyrstu staðið þar sem Hrísbrú nú er, sem er lítilfjörlegt kot, skamt fyrir utan túnið á Mosfelli, og að Grímr Svertingsson hafi búið þar; hann ímyndar sér, að bœrinn hafi verið fluttr — líklega einhvern tíma fyrir miðja 12. öld — frá Hrísbrú og þangað sem hann nú stendr, og hafi þá nafnið flutzt á þenna nýja bœ, enn nafnið Hrísbrú verið gefið þeim stað, þar sem hið forna Mosfell stóð; meðal annars um þetta bls. 255 og 260—261. Allar þessar getgátur byggir höfundurinn einkannlega á því, sem stendr í Egils s. Reykjavíkr útg. um flutning á kirkju þeirri, er Grímr Svertingsson lét byggja að Mosfelli, eða sem stóð þar sem síðar hét á Hrísbrú, og flutt var síðar heim að bœnum. Eg get nú ekki vel fallizt á alt þetta.
Mosfell hefir snemma bygzt, sem eðlilegt er, því að uppi í Mosfellsdalnum hefir verið mjög byggilegt. Landn. segir, bls. 53 : „Fiðr enn auðgi Halldórsson, Högnasonar, fór úr Stafangri til Íslands; hann átti Þórvöru dóttur Þorbjarnar frá Mosfelli Hraðasonar; hann nam land“ o.s.frv. Það má ætla, að bœrinn Mosfell hafi verið bygðr ekki miklu eftir 1000, þar sem landnámsmaðr átti dóttur Þorbjarnar, sem þar er fyrst getið, enn ekki sést það, hvort hann hefir fyrst bygt þar, svo að Mosfell getr verið enn eldra. Grímr Svertingsson að Mosfelli er oft nefndr, fyrst í Íslendingabók, og oft í Landnámu og Egils s. og ávalt er hann kallaðr „Grímr at Mosfelli“, þegar nefnt er, hvar hann hafi búið; Landn. mundi vissulega geta um það, hefði Mosfellsbœrinn fyrst staðið úti á Hrísbrú og það í hálfa þriðju öld, og síðan verið fluttr þangað, sem hann nú er.

Mosfell

Mosfell – Kýrgil fjær.

Öllum handritum ber saman um, að við þenna kirkjuflutning á Mosfelli hafi verið staddr Skafti prestr Þórarinsson, og öllum ber þeim líka saman um, að kirkjan, sem var ofan tekin, hafi verið sú kirkja, er Grímr Svertingsson lét byggja; þar af er þá ljóst, að kirkja Gríms hefir þá enn staðið, og hefir hún þá orðið um 150 ára gömul. Það má finna mörg dæmi þess, hvað hús stóðu ákaflega lengi bæði í fornöld og á miðöldunum. Þetta er og eðlilegt, þvíað annaðhvort bygðu menn af rekaviði, sem endist svo lengi, eins og kunnugt er, eða menn gátu valið viðinn í Noregi, þ.e. sóttu hann þangað ; þá voru ekki mjög sparaðir skógarnir ; menn bygðu og sterkt, þegar menn vildu vanda eitthvert hús. Það sýna þær leifar, sem bæði eg og aðrir hafa séð, og eins má sýna viðargœðin.

Kýrgil

Tóft ofan við Kýrgil.

Eg hefi verið nokkuð langorðr um þetta efni, því að mér þótti þess þurfa sögunnar vegna, og mætti þó fleira tilfœra; enn eg skal vera því stuttorðari um, hvar Egill hafi fólgið fé sitt, og lofa einum sem öðrum að hafa sínar ímyndanir, getgátur og munnmælasögur. Þær geta verið mikið góðar, þar sem þær eiga heima, enn eg er þeirrar meiningar, að ekki verði á þeim bygt, þegar um rannsókn er að rœða. Höfundar Egils s. vita sjálfir einu sinni ekki, hvar Egill muni hafa fólgið féð, og vóru þeir þó nær því enn vér; enn þess er ekki von, því að Egill sagði það engum manni.
Sá, sem ritað hefir það handrit, sem liggr til grundvallar fyrir Kh.útg.=Rv.útg., getr til á þremr stöðum bls. 228. Eg skal geta þess hér, að hvorki Hrappseyjarútg. né handr. geta neitt um það, þegar Egill ætlaði að sá silfrinu að lögbergi; þau sleppa alveg þeim kafla ; eg verð að taka hér þenna stað einungis til þess að sýna, hvað öllu er hér rétt lýst, og sem sýnir hvað ritari sðgunnar hefir verið kunnugr, bls. 227—8: „Þat var eitt kveld, er menn bjuggust til rekkna at Mosfelli, at Egill kallaði til sín þræla tvá, er Grímr átti. Hann bað þá taka sér hest. „Vil ek fara til laugar, ok skulu þér fara með mér“, segir hann. Ok er Egill var búinn, gekk hann út ok hafði með sér silfrkistur sínar. Hann steig á hest.
Fóru þeir síðan ofan eptir túninu, ok fyrir brekku þá, er þar verðr,er menn sá síðast. En um morguninn, er menn risu upp, þá sjá þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð, ok leiddi eptir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim. En hvártki komu aptr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar getur at, hvar Egill hafi fólgið fé sitt.“

Skv. framansögðu hafa margir ætlað, með allskyns margflóknum ályktunum að Egill hafi falið silfur sitt í nágrenninu og drepið þrælana tvo, en fáir virðast hins vegar gera ráð fyrir þeim möguleika, sem eðlilegri má telja; að þrælarnir (yngri og betur á sig komnir) hafi áttað sig á aðstæðum, stolið silfrinu, hrakið gamla manninn frá með svo niðurlægjandi hætti að hann hafi ekki viljað viðurkenna mistök sín, og þeir síðan látið sig hverfa með allt heila klabbið, bæði fjársjóðinn og farskjótana. A.m.k. virðist enginn hafa haft rænu á að leita, hvorki farskjótana þriggja og þrælanna í framhaldinu. Nýlega teknar grafir eða önnur ummerki í og með Mosfelli hefðu án efa vakið alveg sérstaka athygli á þeim tíma – ekki síst í ljósi þessa merka atburðar; (ályktun ritstjóra FERLIRs). Hvers vegna fór ekki fram rannsókn í framhaldinu, eða a.m.k. athugun, á atburðinum. Gallinn við frásagnar“sérfræðinga“ seinni tíma er að þeir voru svo meðvirkir sagnaskýringunum fyrrum að þeir sáu ekki til sólar. Meðaumkunin var öll Egils. Hér virðist vera um eitt merkilegasta óleysta sakamál Íslandssögunnar að ræða.

Hrísbrú

Ólafur Magnússon, bóndi á Hrísbrú.

Merkisbóndinn Ólafur Magnússon og Finnbjörg, eiginkona hans, bjuggu á Hrísbrú. Ólafur barðist hatramlega gegn niðurrifi kirkjunnar að Mosfelli, eins og fyrr er getið, en varð að lúta í lægra haldi fyrir yfirvöldum árið 1888. Hann tók gömlu klukkuna úr kirkjunni til varðveislu og var hún geymd á Hrísbrú í meira en mannsaldur eða þangað til henni var komið fyrir í Mosfellskirkju sem vígð var árið 1965.
Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli lýsir Hrísbrúarhjónunum þannig í endurminningum sínum: „Hvergi í Mosfellsdal hafði ég meira gaman af að koma en að Hrísbrú. Hjónin þar hétu Ólafur og Finnbjörg, kona roskin. Fyrst í stað voru þau nokkuð gróf og forneskjuleg, en glöð og gestrisin, þegar marka mátti. Það var ánægjulegt að bíða þar, meðan Finnbjörg hitaði ketilinn, og hlusta á Ólaf gamla. Var þá jafnan tilfyndnast það sem húsmóðirin lagði til málanna. Ekki var orðræðan hefluð né blíð, heldur oft stóryrt og krydduð velvöldum fornyrðum, stundum klúr.“
Ólafur og Finnbjörg voru hluti af aðalsögupersónum í bók Halldórs Laxness, Innansveitarkróniku.
Myndin af Ólafi er líklega tekin í kaupstaðaferð í Reykjavík kringum aldamótin 1900. Ekki er vitað til að mynd hafi varðveist af Finnbjörgu.

Heimild:
-Mosfellingur, Kirkjan á Hrísbrú, 12. tbl. 08.09.2006, Kristinn Magnússon, bls. 10.
-Mosfellingur, 10. tbl. 19.08.2005, Fornleifauppgröfturinn að Hrísbrú, bls. 12-13.
-Ólafía; rit Fornleifafræðingafélags Íslands, 2. árg. 01.05.2007, Valdamiðstöð í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli, bls. 84-105.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1884, Rannsókn í Borgarfirði 1884, Sigurður Vigfússon, Mosfell, bls. 62-74.
-http://www.hermos.is/forsida/frettir/frett/2017/09/25/Olafur-Magnusson-1831-1915-fra-Hrisbru/

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur – skáli.

Knarrarneshverfi

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum, en ekki síst segir þar af honum sjálfum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nnú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hnún trnúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Vogar
VogarÁður hefur verið fjallað um Stóru- og Minni-Voga.

Brunnastaðahverfi
BrunnastaðahverfiÞegar haldið er frá Vogum til Brunnastaðahverfis, er farið yfir landamerkjalínu sem staðsett er í Dúpavogi. Þar, sem og víðar, er meiningarmunur um hrein mörk. Í landsmerkjalýsingu milli Minni-Voga, Austurskots og Norðurskots, frá 28. des. 1921, er gert það samkomulag um fjörumörk að Minni-Vogamörk skuli vera frá gömlu byrgi á Vatnsskeri í Djúpavogi.
Í öðru landamerkjabréfi nr. 193 frá 22. maí 1890, segir að landamerki milli Brunnastaðahverfis og Norður-Voga og Suður-Voga séu úr dýpsta ós sem til sjávar fellir í Djúpavogi, þaðan upp í vörðu sem stendur fyrir sunnan Presthóla, síðan beina línu í vörðu sem stendur á Hrafnagjá og er kölluð Leifur-Þórður, þaðan í Markhól og síðan í beina línu upp í fjall svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið ná. Undir þetta skrifa fyrir Brunnastaðahverfi, Jón. J. Breiðfjörð, Guðmundur Ívarsson og Gísli Ívarsson og fyrir Voga, Klemsens Egilsson og Guðmundur J. Waage.
Þetta var lesið upp á manntalsþingi að Brunnastöðum 16. júní 1890 af Franz Siemens sýslumanni. Þarna er verðugt verkefni sem hreppurinn ætti að hafa forgöngu um að vinn að, með aðilum beggja vegna landamerkjanna, og fá ákveðin óumdeilanleg mörk. Þá er einnig umdeilt hvort dýspsti ís í Djúpavogi hafi meininguna „dýpi“, niður á fastan botn, eða „dýpst“ (lengst) inni í landið. En vitað er að ósar er breytilegir og því varsamt að haf slíkt til viðmiðunar.

Hlöðversnes (Hlöðunes)
HlöðuneshverfiBæði nöfnin virðast notuð nokkuð jant og má sennilega deila um það hvort réttara sé, en ég nota nafnið Hlöðversnes af tvennum orsökum. Í fyrsta lagi er það ritað þannig í kirkjubókum seinni bæina og í öðru lagi tek ég tryggð við nafnið Hlöðver, sem er komið allt frá landnámi og merkings orðsins er „sá sem sigrar, vinnu stríð (orrustur)“.

Ásláksstaðahverfi
ÁsláksstaðahverfiAtlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þess hverfis. Bærinn markaðai upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakostbræður, sem bjuggju allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.

Knarrarneshverfi
KnarrarneshverfiVík var syðsti bærinn sem komið var að þegar farið var yfir landamerkin milli Ásláksstaðahverfis og Knarraneshverfis.

Auðnahverfi
AuðnahverfiNú er komið yfir landamerki á milli Knarrarnesbæja og Auðnahverfis. Verður þá fyrst fyrir jörðin Breiðagerði og láta mun nærri að þar hafi verið þríbýli um aldamót.

Kálfatjarnarhverfi
KálfatjarnarhverfiÁrið 1834 var lögð niður torfkirkja á Kálfatjörm og byggð þar ný kirkja með timburþili og stóð hún í 20 ár, eða til ársins 18864 og enn var byggð kirkja. Hana lét séra Stfean Thorrarenssen byggja árið 1863 og var vandað til verksins svo hún stæði sem lengst. Var hún bikuð að utan, en eftir fá ár var hún klædd járni og máluð í ljósum lit. Sú kirkja stíð í 29 ár, en þá var núerandi kirkja byggð og vógð 11. júní 1893.
Frá 1824 til 1893, á 69 árum, voru byggðar fjórar kirkjur á Kálfatjörn. Þá er getið um kirkjur á Kálfatjörn í fornum máldögum og í kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Einnig eru nefndar hálfkirkjur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, á Bakka og á Stóru-Vatnsleysu. Þó hér séu ekki taldar upp kirkjur á Kálfatjörn nema frá 1824 þá eru til nokkuð öruggar heimildir um presta staðarins frá 1450 o síðan hafa 18 prestar þjónað staðnum í 536 ár, eða að meðaltali tæp 31 ár hver prestur (þar af einn í eitt ár). Í 93ja ára sögu núverandi kirkju á Kálfatjörn hafa verið 5 prestar.

Innheiðarbærir
VatnsleysubæirNú eru upptaldin öll hverfi á Ströndinni ásamt býlum og því er farið yfir Keilsisnes, sem er austurmörk kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Þá er komið að innanheiðarbæjunum sem byrja á Flekkuvík að sunnan.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
-https://baekur.is/bok/000147620/0/360/Mannlif_og_mannvirki_i/?iabr=on#page/Bla%C3%B0s%C3%AD%C3%B0a+168++(172+/+444)/mode/2up
Kálfatjörn

Elliðakot

Í Alþýðublaðinu 1. nóv. 1963 fjallar Hannes á horninu m.a. um Elliðakot.

Elliðakot

Elliðakot.

„Um daginn vakti ég máls á því, að nýju elliheimili yrði valinn staður við Rauðavatn, og ræddi ég um þetta af tilefni þeirrar hugmyndar Gísla Sigurbjörnssonar að reisa smáhýsi við stærri elliheimili, sem aldrað fólk gæti fengið leigt eða að einhverju leyti til eignar en notið aðstoðar og fyrirgreiðslu starfseminnar í aðalbyggingunni. Hugmynd Gísla hefur nokkrum sinnum verið rædd opinberlega og ég minnist þess, að fyrir um tveimur áratugum minntist ég á svipað og þetta eftir að hafa kynnzt starfsemi fyrir aldrað fólk erlendis. Nú hefur mér verið bent á annan stað, sem gæti reynzt alveg eins heppilegur og við Rauðavatn, en það er jörðin Elliðakot, sem nú hefur verið í eyði í nokkur ár. Það var ræktað land og þar er fallegt vatn, skjólsamt og mátulega langt frá Reykjavík. Gott væri ef ráðamenn vildu athuga þessi mál. Elliheimili eiga ekki að vera inni í miðbiki borga. Þau mega heldur ekki vera langt í burtu. Rauðavatn og Elliðakot, virðast uppfylla flest skilyrði.“

Elliðakot

Elliðakot.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1914 fjallar Björn Bjarnason um örnefnin ofan Grafar, einkum þó hinar fornu þjóðleiðir.
„Eg hefi gert skrá yfir örnefni sem nú eru kunn á jörð þeirri, er eg hefi búið á nú síðastliðin 16 ár. Hún er sýnishorn af örnefnafjölda á einni jörð. Alt landið er nöfnum stráð. Verða mætti þetta öðrum til hvatningar er rita vildu slíka skrá fyrir jörð sína og þannig geyma örnefni hennar frá röskun og ef til vill glötun. Um notkun fornveganna má fræðast af rúnum þeim, sem hestafæturnir hafa rist á jörðina, þar sem tönn tímans eigi hefir til fulls afmáð þær eða útskafið, og sumstaðar hjálpa örnefnin til að skilja. Greinilegastar eru rúnir þessar sem spor í klappir, gatnafjöldi í grónu valllendi, sem ekki hefir legið undir árensli, og troðningar í móum. Þó þeir sé grónir aftur sjást göturnar af því, að þar eru geilarnar dýpri og beinni í sömu stefnu, en annarsstaðar. Í melum og lausagrjótsholtum má einnig finna fornvegina, stundum sem laut eða skoru, en þó einkum með því að athuga grjótið. Í götunni er það troðið, máðar af því nybbur líkt og brimsorfnu grjóti. Af því stafa litaskifti, sem sjást á því, þar sem umferð hefir verið, þó hún sé hætt fyrir löngu.

Austurleið

Austurleið.

Alla tíð síðan landið var bygt hlýtur umferð að hafa verið mikil milli austurhéraðanna annars vegar og sveita og hafna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar. Uppsigling kaupmanna hefir verið þar tíðari og sjávarafli vissari en á brimströndunum ofanfjalls, en aftur á móti betri landbúnaður eystra, og vöruskifti þvi mikil milli þessara staða. Hestar voru einu flutningatækin. Þó ferjur væru við stórárnar hafa menn heldur kosið að fara þær á vöðum, er þess var kostur. Flóann hafa menn forðast vegna foræðanna og hraunin vegna ógreiðfærni og járnafrekju. Aðalvegurinn austan að, úr Rangárvallasýslu, hefir verið fyrir ofan Flóann, Þjórsá farin á Nautavaði eða Kallaðarholtsferju. (Sá bær er nú nefndur Kaldárholt, sbr. Árbók Fornl.fl. 1907, bls. 36. Norðan við túnið þar er Naustanes og Skipaklettur við Þjórsá og bærinn er í stefnu við veginn norðan Flóans. Engin Kaldá er þar til, en hverir í Þjórsá við túnið). Síðan hefir vegurinn legið yfir Skeið, sunnan undir Vörðufelli, og þá ofan með Hvítá. Vegarskoran í Árhrauni og gatnafjöldinn á Brúnastaðaflötum ber vott um, að sá vegur hefir verið fjölfarinn, en nú er þar að eins bæjaslangurs-umferð. Hvítá hefur verið farin á ferjum eða vaðinu, sem Vaðnes dregur nafn af. En á Soginu var almenningsvað, oftast fært, yfir Álftavatn, fram um miðja næstliðna öld. Þaðan lá leiðin upp Grafning, Dyraveg og Mosfellsheiði til Almannadals. Þessi leið var einnig beinust fyrir þá, sem fóru Hvítá á Tunguvaði og út Tungur, eða á ferjum þar fyrir neðan alt að Laugardælum. Á allri þessari leið er aðeins ein brekka, svo teljandi sé, og hún ekki há, upp á Dyrafjöllin að austan hjá Nesjavöllum, lítið um votlendi og engin hraun nema stuttan spöl á tveim til þrem stöðum.

Sporið

Sporhellan ofan Dyradals.

Þenna veg hafa t. d. Skálholtslestirnar farið til Suðurnesja öldum saman, og hefir munað um sporin þeirra. Allstaðar er graslendi og hagar góðir með þessum vegi. Þar sem vegurinn liggur yfir Dyrafjóllin eru þau aðeins lítill háls með ásum og vellisdölum. Á einum ásnum verður að fara yfir hallandi klöpp, sem nefnd er Sporhella. Hefir myndast sporaslóð i bergið, efst fyrst, en sporin síðan stigist niður eftir klöppinni. Eru nú sporarákarnar með bálkum á milli orðnar um 2 fðm. að lengd (líkist tönnum í greiðu). Vegur þessi hefir nú lengi verið sjaldfarinn. Dyrnar, sem nafnið er dregið af, eru á veginum milli Dyradals og Skeggjadals; er rétt klyfjagengt milli standklettanna. Af vestasta ásnum blasir við útsýn yflr Faxaflóa og Nesin. Vestur eftir Mosfellsheiði sést enn dökk, breið rák eftir umferðina. Þar eru víðir mosamóar, sem margar götur hafa myndast í, og eru enn ekki að fullu grónar. Og þessi vegur hefir á fyrri öldum legið um Hofmannaflöt til Almannadals.
Önnur aðalleiðin austanað hefur verið út með sjó, sunnan Flóa, um Sandhólaferju og Óseyrarferju, og þeir, sem áttu leið vesturyfir heiði, hafa einkum farið Ólafsskarðsveg. Hann er því nær brekkulaus og hrauna. Hellisheiði og Lágaskarð hafa verið sjaldfarnari. Þeir vegir koma saman á Bolavöllum, »Völlum hinum efri« liggja norðan Svínahrauns, um »Völlu hina neðri«, og saman við Dyraveg hjá Lykla (Litla-?) -felli, og þar litlu neðar hefir Ólafsskarðsvegur einnig komið saman við þá. Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð. En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkot (sögn er sú, að Gizur biskup hafi átt samleið með þeim „upp undir Hellisheiði“ hendir til, að þangað hafi Dyra- og Ólafsskarðsvegir legið saman, eins og hefi hér bent á. Vegaskiftin eru vestast á heiðinni niður frá Lyklafelli; Viðeyjarsel hefir líklega verið litlu neðar, og þar gátu þeir hafa skilið) (Helliskot=Elliðakot), hafi þá verið lítt bygt eða í eyði, og hið góða og mikla sumarbeitarland þess notað til beitar fyrir selfénað klaustursins.

Austurleið

Austurleið.

Úr Almannadal hefir legið:
1) vegur til norðurs hjá Reynisvatni niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin), Geldinganesi(?) og Gufunesi, og til verzlunar við kaupmenn, sem þar hafa legið á hinum góðu höfnum (t. d. Hallfreð vandræðaskáld á Leiruvogi), og til Viðeyjar;
2) vegur til vesturs um Árbæ til Seltjarnarness;
3) vegur til útsuðurs yfir Elliðaár á (Vatnsenda-) Skygnisvaði um Vatnsenda, Vífilsstaði til Hafnarfjarðar, Álftaness og suður með sjó;
4) vegur fyrir ofan Rauðhóla og sunnan Elliðavatn, er farinn hefir verið þá er Elliðaár þóttu torfærar á vöðunum fyrir neðan Vatn.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur – Lyklafell.

5) vegurinn austur frá öllum fyrrnefndum stöðum, sameiginlegur upp undir Lyklafell, hverja leið er svo skyldi fara austur yfir hálendið (= fjallið), eins og fyr segir. Einnig til selfara upp í heiðina; Nessel, frá Nesi við Seltjörn, var t. d. í Seljadal í Þormóðsdalslandi, Viðeyjarsel við Selvatn? o. s. frv. Þá hefir Almannadalur borið nafnið með réttu. En hvenær vegarstefnurnar hafa breyzt má sjálfsagt finna með sögurannsókn, sem eg hefi eigi hentugleika til. Það hefir líklega orðið um sama leyti sem stefnu Mosfellsheiðarvegarins var breytt og hann lagður um Seljadal. Þá hefir Dyravegur hallast norður saman við hann hjá Miðdal (Mýrdal?). Mosfellsheiðarvegur lá áður um Illaklyf sunnan við Leirvogsvatn og ofan Mosfellsdal. Í Illaklyfi eru djúp spor í klappirnar og vegurinn auðrakinn alla leið, þó sjaldan hafi farinn verið á síðari öldum. Á þeirri leið er Tjaldanes, þar sem Egill fyrst var heygður, (nú nefnt Víðiroddi).
Grafirnar, sem margt af bæjum á landi hér dregur nafn af, eru oft grónar, djúpar geilar eftir læki; svo er hér.
Það er allvítt svæði sem hér er kent við Hádegi, enda voru 4—5 bæir i »Grafarhverfinu« og hafa allir haldið hádegi þar, en lítið eitt mismunandi, sumir á hæðinni, aðrir á vörðunni, o. s. frv. Hér var bygt ból snemma á næstl, öld, og síðar fjárhús frá Gröf. Nú er þar greiðasöluhúsið »Baldurshagi«, er dálítill landblettur fylgir.
Hefir á síðari tímum verið nefnd Margróf (latmæli) og var ágreiningur um merki milli Grafar og Árbæjar. Nú er þetta lagfært og merkin ákveðin.
Norðlingaholt. Um uppruna þessa órnefnis er ókunnugt,  en mér þykir líklegt að það stafi af umferð Norðlinga þar. Þegar þeir fóru til Suðurnesja, lá leið þeirra um Mosfellsheiði og yfir Mosfellssveit. Á fyrri öldum var lítið að erinda til Reykjavíkur, sem þá var að eins eitt býli. Lá þá beinast við að slá sér á austanveginn hjá Rauðavatni; er örstutt úr Grafarvogi suður á hann, enda er enn sýnileg skýr fornvegarskora yfir Hádegismóa hjá Hádegisvörðu í þá stefnu, ótrúlega djúp til að geta verið heimilisgata frá Gröf, og að öllu leyti lítil ástæða til slíkrar umferðar þar þaðan.

Austurleið

Varða við Austurleið.

En hafi Norðlingar farið þá leið, lá vegur þeirra meðfram Norðlingaholti að austan og sunnan. Á suðurleið sást þar fyrst til ferða þeirra frá næstu bæjunum þar, Elliðavatni og Vatnsenda, Oddagerði (Oddgeirsnes ?) o. s. frv. Hér virðist reik og ruglingur kominn á örnefni. Oftast nefnt »suður í nesi« eða Odda. Í afskrift sem eg hefi af jb. Á. M. frá 1704 stendur: Oddageirsnes, forn eydi jörd, og hefur í auðn verið fyrir allra manna minni sem nú eru á life … . Meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrer því að tún öll sem að fornu hafa verið eru upp blásin og komin í mosa«.
Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur fram með honum, og myndar þannig langt og eigi breytt nes eða odda. Syðst á oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefir bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnes.
Þvert yfir nesið er afarforn girðing, frá Bugðu austan við Skygnirinn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs og vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suð-vestan undir Skygninum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegt að býlið hafi heitið Oddagerði (af garðinum yfir Oddann?), og hefi eg hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafn-fornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.
Um Grafarkot segir í A. M.: »bygð upp að nýju fyrir 50 árum, þar menn meina að forn eyðijörd verið hafi, og hún fyrir svo löngum tíma í audn komin að fæstir vita hvað hún hafi til forna kölluð verið; eftir sögn eins gamals manns þykjast nokkrir heyrt hafa að þessi jörd hafl heitið Holtastadir«. Forn-rústirnar eru miklar um sig. Túnið hefir verið mikið stærra fyrrum og girt. Eru utan (á því „byggði Bened. heit. Sveinsson í fyrstu flóðstíflu sína til að veita á Elliðavatnsengjarnar, en hún sprakk, og hraut um leið af nesinu) við það afar-fornir (alsokknir) garðar og fjárbyrgi. Borgir og byrgi hafa víða verið hér, enda ætíð fremur á beit en gjöf að byggja fyrir sauðfé.
Sel hefir verið suð-vestan undir ásnum. Það er í Árbæjarlandi. _ ;.  Garður mikill hefir verið bygður út í Grafarvog frá báðum löndum, en líklega hafðir kláfar í miðju; þar er grjótið í  hrúgum, með skörðum í milli. Nú hefir safnast eyri að syðri garðinum svo að þar er nú sandtangi, en garðurinn sokkinn. Brekkan er upp frá honum. Í stórstraum fjarar út fyrir hann.
Eins og venjulegt er um fjölda örnefna, eru þau flest hér leidd af staðháttum og auðskilin. En þau, sem kend eru við menn (mannanöfn), veit nú enginn hvernig til eru komin, nema fáein er nýlega hafa myndast. – Grafarholti, 9. des. 1914.“

Í Tímanum í maí 1948 segir um Elliðakot:

Elliðakot

Elliðakot.

„Bær brennur Á föstudagskvöldið brann bærinn Elliðakot í Mosfellssveit til kaldra kola. Nær því engu af húsmunum og fatnaði var bjargað úr eldinum. Útihúsin tókst að verja vegna fádæma snarræðis með því að bera á þau vatn, sem sótt var úr mýri, þaðan skammt frá.“

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1914, Um örnefni eftir Björn Bjarnarson, bls. 9-16.
-Alþýðublaðið, 1. nóv. 1963, Hannes á horninu, bls. 2
-Tíminn, 103. tbl. 11.05.1948, bls. 8.

Elliðakot

Elliðakot.

Bræðrapartur

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Bræðrapartur
BræðraparturSyðstra grasbýlið í Vogum er Bræðrapartur (áður nefnt Krúnutóft) og er hann hluti núr Suðurkots- og Stóru-Vogalandi. Það var og er enn umdeilt hvort það var grasbýli eða með jarðarréttindi, þ.e. afréttar- og beitarréttindi utan heimagirðingar, en um langan tíma hefur það verið rekið sem bújörð og er svo gert enn í dag.
Í þeim tíma er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fékk skotæfingasvæði til afnota í Vogaheiði um 1960, var deilt um það hvort Bræðrapartur ætti að fá leigugjald í hlutfalli við aðra landeigendur í Vogum, og svo fór að þáverandi ábúandi fékk sinn hlut í landleigunni.
BræðraparturÁrið 1929 byggði Guðmundur Kotsson nýtt hús í Bræðraparti. Eitt var öðru fremur merkilegt við húsið því á því var innsiglingarmerki inn í Vogahöfn. Eftir að Vogavík fékk löggildingu sem höfn árið 1893 voru settir upp tveir staurar um 3 metrar á hæð og stóð annar við suðvesturhornið á Bræðraparti, um 10 metra frá húsinu, en hinn var niður við sjó sunnan við sjávarhúsið. Þessir staurar þurftu að bera saman svo rétt væri siglt inn í höfnina. Í myrkri var ljósker sett á staurana sem sýndu rétta leið. Nokkru eftir að nýja húsið var byggt var ljósker sett í loftglugga er sneri til sjávar og þannig gert að ekki þurfti staurana. Svo þegar húsinu var breytt árið 1947 og sett á það brotið þak, var kvistur settur á á vesturþekjuna og þar í gluggli með ljóskerinu. Þetta þótti nauðsynlegt fyrir skipaferðir, þar til hafnarsvæðið var tekið til endurskoðunar og mælt upp að nýju, Þá kom í ljós að gamla innsiglingaleiðin var talin ónothæf miðað við nýja leið inn í höfnina, er þáverandi vitamálastjóri Axel Sveinsson fann og mældi út. Eftir það voru sett upp ný innsiglingaljós 200 metrum suður af Bræðraparti. Eru það tveir ljósastaurar með sjálfvirku ljósnæmi á 100 metra millibili.

Stóru-Vogar
Í máldaga frá 1367 í Fornbréfasafninu 3. bindi bls. 221 segir: „Maríukirkja og hins heilaga Þorláks biskups í Kvígubogum“, ennfremur segir í bréfi frá 1533, 9. bindi bls. 660, „að Erlendur lögmaður Þorvarðarson hafi slegið prest með könnu til blóðs í hálfkirkjunni í Vogum“.
Trúlega er hér átt við Stóru-Voga og bendir allt til þess að þar hafi verið kirkja fram undir siðaskiptin.
Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 af Jóni, bróður Magnúsar Waage, og byggingameistari var Sverrir Runólfsson steinsmiður, sá hinn sami er byggði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu. Allar byggingar Sverris bera vott um vandvirkni vel hugsandi manns. Þess má geta hér að Sverrir gerði tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1870, um að byggja veitingahús í Tjarnarhólmanum og leggja brú frá Lækjargötu og út í hólmann, en meirihluti í borgarstjórn felldi þá hugmynd Sverris.
Stóru-VogarÞað Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. Nýja Stóra-Vogahúsið var með glæsilegustu húsum á Suðurnesjum. Smiður þess var Skúli Högnason úr Keflavík. Húsið var rifið árið 1965.
Stóru-Vogar áttu helming Vogalands á móti Minni-Vogum. Um aldamótin 1900 voru nær allar jarðir og tómthús í Suður-Vogum nýttar af Waageættinni eða niðjum Jóns Daníelssonar, föður Magnúsar Waage. Allir Suður-Vogabúendur greiddu landskuld til Stóru-Voga, þar með Stapabúð, Brekka og Hólmabúðir, nema þeir er voru orðnir sjálfseignabændur og höfðu keypt sig úr Stóru-Voga tofunni.
Þegar minnst er á Stóru-Vogaættina, er gjarnan nefndur sem forfaðir hennar Jón Daníelsson „hin ríki og- eða sterki“. Var hann f. 23. mars 1771, d. 16. nóv. 1855.
Í dag á Vatnsleysustrandarhreppur Stóru-Vogajörðina að undanskildum hluta heiðarlands, sem erfingjar Jóns Eyjólfssonar Waage á Seyðisfirði tóku undan við söluna á sínum tíma, og eru eigendur að.

Minni-Vogar
Minni-VogarÍ Minnivogum bjuggu hjónin Klemens Egilsson, f. 31. okt. 1844, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, f. 1846. Klemens var einn af stórbændum hreppsins.
Klemens lét byggja upp Minni-Voga árið 1922, smiður var Þorbjörn Klemensson úr Hafnarfirði. Húsið var byggt sem tvíbýli.
Klemens Egilsson ýmist keypti eða lét smíða skip, sem m.a. fluttu vörur milli landa. Hann og Sigurjón J. Waage létu smíða dekkbát í Noregi og þegar hann var tilbúinn til afgreiðslu, þá sigldi framleiðandinn honum til Íslands. Þetta skip hét Sörli. Skipstjóri var Sigurjón J. Waage, vélstjóri var Sæmundur Klemensson í Minni-Vogum. Útgerðin gekk vel að jafnaði, en Sörli var brellinn. Hann slitnaði tvívegis frá bátalegunni, í fyrra skiptið náðist hann og var fluttur heim, eins og hver annar strokuhestur, en í seinna skiptið tók breskur togari hann og ætlaði að færa hann til Keflavíkur. Hafði áhöfn togarans bundið dráttartaugina um mastrið og talið það öruggt, en Sörli sökk í þessari ferð. Togarinn dró inn dráttartaugina og mastrið fylgdi með. Það komast til eigendanna og mun nú vera notað fyrir ljósastaur við Vogabryggju.

Austurkot
AusturkotÍ manntali árið 1703 er sagt að búið hafi verið á sitt hvorum helmingi jarðarinnar í Minni-Vogum, eða hálflendum sem þá var kallað. Mun þar átt við tvíbýli, en norðurhverfið allt var var Minni-Voar og því síðan skipt í hálflendur, þannig að Minni-Vogar héldu 2/3 af heildinni og Austurkot 1/3 og er svo enn í dag. Að auki er nokkur hluti landsins beggja eign, s.s. Norðurkot, Grænaborg og óunnið land að mörkum Brunnastaðahverfis.

Norðurkot
NorðurkotNorðurkot var lítið grasbýli í landi Minni-Voga og Austurkots. Ábúandi þar var Nikulás Jónsson, f. um 1830. Hann var af Stóru-Vogaættinni. Kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi, Árnessýslu.
Nikulás var dugnaðarmaður. Hann átti og gerði út marga báta þegar best lét og gerði einnig út með öðrum, s.s. Klemensi í Minni-Vogum. Hann átti lengi lítinn bát sem hann kallaði Þurfaling, enda var sagt að Nikulás berði lóminn manna best, þó talinn væri ríkur. Hann lét breyta opnu skipi sínu í dekkbát og var sá bátur kallaður Lásabátur.
NorðurkotNikurlás lét byggja röð af húsum, þannig að fimm stafnar stóðu fram að hlaði. Þótt ekki sé mér kunnugt um hvenær það var gert, þá tel ég að hann hafi látið gera það eftir að hann efnaðist og þó ekki fyrr en eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1856. Húsin gætu þá hafa verið reist um 1860. Í rústum þeim sem eftir standa má vel sjá að vandað hefur verið til verksins, því nokkrir veggir standa enn sem nýhlaðnir nema hvað gróður hefur fest rætur á þeim. Hluti húsanna eru þó hruninn fram á sjávarbakkanum. Var því byggt nýtt hús úr timbri árið 1882, (úr James-Town strandinu). Var Nikulás þá um fimmtugt.

Grænaborg
GrænaborgGrænaborg var byggð árið 1881 í landi Minni-Voga að 2/3 hluta og Austurkots að 1/3 hluta. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti og bróðir Klemensar í Minni-Vogum. Þarna hafði verið bær er Hólkot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um þann bæ. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólkot, því sagnir eru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar.
Ari Egilsson var lærður skipstjóri og stjórnaði bæði eigin skútum og bróður síns og föður frá Minni-Vogum. En stutt var dvölin í þessu vandaða nýja húsi, því það brann voru 1883, þá tveggja ára gamalt. Þá voru þar vermenn auk heimilisfólks og komust allir af, nema ein vinnukona er brann inni.
GrænaborgGrænuborgartóftin stóð opin í 35 ár, eða til ársins 1816, að Benjamín Halldórsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir frá Austurkoti, síðar í Stóra-Knarrarnesi 2, fengu leyfi Klemensar í Minni-Vogum til að byggja upp Grænuborg.
Grænaborg brann síðan þriðja sinni 2002.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.

Grænaborg

Grænaborg brann þriðja sinni árið 2002.

Krýsuvíkurkirkja

Þórður Jónsson frá Eyrarbakka skrifaði um „Ferð til Krýsuvíkur“ í Heimilisblaðið árið 1945:
„Kæri lesandi,

Ég get hugsað mér, að þú segir við sjálfan þig — kannski líka upphátt — að nóg sé komið af skrifum um Krýsuvík, að óþarft sé þar við að bæta. En ég er nú á annarri skoðun. Þess vegna tek ég mér nú penna í hönd, en lofa því um leið að vera ósköp fáorður, líka vegna þess að langar blaða- og tímaritsgreinar eru mínir verstu óvinir.

krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn.

Fyrir stuttu síðan komu til mín tveir vinir mínir, þeir bræðurnir Baldur og Sigurður prentarar, synir Jóns Helgasonar prentsmiðjueiganda. Þeir voru að leggja upp í skemmtiferð til Krýsuvíkur og buðu mér að koma með. Fyrir mig var vissulega vandi velboðnu að neita. Ég var hálf lasinn og lítt fær til ferðalaga. Ég hafði margheitið því að fara til Krýsuvíkur undir eins og þangað væri komin bílfær vegur, og nú er því langþráðu marki náð, marki allra sannra framfaramanna, en jafnframt hræðilegur þyrnir í augum allra afturhaldsafla Suðurlands. Hafi þeir allir þökk fyrir, sem unnið hafa að því þjóðþrifamáli.
Eftir lítilsháttar athugun á heilsu minni stóðst ég ekki freistinguna og settist upp í bílinn hjá þeim bræðrum og sá um leið og ég settist í dúnmjúkt sæti bílsins, að ég hreinlega var dauðans matur, ef ég gæti ekki setið þar þenna stutta spöl til Krýsuvíkur.
Eftir að hafa gengið vel frá öllu, er tilheyrði þessu ferðalagi, var ekið sem leið liggur suður Hafnarfjarðarveg, og suður á hinn nýja Krýsuvíkurveg.
Leiðinlegt að geta ekki komið við í hinu fagra Hellisgerði. En tíminn leyfði ekki slíkan „lúxus“, því að áliðið var dags. En fyrirheitna landið, Krýsuvík, varð að meta mest af öllu.
Hinn nýji Krýsuvíkurvegur er einhver fallegasti og bezt gerði vegur, sem ég hef séð. Að þeirri vegabyggingu hafa áreiðanlega unnið þeir menn, sem verkinu voru vaxnir.
Vegkantar og uppfylling á jafn ósléttu landi eru snilldarverk. Það er ekki sök þeirra, sem hlaðið hafa þennan fallega veg, þótt hann sé með sama miðaldalaginu og aðrir vegir sem lagðir hafa verið á landi hér síðustu áratugina, að engin leið er nútíma flutningatækjum að mætast á þeim nema á vissum stöðum — útskotunum svonefndum — þar sem hve verður að bíða eftir öðrum. Sjá allir, hvers ramgallað slíkt fyrirkomulag er.

Hellan

Krýsuvíkurvegur um Helluna…

Það er skiljanlegt, að allt á þetta að vera til sparnaðar. En það vita þeir, sem við veglagningar hafa unnið, að vegkantarnir eru víðast hvar langdýrasti hluti vegarins, og minnstu munar, ef efni til uppfyllingar til staðarins, hvort vegurinn er nokkrum sentimetrum breiðari. Þetta fyrirkomulag á hinum nýju vegum, sem hér er drepið á, er áreiðanlega mjög vafasöm búhyggindi. Næstu kynslóðir munu ekki sætta sig við svona vegi með sífellt stækkandi flutningatæki, og endirinn verður að óhjákvæmilegt verður að endurbyggja alla þessa vegi, og það jafnvel áður en langt um líður.
Eins og tekið var fram í upphafi, hefur töluvert verið skrifað nú á seinni árum Krýsuvík. Um nytsemi Krýsuvíkurvegar sem samgöngubót til austurhéraðanna skrifaði bezt og rækilegast Árni Eylands í hitteðfyrra í Alþýðublaðið. Einnig skrifaði Árni Óla blaðamaður um staðinn Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum, sömuleiðis birtist í blaðinu „Reykjanes í fyrra mjög fróðleg grein um Krýsuvík og nágrenni, en því miður hef ég gleymt nafni höfundar. Og síðast en ekki sízt má nefna rit Geirs Gígja um rannsóknir hans á Kleifarvatni.
Það er ekkert undarlegt, þótt mönnum verði tíðrætt um Krýsuvík. Mönnum er ljóst, að Krýsuvík á sína sögu engu síður en aðrir landshlutar þessa lands. Hvert hérað velur til sína fræðimenn að skrifa sína sögu allt frá landnámstíð. Þessar héraðssögur verða ómetanlegur fróðleikur komandi kynslóðum.
Krýsuvík var heil sveit — hreppur — og heil kirkjusókn allt frá landnámstíð. Þar hafa áreiðanlega lifað og starfað mætir dugnaðarmennn, engu síður en í öðrum landshlutum. En nú er þar ekkert, sem minnir á fornar hetjudáðir. Þessi sveit, sem er svo að segja nefið á höfuðstað þessa lands og fjölennum sjávarþorpum, allt um kring, er látm leggjast í eyði. Fólkið sættir sig ekki við omaldarbúskaparlagið, þegar það kynnist netra á næstu grösum, og flýr sveitina sína fögru, og hún leggst í algjöra auðn. Afturhaldssamir valdhafar spyrna við af öllum og sálarkröftum að nokkuð sé gert í samgöngumálum eða öðru til þess að Krýsuvík geti haldið áfram að framfleyta íbúum sínum og ekki er langt síðan, að einn höfuðpaur Reykjavíkur kallaði í einu dagblaðinu vegalagninguna til Krýsuvíkur, Krýsuvíkurvitleysu með stórum stöfum gæsalappalaust, og kinnroðalaust, ef til vill hefur hann ekki að hægt er að rækta í Krýsuvík þúsnundir hesta af töðu, ásamt fjölda annara nytjajurta, sem hér yrði of langt upp að telja.

Krýsuvík

Krýsuvík – áveituskurðir. Arnarfell fjær.

Þegar miðað er við það að Krýsuvík var heill hreppur og heil kirkjusókn, verður ekki annað sagt en þar sé ömurlegt yfir að líta. Þar sjást engin fögur mannvirki, engin fegurð ema fegurð náttúrunnar, sem ávallt mun verða hin sama, hvernig sem er mennirnir fara með landið. En eigi að síður er þetta Krýsuvíkurland úsældarlegt og albúið að veita börnum sínum fæði og klæði. Kafloðin gömlu túnin bera þess ljósan vott, að þau séu þess albúin að veita ríkulega uppskeru, þótt engin mannleg hönd hafi sýnt þeim minnstu rækt árum saman. Mýrar og móar, sem þarna eru, gefa fyrirheit um að ekki skuli þeirra hlutur eftir liggja með afraksturinn, ef mennirnir vilja leggja til ofurlítið af orku sinni til hjálpar sér og óefað mætti minnast jarðhitans þarna, en hve mikils virði hann er í Krýsuvík brestur þekkingu um að dæma.
Það má því heita, að í augum vegfarandans. séu útþurrkaðar allar menjar þess, að þarna hafi verið mannabyggð. Þar sem bæirnir hafa staðið, sjást tóftarbrot hálf- og alfallin, og eru nú grasi vaxin. Aðeins kirkjan er eftir og sætir furðu, að hún skuli hafa staðið af sér alla storma eyðileggingarinnar. Að kirkjunni vík ég síðar.

Krýsuvík

Krýsuvík 1920.

Eins og kunnugt er, hefur einn maður af síðustu kynslóð Krýsuvíkurbyggðar aldrei yfirgefið þetta byggðarlag. Hann virðist hafa verið bundinn þessu byggðarlagi órjúfandi böndum tryggðar og vináttu. Þessi aldraði merkismaður heitir Magnús Ólafsson. Hann er nú — að mig minnir — 73 ára að aldri og hefur átt heima í Krýsuvík óslitið í 55 ár að undanteknum nokkrum vikum úr sumum þessum árum. Eftir að öll hús byggðarinnar voru fallin og rifin flutti hann sig í gömlu kirkjuna og hefur búið þar síðan, og má vel vera að sú sé orsökin, að kirkjan hefur ekki hlotið sömu örlög og önnur hús á þessum stað.
Þarna vorum við félagar þá komnir heim á hið forna höfðingjasetur Krýsuvík eftir röskan klukkustundar akstur frá Reykjavík, það sem áður var margra klukkustunda ferð.
Nei, það var engin lygi, að það væri búið að færa þessa sveit nær menningunni.
tJti fyrir kirkjudyrum sat hinn aldraði húsbóndi og tók, mjög vingjarnlega kveðju okkar ferðalanganna.
Ég fór að telja á fingrum mér hve mörg ár væru nú liðin síðan ég kom þarna síðast, síðan í febrúar 1896 (ég var þá á sextánda ári). Vildi þá útkoman verða nálægt fjörutíu og níu og hálft ár. Jú, það skeður nú margt á skemmri tíma. Mér varð hugsað til þessarar fyrri komu minnar samanborið við þessa komu mína á þennan stað. Nú var sólbjartur sumardagur, en þá hörku norðanbylur og snjór í hné eða meir. Ég strákhnokki með allan minn veraldarauð í strigapoka á bakinu og að auki rúma krónu í buddunni sem farareyri og gat naumast staðið uppréttur undir þeim ofurþunga. En hveraig voru nú ástæðurnar? Bezt að koma öllum þessum reikningum á hreint. Nú var ég þó létt klæddur með hendur í vösum, en annað setzt á bak mér engu léttara en pokinn í fyrri daga. Gamla konan Elli var nú
farin að gerast áleitin en frábitin öllum ástaratlotum og lagaskilnaði, og þó ekki um annað að gera en lúta valdi hennar — gömlu konunnar. Þegar öllu var á botninn hvolftvar þá líklega pokinn með tilheyrandi öllu viðkunnanlegri en slíkt konuríki. Að öllu þessu fljótlega athuguðu settist ég hjá gamla manninum við kirkjudyrnar og tók að spyrja hann spjörunum úr. Mér varð fljótt ljóst, að þarna var maður, sem vert var að kynnast og tala við, bráðgreindur maður og alúðlegur, sem þekkti sögu þessarar sveitar langt aftur í tímann eins og fingur sína. Það hefði vissulega verið gaman og gagnlegt að mega tala við Magnús í ró og næði og jafnvel ferðast með honum þarna um nágrennið. En tími okkar félaga var naumur og nokkuð áliðið dags.

Krýsuvíkurkirkja

Legsteinn Árna Gíslasonar – eftir brunann.

Ég labbaði um kirkjugarðinn með Magnúsi. Hann benti mér á leiði, sem hann sagði, að síðast hefði verið jarðað í. Austan undir kirkjugaflinum varð mér starsýnt á eitt leiði sökum þess að það var eina leiðið í kirkjugarðinum, sem á var lítilsháttar minnismerki.
Er það þó ekki annað en trégirðing komin að falli. Magnús sagði mér, að þarna væri jarðaður Árni sýslumaður Gíslason, en hann bjó í Krýsuvík um nokkurra ára skeið, sem kunnugt er, og var hann þar húsbóndi, er mig bar að garði, sem fyrr segir. Og nutum við, ég og félagar mínir, hinnar mestu gestrisni óg höfðingsskapar, sem Árni sýslumaður var kunnur fyrir á sinni tíð. Svona eru örlögin. Nú var ég allt í einu staddur við legstað míns forna gestgjafa og ég hörfaði skref aftur á bak. Þarna mátti ég ekki stíga með skó á fótum á jafn helgan stað og bæla græna grasið umhverfis leiðið hans, ef til vill raskaði ég með því grafarró hins mæta manns.
Ég bað Magnús að lofa okkur að sjá kirkjuna, sem nú er íbúðarhús hans, og var það auðsótt. Þarna var þá rúm hans við austurgafl framan verðan. Það var þá ekki annað en húsgaflinn, sem aðskildi höfðalagið og leiði hans forna húsbónda, Árna sýslumanns.

Krýsuvíkurkirkja

Uppbygging Krýsuvíkurkirkju 2020.

Það er ekkert ýkja langt frá veruleikanum, að þar hvíli húsbóndinn og þjónninn við sama höfðalagið, þótt annar sé lífs en hinn liðinn. Sjaldgæft er þetta, en Magnús hefur tekið ástfóstri við kirkju og kirkjugarðinn og allt annað í Krýsuvík.
Mér er í barnsminni, að ég heyrði talað um hinn stórbrotna búferlaflutning Árna sýslumanns austan frá Kirkjubæjarklaustri og til Krýsuvíkur. Hann var sýslumaður Skaftfellinga og bjó stórbúi á Kirkjubæjarklaustri. Það má nærri geta að slíkir búferlaflutningur á þeirri tíð var engum heiglum hent öll þessi vegalengd og allar þær stórár, og allt varð að flýtja á hestum (á klökkum) sundleggja hestana og ferja á smábát allan farangur yfir stórvötnin. Hvernig mundi nútímakynslóðinni geðjast að slíkum vinnubrögðum? Ég heyrði talað um, að sauðfé Árna sýslumanns hefði verið um 1200 talsins, er hann fluttist að Krýsuvík. Ef það væri satt, hafa eflaust ekki margir bændur á Íslandi verið fjárfleiri en hann á þeirri tíð. Árni sýslumaður var faðir hins vinssæla læknis Skúla, sem lengi var héraðslæknir í efri hluta Árnessýslu. En synir Skúla eru þeir Sigurður magister og ritstjóri og Árni húsgagnasmíðameistari í Reykjavík.
Mér er sagt, að nú sé Hafnarjarðarbær eigandi Krýsuvíkur. Er það vel farið, að það land lenti hjá því bæjarfélagi, úr því að íslenzka ríkið var ekki svo framtakssamt að eignast það. Það er sagt að Hafnfirðingar hafi í huga stór áform í Krýsuvík, enda eru þar margbrotnir ræktunarmöguleikar. Hafnfirðingar eru líka allra manna líklegastir til þess að bæta þessum eyðijörðum í Krýsuvík upp giftuleysi liðinna ára.
Ég get ekki lokið svo við þessar hugleiðingar mínar um Krýsuvík, að ég minnist ekki ofurlítið frekar á kirkjuna og kirkjugarðinn þar. Kirkjan þar og kirkjugarðurinn eru í mínum augum helgir dómar, og þessa helgudóma má með engu móti eyðileggja. Kirkjugarðinn verður að girða og breyta í fagran trjá- og skrúðgarð og vanda þar allt til
sem bezt. Kirkjuna verður að byggja að nýju í sama formi og hún er, og á sama stað. Kirkjan á sjálf víst ekki grænan eyri sér til endurbyggingar, en hvað munar íslenska ríkið um slíka smámuni.

Krýsuvíkurkirkja

Endurnýjuð Krýsuvíkurkirkja við Iðnskólann í Hafnarfirði.

Það er verið að reisa úr rústum gamlar kofarústir inn um alla afrétti og við skömmum liðnar kynslóðir fyrir trassaskap og vanrækslu í meðferð verðmæta – sem við köllum svo – hví skildum við þá á þessari mennta- og menningaröld fara að eyðileggja allar menjar um forna frægð Krýsuvíkur? Ég á vont með að trúa því, að noklkur Íslendingur nú á tímum væri svo auðvirðulega nískur að telja eftir nokkrar krónur til endurbyggingar á kirkjunni í Krýsuvík, þótt sú kirkja yrði aldrei notuð til messugjörða. Það er heldur vissulega ekki meining mín.

Krýsuvíkurkirkja

Ný Krýsuvíkurkirkja komin á sinn stað.

Að endingu þetta: Það verður líka að byggja sómasamlegt hús í Krýsuvík handa hinum aldraða Magnúsi Ólafssyni, ef hann æskir þess að fá að vera þar það sem eftir er lífdaganna, gamla manninum, sem sýnt hefur þessu plássi hina frábæru tryggð.
Ég þakka svo Magnúsi Ólafssyni fyrir vinarþel og kurteisi og ef til vill á ég eftir að hitta hann aftur í Krýsuvík, mér til ánægju og fróðleiks.“

Heimild:
-Heimilisblaðið, 25. árg. Reykjavík, okt.-nóv. 1945, Þórður Jónsson frá Eyrarbakka – Ferð til Krýsuvíkur, 10.-11. tbls, bls. 172-174 og 193.

Heimilsblaðið 1945

Heimilisblaðið 1945.

Sandgerði 1910

Árið 2018 gerðu Kanon arkitektar skýrslu um byggða- og húsakönnun í Sandgerði:

Sögubrot

Sandgerði

Skýrslan.

Í Landnámu er sagt frá því að Ingólfur Arnarson hafi numið Reykjanesskagann sem og Rosmhvalanesið allt.
Óvíst er hvenær byggð hófst í Sandgerði, en trúlega hefur það verið á fyrstu áratugum búsetu norrænna manna á Suðvesturlandi.
Árið 1886 skildu Miðnesingar sig frá öðrum byggðarkjörnum á nesinu og þá varð til Miðneshreppur sem náði frá Lambarifi við Garðskaga í norðri, meðfram strandlengjunni nánast að Garði og Leiru að austan og allt til Ósabotna við Hafnir að sunnan. Í desember 1990 varð Miðneshreppur svo að bæjarfélagi þegar Sandgerðisbær fékk kaupstaðarréttindi.
Öldum saman var stunduð sjósókn frá Sandgerði á opnum bátum, enda stutt í fengsæl mið. Sandgerði var upphaflega útvegsjörð og með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum þar sem fiskurinn í sjónum var bústofninn. Það er fyrst með tilkomu vélbátaútgerðar sem Sandgerði fer að byggjast upp sem þéttbýlisstaður, en frá þessari mikilvægu verstöð landsins hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð.
Árið 1901 varð Sandgerðisvík löggiltur verslunarstaður. Um það leyti voru nokkrir bæjarkjarnar á svæðinu, allir álíka stórir. Árið 1907 hófust framkvæmdir við bryggjustúf í Sandgerði á vegum Ísland-Færeyjar félagsins sem og tilraunir með vélbátaútgerð. Má rekja upphaf hafnarframkvæmda í Sandgerði til umsvifa þess félags, en félagið réð Matthías Þórðarson til þess að koma upp útgerðarstöð í Sandgerði.
Á svonefndum “Hamri” voru reistar miklar byggingar og þar fyrir framan byggð steinbryggja. Matthías fékk lánuð áhöldin sem notuð voru til byggingar steinbryggjunnar í Reykjavík. Verkfæri og efni í steinbryggjuna var flutt til Sandgerðis um áramótin 1907-1908 og timbrið skömmu síðar. Byggð var traust trébryggja á grandanum milli Hamarsins og lands. Guðmundur Einarsson steinsmiður hafði veg og vanda af hleðslu bryggjumannvirkjanna.
Útgerð þessa félags stóð ekki lengi, en mannvirkin sem reist höfðu verið nýttust síðar í útgerð sem aðrir stóðu fyrir.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfesti að Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður verði eitt sveitarfélag 30. apríl 2018.

Umhverfi
SandgerðiBúsetulandslag er meðfram ströndinni. Staðhættir á Rosmhvalanesi hafa leitt til byggðarmynsturs mótuðu af landbúnaði og útgerð. Byggðin þræðir víkur og voga meðfram ströndinni. Húsnæði var staðsett á hæðardrögum og lágsvæðin ræktuð í skjóli garða. Þéttbýli Sandgerðisbæjar einkennist af sandfjörum, skerjum og víkum og byggt er út frá bújörðunum sem nú hafa tengst saman, þ.e. Flankastaðir.
Ágangur sjávar hefur löngum valdið miklum usla í Miðneshreppi, eins og víðar á Reykjanesskaga. Dæmi eru um bæi sem hurfu einfaldlega smátt og smátt í sjó af völdum sjávarágangs.
Myndarlega hlaðna garða er víða að finna sem sumir voru t.d. notaðir til skjóls við kálgarða.
Í riti Þorsteins Jósepssonar og Steindórs Steindórssonar, Landið þitt Ísland segir m.a.: “Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes.
SandgerðiVíkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil.
Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er”… “Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða.
Upp af Lækjamótum og Hólahverfi eru Uppsalir. Suður af Oddstóft er gil eða melur, sem heitir Gulllág, líkast því að það sé farvegur eftir vatn og hafi runnið í sjó sunnan við Krókskot… .”
Saltfiskreitir voru víðs vegar um hreppinn, í öllum hverfum hans. Einn af þekktari reitunum var Gulllágin.
Í örnefnalýsingu fyrir Sandgerði er sagt frá því að Sandgerði hafi heitið Sáðgerði. Má og sjá merki akurlanda í landi jarðarinnar.”
SandgerðiÍ annarri örnefnalýsingu segir: “Í Sandgerðistúni útnorður frá Krókskoti suður af Sandgerðisbæ er stór hóll, grasi vaxinn, sem heitir Álfhóll. Álfhóll var talinn bústaður álfa og fullyrt var að þar hrektist aldrei hey. Á þessum hól eru rústir.
Í örnefnalýsingu fyrir Sandgerði er m.a. getið um kotin Krókskot, Landakot og Tjarnarkot. Nálægð við sjó, tjarnir og mólendi gefur bæjarumhverfinu sérkenni og margbreytileika. Trjágróður er ekki áberandi í bæjarlandinu, en víða má sjá tré í húsagörðum.

Þróun byggðar
SandgerðiUpphaf þorpsmyndunar í Sandgerði er rakið til ársins 1914 er Akurnesingarnir Haraldur Böðvarsson, Þórður Ásmundsson og Loftur Loftsson hófu útgerð þaðan. Á vetrarvertíð 1916 er talið að um eða yfir 40 bátar hafi stundað róðra frá Sandgerði á þeirra vegum. Stóð þessi útgerð í miklum blóma næstu fimmtán árin og með aukinni útgerð óx byggð í Sandgerði umfram aðra staði í sveitarfélaginu.
Árið 1915 voru umsvif útgerðar Haraldar Böðvarssonar orðin það mikil að hann taldi sig þurfa að útvega íbúðarhúsnæði á vertíð fyrir á annað hundrað sjómanna. Til viðbótar þessu var fjöldi starfsfólks í landi. Hann réðst því í húsbyggingar auk bryggjuframkvæmda og byggingu rafstöðvar í Sandgerði ásamt Lofti Lofssyni og var hún opnuð árið 1918. Rafstöðin, sem lýsti upp hús þeirra félaga, mun vera ein sú fyrsta sem byggð var á Suðurnesjum.
SandgerðiÞegar þeir Loftur og Haraldur keyptu jörðina Sandgerði árið 1916, voru þeir fyrst og fremst að tryggja sér aðstöðu fyrir útgerð, fiskvinnslu og verslun.

Sandgerði

Frá Sandgerði fyrrum.

Á þriðja áratug 20. aldar dróst útgerð Akurnesinganna mikið saman. Árið 1941 hætti Haraldur Böðvarsson rekstri í Sandgerði og seldi þeim félögum Sveini og Ólafi Jónssyni fyrirtæki sitt. Stofnuðu þeir hlutafélagið Miðnes. Allt fram til ársins 1946 var notast við bryggjurnar tvær sem byggðar voru snemma á 20. öld. Þá keypti Miðneshreppur bryggjurnar og voru þær endurbættar og stækkaðar. Árið 1974 var hafist handa við að loka höfninni fyrir úthafsöldu, með grjótgörðum og hafa stöðugar hafnarbætur átt sér stað síðustu áratugina.

Sandgerði

Húsnæðismál í Sandgerði báru þess ótvírætt vitni fram eftir 20. öld að þar var bær í hraðri uppbyggingu. Vandi var við að hýsa fjölda aðkomufólks sem kom á vertíð og margir úr þeim hópi settust að í Sandgerði. Byggingarfélag verkamanna í Sandgerði var stofnað árið 1947 og árið 1950 fékk félagið lóðir undir íbúðahús í Hjarðarholtstúninu. Gatan þar sem húsin voru reist fékk nafnið Túngata.
SandgerðiUm bæinn Sandgerði segir í sömu lýsingu: “Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta 19. aldar var byggt tiltölulega stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanu.

Sandgerði

Frá Sandgerði fyrrum.

Seint á fjórða áratug 20. aldar urðu mikil umskipti á aðstöðu til skólahalds í Miðneshreppi. Á árunum 1937 – 1938 var reist nýtt og myndarlegt skólahús í Sandgerði. Skólahúsið hefur verið stækkað nokkuð oft.
Kynding húsa var með mismunandi sniði í hinum ýmsu hverfum Miðneshrepps í upphafi 20. aldar. Mest fór það eftir því hvaða eldsneyti var nærtækt á hverjum stað. Kol voru mikilvæg til kyndingar um miðja 20. öld og var kolakynding ríkjandi fram yfir 1960. Kolageymslur voru við hvert hús í bænum. Þegar uppbygging þéttbýliskjarnans í Sandgerði var orðin skipulegri fjölgaði þeim húsum verulega sem höfðu olíukyndingu. Nýir orkugjafar til húshitunar komu svo til sögunnar þegar Hitaveita Suðurnesja hóf starfsemi sína.
Vitinn við Sandgerðishöfn var hækkaður um miðjan fimmta áratug 20. aldar, um tíu metra, í þá hæð sem hann er nú, sem er nítján metrar. Þegar byggðin stækkaði og lýsing húsa varð algengari fór lýsingin að trufla vitaljósið. Fyrir tilstuðlan sjómanna, sem skoruðu á Vitamálastofnun að hækka vitann, var það gert og lokið við hækkun í ársbyrjun 1946.
SandgerðiEin fyrsta umsvifamikla gatnagerðin í Sandgerði var gatan sem lá um Sandgerðistún og lögð var sumarið 1943. Lagning götunnar þótti það mikill þrældómur að hún fekk nafnið “Burma – braut” eftir þrælavinnu breskra hermanna í Burma á stríðsárunum. Nú eru þetta göturnar Brekkustígur og Tjarnargata sem eru innan könnunarsvæðisins.
Í núgildandi aðalskipulagi segir: “Þéttbýlið í Sandgerðisbæ hefur þróast upp af höfninni og markast nú af bænum Sandgerði í norðri og Býjarskeri í suðri.
Elsta byggðin í þéttbýlinu er frá 19. öld og í norðurhluta þéttbýlisins milli Brekkustígs og Austurgötu eru gömul hús sem mynda þar heildstæða götumynd sem vert er að vernda og styrkja.
Strandgatan er helsta umferðar- og athafnagata bæjarins og við hana norðanverða er miðsvæðið Varðan, sem hýsir bæjarskrifstofur og ýmiss konar þjónustu og almenningsgarð. Þar sem Strandgatan mætir Vitatorgi er nú þegar komin starfsemi sem snýr að ferðaþjónustu, s.s. listagallerí og veitingastaður.
Ný byggð hefur risið til austurs s.l. fjóra áratugi í Lækjamótum og Hólahverfi, sem enn er í byggingu”.

Heimild:
-Sandgerðisbær – byggða- og húsakönnun, Kanon arkitektar 2018.

Sandgerði

Sandgerði – byggða og húsakönnun.

Ölfus

Í Lingua Islandica – Íslensk tunga – Tímariti um íslenska og almenna málfræði árið 1963, skrifaði Baldur Jónsson grein um örnefnið „Ölfus“.

Islandica„ÖLFUS er sem kunnugt nafn á sveit í Árnessýslu, og mun það orð vera að öðru leyti óþekkt nema þá sem liður í samsettum nöfnum. Þetta einkennilega nafn, sem öldum saman hefir verið mönnum óskiljanlegt, verður aðalviðfangsefni þessarar ritgerðar.

En áður en farið verður að glíma við nafnið sjálft, er rétt að glöggva sig betur á því, hvað kallað er og kallað hefir verið Ölfus.

Þorvaldur Thoroddsen segir, að Ölfus takmarkist „að sunnan af sjó og Ölfusárósum, að vestan af Selvogsheiði, að norðan af fjallshlíðum Reykjanesfjallgarðs, að austan af Ölfusá, og nær nokkur hluti sveitarinnar upp með Ingólfsfjalli að austanverðu“.

Ölfus er m.ö.o. hið byggða undirlendi við Ölfusá að vestan (og norðan), og er fátítt, að með þessu nafni sé átt við annað en þetta nú á dögum. Þó kemur fyrir, að Ölfus er notað í merkingunni ‘Ölfushreppur’, en mestur hluti þess landsvæðis er fjöll og óbyggðir.

Í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 er ritgerð eftir Steinþór Sigurðsson og Skúla Skúlason, er nefnist „Austur yfir fjall“. Þar segir á bls. 101: „Þeim, sem líta yfir Ölfusið, sem svo er kallað venjulega, þ. e. byggðina að svo miklu leyti, sem þeir sjá hana, finnst sveitin ekki stór. Þeir athuga fæstir, að þeir hafa verið í Ölfusinu nær helming leiðarinnar úr Reykjavík og til Kamba.“ Síðan er lýst takmörkum Ölfussins, og er einnig þar átt við Ölfushrepp. En annars staðar í ritgerðinni er nafnið Ölfus notað um hið byggða undirlendi sérstaklega. Á bls. 100 er t. d. talað um „Grafningsfjöllin, sem lykja um Ölfusið að norðan“, og nokkru síðar er komizt svo að orði: „Nærlendinu, Ölfusinu sjálfu, verður ekki lýst hér, því að lýsing þess kemur í næsta kafla, og verður einnig miðuð við Kambabrún að mestu leyti. Því skal nú haldið áfram ferðinni niður í Ölfusið, um Kambana.“

Ölfus

Ölfus vestan Þingvallavatns (Ölfusvatns).

Þegar Hálfdan á Reykjum talar um kirkju að Úlfljótsvatni, bætir hann við innan sviga: „í þeim parti sveitarinnar, er Grafningur kallast“ (bls. 59). Og síðar segir hann: „Í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall [svo hér] liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Olvesið“ (bls. 72). Eftir þessu að dæma er það hið byggða undirlendi við Ölfusá, sem Hálfdani er tamt að kalla Ölfus. Þó getur hann notað það nafn um allt landsvæðið, Ölfus og Grafning, en þá var einnig hægt að tala um Ölfushrepp til að taka af tvímæli.

Ölfus

Ölfus sunnan Þingvallavatns (Ölfusvatns).

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, II (Kaupmannahöfn 1918—1921), 376, er notað nafnið Aulves sveit um Grafning og Ölfus. Þegar lokið er jarðatali í Grafningi, er komizt svo að orði: »,Hjer endast Grafníngur, en byrjar sjálft Ölves“ (bls. 389).

Af því, sem nú hefir verið rakið, mætti álykta, að Ölfus væri hið eldra nafn á Grafnings- og Ölfushreppum samanlögðum, en nafnið Grafningur síðar til komið til að auðkenna nyrðra hluta sveitarinnar.
Nú er vitað, að þessu hefir einmitt verið svo háttað. Ólafur Lárusson hefir sýnt fram á, að Grafningur varð ekki til sem byggðarnafn fyrr en um 1500 og getur ekki verið eldra en 1448. Það kemur fyrst fyrir í máldaga frá dögum Stefáns biskups Jónssonar (1491-1518). Ölfus hefir þá í fyrndinni náð yfir það svæði, sem nú deilist á tvær sveitir, Ölfus og Grafning. Allt það land, sem lá að Þingvallavatni (áður Ölfusvatni) að sunnan (og suðvestan), Soginu að vestan og framhaldi þess, Ölfusá, allt til sjávar, hefir verið í Ölfusi. Þetta verður auðvitað að hafa í huga, og það skiptir nokkru máli. En hinu má ekki gleyma, að Grafningur og Ölfus eru frá náttúrunnar hendi aðgreindar sveitir, og megin byggðarinnar er og hefir ávallt verið í Ölfusi. Nafnið Ölfus hlýtur því að hafa verið miklu oftar notað í sambandi við bæi og búendur í neðri byggðinni og þannig verið fastara tengt henni, þegar áður en efri byggðin fékk nafnið Grafningur. Og þetta hefir einmitt stuðlað að þeirri nafngift. Samkvæmt skýringu Olafs Lárussonar, sem er áreiðanlega rétt, hefir efri byggðin fengið nafn sitt af grafningi þeim eða skarði, sem nú heitir Grafningsháls, milli Bjarnarfells og Ingólfsfjalls, en um þennan grafning var alfaraleið á milli byggðarlaganna. Nafnið Grafningur gefur ranga hugmynd um landslag þeirrar sveitar, eins og Ólafur Lárusson tekur fram. Landslagsins vegna hefði því Grafnings-nafnið eins getað flust á neðri byggðina, en á því var engin hætta. Sú byggð hét Ölfus, skýrt afmörkuð á alla vegu, miklu mannfleiri og áhrifameiri en hin. Nafngiftin Grafningur er því runnin frá Ölfusingum. Þeir hafa talað um að fara „upp um Grafning“ eða „upp í Grafning“, og síðan hefir nafnið flust á byggðina fyrir ofan, sem þeir fundu, að var í rauninni annað byggðarlag en sveitin þeirra sunnan fjalla, Ölfusið.

Ölfus

Ölfus umhverfis Ölfusá.

Áður en lengra er haldið, þykir rétt að fara einnig nokkrum orðum um nöfnin Ölfusá — Sog og Ölfusvatn — Þingvallavatn. Því hefir oft verið haldið fram, að vatnsfallið Sog -(Ölfusá hafi áður fyrr heitið einu nafni, því sem nú hefir fengið myndina Ölfusá. Sbr. lýsingu Kálunds: „Nord for Ölves, langs Sog og Thíngvoldsoens sydvestlige bred, ligger den såkaldte Gravning (Grafníngr), et afsides og lidet besögt bygdelag, hvis beboere báde i deres personlige optræden og huslige indretning viser sig kun lidet pávirkede af omverdenen. Fra Olves adskilles Gravningen ved Ingolvsfell og fjældstr0gene, der forbinder dette fjæld med
Hengilen og dertil h0rende fjældheder“ (Uidrag, 1, 85). Fyrir því eru þó engar beinar heimildir; það hefir verið ráðið af mjög sterkum líkum, og hefir enginn mælt í móti, svo að ég viti. Enn fremur er líklegt, eins og Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Einar Arnórsson taka fram, að Sog sé eigi að síður mjög gamalt örnefni, en hafi í öndverðu verið bundið við sjálfan ós Þingvallavatns (Ölfusvatns) eða efsta spotta árinnar að Úlfljótsvatni, sem nú er kallaður Efra-Sog.

Nafnið Sog hefi ég hvorki fundið í íslenskum fornritum né Íslenzku fornbréfasafni (ekki heldur Þingvallavatn). Um Ölfusá gegnir öðru máli. Það nafn kemur alloft fyrir í fornritum, en eftir notkun
þess að dæma verður ekki afdráttarlaust fullyrt, að það hafi tekið til alls vatnsfallsins, Sogs og Ölfusár. Eðlilegast er þó að skilja svo, þegar sagt er frá landnámi Ingólfs (í Sturlubók), að hann „nam land milli Olfus ár ok Hvalfiardar fyrer vtann Bryniudals aa milli ok Avxar ar ok aull Nes vt“.J ] Í sömu átt bendir það, þegar talað er um Ingólfsfell fyrir vestan Ölfusá — í Íslendingabók og Landnámabók.

Ölfus

Ölfus – sveitarfélagið.

Þingvallavatn hét Ölfusvatn að fornu. Þegar haft er í huga, að Ölfus náði þá allt að vatninu, er eðlilegast að hugsa sér, að það dragi nafn af sveitinni og áin, sem setti henni takmörk að austan, hafi þá einnig verið nefnd einu nafni Ölfusá allt frá Ölfusvatni til sjávar.

Ljóst er, að efri hluti vatnsfallsins kemur lítt við sögur, og hefir verið miklu minni þörf fyrir nafn á ánni ofan Hvítár en neðan. Af því leiðir, að nafnið Ölfusá hefir smám saman einskorðazt við neðra hluta árinnar eins og Ölfus við neðra hluta sveitarinnar. Sogið fær þá sitt sérstaka nafn sennilega um líkt leyti og Grafningur. Er þá rofið samhengið milli Ölfuss og Ölfusár annars vegar og hins vegar Ölfusvatns, sem fær enda nafnið Þingvallavaln. Auðvitað getur eins vel verið, að vatnið hafi skipt um nafn fyrst, en Grafningur og Sog komið á eftir. Röðin skiptir í rauninni ekki máli fyrir skýringu Ölfitss-nafnsins.

Örnefnin Grafningur, Sog (sem árheiti) og Þingvallavatn eru varla mjög misaldra, en Grafningur er hið eina þeirra, sem unnt er að tímasetja nokkuð nákvæmlega, þ. e. frá h. u. b. 1500. Elzta dæmi, sem ég hefi rekist á, um Þingvallafrjvatn er úr Diskupa-annálurn, Jóns Egilssonar, sem skráðir eru 1605: „þá riðu þeir úr Grafnínginum upp eptir Þíngvallavatne til saungs og tíða.“]; Á Íslandsuppdrætti Þórðar biskups Þorlákssonar 1668 eru nöfnin Þingvallavatn (Thingualla watn), Grajningur (Grafnvigur), Ölfusá (Ölvesa) og Ölfus (Ölves). Á uppdrætti hans 1670 eru sömu nöfn, nema Ölfus vantar, en þar er að auki nafnið Sog milli Úlfljótsvatns og Álftavatns, svo að ljóst er, að það er árheiti. Er þetta elzta heimild, sem ég hefi um það.

Ölfus

Í Ölfusi.

Með nánari rannsókn mætti eflaust komast nær aldri nafnanna Sog og Þingvallavatn, en eins og málið horfir við nú, virðast þau vera frá 15. eða 16. öld.

Líklegt er, að menn hafi snemma tekið að skapa sér hugmyndir um uppruna og frummerkingu nafnsins Ölfus. Elsta áþreifanlegt dæmi þess, sem ég þekki, er frá byrjun 16. aldar. Í bréfi frá 1509, sem til er í frumriti, kemur fyrir rithátturinn auluersaa.

Ljóst er, að orðið er sett í samband við mannsnafnið Ölver, og verður slíkt allalgengt í bréfum og skjölum eftir þetta.

Vafalaust er það þó enn eldra að skilja Ölfus sem eignarfall af mannsnafninu Ölvir (þ. e. Ölvis). Um 1400 er fyrst farið að rita -is og síðar -es í stað eldra -us, -os í nafninu Ölfus, og hygg ég, að sú breyting sé eingöngu hljóðfræðilegs eðlis, eins og síðar verður gerð grein fyrir. En þar með hefir líka Ölfus fengið sama eða nokkurn veginn sama framburð og ef. af Ölvir, og getur varla hj á því farið, að menn hafi þegar á 15. öld tekið að skýra fyrir sér Ölfuss-naínið í samræmi við það. I Landnámuhandritinu AM 107 fol. (Sturlubók), skrifuðu af Jóni Erlendssyni í Villingaholti, kemur t. d. fyrir rithátturinn Aulvisaar og á sömu blaðsíðu í útgáfunni Aulvir, -er (mannsnafnið), Aulvis dottur, Aulvisstadir. Handritið er að vísu frá 17. öld, en það er eftirrit skinnhandrits, sem líklegast hefir verið frá l5. öld.

Ölfusvegir

Ölfusvegir.

Reynt hefir verið að færa rök fyrir því, að nafnið Ölfus standi upprunalega í sambandi við mannsnafnið Ölvir. Þar sem rætt er um niðja Ölvis barnakarls í ritgerð Guðbrands Vigfússonar, „Um tímatal í Íslendingasögum í fornöld“, kemst höfundur svo að orði: „Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt; getr vel verið, að svo hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru.“ Hér er bætt við í neðanmálsgrein: „Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Valdres), mun varla vera á Íslandi annað örnefni, sem er eins myndað. Eyríkr ölfus (ölfús?) hét maðr í Súrnadal (Sírudal) á Ogðum, nálægt Hvini.“

Í orðabók Guðbrands er engin skýring gefin á orðinu, en þar er það skrifað „Ölluss, n.“ og talið vera bæði viðurnefni og „the name of a county in Icel., id. (mod. Olves), whence Olfusingar, m. pl. the men jrom O.“

Hér skal ekki farið mörgum orðum um hugmyndir Guðbrands Vigfússonar. Eftirtektarvert er, að í þessum stuttu tilvitnunum hefir hann skrifað orðið á fjóra mismunandi vegu, Ölfus(ið), Ölves, Ölfuss, Ölves (sbr. einnig Ölfusingar). Það sýnir, hve framandi það er honum. Samlíkingin Ölves: Valdres er gagnslaus, því að orðmyndin Ölves er tiltölulega ung, endingin -es yngri en 1400, eins og áður var getið. Auk þess hefir enginn vitað, hvernig nafnið Valdres er myndað. Þegar Magnus Olsen gerði tilraun til að skýra það 1912, vissi hann ekki til þess, að neitt hefði áður birzt um það efni á prenti.

Ölfus

Ölfusölkelda.

Eftir daga Guðbrands Vigfússonar hefir sú kenning skotið upp kollinum oftar en einu sinni, að Ölfus standi í sambandi við mannsnafnið Ölvir (eða Ölver), en enginn fræðimaður mun nú trúaður á það.

Í Lýsingu Ölveshrepps 1703, er áður var getið, segir Hálfdan á Reykjum í upphafi máls síns, að „Aulfvus eður Ölveshreppur“ dragi nafn sitt af Álfi, „fyrsta landnámsmanni þess héraðs“.

Nokkru síðar segir höfundur (bls. 62): „Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum.“ Þessu fylgir engin nánari útskýring, en örnefnið Alfsós hefir minnt Hálfdan á Ölfus, og er hugmyndin af því sprottin, án þess að hann hafi gert sér nánari grein fyrir myndun orðsins.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Nærri tveimur öldum síðar reyndi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi að sýna fram á, að Ölfus væri Álf(s)ós. Brynjúlfur mun þó óháður Hálfdani á Reykjum og hefir ekki þekkt ritgerð hans, sem þá hafði ekki verið gefin út, enda segist hann ekki vita til þess, að neinn hafi reynt „að skýra nafnið Olfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum“.

– Skal nú vikið nánara að skýringu Brynjúlfs frá Minna-Núpi. Hún er, ásamt athugasemdum Bjarnar M. Ólsens, rækilegasta tilraun, sem enn hefir verið gerð, til að skýra nafnið Ölfus.

Sagt er frá því í Landnámabók, að Álfur hinn egðski, sem stökk fyrir Haraldi konungi til Íslands af Ögðum, hafi komið skipi sínu í ós þann, er við hann sé kenndur og heiti Álfsós. Hyggur Brynjúlfur, að þar sé átt við Ölfusárós og nafnið Ölfus sé einmitt Álf(s)ós. Hann telur, að Álfsós sé hið upphaflega nafn á vatnsfalli því, sem nú heitir Sog og Ölfusá, og hið forna nafn á Þingvallavatni, Ölfusvatn, sé af því dregið, Álfsóssvatn. Sem sveitarnafn hyggur hann Ölfus þannig til orðið, að sveitin hafi verið kennd „við ósinn, sem rann með henni endilangri“ og nefnd Álfsóss-sveit, -hérað, -hreppr eða þvílíku nafni, sem síðar hafi verið stytt, af því að „hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefndu svo sveitina blátt áfram „Ölfus“, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt“.

Ölfus

Ölkelda á Ölkelduhálsi.

Nafnið Álfsós hefir m. ö. o. aðeins breyst sem liður í samsettu orði, annars ekki. Þess vegna verður að gera ráð fyrir því, að sveitarnafnið hafi upphaflega verið lengra en það er nú. Þetta virðist nokkuð langsótt.

En Brynjúlfur varð að gera ráð fyrir þessu til að skýra það, að nafnið Alfsós er varðveitt í Landnámabók ásamt nöfnunum Ölfusá og Ölfusvaln, en Ölfus kemur ekki fyrir þar nema í þessum samsetningum. Brynjúlfur reynir að gera sér grein fyrir því, hvernig Álfsóss gat breyst í Ölfus og rekur það mál. Hann segir þó, að hann vilji ekki fullyrða, að breytingasaga orðsins hafi verið þannig, og telur sig skorta þekkingu á fornmálinu til að geta fullyrt nokkuð um það. En hann telur „víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, að orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Álfós ( = Álfsós)“.

Björn M. Olsen hljóp nú undir bagga með Brynjúlfi og belrumbætti „breytingasögu orðsins“. Hann er sammála Brynjúlfi „um það, að Ölfusið dragi nafn sitt af Álfsósi þeim, sem Landn. nefnir“ og enn fremur „að elsta nafn sveitarinnar hafi verið Alj(s)ósssveit (eða Alj(s)óssherað, Alf(s)ósshreppr)“. Til samanburðar nefnir hann, að Heklufell > Hekla, Auðkúluslaðir > Auðkúla o. fl. Skýring Brynjúlfs fær bezt staðizt í þeim efnum, sem hann taldi sig sérstaklega skorta þekkingu á. Hlj óðsögulega séð er ekkert því til fyrirstöðu, að Olfus sé < *Alfös. En sú orðmynd kemur ekki fyrir. Í Landnámabók er höfð eignarfallssamsetning, Álfs ós, en þá mynd vildi Brynjúlfur helzt skýra svo, að seinni afritarar hafi bætt 5-inu inn í. Hér er, að minni hyggju, farið aftan að hlutunum. Eignarfallssamsetningin er einmitt það, sem við mátti búast, og sú staðreynd, að Álfsós kemur fyrir í Landnámabók (ásamt nöfnunum Olfusá og Olfusvatn), bendir eindregið til þess, að það nafn hafi ekkert breytzt, hvorki í Álfós né Ölfus.

Ölfus

Ölfusketill.

Það er alþekkt fyrirbrigði, að landslags- eða náttúrunafn verður byggðarnafn (sbr. Grafnings-nafn), og eru fjölmörg dæmi þess á Íslandi um nöfn á vogum, víkum, fjörðum, ósum o. s. frv., t. d. Selvogur, Kópavogur, Grindavík, Aðalvík, Hornafjörður, Borgarfjörður, Blönduós, Hofsós, svo að fáein séu nefnd af handahófi. Það hefði því ekki verið óeðlilegt, ef nafnið á Ölfusárósi hefði færzt yfir á byggðina við ósinn.

Til dæmis um slíka þróun á Norðurlöndum utan Íslands má nefna Aarhusur ekki notfært sér með því að gera ráð fyrir því, að ósinn hafi heitið Alfsós, því að nafnið er að finna í Landnámabók og gat að hans hyggju ekki breylzt í Olfus nema sem liður í samsettu orði. Gefur hann þó enga skýringu á, hverju það sætir. Þess vegna verður hann að grípa til þess úrræðis, að sveitin hafi heitið Alf(s)ósssveit eða þ. u. l. En óhætt er að fullyrða, að fyrir því eru litlar eða engar líkur, að Olfus sé orðið til sem brot úr slíkri samsetningu. Engum mun detta í hug að halda því fram, að áðurtalin byggðarnöfn séu orðin til með þvílíkum hætti, t. d. Selvogur eða Borgarfjörður. Ölfus hefir greinilega verið til sem sjálfstætt orð, þegar samsettu nöfnin, Ölfusá og Ölfusvaln, voru mynduð.

Fleiri athugasemdir mætti gera við skýringu Brynjúlfs, t. d. um kynferði orðsins. En það, sem nú hefir verið sagt, ætti að nægja til að sýna, að hún er vægast sagt mjög hæpin. Þessari skýringu hefir þó verið haldið fram síðar.

Skal nú horfið að framlagi Finns Jónssonar til þessa máls. Hann telur, að sú skýring sé „efalaust með öllu röng“, að Ölfus sé „afbakað“ úr Alfsós. Hann sýnir helztu rithætti orðsins „í fornbókum og skj ölum“ og segir síðan: „Elsta myndin er Ölfoss-, þ. e. Öl-foss, um það getur enginn vafi verið.“ Telur hann, að nafnið sé „líklega dregið af fossi eða fossum í ánni og er nóg af þeim (í „Sogi“, er nú heitir svo, en áður hefur víst heitið „Ölfossá“), en „öl“ hygg jeg sje s. s. al-, stofninn í allur“. Finnur hugði, að Ölfossvatn væri stytt úr Ölfossárvatn. „Svo færðist nafnið yfir á hjeraðið og varð úr því Ölfoss — Ölfos (með einu s) og svo Ölfus, og varð hvorugkyns, af því að upphaf orðsins var fallið í gleymsku. Þessi skýríng á þessu orði er eins hæg eða hægari en hin skýringin úr Álfsós.“

Ölfus

Ölfustaumar.

Páll Eggert Ólafson hugsar sér, að af nöfnunum Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn sé Ölfusá elzt, en Ölfus hafi molnað út úr samsetningu og orðið að byggðarnafni. Eg hefi áður minnzt á, hve sennilegt það er. Þá mun það vera hrein ágizkun, að Ölfusvatn sé Ölfossárvaln, og er ekki fjarska líklegt, að sú breyting hafi átt sér stað fyrir daga Ara fróða. Frá merkingarlegu sjónarmiði er varla hægt að hugsa sér meiri öfugmæli en kenna Ölfusá við fossa. Hún er sérstaklega lygn, eins og kunnugt er. Að vísu bendir allt til þess, að Sogið hafi einnig heitið Ölfusá í öndverðu, en eins og áður var sýnt, var árheitið að langmestu leyti bundið við vatnsfallið neðan Hvítár, og virðist því fráleitt, að það eigi rætur að rekja til fossa uppi í Sogi. — Gerum samt ráð fyrir því, að sú tilgáta sé rétt, að Ölfusá sé kennd við marga fossa. Hvernig er þá nafnið myndað? Finnur gerir enga grein fyrir því. Líklegast hefir hann hugsað sér, að áin hafi í fyrstu verið nefnd alfossa. Verður þá að gera ráð fyrir lýsingarorði, sem ella er ókunnugt, og fleiri afbrigðum.

Matthías Þórðarson hefir einnig lagt orð í belg um uppruna nafnsins Ölfus,en það er mjög í sama anda og fyrrnefndar skýringar. Nafnið Ölfusá er að hans hyggju elzt í fjölskyldunni, allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, er hann dvaldist undir Ingólfsfelli, en Ölfus telur hann hafa losnað úr samsetningu, t. d. Ölfoss(ár)hérað eða Ölfosssveit. Skýringu Finns Jónssonar hafnar hann ekki algerlega, en virðist telja líklegra, að Ölfusá sé aðeins kennd við einn foss, er hafi heitið Ölfoss. Hann játar, að óvíst sé, við hvaða foss sé átt, en telur, að komið geti til mála, að strengur sá í Ölfusá, sem nú heitir Selfoss, hafi áður heitið Ölfoss, enda hafi nafnið Ölfusá (Ölfossá) ætíð haldizt á þessum hluta árinnar, en farið af hinum efra (Soginu). Hann telur m. a. s. nöfnin Ölfoss og Selfoss „allmikið lík“ og dettur í hug, að „hið síðara sé sprottið af misskilningi og afbökun á hinu fyrra. Nýgert öl er skolljóst að lit (sbr. nafnið hvítöl) og hefur jökulliturinn á vatninu í fossinum ráðið nafngjöfinni í fyrstu, er ölgerð var stunduð, en selurinn síðar, er menn tóku að verða hans mjög varir við fossinn, þegar hann var að elta þar laxinn“. Loks viðurkennir Matthías, að Ölfusvatn (Olfossvatn) sé helzti langt frá þessum fossi til að hljóta nafn sitt af honum, en það muni þá hafa verið kennt við ána og nefnt Ólfossárvatn í upphafi. — Skýringin hefir sem sé ýmsa sams konar annmarka og hinar fyrri, og verður að grípa til harðla ósennilegra ágizkana til að koma henni í höfn.

Ein skýringin — ef skýringu má kalla — er sú, að Ölfus merki ‘fjallver’, þ. e. víst ‘fjallaskjól’. Fyrri liður orðsins er þá talinn alp-, að því er virðist, og hugsað til Alpafjalla í því sambandi. Síðari liðurinn á að vera -ver, sbr. bæjarnafnið Hringver. — Skýringin er öll í miðaldastíl og hrein lokleysa.

Auk beinna skýringartilrauna hafa verið settar fram hugmyndir og tilgátur, sem vert er að gefa gaum.

Í orðabók Larssons er eitt dæmi um nafnið Ölfus. Það er úr AM 645 4to, stendur í þgf. og er skrifað avlfose.“ Í orðabókinni er gert ráð fyrir nefnifallsmyndinni aolfóss, og í skránni aftan við orðasafnið sést, að Larsson hefir talið orðið vera samsett aolf-óss og flokkar það (ásamt óss) undir karlkennda a-stofna (bls. 423). Þetta er auðvitað tilgáta Larssons. Hann gat ekki haft neina heimild fyrir því, að orðið hafi verið karlkyns eða haft -ss í nf., og um lengd síðara sérhljóðsins (o) hefir hann einnig orðið að geta sér til. Orðmyndin „aolfóss“ er því búin til í lok 19. aldar, en kemur ekki fyrir í elztu handritum. Enginn þeirra, sem reynt hafa að skýra nafnið, síðan bók Larssons kom út (1891), virðist hafa veitt hugmynd hans athygli.

Hér á eftir verður nú gerð ein tilraun enn til að varpa ljósi á uppruna nafnsins Ölfus.

Með því að athuga samsett örnefni má fá vitneskju um afstæðan aldur þeirra. Þetta ber að hafa í huga við skýringu orðsins Ölfus. Af merkingarlegum ástæðum er einnig nauðsynlegt að hafa hliðsjón af samsettu nöfnunum Ölfusá og Ölfusvatn. Af þeim eru svo mynduð önnur samsett nöfn, t. d. Ölfusárós, Ölfusvatnsfjöll, Ölfusvatnsá. Rétt er og að hafa í huga orðið Ölfusingur, sem er greinilega leitt af nafninu Ölfus.

Ölfus

Ölfus – áletranir á steini…

Það getur varla verið neitt vafamál, að Oljus er elzt þessara nafna; prentuð í Lögrjettu, 23. okt. 1918, síðan endurprentuð í frumútgáfu Nýals, 2. hefti, 1920.

Hér má nefna eitt dæmi til viðbótar. Í Hervarar sögu er sagt, að Starkaðr Aludrengr bjó við Álufossa. Þetta nafn vildi Birger Nerman lesa Alufossa og taldi það sama orð og Qljossa = Qljusá (Birger Nerman, „Alvastra“, Namn och bygd,l (1913—14), 98).
Sbr. Hans Kuhn, „Upphaf íslenzkra örnefna og bæjanafna“, Samtíð og saga, safnrit háskólafyrirlestra, V (Reykjavík 1951), 183—197; sami, „Vestfirzk örnefni“, Árbók Hins íslenzka fornleifajélags, 1949—50, 5—40, a. m. k. er eðlilegast að gera ráð fyrir því. Bendir allt til þess, að það sé mjög gamalt örnefni. Samsetningarnar Ölfusvatn og Ölfusá koma báðar fyrir í elztu ritum (Íslendingabók og Landnámabók) og verður ekki betur séð en Ölfus sé þá orðið óskiljanlegt orð.
Ef það hefir verið gegnsætt og auðskilið öllum í fyrstu, verður að ætla því nokkra áratugi a. m. k. til að breytast svo, að það verði öllum mönnum framandi. — Olíklegt er, að það hafi verið óþekktrar merkingar, er það varð örnefni á Íslandi. En ef svo hefir verið, kemur varla annað til greina en það sé fornt örnefni, sem flutzt hafi með landnemum. — Loks er hugsanlegt, að nafnið hafi í upphafi skilizt af sumum, en ekki öllum, en slíkar aðstæður voru tæpast fyrir hendi nema á landnámsöld. — Eg mun því hafa fyrir satt, að Ölfus sé eitt af elztu örnefnum á Íslandi, nokkurn veginn jafnaldri byggðarinnar í landinu.

Næstelzta handrit, sem varðveitir nafnið Ölfus, svo að mér sé kunnugt, er ÁM 310 4to, eitt af aðalhandritum Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason. Það er talið ritað af Norðmanni á síðara hluta 13. aldar eftir íslenzku forriti. Í þessu handriti er ritað hia Olvus vatni (bls. 128 í útg. Finns) og er í Olfosi (bls. 162). Eru þá talin dæmi, er ég þekki úr handritum, sem víst má telja eldri en 1300.

Orðið Ölfus kemur fyrir í Íslendingabók og Landnámabók, sem auðvitað eru eldri en AM 645 4to. En öll handrit þeirra eru yngri en 1300, og er því ekkert á þau að treysta í þessum efnum. Handrit Íslendingabókar {AM 113a og 113b fol.) eru m. a. s. frá miðri 17. öld, eins og kunnugt er, en um þau gegnir nokkuð sérstöku máli. Talið er, að þau séu eftirrit mjög gamals skinnhandrits, jafnvel frá því um eða fyrir 1200.

Ölfus

Í ofanverðu Ölfusi…

Finnur Jónsson sagði í skýringu sinni á orðinu Ölfus, að elzta mynd þess væri „Ölfoss-, þ. e. Öl-foss, um það getur enginn vafi verið í handritum frá 14. öld fram til 17. aldar virðist mér oftast skrifað au, en o er einnig algengt, ýmist ómerkt eða með merkjum, þverstriki eða lykkju yfir eða undir, o. fl. Eftir að sú hefð hefir einu sinni komizt á að skrifa au eða o í þessu orði, er henni gjarnan haldið áfram.

Í Þorsteins sögu Víkingssonar (1. kap. I er þessi frásögn: Grímr var inn mesti berserkr. Hann átti Alvöru, systur Álfs ins gamla. Hann réð fyrir því ríki, er liggr í milli á tveggja. Þær tóku nafn af honum, ok var kölluð elfr hvártveggi. Var sú kölluð Gautelfr, er fyrir sunnan var við land Gauta konungs ok skildi við Gautland. En sú var kölluð Raumelfr, er fyrir norðan var ok kennd var við Raum konung. Ríki þat var kallat Raumaríki. Þat váru kallaðir Álfheimar, er Álfr konungr réð fyrir, en þat fólk er allt álfakyns, er af honum er komit.

Í 10. kap. Sögubrots af fornkonungum er einnig sagt, að af Álfi gamla „tóku nöfn þær tvær meginár, er elfr heitir hvártveggi síðan“. Og áþekkar eða hliðstæðar frásagnir eru víða til í fornaldarsögum.

Það er ekki laust við, að þessar sagnir í öllum sínum ófullkomleik renni nokkurri stoð undir skýringuna á Álfheimar og Álfarheimr og þá um leið orðmyndina alfös. Þær sýna, að snemma á öldum var í hugum manna náið samband milli orðanna Alfr og elfr. Hér virðist vera um gamla og rótgróna hefð að ræða, svo oft er á þetta minnzt í fornaldarsögum. — Og það má mikið vera, ef hér er ekki komin skýringin á nafninu Álfsós í Landnámabók. Gæti það ekki verið til orðið sem eldgömul tilraun til að skýra fyrir sér orðmyndina alfðs n.? Álfsós er hvergi nefndur í fornritum nema í Landnámabók.

Ölfus

Í Ölfusborgum.

Hálfdan á Reykjum eykur við frásögn hennar, er hann segir, að Álfr hinn egðski hafi komið „skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum. Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun“. Hálfdan hefir þekkt einhverjar sagnir um það, að þarna væri Álfsós Landnámu, ef hér er þá ekki um eigin ályktun að ræða, en það virðist mér allt eins sennilegt. Í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns er óssins tvívegis getið. Í fyrra skiptið er talað um silungsveiðivon í Álfsós, er sumir nefni Alflarós, og því nafni einu er svo ósinn nefndur skömmu síðar (bls. 420). Gæti verið, að Álftarós hafi verið algengara nafnið, en Hálfdan á Reykjum viljað halda hinu fram. Þessi hluti Jarðabókar er skrifaður á Reykjum í Ölfusi 9. ág. 1708, ári eftir lát Hálfdanar. Nú munu þessi örnefni týnd.

Þessar hugleiðingar fæða af sér nýjar spurningar. Hvað líður nú Álfi landnámsmanni, er Landnáma telur Alfsós við kenndan? Sannleikurinn er sá, að sögnin um hann er mjög tortryggileg og ekkert líklegra en hún sé sprottin af örnefninu. Eru slíkar örnefnasögur kunnari á íslandi en frá þurfi að segja — og reyndar víðar. — Álfr er sagður barnlaus, föðurnafn er óþekkt og framætt öll, en viðurnefnið bendir til Agða, og þaðan er hann sagður hafa stokkið fyrir Haraldi konungi hárfagra. Hann er tengdur þannig við Ölfusinga, að Þorgrímr Grímólfsson, föðurfaðir Þórodds goða, er sagður vera bróðursonur Álfs og á að hafa komið út með honum til Íslands og tekið arf eftir hann. Ef sagan af Álfi er tilbúningur, hefir hann fengið viðurnefni, af því að föðurnafni var ekki til að dreifa, og nefndur hinn egðski, af því að Þorgrímr hefir verið talinn frá Ogðum. Á öðrum stað í Landnámu er maður nefndur Grímólfr af Ögðum, en hann er talinn vera sami maður og Grímólfr, faðir Þorgríms, eða m.ö.o. bróðirÁlfs.“

Ef Álfr hinn egðski er nú dæmdur úr leik og gert er ráð fyrir því, að nafnið Olfus sé ættað frá Suðaustur-Noregi eða Vestur-Svíþjóð, má þá ekki vænta þess, að Landnámabók greini frá innfiytjendum þaðan? Þess eru víst dæmi, en ekki í Árnessþingi. Mér hefir ekki tekizt að finna neitt í Landnámabók, er sérstaklega styðji skýringu mína á uppruna Ó//«sí-nafnsins. Ekki má þó Ieggja mikið upp úr því; svo tæmandi og traust heimild er Landnámabók ekki. „Landnámabækur veita litla fræðslu um uppruna landnámsmanna í Árnessþingi né heldur, hvar þeir dvöldust eða áttu heimkynni síðast, áður en þeir fóru til Íslands,“ segir Einar Arnórsson.

Einhverjum kann að þykja það langsótt, að Ölfusá hafi haft frummerkinguna ‘áróssá’. Það er þó ekki fráleitara en nafnið Aaroselven í Noregi (Rygh, Norske Gaardnavne, V (1909), 346). Annars geri ég ekki ráð fyrir, að Ölfusá hafi nokkurn tímann merkt ‘áróssá’. Ég hugsa mér, að Ölfus hafi verið orðið óskiljanlegt nafn, þegar heitið Ölfusá varð til.“

Annars verður að telja svolítið sérstakt í framangreindu samhengi að fornt örnefni skuli vitna um tiltekna heild fyrrum, sem nú virðist orðin samhverf…

Ölfus

Ferlirsfélagar við leitir að fronleifum í Ölfusi.

Heimild:
-Lingua Islandica – Íslensk tunga – Baldur Jónsson, Tímarit um íslenska og almenna málfræði, 4. árg., Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Félags íslenskra fræða, Reykjavík 1963, bls. 7-53.