Hér verður vitnað í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum og nágrenni. Hún var upphaflega skráð af Gísla á sjöunda áratugnum eftir Ástvaldi Þorkelssyni frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónssyni frá Hlíð, Magnúsi Guðjónssyni frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfssyni frá Eyðikoti. Einnig studdist hann við gömul landamerkjabréf.

Þorbjarnarstaðir og nágrenni – örnefni og minjar.
3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt þremur öldruðum mönnum, Gísla Guðjónssyni, Gústaf Brynjólfssyni og Jósef Guðjónssyni. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980. Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.
Hér fer á eftir lýsing Gísla með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.
“Þorbjarnarstaðir eru jörð í Hraununum svonefndu. Þeir tilheyrðu áður Álftaneshreppi, en eru nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar.
Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt. Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu. Frá bænum lágu traðir austur túnið og skiptu því í tvennt. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út í gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið. Frá norðurhlið bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið.

Þorbjarnastaðarétt.
Við Réttarhliðið er klettur, nefndur Sölvhóll. Þar voru söl þurrkuð. Sölvhóll er háhóllinn, sem réttin stendur norðan undir. Þegar búizt var við halastjörnunni 1910, vildi Þorkell Árnason á Þorbjarnarstöðum safna öllum Hraunamönnum upp á þennan hól, áður en jörðin færist, og láta þá mæta þar örlögum sínum. Sunnan í þessum hól voru Sölvhólsklettar. Þá kom lægð, sem nefnd var Sölvhólsstykki. Innst inni á stykkinu er lítill skúti. Vestar kom Háaklöpp, vestan við sprunguna, sem þarna er í klettunum. Þar sunnar komu Vonduhólar, klappir margsprungnar, sem lágu að nokkru inn í túnið.

Þorbjarnarstaðir – brunnur í Brunntjörn.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.“ Þessi örnefni kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við. Mosinn var sóttur út í Kapelluhraun (sjá síðar), sem er í annarri átt. Konur báru mosann heim í pokum eða jafnvel sátum. Hann var notaður í eldinn og einnig í einangrun, m.a. í Gerðishúsið, sem Guðjón Jónsson frá Setbergi reisti og enn stendur. Mosi var sóttur frá Lambhögum, Gerði, Þorbjarnarstöðum og Péturskoti. Heiman frá bæ lá Skógarstígur suður túnið fram í Skógarhlið á túngarðinum. Í suðurtúninu var lægð, sem nefnd var Dalurinn syðri. Kringum hann lá Flötin syðri, allt upp að traðargarðinum syðri. Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.
Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði.

Þorbjarnarstaðir – Lambúsgerði.
Er þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhúshliðið. Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.)
Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar. Í skrá Gísla segir, að þær séu út frá Mosaskarði. Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það.

Péturskot árið 2000.
Háatún nefndist nokkur hluti túnsins sunnan bæjarins og ofan, oftast þá nefnt Fagrivöllur. Kotið var í spaugi nefnt Hosiló, en það festist aldrei við sem örnefni. Austan við túnið var matjurtagarður. Þar eru nú sumarbústaðir. Þessi garður tilheyrði Litla-Lambhaga, en einnig var kálgarður í Péturskotstúni. Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólmana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörnunum. Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörinni sér enn djúpar skorir eftir bátskilina. Gísli Sigurðsson segir, að það muni vera þessi staður, sem í bréfi frá 1849 nefnist Brynjólfsskarð og var nyrzta mark landamerkja milli Þorbjarnarstaða og Straums. En þetta kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekkert við og þykir það óskiljanlegt, því að ekkert skarð er á þessum slóðum.

Péturshróf.
Annar stígur lá austur hólmana og nefndist Sporið. Segir Gísli, að það hafi legið af hólmunum um Litla-Stróka, sem hann nefnir svo, og þaðan upp á Stróka eða Stóra-Stróka að Litla-Lambhaga, sem í fyrstu nefndist Nýjakot. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans kannast ekki við nafnið Litli-Stróki og telja hæpið, að Stróki hafi verið kallaður Stóri-Stróki. – Þetta eru tangar, sem ganga í sjó fram, og standa smáklappir upp úr.

Lambhagaeyrarbyrgi.
Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess. Fram milli Stróka lá Ósinn eða Nýjakotsósinn, sem eiginlega var lækur. Mest bar á honum við útfall, og var þar í allmikið vatn.
Gísli segir, að í túninu hafi verið þessir matjurtagarðar: Geiragarður, Stórigarður og Hraungarður. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans muna ekki eftir kálgörðum í túninu, en garðar voru utan túns og m.a. einn við fjárhúsin við upphaf Ólafsgötu.
Syðst var Hjallatún. Gísli segir, að þar hafi í eina tíð staðið Hjallatúnsfjárhús, en heimildarmenn sr. Bjarna mótmæla því og segja, að tvö fjárhús hafi staðið undir Brunanum, en ekkert inni í túni. Úr Hjallatúni lá Hraunhornsstígur upp á Hraunhornið og suður á alfaraleið. Austan við bæinn var Nýjakotstjörn og suður úr henni Hlöðuvík.
Sjávargatan lá frá bæ norður á Stróka í Litla-Lambhagavör, sem einnig var nefnd Litla-Lambhagalending. Þar hjá var Litla-Lambhagahróf.

Litla-Lambhagavör.
Lambhagavík lá frá Stróka austur á Eyri. En Lambhagamenn nefndu svo Straumsvíkina sín megin. Um suðurhluta túnsins liggur nú vegur inn til álversins og einnig Reykjanesbrautin. Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.

Gerði og Gerðistjörn.
Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Lambhagatjarnarós rann fram úr Stóra-Lambhagatjörn til sjávar milli Stróka og (Stóra-)Lambhagagranda. Vestast á grandanum var klettur, er nefndist Laufahjalli. Austan við hann var Þorbjarnarstaðavör og Gerðisvör. Þar má enn sjá móta fyrir hleðslu af bátshrófi eða skipahrófinu.

Litli-Lambhagi – útihús.
Austar nokkuð var hraundrangur, nokkuð sprunginn að ofan, en gras á honum. Gísli Guðjónsson segir, að hann hafi alltaf verið nefndur Leikarahóll. (Í eldri skránni stendur Leikhóll). Krakkar hafa getað leikið sér þar, en einnig kann nafnið að stafa af því, að lömbin hafi leikið sér þar. Af vesturodda grandans lá garður um þvera Lambhagatjörn. Upp í Aukatún lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi. Aukatún var smátunga út frá Brunahrauninu. Það var grætt upp og notað sem túnblettur frá Stóra-Lambhaga. Túnið var greiðfært, en ekki slétt. Á því stóð hesthús. Nokkru fyrir innan fyrrnef

Eldhús við Litla-Lambhaga. Straumur fjær.
ndan Steinboga mátti sjá marka fyrir öðrum Steinboga. Á miðjum Stóra-Lambhagagranda stóð bærinn í Stóra-Lambhaga og stendur enn, þótt nú sé þar fjárhús með hlöðu. Austan bæjarins lá skerjagarður fram í víkina. Hann nefndist Kelatangi, en ekki er vitað, af hvaða Kela hann dregur nafn. Þar fyrir sunnan var Lambhagavör og upp af henni Lambhagahróf. Lambhagatúnið lá um grandann og Lambhagahólma, en milli þeirra voru Lambhagatjarnir. Í þeirri, sem næst var bænum, var brunnurinn, grafinn niður í leirinn, og frá honum Brunnstéttin, helluflórað upp til bæjar. Hér úti í tjörninni var lítið, upphlaðið byrgi, Tjarnarbyrgið. Stóra-Lambhagastígur lá um hólmana eða austur fyrir þá upp að Brunanum og norðan undir honum og vestur með og var þar nefndur Hallinn. Ef gest bar að garði, sem fór þessa. leið, var vanalega sagt, að gesturinn væri á Hallanum. Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn. Í skrá Gísla segir, að þarna hafi verið Vesturtúngarðshlið og þá komið á Litla-Lambhagastíg. Þetta nafn er hins vegar óþekkt, en gæti hugsanlega átt að vera Aukatúnshlið.

Lambhagi um 1970.
Austurtúngarðurinn lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á Brunann. Um Brunann lá einhlaðinn grjótgarður vestur á Hraunhornið,
Brunagarðurinn. Uppi á klettastallinum var Yrðlingabyrgið, sporöskjulaga og nokkuð hátt, með lágum dyrum. Um aldamótin síðustu hafði Guðjón Gíslason þarna yrðlinga í fóstri. Þarna er líka Fiskabyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús, og stóðu veggir þeirra til þessa. Sunnan við þau lá stígur upp frá túninu í hlið á austurtúngarðinum. Frá hliðinu lá stígur austur eftir hraunhrygg allháum. Var hann lagður hellum langt austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitið Ólafsstígur, en það er rangt. Ólafsstígur liggur upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-Lambhaga.

Lambhagi – stífla v/fiskeldis.
Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum voru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og áberandi af sjó. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Beinavíkurhlið, sem nefnt er í skrá Gísla, er óþekkt.
Fjárslóðin vestari liggur um Lambhagaeyrarkletta, og er stígur þessi heldur ógreiður. Miðja vegu í klettunum var Litlaeyri, vík. Í skrá Gísla Sigurðssonar segir, að upp af henni inni í hrauninu hafi verið Klettstjarnir, með fersku vatni. Þessu mótmælir Gísli Guðjónsson og segir, að þar hafi aðeins verið ein tjörn, sem hét Eyrartjörn. Þó kann að vera, að einhverjar smátjarnir hafi komið upp þarna um hásjávað.

Lambhagi fyrir 1960.
Víkin var einnig kölluð Litla-Sandvík. Nokkru utar var svo komið á Lambhagaeyri. Lá hún í sveig og var nokkuð stórgrýtt. Hingað rak mikið af sölvum, sem fé sótti mjög í. Gísli Sigurðsson segir, að eyrin hafi líka verið kölluð Stóra-Sandvík, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekkert við. Eyrin lá út að Lambhagaeyrarnefi, sem lá fyrir mynni Straumsvíkur. Lambhagaeyrartangar var nefið kallað ásamt Lambhagaeyrarrifi, sem lá beint á sjó út. Háasker var drangur út frá eyrinni, en milli hans og eyrar var Músarsund. Eyrin var allbreið, og hallaði inn af henni. Þar var Lambhagaeyrarflöt og í henni matjurtagarður. Niður frá flötinni var Lambhagaeyrartjörn. Í henni gætti flóðs og fjöru. Þó var þarna ferskt vatn. Vestan við tjörnina var Lambhagaeyrarskjól og þar við Lambahageyrarbyrgi. Sunnan við tjörnina eru Skotbyrgin, Skotbyrgið eystra og Skotbyrgið vestra. Hér upp af ganga geilar og bugður og nefnast Katlar. Af eyrinni liggur fjárslóðin eystri inn eftir Eyrarklettum.

Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.
Út af þeim var klettur, nefndur Einbúi. Slóðin lá allt inn í Þórðarvík, en þar voru mörk milli Þorbjarnarstaða og Hvaleyrar. Hér kemur niður stígur, er sameinast alfaraleiðinni austan og ofan við Gjögur. Sveinn í Eyðikoti, fóstri Gústafs Brynjólfssonar, kallaði hann Lambhagastíg. (Gísli Sigurðsson kallar hann ranglega Ólafsstíg.) Hér út frá Þórðarvík er Þórðarvíkurþari. Gísli Sigurðsson segir, að Hraunavík heiti hér fram undan austan frá Hvaleyrarhöfða vestur að Óttarsstaðatöngum en heimildarmenn sr. Bjarna þekkja hvorki nöfnin Hraunavík né Óttarsstaðatanga. Þó gætu þessir tangar verið nefndir Óttarsstaðatangar frá öðrum bæjum en Óttarsstöðum.

Í fornleifaskráningum hefur Alfaraleiðin millum Þorbjarnarstaða og Gerðis ekki verið skráð (einungis sögð “óljós”).
Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni. Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.

Alfaraleiðin – Stóravarða við leiðina; einnig landamerki Lambhaga og Hvaleyrar neðan Leynis.
Síðan liggur leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.
Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.

Gerðisstígur (Hellnastígur) um Selhraun.
Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar. Rauðimelur var einnig nefndur
Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri
eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.

Rauðamelsrétt (Vorrétt).
Skammt suður þaðan í Brúnabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.

Hrauntunguskjól.
Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir.

Brundtorfuhellir.
Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.” En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.

Kolbeinshæðarskjól.
Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun. Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur.

Gjásel. Í örnefnaslýsingunni er því lýst sem Fornasel.
Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir. Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina.

Hafurbjarnarholt – varða.
Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.

Gránuskúti í Gjáseli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum. Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd.

Tobbuklettavarða eystri.
Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða, stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.
Suðvestan Þorbjarnarstaðatúns er Miðmundahæð, eyktamark frá Þorbjarnarstöðum. Þar er stór varða. Enn standa margir túngarðar og veggir óhaggaðir í Hraununum. Eru þeir hlaðnir af Guðmundi Sveinssyni frá Óttarsstöðum, sem var mikill hleðslumaður. M. a. hlóð hann eldhús á Óttarsstöðum upp úr aldamótum, sömuleiðis skemmu í Stóra-Lambhaga, og standa þau enn óhögguð. Athugasemd: Sr. Bjarni kannast ekki við Fremri-Flár. Á þessum stað virðist lýsingin ekki í fullu samræmi við lýsingu Straums, en enginn núlifandi maður treystir sér til að leiðrétta þetta misræmi.” – Örnefnastofnun, 11. nóv. 1980; Sigríður Jóhannsdóttir [sign.]
Heimild:
-Örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum með athugasemdum.

Alfaraleiðin- varða.
Smiðjur
Smiðja í Árbæjarsafni.
Járnið unnu fornmenn sjálfir úr mýrarmálmi, og var nefnt rauði og rauðablástr. Dró Rauða-Björn nafn sitt af því, að hann blés fyrstur mann rauða á Íslandi. Skallagrímur var og járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrum. Lét hann gera smiðju með sjónum langa leið frá Borg, þar sem heitir Raufarnes, og þótti honum skógar þar eigi fjarri til eldilviðar. En hann fékk þar engan stein svo harðan eða sléttan, að honum þætti gott að lýja járn við. Fór hann þá til og kafaði eftir steini miklum, er hann setti niður fyrir smiðjudyrum og hafði fyrir rekstein.
Raufarnes – smiðjusteinn Egils. Í Raufarnesi hafði Skallagrímur smiðju og sagt er að hann hafi sjálfur kafað eftir steini niður á hafsbotn, sem heppilegur væri til að lýja á járn, þ.e. berja óhreinindi úr járninu. Raufarnes heitir nú Rauðanes. Niðri í fjöru neðan við bæina Rauðanes I og Rauðanes II má sjá þennan stein en sagan segir að þetta sé steinn Skallagríms. (Bíllyklarnir ofan á steininum eru stærðarviðmiðun. Steinninn er þó alls ekki allur sýnilegur því hann er hálfgrafinn í fjörusandinn.) Í Egils sögu segir að á ritunartíma hafi þurft fjóra menn til að bifa steininum. Væri spennandi að vita hvernig nútíma kraftakarlar stæðu sig í að lyfta þessum steini!
Þegar Egils saga Skallagrímssonar var færð í letur löngu-löngu eftir hans dag, lá steinninn þar enn og mikið sindur hjá, og sá á steininum að hann var barður ofan. Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum var og járngerðarmaður mikill og smiður. Hann lét gera kirkju á bæ sínum og brú heiman frá bænum, og var hún ger með hagleik miklum. Utan á brúnni undir ásunum, er héldu henni uppi, voru gerðir hringar og dynbjöllur, svo að heyrði yfir til Skarfsstaða, hálfa viku sjávar, ef gengið var um brúna. Hafði Þorsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð. Grettir var hjá honum einn vetur í Ljárskógum og setti Þorsteinn hann til að drepa járn, og þótti hann atgangsmikill, en nennti misjafnt. Við gröft og túnasléttun á síðari árum (1883-84) hafa menn komið ofan á leifarnar af rauðanlásturssmiðju Þorsteins Kuggasonar, að því er ætla má.
Í túninu í Ljárskógum, nál. 30-40 fðm. frá bænum, varð fyrir einkennileg tóft, 20 fet á lengd og 10 á breidd að innanmáli. Í öðrum enda var hlaðinn þverveggur úr stóru grjóti, og myndaðist við það lítið afhús bogadregið fyrir gafl.
Uppgröftur að Skógum – ummerki eftir járnvinnslu.
Gegnum þvervegginn lá steinlögð renna, kjölmynduð í botninn, og voru steinarnir vel lagðir og felldir þétt saman. Fyrir innan rennuna í afhúsinu lá hellusteinn mikill eggsléttur að ofan, en fyrir utan rennuna í aðalhúsinu var þró ofan í gólfið.
Lítur helst út fyrir, að hin svonefnda afhús hafi aðeins verið steinhlaðinn ofan til rauðabræðslu, og hefir þá hið brædda járn runnið úr ofninum eftir rennunni og niður í þróna í aðalhúsinu.
Mýrarrauði – járn.
Var bæði hellusteinninn og grjótið í rennunni mjög eldleikið og eins kamparnir á milliveggnum. Tóftin var öll full af kolaösku og gjalli, en rétt hjá henni var all-stór hóll, er reyndist tóm aska og gjall, þegar grafið var í hann. Ber þetta allt hvað með öðru órækan vott um, að hér hefir verið járngerð mikil og rauðablástur. Smiðjuleifar frá fornöld hafa víða fundist, enda mun hafa verið smiðja svo að segja á hverjum bæ, því fornmenn smíðuðu sjálfir allt járn til heimilsþarfa. Voru sumir þjóðhagir bæði á tré og járn og orðlagðir fyrir smíðar sínar, eins og t.d. Gísli Súrsson.”
Fornleifauppgröftur að Gröf – ummerki eftir járnvinnslu.
Í örnefnaslýsingu fyrir Herdísarvík segir t.d.: “Á lágum hól nær vatninu voru þessi hús: Smiðja, hjallur og austur af þeim var pakkhús.”
Á Reykjanesi má víða sjá smiðjur á “óhefðbundnum” stöðum, s.s. í helli undir Hellunni á Sveifluhálsi þar sem Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir vann við járnsmíðar um tíma. Í verstöðvum voru smiðjur og má m.a. sjá þess merki í “Smiðjunni” á Selatöngum, en hún var í skúta skammt norðan við austustu sjóbúðina þar. Sjórinn hefur kastað grjóti fyrir opið, en undir því á t.a.m. að vera bollasteinn þar sem hamrað járnið var kælt.
Mýrarrauði.
Líklegt má telja að rauðablástur (sjá aðra fróðleikslýsingu) hafi verið unninn í sérstökum ofnum, aðskildum frá sjálfri smiðjunni. Á Reykjanesi er líklegt að slíkir ofnar hafi verið fáir þar sem lítið hefur verið um mýrarrauða. Hafa þeir helst verið þar sem hægt var að reisa upp sæmilega stórar hraunhellur eða hlaða ofn úr grjóti á láglendi nálægt eldiviðaraðdrætti og kolagerð. Ekki er mörgum slíkum stöðum til að dreifa, en þeir hafa þó verið til.Úr “Gullöld Íslendinga” – menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni – alþýðufyrirlestrar með myndum eftir Jón Jónsson, Reykjavík 1906.
Smiðjuhellir undir Hellunni.
Þorbjarnarstaðir – örnefni
Hér verður vitnað í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum og nágrenni. Hún var upphaflega skráð af Gísla á sjöunda áratugnum eftir Ástvaldi Þorkelssyni frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónssyni frá Hlíð, Magnúsi Guðjónssyni frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfssyni frá Eyðikoti. Einnig studdist hann við gömul landamerkjabréf.
Þorbjarnarstaðir og nágrenni – örnefni og minjar.
3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt þremur öldruðum mönnum, Gísla Guðjónssyni, Gústaf Brynjólfssyni og Jósef Guðjónssyni. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980. Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.
Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.
Hér fer á eftir lýsing Gísla með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.
“Þorbjarnarstaðir eru jörð í Hraununum svonefndu. Þeir tilheyrðu áður Álftaneshreppi, en eru nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar.
Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt. Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu. Frá bænum lágu traðir austur túnið og skiptu því í tvennt. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út í gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið. Frá norðurhlið bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið.
Þorbjarnastaðarétt.
Við Réttarhliðið er klettur, nefndur Sölvhóll. Þar voru söl þurrkuð. Sölvhóll er háhóllinn, sem réttin stendur norðan undir. Þegar búizt var við halastjörnunni 1910, vildi Þorkell Árnason á Þorbjarnarstöðum safna öllum Hraunamönnum upp á þennan hól, áður en jörðin færist, og láta þá mæta þar örlögum sínum. Sunnan í þessum hól voru Sölvhólsklettar. Þá kom lægð, sem nefnd var Sölvhólsstykki. Innst inni á stykkinu er lítill skúti. Vestar kom Háaklöpp, vestan við sprunguna, sem þarna er í klettunum. Þar sunnar komu Vonduhólar, klappir margsprungnar, sem lágu að nokkru inn í túnið.
Þorbjarnarstaðir – brunnur í Brunntjörn.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.“ Þessi örnefni kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við. Mosinn var sóttur út í Kapelluhraun (sjá síðar), sem er í annarri átt. Konur báru mosann heim í pokum eða jafnvel sátum. Hann var notaður í eldinn og einnig í einangrun, m.a. í Gerðishúsið, sem Guðjón Jónsson frá Setbergi reisti og enn stendur. Mosi var sóttur frá Lambhögum, Gerði, Þorbjarnarstöðum og Péturskoti. Heiman frá bæ lá Skógarstígur suður túnið fram í Skógarhlið á túngarðinum. Í suðurtúninu var lægð, sem nefnd var Dalurinn syðri. Kringum hann lá Flötin syðri, allt upp að traðargarðinum syðri. Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.
Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði.
Þorbjarnarstaðir – Lambúsgerði.
Er þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhúshliðið. Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.)
Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar. Í skrá Gísla segir, að þær séu út frá Mosaskarði. Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það.
Péturskot árið 2000.
Háatún nefndist nokkur hluti túnsins sunnan bæjarins og ofan, oftast þá nefnt Fagrivöllur. Kotið var í spaugi nefnt Hosiló, en það festist aldrei við sem örnefni. Austan við túnið var matjurtagarður. Þar eru nú sumarbústaðir. Þessi garður tilheyrði Litla-Lambhaga, en einnig var kálgarður í Péturskotstúni. Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólmana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörnunum. Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörinni sér enn djúpar skorir eftir bátskilina. Gísli Sigurðsson segir, að það muni vera þessi staður, sem í bréfi frá 1849 nefnist Brynjólfsskarð og var nyrzta mark landamerkja milli Þorbjarnarstaða og Straums. En þetta kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekkert við og þykir það óskiljanlegt, því að ekkert skarð er á þessum slóðum.
Péturshróf.
Annar stígur lá austur hólmana og nefndist Sporið. Segir Gísli, að það hafi legið af hólmunum um Litla-Stróka, sem hann nefnir svo, og þaðan upp á Stróka eða Stóra-Stróka að Litla-Lambhaga, sem í fyrstu nefndist Nýjakot. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans kannast ekki við nafnið Litli-Stróki og telja hæpið, að Stróki hafi verið kallaður Stóri-Stróki. – Þetta eru tangar, sem ganga í sjó fram, og standa smáklappir upp úr.
Lambhagaeyrarbyrgi.
Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess. Fram milli Stróka lá Ósinn eða Nýjakotsósinn, sem eiginlega var lækur. Mest bar á honum við útfall, og var þar í allmikið vatn.
Gísli segir, að í túninu hafi verið þessir matjurtagarðar: Geiragarður, Stórigarður og Hraungarður. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans muna ekki eftir kálgörðum í túninu, en garðar voru utan túns og m.a. einn við fjárhúsin við upphaf Ólafsgötu.
Syðst var Hjallatún. Gísli segir, að þar hafi í eina tíð staðið Hjallatúnsfjárhús, en heimildarmenn sr. Bjarna mótmæla því og segja, að tvö fjárhús hafi staðið undir Brunanum, en ekkert inni í túni. Úr Hjallatúni lá Hraunhornsstígur upp á Hraunhornið og suður á alfaraleið. Austan við bæinn var Nýjakotstjörn og suður úr henni Hlöðuvík.
Sjávargatan lá frá bæ norður á Stróka í Litla-Lambhagavör, sem einnig var nefnd Litla-Lambhagalending. Þar hjá var Litla-Lambhagahróf.
Litla-Lambhagavör.
Lambhagavík lá frá Stróka austur á Eyri. En Lambhagamenn nefndu svo Straumsvíkina sín megin. Um suðurhluta túnsins liggur nú vegur inn til álversins og einnig Reykjanesbrautin. Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.
Gerði og Gerðistjörn.
Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Lambhagatjarnarós rann fram úr Stóra-Lambhagatjörn til sjávar milli Stróka og (Stóra-)Lambhagagranda. Vestast á grandanum var klettur, er nefndist Laufahjalli. Austan við hann var Þorbjarnarstaðavör og Gerðisvör. Þar má enn sjá móta fyrir hleðslu af bátshrófi eða skipahrófinu.
Litli-Lambhagi – útihús.
Austar nokkuð var hraundrangur, nokkuð sprunginn að ofan, en gras á honum. Gísli Guðjónsson segir, að hann hafi alltaf verið nefndur Leikarahóll. (Í eldri skránni stendur Leikhóll). Krakkar hafa getað leikið sér þar, en einnig kann nafnið að stafa af því, að lömbin hafi leikið sér þar. Af vesturodda grandans lá garður um þvera Lambhagatjörn. Upp í Aukatún lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi. Aukatún var smátunga út frá Brunahrauninu. Það var grætt upp og notað sem túnblettur frá Stóra-Lambhaga. Túnið var greiðfært, en ekki slétt. Á því stóð hesthús. Nokkru fyrir innan fyrrnef
Eldhús við Litla-Lambhaga. Straumur fjær.
ndan Steinboga mátti sjá marka fyrir öðrum Steinboga. Á miðjum Stóra-Lambhagagranda stóð bærinn í Stóra-Lambhaga og stendur enn, þótt nú sé þar fjárhús með hlöðu. Austan bæjarins lá skerjagarður fram í víkina. Hann nefndist Kelatangi, en ekki er vitað, af hvaða Kela hann dregur nafn. Þar fyrir sunnan var Lambhagavör og upp af henni Lambhagahróf. Lambhagatúnið lá um grandann og Lambhagahólma, en milli þeirra voru Lambhagatjarnir. Í þeirri, sem næst var bænum, var brunnurinn, grafinn niður í leirinn, og frá honum Brunnstéttin, helluflórað upp til bæjar. Hér úti í tjörninni var lítið, upphlaðið byrgi, Tjarnarbyrgið. Stóra-Lambhagastígur lá um hólmana eða austur fyrir þá upp að Brunanum og norðan undir honum og vestur með og var þar nefndur Hallinn. Ef gest bar að garði, sem fór þessa. leið, var vanalega sagt, að gesturinn væri á Hallanum. Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn. Í skrá Gísla segir, að þarna hafi verið Vesturtúngarðshlið og þá komið á Litla-Lambhagastíg. Þetta nafn er hins vegar óþekkt, en gæti hugsanlega átt að vera Aukatúnshlið.
Lambhagi um 1970.
Austurtúngarðurinn lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á Brunann. Um Brunann lá einhlaðinn grjótgarður vestur á Hraunhornið,
Brunagarðurinn. Uppi á klettastallinum var Yrðlingabyrgið, sporöskjulaga og nokkuð hátt, með lágum dyrum. Um aldamótin síðustu hafði Guðjón Gíslason þarna yrðlinga í fóstri. Þarna er líka Fiskabyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús, og stóðu veggir þeirra til þessa. Sunnan við þau lá stígur upp frá túninu í hlið á austurtúngarðinum. Frá hliðinu lá stígur austur eftir hraunhrygg allháum. Var hann lagður hellum langt austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitið Ólafsstígur, en það er rangt. Ólafsstígur liggur upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-Lambhaga.
Lambhagi – stífla v/fiskeldis.
Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum voru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og áberandi af sjó. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Beinavíkurhlið, sem nefnt er í skrá Gísla, er óþekkt.
Fjárslóðin vestari liggur um Lambhagaeyrarkletta, og er stígur þessi heldur ógreiður. Miðja vegu í klettunum var Litlaeyri, vík. Í skrá Gísla Sigurðssonar segir, að upp af henni inni í hrauninu hafi verið Klettstjarnir, með fersku vatni. Þessu mótmælir Gísli Guðjónsson og segir, að þar hafi aðeins verið ein tjörn, sem hét Eyrartjörn. Þó kann að vera, að einhverjar smátjarnir hafi komið upp þarna um hásjávað.
Lambhagi fyrir 1960.
Víkin var einnig kölluð Litla-Sandvík. Nokkru utar var svo komið á Lambhagaeyri. Lá hún í sveig og var nokkuð stórgrýtt. Hingað rak mikið af sölvum, sem fé sótti mjög í. Gísli Sigurðsson segir, að eyrin hafi líka verið kölluð Stóra-Sandvík, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekkert við. Eyrin lá út að Lambhagaeyrarnefi, sem lá fyrir mynni Straumsvíkur. Lambhagaeyrartangar var nefið kallað ásamt Lambhagaeyrarrifi, sem lá beint á sjó út. Háasker var drangur út frá eyrinni, en milli hans og eyrar var Músarsund. Eyrin var allbreið, og hallaði inn af henni. Þar var Lambhagaeyrarflöt og í henni matjurtagarður. Niður frá flötinni var Lambhagaeyrartjörn. Í henni gætti flóðs og fjöru. Þó var þarna ferskt vatn. Vestan við tjörnina var Lambhagaeyrarskjól og þar við Lambahageyrarbyrgi. Sunnan við tjörnina eru Skotbyrgin, Skotbyrgið eystra og Skotbyrgið vestra. Hér upp af ganga geilar og bugður og nefnast Katlar. Af eyrinni liggur fjárslóðin eystri inn eftir Eyrarklettum.
Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.
Út af þeim var klettur, nefndur Einbúi. Slóðin lá allt inn í Þórðarvík, en þar voru mörk milli Þorbjarnarstaða og Hvaleyrar. Hér kemur niður stígur, er sameinast alfaraleiðinni austan og ofan við Gjögur. Sveinn í Eyðikoti, fóstri Gústafs Brynjólfssonar, kallaði hann Lambhagastíg. (Gísli Sigurðsson kallar hann ranglega Ólafsstíg.) Hér út frá Þórðarvík er Þórðarvíkurþari. Gísli Sigurðsson segir, að Hraunavík heiti hér fram undan austan frá Hvaleyrarhöfða vestur að Óttarsstaðatöngum en heimildarmenn sr. Bjarna þekkja hvorki nöfnin Hraunavík né Óttarsstaðatanga. Þó gætu þessir tangar verið nefndir Óttarsstaðatangar frá öðrum bæjum en Óttarsstöðum.
Í fornleifaskráningum hefur Alfaraleiðin millum Þorbjarnarstaða og Gerðis ekki verið skráð (einungis sögð “óljós”).
Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni. Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.
Alfaraleiðin – Stóravarða við leiðina; einnig landamerki Lambhaga og Hvaleyrar neðan Leynis.
Síðan liggur leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.
Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.
Gerðisstígur (Hellnastígur) um Selhraun.
Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar. Rauðimelur var einnig nefndur
Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri
eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.
Rauðamelsrétt (Vorrétt).
Skammt suður þaðan í Brúnabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.
Hrauntunguskjól.
Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir.
Brundtorfuhellir.
Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.” En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.
Kolbeinshæðarskjól.
Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun. Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur.
Gjásel. Í örnefnaslýsingunni er því lýst sem Fornasel.
Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir. Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina.
Hafurbjarnarholt – varða.
Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.
Gránuskúti í Gjáseli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum. Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd.
Tobbuklettavarða eystri.
Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða, stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.
Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.
Suðvestan Þorbjarnarstaðatúns er Miðmundahæð, eyktamark frá Þorbjarnarstöðum. Þar er stór varða. Enn standa margir túngarðar og veggir óhaggaðir í Hraununum. Eru þeir hlaðnir af Guðmundi Sveinssyni frá Óttarsstöðum, sem var mikill hleðslumaður. M. a. hlóð hann eldhús á Óttarsstöðum upp úr aldamótum, sömuleiðis skemmu í Stóra-Lambhaga, og standa þau enn óhögguð. Athugasemd: Sr. Bjarni kannast ekki við Fremri-Flár. Á þessum stað virðist lýsingin ekki í fullu samræmi við lýsingu Straums, en enginn núlifandi maður treystir sér til að leiðrétta þetta misræmi.” – Örnefnastofnun, 11. nóv. 1980; Sigríður Jóhannsdóttir [sign.]
Heimild:
-Örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum með athugasemdum.
Alfaraleiðin- varða.
Mannvirki, mannskapur, mannlíf og verklag í seljum
Selstöðvar voru tímabundnar nytjastöðvar frá einstökum bæjum. Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar af yfir 400 slíkum.
Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.
Mannvirki í seljum á Reykjanesskaganum, auk húsanna, eru hlaðnir stekkir og kvíar, nálægar réttir, fjárskjól með hleðslum fyrir og í, hlaðnar fjárborgir eða –byrgi, manngerðir brunnar og vatnsstæði, hlaðnir nátthagar og vörður, ýmist við selgöturnar eða selin sjálf. Við kolasel má auk þess sjá kolagrafir.
Elstu selstöðurnar voru fyrir kýr, en langflestar eru fjársel þar sem búpeningur hafður í seli að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars, mjólkurafurðinar unnar þar og þeim komið til bæjar til vetrarnytja.
Sel – hús
Helstu mannvirki í seljunum á Reykjanesskaganum, líkt og annars staðar á landinu, eru húsin. Þau voru gerð úr tilfallandi byggingarefni, að mestu úr grjóti og einnig torfi. Þar sem grjót var að hafa var byggingarefnið að mestu grjót. Þar sem auðveldara var að ná í torf er torfið einnig hluti af húsagerðinni. Á Reykjanesskaganum, þar sem nægt grjót var að hafa í hraununum var torfið vandfundara.
Kringlumýri – ein elsta selstaðan á Reykjanesskaganum.
Á Reykjanesskaganum er lítið um gróna inndali. Hvamma og kvosir er helst að finna undir Hálsunum (Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi) og Austurhálsi (Sveifluhálsi)) eða Hlíðunum (Lönguhlíðum og Undirhlíðum).
Húsin í seljum Reykjanesskagans eru gjarnan með tveimur eða þremur rýmum. Annars vegar er inngangur í tvö rými; svefnaðstöðu (selbaðstofu) og búr eða geymslu, og hins vegar inngangur í stakt rými; eldhúsið. Í sumum seljanna má enn sjá ón í þessu rými, s.s. í Óttarsstaðaseli. Þegar grafið var í Fornasel árið 2004 voru hlóðir í stöku rými.
Möngusel ofan Hafna.
Í minnstu seljunum sjást einungis minjar tvískiptra húsa með sameiginlegum inngangi eða inngangi í hvorn hluta. Líklega hefur verið reft yfir veggi með tré og torfi, en sums staðar gæti hafa verið notaður dúkur, enda um tímabundna notkun að ræða á heitasta tíma ársins. Þar sem einungis eru tvípskipt hús er gjarnan skúti eða lítill hellir nærri, s.s. í Litlalandsseli, Stakkavíkurseli yngra, Nesseli, Eimubóli og Þorkelsgerðisbóli (Skyrhóll)). Slík aðstaða gæti hafa verið notuð til eldamennsku eða annarra nota, s.s. sem búr.
Hellisskjól við Hnúkasel.
Á einum staðnum, í óþekktu skjóli í Hnúkum, hér nefnt Hnúkasel ofan við Selvog, er t.a.m. slík aðstaða. Bæði er þar rúmgóður skúti með hringlaga hleðslu í miðju er bendir til eldstæðis og tvær tóftir utan við. Skammt frá er hlaðin kví, að því er virðist.
Húsin voru venjulega fremur lítil að innanmáli, reyndar breytileg frá einum tíma til annars. Elstu selshúsin voru lítil, nánast eins og og smákofar, en þegar fram leið stökkuðu vistarverurnar; baðstofan um 240×360, búr um 180-120 og eldhús um 120×120. Til eru sel með nokkrum tóftum þar sem hvert hús er stakt, s.s. Ara[hnúk]sel og Gjásel.
Strandarsel (Staðarsel) í Selvogsheiði.
Ekki virðist vera meginmunur á gerð seljanna eftir því hvar þau eru á svæðinu. Þótt byggingarefnið hafi ráðist af því hvort selin voru í mólendi eða í hraunum er ekki að sjá að það hafi haft áhrif á byggingarlag þeirra. Þannig eru seltóftir í Selvogi, s.s. Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból, svipaðar seltóftum á Selsvöllum og í Sogagíg, ofan við Hafnir, eða ofan Leirvogsár í Mosfellssveit. Hins vegar leyfa landshagir á nokkrum stöðum svolítil frávik.
Merkinessel yngra.
Merkinessel yngra er t.a.m. hlaðið utan í u.þ.b. tveggja metra háan gjávegg og þar sem skjól eða skúta er að finna hafa húsin oft verið byggð nálægt þeim, t.d. Stakkavíkurselið yngra, Eimuból, Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel. Ekki er ólíklegt að ætla að skútarnir hafi í fyrstu verið tímabundin skjól fyrir þá er fyrstir reistu mannvirkin í seljunum.
Þótt ekki sé hægt í fljótu bragði að greina mikinn mun á gerð seljanna þó má vel greina breytingar á þeim í gegnum tíðina, ef vel er að gáð.
Réttir
Rétt í Stóra-Hamradal.
Réttir voru ekki fast við sel á Reykjanesskaganum, enda seinni tíma mannvirki, þ.e. eftir að seljabúskapurinn lagðist af um og eftir 1870. Þó má víða greina litlar réttir í tengslum við selin, s.s. vorréttir, fráfæru- og rúningsréttir, en slíkar réttir voru þó yfirleitt nálægt bæjum, s.s. við Óttarsstaði, Þorbjarnastaði, Lónakot, Hvassahraun og Þórustaði, en þó má sjá rúningsrétt undir hamraveggnum í Stóra Hamradal, fjarri Vigdísarvöllum. Þessar réttir eru jafnan nefndir stekkir í örnefnaskrám, sbr. Stekkinn ofan Þorbjarnastaða, enda hafa bæjastekkirnir að öllum líkindum þjónað sem slíkir á meðan fært var frá heima við bæi, væntanlega eftir að hætt var að færa frá í seli í lok 19. aldar. Hleðslur þessara mannvirkja eru jafnan enn mjög heillegar og standa vel. Síðar, þegar hætt var að færa frá í byrjun 20. aldar, hafa stekkir þessir gegnt hlutverki rétta.
Fjárskjól
Bekkjarskúti.
Fjárskjól eru um 320 á Reykjanesskaganum skv. athugunum. Sum þeirra eru nálægt seljunum. Samkvæmt örnefnalýsingum eru t.a.m. Efri- og Neðri-Straumsselshellir við Straumssel, Bekkjaskúti, Sveinshellir, Meitlaskjól og Rauðhólsskúti eru við Óttarsstaðasel og Skoráskjól við Lónakotssel. Einkum má sjá þetta ofan við Hraunabæina og ofan við Selvog. Við munna þeirra eru víða hleðslur og einnig inni í þeim. Í Eimubóli er t.d. hlaðinn stekkur inni í Eimuhelli. Bjargarhellir og Strandarhellir á Strandarhæð er með stærri fjárskjólunum, sem og Gvendarhelllir (Arngrímshellir) í Klofningum.
Fjárskjól í Fjárskjólshrauni.
Þar skammt frá er stórt fjárskjól í Fjárskjólshrauni.
Fyrirhleðslur eru inni í mörgum stærri hellanna, s.s. í Straumsselshellum, til að varnar því að fé færi of langt inn í hraunrásirnar. Fjárskól þessi hafa verið mikilvæg fyrr á öldum þegar ekki var í önnur skjól að venda fyrir fé. Ekki voru byggð hús sérstaklega yfir fé fyrr en í byrjun 20. aldar.
Fjárborg – fjárbyrgi
Óttarsstaðaborg.
Fjárborgir (hlaðnar) eru um 145 talsins á Reykjanesskaganum skv. athugunum. Sumar þeirra eru nálægt seljum eða á leiðum að þeim, s.s. Óttarstaðafjárborgin (Kristrúnarborg) við Óttarstaðaselstíg, Pétursborg ofan Huldugjár á Vatnsleysuströnd, Gvendarborg á leið í Rauðhólssel og Oddafellsel, Þorbjarnarstaðaborg við Fornasel og Gjásel, Borgarhólsborg nálægt Húshólma og Djúpudalaborg nálægt Nesseli (í Hlíðarendalandi). Borgir þessar hafa verið hlaðnar til að veita fé skjól fyrir óvæntum veðrum og vindum. Ekki er útilokað að þær hafi einnig verið notaðar sem nátthagar á sumrum í sumum tilvikum.
Stakkavíkurborg.
Fjárborgir nær bæjum, s.s. Stakkavíkurborg, Herdísarvíkurborgirnar tvær, sem síðar urðu að fjárhúsum, Breiðabólstaðaborg í Ölfusi, Grænaborg og Gvendarborg ofan Voga, Hringurinn, Lynghólsborg og Staðarborg í Strandarheiði, Árnaborg ofan Garðs og Álaborgirnar ofan Sandgerðis hafa þjónað sama hlutverki og “fjárhús” heima við bæi á vetrum.
Fjárborgirnar voru jafnan grjóthlaðnar, en þó má víða sjá að torf hafi verið notað við gerð þeirra, s.s borgirnar ofan Flaknastaða og Grænaborg í Njarðvíkum.
Nátthagi – smalabyrgi
Óttarsstaðasel – nátthagi.
Nátthaga (hleðslur) má finna við sum selin, s.s. Óttarstaðasel, Straumssel, Kaldársel og Hvassahraunsseli. Við hið síðarnefnda er hlaðið byrgi til skjóls fyrir smalann (smalabyrgi). Séðir smalar hafa eðlilega gert sér skjól, sem þeir hafa getað hafst við í skjóli fyrir vondum veðrum en jafnframt haft yfirsýn yfir hjörðina.
Nátthagar voru hluti af selinu, en ekki allfjarri, og voru yfirleitt ekki afmarkaðir með görðum. Náttúrulegir dalir og lægðir hafa verið notaðir til slíkra nota, þ.e. til að halda fé saman yfir nótt. Smalinn hefur þá jafnan haft nálægt afdrep í skjóli eða skúta. Við flest selin eru fallegir grónir nátthagar.
Stekkur – kví
Stekkur norðan Hádegisskarðs.
Stekkir voru yfirleitt hlaðnir, ýmist úr grjóti eða torfi, og má sjá þá við flest selin. Þeir eru jafnan tvískiptir. Króin var notuð til að halda lömbunum aðskildum frá ánum á meðan þær voru mjólkaðar. Stekkir seljanna á Reykjanesskagnum eru misstórir, en þó margir furðu jafnstórir. Svo virðist sem þeir yngri séu öllu stærri en þeir eldri, en það getur þó einungis verið vegna þess að þeir sjást nú betur með berum augum. Í sumum seljanna eru fleiri en einn stekkur, misgamlir. Fjöldi stekkja í fjölnota selstöðu geta sagt til um fjölda bæja, sem þar höfðu í seli. Stærð stekkjanna gefa einnig mynd af stærð fjárstofnsins hverju sinni.
Flankastaðastekkur.
Hlaðnar kvíar má sjá við sum selin, s.s. við Gjásel, en í þeim voru ærnar mjólkaðar. Í mörgum seljanna er erfitt að koma auga á kvíar svo líklegt má telja að þær hafi oft verið gerðar úr trjástofnum eða timbri, svonefndar færikvíar, en þar sem þær voru hlaðnar voru þær yfirleitt í skjóli fyrir suðaustri eða austri (rigningaráttinni), í lægð, í gjá, undir hæð, bakka eða jafnvel stórum steini, sbr. Gjáselið í Hraunum.
Hlaðnar kvíar og stekki má sjá við flestar selstöðurnar á Reykjanesskaganum. Mjög erfitt getur verið að greina hvorutveggja við elstu selin, en svo virðist sem náttúrulegar aðstæður hafi þá verið látnar ráða staðsetningunni. Hvorutveggja voru jafnan staðsett í góðu skjóli.
Arahnúkasel – stekkur.
Stekkir í spottkornsfjarlægð voru jafnan hlaðnir utan í hæðir eða bergveggi þar sem auðvelt var að leiða eða reka fé að þeim, s.s. við Gjásel, Brunnastaðasel, Vogaselin yngri, Selsvallaselin eldri, Hraunssel, Varmársel, Þerneyjarsel og Mosfellssel II. Staðsetningar kvía og stekkja í selinu virðast hafa einnig hafa verið ákveðnar með það fyrir augum að auðvelt væri að reka féð að þeim.
Brunnur – vatnsstæði
Fornasel – vatnsból.
Sel voru jafnan staðsett við brunna eða vatnsstæði, gjarnan nálægt ystu mörkum jarðnæðis. Vatn var bráðnauðsynlegt í seljum eða í nálægð við þau. Vatnsbólin gerði gæfumuninn hvort vært væri í tilteknu seli frá einum tíma til annars. Á þurrkatímum eru dæmi um að yfirgefa hafi þurft sel áður en seltíma lauk. Í slíkum tilvikum var ótímabærum draugagangi kennt um.
Í Jarðabókinni 1703 eru gæði selja að mestu metin eftir vatninu, auk fjarlægðar frá bæ og beitarmöguleikum. Vatnsstæðin við Fornasel (ofan Þorbjarnarstaða), Straumssel, Óttarsstaðasel, Fornasel (Litlasel) og Knarrarnessel eru öll myndarleg og höfðu ávallt vatn, enda selstöðurnar taldar ágætar.
Vatnsstæði í Hraunssels-Vatnsfelli.
Gnægt vatn var í Hraunssels-Vatnsfelli fyrir Hraunssel þótt “Vatnsbólspölkorn” væri á milli þess og selsins. Selin á Selsvöllum, Sogagíg, Hvömmum (Kaldranasel?), Haukafjöllum (Esjubergssel), Bringum, Gömlubotnum og við Leirvogsá voru öll við læki eða ár, líkt og Jónssel í Blásteinsbringum svo og Kaldársel.
Markúsarsel, (Reykja)víkursel, Mosfellssel II, Hvaleyrarsel, Ássel, Snorrastaðasel, Nýjasel, Innra-Njarðvíkursel og Grafarsel eru nálægt vötnum.
Erfiðustu selstöðurnar voru þar sem minnst vatn var að fá, s.s. Hlöðunessel, Hólssel, Hópssel, Kirkjuvogssel, Merkinesselin, Möngusel og Rauðhólssel.
Gerði – garður
Stekkur í Eimubóli.
Gerði og garðar eru í seljum og við þau til að hefta eða takmarka aðgang sauðfjár. Umhverfis jarðföll Eimuhóls í Selvogsheiði er t.d. hringlaga gerði og umhverfis Straumssel (sem varð að bæ á 19. öld) eru garðar. Norðan við Kirkjuvogssel er hringlaga gerði á sléttri jörð. Við flest sel eru þó engar merkjanlegar hleðslur umfram það sem nefnt er hér að framan. Selstöður virðast jafnan hafa verið valdar með hliðsjón af því hvort nota mætti aðstæður og spara hleðslur. Helgusel neðan við Bringur ofan Mosfellsbæjar eru t.a.m. ágætt dæmi um slíkar aðstæður, svo og Mosfellssel II við Leirvogsvatn, sem og mörg seljanna í Vogaheiði.
Selstígur – selsgata
Selsstígur.
Selstígur lá jafnan svo til beint frá bæ upp í selstöðuna. Enn í dag má rekja sig eftir flestum þessara fyrrum stíga. Sumir eru markaðir á köflum í harða hraunhelluna, s.s. selstígurinn frá Herdísarvík, gatan upp í Gjásel og Fornasel og stígurinn inn á Selsvelli frá Grindavíkurbæjunum.
Selsgatan var mislöng. Þannig var langt inn á Selsvelli frá Grindavíkurbæjunum (um 11 km) og upp í Sogagíg frá Kálfatjörn (um 9 km), en stutt t.a.m. frá Hlíðarenda, Litlalandi og Selvogsbæjunum (innan við 5 km). Þannig var því einnig háttað víðast hvar annars staðar, s.s. í Hraunum, á Vatnsleysuströnd og í Stafnes- og Hafnahreppi. Að jafnaði hefur selsgatan verið nálægt 6-7 km. Ferðalagið upp í selið með vistir hefur þá tekið 1 ½ til 2 klst og svipaðan tíma með afurðirnar til baka.
Stígar og götur upp í selin voru gjarnan varðaðar. Enn má víða sjá við leiðirnar vörður og/eða vörðubrot.
Nokkur seljanna eru við alfaraleiðir, s.s. Hlíðarendaselið, Litlalandssel, Breiðabólstaðasel, Selsvallasel, Hafnarsel (Þorlákshafnarsel), Víkursel við Selvatn, Ólafarsel undir Vörðufelli í Selvogsheiði og Stakkavíkurselin. Líklegt er að sumar þessar leiðir hafi orðið til sem framhald af selsgötunum frekar en að þau hafi beinlínis verið staðsett með tilliti til þeirra.
Mannsskapur í seli
Í stekknum.
Í sérhverju seli var a.m.k. selsmatselja og smali. Fjöldinn fór eftir umfanginu.
Bóndinn, eða einhver í hans umboði, flutti vistir í selið og síðan færði nytjarnar til bæjar.
Gegnumgangur um selin hefur tæplega verið æskilegur, en ferðalangar virðast hafa nýtt sér nálægð seljanna á leiðum sínum því þar gat jú verið athvarf ef illa viðraði.
Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. Ef á vantaði til mjalta að morgni eða sídegis var smalinn jafnan látinn borða borða “skattinn” sinn, þ.e. hann fékk að borða við skilin.
Nokkrar sögur eru til um að selsmatseljur hafi orðið ófrískar í selinu. Oftar en ekki var huldufólki eða útlegumönnum um kennt, en ógjarnan hugað að ferðum húsbóndans í selið eða aðkomumönnum þar á ferð.
Selsvarða
Lónakot – Skorásvarða.
Selsvarðan stóð gjarnan á hæsta hól ofan við selstöðuna eða á hæsta kennileiti er leiddu þá er þangað áttu erindi. Varðan var nokkurs konar stefnumið. Þessi varða var yfirleitt stærri og hærri en aðrar vörður í nágrenninu. Margar þessara varða standa enn eða hafa verið endurhlaðnar. Þótt sumar varðanna séu ekki mjög stórar þegar að er komið, hefur þeim verið þannig fyrir komið að þær sjást langt að, s.s. varða á Skorás ofan við Lónakotssel.
Vörður eða vörðubrot eru við flest selin í hraunum Reykjanesskagans, en síður við sel undir hlíðum (Hraunssel og Selssvallasel) eða á aðgengilegri og auðrataðri stöðum, s.s. í Sogagíg. Þótt enn megi sjá reisulegar vörður, eru sumar nú fallnar og aðrar orðnar grónar.
Verklag í seli
Selshús – tilgáta ÓSÁ.
Selin voru jafnan byggð úr torfi og grjóti, sem fyrr sagði. Trog og önnur ílát sem notuð voru í selinu voru smíðuð úr viði. Mikil vinna var við að hirða þau og halda þeim tandurhvítum. Eftir að þau höfðu verið þvegin úr vatni var þeim haldið að hlóðareldinum og þau þurrkuð. Það hét að hlóðarbaka trogin. Selsstúlkurnar höfðu mikið að starfa. Fyrst að mjalta allar ærnar en síðan var málnytin sett í trog og geymd í útihúsum í einn og hálfan til tvo daga. Lágmark var að þrídægra mjólkina. Þá var rennt úr trogunum.
Skyrhóll neðan Þorkelsgerðissels.
Oft var stutt við rjómann með hendinni meðan undanrennunni var rennt burt. Undanrennan var flóuð – oft fjórir stórir pottar í einu. Síðan þurfti að ausa þessu upp og láta kólna undir skyrgerðina. Þá var hrært í það þétti sem var steinsíað skyr og látnir nokkrir dropar af hleypi út í. Síðan var þetta birgt niður til næsta dags og þá síðað. Það var um að gera að sía vel því þá súrnaði það síður og mátti geyma það eins og nýtt í langan tíma. Entist það yfirleitt allt árið og var notað í hræring og út í kjötsúpu sem mikið var borðað af.
Búnir voru til mjólkurostar og mysuostar líkir því sem þeir eru í dag. En draflinn var líka seiddur og búinn til seidduostur. Hann var brúnleiddur og borðaður heitur og þá sem morgunmatur.
Mjólkurtrog.
Mikið var drukkið að sýru á sumrin og er það áreiðanlegur hollur drykkur. Sýran var flutt heim í kvartilum en heima var hún geymd í tunnum.
Fyrst eftir fráfærurnar var strokkað tvisvar á dag en sjaldnar er minnka tók í ánum. Úr strokknum var smjörið saltað og hnoðað í kökur sem geymdar voru í eldhúsinu fram á mitt sumar. Þá var smjörinu drepið í belgi, hnoðað og pressað þar til enginn dropi kom úr því. Voru belgirnir pressaðir milli á tveggja fjala og mátti hvergi sjá holu. Þannig geymdist smjörið langa lengi og var svo hart að ekki sá á því jafnvel þótt það væri flutt langar leiðir.
Mjólkurtrog.
Af kindum var fleginn belgur. Síðan var hann rakaður og þveginn vandlega úr heitu sótavatni og skolaður á eftir. Var hann þá drifhvítur. Smjörinu var drepið inn um hálsopið og saumað fyrir.
Fyrst eftir fráfærurnar var flutt tvisvar í viku heim úr selinu en sjaldnar er leið á sumarið. Flutt var á þremur hestum. Á tveimur voru skrínur undir skyr á á þeim þriðja voru sýrukvartil. Smjör til heimilisnota var flutt jafnóðum heim en meginhluti þess var geymt í selinu þangað til það var flutt beint í verlsunarstað.
Ef rennt var úr trogunum var rjóminn á efri gafli troganna ævinlega skilinn eftir og okkur leyft að borða hann. Þótti mjög gott að fá rjómagafl enda var rjóminn hnausþykkur og töggur í honum eins og öllum þessum góða selmat. Maturinn sem búinn var til í seljunum var mikið búsílag fyrir heimilin og holl fæða.
Allt kaup var greitt í smjöri. Peningar voru þessu fólki einskis virði á móts við feitmetið.
Rjómatrog.
Þegar kvöldmjöltum var lokið ráku selssmalarnir ærnar fram dalinn. Röltu þær svo sjálfar hægt og bítandi fram í dalbotninn. Smalarnir skriðu inn í smalabyrgi, sem var lítill kofi hlaðinn af grjóti og mosa troðið í göt og glufur. Á veggina voru látnar nokkrar spítur og ofan á þær hagalega raðað hellum og síðan þétt með leir og mosatægjum. Var þá þakið sæmilega vatnsþétt. Á gólfinu var lag af berjalyngi sem legið var á. Loks þurfti að finna hæfilega mosaþúfu til að hafa fyrir kodda. Engin hurð eða dyr voru á byrginu en þess í stað var gat á þeim veggnum, sem smalarnir skriðu inn um. Ef stormur var strengdu þeir poka fyrir gatið. Þarna lögðust þeir til hvíldar, alklæddir með smalahundana á fótum sér. Til að breiða ofan á sig höfðu þeir gamlar rúmábreiður og úlpurnar sem þeir höfðu með sér til skjóls ef rigndi. Þeir voru fljótir að sofna.
Trog.
Yfir nóttina þurftu þeir að fara út einu sinni eða tvisvar til að gæta þess að ekkert af ánum færi heimfyrir, en hætta var á því eftir fyrstu næturnar eftir fráfærurnar.
Um kl 6 til 7 að morgninum fóru smalarnir á kreik. Þeir byrjuðu á að grípa í nestisbitann sinn og miðla hundunum þeirra skammti. Hófst þá smölunin og síðan sigið heim á leið. Voru ærnar venjulega komnar í kvíarnar um kl. 11 á daginn. Tóku þá selsstúlkurnar til mjaltanna. Var tvímjólkað fyrir mjaltir og eftir mjaltir. Þótti eftirmjólkin mun smjörmeiri. Voru ærnar svo hafðar heima við uns kvöldsmölun hólfst. Fengu selssmalarnir sér þá smádúra. Þess á milli réttu þeir selsstúlkunum hjálparhöfnd, gripu í strokkinn, báru inn eldivið og sóttu vatn.
Smalaskjól við Efri-Straumsselshella.
Annars var fremur lítið sofið í selinu því alltaf var nóg að gera og allir fundu til ábyrgðarinnar, sem á þeim hvíldi um að allt færi þeim sem best úr hendi sem þeim var til trúað.
Selsstúkurnar höfðu geysimikið og erfitt verk á hendi. Vinnudagur þeirra hófst snemma á morgnanna og stóð þangað til seint á kvöldin. Á morgnana byrjuðu þær á því að sækja kýrnar, sem lágu úti, og mjólka þær. Þá tóku þær til við mjólkurvinnsluna, sem hét að búverka. Mjólkin sem til féll um dagin var svo mikil að skipta varð henni við vinnsluna. Varð því að búverka tvisvar á dag. Öll þessi mjólkurvinnsla hvíldi á herðum selsstúlknanna auk hirðingar á sokkaplöggum og skóum smalanna. Og ekki hvað minnsti þátturinn í selsstarfinu var sífelldur þvottur á mjólkur- og skyrílátum, sem gerast alltaf tvisvar á dag. Til þess þurfti verulega að vanda svo ekki kæmist súr í mjólkina. Kæmi það fyrir var vís gellir við flóninguna að mjólkin hlypi í kost og mysu og væru til lítils nýt í selinu.
Smalaskáli.
Ílátin þurfti að sjóða í sjóðandi vatni og sóta og skola vandlega á eftir úr köldu vatni. Þetta útheimti mikinn og sífelldan vatnsburð. Það var því verulegt metnaðarmál stúlknanna að ekki kæmi hjá þeim gellir því hætta var á að um vanrækslu yrði um kennt.
Venjulega var fllutt heim tvisvar í viku skyr og smjör en sauðatað og fleira sem selfólkið þurfti með flutt til þess. Þannig liðu dagarnir í selinu í fábreyttni og kyrrð afdalanna.
Á sunnudögum kom það fyrir að ungt fólk í sveitinni gerði sér listitúr í selin. Þótti það auðfúsigestir og var fagnað vel og var veitt sykrað sauðaskyr og rjómi sem gestunum var nýnæmi á og þótti hið mesta lostæti. Gestirnir höfðu líka með sér ýmislegt sælgæti sem þeir veittu selfólkinu, stundum ofurlítinn brennivínstár út í kaffið. Þegar þessa gesti bar að garði var oft glatt á hjalla í selinu og mikill dagamunur.
Eftir u.þ.b. fjórar vikur í selinu voru ærnar reknar heim og selsstúlkur og smalar breyttum verustað. Var þá seltímanum lokið í það sinn.
– ÓSÁ
Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.
Búahellir
Í Kjalnesingasögu segir frá Búa, sem hélt til í helli í Laugargnípu. Í viðræðum við Harald Jónsson í Varmadal fékkst staðfest að hellirinn væri til, nefndur Búahellir.
Kjalarnes – kort.
Hellirinn er ofarlega í Búa (Laugargnípu) og erfitt að komast upp í hann. Sjálfur hafi hann einu sinni reynt að klifra þangað upp en í upphafi skal endirinn skoða því erfitt getur reynst að komast niður aftur. Best væri að síga ofan frá, í hellinn og síðan fara áfram á bandinu niður fyrir.
Gengið er að skriðu fjallsins frá Grundará, sem kemur úr gili (Gljúfrinu) skammt norðar. Op hellisins horfir mót vestri.
Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur.
Búahellir?
Örlygur hinn írski leitaði á náðir Helga bjólu að ráði frænda síns, Patreks biskups á Írlandi. Fékk Helgi honum bústað. Þar reisti Örlygur kirkju. Andríður, Kolli og Esja koma síðar. Helgi tekur við þeim.
Kolli sest að í Kollafirði. Örlygur var þá háaldraður og gaf upp land og bú fyrir Esju en upp frá því heitir þar að Esjubergi. Andríður var á hinn bóginn hjá Helga á Hofi hinn fyrsta vetur og sórust hann og synir Helga í fóstbræðralag. Helgi gefur honum síðan land undir bú, Brautarholt, og bað einnig til handa honum konu, Þuríðar, systur Þormóðs í Þormóðsdal.
Skeggjastaðir og Hrafnhólar.
Þorgrímur, sonur Helga, fékk Arndísar á Skeggjastöðum og var því tvöfalt brúðkaup á Hofi.
Þegar Helgi andast tekur Þorgrímur við búinu á Hofi og mannaforráðum (goðorði) en Arngrímur reisir sér bæ sem hann kallar Saurbæ. Synir hans eru þeir Helgi og Vakur en sonur Þorgríms heitir Þorsteinn. Þorgrímur er blótmaður mikill og reisir sér stórt hof. Sonur hans, Þorsteinn, er sagður „uppivöslumaður mikill“. Sonur Andríðs og Arndísar, Búi, er aðalpersóna sögunnar. Hann er sagður einrænn. Kolfinnur er kynntur til sögu. Hann býr í skjóli móður sinnar, Þorgerðar á Vatni, og er ekki eins og fólk er flest. Hann er kolbítur, beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar.
Lauganýpa.
Búi er í fóstri hjá Esju. Hann vill aldrei blóta og er loks dæmdur sekur skógarmaður á Kjalarnesþingi fyrir „rangan átrúnað“. Hann er með öðrum orðum brottrækur úr mannlegu samfélagi og réttdræpur. Ákæruefnið bendir til þess að hann sé kristinn eins og raunar kemur skýrt fram í sögulok.
Búi fer allra sinna ferða eins og ekkert hafi í skorist. Hann hefur hnýtt um sig slöngu sem er eina vopn hans. Fram kemur að kærleikar eru með honum og móður hans. Þeir Þorsteinn hyggjast taka hann af lífi og veita honum eitt sinn eftirför. En Esja kemur honum til bjargar. Yfir þá lýstur svo miklu myrkri að þeir sáu ekki handa sinna skil. Síðar drepur Búi Þorstein og ber eld í hofið sem brennur til kaldra kola. Esja fær honum bústað, herbergi með baði í helli nokkrum undir Laugargnípu í fjallinu ofan við Esjuberg, þ.e. Esju.”
Esjuberg á Kjalarnesi.
Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar.
Haraldur segir umhverfið þarna hafa breyst mikið á skömmum tíma. Um 1920 hafi t.d. áin breytt um farveg. Áður hafi hún runnið mun vestar. Þegar staðið væri uppi á Búa og horft yfir Esjuberg og nágrenni hefði fyrir 50 árum mátt sjá móta fyrir gömlum tóftum á túninu og þannig nokkurn veginn mátt átta sig á hvernig gamla bæjarstæðið hafi litið út. Nú væri þetta meira og minna horfið. Ef taka ætti mið af breytingunni á þessum rúmlega fimmtíu árum, sem hann hafi verið þarna, þá gæti svæðið og þar með fjallið hafa litið allt öðruvísi út fyrir einhverjum öldum síðan, hvað þá árþúsundi. En hellirinn væri þarna upp í klettunum.
Heimild fengin af:
-http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/handr/Kjalnesingas.htm
Esjuberg um 1900.
Lambafellsklofi – Trölladyngja – Sog – Sogasel – Höskuldarvellir
Gengið var um Lambafellsklofa og Trölladyngju.
Lambafellsklofi.
Lambafellsklofi er stundum nefndur Lambagjá í Lambafelli. Um er að ræða sprungu, sem myndast hefur eftir misgengi um mitt fellið. Gjáin er nokkuð há og gaman að ganga um hana. Gengið er inn í gjána að norðanverðu og síðan liggur leiðin upp á við í suðurendanum. Ofar má sjá misgengið liggja áfram í gegnum fellið til suðurs. Hraun hafa runnið allt umhverfis. Tófugras vex á gjárbörmunum. Skemmtilegast er að fara um gjána er líða fer á sumarið, en þá er hún jafnan þakin fiðrildum, sem safnast þar saman í skjólinu. Þar sem fyrir liggur lýsing um þetta svæði fer hér á eftir lýsing á því er finna má á vef Hitaveitu Suðurnesja; Fréttaveitunni:
Eftir að áhugi jókst á Trölladyngjusvæðinu, og ekki sízt eftir að tilraunaboranir hófust, hefur nokkuð borið á, að menn færi til og teygi örnefni á svæðinu, svo sem Sog, sem sumir eru búnir að færa allt niður á núverandi borsvæði. Þetta er í sjálfu sér ekki ný bóla. Má t.d. benda á, að eftir að Suðurnesjavegur var skírður Reykjanesbraut og Reykjaneskjördæmi varð jafnframt til, heitir Reykjanesskaginn Reykjanes, Reyknesingar búa allt upp í Hvalfjörð og austur í Ölfus, og orkuver Hitaveitu Suðurnesja er sagt í Svartsengi, enda þott það hafi risið í Illahrauni, sem er í nágrenni Svartsengis.
Keilir – handan hraunsins.
Vatnsleysuströndin hefur ekki af mörgum fjöllum að státa, en þau eru þeim mun merkilegri. Þar er Keilir og þar er Vesturháls eða Trölladyngjur, einhverjar merkustu eldstöðvar hér á landi.
Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur, sem manna mest hefur rannsakað Reykjanesskaga, taldi að hann mundi vera yngsti skag á Íslanda og skapaður af eldgosum. Hann telur skagann því mjög girnilegan til fróðleiks fyrir eldfjallafræðinga. Hér sé svo að segja allar gerðir eldfjalla, gíga og yngri eldmyndana, sem finnist á Íslandi. Móbergsfjöllin hafi jafnvel myndazt við eldgos.
Lambafellsgjá.
Og Þorvaldur Thoroddsen sagði um eldgígana hjá vestanverðum Núpshlíðarhálsi, að þær gosstöðvar væri mjög merkilegar, því að þær sýni augljóslega hvernig eldgos verða, og hvergi sjáist neitt þessu líkt á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.
Það eru tveir brattir og langir hálsar, sem liggja samhliða um miðjan Reykjanesskaga, og eru einu nafnir nefndir Móhálsar. En til aðgreiningar voru þeir kallaðir Austurháls og Vesturháls. Nú er Austurhálsinn alltaf kallaður Sveifluháls, og sunnan að honum er Kleifarvatn og Krýsuvík.
Vesturhálsinn er eins og ey í ólgandi hraunhafi, en hefir það til síns ágætis, að hann er grösugur og víða eru þar tjarnir og lækir, en slíkt er mjög fátítt á Reykjanesskaga. Hann mun upprunalega hafa verið kallaður einu nafni Trölladyngjur, en nú heitir hann ýmsum nöfnum. Nyrzt á honum eru tvö mikil fjöll, Trölladyngja (375 m) og Grænadyngja (393 m).
Trölladyngja og Grænadyngja (t.h.) – Sogin nær.
Trölladyngja er hvass tindur og blasir við í suðri frá Reykjavík. Í kyrru veðri má þar oft sjá reyki mikla, enda er þar mikill jarðhiti, hverir margir og gufur upp úr hrauninu. Grænadyngja er aftur á móti kollótt og auðvelt að ganga á hana. Þaðan er mjög vítt útsýni. Sér vestur á Eldey og austur til Kálfstinda, en Reykjanesskaginn blasir allur við og má glögglega greina upptök hinna ýmsu hraunelfa og hvernig þær hafa ruðzt hver ofan á aðra. Fyrir sunnan Dyngjurnar er skarð í hálsinn og heitir Sog, og er þar 400-500 feta djúpt gil. Þar fyrir sunnan hækkar svo hálsinn aftur og kallast þar Grænavatnseggjar, hvass fjallshryggur. Þar fyrir sunnan heitir svo Selsvallafjall og Núpshlíðarháls og nær hann vestur í Ögmundarhraun.
Ögmundarhraun – loftmynd.
Flest hraunin á Reykjanesskaga hafa runnið fyrir landnámstíð. Þó geta annálar þess nokkrum sinnum, að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, svo sem 1151, 1188, 1340, 1360, 1389-90 og 1510. Um gosið 1340 segir Gísli biskup Oddsson, að þá „spjó Trölladyngja úr sér allt til hafs við sjávarsveit þá, er kölluð er Selvogur”. Margir hafa dregið í efa, að þetta geti verið rétt, því að hraun úr Trölladyngju hafi ekki getað runnið niður í Selvog, þar sem há fjöll sé á milli. Þessir menn hafa rígbundið sig við örnefnin Trölladyngju og Selvog, eins og þau eru nú notuð, en gá ekki að því, að þau voru yfirgripsmeiri forðum. Þá var allur Vesturháls nefndur Trölladyngja, en „í Selvogi” mun hafa verið kölluð ströndin þaðan og vestur að Selatöngum.
Tröll í Einihlíðum norðan Lambafells.
Margir staðir hér á landi eru kenndir við tröll, og svo var einnig í Noregi. Má því vera að sum nöfnin hafi landnámsmenn flutt með sér hingað. Um uppruna nafnsins Tröllaödyngja vita menn ekkert, má vera að mönum hafi þótt „dyngjan” svo ferleg, að hún hæfði tröllum einum. Vera má og, að menn, sem aldrei höfðu séð eldgos fyrr en þeir komu hingað, hafi haldið að á eldstöðvunum byggi einhverjar vættir og fest trú á hin reykspúandi fjöll.
Landnáma getur þess um Hafurbjörn Molda-Gnúpsson (þeir námu Grindavík), að hann dreymdi að bergbúi kæmi að honum og byði að gera félag við hann, og þá Björn það.
Valahnúkar – tröll.
Bergbúar geta verið með ýmsum hætti. Sumir bergbúar voru landvættir. Það er dálítið einkennilegt, að Landnáma getur hvergi landvætta nema á Reykjanesskaga, og segir: „Það sá ófresk kona, að landvættir fylgdu Hafurbirni þá er hann fór til þings, en Þorsteini og Þórði bræðrum hans til veiða og fiski.” Því má vera, að Hafurbjörn hafi talið, að bergbúi sá, er hann gerði félag við, hafi verið landvættur og átt heima í Trölladyngju.
Snorri Sturluson segir frá því í Heimskringlu, að Haraldur Gormsson Danakonungur þóttist þurfa að hefna sín á Íslendingum vegna þess að þeir höfðu orkt um hann níðvísu á nef hvert.
Víkarskeið – gleymt örnefni við Ölfusárósa.
Sendi kóngur til Íslands fjölkunnugan mann í hvalslíki til njósna. En hann komst hvergi á land fyrir landvættum. Þegar hann ætlaði seinast að ganga á land á Víkarsskeiði, þá „kom í mót honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum”. Þetta voru landvættir. Bergbúinn mikli, sem fyrir þeim var, skyldi þó aldrei vera sá, sem Trölladyngja er við kennd, Hafurbjörn bónda dreymdi, og nú er í skjaldarmerki Íslands?
Vegur að Höskuldarvöllum. Keilir fjær.
Vatnsleysubændur hafa nýlega gert akfæran veg að Trölladyngju og er hann um 10 km. Er þá fyrst komið á Höskuldarvelli, en það er einhver stærsti óbrennishólminn á Reykjanesskaga. Er þar vítt graslendi, sem nær frá Trölladyngju langt út í Afstapahraun, eða er þó öllu heldur tunga milli þess og Dyngjuhrauns.
Norður úr Trölladyngju gengur rani og úr honum hafa mestu gosin komið. Vestan í honum er röð af stórkostlegum gígum og eru tveir þeir syðstu langstærstir. Minni gígarnir eru sumir eins og glerjaðir innan og með ávölum brúnum. Aðrir eru eins og steyptir geymar eða stórkeröld úr járni. Menn ætti að fara mjög varlega hjá gígum þessum og ganga ekki tæpt út á brúnir þeirra, því limlestingar eða bani er búið hverjum þeim, sem í þá fellur.
Eldborg.
Norðan við Trölladyngju er stór, gamall og rauður eldgígur, sem nefnist Eldborg. Hann er um 70 fet á hæð [Eldborgin, sem á mínum skátaárum var nefnd Jónsbrenna, er nú ekki orðin svipur hjá sjón, því vegurinn, sem fyrr er getið, var einmitt lagður til að ná í hraungjall úr hlíðum hennar. (Ath.semd ritstj.)]. Milli hans og fjallsins er mikill jarðhiti og koma vatnsgufur þar víða upp, allt inn að Höskuldarvöllum og út að Sogi. Fara má norðan við fjöllin og austur fyrir þau. Blasir þá við fell skammt norðaustur í hrauninu. Kallast það Mávahlíðar. Þar eru einnig stórkostlegar gosstöðvar. Rétt fyrir neðan efsta toppinn á þeim (237 m) er stór gígur, allur sundur tættur af eldsumbrotum. Héðan hafa runnið mikil hraun, og sum eftir landnámstíð.
Fengið að láni úr bók Árna Óla, „STRÖND OG VOGAR – ÚR SÖGU EINNAR SVEITAR Í LANDNÁMI INGÓLFS ARNARSONAR”, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út árið 1961.
http://hs.is/frettaveitan/greinar.asp?grein=360
Eldborg undir Dyngju.
Ketilsstígur – Hrauntungustígur
Gengið var um Ketilsstíg frá Seltúni, yfir Sveifluháls með norðanverðu Arnarvatni, niður Ketilinn, eftir Móhálsadal, austur fyrir Hrútafell, niður í Hrúthólma ofan við Mávahlíðar, austur fyrir Mávahlíðahnúka, um Sauðabrekkur vestan Hrútargjárdyngju og niður í Brunntorfur þar sem endað var við gamalt fjárskjól frá Þorbjarnastöðum.
Hrauntungustígur ofan Mosa.
Í leiðinni var komið við í hraunæð vestan Hrútargjár og kíkt á gömul bein, sem þar eru, litið á skjól í gíg ofan við Sauðabrekkur og skoðuð gömul refabyrgi ofan við Hafurbjarnarholt.
Seltúnið er talin vera gömul selstaða frá Krýsuvík. Einu minjarnar er lítil tóft á stórum grasbala sunnan við hverasvæðið. Hún gæti einnig verið minjar frá brennisteinsvinnslunni, sem þarna var stunduð um tvær aldir.
Þeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unnin brennisteinn í Krýsuvík. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust.
Krýsuvík – tóftir brennisteinsnámsins í Hveradal frá því um 1755.
Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni. Árið 1858 keypti Bretinn Joseph William Bushby brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Kostnaðurinn varð þó of mikill og var bara unnin brennisteinn í tvö sumur eftir það. Eftir það tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson sem tóku námurnar á leigu árið 1876. Þeir stofnuðu Brennisteinsfélag Krýsuvíkur en á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Bora þurfti því eftir brennisteininum.
Brennisteinsnámurnar ofan Seltúns í Krýsuvík um 1880.
Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins. Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir.
Einu minjar námuvinnslunnar, sem enn sjást, er hluti af einni stíflunni neðan þjóðvegarins.
Þegar komið er upp á Sveifluháls er Arnarvatn á vinstri hönd og Arnarnýpa á þá hægri. Fallegt útsýni er er norður eftir hálsinum. Ofan við Ketilinn er varða. Stígurinn liggur í sveigum niður bratta hlíðina, niður á slétt helluhraunið fyrir neðan og stefnir á Hrútafellið. Gatan er bæði bein og slétt. Norðan Hrútafellsins beygir gatan meira til austurs, áleiðis að Hrúthólma. Alla þá leið er hún vel greinileg. Norðan götunnar er fallegur eldgígur (Drekagígur – sagt er að drekinn hafi rutt úr sér hrauni á daginn, en flogið um og spúið eldi á nóttunni).
Hrúthólmastígur – Hrúthólmi framundan.
Hrúthólmi er allgróinn. Mávahlíðar er norðvestan við hann og Mávahlíðahnúkur norðar. Ágætt útsýni er þarna yfir að Trölladyngju, Grænudyngju og Fíflvallafjalli. Ofar er Hrútargjárdyngja. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Dyngjan er kennd við gjána við vesturjarðar hennar. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 5000 árum.
Hrauntungustígur austan Hrútfells..
Gatan stefnir austur fyrir hnúkinn með stefnu á Sauðabrekkur. Á leiðinni var litið á hraunæðar vestan við Hrútagjá, en í henni eru gömul bein, m.a. stuttur, en mjög sver, leggur og stórt mjaðaspjald. Þá eru þarna rifbein og fleiri bein. Leggurinn var tekinn til handargangs til að reyna að greina af hvers konar “dýri” beinin gætu hafa verið. Að mati Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, virðist vera um bóglegg af hrossi (hryssu) að ræða. Annað hvort hefur hún orðið til þarna eða refaveiðimenn borið út hræ og þetta verið leifarnar af því.
Sauðabrekkugígar.
Ofan við Sauðabrekkugjár eru tvær gígaraðir. Í vestari röðinni er bæli í einum gígnum. Gólfið hefur verið sléttar, hellur lagðar innst í fletið og steinhella felld fyrir glugga. Þegar hún var fjarlægð birti verulega í skjólinu. Ekki er auðvelt að finna opið. Norðan við gígaröðina er nokkuð slétt helluhraun. Í því er lítil varða. Skammt norðan og vestan við hana eru tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttu. Byrgi þessi eru greinilega mjög gömul. Líklega er þarna um að ræða byrgi þau er getið er um og eiga að vera austur af Hafurbjarnarholti, svonefnd Stórholtsgreni, en Gamlaþúfa er þarna skammt vestar.
Hrauntunguskjól.
Gengið var áleiðis norður í Brunntorfur með viðkomu í fjárskjóli í skútum. Hlaðinn er tvískiptur gangur fyrir framan opin, en inni eru rúmgóð skjól.
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
-Heimild um brennisteinsvinnsluna:
(Sveinn Þórðarson, 1998) af http://hot-springs.org/krysuvik.htm
Ketilsstígur h.m.
Herkampar við Hólm og Geitháls
Í nágrenni við Hólm og Geitháls ofan Reykjavíkur voru nokkur braggahverfi á stríðsárunum, s.s. Camp Swansea, Camp Phinney, Geitháls Dump, Camp Aberdeen, Camp Buller, Camp Columbus Dump, Camp White Heather, Camp Arnold, Camp Clapham og Camp Omskeyri, auk Camp Tinker í Rauðhólum. Enn í dag má sjá ummerki eftir veru hermanna á þessum slóðum þótt mannskepnan, tíminn og lúpínan hjálpist að við að afmá ummerkin og þar með söguna.
Hólmur og nágrenni.
Í Camp Omskeyri voru höfuðstöðvar stórskotaliðs 5. hersveitarinnar á tímum hersetunnar. Þær voru á svæði þar sem nú er beitarhólf suðaustan við Geitháls, fast norðaustan við gamla Suðurlandsveginn. Á svæðinu eru leifar og ummerki eftir veru setuliðsins, s.s. vegir, byssustæði, skotgrafir og braggabotnar. Út frá gamla Suðurlandsveginum liggur vegur í boga og vegir út frá honum. Við þá eru leifar af bröggum.
Steinullarverksmiðjan á leifum Camp Phinney.
Herskálahverfin Swansea og Phinney voru norður af Hólmi, milli Hafravatnsvegar og vegarins upp í Mjóadal og var Camp Phinney austar. Ekki er ljóst hvar skilin á milli þessara herbúða voru nákvæmlega. Steinullarverksmiðja var síðar byggð upp úr Camp Phinney.
Camp Columbus Dump var birgðastöð hersins á mel sunnan við Suðurlandsveg og austan við Hólmavað, þar sem nú er opið svæði. Um 25-30 braggar hafa tilheyrt þessum herbúðum. Vegur lá um svæði frá Suðurlandsvegi að Steinastöðum, sem var sumarhús við Bugðu.
Camp Buller 2021.
Nokkur ummerki eru eftir braggahverfið, en efst við Suðurlandsveginn er ekki hægt að greina nein ummerki þar sem allt er komið á kaf í gróður, aðallega lúpínu. Árið 2006 var þetta svæði fyllt upp og sléttað að norðan, en sunnar, neðan við hljóðmön við Hólmavað, eru steypuleifar, sennilega hluti af braggabotnum sem fóru undir mönina. Þar fyrir neðan er greinilegur vegur, lúpínuvaxinn, sem liggur í boga frá malbikuðum gangstíg og kemur aftur að honum 115 m neðar. Suðaustan við hann eru ummerki eftir bragga og fyrir neðan veginn nær ánni má greina ummerki eftir tvo bragga og annan fyrir ofan.
Camp Swansea – loftmynd 1954.
Camp Buller var 20 m vestan og ofan við Suðurlandsveg, norðvestur af Sandvík og 115 m austur af Rauðási, eru leifar af braggabotni. Á tímum hersetunnar voru þarna höfuðstöðvar strandvarna og/eða loftvarnarstórskotaliðs á svæðinu. Þegar loftmynd var tekin 1954 stóðu þarna tveir braggar en voru horfnir þegar mynd var tekin 1965. Árið 1971 var aðeins grunnur vestara hússins greinilegur en sá eystri hefur horfið við framkvæmdir við Suðurlandsveg 1970.
Camp Aberdeen.
Camp Arnold var austan við sprengigeymslurnar við Mjóadalsveg í Almannadal, norðvestan við Fjárborg. Á tímum hersetunnar voru hér höfuðstöðvar flug- og ratsjárliðs frá Bandaríkjunum. Á svæðinu voru tveir braggar sinn hvorum megin við veginn. Braggabotnarnir sjást á loftmyndum en eru ekki lengur greinilegir á yfirborði og svæðið komið á kaf í gróður.
Camp Phinney 2021.
Camp Phinney var í holtinu fyrir norðan Suðurlandsveg, um 500 m fyrir vestan Geitháls.
Á svæðinu var mikið af braggagrunnum auk þess sem þarna voru tvö steinsteypt hús frá hernum sem síðar hlutu nöfnin Heiðarsel og Heiðarhvammur, rifin um 1985.
Á svæðinu var hýst stórskotalið og voru herbúðirnar höfuðstöðvar herfylkis.
Camp Aberdeen var stærsta braggahverfið, um 600 m norðaustan Geitháls. Grunnar flestra bragganna sjást enn vel.
Hólmur og nágrenni – loftmynd.
Camp White Heather herbúðirnar voru norðan við brúna yfir Hólmsá og uppi í Kotásnum, þar sem nú er íbúabyggð. Þar hafðist við lítil undirfylking skriðdrekaliðs.
Nokkur ummerki eru eftir veru hersins á svæðinu.
Camp Clapham 2022.
Camp Clapham herbúðirnar voru austan við gamla Þingavallaveginn ( Hafravatnsveginn), um 350m fyrir austan Geitháls.
Á svæðinu sem hverfið náði yfir eru nokkrir steyptir braggagrunnar og vegir. Margir braggabotnar voru rifnir upp og notaðir í Steinullarverksmiðjuna.
Geitháls
Býlið Geitháls var byggt við gatnamót Þingvallavegar og Suðurlandsvegar (Austurvegar).
Geitháls.
Eldra íbúðarhúsið á Geithálsi var tvílyft, bárujárnsklætt timburhús á steinhlöðnum grunni. Húsið var um 8×8,2 m og lá norðvestur-suðaustur, með bíslag á norðvesturgafli. Austan við það var skemma (11×8,2 m. Árið 1940 var gamla bæjarhúsið og skemman á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi. Það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Hólmsá, sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið, var færð sunnar þegar nýi Suðurlandsvegurinn var gerður.
Geitháls – túnakort 1916.
Á Geithálsi var bæði búskapur og greiðasala. Þar var símstöð frá 1909. Geitháls varð vinsæll áningarstaður og voru þar oft mikil læti eins og fram kemur í blaðagrein frá 1927: ,,Mér er kunnugt um það, að sá veitingamaður, sem nú rekur veitingar á Geithálsi, kysi ekkert fremur en að honum væri veitt aðstoð til að bægja ölvuðum óþjóðalýð burt frá staðnum, svo að honum gæti veist næði til að reka þar veitingar fyrir friðsama gesti. Geitháls er sérlega vel fallinn til sunnudagaheimsókna Reykvíkinga, bæði sökum góðs húsrúms og einnig vegna fegurðar þar í kring, og þá ekki síst fyrir ríðandi fólk, því að þar er gnægð góðrar hagbeitar og vatns fyrir hesta.“
Geitháls 1920-1935.
Árið 1940 var gamla bæjarhúsið á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi, en það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Engin hús eru í dag á Geithálsi, en leifar eru þar af steinhlöðnum vegg sem hefur verið í porti norðan við gamla húsið. Hólmsá sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið var færð sunnar þegar nýi vegurinn var gerður. Túnakort er til af bæjarstæðinu frá 1916. Á stríðárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls.
Geitháls – geitakofi.
Bæjarstæðið hefur verið byggt utan í hjalla sem hefur verið stallaður upp frá gamla Suðurlandsveginum. Við veginn voru kálgarðar og norðan við þá hefur verið gerður sléttur stallur þar sem íbúðarhúsið og útihúsin stóðu áður. Norðan við húsin var steinhlaðinn veggur sem stendur enn. Ef rýnt er í þessa hleðslu má sjá að hún er samsett, þ.e.a.s. þetta eru leifar af veggjum úr húsum og jarðvegsvegg, um 25 m á lengd, sem gæti líka verið að hluta endurhlaðinn. Vestast á bæjarstæðinu, stallinum, eru leifar tveggja útihúsa úr torfi og grjóti og er austasta vegghleðslan, veggjarkampur, hluti af þeim.
Geitháls 2010.
Suðaustan við veggjakampinn eru sex steinþrep í steinhleðslunni upp á hjallann og frá þeim liggur hleðslan áfram til suðausturs að hlöðnum gafli, en hluti hleðslunnar hefur verið hliðarveggur í útihúsi og gaflinn hefur tilheyrt því. Hornrétt á hann er hleðsla sem gæti hafa verið annar gafl sem gæti hafa tilheyrt skemmu. Þrepin hafa verið gerð síðar því þau sjást ekki á elstu ljósmyndunum. Þegar túnakort var gert 1916 voru tveir kálgarðar fyrir framan bæjarstæðið, meðfram veginum, sem voru afmarkaðir með steinhlöðnum görðum, en sunnan við veginn voru tún bæjarins. Þar sem íbúðarhúsin stóðu og á hlaðinu þar fyrir aftan er mosavaxinn malarjarðvegur.
Geitháls – minjar.
Lítil ummerki eru eftir húsin. Tveir litlir steyptir fletir, sem á eru fest tvö járnrör, eru uppi á stallinum þar sem var inngangur á suðvesturhlið íbúðarhúsanna, og rafmagnskapall stendur upp úr jörðinni þar sem inntakið gæti hafa verið. Bæjarstæðið er mosa- og grasigróið en trjágróður og lúpína sækja stíft að bæjarstæðinu.
Heimildir:
-Þór Whitehead, 2002. Ísland í hershöndum, bls. 124-125.
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá, Reykjavík 2010.
-Bjarki Bjarnarson og Magnús Guðmundsson 2005. Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, bls. 196 og 295.
-Túnakort 1916, Geitháls, Þjóðskjalasafn.
-Vísir 25.08.1927, bls. 4.
-Þjóðviljinn 14.05.1963.
-Alþýðublaðið 28.06.1963.
-Vísir, 15.08.1940.
Herbúðir í landi Geitháls og Hólms, horft í vestur með Hólmsá og Suðurlandsvegi. Neðst til hægri er Camp White Heather við beinan veg, Camp Omskeyri við bogadregin veg aðeins vestar, Camp Geitháls Dump við Geitháls. Vestan við Geitháls ofarlega á myndinni er hvítur braggi sem var kvikmyndahús og síðar steinullarverksmiðja (213-66), þar voru Camp Phinney og Camp Swansea. Myndin er líklega tekin 1943-1945.
Íslandsheimsókn Friðriks VIII árið 1907
Í Tímanum 19. des. 1958 segir Þ.M.J. frá útgáfu bókarinnar um “Íslandsferðina 1907”, þ.e. ferð Friðriks VIII, Danakonungs til Íslands það ár.
Konungsheimsókn Friðriks VIII. Bæjarbryggjan, Steinbryggjan í forgrunni. Danski fáninn við hún. Konungsflotinn sést fyrir utan, 1907. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.
“Sama árið og Friðrik VIII. varð konungur, bauð hann og ríkisþing Dana alþingismönnum og ráðherrum Íslands til Danmerkur, og var þeim tekið þar með mikilli viðhöfn og vinahótum.
Árið á eftir (1907) kom svo konungur hingað til lands ásamt fjörutíu dönskum ríkisþingmönnum og fleira dönsku stórmenni, þar á meðal Haraldi prinsi syni sínum, J.C. Christensen, forsætisráðherra Dana og sagnfræðingnum Troels-Lund. Með í förinni voru og blaðamennirnir Holger Rosenbérg og Sven Poulsen, sem skrifuðu bók um förina til Íslands, og kom hún út á dönsku sama ár og förin var farin, en nú í fyrsta sinn hefur hún verið þýdd og gefin út á íslenzku.
Jens Christian Christensen (J.C. Christensen); 21. nóvember 1856 – 19. desember 1930. Embættismenn er jafnan vanmetnir þegar kemur að sögulegum “ákvörðunartökum” valdhafa.
Segja þeir í inngangi bókarinnar, að sá hafi orðið árangur Íslandsferðarinnar, að hinn norðlægari og suðlægari hluti ríkisins hafi tengzt stórum traustari böndum en áður. Íslendingar tóku vel á móti konungi og fylgdarliði hans.
Konungur vann sér hér vinsældir vegna ljúfmannlegrar framkomu snnar, en fyrst og fremst fyrir það, að Íslendingar álitu hann vera sér hliðhollan í sjálfstæðisbaráttu sinni. En blaðamennimir hafa misskilið Íslendinga er þeir halda, að gestrisni þeirra hafi táknað, að þeir vildu bindast Danmörku enn fastari böndum en áður. Eg man að vísu eftir einni þingmálafundarsamþykkt frá vorinu 1907, þar sem samþykkt var, að fundurinn óskaði eftir, að Ísland yrði bundið sem traustustu ríkissambandi við Danmörku. Á öðrum fundi í sama kjördæmi kom fram samskonar tillaga, en henni var vikið til hliðar, áður en hún var borin upp. En þetta voru undantekningar. Samþykkt Þingvallafundarins 1907 segir aftur á móti vilja meirihluta þjóðarinnar, eins og sannaðist við þingkosningarnar 1908.”
Friðrik VIII Kristjánsson.
Í Morgunblaðinu 4. ágúst 2007 mátti m.a. lesa eftirfarandi um “Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907”: “Þriðjudaginn 30. júlí eða níu dögum eftir að lagt var af stað [frá Danmörku], með viðkomu Færeyjum, gekk konungur á land í Reykjavík. Allt var með hátíðabrag í bænum, hús voru skreytt og spariklætt fólk á ferli. Í fjöldanum mátti sjá konur í þjóðbúningi, einkennisklædda embættismenn, danska og franska sjóliðsforingja, ræðismenn erlendra ríkja í viðhafnarbúningi, bændur, sjómenn og fleiri.
Friðrik VIII. gekk upp Steinbryggjuna eftir rauðum flosdregli en við enda hans reis hár heiðursbogi, inngangur í bæinn.
Friðrik VIII og fylgdarlið koma til Reykjavíkur 30. júlí 1907.
Hannes Hafstein ráðherra bauð konung velkominn og kynnti fyrir honum helstu embættismenn. Á bryggjunni voru meðal annars eftirtaldir meðlimir í móttökunefnd: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guðmundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Síðan fylgdi Hannes konungi og fylgdarliði um götur til búsetu í latínuskólanum sem breytt hafði verið í konungsbústað og var fljótlega nefndur konungshöllin.
Hannes Hafstein (1861-1922). Fyrsti ráðherra Íslands (01.02.1904-31.03.1909). Hannes varð fyrsti ráðherra Íslands frá og með 1. febrúar 1904. Meðan Hannes var ráðherra var sími lagður til landsins. Deilur risu um uppkast að nýrri stjórnarskrá og var kosið um „Uppkastið“ árið 1908. Andstæðingar Uppkastsins unnu sigur og Björn Jónsson varð ráðherra 31. mars 1909. Þá varð Hannes bankastjóri Íslandsbanka. Hannes varð ráðherra í annað sinn 24. júlí 1912, þá fyrir Sambandsflokk, þegar Kristján Jónsson lét af embætti, og sat til 21. júlí 1914. Á því tímabili var fánamálið mjög til umræðu, og tapaði Hannes atkvæðagreiðslu um skipan nefndar um tilhögun og tillögugerð í fánamálinu. Tók Sigurður Eggerz við ráðherraembætti af Hannesi. Hannes settist þá aftur í bankastjórastól Íslandsbanka og sat þar til 1917 er hann sagði af sér vegna heilsubrests.
Í latínuskólanum undirritaði konungur þrenn lagafyrirmæli handa Íslendingum, ein um aðflutningsgjöld en hin varðandi útvegsmál. Voru það fyrstu lög sem staðfest höfðu verið á íslenskri grund. Frá sama stað var ennfremur tilkynnt um að skipuð yrði nefnd ríkisþingmanna og alþingismanna til þess að gera ráðstafanir til nýrrar löggjafar varðandi stjórnskipunarlega stöðu Íslands í Danaveldi.
Seinna um daginn var móttökuhátíð í Alþingishúsinu. Deginum lauk með stórri veislu sem Íslandsráðherra og alþingisforsetar buðu til…”
Á vefsíðunni Hugi.is mátti árið 2013 m.a. lesa eftirfarandi um konungskomuna eftir Örn H. Bjarnason árið 1907 undir fyrirsögninni “Gamlar götur”:
“Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. [Friðrik 8. af Glücksborg var konungur Danmerkur frá 1906 – 1912. Hann var elstur barna Kristjáns konungs 9. og Lovísu af Hessen-Kassel.]
Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.
Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana “Ísland 1907.”
Áhugavert er að skoða ljósmyndir teknar þessa sumardaga, pípuhattar í öllum áttum og harðkúluhattar, barðastórir kvenhattar, upphlutur og skotthúfur, skautbúningur og möttull. Í bakgrunninum voru derhúfur en á húfum lúðurþeytara voru sérstakir borðar. Allir báru höfuðföt sem er hyggilegt enda fer að sögn veðursérfræðinga 75% af hitatapi líkamans um höfuðið.
Skrúðganga í Reykjavík í tilefni heimsóknar Friðriks VIII.
Svo voru það skínandi einkennisbúningarnir. Myndir frá þessum tíma eru allar í svart/hvítu og þess vegna heldur maður kannski að í gamla daga hafi allt verið svo leiðinlegt. Svo var þó ekki ef marka má allar sögurnar og eitt er víst að þarna var ekki litlaus hópur á ferð, öðru nær.
Tildur segjum við í dag á stíllausri öld, en gleymum því ekki að á bak við stífa framkomu þessa fólks leyndist oft hörku dugnaðar. Það er meira en að segja það að fara í 7 daga hestaferð á Íslandi að viðbættum íþyngjandi ræðuhöldum, ofáti og skjalli hvers konar sem sterk bein þarf til að þola. Auk þess var mikil pólitísk spenna í loftinu vegna sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Frá Reykjavík á Þingvöll
Ferðin hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík. Konungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Mér skilst að Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, hafi skaffað þessa gráu hesta.
Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir.
Axel V. Tulinius.
Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast. Þannig var það einnig við undirbúning þessarar ferðar.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Þetta líktist meira innrásinni í Rússland eða herleiðingu eins og sagt er frá í Gamla testamentinu hjá Móse frá Egyptalandi eða Esekiel til Babylon, erillinn var svo mikill. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru.
Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. Þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. Konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. Þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson þingmaður Borgfirðinga síðar biskup yfir Íslandi.
Guðmundur Björnsson, alþingismaður. Alþingismaður Reykvíkinga 1905–1908, konungkjörinn alþingismaður 1913–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
Forseti efri deildar 1916–1922. Milliþingaforseti efri deildar 1915.
Guðmundur Björnsson 2. Þingmaður Reykvíkinga, Amtmannsstíg 1, fékk engan hest enda hefur hann sjálfsagt verið með sína eigin hesta í ferðinni.
Í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907 býður Daniel Danielsson hinni háttvirtu Heimboðsnefnd vagnhesta til kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í bréfinu, að hann treysti sér ekki til að fara neðar þar sem hann telji að verð á hestum á sumri komandi verði mjög hátt. Þetta var svo sannarlega uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka.
Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður. Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Matargerð er í þeirra augum listgrein og að skeggræða um mat umræðuefni sem stendur jafnfætis heimspekitali á gangstéttarkaffihúsum stórborganna. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari. Danir eru heimsmenn.
Djúpidalur.
Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs.
Gamli Þingvallavegurinn 1907.
Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá. Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
Friðrik VIII.
En hver var þessi konungur sem verið var að hrópa húrra fyrir? Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga. Árið 1869 gekk hann að eiga sænska prinsessu Louise að nafni.
Frímerki af tilefni eitt hundrað ára minningar um komu Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands 1907.
Og þjóðin sem hann var að heimsækja hvernig var hún? Af því að maður er svolítið blindur á sitt eigið fólk þá gerði ég það að gamni mínu að fletta upp í Nordisk Konversasions Leksikon, 5. bindi, bls. 183. Þar stendur: “Íslendingar tilheyra hinum hvíta kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfirlitum og langhöfðar. Þeir eru með blá augu og grannvaxnir.” Þetta fannst mér áhugaverð lesning, en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í alfræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokkum Íslendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna.
Að loknum kvöldverði þennan fyrsta dag gekk konungur um meðal fólksins í tvo klukkutíma. Hann var skrafhreyfinn og lék við hvern sinn fingur. Engin þreytumerki voru á honum að sjá.
Þjóðhátíð á Þingvöllum
Friðrik VIII á Þingvöllum.
Næsta dag 2. ágúst var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Drifhvítar tjaldborgir höfðu risið þar og byggður hafði verið konungsskáli í hallanum upp að Almannagjá ekki langt frá Öxarárfossi en í Hestagjá voru höfð hross sem þurftu að vera til taks. Ekki létu fréttamennirnir sig vanta en Guðmundur Finnbogason var fulltrúi Blaðamannafélagsins. Þegar á ferðina leið reyndust fréttamennirnir hvað dugmestir. Það er ótrúlegt hvað forvitnin er mikið hreyfiafl.
Í Valhöll var snæddur hádegisverður, en kl. 1 hófst Lögbergsgangan og tóku nær 6000 manns þátt í henni. Það var regnkápuveður þennan dag og margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Hannes Hafstein flutti konungsminni. Ýmsir aðrir tóku til máls. Tulinius sýslumaður stjórnaði glímukeppni og sigraði Hallgrímur Benediktsson í þessari keppni en þriðji varð Jóhannes Jósefsson sem síðar var kenndur við Hótel Borg en hann hafði lagt sig eftir grísk rómverskum fangbrögðum og var talinn öflugur glímumaður. Sem sigurmerki fékk Hallgrímur birkigrein og síðan var hann borinn af sviðinu í gullstól.
Björn M. Olsen; Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
Björn M. Olsen prófessor fræddi fólkið um Úlfljótslög, Grágás, Járnsíðu og Jónsbók. Eins sagði hann frá því hvernig Gissur Þovaldsson sendi árið 1238 Hjalta biskupsson upp á þing með stóran flokk manna til að hleypa þinginu upp. Svo var það bardaginn á Alþingi eftir Njálsbrennu og hvernig dómi var hleypt upp árið 999 er dæma skyldi í máli á hendur Hjalta Skeggjasyni um goðgá. Það var síður í frásögur færandi að oftast fór þingið fram með hinni mestu friðsemd og spekt.
Lítillega sagði prófessorinn frá því hvernig þjófar höfðu verið hengdir við Gálgaklett og konur sem höfðu borið út börn sín eða deytt á annan hátt drekkt í Drekkingarhyl. Þetta gerði stóra lukku.
Um kvöldið var haldin hátíðarveisla. Þar flutti Sveistrup þjóðþingsmaður ræðu fyrir minni íslenska hestsins, en konungur mælti fyrir minni kvenna. Aðeins ein kona Ragnheiður Hafstein eiginkona Íslandsráðherra var í veislunni, sem mönnum þótti alveg kappnóg. Konungur beindi orðum sínum til hennar frekar en að tala út í buskann til allra þeirra kvenna sem voru annars staðar. Dansað var á palli fram á nótt og tók konungur þátt í dansinum.
Verst var að hesturinn sem Sveistrup lofaði hvað mest í fjörugri ræðu sinni fældist nokkrum dögum seinna fyrir vagni hans uppi á Hellisheiði. Sveistrup hlaut nokkrar skrámur á enni og mikil mildi að ekki hlaust verra af.”
Frá Þingvöllum að Geysi
Minningarsteinn um komu Friðriks VIII til Geysis 1907.
Næsta dag þann 3. ágúst var svo riðið hjá Skógarkoti Skógarkotsveg og í Vatnsvíkina hjá Vellankötlu um Gjábakkastíg og Barmaskarð á Laugarvatnsvelli. Þangað var komið um hádegisbil og beið þar stórt veitingatjald. Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 hafði sent þangað 160 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 franskbrauð…”
Í Fréttablaðinu 7. maí 2019 er fjallað um Gamla Þingvallaveginn á þeim nótum að hann “fái veglegri sess með friðlýsingu”. Þar segir:
Mosfellsheiði.
“Þrjú sveitarfélög við Mosfellsheiði og minjavörður Suðurlands vilja að hafið verði ferli til að breyta skilgreiningu á nítjándu aldar hestvagnavegi sem liggur frá Geithálsi að Almannagjá úr því að vera friðaður í það að verða friðlýstur. Þá yrði vegurinn merktur og vakin á honum athygli sem menningarminjum.
Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur.
„Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu.
Gamli Þingvallavegur frá 1907 millum Djúpadals og Þingvalla.
Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes-og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.
Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur.
Konungsheimsókn Friðriks VIII 1907. Hannes Hafstein ráðherra kveður konung á Bæjarabryggju (Steinbryggjunni).
Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.
„Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða
heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri.
Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei.”
Heimildir:
-Tíminn 19. des. 1958, Íslandsferðin 1907, bls. 8.
-Gamlar götur-Konungskoman árið 1907, Örn H. Bjarnason – https://www.hugi.is/saga/greinar/130222/gamlar-gotur-konungskoman-1907/
-Örn H. Bjarnason. Konungskoman árið 1907. Heima er bezt 53. árg., 3. tbl., mars 2003, bls. 122-127.
-Fréttablaðið 7. maí 2019, Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu, bls. 6.
-“Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð”, Þ. M. J – Heimsókn Friðrik VIII Danakonungs til Íslands 1907, rit Landsbókasafns Íslands 2007 – https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/9442/Konungskoma_%C3%ADslenska.pdf?sequence=1
-Morgunblaðið 4. ágúst 2007, Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907, Lesbók Morgunblaðsins.
Friðrik VIII. með ríkisþings- og alþingismönnum við Miðbæjarskólann í Reykjavík.
Sólfarið
Skúlptúrinn “Sólfarið” er einn af mest heimsóttu stöðum hér í Reykjavík. Hann er við Sæbraut, aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Hörpu og Hallgrímskirkju.
Jón Gunnar Árnason.
Listamaðurinn Jón Gunnar Árnason gerði skúlptúrinn sem staðsettur er niðri við sjávarsíðuna hér í Reykjavík. Jón Gunnar Árnason (1931-1989) var vélsmiður að mennt en gerðist myndlistarmaður seint á sjötta áratugnum. Hann var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, SÚM-hópsins og Nýlistasafnsins í Reykjavík. Listferill Jón Gunnars er fjölbreyttur og var hann óhræddur við að fara nýjar leiðir í listsköpun sinni. Hann vann verk gjarnan í málma og vísaði ýmist í sagnir fortíðar eða kosmískar kenningar. Nokkur verka hans standa í borgarlandslaginu en þekktast er Sólfarið við Sæbraut.
Borgarráð ákvað að efna til listaverkasamkeppni og minnast borgarinnar með útilistaverki. Sun Voyager (Sólfarið) var vinningshönnunin. Listamaðurinn lýsti skúlptúrnum sem Óði til sólarinnar eða draumabát. Hann sagði að þetta væri „loforð um ófundið landsvæði, draum um von, framfarir og frelsi. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að þessi skúlptúr átti upphaflega að vera neðar á strandlengjunni og snúa í vestur í átt að Norður-Ameríku.
Skúptúr við Sæbraut.
Það mun vera algengur misskilningur að Sólfarið sé víkingaskip og að sýn listamannsins hafi verið á ferð íslenska víkingsins Leifs Eiríkssonar eða Leifs heppna til að finna Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus gerði það. En í stað þess að snúa til vesturs endaði skúlptúrinn með því að snúa í norður á þessum pínulitla skaga, sem listamaðurinn sjálfur kallaði í gríni, Jónsnes eða Jónsskaga.
Eins og sjá má átti íslensk víkingaarfleifð stóran þátt í hönnuninni þar sem það lítur út eins og víkingalangskip gert með hvalabeinum úr ryðfríu stáli sem standa á graníthring.
Skúlptúr við Sæbraut.
Skúlptúrinn er gríðarlegur (4,2 m x 8,8 m x 3,6m / 16,7 in × 34,6 in × 14,2 tommur) og nær út í geiminn að hafið, himinninn og hugur áhorfandans verða hluti af listaverkinu í heild sinni.
Skúlptúr við Sæbraut.
Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 efndu íbúasamtök Vesturbæjar til samkeppni um útilistaverk. Sólfar Jóns Gunnars varð fyrir valinu og var frummyndin, lítill álskúlptúr gefin Reykjavíkurborg til stækkunar. Sólfarið var sett niður við Sæbraut í fullri stærð og afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990. Ári áður féll listamaðurinn frá, langt fyrir aldur fram, og náði því aldrei að njóta verksins í endanlegri mynd.
Skúlptúr við Sæbraut.
Verkið er úr ryðfríu stáli og stendur á graníthellum með svokallaðri ráðhússteypu í stétt umhverfis hellurnar. Aðstoð við frumvinnu og eftirfylgni veitti Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður. Sigurjón Yngvason, tæknifræðingur, sá meðal annars um gerð verklýsingar í samvinnu við Jón Gunnar og hafði eftirlit með smíði og uppsetningu verksins. Reynir Hjálmtýsson hafði yfirumsjón með smíði verksins í Vélsmiðjunni Orra í Mosfellssveit. Stærð verksins er 900 x 1800 x 700 cm.
Skúlptúr við Sæbraut.
Sitt sýnist hverjum um staðsetningu verksins við Sæbraut og setja menn helst fyrir sig að skipið snúi ekki stefninu í vestur, í sólsetursátt, samkvæmt hugmyndafræðinni á bak við verkið.
Staðarval Sólfarsins einskorðaðist í upphafi við vesturbæ Reykjavíkur af augljósum ástæðum. Samkvæmt fyrstu tillögum Jóns Gunnars var gert ráð fyrir að Sólfarið stæði á Landakotstúni og stefnið vísaði til miðborgarinnar en skutur að Landakotskirkju. Einnig kom til greina að skipið stæði í Reykjavíkurhöfn á þar til gerðum stöpli. Ánanaust var hins vegar sá staður sem hugnaðist Jóni Gunnari best en áætlanir um breytt skipulag Reykjavíkurborgar komu í veg fyrir það.
Skúlptúr við Sæbraut.
Endanleg ákvörðun var tekin í samráði við Jón Gunnar um staðsetningu Sólfarsins við Sæbraut á litlu nesi, sem hann kallaði Jónsnes í gríni. Hann vissi vel að þótt Sólfarið yrði niðurnjörvað með stefnið í norður þá skipti það ekki máli.
Skúlptúr við Skúlagötu.
Sólfarið var smíðað eftir fríhendisteikningum Jóns Gunnars og óreglulegt form þess, síbylgjandi línur og ljóðræn hreyfing, sem einkenna svo mörg listaverka hans, gera það að verkum að það er eins og skipið svífi í lausu lofti. Það teygir sig út í rýmið þannig að hafið, himinninn og hugur áhorfandans verður hluti af verkinu. Fyrir vikið er Sólfarið gætt þeim einstaka eiginleika að geta flutt hvern og einn þangað sem hugur hans leitar. Fæst verka Jóns Gunnars eru augljós enda sagði hann sjálfur að öll list ætti að hafa merkingu eða boðskap sem vísaði út fyrir hana sjálfa — áhorfandinn ber alltaf ábyrgð á að túlka verkin á sinn hátt og gerist þannig þátttakandi í mótun listaverksins. Verk Jóns Gunnars gera iðulega slíka kröfu til áhorfandans og veita honum þannig tækifæri til að uppgötva nýjan sannleika með þátttöku sinni.
Sólfarið – líkan.
Jón Gunnar var orðinn mjög veikur þegar hafist var handa við stækkun og smíði Sólfarsins og lést hann í apríl 1989. Sá sem ekki veit betur heldur að verkið hafi orðið til á þessu tímabili og ímyndar sér að það tengist hugleiðingum Jóns Gunnars um dauðann — að Sólfarið flytji sálir í ríki dauðans en það er alrangt. Hugsunin er falleg út af fyrir sig en hún er ekki í samræmi við hugmyndafræði Jóns Gunnars. Sólfarið er draumbátur, óður til sólarinnar og felur í sér von og birtu.
Heimildir m.a.:
-https://listasafnreykjavikur.is/frettir/listaverk-vikunnar-solfar
-https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3lfar
Skúlptúr við Sæbraut.
Leifur Eiríksson í bakgarðinum
Víða hefur Leifi Eiríkssyni verið minnst sem fyrsta norræna landnámsmannsins í Ameríku. Af því tilefni hefur honum m.a. verið reist minnismerki á eftirtöldum stöðum, auk minnismerkja á Íslandi og í Noregi.
Christofer Columbus – stytta á Rode Island.
Kristófer Kólumbus (1451–1506) var ítalskur landkönnuður og kaupmaður. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 (sem hann áleit austurströnd Asíu og nefndi því Vestur-Indíur) var sögð fyrsta skjalfesta ferð Evrópubúa til Ameríku, eftir að norrænir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Hún markaði upphafið að umfangsmiklu landnámi Evrópubúa vestanhafs.
Leifur Eiríksson, sonur Eiríks rauða. Eiríkur rauði Þorvaldsson (d. um 1006) var fyrstur til að nema land á Grænlandi. Eiríkur fæddist í Noregi og var sonur Þorvaldar Ásvaldssonar, en kallaður „rauði“ vegna hárlitarins. Þeir feðgar flæmdust frá Noregi vegna vígamála. Sigldu þeir þá til Íslands og nam Þorvaldur land á Dröngum á Ströndum. Íslendingasagan Eiríks saga rauða segir frá ævi hans.
Þegar vísbendingar um árangur Leifs Eriksons sem fyrsta Evrópumannsins til að ná ströndum Norður-Ameríku fundust um miðjan 1800, varð vakning um afrek þessa sporgöngumanns í framhaldinu voru minnisvarðar, styttur og brjóstmyndir, settar upp víðsvegar um Norður-Ameríku, hér á landi, í Grænlandi sem og í Noregi.
Leifur “heppni” tilgreindur í Hauksbók frá því á 13. öld í Sögu Eiríks rauða.
Norrænu sögurnar um uppgötvun Leifs á Ameríku voru þýddar á ensku árið 1838 og bandarískir innflytjendur uppgötvuðu í framhaldinu framlag Leifs Eiríksonar til sögunnar. Sögurnar náðu verulegum vinsældum meðal almennings á síðari hluta 19. aldar.
Fyrstu uppgötvanir víkingaskipsfundarins við Tune árið 1867, uppgötvun Gauksstaðaskipsins í kjölfarið árið 1880 sem og Osebergsskipsins árið 1903 gáfu uppgötvunum um ferðir Leifs Eiríksonar aukna athygli.
Ferð Leifs um austurströnd Norður-Ameríku.
Leifur heppni Eiríksson (um 980—um 1020) var landkönnuður sem er sagður hafa komið til Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa. Talið er að Leifur hafi fæðst um árið 980 á Íslandi, sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar og Þjóðhildar konu hans. Hann flutti með foreldrum sínum til Grænlands ungur að árum, ásamt bræðrum sínum, Þorvaldi og Þorsteini. Í Grænlendinga sögu segir frá því að Leifur keypti skip Bjarna Herjólfssonar sem hafði áður villst til Norður-Ameríku, en steig ekki á land.
Um árið 1000 sigldi Leifur frá Grænlandi og kom fyrst að Hellulandi
(líklega Baffinsland). Hann sigldi því næst sunnar og kemur nú að skógi vöxnu landi (Marklandi), líklega Labrador. Að lokum er talið að hann hafi komið til Nýfundnalands. Leifur nefndi það Vínland eftir að hann fann þar vínber. Einnig voru þar ár fullar af fiski og grasið grænt árið um kring. Á Vínlandi byggðu Leifur og fylgismenn hans nokkur hús og höfðust við yfir veturinn.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Á heimleiðinni til Grænlands bjargaði Leifur 15 skipsbrotsmönnum af skeri og fékk upp úr því nafngiftina ‚hinn heppni‘.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er kennd við Leif heppna.
Í Bandaríkjunum er 9. október ár hvert kallaður Dagur Leifs Eiríkssonar, og er til að minnast Leifs heppna og landafunda norrænna manna í Vesturheimi. Stytturnar af Leifi má m.a. finna á eftirfarandi stöðum:
Los Angeles, Kalifornía
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Los Angeles.
Þessi virðing til norræna landkönnuðarins í Griffith Park er með stærri bronsbrjóstmynd af ungum Leifi Eiríksyni sem er settur upp á granítsúlu, um sjö fet á hæð. Hún var afhent borginni í október 1936 sem gjöf frá Nordic Civic League, einu af mörgum skandinavískum samtökum sem voru starfandi í Suður-Kaliforníu á þeim tíma.
Chicago, Illinois
Stytta Leifs Eiríkssonar í Humboldt Park var gefin af norska samfélaginu í norðvesturhluta Chicago árið 1901. Nicolay Grevstad útskýrði í Skandinaven í Chicago að Kólumbíusýningin 1892-1893 hefði verið innblástur hugmyndarinnar um minnismerkið. Þá var skipuð nefnd í þeim tilgangi á þeim tíma að minnast mætti landafundanna. Myndhöggvarinn var Sigvald Asbjornsen (Osló 1897 – Skokie, Illinois, 1954), bandarískur listamaður af norskum uppruna.
Boston, Massachusetts
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Boston.
Bronsstyttan í Massachusetts er af Leifi Eiríkssyni. Styttan er myndhögguð af Anne Whitney og reist meðal annars af norska fiðluleikaranum Ole Bull. Hún er staðsett á Commonwealth Avenue við Charlesgate East og varð það táknrænt samband milli Ameríku og Skandinavíu. Leifur er þar sagður „maður af líkamlegri fegurð og krafti, í búningi hins forna skandinavíska stríðsmanns“. Styttan er á stórum marmarastalli, með tveimur bronsmyndum á hliðunum. Styttan var gerð árið 1886 og afhjúpuð 29. október 1887.
Waltham, Massachusetts
Turninn við Norumbega Rd. á bökkum Charles River hefur að geyma styttu af Leifi Eiríkssyni í stuttri fjarlægð. Eben Norton Horsford, prófessor og áhugafornleifafræðingur, var sannfærður um að árið 1000 hafi Leifur Eiríksson siglt upp Charles-ána og byggt hús sitt þar sem nú er Cambridge, Mass.
Minningarskjöldur á turninum við Norumbega.
Horsford gróf smá (bókstaflega) og fann nokkra grafna gripi sem hann fullyrti að væru norrænir. Á staðnum reisti hann minnisvarðann. Nokkrum kílómetrum uppstraums, við mynni Stony Brook (sem skilur að bæina Waltham og Weston), lét hann reisa turninn sem markar meinta staðsetningu víkingavirkis og borgar. Verk hans fengu lítinn stuðning frá almennum sagnfræðingum og fornleifafræðingum á tíma, og enn minna í dag.
Duluth, Minnesota
Minnisvarðinn í Duluth var gerður af John Karl Daniels árið 1956 og styrktur af norska samfélaginu árið 1956. Styttan er staðsett við Leif Erikson Park, 12th Ave. E og London Rd. Styttan var eftirlíking af styttunni af leifi í Boston.
St. Paul, Minnesota
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minnisota.
13 feta bronsstuttan fyrir utan þinghúsið í Minnesota í St. Paul, Minn., sýnir Leif Eiríkson, sem margir telja að sé fyrsti Evrópumaðurinn til að ná til Norður-Ameríku aftur árið 1000. Styttan var vígð á Leif Erikson degi, okt. 9, 1949. Myndhöggvarinn var John K. Daniels.
New Rochelle, New York
Við inngang Hudson Park (staðsett við Hudson Park Rd. og Pelham Rd.) við hlið styttu af Kristófer Kólumbus, stendur stórt grjót með bronsplötu: „Til heiðurs Leif Eiricsson, norska víkingnum sem uppgötvaði Bandaríkjamann árið 1000. Minnismerkið var reist af Midnattsolen Lodge #263, Sons and Daughters of Norway, 9. október 1932.“
Brooklyn, New York
Minnismerki um Leif Eiríksson í garði Leifs Eiríkssonar í new York.
Leif Ericson Park og Square í Bay Ridge, Brooklyn, N.Y. er 16 hektara almenningsgarður sem er vinsæll samkomustaður norræn-ameríska samfélagsins í New York. Hann er staðsettur á milli 66th og 67th Streets sem nær frá Fourth Avenue til Fort Hamilton Parkway. Leikvöllur nefndur eftir landkönnuðinum var opnaður árið 1936 á aðliggjandi lóð. „Leif Ericson Drive“ var endurnefnt árið 1969 af borgarstjórn til viðurkenningar fjölmenns samfélags íbúa Norðurlandanna í Bay Ridge.
Minot, Norður-Dakóta
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minot.
Í suður af bænum Minot í Norður-Dakóta er nýjasta aðdráttarafl bæjarins, Scandinavian Heritage Park. Þar er um 230 ára gamalt hús frá Sigdal, Noregi; dönsk vindmylla; stytta og eilífur logi sem heiðrar fræga skandinavíska skíðamenn eins og Casper Oimoen og Sondre Norheim; og stytta af þessum fræga víkingaflakkara, Leifi Eiríkssyni. Bronsstytta er eftir Arlen Evenson frá Boundary Lake, N.D., og var afhjúpuð í Minot’s Scandinavian Heritage Park 12. október 1993. Framkvæmdin var styrkt af Íslenska minjafélaginu.
Cleveland, Ohio
Bronssteypan af Leifi Eiríkssyni í Ohio var gerð af Riverdog Foundry í Seattle, Washington. Fyrirmyndin var af heimsfrægri styttu af Leifi eftir myndhöggvarann August Werner árið 2001.
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Ohio.
Leikarar í Riverdog Foundry í Seattle, Washington, undir eftirliti Phillip Levine. Sjóðum safnað af Emilie Knud-Hansen, skipuleggjandi Leifs Ericson Þúsaldarnefnd Norðurstrandar Ameríku.
„Við vildum velja stað á vatninu sem myndi tákna allan lífsstíl víkingakönnuða sem hugnuðust ótrúlegar aðstæður á ótrúlegum bátum,“ sagði Emilie Knud-Hansen í tilefni af víxlunni.
Newport News, Virginía
Árið 1938 var í Newport News, Virginía, afhjúpuð 12 feta eftirlíking af Reykjavíkurstyttunni af leifi Eiríkssyni sem Þjóðardeild Íslands í Bandaríkjunum gaf Bandaríkjunum og sýnd var síðan á heimssýningunni í New York árið 1939.
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Newport.
Þótt öldungadeildarþingmaðurinn Warren G. Magnuson hafi síðar lagt til að styttan yrði flutt til Washington, D.C., til að horfa framhjá Potomac ánni, voru Íslendingadeildin og borgarar Newport News ánægðir með stöðu hennar á Sjóminjasafninu, þar sem hún er skoðuð árlega af þúsundum.
Mariner’s Museum í Newport News, Virginia er því með Leifs Eiríkssonar styttu, hannaða af Alexander Stirling Calder (amerískum myndhöggvara, 1870-1945) frá árinu 1938.
Seattle, Washington
Árið 1962 var 16 feta Leifs Eiríkssonar-stytta eftir August Werner reist við Shilshole Marina Bay í Ballard, Seattle, Wash. 2003. Seattle, Washington.
Stytta Leifs Eiríkssonar við Shilshole Bay Marina í Seattle.
Þetta var önnur brjóstmyndin af Leif Erikson eftir August Werner. Hún var gefin til “Leifs Erikson-stúku sona Noregs í Ballard” til heiðurs 100 ára afmæli þess af gefendunum Kristian Berg og Lillian Hagen.
Styttan var flutt á nýjan stað árið 2007 úr sýninu innanhúss í Sjóminjasafninu yfir í svæði utandyra á safnssvæðinu. Þar var hún umkringd rúnasteinum, sem bera nöfn skandinavískra innflytjenda. Jay Haavik, norsk-bandarískur listamaður á staðnum, hannaði grunninn og rúnasteinana.
Árið 2010 var fleiri innflytjendanöfnum bætt við rúnasteinana í kringum styttuna frá Seattle, sem gerði heildarfjöldann þá 1.767.
Árið 2014 var fimm hundruð níu nöfnum skandinavískra innflytjenda bætt við skjöldinn á botni Leifs Erikson styttunnar í Seattle, sem gerði heildarfjöldan þá 2.351 talsins.
Milwaukee, Wisconsin
Stytta Leifs Eiríkssonar í Milwaukee.
Í Milwaukee, Wisconsin, er eftirlíking af Anne Whitney styttunni í Boston og var reist í Juneau Park, við Lake Michigan vatnið, í nóvember 1887, um tveimur vikum eftir að Boston styttan var reist. Að beiðni gjafa þess, frú Joseph Gilbert, var engin vígsluathöfn. Árið 2003 var lýsingu bætt við styttuna. Þetta var átak sona Noregs Fosselyngen Lodge, Milwaukee-sýslu og borgarinnar Milwaukee.
Chicago, Illinois
Styttan af leifi Eiríkssyni í Humboldt Park var gerð Sigvald Asbjornsen 1901 og innblásin af Kólumbíusýningunni og heimssýningunni 1893.
Reykjavík, Ísland
Árið 1930 var reist stytta af Leifi Eiríkssyni í Reykjavík á Ísland. Stytta er gerð af A. Sterling Calder og var gjöf frá Bandaríkjastjórn á Alþingishátíðinni til að minnast 1.000 ára afmælis Alþingis Íslands, elsta þings heims.
Stytta af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti í Reykjavík.
Styttan var reist árið 1931 á Skólavörðuholti í Reykjavík.
Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga á Alþingishátíðinni 1930. Myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder gerði styttuna en
hann varð hlutskarpastur í samkeppni sem Bandaríkjastjórn efndi til árið 1929. Þegar styttan var gefin var tekið fram að hún kæmi til landsins sumarið 1931 og yrði þá vonandi fundinn viðeigandi staður. Sóttust Bandaríkjamenn eftir því að henni yrði valinn staður á Skólavörðuholti. Borgarstjóri samþykkti tillöguna í andstöðu við meirihluta borgarfulltrúa.
Eiríksstaðir, Ísland
Stytta af Leifi Eiríkssyni við Eiríksstaði.
Við Eiríksstaði er lítil bronsstytta af Leifi Eiríkssyni, sem stendur á skipsboganum, eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Þessi stytta hlaut annað sætið í keppni í Bandaríkjunum árið 1930 og tapaði fyrir styttu Sterling Calder, sem þá var gefin Íslandi. Syttunni var komið fyrir árið 2000 á bæ Eiríks rauða á Íslandi og fæðingarstað Leifs, á þúsund ára afmæli ferð Leifs til Norður-Ameríku.
Brattahlíð (Qassiarsuk), Grænlandi.
Önnur 10 feta eftirlíking af styttunni af Leifi Eiríkssyni í Seattle eftir August Werner var afhjúpuð árið 2000 á heimili Leifs og sveitabæ til að minnast 1.000 ára afmælis ferðarinnar. Fjármögnun var veitt af Leif Erikson International Foundation í Seattle og ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Grænlands.
Stytta Leifs Eiríkssonar við Brattahlíð á Grænlandi.
Við hátíðahöldin í Brattahlíð á Grænlandi í tilefni landafundaafmælisins afhentu Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Íslands, og Lise Lennert, menntamálaráðherra Grænlands, þjóðhöfðingjum landanna fyrstu eintökin af nýrri námsbók um Leif Eiríksson og landafundina. Bók um Leif Eiríksson var flutt með Íslendingi til Grænlands og afhenti Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra þær við afhjúpun styttunnar í Brattahlíð.
Þrándheimur (Throndheim), Noregur
Árið 1997 var reist í Þrándheimur, Noregi, 10 feta eftirlíking af styttunni í Seattle eftir August Werner. Hún var gefin borginni til að fagna 1.000 ára afmæli sínu. Leif Erikson Society í Seattle safnaði fjármunum frá framlögum til heiðurs innflytjendum, en nöfn þeirra voru áletruð við botn styttunnar.
L’Anse aux Meadows, Nýfundnaland
Stytta af Leifi Eiríkssyni á L’ans aus Medows.
L’Anse aux Meadows er staður á norðurodda eyjunnar Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust um 1960 minjar norrænnar byggðar frá víkingatíma. Norsku fornleifafræðingarnir Helge Ingstad og Anne Stine Ingstad grófu rústirnar upp, og rituðu tveggja binda verk um niðurstöðurnar. Ekki er hægt að fullyrða hvort staðurinn er Vínland, sem sagt er frá í fornritum.
L’Anse aux Meadows er eini staðurinn í Norður-Ameríku, utan Grænlands, þar sem víkingaminjar af þessu tagi hafa fundist. Eru þær vitnisburður um ferðir og búsetu Evrópubúa í Nýja heiminum mörg hundruð árum fyrir ferðir Kristófers Kólumbusar.
Frímerki með Leifi Eiríkssyni í tilefni af minningu landafundanna.
Þann 28. júlí árið 2013 var þarna, við veginn um 50 metra frá Norstead Village, var staðsett þriðja og síðasta eftirlíkingin af Seattle styttunni sem reist var nálægt Vinlandi. Þar er og að finna “gröf” Leifs (þ.e.a.s. í hinu sögulega samhengi).
Heimildir:
-https://www.norwegianamerican.com/leif-erikson-in-your-backyard/
-https://www.leiferikson.org/Timeline.htm
-https://is.wikipedia.org/wiki/Eir%C3%ADkur_rau%C3%B0i_%C3%9Eorvaldsson
-https://is.wikipedia.org/wiki/Leifur_heppni
Stytta af Leifi Eiríkssyni í Þrándheimi í Noregi.