Reykanes

Í Náttúrufræðingnum 1994-1995 skrifar Magnús Á Sigurgeirsson m.a. um jarðfræði Reykjaness: „Reykjanes er um 5 km langt, í SV-NAstefnu,og myndar suðvestasta hluta Reykjanesskagans. Það afmarkast af Stóru-Sandvík í vestri og Sandvík austan Háleyjabungu í austri.
Nesið er allt eldbrunnið og hrjóstrugt yfir að líta, að mestu þakið gróðurvana, sandorpnum og úfnum hraunum. Upp úr hraunbreiðunum rísa móbergs- og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu. Reykjanes-kort-21Næst ströndinni er Valahnúkur sem skagar í sjó fram en innar koma Bæjarfell, sem vitinn stendur á, Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell, sem er þeirra hæst. Á austanverðu Reykjanesi eru hraundyngjurnar Skálafell og Háleyjabunga. Hraun þeirra eru mjög misgengin og sprungin enda elst hrauna á nesinu. Að móbergsmyndunum og dyngjum frátöldum er nesið að mestu leyti þakið hraunum sem runnið hafa frá gossprungum. Eru það yngstu bergmyndanir þar, eins og raunar á við um Reykjanesskagann í heild. Stærst þessara hrauna á Reykjanesi er Tjaldstaðagjárhraun sem þekur um fimmtung nessins. Erfitt er að átta sig á stærð eldri sprunguhraunanna þar sem þau eru að miklum hluta þakin yngri hraunum.
Reykjanes liggur á mótum gliðnunar- og goshryggja Norður-Atlantshafsins og Íslands. Öll umbrot sem þar verða, eldvirkni og höggun, eru tengd gliðnunarhrinum. Á  Reykjanesskaga liggja skástíg eldstöðvakerfi hvert vestur af öðru og áfram eftir Reykjaneshryggnum á hafsbotni. Vestasta eldstöðvakerfið liggur um Reykjanes og er við það kennt. Það er um 25 km langt í suðvestur-norðausturstefnu og liggja syðst 9 km þess neðansjávar (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978).

Reykjanes-jardfraedi-1

Á sjókorti má glöggt sjá neðansjávarhrygg sem gengur suðvestur frá nesinu og er neðansjávarhluti Reykjaneskerfisins (Sjómælingar Íslands 1972).
Hraun á Reykjanesi eru úr basalti. Frá gossprungum hafa runnið hraun úr þóleiíti en frá dyngjum úr ólivínþóleiíti eða pikríti (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978). Á jarðfræðikortum Jóns Jónssonar (1963, 1978) er sýnd útbreiðsla, gerð og aldursafstaða helstu jarðmyndana á Reykjanesi.“
Páll Imsland hafi m.a. skrifað eftirfarandi um jarðfræði Reykjanesskagans í Náttúrfræðinginn 1985: „Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi. Það sem hér verður útlistað um almennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi er gert innan ramma plötukenningarinnar, sem er óneitanlega frjóasta og notadrýgsta heildarmynd, sem jarðfræðin hefur átt.

Reykjanes-jardfraedi-2

Á fáum stöðum á jörðinni tala merkin Ijósar á máli þessarar kenningar en einmitt hérlendis. Samhengið í jarðfræðilegri þróun er tiltölulega auðsætt hér, þó flókið sé, og samband „strúktúra“ og þeirra ferla, sem eru orsök þeirra, liggur ljósar fyrir en almennt gerist. Veldur því bæði, að landið er í hraðri myndun og eins hitt, að það er gróðursnautt, svo opnur eru yfirleitt mjög góðar í berggrunninn. Það er vegna þessa, sem Ísland gegnir gjarnan lykilhlutverki í jarðfræðilegum rannsóknum, er beinast að skilningi á jörðinni í heild.
Reykjanes-jardfraedi-3

Íslenska jarðskorpan verður til í rek- og gosbeltinu. Á Suðvesturlandi liggur þetta belti um Reykjanesskagann og Hellisheiðar-Þingvallasvæðið í átt til Langjökuls. Framhald þess til suðurs er sjálfur Reykjaneshryggurinn. Flói og Ölfus liggja á nýmynduðum vesturjaðri Evrópuplötunnar, er rekur til austurs með u.þ.b. 1 cm hraða á ári að meðaltali. Höfuðborgarsvæðið liggur hins vegar á nýmynduðum austurjaðri Ameríkuplötunnar, vestan við rekbeltið, og rekur með líkum hraða til vesturs (Leó Kristjánsson 1979). Landið verður því eldra, sem lengra kemur frá rekbeltinu. Nýtt land er ætíð að myndast í rekbeltunum. Það verður til, þar sem spennuástand í jarðskorpunni veldur því, að landið brotnar upp og myndar langar sprungnar ræmur eða spildur, sprungusveima. Þeir eru virkastir inn til miðjunnar, en jaðrar þeirra og endar eru venjulega minna sprungnir og eins er þar heildartilfærslan á sprungunum minni. Myndun nýrrar jarðskorpu í sprungusveimnum á sér stað samfara gliðnuninni. Það gerist á þann hátt að bergkvika neðan úr möttli jarðar streymir upp í sprungurnar og storknar þar eða vellur að hluta út yfir umhverfið í eldgosum.

Reykjanes-jardfraedi-4

Þessi nýmyndun jarðskorpu á sér ekki stað á einni ákveðinni sprungu, heldur dreifist hún á nokkrar þyrpingar sprungna, sprungusveimana. Á milli sjálfra sprungusveimanna er oftast minna um alla virkni. Stærð sprungusveima og afstaða þeirra hvers til annars er breytileg svo og framleiðslumynstur þeirra og e.t.v. „lífslengd“. Á Reykjanesskaganum liggja sprungusveimarnir skástígt og að allverulegu leyti samsíða. Annars staðar á landinu hliðrast þeir meira til á langveginn, svo að samsíða spildur þeirra eru tiltölulega styttri. Hver sprungusveimur þekkist á yfirborði af þrem gerðum sprungna: misgengjum, gjám og gossprungum. Misgengin mynda stalla í landslaginu og um þau hliðrast jarðlögin, sem þau skera, mest í lóðrétta stefnu. Misgengin hafa tilhneigingu til að mynda ákveðinn sigdal (graben) um miðbikið, þar sem virknin er mest. Þingvallalægðin er gott dæmi þar um. Rof og önnur eyðingaröfl hafa tilhneigingu til þess að brjóta niður og jafna út misgengisstallana jafnótt og þeir myndast. Ásamt jöklum hefur rennandi vatn tilhneigingu til þess að grafa landið í samræmi við gamalt sprungumynstur. Misgengin og gjárnar geta því orðið stýrandi þáttur í landslagsmótun í eldri berglögum. 

Reykjanes-jardfraedi-5

Opnu gjárnar myndast eingöngu á gliðnunarsvæðum. Um dýpi þeirra er lítið vitað. Með tímanum hafa roföflin og eldvirknin tilhneigingu til þess að fylla gjárnar. Gígaraðir myndast yfir gossprungum, þar sem kvikan berst til yfirborðsins. Hlaðast þar upp gígar, sem hraun renna frá. Á meðan jöklar lágu yfir gosbeltunum á kuldaskeiðum ísaldarinnar, hindruðu þeir hraunrennsli með þeim afleiðingum, að gosefnin hrúguðust nær öll upp yfir gosrásunum. Þá urðu til móbergshryggir, þar sem annars hefðu orðið gígaraðir. Móbergsfjöll eru áberandi í landslaginu austan og sunnan höfuðborgarsvæðisins, enda er það land að mestu leyti orðið til á síðasta hluta ísaldarinnar og þar af leiðandi lítið rofið.
Reykjanes-jardfraedi-6Um líf- eða virknitíma sprungusveimanna er fremur lítið af haldgóðri þekkingu til staðar, enn sem komið er. Flest bendir þó til þess, að líflengd þeirra séu takmörk sett í raun. Framan af framleiða þeir tiltölulega frumstætt berg og eingöngu basískt að samsetningu. Á sama tíma virðist einnig sprunguvirknin vera mest og e.t.v. ná lengst út til enda og jaðra. Er líður á, hefur virkni sprungusveimanna tilhneigingu til þess að safnast inn á miðsvæði þeirra. Þar myndast háhitasvæði, eldvirknin eykst þar hlutfallslega jafnframt því sem bergkvikan verður þróaðri að samsetningu. Eldgosin verða tíðari en gjarnan minni í hvert sinn. Ennfremur virðist sprunguvirknin fara minnkandi. Jarðfræðingar segja að megineldstöð verði til á sprungusveimnum. Þegar líður svo á þróun þessara megineldstöðva dregur aftur úr virkni þeirra og að lokum deyja þær út. Í flestum tilfellum deyr megineldstöð út samtímis því að nýr sprungusveimur verður til í nágrenninu; eitt kerfi (sprungusveimur-megineldstöð) deyr út og annað hliðstætt kerfi tekur við hlutverkinu. Hinn útdauða sprungusveim ásamt tilheyrandi megineldstöð rekur þá í heilu lagi út úr gosbeltinu til annarrar hvorrar áttarinnar, eftir því hvorum megin nýi sprungusveimurinn myndast. Eyðingaröflin byrja að brjóta megineldstöðina niður og ef til vill kaffærist hún að einhverju marki í gosefnum frá nýja sprungusveimnum.

Reykjanes-jardfraedi-7

Í þeirri þróunarsögu jarðskorpunnar, við sunnanverðan Faxaflóa, sem hér verður gerð grein fyrir, koma sjö sprungusveimar við sögu. Af þeim eru tveir útdauðir en fimm virkir. Hinir dauðu voru virkir á árkvarter og eru kenndir við Kjalarnes og Stardal. Á báðum þróuðust samnefndar megineldstöðvar. Hér er því bæði rætt um Kjalarnessprungusveiminn og Kjalarnesmegineldstöðina o.s.frv. Kjalarnesmegineldstöðin var virk á tímabilinu frá 2.8-2.1 miljón ára síðan en Stardalsmegineldstöðin á tímabilinu frá 2.1-1.6 miljón ára (Ingvar B. Friðleifsson 1973). Fyrstu merki megineldstöðvanna koma í ljós, þegar alllangt er liðið á þróunarskeið sprungusveimsins. Eldvirkni og sprunguvirkni hefst því á Kjalarnessprungusveimnum nokkrum hundruðum þúsunda ára áður en megineldstöðin sjálf hefur þróast svo, að hún verði þekkjanleg í jarðlagastaflanum.

Reykjanes-jardfraedi-8

Virku sprungusveimarnir fimm eru kenndir við stærstu jarðhitasvæðin, sem á þeim finnast, Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík, Svartsengi og Reykjanes. Hengils-sprungusveimurinn hefur þegar þróast í megineldstöð, en mjög nýlega. Það er hins vegar skilgreiningaratriði, hvort megineldstöð er til staðar á hinum sprungusveimunum enn sem komið er. Þeir bera sum merki dæmigerðra megineldstöðva, en vantar önnur. Þeir eru því allir ungir. Upphafs þeirra er að leita í sjó undan gamalli suðurströnd höfuðborgarsvæðisins seint á ísöld; að öllum líkindum fyrir minna en 700 þúsund árum.

 

Reykjanes-jardfraedi-16

Jarðlögum við sunnanverðan Faxaflóa má skipta upp í nokkrar ákveðnar stórar einingar. Hér er notast við fjórar myndanir.
(1) Tertíera myndunin er elst. Hún er gerð að mestu úr blágrýtishraunlögum og er mynduð áður en þeir sprungusveimar, sem hér er fjallað um, urðu virkir.
(2) Árkvartera myndunin liggur ofan á tertíera berginu. Hún er gerð úr hraunlögum og móbergi að mestu leyti. Hún varð til í þeim tveimur útdauðu sprungusveimum, Kjalarnes- og Stardalssveimunum, sem að ofan getur og virkir voru á fyrri hluta kvarters. Á báðum þróaðist megineldstöð með háhitakerfi og þróuðum bergtegundum (Ingvar B. Friðleifsson 1973).
(3) Nútímamyndunin er gerð úr móbergi frá síðasta jökulskeiði og hraunum, sem runnin eru eftir að ísöld lauk. Þetta berg hefur myndast í sprungusveimunum fimm, sem kenndir eru við Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík, Svartsengi og Reykjanes, en þeir eru allir virkir enn og framleiða nú jarðskorpu á sunnanverðu svæðinu. Þeir hafa ekki náð þroskastigi háþróaðra megineldstöðva.

Reykjanes-jardfraedi-11

(4) Grágrýtismyndunin er gerð úr grágrýtishraunum frá síðustu hlýskeiðum ísaldarinnar. Þessi hraun liggja á milli árkvarteru og nútíma myndananna. Þau verða ekki talin tilheyra ákveðnum sprungusveimum. Þau eru yfirleitt talin vera upp komin í dyngjum, en upptök eða gígasvæði þeirra flestra eru enn óþekkt. Á þeim tíma, er forverar Hengils-sprungusveimsins voru virkir og jarðskorpan á höfuðborgarsvæðinu var að myndast, var Reykjanesskaginn ekki til sem slíkur, eftir því sem best verður séð. Suðurströndin lá norðar en nú er. Hún hefur að sjálfsögðu verið eitthvað breytileg frá einni tíð til annarrar vegna ýmissa breytiþátta, svo sem: Uppbyggingar af völdum eldvirkninnar, niðurbrots af völdum sjávar og jökla, sem langtímum voru á svæðinu, og síðast en ekki síst vegna breytinga á jafnvægisástandi í jarðskorpunni af „ísóstasískum“ toga.

Reykjanes-jardfraedi-9

Við getum til einföldunar áætlað að lengst af hafi ströndin legið til austurs eða suðausturs frá svæðinu milli Hafnarfjarðar og Grafarvogs. Sprungusveimar þeir sem nú finnast á Reykjanesskaganum voru ekki orðnir virkir og framhald rek- og gosbeltisins til suðurs var neðan sjávarmáls. Afraksturinn af virkni þeirra sprungusveima, sem þá voru virkir neðansjávar, sést ekki á þurrlendi í dag og virðist ekki skipta verulegu máli fyrir endurröðun atburða í þessari þróunarsögu.
Elsta berg við Faxaflóa er frá tertíer. Það finnst ekki sunnar á yfirborði en á norðurströnd Hvalfjarðar. Úr því er t.d. Akrafjall.
Reykjanes-jardfraedi-12

Nútímabergið eru hraun, sem runnin eru eftir að ísöld lauk og móberg frá síðasta hluta ísaldar. Móbergið er að mestu leyti frá síðasta jökulskeiði. Það er því yngra en grágrýtið. Móbergið finnst í stökum fjöllum og fellum, löngum fjallgörðum og jafnvel flóknum fjallaklösum, sem hraunin hafa lagst upp að eða runnið umhverfis. Hraunin eru komin úr fáeinum nútímadyngjum og eldborgum en fyrst og fremst úr gígaröðum, sem raðast samsíða á sprungusveimana. Það er ekki vani jarðfræðinga, að tala um nútímaberg, nema það sé myndað eftir að ísöld lauk, þ.e.a.s. á nútíma. Hér er þessi hefð þó brotin, vegna þess að hvort tveggja bergið, móberg síðasta jökulskeiðs og nútímahraunin, eru mynduð í sömu sprungusveimunum, þeim sem ennþá eru virkir á nútíma og fyrr eru taldir upp.

Reykjanes-jardfraedi-12

Nútímabergið liggur ofan á grágrýtinu. Mörk grágrýtisins og móbergsins eru ekki víða áberandi, en hraunaþekjan leggst sýnilega ofan á grágrýtið á stórum svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu er þetta áberandi frá Hafnarfirði austur um og upp undir Draugahlíðar (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).
Þetta er í suðurjaðri þess, sem venjulega er kallað höfuðborgarsvæði, og því má segja, að þessi yngsta myndun sé hvergi mjög þykk á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Þegar suður fyrir það kemur, verður hún hins vegar nær einráð og víða mjög þykk. Jafnframt dýpkar yfirleitt á eldri myndununum. Báðar berggerðir þessarar myndunar eru mjög gropnar, einkum hraunin. Þau eru jafnvel gropnari en grágrýtið í sumum tilvikum. Því veldur bæði lágur aldur þeirra og myndunarmáti.

Reykjanes-jardfraedi-13

Eins og fyrr er sagt myndaðist elsti hluti jarðskorpunnar á höfuðborgarsvæðinu í sprungusveimnum og megineldstöðinni, sem kennd eru við Kjalarnes og voru virk í upphafi kvartertímans og fram undir 2.1 miljón ára. Sambærilegt kerfi, Stardalskerfið, hafði við endalok hins kerfisins verið í uppsiglingu um tíma. Stardalssprungusveimurinn óx þá að virkni og hrakti Kjalarnesmegineldstöðina út úr gosbeltinu. Þá dó Kjalarnesmegineldstöðin út, en Stardalsprungusveimurinn þróast sjálfur í megineldstöð. Stardalsmegineldstöðin dó svo út fyrir 1.6 miljón árum og hefur síðan verið að fjarlægjast gosbeltið og rofna niður. Núna rekur hana til vesturs undan virkni Hengilssprungusveimsins. Hann er þó yngri en 0.7 miljónir ára samkvæmt segulstefnudreifingu (Kristján Sæmundsson 1967; Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson 1980).

Reykjanes-jardfraedi-10

Þá myndaðist jarðskorpa, sem nú finnst ofan sjávarmáls um norðanvert höfuðborgarsvæðið og á botni Faxaflóa undan ströndum þess. Sunnanvert höfuðborgarsvæðið var undir sjó eða við ströndina og Reykjanesskaginn sem slíkur var ekki enn orðinn til. Þegar leið að lokum kvartertímans hófust hin miklu dyngjugos, sem lögðu til grágrýtið. Þau virðast flest hafa átt sér stað á þurru landi og íslausu og hraunin hafa runnið út að ströndinni og lagst meðfram henni í eins konar kraga. Sum þessara gosa gætu jafnvel hafa byrjað á grunnsævi og myndað eyjar, sem ýmist tengdust ströndinni eða ekki. Hér er helst skírskotað til grágrýtisflákans á Rosmhvalanesi og Vogastapa og ef til vill á Krýsuvíkurheiði. Nágrennið við sjávarsíðuna er meðal annars sterklega gefið til kynna af algengum brotabergsmyndunum í botni margra grágrýtiseininganna um allt svæðið (sbr. Ragna Karlsdóttir 1973; Jón Jónsson 1978; Árni Hjartarson 1980 og Kristján Sæmundsson 1981). Að loknu gostímabili grágrýtisdyngjanna gekk kuldaskeið í garð og jökull lagðist yfir svæðið.

Reykjanes-jardfraedi-14

Þar sem nú er Reykjanesskagi var orðið grunnsævi og land ef til vill að hluta til risið úr sæ. Eldgos á sprungum hófust undir íshettunni og móbergsfjöllin urðu til. Þetta er fyrsta virknin, sem þekkt er á sprungusveimum Reykjanesskagans. Mikil virkni hófst á þessum sprungusveimum og hélt hún sleitulaust áfram eftir að kuldaskeiðinu lauk og nútími gekk í garð. Þetta sést glöggt af þeim aragrúa hrauna, sem eru á skaganum, mjög áberandi höggun (með misgengjum og gjám) og mörgum háhitasvæðum (Jón Jónsson 1978), ákafri jarðskálftavirkni (Páll Einarsson 1977) og síðast en ekki síst á þykkt hraunlaga- og móbergsstaflans eins og hann birtist í borholum innan sprungusveimanna (Sveinbjörn Björnsson o.fl. 1971 og Stefán Arnórsson o.fl. 1975), þar sem sigið er mest.

Reykjanes-jardfraedi-15

Hinn lági aldur sprungusveimanna á Reykjanesskaga er ennfremur gefinn til kynna af sprungumynstrinu í grágrýtinu. Það er ósprungið eða lítt sprungið víða, en hins vegar mjög brotið í beinu framhaldi af sprungusveimum Reykjanesskagans. Sprungurnar í árkvartera berginu undir grágrýtinu hverfa innundir grágrýtið og virðast ekki hafa nein áhrif á það sjálft (sbr. Kjartan Thors 1969). Hreyfingum á þeim er því lokið, þegar grágrýtishraunin renna, en hefjast e.t.v. aftur síðar. Sprungusveimarnir, frá Hengli í austri til Reykjaness í vestri, eru nýmyndunarsvæði jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa.
Reykjanes-jardfraedi-18

Um breytingar á virkni Reykjanessprungusveimsins í framtíðinni er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið. Til þess vitum við of lítið um smáatriðin í þróun sprungusveima, raunverulegan „líftíma“ þeirra, aldur Reykjanes-sprungusveimsins o.fl. Um aldur hreyfinganna nyrst á Krýsuvíkur-sprungusveimnum er þó hægt að fá nokkra vitneskju og skal hér rakið gleggsta dæmið. Grágrýtið er brotið í framhaldi af Krýsuvíkur-sprungusveimnum norður fyrir Rauðavatn. Ofan á þetta grágrýti leggjast nokkur tiltölulega ung hraun.

Reykjanes-jardfraedi-17

Tvö þeirra verða hér til verulegrar hjálpar, þar sem þau renna bæði þvert á sprungukerfið og bæði hafa verið aldursákvörðuð. Annað þeirra er Búrfellshraun upp af Hafnarfirði. Samkvæmt aldursákvörðun með geislakoli rann þetta hraun fyrir um það bil 7200 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Vestur af Búrfelli skera nokkur misgengi, þ.á.m. Hjallamisgengið, taum af þessu hrauni. Tilfærslan á Hjallamisgenginu er mest í grágrýtinu norðan við hrauntauminn, um 65 m, en við aðalbrotið er tilfærslan á Búrfellshrauninu aðeins um 7 m (sbr. Jón Jónsson 1965). Misgengið er því að stofni til eldra en 7200 ára, en hefur eftir þann tíma hreyfst um 7 m.

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, Páll Imsland – Úr þróunarsögu jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa, sprungumyndunarsaga, 54. árgangur 1985, bls. 63-74.
-Náttúrufræðingurinn, Magnús Á Sigurgeirsson, 64. árg. 1994-1995, bls. 211-214.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar, fyrrum lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði, segir m.a. um Folaldadalina í Sveifluhálsi og nágrenni: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka.
Sveifluhals-30Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestanvert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin.
Sveifluhals-31Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg. Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur) og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.“

Sveifluháls

Folaldadalir í Sveifluhálsi.

Selur

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa margt fróðlegt, m.a. eftirfarndi um seli:

Selur

Selur á Skógtjörn.

„Víða um heim er talsverð hjátrú sem tengd er selum með einum eða öðrum hætti. Mönnum þykir skepnan falleg, einkum skinn hennar og augu. Oft hefur selum þótt svipa til manna, sérstaklega höfuðlag þeirra, og sagt er að selurinn hafi mannsaugu. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að í þjóðtrúnni fer ýmsum sögum af því að selir séu menn í álögum eða framliðið fólk.
Í þjóðtrú Grænlendinga og annarra selveiðiþjóða skipar selurinn sérstakan sess og þær óskráðu reglur sem gilda um selveiðar og meðferð selsins draga dám af þessari þjóðtrú.
Í Færeyjum er til sú trú að selir séu fólk sem hefur fyrirfarið sér í sjó eða drukknað af öðrum ástæðum. Þar í landi hafa því margir haft illan bifur á selveiðum. Færeyingar veiða í rauninni afar lítið af sel hvort sem þjóðtrúin ræður þar nokkru um eða ekki.

Selur

Selur á Skógtjörn.

Hér á landi fylgir selnum talsverð þjóðtrú. Margir þekkja söguna af því þegar Sæmundur fróði (1056-1133) fór heim úr Svartaskóla og lét kölska breyta sér í sel og synda með sig til Íslands. Vilji menn lesa meira um Sæmund er þeim bent á svar Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Annars segir þjóðsagan um uppruna sela að þeir séu hermenn Faraós. Þeir drukknuðu í Rauðahafinu er þeir hugðust elta Móses þegar hann leiddi Ísraelsmenn þurrum fótum yfir hafið á flótta frá Egyptalandi, sem kunnugt er af frásögum Biblíunnar. Hermennirnir urðu allir að selum en hundar sem þeim fylgdu urðu að steinbítum.

Selur

Selur í Skógtjörn.

Sagt er að einu sinni á ári gangi selirnir á land, sumir segja á nýársnótt, aðrir þrettándanótt (sjá Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum? eftir Rakel Pálsdóttur), Þá kasti þeir hömum sínum, öðlist manneðli sitt á ný og dansi og skemmti sér á ýmsa lund. Af samskiptum manna og sela þessa nótt fer mörgum sögum bæði í þjóðtrú okkar Íslendinga og nágranna okkar, þar á meðal Færeyinga.

Selur

Selur á Skógtjörn.

Einna þekktust slíkra sagna hér og í Færeyjum er sagan af bóndanum unga sem gekk til sjávar á nýársnótt og varð vitni að landgöngu og skemmtan selanna. Hann fylgdist með framferði þeirra um stund og hreifst mjög af fegurð stúlknanna, enda dönsuðu þær naktar í tunglsljósinu. Hann sá hvar hamirnir lágu og ákvað að taka einn þeirra og geyma.
Þegar hillti undir dögun tóku selirnir á sig hamina og stungu sér í sjóinn, allir nema ung stúlka, sú sem átti haminn er bóndinn hafði tekið. Bóndinn neitaði að fá henni aftur haminn þótt hún þrábæði hann, fékk hana með sér heim og tók sér fyrir konu. Haminn læsti hann niður í kistu og bar lykilinn ávallt á sér. Mikið óyndi var ætíð í konunni þótt hún yndi hag sínum vel að öðru leyti og elskaði mann sinn.
Liðu nú fram stundir og eignuðust þau sjö börn, á sjö árum. En þá gerðist það að bóndi var að fara til sjós, skipti um buxur og gleymdi lyklinum heima. Konan stóðst þá ekki mátið, opnaði kistuna og náði hamnum. Þegar bóndi áttaði sig á að hann hafði gleymt lyklinum sneri hann til lands og sá þá hvar konan var komin niður að sjó og hafði farið í haminn. Hann heyrði hana telja harmatölur sínar og mæla fram þessa vísu:
Mér er um og ó,
ein af fólki Faraó,
á sjö börn í sjó
og sjö á landi þó.

Selur

Selur í Skógtjörn.

Að svo mæltu stakk hún sér í sjóinn og sneri ekki aftur. En þegar börn bónda voru síðar að leik í fjörunni sást selur synda skammt frá landi og segja sumir að hann hafi kastað leikföngum til barnanna. Bóndinn varð hins vegar aldrei samur eftir þetta og dó að lokum af harmi (sbr. Sigfús Sigfússon: Ísl. þjóðs. IV, 187-188).
Dýrahljóð geta verið misjöfn eins og mannanna. Oftast er þó sagt að asninn hríni. Selurinn er sagður góla.
Alls eru þekktar 33 tegundir hreifadýra (Pinnipedia) en þær eru flokkaðar í tvær yfirættir (e. superfamily). Annars vegar er það yfirættin Phocoidea en til hennar teljast 18 tegundir hinna eiginlegu sela: átuselur, weddell-selur, pardusselur, ross-selur, landselur, útselur, beltanóri, hringanóri, bajkalselur, kaspíaselur, vöðuselur, kampselur, blöðruselur, blettanóri, sandvíkurselur, munkselur, skerjasæfíll og kóngasæfíll.“
Meðfylgjandi mynd af selum eru teknar við Skógtjörn á Álftanesi.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6378
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=73613

Selur

Selur í Skógtjörn.

Suðurnesjavegur

Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa.
Hér er ritað um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. „Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.
Foss-202 Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að athuga; en á vetrum í leysingum verða þær lítt færar eða stundum ófærar.
Þá kemur Fossvogslækur, lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komist, og það ber við, að hann verður með öllu ófær.
Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, lítt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitt utar, má fá hann mjög hallalítinn.
Þegar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sé; hún er rétt við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyngsli eru. Þá kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tugum ára; en trén í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.
foss-203 Þá er nú úr því brýr yfir lækina, og vegur all góður þangað til kemur suður í Hafnarfjörð.
Þar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hér um bil þar sem hann er brattastur; en auk þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og má það kallast hættulegt að ríða hann ofan að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsluna úr veginum, og er honum því einnig hætta búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rétt við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra manna, er búa þar í grennd. Af því, að sjórinn gengur þar rétt upp að veginum, standa skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim hætta búin; skipa-uppsátur er ekkert annað til þar í grennd.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. Þar standa þilskip, og liggja járnkeðjur af þeim yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli oft hafa hlotist slys af þeim. En þess ber að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu. Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur 10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skipin mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið eftir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að skólaeignin sé 1000 kr. meira virði en ella. Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að banna að hafa þar skipauppsátur, eða að leggja veginn annarsstaðar.

foss-204

Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir túngarðinn í Flensborg, og verða menn þá að ríða sjóinn fram með garðinum, oft talsvert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt, svo að þar er mjög illt yfirferðar.
En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðarmegin kemur; þar er hár bakki, sem upp verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tekur við dý, sem hver hestur liggur í.
Þegar búið er að draga þá upp úr því, er haldið suður Hvaleyrarholt. Þetta holt hefur ekki verið rutt í ár, og er það mjög seinfarið. En þegar kemur suður fyrir Sandskörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun, Kapelluhraun, Almenningur og Afstapahraun. Um veginn gegnum þau ætla ég ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og steinvölum.
Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum „Svívirðingin“, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðs-markið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við hfoss-205inn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og lengra ætla ég ekki að fara að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi.
Í Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa, og það sem allra fyrst, og væri það lítill kostnaður.
Götutroðningana við Kópavogstún verður að brúa, og virðist það auðgjört.
Kópavogslækjarbrúna þarf að athuga; það er of seint að gjöra það eftir að slys er búið að hljótast af því, hversu veikgjörð hún er. Í öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðanlega menn, sem vita hafa á því, dæma um það, hvort henni sé treystandi eins og hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar sem hann er, ætti alveg að leggja niður. Þar sem hann liggur upp Hamarinn, er mikils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega heldur engin lagaheimild til, að vísa mönnum burtu með skip sín, sem uppsátur hafa rétt fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-uppsátur þar og vegur geta ekki samrýmst. Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá Flensborg; annaðhvort er, að banna skólanum að hafa þar uppsátur, eða að leggja af sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ. e. undirorpinn sjávargangi, og menn verða að sæta sjávarföllum til að komast hann, þá virðist lítil eftirsjón í honum þar sem hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?

foss-206

Hann ætti að leggjast sunnar upp Hamarinn en nú er, fyrir ofan bæinn „á Hamri“ neðan til í Jófríðarstaðaholti, fyrir sunnan Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hér um bil beina stefnu á Hjörskot. Það, sem ynnist við að leggja veginn þannig, hjá því sem nú er, mundi verða: vegurinn upp Hamarinn yrði ekki eins brattur, hann yrði ekki undirorpinn sjávargangi; vegfarendum yrði engin hætta búin af bátum, sem nú standa því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir oftast samsvarað vöxtum af 1000 krónum; menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá Ásbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að klifra upp sandskörðin hjá Hvaleyri.
Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera; hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strandarheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta sér. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa). Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn.
Ritað á Fidesmessu 1890.
Vegfarandi.“

Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103:

Almenningsvegur

Gengið um Almenningsveginn ofan Vatnsleysustrandar.

„Sumrin 1897 og 1898 lét sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu leggja mikið laglegan vagnveg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, frá Fossvogi, en þangað hafði bæjarstjórn Reykjavíkur lagt áður og hefir þessa ekki enn verið getið í blöðum vorum.
Vegur sá er sýslan lét byggja af nýju, er rúmar 5 rastir á lengd, einnig var borið ofan í og endurbættur gamall vegur (Hafnarfjarðarhraun) rúml. 1 ½ röst á lengd. Hver röst er 531 faðmur. Brýr voru gerðar yfir fjóra læki, og er ein þeirra þrjátíu áln. Lengd, með 50 álna löngum stöplum (þeir eru þrír) og 5 áln. Háum á fullum helmingi. Hinar eru 5-8 álna langar.
Til vinnu þessarar var varið 9.600 kr.
Brýrnar allar kostuðu 1.800 krónur. Aðgerð við gamla veginn um 800 kr. Kostar þá her um bil kr. 2,80 faðmurinn í hinum nýja vegi. Í gegnum veginn eru 16 rennur gerðar úr grjóti 50×100 cm., utan ein úr timbri 3×2½ alin. Mold og möl höfð undir í öllum veginum með torf og grjót á hliðunum, nema um 150 faðmar eru eingöngu úr grjóti (púkkvegur). Ofaníburður allstaðar frá 8-12 þuml. á þykkt. Við vinnuna voru 12 menn fyrra sumarið með 4 hestum, en 15 til 18 hið síðara með 6 og 8 hestum. Verkstjóri var bæði sumrin Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði.
Það var myndarlega til ráðist af sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu að leggja veg þennan, og væri óskandi að hún fengi styrk til þess að geta gert meira í líka átt sem þetta. Hefir talsverð vagnaferð verið eftir vegi þessum síðan hann var fullger, en talsverð óþægindi eru að því, að ógert er enn við hallann ofan í Hafnarfjörð, því þar er vegurinn mikils til of brattur fyrir vagna, og er vonandi að ekki bíði mjög lengi svo búið.“

Heimildir:
-Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða.
-Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Keflavíkurveginn.

Hvassahraun

Gengið var um Hvassahraun með það fyrir augum að reyna að finna Alfaraleiðina þar í gegn. Byrjað var að skoða hraundrílin á Strokkamelum. A.m.k. tvö þeirra eru alveg heil, tvö önnur eru fallega formuð og önnur hálfheil eða hrunin. Hraundrílin hafa myndast á svipaðan hátt og tröllakatlanir undir Lögbergsbrekkunni, en eru einungis minni í sniðum. Fegurð þeirra er þó engu minni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

Þaðan var gengið að opi Brugghellisins, en til þess að komast niður í hann þarf a.m.k. 6 metra langan stiga. Þetta er greinilega rúmgóður hellir. Niður í honum eru hleðslur, bæði undir opinu og síðan út frá þeim beggja vegna. Flóðs og fjöru gætir í hellinum og flýtur ferska vatnið ofan á saltvatninu. Í háflæði er einungis hægt að tilla sér á hleðslurnar.

Sagt er að hellirinn hafi áður fyrr verið notaður til brugggerðar, enda erfitt er að finna opið. Björn Blöndal átti að hafa gert nokkrar árangursríkar tilraunir til að finna hellinn á sínum tíma. Hvað sem öðru líður er þarna hin ákjósanlegasta aðstaða til vínandaframleiðslu, hafi menn á annað borð áhuga á slíku.

Hvassahraun

Hraunstrýtur á Strokkamelum.

Gengið var upp Rjúpnadali og síðan austur Flatahraunið uns komið var að klofnum háum hraunhól í því austanverðu. Hægt er að ganga í gegnum hólinn og eru háir hraunveggir á báðar hendur. Þetta er mjög fallegt náttúrufyrirbæri, tiltölulega stutt frá Reykjanesbrautinni. Gjáin er u.þ.b. 60 metra löng, en beygir svo ekki er hægt að sjá á milli enda. Hún er hæst í miðjunni. Gras er í botninum og leiðin því greið í gegn. Trúlega er um einn af svonefndum Einbúum að ræða. Tekin var mynd í gjánni og kom hún skemmtilega út. Skammt austar eru Virkishólar, Virkið, Grænudalir og Loftskútahellir.
Þarna skammt frá er Hvassahraunsselsstígur. Lítil varða er á hæðarbrún skammt austar og önnur á hraunhrygg í vestri. Óljós stígur liggur þar á milli, en erfitt er að greina samfellda götu þarna í grónu hrauninu. Neðar má sjá leifar af tveimur hlöðnum refagildrum. Kjarr hefur vaxið í kringum þær og er önnur öllu heillegri.

Hvassahraun

Alfaraleiðin um Hvassahraun.

Alfaraleiðin sést óljóst á þessu svæði, en með þolinmæði og gaumgæfni má rekja hana niður að Reykjanesbrautinni, þar sem hún hefur verið lögð yfir gömlu götuna ofan við Hvassahraunsbæinn. Þegar komið er vestur fyrir Kúagerði nefnist leiðin Almenningsleið eða „Menningsleið“ vegna prentvillu prests. Vel sést móta fyrir henni vestan við Kúagerði áleiðis út á Vatnsleysuströnd.
Gangan tók um klukkustund í logni og hlýju veðri.

Hvasahraun

Strokkamelar – hraundríli.

Grjóthleðsla
Var munur á vegghleðsluverki fyrrum á milli landshluta? Gæti það hafa verið ólíkt vegna veðurfars, t.d. rigninga, snjóþyngsla o.fl.?
Mikilvægt er að hafa svolitla innsýn í handverkið – og hugsunina, auk þess sem frásagnir og skrif frá fyrri tíð hjálpa svolítið til við að varpa ljósi á sumt sem ekki hefur unnist tími til að viðhalda í handverkinu.
Svo virðist sem að bæði hafi hleðslulag verið mismunandi milli landshluta (og jafnvel sveita innan landshuta) og efnistök mismunandi. Mestu hefur það verið að þremur ástæðum; efninu, aðstæðum og hleðslumanninum, sem stýrði verkinu. Þar sem nóg var af sléttum hellum voru veggir og hús hlaðin úr slíku efni. Væri skortur af hellum, Vegghleðsla á Reykjanesskagaen nóg af torfi, voru hellurnar nýttar milli banda, einkum í neðstu lögum veggjanna. Þar sem nóg var af óreglulegu grjóti voru hús og veggir hlaðnir úr slíku efni o.s.frv. Þannig má sjá geysilega fallegar vegghleðslur víða á Vestfjörðum þar sem mannvirkin voru gerð undir og utan í skriðbrekkum með flögubergi. Á Suðurlandi, þar sem lítið er um skriður voru mannvirkin hins vegar frekar úr torfi en grjóti. Þar réðu snidda og önnur þekkt torfskurðarafbrigði ferðinni.
Hleðslumaðurinn réð miklu um hvernig hleðslan varð. Stundum má jafnvel sjá á hleðslu hver hlóð mannvirkið. Lárétt jöfn hleðsla frá grunni og upp úr var einkenni sumra á meðan gróf undirhleðsla og fínni púslkennd ofanhleðsla var einkenni annarra. Þegar einn hleðslumaðurinn lét “holufylla” af nákvæmni lét annar það ógert. Á meðan einn krafðist góðrar undirstöðu hlóð annar ofan á jarðveginn eins og hann var á hleðslustaðnum. Á meðan einn létt vegg halla að ofanverðu að innan lét annar hann halla inn að utan. Mismunandi skoðanir voru á því hvort hleðsla nyti þess að láta ætti vindinn blása um sig eður ei. Stundum fór það eftir notkunargildi mannvirkisins og jafnan skiptust menn á skoðunum um mikilvægi þurrks eða skjóls. Þétt hleðsla, t.d. með torfi, gaf gott skjól, en hélt inni raka. Hleðsla, sem loftaði um gaf minna skjól, en þess betra andrými og angan. Finna má þessu stað í dag. Sumir vilja sofa við opinn glugga og finna ferkst loftið leika um rýmið á meðan aðrir vilja algert skjól.
Loftslag í landshlutum, héruðum og sveitum, fæddu af sér þörfina fyrir aðbúnað við hæfi. Vætusemi krafðist þéttari veggja og þaka á meðan þurrviðri gaf tilfefni til meiri opnunar á hvorutveggja. Því má segja að þörf, aðstæður og nærtæk efnistök hafi ráðið miklu um hleðslulag og gerð mannvirkja í einstökum landshlutum fyrr á öldum – og þá mismunandi eftir öldum innan þeirra frá einum tíma til annars. Þar, á hverjum tíma, hafði svo sérhver hleðslumaður áhrif er þekking og reynsla sagði til um.
Hér er um að ræða fag sem eflaust einhver gæti látið sér detta í hug að krefjast þyrfti háskólamenntunnar svo viðurkennd gæti öðlast – en ætla  má, að fenginni reynslu, að það nám yrði bara hálfkák ef ekki væri bæði fyrir hendi áhuginn og brjóstvitið.
Leifar
Álaborg

FERLIR leitaði í norðanverðri Miðnesheiði að nokkrum áhugaverðum minjastöðum er getið hefur verið um í örnefnalýsingum, s.s. Flankastakastekk, Flankastaðaborg og ekki síst; Álaborginni nyrðri.
Flankastaðastekkur - uppdrátturÍ örnefnaskrám fyrir Flankastaði segir m.a.: „Ari Gíslason skráði. Heimildarmenn: Ingibjörn Jónsson, bóndi, Flankastöðum, og Magnús Þórarinsson:
„Merkin móti Sandgerði eru frá Marbakka. Liggur ós sunnan til við Stórfisk hér um bil í landsuður upp að Markagarði. Á honum er Markaþúfa. Línan var dregin yfir Sandgerðistjörn, svo í stefnu á Kríuvörðu á Syðri-Breiðhól. En að innanverðu eru merkin frá Tjarnarkotstjörn í þúfu á Vatnshól, svo við norðurhallandi Flankastaðastekk ofan við ósvörðu og þaðan í Flankastaðaborg.“
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Flankastaði segir m.a.: „
Halldóru Ingibjörnsdóttur, Flankastöðum, var send örnefnalýsing Flankastaða eftir Ara Gíslason. Hafði faðir hennar verið annar heimildarmanna Ara á sínum tíma. Halldóra las lýsinguna yfir, bar hana undir föðurbróður sinn, Arna Jónsson, og skráði fáeinar athugasemdir, sem hér fara á eftir, lítt breyttar.
Árni Jónsson er fæddur á Flankastöðum 1889 og ólst upp þar, í Vallarhúsum og á Slettabóli, svo að hann er vel kunnugur á þessum slóðum. Hann er bróðir Ingibjörns heitins Jónssonar, en móðir þeirra bræðra og Magnús Þórarinsson voru systkinabörn. Halldóra Ingibjörnsdóttir er fædd á Flankastöðum 1923 og hefur alltaf verið búsett þar:

Alaborg nyrdri

„Rústir Flankastaðastekks sjást enn. Ekki er vitað, hvenær hætt var að nota hann. Flankastaðaborg (stekkur) er rúst af smárétt með einu útskoti afhlöðnu (dilk).“
Í lýsingu á
http://www.ferlir.is/?id=3739 segir m.a.: „Þarna fyrir ofan blasir Álaborgin syðri (rétt) við og er hún mjög heilleg. Pétur (Bryngarðsson, sagnfræðingur) sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin nyrðri ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við Bæjarsker, en hún hafði síðan verið flutt í réttina, sem við komið var fyrst að. Austan við réttina (borgina) eru þrjár tóttir, mis gamlar. Um er að ræða hús, nokkurn vegin jafnstór. Þau gætu vel hafa verið frá sama tíma og borgin upphaflega.“
Ætlunin er að skoða norðanverða Miðnesheiðina nákvæmar á næstunni. Ekki er ólíklegt að ýmislegt óvænt og áhugavvert eigi þá eftir að koma í ljós.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Flankastaði.
-Pétur Bryngarðsson, sagnfræðingur í Sandgerði.
-Einar Arason.

Flankastaðastekkur

Flankastaðastekkur.

Loftsskúti
Í leit að Grænhólshelli og Loftskúta í síðustu ferð um Óttarsstaða-, Lónakots- og Hvassahraunsland fundust hvorugir með vissu þrátt fyrir að beggja er getið í örnefnalýsingum. Hins vegar voru bæði Sjónahólsshellir og Grendalaskúta (Grændalahellir) barðir augum, en þeirra er einnig getið í lýsingunum, auk þess sem hægt var að ganga að þeim nokkurn veginn á vísum stað.
LoftskútiNú var haldið með áhöld; sög, skóflu, kúbein og ljósker, upp í Virkishóla, ofan Reykjanesbrautar. Ætlunin var að staðsetja Loftsskúta m.v. fyrirliggjandi lýsingu. Þrír staðir komu til greina með hliðsjón af fyrri ferðum um svæðið. Til að komast að þeim þurfti meðfylgjandi verkfæri. Við skoðunina fannst nokkuð stór hellir, hér nefndur Virkishólahellir. Í honum voru mannvistarleifar.

Í örnefnalýsingu um skútana tvo segir m.a.:
„Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól, stundum nefndur Stóri-Grænhóll“.
Þá segir um Loftsskúta: „Milli Smalaskála og Brennhóla er smáskúti rétt ofan við Virkið sem heitir Loftsskúti.“ „…Virkishólar eru þrír. Virkishóllinn vestasti er stærstur. Mið-Virkishóll er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið… Þar suður og upp af er hólaþyrping, Brennihólar. Loftsskúti er fjárbyrgi milli Smalaskála og Brennhóla…“

Loftskúti

Skammt ofan við Virkið milli Virkishóla eru grónir bollar. Í einum þeirra voru tvö göt utan í lágum gónum bakka. Ofan við hann var gat niður í jörðina undir birkihríslufléttu.
Byrjað var á að beita söginni á birkilurkana sem lágu yfir lítið op í litlu jarðfalli á yfirborði hraunsins. Í ljós kom tiltöllega grunnur skúti, líkari grenjaopi.
Þá var gripið til skóflunnar utan í lágum bakka á grasi grónu svæði örskammt ofar. Rofjarðvegur hafði fokið utan í bakkann og gróður; lyng og hrís, vaxið þar yfir lítið op niður í jörðina. Þar reyndist einnig vera um að ræða grunnan skúta, einna líkastan greni.
Örskammt vestar var enn eitt opið, þakið gróðri. Svo virtist sem þarna gæti verið enn eitt opið á sama „greninu“. Eftir að stungið hafði verið frá því kom í ljós vænlegur gangur. Luktin var tekin og henni beint hvatvíst inn undir hraunbakkann. Og sko, þarna virtist glytta í eitthvað skammt framundan. Lagst var á magann og rýnt – hvatvíst. —— Ekki var að sjá hvor varð meira hissa – skoðarinn eða skollinn. Sá fyrrnefndi hentist til baka, út undir bert loft (og dró djúpt andann), en luktin var eftir. Ennþá forvitnari og óundirbúnari skollinn hvarf inn undir hraunið. Skoðarinn teygði sig varfærnislega, og hálf óttarsleginn, eftir luktinni. Hann þurfti nauðsynlega á luktinni að halda því meira var enn óskoðað. Á öllu gat hann á von – en varla þessu – og þó. Þetta var áreiðanlega ekki Loftsskútinn – þetta var skollaskútinn. Og hana nú…
Gengið var áleiðis upp í Brennihóla. Því miður var gps-tækið ekki með í för að þessu sinni, en í u.þ.b. 283 metra fjarlægð ofan við Virkishólana kom í ljós op í litlu grónu jarðfalli. Þegar það var skoðað betur vitraðist vitringunum að stór steinn hafði fallið fyrir opið á stórum helli. Opið sneri mót suðri. Hægt var að komast niður í hann utan og austan við steininn, en þar fyrir innan voru greinilegar mannvistarleifar.
LoftskútiAð steininum fjarlægðum, sem ætti að vera auðvelt með kúbeini eða litlum járnkarli, er greinilega hægt að komast mætti niður undir hraunið og síðan þar enn lengra niður. Þarna virtist vera rúmgóður skúti. Ekki var farið niður að þessu sinni af varfærnisástæðum, en það verður gert fljótlega og hellirinn þá skoðaður betur.
Gengið var upp í Brennihæðir og þaðan til norðvesturs að skjóli, sem fundist hafði í fyrri ferðinni, undir háum hraunbakka í nokkuð stóru og grónu jarðfalli. Þar fyrir vestan er stórt jarðfall og greinilegur umgangur af ummerkjum í mosanum að dæma. Myndarleg varða er þar vestan við á hraunhólnum með Keili í bakgrunni. Varðan hefur andlitsmynd með augnsvip þegar horft er á hana úr austri.
Loks var kúbeinið handleikið og krækt með því í stóran stein, sem fallið hafi niður úr lofti skútans og lokað innganginum að mestu. Steinninn var laus og auðvelt að handleika hann til hliðar. Við það fóru tveir aðrir steinar af stað, en eftir að hafa forfært annan þeirra var leiðin greið. Inni var mold í gólfi og hið ákjósanlegasta fjárskjól fyri u.þ.b. 50 fjórfættar, þ.e. 200 fætur svo framarlega sem allar hafi verið eðlilegar (er að reyna að teygja svolítið á textanum svo rými verði fyrir fleiri myndir).
Í sunnanverðum skútanum, sem var lágur fyrir mann, en rýmilegur fyrir rollur, var gólfið flórað. Þarna hafði mannshöndin komið nærri og því líklegt að skútinn hafi verið notaður sem fjárskjól fyrrum. Ekki er þó kunnugt um heimildir um slíkt, sem og um svo margt annað, sem uppgötvað hefur verið á hraunsvæðum Reykjanesskagans.
Skammt norðan við skútann, í sama jarðfalli, er rúmgóður skúti. Þar hefur gólfið verið lagfært.
LoftskútiAnnars er fróðlegt að hlusta á lærða fræðinga fjalla um hitt og þetta, sem augljóst getur talist og jafnan hefur verið getið um í skráðum heimildum eða verið aflað eftir tiltölulega auðveldum leiðum, en enn fróðlegra væri að fá allar þær mannvitsbrekkur til að nota bókavitneskjuna á vettvangi þar sem skynvitin koma auk þess að mestu gagni. Fræðasamfélagið hefur yfirleitt, en þó ekki án undantekninga, litið niður á áhugafólk um ákveðin viðfangsefni; hvorki viljað viðurkenna rök þess né aðferðir. Áhugafólkið hefur hins vegar ekki eytt tíma sínum í að gagnrýna fræðasamfélagið – það hefur verið of upptekið af hinum spennandi daglegu viðfangsefnum sínum. Ef hins vegar þessir aðilar myndu sameinast um að nýta þekkingu, áhuga, færni og hæfileika hvers um sig á sem bestan og áhrifaríkastan hátt er ekki ólíklegt að ætla að út úr því gæti komið hin ágætasta niðurstaða er túlka mætti sem „árangur af hinu ánægjulegasta stefnumóti“.
Í rauninni er full ástæða fyrir fræðimenn/vísindamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, að brjóta odd af oflæti sínu og áræða að feta nýjar slóðir þar sem hliðsjón er haft af fyrirliggjandi vitneskju, með eða án forskriftar, áhuga, náttúrugáfum sem og eðlilegu mati á aðstæðum að teknu tilliti til breyttra breytinga í gegnum tíðina. Vitað er að skv. þróunarfræðum þurfa hlutirnir alltaf að heita eitthverjum fínum og nýbreyttum nöfnum, en er ekki kominn tími til að láta þá bara heita sínum eðlilegu náttúrunöfnum? (Nú hefur skapast nægilegt rými fyrir nauðsynlegar myndir – þakka þolinmæðina).
Ljóskerið kom að gagni í öllum tilvikum. Með því upplýstist að sumar grunsemdir gátu ekki átt við rök að styðjast, en varpaði ljósi á aðrar, sem gaumgæfa þarf betur síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Loftsskúti

Loftsskúti.

Úlfarsá

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, lýsti námi sínu við Háskóla Íslands í fornleifafræði er kom að fornleifaskráningu með eftirfarandi hætti:

Úlfarsá

Úlfarsá.

„Fornleifaskráning var einn liður í náminu við HÍ. Sérstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur áfangi. Gaf mér meira en flestir ungnemendurnir áttuðu sig á.
Lokaverkefnið var dagsett á miðvikudagsmorgni. Skilyrtur skiladagur var næsti mánudagsmorgun, skv. stundarskrá.

Úlfarsá

Úlfarsá – gamli bærinn.

Kennarinn tilkynnti öllum þrettán nemendunum að því tilefni að hann ætlaði að skipta þeim í fjóra þriggja manna hópa til lúkningar verkefnunum. Að skiljanlegum ástæðum þurfti einn nemandanna að verða útundan í slíkum útreikningi – í þessu tilviki varð það ég (sem varð þar með einn að hóp).
Fékk úthlutað jörðinni Úlfarsá. Ritgögn fylgdu með í umslagi, þ.á.m. fyrri fornleifaskráning Árbæjarsafns og örnefnalýsing.
Þegar út úr háskólabyggingunni var komið þennan miðvikudagsmorgun skein sól í nánast logni; fallegur dagur.
Þar sem meðfylgjandi í bílnum voru blað og blýantur, GPS-tæki, ljósmyndavél og málband ákvað ég bara að aka á vettvang skráningarinnar.
Tólf fornleifar höfðu áður verið skráðar á jörðinni, skv. gögnunum. Nýbyggingasvæði þrengdi verulega að henni.

Úlfarsá

Úlfarsá – útihús.

Gaf mér góðan tíma í blíðviðrinu að leita uppi og skrá einstakar augljósar fornleifar, ljósmynda, staðskrá, rissa upp, sem og leita uppi ýmsar aðrar áður óljósar fornleifar. Dagsverkið; 32 skráningar.
Skilaði verkefninu á tilskildum tíma. Þá kom í ljós að allir hinir hóparnir fjórir höfðu beðið um skilafrest vegna „óhagstæðs veðurfars“. Málið var að daginn eftir þennan sólríka miðvikudag tóku við nánast látlausar rigningar með tilheyrandi óvindaveðrum (sérstaklega óhagstæðar til fornleifaskráninga á vettvangi).

Úlfarsá

Úlfarsá – fyrrum selstaða.

Fékk að tveimur vikum liðnum boð um að mæta á skrifstofu kennara. Úrskurðar væri að vænta.
Hann: „Ég er búinn að fara yfir skráningarverkefnið þitt. Vitað var að verkefnið væri flókið. Þú hefur leyst það vel af hendi og færð 10 í einkunn.“
Þakkaði fyrir mig – taldi niðurstöðuna verðskuldaða.
Í dag eru, því miður, nánast allar hinar skráðu fornleifar horfnar undir byggð…“.

Úlfarsá

Úlfarsá – hermannvirki.

Þráinsskjöldur

Á Vísindavef Háskóla Íslands er spurt: „Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?“
Hallgrímur J. Ámundason, fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, svarar:

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígar dyngjunnar láta ekki mikið yfir sér.

„Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum.
Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þekkt í örnefnum til að lýsa dyngjulaga fjöllum, samanber Lyngskjöld á sunnanverðum Reykjanesskaga og hina alkunnu Skjaldbreiði norðan við Þingvallavatn. Hins vegar er ekkert vitað um Þráin. Hver var Þráinn? Hvað var Þráinn? Var Þráinn yfirleitt til?

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gígurinn.

Örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eiga sér ekki forna sögu eins og mörg önnur íslensk örnefni. Þau koma ekki fyrir í Landnámu eða Íslendingabók Ara fróða, á þau er ekki minnst í Íslendingasögunum og þjóðsögurnar eru sömuleiðis þöglar. Þau koma í raun fyrst fyrir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Þar segir: „Skolahraun er ævagamalt hraun, sem liggur vest-suðvestur af fjallinu Keili og niður til strandar, þar sem það heitir Þráinskjöldshraun.“ Góðri öld síðar segir Þorvaldur Thoroddsen í sinni ferðabók: „Sumir kalla hraunin vestur af Keili Þráinskjölds- eða Þráinskallahraun.“ Af orðum Eggerts og Bjarna er svo að sjá heitið hafi einkum átt við hraunið nær sjó í norðri en Þorvaldur virðist nota það í víðari skilningi, svipað og nú er gert.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og nágrenni.

Örnefnaskrár fyrir þetta svæði á Reykjanesskaganum kannast sömuleiðis ekki við Þráinsskjöld. Sesselja G. Guðmundsdóttir sem er heimakona úr Vogunum og hefur kannað þetta svæði mikið, bæði á bók og fæti, segir að heimamenn hafi aldrei kallað þetta svæði annað en Heiðina og náði það nafn allt frá sjó í norðri og suður í Reykjanesfjallgarð. Sjá rit Sesselju: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi sem Lionsklúbburinn Keilir gaf út 2007.
Örnefnið hefur væntanlega fest í sessi með skrifum jarðfræðinga um svæðið á 20. öldinni en fyrir þann tíma hafa verið áhöld um hvort það var yfirleitt notað af heimamönnum eða hversu vítt það náði. Nafnið er því ófyrirsegjanlegt eins og skjálftarnir sem skekja það nú.“

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81334

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og aðrar dyngjur Reykjanesskagans.