Magnús Á. Sigurgeirsson. Orkustofnun, og Árný E. Sveinbjörnsdóttir. Raunsvísindastofnun Háskólans, tóku saman eftirfarandi fróðleik um „Forsöguleg gjóskulög á Suðurvesturlandi (Reykjanesskagagnum)„. Efnið er áhugavert því rannsóknir á gjósku geta sagt til um aldur jarðvegs og jarð- og berglaga og þar með mannvistaleifa
„Sagt verður stuttlega frá verkefninu „forsöguleg gjóskulög á Suðvesturlandi“ og greint frá helstu niðurstöðum. Markmið verkefnisins er að koma upp gjóskutímatali fyrir Reykjanesskagann og aðliggjandi svæði sem nýst gæti við rannsóknir sem byggja á nákvæmu tímatali, s.s. rannsóknir á gossögu og jarðvegsrannsóknir hvers konar. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði. Því er ekki lokið og er því hér um bráðabirgðaniðurstöður að ræða.
Samhliða rannsókn á gossögu Reykjaneseldstöðvakerfisins, sem höfundur (MÁS) hefur unnið að á undanförnum árum, kom í ljós brýn þörf fyrir gjóskulagatímatal á Reykjanesskaga. Einnig kom þá í ljós að allar forsendur voru fyrir hendi til að gera slíkt tímatal. Í jarðvegi á Reykjanesskaga eru gjóskulög sem hægt var að rekja langar leiðir á auðveldan hátt.
Við vinnslu verkefnisins var beitt ýmsum hefðbundnum aðferðum gjóskulagafræðinnar. Gjóskulög voru mæld og útlitseinkennum þeirra lýst. Tekin voru sýni til smásjárskoðunar og efnagreiningar í örgreini. Einnig voru tekin sýni af mó til aldursgreiningar með geislakoli (14C). Aldursgreiningarnar voru unnar á Raunvísindastofnun Háskólans og Eðlisfræðistofnun Árósaháskóla.
Úrvinnsla gagna er langt á veg komin og hafa safnast saman miklar upplýsingar um gjóskulög á Reykjanesskaga og aðliggjandi svæðum, útlitseinkenni, útbreiðslu, upptök og aldur. Alls hafa verið mæld á fjórða tug jarðvegssniða víðs vegar um skagann og nágrenni. Sýni til kolefnisaldursgreininga voru tekin á þremur stöðum, í Kópavogi (24 sýni), Lágafelli á vestanverðum Reykjanesskaga (6 sýni) og Mosfellsbæ (4 sýni). Úr sniðinu í Kópavogi voru greind þrjú til fjögur mósýni við hvert gjóskulag. Þegar niðurstöður lágu fyrir kom í ljós að aldur sýnanna var í flestum tilvikum viðsnúinn, þ.e. hærri aldur fékkst á sýnum ofan gjóskulaga en neðan þeirra. Skýring á þessu hefur ekki fengist enn sem komið er. Sýnir þetta glöggt að taka ber stökum aldursgreiningum á mó með fyrirvara. Af þessum sökum er aðeins stuðst við aldursgreiningar á viðarsýnum úr Kópavogssniðinu, sem eru fimm talsins. Viðsnúinn aldur kemur ekki fram í sýnum frá Mosfellsbæ eða Lágafelli. Í eftirfarandi töflu hafa tiltækar upplýsingar um aldursgreiningarnar verið teknar saman:
Númer: Efni: Sýnast.: Kolefnisár: Leiðr. aldur BC: Gjóskulag:
AAR-2871 plöntul. Lágafell, Rn. 2225± 35 370-200 Reykjan, R-3
AAR-2872 plöntul. Lágafell, Rn. 2155± 35 200-125 Reykjan, R-3
AAR-1977 viður Kópav. 2450± 55 760-410 Hekla-A
AAR- 1) viður Kópav. 1130 Katla („K-5000“)
AAR- 1) viður Kópav. 1300 Katla („K-5000“)
AAR-2869 plöntul. Lágafell, Rn. 3915± 55 2470-2310 Hekla-4
AAR-2870 plöntul. Lágafell, Rn. 3950± 75 2560-2330 Hekla-4
AAR- 1) viður Kópav. 3010 Hekla
AAR- 1) viður Kópav. 3310 Hekla
AAR-2873 plöntul. Lágaf., Rn. 5315± 55 4230-4010 Reyk. gjóska
AAR-1989 viður Mosfb. 9100± 130 8330-8020 Saksunarv. gjóska
AAR-1990 viður Mosfb. 9240± 80 8380-8090 sama
AAR-1991 viður Mosfb. 9210± 140 8400-8070 sama
AAR-1992 viður Mosfb. 9220± 180 8430-8040 sama
1) Bráðabirgðaniðurstöður

1) Bráðabirgðaniðurstöður
Á rannsóknarsvæðinu, þ.e. Reykjanesskaga og nærliggjandi svæðum, fundust tuttugu forsöguleg gjóskulög. Samkvæmt efnagreiningum og smásjárskoðun eru átta þeirra með upptök í Kötlu, fimm í Heklu, fjögur í Reykjaneseldstöðvakerfinu, tvö í Kverkfjöllum/Grímsvötnum, eitt á Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu, eitt á Hengilssvæðinu (Sandeyjargjóska) og eitt í Veiðivötnum.
Í ljós kom að allnokkur forsöguleg gjóskulög henta sem leiðarlög á Reykjanesskaga. Útbreiðsla þeirra nær til alls skagans, eða meginhluta hans, og flest hafa þau einkenni sem þekkjast hvar sem þau eru skoðuð. Í eftirfarandi töflu eru teknar saman ýmsar upplýsingar um þessi gjóskulög:
Upptök/gjóskulag: Gosár/aldur: Útbreiðsla: Útlitseinkenni:
Landnámslag 871± 2 AD 1) Allur Reykjanesskagi Tvílitt
Hekla Um 600 AD 3) S og V-Reykjanesskagi Ljósgrátt
Hekla-A Um 2500 BP 2) Allur Reykjanesskagi Ljósgrátt, gulleitt
Katla (efri) Um 2800 BP 2) Allur Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska
Katla (neðri) Um 3200 BP 2) All. Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska
Hekla-4 Um 4450 BP 2) Allur Reykjanesskagi Tvílitt, gráleitt
Reykjanes Um 6100 BP 2) Allur Reykjanesskagi Dökkgrátt, rauðoxað
Saksunarvatnsgjóska Um 10200 BP 2) Allur Reykjanesskagi 4) Svart, dökkgrátt
1) Heimild, Grönvold o. fl. 1995
2) Aldur samkvæmt kolefnisaldursgreiningum
3) Aldur áætlaður út frá þykknunarhraða jarðvegs
4) Hefur ekki fundist á vestanverðum skaganum

Af öðrum niðurstöðum má nefna að í ljós komu þrjú áður óþekkt gjóskulög sem eiga upptök í sjó við Reykjanes, þ.e. á nyrsta hluta Reykjaneshryggjarins. Áður höfðu fundist tíu slík gjóskulög, nefnd R1-R10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992). Heildarfjöldi gjóskulaganna er því orðinn þrettán. Tvö laganna liggja þétt saman í jarðvegi og eru að öllum líkindum mynduð í sömu eldum. Kolefnisaldursgreining bendir til að aldur þeirra sé um 6100 ár (sjá töflu að ofan). Efra lagið er hægt að rekja um allan Reykjanesskaga en það það neðra er mjög þunnt og hefur aðeins fundist á einum stað til þessa, þ.e. í Lágafelli. Þriðja lagið hefur sömuleiðis aðeins fundist á einum stað og er útbreiðsla þess ókunn. Aldur lagsins gæti verið 7000-8000 ár. Öll voru lögin skoðuð í smásjá og efnagreind. Gjóskukornin í þessum lögum bera skýr einkenni surtseyskrar gjósku, sem bendir til upptaka í sjó.“
Þess má geta til viðbótar að viðmiðunargjóskulagið á Reykjanesi er frá Reykjaneseldum 1226 (svart), en Arnarseturshraun og Illahraun er m.a. frá þeim tíma.
Heimildir:
-Karl Grönvold, Níels Óskarsson, Sigfús J. Johnsen, Henrik B. Clausen, Claus U. Hammer, Gerard Bond og Edouard Bard 1995: Express letter. Ash layers from Iceland in the Greenland GRIP ice core correlated with oceanic and land sediments. Earth and Planetary Science Letters 135, p. 149-155.
-Magnús Á. Sigurgeirsson 1992: Gjóskumyndanir á Reykjanesi. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, 114 bls.
-http://www.jfi.is/vorr99/08.html

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Nyrðri-Eldborg – skemmdir á fallegum gíg
Af og til hafa verið unnar skemmdir á náttúruverðmætum Reykjanesskagans. Áður fyrr voru það einkum vegargerðarmenn og landeigendur en í seinni tíð hafa orkufyrirtækin verið stórtækust í eyðileggingunni. Raunar er fyndið að heyra fólk tala um að gufuaflsvirkjanir „valdi minni eyðileggingu“ en fallvatnsvirkjanir. Þetta er svona álíka gáfulegt og halda því fram að hver sá sem orðið hefur fyrir skaða geti þakkað fyrir að skaðinn varð ekki meiri. Best er að enginn verði skaðinn þegar hægt er að koma í veg fyrir hann.
Í Mbl. föstudaginn 16. ágúst árið 1968 er frétt með fyrirsögnina „Skemmdir á fallegum gíg á Hellisheiði – Náttúrvernadrráð stöðvar framkvæmdir“.
Í fréttinni kemur fram að „framtakssamur maður úr Ölfushreppi fékk fyrir nokkru leyfi hreppsins til að taka möl úr eldgígnum Nyrðri-Eldborg, sem er milli Bláfjalla og Lambafells á Hellisheiði. Gígur þessi er hinn fegusti og er Náttúrverndarráð komst á snoðir um hvað gera átti, voru gerðar ráðstafnir til þess að koma í veg fyrir skemmdir á gígnum en því miður virðist það orðið of seint. Hefur verið farið yfir norðurhlið gígsins með jarðýtu og skafinn mosinn ofan af og vegur verið lagður upp í miðja hlíðina.
Þorleifur, sem þekkir jarðfræði Hellisheiðar manna bezt, benti á það á leiðinni, að slóðin hefur verið lögð á brún hrauntraðar, sem hraunið úr Eldborg rann um og væri þessi hrauntröð ein fallegasta sinnar tegundar hér á landi. Var hún frá slóðinni að sjá sem djúpur árfarvegur og var botninn sem hvítfreyðandi á yfir að líta. Sagði Þorleifur, að þessi slóð væri ljótt ör á þessu fallega landslagi.
Er að gígnum kom, var ljótt umhorfs. Gígurinn er tvöfaldur og hefur hraunið komið þar upp úr nyrðri gígnum. Brattar hliðar gígsins hafa á undanförnum öldum náð að verða mosagrónar, en nú er stór svartur blettur á þeirri hlið gígsins, sem að þjóðveginum snýr. Þar hefur greinilegt verið farið yfir með jarðýtu nýlega og mosinn skafinn ofan af. Sárið var mjög nýlegt og að því er virðist ekki eldra en frá því í gærmorgun. Auk þess að mosinn hefur verið skafinn af hlíðinni hefur verið ruddur slóði upp í miðja hlíð.
Dr. Finnur Guðmundsson sagði í gær, aðð Náttúrverndarráð hefði komist á snoðir um það, sem frra, fór í Eldborg fyrir fáeinum dögum. Hefði þá þegar verið hringt til sýslumanns Árnessýslu og oddvita Ölfushrepps og um leið rætt við eiginkonu mannsins, sem fyrir framkvæmdunum stóð, því ekki hefði verið unnt að ná tali af honum sjálfum. hefði svo um samizt, að ekki yrði haldið áfram framkvæmdum næstu tvo eða þrjá daga, þar til Náttúruverndarráð hefði haldið fund um málið.
Í gær sagði dr. Finnur svo, að haldinn hafi verið fundur í Náttúruverndarráði og hefði verið ákveðið á þeim fundi að friðlýsa staðinn eins og ráðinu er heimilt samkvæmt lögum. Sendi ráðið skeyti sýslumanni Árnessýslu, formanni náttúruverndarnefndar sýslunnar og oddvita Ölfushrepps og tilkynnti um ákvörðun sína.
Að lokum gat dr. Finnur Guðmundsson þess, að ef rétt reyndist, að jarðraski hefði verið haldið áfram eftir að Náttúruverndarráði var gefinn frestur til þess að halda fund um málið, teldi hann það vísvitandi gerð náttúruspjöll og sér þætti mjög alvarlegt, ef ráðist hefði verið á hlíð gígsins í gærmorgun.
Morgunblaðið gerði í gær ráðstafanir til að ná tali af manni þeim, sem staðið hefur fyrir framkvæmdum við Eldborg, en á árangurs.“
Slóðinn, sem um getur í fréttinni er enn greinilegur – 38 árum seinna. Hann hefur reyndar verið nýttur talsvert í seinni tíð. Rask það er að honum laut á því enn við og rúmlega það. Gígsárið sjálft hefur hins vegar smám saman verið að gróa upp þó enn megi vel greina það í hlíðinni. Svona sár gróa upp á 60-100 árum. Það verður því að gaumgæfa vel allar framkvæmdir, jafnvel þær smærstu, er áhrif geta haft á umhverfið – til lengri tíma litið. Hér er ekki verið að halda því fram að engu megi raska. Einungis er verið að vara við vanhugsuðari röskun eða röskun án tilgangs.
Segja má að framangreind umfjöllun MBL fyrir 38 árum hafi komið í veg fyrir skemmdir á náttúruverðmætum. Í dag ríkir þögnin ein – og verðmæti glatast.
Heimildir:
-Mbl. 16. ágúst 1968.
Forsöguleg gjóskulög á Suðvesturlandi
Magnús Á. Sigurgeirsson. Orkustofnun, og Árný E. Sveinbjörnsdóttir. Raunsvísindastofnun Háskólans, tóku saman eftirfarandi fróðleik um „Forsöguleg gjóskulög á Suðurvesturlandi (Reykjanesskagagnum)„. Efnið er áhugavert því rannsóknir á gjósku geta sagt til um aldur jarðvegs og jarð- og berglaga og þar með mannvistaleifa
Samhliða rannsókn á gossögu Reykjaneseldstöðvakerfisins, sem höfundur (MÁS) hefur unnið að á undanförnum árum, kom í ljós brýn þörf fyrir gjóskulagatímatal á Reykjanesskaga. Einnig kom þá í ljós að allar forsendur voru fyrir hendi til að gera slíkt tímatal. Í jarðvegi á Reykjanesskaga eru gjóskulög sem hægt var að rekja langar leiðir á auðveldan hátt.
Við vinnslu verkefnisins var beitt ýmsum hefðbundnum aðferðum gjóskulagafræðinnar. Gjóskulög voru mæld og útlitseinkennum þeirra lýst. Tekin voru sýni til smásjárskoðunar og efnagreiningar í örgreini. Einnig voru tekin sýni af mó til aldursgreiningar með geislakoli (14C). Aldursgreiningarnar voru unnar á Raunvísindastofnun Háskólans og Eðlisfræðistofnun Árósaháskóla.
Úrvinnsla gagna er langt á veg komin og hafa safnast saman miklar upplýsingar um gjóskulög á Reykjanesskaga og aðliggjandi svæðum, útlitseinkenni, útbreiðslu, upptök og aldur. Alls hafa verið mæld á fjórða tug jarðvegssniða víðs vegar um skagann og nágrenni. Sýni til kolefnisaldursgreininga voru tekin á þremur stöðum, í Kópavogi (24 sýni), Lágafelli á vestanverðum Reykjanesskaga (6 sýni) og Mosfellsbæ (4 sýni). Úr sniðinu í Kópavogi voru greind þrjú til fjögur mósýni við hvert gjóskulag. Þegar niðurstöður lágu fyrir kom í ljós að aldur sýnanna var í flestum tilvikum viðsnúinn, þ.e. hærri aldur fékkst á sýnum ofan gjóskulaga en neðan þeirra. Skýring á þessu hefur ekki fengist enn sem komið er. Sýnir þetta glöggt að taka ber stökum aldursgreiningum á mó með fyrirvara. Af þessum sökum er aðeins stuðst við aldursgreiningar á viðarsýnum úr Kópavogssniðinu, sem eru fimm talsins. Viðsnúinn aldur kemur ekki fram í sýnum frá Mosfellsbæ eða Lágafelli. Í eftirfarandi töflu hafa tiltækar upplýsingar um aldursgreiningarnar verið teknar saman:
Númer: Efni: Sýnast.: Kolefnisár: Leiðr. aldur BC: Gjóskulag:
AAR-2871 plöntul. Lágafell, Rn. 2225± 35 370-200 Reykjan, R-3
AAR-2872 plöntul. Lágafell, Rn. 2155± 35 200-125 Reykjan, R-3
AAR-1977 viður Kópav. 2450± 55 760-410 Hekla-A
AAR- 1) viður Kópav. 1130 Katla („K-5000“)
AAR- 1) viður Kópav. 1300 Katla („K-5000“)
AAR-2869 plöntul. Lágafell, Rn. 3915± 55 2470-2310 Hekla-4
AAR-2870 plöntul. Lágafell, Rn. 3950± 75 2560-2330 Hekla-4
AAR- 1) viður Kópav. 3010 Hekla
AAR- 1) viður Kópav. 3310 Hekla
AAR-2873 plöntul. Lágaf., Rn. 5315± 55 4230-4010 Reyk. gjóska
AAR-1989 viður Mosfb. 9100± 130 8330-8020 Saksunarv. gjóska
AAR-1990 viður Mosfb. 9240± 80 8380-8090 sama
AAR-1991 viður Mosfb. 9210± 140 8400-8070 sama
AAR-1992 viður Mosfb. 9220± 180 8430-8040 sama
1) Bráðabirgðaniðurstöður
1) Bráðabirgðaniðurstöður
Á rannsóknarsvæðinu, þ.e. Reykjanesskaga og nærliggjandi svæðum, fundust tuttugu forsöguleg gjóskulög. Samkvæmt efnagreiningum og smásjárskoðun eru átta þeirra með upptök í Kötlu, fimm í Heklu, fjögur í Reykjaneseldstöðvakerfinu, tvö í Kverkfjöllum/Grímsvötnum, eitt á Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu, eitt á Hengilssvæðinu (Sandeyjargjóska) og eitt í Veiðivötnum.
Í ljós kom að allnokkur forsöguleg gjóskulög henta sem leiðarlög á Reykjanesskaga. Útbreiðsla þeirra nær til alls skagans, eða meginhluta hans, og flest hafa þau einkenni sem þekkjast hvar sem þau eru skoðuð. Í eftirfarandi töflu eru teknar saman ýmsar upplýsingar um þessi gjóskulög:
Upptök/gjóskulag: Gosár/aldur: Útbreiðsla: Útlitseinkenni:
Landnámslag 871± 2 AD 1) Allur Reykjanesskagi Tvílitt
Hekla Um 600 AD 3) S og V-Reykjanesskagi Ljósgrátt
Hekla-A Um 2500 BP 2) Allur Reykjanesskagi Ljósgrátt, gulleitt
Katla (efri) Um 2800 BP 2) Allur Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska
Katla (neðri) Um 3200 BP 2) All. Reykjanesskagi Svart, samlímd gjóska
Hekla-4 Um 4450 BP 2) Allur Reykjanesskagi Tvílitt, gráleitt
Reykjanes Um 6100 BP 2) Allur Reykjanesskagi Dökkgrátt, rauðoxað
Saksunarvatnsgjóska Um 10200 BP 2) Allur Reykjanesskagi 4) Svart, dökkgrátt
1) Heimild, Grönvold o. fl. 1995
2) Aldur samkvæmt kolefnisaldursgreiningum
3) Aldur áætlaður út frá þykknunarhraða jarðvegs
4) Hefur ekki fundist á vestanverðum skaganum
Af öðrum niðurstöðum má nefna að í ljós komu þrjú áður óþekkt gjóskulög sem eiga upptök í sjó við Reykjanes, þ.e. á nyrsta hluta Reykjaneshryggjarins. Áður höfðu fundist tíu slík gjóskulög, nefnd R1-R10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992). Heildarfjöldi gjóskulaganna er því orðinn þrettán. Tvö laganna liggja þétt saman í jarðvegi og eru að öllum líkindum mynduð í sömu eldum. Kolefnisaldursgreining bendir til að aldur þeirra sé um 6100 ár (sjá töflu að ofan). Efra lagið er hægt að rekja um allan Reykjanesskaga en það það neðra er mjög þunnt og hefur aðeins fundist á einum stað til þessa, þ.e. í Lágafelli. Þriðja lagið hefur sömuleiðis aðeins fundist á einum stað og er útbreiðsla þess ókunn. Aldur lagsins gæti verið 7000-8000 ár. Öll voru lögin skoðuð í smásjá og efnagreind. Gjóskukornin í þessum lögum bera skýr einkenni surtseyskrar gjósku, sem bendir til upptaka í sjó.“
Þess má geta til viðbótar að viðmiðunargjóskulagið á Reykjanesi er frá Reykjaneseldum 1226 (svart), en Arnarseturshraun og Illahraun er m.a. frá þeim tíma.
Heimildir:
-Karl Grönvold, Níels Óskarsson, Sigfús J. Johnsen, Henrik B. Clausen, Claus U. Hammer, Gerard Bond og Edouard Bard 1995: Express letter. Ash layers from Iceland in the Greenland GRIP ice core correlated with oceanic and land sediments. Earth and Planetary Science Letters 135, p. 149-155.
-Magnús Á. Sigurgeirsson 1992: Gjóskumyndanir á Reykjanesi. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, 114 bls.
-http://www.jfi.is/vorr99/08.html
Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Selvogur – Grásteinn og þinghúsið í Nesi
Haldið var í Selvog til stefnu við mektarmennina Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.
eru þeir núlifendur er gleggst þekkja til staðhátta í Vogi. Eftir að hafa farið yfir örnefnalýsingar og frumuppdrátt af svæðinu var haldið í vettvangsferð. Í henni var m.a. komið við að Nesi, austasta lögbýlinu, og skoðuð fyrrum bæjarstæðin á jörðinni. Þau hafa nú flest verið sléttuð út, en eftir standa hólar í túninu. Þarna voru og tóftir þinghúss skoðaðar, auk leifa af kirkjugarði. Neðan við Beggjakot var Grásteinn skoðaður, en um er að ræða markastein á mörkum Bjarnastaða og Götu. Á hann er klappaður bókstafurinn „M“. Nokkra slíka markasteina má finna í Selvoginum, allt frá fjöru upp í heiði. Í leiðinni var auk þessa tækifærið notað til að staðsetja á uppdráttinn gömlu reiðleiðina (göngugötuna) í gegnum Voginn.
hluta til. Önnur gata lá í gegnum Selvog ofan garðs (Fornagarðs). Upp frá þeirri götu lágu götur, s.s. frá Nesi, Bjarnastöðum (Guðnabæ) og Þorkelsgerði upp á Fornugötu á Hæðinni. Sú gata kom að austan og lá að Vogsósum. Að sögn Þórarins lá þjóðleiðin, Fornagata og Kirkjugatan frá Strönd, yfir Ósinn. Aðstæður eru þannig að „frá ósnum liggur beinn kafli áleiðis upp eftir, þá kemur beygja og síðan önnur (Alnbogi). Milli þeirra var vaðið yfir Ósinn. Engin varða né önnur ummerki eru þar við.
Tilgangurinn var að undirbúa minja- og örnefnauppdrátt af Selvogi, en þeir tveir
Brunngatan í vatnsbólið í Nesi var sama gatan að
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar (eftir Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi) segir m.a. um Nes: „Nes er austasta býli í Selvogi. Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.
Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes. Stundum voru þar fleiri bæir [t.d. Bartakot, Þórðarkot, Erta, Beggjakot, Stóra-Leður og Litla-Leður]. Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“ Síðan hefur legsteinunum verið skilað aftur að Nesi og Kristófer Bjarnason, fyrrum kirkjuvörður, komið þeim fyrir nálægt fyrrnefndum grafreit.
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: „Bjarnastaðir eru næsta býli fyrir vestan Nes. Bjarnastaðir ásamt hjáleigum kallast Bjarnastaðahverfi eða Miðvogur, og tilheyrir Gata einnig Miðvogi. Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún.“ Í dag má sjá leifar bæjarins á fyrrnefndum stað. Í bókinni „Sunnlenskar byggðir“ má auk þess sjá teikningu af bænum eins og hann var undir það síðasta. Forvitnilegast við minjar á Bjarnastöðum má telja brunnana, bæði í Gerðinu og neðan þess, réttina ofan við kampinn, fjárborg á kampinum og lendinguna.
„Áður fyrr var byggð í Selvogi skipt í Austurvog, sem var fyrir austan kirkjuna, og Vesturvog fyrir vestan kirkju, þ. e. frá kirkju og vestur að Vogsósum. Þá var Þorkelsgerði í Austurvognum. Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús. Vestan við Þorkelsgerði er Torfabær.
Hver bær átti sín tún, sem kennd voru við þá og voru áður fyrr girt með görðum, en í seinni tíð eru komnar girðingar í þeirra stað. Traðir eða götur voru milli bæjanna. Ævagamall túngarður liggur fyrir ofan alla byggðina; hann nær alveg austur undir vita og vestur að Vogsósum. Víða hefur fokið mjög að honum sandur, svo að hann er nær á kafi, en þó sést hann sums staðar. Hlið voru á garðinum heim að hverjum bæ, gjarnan kennd við bæina. Sagt er, að hliðin hefðu verið læst og grind í. Þorkelsgerðisbæir og Torfabær eiga hver sín tún, eins og fyrr segir, en land utan túns, í Selvogsheiði og fjalllendi er sameiginlegt. Landamerki milli Þorkelsgerðis og Götu eru þannig: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur klettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í klettinum og hellunni).“ Steinninn er enn á sínum stað, en orðinn allnokkuð gróinn.
„Fyrir vestan Torfabæ var hús, sem hét Melborg og var stundum í gríni kallað Geysir. Upp af Torfabæjartúni er Torfabæjarstekkur. Við stekkinn stendur Stekkjarvarða. Hún var mið fyrir Goltanga; átti hana að bera í Sundvörðuna á kampinum og í hæstu nípu á Björgunum (Svörtubjörgum). Austast í Götutúni er Grásteinn, jarðfastur steinn á merkjum.“
Þegar komið var á vettvang gekk Þórður beint að Grásteini. Í honum mátti, þrátt fyrir hvíta mosaglæðuna, sjá móta fyrir bókstanum „M“.
Tækifærðið var notað til að hnitsetja hinar fornu götur við og í Selvogi.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Götu, Þorkelsgerði og Eimu.
-Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi.
-Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.
FERLIRsfélagar í Nesi.
Kristófer Kólumbus á Íslandi
Íslandskort 1548.
Frá þessu segir í ævisögu Kristófers, sem á frummáli heitir Historia del Almirante Don Cristóbal Colón. Ævisagan var skrifuð af syni hans Ferdinand Kólumbus að honum látnum. Söguna skrifaði hann m.a. sem andsvar við tilraunum spánsku krúnunnar til að gera lítið úr hlut Kólumbusar í landafundunum miklu. Sú rimma snerist, eins og svo margar aðrar, um tilkall til valda og auðæfa. Leiðangur Kólumbusar var farinn með fulltingi Ísabellu drottningar af Spáni gegn samkomulagi um verulega upphefð Kólumbusi til handa ef leiðangurinn bæri árangur. Afkomendur hans höfðu hins vegar verið þvingaðir til að afsala sér þeim forréttindum að miklu leiti. Það er athyglisvert að ein af rökum spánsku krúnunnar í því máli voru að Kólumbus hefði fengið hugmyndina að leiðangri sínum hjá öðrum, sem vekur spurningar um hvort slíkur orðrómur hafi verið á kreiki á þeim tíma?
Í stuttri frásögninni lýsir Kólumbus Íslandi sem eyju jafn stórri og Englandi, og gefur upp sínar mælingar á staðarhnitum. Hann segir að Englendingar sigli þangað með vörur sínar, einkanlega frá Bristol. Hann segir að hafið við landið hafi ekki verið frosið þegar hann var þar, en öldur hafi verið ógnarháar. Kólumbus skrifaði þennan stutta texta, ásamt fleiri svipuðum, til að sýna að hann hefði víða farið og væri fær um að leiða leiðangurinn yfir Atlantshafið til að leita Indía.
Hafa ber í huga að Kólumbus var hér á landi tæplega hálfu árþúsundi, endurtek; tæplega fimmhundruð árum, eftir að Íslendingar höfðu fyrst siglt yfir til Ameríku. Það verður að teljast langur tími í afspurnarsögu sæfarenda, ekki síst í ljósi þeirra uppgötvana, sem áttu sér stað á því tímabili Evrópu.
Sumir telja í dag að Kólumbus hafi komið að Rifi á Snæfellsnesi með Englendingum, en þeir sigldu gjarnan þangað, hæfilega langt frá dönsku valdi sem kærði sig lítið um að þeir væru að stunda hér verslun. Aðrir benda á að væringjar hafi jafnan verið með þýskum og enskum og þá ekki síst á Snæfellssnesi þar sem fyrir voru ágætar verstöðvar. Barátta þeirra náði ekki hámarki fyrr en 1532 og þá í Grindavík, sem reyndar var afleiðing átaka milli þeirra á Snæfellsnesi og á Básendum. Þarna líða 55 ár á millum.
Aðrir segja að Kólumbus hafi umrætt ár komið til Hafnarfjarðar og þar fengið þær upplýsingar er dugðu honum sem nægilega von um mögulegan áfangastað „fyrir handan“. Kólumbus var ekki að leita eftir upplýsingum frá löndum sínum eða samferðamönnum, þær gat hann fengið heima við, heldur öðrum ókunnugum er kynnu að búa yfir áhugaverðum og nýtanlegum upplýsingum, þ.e. heimamönnum eða jafnvel ókunnum útlendingum, jafnt þýskum sem öðrum. Sambland hvoruveggja í bland við enska var þá hvað ákjósanlegast í Hafnarfirði, einni þekktustu millilanda- og verslunarhöfn er sögur fóru af á þeim tíma.
Íslendingar, Grænlendingar, Suðureyjabúar, Norðmenn og jafnvel margir Vestur-Evrópubúar, vissu þá þegar að land var fyrir þar fyrir vestan. Það vantaði bara nógu áhugasaman mann með sæmilegan stuðning til að endurtaka siglinguna yfir erfitt úthafið á mun verri sjóskipum en áður höfðu þekkst, þ.e. víkingaskipunum, bestu haffarkostum sögunnar frá upphafi. Seinni tíma skip, að víkingunum gengnum, voru að nokkru leyti betri burðarskip og sérbúin til flutninga með ránsfeng frá nýlendunum; þræla og gersemar, en varla á óþekktum siglingaleiðum.
Bjarni Herjólfsson fór til Ameríku frá Ölfusárósum og Leifur Eiríksson frá Grænlandi, auk margra annarra. Þeir leituðu nýrra möguleika, en enginn þeirra var jafn skuldbundinn öðrum og Kólumbus þegar hann sigldi leiðina með óhöfnum sínum á Santa María, Pina og Ninja, til sama staðar (reyndar svolítið sunnar). Norrænir menn höfðu áður hitt innfædda og vildu þá friðmælast. En mjólkuvaran fór illa í þá og afleiðingarnar voru lagðar út á verri veg. Kólumbus þekkti hins vegar vel til yfirgangsemi þess tíma og nýtti sér hana, á kostnað innfæddra. Að vísu uppskar hann þá stundina með látunum meiri veraldleg verðmæti, en afkomendur innfæddra eiga síðar, með smá umhugsun, eftir að meta hógværð, tillitsemi og virðingu norrænna manna fyrir forfeðrum þeirra, meir en þeir hafa gert hingað til.
Segja má að Kólumbus hafi nýtt sér fyrirliggjandi þekkingu annarra til að framkvæma það sem fáir eða enginn hafði áhuga á þá stundina, þ.e. Ameríku. Það, þegar á samhengið er litið, hefur í rauninni lítið breyst. Ameríkanar mega því vera þakklátir, eða hitt þá heldur, fyrir þennan seinni tíma áhuga.
Heimild m.a.:
-http://www.sssig.com/landafundir-grein-mbl.htm
Hafnarfjörður 1772.
Höfðar
Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 fékk stjórnin 32 hektara landspildu útmælda við Vatnsendann norðaustan Hvaleyrarvatns.
Vorið 1947 var plantað í nyrsta hluta Gráhelluhrauns sem og næstu árin. Vorið 1956 fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri nokkuð stóra landspildu afhenta í Vatnshlíð. Hann hófst von bráðar handa við að brjóta landið undir ræktun. Nokkrum árum seinna reisti hann sumarhús fyrir fjölskylduna á þessum reit og stendur það hús enn í dag.
höfuðborgarsvæðið.
eiginlegan höfða.
Hákon var merkur frumkvöðull og þegar hann hafði undirbúið ræktun í Vatnshlíð töldu félagar í Skógræktarfélaginu að rétt væri að hefjast handa við samskonar landbótarvinnu hjá Beitarhúsahálsi. Sumarið 1957 var 32 hektara landspilda girt og hófst gróðursetning vorið 1958 í nánast örfoka hlíðinni.
Allt Höfðalandið var síðan lagt undir ræktun árið 1979 þegar fjárheld girðing umlukti loksins
Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns, á landsvæði sem hlotið hefur nafnið Höfðaskógur. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Höfðinn við Beitarhúsaháls og er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðanum er Heimastihöfði. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland, s.s. Miðhöfði, Syðstihöfði, Húshöfði og Selhöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði.
Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en
Ýmsar manvistarleifar eru á og við höfðanna líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Hvaleyrarvatni. Til að mynda má enn sjá leifar Ássels og Hvaleyrarsels austan vatnsins. Við síðarnefndu selstöðuna má slá leifa af fjósi, sem reyndar verður að teljast eðlilegt m.v. aðstæður, þ.e. góða beit og gnægð vatns.
Selhöfði – fjárborg.
Stapinn II
Vogastapi (80m) hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi og er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó fram.
Uppi á Grímshóli, hæsta stað Stapans, er útsýnisskífa og útsýni gott á góðum degi. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað niður í urðina.
Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir Stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum.
Gamla Reykjanesbrautin liggur um undirhlíðar Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Fyrrum fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg. Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni.
Fiskislóðin Gullskista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á þessum miðum.
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og tóttir þess húss standa enn þá.
Undir Stapanum má m.a. sjá tóftir bæjarins Brekku, Hólmabúðar, Stapabúðar og Kerlingarbúðar. Neðan þeirra síðastnefndu er ártalssteinn með áletruninni 1780.
Stapabúð.
Húshólmi 1
Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein möguleg tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a. að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, en hinar áþreifanlegu minjar eru verðmæti framtíðarinnar
Gerði við hraunkant Ögmundarhrauns.
Með í för var m.a. áhugasamur bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, auk fleiri fjölfróðra samsveitunga hans. Farið var niður með austurjarði Ögmundarhrauns og litið á gróið skeifulaga gerði utan í hrauninu. Gæti verið aðhald fyrir fé er varslað var í Hólmanumum tíma, sbr. stelstöðuminjarnar, sem þar eru, og verið í tengslum við fjárborgina á Borgarholti. Hún gæti einnig hafa verið notuð fyrir hesta við rekaflutninga úr Hólmanum, sbr. tóftina við rekagötuna niðru að Hólamsundi.
Ofar og inn í hrauninu er varða. Við hana eru Mælifellsgrenin svonefndu sem og hlaðið byrgi refaskyttu.
Húshólmastígur.
Haldið var yfir í Hólmann vestur eftir Húshólmastígnum. Um er að ræða góðan stíg, u.þ.b. 1.2 km, í gegnum hraunhaftið. Nokkrar sagnir eru til um tilurð hans. Sumir hafa jafnvel ruglast á honum og svonefndum Ögmundarstíg í gegnum Ögmundarhraun á móts við og Mælifellið. Þar, við austurjarðar hraunsins, er Ögmundardys og tengist sögunni af Ögmundi og vegagerð hans fyrir bóndann í Krýsuvík (aðrar sögur segja í Njarðvíkum). Aðrar sagnir kveða á um að stígurinn sé svo áberandi vegna þess að kirkjan í Hólmanum hafi verið nýtt eftir að hraunið kólnaði. Hraunþyrmingin hafi skapað verulega átrúnað á hana. Enn aðrir, þ.e. þeir raunsærri, segja að hún sé svo gróin og aðgengileg vegna selstöðunnar, sem Hólminn var nýttur til um aldir.
Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.
Þegar komið var niður í Hólmann er þar fyrir hlaðinn vörslugarður. Nokkru innan hans er hleðslur í norðurhluta Hólmans þar sem fé hefur haldið til haga; tvískiptur stekkur, gróið gerði og forn fjárborg, auk tveggja grenja. Við annað þeirra er hlaðið byrgi refaskyttu.
Þá var gengið að efsta garðinum, sem nær yfir Hólmann frá vestri til austurs. Reyndar er garðurinn rofinn á miðkaflanum, en hann hefur að mestur verið úr torfi. Haldið var að neðri garðinum, sem liggur í boga úr suðri til norðurs og beygir síðan til vesturs inn undir hraunið. Sjá má í enda hans undir hrauninu þar sem það hefur brennt torfið á kafla. Í pælunni af garðinum er landnámsöskulagið.
Skáli við Húshólma.
Haldið var inn í hraunið til vesturs af Kirkjuflöt, fornum grafreit, og að hinum fornu minjum, gamla Krýsuvíkurbænum og tóttunum þar í kring, görðum og hinum forna skála. Útlínur skálans eru sveigðir líkt og gerðist með fornaldaskála. Um er að ræða heit hús með rými til endans. Þá tekur við tóft og hleðslur við enda hans. Ofar eru sérkennilegir hraunkatlar er benda til hringlaga húsa er hraunið hefur runnið að og brennt. Norðvestan þeirra er bátslaga tóft, sem hraunið hefur brennt. Í miðju þess er röð af stoðarholum.
Komið var við í hinni fornu Krýsvíkurkirkju eða hofi, en minjarnar eru a.m.k. taldar frá því fyrir rennsli Ögmundarhrauns, sem talið er hafa runnið árið 1151 (skömmu áður en Kapelluhraunið rann). Jafnvel er talið að minjarnar kunni að vera jafngamalt eða eldri en norrænt landnám hér á landi. Hér er um nær órannsakað svæði að ræða frá hendi fornleifafræðinnar.
Brúnavörður að baki.
Þátttakendum var bent var á hinn flóraða Brúnavörðustíg, sem liggur til suðvestur í átt að Brúnavörðum, yfir hraunhaftið og inn á götu er liggur með brún þess upp í og með Óbrennishólma. Talið er að sonur Krýsuvíkur-Gvendar, og menn með honum, hafi rutt og flórað stíginn á kafla.
Húshólmi – kirkjutóft.
Gengið var frá kirkjutóftinni út á Kirkjulágina, skoðaður hlaðinn þvergarður sem og jarðlægt hringlaga gerði vestast í henni. Loks var litið á sjóbúðartóftina syðst í Hólmanum (gæti líka hafa verið afdrep fyrir þá er drógu að sér reka) og á rekagötuna niður að Hólmasundi.
Krýsuvíkurberg – útsýni af sjávargötunni.
Loks var sjávargatan gengin út úr hólmanum til austurs. Við hana eru einnig fornar minjar í gróðurvin inn í hrauninu. Neðar eru Þyrsklingasteinar og sjá má í hluta gamla bjargsins þar sem nýja hraunið hefur runnið fram af og allt um kring. Frá þessumstað er mjög fagurt útsýni austur eftir Krýsuvíkurbjargi.
Gangan tók u.þ.b. 3 klst.
Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.
Veltufé….
Fé geymist í fjárgeymslum og líta má á afvelta kindur sem veltufé.
beitarhólfi í Krýsuvíkurlandi. Fjárigóð beitin virðist mörgu fénu um megn því a.m.k fimm sinnum í sumar hafa FERLIRsfélagar þurft að koma þar afvelta fé á lappirnar, líkt og þessari, sem gengið var fram á ofan við Litla-Hamradal síðdegis. Kindin sú var greinilega búin að berjast löngum við að komast að sjálfsdáðum á lappirnar, en ekki tekist. Hennar beið því ekkert nema dauðinn – en heppnin varð henni að liði að þessu sinni, þökk sé 68 ára gömlum sögulegum atburði í nágrenninu.
Fé Grindvíkinga varslast í
„Alltaf er nokkur hætta á að kindur fari afvelta úti í haganum. Ef kindur lenda á bakinu, geta þær enga björg sér veitt. Þær liggja þá bara áfram þannig og sprikla með fótunum út í loftið, nema einhver hjálplegur velti þeim við. Það verður að gerast áður en þær örmagnast eða krummi ræðst á augun eða magann.“
Heimild m.a.:
-strandir.is/saudfjarsetur
Afvelta kind á Sveifluhálsi.
Endurnýjun I…
FERLIR endurnýjaði nýlega (2022) tvö af átta sögu- og minjaskiltum Grindavíkur með stuðningi bæjaryfirvalda, þ.e. við gömlu kirkjuna og á Þórkötlustaðanesi. Þau voru orðin 11 ára gömul og höfðu látið verulega á sjá vegna ágangs ljóss, veðurs og vinda.
Grindavíkurkirkja – gamla skiltið.
Skiltunum er ætlað að vera bæjarbúum og gestum þeirra til fróðleiks um þeirra næsta áhugaverða umhverfi. Markmiðið er að viðhalda þeim með því að endurnýja tvö á ári að jafnaði (eða eftir þörfum).
Sjá meira um gömlu kirkjuna í Grindavík HÉR.
Grindavíkurkirkja – endurnýjað skiltið.
Dyravegur – Þorvaldur Thoroddsen 1983
Í „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, eftir Þorvald Thoroddsen í Andvara árið 1984 segir m.a. um Dyraveginn:
„Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr Henglinum og eru rúm 1300 fet á hæð. Þau eru úr móbergi, tveir jafnhliða fjallaranar; móbergið er fjarskalega sundurjetið af áhrifum lopts og vatns, fjallahnúðar, klungur og klif í hinum skringilegustu myndum. Á einum stað er farið milli tveggja þverhnýptra hamra, og þess vegna er nafnið Dyravegur til orðið. Vestur af Dyrafjöllum er eigi nærri eins bratt eins og austur af, enda er austurhliðin miklu hærri, um 1000 fet yfir Þingvallavatn, en hæðin yfir sljetturnar að vestan er að eins tæp 300 fet. Fyrir vestan Dyrafjöll taka við breiðar hásljettur, suður af Mosfellsheiði, því nær mishæðalausar. Þar er dólerít í jörðu, en urð og möl ofan á. Hásljettur þessar ná upp að Hengli, suður hjá Kolviðarhól, allt upp að Vífilfelli og niður undir Lækjarbotna. Við riðum beina leið niður eptir fram hjá Lyklafelli að Lækjarbotnum, og þaðan í Reykjavík.
Var þá ferðinni lokið.“
Heimild:
-Andavari, 10. árg. 1884, 1. tbl. bls. 76.
Dyravegur – kort.