Lynghólsborg

Gengið var um Kálfatjarnarheiði ofan og vestan Staðarborgar. Áður hafði Vatnsleysu- og Flekkuvíkurheiðar norðan og austan borgarinnar verið skoðaðar.
VarðaHnit voru tekin á vörður, en þegar staldrað var við og svæðið gaumgæft lá í loftinu að þarna væri annað og meira en sýndist í fljótu bragði. Enda fundust á göngunni m.a. tvær fjárborgir og gerði, sem ekki hafa verið skráð áður. Ljóst er að enn má finna gleymdar minjar í heiðunum ef vel er að gáð.
Skammt ofan við Staðarborgina eru grónar lágar. Ofan við þær er aflangt klapparholt. Undir því hefur verið ferhyrningslaga ílangt gerði. Sjá má móta fyrir hleðslum, en annars hefur svæðið gróið upp, ólíkt því sem er umleikis.
Vestar er Lynghóll. Norðar er Staðarborgin. Tækifærið var notað og borgin skoðuð.
Í grein Árna Óla í Lesbók MBL 1852 segir m.a. um Staðarborgina. „Einn góðviðrisdag í sumar fór ég að skoða borg þessa og fékk Erlend bónda á Kálfatjörn til þess að fylgja mér þangað. Þetta er mikið mannvirki og ber þess glöggt vitni að þar hefir handlaginn maður verið að  verki.

Staðarborg

Borgin er hringlaga og eru veggirnir eingöngu hlaðnir úr grjóti, valdir hleðslusteinar bæði í ytri og innri hleðslu, en tylt upp á milli með smágrjóti. Vegghæð er um 2 metrar og veggþykktin neðst er um 1 ½ metri, en 1 metri efst. Þvermál að innan er um 8 metra, ummál hringsins að innan um 23 metra, en 35 metra að utan. Efst slútir hleðslan að innan nokkuð, líkt og byggingarmeistarinn hafi hugsað sér að hlaða borgina upp í topp, eins og hinar smærri fjárborgir, sem voru víða um land. Segir í Íslenskum þjóðháttum að fram á 19. öld hafi það víða verið siður á Suðurlandi, að ekki voru til hús yfir sauði, önnur en jötunlausar fjárborgir. Borgir þessar voru venjulega kringlótt byrgi, hlaðin í topp og gátu verið 6 álna háar eða meira. Stundum var þó reft yfir þær og voru veggir þá ekki nema svo sem 2 álna háir. Dyr voru svo lágar, að fé var aðeins gegnt um þær, og engin hurð fyrir þeim. Inn í þessar borgir var fénu ætlað að hörfa í hríðum og ilviðrum, og stóðu þær því oft langt frá bæjum.
StaðarborgÞessi borg var öðru vísi, nema hvað hún er hringlaga. Hún er svo miklu stærri en aðrar fjárborgir, að henni svipar helst til hrossaborganna,s em fyrrum voru í Eyjafirði og Skagafirði. Dyrnar voru þó upphaflega svo lágar og þröngvar, aðeins 1 metri á hæð, að af því sést að þetta hefir verið sauðfjárborg en ekki hrossaborg. Einu sinni hafði þó tryppi [aðrir segja kálf] skriðið þar inn með einhverjum hætti, en komst ekki út sjálfkrafa og mönnum tókst ekki heldur að koma því út fyrr en dyrnar voru hækkaðar og ná þær nú upp úr tóftinni. En tveir stórir steinar, sem notaðir höfðu verið sem árefti yfir dyrnar, eru þar enn til sýnis, annar fyrir utan tóftina, en hinn við liggur á tveimur steinum innst við vegg inni í tóftinni og er þar eins og setubekkur.

Þórustaðastígur

Hleðslan að innan er mjög vandvirknislega af hendi leyst. Hafa verið valdir í hana aflangir steinar, með sléttum fleti á endanum, sem snúa inn í borgina. Víða eru smásteinar eða steinflísar hafðar til að skorða steina og yfirleitt er hleðslan slétt og holulítil. Ytri hleðslan er með nokkuð öðrum hætti. Þar hefir sýnilega verið kappkostað að binda hleðsluna sem bezt, þannig að hver steinn styddi annan. Þessi hleðsla er því ekki jafn slétt og hin. Stærst er grjótið neðst og skagar undirstaðan sums staðar nokkuð út úr veggnum og virðist svo sem hleðslumaður hafi ekki gætt nákvæmlega hringlögunarinnar þegar hann lagði undirstöðuna, en rétt það af á næsta hleðslulagi.
Enginn veit nú hve gömul þessi borg er og það mun sennilega reynast erfitt að kveða nokkuð á um aldur hennar. Sjálf veitir hún litlar upplýsingar um það, því að ekki hefir byggingameistarinn haft fyrir því að klappa ártal á stein til minningar um það hvenær hún var hlaðin, nema ef vera skyldi að hann hefði klappað það á klöppina inni í borginni. Hafi svo verið þá sést nú ekki fyrir því, vegna þess að taðskán þekur alla klöppina og hefðir fyllt upp allar ójöfnur, svo að gólfið er eggslétt. Er það nú allt grasi gróið og er mjög vistlegt þarna inni, enda er sagt, að þegar Stefán Thorarnesen var prestur á Kálfatjörn, þá hafi hann stundum farið með fólk sitt á sunnudögum upp í borgina og veitt því þar súkkulaði. Af því má ætla að þá hafi fyrir nokkru verið hætt að hýsa fé í borginni, því að tæplega hefði presti þótt þar aðlaðandi ef ber taðskán hefði verið að sitja á.
Gólfið hefir verið gróið. Inni í borginni er skjól fyrir öllum áttum og það hefir ekki verið Hleðsla amalegt að liggja þar í grænu grasinu og njóta sólarylsins, eða fara í leiki. Hefir þá sjálfsagt oft verið glatt á hjalla þarna.“
Þá var stefnan tekin yfir að Lynghól. Í Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi segir m.a. um þetta svæði: „Drjúgum ofar í heiðinni og suðaustur af Þórustaðaborg er hóll mikill um sig sem heitir Lynghóll eða Stóri-Lynghóll. Þórustaðastígur liggur fast norðan við Lynghól og er mjögf greinilegir þar. Á hólnum er varða við götuna og stórt vörðubrot á suðurenda hans sem gæti verið gömul landamerkjavarða. Hóllinn er rétt ofan við miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar.“
Þegar upp að Lynghól var komið þurfti að fara yfir Þórustaðastíg, sem er einkar áberandi þar í öxlinni, sem fyrr sagði.

Hleðsla

Á hólnum eru leifar myndarlegrar hringlaga fjárborgar. Grjót hefur tekið úr henni. Í fyrstu virtust þar vera leifar vörðu, sem er fallin, en líklegra er að þar hafi verið kví eða skjól í austanverðri borginni. Borgin hefur verið grjóthlaðin neðst, en með torfi efra. Vel má sjá grjóthleðslur allan hringinn, sem mótað hefur borgina. Hún er gróin og gróðureyðing hefur sótt að. Hér eftir verður borg þessi nefnd Lynghólsborg. Hér gæti líka verið komin Þórustaðaborgin, þ.e. fast við Þórustaðastíginn, en Þórustaðaborgin neðar þá verið stekkur, enda hlaðin í skjóli neðan við hóla. Lynghólsborgin er hins vegar efst á hól, líkt og afstaða flestra fjárborga annarra á svæðinu.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Þórustaðastíg var fylgt upp heiðina. Þegar stutt var eftir upp á Reykjanesbraut sáust miklar vörðuleifar á sléttri klöpp. Skammt austar var myndarlegur hóll, að því er virtist með fuglaþúfu í toppinn. Þegar betur var að gáð voru þar hleðsluleifar líkt og á sama stað og sést hafði á Lynghól, sennilega hlaðið skjól. Umleikis var hringlaga mannvirki, leifar fjárborgar, svipað að stærð og á Lynghól, eftirleiðis nefnt Strandarborg. Neðsta umfarið, úr grjóti, sást allgreinilega. Torfveggur hefur síðan myndað borgina. Gróðureyðing hafði nagað borgina að utan. Hóll þessi er í Kálfatjarnarheiði og því væntanlega verið mannvirki frá einhverjum Kálfatjarnarbæjanna. Vestan hólsins eru grónir blettir. Í einum þeirra mátti hugsanlega greina tóft á tvískiptu húsi, en um það er þó erfitt að fullyrða nema að undangenginni rannsókn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín. Nýta þarf hverja mínútu vel þegar gengið er síðdegis í októbermánuði því einungis er ratljóst að aftanverðum miðaftan.

Heimild:
-Lesb. MBL, sunnudagur 20. júní 1952 – Árni Óla, bls. 357-360.
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007, bls. 40.Strandarborg

Bláfjöll

Brak úr flugvél er austan Bláfjalla. Ætlunin var að skoða aðstæður sem og grennslast fyrir um hvaða vél gæti verið að ræða. Samkvæmt slysaskráningu ameríska hersins gæti verið um að ræða DC-3 flugvél, eða C47 eins Kaninn nefndi hana. Það slys varð 5. mars 1944 kl. 18:30, 1 mílu suðaustur af „Camp Bundy“. Enginn komst af. Tvö lík fundust.

Bláfjöll

Í Árbók FÍ 1984 segir Tómas Einarsson frá því að „á styrjaldarárunum fórst herflugvél í Bláfjöllum á sléttunni austan við Hákoll. Hér á landi liggja litlar upplýsingar fyrir um það slys. Leifar af flakinu sáust á slysstaðnum í mörg ár, en munu nú horfnar.“
Pétur Þorleifsson kvaðst hafa séð flakið fyrir tveimur árum. Hann hafi verið að hjóla undir hlíðum Kerlingarhnúks, sem auðvitað má ekki, og þá séð flakið dreift um hana á u.þ.b. 100 metra kafla. Best væri að fara niður frá skíðalyftunum ofan Kóngsgils, milli Heiðinnar há (Heiðartopps) og Kerlingahnúks og niður með rótum hans. Stórgrýtt væri þarna á köflum og væri flakið upp af slíkri utan í grónum bala við lækjarfarveg. Líklega væri um klukkustundar gangur á svæðið – eða innan við það. Austar væru Drögin og fjær Fjallið eina.
Gengið var inn á Heiðarveginn innan við Bláfjallahornið. Þaðan er þessi gamla gata Bláfjöllvörðuð niður á Ólafskarðsleið í austri, skammt sunnan við Leiti. Vesturendinn er á Selvogsgötu skammt ofan við Tvíbolla. Reykjavegurinn liggur spölkorn eftir Heiðarveginum eða þangað til hann beygir til norðausturs yfir norðuröxl Kerlingarhnúks. Þar liggur vegurinn áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, niður með Fjallinu eina.
Bláfjallahornið er hæsti hluti Reykjavegarins, en þaðan er frábært útsýni til allra átta í björtu veðri. Eftir nokkra göngu með neðrihlíðunum var komið að rótum Bláfjallahryggjarins að austanverðu skammt ofan við Fjallið eina – annað tveggja með því nafni á Reykjanesskaganum.
Úr skarðinu milli Bláfjalla og Fjallsins eina er mikið og fagurt útsýni norður yfir, þar sem Lambafell, Syðri Eldborg og Blákollur blasa við nær, en Hengilsvæðið fjær. Útsýnið hikstar þó á vitundundinni um eyðileggingu Orkuveitunnar á náttúruverðmætum í Henglinum. Þar hefði verið hægt að gæta miklu meiri tillititsemi en gert var.
Þá er skammt á Ólafsskarðsveg, sem liggur um Ólafsskarð upp úr Jósepsdal nokkru norðar, með hlíðum Bláfjalla og áfram austan Geitafells suður af hálendisbrúninni.
Leitað var bæði með austurrótum Bláfjalla sunnan og norðan Kóngsgils og síðan Bláfjöllhaldið um neðri hlíðarnar þar sem rætur Kerlingarhnúks liggja.
Þegar komið var fram á neðri brúnirnar austan Bláfjalla sást víðfeðmin neðanverð. Einhverjum hefði fallist hendur – en ekki FERLIR. Geitafell sat þarna formfagurlega neðan hraunsléttunnar er runnið hafði úr gígum Heiðinnar há. Enn neðar sást Leitarhraunið. Austar og nær voru Drögin, mikil og breið gildrög. Kvöldsólin á vesturhimninum, handan Bláfjallahornsins, var byrjuð að glitra nafna hans, austurhimininn. Haldið var upp með Drögunum vestanverðum.
Bláfjöll eru mótuð af eldvirkni og umbrotum. Fjöllin sjálf eru dæmigerður móbergshryggur sem myndast hefur í gosi undir jökli. Hæst ber tind sem vanalega er nefndur 702 sem vísar til hæðar hans, en Hákollur er skammt norðar.
Umhverfis fjöllin hafa runnið hraun og er þar mest áberandi hraunið frá Heiðartoppum (613m), austur af skíðasvæðinu. Margir gígar og gígaþyrpingar eru á svæðinu. Má þar nefna Stompa, Eldborg og Skeifuna. Nú andaði köldu af norðri. FERLIR hefur hins vegar aldrei látið veður aftra leit – enda er það bara eldra nafn á Cintamani.
Bláfjöll Í svo til beina stefnu frá Kóngsgili í norðuröxl Geitafells lá flakið, milli Hákolls og Kerlingarhnúks, í um 560 metra h.y.s., u.þ.b. 50 metrum norðan Reykjavegarins fyrrnefna.
Svo virtist sem flugvélin hafi verið að koma úr suðaustri, vinstri vængurinn lent utan í stórgrýttri hlíðinni og vélin þá byrjað að brotna. Eftir örskamma stund steyptist vélin síðan niður í gil og þar liggur meginhluti hennar ennþá. Leifarnar eru ótrúlega heillegar af slíkum að vera. Líklega er það vegna þess að snjór þekur þær 2/3 hluta úr ári. Ljóst er að eldur hefur komið upp við brotlendinguna og þá hluti vélarinnar brunnið. Bráðið ál er á vettvangi. Vænghluti er þarna, hjólaspyrnur og fleira. Á vænghlutanum má greina tvo stóra svartmálaða stafi. Annar er nokkur skýr, „S“, en hinn (fremri) öllu óskýrari, gæti verið „T“. Það gæti bent til þess að vélin hafi verið í eigu Íslendinga, með ísl. skráningarstafi. Þessi vél virðist í fljótu bragði hafa verið eins hreyfils því einungis einn V12 strokka vél er sjáanleg í gilinu. Svo stór hreyfill gæti þó bent til þess að annar hreyfill hafa verið þarna, en einhverjir fjarlægt hann. Einungis einshreyfils orrustuflugvél hefði getað haft svo stóran aflgjafa.
Lækur rennur um gilið á vorin og hefur hann eflaust skolað hluta braksins niður hlíðina. Af þessu að dæma er ósennilegt að um DC-3 flugvél hafi verið að ræða. Sú flugvélartegund var bæði stærri og tveggja hreyfla. Því væri þarna bæði meira brak á vettvangi auk þess sem auðkennin leyndu sér ekki. Þá myndi vænghlutinn vera breiðari en raun ber vitni.
Merking er á vélarhlutum; annars vegar 40773 A – ALCOA – M – ? og hins vegar 40772 – DR M1. Erfitt var að greina hvaða litur hefur verið á vélinni, en sjá mátti blágrænan lit á einstaka málmbútum.
Leitin tók 3 klst og 3 mín. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var byrjað að dimma þegar flugvélin fannst. Við þær aðstæður komu FERLIRshúfurnar að góðum notum.
BláfjöllÓlafur Íshólm, flugmaður og lögregluvarðstjóri á Selfossi rámaði aðspurður í að eins hreyfils flugvél á leið frá Vestmannaeyjum hafi brotlent í Bláfjöllum á stríðsárunum, en hann vildi þó ekki fullyrða með öllu að svo hafi verið.
Ekkert er að finna í gömlum fréttum dagblaða um flugslys í Bláfjöllum.
Annar viðmælandi FERLIRs, sem haft var samband við, minnti að tveggja hreyfla bandarísk Lightning flugvél hefði farist þarna á stríðsárunum. Meira vissi hann ekki um atvikið.
Haft var samband við Flugmálastjórn og leitað eftir því hvort einhver þar kynni að vera fróður um flugvélaflök sem þessi á Reykjanesskaganum. Eftir stutta athugun kom upp nafnið Guðjón Viðar Sigurgeirsson, flugvélstjóri.
Hlynur Skagfjörð Pálsson fv. rekstrarfulltrúi og starfsmaður í Bláfjöllum gaf FERLIR gagnmerkar upplýsingar um flugvélaflakið.
„Flakið sem um ræðir er af lightning P-38. Orrustuvél með stuttan búk og tvöfalt stél knúin 2 mótorum. Ég hef heyrt að þessi vél hafi farið niður 1944. Þegar ég kom að henni fyrst u.þ.b. 1996 voru mótorarnin tveir. Þessi sem er ofan í gilinu og svo annar á melholti í stefnu á Geitafell. Þegar ég kom aftur til starfa í Bláfjöllum 2001 og fór að svipast um þá var annar mótorinn horfinn. Auðunn Jónsson ýtumaður sagði mér að hann hefði heyrt að einhverjir aðilar úr Þorlákshöfn hefðu náð í hann og sent hann vestur í Örlygshöfn.
Bláfjöll Ég hef alloft komið að henni bæði gangandi í auðu og farið þarna um á snjó. Ég tel að vélin hafi verið að koma að vestan beygt upp með hlíðinni og rekið v. vænginn í og að þá hafi mótorinn sem nú er horfinn orðið eftir. Brakið úr vængnum gæti hafa dreifst þarna um flatirnar fyrir neðan. Vélin hefur svo skriðið þarna upp yfir holtin því að það er töluverð dreif úr henni og krassað í gilinu þar sem hæðin ofan við er heldur hærri en sú sem neðar er.
Þá er stjörnuhreyfill í Bláfjöllunum, skammt norðan við Reykjavegarstikurnar. Ég hef ekki öruggar heimildir fyrir því hvaða vél þetta var en hef talið þetta vera “Gömlu Gránu” þá er Jóhannes Snorrason var u.þ.b. skotinn niður í yfir Eyjafirði í stríðinu. Hún var sögð hafa endað lífdagana á hraunsléttu í Bláfjöllum.“

Heimildir m.a.:
-Árbók FÍ 1984, bls. 45.
-Útivist, greinar/Reykjavegur.
-Hlynur Skagfjörð Pálsson.

Brak

Eldvörp

Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum.
ÁlveriðRétt er þó strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. „Suðurorka“, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – „Tímann og vatnið“.
Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla.

Hrauntröð

Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur svo á Myndast hefur verulegur undirþrýstingur á virkjun í Eldvörpum ofan við Grindavík – og þá með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum. Rétt er strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. „Suðurorka“, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – „Tímann og vatnið“.

Eldvörp

Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla. Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur sv
að það sé ÞESS að ákveða nýtinguna að skipulagsformlegheitunum loknum. Fulltrúar Reykjanesbæjar kætast sjálfsagt því þeir telja sig þarna hafa hið ágætasta tromp upp í erminni þar sem Eldvarpavirkjun er. Hingað til hefur málið flækst í Suðurorkulindaferli Grindvíkinga, Hafnfirðinga og Vogabúa, sem eðlilega hafa ekki viljað hleypa háspennulínulögnum að Helguvík svo auðveldlega um sitt landssvæði. Reykjanesfulltrúar hafa sannfært sjálfa sig um að ríkisvaldið muni, á þessum síðustu og verstu tímum (skrifað í okt 2008 þegar allar áætlanir í efnahagsmálum hafa orðið að engu), sjá til þess að tillögur þeirra um nýtingu auðlinda til öflunar raforku muni auðveldlega ganga eftir. Sjávarútvegsráðherra sagði reyndar að það væri líkt og að pissa í skóinn sinn að auka fiskveiðikótann við þær aðstæður því þar með væri verið að ganga á auðlindir kynslóða framtíðarinnar. Líkt er og komið fyrir náttúruauðlindunum, þ.e. þeim náttúruverðmætum er komandi kynslóðir munu þurfa að nýta. Þar verður ósnortið umhverfi öllu öðru verðmætari söluvara. Þá staðreynd á nú að hunsa í algleymi peningahyggjunnar.
Stöldrum þó við um stund – og rifjum upp orð máttarstólpanna; ráðherranna. Hvar hafa þeir sagt að hin raunverulegu verðmæti liggi? Í fólkinu, samstöðu þess og Eldvörpsamheldni – þjóðararfinum! Og hvar liggur undirstaðan annars staðar en í landinu, sem fóstrað hefur kynslóðir forfeðranna um aldir? Án þess væri einfaldlega engin kynslóð Íslendinga til í dag – hugsum um það!
Staðreyndin er sú að HS er hvorki með nýtingararleyfi í Eldvörpum né rannsóknarleyfi (vafi leikur þó á hinu síðarnefnda). Hinsvegar hefur fyrirtækið verið að vinna með Grindavík að skipulagsmálum á svæðinu (Eldvörpum) svo og í Svartsengi þar sem önnur af tveimur virkjunum HS er.
Hugmyndir HS hf. hafa alla tíð gengið út á að rannsaka Eldvörpin og fyrir því hafa einhverjir aðilar í Grindavík talað. Hlýtur það að tengjast vinnu við rammmaáætlun þ.e. ef umhverfis“ráðuneyti“ telur að svæðið falli undir óröskuð svæði þá verður væntanlega ekki gefið út rannsóknarleyfi af stjórnvöldum.
Forvinna HS hf. ætti þá að vera ómerk á fyrirhuguðu skipulagssviði með Grindavík.
Framangreindu til staðfestingar má geta þess að á fundi EldvörpByggingar og skipulagsnefndar Grindavíkur í byrjun árs 2008 var m.a. tekið fyrir erindi H.S. um byggingu virkjunar við Eldvörp: „17. Breytingar á aðalskipulagi dreifbýlis og þéttbýlis Grindavíkur, ósk um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur2000 – 2020. Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Grindavíkurbær sbr. bréf dags. 15.10.2007 setji af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi bæjarins til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.“
Í framhaldi af því sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra í Grindavík eftirfarandi fyrirspurn: „Sæl, mig langar að biðja þig að upplýsa mig um eftirfarandi; 1. Eftir fund Byggingar- og skipulagsnefndar í byrjun árs 2008 var tekið fyrir erindi Hitaveitu Suðurnesja, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í tilefni þessa sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra Grindavíkur eftirfarandi fyrirspurn: „Hver er staðan núna (okt. 2008) um fyrirhugaðar áætlanir og heimildir til handa Hitaveitunni um virkjun í Eldvörpum? Ekki þarf að taka það fram að Eldvörpin sem slík eru eitt dýrmætasta djásn Grindavíkur hvað varðar mótun og sögu jarðfræði svæðisins, enn að mestu ósnert náttúruperla. Á svæðinu eru t.a.m. minjar, sem aldrei hafa verið skráðar sem fornleifar, en eru óneitanlega hluti af búsetu og atvinnusögu byggðalagsins.“

Byrgi

Ekkert svar hefur enn borist frá hlutaðeigandi. Ef og þegar svarið kemur verður það birt hér. Þó hefur verið hlerað að ætlunin er að staðsetja fyrirhugaða mikla virkjun við þröskuld Grindvíkinga, skammt vestan Járngerðarstaðahverfis. Skábora á niður í Eldvarpasveiminn. Ætlunin er að „reyna“ að hlífa gígunum í Eldvörpum, en óhjákvæmilega þarf að leggja þar vegi og slóða, pípur og línur með tilheyrandi raski.
Í lýsingu Freysteins Sigurðssonar af Eldvörpum segir m.a.: „Jarðhitasvæðið er í nær miðri Eldvarpa-gígaröðinni, sem er frá sögulegum tíma og teygir sig langa vegu með unga, úfna og undurfagra gíga sína. Jarðhitaummerki á yfirborði voru lítil, aðeins gufutjásur í góðu veðri og smáskellur á hrauninu við gufuaugun. Boraðar hafa verið rannsóknarholur á svæðinu, sem þó ber furðu lítið á. Mikil sjónmengun yrði hins vegar að háspennulínum yfir gígaröðina, eða í nánd við hana.“
Þegar hafa verið boraðar tilraunaborholur í Eldvörpum. Þar hefur Hitaveita Suðurnesja nú þegar leikið sama leikinn og svo oft áður; spillt fyrirhugu virkjunarsvæði skipulega með það fyrir augum að geta síðar bent á að ástæðurlaust væri að hlífa svæðinu þar sem því hefði þegar verið raskað. Þetta gæti hljómað sem brandari, en er það í rauninni alls ekki.

Í ritgerð Málfríðar Ómarsdóttur (apríl 2007) er ber yfirskriftina „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp“ er m.a. getið um Eldvörp og samhengi þeirra við jarðsögumótun Reykjanesskagans í heild.

Eldstöðvarkerfin

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf og er hluti af Atlantshafshryggnum. Eldvirkni hefur verið mikil á þessu svæði, bæði ofansjávar og í hafi, frá því að síðasta kuldaskeiði lauk. Þessi eldvirkni er enn mjög virk í dag. Jarðvísindalega er Reykjanesskaginn afar merkilegur því hann er einn af fáum stöðum þar sem hluti hins virka gosbeltis er aðgengilegur og þar má auðveldlega sjá hvernig slíkir hryggir byggjast upp. Náttúrufar á Reykjanesskaga hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform liggi nú á borðum Landverndar að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera
Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

SnæfellsnesrekbeltiðEldvirkni
Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967).
Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Rekbeltin fyrir 2-7 millj. áraReykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
EldvörpTrölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum. Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
EldvörpEldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma.

Eldvörp

Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjallog klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur.
Elstu og minnstu Eldvörpdyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). EldvörpNeðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967).
ÁEldvörp yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar.

Eldvörp

Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Mynd 3: Eldey er gott dæmi um gígey. Einarsson, 1968).
EldvörpStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni.
Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968). Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir.
Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.

Eldvörp

Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir. Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga.

Eldvörp

Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Eldvörp

Ögmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Mannvistarleifar

Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja.

Hellir

Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru
sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
EldvörpFrægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
EldvörpÍ Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).“
Í dag er Reykjanesskagi aðeins friðaður sem fólkvangur en fólkvangur, samkvæmt Umhverfisstofnun (2004), er svæði sem talin er ástæða til að vernda vegna útivistar og almenningsnota. Mikið hefur verið talað um að auka ætti verndargildi Reykjanesskagans og stofnun eldfjallagarðs hefur verið mikið í umræðunni þessa dagana. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað.

Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.

Hér má sjá vandaða fornleifaskráningu fyrir Eldvörpin.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp“, apríl 2007.

Gígur

Helgadalur

Hraunbúar héldu 20. vormót sitt í Helgadal árið 1959. Þess er getið í Alþýðublaði Hafnarfjarðar sama ár undir fyrirsögninni:
skatar i helgadal 1954„Um 700 skátar frá Hafnarfirði og nágranna bæjum komu til mótsins. Meðal gesta voru Forseti Íslands og biskup“.
„Skátar hafa haft það fyrir sið, að halda vormót á ári hverju. Í flestum tilfellum hafa mót þessi verið haldinn í Helgadal, enda hefur sá staður gefizt hafnfirzkum skátum bezt. Vormótin hafa jafnan verið eitt aðal tilhlökkunarefni skátanna í Hraunbúum, enda eina útilega margra þeirra. Mótið, sem nú var haldið, var það 20. í röðinni. Í tilefni þess var sérstaklega til þess vandað, og á bak við það lá mikil vinna, sem leyst var af hendi af áhuga og fórnfýsi. Forsetahjónin og biskup Íslands voru gestir mótsins.
Mótið hófst föstudaginn 29. maí og stóð yfir til kl. 6 á sunnudag. Mikið fjölmenni var saman komið í Helgadal og þar var glatt á hjalla. Samtals munu yfir 700 skátar hafa komið til mótsins. Fjöldi aðkomuskáta frá nágrannabæjum og þorpum heimsótti hafnfirzku félagana dg höfðu meðferðis ýmis skemmtiatriði.
skatar í helgadal 1959-321Það var ánægjulegt að horfa yfir Helgadalinn á laugardagskvöldið. Skipulega niðursett tjaldborgin huldi dalbotninn að mestu, en Upp í hlíðinni logaði varðeldurinn. Allt um kring sat hin fjölmenna skátaþyrping og þaðan bárust glaðværir skátasöngvarnir og „heija“ hrópin út yfir hraunbreiðuna.
Kl. 2 á sunnudaginn heimsóttu forsetahjónin og biskup Íslands mótið. Flutti biskup messu þar í dalnum, en á eftir var gestunum boðið til tedrykkju í veitingatjaldi skátanna. Forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarpaði síðan skátana og árnaði þeim heilla í störfum. Var heimsókn þessi hin ánægjulegasta og skátunum til uppörfunar og gleði. Veður var sæmilegt meðan á mótinu stóð. Þó rigndi dálítið á sunnudaginn, en fjölmennið hélzt þó allt til mótsloka.
Mótinu lauk kl. 6 sd. og hafði í alla staði heppnast vel og verið skátunum til ánægju og sóma.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. árg. 1959, bls. 6

Helgadalur

Helgadalur.

Laugarnes

„Í Laugarnesi voru fyrrum 3 hjáleigur. Hét ein þeirra Suðurkot og var niður hjá víkinni, um það bil sem nú er Afurðasalan.
Önnur Barnholl-321hjáleigan hét Sjávarhólar, en var oftast kölluð Norðurkot. Stóð hún úti á Laugarnesstöngum, þar sem nú er braggahverfið. Nú sjást engar minjar þessara býla. Þriðja hjáleigan hét Barnhóll og stóð hjá samnefndum hóli fyrir ofan túnið í Laugarnesi.
Þegar íbúðarhúsið Hólar var reist, var það í Barnhólstúninu gamla. Þetta hús reistu þeir synir Bjarna heitins Jenssonar læknis, Jens bókhaldari og Ingólfur kaupmaður. Hefir Ingólfur skýrt mér svo frá, að þar sem húsið stendur hafi ekki verið nein gömul mannvirki. En vestar í lóðinni sem þeir fengu, og sunnan undir Barnhólnum, þar sem nú er kartöflugarður, voru gamlar húsarústir, og þegar farið var að stinga þær upp, varkomið niður á flórað gólf. Það var látið óhreyft, en mold úr rústunum sett þar yfir. Var þessi mold svo frjó, að ekki þurfti að bera í garðinn fyrstu árin. Er sennilegt að flóraða gólfið hafi verið úr fjósi og þar hafi gamall áburður verið bæði úti og inni, og blandast saman við moldina.
Barnhóll stendur enn óhaggaður í túni Hóla og geymist þar eitt af fáum örnefnum á þessum slóðum.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 18. september 1960, bls. 446.

Reykjavík

Laugarnes 1836.

Garðaflatir

Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á.

Garðaflatir

FERLIRsfélagar ofan við tóft á Garðaflötum.

Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, en þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést þar til skamms tíma”.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar – ÓSÁ.

Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá, í Helgadal, Kaldárseli og í Selgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.

Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi skráð fund eða haft orð á hvar tóftir kynnu þar að leynast.

Garðaflatir

Garðaflatir – hluti af minjunum.

FERLIR var nýlega á ferð á Garðaflötum. Með framangreinda sögu að leiðarljósi var ákveðið að leita svæðið og kanna hvort þar væru einhverjar minjar að finna. Vetrarsólin var lágt á lofti þótt um miðjan dag væri. Við leit fundust a.m.k. fimm tóttir, þar af ein mjög stór, sem og garður umleikis. Stærsta tófin er syðst, norðan hennar virðist vera gerði og garður út frá því. Innar eru minni tóftir.
Fundurinn gefur sögunni byr undir báða vængi. Nú þarf bara að kanna svæðið betur og aldursgreina minjarnar.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Eyktir

„Sól er fastur punktur sem jörðin sýnst um á einum sólarhring eða 24 tímum. Eykt er eining. „Jafndægri, sól, eykt, dagmál, skammdegi.“ Dægur eða jafndægur tákna dag og nótt og þannig verður dagur 12 tímar og nótt jafn löng ef nota á hugtökin í siglingafræði. Dægur verður þannig 24 tímar eða 360 gráður en dagur verður 12 tímar eða 180 gráður. Sól í þessu máli er ferð jarðar, dag og nótt, umhverfis sól á 24 tímum, sem í siglingafræði eru 360 gráður.

Eyktarmark

Eyktarmark í Brynjudal.

Dagmál er til forna notað yfir ákveðinn tíma dags og þá oft með fieiri orðum sem eru þessi frá suðri: Hádegi, nón, miðaftann, náttmál, miðnætti, ótta, miðmorgunn og dagmál. Út úr má taka orð yfir hálfan sólarhring eða 12 tíma að degi: Miðmorgunn, dagmál, hádegi og nón. Að ofanrituðu sést að einingar sólarhrings til forna eru átta á 24 tímum eða 360 gráður. Einingar hálfs sólarhrings eru fjórar eða 12 tímar sem jafngilda 180 gráðum.
Nú vafðist það fyrir mér hvernig eykt gat á einhvern hátt samræmst kenningum um ferð jarðar umhverfis sól á 24 tímum og hvaða erindi jafndægur átti inn í skammdegi. Ég átti eftir að sjá, að ég misskildi orðið jafndægur, því fyrir mér var dægur dagur og nótt. Ég leitaði uppi orðið „eykt“ í fornu máli og úr Grágás, gamalli lögbók, fékk ég þessa lýsingu: „Þá er eykt, er útsuðurátt er deild í þriðjunga og hefur sól gengna tvo hluti en einn ógenginn.“
Þetta skil ég á þann hátt að eykt væri skipt í þrjár einingar sem á einhvern hátt tengdust sól og þá um leið gátunni um sólarhæð. Einnig komu í ljós tengsl eyktar við átt, í þessu tilfelli milliátt á milli suðurs og vesturs. Þessar eru milliáttir frá höfuðáttum til forna: Útnorður, landnorður, landsuður, útsuður – fjórar í allt, höfuðáttir eru fjórar og höfuð- og milliáttir í allt átta.
Næsta verkefni var að fá þrjár einingar í eykt til að ganga upp í sólarhring eða 360 gráður. Ég deildi þremur í 360 og fékk út 12 eða 180 gráður. Þetta get ég ekki notað í siglingafræði því þá verður jörðin flöt. Næst tók ég þrjár einingar í eykt og bætti í sól og hélt áfram þannig að ég fékk 12 sólir í fjögur eyktarbil eða 180 gráður, enn er jörðin flöt, svo að ég bætti við 12 í önnur fjögur eyktarbil og fékk út 24 sólir í einum sólarhring, í átta hlutum eða 360 gráður. Nú var ég búin að finna stað fyrir fjórar milliáttir og fjórar höfuðáttir í átta hluta eyktarbila. Siglingafræði er mjög gömul fræðigrein sem flokka má undir vísindi. Því er haldið fram að fræðigreinin sé um 6000 ára gömul og hafi kerfisbundið þróast fram á þennan dag.
Strandsiglingar voru algengasti ferðamátinn og voru mið tekin frá landi en áttir metnar út frá stöðu sólar í hádegi. Frá upphafi voru siglingatæki fá og frumstæð. Eitt elsta siglingakortið er frá árinu 150 og elsta tækið til að mæla sólarhæð kom frá Arabíu 700 f. Kr. og er sama tækið komið í notkun í Evrópu í lok 13. aldar. Fyrsta skráða úthafssiglingin er ferð Pytheas frá Massah í Grikklandi til Englands, Skotlands og Thule, lands miðnætursólarinnar, sem mjög líklega er Ísland.

Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga hljóta að teljast góðar heimildir um úthafssiglingar Íslendinga auk annarra sagna. Eins og nú verður greint frá tel ég nánast sannað að forfeður okkar notuðu eyktarskífu/hring eða sóleyktarmæli í úthafssiglingum á Atlantshafi og fyrir þeim var jörðin hnöttur. Með sóleyktarmælingu var fundin breidd, en með því að telja dægur á milli sólstöðu í hádegi mátti meta lengd, tímalengd, í vestur eða austur. Eiríks stefna til Grænlands er þriggja dægra sigling í vestur, það er sól í hádegisstað þrisvar sinnum áður en Grænland sést við sjóndeildarhring. Með sól í hádegi er fundið réttsuður og út frá því allar aðrar höfuðáttir og milliáttir. Það voru síðan vísindi útaf fyrir sig að halda kúrs.

Eyktarbil

Eyktir

Eyktir.

Mín tilgáta er að eyktarbil hafi verið átta til forna en þau eru: Þrjár eyktir norðurs, þrjár eyktir landnorðurs, þrjár eyktir austurs, þrjár eyktir landsuðurs, þrjár eyktir suðurs, þrjár eyktir útsuðurs, þrjár eyktir vesturs, þrjár eyktir útnorðurs. Utkoman verður sólahringur með eina sól í hverri eykt eða 24 sólir sem jafnframt eru 360 gráður. 12 sólir fyrir fjögur jafndægri dags og 12 fyrir jafndægri nætur. Þannig verður jafndægri tákn fyrir ákveðinn tíma dags eða nætur, sumar eða vetur, vor eða haust.

Eyktir eru 24 í dægri

Eyktir

Eyktir.

Ég dreg hring upp á 360 gráður og ef þrjár einingar eru í einu eyktarbili eru eyktarbil í 360 gráðum átta. Frá möndli hrings og út dreg ég átta bil þar sem í hverju bili eru þrjár sólir og í bilunum átta 24 sólir. í 360 gráðum eru 24 tímar þar sem hver tími er 15 gráður. Ég hef 15 gráður í hverri eykt af þremur, eða 45 gráður, og geri það sama við allar átta einingarnar. Nú er ég búinn að fylla út með 45 gráðum í átta bil, með þremur eyktareiningum í hverju bili, alls 24 eyktir upp á 360 gráður. Eyktarkerfið er nú tilbúið til að snúast með gráðukerfinu. Ég hef eyktarhring með gráðuboga yfir. Ég þarf að stilla af eyktarkerfi og gráðuboga af því að 24 ganga ekki upp í 360 gráður á gefnum forsendum. Ég breyti einni eykt (15 gráður) í 60 mínútur og þá gengur eyktarkerfið upp í 360 gráður í gráðukerfinu. Ég er nú kominn með 360 eyktareiningar sem geta snúist sjálfstætt frá gráðukerfinu.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 2000, Guðbrandur Jónsson, bls. 14-15.

Vatnsleysa
Gengið var um Vatnsleysuheiði og Flekkuvíkurheiði umhverfis Hafnhóla. Ástæðan var tvíþætt; annars vegar hafði FERLIR skömmu áður flogið yfir svæðið með Ólafi Erni og þá m.a. rekið augun í mikið vörðumannvirki á hól, fjárborg, gamlar götur og fleiri minjar og hins vegar var vitað um fjölmargar vörður á svæðinu sem að öllum líkindum höfðu ekki verið hlaðnar til einskis.
DigravarðaVið fyrstu sýn virðast heiðarnar lítt áhugaverðar tilsýndar, en þegar betur er að gáð mátti í þeim finna bæði fornar og áður óskráðar mannvistarleifar sem og áhugaverðar ábendingar um breytingar í gróðurfari umliðinna alda.
Í örnefnalýsingu fyrir Vatnsleysu segir m.a.: „Suður og nokkru ofar í heiðinni er hóll, sem heitir Svartavarða, og áfram ofar er hóll, sem heitir Digravarða. Hlaðnar vörður og vörðubrot eru á öllum þessum hólum. Heiðarslakkinn í austur af Digruvörðu er kallaður Digravörðulágar. Ofan Digruvörðu eru svo litlir hólar, sem heita Geithólar, og skammt þar frá aðrir, sem heita Svínhólar.“ Segja má með sanni að víða leynast vörður og vörðubrot. Með lagni má þó greina vörður frá öðrum „vörðum“. Norðan við Digravörðulágar eru t.d. slík mannvirki, en þegar betur er að gáð er augljóst að þar hafa refaveiðimenn verið að verki. Bæði hafa verið hlaðin skjól á hólum og gamlar hlaðnar refagildrur verið aflagaðar eftir að þær hættu að þjóna hlutverki sínu sem slíkar. Skjólin eru seinna tíma mannvirki, þ.e. eftir að byssan kom til sögunnar, en gildrurnar eru leifar enn eldri veiðiaðferða – þá þegar aflagðra.

Stekkur

Þegar gengið var um ofanverða Vatnsleysuheiðina var auðvelt að staðsetja Svörtuvörðu. Ofar í heiðinni var áberandi hóll. Þegar betur var að gáð reyndist á honum vera hið veglegasta mannvirki, fyrrum einkar stór varða. Hún var að vísu fallin og gróin umleikis, en augljóst var að þarna hafði fyrrum verið mikið mannvirki. Ekki var auðvelt að koma auga á mannvirkið úr fjarlægð, en þess greinilegra var það í návígi á hólnum. Standandi við vörðubrotið virtist sem þarna hafði fyrrum verið eyktarmark (hádegi) frá Stóru-Vatnsleysu eða mið af sjó í Keili.
Undir hólnum að suðaustanverðu var lítill hlaðinn stekkur eða kví. Austan við mannvirkið má ætla að hafi verið hús, líkum þeim er sjá má í seljum. Munurinn var þó sá að ekkert eldhús var þarna greinilegt, sennilega vegna nálægðar við bæinn. „Digravörðulágar“ munu þá heita gróningarnir góðu efra.
Haldið var áfram upp heiðina uns komið var að heillegum vörðum upp undir núverandi Reykjanesbraut. Þegar tekið var stöðumat á svæðinu var einna líklegast að ætla að þarna hafi fyrrum legið þjóðleið frá Kúagerði og áfram yfir heiðarnar áleiðis að Vogastapa. Bæði var leiðin einstaklega greiðfær og eðlileg í alla staði. Fyrir Grindvíkinga eða aðra Suðurnesjamenn myndu sparast nokkrar klukkustundir á göngu ef farin væri þessi greiðfæra leið millum staða en farin væri Ströndin. Um hefði verið að ræða svo til beina leið að Skógfellaleið eða Stapagötu. Og þá var bara að sannreyna áætlunina.
FjárborgÞegar leiðin var gengin var jafnan komið að vandlega hlöðnum vörðum eða greinlegum vörðubrotum. Til hægri handar, á klapparhryggjum, voru og heillegar vörður, sem erfitt var að sjá hvaða tilgangi öðrum hafi gegnt en að vera leiðarmerki yfir heiðarnar. Þegar komið var upp að Hafnhólum (þeim Stóra) mátti sjá að gatan hélt áfram til vesturs yfir heiðina. Ætlunin er að fylgja henni til enda síðar.
Í örnefnalýsingu fyrir Vatnsleysu segir m.a. um þetta svæði: „Heiðarslakkinn suðaustur og upp af þeim er kallaður Miðmundarlágar. Næsta kennileiti er nokkuð stór klapparhóll, sem er kallaður Litli-Hafnhóll. Annar hóll er nokkru ofar, og heitir sá Stóri-Hafnhóll. Báðir þessir hólar eru svipaðir að því leyti, að þeir hafa sprungið eftir endilöngu eða frá norðri til suðurs í jarðskjálftum eða eldsumbrotum. Breiðar gjár hafa þá skipt hólunum í tvennt. Nú eru þær að mestu uppfylltar jarðvegi. Hafnhólar eru á hæsta punkti heiðarinnar á nokkuð stóru svæði og sjást mjög vel af sjó. Þeir voru og eru sjálfsagt enn notaðir sem mið af grunnslóð. Frá Litla-Hafnhól er svo línan um hól, sem á eru vörður tvær, og kallast hann Bræður.“ Síðastnefna kennileitið er vel þekkt.
ARefaskyttubirgiuðvelt var að fylgja leið áfram til vesturs norðan núverandi Reykjanesbrautar. Mjög líklegt má telja að þar hafi fyrrum verið gata undir fótum Grindvíkinga millum Innnesja og Útnesja, aukinheldur Rosmhvalsnesinga. Reykjanesbrautin virðist hafa verið lögð með sömu hagsmuni og sjónarmið í huga og gilt hafa um aldir.
Og þá var bara eftir að leita að fyrrnefndri fjárborg í óravíddinni.
Gengið var til norðvesturs áleiðis niður Flekkuvíkurheiðina frá miðlægum Hafnhólum uns komið var að vandlega hlaðinni vörðu nokkru suðaustan Miðmundahóla í Flekkuvíkurlandi. Þar virðist vera um landamerki að ræða, enda eldri vörðuleifar skammt frá. Þarna hafði leið legið um fyrrum með stefnu á Staðarborg, sem blasti við sem kennileiti í suðvestri. Þegar hugsanleg leið var fetuð til baka upp heiðina að áleiðis að Hafnhólum kom fyrrnefnd „fjárborg“ í ljós. Um var að ræða hringlaga hleðslu á annars sléttu landi. Op virtist til suðurs.
Hér, á þessum stað, var í raun komið hið ágætasta viðfangsefni til verulegra skoðanaskipta. Mannvirkið var hringlaga. Veggir stóðu grónir að utanverðu, en grjótför að innanverðu. Mannvirkið hafði fallið bæði út á við og inn. Ef þarna hefði verið um fjárborg (sú 98. á Reykjanesskaganum) að ræða hefði hún verið hlaðin ofar, t.a.m. á nálægum klapparhólum. Óljós gata lá niður (eða upp) með tóftinni. Staðarborgin blasti við í suðvestri og Hafnhólar til beggja handa í norðaustri.

Varða

Eftir gaumgæftir mátti ætla að þarna hafi fyrrum verið áningarstaður Kálfatjarnarbænda (-presta) á leið þeirra í selstöðuna, hvort sem um var að ræða Kolhólssel, Oddafellssel eða Sogasels í Sogaselssgíg, nokkurs konar og kærkominn áningastaður á langri leið. Um langan veg var að fara frá bæ að selstöðu, hvort sem um var að ræða selstöðuna í Sogaselsgíg eða Oddafelli, og því hefði þarna gjarnan verð um kærkominn áfangastað að ræða á bakaleiðinni úr selstöðunni. Fornminjar, sem þarna má augum líta, gætu því verið hvort sem er aðhald fyrir skepnur ábúenda eða afdrep þeirra sjálfra. Þá gæti tóftin hafa verið sæluhús, jafnvel hof í heiðinni eða tengst gömlum sögnum um kaupstað í Hafnhólum. Erfitt er um það að segja nema að undangegnum frekari rannsóknum (sem Fornleifastofnun ríkisins virðist alls ekki svo áhugasöm um að fenginni reynslu). Umræddar minjar hafa hvergi verið skráðar sem fornminjar – líkt og svo fjölmargar aðrar á Reykjanesskaganum.

Varða milli borganna

Varðandi skráningu á minjum á Vatnsleysuheiðinni eða annars staðar, svona til að gæta sanngirnis, þá er það sennilega ekki vegna áhugaleysis að Fornleifavernd ríkisins skráir ekki minjarnar. Eins og staðan er í dag er enginn mannskapur til eða fjármagn til skráningarvinnu. Það er frekar sorglegt en satt að afar fá sveitarfélög hafa séð ástæðu til þess að leggja út í fornleifaskráningu af eigin hvötum og áhuga á verkefninu og varðveislu minjanna. Eins og staðan er í dag þá fer nánast engin skráning fram af hálfu opinberra aðila, sem ekki tengist mati á umhverfisáhrifum eða skipulagi, sem kostar skráninguna. Fornleifastonfun Íslands er stærst á þeim markaði, en er auðvitað rekin á markaðsgrundvelli og útseldri vinnu, eins og flestir aðilar sem sinna skráningu fornleifa hér á landi.
Hér má sjá lýsingu af göngu um Kálfatjarnarheiði, þá næstu að vestan, og óvæntum fornleifafundum þar.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. HÉR má sjá myndband úr Strandarheiðinni.Heimildir m.a.
-Örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu, Flekkuvík og Kálfatjörn.

Fjárborg

Kolagröf eða skjól í Strandarheiði.

Álftanes

„Álftanes gengur fram milli Skerjafjarðar og Hafnarfjarðar og má telja að það nái alla leið upp að Hafnarfjarðarveginum.
alftanes-221Sagnir hef jeg og heyrt um það að norður af nesinu hafi fyrrum verið landfastir hólmar, sem nú eru horfnir og ekki annað eftir en sker, sem flæðir yfir. Einhvern tíma hefur það verið hlaðinn sjóvarnargarður fremst á nesinu og er hann stæðilegur enn og mun hafa hlíft mikið.
Úr Skógtjörn, sem er með tveimur ósum til sjávar, sjónhending úr innri ós og í Lambhúsatjörn, fyrir vestan Selskarð, er landamæri sóknanna. Heitir þar Suðurnes. Milli Bessastaðatjarnar og sjávar gengur fram Norðurnes; milli Lambhúsatjarnar og Bessastaðatjarnar er Bessastaðanes, en úti fyrir Skógtjörn, milli ósanna, er Hliðsnes. Nafnið Skógtjörn bendir til þess, að nesið hafi fyrrum verið viði vaxið, en langt mun síðan að þar var hver kvistur upprættur.
Og vegna þess hve ilt var um eldsneyti á nesinu, fóru Álftanesingar áður ránshendi um skógana í Almenningum og spiltu alftanes-224þeim mjög. Þurrabúðamenn, sem ekkert eldsneyti höfðu, sóttu þangað í brýnni þörf þótt í heimildarleysi væri“, segir Árni próf. Helgason. Hann segir og að skógur hafi verið höggvin til fóðurs fyrir búpening á vetrum, og hafi það verið verstu spjöllin, þegar ekki náðist nema efri hluti af hríslunum fyrir snjó og klaka. Erlendur Björnsson á Breiðabólstað getur líka um þetta skógarhögg í endurminningum sínum (Sjósókn) og þykir það hafa verið ill nauðsyn. Ekki voru Alftnesingar einir um þetta, heldur menn úr öllum næstu sveitum. Er þessa getið hjer til þess að sýna að nú mundi hafa verið mikill skógur í Almenningum, og þeir einn af fegurstu blettum sunnan lands, ef rányrkjan hefði ekki komið í veg fyrir það.
Landnáma segir frá því að Ingólfur Arnarson hafi gefið Ásbirni Özzurarsyni frænda sínum Álftanes alt. En síðan fara litlar sögur af því langa hríð.
alftanes-225Bessastaða er fyrst getið í Sturlungu og eru þeir þá í eign Snorra Sturlusonar og hafði hann þar bú. Ekki er þess getið hvernig hann eignaðist þá, en líklegt er talið að hann hafi fengið þá með brögðum af arfi eftir Jórunni ríku á Gufunesi. Eftir að Hákon konungur ljet drepa Snorra, kallaði hann sjer alt fje hans og við það hafa Bessastaðir orðið konungseign. En um það hvernig þeir urðu að höfuðsetri útlenda valdsins hjer á landi, segir Hannes biskup Finnsson: ..Enda þótt Snorri ætti fleiri jarðir, hafa Bessastaðir verið besta jörðin og hin hagkvæmasta upp á aðdrætti, vegna þess að hún lá við sjó. Þess vegna hygg jeg, að þá er erlendir landstjórar komu hingað, þeir er engar eignir eða jarðir áttu hjer á landi, hafi þeir þegar sest að á Bessastöðum.

alftanes-225

Mun það sennilega hafa skeð fyrst 1541 þegar Bótólfur Andrjesson varð hirðstjóri, eða máske ekki fyr en 1345 er Ivar Holm varð hirðstjóri, því að í gömlu skjali Bessastaðakirkju, er virðist skrifað 1352, stendur að Brynhildur kona Holta hafi krafist endurgjalds fyrir 10 kindur og eina kú, sem hún sagði að Ivar Holm hefði ekki borgað sjer. Maður hennar, Holti Þorgrímsson, varð ljensmaður 1346. — En síðan 1470 var enginn íslenskur ljensmaður nema Sveinn Þorleifsson stutta hríð, en hvar hann hefir búið er ekki vitað. En stöðugt uppfrá því hafa Bessastaðir verið aðsetursstaðtir valdsherranna, og af því fengið einir það nafn að vera kallaðir kóngsgarður, enda þótt konungar ætti fleiri jarðir hjer“. — Alftanes kemur því meira við sögu landsins á umliðnum öldum, heldur en flestir aðrir staðir á landi hjer. Og þegar erlendir valdsmenn eru þar ekki lengur, er þar æðsta mentastofnun landsins (1805—1840) og þá voru þar mestu mentamenn þjóðarinnar. Jón lektor og dr. Hallgrímur Sehcving á Bessastöðum, Sveinbjörn Egilsson á Eyvindarstöðum og Björn í Sviðholti. Og nú er þar aðsetursstaður æðsta embættismanns þjóðarinnar, forseta Íslands.

alftanes-227

Saga Bessastaða er saga þjóðarinnar í stórum dráttum. Fyrstur býr þar frægasti höfundur gullaldar bókmenta vorra, svo kemur niðurlægingin með erlendu valdsherrum. Svo er skólinn tákn endurreisnartímabilsins og forsetinn nú ímynd fullkomins sjálfstæðis og frelsis. Enn fremur má líta á það, að um langt skeið mátti kalla að Álftanes væri miðstöð þess athafnalífs, sem best hefir borgið þjóðinni, sjávarútvegsins. Það var sú tíðin að 300 bátar voru gerðir út á vertíð á Álftanesi og í Hafnarfirði. Og í tíð þeirra manna, er enn lifa, voru gerðir út á Álftanesi 70—100 bátar, og um 900 aðkomumenn stunduðu sjómensku þar.
Fyrir tveimur öldum veiddist mikið af beinhákarli í Hafnarfirði Og Skerjafirði og stunduðu Álftnesingar þá veiði af kappi. Gekk hákarlinn alveg upp undir landsteina og elti báta, án þess þó að vinna þeim mein.

alftanes-228

Þegar hann var veiddur fóru 8 eða 10 menn saman á áttæring að skutla hann. Var þetta mjög arðsöm veiði, vegna þess hve mikil lifur var í honum. Nú er öldin önnur í þessu efni. Með breyttum háttum hefir smábátaútgerðin lagst niður, og nú stunda Álftnesingar búskap, og lifa á því að selja mjólk til Reykjavíkur.
Árið 1805 fluttist Ísleifur Einarsson prófessor frá Reykjavík að Brekku á Álftanesi. Ljet hann þegar að gera þar miklar jarðabætur, en þær höfðu ekki þekst á nesinu áður. En er bændur sáu, að gagn var að jarðabótum, tóku þeir einnig að gera jarðabætur hjá sjer. Býlin Hákot, Gesthús, Sveinshús og Bjarnastaðir voru upphafloga tómthús, bygð í Sviðholtslandi. Nú fóru þeir, sem þar bjuggu, að græða út í kringum sig og um miðja öldina var svo komið,- að á grasnyt þessara býla voru fóðraðar 3 kýr. Nú er langmestur hlutinn af Suðurnesi og Norðurnesi kominn í tún, svo að lítið sem ekkert er orðið eftir af bithaga fyrir kýrnar. En á Bessastöðum er verið að gera stórfelda
ræktun.

alftanes-229

Fagurt er í góðu veðri að horfa af hálsinum yfir Álftanesið. Nesið er alt skrúðgrænt með blikandi vogum og bláum sjó framundan. Risulegar byggingar og snotur býli standa þar í hverfinu. Nema hvað höfuðbólið Bessastaðir er eitt sjer og er framt að því hálf sveitin landareign þess, alt hið mikla Bessastaðanes, þar sem er kríuvarp og æðarvarp, óþrjótandi haglendi og ræktunarskilyrði góð. Þar yst við ósinn úr Bessastaðatjörn er Skansinn, vígi sem Danir hlóðu. Víkin þar fyrir utan heitir Seyla, og var fyrrum skipalagi. Í Skansinum var eitt sinn býli, og þar var Óli Skans, sem hin alkunna vísa var kveðin um.
Um Skansinn segir svo í ævisögu Jóns Ólafssonar Indiafara: Holger Rosenkranz höfuðsmaður . . . . hafði um þennan tíma miklu að gegna í viðurbúningi í Seylunni, hvar hann ljet virki gera á móti þessum ránsmönnum (Tyrkjum; þetta var 1627), hvar í hann til varnar skikkaði alla þá íslenska, sem til Bessastaða með sinna ljena afgiftir komnir voru, með þeirra mönnum, og vildi höfuðsmaður engum burtfararleyfi gefa. Einnig hafði höfuðsmaður til sín í Seyluna kallað þau kaupför, sem voru kaupskip úr Keflavík, annað úr Hafnarfirði, þriðja úr Hólminum. Þessi þrjú skip lágu til varnar með höfuðsmannsskipinu í Seylunni, með þeirra innihafandi skipsfólki, vel búnu.
Þá strandaði annað ræningjaskipið á skeri og var faalftanes-231rið að flytja úr því í hitt skipið til að ljetta á því. Vildi þá Jón Indiafari, sem var þaulvanur stórskotaliðsmaður, og aðrir íslendingar, endilega veria Tyrkjum varnar kveðjur, því að svo virtist sem menn gætu haft ráð þeirra í liendi sjer. En Danir voru hræddir og bannaði höfuðsmaður að skjóta. Var hann á hesti viðbúinn að flýja ef Tyrkjir ætluðu að ganga á land. Svo losnaði skipið með aðfalli og silgtu þá bæði skipin aftur suður fyrir land og rænti í Vestmannaeyjum í júlí.
— Staðarlegt er heim að líta til Bessastaða. Þar gnæfir kirkjan og mörg hvítmáluð hús með rauðum þökum, og fara þeir litir einkar vel við græna litinn á túninu. Hvítt, rautt og grænt eru skartlegir litir þegar þeir fara saman.
Bílvegir liggja um alt nesið. Skiftast þeir á landbrúnni milli Skógtjarnar og Lambhúsatjarnar. Liggur þá annar til norðurs út í Eyvindarstaðahverfi og af honum vegur til hægri heim að Bessastöðum. Einn liggur vestur Skógtjarnarhverfi að Svalbarði og síðan norðan á nesinu alla leið að Breiðabólstað. Er sá vegur snjóhvítur tilsýndar, vegna þess að skeljasandur hefir verið borinn ofan í hann.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

Þá er og vegur frá Svalbarði út að Hliði, og annar af Garðaveginum út á Hliðsnes. Hlið og hjáleigur þess lágu fyrrum undir Garðakirkju og voru í Garðasókn. En árið 1558 tók Knútur Steinsson hirðstjóri þessa jörð frá kallinu og sókninni og ljet Vífilsstaði í staðinn. Í makaskiftabrjefinu lofaði hann að greiða árlega eina tunnu mjöls í milligjöf fyrir afgjaldsmismun á þessum jörðuni. En sú mjöltunna galst ekki nema nokkur ár, og prestum þótti ráðlegast að ganga ekki eftir því að samningurinn væri haldinn.
Garðrækt hefir verið stunduð mjög lengi á Álftanesi og trjárækt átti að hefja á Bessastöðum 1752. Voru þá settar þar niður nokkrar ungar víðiplöntur, komu á þær ný blöð, en samt dóu þær þegar á fyrsta sumri. Hjá Vífilsstöðum var hellir, sem bændur höfðu lengi notað fyrir beitarhús og var mikið tað komið í hann. Sendi Thodd amtmaður á Bessastöðum þangað menn til að stinga út úr hellinum og hafði taðið til áburðar í sáðreit sinn. Ljet hann aka því á vetrum þegar snjóalög voru og ísar og gaf 4 skildinga fyrir sleðan. Hann sáði byggi, baunum og kúmeni í akur sinn, og er svo sagt að hann hafi haft með sjer bygg af akrinum til alþingis og gætt lögrjettumönnum á íslenskum bygggraut. (Þessa sögðu sagði Ingibjörg móðir Gríms Thomsens Páli Fjelsted sagnfræðingi). Þessi ræktun hefir þó fallið niður aftur. En enn í dag má víða um nesið sjá langar raðir af kúmeni vaxa sjálfsáið meðfram girðingum og víðar. Líklega á það ætt sína að rekja til kúmensyrkjunnar á Bessastöðum.
Lengi vel höfðu menn ótrú á því að kartöflur gæti þrifist á nesinu, alftanes-233og voru aðallega ræktaðar rófur. En nú eru þar sums staðar geisistórir kartöflugarðar og gefa góða uppskeru. Er þar víða, einkum norðan á nesinu, sendin jörð og vel fallin til kartöflugarða. Athyglisvert er það hve mikið er um njóla og hvönn víða á nesinu. Er hvannstóð heima við suma bæi, eins og t.d. Gesthús. Má gera ráð fyrir að hvönn og njóli hafi verið flutt til nessins og upphaflega verið ræktað þar sem nytjajurtir.
Þess var áður getið að Björn Gunnlaugsson landmælingamaður átti heima í Sviðholti þegar hann var kennari við Bessastaðaskóla. Hann kvæntist Ragnheiði Bjarnadóttur, ekkju Jóns adjunkts Jónssonar, er týndist með póstskipi undir Svörtuloftum í marsmánuði 1817. Ragnheiður dó 1834, og síðan giftist Björn Guðlaugu Aradóttur frá Flugumýri, ekkju Þórðar stúdents Bjarnasonar frá Sviðholti, bróður Ragnheiðar. Sviðholtsættinni fylgdi draugur, sem kallaður var Þorgarður. En um uppruna hans er þessi saga: Halldór faðir Bjarna í Sviðholti bjó að Skildinganesi og var maður auðugur.Um þessar mundir fekk maður einn, sem annað hvort var dæmdur til dauða eða ævilangrar fangelsisvistar, leyfi til þess að leysa sig út með peningum, en hann var sjálfur fátækur og fekk því loforð hjá Bjarna fyrir gjaldi því, er þurfti. Aðrir nefna til þess bróður Halldórs. Þá er Halldór var að telja gjaldið, kom að kona hans. Hún sópaði saman peningunum og sagði að þar fara væri að verja þeim öðruvísi en að kasta þeim svo á glæður. Seki maðurinn fékk ekki fjeð, og sagði hann að svo mætti fara að tiltæki konunnar yrði henni til lítillar hamingju og ættliði hennar. Nú átti að flytja hann utan, en dugga sú, er hann var á, týndist fyrir Austfjörðum með allri áhöfn. Eftir þetta gekk hann aftur og sótti mjög að konu Halldórs og fór svo að hún ljest. Tók draugurinn þá fyrir aðra menn í ættinni og varð að ættarfylgju. Hann var nefndur Þorgarður.
Þuríður hjet systir Bjarna í Sviðholti. En einu sinni er hann mætli Þorgarði á hann að hafa sagt: „Ekki ber jeg að jeg fari nú að þjera yður“. Þorgarður fylgdi Bjarna rektor, syni Jóns adjunkts og Ragnheiðar.
Bjarni rektor þurfti ekki annað en fara yfir Skerjafjörð eða út í Viðey til að losna við hann. Eftir lát Bjarna fara engar sögur af Þorgarði.
Loksins skrifaði Bjarni eftir Sigmundi, fóstursyni Latínu-Bjarna, sem var ramgöldróttur, en hann kom að vestan og dvaldist hjá Bjarna um hríð. Við það ljetti ásókn Þorgarðs. Sigmundur bjóst við góðum launum hjá Bjarna, en minna varð úr en hann hafði ætlað.  Það er mælt að Björn Gunnlaugsson hafi haft mestu skömm á Þorgarði, en sjeð hann oft.
alftanes-234Þegar Fuhrmann amtmaður bjó á Bessastöðum arfleiddi Guðmundur ríki Þorleifsson í Brokey hann að öllum sínum eignum. Mæltist það mjög misjafnlega fyrir. En amtmaður fór vestur að sækja arfinn. Voru það þrjár skjóður með peningum, rúmfatnaður og dýrgripir. Var þetta flutt á fjórum hestum suður og látið inn í skemmu á Bessastöðum. Morguninn eftir var skemman brunnin með öllu saman, en peningar þeir, er amtmaður hafði haft með sjer frá Brokey, gengu í Swartzkopf-málið og munu þeir varla hafa hrokkið. — Um Swartzkopf-málið og reimleikana á Bessastöðum skrifaði Einar H. Kvaran skemtilega grein.
Bessastaðastofa var reist árið 1763, sem bústaður fyrir Magnús amtmann Gíslason. Er hún ákaflega veggjaþykk og bygð úr steini, sem tekinn var þar á nesinu. Segir Eggert Ólafsson frá því að hann hafi skoðað þetta byggingarefni meðan á byggingunni stóð. Kölluðu menn þetta sandstein, en kvörtuðu þó undan því að hann væri óvenjulega harður. Segir Eggert að þetta sje grár steinn, sem hafi bakast af hægum jarðeldi, bæði heil lög hans og einstakir hlutar. Sje hann bæði fallegur og endingargóður til húsagerðar.
Vottur af jarðhita er á tveimur stöðum á nesinu, í skeri út af Hliði, er laug, sem kemur upp um stórstraumsfjöru, og önnur laug eða volgra er í stutt hjá Bessastöðum. Þar hefir verið reynt að bora eftir jarðhita, en ekki borið neinn árangur.
alftanes-222Í Akrakoti, sem er nyrst á Norðurnesi, rjett hjá Breiðabólstað, gnæfir verksmiðjureykhváfur. En engin verksmiðja er þarna nú. Áður var þarna þangbrensla og joðvinsla og var það þýskt fyrirtæki. Langt er nú síðan það lagðist niður, og ekkert eftir til minja um það nema þessi reykháfur. Máske verður sú atvinnugrein tekin aftur upp á Alftanesi, því að nóg er þar af þanginu. Bændur skáru löngum þang, þurkuðu það og höfðu til eldneytis. Var það ekkert smáræði sem þeir tóku af því, eins og sjá má á því að á stærri heimilum voru fluttir 150—300 hestar af blautu þangi upp úr fjörunni á hverju sumri.
Byggð er góð á Álftanesi, eins og áður er sagt. Mundu mörg húsin sóma sjer í kaupstað, og rafmagn er þar á hverjum bæ. En nú er líka farið að byggja þar sumarbústaði, og eru þar tveir einkennilegustu sumarbústaðirnir sem jeg hefi sjeð. Annan þeirra á byggingameistari í Reykjavík. Er sá bústaður veggjalaus, aðeins hátt þak, með dálítilli viðbyggingu. Hinn bústaðinn á kaupkona í Reykjavík. Stendur sá bústaður fram við sjó og heitir Marbakki. Er hann allur hlaðinn úr grjóti og með torfþaki. Umhverfis er dálítill garður og hár grjótgarður í kring, svo að þarna er altaf skjól. Verönd er sunnan undir honum með glerveggjum og glerþaki, nokkurs konar gróðurhús, og er þar inni blómahaf mikið. Í garðinum eru líka blóm og trje, og er þetta eins og lítill ævintýraheimur eða álfaborg sem mjög auðvelt er að öfunda eigandann af.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. ágúst 1946, Árni Óla, bls. 341-347.

Álftanes

Tóftir Lásakots.

Skálavegur

Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurstrandarvegar var gerð af Bjarna F. Einarssyni árið 2003. Ástæða er til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum er vantar í skráninguna.

Krýsuvíkurheiði

Hlaðið hús í Krýsuvíkurheiði.

Í fornleifaskráningu við Arnarfell vantar skjól austan undir fellinu, brunn suðvestan undir fellinu, skjól norðan í fellinu og tvö vörðubrot sunnan undir fellinu á gamalli leið frá Arnarfellsbænum austur fyrri Bleiksmýrartjörn, áleiðis að Jónsbúð og um Klofninga.
Ögmundarvegur hinn forni er færður suður í Ögmundarhraun þar sem Húshólmastígur liggur frá austurjarðri Ögmundarhrauns inn í Húshólma. Norðar er Ögmundardys við hinn forna Ögmundarstíg. Árið 1932 var lögð vagngata ofan í stíginn fyrir tilstuðlan Hlínar Johnsen í Krýsuvík. Vegagerðin var greidd af henni. Þó sést sumstaðar í hinn forna Ögmundarstíg þar sem ofaníburðurinn hefur fokið burt.

Hraun

Sigurður Gíslason sýnir refagildru ofan Hrauns.

Sæluhúsið undir Lat er nefnt fjárskjól og dundursvörður fóstbræðranna á Skála, Bergs og Brands, á fyrri hluta 20. aldar eru sagðar vera við forna þjóðleið. Þjóðleiðin lá mun sunnar enda sjást þess glögg merki í hrauninu. Vörðurnar hlóðu drengirnir hins vegar af gamni sínu – fjarri öllum leiðum.
Gömlu vagngötunnar um Siglubergsháls er hvergi getið, enda er hún nú komin að hluta undir hinn nýja Suðurstrandarveg um Siglubergsháls. Ekki er minnst á Gamlabrunn og ekki er að sjá að krossrefagildrunnar ofan við Sandleyni sé getið í skráningunni. Og þá ber að telja að “Tyrkjahellisins” á sunnaverðum Húsfellshálsi, Efri-Hellum, er hvergi getið í fornleifaskáningunni, en vegurinn á á liggja um hálsinn. Þar segir þjóðsagan að Grindvíkingar hafi ætlað að flýja undan Tyrkjanum, ef og þegar hann sneri aftur.

Þrátt fyrir vel meinta fornleifaskráningu er ljóst að taka ber slíkar skráningar með varúð. Svæði sem þetta verður seint fullkannað, enda erfitt yfirferðar á köflum. Hellar, sem víða leynast í hraununum, eru ágætt dæmi um vandmeðferðina. Ef vel ætti að verki staðið tæki skynsamleg fornleifakönnun á svæði sem þessu 2-3 ár.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.