Keflavík

Verslunarsögu Keflavíkur má rekja allt til upphafs 16. aldar. Þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll þá Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Einn þeirra dönsku kaupmanna sem stunduðu verslun í Keflavík var Peter Duus en hann og afkomendur hans stunduðu þar verslun frá árinu 1848 til 1920. Í þessari grein verður rakin saga Duus ættarinnar í grófum dráttum.
DuusPeter Duus og Ásta Tómasdóttir kaupa verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith se
m hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi, Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fjótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík. Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, Knudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.
DuusPeter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik. Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo u
m Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“
Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.
DuusHans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára. Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“ hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt va

lmenni sem öllum var hlýtt til sem honum kynntust, rak hann verslunina með mikilli fyrirhyggju og naut almenns trausts“.
Verslun Duus efldist undir styrkri stjórn Kristjönu og Hans Peters. Fögur og háreist húsin risu í Keflavík. Þrem árum eftir að Hans Peter og Daníel taka við fyrirtæki

nu láta þeir reisa nýtt verslunarhús yfir búðina sem stendur enn í dag og er kölluð „Gamla búð”. Sex árum síðar reisa þau Hans Peter og Kristjana nýtt pakkhús „Bryggjuhúsið“. Leysti það af hólmi, sams konar byggingu, sem hafði verið reist í tíð einokunarverslunarinnar. Í dag er Menningar – og listamiðstöð Reykjanesbæjar til húsa norðan við pakkhúsið.
DuusSama ár og pakkhúsið er byggt kemur til Keflavíkur Waldimar Fischer sem hafð
i keypt verslun Siemsen sem var fyrir í þorpinu. Fjórum árum síðar byggði Waldimar Fischer hús sem eflaust hefur stungið í stúf við aðrar byggingar í þorpinu, og var þá talið fallegasta húsið á öllu Suðurlandi. Húsið var flutt hingað tilsniðið frá Danmörku, hver spýta var merkt áður en húsinu var pakkað niður, og það síðan reist í Keflavík án þess að einn einasti nagli væri notaður í grindina, húsið var allt geirneglt. Fischershús stendur við Hafnargötu 2 og hýsir Galley Björg.
Hans Peter og Kristjana öfluðu sér vinsælda meðal Suðurnesjamanna og verslun þeirra þótti rekin af framsýni og stórhug. Þau eignuðust 3 börn sem öll fæddust í Keflavík. Árið 1881 veiktist Hans Peter kaupmaður, þá fluttu þau alfarin til Kaupmannahafnar í þeirri von að Hans Peter fengi lækningu þar. H.P. Duus lést 3 árum síðar eða árið 1884 aðeins 55 ára. Þá var Kristjana 40 ára með þrjú börn á framfæri sem voru á aldrinum 8, 6 og 4 ára.
DuusFrú Kristjana Duus stjórnaði versluninni eftir lát manns síns og fékk til liðs við sig yngsta bróður sinn Ólaf Ásbjörn Sveinbjörnsson sem kallaði sig Ólaf Olavsen. Hann varð seinna meðeigandi í Duusverslun. Ólafur Olavsen var gftur Ásu Jacobsen hún var systur Egils Jacobsens kaupmanns í Reykjavík. Þau fluttu til Kaupmannahafnar árið 1886 og urðu aldrei búsett eftir það hér á landi. Ása var barngóð með eindæmum. Hún kom nokkrum sinnum til Íslands o
g þá til Keflavíkur og bauð þá öllum börnum í þorpinu heim til sín og hélt þar miklar veislur með tilheyrandi veitingum. Ása stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn á hverju ári og stjórnaði því frá Kaupmannahöfn ef hún komst ekki sjálf á staðinn. Skemmtunin var haldin á neðstu hæðinni í Pakkhúsinu en þar var stór salur sem notaður var sem fiskigeymsla. Salurinn var pússaður og þveginn. Þar var sett stórt jólatré á mitt gólfið og stoðir og veggir tjölduð dúkum. Dansað var í kringum jólatréð og sungin jólalög.
DuusÁrið 1900 kaupir Ólafur Olavsen allar eignir Fichersverslunar. Kom fram í tilkynningu um eignaskiptin að kaupandinn hyggðist reka verslun fyrir eigin reikning í húsunum, en ekki varð að þessari samkeppni því nokkrum mánuðum seinna seldi Ólafur þessar eignir til H. P. Duus verslunarinnar. Flutti þá Duusverslun starfsemi sína í nýja íbúðar- og verslunarhúsið. Þegar flutningarnir eiga sér stað tilkynnti Ólafur viðskiptavinum sínum að opnuð yrði sölubúð í fyrrverandi verslunarhúsum herra Knudtzons í Ke avík “og verða þar seldar allskonar vörur með lægsta verði gegn borgun í peningum”. Sumar munnmælaheimildir telja að þessi verslun hafi verið vínbúð. Sé það rétt var það fyrsta sérverslunin í Keflavík á eftir Bakaríinu.
Árið 1898 kemur bróðir Kristjönu og Ólafs til Íslands frá Ameríku og tekur við verslunarstjórastöðu í Duus versluninni. Hann hét Ágúst Egill og var Sveinbjörnsson, en hann kallaði sig Ágúst Olavsen. Ágúst var mjög forframaður því hann hafði dvalið langdvölum í Danmörku og í Chicago í Ameríku. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráðagerðum varðandi Keflavíkurþorpið. Hann hafði mikinn hug á að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til og rífa, ef honum þótti betur fara. Hann hvatti verkamenn verslunarinnar og aðra íbúa til þess að byggja sér ný hús og studdi þá til þess með því að lána þeim efni og vera þeim ráðhollur.

Duus

Ása í eigu Duus 1900-1920.

Voru á næstu árum byggð mörg hús í Keflavík, en flest ofursmá. Á þessum árum hafði sjór gengið mjög á land, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi. Ágúst lét byggja mikla varnargarða með sjónum sem lágu frá norðanverðri Miðbryggjunni og út í Gróf. Símon Eiríksson steinsmiður var fenginn til að vinna verkið. Duusbryggjan sem hafði verið byggð úr timbri, var nú fyllt af grjóti til að hún héldi betur.
Ágúst hefur að öllum líkindum látið byggja brunn sem stendur við Brunnstíg. Til stóð að íbúarnir borguðu vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. Þetta gekk ekki eftir menn mótmæltu vatnsskattinum þegar átti að borga. Ágúst Olavsen gekk með stóran draum í maganum. Hann var vanur því að geta gengið um listigarða Ameríku og langaði til að koma upp blóma og trjágarði í Keflavík. Hann hafði hugsað sér að listigarðurinn yrði staðsettur fyrir ofan nýja verslunarhús Duus verslunar sem flutt var frá Danmörku, sem þá var orðið heimili og sölubúð Duusverslunar.
Hafði hann í því skyni látið byggja steingarð stóran sem að Símon Eiríksson steinsmiður sá um að hlaða fyrir hann. Hvorki trén né blómin fóru niður í moldina því Ágúst var fluttur um set til Duusverslunar í Reykjavík árið 1909 og lést í Danmörku skömmu síðar. Það má velta því fyrir sér hvort allar þessar fegrunaraðgerðir Ágústar hafa orðið of stór tala í bókhaldi Duusverslunar. Ágúst giftist aldrei en hann eignaðist eina dóttur sem hét Ágústa Ólafía. Ágúst hafði ráðskonu á heimili sínu um langt skeið sem hét Ingibjörg Guðmundsdóttir hún tók að sér bróðurson sinn sem varð síðasti verslunarstjóri Duusverslunar. Duus verslun var seld árið 1920 með húsum og mannvirkjum fyrir kr. 350.000 kr. Kaupandinn var Matthías skipstjóri Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi.

Heimild m.a.:
-FAXI – 2. tbl. 2007 / 67 árgangur – Rannveig L. Garðarsdóttir (Samantekt úr Sögu Keflavíkur 1766 – 1890 og 1890 – 1920; með leyfi höfundar ).

Keflavík

Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.

Snorri

„MEGAflott“ varð fulltrúa Hellarannsóknarfélags Íslands að orði eftir að hafa skoðað skoðað Snorra. Meira um það á eftir.

Snorri

Björn Hróarsson við Snorra.

Stefnan var tekin á Slóðaketil og Snorra. Rúmlega fimm metra langur stigi var með í för. Lögreglunni í Reykjavík er þökkuð afnotin því án stigans hefði hrikaleiki undirheimana ekki verið uppgötvaður að þessu sinni.
Til þess að komast niður í Slóðaketil þurfti á öllum fimm metrunum að halda. Í hraunbólu er ketill. Rás liggur upp úr honum á efri hæðinnim þrengist, en víttkar aftur uns hún lokast alveg. Mjó rás, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, liggur niður í sléttbotna rás, sem enn er ókönnuð. Þar þarf einhvern mjósleginn til að skríða aftur á bak niður og skoða rásina. Aldrei að vita hvað þar kannn að leynast. Niður í katlinum liggur rás niður á við og beygir til hægri. Þar lokast hún. Í heildina er kannaður hluti Slóðaketils u.þ.b. 30 metrar.

Snorri

Klifrað upp í Snorra.

Þegar komið var að Snorra blasir við geysistórt jarðfall. Niður í því eru mjög stórar rásir. Efri rásin er hruninn skammt eftir að inn er komið. Neðri rásin er stórgrýtt, beygir og þrengist eftir u.þ.b. 15 metra uns hún lokast alveg. Snorri fannst eftir ábendingu frá Snorra Þórarinssyni frá Vogsósum, en hann hafði einhverju sinni átt leið þarna um í smalamennsku og þá gengið fram á jarðfallið. Síðan gerði FERLIR þrjár tilraunir til að finna jarðfallið og fannst það að lokum í svartaþoku með aðstoð GPS-tækis, sem notað hafði verið til að skanna svæðið þvers og kruss.

Snorri

Snorri – þrívíddarmynd.

Undir efri rásinni í Snorra er stór skálalaga kjallari, u.þ.b. 10 metra hár. Hann fannst eftir að aðframkomnir FERLIRsfélagar, sem fundið höfðu jarðfallið, neituðu að gefast upp við svo búið. Eftir að hafa fært til steina í jarðfallinu með miklu erfiði var hægt er að komast niður í kjallarann með því að færa til stóra steina. Efst á vegg í kjallaranum er op, ca. tveir metrar að ummáli í nálægt sex metra hæð. Út um opið virðist koma storknaður þunnfljótandi hraunfoss, en nú sást að allur veggur kjallarans er þannig. Stiginn var dreginn niður í kjallarann og reistur við vegginn. Fulltrúi HERFÍs klifraði upp – og hvarf. Hann kom ekki aftur fyrr en eftir rúmlega hálfa klukkustund. MEGAflott sagði hann bara þegar hann var spurður hvernig þetta væri þarna uppi – og brosti sínu breiðasta. FERLIRsfélagar héldu við stigann á meðan, en ef vel á að vera þarf þarna nálægt átta metra langan stiga til að komast bæði upp og niður með góðu móti. Einn félaginn stalst reyndar til að klifra upp og kíkja inn fyrir. Þessi rás liggur inn fyrir stóra jarðfallið í meginrásinni. Þá tekur við u.þ.b. 5 metra hár og 10 metra breiður sléttbotna hellir, um 300 metra langur. Í honum eru dropasteinar og annað er prýtt getur fallegan hraunhelli. HERFÍsfulltrúinn gaf hellinum einkunina 8 af 10 mögulegum. Það segir jú sína sögu.

Snorri

Leiðangur kominn að Snorra.

Þarna bættist enn ein perlan í safn HERFÍs, ekki langt frá fyrirhuguðu vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar. FERLIRsfélagar er ánægðir með að hafa fengið að taka þátt í uppljóstran þessara gersema Íslands. Ætlunin er að fara fljótlega aftur á staðinn með fulltrúum HERFÍs og skoða, mynda og mæla hellinn. Aldrei er að vita hvað þá kann að finnast.
Snorri er sem sagt ekki fullkannaður. Hellirinn er bæði vandfundinn og aðkoman torfarin – þrátt fyrir stærðina.

Veður var frábært – logn og sól.

Snorri

Unnið að inngöngu í Snorra.

Krýsuvíkurkirkja

Eftirfarandi grein skrifaði Hrafnkell Ásgeirsson í Morgunblaðið eftir að hafa setið messu í Krýsuvíkurkirkju árið 2000. Innihaldið gefur ágætar upplýsingar af sögu svæðisins. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Ásgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju.

Hrafnkell

„Á HVÍTASUNNUDAG, 11. júní sl., sóttum við hjónin messu í Krýsuvíkurkirkju. Hér var um að ræða upphaf árþúsundaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar. Prestur var síra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfjarðarkirkju.
Presturinn skýrði frá því að skv. ákvörðun þjóðminjavarðar hefði verið fest upp mynd í kirkjunni af Birni Jóhannessyni, velgjörðarmanni kirkjunnar, eins og komið verður að hér á eftir og hengd yrði upp eftir vetrarsetu altaristafla, máluð af Sveini heitnum Björnssyni, listmálara og rannsóknarlögreglumanni í Hafnarfirði. Þá hefði kirkjunni verið afhent frá móðurkirkjunni í Hafnarfirði biblía, skrautrituð af Ingólfi P. Steinssyni, tengdasyni Björns Jóhannessonar.
Kirkjan var þéttsetin enda ekki stór. Þegar ég leit yfir hópinn gerði ég mér grein fyrir að stór hluti kirkjugesta voru afkomendur síðustu ábúenda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, hjónanna Kristínar Bjarnadóttur og Guðmundar Jónssonar. Þau voru mikið dugnaðarfólk, eignuðust 18 börn, eitt lést í æsku en öll hin 17 komust til manns. Eiginmaðurinn tók sjálfur á móti mörgum barnanna í fæðingu enda ekki um marga íbúa að ræða í sveitinni. Þegar þau brugðu búi á fyrri hluta síðustu aldar fluttust þau til Hafnarfjarðar og flest barna þeirra fluttust einnig til Hafnarfjarðar.
Stori-NyibaerÁ mínum yngri árum vann ég með nokkrum sona þeirra hjóna í fiski. Þetta voru dugnaðarmenn sem höfðu frá ýmsu að segja. Ég var í barnaskóla og Flensborg með nokkrum barnabörnum þeirra hjóna og þetta var hörkunámsfólk.
Kirkjan var byggð árið 1857, smiður var Beinteinn Stefánsson, afi Sigurbents heitins Gíslasonar, byggingarmeistara í Hafnarfirði, sem bjó lengst af við Suðurgötuna, en sá endurbyggði kirkjuna. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929.
Þegar ég sat í kirkjunni kom mér í hug að eftir afhelgun kirkjunnar notaði Magnús Ólafsson í Hafnarfirði, faðir byggingarmeistaranna Ólafs og Þorvarðar Magnússona, kirkjuhúsið sem íverustað. Ekki var þar mikið rými fyrir sex manna fjölskyldu.
Krysuvikurkirkja-3Björn Jóhannesson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar, var mikill hugsjónamaður. Hann helgaði líf sitt verkalýðs- og bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann hafði næmt auga fyrir því sem ekki mátti farga og var reiðubúinn að leggja sinn skerf fjárhagslega til þess þótt hann hafi aldrei verið neinn efnamaður.
Ég nefni þar aðeins tvö dæmi: Varða hafði lengi staðið á Ásfjalli og sást hún vel frá Hafnarfirði. Einhverra hluta vegna hafði varðan fallið. Beitti hann sér fyrir því að smala saman hópi manna til þess að leggja fram fé til að endurhlaða vörðuna og fékk síðan hagleiksmann til verksins. Björn sagði að það vantaði stórt í ásýnd bæjarins þegar varðan væri ekki til staðar.
Á sjötta áratug síðustu aldar fékk Björn heimild bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til þess að endurbyggja kirkjuna í Krýsuvík en Krýsuvík var þá orðin eign Hafnarfjarðarbæjar. Kostaði hann sjálfur endurbyggingu hennar og réð smiðinn Sigurbent Gíslason, mikinn völundarsmið, til verksins.
Krysuvikurkirkja-6Fórst Sigurbent verkið vel úr hendi eins og vænta mátti. Kirkjan var síðan endurvígð 31. maí 1964 af þáverandi biskupi, Sigurbirni Einarssyni, að viðstöddu fjölmenni og var þá um leið afhent þjóðminjaverði til varðveislu.
Að lokinni messu neyttu kirkjugestir súpu í Krýsuvíkurskóla þar sem nú er unnið merkt og fórnfúst starf.
Vinnustofa Sveins heitins Björnssonar listmálara í Krýsuvík var þennan dag opnuð almenningi. Kirkjugestir skoðuðu vinnustofu Sveins undir leiðsögn sona hans. Sveinn lést árið 1997 og var grafinn í kirkjugarðinum í Krýsuvík.
Það var friðsæl og hátíðleg stund á hvítasunnudag í kirkjunni í Krýsuvík.“

Heimild:
-Hrafnkell Ásgeirsson, mbl.is, Laugardaginn 1. júlí, 2000.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja endurgerð.

Stekkjarlág

Hólmsberg kallast það svæði sem í daglegu tali er kallað „Bergið.” Keflavíkurbjarg nefnist sá hluti þar sem bergveggurinn snýr að Keflavík.

Hólmsberg

Hólmsberg – brunnur.

Svæðið ofan við smábátahöfnina á sér mikla og langa sögu og kallast Grófin, hefur umhverfið breyst þar mikið á síðustu áratugum. Þar var bryggja áður fyrr, einnig var þar kennt sund þangað til að Sundhöllin var byggð, síðar var þar Dráttarbraut Keflavíkur. Við ofanverða Grófina eru tóftir gamla Keflavíkurbæjarins sem og hús Duusverlsunarinnar. Frá Grófinni liggja gamlar götur til byggðalaganna norðar og vestar
á Rosmhvalanesi.
Nauðsynlegt er að skoða Stóra Skúta en svo nefnist nokkuð stór hellir undir Háabergi, þar hefur verið komið fyrir grillaðstöðu sem þurfti að fjarlægja vegna skemmdaverka!
Síðan er genginn akveginn upp á Bergið sá kafli var kallaður Kartöflugarðarnir og stefnan tekin á Háaberg sem oft er nefnt Hekk eða Hekkið, vegna þess að þegar staðið er í Grófinni sýnist það vera afturendi á bát sem oft var kallað hekk.
Í vestur hlið Háabergs má sjá ummerki eftir mikla steinatöku sem fór þar fram á 19. öld þegar hlaðnir voru miklir grjótgarðar á athafnasvæði Duus.
Gengið er frá Háabergi að Stekkjarlág en svo nefnist lítil kvos áður en komið er út á Brenninýpu.

Hólmsberg

Hólmsberg – drykkjarsteinn.

Nafnið Stekkjarlág ber með sér að þar hafi verið stekkur og má sjá þar rústir, ýmislegt styður þá tilgátu því einstigi sem lá frá Grófinni upp eftir Kartöflugörðunum út á bjargið kallaðist Lambastígur og má ætla að það hafi verið lömb fjáreigenda í Keflavík, sem rekin voru eftir honum til yfirsetu í Stekkjarlág.
Í Stekkjarlág má finna stórt og fallega staðsett grjót sem nefnist Ræðustóll. Skammt ofan við það er drykkjarskál og fallega tilhöggvinn ferkantaður brunnur enn ofar.
Áfram er gengið út á Brenninýpu. Svæðið dregur nafn sitt af brennum sem voru kveiktar til þess að vísa skipum inn á Keflavíkina. Þegar haldið er frá Brenninýpu meðfram bergbrúninni er komið á svæði með sléttum klöppum sem halla í sjó fram, þetta klettanef nefnist Hellunef, þar fyrir utan eru Hellumið. Þegar komið er framhjá sléttu klöppunum tekur við lágt berg sem liggur að þröngum bás inn í bergið, sem heitir Kaggabás. Þaðan er stutt ganga að Helguvík en þar hafa farið fram miklir efnisflutningar og eftir stendur ein dýpsta, en tæpast glæsilegasta höfn landsins.
Landamerki Keflavíkur og Garðs eru á Hellisgnýpu þar sem vitinn stendur á berginu skammt norðan Helguvíkur.
Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Stekkjarlág

Stekkjarlág.

Hraunssel

Haldið var upp með austanverðum Höfða frá Méltunnuklifi, vestan Leggjabrjótshrauns, Skolahrauns og Grákvíguhrauns. Ofarlega í Höfða eru gígaraðir frá mismunandi tímum. Stærsti gígurinn er formlega löguð eldstöð. Úr honum hefur gosið síðast og þá myndað stórbrotna og langa hrauntröð.

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

Á móts við mitt Sandfell liggur Hraunsselstígurinn inn á slétt helluhraun Grákvíguhrauns. Ofar (norðar) er Stórahraun er nær frá vestanverðum Selsvöllum og langleiðina til Hafnarfjarðar. Selstígurinn, sem að þessum stað, er einnig gata að Selsvallaseljunum skammt norðar undir Núpshlíðarhálsi. Gatan liggur upp með Einihlíðum, beygir til austurs í Einihlíðakrika að sunnanverðu Sandfelli og áfram til norðurs með því austanverðu. Hraunsselsstígurinn yfir hraunið er grópaður á köflum i mjúka hraunhelluna og sums staðar hefur verið kastað upp úr stígnum.

Hraunssel

Hraunssel.

Hraunsselið eru fjórar tóftir, auk eldri seltófta, stekkja og kvíar. Eldri tóftirnar eru vestar á nokkuð sléttum grónum bletti undir hlíð Núpshlíðarhálsins. Þar mótar óljóslega fyrir húsaskipan. Nýrri tóftirnar eru tvær selstöður. Önnur er samliggjandi þrjú rými; baðstofa, búr og eldhús. Hin er tvískipt; baðstofa og eldhús annars vegar og búr stakt. Að baki þeim er gróinn stekkur. Hlaðinn stekkur er norðvestan við tóftirnar sem og hlaðin kví utan í moshól. Síðast var haft í seli í Hraunsseli um 1914, en það kun hafa verið síðasta selstaðan sem lagðist af á Reykjanesskaganum, enda eru tóftirnar mjög heillegar að sjá.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Eftir að hafa rissað upp og ljósmyndað minjarnar var haldið vestur yfir hraunið eftir jeppaslóða að norðanverðu Sandfelli og litið yfir nýtt hraunflæðið í Meradal, þar sem gos hafði komið upp. Staðnæmst var við „skarðið“ þar sem hraunflæði hafði nánast fyllt dalinn og var að myndast við að flæða þar yfir.
Gengið var niður með austanverðu Fagradalsfjalli, niður um Einihlíðakrika, um Hrútadal og áfram niður með Einihlíðum og Höfðahrauni á vinstri hönd uns komið var til móts við gamla Krýsuvíkurveginn (vagnveginn ofan Skála-Mælifells. Þar var gróið hraun skágengið niður að bílnum, sem beið þolinmóður niður við Krýsuvíkurveg neðan Meltunnuklifs.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Gengið var um Krýsuvíkurtorfuna.

Krýsvík

Krýsuvík – örnefni.

Í Krýsuvíkurlandi eru tóftir 17 bæja, en að þessu sinni voru 12 þeirra, er stóðu næst höfuðbólinu, skoðaðar, þ.e. Krýsuvíkur, Norðurkots, Snorrakots, Hnauss (Hnausa) er einnig var nefnt Garðshorn, Gestsstaða, Fells, Litla-Nýjabæjar, Stóra-Nýjabæjar, Lækjar, Arnarfells, Suðurkots og Vesturkots. Mönnum hefur greint á um staðsetningu Hnausa. Í örnefnalýsingu GS segir að Hnaus hafi verið lengra út í mýrinni norðan Norðurkots og Snorrakots, við stíg frá enda Norðurkotstraða. Skv. því hefur Snorrakot verið tómthús, reyndar örindiskot. Í örnefnalýsingu AG er Snorrakot staðsett norðaustan Norðurkots. Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt má telja að þar sem merkt er Snorrakot á korti hafi Hnaus og Garðshorn verið, enda eru örnefni þar sem benda til þess, s.s. Hnausblettur og Garðshornsblettur í mýrinni austan við Norðurkot. Hnausgarður var annað nafn á Norðurkotstúngarði. Snorrakot hefur þá verið þar sem það er merkt á kort, í sömu tóftum og hin kotin fyrrnefndu. Líklega hafa þau verið stuttan tíma í ábúð hverju sinni og þá tekið mið af byggingargerð og útliti, staðsetningu þar sem garðurinn víxlast og húsráðanda þess tíma. Tóft efst við milligarð Norðurkots hefur væntanlega tilheyrt Snorrakoti.

Garðshorn

Tóftir Garðshorns.

Í manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Gamli túngarður er heitið á innri túngarðinum í Krýsuvík. Svipaður garður er umhverfis Læk. Umhverfis hann eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli sem sjá má leifar af í miðju túninu. Burst horfði þar mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annars síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu.
Utar og niður með bjargi stóðu Fitjar og Eyri, ofar og vestar voru Vigdísarvellir og Bali og ofar í Krysuvik 1887landnorður var Kaldrani.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um bæjartorfuna: „Höfundur þessarar örnefnalýsingar er Gísli Sigurðsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði. Aðalheildarmaður var Ólafur Þorvaldsson og Krýsuvíkurbræður, synir Guðmundar í Krýsuvík, aðallega tveir; voru fluttir til Hafnarfjarðar, annar bjó á Holtsgötu ?, en hinn í Þorgeirstúni. Skráin var unnin á milli 1960–70.
Krýsuvík [er] fornt höfuðból í Grindavíkurhreppi. Nú í eyði. Kirkjustaður, annektia ýmist frá Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík.
Landamerki jarðarinnar eru: Að austan gegnt Herdísarvík þessi: Seljabót við sjó. Þaðan beina línu í Sýslustein á Herdísarvíkurhrauni. Þaðan um Lyngskjöld miðjan. Þaðan í Stein á Fjalli. Þaðan í Brennisteinsfjöll í Kistufell. Þaðan í Litla Kóngsfell, sem er gamall gígur, suður frá Grindarskörðum.
Að norðan gegnt upprekstrarlandi Álftaneshrepps hins forna: Litla Kóngsfell, þaðan Krysuvik 1910um Lönguhlíðarfjall í Markraka á Undirhlíðum, þaðan í Markhelluhól. Þá gegnt Vatnsleysustrandar-hreppi og Grindavíkurhreppi: Markhelluhóll, þaðan um Dyngjufjöll og vestur Núpshlíðarháls í Dágon, klettadrang við Selatanga.
Krýsuvíkurbærinn stóð á svo nefndum Bæjarhól hallaði honum niður til suðurs og var þar Hlaðbrekkan. Suð-austan við bæinn stóð Kirkjan í Kirkjugarðinum. Hallaði hér einnig niður frá Kirkjunni, bæði sunnan við að framan og austan til bak við, Kirkjubrekkan. Krýsuvíkurtúnið var eiginlega allstórt. Í lægð undan Hlaðbrekkunni, voru í eina tíð þrjár stórar þúfur, sem nú hafa verið sléttaðar út. Nefndar Ræningjadysjar, þar áttu þrír Tyrkir að hafa verið vegnir og dysjaðir.

Krysuvik - vadid

Ræningjahóll er hryggur sem gengur vestur túnið allt að garði. Suður af honum var Suðurtún eða Suðurkotstún, en neðst í stóð Suðurkotsbærinn. Vestast í túni þessu, heitir Kinn. Lækjartún lá niður undan Brekkunum. Austurtún lá austan traðanna. Vesturtún lá vestast í túninu norðan við hrygginn. Þar var í eina tíð Vesturkot, og því nefnt Vesturkotstún. Norðurtúnið var stærsti hluti túnsins, lá bak við bæinn, vestan hans og norðan. Lægð var eftir túninu endilöngu, nefndist Dalur. En upp frá honum Brekkan. Hesthúskofatótt var vestarlega í henni. Þar vestar var Hellisbrekkan. Uppundir klettunum var Lambahellir eða Bæjarfellshellir. Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum.

Norðurkot

Norðurkot í Krýsuvík 1892.

Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir lágu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.
Krýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk.

Krysuvik - Laekur

Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn. Má enn sjá nokkuð vel rústir hans. Hér vestan við láu Þvergarðar tveir. Þvergarðurinn eystri og Þvergarðurinn vestri og allbreitt svæði milli þeirra. Nefndist Milli garða.
Ofurlítill túnkragi Lækjartún lá kringum bæinn. Lækur var byggður upp nýr af nálinni kringum 1830. Hét sá Krysuvik - nordurkotGuðmundur er það gerði. Gekk ætíð undir nafninu Hellna-Guðmundur. Hellna-Gvendur. Kringum Millutóttina var Milluflötin. Vesturtúngarðar voru eiginlega tveir Innri Túngarður eða Gamli Túngarður lá í hlykkjum og krókum niður vestast í Hellisbrekkunni. Allt út á hólinn sunnan Vesturkots. Vesturtúngarðurinn yngri lá aftur á móti ofan úr klettum Bæjarfells ofanvert við Lambahellir, hlaðinn af grjóti efst. En af torfuhnausum er neðar kom og beint suður. Við Lækinn þar sem hann rann út úr túninu komu Lækjargarðarnir í hann. Áfram lá garðurinn allt austur um Arnarfell, fell er rís upp suð-vestur frá Krýsuvíkurbæ. Og upp í skriður fellsins og er þar hlaðinn af grjóti. Á garðinum miðjum undan Arnarfellsbæ er Arnarfellstúngarðshliðið. Við vesturrana fellsins liggur Vesturgarður Arnarfellstúns upp spölkorn í fellið. Arnarfellsbærinn stóð í miðju túni og má enn sjá rústir hans. Kringum hann var Neðratúnið.

Krysuvik - vitlausi gardur

Upp þaðan lá slóði í Efratúnið (74), sem var í slakka vestan í fellinu. Þar var Fjárhúsrúst og í klettunum þar upp af var Arnarfellshellir eða Kristínarhellir. Saga er til sem skýrir nafn þetta. Kristín hét vinnukona í Krýsuvík. Hún lagði hug á vinnumann á bænum, en hann vildi ekki þýðast hana. Varð hún hugsjúk af þessu og hvarf. Var hennar leitað en hún fannst ekki. Eftir nokkurn tíma kom hún svo heim og sagðist hafa dvalið í helli þessum. Hellirinn liggur upp í móti og er í honum steinn, sem er hið besta sæti. Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina.

Stinuhellir

Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
Bæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið. Og áfram með fellinu, að stórum steini Hafliða. En við stein þennan var Hafliðastekkur. Stígur þessi var einnig nefndur Kirkjustígur, því hann fór kirkjufólkið frá Vigdísarvöllum og Bala, þegar það fór Hettuveg.

Stori-Nyibaer

Norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir láu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar láu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði. Að austan var Nýjabæjarlækur. Hann átti upptök sín spölkorn fyrir ofan túnið í Dýjakrókum.

Krysuvik - Tradir

Í Norðurtúninu var fjárhús, nefndist Járnhús var fyrsta útihúsið, sem þakið var klætt með járni. Kring um það var Járnhúsflöt. „

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir m.a.: „Krýsuvík var um langan aldur sérstök kirkjusókn með hjáleigum sínum, þar til nú fyrir nokkrum árum. Sé Stór-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og mun hafa verið fram undir síðustu aldamót, og sé því ennfremur trúað, að byggð hafi verið á Kaldrana, þá hafa hjáleigurnar verið fjórtán og heitið svo:

Stóri-Nýibær (Austurbær): 1703 nefndur einn Nýibær. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær (Vesturbær): 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær: 1703 nefndur svo. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Krysuvik 2010Norðurkot: 1703: Norðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Suðurkot: 1703: Suðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Lækur: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: eins.
Snorrakot: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Hnaus: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Arnarfell: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Fitjar: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Gestsstaðir : 1703: nefnt í eyði. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Vigdísarvellir: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Bali: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Kaldrani: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Verður nú reynt að staðsetja býli þessi bæði við það, sem komið er og mun koma síðar. Krýsuvík hefur nú staðið um langan aldur norðvestur frá Arnarfelli, undir austanverðu Bæjarfelli, sem er norðvestur frá Arnarfelli og nokkru hærra. Nyrzt í heimatúni var svo Norðurkot, Snorrakot og Hnaus. Tvö hin síðastnefndu hafa verið smábýli í Norðurkotstúni, og má benda á það, að norðausturhorn túnsins heitir Snorrakotstún; smálækur skilur það frá aðaltúninu. Syðst í túninu var Suðurkot, og austan við bæjarlækinn var svo býlið Lækur. Landnorður frá Krýsuvík eru svo bæirnir Stóri- og Litli-Nýibær.“
Frábært veður, þrátt fyrir þoku (sem er bara eðlilegur veðurþáttur í Krýsuvík). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Siguðrssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Horft til Krýsuvíkur úr Hveradal.

Gæsir

Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík.
FóellaVatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).
TóftirÞorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).
Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
TóftinFóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: „Fóellan og hænan, hafa öndina væna.“ (Íslenzkar gátur, skemmtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Nátt-úrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt. Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot.
Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.“
Sjá meira um mannvirki við Fóelluvötn HÉR.

Heimild:
arnastofnun.is (Örnefnastofnun Íslands).

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft á Vatnaási við Fóelluvötn.

Skagagarður

Gengið var um ofanverðan Inn-Garð. Ætlunin var m.a. að skoða Elínarstekk (Ellustekk), tóftir Heiðarhúss, Árnaborgina og ganga um Langholtin að Prestsvörðunni ofan við Leiru.

Garður

Árnarétt.

Elínarstekkur er rétt ofan við Garðveg skammt innan við Garð. Skúli Magnússon segir um Elínarstekkk (Ellustekk) í Faxa, október 1999:
„Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.
Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.
Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.

Garður

Heiðarhús.

Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögði líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.
Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fórum neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.“

Langholtsvarða

Langholtsvarða.

Efri vegur liggur við Langholtin við Hríshólavörðu. Varðan sést vel ofan við Ellustekk. Gengið var upp að tóftum Heiðarhúss ofar í heiðinni. Þar móta fyrir húsum og görðum. Í Þjóðsögum Jón Árnasonar segir að; „Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu. Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: „Ég vil mitt.“ Þá svaraði hún: „Taktu þitt og farð’ í burtu.“ Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.“

Garður

Hríshólavarða.

Enn ofar í heiðinni er Árnarétt, heilleg og fallega hlaðin. Hún var skilarétt. Réttina byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi áður fyrr. Réttin er skemmtileg í annars kennilausalitlu landslaginu og víðast hvar mannhæðar há.
Neðar eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Syðst á því er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.
Á holtunum eru vörður; Langholtsvörður. Það er gömul trú, að einhverjir vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti. Þrívörðurnar sjást vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk (Elínarstekk). Hún stendur á Hríshólum. Gamlar götur út úr Garði lágu neðan við Langholt og Hríshólavörðu. Þær nefndust Efrivegur. Neðrivegur lá ofan við Leirubæina. Enn sést móta fyrir götum þessum.
Haldið var eftir Efra-vegi að Prestsvörðu ofan við Leiru. Hún var endurhlaðin ekki alls fyrir löngu. Við hana er slétt hella með áletrun.

Garður

Ellustekkur.

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“).
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Garður

Fornmannaleiði í Garði.

Herdísarvíkurhraunshellir

Eftirfarandi boð komu frá einum FERLIRsþátttakanda eftir ferð hans um Herdísarvíkursvæðið:

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

„Fann skemmtilegt gat neðarlega í Herdísarvíkurhrauni, þar 3-4 m í botn og nokkuð gímald. Býst svo sem ekki við því að þarna séu neinar fallegar myndanir, landið er svo slétt. Fáið samt hnitið ef einhver er í stuði með stiga.“ Með upplýsingunum fygldu viðeigandi hnit af staðnum.
Lagt var stað með fjögurra metra langan stiga niður Herdísarvíkurhraun frá Sængurkonuhelli neðan við Lyngskjöld (á Klifhæð) með stefnu á gatið. Á leiðinni var gengið yfir gömlu þjóðleiðina milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur þar sem hún liðast fallega um lyng- og kjarrivaxið mosahraunið. Hraunið neðan við Klifhæðina er nokkuð slétt og auðvelt yfirferðar. Rjúpur sáust kúra undir klettum.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Þegar komið var að u.þ.b tveggja fermetra gatinu skammt ofan við Háaberg, vestan við Rauðhól, eftir 20 mín. gang með hjálp staðsetningartækis, reyndist stiginn aumlega stuttur. Hann var því lagður til hliðar, en þess í stað rýnt niður í gímaldið. Það virtist a.m.k. 8 metra djúpt. Hægt væri að komast af með 6 metra stiga með því að forfæra hann, en fullnægjandi langur væri ákjósanlegastur. Undirliggjandi undirbúi virtist gefa ofanlítendum góðan gaum.
Við yfirlitsskoðun á niðurfallinu í „Herdísarvíkurhraunshelli“ kom í ljós að þarna niðri kunna að leynast lágar rásir, norður og suður. Í undirniðrinu vestanverðu virtist myrkur undir stórum steinum. Burkni vex á syllum og fagurgrænn mosagróður vex í slikju niðri í dagsskímunni.

Herísarvíkurhraunshellir.

Herdísarvíkurhraunshellir.

Við skoðun á næsta umhverfi fannst rás, með því að forfæra steina inn undir brún skammt norðaustar, í ílöngu stóru jarðfalli. Þar er hægt að komast inn á slétt gólf á lágri rás. Einnig liggur rás til norðurs um gat skammt norðar. Þetta þarf allt að skoða betur.
Þegar gengið var upp slétt mosavaxið helluhraunið, áleiðis að vörðuðu greni, sást mórauð tófa skjótast á harðahlaupum austur yfir hraunið skammt ofar. Einhver grenjaskyttan hefði fengið „kikk“ út úr því að sjá krýlið þarna á hlaupum, en FERLIRsþátttakendum fannst það bara samsvara landslaginu nokkuð vel. Greinilegur selstígur liggur á ská til suðvesturs niður slétt helluhraunið frá þjóðleiðinni að Herdísarvíkurseli. Gatan er merkt (stein á stein (S.G)). Margt var að skoða í lygnunni – hvort sem var um að ræða flóru, jarðfræði eða fánu.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Vestar er úfið apalhraun Eldborgarhraunanna. Innundir því, í eldra hrauninu, er m.a. Bálkahellir sem og hellar í sömu hraunrás ofan og vestan við hann. Ofan við þjóðveginn, svo til beint norðan við Herdísarvíkurhaunshelli er Sængukonuhellir. Hans er getið í heimildum og í honum fundust mannvistarleifar þegar fyrst var að komið í seinni tíð. Allt er það þó enn ósnert. Hellirinn fannst að kvöldlagi og enginn svaraði í síma Fornleifaverndar þegar reynt var að tilkynna fundinn, enda ekki símasamband austan við Sveifluháls. Ef FERLIR ætti að tilkynna alla þá fornleifafundi, sem hann hefur uppgötvað í gegnum tíðina, væri símareikningurinn orðinn ansi hár. Gildandi lög þarfnast því endurskoðunar, eða a.m.k. gildandi starfsfyrirkomulag.
En þetta var nú útidúr til að fylla upp í rými fyrir seinni myndina, sem fylgir þessum skrifum.
Farið verður fljótlega aftur á vettvang – og þá með nógu langan stiga.
Frábært veður – logn og hiti. Gangan tók 1 klst og 40 mín.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Ferlir

FERLIR-900: Arnarfell – vettvangsskoðun.

FERLIR-901: Grófin – Vatnsnesviti.

FERLIR-902: Gamla Keflavík.

FERLIR-903: Básendar.

FERLIR-904: Orrustuhóll.

FERLIR-905: Básendar.

FERLIR-906: Hallgrímshellan – leit.

FERLIR-907: Þórshöfn I – Ósar.

FERLIR-908: Kaldársel – Helgadalur – Valaból.

FERLIR-909: Hraunssandur – Skálasandur.

FERLIR-910: Árnastígur – Tyrkjabyrgi – Eldvörp – Prestastígur.

FERLIR-911: Skerðingarhólmi.

FERLIR-912: Þórshöfn II – Ósar.

FERLIR-913: Reykjadalur – Ölkelduháls – Kattatjarnir.

FERLIR-914: Grænhólshellir – Loftsskúti – Grændalahellir (Grendalaskúti).

FERLIR-915: Loftsskúti II.

FERLIR-916: Hraunssandur – Festisfjall – Skálasandur.

FERLIR-917: Hvassahraunsskúti – Virkishólahellir – Loftsskúti – Skógarnefsskúti.

FERLIR-918: Herdísarhraunshellir.

FERLIR-919: Hallgrímshellan í Þjóðminjasafninu.

FERLIR-920: Knarrarnes – letursteinn.

FERLIR-921: Vatnsleysa – letursteinn.

FERLIR-922: Fuglavík – letursteinn.

FERLIR-923: Svartsengishellir.

FERLIR-924: Sundhnúkahellar.

FERLIR-925: Brugghellir Húsatópum.

FERLIR-926: Urðarás – brothringur.

FERLIR-927: Bieringstangi.

FERLIR-928: Rebbi – Nátthagi.

FERLIR-929: Varmi – Skálabarmshellir.

FERLIR-930: Kistuhraun – Kistufellshraun.

FERLIR-931: Völundarhúsið.

FERLIR-932: Þríhellir – Litli-Brúnn.

FERLIR-933: Snorri III.

FERLIR-934: Kópavogsdalur – Fossvogsdalur – Elliðaárdalur.

FERLIR-935: Kálfatjörn – sagnaferð.

FERLIR-936: Sogin.

FERLIR-937: Grindavík – sagnaferð.

FERLIR-938: Stamphólsgjá.

FERLIR-939: Þormóðsdalur – gullnáma.

FERLIR-940: Þormóðsleiði – Hraðaleiði.

FERLIR-941: Jónssel.

FERLIR-942: Selshellar – Svörtubjörg.

FERLIR-943: Bolasteinn – Draugatjörn.

FERLIR-944: Selsvellir – útilegumannaskjól.

FERLIR-945: Varmársel – Þerneyjarsel – Esjubergssel.

FERLIR-946: Mosfellssel.

FERLIR-947: Sundvörðuhraun – byrgi.

FERLIR-948: Rauðhólsgil – Ömt – Haukafjöll.

FERLIR-949: Klofningahraun – Rauðhóll.

FERLIR-950: Blettahraun – Bræðrahraun.

FERLIR-951: Dýrfinnuhellir.

FERLIR-952: Hnúkar – hellar – hraundrýli.

FERLIR-953: Sandgerði – Lágin.

FERLIR-954: Hraunssel – Selbrekkur – Efrafjall – flugvélaflak.

FERLIR-955: Eldvörp – Hamrabóndahellir.

FERLIR-956: Sundhnúkahraun – Rauðhóll.

FERLIR-957: Sandakravegur – Skógfellavegur – fornleifar.

FERLIR-958: Rauðhóll – Sundhnúkagígaröðin – Arnarsetursgígaröðin.

FERLIR-959: Kleifarvatn – hringferð.

FERLIR-960: Hvammahraun – Vörufellsborgir – Eldborg.

FERLIR-961: Eldvarpahellar efri.

FERLIR-962: Dalaleið – Fagridalur – Hvammahraun.

FERLIR-963: Skógarnefsskúti.

FERLIR-964: Hvammahraun – götur.

FERLIR-965: Esjubergssel – Sumarkinn – Svínaskarð.

FERLIR-966: Sundhnúkagígaröðin efri.

FERLIR-967: Bláa Lónið – umhverfi.

FERLIR-968: Silungapollur – Hólmsá – Suðurá – gamlar götur.

FERLIR-969: Knarrarnessel – Auðnasel – Fornasel.

FERLIR-970: Gjásel – Vogasel – Brunnastaðasel – Hlöðunessel – Hólssel.

FERLIR-971: Litlalandssel – Hlíðarendasel – Breiðabólstaðasel.

FERLIR-972: Njarðvíkursel – heiðarvarða/markavarða.

FERLIR-973: Brugghellir – Grindavík.

FERLIR-974: Skipsstígur.

FERLIR-975: Óbrennishólmi – Húshólmi.

FERLIR-976: Dollan – Gíghæð.

FERLIR-977: Hrísbrúarsel – Markúsarsel.

FERLIR-978: Bringur – Helgusel – Mosfellssel – Jónssel.

FERLIR-979: Keldnasel.

FERLIR-980: Geldingatjarnarsel.

FERLIR-981: Keldur.

FERLIR-982: Suðurstrandarvegur – hellir.

FERLIR-983: Þerneyjarsel.

FERLIR-984: Kópavogur – fornleifar.

FERLIR-985: Núpafjall – herbúðir – flugvélaflak.

FERLIR-986: Húshólmi – áburðardreifing.

FERLIR-987: Sandfell – Hraunssel – Merardalir.

FERLIR-988: Núpafjall – herminjar – C64.

FERLIR-989: Ísólfsskáli – hellir.

FERLIR-990: Mosfell – Kýrgil.

FERLIR-991: Straumsvík – hellir.

FERLIR-992: Torfdalur – tóftir.

FERLIR-993: Brennisteinsfjallahellar.

FERLIR-994: Seljadalur – Nærsel.

FERLIR-995: Helgafellssel.

FERLIR-996: Búrfellskot.

FERLIR-997: Seljadalssel.

FERLIR-998: Landnámsratleikur Grindavíkur 2006.

FERLIR-999: Grindavík – álagablettir.

ATH: Á bak við hvert nafn er falinn GPS-punktur.