Gengið var af Ölkelduhálsi niður í og um Klambragil í Reykjadal (Reykjadali), upp að Álftatjörn og Kattartjörnum (Katlatjörnum) austan Hrómundartinda annars vegar og Kyllisfells og Kattartjarnahryggjar hins vegar, niður að Djáknapolli og Lakastíg síðan fylgt upp
Þverárdal að upphafsstað. Rétt er að setja öftustu setninguna hér fremst – áður en lengra er lesið; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Á vettvangi er skilti og á því tilgreint það helsta, s.s. fuglar, dýr, plöntur o.fl. Nokkrar gönguleiðir eru stikaðar með bláum og rauðum stikum. Hægt er að nálgast kort af svæðinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og öllum betri bókabúðum. Leiðirnar eru merktar inn á það ásamt ýmsum fróðleik. Um jarðfræðina sagði skiltið: „Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í
gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NA-SV og ganga út í Þingvallavatn. Á Hengilssvæðinu eru 3 eldstöðvakerfi. Þetta er Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt 4-5 sprungugos á svæðinu. Síaðst gaus fyrir um 2000 árum á 30m km langri sprungu sem nánði frá Þrengslum. um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá 1994 en síðast voru umtalsverð umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig land um 1-2 m á sprungubelti sem, liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.“
Á Ölkelduhálsi er gömul hlaðin fjárrétt, sem er rétt að verða friðuð. Á upplýsingaskilti við réttina segir: „Rétt þessi var byggð vorið 1908 og stendur hún við markalínu Grafningshrepps og Ölfushrepps. Hún var eingöngu notuð til vorsmölunnar. Þrisvar var smalað í fjöllunum í kring vor hvert. Fyrstu helgina í júní eða eftir fardaga var smalað geldfé, það er að segja öllu fé öðru en lembdum ám. Nokkru seinna var svo smalað til mörkunar en síðast til rúninga. Réttin var ekki lengi í notkun, hún var lögð niður um og upp úr 1930. Ölkelduháls dregur nafn sitt af nokkrum ölkeldum sem á honum eru. Löngum hefur vatn úr slíkum uppsprettum, sem inniheldur kolsýru og ýmis málmsölt, verið talin hafa sérstakan lækningamátt og notað til heilsubótar.“
Jafnframt segir: „Þegar Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gerðu víðreist um landið á árunum 1752-1757, sýndu þeir ölkeldum mikinn áhuga og gerðu ýmsar rannsóknir á vatninu. Um hollustu þess höfðu þeir þetta að segja: „Óræk sönnun fyrir ósaknæmi og krafti þessa vatns
er það, að ferðamenn og aðrir, sem af því drekka, annaðhvort til að svala þorsta sínum eða sér til gamans, kenna sér aldrei nokkurs meins af því, en svala sé rvel og verða léttir í skapi af að neyta þess.“ Ekki er vitað hversu mikil not fólk hafði áður af ölkeldunni hér ern ætla má að þau hafi verið nokkur þar sem hálsinn dregur nafn sitt af henni en ekki til dæmis hverunum sem þó eru mun sýnilegra einkenni. Einn hveranna er sýnu stærstur og er talið að hann hafi myndast í jarðskjálfum árið 1339.
Forðum gengu sögur af svonefndum hverafuglum sem héldu sig á slíkum háhitasvæðum og eiga nokkrar þeirra að hafa átt sér stað hér á hálsinum. Sáust hverafuglar oft synda á sjóðandi hverum en hurfu jafnharðan þegar menn gengu í átt til þeirra. Fuglarnir líktust öndum að vexti og sumir töldu jafnvel að hér væru komnar sálir framliðinna manna. Vorið 1887 var Gísli Magnússon á Króki í Grafningi á ferð hé rá hálsinum. Sá hann nokkra hverafugla og lýsti þeim svo: „Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp úr hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.“ Síðasta skjalfesta frásögnin um hverafugla í Henglinum er frá 1940, þar sást einn fugl svamla á sjóðandi hver. Eftir það hefur ekkert spurst til fuglanna svo vitað sé.“
Gengið var til austurs með sunnanverðum hálsinum, niður í ofanverðan útanga Reykjadals. Gatan liggur utan í malarskriðuhlíð, en útsýnið er eitt hið fallegasta á Reykjanesskaganum. Efst í dalnum eru heitir hverir og einnig í læk, sem úr þeim renna. Ef einhvers staðar ættu að vera hverafuglar á leiðinni þá ætti það að vera þarna.
Þegar gengið er undir háa hamra kviknar óneitanlega hugsunin um verðmæti landslagsins. Í skýrslu um Hengilssvæðið segir m.a. um þetta: „Mat á landslagi er á flestan hátt erfiðara viðfangs en mat á öðrum þáttum náttúrufars, s.s. gróðri eða dýralífi. Verðmæti landslags eru í eðli sínu huglægari: landslagi má lýsa sem stórri, samsettri mynd náttúrufyrirbæra, forma, lita, mynstra, áferðar og útlína. Upplifun af landslagi er persónubundin og samofin ýmsum breytilegum þáttum s.s. veðri eða birtu. Þorvarður Árnason (1992) segir um náttúrusýn að hún verði “til við samruna þess sem raunverulega ber fyrir augu og þess sem sjáandinn telur sig hafa greint”. Það gefur því auga leið að gildi landslags er hugtak sem erfitt er að höndla og meta.
Samt sem áður er það almennt viðtekið að það að upplifa landslag sé manninum mikils virði. Í nýlegum sáttmála Evrópuráðsins um landslag (European Landscape Convention 1999) er vikið að menningarlegu, vistfræðilegu, félagslegu og umhverfislegu mikilvægi landslags. Í sáttmálanum segir m.a. að landslag sé einn hornsteinn náttúru- og menningararfleifðar Evrópu og það er talið mikilvægur þáttur af lífsgæðum Evrópubúa, og upplifun þess lykilatriði fyrir velferð einstaklinga og samfélags.
Íslenskt landslag er samofið menningu og þjóðarvitun Íslendinga (ÞorvarðurÁrnason 1992). Landslag hefur alltaf verið áberandi í íslenskum sagnaheimi, í íslenskri ljóðagerð og nú síðast í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtæki hafa gjarnan tengt ímynd sína landslagi og landslag er mikið notað til að auglýsa Ísland og íslenskar vörur erlendis. Ýmislegt bendir jafnvel til að landslag sé mikilvægara Íslendingum en öðrum þjóðum: nýleg skoðanakönnun sýndi að landslag var það sem Íslendingar töldu öðru framar vera tákn sinnar þjóðar (Þorvarður Árnason 2002, í undirbúningi). Landslag lenti þar ofar en saga, tunga eða menningarlíf. Þetta er athyglisvert, m.a. í ljósi þess að í sömu könnun lenti landslag ofarlega, en ekki efst, hjá Svíum og Dönum.
Í íslenskum lögum er að finna ákvæði um verndun landslags en þau eru fá og um sumt óskýr. Við endurskoðun laga um náttúruvernd (nr. 44 1999) var bætt inn kafla um landslagsvernd (V. kafli). Í honum er m.a. fjallað um framkvæmdir sem breyta ásýnd lands og segir (35. gr.) að við hönnun mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Í 37. gr. eru taldar upp landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar verndar. Það sem talið er upp undir landslagsgerðum er á hinn bóginn ekki það sem almennt myndi flokkast sem landslag. Upptalningin felur annars vegar í sér það sem kalla má einstök og afmörkuð fyrirbæri í landi (eldvörp, gervigígar og eldhraun, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur) en hins vegar fyrirbæri sem fyrst og fremst hafa verndargildi vegna lífríkis (stöðuvötn og tjarnir, mýrar og flóar, sjávarfitjar og leirur). Á 127. löggjafarþing 2001–2002 var samþykkt breyting á 37. gr. laganna (Lög nr. 140 21. desember 2001), þannig að þar sem vísað var til “landslagsgerða” í lögunum frá 1999, stendur nú “jarðmyndanir og vistkerfi”, eða eins og sagði í athugasemdum með frumvarpinu: “Ekki þykir rétt að skilgreina þessi náttúrufyrirbæri sem landslagsgerðir þar sem landslag hefur verið skilgreint sem form og útlit náttúrunnar og tekur þannig til útlits og ásýndar lands, þ.m.t. lögunar þess, áferðar og lita”.
Ekki er að öðru leyti vikið að landslagi í náttúruverndarlögum.
Vísan til landslags er einnig nokkuð óskýr í lögum um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106, 2000). Í 3. gr. kemur fram að landslag er talið hluti umhverfis en landslag sem hugtak er ekki frekar skilgreint. Í III kafla, 6. gr., er fjallað um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og eru slíkar framkvæmdir taldar upp í 2. viðauka. Í 3. viðauka er fjallað um það sem Skipulagsstofnun ríkisins skuli leggja til grund vallar þegar hún sker úr um hvort framkvæmd skv. 2. viðauka skuli fara í mat. Undir 2. lið eru talin upp þau atriði sem snerta staðsetningu framkvæmdar sem líta þarf til og undir lið iv) álagsþol náttúrunnar er tilvísun til landslagsheilda (e). Ekki er frekar skilgreint hvað átt er við með landslagsheildum.
Af ofangreindu má vera ljóst að verndun landslags hefur litla beina stoð í íslenskum lögum. Reyndin hefur einnig verið sú að landslag hefur ekki verið tekið með beinum hætti inn í mat á umhverfisáhrifum. Fyrir utan óskýran og veikan lagaramma, hefur sjálfsagt einnig skipt máli hversu erfitt er
að meta landslag á hlutlægan hátt. Þó hafa ýmsar aðferðir verið þróaðar erlendis en þær hafa, enn sem komið er, lítt verið reyndar hér á landi. Sumar aðferðanna munu ekki henta íslensku landslagi vegna þess hver sérstætt það er. Erlendar aðferðir eru flestar þróaðar fyrir algróið land þar sem gróður ræður mestu um liti, mynstur og áferð í landi. Flestar eru líka miðaðar við einhvers konar menningarlandslag þar sem byggingar og önnur mannvirki eru oft mikilvægir fókuspunktar í landi og mismunandi nýting lands ræður mestu um mynstrið sem myndast, þ.e. form í landi, skala mynsturs og litbrigði. Hér á landi eru jarðfræðileg fyrirbæri óvenju mörg, fjölbreytt og sýnileg og það mynstur sem oftast sést í íslensku landslagi er býsna frábrugðið hvað varðar stærð, eðli, og lögun og endurtekningu en það sem einkennir menningarlandslag Evrópu.
Sérstaða íslensks landslags orsakast af mörgum þáttum. Einn sá mikilvægasti er skógleysið en opin ásýnd og víðsýni eru eitt helsta einkenni íslensks landslags.
Annað sem gefur íslensku landslagi sérstakt gildi er að það er sem opin bók í landmótunarfræðum; óvíða annars staðar í heiminum er hægt að sjá svo skýrt hvernig öll fjögur meginöfl jarðar; vindur, vatn, eldar og ís, móta land. Á Íslandi er ekki hægt að fela mannvirki með skógi og þau verða oft mjög áberandi, falla gjarnan illa að formum landsins, og sjást langt að. Hér á landi skiptir því meira máli en víða erlendis að fella þau eins vel að landi og kostur er.
Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir mat á landslagi. Stundum er markmiðið að greina megindrætti eða eiginleika landslags (landscape character), stundum að greina eða flokka svæði eftir landslags fegurð (scenic attractiveness), stundum að skilgreina eða flokka svæði eftir mati á því hvort þau séu heil eða röskuð (scenic integrity) eða skilgreina eða finna mikilvæga staði, gjarnan útsýnisstaði (focal points, place attachment). Við mat á upplifun manna af landslagi eru einnig farnar nokkrar leiðir sem ýmist leggja áherslu á eiginleika landslagsins sjálfs eða þau hughrif sem upplifunin framkallar. Þá má nefna að ýmist er notast við mat sérfræðinga (expert based) eða almennings sem þá er fengið með skoðanakönnunum og/eða viðtölum
(constituent based).
Hengilssvæðið er eitt þeirra lítt snortnu útivistarsvæða sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að njóta í dagsferðum. Það er á náttúruminjaskrá og þar er náttúruverndargildi þess skilgreint svo “Stórbrotið landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð, m.a. jarðhiti”. Mörk náttúruminjasvæðisins eru dregin eftir vatnasviði Grændals, Reykjadals og Hengladölum, “ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla. Að sunnan liggja mörk um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá” (Náttúruminjaskrá, 7. útgáfa 1996, bls. 48).
Hengilssvæðið býður upp á fjölbreytta útivistariðkun bæði sumar og vetur. Ekki liggja fyrir neinar tölur um fjölda gesta en viðmikið kerfi göngustíga hefur verið lagt um svæðið (125 km alls skv. Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni 1997).
Einnig hefur verið gefin út ágætis lýsing á svæðinu fyrir göngufólk (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson 1996). Þá er stutt lýsing á svæðinu í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 og í undirbúningi er árbók helguð svæðinu.“
Reykjadal var fylgt til norðurs, eftir stíg að húsi, sem þar er ofarlega í dalnum. Skálinn nefnist Dalasel og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. En hann er á sléttri flöt við Dalskarðhnjúk. Aftan hans er myndarleg hverasvæði. Þessi skáli er opinn allann ársins hring fyrir alla, göngu og ferðafólk, endurgjaldslaust. Í skálanum eru kojur, dýnur, borð og stólar. Teppi til að nota í neyð. Gestabók er í skálanum sem ferðalangar geta skráð í.
Haldið var áfram upp úr Reykjadal um sneiðinga í brattri hlíð. Ákjósanlegra hefði verið að hafa götuna niðri í myndarlegu grónu gili skammt vestar. Þegar upp var komið blasti Álftatjörnin við suðvestan undir Kyllisfelli. Þetta er grunn tjörn, en nokkuð stór, í gróinni dæld. Skammt norðaustar er Efri-Kattartjörn (eða Kattartjörnin efri), djúpt vatn í gömlum gíg. Gengið var niður að henni og með henni austanverðri, upp á malarhrygg skammt norðar. Þar birtist hið ágætasta útsýni yfir Neðri-Kattartjörn, mun stærri og lengri en nafna hennar. Einnig var gengið niður að henni og með henni vestanverðri.
Þegar komið var upp á brúnir norðan Kattartjarnanna blöstu Þingvallafjöllin við sem og Þórisjökull, Langjökull og útsýni var allt yfir að Bláfelli. Gengið var niður að Djáknapolli, um Tindagil norðan Laka og Lakastíg fylgt upp Þverárdal að upphafsstað.
Gamla þjóðleiðin, Lakastígur, lá um Lakaskörð vestan Laka um Þverárdal og ofan Djáknapolls. Þá lá Lákastígur (Lágaskarðsvegur) austan þeirra, milli Kyllisfells og Tröllaháls um Seldal. Hér gæti hafa orðið nafnabrengl, þ.e.
Lakastígur og Lákastígur hafi verið ein og sama gatan, en Lágaskarðsvegur sú austari um Seldalinn.
„Yfir Lágaskarðsveginn liggur Lákastígur.“ segir í einni örnefnalýsingu. Nafnið Lákastígur virðist í seinni tíð hafa færst yfir á Lágaskarðsveginn. „Aðalvegurinn yfir Lagaskarð liggur, eins og áður segir, norður í Sanddalinn, upp Lákastíg og síðan sléttar götur og greiðfærar meðfram Nyrðri-Meitlinum …“ (Jón Pálsson: Austantórur II, 134). Af þessu má ráða að Lákastígur sé hluti af Lágaskarðsleið, neðan (sunnan) við skarðið.
Gatan er enn vel greinileg á köflum. Frá henni liggur gata niður í Nýjasel (Ölvusvatnssel) í Seltungum sunnan við Mælifell. Selflatirnar sáust vel frá Lakastíg. Ekki var gerð heimsókn þangað að þessu sinni.
Háspennulínur setja nú bældan blett á Ölkelduhálsinn. Þær eru táknrænar fyrir hina hliðina á svæðinu. Sú hlið er bæði móðgun og hin mesta þversögn við það sem hið stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða. Hér er rétt að setja fremstu setninguna aftast; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
FERLIR hefur áður bæði gengið og lýst Grafnings- og Hengilssvæðinu, allt frá Húsmúla að Grafningsrétt þar sem tilteknar eru allflestar forn- og söguminjar þess. Á næstunni verður gengið í góðviðri um Ölkelduháls og Reykjadal niður í Hveragerði þar sem áð verður á einstaklega eftirminnilegum stað (sjá FERLIR-1172).
Ölkelduhálssvæðið er dæmigert fyrir svæði þar sem nýtingaráhugasvið skarast; annars vegar til útivistar og hins vegar til orkuvinnslu. Hið fyrrnefnda krefst óraskaðrar náttúru og umhverfis, en hið síðarnefnda verulegrar röskunar á hvorutveggja. Í rauninni er hægt að sætta þessi svið. Orkuvinnsla er nauðsynleg nútímamanninum (hann vill aðgengi og þægindi). Óröskuð náttúruáhrif eru honum engu að síður nauðsynleg. Frumþörfin og undirmeðvitundin krefst þess. Stökkbreyting nútímaþarfanna tekst á við vitundina um virðinguna fyrir því sem skiptir máli til lengri tíma litið. Með því að gaumgæfa vel hvernig hægt er að framkvæma krefjandi framkvæmdir með lágmarks röskun má minnka skemmdarverkaáhrifin og auka líkur að endurkræfni. Allir menntaðir menn vita að orkuvinnslusvæði nýtast einungis í takmarkaðan tíma, eða í u.þ.b. 60 ár. Eftir það verða mannvirkin ónýt og daga uppi líkt og síldarverksmiðjurnar á Vestfjörðum fyrrum. Hvers vegna ætti því ekki í upphafi að gera ráð fyrir endalokunum?
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Að baki voru lagðir 15.1 km.
Grindarskörð – Kerlingarskarð – Bollar
Eftirfarandi fyrirspurn barst FERLIR um Bollana ofan Grindarskarða.
óribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Syðribollar væri þó fremur réttnefni því að aðeins einn bolli getur verið syðstur. Ennfremur að einungis Stóribolli sé nafngreindur sem slíkur en aðrir „bollar“ kallaðir Grindaskarðahnjúkar. Þar að auki segir Jón Jónsson að næstu bollar við Stórabolla heiti Tvíbollar og aðeins gígurinn í þeim stóra eigi að bera nafnið Stórabolli – ekki fellið sjálft. Það er þó væntanlega búið að vinna sér hefð og skilgreinist sem hluti fyrir heild.“
„Mig langar til að forvitnast um hvað þið (Ferlir.is) nefnið bollana í Grindaskörðum. Ég hef vanist Stóribolli, Miðbollar og Syðstibolli. Einnig séð: St
Framangreint er reyndar allt rétt – svo langt sem það nær. Öll nöfnin hafa heyrst og verið skráð af ýmsum, einkum í seinni tíð.
Áður fyrr var einungis tala um Bollana og/eða Grindaskarðshnúka, sem reyndar er rangnefni því Grindaskörð eru utar (norðan við Stóra bolla), en Kerlingarskarð þar sem nefndir Grindarskarðshnúkar eru. Reyndar hafa menn kallað Kerlingarskarðið Grindarskörð í seinni tíð.
Á landakortum eru tilgreindir Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Stóribolli er greinilegur úr fjarlægð sem og Miðbollar. Um er að ræða nokkra gíga utan í aðalgígnum (Miðbolla), einum þeim fallegasta á brúninni. Um Syðstubolla gildir annað því þeir sjást ekki neðan frá. Þeir eru minni og rétt innan (ofan) við Grindarskarðshnúka. Þeir koma í ljós þegar komið er upp á brúnina, vestan við Hlíðarveginn og beygt er til vesturs, að ofanverðum Draugahlíðum. Grindarskarðshnúkarnir eru hins vegar tindarnir vestan Kerlingarskarðs og eru ekki gígar. Um þá liggur leið (styttingur) ofan frá námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum.
Gísli Sigurðsson lýsti Selvogsgötunni og örnefnum á henni á sínum tíma. Hann talar um bollana þrjá. Þá lýsti Ólafur Þorvaldsson leiðinni, en fer skarðsvillt. Konráð í Selvogi lýsir Suðurfaraleiðinni (en svo nefndu Selvogsmenn Selvogsgötuna). Þegar herflugvél fórst þarna ofan við á stríðsárunum var slysstaðurinn tilgreindur Bollar. Þorkell Kristmundsson frá Stakkavík (síðar Brunnastöðum), sem fór þarna oft um talaði einungis um Bollana. Annars fór hann, og bræður hans, Múlann (Fagradalsmúla). Sama nafni nefndi Eggert bróðir hans hábrúnina. (Greiðfærasta leiðin milli Stakkavíkur og Hafnarfjarðar er um Múlann, Breiðdalshraunið, Eldborgina og um Stakkavíkurstíg ofan Selsstígs (munar tveimur tímum). Hún er jafnframt sú fallegasta).
Í einni lýsingunni segir: „Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar.“ Hér er talað um Tvíbolla og Þríbolla, auk Stóla bolla. Hægt væri að tala um, líkt og Jón gerði, Tvíbolla vestan Stórabolla. Miðbolli og Syðstubollar eru þó aðskilin gígasvæði, bæði með nokkrum gígum (3-5). Kóngsfellið (sunnan Miðbolla) er hluti af þessum gígum og mætti því vel teljast til Bollanna. Þar hittust fjárkóngar Grindvíkinga, Hafnfirðinga (Seltjerninga) og Ölfusmanna við upphaf leita á haustin.
Svona til smábúbótar; Selvogsgatan lá um Grindarskörð (austan við Stórabolla). Þá var einnig farið um Kerlingarskarðið, en einungis fótgangandi eða með lausbeislað. Undir Kerlingarskarði eru tóftir húss námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þegar Hlíðarvegurinn var varðaður með stefnu á Kerlingarskarðið tók fólk hann sem Selvogsgötuna. Þá leið hafa leiðsögumenn farið með heilu hópa og talið sig vera á Selvogsgötunni. Selvogsgatan liggur hins vegar frá Stórabolla niður með Litla-Kóngsfelli og um Hvalsskarð, Hlíðardal, Strandardal og áfram niður um Strandarhæð. Hún er vel greinileg, en vörður eru flestar fallnar, nema kannski gatnamótavörður á tveimur stöðum (Heiðarvegur og afleggjari yfir á Hlíðarveg).
Grindaskörð og Bollar. Helgafell nær.
Helgadalur – tóttir
Gengið var að Helgadal, framhjá opi Níutíumetrahellis, niður skástigu gömlu Selvogsgötunnar, framhjá opi Vatnshellis og áfram upp að sögðum gömlum tóttum í austurhlíð Helgadals. Sjá má hvar gamla Selvogsgatan hefur beygt að vatninu í Dalnum og síðan haldið áfram á ská upp eftir hlíðinni, sunnan við tóttirnar. Svo virðist sem þarna gætu hafa verið nokkur hús. Sjá má móta fyrir stíg niður að vatninu, hugsanlega garði sunnan við tóttirnar og tótt niður við vatnið.
Tóftir í Helgadal.
Gamall skáti sagði að Skátafélag Hafnarfjarðar (Hraunbúar) hafi á sínum tíma ætlað að byggja skála í Helgadal þar sem skemmtileg skátamót voru haldin um tíma. Rótað hefði verið og grafið fyrir uppistöðum, en síðan hafi verið horfið frá skálabyggingunni. Hvar það var nákvæmlega í dalnum er ekki alveg ljóst á þessari stundu.
Tóttarsvæðið í Helgadal sést vel, en erfitt er að greina einstaka tættur. Vatnsverndargirðingin liggur fast við þær. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1907 (áhíf 1908) kemur fram að þær hafi ekki verið vel greinanlegar þá, fyrir tæpri öld síðan, en hann lýsir þeim á þessum stað, sbr. meðfylgjandi mynd. Í þeirri frásögn lýsir hann og heimtröð og garðlagi við Skúlatún sunnan við Helgafell.
Fróðlegt væri að láta einhvern tíma grafa í tóttirnar til að fá úr því skorið hvað þarna hafi verið og hversu gamalt það er.
Gangan tók u.þ.b. 45 mínútur í ágætu veðri.
Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.
Smalaskáli – smalahús
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði kemur fram heitið „smalahús“. FERLIR fannst áhugavert að kanna hvort tilvist þess mannvirkis væri enn í frásögu færandi. Áður hafði verið leitað að Grænhólsskúta og Smalaskálahelli á svipuðum slóðum og hvorutveggja staðsett.
Smalaskáli.
Í örnefnalýsingunni segir:
Nú er að fara upp fyrir þjóðveginn. Þar er ofan við gamla veginn hátt hraunholt, sem heitir Smalaskáli. Á því, á gjárbarmi, eru leifar eftir smalahús. Í þennan hól austanverðan er ker. Smalaskálahæðir heitir hæðin hér í kring.“
„Þeir eru ofan við Vatnagarðana, sem fyrr voru nefndir. Neðan þeirra er lægð með vatni í, sem heitir Leirlág. Niður og austur af henni, niður við sjó, er Miðaftansvarða. Svo er austur af Sjónarhól flöt, glögg hæð, sem heitir Jakobsvarða. Þar austar er svo önnur, sem heitir Goltrarhóll. Ofan við Jakobsvörðu, upp undir vegi, neðan Smalaskála, er Smalaskálahellir. Þar austar, rétt neðan vegar, er Nónhólakerið fyrrnefnda, sem er skammt frá Rauðamel. Niður af Goltrarhól er Sigðarhóll, og austur af honum er svo hóll, sem heitir Spói.
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði segir að Smalaskálaskjól sé við Fjárborgargötuna (sjá meira HÉR), neðan við þjóðveginn. Hér er átt við gamla malarþjóðveginn, sem notaður var allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Fjárborgargatan frá Óttarsstöðum lá til suðausturs upp að Fjárborginni vestan við Smalaskálahæð.
Þegar Fjárborgargatan var gengin neðan frá Jakobsvörðu áleiðis upp að Smalaskálahæð kom fljótlega í ljós lítil en fallega hlaðin varða á bergbarmi. Skammt ofar var komið að stóru jarðfalli, grösugu. Grasið var enn gult sem að vori, nema lægðin framan við hellisop. Framan við opið voru leifar af hleðslu. Líklegt má telja að þarna sé Smalaskálaskjól. Smalaskálinn fyrrnefndi er skammt ofar, ofan við þjóðveginn.
Smalaskáli.
Húshólmi – landgræðsla
Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu.
Húshólmi.
Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla. Annar gróður hefur hins vegar verið að ná sér á strik á þeim gróðurlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt túnvigli bindst fokjarðvegurinn undir rofabörðum, á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræðinginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.
Lærdómsríkt er að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel. Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa „tappagrindur“ og fara með þær yfir lausbundnari svæði áður en sáð væri.
Húshólmi – uppgræðsla.
Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfsána yfirtökuna með tímanum.
Verkið er unnið undir handleiðslu Landgræðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsluna til að flytja efnið inn í hólmann s.l. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars. Nú hefur myndast þar græn slikja á fyrrum gróðureyðingasvæðum. Punturinn myndar skjól og undirbýr jarðveginn, sem fyrr sagði, til að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrútaberjum, bláberjalyngi, blágrési, geldingarhnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum. Grindvíkingar hafa verið einstaklega iðnir við sáninguna.
Húshólmi – fjárborg.
Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum, sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður.
Þessar tvær FERLIRsferðir í hólmann gera honum vonandi gott – til lengri tíma litið. Í raun hafa þátttakendur afkastað ótrúlega miklu á skömmum tíma.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Mikill árangur hefur náðst á þessum 95 árum og tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi.
Í Húshólma.
Helstu markmið landgræðslustarfsins eru: „Að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll, að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf og að öll landnýting verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti.“
Vakin er athygli á þeim yfirlýstu markmiðum stofnunarinnar að „fyrirbyggja, koma í veg fyrir eyðingu og landsspjöll“. Reyndar gengur stofnunin þvert á þessi markmið sín þar sem Arnarfelllið er annars vegar og fyrirhuguð kvikmyndataka við fellið, en þar er markmiðið að eyða gróðri og vinna landsspjöll. Á sama hátt gengu aðrar stofnanir, sem umsögn gáfu um verkefnið, gegn markmiðum sínum. En það er nú önnur saga.
Frábært veður og ágæt samvinna. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.
Heimild m.a.:
-www.landgr.is
Hrossagaukur
Hrossagauksungi var nýlega á vegi FERLIRs á einni göngunni. Vesalingurinn litli reyndi að dyljast fyrir manninum sem best hann gat inni á milli þúfnakolla, en það dugði ekki til. Sá var þó heppinn að verða á vegi FERLIRsfélaga því náttúrunnar börnum stafar engin hætta af slíkum mannana börnum.
Hrossagaukur (eða mýrarskítur, mýrifugl, mýriskítur, mýrisnípa, mýrispói eða mýrispýta) (fræðiheiti: Gallinago gallinago) er fugl af snípuætt.
Frostið í freðmýrum getur mótað landslagið og lyft því upp og skapað freðmýrarfyrirbæri eins og rústir og melatígla.
Heimkynni hrossagauksins eru mýrar, fen, túndrur og votir hagar á Íslandi, Færeyjum, norður-Evrópu og Rússlandi. Hrossagaukurinn gerir hreiður sitt á huldum stað á jörðinni.
Hrossagaukurinn er mósvartur ofan með ryðlitum langröndum, grár á bringu og ljós á kviði, goggurinn langur og þykkri í endann. Hrossagaukurinn „hneggjar“, en hljóðið myndast milli stélfjaðra fuglsins á flugi, og myndast þegar fuglinn tekur dýfur í loftinu.
Mýri er landssvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Gróður í mýrum er oft grófari og harðgerðari en í þurru landi, þar vaxa einkum starir og mosi. Allt að helmingur gróins lands á Íslandi er mýrlendi.
Freðmýri eða túndra er heiti á nyrsta gróðurbelti jarðar, þar sem sífreri er við -1°C. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti dafnað. Orðið „túndra“ kemur úr samískri mállýsku og þýðir „trjálaus slétta“, en þó vaxa sums staðar tré í túndru. Mörkin á milli góðurbelta freðmýrar og skóglendis er kölluð trjálína (skógarmörk). Á túndru vaxa lágvaxnar jurtir eins og lágvaxnar víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur.
Hreiður er bæli sem fuglar gera sér til að verpa eggjum í og unga þeim út. Hreiður geta verið mjög mismunandi, allt frá því að vera einungis dæld í sandi, fóðruð með örfáum stráum, að því að vera mjög flóknar samsetningar úr greinum, munnvatni og öðru. Á Íslensku er einnig talað um að mýs gera sér hreiður, sbr. músarhreiður.
Skömmu eftir aldamótin 1800 hófst deila á Íslandi um það hvernig hrossagaukurinn hneggjaði. Fram til þess tíma héldu menn að hneggið væri raddhljóð. En þá komu þýskir vísindamenn fram með þá kenningu að hrossagaukurinn hneggi með flugfjöðrunum. Þessari kenningu var síðan hrundið þegar færðar voru sönnur á að gaukurinn hneggjaði með stélfjöðrunum, þ.e. að loftstraumur lendi á milli stélfjaðra og þannig myndist hljóðið.
Þrátt fyrir allt framangreint komst FERLIR að raun um að hrossagauksunginn þessi átti þá einu lífsafkomu að halda kyrru fyrir og dyljast þegar maðurinn nálgaðist. Þjálfuð augu leitandans uppgötvaði þrátt fyrir það litla skinnið undir einum þúfnakollinum. Að kollaklappi og augngotum loknum fékk hann þó að sjálfsögðu að fara sína leið óhindrað.
Heimild:
-Wikipedia.org
Hrauntungustígur – Stórhöfðastígur
Gengið var eftir Hrauntungustíg frá Krýsuvíkurvegi að malargryfjunum, sem eru á sunnan vegarins, á milli hans og Hrauntungu. Eini sýnilegi hluti stígsins, sem ekki hefur enn verið eyðilagður, er um 300 metra langur. Hann sést greinilega í tiltölulega sléttu hrauninu og síðan upp hraunbakka við gryfjurnar.
Hrauntungustígur.
Efst á bakkanum er varða, en við hana hefur stígurinn verið tekinn í sundur. Hann sést síðan handan við gryfjurnar þar sem hann kemur inn í Hrauntunguna. Tungan er stór gróin tóa inni í nýrra mosahrauni. Þegar stígnum er fylgt inn í gegnum tunguna má sjá vörðu upp á hraunhól á vinstri hönd. Handan við hólinn er jarðfall. Í jarðfallinu er stór birkihrísla. Við norðurjaðar þess er stór fyrirhleðsla með opi á. Innan við opið er smalaskjól (Hrauntunguskjól). Þegar komið er út úr Hrauntungunni að vestanverðu er stutt upp í Kolbeinshæðaskjólin og þaðan upp í Straumssel.
Hrauntungustígur austan Hrútfells.
Þá var Stórhöfðastíg fylgt í gegnum Dyngnahraun við Stórhöfðahraun. Eins og við Hrauntungustíginn hefur Stórhöfðastígurinn af skammsýni verið hreinsaður upp að hluta þar sem eru stórar malargryfjur. Ef gryfjurnar hefðu verið örlítið norðar hefði stígurinn sloppið. Við norðausturjaðar þeirra er stór hraunklettur. Stígurinn liggur niður með klettinum og liðast síðan um hraunið í átt að suðurhorni Stórhöfða. Stígurinn hefur einhvern tímann verið ruddur hluta leiðarinnar og þannig gerður akfær inn í hraunið. Ruðningurinn endar við háan flatan hraunstand. Frá honum til norðurs sést gamli Stórhöfðastígurinn vel þar sem liggur að línuvegi, sem liggur þvert á hann. Þegar komið er yfir línuveginn liggur stígurinn um nokkuð slétt helluhraun alveg að höfðanum. Á leiðinni eru nokkur lítil jarðföll og stór hraunskúti, en engir hellar. Stórhöfðastígurinn á þessum kafla er nú einungis heill á u.þ.b. 500 metra kafla. Sunnan við Krýsuvíkurveginn liggur hann upp og suður í hraunið með stefnu í vörðu á hraunhól. Stígurinn er óljós á nokkrum kafla í grónu hrauninu, en þegar komið er ofar í það verður hann aftur greinilegur. Hann er varðaður á hluta leiðarinnar, en þar sem hann liggur í áttina og ofan við Fjallið eina er stígurinn vel greinilegur. Hann liggur síðan upp með Húshelli, framhjá Hellinum eina (Steinbogahelli) og áfram suður með vestanverðri Hrútargjárdyngju og upp á Ketilsstíg.
Frábært veður.
Kolbeinsstaðaskjól.
Ölkelduháls – Reykjadalur – Kattartjarnir – Þverárdalur
Gengið var af Ölkelduhálsi niður í og um Klambragil í Reykjadal (Reykjadali), upp að Álftatjörn og Kattartjörnum (Katlatjörnum) austan Hrómundartinda annars vegar og Kyllisfells og Kattartjarnahryggjar hins vegar, niður að Djáknapolli og Lakastíg síðan fylgt upp
Þverárdal að upphafsstað. Rétt er að setja öftustu setninguna hér fremst – áður en lengra er lesið; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NA-SV og ganga út í Þingvallavatn. Á Hengilssvæðinu eru 3 eldstöðvakerfi. Þetta er Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt 4-5 sprungugos á svæðinu. Síaðst gaus fyrir um 2000 árum á 30m km langri sprungu sem nánði frá Þrengslum. um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá 1994 en síðast voru umtalsverð umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig land um 1-2 m á sprungubelti sem, liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.“
Á Ölkelduhálsi er gömul hlaðin fjárrétt, sem er rétt að verða friðuð. Á upplýsingaskilti við réttina segir: „Rétt þessi var byggð vorið 1908 og stendur hún við markalínu Grafningshrepps og Ölfushrepps. Hún var eingöngu notuð til vorsmölunnar. Þrisvar var smalað í fjöllunum í kring vor hvert. Fyrstu helgina í júní eða eftir fardaga var smalað geldfé, það er að segja öllu fé öðru en lembdum ám. Nokkru seinna var svo smalað til mörkunar en síðast til rúninga. Réttin var ekki lengi í notkun, hún var lögð niður um og upp úr 1930. Ölkelduháls dregur nafn sitt af nokkrum ölkeldum sem á honum eru. Löngum hefur vatn úr slíkum uppsprettum, sem inniheldur kolsýru og ýmis málmsölt, verið talin hafa sérstakan lækningamátt og notað til heilsubótar.“
er það, að ferðamenn og aðrir, sem af því drekka, annaðhvort til að svala þorsta sínum eða sér til gamans, kenna sér aldrei nokkurs meins af því, en svala sé rvel og verða léttir í skapi af að neyta þess.“ Ekki er vitað hversu mikil not fólk hafði áður af ölkeldunni hér ern ætla má að þau hafi verið nokkur þar sem hálsinn dregur nafn sitt af henni en ekki til dæmis hverunum sem þó eru mun sýnilegra einkenni. Einn hveranna er sýnu stærstur og er talið að hann hafi myndast í jarðskjálfum árið 1339.
Forðum gengu sögur af svonefndum hverafuglum sem héldu sig á slíkum háhitasvæðum og eiga nokkrar þeirra að hafa átt sér stað hér á hálsinum. Sáust hverafuglar oft synda á sjóðandi hverum en hurfu jafnharðan þegar menn gengu í átt til þeirra. Fuglarnir líktust öndum að vexti og sumir töldu jafnvel að hér væru komnar sálir framliðinna manna. Vorið 1887 var Gísli Magnússon á Króki í Grafningi á ferð hé rá hálsinum. Sá hann nokkra hverafugla og lýsti þeim svo: „Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp úr hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.“ Síðasta skjalfesta frásögnin um hverafugla í Henglinum er frá 1940, þar sást einn fugl svamla á sjóðandi hver. Eftir það hefur ekkert spurst til fuglanna svo vitað sé.“
Gengið var til austurs með sunnanverðum hálsinum, niður í ofanverðan útanga Reykjadals. Gatan liggur utan í malarskriðuhlíð, en útsýnið er eitt hið fallegasta á Reykjanesskaganum. Efst í dalnum eru heitir hverir og einnig í læk, sem úr þeim renna. Ef einhvers staðar ættu að vera hverafuglar á leiðinni þá ætti það að vera þarna.
Samt sem áður er það almennt viðtekið að það að upplifa landslag sé manninum mikils virði. Í nýlegum sáttmála Evrópuráðsins um landslag (European Landscape Convention 1999) er vikið að menningarlegu, vistfræðilegu, félagslegu og umhverfislegu mikilvægi landslags. Í sáttmálanum segir m.a. að landslag sé einn hornsteinn náttúru- og menningararfleifðar Evrópu og það er talið mikilvægur þáttur af lífsgæðum Evrópubúa, og upplifun þess lykilatriði fyrir velferð einstaklinga og samfélags.
Í íslenskum lögum er að finna ákvæði um verndun landslags en þau eru fá og um sumt óskýr. Við endurskoðun laga um náttúruvernd (nr. 44 1999) var bætt inn kafla um landslagsvernd (V. kafli). Í honum er m.a. fjallað um framkvæmdir sem breyta ásýnd lands og segir (35. gr.) að við hönnun mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Í 37. gr. eru taldar upp landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar verndar. Það sem talið er upp undir landslagsgerðum er á hinn bóginn ekki það sem almennt myndi flokkast sem landslag. Upptalningin felur annars vegar í sér það sem kalla má einstök og afmörkuð fyrirbæri í landi (eldvörp, gervigígar og eldhraun, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur) en hins vegar fyrirbæri sem fyrst og fremst hafa verndargildi vegna lífríkis (stöðuvötn og tjarnir, mýrar og flóar, sjávarfitjar og leirur). Á 127. löggjafarþing 2001–2002 var samþykkt breyting á 37. gr. laganna (Lög nr. 140 21. desember 2001), þannig að þar sem vísað var til “landslagsgerða” í lögunum frá 1999, stendur nú “jarðmyndanir og vistkerfi”, eða eins og sagði í athugasemdum með frumvarpinu: “Ekki þykir rétt að skilgreina þessi náttúrufyrirbæri sem landslagsgerðir þar sem landslag hefur verið skilgreint sem form og útlit náttúrunnar og tekur þannig til útlits og ásýndar lands, þ.m.t. lögunar þess, áferðar og lita”.
Ekki er að öðru leyti vikið að landslagi í náttúruverndarlögum.
að meta landslag á hlutlægan hátt. Þó hafa ýmsar aðferðir verið þróaðar erlendis en þær hafa, enn sem komið er, lítt verið reyndar hér á landi. Sumar aðferðanna munu ekki henta íslensku landslagi vegna þess hver sérstætt það er. Erlendar aðferðir eru flestar þróaðar fyrir algróið land þar sem gróður ræður mestu um liti, mynstur og áferð í landi. Flestar eru líka miðaðar við einhvers konar menningarlandslag þar sem byggingar og önnur mannvirki eru oft mikilvægir fókuspunktar í landi og mismunandi nýting lands ræður mestu um mynstrið sem myndast, þ.e. form í landi, skala mynsturs og litbrigði. Hér á landi eru jarðfræðileg fyrirbæri óvenju mörg, fjölbreytt og sýnileg og það mynstur sem oftast sést í íslensku landslagi er býsna frábrugðið hvað varðar stærð, eðli, og lögun og endurtekningu en það sem einkennir menningarlandslag Evrópu.
Annað sem gefur íslensku landslagi sérstakt gildi er að það er sem opin bók í landmótunarfræðum; óvíða annars staðar í heiminum er hægt að sjá svo skýrt hvernig öll fjögur meginöfl jarðar; vindur, vatn, eldar og ís, móta land. Á Íslandi er ekki hægt að fela mannvirki með skógi og þau verða oft mjög áberandi, falla gjarnan illa að formum landsins, og sjást langt að. Hér á landi skiptir því meira máli en víða erlendis að fella þau eins vel að landi og kostur er.
Hengilssvæðið býður upp á fjölbreytta útivistariðkun bæði sumar og vetur. Ekki liggja fyrir neinar tölur um fjölda gesta en viðmikið kerfi göngustíga hefur verið lagt um svæðið (125 km alls skv. Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni 1997).
Haldið var áfram upp úr Reykjadal um sneiðinga í brattri hlíð. Ákjósanlegra hefði verið að hafa götuna niðri í myndarlegu grónu gili skammt vestar. Þegar upp var komið blasti Álftatjörnin við suðvestan undir Kyllisfelli. Þetta er grunn tjörn, en nokkuð stór, í gróinni dæld. Skammt norðaustar er Efri-Kattartjörn (eða Kattartjörnin efri), djúpt vatn í gömlum gíg. Gengið var niður að henni og með henni austanverðri, upp á malarhrygg skammt norðar. Þar birtist hið ágætasta útsýni yfir Neðri-Kattartjörn, mun stærri og lengri en nafna hennar. Einnig var gengið niður að henni og með henni vestanverðri.
Lakastígur og Lákastígur hafi verið ein og sama gatan, en Lágaskarðsvegur sú austari um Seldalinn.
FERLIR hefur áður bæði gengið og lýst Grafnings- og Hengilssvæðinu, allt frá Húsmúla að Grafningsrétt þar sem tilteknar eru allflestar forn- og söguminjar þess. Á næstunni verður gengið í góðviðri um Ölkelduháls og Reykjadal niður í Hveragerði þar sem áð verður á einstaklega eftirminnilegum stað (sjá FERLIR-1172).
Á vettvangi er skilti og á því tilgreint það helsta, s.s. fuglar, dýr, plöntur o.fl. Nokkrar gönguleiðir eru stikaðar með bláum og rauðum stikum. Hægt er að nálgast kort af svæðinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og öllum betri bókabúðum. Leiðirnar eru merktar inn á það ásamt ýmsum fróðleik. Um jarðfræðina sagði skiltið: „Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í
Jafnframt segir: „Þegar Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gerðu víðreist um landið á árunum 1752-1757, sýndu þeir ölkeldum mikinn áhuga og gerðu ýmsar rannsóknir á vatninu. Um hollustu þess höfðu þeir þetta að segja: „Óræk sönnun fyrir ósaknæmi og krafti þessa vatns
Þegar gengið er undir háa hamra kviknar óneitanlega hugsunin um verðmæti landslagsins. Í skýrslu um Hengilssvæðið segir m.a. um þetta: „Mat á landslagi er á flestan hátt erfiðara viðfangs en mat á öðrum þáttum náttúrufars, s.s. gróðri eða dýralífi. Verðmæti landslags eru í eðli sínu huglægari: landslagi má lýsa sem stórri, samsettri mynd náttúrufyrirbæra, forma, lita, mynstra, áferðar og útlína. Upplifun af landslagi er persónubundin og samofin ýmsum breytilegum þáttum s.s. veðri eða birtu. Þorvarður Árnason (1992) segir um náttúrusýn að hún verði “til við samruna þess sem raunverulega ber fyrir augu og þess sem sjáandinn telur sig hafa greint”. Það gefur því auga leið að gildi landslags er hugtak sem erfitt er að höndla og meta.
Íslenskt landslag er samofið menningu og þjóðarvitun Íslendinga (ÞorvarðurÁrnason 1992). Landslag hefur alltaf verið áberandi í íslenskum sagnaheimi, í íslenskri ljóðagerð og nú síðast í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtæki hafa gjarnan tengt ímynd sína landslagi og landslag er mikið notað til að auglýsa Ísland og íslenskar vörur erlendis. Ýmislegt bendir jafnvel til að landslag sé mikilvægara Íslendingum en öðrum þjóðum: nýleg skoðanakönnun sýndi að landslag var það sem Íslendingar töldu öðru framar vera tákn sinnar þjóðar (Þorvarður Árnason 2002, í undirbúningi). Landslag lenti þar ofar en saga, tunga eða menningarlíf. Þetta er athyglisvert, m.a. í ljósi þess að í sömu könnun lenti landslag ofarlega, en ekki efst, hjá Svíum og Dönum.
Vísan til landslags er einnig nokkuð óskýr í lögum um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106, 2000). Í 3. gr. kemur fram að landslag er talið hluti umhverfis en landslag sem hugtak er ekki frekar skilgreint. Í III kafla, 6. gr., er fjallað um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og eru slíkar framkvæmdir taldar upp í 2. viðauka. Í 3. viðauka er fjallað um það sem Skipulagsstofnun ríkisins skuli leggja til grund vallar þegar hún sker úr um hvort framkvæmd skv. 2. viðauka skuli fara í mat. Undir 2. lið eru talin upp þau atriði sem snerta staðsetningu framkvæmdar sem líta þarf til og undir lið iv) álagsþol náttúrunnar er tilvísun til landslagsheilda (e). Ekki er frekar skilgreint hvað átt er við með landslagsheildum.
Af ofangreindu má vera ljóst að verndun landslags hefur litla beina stoð í íslenskum lögum. Reyndin hefur einnig verið sú að landslag hefur ekki verið tekið með beinum hætti inn í mat á umhverfisáhrifum. Fyrir utan óskýran og veikan lagaramma, hefur sjálfsagt einnig skipt máli hversu erfitt er
Sérstaða íslensks landslags orsakast af mörgum þáttum. Einn sá mikilvægasti er skógleysið en opin ásýnd og víðsýni eru eitt helsta einkenni íslensks landslags.
Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir mat á landslagi. Stundum er markmiðið að greina megindrætti eða eiginleika landslags (landscape character), stundum að greina eða flokka svæði eftir landslags fegurð (scenic attractiveness), stundum að skilgreina eða flokka svæði eftir mati á því hvort þau séu heil eða röskuð (scenic integrity) eða skilgreina eða finna mikilvæga staði, gjarnan útsýnisstaði (focal points, place attachment). Við mat á upplifun manna af landslagi eru einnig farnar nokkrar leiðir sem ýmist leggja áherslu á eiginleika landslagsins sjálfs eða þau hughrif sem upplifunin framkallar. Þá má nefna að ýmist er notast við mat sérfræðinga (expert based) eða almennings sem þá er fengið með skoðanakönnunum og/eða viðtölum
(constituent based).
Hengilssvæðið er eitt þeirra lítt snortnu útivistarsvæða sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að njóta í dagsferðum. Það er á náttúruminjaskrá og þar er náttúruverndargildi þess skilgreint svo “Stórbrotið landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð, m.a. jarðhiti”. Mörk náttúruminjasvæðisins eru dregin eftir vatnasviði Grændals, Reykjadals og Hengladölum, “ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla. Að sunnan liggja mörk um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá” (Náttúruminjaskrá, 7. útgáfa 1996, bls. 48).
Einnig hefur verið gefin út ágætis lýsing á svæðinu fyrir göngufólk (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson 1996). Þá er stutt lýsing á svæðinu í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 og í undirbúningi er árbók helguð svæðinu.“
Reykjadal var fylgt til norðurs, eftir stíg að húsi, sem þar er ofarlega í dalnum. Skálinn nefnist Dalasel og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. En hann er á sléttri flöt við Dalskarðhnjúk. Aftan hans er myndarleg hverasvæði. Þessi skáli er opinn allann ársins hring fyrir alla, göngu og ferðafólk, endurgjaldslaust. Í skálanum eru kojur, dýnur, borð og stólar. Teppi til að nota í neyð. Gestabók er í skálanum sem ferðalangar geta skráð í.
Þegar komið var upp á brúnir norðan Kattartjarnanna blöstu Þingvallafjöllin við sem og Þórisjökull, Langjökull og útsýni var allt yfir að Bláfelli. Gengið var niður að Djáknapolli, um Tindagil norðan Laka og Lakastíg fylgt upp Þverárdal að upphafsstað.
Gamla þjóðleiðin, Lakastígur, lá um Lakaskörð vestan Laka um Þverárdal og ofan Djáknapolls. Þá lá Lákastígur (Lágaskarðsvegur) austan þeirra, milli Kyllisfells og Tröllaháls um Seldal. Hér gæti hafa orðið nafnabrengl, þ.e.
„Yfir Lágaskarðsveginn liggur Lákastígur.“ segir í einni örnefnalýsingu. Nafnið Lákastígur virðist í seinni tíð hafa færst yfir á Lágaskarðsveginn. „Aðalvegurinn yfir Lagaskarð liggur, eins og áður segir, norður í Sanddalinn, upp Lákastíg og síðan sléttar götur og greiðfærar meðfram Nyrðri-Meitlinum …“ (Jón Pálsson: Austantórur II, 134). Af þessu má ráða að Lákastígur sé hluti af Lágaskarðsleið, neðan (sunnan) við skarðið.
Gatan er enn vel greinileg á köflum. Frá henni liggur gata niður í Nýjasel (Ölvusvatnssel) í Seltungum sunnan við Mælifell. Selflatirnar sáust vel frá Lakastíg. Ekki var gerð heimsókn þangað að þessu sinni.
Háspennulínur setja nú bældan blett á Ölkelduhálsinn. Þær eru táknrænar fyrir hina hliðina á svæðinu. Sú hlið er bæði móðgun og hin mesta þversögn við það sem hið stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða. Hér er rétt að setja fremstu setninguna aftast; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Ölkelduhálssvæðið er dæmigert fyrir svæði þar sem nýtingaráhugasvið skarast; annars vegar til útivistar og hins vegar til orkuvinnslu. Hið fyrrnefnda krefst óraskaðrar náttúru og umhverfis, en hið síðarnefnda verulegrar röskunar á hvorutveggja. Í rauninni er hægt að sætta þessi svið. Orkuvinnsla er nauðsynleg nútímamanninum (hann vill aðgengi og þægindi). Óröskuð náttúruáhrif eru honum engu að síður nauðsynleg. Frumþörfin og undirmeðvitundin krefst þess. Stökkbreyting nútímaþarfanna tekst á við vitundina um virðinguna fyrir því sem skiptir máli til lengri tíma litið. Með því að gaumgæfa vel hvernig hægt er að framkvæma krefjandi framkvæmdir með lágmarks röskun má minnka skemmdarverkaáhrifin og auka líkur að endurkræfni. Allir menntaðir menn vita að orkuvinnslusvæði nýtast einungis í takmarkaðan tíma, eða í u.þ.b. 60 ár. Eftir það verða mannvirkin ónýt og daga uppi líkt og síldarverksmiðjurnar á Vestfjörðum fyrrum. Hvers vegna ætti því ekki í upphafi að gera ráð fyrir endalokunum?
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Að baki voru lagðir 15.1 km.
Sveifluháls til suðurs
Genginn var Sveifluháls til suðurs um Folaldadali, Arnarvatn, Hettu, Rauðuskriðu og Drumb.
Sveifluháls, eða Austurháls (Hálsar) eins og hann var nefndur, er hæstur um 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni og Folaldadali. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið í Seltúni og Baðstofu eru kennd við Krýsuvík. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Í síðustu FERLIRsferð um Sveifluháls, þann 17. júní 2000, skalf jörðin í tvígang, hálsinn gekk í bylgjum og grjót hrundi úr hlíðum (sjá meira HÉR).
aðgreiningar frá Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi), einum af nokkrum bræðrum hans í vestri.
svolítið lengri. Útsýnið til tindanna sem og beggja vegna af hálsinum er eitt hið stórbrotnasta á Reykjanesskaganum. Þá er augnkonfektið ekki síðra af því sem framundan er. Miðhluti Sveifluhálsins er tvískiptur og liggja fallegir dalir milli tindanna beggja vegna. Má þar nefna Folaldadali og ónefnds dals, sem ekki hefur, þrátt fyrir tilkomuheitin, ekki hlotið nafn (svo vitað sé).
og hlýskeið.
Gosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama. Þessar umbreytingar má glögglega sjá bæði á Sveifluhálsinum og utan í honum. Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum.
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir
Þegar farin er efri leiðin um tindana er Kleifarvatn áberandi láglendis. Vatnið er það stærsta á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Sögur eru til um að í vatninu leynist vatnaskrímsli. Við suðvestanvert vatnið eru elstu fornminjar á svæðinu, leifar bæjarins Kaldrana.
eta þarf mosavaxna hlíð upp á við og síðan fara með bröttum brúnum yfir að norðanverðum hnúk. Þar á millum eru leifar af ryðguðum krossi, sem settur var þar til minningar um átta menn er fórust þar með kanadískri Consoflugvél 19. desember 1944. Ef vel er gáð má enn sjá leifar af vélinni í hlíðinni.
Þeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unnin brennisteinn í Krýsuvík. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni. Árið 1858 keypti Bretinn Joseph William Bushby brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Kostnaðurinn varð þó of mikill og var bara unnin brennisteinn í tvö sumur eftir það. Eftir það tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson sem tóku námurnar á leigu árið 1876. Þeir stofnuðu Brennisteinsfélag Krýsuvíkur en á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Bora þurfti því eftir brennisteininum. Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins. Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir.
því gufan út í loftið, engum til gagns. Enn sem komið er hefur ekki orðið neitt úr framkvæmdum um nýtingu jarðhitans í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og upphitunar en það er þó ekki ólíklegt að jarðhitinn á svæðinu verði nýttur í framtíðinni til upphitunar á höfuðborgarsvæðinu eða iðnaðarframleiðslu. Orkustofnun hefur einnig látið bora rannsóknarholur og gert víðtækar rannsóknir á svæðinu í gegnum tíðina.
Sveifluhálsinn er móbergstapi á gosrein. Ef allt er tiltekið (Undirhlíðarnar einnig, enda á sömu gosrein), er hann um 25 km langur þar sem nær frá Borgarhólum í suðri að Kaldárhnúkum í norðri. Að vísu heita hluta hans ýmsum nöfnum, en jarðfræðilega er um eitt og sama fyrirbæri að ræða. Hálsinn var fyrrum nefndur Austurháls til
Þegar ákveðið var að ganga Sveifluháls enda á millum var um tvær leiðir að velja; þá auðveldari og þá erfiðari. Báðar hafa kosti umfram hina. Sú efri er erfiðari. Hún liggur með hábrúnum og yfir efstu tinda (sá hæsti er 396 m.y.s.), s.s. Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk, Arnarnýpu, Hnakk og Hettu. Víða er gengið á hryggjum, um gil, sandhlíðar, móbergsrennur, skorninga og mosabrattar hlíðar. Þessi leið er ekki fyrir lofthrædda – nema þokan sé þess meiri. Bergmyndanir á leiðinni eru hins vegar fáu öðru líkar hér á landi. Útsýnið er þó jafnan til austurs af hálsinum.
Neðri leiðin liggur um sand- og fínmalarhlíðar, niður með annars aflíðandi hlíðum, um sanddali, um ása og lágvaxna hóla. Þessi leið er ekki seinfarnari en sú efri, en
Jarðsaga þessa náttúruundurs varð til löngu áður en maðurinn steig fæti sínum á þetta landssvæði (líklega um og eftir 600 e.Kr.). Ummerki eftir þá e.t.v. finna í rústum Ögmundarhrauns suðvestan við suðurenda hálsins. Það hraun, auk fleiri millum Sveifluhálsar og Núpshlíðarhálsar, varð til á gosrein um 1150.
Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,8 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 – 11.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið
Eldgos voru síður óalgengari á ísöld en urðu eftir að henni lauk. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili, þegar ísöld var að ganga í garð, hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar.
Í bók Þorleifs Einarssonar „Myndun og mótun lands“ má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars:
„Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.“
Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, ýmist fyrrnefndir móbergshryggir, sem hljóðust upp á sprungum, en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum, eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um þessa móbergshryggi má einmitt nefna Sveifluhálsinn og Jarlhettur, en önnur dæmi um móbergsstapa eru Hlöðufell og Herðubreið.
samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á
Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust.
Þegar lýsa á efri leiðinni til suðurs er rétt að stikkla á stóru; frá Vatnsskarði er leiðin greið upp um eftir malarási. Jeppaökumenn og síðar torfærutækjaökumenn hafa markað slóða, sem auðvelt er að fylgja uppfyrir norðurbrún Folaldadala. Þar liggur slóðinn niður hlíðina og í dalina. Framundan eru Hellutindar. Áður en komið er það eru grannir berggangar hvað eftirtektarverðastir, einkum einn hluti þeirra, er stendur stakur upp úr og er yfir mannhæða hár. Þegar komið er inn fyrir svæðið austan Folaldadalshnúka er farið yfir malarás, niður móbergsbera afhlíð og lengar niður bratta sandhlíð. Auðveldara er þó að fylgja háum móbergsvegg á vinstri hönd. Þá er komið niður í Hulstur. Móbergsveggur er á austurbrúnum, en framundan er skarð utan í næsta tindi. Uppleiðin er greiðfær. Þegar upp er komið að ofanverðum Huldum. Gengið er niður móbergsaflíðandi brekku og síðan niður sandhlíð. Svipuð ásýnd er þarna og í Hustrum; móbergsbergveggir og áframhaldandi ágangur. Annars er hulstur þetta sérstakt fyrir það að móbergið að norðanverðu er mun ljósara en annars staðar á leiðinni.
F
Þegar komið er yfir tindinn er um tvennt að velja; fara erfiðari leiðina til vinstri með syðsta Stapatindinum, eða niður hlíðina til hægri. Ef erfiðari leiðin er valin verður gil til að torvelda hana, en að því sigruðu er eftirleiðin auðveld.
Þá blasir Miðdegishnúkur við, teinréttur í allri sinni dýrð. Vestan hans sameinast efri og neðri leiðin.
Þegar farin er neðri leiðin er haldið niður í Folaldadali eftir að nyrstu Hellutindum er náð. Dalurinn, sem er gróðurlaus að mestu, er um kílómeters langur (tilvalinn staður fyrir torfærutækjaökumenn því vetrarveðrin afmá för þeirra jafnóðum).
Syðst í dalnum er gengið upp ás og síðan niður aftur þar sem lækjarfarvegur liggur um gilskorninga að Hofmannaflöt. Riddarinn, móbergshraunstrýta er efst í norðanverðri brúninni (og fylgist vel með öllu). Upp ásinn sunnanverðan liggur gömul gata frá flötinni, nú útspóluð af nýmóðisökumönnunum. Þegar upp á ásinn er komið blasir Miðdegishnúkurinn við – þar sem leiðirnar sameinast.
Mosavaxin hæð framundan á hægri hönd er fallegasti útsýnisstaðurinn á Sveifluhálsi. Þaðan má horfa yfir hinn ónafngreinda sanddal og alla leið yfir að Arnarvatni og Hettu.
Auðvelt er að ganga beint af hæðinni niður í dalinn og fylgja honum upp að Ketilsstíg, sem liggur þar þvert yfir hálsinn, frá Móhálsadal yfir að Seltúni.
Seltúnissvæðið er stórt háhitasvæði með mörgum gufu- og leirhverum. Jarðhitavatnið er lítið salt og hefur hitinn mælst 230-260°C sem er mjög ákjósanlegur hiti til gufuframleiðslu.
Árið 1941 fékk Hafnarfjarðarbær afsal fyrir jörðinni Krýsuvík ásamt hitaréttindum. Sama ár voru boraðar þrjár tilraunaholur við sunnanvert Kleifarvatn. Ætlunin var að komast að því hvort þar mætti fá gufu til að framleiða rafmagn fyrir Hafnarfjarðarbæ. Það varð þó ekki raunin því ekki fékkst nægt vatn eða gufa úr holunum. Hafnfirðingar gáfust þó ekki upp og árin 1945 og 1946 var ráðist í nýjar boranir. Tilgangurinn var sem fyrr að fá gufu til að framleiða rafmagn en einnig að virkja jarðhitann til upphitunar gróður- og íbúðarhúsa á jörðinni. Í þetta skiptið gekk aðeins betur og fékkst meiri gufa en í borununum árið 1941. Gufan var nýtt til upphitunar í Krýsuvík en ekki var ráðist í gerð jarðgufustöðvar eins og staðið hafði til og streymdi
Eftirparturinn er tilölulega auðveldur, en virðist lengri en ætla mætti. Ástæðan er væntanlega sú að þá breytir landslagið um svip, verður gróðursafaríkara og ávalara en forgangan. Fallegar gróðurskálar og, hellumyndanir og aukið víðsýni gefur þó tilefni til vangaveltna – einkum um forsöguna og tilurð hinna nýrri hraunmyndana.
Frábært veður. Gangan, hvor leiðin sem valin er með vönum leiðsögumanni, tekur 6 klst og 6 mín.
Heimildir m.a.:
-Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson, 1996: Krýsuvík, Yfirlit um fyrri rannsóknir og nýtingarmöguleika ásamt tillögum um viðbótarrannsóknir. Orkustofnun, OS-96012/JHD-06 B. 25 bls.
-Sveinn Þórðarson, 1998: Auður úr iðrum jarðar. Í: Ásgeir Ásgeirsson (ritstj), Safn til Iðnsögu Íslendinga XII. bindi (ritröð). Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 656 bls.
Krýsuvík – tóft á Bæjarfellshálsi
Þegar Krýsuvíkurtorfan var skoðuð komu m.a. í ljós tóftir 12 bæja frá fyrri tíð. Þeir hafa ekki allir verið í ábúð á sama tíma, en undir það síðasta, í byrjun síðustu aldar og rétt framundir hana miðja, voru þó a.m.k. 6 bæir í ábúð. Síðast lagðist
búskapur af 1938 á Stóra-Nýjabæ. Leifar þess bæjar, Litla-Nýjabæjar og Krýsuvíkurbæjarins voru loks jafnaðar við jörðu með jarðýtu skömmu fyrir 1960.
Þótt mannvistarleifar Krýsuvíkursvæðisins séu allmerkilegar eru jarðminjarnar allt umhverfis það engu að síður. Sem dæmi má nefna jarðhitasvæðin í Baðstofu og Hveradal, í Seltúnsgili og á Austurengjum. Þá má telja svæðið austan Stóra-Nýjabæjar, eins aðgengilegt en jafnframt fáfarið og það er, sælgætiskassi útivistarunnenda, með Rauðöldu, Vegghamar og Víti sem bragðbæti.
Þegar FERLIR var að skoða bæjarsvæðin rákust augu í forna tóft á Bæjarfellshálsi. Tóftin er grjóthlaðin, um 6.00×4.80m. Op er mót suðri. Yfir henni liggur mosi og lyng. Hleðslur eru greinilegar. Að sjá virðist hún vera mjög gömul. Í fyrstu mætti ætla að þarna hefði verið fjárborg, en lögun hennar sem og hleðsla í vesturenda benda til annarra nota. Þessarar fornleifar er hvorki getið í fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík né fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg, sem á að liggja þarna skammt frá.
Þá er tóftarinnar ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík. Þar segir einungis: „Vestan Krýsuvíkurtúngarðs framan í Bæjarhálsi eða Bæjarfellshálsi er Krýsuvíkurrétt, þar var rekið að á vorin. Hér vestur undan fellinu er svo nefnd Krýsuvíkurheiði eða Vesturheiði.“
Tóft þessi er allgreinileg. Telja verður líklegt að á Krýsuvíkursvæðinu kunni að leynast ófáar fornleifar, sem enn hafa ekki verið skráðar.
Aðrar mannvistarleifar, mun yngri, eru sunnar í Krýsuvíkurheiðinni vestri.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.
Útsýni yfir Krýsvíkurbjarg af sjávarstígnum við vestari Bergsenda.
Gufuskálar
Gengið var um Gufuskála á Rosmhvalanesi, milli Rafnkelsstaða og Hólms (Litla-Hólms).
landamerki jarðarinnar í svokallaða Grænugróf vestan til á miðju Rafnkelsstaðabergi. Úr Grænugróf í, merktan með LM [ML], stóran stein, er liggur við aukaveginn. Þaðan beina sjónhendingu i Hríshalavörðu. Þaðan sjónhending suður heiði og í svokallaðar Þrívörður. Þar endar land jarðarinnar, heiðarmegin. Úr Þrívörðum aptur sjónhending beina leið til sjáfar í miðjar Sjálfkvíar. Þaðan sjónhending fram í fjöru í merktan stóran stein í svokölluðum Þyrsklingasteinum. Þaðan í sjó fram.
Dálítið skarð inn í klettana, a.m.k. 100 föðmum norðan við Sjálfkvíar, er kallað Kista. Þar fellur sjór alveg í berg.
Í Örnefnalýsingu yfir Gufuskála segir m.a.: „Að vestanverðu við jörðina, við land Rafnkelsstaða, eru
Gufuskálar og afbýli þeirrar jarðar tilheyra Leirunni og voru stundum nefnd Útleira. Algengara var þó að tala um Gufuskálahverfi.
Sjálfkvíar eru bás inn í klettana, sem eru nokkuð háir þar í kring. Stundum flæddi fé í Sjálfkvíum þegar stórstreymt var.
Vatnagarðar eru skammt norðan við Kistu. Eru það tvö lítil dalverpi, nokkuð breið og gengur klettahóll á milli þeirra og skiptir þeim í Ytri-Vatnagarð og Innri-Vatnagarð . Ytri-Vatnagarður gengur upp í túnið á Gufuskálum að austan.
Frá Innri-Vatnagarði miðjum liggur rif í boga til austurs og beygir að landi að klöppum vestan við Litla-Hólmsvör. Á þessu rifi, beint fram undan Sjálfkvíum, eru nokkrir stórir steinar, nefndir Þyrsklingasteinar, og er einn sínu stærstur. Steinar þessir eru alltaf upp úr á fjöru. Oft réru menn fram fyrir þyrsklingasteina og drógu þaraþyrskling, Var það kallað að róa út í Þarann. –
Rifið var stundum nefnt Þyrsklingasteinarif eftir Steinunum. Innan við rifið er stórt lón, Sjálfkvíalón.
Frá bænum lá sjávargata skáhallt útávið – niður að lendingu. Steinaröð var sín hvoru megin hennar.
einum 250 föðmum norðvestur frá bænum. Það hafði tveggja kúa gras úr túni Gufuskála. í túninu, mitt á milli Vesturkots og Gufuskála, er lítill hóll, sem heitir Lénharður.
Vörin (lendingin) er niður af Hólnum, austan til fyrir miðju túni. Inn í hana var ein renna, en hún víkkaði ofan til. Stundum voru allt upp í sjö skip í Gufuskálavör á vetrarvertíð.
bergið, en það er um tvær mannhæðir á því svæði.
einum 30 föðmum fyrir ofan þjóðveginn (núverandi). Sunnanvert, ofan við þetta svæði, eru löng holt, nokkuð há, sem liggja frá norðvestri til suðausturs. Þau kallast Langholt ft. Sandmelur skilur þau í sundur í Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Merki munu liggja yfir melinn á milli þeirra. Vörður eru á báðum Langholtum, lítil á Ytra-Langholti, en stór og mikil á því innra. Þær eru kallaðar Langholtsvörður. Það var gömul trú, að einhverjar vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti.“ Á vesturhluta Langholts var 1793 hlaðin varða, nefnd Ranglát. Var hún merki þess hvar mætti leggja línu.
„Þrívörður eru þrjár og sjást þær vel í suðvestur frá Ytra-Langholti.
Nafnið er talið vera komið frá landnámsmanninum Katli Gufu Örlygssyni, en hann og menn hans munu hafa sest að á Gufuskálum, en þurftu að hverfa þaðan vegna ósættis við landeigandann, Steinunni gömlu. Í Egils-sögu segir: „Ketill gufa kom til Íslands þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska. Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma. Réðst Ketill því þaðan í brott og inn á Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa…“
Á Stafnesi var t.d. ein mesta konungsútgerð á Miðnesi frá því fyrir 16. öld og fram um miðja 18. öld. Árið 1548 eru í skilagrein Kristjáns skrifara talin upp á staðnum fimm skip í eigu konungs; einn tólfæringur, tveir teinæringar og tveir áttæringar, en með tímanum minnkuðu skipin og undir lokin voru tvíæringar orðnir algengastir á Miðnesi. Auk konungs gerðu útvegsbændur báta sína út frá Stafnesi, eins og kauphöfninni Básendum lítt sunnan við.
Sigurður B. Sívertssen, prestur, bjó á Gufuskálum 1833, en tók við Útskálum af föður sínum 1. mars 1837.
Túnið er nokkuð stórt og er hlaðinn grjótgarður allt umhverfis það.
Gamli bærinn stóð aðeins austar en í miðju túni – á sama stað og bærinn stendur nú. Það er efst á háum hól, sem ýmist er nefndur Hóllinn eða Gufuskálahóll. Af honum hallar mjög norður. Hóllinn mun að mestu leyti vera forn öskuhaugur. Fjós og hlaða var sambyggt gamla bænum að vestan.
Fram á Hólnum, neðan við hlöðuna, var kálgarður, nefndur Hólgarður. Hann var vestan við brunngötuna. Annar kálagarður var framan við sjálf bæjarhúsin og þriðji kálgarðurinn var vestan við bæinn.
Brunnur var beint niður af bænum, ofan til á svonefndum Klöppum en þær náðu út að lendingunni. Áðurnefnd brunngata lá frá bæ og niður að honum. Í austanátt og brimi fylltist brunnurinn af sjó og þangi. Árið 1937 gerði Guðbjörn nýjan brunn ofan (vestan) við kálgarðinn, sem var vestan við bæinn.
Háar klappir í túninu ofan við bæinn heita Kastali. Kastalahlið var á túngarðinum ofan hans. Hér áður lá heimreiðin frá því – niður sunnan við Kastalann. Síðar lá hún yfir Kastalann og svo var í ungdæmi Guðbjörns. – Seinna gerði Guðbjörn nýja heimreið vestan Kastala. Var það bílfær vegur.
Í túni Gufuskála voru þessi kot: Vesturkot var
Hausthús ft. voru tómthús u.þ.b. 60-70 föðmum austur af Vesturkoti. Hausthús fóru í eyði um 1913-14. Síðasti ábúandi þar var Einar Eyjólfsson.
Kúamói lá niður frá túngarði – vestan við Vesturkot. Tómthúsið Kóngsgerði var vestan við Kúamóa. Það var norðvestur af Hausthúsum. Dálítið gerði var í kringum kotið og þaðan var konungsútgerð á tímabili. Mun gerðið af því hafa fengið nafn sitt. Kóngsgerði fór í eyði árið 1915. Þar bjó síðast faðir Guðbjörns, Þórarinn Eyjólfsson. Túnið sunnan við bæinn á Gufuskálum var nefnt Suðurtún og Vesturtún vestan bæjar.
Mest var útgerðin frá Gufuskálum, en einnig mikil frá Vesturkoti. Þá gerðu Innnesingar út frá Gufuskálum á vetrarvertíðum og lágu þeir þá við og héldu til á Gufuskálum.
Kóngsgerðisvör var beint niður af Kóngsgerði. Hún var fallin saman og hætt að nota hana þegar Símon og Guðbjörn mundu fyrst eftir.
Fyrir norðvestan (utan) Kóngsgerðisvör skiptast á einlægar klappir og stórgrýti. Yzt upp af þessu stórgrýti liggur túngarðurinn, hlaðinn úr grjóti. Utan hans byrjar Hrafnkelsstaðaberg. Það er jafnt og slétt alveg út í Grænugróf, en utan hennar hækkar bergið lítið eitt í landi Hrafnkelsstaða. Innan við Grænugróf er nær alls staðar hægt að komast upp og niður
Upp af Grænugróf er Elínarstekkur, oftast nefndur Ellustekkur. Hann er u.þ.b. 10 m ofan við þjóðveginn (núverandi) út í Garð. Þar eru gróin stekkjarbrot.
Sunnan við Gufuskála, utan túns, er holt sem kallast Hádegisholt. Það nær frá merkjunum upp af Sjálfkvíum og út á móts við Innri-Vatnagarð (þ.e. ofan hans). Á því var varða og var hádegi miðað á henni.
Upp frá túni er landið flatt og hrjóstrugt, mest grjótmelar og klapparholt . Á því svæði er Vatnshóll, klapparhæð. Eru þar tvær vatnsskálar ofan í klöpp, sem rigningarvatn safnast í og var kúm brynnt í þessum skálum þegar hægt var.
Vatnshóll er suðvestur af Kastala,
Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk og eru merki í hana eins og áður segir. Klapparhólar eru í kringum hana og stendur hún á einum slíkum. Þeir kallast Hríshólar. – Gamlar götur út í Garð lágu neðan við Langholt og Hríshólavörðu. Götur þessar voru nefndar Efrivegur. Hrafnkelsstaðaberg var í framburði Hrakkelsstaðaberg. Það er einnig nefnt Rafnkelsstaðaberg, en það mun yngra.“
Við Gufuskála er vatnsstæði á Kastala og falleg lind með hleðslum í norðan þess. Áletrunin við Grænugróf er ML. Í grófinni er gömul hringlaga hleðsla, líklega brunnur. Gæti líka hafa verið refagildra.
Talsverð ummerki eru enn eftir konungsútgerðina í og við Kóngsgerðið. Þar hefur t.d. verið hlaðinn kjallari undir timburhús, hlaðinn niðurgengdur brunnur við hliðina og gerði allt umleikis.
„Verslunarhafar voru af þrenns konar tagi: Einstakir kaupmenn, verslunarfélög og ríkisverslun (konungsverslun). Framan af var einungis um að ræða verslun einstakra kaupmanna eða verslunarfélaga. En árið 1759 hófst konungsverslun sem stóð í fimm ár. Tók þá, árið 1764, aftur við félagaverslun, er Almenna verslunarfélagið tók að sér verslunina og hafði hana til 1774. Eftir það var óslitið konungsverslun fram til 1787 er einokunarverslunin var lögð niður.“ En konungsverslunni fylgdi einnig „konungsútgerð“.
Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Í Njarðvíkum var Konungsútgerð þar fram til 1769.
Um 1550-1760 var konungsútgerð á Básendum, en hún var bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan var mikil fiskimið út frá þessum landssvæðum. Konungsútgerðin var mikil tekjulind fyrir krúnuna. Aðallega var stunduð skreiðarverkun. Þegar útgerðin lagðist af seldu Danir skip sín. Dreifðust þau um Vesturlandið; flest fóru þó til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Má segja að íslensk þilskipaútgerð hafi komið í staðinn fyrir konungsútgerðina.
Ofan við Sjálfkvíar fann FERLIR hringlaga fjárborg. Norðar er Hádegisholt. Varða er nyrst á holtinu, eyktarmark frá Gufuskálum. Utan garðs að sunnanverðu er ferningslaga tóft.
Þegar Lénharður var skoðaður kom í ljós forn gróin tóft, sennilega skáli. Þar gæti hafa verið viststaður Ketils gufu og manna hans þá er þeir dvöldu veturlangt að Gufuskálum. Lind er skammt neðan við hólinn að vestanverðu. Hún kemur undan lágum klöppur og er lindin hlaðinn að hluta. Dýptin er um 1 m.
Tóftir Vesturkots eru miklar. Bæði eru tóftir gamla bæjarins heillegar sem og hlaðinn grunn undir timburhús, sem þar hefur staðið við garðinn og heimreiðina. Garður liggur síðan á ská niður að sjávargarði. Í honum var tómthúsið Hausthús, sem enn sjást tóftir af.
Ofar er svo Kóngsgerðið.
Ofan við Gufuskálavör má sjá hringlaga hleðslu þar sem togspilið var staðsett. Skammt austar eru grónar tóftir sjávarhúss.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Gufuskála (ÖÍ).
–http://www.archives.is/index.php?node=324