Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir hafa nú runnið saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag.

Minnismerki um Thorcellius.
Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag.
Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur. Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag.
Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki greinanleg ókunnugum.
Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.
Njarðvíkin sjálf er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík. Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar.

Innri-Njarðvíkurkirkja.
Sú kirkja, sem þar er nú, var reist 1884-86. Hún var vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.

Minnismerki um Sveinbjörn.
Að baki kirkjunni er minnisvarði eftir Ríkharð Jónsson um Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, öðru nafni Jón Thorkillius var afhjúpaður við Innri-Njarðvíkurkirkju síðasta laugardag í maí árið 1965. Jón Thorkellius fæddist í Innri-Njarðvík 1697 og dó í Kaupmannahöfn 1759. Jón var mikill lærdómsmaður og barðist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Hann arfleiddi fátæk skólabörn í átthögum sínum, Kjalarnesþingi, að öllum eigum sínum. Stofnaður var sjóður, Thorkellisjóður og m.a. var fyrsti barnaskóli landsins starfræktur fyrir fé úr þessum sjóði. Minnisvarðinn sýnir skólamanninn Jón sitjandi með tvö börn og er þetta eitt af stærstu verkum Ríkharðs Jónssonar.

Stapakot – túnakort.
Þarna er og minnisvarði um Sveinbjörn Egilsson rektor, en hann bjó í Innri-Njarðvík. Minnisvarðin var afhjúpaður 27. febrúar 1991. Þá voru liðin 200 ár frá fæðingu þessa merkismanns sem var fyrsti rektor við Lærða skólann í Reykjavík en hafði áður verið kennari um árabil við Bessastaðaskóla. Sveinbjörn var mikill fræðimaður og þýddi mörg af helstu bókmenntaverkum heims yfir á íslensku, s.s. Hómerskviður og Biblíuþýðingar hans þóttu frábærar. Hann orti líka talsvert og frægastur er eflaust sálmurinn Heims um ból. Sveinbjörn var fæddur á stórbýlinu Innri-Njarðvík árið 1791 og lést 1852. Minnisvarðinn er eftir Áka Gränz og var reistur að tilhlutan bæjarstjórnar Njarðvíkur.

Njarðvíkur – Áki Grenz.
Þjóðhátíðarinnar 1974 var minnst á Suðurnesjum eins og víðast annars staðar á landinu. Í tilefni þessa var reistur minnisvarði við kirkjuna í Innri-Njarðvík, en á þeim stað héldu fjórir innstu hreppar Gullbringusýslu þjóðhátíð sína dagana 15.-16. ágúst 1874. Áki Gränz og Ingvar Jóhannsson sáu um framkvæmdina að tilhlutan Byggðasafnsnefndar og hreppsnefndar Njarðvíkur.
Byggðasafn Njarðvíkur er lítið bárujárnsklætt timburhús í Innri Njarðvík sem byggt var í byrjun 20. aldar. Húsið var gefið til Njarðvíkurbæjar á 8. tug síðustu aldar til safnastarfsemi. Þar er nú sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, aðallega myndir og innanstokksmunir frá síðustu íbúum. Húsið stendur norðvestan við kirkjuna.

Njarðvík – minjasafn.
Vestar eru tjarnir. Austan þeirra er brunnur. Suðvestan við brunninn eru tóftir grasbýla, sem jafnan tóku nafn af húsráðendum sínum hverju sinni. Eitt þeirra var Hólmfastskot.
Íslandssagan segir frá því að árið 1699 bjó á hjáleigu frá Brunnastöðum bláfátækur bóndi sem Hólmfastur Guðmundsson hét. Á þessum tíma máttu Vatnsleysustrandarmenn eingöngu versla í Hafnarfirði. Kaupmaður þar hét Knútur Storm. Ekki vildi kaupmaður kaupa allan fisk Hólmfasts og henti úr 3 löngum og 10 ýsum. Ekki mátti Hólmfastur við þessu, hann fer því til Keflavíkur með úrkastið og að auki 2 knippi af hertum sundmögum og selur kaupmanni. Þetta frétti Knútur Storm og stefndi Hólmfasti til Kálfatjarnarþings og kærði hann fyrir óleyfilega verslun. Hólmfastur var dæmdur í þunga sekt en hann átti ekki neitt nema lekan bát sem kaupmaður neitaði að taka upp í sekt.

Hómfastskot.
Hólmfastur var því dæmdur til að kaghýðast, en því jafnframt skotið til konungs hvort hann ætti ekki líka að fara á Brimarhólm fyrir þennan mikla glæp. Síðan var Hólmfastur bundin við staur og húðstrýkur rækilega. Seinna kærði Láritz Gottrup lögmaður þetta fyrir konungi og enn seinna þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín. Árni og Páll stóðu fyrir því að Hólmfastur fékk miskabætur nokkru síðar 20 ríkisdali frá Jóni Eyjólfssyni sýslumanni. Umdæmaverslunin var afnumin 1732.
Garðbær er skammt suðvestar, hlaðinn úr tilhöggnu grjóti. Bærinn hét áður Bræðraborg. Við hlið hans stendur nýrra íbúðarhús klætt bárujárni, sennilega frá byrjun 20. aldar. Við norðurenda þess er þurrkhjallur, sem algengir voru við hús hér fyrrum.

Stekkjarkot.
Stekkjarkot er í Innri Njarðvík. Það er endurgert tilgátuhús sem, reist var árið 1993, fjósi var svo bætt við sumarið 2002. Þarna hafði áður staðið gömul sjóbúð að upplagi frá 1856 en yngsti hluti frá fyrri hluta 20. aldar. Húsin eru í góðu standi og ætlunin er að hafa þau opin fyrir ferðamenn og minni háttar móttökur.
Fitjarnar voru ofan við Njarðvíkina. Þær þóttu farartálmi á ferðum fólks milli byggðalaganna, auk þess sem skrímslu gerðu sig þar stundum sýnileg ofan við kampinn, einkum að kvöldlagi. Við þjóðleiðina um Fitjar stóð eitt sinn grasbýli, sem bókstaflega var etið út á gaddinn.
Um árið 1890 varð uppi fótur og fit í Innri-Njarðvík út af dýri ókennilegu, sem þar hafði sézt nýlega á Kampinum heima við íveruhúsið.

FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.
Sjónarvottar lýstu því svo, að það hefði verið áþekkast tryppi, að því fráskildu, að það var með upphringaðan hala eins og hundur. Það var hvítt á lit. Vinnumenn og sjómenn í Innri-Njarðvík hlupu út til að skoða þessa skepnu nánar. En þá tók hún á rás fram til sjávar. Þeir eltu hana, þar til þeir sáu hana hverfa í sjóinn niðri í Kirkjuvík.
Heiman frá bænum í Innri-Njarðvík niður í Kirkjuvík mun hafa verið um 200 metra vegalengd. Eitt kvöld rétt fyrir miðjan nóvembermánuð árið 1912 fór bóndinn út í fjós, eins og venjulega, til að vatna kúnum. Það mun hafa verið um tíuleytið og orðið alrokkið. Fjósið og önnur útihús, sem hér koma við sögu, voru þann veg sett, að syðst var hesthús með dyrum á móti suðri. Norður af því var fjósið og gengið í það úr hesthúsinu. En nyrzt og áfast við fjósið var fjárhússkúr og dyr á honum í austur. Við vesturhlið hans var steyptur brunnur, sem safnað var í rigningarvatni af þökum gripahúsanna handa búpeningnum, en þess utan var yfir honum hlemmur. Örskammt frá suðvesturhorni hesthússins var vanhús, með dyrum til norðurs. Sást úr þeim meðfram vesturveggnum á hesthúsinu, fjósinu og fjárhússkúrnum og til brunnsins.

Brunnur við Stekkjarkot.
Stúlka fór með föður sínum þetta kvöld og skrapp á vanhúsið, á meðan hann var að vatna kúnum. Hesthúsdyrnar voru opnar og lagði út um þær daufa glætu frá ljósi, sem faðirinn hafði hjá sér í fjósinu. Vanhúsdyrnar stóðu líka opnar, og sá hún ljósglætuna út um þær, dálítið skáhallt til hægri hliðar. Hafði stúlkan ekki lengi setið á vanhúsinu, þegar henni verður litið um dyrnar norður með gripahúsunum. Þykist hún þá sjá skepnu, líkasta tryppi, standa á brunnhlemminum, um tíu metra frá henni. Hún þorði ekki að trúa sinni eigin sjón og kreisti aftur augun í þeirri von, að þetta yrði horfið, þegar hún opnaði þau á ný, sem hver önnur missýning. En það varð ekki. Þegar stúlkan opna augun, sér hún glöggt, hvar skepnan stendur á hlemminum, hvít á lit, eða annan lit gat eg ekki greint á henni. Hún sneri hliðinni að stúlkunni og sperrti eyrun eins og hestur, sem hlustar, og horfði í vesturátt til næsta bæjar, er hét Hákot. Stúlkan reyni að telja sér trú um, að þetta væri náttúrulegt tryppi. En þá tók hún eftir því, að það hefur upphringaðan hala eins og hundur. Þá gat hún ekki beðið boðanna lengur og kalla til föður síns. Hann kemur út í hendingskasti, hélt víst af kallinu, að eitthvað hefði orðið að dóttur sinni.
Hún segi við hann: „Sjáðu dýrið, sem stendur á brunnhlemminum!“
Faðirinn lítur þangað og segir: „Eg sé ekkert dýr.“

Frá Njarðvík.
En við því var máski ekki að búast. Hann var nýkominn út í myrkrið úr ljósbirtunni og mun hafa verið dimmt fyrir augum. Í sömu svifum sér stúlkan dýrið snarsnúa sér við og skjótast austur fyrir fjárhúshornið, eins og í átt til kirkjunnar. Nú var henni runninn móður í brjóst og segir við föður sinn: „Við skulum hlaupa austur fyrir húsin og vita, hvort við sjáum ekki til þess.“
Feðginin þutu þangað, en urðum einskis vör. Dýrið var horfið.
Fyrir nokkrum árum var í Njarðvíkum suður maður sem Bjarni hét Högnason. Hann sagði eitt sinni frá því að hann hefði orðið fyrir áleitni af sjóskrímsli þar í víkunum og komist nauðulega undan. Gat hann þess og til að það mundi sitja um sig. Svo leið og beið þangað til að hann átti ferð síðla dags á milli Njarðvíkna. En áður hafði hann orðið skrímslisins var á milli þeirra og Keflavíkur og uggði því síður að sér. Hann lenti í myrkri og kom eigi sem menn væntu um nóttina né morguninn. Var hans þá leitað og fannst hann þegar dauður með ærið miklum áverkum. Töldu menn það víst að skrímslið hefði hitt hann aftur og gert útaf við hann. Engin glögg sögn er til um útlit þessa skrímslis.Frá Fitjum í Njarðvík liggur forna þjóðleiðin Skipsstígur til Grindavíkur. Vörður hafa fallið á fyrrihluta leiðarinnar, en eru mjög greinilegar frá Stapafelli til Grindavíkur og Húsatófta (Árnastígur). Áætlaður göngutími er u.þ.b. 5 klst.

Stekkjarkot.
Bálkahellir – Bjössabólur/Tryggvahellir
Stefnan var tekin á Bálkahelli í Eldborgarhaunum sunnan Geitahlíðar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, austan Stóru- og Litlu-Eldborgar. Þar undir hlíðinni, efst í hrauninu, eru dysjar þeirra Herdísar og Krýsu sjá meira HÉR), afkomenda frumbyggja strandbæjanna tveggja.
Tilefni ferðarinnar var að áratugur var liðinn síðan Bálkahellir endurfannst eftir að hafa legið í þagnargildi í u.þ.b. 170 ár.
Þegar gengið var niður í Eldborgarhraunin frá Herdísarvíkurvegi mátti glögglega sjá skilin á afurðum Litlu-Eldborgar og Stóru-Eldborgar. Sú fyrrnefnda, afurð gígaþyrpingar á stuttri gígaröð, er eldra og greiðfærara. Stóru-Eldvarparspýjurnar ganga síðan yfir eldra hraunið misjafnlega langar. Sú sem rann til suðurs, beina leið til sjávar er bæði breiðust og lengst. Hún markar svonefnda Klofninga í þessum hraunum, sem gjarnan hefur verið nefnt Krýsuvíkurhraun til mótvægis við Herdísarvíkurhraunið austar. Þau eru reyndar fleiri en eitt, líkt og systkini þeirra í vestri, því austan Eldborgahraunanna eru t.d. hraun, sem kom niður Sláttudal úr eldborgum ofan Geitahlíðar. Um aldur þessara hrauna er ekki glögglega vitað, en ætla má (miðað við gróningana) að þau séu frá tímabilinu frá því fyrir 1200 árum og fyrr. Líklega eru Eldborgirnar sunnan Geitahlíðar hluti af eldborgaþyrpingunni norðaustan hennar svo báðar hafa gosið á sama tíma. Þessi gígaröð hefur náð upp í gegnum Miðbolla, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell norðvestan Bláfjalla, sem og gíg suðaustan Drottningar. Virkni gossins virðist því hafa verið meiri en við fyrstu sýn.
Í stað þess að fylgja hefðbundinni leið niður á hellasvæðið var sú stysta fetuð í gegnum hraunið. Ekki liðu nema 12 mínútur uns komið var niður á hellaop suðaustan Litlu-Eldborgar.
Frá neðsta og stærsta niðurfallinu liggja ekki miklir hellar, mesta rásin liggur upp eftir og er hátt í 50 metra löng og liggur nánast að hellinum út frá miðniðurfallinu þótt leiðin þar á milli sé ekki opin. Heildarlengd hellisins er yfir 500 metrar.
Í helluhraunum er að finna tilkomumikla hraunhella, s.s. Tryggvahelli/Bjössabólur, Bálkahelli og Arngrímshelli/Gvendarhelli, auk fleiri seinna fundinna hraunrása. Hér er ætlunin að lýsa enn einni ferðinni í Bálkahelli, en hellir sá endurfannst af tilviljun, eftir markvissa leit, af FERLIRsfélögum fyrir u.þ.b. áratug síðan.
En fyrst svolítið um jarðfræðina, sem Bálkahellir fæddist í. „Stóra-Eldborg undir Geitahlíð (180 m.y.s.) er nafn á reglulegum gíg, þeim stærsta í stuttri gígaröð, sunnan undir Geitahlíð (386 m.y.s.) og austan Krýsuvíkur (sjá meira HÉR). Gígurinn fellur vel að skilgreiningu eldborgar. [Sýnileg] gígagröðin öll hefur verið virk í upphafi gossins en mjög fljótlega hefur öll eldvirknin færst yfir í Stóru-Eldborg. Þá hlóðst gígurinn upp en hann er um 50 metra hár og yfir 30 metra djópur. Meginhraunrennslið hefur verið um þrjú op undan borginni og liggja hrauntraðir frá hverju þeirra. Hraunið rann að mestu til suðurs og austurs, einkum með Geitahlíð og fram af sjávarhömrum. Hraunið frá Stóru-Eldborg er um 12 ferkílómetrar.“
Í Litla-Eldborgarhrauni, milli tveggja anga Stóra-Eldborgarhrauns, eru þrjú niðurföll. Þegar FERLIR gekk fram á þau veturinn fyrir árið 2000 voru þau staðsett, en ekki skoðuð nánar því verið var að koma úr mikilli helllaferð í Bálkahelli. Þó var skoðað upp í göng úr efsta jarðfallinu, ca. 50 metra, sem við síðari mælingu reyndust vera u.þ.b. 100 metra löng. Þá nefndur FETLIRsfélagar hellinn „Bjössabólur“ eftir einum félaganna (Einarssyni), sem þá var með í för.
„Niður frá miðniðurfallinu liggja falleg göng. Eru þau vel manngeng í fyrstu en síðan lækkar smátt og smátt til lofts. Göngin eru lítið hrunin og lagleg. Þegar komið er um 20 metra inn í hellinn eru göng á veggnum hægra megin. Þau kvíslast síðan þegar innar dregur og er þessi afhellir um 80 metra langur. Hrun er neðarlega í meginrásinni og má komast leiðina áfram beggja megin við það. Frá því hlykkjast margslungin göng langa vegu. Heildarlengd hellisins út frá miðgatinu er um 380 metrar.
Ingi Óskarsson hellamaður nefndi hellinn Tryggvahelli eftir syni sínum en þeir feðgar gengu fram á hann árið 2000.“
Bjössabólur eða Tryggvahellir er hluti af hraunrás Bálkahellis, sem er skammt sunnar í Litla-Eldborgarhrauni. Á yfirborðinu skilur hraunspýja úr Stóru-Eldorg svæðin að.
Um Bálkahellir segir Björn Hróarsson í stórvirkinu „Íslenskir hellar“: „Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur og er í hrauninu um kílómetra fyrir neðan þjóðveginn [Herdísarvíkurveg]. Í hellinum eru fallegir dropsteinar, dellur og önnur hraunvirki sem erfitt er að lýsa. Hraunstráargrysjur eru í loftum og á kafla má sjá hvar brúnleitt þunnfljótandi hraunið hefur runnið upp með veggum rásarinnar sem er allvíð á kafla.
Skammt innan við efsta og nyrsta hellismunnannn er mikil storkuborð eða bálkar beggja vegna og af þeim dregur hellirinn nafn sitt. Þar fyrir neðan er hellirinn hvað stærstur. Hann skiptist í tvennt og í honum tvær breiðar hraunsúlur. Komið er út í niðurfalli en sunnanvert í því heldur hellirinn áfram.
Miðhluti hlellisins er um 100 metra langur. Þar er töluvert um dropsteina og hraunstrá en að endingu þrengist hellirinn þannig að ekki verður áfram komist.
Frá neðsta niðurfallinu má halda um 40 metra upp á við til móts við göngin sem lýst er hér að framan. Til suðurs frá niðurfallinu liggja mjög heilleg göng um 220 metra. Hellirinn er breiður og á gólfum eru dropsteinar og hraunstrá hanga í loftum. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða er til að fara mjög varlega þarna.“
komu fram heilleg hraunrás, breið og yfir mannhæða há, með fjölmörgum dropsteinum og viðkvæmum hraunstráum. Lagðir voru út gulir borðar á gólfið til að afmarka fótgöngurás fyrir þá sem á eftir kæmu (svo koma mætti í veg fyrir skemmdir).

Þegar FERLIR endurfann Bálkahellir fyrir u.þ.b. 10 árum síðan varð það fyrir hreina tilviljun. Leitað var eftir þjóðsögn um Arngrímshelli er var í notkun í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni) í lok 18. aldar. Í þeirri frásögn er ein setning um tilvist Bálkahellis; „þar skammt frá er Bálkahellir“. Leitin fór fram að vetrarlagi. Leitarfólk var dreift og búið var að leita um svo til alla Klofninga þegar einn leitarmanna hvarf niður í snjóinn. Í ljós kom að hann hafði fallið niður í jarðfall er hafði að geyma efsta op Bálkahellis, þess er hafði gefið honum nafn. Bálkarnir voru augljósir beggja vegna í rásinni er niður var komið. Efsti hluti hellisins var skoðaður í það skiptið með lélegum ljósum.
Þegar heim var komið var haft við Björn Hróarsson, HERFÍS-félaga, og honum tilkynnt um fundinn. Í framhaldi af því var gerður úr leiðangur á svæðið, efsti hlutinn kannaður betur, sem og aðrir hlutar hans. Þegar staðnæmst var við neðsta opið var tekið til við nestið. Björn hvarf þó um stund niður (suður) undir jarðfallið. Þegar Björn kom aftur var hann spurður tíðinda. Fátt var um svör en blik í augum gaf von. Stuttu seinna var gerður út leiðangur hellamanna á svæðið og þá var neðsti hluti Bálkahellis skoðaður með góðum ljósum og af varkárni.
Í ljós
Það er ekki að ástæðulausu að Björn gefur ekki upp hnit á Bálkahelli í stórvirki sínu. FERLIR gaf þó upp hnitin á eldri vefsíðu sinni, en gætti þess að hafa þau það ónákvæm að einungis æfðustu hellaleitamenn ættu möguleika á að finna opin.
Haldið var niður í Bálkahelli. Þoka umlukti yfirborðið og hafði það sitt að segja í undirlendinu. Ofan við efsta jarðfallið eru fallegir steinbogar (-brýr). Í því efra er þrastarhreiður. Aðgengi niður í hellarásina til suðurs er auðvelt. Gólfið er lítið grjótáfallið, en þegar innar dregur þarf að fara yfir stutt en léttvægt hrun. Þar fyrir neðan greinist rásin.
Greiðfærara er að fara til vinstri, en komið er skammt neðar að framhaldsrásinni hvor leiðin sem valin er. Þar eru myndræn gangnamót. Neðar er rásin heil utan einnar fellu, sem komið hefur úr loftinu í stóra jarðskjálftanum 2008. Auðveldur uppgangur er úr rásinni. Eins og Björn lýsir er hægt að halda áfram til suðurs undir yfirborðið. Þar tekur við heilleg hraunrás, en lokast síðan. Fallegir dropsteinar eru þar. Fara þarf til baka og halda síðan lengra niður eftir til suðurs í hrauninu, þangað til komið er að þriðaj og síðasta jarðfallinu á Bálkahelli. Ef haldið er upp eftir rásinni þar til norðurs er komið að lokuninni fyrrnefndu á u.þ.b 1/3 leiðarinnar. Þarna er rásin alveg heil og falleg.
Þá er að fara niður í neðsta ráshlutanna. Hér hafa áhugasamir hellamenn kvartað yfir tvennu; annars vegar ónákvæmum hnitum og hins vegar að finna ekki leiðina inn í rásina. Auðveldast er að fara niður í ráshlutann hægra megin, en þar er ekkert framhald. Ef farið er niður í hana vinstra megin má sjá rásina liggja upp til hægri (farið er aftur á bak niður). Þar er stór dropsteinn. Halda þarf þarna niður (til suðurs), fara um lítið op á milli steins og veggjarins.
Þá tekur við lág renna sem bogra þarf í gegnum. Þá beygir rásin til hægri og aftur til vinstri. Þar hækkar rásin og breikkar. Eftir það er leiðin greið niður á við, en óþarfi er að flýta sér. Hraunstrá og dropsteinar eru víða á leiðinni, enda rásin alheil alla leið að endamörkum. Skammt ofan þeirra er dropsteinabreiða, sem ekki má fara yfir, enda mikil hætta á skemmdum.
Samtals er þessir hlutar Bálkahellis um 450 metra langir, en ef taldir væru með rásir „Tryggvahellis/Bjössabóla“ væri hellirinn u.þ.b. kílómetrers langur, eða svipaður að lengd og Búri í Leitarhrauni.
Þegar hraunið sunnan við neðsta jarðfallið á Bálkahelli var kannað á sínum tíma fundust ekki fleiri op, en skammt sunnar er brekka á hraunbreiðunni og eftir það hallar jafnt og þétt til strandar. Líklegt má telja að rásin, eins stór og mikil hún er, eigi sér framhald í og ofan brekkunnar.
Þá var gengið upp að Arngrímshelli/Gvendarhelli í Klofningum. Þjóðsagan segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi haldið 99 grákollóttar ær á auk einnar grákollóttrar, sem systir hans átti, nefnd Grákolla. Þetta var um aldamótin 1700.
Óveður geisaði og hraktist féð fram af Krýsuvíkurbjargi, allt nema Grákolla. Er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið. Arngrímur lést síðan skömmu eftir aldamótin (1724) er hann var við sölvatekju undir bjarginu með öðrum. Silla féll úr bjarginu og varð hann og tveir aðrir undir henni. Mörðust þeir til bana. Einn maður bjargaðist og varð til frásagnar um atburðinn. Um 130 árum síðar er getið um að nefndur Gvendur Bjarnason nokkur frá Krýsuvík hafi haft fé í hellinum. Hlóð hann þvervegg sem og stíur. Byggði hann og hús fyrir opið. Helst þótti til tíðinda að gler var í gluggum þess. Sjá má tóftir hússins vestan við hellismunnann Innangegnt hefur verið úr húsinu í fjárskjólið, sem rúmað hefur geta á a.m.k. annað hundrað fjár. Fjárhúsopið, fyrirhlaðið, er sunnan í hellinum. Þar innan við er gólfið flórað. Hlaðið er um „stromt“ þar sem líklegt eldstæði hefur verið undir. Fyrirhleðsta er innar. Innan hennar, beint niður af inngönguopinu úr húsinu, er gólfið einnig flórað. Hlaðin stía, sennilega fyrir sauði, er innar og hlaðið er fyrir efsta hluta rásarinnar til að forða því að féð kæmist innar í hana.
Skammt sunnan við tóftina og hellinn er rás. Þegar FERLIR skoðaði hana fyrir nokkrum árum fundust í henni nokkrir rekaviðarraftar. Líklega hefur þar verið eldiviðargeymsla fyrrum staðarhaldara. Ekkert af þessu hefur virðist hafa hlotið náð fornminjavörslunnar í landinu.
Allnokkru suðaustan við fjárskjólið er Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
Frá fjárskjólinu var gata rakin til vesturs, yfir á vestanverða brún Klofninga (Krýsuvíkurhrauns). Hún bar merki þess að hafa bæði verið fjárgata sem og meginleiðin að og frá skjólinu. Vörður voru á brúnum. Þær gætu hafa verið eftir refaveiðimenn er síðar komu í Klofningana, enda munu þar hafa verið allnokkur greni – og eru enn. Ofar í Klofningum má sjá ummerki eftir þær.
Allnokkru suðvestan við hraunbrúnina eru talsverðar minjar; skjól, rétt og hús. Á korti hefur þeim stað verið gefið nafnið „Gvendarhellir“. Ástæðan gæti verið af þrennum toga; ókunnugleika þess eða þeirra er staðsettu nafnið þarna, umhverfi og aðstæður þar eru ekki ólíkar því sem gerist í Klofningum og minjarnar gætu átt við þær. Hins vegar er ekki vitað um heimildir er kveða á um notkun þessara minja, sem eflaust hafa verið notaðar til hjásetu um tíma, auk þess sem réttin og húsið gefa tilefni til að ætla að þar hafi verið fráfærur sem og/eða starfsstöð til vetrarbeitar niður um Bergsenda. Krýsuvíkurhellir er skammt austar.
Fallegar hrauntraðir Klofninganna liðast niður frá Eldborgunum, með misjöfnum slétt- og gróningum þó. Skil hraunanna eru augljós.
Kíkt var á leifar Litlu-Eldborgar, en meginhluti hennar hefur verið tekinn undir vegstæði þjóðvegarins. Ekki er óraunhæft að ætla að gígurinn verði endurgerður nú þegar verktakar þurfa að losa sig við efnisúrgang líkt og á Hellisheiðinni. Ósnertur gígur er stutt suðvestan við megingígin (raskaða), sem nýrra hraunið hefur umlukið. Norðaustar eru tveir gígar og hefur þeim suðvestari verið raskað. Umleikis eru fallegar hrauntraðir, að ofanverðu frá Stóru-Eldborg og að neðanverðu frá þeirri Litlu. (Sjá myndband úr Bálkahelli.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimild m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar, 2006.
Eldgosaannáll Reykjanesskagans
Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:
Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull
Gos á sögulegum tíma;
Eldborg í Kristnitökuhrauni.
-um 900 – Afstapahraun.
-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.
-999 eða 1000 – Svínahraun.
-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.
-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.
-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.
-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.
-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1340 – Brennisteinsfjöll.
-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
-1582 – við Eldey.
-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
-1879 – Geirfuglasker .
-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
Sjá meira undir „Eldgosaannáll Íslands“ á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“
Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Geitungar
Oft tekur fólk ekki eftir hinu smáa, en fæstir horfa framhjá geitungum, þótt litlir séu, ef þeir eru einhvers staðar nærri.
finna sinn vitjunartíma eða upprisutíma að vetri gengnum í kringum 25. maí, en undanfarin vor hefur einmitt mátt vænta þeirra um það leyti. Fyrrum var um meiri óreglu að ræða. Þannig hafa geitungarnir aðlagast íslenskum staðháttum. Þéttbýli Reykjanesskagans er kjörlendi þeirra.
Holugeitungur fannst fyrst með bú árið 1977 og hefur fundist hér reglulega síðan, þó aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Honum gengur mun betur hér en húsageitungi þó veruleg áraskipti séu af honum. Sum ár er hann algengur en hann getur dottið niður á milli. Holugeitungur staðsetur búin á sömu stöðum og húsageitungur, þ.e. inni í húsum og í holum í jörðu. Hraunhellur í blómabeðum eru afar vinsælar hjá holugeitungum.
Geitungarnir sem numu hér land á áttunda áratug nýliðinnar aldar virðast vera að
Oftast taka þeir þó nokkra daga í að nærast og hressa upp á orkubúskapinn eftir vetrarsvefninn, áður en hafist er handa við að koma þaki yfir höfuðið. Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið.
Það sem fyrst og fremst kemur upp í huga fólks þegar geitunga ber á góma er sú árátta þeirra að verjast af hörku og beita til þess heldur ógeðþekkum ráðum.
Alls hafa fjórar tegundir geitunga numið hér land. Þær eru trjágeitungur, holugeitungur, húsageitungur og roðageitungur.
Húsageitungur varð e.t.v. fyrstur geitunganna til að nema hér land. Ekki lék vafi á því að sumarið 1973 var bú í miðbæ Reykjavíkur þó ekki hafi það fundist. Í kjölfarið fór tegundin að finnast nokkuð reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar og aldrei náð sér verulega á strik enda er húsageitungur hér nálægt nyrstu mörkum þess sem hann getur lifað við. Útbreiðsla húsageitungs er enn takmörkuð við höfuðborgarsvæðið en afar litlar líkur eru til þess að hann nái fótfestu utan þess landshluta. Tegundin staðsetur bú sín mjög gjarnan inni á húsþökum, á háaloftum eða í holrými milli þilja. Holur í jörðu duga einnig ágætlega.
Trjágeitungur fannst fyrst sumarið 1980. Því má gera ráð fyrir að hann hafi borist eitthvað fyrr til landsins þó ekki hafi það verið upplýst. Trjágeitungur dreifðist í kjölfarið hratt um landið, fyrst um láglendið og á seinni árum upp í hálendisbrúnir. Staða hans er mjög traust. Vorhret á Norðurlandi hafa stundum valdið honum búsifjum en hann hefur ávallt náð sér á strik á ný. Bú trjágeitungs eru yfirleitt vel sýnileg og oft berskjölduð. Þau hanga gjarnan í trjám og runnum, undir þakskeggjum húsa og á gluggakörmum, á klettum og steinum, í börðum og þúfnakollum svo dæmi séu tekin.
Roðageitungur mætti til leiks síðastur geitunganna. Grunur lék á búi í Hafnarfirði 1986 en fyrsta búið fannst þó ekki fyrr en 1998. Aðeins tvö bú hafa fundist síðan. Tegundin er því afar sjaldgæf og óvíst er um frekari afdrif hennar hér. Öll búin hafa fundist í holum í jörðu.
Heimild:
-http://www.ni.is/efst/geitungar
Geitungur.
Hrauntungustígur – norðan Sauðabrekkugjár
Ætlunin var að rekja þann kafla Hrauntungustígs er liggur frá Hrauntungum upp að Sauðabrekkugjá. Hlutarnir beggja vegna liggja nokkurn veginn ljósir fyrir, en á
þessum kafla ofanverðum koma a.m.k. þrjár götur til greina, einkum að austanvörðu. Í leiðinni var m.a. litið á Fjallsgrensvörðuna, Fjallsgrenin og Sauðabrekkugjárgígaskjólið.
Gengið var upp austanverðan Almenning. Mikið kjarr er nú aftur komið í Almenning, en hann var fyrr á öldum eitt helsta hrísforðabúr Hraunamanna og Álftnesinga og eitt besta beitarland, sem völ hefur verið á á Reykjanesskaganum. Stefnan var tekin upp fyrir Þrísteinsvörðu með beina stefnu á Fjallgrensvörðuna. Austan hennar var beygt til suðurs og miðið sett á Fjallsgreinin norðan Sauðabrekkugjárgígaraðarinnar ofan Sauðabrekkugjár.
Hrauntungustígurinn liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum. Þá er farið yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestan við Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnan er síðan á Hrúthólma og farið um nokkuð slétt helluhraun að Hrútafelli. Þá er stutt yfir á Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.
Hrauntungustígurinn er ein af hinum gömlu þjóðleiðum millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Markmiðið var að eftir þessa ferð lægi ljóst fyrir hvar „meginleið“ Hrauntungustígsins hafi legið fyrrum.
Sem fyrr sagði var aðaltilgangur ferðarinnar að skoða þann hluta Hrauntungustígsins, sem liggur á milli Sauðabrekkugjár að Fjallgrensvörðunni á hæsta hluta Almennings. Þessi kafli virðist hafa reynst mörgum erfiður og fáum hefur tekist að rekja hann réttu leiðina. Líklega er torræðið ein af ástæðum þess að Hrauntungustígurinn hefur greinst í nokkrar leiðir ofan við Sauðabrekkugjár, flestar austar en sú sem hér var ætlunin að greina.
Grenin eru a.m.k. tvö. Það austara er merkt með lítilli vörðu, en norðvestan við það vestara er hlaðið skjól fyrir refaskyttuna. Skammt vestar er hlaðið byrgi í lítilli klettasprungu. Frá því sést vel yfir neðri hluta hraunsléttunnar norðan grenjanna. Skolli hefur ekki getað komist þeim megin að grenjunum óséður.
Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess að vera sprunga er Sauðabrekkugjá misgengi. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndar þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ fljóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur smurt veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.
Þá heldur stígurinn áfram um annars nokkuð slétt hraunið. Þessi kafli hefur afvegaleitt marga, en að þessu sinni voru kjöraðstæður til rakningar. Stígurinn sást mjög vel í hrauninu. Þegar komið er út úr nýrra hrauninu taka við gróningar. Þar stefnir stígurinn til vinstri, áleiðis að Fjallsgrensvörðu, sem er áberandi á þessari leið.
Gengið er um fallegt hraunlendi með miklu og stórbrotnu útsýni á allar hendur – alla leiðina.
Þá var haldið upp í Skjólið í Sauðabrekkugjárgígunum. Það er í einum gíganna. Gengið er inn um þröngt op, en þegar inn er komið er þar rúmgott skjól. Innsti hluti gólfsins hefur verið flóraður svo þar hefur verið hið besta bæli. Gluggi er á skjólinu, en hella fyrir. Op er fyrir stromp. Separ eru í loftum svo þarna inni er fagurt um að litast. Að öllum líkindum hefur þetta verið afdrep fyrir refaskytturnar í Fjallsgrenjunum – og jafnvel aðra er leið áttu um og þekktu vel til, því opið er ekki auðfundið.
Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútargjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum
Og þá var að hefjast handa við að greina Hrauntungustíginn frá þeim stað er hann kemur inn á gjána. Stígurinn sést mjög vel austan gjárinnar og er auðrakinn þaðan áleiðis að Hrútárgjárdyngu. Þá er hann mjög áberandi ofan við gjána þars em hann liggur um slétt helluhraun Sauðabrekkugjárgíganna. Hraunið er einungis þakið mosa, en að mestu ógróið að öðru leyti er segir nokkuð til um aldur þess.
Skammt norðvestan gíganna beygir gatan upp á hrauntjarnarbrún með stefnu til norðurs. Stígar þar geta auðveldlega afvegaleitt fólk, en ef mjög vel er að gáð má sjá stíginn liðast „mjúklega“ um hraunið. Þar er hann bæði breiður og augljós. Austan við stíginn er jarðfall og í því rúmgóður skúti (gott skjól – 6359316-02200230).
Við vörðuna greinist Hrauntungustígur í tvennt, vinstri og hægri, en báðir angarnir koma saman á ný neðan við holt eitt (varða á því) suðvestan Hafurbjarnaholts. Þaðan liðast stígurinn um norðanverðan Almenning að Gjáseli og frá því áfram inn á Skógræktarsvæði ríkisins. Þar hefur trjám verið plantað í stíginn. Vörðurnar má sjá í skóginum, en nauðsynlegt er að saga niður þau tré, sem eru í stígsstæðinu, enda bæði ágætt og skemmtilegt að leyfa stígnum að halda sér um hraunið niður að Hrauntunguopinu. Stígurinn liggur inn í tungurnar og er augljós, framhjá hlöðnu Hrauntunguskjólinu og að brún þeirra að norðanverðu. Þar hefur hrauninu verið eytt sem og stígnum.
Ef haldið er áfram yfir hrauntungusvæðið og stefnt á vörðu þar að handan kemur stígurinn í ljós að nýju. Þar sést hann vel þar sem hann liðast niður að Krýsuvíkurvegi. Vestan vegarins er slétt hraunhella og færi vel á því að gera þar lítið bílastæði og láta stíginn enda við það. Óþarfi er að rembast við hann lengra, enda svæðið þar austan við nú óðum að byggjast óðslega upp til lengri framtíðar.
Um er að ræða fallega gamla þjóðleið millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Hér að framan er lýst þeirri leið stígsins, sem telja verður skemmstan þar á millum.
Ástæða er til að viðhalda hinum mörgu gömlu þjóðleiðum á Reykjanesskaganum. Vaxandi áhugi er meðal fólks að fá tækifæri til að feta í fótspor forfeðra og – mæðra og njóta þess umhverfis og þeirrar náttúru er þau urðu aðnjótandi fyrrum.
Ef leiðin væri gengin enda á milli tæki það ca. 6 klst.
Frábærlega skemmtilegt slagveður er setti dulúðlegt yfirbragð á fjarrænt útsýnið. Vel mátti ímynda sér hvaða takmarkaða skjól fólk fyrr á öldum hafði af fatnaði sínum við þær „hefðbundu“ aðstæður er nú voru á svæðinu. Þátttakendur voru nú í þeim besta hlífðarfatnði, sem völ er á, en gegnblotnuðu samt. Á móti kom að tiltölulega hlýtt var í veðri svo gangan var fyrst og fremst ánægja yfir að uppgötva „týnda“ hlekkinn sem og kærkomið tækifæri til að grandskoða svæði, sem sjaldan er gengið – af fáum.
Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Sauðabrekkufjárskjól.
Hvatshellir – þræta
Eins fram kemur varð nokkur þræta um Hvatshelli eftir að honum var lýst nýfundum í sept. 1906. Slíkar þrætur koma jafnan í kjölfar óvæntra uppgötvana. Þær eru þó ekki alltaf á rökum reistar. Hér er eitt ágætt dæmi um viðbrögð við fundi Hvatshellis er birtist í Þjóðólfi 28. sept. 1906 og bar yfirskriftina „Ketshellir“:
„Hellir í Garðahrauni, er félagar úr göngumannafélaginu „Hvat“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eptir kunnugum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því, að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við, að hellir þessi hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða. Er til enn vitnisburður um landamerki frá 2. janúar 1625, útgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundarsyni. Segir Þorvaldur þar svo frá; „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hver eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk; úr miðjum Flóðum, upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeilding úr miðjum fyrsögðum hálsi og í hvíta steininn, sem stendur í Tjarnholtum og þaðan sjóndeilding í Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu. Úr Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður og allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi eg þar nokkra efan heyrt. Og var eg á fyrrsagðri jörðu í minni ómagavist hjá föður mínum í þau 15 ár hann þar bjó; en eg hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn, eptir hverjum eg má sverja með góðri samvizku“.
Í Hvatshelli.
Af þessu mætti það verða augljóst, að þessu nýfundi „Hvatshellir“ hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir nafni Ketshellir.
„Hvatsmenn“ eru í sjálfu sér ekki syndugri menn en aðrir í Galelía, þó að þá hafi hent þessi hellaglöp. En af þessari hendingu væri jafngott, að menn dragi sér þá kenning að vera ekki of veiðibráðir að nema lönd í heimahögum annara, þar sem þeir eru ókunnugir, en spyrja sig heldur fyrir hjá smalapiltinum, áður en þeir fara að skíra landnámin. Að hlaupa í það umsvifalaust að búa til örnefni, þótt menn af ókunnuguleika viti ekki að það væri til áður, getur orðið til mikils ills og komið til leiðar skæðasta glundroða, buldri og þrefi, þar sem svo stendur á eins og hér, að það hittir á æfagömul landamerki.“
Svo mörg voru þau orð. En skoðum þetta svolítið nánar. Séra Friðrik var ekki að lýsa Ketshelli. Hann var að lýsa innkomunni í Kershelli og síðan nýfundnum afhelli hans; Hvatshelli, sem er ekki á landamerkjum heldur skammt ofar (norðaustar) í Smyrlabúðahrauni. Ketshellir er hins vegar á landamerkjum, einnig nefndur Selhellir og Setbergsselshellir/Hamarskotsfjárhellir. Landamerkjavarða stendur ofan á hellisþakinu þar sem fyrirhleðsla er undir í hellinum. Þar voru mörk Garðalands (Setbergs) og Hamarskots. Syðri endi hellisins hýsti hluta selstöðu frá Hamarskoti. Í fyrrnefndri lýsingu frá 1625 er getið um að landamerkin liggi um Ketshelli, sem er rétt. Hann kemur bara Kershelli og Hvatshelli ekkert við svo framangreind viðbrögð voru því algerlega óþörf.
Markavarðan í Setbergsseli.
Kershellir var einnig þekktur og töldu ýmsir er þekktu til að Hvatsmenn hafi verið að lýsa honum þegar þeir töldu sig hafa fundið nýjan óþekktan helli er þeir skírðu Hvatshelli. Það voru þeir hins vegar ekki að gera þó svo að Hvatshellir sé í raun hluti sömu rásar og Kershellir. Þeir voru því ekki að umbreyta örnefni heldur búa til nýtt á áður óþekktu. Sumir gagnrýnenda voru í raun að afhjúpa ókunnugleik sinn á þessum stað því ekki er að sjá að þeir hafi sjálfir farið á vettvang, borið saman heimildir og metið aðstæður.
Hafa ber í huga að fáir hraunhellar voru þekktir á þessum tíma hér á landi, enda erfitt að skoða þá með þeim búnaði er þá var til staðar.
Heimild:
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.
Landamerkjavarða á Ketshelli.
Litlahraun – Arngrímshellir (Gvendarhellir)
Lagt var stað frá Eldborgarréttinni. Þegar komið var að henni kom álft í lágflugi og settist hjá þátttakendum. Hún var svo gæf að hægt var að klappa henni á kollinn. Hún kvartaði sáran og var hin spakasta. Fjölfóður maður í hópnum skyldi strax að álftin var að kvarta yfir fyrirhuguðu vegastæði Suðurstrandarvegi. Það er því alveg ljóst að sá sem hefur álft, en ekki bara krummafót, sér til stuðnings í því máli getur ekki annað en verið ánægður.
Gvendarhellir (Arngrímshellir).
Gengið var niður um Litlahraun og skoðuð tóttin, sem þar er, hlaðinn nátthagi og fjárskjól utan í hraunhól. Þaðan var haldið niður að Bergsendum og þrædd gatan neðan við gamla bergið uns vent var á bakborða og strikið tekið á Krýsuvíkurhelli. Hann var skoðaður beggja vegna, en nú er ljóst að hægri hlutinn heldur áfram niður á við. í endanum er op, en gróft hraun allt í kring. Opið liggur þarna niður á við og eitthvert áfram. Ókannað. Í hægri hellinum eru separ í loftum og fallegur, grófur, brúnleitur hraunfoss. Svo virðist sem þar séu síðustu leifar hraunsstraumsins, sem rann um rásina.
Farið var í jarðfallið ofan við hellinn og opnað þar inn úr. Einn skreið inn fyrir og kíkti. Ákveðið var að segja ekkert meira um þennan hluta að svo komnu máli.
Í Bálkahelli.
Þá var haldið upp um Klofninga og komið við í Arngrímshelli (Gvendarhelli) og hann vandlega skoðaður. Ákveðið var að fara niður um efsta hluta Bálkahellis og síðan áfram niður í neðsta hlutann. Loks var haldið upp fjárskjólshraunið og komið að dysjum Herdísar og Krýsu áður en hringnum var lokað. Við skoðun á dysjunum kom í ljós að dys smalans, sem átti að vera horfin undir skriðu, er þarna skammt frá.
Frábært veður.
Minjar í Litlahrauni – uppdráttur ÓSÁ.
Þorsteinshellir – Dimmir
Lýsing á Þorsteinshelli og Dimmu (Dimmi) var sú að hellarnir ættu að vera norðaustan við Hólmsborgina (Sauðaborgina) í Hrossabeinahæð sunnan Hólmshlíðar og austan Gráhryggjar. Þeir, sem einhvern tíma hafa komið á svæði, vita að þar er eitt hraunhaf svo langt sem augað eygir. Þrjár fyrri ferðir á svæðið hafa reynst árangurslausar. Því var ákveðið að nota að þessu sinni léttvopnaða og fótfráa sérsveit FERLIRs. Sveitin getur farið hratt yfir og ef eitthvað markvert er að finna þá finnur hún það, það er a.m.k. reynslan.
Við opið á Dimmi.
Þegar búið var að leita af sér allan grun á Hrossabeinshæðum, var haldið inn á Gráhrygg. Farið var hratt yfir, en þegar komið var í austanverðan hrygginn skammt norðvestan við Selfjall var ákveðið að umkringja líklegt svæði og grandskoða það. Eftir stutta leit fannst Þorsteinshellir og síðan Dimmir í kjölfarið. Við skoðunina fannst einnig annar hellir, sem bíður betri tíma.
Hlaðið er (sjá mynd) við op Þorsteinshellis. Þrep er niður og síðan tekur við heil hraunrás, u.þ.b. 8-10 metra löng. Hellirinn hefur greinilega verið notaður sem skjól fyrir þann eða þá, sem setið hafa yfir ánum. Krikinn, sem þótti svo líklegur, hefur þá að öllum líkindum verið notaður sem nátthagi. Sennilegt er að aðstaða þessi hafi m.a. verið notuð frá seljunum í Lækjarbotnum (Örfiriseyjaseli og Reykjavikurseli) og frá Hólmi.
Skammt norðan við Þorsteinshellir fannst opið á Dimmi (sjá mynd). Hellirinn er u.þ.b. 30 metra langur, heil hraunrás, en tiltölulega lág.
Frábært veður.
Í Þorsteinshelli.
Sigurður og geirfuglarnir
Sigurður K. Eiríksson, bóndi í Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi utan við Sandgerði á utanverðum Reykjanesskaganum, er á níræðisaldri. Honum er ýmislegt til lista lagt.
Auk þess að verja æðarvarpið fyrir varginum með nýstárlegum aðferðum hefur hann m.a. dundað sér við að tálga eftirmyndir af fuglum í smækkaðri mynd. Þó hafa a.m.k. tvö verka hans fengið að njóta stærðarinnar, en það eru geirfuglar, sem hann hefur unnið nokkuð nákvæmar eftirmyndir af. Hafði hann m.a. geirfuglseintakið fræga á Náttúrufræðisafninu sem fyrirmynd.
„Fuglar náttúrunnar hafa verið mér hugleiknir, allt frá því að ég var barn“, sagði Sigurður þegar hann var spurður um þennan áhuga á fuglum, „geirfuglinn sem mennirnir náðu reyndar að gera aldauðan hér ekki langt undan, er einn af þeim. Geirfuglinn er nú minnisvarði um hvernig á ekki að standa að verki þegar náttúran og lifandi verur eru annars vegar“.
Þegar Sigurður var spurður að því hvernig honum litist á að sýna fuglana svaraði hann: „Æi, verður þetta þá bara ekki eins og vitlausa umfjöllunin um hina geirfuglana tvo, listaverkin úti á Reykjanesi og úti við Skildingarnes. En hvernig er svo sem hægt að gera eftirmyndir af fugli öðruvísi en hann er, eða var í þessu tilviki?“
Sigurður er jafnvígur á tré og járn svo það er fátt sem hann getur ekki búið til. Ef fólk á erindi um Stafnesveginn milli Sandgerðis og Ósabotna er tilvalið að sækja Sigurð heim og fá að skoða fuglana sem og hið áhugaverða umhverfi sem þar er að finna.
Sigurður Eiríksson með geirfuglana.
Njarðvík
Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir hafa nú runnið saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag.
Minnismerki um Thorcellius.
Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag.
Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur. Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag.
Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki greinanleg ókunnugum.
Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.
Njarðvíkin sjálf er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík. Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar.
Innri-Njarðvíkurkirkja.
Sú kirkja, sem þar er nú, var reist 1884-86. Hún var vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.
Minnismerki um Sveinbjörn.
Að baki kirkjunni er minnisvarði eftir Ríkharð Jónsson um Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, öðru nafni Jón Thorkillius var afhjúpaður við Innri-Njarðvíkurkirkju síðasta laugardag í maí árið 1965. Jón Thorkellius fæddist í Innri-Njarðvík 1697 og dó í Kaupmannahöfn 1759. Jón var mikill lærdómsmaður og barðist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Hann arfleiddi fátæk skólabörn í átthögum sínum, Kjalarnesþingi, að öllum eigum sínum. Stofnaður var sjóður, Thorkellisjóður og m.a. var fyrsti barnaskóli landsins starfræktur fyrir fé úr þessum sjóði. Minnisvarðinn sýnir skólamanninn Jón sitjandi með tvö börn og er þetta eitt af stærstu verkum Ríkharðs Jónssonar.
Stapakot – túnakort.
Þarna er og minnisvarði um Sveinbjörn Egilsson rektor, en hann bjó í Innri-Njarðvík. Minnisvarðin var afhjúpaður 27. febrúar 1991. Þá voru liðin 200 ár frá fæðingu þessa merkismanns sem var fyrsti rektor við Lærða skólann í Reykjavík en hafði áður verið kennari um árabil við Bessastaðaskóla. Sveinbjörn var mikill fræðimaður og þýddi mörg af helstu bókmenntaverkum heims yfir á íslensku, s.s. Hómerskviður og Biblíuþýðingar hans þóttu frábærar. Hann orti líka talsvert og frægastur er eflaust sálmurinn Heims um ból. Sveinbjörn var fæddur á stórbýlinu Innri-Njarðvík árið 1791 og lést 1852. Minnisvarðinn er eftir Áka Gränz og var reistur að tilhlutan bæjarstjórnar Njarðvíkur.
Njarðvíkur – Áki Grenz.
Þjóðhátíðarinnar 1974 var minnst á Suðurnesjum eins og víðast annars staðar á landinu. Í tilefni þessa var reistur minnisvarði við kirkjuna í Innri-Njarðvík, en á þeim stað héldu fjórir innstu hreppar Gullbringusýslu þjóðhátíð sína dagana 15.-16. ágúst 1874. Áki Gränz og Ingvar Jóhannsson sáu um framkvæmdina að tilhlutan Byggðasafnsnefndar og hreppsnefndar Njarðvíkur.
Byggðasafn Njarðvíkur er lítið bárujárnsklætt timburhús í Innri Njarðvík sem byggt var í byrjun 20. aldar. Húsið var gefið til Njarðvíkurbæjar á 8. tug síðustu aldar til safnastarfsemi. Þar er nú sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, aðallega myndir og innanstokksmunir frá síðustu íbúum. Húsið stendur norðvestan við kirkjuna.
Njarðvík – minjasafn.
Vestar eru tjarnir. Austan þeirra er brunnur. Suðvestan við brunninn eru tóftir grasbýla, sem jafnan tóku nafn af húsráðendum sínum hverju sinni. Eitt þeirra var Hólmfastskot.
Íslandssagan segir frá því að árið 1699 bjó á hjáleigu frá Brunnastöðum bláfátækur bóndi sem Hólmfastur Guðmundsson hét. Á þessum tíma máttu Vatnsleysustrandarmenn eingöngu versla í Hafnarfirði. Kaupmaður þar hét Knútur Storm. Ekki vildi kaupmaður kaupa allan fisk Hólmfasts og henti úr 3 löngum og 10 ýsum. Ekki mátti Hólmfastur við þessu, hann fer því til Keflavíkur með úrkastið og að auki 2 knippi af hertum sundmögum og selur kaupmanni. Þetta frétti Knútur Storm og stefndi Hólmfasti til Kálfatjarnarþings og kærði hann fyrir óleyfilega verslun. Hólmfastur var dæmdur í þunga sekt en hann átti ekki neitt nema lekan bát sem kaupmaður neitaði að taka upp í sekt.
Hómfastskot.
Hólmfastur var því dæmdur til að kaghýðast, en því jafnframt skotið til konungs hvort hann ætti ekki líka að fara á Brimarhólm fyrir þennan mikla glæp. Síðan var Hólmfastur bundin við staur og húðstrýkur rækilega. Seinna kærði Láritz Gottrup lögmaður þetta fyrir konungi og enn seinna þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín. Árni og Páll stóðu fyrir því að Hólmfastur fékk miskabætur nokkru síðar 20 ríkisdali frá Jóni Eyjólfssyni sýslumanni. Umdæmaverslunin var afnumin 1732.
Garðbær er skammt suðvestar, hlaðinn úr tilhöggnu grjóti. Bærinn hét áður Bræðraborg. Við hlið hans stendur nýrra íbúðarhús klætt bárujárni, sennilega frá byrjun 20. aldar. Við norðurenda þess er þurrkhjallur, sem algengir voru við hús hér fyrrum.
Stekkjarkot.
Stekkjarkot er í Innri Njarðvík. Það er endurgert tilgátuhús sem, reist var árið 1993, fjósi var svo bætt við sumarið 2002. Þarna hafði áður staðið gömul sjóbúð að upplagi frá 1856 en yngsti hluti frá fyrri hluta 20. aldar. Húsin eru í góðu standi og ætlunin er að hafa þau opin fyrir ferðamenn og minni háttar móttökur.
Fitjarnar voru ofan við Njarðvíkina. Þær þóttu farartálmi á ferðum fólks milli byggðalaganna, auk þess sem skrímslu gerðu sig þar stundum sýnileg ofan við kampinn, einkum að kvöldlagi. Við þjóðleiðina um Fitjar stóð eitt sinn grasbýli, sem bókstaflega var etið út á gaddinn.
Um árið 1890 varð uppi fótur og fit í Innri-Njarðvík út af dýri ókennilegu, sem þar hafði sézt nýlega á Kampinum heima við íveruhúsið.
FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.
Sjónarvottar lýstu því svo, að það hefði verið áþekkast tryppi, að því fráskildu, að það var með upphringaðan hala eins og hundur. Það var hvítt á lit. Vinnumenn og sjómenn í Innri-Njarðvík hlupu út til að skoða þessa skepnu nánar. En þá tók hún á rás fram til sjávar. Þeir eltu hana, þar til þeir sáu hana hverfa í sjóinn niðri í Kirkjuvík.
Heiman frá bænum í Innri-Njarðvík niður í Kirkjuvík mun hafa verið um 200 metra vegalengd. Eitt kvöld rétt fyrir miðjan nóvembermánuð árið 1912 fór bóndinn út í fjós, eins og venjulega, til að vatna kúnum. Það mun hafa verið um tíuleytið og orðið alrokkið. Fjósið og önnur útihús, sem hér koma við sögu, voru þann veg sett, að syðst var hesthús með dyrum á móti suðri. Norður af því var fjósið og gengið í það úr hesthúsinu. En nyrzt og áfast við fjósið var fjárhússkúr og dyr á honum í austur. Við vesturhlið hans var steyptur brunnur, sem safnað var í rigningarvatni af þökum gripahúsanna handa búpeningnum, en þess utan var yfir honum hlemmur. Örskammt frá suðvesturhorni hesthússins var vanhús, með dyrum til norðurs. Sást úr þeim meðfram vesturveggnum á hesthúsinu, fjósinu og fjárhússkúrnum og til brunnsins.
Brunnur við Stekkjarkot.
Stúlka fór með föður sínum þetta kvöld og skrapp á vanhúsið, á meðan hann var að vatna kúnum. Hesthúsdyrnar voru opnar og lagði út um þær daufa glætu frá ljósi, sem faðirinn hafði hjá sér í fjósinu. Vanhúsdyrnar stóðu líka opnar, og sá hún ljósglætuna út um þær, dálítið skáhallt til hægri hliðar. Hafði stúlkan ekki lengi setið á vanhúsinu, þegar henni verður litið um dyrnar norður með gripahúsunum. Þykist hún þá sjá skepnu, líkasta tryppi, standa á brunnhlemminum, um tíu metra frá henni. Hún þorði ekki að trúa sinni eigin sjón og kreisti aftur augun í þeirri von, að þetta yrði horfið, þegar hún opnaði þau á ný, sem hver önnur missýning. En það varð ekki. Þegar stúlkan opna augun, sér hún glöggt, hvar skepnan stendur á hlemminum, hvít á lit, eða annan lit gat eg ekki greint á henni. Hún sneri hliðinni að stúlkunni og sperrti eyrun eins og hestur, sem hlustar, og horfði í vesturátt til næsta bæjar, er hét Hákot. Stúlkan reyni að telja sér trú um, að þetta væri náttúrulegt tryppi. En þá tók hún eftir því, að það hefur upphringaðan hala eins og hundur. Þá gat hún ekki beðið boðanna lengur og kalla til föður síns. Hann kemur út í hendingskasti, hélt víst af kallinu, að eitthvað hefði orðið að dóttur sinni.
Hún segi við hann: „Sjáðu dýrið, sem stendur á brunnhlemminum!“
Faðirinn lítur þangað og segir: „Eg sé ekkert dýr.“
Frá Njarðvík.
En við því var máski ekki að búast. Hann var nýkominn út í myrkrið úr ljósbirtunni og mun hafa verið dimmt fyrir augum. Í sömu svifum sér stúlkan dýrið snarsnúa sér við og skjótast austur fyrir fjárhúshornið, eins og í átt til kirkjunnar. Nú var henni runninn móður í brjóst og segir við föður sinn: „Við skulum hlaupa austur fyrir húsin og vita, hvort við sjáum ekki til þess.“
Feðginin þutu þangað, en urðum einskis vör. Dýrið var horfið.
Fyrir nokkrum árum var í Njarðvíkum suður maður sem Bjarni hét Högnason. Hann sagði eitt sinni frá því að hann hefði orðið fyrir áleitni af sjóskrímsli þar í víkunum og komist nauðulega undan. Gat hann þess og til að það mundi sitja um sig. Svo leið og beið þangað til að hann átti ferð síðla dags á milli Njarðvíkna. En áður hafði hann orðið skrímslisins var á milli þeirra og Keflavíkur og uggði því síður að sér. Hann lenti í myrkri og kom eigi sem menn væntu um nóttina né morguninn. Var hans þá leitað og fannst hann þegar dauður með ærið miklum áverkum. Töldu menn það víst að skrímslið hefði hitt hann aftur og gert útaf við hann. Engin glögg sögn er til um útlit þessa skrímslis.Frá Fitjum í Njarðvík liggur forna þjóðleiðin Skipsstígur til Grindavíkur. Vörður hafa fallið á fyrrihluta leiðarinnar, en eru mjög greinilegar frá Stapafelli til Grindavíkur og Húsatófta (Árnastígur). Áætlaður göngutími er u.þ.b. 5 klst.
Stekkjarkot.
Undirhlíðahellir – hinn nýi
Nýlega kom í ljós op í námunni í Undirhlíðum (við Bláfjallaveginn) þegar unnið var við að færa til efni úr hlíðinni. Uppistaðan er bólstraberg eins og glögg má t.d. sjá í giljunum milli Sveifluhálsar og Kaldárhnúka. Við athugun kom í ljós u.þ.b. 30 metra langur hellir. Skömmu eftir að hellirinn uppgötvaðist var hann skoðaður og myndaður.
Hellirinn er norðanlega í námunni. Þótt hin stóra náma falli ekki beinlínis inn í landslagið, heldur þvert á móti, gefur þessi hellir til kynna spennandi myndun, jafnvel þótt hellirinn sjálfur sé svo sem ekkert mjög spennandi. Hann er þó, sem fyrr sagði, um 30 m langur. Þarna í bólstabergi og breksíu drasli er, öllum að óvörum, hraunhellir. Í honum eru m.a. hraunreipi og alles… og ekki er hvað síst spennandi að velta fyrir sér myndun hans, en svo virðist sem þarna hafi hraun runnið frá A til B í holrúmi á töluverðu dýpi.
Bólstraberg getur myndast bæði úr basískri og súrri kviku þegar kvikan rennur í vatni. Við slíkar aðstæður kólnar yfirborð kvikunnar snögglega. Seigjan verður því mest á yfirborðinu og leitast kvikan því við að mynda því sem næst kúlulaga form svo yfirborð verði sem minnst miðað við rúmmál. Yfirleitt ná bólstrarnir ekki að verða kúlulaga en líkjast einna helst vel úttroðnum koddum sem fletjast út vegna eigin þunga og eru því yfirleitt ílangir. Oft sjást tengsl á milli þeirra því líklegt er að kvikan streymi úr einum bólstri í þann næsta.
Bólstrarnir eru glerjaðir að utan en innar er fínkornótt blöðrótt berg sem er smástuðlað og vita stuðlarnir hornrétt á yfirborðið, þ.e. kólnunarflötinn.
Undirhlíðarnar eru eldri en t.d. hraunin umhverfis. Líklegt má telja að þær hafi myndast er ystu nes og tangar, s.s. Kársnes, Digranes, Arnarnes, Stapinn og Rosmhvalanes voru í bernsku fyrir u.þ.b. 200.000 árum. Mörg hinna eldri fjalla Reykjanesskagans byggja á bólstrabergi og er Stapafellið skýrasta dæmið um það, sem fyrr sagði, enda nú búið að „skafa það inn að skinni“. Í Stapafelli má t.d. sjá einn stærsta „bólstra“ í heimi (sbr. Sig. Þórarinsson).
Þegar basísk hraun renna út í sjó eða stöðuvötn mynda þau oft stóra, fremur óreglulega bólstra. Við mikinn vatnsþrýsting í djúpu vatni eins og gerist við eldgos á hafsbotni eða undir þykkum jökli myndast reglulegir bólstrar. Oft mynda þeir margra metra þykkt bólstrabergslag þar sem bólstrarnir liggja hver um annan þveran og eru þeir oftast fremur smáir. Þannig myndanir eru algengar neðst í stöpum og bólstrabergshryggjum. Má sjá slík bólstrabergslög í Stapafelli á Reykjanesi, Mosfelli í Mosfellsdal og Sigöldu sem er dæmigerður bólstrabergshryggur. Skálaga bólstraberg og bólstrabrotaberg myndast þegar gjall eða gjóska mynda skálaga hlíðar undir vatnsborði og einstaka bólstrar eða brot úr þeim renna niður hallann og umlykjast gjóskusalla. Slíkar myndanir eru algengar undir hraunhettum stapa og apalhraunum sem renna út í vatn.
Hvað sem þessu öllu líður er hér um forvitnileg fyrirbæri að ræða, helli (rás) í bólstrabergi, sem reyndar verður að teljast nokkuð sjaldgæft, jafnvel hér í landi hraunhellafjölbreytileikans.
Utan í Undirhlíðum má sjá, auk þessa, gíga og hraun frá nútíma, s.s. hluta af Ögmundarhraunsgígaröðinni(Nýjahraun/Kapelluhraun til norðurs), Kerin og Gvendarselsgíga nyrst.
Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/
-Björn Hróarsson.
Í Undirhlíðahelli.