Þurárrétt

Tómas Jónsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, ættaður og trjáuppræktandi í gegnum árin á Þóroddsstöðum í Ölfusi, nú búsettur á Selfossi, hafði samband.
thorddsstadaselTómas er mikill áhugamaður um örnefni og minjar á svæðinu. Í framhaldinu mætti FERLIRsfélaginn á hlaðið á Þoroddsstöðum daginn eftir á umsömdum tíma. Tómas og sonur hans, Hjalti, skipuðu móttökunefndina. Viðfangsefnið var örnefnið „Seldalur“ suðvestast á Núpafjalli. Vegur lá þangað á stríðsárunum síðari – en nú getur hann varla talist nema jeppaslóði. Loftskeyta- og eftirlitsstöð var á fjallinu ofan við Urðarástjörnina. Vestan hennar, alveg við hraunkantinn, mótar glögglega fyrir gamalli selstöðu, væntanlega frá Saurbæ í Ölfusi. Örnefnið „Seldalur“ gefur vísbendingu um að þar hafi verið selstaða fyrrum – og þá væntanlega frá Núpum.

Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að staðsetja Seldalinn og minjar, sem þar mætti finna. Bæði Tómas og Hjalti voru greinilega vel kunnugir á svæðinu. Staðnæmst var við gólf fyrrum bragga. Útsýni frá honum yfir Atlantshafið sunnan strandarinnar var óvéfengjanlegt. Vestan við braggagólfið voru leifar af ferhyrndu gerði. Svo virtist sem það gæti verið eldra en braggaleifarnar, en hluti úr vegghleðslunum hafi verið teknar í undirbyggingu hans, líkt og torfskurðurinn neðanundir gaf til kynna.
nupasel-991Skammt vestar var öskuhaugur byggðarinnar, sprengigýgur o.fl. Veðrið að þessu sinni gaf ekki tækifæri til nákvæmrar skoðunnar í dalnum; þoka, rigning og hvassvirðri. Seldalurinn er afmarkaður af skornum hlíðum að norðaustanverðu og austurbrún Þurárhrauns að vestanverðu. Mögulegir minjastaðir virtust hvarvetna, en ljóst var að lækjarskornar hlíðarnar gætu reynst villugjarnar. Sennilega væri svarsins að leita undir brúnum hraunsins. Ákveðið var að skoða það nánar síðar.

Þegar niður að Þóroddsstöðum var komið benti Tómas upp eftir frá hlaðinu til norðvesturs, að hinum „efri brúnum“. Sagði hann þær geyma tóftir, sem ekki hafi verið skilgreindar, en örnefnin þarna væru Stekkatúnshólar og Stekkatún. Lýsingin gaf til kynna heimaselstöðu.
Þegar FERLIR var næst á leið um Þóroddsstaði var staðnæmst ofan við bæinn og mögulegur selsstígur fetaður áleiðis að Stekkatúnshólum. Gatan var augljós uns komið var upp í hólana. Þegar upp fyrir það var komið þurfti ekki nánari sannana við; leifar hlaðins stekks og gróinnar tóftar austan hans; dæmigert heimasel, sennilega frá 18. og 19. öld. Hleðslurnar voru heillegar, en hliðsett tóftin óljósari. Mögulega gæti þarna hafa verið endurbyggð selstaða upp úr annarri eldri. Um það verður þó ekki hægt að fjölyrða nema með frekari rannsóknum.
FagurlindargilAð uppdrætti loknum var stefnan tekin upp á Hnúkamosa ofan Seláss með það að markmiði að finna hlaðna rétt inni í hrauninu. Loftmynd hafði gefið til kynna hvar hana var að finna, auk þess sem réttarinnar er getið í einni örnefnalýsingu; fyrir Þurá: „Uppi á Hnúkum er heiðlendi nokkurt sem heitir Hnúkamosar. Inn af þeim er allstór hóll eða ás sem heitir Selás, og eru lægðir allt í kring um hann. Í hraunbrúninn rétt austan Selás er ógreinilegar rústir, sem gætu verið selrústir. Við Selás voru setin lömd, meðan fært var frá. Við afréttargirðinguna skammt fyrir inna Selás er Fjárrétt, byggð um 1930 fyrir vorsmalanir. Hún hlaut aldrei nafn.“ Tómas segir að réttin hafi verið lagfærð árið 1927, en hluti hennar er miklu mun eldri.
Nefndar seljarústir austan Seláss voru staðsettar að þessu sinni þótt það hafi áður verið gert að hluta árið 2006. Þó má vel vera að enn ein ferðin verði farin þangað inn eftir á grundvelli framangreindra gagna – en ekki síst í ljósi upplýsinga er þessi gönguferð um heiðina gaf til kynna. „Sá lærir, sem les… – landið“.

Stekkurinn-thuraÞegar gengið var til baka var komið niður um Fagurlindarskarð. Ætlunin var að koma niður Smalaskarð, en vegna ókunnugleika varð þetta raunin (sem í rauninni skipti engu máli að þessu sinni. Í næstu ferð frá Þóroddsstöðum og Þurá er ætlunin að ganga Suðurferðargötuna um fyrrnefnda skarðið með það fyrir augum að skoða fleiri mögulegar selstöður á tilgreindum stað, sbr. örnefnaskrá Núpa: „Selás: Lítil hæð, grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg“.
Um suðurferðargötuna um Smalaskarð upp frá Þóroddsstöðum og Þurá segir: „Suðurferðagata (Skógargata), sjá nánar við Þóroddsstaði, liggur rétt innan, norðan, við Selás að Hlíðarhorni, suðaustur yfir hraunið, brunahrauntunguna, og austur á þjóðveginn á Hellisheiði hjá 40 km-steininum, rétt fyrir vestan Loftin.
Smalaskarð er stærsta skarðið í efri hlíðina. heita Hnúkar vestan þess. Austan við Smalaskrað er Fagurlindarhnúkar og austan hans Fagurlindargil. Austar í brúninni er bratt skarð en grunnt. Það heitir Folaldaskarð.“
Stekkurinn, fallega hlaðinn undir sléttum smáhömrum, er nú í landi Þurár. Ekki er ólíklegt að hann hafi áður verið í landi Þóroddsstaða ef tekið er mið af fyrri landamerkjum og sýnilegum girðingum. Þarna gæti vel hafa verið heimaselsstaða fyrrum.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Þóroddsstaði, Þurá og Núpa.
-Tómas Jónsson og sonur, Hjalti.

Núpar

Rétt við Núpastíg.

Esja

Heimildir um landnámið
Töluvert er vitað um landnám Íslands enda gefa ritheimildir frá 12. og 13. öld, á borð við Landnámu, Íslendingabók og Íslendinga sögur, auk fornleifa, örnefna og erfðarannsókna gleggri mynd af uppruna íslenska landnámsfólksins en Handritþekkist víða annars staðar.
Ritheimildum ber yfirleitt saman um að landnáminu hafi verið stjórnað af norrænu fólki, í Landnámu er t.d. rakinn uppruni 268 karla og kvenna af þeim 430 landnemum sem þar eru nefndir. Langflestir þeirra eru norrænir (rúm 90% karla og 80% kvenna) þó einnig sé þar nefnt fólk frá Bretlandseyjum.
Hafa má í huga að Landnáma, sem telja má karlasögu, skrifaða af körlum og fyrir karla, tilgreinir aðallega húsbændur en nefnir í fáu konur, vinnufólk og þræla sem frekar gætu hafa átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Alls er talið að til landsins hafi flutt um það bil 10-20.000 manns á landnámstímanum og getur Landnáma þá aðeins sáralítils hluta þeirra, einkum hinnar ráðandi yfirstéttar norrænna stórbænda sem skipaði efstu lög samfélagsins og setti mark sitt á það.

Norrænt yfirbragð
HúshólmiNorræn menningaráhrif urðu enda æði ríkjandi á Íslandi, tungumálið er að meginstofni norrænt, þó í því finnist keltnesk tökuorð, mannanöfn og örnefni, en jafnframt benda fornleifar til þess að atvinnu- og lifnaðarhættir landnámsfólksins hafi í meginatriðum verið með norrænu sniði. Keltnesk áhrif hafa fyrst og fremst verið talin merkjanleg í frásagnarminnum þeirra fornsagna og kvæða sem síðar voru færð í letur á Íslandi, einkum fornaldar sagna og go
ðfræðilegra kvæða.
Mörgum hefur fundist sem ekki væri öll sagan sögð um ætterni landnámsfólksins í íslenskum fornritum sem skráð voru 12. og 13. öld. Forvitni Íslendinga um uppruna sinn hefur orðið til þess að fræðimenn á sviði erfðafræði hafa leitað leiða til að fá nánari mynd af samsetningu landnámshópsins og benda niðurstöður þeirra til þess að hún hafi verið nokkuð á aðra lund en ráða má af einum saman ritheimildum og fornleifum.

Vitnisburður erfðaefnis

Margt óljóst

Rannsóknir á erfðaþáttum núlifandi íslenskra karla og kvenna og samanburði þeirra við erfðaefni fólks af norrænu, skosku og írsku þjóðerni gefa til kynna hvernig samsetningu landnámshópsins gæti í raun hafa verið háttað. Erfðaefni þeirra íslensku karla sem kannaðir voru reyndist í rétt rúmlega 80% tilvika mega rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en í tæplega 20% tilvika til Bretlandseyja. Ríflega 62% þeirra íslensku kvenna sem athugaðar voru báru hins vegar í sér erfðaefni sem rekja mátti til Bretlandseyja en einungis rúm 37% þeirra báru norrænt erfðaefni. Af niðurstöðunni má ráða að í heildina hafi um 60% landnámsfólksins verið af norrænum uppruna en 40% frá Bretlandseyjum. Hið háa hlutfall kvenna frá Bresku eyjunum gæti t.d. stafað af því að íbúar norrænu byggðanna á Bretlandseyjum, t.a.m. norrænir víkingar og innfæddar konur, eða afkomendur þeirra, hafi átt stóran þátt í landnámi Íslands.

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er rætt um gelísk tökuorð í norrænum málum og má þar finna ýmis orð sem enn eru lifandi í málinu, önnur hafa aftur á móti gleymst. Nefna má til dæmis brekán ‘ábreiða’, des, heydes ‘heystakkur’, gjalti í orðasambandinu verða að gjalti, sem í nútímamáli merkir ‘fara hjá sér, fuglsheitið jaðrakan, kapall ‘hestur’, kláfur ‘hrip, heymeis’, fjalaköttur ‘músagildra’.
Nokkur keltnesk mannanöfn hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld, önnur hafa verið endurvakin og sótt til Íslendingasagna. Meðal nafna, sem lifað hafa fram á þennan dag eru Kjartan, Kormákur og Njáll en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka. Eitt þekktasta örnefni af keltneskum toga er fjallsheitið Dímon en það er nafn á hólum og hæðum á nokkrum stöðum á landinu. Það er bæði notað í karlkyni og kvenkyni. Oftast eru hólarnir tveir og þá nefndir Stóri/Stóra, Litli/Litla Dímon. Nafnið hefur oft verið skýrt á þann veg að það sé sett saman úr dí- ‘tveir’ og muin ‘bak, háls’, það er tvítyppta fjallið.

Heimildir m.a.:
-www.am.hi.is
-www.visindavefur.hi.is

 Brim

Þórkötlustaðarétt

 Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923).

Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason við hrossabyrgi við Húsfell.

Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu. (Rétt er að geta þess að Þórkötlustaðahverfið í Grindavík er eitt hið fegursta með því nafni á gjörvöllu landinu).

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Grjótið var að að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni, auk þess sem kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Réttin hefur ávallt þótt góð til síns brúks.

Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til ofan við réttina greiddist heldur úr þrengslunum. Fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson hefur upplýst um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir (2007) og er þá allt meðtalið.

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin við Efra-Land.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.

Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.“

Rétt

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda „efnaðist hann mjög af fé“ eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar.

Þórkötlustaðaréttin

Þórkötlustaðarétt.

Ekki þarf að leita að fjárrétt Hafur-Björns og bræðra því annað hvort hafa þeir ekki þurft að rétta eða sú rétt gæti löngu verið komin undir hraun því ekki eru ófá hraunin við Grindavík, sem runnið hafa eftir að ætt Molda-Gnúps bjó þar eftir árið 934. Fyrstu heimildir um byggð í Þórkötlustaðahverfi er um miðja 13. öld, en þá höfðu hraunin ofan núverandi byggðar runnið og kólnað að mestu.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – skálasvæðið er á milli húsanna.

Við norðvesturhúshornið á núverandi Þórkötlustöðum (Miðbæjar) eru tóftir fornaldarskála að mati Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi (skrifað 1903). Hann skyldi þó aldrei vera eldri, og það jafnvel mun eldri, en gosið ofan við Grindavík árið 1226. Minjarnar, ef vel er að gáð og ef tilgáta Brynjúlfs er rétt, gætu þess vegna verið frá upphafi landnáms í Grindavík.

Neðripartur þessar umfjöllunar tengist ekki umfjöllunni um Þórkötlustaðarétt, nema fyrir það að einungis örkotslengd er á milli hennar og hans.

Fé

Við Þórkötlustaðarétt.

 

Garður

Um er að ræða 12 síðna greinargerð þar sem fjallað er um kuml eða fornmannagrafir í Garði en hún fylgdi jafnframt tillögu að fornleifarannsókn á þeim og umsókn um styrki til að standa straum af kostnaði við grunnrannsóknir.
Kuml-201Kuml eru einstakar fornleifar frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar. Þau eru meðal helstu heimilda okkar um landnámsmennina og samfélagsgerð þeirra tíma. Oft hefur það háð kumlarannsóknum á Íslandi að þau finnast við rask eða uppblástur. Ýmist hafa þau spillst við það og/eða fornleifafræðingar verið undir tímapressu við vettvangsrannsókn vegna framkvæmda.
Reykjanesskaginn er ríkur af fornleifum og benda ýmsar sagnir, örnefni og ekki síst hleðslur eða þústir til heiðinna grafa. Þó hafa kuml á svæðinu ekki frekar en aðrar fornleifar notið verðskuldaðrar athygli fræðimanna til þessa. Áhugamenn um fornleifar, leikir og lærðir, hafa á undanförnum árum gengið víða um Reykjanes, safnað upplýsingum og skráð fornleifar. FERLIR, sem upphaflega var ferðahópur rannsóknarlögreglumanna, hefur lagt drjúgan skerf til þess verks. Í ferðum sínum um Garð hafa félagar í  hópnum m.a. fundið þrjá afar áhugaverða staði þar sem eru vísbendingar um kuml. Staðirnir eru 1) meint gröf landnámskonunnar Steinunnar gömlu og fornmannagröf í landi Stóra Hólms,
 fornmannagröf í Garði, landi „Bræðraborgar“, og  letursteinn, auk 3) fornmannagrafar í Kistugerði á Rafnkelsstöðum.
Fornleifar hafa ekki fundist á Rafnkelsstöðum sem gefa til kynna að þar sé um kuml að ræða, þótt þjóðsagan segi frá fornmannagröf og að í henni sé gullkista. Verður því ekki frekar um Rafnkelsstaði fjallað hér. Aftur á móti er að finna fornleifar á Stóra Hólmi og í landi Bræðraborgar, sem skýrsluhöfundar hafa sérstakan áhuga á að kanna með fornleifarannsókn hvort séu kuml eða önnur mannvirki. Í landi Bræðraborgar er líka að finna leturstein sem stendur rétt við ætlaðan haug og  hefur hann aldrei verið rannsakaður; Þórgunnur Snædal rúnasérfræðingur hefur lýst sig reiðubúna að rannsaka áletrunina á steininum.
Í greinargerðinni er fjallað um hvern fr
amangreindra staða fyrir sig og gerð grein fyrir markmiðum með fyrirhugaðri rannsókn.

Garður

Garður.

 

 

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er í kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu; Vatnshlíð að norðanverðu, Húshöfða að austanverðu og Selhöfða að sunnanverðu. Selhraun lokar fyrir afrennsli vatns að vestanverðu. Vatnssveiflur eru jafnan að mestu háðar veðurfari.
BeitarhusSkógræktarfélag Hafnarfjarðar hóf uppgræðslu við vatnið árið 1956. Nú er svæðið orðið kjörið útivistarsvæði. Göngustígar liggja um skóginn og í kringum vatnið, um 20 mínútna léttur gangur. Á svæðinu eru einnig nokkrar minjar frá tímum fjárbúskapar, sem gaman er að skoða, auk þess sem hlaðin hafa verið ágæt skeifuskjól á stöku stað.
Hús Skógræktarfélags Hafnarjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna. Sumarhús er undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls.
Ákjósanlegt er að byrja göngu frá bílastæðinu norðan við vatnið. Í Húshöfða má t.d. sjá tótt af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tótt í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðastöðum, en var síðast nótað árið 1922 frá Ási. Þar skammt sunnar í hlíðinni við göngustíg er minnisvarði í svonefndum Systkinalundi. Hann er um Kristmundarbörn, en þau létu eftir sig minningarsjóð til styrktar skógræktarstarfi í Hafnarfirði.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarsel.

Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóttir tveggja selja. Austar eru tóttir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum, en vestar, á grónum tanga, eru tóttir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið stekkurinn frá Hvaleyrarseli. Sunnan við Selhöfða er Seldalur, þangað sem vegurinn liggur. Sunnan hans er Stórhöfði. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt. Norðan hennar er ágæt gönguleið til norðurs upp á Selhöfða.

Hvaleyrarvatn

Fjárborg (stekkur) á Selhöfða austan Hvaleyrarvatns.

Þegar þangað er komið er beygt til hægri, upp á klapparhæðina, sem þar er. Á henni eru leifar gamallar fjárborgar, auk annarrar minni og eldri skammt austar, líklega eldri stekkur.

Ássel

Ássel.

Auðvelt er fyrir vant fók að koma auga á hvorutveggja, en erfiðara fyrir aðra. Þær eru augljósastar þegar staðið er norðan við hleðslurnar og horft í átt að Stórhöfða. Þá sjást þær vel.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ágæt gönguleið er niður af Selhöfða til vesturs, á milli furulunda. Þá er komið að vatninu á milli seljanna og auðvelt að ganga meðfram því til baka – að bílastæðunum.
Þessi ganga tekur u.þ.b. klukkustund.

Hvaleyrarsel

Tóftir Hvaleyrarsels.

Brennisteinsfjöll

Gengið var um Kerlingarskarð með stefnu upp í Brennisteinsfjöll. Ætlunin var m.a. að koma við í Kistufellsgíg, Jökulgeimi, Kistuhellum, skoða flugvélaflak sunnan í Kistufelli og skoða námusvæðið í Fjöllunum.
KistufellsgigurÁ Reykjanes-skaganum má rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1.500-1.800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 og 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2.000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2.000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta, Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5.000 árum og svo aftur fyrir 2.000 árum.
Brennisteinsfjoll-2Brennisteinsfjöll eru fjallshryggur á Reykjanesskaga, hluti af Reykjanesfjallgarði. Mikil hraun hafa runnið frá Brennisteinsfjöllum suður í Herdísarvík og eru tignarlegir hraunfossar þar sem þau steypast ofan af hálendisbrúninni skammt frá sjó. Áður var talið að hraunin væru öll frá því fyrir landnám en fundist hafa reiðgötur, sem hverfa undir hraun, svo einhver hraunanna hljóta þar af leiðandi að hafa runnið eftir að land byggðist.
Eins og nafnið gefur til kynna finnst nokkur brennisteinn í Brennisteinsfjöllum. Skoti nokkur, W. G. Spencer að nafni, var forvígismaður brennisteinsnáms, sem Englendingar stóðu fyrir á svæðinu í kringum árið 1880.

Brennisteinsfjoll-3

Erfitt reyndist að vinna brennisteininn og bar námið sig ekki þrátt fyrir að brennisteinninn væri tiltölulega hreinn. Brennisteinninn á svæðinu tengist hverum en talsverðan jarðhita er þarna að finna. Brennisteinsfjöll er háhitasvæði.
Þegar gengið er um Reykjanesskagann er mikilvægt að skoða hann með heildstæðum hætti. Jarðhitasvæðin á Skaganum eru eftirsótt til nýtingar og því er enn mikilvægra að reyna að skilgreina hvaða svæði skuli nýtt og hvað skuli vernda. Jarðfræðileg sérstaða Reykjanesskagans er óumdeild og hefur umtalsvert verndargildi, ekki síst Brennisteinsfjöllin sjálf, þar sem um er að ræða eina staðinn í heiminum þar sem úthafshryggur gengur á land. Í raun væri nú þegar ástæða til að friða Brennisteinsfjöllin, eins og Umhverfisstofnun lagði til í tillögu sinni að náttúruverndaráætlun.
Brennisteinsfjoll-4Ganga um Brennisteinsfjöll er frekar erfið þar sem ganga þarf um 500 m upp á við og síðan yfir úfin hraun og langar vegalengdir. Þó má ganga inn í Fjöllin um slétt hraun ef þekking á svæðin er fyrir hendi, s.s. upp Kistuhraun frá Fagradal eða að sunnan frá austanverðri Geitahlíð.
Ef gengið er upp Kistuhraunið blasa Fjöllin við og tiltölulega auðvelt er að ákveða hvert skal halda; að Kistufelli, Kistu eða Eldborgum. Þegar komið er upp á háhrygginn blasir við m
ikilfenglegt útsýni. Í suðaustri eru Vestmannaeyjar og Surtsey. Í austri sést yfir suðurlandið með Eyjafjallajökul við sjónarrönd og í norðvestri sést yfir Faxaflóann þar sem Snæfellsjökull sést á góðum degi.

Brennisteinsfjoll-9

Reykjanesskaginn nýtur þeirrar sérstöðu að vera eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má með berum augum hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum s.s. fyrr var nefnt. Jarðeldar og jarðhiti setja sinn svip á Brennisteinsfjöll en þar er að finna mikilfenglegar gígaraðir, hrauntraðir, hraunhella og móbergsmyndanir svo fátt eitt sé nefnt.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli, vestan Bláfjalla, suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Þessi víðerni eru eina ósnortna eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum þar sem öðrum kerfum hefur verið raskað með mannvirkjagerð af ýmsu tagi. Einu sjáanlegu ummerki mannsins í Brennisteinsfjöllum má rekja til námuvinnslunnar sem var lögð af 1882. Nokkrir steinar og lítill ofn, gamlar götur og tóftir frá tíð námuverkamanna í brennisteinsnámunum. Fornar gönguleiðir, s.s. Selvogsgatan og (Hlíðavegur) koma inn á Fjöllin.
Brennisteinsfjoll-10Eldborg virðist við fyrstu sýn vera reglulegur gígur efst á hryggnum. Drottningin er hins vegar skammt norðar. Hún hvílir í hraunhlíð þar sem hraunið úr þeirri fyrrnefndu hefur umlukið að nokkru. Þegar staðið er á gígbrúninni má hins vegar vel sjá hvaðan hinn mikli hraunmassi er myndaði m.a. Hvammahraunið er upruninn. Kistufellsgíg má líkja má við ofurvaxið hringleikahús með mikilfenglegum grágrýtis kraga og stöllum. Kyrrðin í mosanum er alger og þegar horft er upp á grágrýtis hamrana fyllist maður lotningu yfir sköpunarverkinu.
Flugslysastaðurinn frá árinu 1945 var skoðaður – sjá HÉR.
Þeir sem ganga í Brennisteinsfjöll uppgötva að Fjöllin hafa að geyma fjölmargar náttúruperlur, hér í túnfætinum heima hjá okkur.
Þjóðleið lá áður fyrr á milli Hafnarfjarðar og Selvogs austan við Brennisteinsfjöll og um Grindarskörð. Sú leið var grýtt og erfið yfirferðar en stysta leiðin sunnan yfir Fjöllin frá Hafnarfirði.

Brennisteinsfjoll-5

Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum. Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn.

Brennisteinsfjoll-8

Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”. Ganga þarf upp Grindaskörð frá Bláfjallavegi (syðri) og suður á fjöllin og niður að jarðhitasvæðinu, eða upp í eldgígalandið. Háspennulínur, jarðýtuvegir, borholur og virkjunarmannvirki myndu þarna valda verulegu raski á landslagi.
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.

Brennisteinsfjoll-7

Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði. Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í
rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að
finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Brennisteinsfjoll-6Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því 
hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í  námuskvompunum í kring.

Brennisteinsfjoll-11

Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-12

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). 

Brennisteinsfjoll-13

Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.
Af jarðeðlisfræðilegum mælingum liggja fyrir viðnámsmælingar (TEM), kortlagning á skjálftavirkni, þyngdarmælingar og segulkort sem hluti af Reykjanesskaga öllum. Viðnámsmælingar (Ragna Karlsdóttir 1995) benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Jafnviðnámslína 10 ohmmetra á korti 3 gefur til kynna ytri mörk jarðhitakerfisins á 700 m dýpi undir sjávarmáli. Innan hennar sunnan til er s.k. háviðnámskjarni, Hann er bungulaga og stafar af mikilli ummyndun bergs við yfir 240°C hita.

Brennisteinsfjoll-14

Háviðnámskjarninn er undir því svæði þar sem hverirnir eru og ummyndun á yfirborði mest og samfelldust. Viðnámskortið fellur mjög vel að jarðhitamerkjunum og sprungureininni. Í þyngdarmælingunum má greina um tveggja km breitt svæði, ílangt NA-SV undir Brennisteinsfjöllum og jarðhitasvæðinu (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir 2004). Niðurstöður segulmælinga liggja fyrir í segulkorti Þorbjörns Sigurgeirssonar 1:250.000 (1970). Þar er sýnd segullægð á jarðhitasvæðinu, ílöng NA-SV, sem nær frá Brennisteinsfjöllum norðaustur á móts við Grindaskörð (kort 3). Lágt segulsvið er talið stafa af eyðingu magnetíts við ummyndun bergs, en móbergið sem fannst í þyngdarmælingunum kann þar einnig að eiga hlut að máli.

Brennisteinsfjoll-15

Á 20. öld er vitað um tvo skjálfta af stærð um 6 með upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í
nánd. Sá fyrri varð í júlí 1929, 6,2 á Richter. Sá seinni varð í des. 1968, 5,8 ??? að stærð. 17. júní 2000 varð skjálfti á þessu svæði að stærð 4,7 ????. Einhverjir af þessum skjálftum kunna að tengjast jarðskjálftasprungu austan við Hvalhnúk. Kort af skjálftaupptökum eftir 1990 sýnir mesta virkni töluvert austan við Hvalhnúk og á belti yfir norðanverðar Draugahlíðar austur fyrir Litla- Kóngsfell. Hins vegar hefur lítil virkni verið í Brennisteinsfjöllum á nútíma. Stærstu skjálftarnir sem verða í Brennisteinsfjöllum og þar í grennd eru efalaust
sniðgengisskjálftar á norður-suður sprungum.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Heimild:
-wikipedia.org
-Freysteinn Sigurðsson.
-http://www.rammaaaetlun.is
-Guðrún Hallgrímsdóttir – Mbl. mánudaginn 20. mars, 2006.

Brennisteinsfjöll

Útsýnið að Brennisteinsfjöllum úr Kistuhrauni – ÓSÁ.

Landnám

„Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands.

refagildra-991

Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum.
Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað.
Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld,“ hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church.
sveppir-991„Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma,“ segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar.
Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun.
Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf.
galgaklettar-991Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri.
Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn.“

Heimild:
-http://www.visir.is/hverjir-byggdu-faereyjar-longu-a-undan-vikingum-/article/2013130829568

Hvassahraun

Gengið var frá Hvassahrauni. Veður var ekki bara ágætt – það var frábært, logn, hiti og sól. Gengið var eftir stíg, sem liggur til suðurs sunnan Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur áfram til suðurs skammt austan við Brugghellinn. Í botni hellisins, beint undir opinu, er ferköntuð upphækkun, sbr. meðfylgjandi mynd. Í botninum var vatn, u.þ.b. fet á dýpt. Gólfið er flórað að hluta svo ganga megi þurrum fótum í hluta hellisns, sem er í rauninni stór rúmgóð hvelfing, um sex metrar á dýpt.

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

Stígnum var fylgt áfram suður Rjúpnadalshraun og áfram til suðurs í jarði Flatahrauns. Stígurinn gerðist greinilegri eftir því sem ofar dró. Haldið var yfir línuveginn vestan Öskjuholts, áfram upp í Bælin og alveg upp í Höfða. Við efsta hólinn, Sauðhól, var snúið við, en frá honum sést vel til suðurs upp í tiltölulega slétt og víðfeðmt hraunið. Suðvestan í hólnum er Sauðhólsbyrgið. Veðrið var svo gott þarna að því miður gleymdist að taka GPS-punkt á byrgið.

Nú var snúið til norðurs með sólina á bakborða. Fallegt útsýni var niður að Öskjuholti og áfram upp að Brennhólum. Þegar komið var að Öskjuholti úr þessari átt blasti Öskjuholtsbyrgið við sunnan undir holtinu. Opið er tiltölulega lítið þar sem það er þarna í lyngi vöxnum bakkanum. Það er hlaðið, en fyrir innan er mjög rúmgott fjárskjól, enda greinilega mikið notað. Holtið sjálft er klofið eftir endilöngu með mikilli gjá. Annar klapparhóll, en minni, er austan við holtið.

Hvassahraun

Öskjuholtsskúti.

Gengið var til norðurs, upp að Smalaskála. Þar eru vel grónar lægðir og mörg náttúrleg skjól. Efst á Smalaskála er Smalaskálavarða. Gott útsýni er frá henni niður að Hvassahrauni. Í suðsuðaustri sést í háa vörðu á hæð, Jónsvörðu. Húner nokkurs konar „vendivarða“ þegar farið er upp í Hvassahraunssel. Í henni er steinn, sem bendir til austurs, en frá henni er enga vörðu að sjá. Ef hins vegar er gengið frá henni til austurs kemur Hvassahraunsselsvarðan fljótlega í ljós. Norðvestan við hana er selið undir holti.
Sunnan við Smalaskála er náttúrlegt skjól undir hæð, mjög góður hellisskúti með tiltölulega litlu opi. Vel gróið er í kring. Ef smalaskáli ætti að vera í Smalaskála þá væri þetta staðurinn. Skammt norðnorðvestan við það er lítið, en djúpt, jarðfall. Í því lá dauð rolla, enn í reifum.
Vestan í Smalaskála er lítið gat, en fyrir innan er rúmgóður skúti, sem greinilega hefur verið notaður sem fjárskjól. Allt í kring er vel gróið. Skammt norðan við hrygginn, sem fjárskjólið er í, er gat, u.þ.b. 5 metrar á dýpt. Ummálið er ca. 2×2 metrar. Við það er lítil varða.
Á smáhól norðan við Smalaskála er grönn og nokkuð há varða. Leitað var í kringum vörðuna, en ekkert markvert fannst. Útsýni er frá henni að Virkishólum og er varðan sennilega greinilegust þar. Hins vegar ber þessa vörðu í Smalaskálavörðuna þegar komið er neðan að austan Bláberjahryggjar. Við hana er gata. Götunni var fylgt til norðurs og var þá komið inn á nokkuð áberandi götu, sem kom að austan ofan við Virkishóla. Gengið var eftir götunni til vesturs. Sást hún vel í kvöldsólinni þangað til hún fór undir nýju Reykjabrautina gegnt gatnamótunum að Hvassahrauni.
Frábært veður.

Öskjuholtsskúti

Í Öskjuholtsskúta.

Landmannalaugar

FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI
LandEinu sinni á ári hverju er fjallað um áhugaverð svæði utan Reykjanesskagans. Í ár urðu Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki fyrir valinu.
Friðlandið er 47 þúsund hektarar og er allt ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Landið er fjöllótt, mótað af eldvirkni og jarðhita, þakið hraunum og söndum, ám og vötnum.
Tilgangur friðlýsingar er að varðveita sérstök landsvæði þannig að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Til þess að svo geti orðið gilda ákveðnar reglur um umgengni til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru megineinkenni Friðlands að Fjallabaki, og þangað leita árlega þúsundir manna til að njóta þessara náttúrugæða. Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu.

JARÐFRÆÐI
Landmannalaugar-2Á rekbeltinu sem klýfur landi, mjakast hvor frá annarri tvær af yfirborðsplötum jarðar. Basísk kvika (basalt) út möttli jarðar fyllir upp gapið á milli plantanna og myndar nýja skorpu (nýtt land).
Berggrunnur Friðlands að Fjallabaki myndaðist á vestra rekbeltinu Ameríkuflekanum, fyrir 8-10 milljónum ára. Eldvirkni hófst að nýju á svæðinu fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára við færslu eystra rekbeltisins til suðurs. Orsök eldvirkninnar á svæðinu nú er sú, að heit basísk kvika frá rekbeltinu norðan þess þrengir sér suður, bræðir upp jarðskorpuna og blandast henni í ýmsum hlutföllum. Blandberg af þessu tagi er m.a. að finna í Laugahrauni, Námshrauni, Dómadalshrauni og Hrafntinnuhrauni.
Landmannalaugar-3Eldvirkni á svæðinu var mikil á síðasta kuldaskeiði Ísaldar, en þá mynduðust m.a. móbergsfjöllin Loðmundur og Mógilshöfðar, svo og líparítfjöllin Bláhnúkur, Brennisteinsalda og Kirkjufell.  Líparíthraun frá síðast hlýskeiði ísaldar má m.a. finna undir Norður Barmi og í Brandsgiljum.
Á nútíma (síðustu 10 þús. árum) hefur eldvirknin öll verið á belti sem liggur SV – NA yfir friðlandið frá Laufafelli til Veiðivatna. Síðast gaus á 15. öld á um 40. km. langri gossprungu norðaustur af Landmannalaugum. Þá mynduðust Veiðivötn, Laugahraun, Námshraun, Norðurnámshraun, Ljótipollur og mikill hluti vikursandsins sem þekur stór Landmannalaugar-4svæði á norðurhluta friðlandsins.
Bergtegundin líparít þekur um 2% af yfirborði Íslands og er Torfajökulssvæðið í suðurhluta friðlandsins stærsta líparítsvæði landsins. Líparítkvika er seig og köld og myndar þykk hraun, lítil að flatarmáli. Við snögga kólnun myndar kvikan svart og gljáandi gler, svokallaða hrafntinnu, en annars er líparít venjulega grátt, gult, bleikt eða grænt á lit.  Þessi litadýrð stafar fyrst og fremst af jarðhitaummyndun, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins eins og hinar fjölmörgu laugar og hverir bera vitni um.

Landmannalaugar-5

Torfajökulssvæðið er virk megineldstöð. Sumir jarðfræðingar telja eldstöðina vera Öskju, þ.e. að þar hafi staðið stórt eldfjall með kvikuhólfi undir niðri. Við minnkandi þrýsting í kvikuhólfinu hafi toppur eldfjallsins sigið ofan í það, en leifar öskjubarmsins séu um Háöldu, Suðurnám, Norður Barm, Torfajökul, Kaldaklofsjökul og Ljósártungur. Aðrir jarðfræðingar telja að ekki sé um öskju að ræða, heldur hafi fjöll þessi myndast í miklu gosi á síðasta kuldaskeiði.

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður hér á landi, enda skiljanlegt þegar horft er bæði til landskosta og möguleika til útivistar. Laugarnar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem sameinast í Laugalæknum, þar sem fólk baðar sig gjarnan í volgu vatninu. Lækjarbakkarnir eru ótrúlega vel grónir en víðast mýrlendir. Fólk er beðið um að nota eingöngu tréstíginn niður að læknum, hyggist það skoða sig um eða fara í bað. Það er bannað að nota sápu í læknum. Umhverfi Landmannalauga, sem opnast skyndilega fyrir augum Landmannalaugar-6ferðamanna, þegar þeir eru komnir á vegamótin sunnan Frostastaðaháls, líkist helzt ævintýri. Litskrúð fjallanna, Barms, Bláhnjúks, Brennisteinsöldu og Suðurnáms, og andstæðan, sem birtist í koldökkum og glansandi ljósgrýtishraununum, er hreint ótrúleg. Landmannalaugar eru á tungu milli Jökulgilskvíslar og Námskvíslar. Suður frá Landmannalaugum gengur hið 13 km langa Jökulgil, sem hægt er að skoða gangandi, þegar lítið er í ánni. Það þarf að vaða hana nokkrum sinnum til að komast inn í botn.
Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Barmur og Laugahraun eru líka vinsæl viðfangsefni göngugarpa. Landmannalaugar geta líka verið upphafsstaður gönguferðar um „Laugaveginn” suður í Þórsmörk á 3-4 dögum. Þessi leið er mjög vinsæl og tiltölulega létt (u.þ.b. 53 km). Aðstaða fyrir ferðamenn í Landmannalaugum er nokkuð góð. Þar er skáli Ferðafélags Íslands frá 1969. Hann getur hýst 110 manns eða fleiri, ef nauðsyn krefur. Snyrtiaðstaða er líka góð en tjaldstæðin eru á hörðum og ógrónum aurum, þar sem er erfitt að koma niður hælum.
Oft þarf að bera grjót á tjöldin. Grjótið er í hrúgum á tjaldstæðinu og ætlazt er til, að fólk beri það aftur í hrúgur, þegar tjöldin eru tekin niður. Landmannalaugar tilheyra Friðlandi að Fjallabaki.
Laugahraun (ríólít) gnæfir yfir Landmannalaugum. Það nær að Grænagili, Námskvísl og Landmannalaugar-7Brennisteinsöldu.  Um það liggur nyrzti hluti Laugarvegar. Gígar þess eru m.a. uppi í hlíðum Brennisteinsöldu, skammt frá stígnum.
Námshraun (ríólít) kom upp á hálsinum norðan Suður-Náma. Hraunið flóði niður að Frostastaðavatni og að Jökulgilskvísl og vegurinn inn í Laugar var ruddur um það.
Námskvísl verður til úr nokkrum kvíslum úr Vondugiljum austan Háöldu og frá Suður-Námum.  Hún rennur með norðanverðu Laugahrauni til Jökulgilskvíslar.
Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin „andstæður og fjölbreytileiki“.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir. Þar eru Landmannalaugar.
Landmannalaugar-8Hrikalegt gil skerst í sveig langt inn í fjalllendið. Úr því rennur kvísl rétt framhjá laugunum.  Landmannalaugar eru semsé umgirtar úfnum hraunum, háum fjöllum og stríðum vötnum. Mest áberandi fjöllin, frá laugunum séð, eru Barmur (gulur), Bláhnúkur (blár) Brennisteinsalda (rauð m.a.) Suðurnámur (allir litir) og Norðurnámur (grænn).
Hraunið, sem er svarblátt og mosagrænt heitir Laugahraun.

Annað hraun, ekki ósvipað, en minna, er nokkru norðar. Það er Suðurnámshraun. Kvíslin, sem skiptir um lit og ham eftir veðri og tímum dags og árs, heitir Jökulgilskvísl (gilið heitir Jökulgil). Hún kemur að mestu úr Torfajökli og Kaldaklofsfjöllum.
Í hana falla minni kvíslar. Beggja vegna Bláhnúks, sem er sunnan við laugarnar, renna kvíslar, annars vegar úr Brandsgiljum og hinsvegar úr Grænagili (nafngiftin er engin lygi, þó þar sé enginn gróður). Norðan lauganna rennur Námskvíslin í Laugahraunsjaðrinum.

Landmannalaugar-9

Hún kemur innan úr Vondugiljum og sléttunni neðan þeirra. Yfir þá kvísl þarf að keyra á vaði, vilji maður komast inn á laugasvæðið akandi.
Strax á eftir kemur annað vað. Það er á heita læknum, sem rennur úr laugunum. Auk fegurðar og fjölbreytni í landslagi, þá er það heita laugin sem laðar ferðafólk að.
Landmannalaugar eru á ungu og síbreytilegu svæði, jarðfræðilega séð. Það er megineldstöð sem kennd er við Torfajökul sem er landsins ríkasta svæði af súrum bergtegundum.
Laugarnar eru innan svæðis sem núorðið er talin vera stærðarinnar askja. Barmurinn er greinilegasti vitnisburðurinn um barm öskjunnar. Hann er talinn vera um 7-800.000 ára gamall.
Landmannalaugar-10Innan þessarar öskju er jafnvel önnur minni. Form og aldur fjallanna við Brandsgil (450.000- 600.000 ár) gefa þá vísbendingu.
Auk þess að vera kannski á jöðrum tveggja askja, hafa myndast önnur og nýrri fjöll á nánast sama svæðinu: Bláhnúkur, 50 – 90.000 ára úr biksteinshúðuðum hraunbólstrum og glersalla og Brennisteinsalda, 340 – 420.000 ára líparítfjall.
Um 1480 gaus í hlíðum Brennisteinsöldu. Þá varð til Laugahraunið. Þetta er þykkt rýólít (líparít)hraun sem hefur kólnað snögglega, því í því hefur nokkuð af steininum náð að glerjast, þ.e. orðið að hrafntinnu. Í hraunjaðrinum sprettur upp heita vatnið.
Það er nálægðin við heit innskot úr iðrum jarðar sem hitar vatnið, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins. Það þarf ekki að fara langt frá Landmannalaugum til að finna fleiri Landmannalaugar-11laugar og hveri.
Þetta unga land í kringum Landmannalaugar er líka mótað af vatni og vindi. Jökulgilskvíslin og önnur vatnsföll skila miklu magni af allskyns steinmulningi úr giljunum og byggja upp flatlendi á milli fjallanna. Aurar Jökulgilskvíslarinnar, beint framan við Landmannalaugar eru þar mest áberandi.
Brennisteinsalda:Mikil litadýrð ásamt rjúkandi hverasvæði hafa gert þetta fjall að nokkurskonar einkennisfjalli Landmannalaugasvæðisins.
Þær eru fáar, þjóðsagnakenndar og ekki alltaf tímasettar. Sagan um byggð á Frostastöðum er orðin kunn, en þar á að hafa verið bær sem fór í eyði við það að eitrað var fyrir fólkinu með loðsilungi úr vatninu. Það gæti svosem hafa gerst, því rotnandi silungar fá á sig einhverja loð-myglu sem ég veit ekki hversu holl er.

Landmannalaugar-12

Trúlegast var þessi bær þarna á landnámsöld en síðan hafi hann lagst í eyði vegna kólnandi tíðar.
Önnur fræg saga, nær okkur í tíma, er frá því að Torfi í Klofa flúði byggð undan seinni plágu 15. aldar. Á meðan hún herjaði landið, beið hann í Jökulgili. Væntanlega heitir Jökullinn eftir honum.  Meðan menn héldu að útilegumenn væru í gilinu, voru uppi kenningar um að þeir væru eftirlegulið frá Torfa.

Landmannalaugar-13

Dómadalurinn dregur nafn sitt af dómþingum sem þar voru haldin. Þar hittust Rangæingar og Skaftfellingar. Ekki veit ég hvenær þetta var, en auðveldara hefur þótt að hittast þarna á hálendinu, heldur en að ösla jökulárnar á láglendinu. Meiri heimildir eru hinsvegar til um ferðir bænda, í gegnum tíðina, til fiskiveiða og fjársmölunar.
Landmannahellir er hellisskúti í Hellisfjalli. Nafnið nær nú yfir allt þjónustusvæði ferðamanna og fjallmanna, sem þar er risið. Þarna var alltaf ein aðal miðstöð fjallmanna en framanaf var hellirinn eina skjólið. Troða mátti 70 -80 hestum í hann og menn voru í n.k. afhelli eða í skúta sem þeir hlóðu við hellismunnann. Hross: Kr. 300,- nóttin. Hey eftir þörfum í umsjón skálavarða.Nauðsynlegt er að panta í hestagerðin.
Landmannalaugar-14Frá því að hætt var að geyma fé í Sauðleysum, þangað til girt var í kringum Sátu, 1966, var fé geymt í grjóthlöðnum aðhöldum austan hellisins.  Fyrsta húsið var sæluhús sem reis á landssjóðs kostnað árið 1907. Sveitarfélagið og veiðifélagið eiga stærsta hús staðarins, sem er að hálfu fyrir hesta og að hálfu fyrir fólk (23 manns), og reis 1974.
Í Sunnlenskum byggðum V (Rangárþing II) segir svo um Landmannahelli á bls. 142: „Þegar vesturfjallið er smalað hafa fjallmenn aðalbækistöð við Landmannahelli, sem er sunnan í Hellisfjalli. Fyrr var hellirinn sjálfur, sem hvorki er stór né tilkomumikill, notaður sem hestageymsla, og voru taldir rúmast þar um 70 hestar, mátti jafnvel troða þar inn 80 ef á lá. Fyrir kom að menn sváfu í afhelli inn úr aðalhellinum, og eitt sinn var lítill kofi framan við munnann.
En 1907 var á landssjóðs kostnað byggt Landmannalaugar-15sæluhús vestan við hellinn og endurbyggt síðar…“ og síðar í sömu málsgrein; „Austan við hellinn eru þrjú fjárbyrgi og hafa verið þar síðan eftir fellinn 1882 er hætt var að nota fjárbyrgi þau sem leifar sjást af undir austustu Sauðleysu, 3-4 km suðvestar. Árið 1966 var sett stór fjárgirðing kring um Sátu, sunnan Helliskvíslar gegnt hellinum“. En um stærð hellisins nú á dögum má sjá að hann hlýtur að hafa hrunið saman eða minnkað með árunum eða kannski bara verið stærri hér áður í hugum manna þegar um var talað í byggð. Hann er í raun aðeins lítill skúti! Nú er við Landmannahelli ein bækistöðva gangnamanna á Landmannaafrétti og gista þeir þar í tvær nætur við góðan aðbúnað.

Heimildir m.a.
-http://landmannalaugar.info
http://www.ust.is

Landmannalaugar

Landmannalaugar.

Ekkitilvatn

Ofan við Kristjándalahorn og norðan Stórabolla við Grindaskörð er vatn, að því er virtist, í allstórri sigdæld. Þegar FERLIR fór fyrst inn á svæðið birtist vatn þetta þátttakendum að óvörum, enda höfðu sérfróðir menn fullyrt að þarna væri ekkert vatna, hvað þá tjörn.
Dældin og gígurinn norðarVatnið virtist í fyrstu vera í sigdæld og var þá nefnt „Ekkitilvatn“. Í og við dældina eru nokkur stór göt – af loftmynd að dæma. Skammt norðar er fallegur gígur með myndarlegri hrauntröð til suðvesturs. Norðan hans eru tveir aðrir minni gjallgígar, en þó ekki í sömu röð og fyrrnefndu gígarnir heldur eru þeir skammt austar. Hafa ber í huga að miðsvæði þetta hefur verið lítt kortlagt af jarðfræðingum því athyglin hefur fyrst og fremst beinst að „seglunum tveimur“; Þríhnúkum og Bollunum, auk þess sem svæðið hefur verið úr alfaraleið göngufólks.
Ætlunin var að skoða dældina betur og kíkja í götin og gígana. Þess vegna var ákveðið að ganga stystu leið frá Bláfjallavegi, upp á Kristjánsdalahorn og áfram upp á efri brúnir hásléttunnar (428 m.y.s.) milli Bollanna í suðri og Þríhnúka í norðri og austur yfir línu á milli þeirra, með stefnu á suðurenda Bláfjalla. Eitt helsta einkenni þessa svæðis eru örnefnaleysur þrátt fyrir ágæt kennileiti, sem segir nokkuð til um hversu fáfarið það hefur verið um aldir. Annað helsta einkennið er fegurðin, sem þar ríkir – og verður nánar lýst síðar.
Vatnsstæði ofan við KristjánsdalahornKristjánsdalahorn er sá rani er næst Bláfjallaveginum frá ofanverðum hlíðunum. Hornið eru a.m.k. þrír ávalir hnúkar með jafn mörgum gígum. Þeir hafa smám saman verið að renna saman við umhverfið með skriðumyndunum vegna þess hversu gamlir þeir eru, enda hluti af einni elstu bergmynduninni á svæðinu. Má líkja þeim við það er breytingar á mannslíkamanum gera sléttleika húðarinnar smám saman eðlilega hrukkótta.
Þegar staðið er uppi í hlíðununum má sjá Kristjánsdalina neðar að suðvestanverðu við Kristjánsdalahornið og Þjófadali norðan þess.
Þegar enn var lagst á bratta hlíðina framundan var gamalli undirhlaðinni girðingunni fylgt upp á brún. Á göngunni útskýrðist bergmismunin á svæðinu smám saman. En fyrst svolítið um girðinguna; hún hefur legið upp Tvíbollahraunið með stefnu frá miðju Helgafelli í miðlægt Kristjánsdalahornið. 

Ekkitilvatn

Frá því neðanverðu hefur girðingin legið, tekið beygju upp einn hnúkinn og áfram upp á brúnirnar og þar síðan tekið stefnu að norðanverðum Stórabolla. Líklega hefur þarna verið um að ræða gamla sauðfjárveikigirðingu, en löngu hefur lokið hlutverki sínu. Áberandi er þó enn fyrrum lega hennar um landslagið því sauðféð beggja vegna hefur myndað götur meðfram henni sitthvoru megin. Féð að sunnanverðu hefur verið lukkulegra því í miðri hlíðinni ofanverðri er hið ákjósanlegasta vatnsstæði.
Upp undir brúnunum eru gjár; misgengi. Ofan við brúnirnar er varða, sem vísar á leið yfir gjárnar. Varðan er fremst á brúnunum og sést vel hvort sem komið er upp eða ofan frá. Þarna tekur við sléttlægur stallur, auðveldur yfirferðar. Í stað þess að fylgja fyrrum girðingunni áfram áleiðis að Stóra-bolla, var stefnan tekin til austurs, upp Gígur á leiðinniaflíðandi gróna brekku milli Bollanna og Þríhnúka. Sú stefna leiddi þátttakendur beint að formfögrum gígum þeim er fyrr hefur verið minnst á og stefnt hafði verið að. Áður þurfti þó að ganga í gegnum tiltölulega grannt, „nýlegt“ og greiðfært blandhraunið. Syðsti gígurinn, sá stærsti, gaf af sér fallega gróna hrauntröð til suðvesturs. Hinir tveir þríburarnir, norðan hans, voru minni, en engu að síður formfagrir.
Þarna virtist um að ræða nýjustu hraunmyndunina á svæðinu. Afurðin var yfir öðrum hraunum og virtist yngst þeirra. Gígarnir eru ekki í „sprungureinaröð“ millum Þríhnúka og Bolla, sem eiga jarðfræðilega að hafa sömu virkni tímalega séð. Þeir eru skammt austar. Hraunið úr Bollum og Þríhnúkum rann um 950 og varð allmikið. Hér hefur gosið á stuttri sprungu í stuttan tíma. Gjóskumyndunin hefur verið lítil sem og hraunmyndunin. Annað hvort hefur gosið verið í framhaldi af uppkomunni á meginsprungureininni er fæddu Tvíbollahraun og Þríhnúkahraun, eða stuttu seinna.
Þríhnúkar frá óvenjulegu sjónarhorniÞegar staðið er upp á gígbrúnunum blasa Þríhnúkar við í segulnorðri. Í austasa hnúknum er Þríhnúkahellir, einn dýpsti hraunhellir í heimi. Kvikutjörn er milli gíganna. Hún er nú aflangur bjúglaga sléttbotna dalur. Hraunin í kringum og neðan við gíganna hafa verið skilgreind sem Þríhnúkahraun I og II. Um aldur þeirra er ekki vitað, en talið er að þau séu frá því skömmu eftir landnám, líkt og Tvíbollahraun. Um er að ræða sömu sprungurein sem fyrr sagði.
Þríhnúkahellir er í austasta gígnum og er stærsti þekkti hraunhellir landsins og jafnvel sá rúmtaksmesti í öllum heiminum. Hann er yngstu gíganna þriggja. Sennilega er hann um 1000-2000 ára gömul eldkeila. Af ummerkjum á svæðinu er ljóst að gígurinn hefur gosið síðastur á brúninni. Hann hefur gefið af sér gjall- og gjósku um nokkurn tíma, en síðan hefur gosið skyndilega dottið niður og hraun byrjað að vella út úr vængrásum.
Regnbogi yfir ÞríhnúkumÞríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins. Ekki er vitað um aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.
Ástæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð… Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er sem sagt fyrst og fremst stærðin.
Bollarnir eru hins vegar gígar utan í Grindaskarðshnúkum og Kerlingarhnúkum ofan samnefndra skarða.
Varða ofan við Kristjánsdalahorn - Helgafell fjærÞegar komið var upp í sigdældina, sem Ekkitilvatn liggur í, var hún skoðuð nánar. Um er að ræða samskonar kvikutjörn og við Þríhnúkagíga, en tíu sinnum stærri og miklu mun eldri. Hún er slétt í botninn (helluhraun) og jaðrarnir eru ávalir (nema að austanverðu, en þar eru klettar). Við fyrstu sýn virtist þarna hafa verið um dyngjuop að ræða, sem gæti reyndar verið önnur skýring á mynduninni. Vatnið er í suðurendanum. Af ummerkjum að ræða hefur það einhverju sinni verið mun stærra eða að svipaðri stærð og Grænavatn á Núpshlíðarhálsi. Í dag er stærðin líkt og á nærliggjanda þess, Spákonuvatni. Í norðurenda kvikutjarnarinnar eru mun meiri gróningar og ágætt vatnsstæði. Kindagata liggur að því ofan frá Bláfjöllum og áfram áleiðis niður í hlíðina ofan Kristjánsdalahorns. Við gígana greinist gatan. Angi hennar liggur til suðvesturs, niður gróna kverk milli hlíðarinnar og Stóra-bolla. Ef fara ætti af Selvogsgötu upp á Heiðarveg væri þetta ákjósanlegasta leiðin fyrir hestamenn.
Þá var leitað eftir götunum fyrstnefndu. Í ljós kom að um var að ræða litla gróna gíga með sandbotnum. Hraunið þarna er að hluta til frá því fyrir síðasta ísaldarskeið og því bæði jökulsorfið og margbrotið, en hluti þess gæti einnig hafa orðið til skömmu eftir að ís leysti. Seinni bættu gígarnir umræddu um betur.
Í bakaleiðinni birtist skær regnbogi framundan, svo nærri að hægt var að reka handlegginn inn í litrófið. Við það tækifæri var borin fram ósk um velferð – öllum til handa.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Ekkitilvatn

Ekkitilvatn.