Hvasshraun

Hvassahraun lætur ekki mikið yfir sér þrátt fyrir að bæjarstæðið hafi lengi verið í þjóðleið. Framhjá því hafa farið milljónir ferðamanna, auk Íslendinga, sem átt hafa leið um Reykjanesbrautina millum Kapelluhrauns og Kúagerðis. 

Hvassahraun

Það, sem einkum hefur náð athygli augans á þessari leið, er brúnleitt mannlaust hús, braggi í sama lit og nokkrir kofar á stangli í hrauninu. Brúnleita yfirgefna húsið og bragginn eiga sér sögu, líkt og önnur hús. Rætt var m.a. við Pétur Kornelíusson, einn eigenda Hvassahraus, bæði um húsið og örnefnin.

Hvassahraun virðist ekki hafa tilheyrt Hraunabæjunum s.s. Straumi, Óttarsstöðum, Eyðikoti, Lambhaga, Þorbjarnarstöðum og Lónakoti. Ástæða mun að öllum líkindum fyrst og fremst hafa verið hreppamarkalegs eðlis því Hvassahraun var og er í Vatnsleysustrandarhreppi, en hinir voru í Garðahreppi (nú Hafnarfirði).

Hvassahraunsvörin

Tengslin við Hraunabæina hefur áreiðanlega verið meiri en af er látið. Óvenjulítið hefur verið skrifað um Hvassahraun sem bæjarkjarna, þrátt fyrir að hann hafi  verið í fjölfarinni þjóðleið millum Innnesja og Útsnesja á Reykjanes-skaganum. Hér er að mörgu leyti um áhugaverða fyrrum „sveit“ að ræða þótt ekki væri lengur fyrir annað en minjarnar, sem þar eru; áþreifanlegur vitnisburður um gengnar kynslóðir.

Annað sérstaklega áhugavert við Hvassahraunssvæðið er fyrsta viðmót þeirra, sem þar búa, gagnvart ókunnugum. Ólíklegt er að það séu leifar frá löngu liðinni tíð, en einhverri þó. Þegar FERLIR skoðaði svæðið fyrsta sinni með örnefnalýsingar að vopni virtist við fyrstu sín af nógu að taka, enda tóftir, garðar, götur, lægðir og hólar hvert sem litið var, en þegar að íbúunum eða umráðamönnum kom mætti þátttakendum hvarvetna tortryggni og andúð – í fyrstu a.m.k.

Hvassahraun

Einn öskraði á þátttakendur og bað þá um að hypja sig af landinu (jafnvel þótt hann hefði ekkert með það að gera) og annar kom síðar út og heimtaði skýringar á veru þeirra á svæðinu. Í ljós kom, eftir stuttar viðræður við viðkomandi, að hinn fyrrnefndi var bara eins og hann er, og hinn síðarnefndi hafði ástæðu til að tortryggja fólk, sem gekk um svæðið. Öðrum hafði verið bolað frá með fé sitt og hinn hafði þurft að berjast fyrir áframhaldandi tilveru sinni á svæðinu.

Hvassahraun

Hvassahraun.

Allir er ágætir inn við beinið. Samskiptin, þrátt fyrir tortryggni í upphafi, áttu eftir að breytast til hins betra við nánara samtal. Hafa ber í huga að FERLIR hefur haft þann hátt að kynna viðkomandi ekki strax tilefni ferðar á vettvang, heldur reynt að fá fram viðbrögð hjá viðkomandi er gætu gefið til kynna tilbrigði tilfinninga og ástæðna þeirra er undir liggja hverju sinni. Eftir að upphaflega viðmótinu sleppir og að útskýringum fengnum hefur FERLIR aftur á móti hvarvetna verið vel tekið – með tilheyrandi fróðleik og ávísun á nálægar minjar. Þessi ferð varð engin undantekning í þeim efnum.

Hvassahraun

Hvassahraun – Herforingjaráðskort 1903.

Áður en lagt var af stað voru vopn sótt til Örnefnastofnunar, á loftmyndavefinn og til Fornleifastofnunar Íslands. Fornleifakönnun var gerð um Hvassahraunsland árið 2002 að beiðni Styrktarfélags vangefinna, sem er eigandi Hvassahraunslands vestan og norðan túngarðs, í tilefni af skipulagningu sumarbústaða-byggðar á svæðinu.

Einbúi

Í skýrslunni er m.a. bæjarstæði Hvassahrauns-bæjanna (I og II – Vesturbæjar og Austur-bæjar) staðsett, auk kotanna; Suðurkots, Norðurkots, Þorvaldskots og Niðurkots.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvassahraun er m.a. fjallað um svæðið næst bæjarstæðinu. Þar segir m.a. að Hvassahraun sé  jörð í Vatnsleysus-trandarhreppi næst austan við Vatnsleysur og um leið austasta jörð hreppsins á þá vegu. Í lýsingunni segir að upplýsingar hafi Sigurður Sæmundsson frá Hvassahrauni gefið og aðallega kona hans. Hér er sennilega átt við Sæmund Sigurðsson.
„Jörðin Hvassahraun er allmikil jörð að landrými og er meirihluti þess eldbrunnið land, bærinn sjálfur er nærri sjó, norðan þjóðvegarins sem liggur um Suðurnesin. Rétt er þar austan við bæ, er allhár hóll norðan við veg þar sem vegurinn liggur milli þess hóls og annarra sunnan vegar.

Kirkjuhóll

Þessi hái hóll heitir Skyggnir, þetta er stór hraunhóll, sundursprunginn með vörðu á. Þaðan sést vítt um landið og er gott að svipast þaðan til örnefna en upphaflega hefur hann fengið nafn sitt af að þaðan var gott að skyggnast eftir kindum og öðrum búfénaði.“ Skyggnir er áberandi hóll norðan við gamla Keflavíkurveginn. Á honum eru hlaðnar a.m.k. tvær vörður og þarf önnur af nútímafólki, sem hefur haft gaman að því að skilja eftir sig verksummerki. Hin varðan er gróin og gæti hafa verið eyktarmark frá Hvassahrauni.

SönghóllÞegar farið er beint niður að sjó neðan við Hvassahraun má líta yfir svæðið með hliðsjón af eftirfarandi í örnefnalýsinunni: „Svo er þar næst vík sem heitir Heimavík og inn úr henni Hvassahraunsvör. Þar fram af tanganum vestan vararinnar er sker sem heitir Snoppungur og þar uppaf er Litliklofi. Þessir Klofar stóðu hver á móti öðrum upp úr sjó þegar allt annað var farið í kaf um stórstraumsflóð [Þeir sjást mjög vel frá Austurbæjarstæðinu]. Þar er svo Sjávarbrunnur, þar er lón og þar er graslendi, Þaravíkur. Þar upp af er svonefnt Vesturhraun, nær upp að vegi. Fúla er vík sunnan við lendingarvík niður í fjöru, þar safnast saman þari og ýlda, þar voru grasflatir.
ÞjófagerðiSvo eru þar utar þrír hólar, Láturhólar, þar hjá eru Láturtjarnir og út af þeim eru tangar sem heita Láturtangar, þeir ná langt út um fjöru, á þeim er mikill þari. Svo er þar næst vestur dalur sem heitir Siggudalur þar sem vegurinn liggur næst sjó, er við veginn upp af Látrahólum. Þá taka þar næst við Bakkar. Innst á þeim er Þórðarhóll, er í fjöru. Sagt er að hann hafi fyrrum staðið í miðju túni og heitir sá Látrabakkar og að hann hafi lent undir hrauni því er brann, Afstapahrauni, og þá hafi byggðin flust að Hvassahrauni. Bakkarnir ná suður að Afstapahrauni og heitir syðst á þeim Bakkatjörn. Svo er þar næst Skuggi sem er stór klettur, þar suður af heitir svo Mölvík. Þar næst er svo Fagravík sem er niður af Afstapavörðu sem er uppi á brunanum ofan við veginn.“ Að sögn Péturs fór Siggudals-Bakkatjörn undir Reykjanesbrautina þegar hún var lögð.
Hvassahraun 2Í örnefnalýsingu kemur fram að við Heimavík er Hvassahraunsvör. Við hana eru Lendingavör á Lendingum. Stutt er þarna á millum. Ofan við eru leifar af hlöðnu húsi og gamalt gerði. Búið er að byggja huggulegt hús ofan við gerðið, sem gæti vel hafa verið rétt um tíma, en segja má eigendunum til hróss að þeir hafa látið garðana halda sér ósnerta.
„Nú færum við okkur heim í tún. Hellur eru ofan vegar og ná þær niður í tún, slétt land, er þetta þar vestar. Ofan [við] veg er svo Hjallahóll er síðar getur. Stærsti hóllinn og efsti á því er stór hóll sem heitir Sönghóll. Á honum var eitt sinn býli, þar bjó kona er Margrét hét er átti 10 börn.
BrunnurNorður af Sönghól er lægð sem heitir Leynir, suður af Sönghól milli Traðarinnar sem var en er nú horfin, hét þar Rófa nær vegi. Svo er þar nær bæ Beinateigur, er svo laut þar norður af, var einnig meðfram heimreiðinni. Vestur af Leyni er svo Langhóll, sprunginn hraunhóll áfastur við Sönghól og norðan undir honum er smádalur sem heitir Þjófagerði. Svo er annað gerði þar vestur af sem heitir Kotagerði. Þar er klöpp og stór hóll á bak við það og heitir það Miðmorgunshella [sést mjög vel frá Vesturbænum]. Svo eru þar norður af Hvassahraunskot, þar bjuggu áður fyrr fjórir menn og þar eru balar sem heita Kotatún.
Vestur af Langhól heitir svo Norðurvöllur og þar næst er svo hóll sem heitir Kirkjuhóll rétt við húsið. Austur af honum er annar klettur grasivaxinn að ofan og heitir hann Einbúi, það er álfakirkja. Geta réttsýnir menn séð álfana þyrpast þangað til messuhalds á helgum dögum og þar er ekki messufall. Eitt sinn sá maður nokkur líkfylgd frá Miðmorgunshellu að Einbúa.

Norðurkot

Þar niður af er svæði sem heitir Fjósatunga, svo er þar niður af býli nefnt Niðurkot og Sölvhóll er þar. Uppaf í túni er svo Fimmálnaflöt, er þar vestur af þar sem nú er sumarbústaður. Sú flöt var vanalega slegin þegar lítið var um þurrka. Þá brá vanalega til þerris. Vestur undan húsinu er dalur sem heitir Stekkjardalur, þar sunnar er svo flöt í túni sem heitir Kvíavöllur. Brunnur er suður af bæ. Gíslalaut er suður í túni og þar bak við hólana er Undirlendi sem er milli hólanna og túngarðsins. Þessir hólar voru svo nefndir Suðurhólar.“
Hér að framan er getið um Sönghól. Í skýrslu um ábúendur í Kálfatjarnarsókn um 1840 nefndir prestur býlið Saunghól sem hjáleigu frá Hvassahrauni. Þar hafi verið byggð 1803 og virðist búskapur þar hafa verið skammvinnur, ef til vill nokkur ár um 1830.

Niðurkot

Í örnefnalýsingu segir og að í Sönghól hafi verið álitin huldufólksbyggð. „Sönghóll hafi einnig verið nefndur Einbúi“. Hér hefur skrásetjari farið villur vegar um allnokkra metra þar sem hann hefur ruglað saman Sönghól og Einbúa, sem er sitthvor staðurinn, eins og annars staðar er lýst. Þegar Einbúi var skoðaður og leitað var skráningarskjóls undir honum mátti sjá þar vængbrotinn þúfutittling kúra undir honum í skjóli fyrir rammri austanáttinni, sem verið hafði undanfarna daga. Litli smáfuglinn virtist rólegur þar sem hann beið ásjár huldufólksins í hólnum – eða varanlegra örlaga sinna. Norðvestur undir hólnum mótar fyrir tóft.
„Nú flytjum við okkur vestur fyrir, þar upp á flatneskjuna og tókum þaðan svæðið þar vestar og ofar vegar. Utan við túnið er flatlendi, hraun með lausagrjóti, nefnt Melurinn, þetta er flatneskja. Vestan hans eru svo Vatnsgjár.
ÞorvaldskotOfan við núverandi veg vestur af Melnum, neðan við veg á melnum er nafnlaust þúfubrot. Vatnsgjárnar eru svo þrjár og er það Helguhola næst vegi, svo er þar Þvottagjá. Þar austar og ofar er svo smáhóll á milli, þá er Ullargjá, er svo syðst og þar fram af er svo Strokksmelur, þar eru gamlir gígir og smá gömul eldvörp.“

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar og upplýsingum, sem Guðmundur Sigurðsson [f: 1919] gaf í viðtali á Örnefnastofnun 16. júlí 1980, segir auk þessa um sama svæðið (sumt er endurtekið og annað hefur ekki verið skráð áður): „Hvassahraun er austust jarða Vatnsleysu-strandarhrepps. Hún er mikil að flatarmáli, en eldri og yngri hraunbreiður þekja hana alla. Um jörðina hafa frá alda öðli legið ferðamannaleiðir til Suðurnesja. Má enn sjá þrjár brautir: Alfaraleið, troðninga hestalestanna, þjóðveginn, leið hestvagna og bifreiða, og nú síðast liggur um jörðina Reykjanesbrautin.

Hvassahraunsbrunnur

Hvassahraun var aðallega fjárjörð, því að erfitt var til slægna. Líka var stundaður sjór, og þurfti ekki langt að fara til fanga. Hvassahraunsbær stóð á klapparrana.“ Í fornleifakönnuninni segir að bæjarstæðið hfi veri þar sem íbúðarhúsið með steyptum kjallara stendur nú. „Það sem er hæð virðist að mestu náttúrlegt enda túnið allt í hæðum. Víða sjást hleðslur í og við bæinn, Engar leifar um torfbyggingar hafa sést á þessum stað um áratugaskeið“. Aðalheimildarmaður fornleifa-könnunarinnar er sagður Guðmundur Stefánsson, en á að öllum líkindum að vera fyrrnefndur Guðmundur Sigurðsson.

Hvassahraunsbrunnur

Þá segir í örnefnalýsingunni: „Þar var oftast í fyrri daga tvíbýli, Austurbær og Vesturbær (001).“ Í fornleifakönnunni segir um Austurbæinn: „Um 30 m suðaustan við [Vesturbæinn] 001 er merkt hús inn á túnakort. Guðmundur Sigurðsson telur þetta vera það hús sem kallað var Austurbær eða Hvassahraun 2. Þar er nú hlað“. Ef vel er að gáð má sjó ummerki eftir Austurbæinn á hlaðinu framan við fjárhúsbraggann. Þar mótar fyrir vegghleðslum. Ofar, vestan við braggann, eru leifar af húsi og vestan við þær eru bæjarhólshleðslur. Undir þeim er ferhyrndur torfgarður, augljóslega matjurtargarður.

SauðakofiÍ örnefnalýsingunni segir síðan: „Hvassahraunstún var allmikið um sig og lá á hraunklöppum og í lægðum milli þeirra. Túnið var girt túngarði, aðallega austan og sunnan. Hvassahraunstraðir lágu í suðaustur frá bænum. Á túngarðinum var Traðarhlíð. Suðurtún lá sunnan bæjar og traðanna. Undirlendi var lægð suðaustan við bæinn og lá út að túngarðinum við þjóðveginn. Fjósatunga var hluti túnsins, suður frá bænum. Þar rétt hjá var Fjóshóll og annar hóll, Einbúi. Þar átti að vera huldufólksbyggð. Kvíadalur er einnig í Suðurtúni og Hjallhólar. Í Kvíadal voru ærnar mjólkaðar, en það var löngu fyrir minni Guðmundar. Vestan til í Suðurtúni var Gíslalaut. Vatnsgatan lá heiman frá bæ suðvestur í Vatnsgjárnar sunnan þjóðvegarins. Austurtún lá austan og ofan bæjar og norðan við traðirnar.

Austurbærinn

Rófa var slakki nefndur meðfram traðarveggnum nyrðri. Beinateigur var í túninu norðan Austurbæjar. Sönghóll var í Austurtúni. Hann var álitinn huldufólksbústaður. Þarna var Sönghólsbær, stundum tvíbýli, og man Guðmundur eftir görðum þar. Langhóll var norðan við Beinateig. Norðan við Langhól voru Leynir og Þjófagerði, kriki á milli hóla. Þegar verið var að verja túnið, gátu kindur oft laumazt þangað án þess að nokkur sæi. Í Þjófagerði er tóft af hrútakofa. Norðurvöllur var einn partur túnsins, norðan Langhóls. Sjávargatan lá heiman frá bæ niður í Víkina. Sölvhóll var niður með götunni. Þar voru sölin þurrkuð. Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði, Norðurkot með Norðurkotstúni, þá var Niðurkot og Niðurkotstún, líka Þorvaldskot og Þorvaldskotstún. Sjást þar alls staðar rústir. Gerði eða Sjávargerði voru túnin og gerðin kringum kotin kölluð einu nafni, og einnig Kotabalar og Kotagerðin og Kotatún.“
SjávargatanSjávargatan er augljós niður frá Hvassahraunsbæjunum áleiðis niður að Hvassahraunsvör. Hún hefur verið gerð bílfær undir það síðasta þótt gróið sé yfir hana nú. Þá mótar fyrir Vatnsgötunni, en líklegt má telja að hún hafi öðru fremur legið að brunni í Suðurtúni. Þar mótar enn fyrir stórum brunni, sem gróið er yfir. Hvasshraunstraðirnar lágu hins vegar til suðausturs vestan við Sönghól og sést enn hvar þær lágu í gegnum Austurgarðinn skammt vestan við Braggann sem þar er. Þær hafa legið inn á Alfaraleiðina, sem þarna liðast á milli Nesjanna.

Suðurkot

Í fornleifakönnunni eru kotin staðsett. Um Suðurkot segir: „Ekki er vitað hvar Suðurkot var. Suðaustan við Hvassahraunsbæinn (001) voru tún nefnd Suðurtún og því eðlilegt að álykta að á þeim slóðum hafi Suðurkot verið. Samkvæmt örnefnalýsingu átti Suðurkot hins vegar að vera austan Sjávargötunnar, þ.e. norðan bæjarins. Ef svo hefur verið má vera að hringlaga garðlag sunnan Norðurkots gæti hafa kallast Suðurkot. Garðlagið sem enn sést er a.m.k. sunnar en önnur kot sem þekkt eru í túninu“. Ályktun skrásetjara um að Suðurkot hafi verið við Suðurtún er að öllum líkindum rétt. Þar er tóft á grónum klapparrana, Suðurhólum, sunnan við túnið, er tóft með op mót suðvestri, svipuð að stærð og Niðurkotið. Þarna gæti vel hafa verið nefnt Suðurkot og hefur það þá verið við Vatnsgötuna en ekki Sjávargötuna. Reyndar eru hin kotin ekki við Sjávargötuna heldur nokkuð austan hennar.

Suðurkot

Um Norðurkot segir: „Sjást merki þess enn greinilega. Norðurkot er á hæð og allt umhverfis er grasigróið, ræktað upp á hrauni. Túnið er allt í hæðum og dælum“. Norðurkotið hefur verið stærst kotanna; þrjú rými og stórt útihús. Af ummerkjum að dæma virðast bæði Niðurkot og Suðurkot hafa verið tómthús eða þurrabúðir, en Norðurkot og Þorvaldskot kotbýli eða grasbýli.
Um Niðurkot segir: „Enn sjást leifar Niðurkots. Kotið er um 80 m suðvestan við Norðurkot. Tóftin er á grasi gróinni hraunhæð en allt umhverfis eru dældir og hæðir“.

Garður

Um Þorvaldskot segir: „Þorvaldskot virðist hafa verið nyrsta kotið í túni Hvassahrauns, fremur nálægt sjó. Lýsingin gæti helst átt við tóftir um 300 m norðvestan við bæ. Þar er hringlaga túngarður og tóft í miðjunni“.
Í lýsingum er einnig getið um Þóroddskot. Ekki er vitað hvar það var, en möguleiki er á að það sé annað hvort annað nafn á Þorvaldskoti eða að eitthvert hinna kotanna hafi tímabundið verið nefnt því nafni.
Auk þessa segir um Kirkjuhól: „Skáhallt suðaustru af Norðurkoti er aflöng klöpp eða hóll sem liggur norð-
vestur-suðaustur og var nefndur Kirkjuhóll. Gróinn aflangur hóll í túni. Klöppin er mjög löng og í suðausturenda hennar er fjárréttin.“ Fjárréttin er svo byggð utan í klapparhól. „Vesturvegginn myndar klöppin og suðurvegginn myndar túngarðurinn. Allir veggir eru sérstaklega hlaðnir. Réttin er alveg grjóthlaðin“. 

Hvassahraun

Hvassahraun – túnakort 1919.

Í örnefnalýsingunni segir svo: „Bak við Gerðin er hóll, nefndur Miðmorgunshella, eyktamark frá Hvassahrauni.“ Hella þessi ber við Hjallhól. „Uppi í Norðurkotstúni er flöt, nefnd Fimmálnaflöt. Þar hraktist aldrei taða. Kirkjuhóll er í Norðurtúni og Kirkjuhólsflöt. Hóllinn er einnig nefndur Álfhóll, því að þar messaði huldufólkið. Þangað mátti einnig sjá jarðarfarir huldufólks frá Miðmorgunshellu. Gísli Sigurðsson segir, að í túninu nyrzt sé Stekkur og Stekkjardalur, en Guðmundur kannast ekki við, að þar séu nein stekkjarbrot.

 

Vatnsgatan var einnig kölluð Suðurtraðir. Þar rétt hjá voru Suðurhólar, klappir. Stóri-Klofi er klettur vestan við Stekkjarnes. Frá honum og vestur að Litla-Klofa er Víkin eða Heimavík. Stóri- og Litli-Klofi eru klofnir klettar í fjörunni.
HvassahraunAustast í Víkinni er Svartiklettur. Ofan sjávarkampsins er fjárréttin gamla. Þar litlu vestar eru Sjávarbrunar. Fellur saltvatn inn í þá í stórstraumi, og er þar hálfgerð fúlutjörn. Næst er svo Hvassahraunsvör eða Vörin. Hún var einnig nefnd Lendingin og Víkin stundum kölluð Lendingarvík. Upp af Vörinni var Naustið. Víkurtangar heita vestan Víkurinnar og þar fram er sker, sem heitir Snoppungur. Sunnan við Lendingarvík er önnur vík, sem kallast Fúla. Þar safnast þari, sem fellur inn í stórstraumi og fúlnar í smástraumi. Þarna er einnig Fúlaklöpp og Fúlubakkar. Þá er komið að Látrum, klöppum vestan við Fúluvík. Ekki er vitað, hvort þar hefur verið selalátur áður fyrr. Þarna eru grasi grónir hólar, sem nefnast Láturhólar. Þeir eru þrír, aðgreindir sem Láturhóllinn yzti, Mið-Láturhóll og Láturhóllinn syðsti. Vestan þeirra er Látrasund. Í Látrunum er einnig Láturtjörn eða Láturtjarnir. Þangað slæddist fiskur, koli og ufsi og þyrsklingur smár. Innraland er allt svæðið kallað frá túngarði í Hvassahrauni að landamerkjum móti Lónakoti.
NaustVestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur. Austast og næst vegi er Siggudalur og Siggudalstjörn, ein fúlutjörnin ennþá. Hún er alveg við veginn. Ekkert er vitað um Siggu þá, sem þessi örnefni eru dregin af. Þá voru þarna Syðri-Bakkar og Innri-Bakkar og lágu umhverfis Siggudal, einnig nefndir aðeins Bakkar eða Hvassahraunsbakkar.
Utar voru svo Ytri-Bakkar eða Lónabakkar. Svæðið þarna var líka kallað Vestur-Látrar og tjarnir utan Siggudals Bakkatjarnir.“
Að þessu sinni var athyglinni, sem fyrr sagði, beint að heimatúninu og næsta nágrenni þess að vestanverðu. Utan heimatúnsins eru fjölmargar minjar, s.s. fjárskjól, gerði, réttir, hústóftir, götur o.fl.

HvassahraunstraðirAð sögn Péturs Kornilíussonar, eiganda Hvassahrauns, væri þekking hans á örnefnum á jörðinni takmarkaður. Eftir viðræður við hann kom þó hið gagnstæða í ljós.
Pétur sagðist hafa keypt hluta af jörðinni með fermingarpeningum sínum. Hann myndi eftir því að núverandi íbúðarhús, brúnmálað þrílyft, var flutt frá Bergstaðastræti 7 að Hvassahrauni annað hvort árið 1966 eða ’67. Kirkjuhóll (Álfhóll) væri rétt austan við íbúðarhúsið. Norðan hans væri stakur hóll eða klettur; Einbúi. Hann væri álfakirkja. Langaflöt væri svo sunnan við húsið, en þar á millum væri Brunnurinn. Hann væri hlaðinn hringlega, ferlega djúpur. Sönghóll væri austan við fjárhúsið og Langhóls norðan hans. Austan þess væri Leynir því það svæði sæist ekki frá bænum. Þjófagerði væri litlu innar þar sem sauðhústóftin væri. Uppi á holti norðan við Þjófagerði væru útihúsatóftir, líklega frá þeim tíma er síðast var búið torfbæjarbúskap að Hvassahrauni.
Pétur staðsetti Bakka, Bakkatjarnir og Sigguvík neðan við Siggudals. Bakkatjarnir þar ofan við hefðu farið undir Reykjanesbrautina líkt og brugghola Hvassahraunsbónda, sem þar var skammt vestar.

Hvassahraun

Á bökkum sagði hann hafa verið fjárhús er sjá mætti leifar af. Túnið hefði fyrrum verið grónir blettir í hrauninu, en væri nú orðið samfelldara og hefði verið stækkað mikið.
Hvassahraun er í dag vel í sveit sett milli byggðakjarna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og Suðurensjum hins vegar. Svæðið gefur góða mynd af heilstæðu bússetulandslagi sem telja verður dæmigert fyrir útvegsbændasamfélag fyrri tíma. Með skipulegum göngustígum og góðum merkingum á heimajörðinni og næsta nágrenni hennar mæti gera þarna eftirsóknarverðan áfangastað ferðamanna, en um 90% þeirra fara um Reykjanesbrautina, örskammt frá, á leið sinni til og áleiðis frá landinu hverju sinni.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun.
-Fornleifakönnun fyrir Hvassahraun, Elín ÓSk Hreiðarsdóttir fryir Fornleifastofnun Íslands, 2002.
-Pétur Kornelíusson, eigandi Hvassahrauns, f: 29.03.1953.
-Róbert Kristjánsson, Hvasssahrauni.
-Arndís Einarsdóttir, Hvassahrauni.
-Túnakort af Hvassahrauni frá 1919.
-Jarðatal Johnsen 1847.
-Jarðabók JÁM 1703 (Kaupm.höfn 1943).

Hvassahraun

Hvassahraun – gerði.

Flóðahjalli

Í Morgunblaðinu árið 2002 birtist grein undir fyrirsögninni „Tóftin á Flóðahjalla og horfin tíð í Urriðakoti„. Greinin var skrifuð af Þorkeli Jóhannessyni og Óttari Kjartanssyni. Hér birtist hluti hennar:

Flodahjalli-225„Ný tegund tófta hér á landi er leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu.
Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér eina tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftir á Íslandi hafa verið flokkaðar í tvo meginflokka: húsatóftir (tóftir íveruhúsa og peningshúsa af ýmsu tagi) og tóftir margvíslegra skýla (tóftir sæluhúsa, skothúsa, brunnhúsa, myllukofa eða fjárborga og fjárrétta svo að dæmi séu tekin). Ný tegund tófta hér á landi er að kalla tóftir mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Ein tóft þessarar gerðar er í Setbergslandi á Flóðahjalla sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ. Tóftin hefur vakið athygli okkar á reiðferðum um landið í kring og þá ekki síst vegna stærðar sinnar.
Urridakot-221Fremst á Flóðahjalla heitir Hádegisholt og var eyktarmark frá Urriðakoti. Eyktarmörk minna á horfna tíð með sínum búskaparháttum og mannlífi. Í Urriðakoti var áður sveit, en þar er nú útivistarsvæði borgarbúa – og í vændum er mikil byggð og þar á meðal bygging tæknigarða, ef trúa má fréttum (Morgunblaðið 27.6.2001). Segja má að sú gerbreyting á landnýtingu og lífsháttum, sem hér hefur orðið á síðustu áratugum, hafi fylgt í kjölfar hernáms Breta 1940. Við höfum þess vegna einnig freistast til þess að hyggja lítillega að horfinni tíð á þessum slóðum.

Flóðahjalli.

Flóðahjalli

Á Flóðahjalla.

Flóðahjalli er grágrýtisrani, sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Allbreitt skarð skilur Flóðahjalla til suðausturs frá Sandahlíð, sem er hæsti hluti Setbergshlíðar.

Flóðahjalli

Flóðahjalli og nágrenni – Herforingjaráðskort 1903.

Flóðahjalli er hæst um 125 m yfir sjávarmáli og Sandahlíð er svipuð á hæð. Skarðið á milli er í um það bil 100 m hæð. Þar liggur nú háspennulína til Straumsvíkur og línuvegur meðfram. Skarðið nefnist Klif, en var þó aldrei ferðaleið.
Norðaustanvert á Flóðahjalla er markagirðing milli Urriðakots og Setbergs. Þar hefur land greinilega blásið, en í verið sáð lúpínu. Sækir hún nú ört upp hjallann og að tóftinni. Norðan við heitir Urriðakotsdalur og Hraunflatir næst Búrfellshrauni. Þar hafa Oddfellowar eftir 1990 gert stóra og vel búna golfvelli á sínu landi, og var þar golfskáli risinn þegar 1992.

Hádegisholt

Hádegisvarðan á Hádegisholti.

Suðvestan undir Flóðahjalla, milli hans og Svínholts og Setbergsholts, er Oddsmýri, en Oddsmýrardalur er til suðurs. Oddsmýri hefur verið ræst fram og þar verið ræktuð tún frá Setbergi. Mýrin hefur án efa verið mjög blaut og gæti einhvern tíma hafa verið verið kölluð „flóð“ og af því sé nafngiftin Flóðahjalli dregin. Eldri og væntanlega réttari nafngift er Flóðháls. Frá mýrinni rennur Oddsmýrarlækur í Urriðakotsvatn (Urriðavatn). Í Oddsmýrardal, skammt innan við Oddsmýri, er beitarhúsatóft frá Setbergi. Þaðan er þægilegt að ríða eða ganga inn í botn Oddsmýrardals og svo áfram línuveginn til norðurs upp Klifið og síðan út eftir hjallanum að fornri og nokkuð hruninni vörðu fremst á Hádegisholti  (vafalaust hádegiseyktarmark frá Urriðakoti). Tóftin er nokkru framan við háhjallann, um það bil miðja vegu milli hans og vörðunnar. Þaðan er víðsýnt, ekki síst yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Flóðahjalli er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu, en er nú, því miður umlukinn þéttri lúpínubreiðu á sumrum.

Urriðakot

Urriðakot.

Norðaustan undir Flóðahjalla þar, sem heitir Flóðahjallatá, liggur svokallaður Flóttamannavegur, öðru nafni Elliðavatnsvegur eða Vatnsendavegur. Milli vegarins undir Flóðahjallatá og Urriðakotsvatns heitir Dýjamýri austar, en Þurramýri vestar. Dýjakrókar heita fjær undir Urriðakotshálsi (ranglega nefndur Urriðaháls í Mbl. 27.6.2001). Þar eru uppsprettur og úr þeim rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurramýrarlæk, á mótum Urriðakots og Setbergs, og svo í vatnið. Eru lækir þessir ásamt Oddsmýrarlæk helsta aðrennsli í vatnið ofan jarðar. Ef vernda á lífríki Urriðakotsvatns, ekki síst eftir að byggð færist nær beggja megin vatnsins, er því nauðsynlegt að friða bæði Dýjakróka og mýrlendið að sunnanverðu við vatnið. Frárennsli úr vatninu er í norðvesturhorni þess í landi Setbergs. Rennur þaðan lækur, Stórakrókslækur, nú að mestu í rásum og stokkum, sem sameinast Hamarskotslæk (Hafnarfjarðarlæk) neðan og vestan við Setberg. Gekk áður sjóbirtingur í lækinn, en hann hvarf eftir virkjunarframkvæmdir Jóhannesar Reykdals, síðar á Setbergi (föður Elísabetar Reykdals, sjá síðar) árið 19043. Jóhannes Reykdal var frumkvöðull um rafvæðingu hér á landi sem kunnugt er.

Urriðavatn

Urriðavatn 2023.

Austan Urriðakotsvatns stóð bærinn í Urriðakoti í grónu túni. Túnið er enn grænt, en bæjarins sér nú lítinn stað. Hádegisholt og varðan á því hefur vissulegs blasað vel við frá bænum og útsýni er sömuleiðis gott af holtinu í átt að bæjarstæðinu.
Á Urriðakotshálsi voru á stríðsárunum nokkuð stórar herbúðir Bandaríkjamanna. Þær sjást allvel á loftmynd frá l954 og enn má sjá þar húsgrunna og steinsteypuleifar frá þeim tíma. Það er víst einmitt hér, sem hinir nýju tæknigarðar skulu rísa.

Tóftin.

Flóð'ahjalli

Flóðahjalli – uppdráttur.

Tóftin er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla eins og áður segir. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans. Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þeir hafa því riðlast umtalsvert í áranna rás. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin furðustór að flatarmáli eða nærri 800 m². Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Verða þannig til tvö lítil ferhyrnd rými (ca. 2,5x 4 m og ca. 3×1,8 m að innanmáli og eitt hringlaga (ca. 4 m að innanmáli. Í öðru ferhyrnda rýminu fundum við leifar af timburfjölum og utan við hringlaga rýmið fundum við ryðgaða járnplötu, 1×1 m, með ca. 8 cm háum hnúð eða pinna á í miðju, en alls ekkert annað, sem bent gæti til mannvistar.
Á klöppinni syðst Flodahjalli-222eru nokkrar stafristur. Þar teljum við ótvírætt að höggvið hafi verið ártalið 1940, fangamarkið D. S. og væntanlega mannsnafnið J. E. Bolan. Þessi stafagerð er öll með sama breiða lagi. Auk þess má greina fangamörkin J. A. og G. H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940.
Elísabet Reykdal (f. 1912), sem alla tíð hefur búið á Setbergi, man vel eftir komu Breta í Hafnarfjörð sumarið 1940, og hún var í nábýli við þá og síðar Bandaríkjamenn. Hún minnist þess, að Bretar voru með gervifallbyssur (símastaura?) á Setbergshamrinum. Hún man einnig vel eftir Bretunum á ferð í einhvers konar beltabílum („einhvers konar smáskriðdrekar“) á vegaspottunum milli Setbergs og Urriðakots (þetta hafa verið svokallaðir Bren Gun Carriers). Telur hún líklegast, að Bretarnir hafi farið á bílunum upp á Flóðahjalla. Hún þvertekur fyrir, að Íslendingar hafi komið þar að verki.

Flodahjalli-223

Af bók prófessors Þórs Whiteheads, Bretarnir koma, má ráða, að meðal þeirra staða, sem Bretar óttuðust mest, að Þjóðverjar myndu nota til landtöku hér, voru lendingarstaðir flugvéla á Sandskeiði og í Kaldaðarnesi og höfnin í Hafnarfirði.
Strax hernámsdaginn (10. maí) voru hermenn sendir upp á Sandskeið og austur yfir Fjall í svo ólíkindalegum herflutningatækjum og hvítar Steindórsrútur voru. Til Hafnarfjarðar voru hermenn fyrst sendir fáum dögum síðar og svo að marki 18. maí, þegar liðsauki hafði borist til landsins með tveimur stórum herflutningaskipum. Þá voru fluttir 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sjóleiðis til Hafnarfjarðar. Þessir hermenn höfðu þó ekki strax yfir að ráða Brenvögnum, þar eð slík farartæki komu fyrst til landins í júlí um sumarið (9; bls. 132 og 212).

Camp Russel

Camp Russel á Urriðakotsholti – kort.

Þór Whitehead telur því einsýnt, að hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga hafi gert mannvirkið á Flóðahjalla. Hafi tilgangurinn verið sá að efla varðhöld og vígstöðu við Hafnarfjörð til þess að mæta hugsanlegri innrás Þjóðverja11. Ótvírætt er, að Bretar óttuðust mjög landgöngu Þjóðverja í Hafnarfirði, ef svo bæri við. Í bók Þórs er þannig mynd, sem sýnir menn úr herfylki Wellingtons hertoga á æfingu á holti við Hafnarfjörð. Í texta við myndina segir m. a.: „Bærinn var talinn einn líklegasti landgöngustaður þýsks innrásarliðs og Bretar gerðu ráðstafanir til að sprengja Hafnarfjarðarhöfn í loft upp“.
Öðrum okkar (Þ.J.) hefur nú borist svar við fyrirspurn til aðalstöðva herfylkis Wellingtons hertoga þess efnis, að tóftin („the stone defence work mentioned“) hafi verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons og tilgangurinn hafi verið svipaður og Þór Whitehead telur („…to cover open ground, which might have been used by enemy parachutists, road approaches to the town and, possibly, likely landing places on the coast“).

Urridakot-uppdrattur

Þessar upplýsingar eru byggðar á ritaðri frásögn eins þeirra hermanna, sem þarna komu við sögu og er enn á lífi. Í ljósi þessara upplýsinga þykir okkur líklegt, að byssustæði hafi verið í hringlaga rýminu (járnplatan leifar af því?) og einhvers konar vistarverur hefðu getað verið í ferhyrndu rýmunum (fjalaleifarnar leifar af timburgólfi?).
Urriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866–1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865–1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; forn sel frá Hofstöðum.

Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgripaeign í þá daga. Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða.
Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmundsson á Setbergi (1824–1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: „Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.“

Urriðakot

Fjárhús í Urriðakotshrauni.

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða. Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er, til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði Guðmundur vanið sauði sína við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. („Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði.“). Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.

Urriðakot

Urriðakot – uppdráttur.

Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: „Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir“. Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40–50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan „fóðurbæti“ og hafa án efa verið vel haldnar og í góðri nyt.

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn. Fornleifauppgröftur neðst t.h.

Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu.
Talið er, að það hafi horfið eftir 1973–1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það væri slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20–30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa. Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar.

Urriðakot

Urriðakot.

Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar fuðra upp í verðbólgubáli. Sonarsynir Urriðakotshjóna, sem jörðina keyptu, fengu í desember 1944 nafni jarðarinnar breytt í Urriðavatn. Það var óþarfaverk að breyta fornu nafni jarðarinnar. Nafninu Urriðakoti er því haldið hér í samræmi við örnefnalýsingu Svans Pálssonar frá 19787.“

Heimildir:
-Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson: Fjórar leiðir í Gjáarrétt. Hesturinn okkar, 1. og 2. tbl. 1983.
-Elísabet Reykdal (f. 1912), Setbergi, viðtal 20. apríl 1998.
-Guðmundur Björnsson (1917-2001), augnlæknir, prófessor, Reykjavík (viðtöl apríl 1998 og maí 2000). Einnig Urriðakotsættin. Niðjatal (handrit 1995) og fleiri gögn (nr. 5, 7 og 13 hér á eftir). – Guðmundur var ættaður frá Urriðakoti og að nokkru alinn þar upp og var þar gerkunnugur. Höfundar eru í þakkarskuld við Guðmund heitinn fyrir þann áhuga, sem hann sýndi snuddi þeirra og fyrir lán á heimildum.
-Golklúbbur Oddfellowa (Heimasíða á Netinu).
-Urriðavatnsland. Oddfellowreglan. Handrit, 1987.
-Valgarð Thoroddsen: Elzta rafstöð á Íslandi. Ársskýrsla Sambands íslenzkra rafveitna 12. ár (bls. 175–181). Reykjavík 1955.
-Svanur Pálsson: Örnefnalýsing í Urriðakotslandi. Handrit 15.10. 1978. – Svanur Pálsson er ættaður frá Urriðakoti og er þar gerkunnugur.
-Ólafur Valsson, kortagerðarmaður: Útvegun loftmynda og gerð korts
-Þór Whitehead: Bretarnir koma. Vaka-Helgafell, 1999.
-Páll Lýðsson: Hernaðarsaga stórveldis. Þjóðólfur 11.12. 1967.
-Þór Whitehead: Persónulegar upplýsingar (1999 og 2001). – Höfundar eiga Þór að þakka að hafa komist í samband við ritara herfylkis Wellingtons hertoga, bls. 12.
-Bréf D. L. J. Harraps, majórs, ritara herfylkis Wellingtons hertoga, aðalstöðvum herfylkisins í Halifax, Vestur-Jórvíkurskíri, til Þ. J., dagsett 17.8.2001.
-Jón Sigurðsson í Skollagróf: Þáttur af Jóni á Setbergi. Handrit, 1996.
-Jónína Hafsteinsdóttir, Örnefnastofnun: Persónulegar upplýsingar (22.1. 2001).
-Svanur Pálsson: Bréf til Þ.J., dags. 24.9. 2001.

Heimild:
-Morgunblaðið 13. janúar 2002, bls. 10-11.

Urriðakot

Fjárhústóft í Urriðakotshrauni.

Reykjanesviti

„Vangaveltur hafa verið um nafn fellsins sem núverandi Reykjanesviti stendur á:

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli.

-1752-7. Ferðabók Eggerts og Bjarna: “ . . . en þrjú lítil leirfjöll skera sig þó mjög úr umhverfinu. Þau heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni, . . . „

-1840. Lýsing Grindavíkursóknar. Geir Bachmann: “ . . . Valahnúkur . . . Skammt þaðan í landnorður er aðrísandi fell, Vatnsfell kallað. “ Sérann nefnir ekki Bæjarfell. Á öðrum stað segir hann: “ . . . Sandfell, Sílfell, Grasfell eða áður nefnt Vatnsfell og fram á Skarfasetur.“

Reykjanesviti

Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.

-1883. Þorvaldur Thoroddsen. “ Upp úr hraununum standa nokkrir móbergshryggir, t.d. Valahnúkur (43 m), sem vitinn stendur á [gamli vitinn], Vatnsfell (54 m) og Sýrfell (105 m).

-1908-10: Herforingjaráðskort, 1:50 þús. : Þar sést fell með rana til suðurs. Orðið ´viti´ er skráð vinstra megin við háfellið en örnefnið Bæjarfell er skráð til hægri og sunnar þar sem raninn byrjar. Ekki er hægt að segja til um hvort örnefnið á við hæsta hluta fellsins (Vatnsfellið, nýi bærinn] eða þann lægsta (Bæjarfellið, gamli bærinn).

-1945 kort 1:100 þús.: Þar er Vatnsfell skráð vsv við Bæjarfellið [smbr. Jón Jónsson hér neðar).

-1926. Lesbók Mbl.. Valtýr Stefánsson, ritstjóri: “ . . . Því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli.·“

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn nýi. Vitavarðahúsin gömlu neðar.

-1984. Árbók F.Í.. Séra Gísli Brynjólfsson:“ . . . reis núverandi viti á Bæjarfellinu. “ Sama rit. Jón Jónsson, jarðfr.:. “ . . Lítð eitt
austar [er að lýsa frá vestri] er gosmalarkeila, Vatnsfell, sem sjór er nú sem óðast að brjóta niður [ þarna er greinilega hvorki átt við fellið sem vitinn er á eða gamla bæjarhólinn, en Vatnsfell heitir annað fell austar með ströndinni]“ “ . . . Í fellinu neðan við vitann, Bæjarfelli, stendur bústaður vitavarðar. . .“

-1988. Suður með sjó. Jón Böðvarsson: “ Reykjanesviti trjónar efst á Grasfelli . . . . Eftir byggingu hússins þokaðist gamla örnefnið fyrir heitinu Bæjarfell.“

-1989.

Reykjanesviti

Hús fyrsta vitavarðarins.

Íslandshandbókin. Örn og Örlygur (mynd): “ . . . Bæjarfell með Reykjanesvita fjær . . . „

-1991. Tímaritiði Áfangar. Hafnahreppur. Leó M. Jónsson,: “ . . . og var núverandi viti á Vatnsfelli tekinn í notkun árið 1908.“ Í greininni er mynd af fellunum á Reykjanestá tekin úr norðri, frá veginum og undir henni stendur: “ Frá vinstri sést í Bæjarfell [hóllinn (fellið) sem gamli bærinn stóð á] , þá Reykjanesviti á Vatnsfelli . . „

-2004. FERLIR 665: „Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú.“

-Vitamálastofnun notar örnefnið Bæjarfell.

Undirrituð velur Vatnsfell, svona fyrir aldurs og úbreiðslu sakir . . „.

-Sesselja Guðmundsdóttir tók saman.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesviti

Reykjanesskagi

Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt um; „Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?“. Svar Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings og fyrrverandi deildarstjóra á Orkustofnun, og Magnúsar Á. Sigurgeirssonar, jarðfræðings, var:

Eldgos

Eldgos í Fagradalsfjalli 2021.

„Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmmetrar á sekúndu. Líklegt er að lengri tími gefist til að bregðast við ógn af þeirra völdum en sprungugosa.

Hegðun og framgangur dyngjugosa eru allvel þekkt. Í aðalgígnum myndast oftast hrauntjörn, full að börmum, sem síðan tæmist út í rásir sem liggja frá honum (hellakerfi) þegar streymi að neðan hættir, eins og til dæmis í Sandfellshæð.

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Dæmi eru um að hraun stígi aftur upp og fylli gíginn. Ef hraunrásirnar eru þá stíflaðar, flæðir yfir gígbarmana (Þráinsskjöldur), en líka getur kvikan troðist sem innskot undir gígsvæðið og belgt það upp (Hrútagjá). Gee og fleiri töldu mikið hraunmagn og frumstætt berg hafa fylgt röskun á þyngdarjafnvægi sem varð við hraða bráðnun jökla í lok ísaldar. Hraunkvika sem þá leitaði upp úr möttli, gat náð til yfirborðs án þess að hægja á sér í skorpunni og breytast að ráði við kvikublöndun, uppbræðslu eða hlutkristöllun. Einkum gæti þetta átt við pikríthraunin og stærstu dyngjurnar, Sandfellshæð og Þráinsskjöld.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Pikríthraunin eða pikrítdyngjurnar eru eldri en ólivínbasaltdyngjurnar, þar sem afstaðan til þeirra sést. Elstu pikrítdyngjurnar eru samkvæmt því um og yfir 14.000 ára. Þær eru litlar, mega kallast ördyngjur, nema þrjár eða fjórar smádyngjur: Háleyjabunga, Lágafell, Vatnsheiði og Dimmadalshæð. Efnismagn í þeim er líklega innan við 0,1 rúmkílómetri. Pikríthraun eru ekki þekkt í Krýsuvíkurkerfinu.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gíganna.

Næst eftir pikrítgosin fylgdu tvö stór dyngjugos. Þá hlóðust Sandfellshæð og Þráinsskjöldur upp, auk nafnlausrar dyngju norðan við Hraunsels-Vatnsfell. Aðrar níu dyngjur dreifast á allan eftirjökulstímann (sjá töflu). Tvær af þeim eru af óvissum aldri, Selvogsheiði og Heiðin há, en eru þó meira en 7500 ára. Þær eru báðar í flokki stórdyngna, meira en einn rúmkílómetri. Næstu sjö dreifast á nokkur þúsund ára tímabil. Sú elsta þeirra er um 7000 ára, en sú yngsta, Stóribolli, líklega um 2500 ára.

Dyngjur

Dyngjurnar á Reykjanesskaga.

Auk þeirra dyngna sem hér hafa verið taldar upp og sýndar eru í töflunni, má nefna að Breiðdalshraun, sem líklega er frá tíundu öld, ber einkenni dyngju, en það er beltótt helluhraun og ólivínríkt, að minnsta kosti sú álman sem liggur frá gígnum norður í Breiðdal. Allar dyngjurnar nema þrjár þær elstu og Hrútagjárdyngjan eru í Brennisteinsfjallakerfi. Ekki verður séð hvort dyngjugosin fylgi gosskeiðum sprunguhraunanna í tíma, til þess vantar fleiri og nákvæmari aldursgreiningar. Flestar yngri dyngjurnar eru tímasettar með hjálp öskulaga.“

Tilvísanir:
-Rowland, S. K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lava structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.
-M.A.M. Gee, R.N. Taylor, M.F. Thirlwall og B.J. Murton, 1998. Glacioisostacy controls chemical and isotopic characteristics of tholeiites from the Reykjanes Peninsula, SW-Iceland. Earth and Planetary Science Letters, 164, 1-5.
-Árni Hjartarson, 2007. Ölfus – Selvogur. Jarðfræðikort 1:25.000, jarðlagalýsing, myndun og mótun lands. ÍSOR-2007/063. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81329#
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun.
Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur.

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja – hraunið er varð undirstaða Hraunabæjanna.

Vörðufellsborgir

Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt um; „Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?„. Svar Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings og fyrrverandi deildarstjóra á Orkustofnun, og Magnúsar Á. Sigurgeirssonar, jarðfræðings, var:

Kristján Sæmundsson.

Kristján Sæmundsson.

„Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhólum á Mosfellsheiði. Önnur megingosrein kerfisins liggur um Bláfjöll. Eftir ísöld hefur gosið á henni báðum megin við fjöllin.
Vestan þeirra eru gossprungur frá Svartahrygg í suðri að Vífilsfellshlíð í norðri. Önnur stutt gosrein er um 1,5 kílómetrum austar, austan Bláfjalla. Þar eru upptakagígar Heiðarinnar há, Leitahrauns og Kristnitökuhrauns. Öll gos á eftirjökultíma hafa verið hraungos, engin merki eru um að gosið hafi í sjó við suðurenda kerfisins. Jarðhitamerki á yfirborði eru ljósar ummyndunarskellur á mjóu belti frá Grindaskörðum langleiðis suðvestur að Kistufelli. Hiti er aðeins á smáblettum um 1,5 kílómetrum norðaustan við Fellið.

Magnús Á. Sigurgeirson

Magnús Á. Sigurgeirsson.

Segja má að gossaga Brennisteinsfjallakerfisins sé fremur lítið þekkt frá forsögulegum tíma, það er frá því áður en landnámslagið myndaðist um 870. Jón Jónsson kortlagði gosmyndanir í Brennisteinsfjallakerfinu fyrstur manna. Þar má meðal annars sjá innbyrðis aldursafstöðu hrauna. Síðan þá hefur nyrsti hluti kerfisins verið kortlagður að hluta.
Á árunum 1993 og 1995 könnuðu Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson afstöðu hrauna til öskulaga, einkum við jarðhitasvæðið og í nágrenni þess. Kom þá í ljós að öskulög yngri en 4500 ára eru allvel varðveitt, og reyndist unnt að skipta hraunum í nokkra aldurshópa á grundvelli þess. Nákvæmni þessarar aðferðar er ekki mikil, en hún gefur þó gróft mat. Kristján Sæmundsson kannaði aldur hrauna við Þríhnúka með hliðsjón af þekktum öskulögum. Sumarið 2009 könnuðu höfundar nánar aldur ýmissa hrauna í Brennisteinsfjallakerfinu, einkum dyngjuhrauna.

Forsöguleg hraun

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – herforingjaráðskort 1903.

Óvissa ríkir um aldur forsögulegra hrauna í Brennisteinsfjöllum, einkum þeirra sem eru eldri en 4500 ára (það er eldri en Heklulagið H4). Um aldur yngri hrauna má fara nokkru nær með hjálp öskulaga. Nýverið hefur komið í ljós að tvö hraun, Vörðufellsborgahraun og Hvammahraun, urðu til stuttu áður en landnámslagið féll. Fyrir um 2000-2500 árum runnu Stórabollahraun, Kálfadalahraun, Hellnahraun eldra og ef til vill eitt Hólmshrauna í Heiðmörk. Litla-Eldborg undir Geitahlíð hefur líkast til gosið fyrir um 3500 árum. Hraun eldri en 4500 ára gömul eru meðal annars hraun frá Stóru-Eldborg undir Geitahlíð, Kistufellshraun, Þríhnúkahraunin bæði, Strompahraun og hraundyngjan Heiðin há.

Heiðin há

Í Heiðinni há.

Kolaðar gróðurleifar undan einu hrauni hafa verið aldursgreindar, það er Leitahrauni, sem á upptök á austustu gosrein kerfisins, í Leitum. Benda þær til að það sé um 4600 kolefnisára gamalt, sem samsvarar um 5200 raunárum. Þrátt fyrir gloppótta gossögu Brennisteinsfjallakerfisins er ljóst að hraun þar spanna eftirjökultímann í aldri. Telja má víst að sprunguhraun séu að minnsta kosti 30 frá þessum tíma, en vafalítið mynduð í mun færri „eldum“.

Hraun frá sögulegum tíma

Jarðfræði

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Allmörg hraun frá sögulegum tíma eiga upptök í Brennisteinsfjallakerfinu. Er samanlagt flatarmál þeirra um 95 ferkílómetrar. Þau eru Selvogshraun, Kistuhraun, Tvíbollahraun, Kóngsfellshraun (Húsfellsbruni), Hellnahraun yngra, Breiðdalshraun, Svartihryggur og Kristnitökuhraunið. Öll hafa þessi hraun runnið yfir jarðveg sem geymir landnámslagið. Ofan á flestum þeirra er varðveitt miðaldalagið frá 1226.
Gróðurleifar undan Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni hafa verið aldursgreindar og gefa 1040±75 kolefnisár fyrir fyrrnefnda hraunið, og 1075±60 kolefnisár fyrir hið síðara.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – loftmynd,

Sé tekið tillit til skekkjumarka greininganna gætu hraunin verið frá 10.-11. öld. Kristnitökuhraunið hefur verið tengt frásögnum ritaðra heimilda og er talið runnið um árið 1000. Öll ofangreind hraun eru talin hafa runnið í sömu eldunum, stundum nefndir Kristnitökueldar.
Rennslisleiðir hrauna
Ólíkt öðrum eldstöðvakerum á Reykjanesskaga liggur megingosrein Brennisteinsfjallakerfisins um 400-500 metra háan fjallabálk.

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

Hraun hafa runnið á ýmsum tímum ofan af Brennisteinsfjöllum og Lönguhlíð til norðurs, suðurs og vesturs. Mörg hraun hafa flætt niður brekkurnar austan Geitahlíðar og um skörð í Herdísarvíkurfjalli, ofan í Selvog og Herdísarvík. Einnig hafa hraun runnið um fjallaskörð vestur af Brennisteinsfjöllum, niður af Kleifarvatni og í Breiðdal.

Hraun sem komið hafa upp við Grindaskörð, hafa streymt til norðurs niður á láglendið norðan Lönguhlíðar, í sumum tilvikum allt til sjávar sunnan við Hafnarfjörð.

Stóribolli

Stóribolli – gígurinn.

Hraun frá nyrsta hluta gosreinarinnar, við Kóngsfell, hafa runnið niður í Heiðmörk. Hraun frá austustu gosreininni, það er Leitahraun, fór annars vegar til vesturs yfir Sandskeið, í Lækjarbotna, Elliðavatn og farveg Elliðaáa til sjávar í Elliðavogi, og hins vegar til austurs niður í Ölfus. Eins og þessi upptalning ber með sér, eru rennslisleiðir hrauna frá Brennisteinsfjöllum fjölmargar og ljóst að erfitt verður að spá fyrir um leiðir þeirra ofan úr fjöllunum. Í því sambandi skiptir lega gosstöðvanna mestu.

Draugahlíðagígur

Draugahlíðagígur (Bláfeldur). Gígurinn arfleifði komandi tíma um taumana frá Brennisteinsfjöllum niður í Selvog.

Vert er að nefna að á síðasta gosskeiði í Brennisteinsfjallakerfinu, á tíundu öld, runnu hraun á fjórum stöðum niður fjallabálkinn, og þar að auki gaus austan við Bláfjöll (Kristnitökuhraun).“

Tilvísanir:
-Karl Grönvold og fleiri, 1995. Ash layers from Iceland in the Greenland GRIP ice core correlated with oceanic and land based sediments. Earth and Planetary Science Letters, 135, 149-155.
-Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.
-Helgi Torfason og fleiri, 1999. Berggrunnskort: Vífilsfell. 1613 III SA-B. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg.
-Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson, 2001. Brennisteinsfjöll. Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. OS-2001/048. Orkustofnun, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 2006. Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. ÍSOR-06144. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.
-Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson, 2010. Eldgos á Reykjanesskaga á 8.-9. öld. Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 2010. Ágrip erinda. Jarðfræðafélag Íslands, Reykjavík, 49-52.
-Jón Jónsson, 1971. Hraun í nágrenni Reykjavíkur. I Leitahraun. Náttúrufræðingurinn, 41, 49-63.
-Jón Jónsson, 1983a. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52, 127-139.
Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson, 2001. Brennisteinsfjöll. Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. OS-2001/048. Orkustofnun, Reykjavík.
-Jón Jónsson, 1983a. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52, 127-139.
-Jón Jónsson, 1979. Kristnitökuhraunið. Náttúrufræðingurinn, 49, 46-50.
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Reykjanesskaga í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndir eru fengnar úr sama riti, bls. 387-389.

Heimild: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65696
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun.
-Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun 1151.

 

Reykjanes

Gengið var um suðvestanvert Bæjarfellið sunnan Vatnsfells á Reykjanesi og litið í fallegan brunn er hlaðinn er úr „betons“grjóti upp á dönsku.

Skálafell

Áletrun við Skálabarmshelli.

Hann er sérstakur að því leyti að gengið er inn í hann til að sækja vatn, en ekki bara horft ofan í vatnsaugað eins og algengara var. Segja má að þessi brunnur hafi verið forveri fölmargra annarra er á eftir komu víðar um Reykjanesskagann. Brunnurinn var byggður á sama tíma og (gamla) vitavarðarhúsið, þ.e. þegar fyrsti vitinn hér á landi var reistur á Valahnúk (1879). Næstu brunnar voru grafnir og hlaðnir við helstu kirkjustaðina og síðan við hvern bæinn á eftir öðrum. Flesta þeirra má sjá enn þann dag í dag. Þeir voru reyndar sumir fylltir eða fyrirbyggðir eftir miðja 20. öldina þegar vatnsleiðslur höfðu verið lagðar í hús svæðisfólksins, en enn má berja marga þeirra augum.

Reykjanes

Reykjanes – brunnur.

Tóftir fyrrum útihúsa fyrrum vitavarðar á ystu mörkum Reykjanessins eru skammt frá brunninum. Vitinn sjálfur var hlaðinn úr tilhöggnu grjóti þarna skammt frá, sem dregið var upp á Valahnúk og raðað þar vandlega saman eftir fínni teikningu. Mannvirkið átti að standa um aldur og ævi, en 8 eða 9 árum seinna gerði mikla jarðskjálfta og mynduðust þá þrjár stórar sprungur í bergið skammt frá honum. Bær vitavarðarins skemmdist í jarðskjálftunum og enn meira rask varð á jörðu og öðrum mannvirkjum. Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú, á árunum 1907-1908.

Reykjanes

Reykjanesviti á Vatnsfelli.

Skammt undan landi trónar 52 m hár móbergsdrangur úr sjó. Heitir sá Karl. Sjá má þverhnípta klettaeyju (77 m.y.s.) 8 sjómílur utan af Reykjanesi. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum. Annað sker, Geirfuglasker, er skammt undan. Þar voru síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins, Sothbysuppboðsvæna, en skerið sökk að mestu í eldsumbrotunum 1830. Í Eldey er mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlum. Súludans er þar algengur, einkum fyrir varptímann. Við talningu, sem gerð var 1949, var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund.

Reykjanesviti

Flóruð gata milli vitavarðarhússins og Valahnúks, áleiðis að gamla vitanum.

Fuglinn hefur hins vegar ekki verið talinn þar á síðari árum, a.m.k. ekki fugl fyrir fugl. Drangarnir voru baðaðir sól.

Gengið var eftir flóraðri „vitagötunni“ að Valahnúk. Undir honum má sjá leifar af vitanum, fast við grjóthlaðið hesthús. Gengið var á Valahnúk, skoðað gerðið, sem áður stóð neðan og til hliðar við gamla vitann. Gott útsýni yfir umhverfið (tækifærið notað og uppdráttur gerður af svæðinu). Hægur andvari var og 8 gráðu hiti. Gengið með austanverðum Valahnúk og litið upp í draugahellir þann er svo rammlega er fjallað um í Rauðskinnu. Þeir, sem þar gistu að næturlagi eftir rekasögun, eru sagðir aldrei hafa orðið samir á eftir – sjá meira HÉR.
Frá hellinum var gengið austur yfir að gamalli volgrusundlaug Grindvíkinga í Valbjargargjá (Saga Grindavíkur). Elstu núlifandi grindjánar (innfæddir) lærðu sína sundfimi í þessari laug – syntu bakka á millum. Hún er hlaðin utan um vermslagjá og þótti allvelboðleg á þeim tíma. Laugin er innan túngarðs.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Lagt var á misgengið eftir að hafa litið á hlaðið skjól refaskyttu neðan við Keldutjarnir. Olíuskipið Clam strandaði undan ströndinni skammt austan við hamravegginn 28. febr. 1950, á stað, sem nefndur var Kirkjuvogsbás (Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes). Það var um tíu þúsund smálesta olíuskip með 54 manna áhöfn. Tuttugu og sjö úr áhöfninni, bretar og kínverjar, drukknuðu, en öðrum var bjargað.
Gengið var austur með ströndinni að Blásíðubás. Básinn er í senn bæði falleg og hrikaleg Ægissmíð (sjá mynd í Grindavíkurbókinni). Í fárvirði 24. mars 1916 hleypti Einar Einarsson frá Merki í Staðarhverfi, þar upp skipi sínu. Áhöfnin, 11 manns, bjargaðist, en skipið brotnaði í spón. Oftar mun básinn hafa bjargað sjómönnum í vanda.

Reykjanes

Reykjanesviti á Reykjanesi. Bæjarfell t.v., Vatnsfell t.h. og Valahnúkar framundan. Eldey við sjóndeildarhringinn.

Áð var við vitann (byggður 1970 – áletrun), sem þar er á bjargbrúninni. Skammt austan við hann er fallegur gatklettur undan bjarginu.

Allt er svæðið þarna mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám, enda snautt að gróðri, nema ef vera skyldi ofanvert Krossavíkur- og Hrafnkelsstaðabergið (borgin). Gamlar sagnir segja frá byggð þar fyrrum, en lítið hefur fundist af minjum. Ætlunin var að nota tækifærið og gaumgæfa það vel að þessu sinni, en engar slíkar fundust. Hins vegar fundust þrjú merkt greni (vörður).

Reykjanes

Reykjanes – Skálafell.

Eldfjöll eru þarna mörg, en öll fremur lág. Þau eru einkum hraundyngjur, s.s. Skálafellið og Háleyjarbungan. Komið var við á hinu fyrrnefna og lóðrétt hellisopið var barið augum (BH-Hraunhellar á Íslandi). Á klöpp nálægt opinu er gömul áletrun í berginu (?RELDA). Forvitnilegt væri að grennslast meira fyrir um þetta.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Á Reykjanestánni er mikið hverasvæði, leirhverir og vatnshverir. Allt er landið þar sundurtætt af jarðeldum, gígum, leirpyttum, gufuhverum o.fl. Stærsti leirhverinn heitir Gunna. Um þann hver er til sú þjóðsaga að kona ein, sem Guðrún hét, hafi gengið aftur. Lék hún menn grátt, reið húsum og fældi fénað. Loks var galdraprestur nokkur fenginn til koma draugnum fyrir og gerði hann það í hver, sem síðan var nefnd Gunna. Við hverasvæðið eru gamlar minjar búsetu og byggðar. Þar er einnig mikið kríuvarp, en fuglinn sá kemur ekki á varpstað fyrr en líða tekur á þriðjungsbyrjun maímánaðar.

Gangan tók 1 og 1/2 klst. Frábært veður.

Reykjanesviti

Skjöldur konungs á Reykjanesvita.

Reykjanes
Sagt er að náttúran á Reykjanesi sé engu lík.
Reykjaneshryggurinn er kannski ekki þekktasta náttúruparadís Íslands en þar er hins vegar náttúran óviðjafnanleg. Reykjanesfjallgarðurinn í öllu sínu veldi með fjöll eins og Keilir, tignarlegt fjall í miðju hrauni, þar sem umhverfið milli fjallanna minnir helst á tunglið. Umhverfið er gráleitt og þar er gamalt mosavaxið hraunið í samspili við græn engi.

Stampar

Stampar – gígur.

Sandvík og svæðið þar í kring er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir vini og vandamenn að koma saman og njóta náttúrufegurðar í góðu veðri. Þar er flott strönd þar sem m.a. er hægt að fara í strandblak og fleiri strandleiki ásamt ýmsu öðru.
Hafnarbergið er mjög tignarlegt og þar er fjölskrúðugt fuglalífið í miklum blóma í hrauninu og klettunum. Þar er einn besti fuglaskoðunarstaður á suð/vestur horninu og þar er stutt 40m gönguleið sem orðin er mjög vinsæl hjá göngufólki.
Ýmis hverasvæði eru á Reykjanesinu, s.s. Gunnuhver.

Skálafell

Gígur Skálafells – flugmynd.

Á Reykjanesvitasvæðinu eru ýmsar merktar gönguleiðir út á Reykjanestá og að Skálafelli og einnig frá Valarhnúk út á Önglabrjótsnef þar sem hægt er að fara í stuttar gönguferðir í fallegri og skemmtilegri náttúru en þess má geta að á Reykjanesinu er mikið um merktar gönguleiðir s.s. Prestastígur, Skipsstígur og Skógfellavegur sem eru mjög vinsælar leiðir.
Á Stafnesinu, frá Hvalnesi að Básendum sem er forn verslunarstaður frá tímum einokunarverslunar, má sjá rústir af húsum og festingar polla sem festir hafa verið í klappirnar þar sem verslunarskipin voru bundin.

Reykjanes

Reykjanes – uppdráttur ÓSÁ.

Bergið í Reykjanesbæ er einnig dæmi um fallegt útivistarsvæði og í góðu veðri er þaðan ómótstæðilegt útsýni til fjalla höfuðborgarsvæðisins.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Þetta eru bara lítil dæmi um náttúrufegurð Reykjaness og væri hægt að telja upp endalaust af stöðum, s.s. Bláa-lónið, Garðskaga þar sem er fjara með hvítum sandi og einnig mætti nefna Þórkötlustaðanes í Grindavík og Þorbjörn frá fjallinu sést vítt yfir vestanverðan Reykjanesskaga og jafnvel víðar.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Viðeyjarborg

Í nokkrum FERLIRslýsingum er vitnað til umráða og yfiráða Viðeyjarklausturs á jörðum á Reykjanesskaganum. Til frekari fróðleiks og samhengis verður hér fjallað um upphaf Viðeyjarklausturs og umsvifa þess.

Viðey

Klaustrið á Viðey, sem var starfrækt milli 1226 og 1550, var af Ágústínusarreglu. Allavega mestmegnis. Ágústínusarreglan kennir sig við Ágústínus frá Hippó (354-430) en hann var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og því mikill sveigjanleiki í túlkun. Hinsvegar, árið 1344, var Ágústínusarreglan afnumin og Benediktsreglu komið á. Sú regla kennir sig við Benedikt frá Núrsíu og er ein stærsta og fjölmennasta klausturregla í kaþólskum sið. Hún entist þó ekki og var Ágústínusarreglu aftur komið á 8 árum síðar. Nokkur Benediktsklaustur voru á Íslandi, eins og til dæmis Þingeyrarklaustur, Munkaþverárklaustur og nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

“Klaustrið hefur trúlega verið sett á messudegi heilags Ágústínusar, 28. Ágúst 1225, en máldagi þess hefur svo sennilega verið kynntur á næsta Alþingi, sem ekki var fyrr en sumarið 1226. Þá var Snorri lögsögumaður og hefur því væntanlega lesið máldagann upp til þinglýsingar. Þorvaldur Gissurarson frá Haukadal var þar fyrst forstöðumaður án titils, en fyrsti spríor er Styrmir Kárason hinn fróði, lögsögumaður og mikill sagnamaður.

Magnús Gissurarson var biskup í Skálholti árin 1216-37. Af bréfi, sem hann ritaði bændum og prestum í Kjalarnesþingi árið 1226 um gjafir til hins nýstofnaða Viðeyjarklausturs, má ráða, að þeim höfðingjum Sunnlendinga hefur þótt það nokkur niðurlæging fyrir fjórðung sinn, að þar skyldi ekkert klaustur vera. Verður að telja víst, að oft hafi verið um þetta rætt. Ekki eru kunnar aðrar ástæður klausturstofnunarinnar en þær, sem Magnús biskup nefnir í bréfi sínu.
ViðeyFleira gæti þó hafa komið til. Á slíkum stað reis jafnan upp andleg miðstöð, sem hlaut að efla trúarlíf á svæðinu. Meinlæta- og kausturstefna var hið algenga svar kirkjunnar, þegar veraldarhyggjan varð of mikils ráðandi í hugum manna. Á síðustu áratugum 12. aldar höfðu íslenskum veraldarhöfðingjum og biskupum borist ítreklaðar áminningar frá erkibiskupi, sem og páfaboðskapur, þar sem höfðingjar voru alvarlega gagnrýndir fyrir siðlaust líferni. Þeir voru sagðir “lifa búfjárlífi” og ásakaðir fyrir margvísleg brot á kirkjuaga.
Meðal þeirra, sem þar voru nefndir, voru Jón Loftsson í Odda og Gissur Hallsson í Haukadal. Klausturstofnun í Viðey gæti verið eðlileg afleiðing þeirrar umræðu.
ViðeyjarstofaAllnokkrir fjármunir fóru út úr landsfjórðungnum í áheitum, sálugjöfum og fleiru, meðan menn gátu ekki leitað þörf sinni farvegar í þeim efnum í heimabyggð. Þá hefur höfðingjum litist það góður kostur að eiga á því möguleika á efri árum að “setjast í helgan stein” með hægu lífshlaupi. Um þessar mundir lögðust af skólarnir í Odda og Haukadal og gæti það einnig hafa verið hvati til klaustursstofnunarinnar.
Þorvaldur fékk sjálfdæmi eftir dráp sonar hans, Björns, á hendur Kolskeggi hinum auðga undir Eyjafjöllum, sem þá var talinn ríkastur manna á Íslandi. Fór hann eftir hinum stærstu gerðum, sem höfðu verið hér á landi. Kolskeggur andaðist 1223, áður en kom til þess að Þorvaldur fengi fébætur. Þorvaldur varð þá fjárhaldsmaður tengdardóttur sinnar, Hallveigar, sem var eini erfingi Kolskeggs, en hann var barnlaus.

ViðeyÞegar Snorri Sturluson hafði sagt sagt skilið við Herdísi Bersadóttur á Borg, kom hann suður um heiðar þeirra erinda að biðja Hallveigar sér til handa. Hét Þorvaldur honum liðsinni við kvonbænirnar og fékk á móti af fé Kolskeggs, sem hann þurfti til klausturstofnunar. Var þetta árið 1224. Keypti Þorvaldur þá Viðey og var þar efnt til klausturs. Vinátta þeirra Snorra og Þorvalds voru tryggð með því að Gissur, sonur Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra. Nefndur Gissur stóð síðar yfir höfuðsvörðum Snorra, þá fyrrum tengdarföður síns.
Þorvaldur virðist hafa verið fljótur að tengja saman sonarminninguna og stofnun heilags klausturs. Sú hugmynd var og þekkt á hans tíð að minnast látinna að andlegum leiðum.

Viðey

Viðeyjaklaustur – uppgröftur.

Hvað sem framangreindum ástæðum líður má segja að stofnun Viðeyjarklausturs hafi verið dýrmæt með tilliti til framtíðar íslenskrar menningar.“
Sturla Þórðarson segir, að Viðeyjarklaustru hafi verið sett að vetri en þeir Þorvaldur og Snorri gerðu samkomulag sitt 1225. Bæði annálar og saga Guðmundar biskups hins elsta telja, að Viðeyjarklaustur hafi verið sett 1226 og til þess árs er talinn máldagi klaustursins. Við það ár hafa sagnfræðingar miðað.

Viðey

Fornleifarannsóknir sýna að byggð var hafin í Viðey á 10. öld en árið 1225 var stofnað þar klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Í meira en 300 ár var Viðeyjarklaustur mesta helgisetur í Sunnlendingafjórðungi af Skálholti frátöldu. Alþjóðleg hefð er fyrir því að klausturbyggingar myndi umgerð um klausturgarð. Túlka má rannsóknir á svæðinu á þann veg. Byggingar merktar A, B og C hafa verið grafnar upp og sýna langhús (stofu, skála og búr). Þar austur af er sennilega smiðjukofi (D). Aftur af langhúsinu eru lítið rannsökuð bakhús. Kirkjan (E) er tilgátuhús en fyrir myndir eru sóttar í kirkjur á Þingeyrum og á biskupsstólunum. Jarðsjármælingar sýna að fyrir framan Viðeyjarstofu og kirkju hafi verið byggingar, trúlega sjálf klausturhúsin (F), þau eru einnig tilgátuhús.

Snorri Sturluson átti bú beggja megin Viðeyjar, á Bessastöðum og á Brautarholti á Kjalarnesi. Hann dvaldi oft á Bessastöðum, en vitað er að hann dvaldi einnig í Viðey.
Áhrif Viðeyjarklausturs urðu mikil vegna aðstöðu þess og ríkidæmis. Eignaðist klaustrið m.a. flestar sjávarjarðir á norðanverðum Reykjanesskaganum mót jörðum Skálholtsbiskupsstólsins á honum sunnanverðum.

Viðey

Viðeyjarklaustur – tilgáta.

Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum og lýstu eigur þess konungseign.

Jón Arason

Minnismerki um Jón Arason og syni hans í Skálholti.

Jón Arason, Hólabiskup, síðasti katólski biskup landsins, fór í herför suður og lagði m.a. Viðey undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs.
Að honum látnum sama ár varð siðbótinni komið á um allt land og klausturlíf var endanlega lagt niður. Viðey varð að annexíu frá Bessastöðum og síðar aðsetur Skúla Magnússonar, landfógeta, sem lét byggja Viðeyjarstofu.

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er stórt, gamalt steinhús í Viðey á Kollafirði. Hún er elsta hús Reykjavíkur og jafnframt elsta steinhús Íslands, byggð á árunum 1753-1755 sem embættisbústaður fyrir Skúla Magnússon landfógeta.[1] Upphaflega átti húsið einnig að vera bústaður stiftamtmanns en af því varð þó ekki. Arkitekt Viðeyjarstofu var Daninn Nicolai Eigtved, sem meðal annars teiknaði Amalienborg í Kaupmannahöfn. Við hlið hússins stendur Viðeyjarkirkja, sem Skúli lét reisa nokkrum árum síðar.

Viðeyjarstofa er fyrsta steinhús landsins og var fullbyggð árið 1755.
Kirkjan var vígð árið 1774 og er hin næstelzta landsins, sem enn stendur.

Heimild m.a.:
-Erindi flutt í viðey á 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. sept. 1991 (Þórir Stephensen) – Lesbók MBL 17. desember 1991.

Viðey

Margar búræktunartilraunir hafa verið gerðar í Viðey. Ein þeirra átti sér stað sumarið 1861. Þá fékk August Thomsen nokkra héra með gufuskipi frá Færeyjum, og hleypti þeim lausum í Viðey. Héragreyin voru upphaflega frá Noregi en voru fluttir til Færeyja til manneldis þar sem það hafði gefist vel. Sú var ekki raunin hér á Íslandi. Í raun virðist sem nær ekkert hafi getað þrifist á eyjunni sem var flutt þangað, fyrir utan kúmen og gras. Virðist sem allar aðrar tilraunir hafi farið fyrir bý.

Hvaleyrarsel

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær. Lagt er af stað frá bifreiðastæðinu syðst á Vatnshlíðinni, ofan brekkunnar norðan við Hvaleyrarvatn, gengið veginn niður að vatninu og inn á göngustíg til vinstri er liggur austan og sunnan þess. Þá er athafnasvæði Skógræktar Hafnarfjarðar og Húshöfði á vinstri hönd. Framundan er skáli Gildis-skáta, en sunnanvert við vatnið, hægra megin við stíginn, eru tóttir af seli, Hvaleyrarseli.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Um Hvaleyrarsel segir eftirfarandi í samantekt Gísla Sigurðssonar um Líf og þjóðhætti í Hafnarfirði: “Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir haft í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón [Magnússon] og Þórunn [Sigurðardóttir (bjó á Hvaleyri 1866-1868 og í Gestshúsum1869-1973] héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar jafnan selsstúlku og smala.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Annaðist selstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið þar í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Uppfrá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918”.

Hvaleyrarvatn

Stekkur á Selshöfða.

Auðvelt er að finna gömul sel á hraunsvæðum með því að svipast um eftir kennileitum. Þau voru oft við brunna, ár eða læki – og í nágrenninu er yfirleitt að finna kví, stekk, nátthaga og/eða náttskjól, auk graslendis umhverfis.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn um 1960 – Skátalundur nýbbyggður. Mynd ÓKG.

Við stærri sel smá sjá grjótgarða og jafnvel fjárhella. Selshúsin voru yfirleitt tvískipt, annars vegar vistarvera og geymsla og hins vegar eldhús. Allnokkur sel eru í nágrenni Hafnarfjarðar, s.s. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðarsel, Lónakotssel og vestar Hvassahraunssel, Knarrarnessel og Brunnastaðasel, auk seljanna í Sogagýg og á Selsvöllum, en þar voru sel frá bæjum í Grindavík. Í Þrengslunum sunnan Selsvalla er Hraunssel frá Hrauni við Grindavík. Í nágrenninu eru auk þess nokkrar fallegar fjárborgir, s.s. Hólmsborg, Þorbjarnarstaðarfjárborg, Óttarstaðarfjárborg og Staðarborg í Vogum.

Hvaleyrarvatn

Stekkur í Seldal.

Þegar komið er við vesturenda Hvaleyrarvatns er beygt suður götuslóða, sem þar er, í átt að Seldal. Á hægri hönd er Selhraun. Þegar horft er til norðvesturs má sjá hraunhól í lægðarsvæði, en í hólnum er op til vesturs. Þar var tófugreni s.l. sumar.

Hvaleyrarvatn

Tjaldað við vesturenda Hvaleyrarvatns fyrrum. Mynd; EJ.

Götuslóðanum er fylgt upp vesturöxlina á Selhöfða (á vinstri hönd) og Seldalurinn á milli hans og Stórhöfða blasir við. Vel má sjá hversu landið hefur blásið burt, en Skógrækt Hafnarfjarðar hefur plantað talsverðu af trjám með vegslóðanum inn dalinn. Úr Stórhöfða kom Stórhöfðahraun vestan og sunnan við höfðann. Þegar komið er upp á Langholtsásinn er Miðhöfði í austur og Fremstihöfði í suðaustur. Gengið er beint áfram, út af veginum, niður ásinn að sunnanverðu og áfram með hraunkantinum framundan að Kaldárseli. Á leiðinni er fallegur hraunskúti undir klettavegg á vinstri hönd. Áður en komið er að Kaldárseli er gengið að farvegi Kaldár þar sem hún sést hverfa niður í hraunið, en áin er u.þ.b. 1100 metra löng í venjulegu árferði frá upptökum sínum í Kaldárbotnum, vatnsbóli Hafnfirðinga. Í þurrkatíð styttist hún til muna.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Talið er að áin renni neðanjarðar þaðan sem hún hverfur niður í hraunið og komi undan Hvaleyrarhrauni í Hraunsvík austan Straumsvíkur. Hæðarmismunur á yfirborði Kaldárbotna og grunnvatnsins vestan við Kaldárhnúk er sem næst 20 m. Orsök þessa mismunar er misgengi er liggur eftir undirhlíðum og noðrur um Búrfell. Það hefur hindrað grunnvatnsstreymið, lokað leið þess vestur og þvingað vatnið upp á yfirborðið. Þegar langvarandi úrkoma hefur verið kemur vatnið líka upp á yfirborðið í Helgadal austan undir misgenginu, en eftir langvarandi þurrkatímabil hverfur Kaldá sjálf stundum alveg. Í Helgadal er talið að byggð hafi verið fyrrum.

Lambagjá

Vatnsleiðsluundirhleðsla yfir Lambagjá.

Þegar komið er að veginum er rétt að fylgja honum framhjá fjárréttinni og beygja þá til vinstri eftir gamla veginum að brekkunni. Áður en komið er að henni er beygt út af veginum til hægri, eftir Lambagjá. Gjáin er friðlýst. Í gjánni er komið að mikilli fyrirhleðslu þvert yfir hana. Þetta er hleðsla undir vatnsleiðslu, sem þarna lá áður fyrr. Fara þarf upp með hleðslunni, niður aftur hinum megin og fylgja gjánni. Á leiðinni er farið undir haft og upp hinum megin. Þegar komið er í enda þess hluta gjárinnar þarf að ganga upp úr henni, en enn ein sigdældin er handan hennar. Síðar verður fjallað um hella austar í hrauninu, en niðri í einum þeirra má auðveldlega sjá kristaltært bergvatnið við jaðar misgengisins, sem getið var um.

Hvaleyrarvatn

Sumarhús í Vatnshlíð um 1960.

Í austri má sjá Búrfell, Húsfell í suðaustri og Helgafell (338 m. yfir sjó) í suðri. Á milli fellanna eru Valahnjúkar.
Þegar þarna er komið er beygt til norðurs og gengið austur fyrir Klifsholtið með Smyrlabúðarhrauni. Þá er komið inn á gömlu Selvogsgötuna er var þjóðleiðin á milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Hún er u.þ.b. 10 klst ganga frá upphafi til enda. Erfiðasti hluti leiðarinnar, en jafnframt sá fallegasti, er um Grindarskörðin (Kerlingaskarð). Um hana verður fjallað síðar.
Selvogsgötunni er fylgt til norðurs, með hraunkantinum, framhjá Smyrlabúð og niður að Hvatshelli og Ketshelli (Kershelli). Hlíðin framundan á hægri hönd heitir Setbergshlíð.

Hvatshellir

Hvatshellir – uppdráttur ÓSÁ.

Op Hvatshellis er í jarðfalli þegar halla fer undan og útsýni er yfir að hesthúsabyggðinni austan við Húshöfða. Fallega hlaðin varða stendur á barminum. Neðar má sjá graslendi er bendir til fjárhalds og þar í hraunhól er hellir (Ketshellir). Hann var notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stundið. Ganga má í gegnum hellinn. Hleðslur er beggja vegna en auðveldlega er hægt að ganga þar í gegn ljóslaus. Hvatshellir er mun stærri. Á vetrum hanga bæði grýlukerti úr lofti og standa á gólfi hans. Í ljósadýrt getur verið mjög fallegt þar að líta.

(Sagnir eru um að Hvatshellir sé ofar, austar og norðar í hrauninu, og hafi tapast, en hann var áður samkomustaðar félagsskaparins Hvatar, en félagsmeðlimir eru sagðir hafa málað nafn hans gylltum stöfum á hvelfingu eða gólf hellisins, sbr. grein Ólafs Þorvaldssonar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48).

Lokaáfanginn er skáhallt yfir hraunið til norðvesturs að Kaldárselsvegi. Sú leið er einnig tiltölulega greiðfær ef fylgt er grónum lægðum, sem þar liggja. Loks er hægt að ganga veginn að bifreiðastæðinu á Vatnshlíðinni.
Góða ferð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Kaldársel

Gengið var um Kaldársel.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg á Borgarstandi.

Skoðað var gamla sel- og bæjarstæðið ofan við bakka Kaldár og síðan haldið yfir að Borgarstandi þar sem fjárborgin, stekkurinn og fjárskjólin voru skoðuð. Til hliðsjónar var höfð lýsing Ólafs Þorvaldssonar á aðstæðum í Kaldárseli.
Lengi vel mátti sjá veggi tóftanna í Kaldárseli, allt þangað til fólk fór að sækja í þá reglulegt grjótið og nota í annað. Húsaskipanina mátti rekja greinilega fram eftir 20. öld. Vandlega hlaðnir vegginir voru þegjandi vitni þess, að þar hefði fólk haft aðstöðu og búið endur fyrir löngu, stundum við misjafnar aðstæður.

Kaldársel

Kaldársel – sumarbúðir.

Kaldársel á sér ekki langa sögu sem fastur bústaður og saga þess er svipaður öðrum sögum smábýla á þeim tíma.  Bærinn stóð sem næst á miðjum túnbletti, örfáa metra norðan Kaldár.
Árið 1929 kom út í Reykjavík lítil bók með þremur kvæðum eftir séra Friðrik Friðriksson. Kver þetta nefnist “Útilegumenn”, og heitir annað aðalkvæðið “Kaldársel”. Friðrik var síðasti landnámsmaðurinn í Kaldárseli þar sem fyrir eru nú sumarbúðir KFUMogK. Kvæðið er svona:

”Eitt sinn ég kom
að Kaldárseli,
eyðistað
í ógna hrauni,
gömlu býli
og bæjarrústum:
einmana tóttir
eftir stóðu.

Reikaði ég einn
um rústir þessar, ríkti þar yfir
ró og friður,
unaðskyrrð djúp
við elfu niðinn
svölum gaf sál
og sæla gleði.”

Kaldársel

Kaldársel – stekkur.

Elstu heimild um Kaldársel er líklega að finna í Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Þar segir í sambandi við lýsingu Garða á Álftanesi: “Selstöð á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott”. Þetta telur Jarðabókin ein af hlunnindum Garðastaðar og er augljóst að staðurinn hafi átt landið, eða allt þar til Hafnarfjarðarbær kaupir það árið 1912. Garðar höfðu einnig um tíma selstöðu í Selgjá og jafnvel neðst í Búrfellsgjá. Ummerki þess má sjá enn í dag.
Þótt Kaldársel hafi um aldir verið eign Garðakirkju, ásamt miklu landflæmi til suðurs, austurs og norðurs frá Kaldárseli, er fátt heimilda um selfarir  Garðapresta við Kaldá.

Kaldársel

Kaldársel – fjárhellir.

Seltættur má finna í nágrenninu, s.s. í Helgadal. Hitt er vitað, að þar var haft í seli frá Hvaleyri á síðasta fjórðungi síðustu aldar (skrifað 1968), en leiguselstöð hlýtur það að hafa verið, þar eð elstu landamerki, sem vitað er um, liggja í a.m.k. eins km vegalengd vestur frá Kaldárseli. Meðan selfarir voru mikið tíðkaðar, urðu landlitlir bændur oft að fá leigt land eða skipta á hlunnindum undir sel sín hjá landríkari bændum, svo að einsdæmi hefði það ekki verið, þótt Hvaleyrarbóndinn leigði selstöð í Garðakirkjulandi.

Kaldársel

Kaldársel um 1930. Tóftir Kaldársels hægra megin við nýreist húsið.

Hvenær þessi selstöð hafi fyrst verið notuð frá Hvaleyri, er með öllu óljóst. Þegar litið er á bændatal Hvaleyrar um árið 1700 og það ástand, sem þar var í búskap manna, þegar jarðamat fór fram 1703, sést, að bændur hafa allir búið svo smátt, að varla er hugsanlegt, að selfarir hafi haft og síst svo langt í burtu sem í Kaldárseli, þar eð allgott selland og nóg vatn var helmingi nær Hvaleyri og auk þess í heimalandi, þar sem selstöðin var við Hvaleyrarvatn.

Kaldársel

Kaldársel – Gamla þjóðleiðin.

Vitað er að séra Markús Magnússon á Görðum lét byggja selstöðuna í Kaldárseli upp auk þess sem hann lét hlaða fyrir nálæg fjárskjól, hlaða fjárborgir o.fl. árið 1800 með það fyrir augum að viðhafa þar fjárhald allt árið um kring.
Það eina, sem nú er vitað með vissu um selfarir í Kaldárseli er að hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri höfðu þar í seli. Jón keypti Hvaleyrina 1842. Hann mun hafa verið ríkasti bóndi, sem nokkru sinni hefur setið Hvaleyri. Jón dó árið 1866. Bjó Þórunn eftir það á Hvaleyri til 1873. Þegar Þórunn dvaldist í “Selinu” á sumrin, sem var þó ekki nema við og við, fór hún stundum með orf sitt og hrífu upp með Kaldá og sló þar á hólmum, það sem slægt var, einnig smámýrarbletti milli kvíslanna í Kaldárbotnum. Þegar Þórunn á Hvaleyri hætti selförum að Kaldárseli, lagðist selstöð þar niður með öllu, og má ætla, eftir því sem síðar kemur fram, að það hafi verið 1865 eða 1866.

Kaldársel

Húsin í Kaldárseli 1898 – Daniel Bruun.

Í húsvitjnarbók Garðaprestakalls sést, að ábúandi er kominn í Kaldársel árið 1867, og er svo að sjá sem það sé fyrsta árið, sem fólk sé þar til ársdvalar. Þessi ábúandi var Jón Jónsson, kona hans og tvö börn. Þau munu hafa verið þar tvö eða þrjú ár. Fátæk voru hjón þessi og bústofn þeirra mjög lítill. Hjálparstelpa var hjá þeim, Sigríður Jónsdóttir frá Setbergi. Hún skrifaði m.a. um dvöl sína í selinu sem og skráði raunsanna huldufólkssögu er þar átti að hafa gerst. Jón flutti síðan með fjölskyldu sína að Ási. Við brottförina lagðist búskapur niður í Kaldárseli í nokkur ár.
Árið 1867 er manntal tekið í Kaldárseli, og er það sennilega fyrsta árið, sem það er í byggð eftir brottför Jóns. Sá, sem þá er orðinn ábúandi, er Þorsteinn Þorsteinsson, upprunninn í Ölfusi. Þetta ár telur húsvitjunarbókin þar þrjár manneskjur í heimili, bóndann, ráðskonu og tökubarn. Árið eftir, 1877, eru þar fjórir í heimili og hefur þá bæst við vinnukona. Árið 1883 er Þorsteinn orðinn einn í Kaldárseli. Hann dó þar þremur árum seinna.

Steinhes

Kaldársel – Steinhes (Steinhús).

Þegar Þorsteinn fellur frá eru í Kaldárseli nokkrar byggingar og önnur mannvirki. Hús öll í Kaldárseli keypti Jón Guðmundsson bóndi að Setbergi svo og flestar kindurnar. Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergio mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma. – Danski höfuðsmaðurinn Daniel Bruun kom í Kaldársel árið 1897. Hann teiknaði upp húsakostinn og minjar í nágrenninu, auk þess sem hann tók ljósmyndir, sem birtust síðar í bók um ferðir hans. Lýsir Daniel allvel Kaldárseli og umhverfi þar. Hann segir m.a. um húsatætturnar, að „þær séu frábrugðnar flestum, ef ekki öllum þess konar byggingum hér á landi, þar sem þær séu byggðar úr grjóti einu saman“.

Kaldársel

Kaldársel um 1932. Tóftir Kaldársels uppfærðar  inn á ljósmyndina.

Aðalbústofn Þorsteins var sauðfé og eitt eða tvö hross, kú mun hann aldrei hafa haft þar. Að mestu mun Þorsteinn hafa haft fullorðna féð á útigangi, þar eð heyfengur var þar lítill. Fjárhús með jötu við annan vegg var norðvestan við bæjarhúsin, og mun hann hafa haft lömb sín þar. Fullorðna féð hafði hann við hella, sem voru skammt norður frá bænum, eða þá í fjárborginum uppi á Standinum, sem er nokkru nær. Önnur þeirra er nú horfin með öllu. Þá hafi hann fé sitt við helli í Heiðmörk, svonefndum Þorsteinshelli.
Þegar flytja átti Þorstein látinn til greftrunar að Görðum höfðu burðarmenn á orði, vegna þess hversu þungur hann var, að óþarfi væri að fara með karlfauskinn alla leið þangað og stungu upp á því að hola honum þess í stað niður einhvers staðar á leiðinni. Að Görðum varð hann þó færður að lokum og jarðsettur þar af séra Þórarni Böðvarssyni.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).

Árin 1906 til 1908 var enn gerð tilraun til búsetu í Kaldárseli. Kristmundur Þorláksson frá Stakkavík í Selvogi fékk það til afnota og hélt hann þar afskekktri útigangshjörð sinni til haga og gjafar. Beitahúsavegur Kristmundar var langur þar sem hann var búsettur í Hafnarfirði og árferði óvenjuslæmt. Hann ætlaði að hlaða hús norðvestan við Kaldársel, en mýs lögðust á féð um veturinn svo fjárhaldi þar varð sjálfhætt.

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi, keypti síðan Kaldársel með það fyrir augum að hafa þarf athvarf fyrir smala og aðstöðu fyrir ferðamenn á ferðum þeirra um upplandið, en húsunum var lítt við haldið svo þau grotnuðu smám saman niður.

Árið 1925 byggði K.F.U.M. hús í Kaldárseli. Eftirfarandi frásögn um upphaf sumarbúða K.F.U.M í Kaldársel birtist í Bjarma árið 1967:

kaldarsel-990

Kaldársel – sumarbúðir.

„Að aflokinni messu á Bessastöðum á annan hvítasunnudag árið 1921, var haldinn stuttur K.F.U.M.-fundur þar í kirkjunni. Þá var stofnaður sjóður, sem hafa skyldi þann tilgang að koma upp sumarbúðum fyrir K.F.U.M. Það voru tveir félagar úr K.F.U.M. í Hafnarfirði, sem lögðu fram hundrað krónur. Seinna mynduðu nokkrir félagsmenn í Hafnarfirði og Reykjavík samtök um þetta mál. Var ákveðið að koma saman fyrsta föstudag hvers mánaðar, annan hvern mánuð í Reykjavík en hinn í Hafnarfirði. Fundir þessir voru bænafundir, þar sem beðið var fyrir málefninu, og að því loknu var lögð fram fórn til sjóðsins. Allt fór þetta fram í mestu kyrrþey. Vorið 1925 var sjóðurinn orðinn nær fjögur þúsund krónur. Var þá farið að hugsa til framkvæmda og lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar félaginu í té eignarhald á túninu umhverfis eyðibýlið Kaldársel.

Þetta sama vor var hafizt handa um að byggja skálann. Minnast ýmsir þess enn í dag, er við hin erfiðustu skilyrði varð að bera efnivið allan yfir hraunhálsinn þaðan, sem bifreiðir komust lengst, og upp að Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel – fyrsti skáli K.F.U.M. Sjá má tóftir selsins að baki hússins.

Um miðjan júní var unnt að vígja skálann. Var þá í honum svefnsalur með 24 rúmum, auk þess lítið herbergi og eldhús. Síðar var hann stækkaður um helming, með því að byggð var fyrir vestan skálann álma til norðurs. Nú fyrir fjórum árum var enn hafizt handa um stækkun skálans, og eru vonir til, að henni verði nokkurn veginn lokið í sumar.

Við framangreinda framkvæmd var það sem eftir var af tóftum selsins í Kaldárseli, sem stóð suðaustan við fyrsta hús K.F.U.M. fram á sjöunda áratug síðustu aldar, fjarlægt. Fáir vita í dag hvar selið stóð ofan við árbakkann.

Saga Kaldársels er hvorki löng né viðburðarrík, en saga er það nú samt.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson – Áður en fífan fýkur – 1968.
-Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 – III. bindi, bls. 180.
-Bjarmi 1967.

Kaldársel

Fjárskjól við Kaldársel.