Tag Archive for: Grindavík

Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert „Shine“ Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 „Fljúgandi virki“ en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu „Hot Stuff“ og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.“ 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.

Grindavíkurvegir

FERLIR hafði lengi unnið að gagnasöfnun og vettfangsferðum um svonefnda „Grindavíkurvegi“ með það fyrir augum að setja hvorutveggja á prent og gefa út til handa áhugasömum göngugörpum.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Nú hefur Vegagerðin gefið út fróðlegt rit um Grindavíkurvegina – frá upphafi til nútíma með sérstakri áherslu á „Gamla Grindavíkurveginn“, fyrsta akveginn frá Stapanum, „Gamla Keflavíkurveginum“, til Grindavíkur. Tilgreindar er allar minjar hinna gömlu vegagerðar við veginn, s.s. vegavinnubúðir, hellaskjól, hraunskjól og hleðslur. Fornleifaskráning fylgir verkinu.
Margar þjóðleiðir lágu til og frá Grindavík frá upphafi vega, í fyrstu mótuð af fótum, hófum og klaufum, síðan þróaðri götur unnar af mannanna höndum fyrir vagna og í framhaldi af því bifreiðar.
Saga þjóðleiðanna er fyrir margt mjög merkileg, enda teljast þær til fornleifa – þótt þeirra, a.m.k. framan af, hafi ekki verið getið sérstaklega í fornleifaskráningum.

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindavíkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Greindavíkurvegur

Grindavíkurvegur 1913-1918.

Kerlingargil

Þeir fáu sem lagt hafa leið sína um Löngulíð hafa veitt athygli „vörðu“ í hlíðinni. Varða þessi, ef svo má kalla, er tvö stór björg, annað ofan á hinu, og á því efra hvíla tveir steinar, annar ofan á hinum, líkt og hattur. Ofar í hlíðinni eru mosa- og fléttuvaxnar skriður, allbrattar.
LönguhlíðarvarðaLangahlíð er að sjálfsögðu merkilegt jarfræðifyrirbæri, líkt og Undirhlíðarnar skammt neðar. Um er að ræða stallamyndun landsins frá mismunandi tímabilum jarðsögunnar.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjalla-kerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Það hversu lítið Langahlíðin er grafin bendir til tiltölulega ungs aldurs stapans. Stefna brúnarinnar hefur trúlega ráðist af halla jökulyfirborðsins á þeim tíma þegar stapinn myndaðist.
ListaverkTil upprifjunar má geta þess að móbergsmyndanirnar miklu í gosum á sprungureinum undir ísaldarjöklinum síðasta (fyrir um 11000 árum) gáfu af sér hálsana, s.s. Fagradalsfjall, Vatnsfell og Keili líkt og Núpshlíðarhálsinn, Sveifluhálsinn og Vatnshlíðina, sem er hluti af Lönguhlíðar-mynduninni og hálsinum er Bollarnir og Þríhnúkagígar hvíla nú á. Allir bera þessar myndanir þess merki að ísaldarjökullinn hafi leikið þær grátt (eða sætt) við bráðnun hans.
Og þá aftur að Lönguhlíðarvörðunni. Sagan segir að tröllskessa í Kistufelli (sumir segja í Hvyrfli) hafi fyrir alllöngu lagt af stað við sólsetur áleiðis að Hvaleyri þar sem frést hafði af hvalreka. Systrum hennar ofan við Bolla og í Kerlingarhnúk hefðu og borist boðin. Þær héldu hiklaust niður að Hvaleyri.
Tröllskessan í Kistufelli átti lengri leið fyrir höndum. Hún þurfti að fara niður háheiðina ofan Lönguhlíðar með stefnu á Kerlingargil. Í myrkri og þoku villtist hún af leið og kom fram á brún hlíðarinnar þar sem nú heitir Mígandagróf. Nafnið er ekki komið af engu, en skal ekki fjölyrt meira um það hér. Nú er þar í og ofan við pollinn ein hin mesta litskrúð, sem þekkist á gjörvöllum Reykjanesskaganum, ef frá eru skildir hverirnir.
Um nóttina rofaði til. Tröllskessan hélt þá sem leið lá áleiðis niður Kerlingargil og hugðist halda niður að Hvaleyri. Á leið sinni niður gilið heyrði hún í næturkyrrðinni hvar lóan og spóin sungu hinn yndælasta og ljúfasta samsöng í hlíðinni. Staldraði tröllskessan því við um stund neðan við gilið til að hlusta á dásemd næturinnar.
HraunkarlÁ meðan marði hún jurtir og málaði í hrifningu listaverk á nálæga steina. Þegar söngnum lauk var langt liðið á nóttina. Sá skessan fram á að henni myndi ekki endast tími til að fara alla leið niður að Hvaleyri og til baka áður en nóttin varð að degi. Raðaði hún nokkrum steinum í kringum sig og hlóð síðan úr þremur þeirra vörðu í hlíðinni til marks um vilja hennar áður en hún hélt til baka upp Kerlingargil og heim í Kistufell. Aðrir steinar, sem skessa hafði tekið til handargangs og enn má sjá, eru jafnan nefndir Kerlingarsteinar.
Varðan stendur enn í Lönguhlíðinni. Er hún auðþekkt af húfunni.

Lönguhlíð

Varða efst á Lönguhlíð.

 

Þórkötlustaðir

Ætlunin var að skoða Hópsheiðina ofan við Grindavík með það að markmiði að berja gömul sjómerki augum, sem þar eru, og huga að gömlu þjóðleiðinni milli Þórkötlustaða og Voga. Auk þess var ætlunin að skoða hvernig hraunin liggja þarna ofan byggðarinnar.

Leynishellir

Í fornleifaskráningu (skýrslu) fyrir Suðurstrandarveg eru tilgreind sjómerki í Hópslandi. Þau tvö tilgreindu merki, hlaðnar vörður, rúmlega tveggja metra háar, eru í Þórkötlustaðalandi. Um þær segir í skýrslunni: “ 1. Sjómerki – Úr grjóti, 3,2 x 4 m (A – V) og 2,5 m hátt. Vel hlaðið. 2. Sjómerki – Úr grjóti, 2 x 2 m (A – V) og 2,2 m hátt. Vel hlaðið. Sjómerkið vísaði leiðina fyrir Járngerðarstaðahverfi inn á Járngerðastaðasund.“ Hið rétta er að vörðurnar vísuðu á innsiglinguna inn á Þórkötlustaðasund. Það skiptir nú kannski ekki meginmáli því staðsetningin á þeim er rétt í skýrslunni. Hins vegar er hvorki minnst á Heiðarvörðuna, sem var innsiglingarmerki fyrir Hóp, né aðra sundvörðu, neðst á hraunhæðarbrún neðan við Leyni. Ekki heldur er getið um gamla Vogaveginn, sem lá upp frá bæjunum í Þórkötlustaðahverfi, og upp á Skógfellaveginn sunnan undir Sundhnúk. Auk þess eru ýmsar minjar, hleðslur, í heiðinni eftir refaskyttur, en þær teljast nú vart til fornleifa. Þá er enn ein fornleif í fyrirhuguðu vegstæði, sem ekki er getið um, þ.e. fallega hlaðin refagildra í hrauninu ofan við Sandleyni, í Hraunslandi. Erfitt er reyndar að koma auga á gildruna því hún er samlit umhverfinu og mosavaxin líkt og það.
SjómerkiÍ
 örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hóp er getið um upplandið á fyrirhuguðu göngusvæði: „Svæðið fyrir ofan veginn er nefnt einu nafni Hópsheiði. Það hækkar smátt og smátt. Rétt ofan við veginn er hraunklapparhóll, sem heitir Strandarhóll. Þar austur af er hæðarbrekka, sem heitir Hestabrekkur. Hún er ofan við autasta húsið. Þar ofan við veg (Bræðratungu) utan í Hestabrekkum er komið tún nú. Uppi á þeim er varða, sem heitir Heiðarvarða. Varða þessi er innsiglingarmerki.“
Í örnefnalýsingu Ara fyrir Þórkötlustaði segir ennfremur: „Land jarðarinnar er frekar mjótt, en nokkuð langt. Nær það til fjalls. Það svæði, sem næst tekur við fyrir ofan túnin er nefnt Hópsheiði, jafnt sá hluti þess, sem tilheyrir Þorkötlustöðum og Hópi. Þetta er hraunfláki allstór, sem nær upp á móts við Húsafjall. En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. Rétt vestur af Húsfjalli er smáhraunhóll, sem heitir Grenhóll. Þegar kemur upp fyrir Húsfjall, hækkar landið nokkuð og hraunið hverfur, og nú tekur við landssvæði, sem heitir Vatnsheiði.“
Vogavegur - neðri hlutinnEkki eru allir Þórkötlungar sammála því að öll heiðin hafi nefnuna „Hópsheiði“, a.m.k. ekki sá hluti hennar er liggur upp frá Þórkötlustaðahverfinu. Oftar en ekki var sá hluti nefndur Lágheiði eða bara Vatnsheiði.
Loftur Jónsson skrifaði örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði. Í henni segir um sama svæði: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum.“
Hér getur Loftur um Vogaveg og að hann liggi um Leyni áleiðis til Voga, sem reyndist rétt þegar betur var að gáð.
Þegar gengið var um Hestabrekkur kom í ljós tóft úr torfi og grjóti með dyr mót vestri. Bárujárn hefur síðast verið notað í þakið, en ummerki eru um að kviknað hafi í tréverkinu. Hluti tóftarinnar gæti verið gamall, en annað nýrra.
Vogavegur - efri hlutiOfar eru sjómerkin fyrrnefndu. Þau standa enn nokkuð vel, enda hlaðin úr hraungrýti. Annað, hálffallið, sjómerki er neðar á hraunhrygg, sem fyrr sagði. Ekki er að sjá annað á móti því. Ef það hefur verið neðar hefur það væntanlega verið rifið, nema það hafi verið á móti innsiglingarvörðunni ofan við Buðlungavör. Í örnefnalýsingu LJ segir t.d.: 

„Norðaustan við vörina er túnið í Buðlungu og kallað Buðlungudalur. Í suðvesturhorni þess er sundvarða og átti hún að bera í þríhyrnu á svonefndri Brunnskák þegar róið var inn sundið.“
Þá er ekki ólíklegt að þetta merki hafi átt að bera t.d. í Sundhnúk sem merki á sundi.
Vogagötunni var fylgt upp heiðina, alla leið að gatnamótum á Skógfellavegi sunnan við Sundhnúk. Þetta er hin fallegasta gata og sérstaklega greiðfær. Á köflum er hún mörkuð í slétta hraunhellu Sundhnúkahrauns. Þetta er líklega elsta sjáanlega fornleifin í Grindavík. Hraunið sjálft er um 2400 ára og sýnir vegurinn því umferð fólks að og frá Þórkötlustöðum frá fyrstu tíð manna þar. Neðst fer gatan um gróninga Leynis (Vatnshæðarhraun). Fljótlega kemur í ljós hlaðinn ferningslaga garður umleikis matjurtargarða. Innan garðsins er hlaðið umhverfis hellisop (Leynishellir). Hann er ekki stór en þokkalegasta skjól. Þá hækkar landið svolítið og liðast vegurinn áfram um gróið hraun Vatnshæðar, síðan yfir mosavaxið hraun Melhóls. Lyng og annar gróður hefur nú vaxið í veginum. Vatns-hæðarhraunið myndaðist snemma á nútíma. Vatnshæð (Vatnsheiði) er þrjár samvaxnar pikrít-dyngjur eða pikrítdyngja með þrjá samvaxna gíga (svæðisgos). Nyrsti gígurinn er stærstur og hæstur og nær hringlaga, líklega um 200 m að þvermáli.

Gengið

Framundan er varða við veginn. Frá henni liðast vegurinn um sléttar hellur Sundhnúkahrauns, alla leið upp að gatnamótunum fyrrnefndu. Hvergi er yfir hæðir að fara. Varða er um miðjan stíginn. Líklega hafa þar verið gatnamót að Hrauni, yfir norðanverðan Grenhól, niður með Húsafjalli og heim að bæ. Einungis er yfir stutt hraunhaft að fara. Þá er ekki ólíklegt að ætla að gatnamótin gætu hafa verið við gatnamót Vogavegar og Skógfellavegar og þá fylgt innanverðri Vatnshæð (Vatnsheiði) niður með Húsafjallsöxlinni.
Áðurnefndur Melhóll sést að hluta til enn, en hefur látið verulega á sjá vegna efnistöku. Gos úr þessum Melhól, sunnan Hagafells, er ~1800 ára. 

Hleðslur

Úr Vatnshæðinni rann hraunið, sem myndaði Hópsnesið og Þórkötlustaðanesið auk hraunanna austan Grindavíkur. Síðan rann hraun úr Melhól sunnan Hagafells og myndaði m.a. fyrrnefnda hraunlænu til suðausturs er rann til sjávar milli Hrauns og Þórkötlustaða, Slokahraun. Yfir svæðið rann svo Sundhnúkahraunið um 1226.
Það verður að teljast umhugsunarvert fyrir áhugasamt fólk um fornar minjar í umdæmi Grindavíkur að ekki skuli vera getið um svo merkilega fornleif sem Vogaveginn þegar gerðar eru áætlanir um yfirgripsmiklar vegaframkvæmdir á svæðinu.
Loftur Jónsson, sem Grindvíkinga mest hefur skoðað sögur og sagnir (þ.m.t. örnefni) í Grindavíkurlandi, hafði eftirfarandi um framangreint að segja: „
Til að byrja með vil ég taka fram, að ég er einn af þeim sem heyrði aldrei talað um Hópsheiði norðan byggðar í Þorkötlustaðahverfi.  Reyndar tel ég, að Hópsheiði nái til austurs aðeins að hraunbrún norðan-austan við Hestabrekkur.

Tóftin í Hestabrekkum

Ég get skýrt tilurð tóftar úr grjóti efst á Hesta-brekkum. Þegar ég var töluvert innan við fermingu áttu faðir minn og bróðir hans samtals rúml. 100 vetrarfóðraðar ær. Stöðugt þurfti að spara heyin, því grasnytjar í Garðbæ voru ekki einu sinni handa einni kú hvað þá meira. Til þess að leysa þennan vanda leigðu þeir bræður fjörubeit af Hraunsbændum. Ekki máttu ærnar víkja útfyrir ákveðna markalínu. Ég og strákur sem ólst upp í Garðbæ vorum látnir standa yfir fénu um fjöruna. Áttum gott skýli uppi á kampinum þar sem var hvalbakur af togara. (Sennilega Cap Fagnet). Eftir fjörubeitina rákum við ærnar upp á Hestabrekkur og stóðum þar yfir þeim í minnst 2 klst. Stundum rigndi og til að búa til skjól hlóðum við birgi (kofa) nægilega stórt fyrir tvo. Einhvers staðar fengum við járnplötu í þakið og þar með var kominn þessi fíni kofi. Þetta eru fornminjar að vissu leyti, því það eru um 50 ár síðan þetta gerðist.

Tóftin í Hestabrekkum

Ég efast stórlega um að hraunið norðan og austan Þórkötlustaðahverfis hafi komið frá Melhól.  Sunnan og austan Melhóls eru rennisléttar klappir og melar og hvergi tenging við áður nefnt hraun. Efnið í Melhól var allt brunnið gjall sem notað var til ofaníburðar í vegi hér áður fyrr enda er hann næstum horfinn. Ungt fólk í Grindavík veit ekki hvar Melhóll var. Áðurnefnt hraun hlýtur að hafa runnið frá Sundhnúk eða jafnvel frá gýgum sunnan við Stóra-Skógfell.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Hóp og Þórkötlustaði.
-Fornleifaskráning fyrir Suðurstrandarveg.Heiðarvarðan

Viðeyjarborg

Fjölmargar fyrirspurnir berast á netfangið ferlir@ferlir.is. Sumir eru að þakka fyrir fróðleikinn og leiðbeiningarnar á meðan aðrir eru að leita upplýsinga um einstaka staði eða tiltekin svæði. Jafnan er reynt að svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu og vitneskju. Í einstaka tilviki hefur þurft að kanna nánar aðstæður til að geta svarað af nákvæmni. Undantekningalaust eru fyrirspyrjendur ánægðir með svörin. Hér skal tekið eitt ágætt dæmi um hið síðastnefnda.

Fjárborgin í Litla-Borgarhrauni

Áhugamaður um vegagerð, sem jafnframt mun vera vel kunnugur á svæðinu, hafði lesið fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar. Þar er m.a. getið um fjárborg (Borg) í Ísólfsskálalandi. Þar segir m.a.: „Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála: Fjárborg – ca. 40 m suður af malarvegi, NA í klettum er heita Litliháls. Ca. 10,5 m í þvermál. Veggir úr grjóti, ca. 1,5 m breiðir og 0,8 – 1,3 m háir. Dyr snúa mót vestri. Út úr borginni suðvestanverðri gengur garður, 4 m langur, 0,5 – 1 m breiður og 0,1 – 0,6 m hár. Við norðvestur horn fjárborgarinnar er hólf. Veggir þess eru úr grjóti, 1 – 1,5 m breiðir og 0,1 – 1 m háir. Dyr gætu verið á hólfinu til NNV. Út úr þessu hólfi gengur garður, 10 m langur, 0,3 – 0,8 m breiður og 0,1 – 0,4 m hár. Beygir hann dálítið til suðurs. Garðurinn er mjög ógreinilegur eftir því sem utar (vestar) dregur“. Meðfylgjandi eru bæði ljósmynd af Borginni og uppdráttur, auk hnita (reyndar í ótilgreindu hnitakerfi – ef það er slegið inn í ´84 verður staðsetningin nálægt Stokkseyri).
BorgarhraunsborginHér vakna eðlilega allnokkrar efasemdir, einkum vegna þess að Borgin er sögð verða í Ísólfsskálalandi og auk þess undir Litlahálsi,. Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála. Hún á reyndar við Borgina í Litla-Borgarhrauni, sbr.: „Ef farið er aftur vestast í landareignina þá eru móklettar vestast (norðaustan í Festi). Austan þeirra er Borgarhraun og austan þess rís Borgarfjall sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru frá Móklettum og í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Suður frá Móklettum er Lyngfell og austur úr því er Litliháls. Þar austur af er Litla-Borgarhraun og þar í er hlaðin hringmynduð fjárborg sem kölluð er Borgin“.

Viðeyjarborg

Viðeyjarborg/Borgarhraunsborg.

Borg þessi er á réttum stað skv. örnefnalýsingunni. Hún mun hafa verið frá yfirráðatímum Viðeyjarklausturs, en kirkjustaðurinn Kálfatjörn átti um tíma bæði reka og önnur ítök í Ísólfsskálalandi. Borgarinnar er hins vegar ekki getið í nefndri fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg. Sumar aðrar minjar, sem þar er getið (sem betur fer) hafa reyndar ekki réttar tilvísanir. Líklega er um að kenna umfengi og önnum. Erfitt er að halda utan um allar mögulegar upplýsingar um fornleifar á svo stóru svæði sem þessu – frá Ölfusárósum til Grindavíkur. Eingöngu Selvogssvæðið væri ærinn handleggur í þeim efnum. Skrásetjara hefur því verið nokkur vorkunn.
Ef miða ætti við örnefnalýsinguna í fornleifaskrárlýsingunni ætti staðsetningin að vera inni á Tófan hvíta ofanverðum túnum Skála, ofan bjallans, en jafnframt utan þeirra NA við Litlaháls. Þar er bara engin fjárborg, einungis gamla þjóðleiðin til Skála og Krýsuvíkur. Hins vegar er ágætt að gaumgæfa þetta svæði mun nánar því þess er hvergi getið í fornleifaskráningunni. Þarna eru bæði gamla þjóðleiðin, sem fyrr sagði, og ummerki eftir fyrstu vegargerðina árið 1932 og annarrar eldri.  Sú síðarnefna liggur millum Skála og Siglubergshálsar, um Litlaháls. Eldri þjóðleiðin sést enn svolítið ofar utan í Lyngfellinu. Fyrrnefnda leiðin, „Hlínarvegurinn“ (fyrsti akvegurinn), liggur út af Skálaveginum sunnan gamla malarvegarins með stefnu inn á Litla-Borgarhaun og Drykkjarsteinsdalsmynnið. Fleira fróðlegt liggur þarna fyrir manna og hunda fótum – ef vel er að gáð.
Þegar hér var komið virtist ekkert koma heim og saman, hvorki staðsetningin né lýsingin á títtnefndri fjárBorg. Viðfangsefnið vafðist þó ekki fyrir staðkunnugum, einkum vegna þess að í forneifaskráningunni bitist bæði ljósmynd og uppdráttur. Af ljósmyndinni að dæma virtist bakgrunnurinn bera keim af syðsta hluta Sveifluhálsar, langt utan landamerkja Ísólfsskála (sem á landamerki að Dágon neðan við Selatanga, allnokkru vestar) og uppdrátturinn bar með sér að umrædd fjárborg væri Krýsvíkinga vestan Borgarhóla.

Borgarhólsborgin

Þar um lá fyrrum gata frá Krýsuvík áleiðis inn á Húshólmastíg (sem reyndar er sagður Ögmundarstígur í Fornleifaskráningunni). Á  landakortum mun þar og skammt vestar vera Litliháls. Þegar leitað var í örnefnaskrá (AG) fyrir Krýsuvík mátti lesa eftirfarandi: „Austur af Latsfjalli, norðan vegarins um hraunið, er fell það, sem heitir Krýsuvíkur-Mælifell, og suður af því, við suðurenda Sveifluháls, eru Borgarhólar. Norðaustur frá Borgarhólum fer svo hálsinn að myndast. Nokkuð þar austur með hálsrótunum er smáhnúkur einstakur, sem heitir Einbúi“.  Ekkert um Litlaháls og Borgina, sem þar er. Í annarri örnefnalýsinu (Gísla Sigurðssonar) segir hins vegar: „Framundan eru móbergsklettar, nefnast Borgarhólar og eru á vinstri hlið við leiðina. Hér sér enn til gamla troðningsins og hér eru vörðubrot að sjálfsögðu mikið gömul.

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Fram undan Borgarhólum er Borgin, Fjárborgin eða Borgarhólafjárréttin, því bæði var þetta fjárskjól og einnig var rekið að þarna fé úr Vesturheiðinni“. Ekkert er minnst hér á Litlaháls.
Af einhverri ástæðu er örnefnið Litliháls komið inn á landakort vestan Borgarhóls. Í umsögn er Borgin þar skammt vestar sögð heita „Borgarhólsborg“. Frá henni er hið ákjósanlegasta útsýni yfir að Húshólma. Varða er við leiðina neðar í Krýsuvíkurheiðinni, áleiðis að Húshólmastíg. Jarðvegseyðingin í heiðinni hefur afmáð stíginn að hluta, en ef vel er gengið má enn sjá legu hans undan hallandanum frá fjárborginni.
BorgarhólsborginVið umfangsstaðfestingarleit á landssvæðinu birtist skyndlega hvít tófa, stór og stæðileg. Hún brást við forvitninni, skaust upp undir Skalla í Núpshlíðarhorni, og fylgdist þaðan með neðanferðum.
Fjárborgin vestan Borgarhóls er sú er getið er um í fornleifaskráningunni (í Krýsuvíkurlandi). Reyndar er, skv. seinni tíma ranglætislöggjörningum, Borgin rétt vestan marka þeirra (Grindavíkurmegin) er ákvörðuð var af Alþingi sem gjafréttur til handa Hafnfirðingum (Borgarhóll og austur að Bergsendum).
Hér að framan er lýst, að því er virðist, litlu dæmi um rangfærslu í fornleifaskráningu. T.a.m. er Sængurkonuhellir er nefndur er í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík er sagður „fjárskjól“.
Hafa ber í huga að allri framkvæmdarvinnu er ætlað að taka mið af þessum gögnum. FERLIR hefur áður gagnrýnt slíka vinnu, bent á margar meinsemdir og tiltekið dæmi um óvönduð vinnubrögð. Samt sem áður hafa framkvæmdaráætlanir verið keyrðar áfram á grundvelli fyrirliggjandi „gagna“ og fornleifayfirvöld hafa byggt ákvarðanir sínar á þeim – með tilheyrandi afleiðingum. Ef ekki verður hugað betur að þessum málum munu æ fleiri minjar fara forgörðum í framtíðinni, bæði vegna þekkingarleysis og kæruleysis viðkomandi.

Fjárborgin

Fjárborgin í Borgarhólum.

 

Douglas

Enn átti eftir að staðsetja tvö flugvélaflök sem vitað var um, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á „hraunssléttu SA Helgafells“ 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða sama ár. Líklega er þó hér um eina og sömu flugvélina að ræða. Í skýrslu ameríska hersins frá 11. júní 1944 segir: „An Icelandic sheepherder reported a crashed in a lava bed about 8 miles southeast of Hafnarfj0rdur. The plane was idendified as the RAF C-47, missing since 7 March, 1944.“

BrakÍ viðtali, sem Sævar Jóhannsson tók fyrir nokkrum árum (óbirt) segir viðmælandinn, Ingólfur Guðmundsson, m.a. frá slysstaðnum í Huldum í Sveifluhálsi (í des. 1944).
Um atvikið í Kistufelli segir: „Við fórum oft í „kröss“ hjá hernum. Í eitt skipti, það hefur verið 1944, fórum við í veðurathugunar Hudson, sem „krassaði“ í Lönguhlíðarfjöllunum. Hún var að koma inn yfir land utan af sjó. Það var slæmt skyggni, flugmaðurinn hefur séð hæð framundan og rifið snöggt í þannig að vélin fór ekki upp heldur „massaði“ inni í hæðina. Við fundum vélina og það var ömurleg aðkoma. Daginn eftir fór Björn Jónsson og fleiri dugmiklir kappar með hermönnum að sækja líkin og ýmislegt úr vélinni. Þeir villtust og voru villtir í 2 eða 3 daga. Það var þannig, að Björn átti að vera leiðsögumaður, enda öllum staðháttum kunnur, en officerinn, sem fór fyrir leiðangrinum og Björn átti að lóðsa, þóttist vita betur en Björn og því fór sem fór. Björn vissi upp á hár, hvar vélin var. því hann fann hana daginn áður. Hermennirnir sem voru aðal „burðardýrin“ voru með ferkantaða vatnsdunka með sér, því þeir máttu ekki drekka vatn úr lækjum sem urðu á vegi þeirra. Það gerði frost svo vatnið fraus í dunkunum og svo gerði vitlausa austanátt. Þeir komu ekki niður fyrr en tveimur eða þremur dögum seinna og að mig minnir á Vatnsendahæð. Björn skilaði sér til byggða á eðlilegum tíma enda öllum leiðum vel kunnugur“. (Slys þetta er skráð 31. mars 1945. Fjórir fórust)
Áður hefur verið lýst að „fjárhirðir“ hafi fundið flak um 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði sbr. skrá hersins (Record of Events): „11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.“ Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili eða „Lönguhlíðarfjöllum“ sbr. framangreint. Sú vél átti einnig að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
BrakUm skoðun á því brakinu kom fram eftirfarandi hugleiðing: „Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið „undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð“ með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.
Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canso-vélar (Canadian-Vickers Canso A), sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðahls, mun „.032“ vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. „Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var„.
BrakÞá var ekki um annað að ræða en fara á vettvang og leita uppi slysstaðinn. Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir hlíðinni er brak úr vélinni, s.s. pústgrein frá mótor og ýmislegt annað. Ofan þess eru smásteinóttar skriður, sem hafa verið að hylja brakið smám saman síðustu 65 árin (skrifað 2009). Ekki er útilokað að hluti braksins kunni að vera ofar á brúninni. (Sjá meira undir Lönguhlíð – flugvélaflak II.)
Nú má segja að tekist hefur að staðsetja öll þekkt flugvélaflög á Reykjanesskaganum frá stríðsárunum. Enn á þó eftir að skoða svæðið sunnan við Leiti austan Bláfjalla, en þar sagt vera heillegt brak úr herflugvél. Auk þess á eftir að skoða betur í Lakadal, en þar var gengið fram á brak úr flugvél árið 2005.

Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Sævar Jóhannsson.
-Dagbókafærslur ameríska hersins (MACR) hér á landi 1944 og 1945.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

Þórkötludys

Austan við Bótina, í klettunum af Þórkötlustaðabæjunum, er Buðlungavör. Meðan árabátarnir voru, var sú vör notuð, alltaf þegar fært þótti, en í öllu misjöfnu lent í Nesinu, sem kallað var, og áttu þá Þórkötlustaðamenn því aflann eftir hverja vertíð á tveimur stöðum. Þetta breyttist, þegar vélarnar komu í bátana (trillur). Eftir það var eingöngu lent á Nesinu.
Botin-139Austan við Buðlungavör koma Slokin; út af þeim svonefndur skerjatangi, sem gengur vestur og út í Þórkötlustaðavík, og er sundið inn í víkina á milli þessara tanga og þeirra, sem liggja út frá Leiftrunarhól og áður er getið.
Þarna á Slokunum er álitið að eitt af stóru slysunum hafi orðið. Það var nóttina áður en mb. Aldan frá Vestmannaeyjum rak upp í Nesið að vestanverðu, sem áður er sagt, að annan vélbát frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélbilun í sama veðrinu, rak þar upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðru vísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótt allt væri mjög maskað niður, sást þó, að þarna hafði Þuríði formann rekið upp og hún farist með allri áhöfn.
Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði einhvers staðar hjá Grindavík, að því er skipstjórinn hélt. Togarinn losnaði sjálfur fljótlega úr strandinu, en hafði laskast svo mikið, að hann fór fljótlega að síga niður og sökk svo eftir lítinn tíma. Áhöfnin komst í björgunarbátinn og hélt síðan undan sjó og vindi, þar til þá allt í einu bar að landi og upp í stórgrýtiskamp. Mennirnir komust allir ómeiddir í land. Þar, sem þeir tóku land, reyndist vera Blásíðubás á Reykjanesi, sem áður er getið, og var þetta því önnur skipshöfnin, sem bjargaðist þar í land. Mennirnir komust svo heim á Reykjanes um morguninn, allir sæmilega hressir.
Sloki-139Skiptar eru skoðanir manna um, hvar togari þessi hafi strandað, en Þórkötlustaða- menn töldu, að eftir strand þetta hafi komið festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hefði  verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp. Því var giskað á, að togarinn hafi lent annað hvort á Slokunum eða nálægt Leiftrunarhól, þ.e. öðru hvoru megin við Þórkötlustaðavík.
Næsta örnefni við Slokin er svo Markabás. Þar eru landamerki milli Þórkötustaða og Hrauns. Næsta örnefni við Markabásinn er Hádegisklettur og fram af honum út í sjóinn Hádegistangi, næst Skarfatangi, klapparhlein nokkur þvernípt að norðan, líkust bryggju, en að sunnan ávala líðandi niður á bás. Ekki hefir Skarfatanginn orðið afskiptur af ströndunum, því skip hafa strandað báðum megin við hann. Og vegna þess, að við erum á leið frá vestri til austurs, er fyrst að geta um franska togarann „Cap Gagnet“, sem strandaði þarna sunnan undir Skarfatanganum aðfaranótt 24. mars 1931. Þetta er að mörgu leyti minnisstætt strand, því þar voru í fyrsta skipti í allri strandsögu Grindavíkur notuð nýtísku björgunartæki af björgunarsveit, sem var búin að æfa sig svo vel að nota tækin, að hún stóðst pryðilega þá eldskírn, sem hún fékk þarna við að nota þau í alvöru í fyrsta sinni. Þá var það og, að merkilega virtist hittast á, að þessi björgun fór fram þann eftirminnilega 24. mars, sem áður er getið og hefir gengið undir nafninu hrakningadagurinn, og einnig að, að bjargað var þarna jafnmörgum mönnum og Grindvíkingarnir voru, sem kútter Ester bjargaði hinn 24. mars 1916, eða 38 að tölu.
S.a. stormur var og nokkurt brim, þegar skipið strandaði. Þetta var stór togari, 600-700 tonn, sem gera mátti ráð fyrir, að þyldi eitthvað þarna í fjörunni. Stórstreymt var, flóð um kl 6 f.h. Nokkru fyrir flóðið var búið að koma sambandi frá landi í skipið. En brimið var það mikið og hreyfing á skipinu, að hægt gekk, fyrst í stað, að draga mennina í land. Þegar svo fór að falla út, fór skipið að verða kyrrara og þá fór að ganga betur með björgunina og fyrir hádegi var allri áhöfninni bjargað, 38 manns. Allir skipsbrotsmennirnir voru fluttir heim að Hrauni, til eirra bræðra Gísla og Magnúsar Hafliðasona. Það vildi til að þeir höfðu hýsrými nóg. Ekki er ég viss um að allar konur nú í dag kærðu sig um að fylla hús sín af mönnum, sem verið væri að draga upp úr sjó svo úr þeim læki í stríðum straumum, en Hraunskonurnar, sem á voru Margrét Jónsdóttir og Katrín Gísladóttir, voru ekki að hugsa um, hvort húsin blotnuðu eða óhreinkuðust, heldur að hjúkra mönnunum, jafnóðum og þeir voru leiddir eða bornir heim. Kvenfólk var og fengið af næstu bæjum til að hjálpa til og stjórnuðu þær hjúkruninni og lögðu sig fram um að hressa þá, sem helst þurftu þess, án allra úrtalna. Það var áberandi með sjómennina af skipi þessu, hvað þeir voru illa búnir; margir í einum nankins-samfesting og engu öðru, enda voru þeir illa á sig komnir vegna kulda. Þeir voru allir háttaðir niður í rúm til að fá til að hitna. Síðan voru fengin lánuð föt um allt Þórkötlustaðahverfi að færa þá í. Hreppstjórinn varð svo, sem á tíðkaðist, að koma mönnunum fyrir og sjá um kostnað með föt og annað. En vegna þess, að þarna gátu allir þessir menn ekki verið lengi, símaði hreppstjóri til Hjalta Jónssonar, sem þá var franskur konsúll, að hann sæi um að flytja hópinn til Reykjavíkur.
Hraun-139Hjalti kom sjálfur suður kl. 3-4 um daginn með tvo kassabíla að sækja mennina. En þegar að því kom, að Frakkarnir færu að klæða sig, reyndist ómögulegt að láta þá fara í föt sín aftur. Þau voru bæði blaut og meira og minna ötuð í smurningsolíu. Hjalti var ekki lengi að ráða fram úr því. Hann sendi hreppstjóra til að kaupa fatnað á alla skipshöfnina. Hann fór í verslun Einars í Garðhúsum og það heppnaðist að fá fatnað yst sem innst á alla; gallinn var bara sá, að yfirleitt voru þeir frönsku mjög smávaxnir, en verulegur partur af fötunum hafði lagst fyrir, vegna þess, hve stór þau voru. Fljótlega var komið með fatnaðinn og skipsbrotsmennirnir látnir fara að klæða sig. Var þeim sagt að fara úr þeim nærfötum, sem þeir höfðu verið færðir í. Þegar hópurinn var klæddur kom í ljós, að mikið vantaði af hinum lánuðu nærfötum. Annaðhvort hafa þeir ekki skilið skipunina eða viljað hafa fötin. Mest vantaði af ullarnæsbuxum. Þá var farið að kanna piltana, hverjir voru klæddir aukafötum, og reka þá úr, sem í þeim voru. Þegar búið var að yfirfara nokkra karla, brast Hjalta þolinmæði, og lofaði hann að sjá umgreiðslu fyrir þau föt, sem vantaði. Ég býst við, að margir, sem á horfðu, minnist þeirra frönsku, er þeir voru að spígspora um hlaðið á Hrauni í núju fötunum, flestir eins og marflóétnir gemlingar innan í þeim, með margbrotið upp á buxnaskálmar og jakkaermar. En búnaðinn virtust þeir ekkert setja fyrir sig; voru allir glaðir og kátir, Áður en skipstjórinn fór, gerði hann grein fyrir því víni, sem ætti að vera um borð í skipinu, taldi það vera 4 kvartel af koníaki, með 120 l hvert, og 6 tunnur af rauðvíni, með 250 l hverja.
Hraun-uppdrattur-139Hjalti Jónsson fór svo með þá frönsku kl. langt gengin í 6 um kvöldið. Þá fór og hreppstjórinn frá Hrauni, en varla var hann kominn heim til sín um kvöldið, út í Staðarhverfi, þegar Gísli á Hrauni var kominn á eftir honum að tilkynna, að togarinn væri alveg horfinn; hefði brotnað í spón í flóðinu, svo að ekkert sæi eftir af honum, en mikið rekald væri að koma upp í fjöruna. Þegar þetta var, var kominn dagur að kvöldi og ekkert hægt að gera við að bjarga. Það hefir löngum verið viðbrugðið þjófnaði á ströndum, eða svo að það þótti slöttungs heiðvirðir menn, þótt sannast hefði á þá þjófnaður á strandi. Þess vegna var talin nauðsun að hafa vörð á þeim ströndum, sem hægt var komast að, til þess að ekki reyndi of mikið á heiðarleika manna. Í þessu tilfelli var Gísli beðinnn um að láta líta eftir strandinu um nóttina.
Morguninn eftir setti hreppstjóri sig símeiðis í samband við Hjalta Jónsson, um hvað ætti að gera við strandið, bjarga undan sjó eða láta það eiga sig. Ekki gat Hjalti svarað á stundinni, taldi sig þurfa einhvern tíma til að taka ákvörðun; aðeins bað hann um að láta líta eftir, að engu yrði stolið eða skemmt af strandgóssinu.
Engin ákvörðun var komin frá Hjalta næsta morgun, þegar Gísli á Hrauni tilkynnti hrepsstjóra, að mikið rekald væri komið upp í fjöruna, þar sem Cap Fagnet strandaði, og að vart hefði orðið við tvær víntunnur, sem ekki hefðu brotnað í lendingu. Annað var koníakskvartel og hafði því strax verið bjargað og sett undir lás. Hitt var rauðvínstunna, en hún hafði farið þannig, að brotinn hafði verið úr henni botninn og mannfjöldi var sestur að henni við drykkju. Nú þótti ekki til setunnar boðið, og fór hreppstjóri með Gísla þegar á strandstaðinn. Þegar þangað kom, gaf á að líta. Tunnunni hafði verið velt hátt upp á kampinn – bjargað undan sjó – og reist þar á annan endann, vegna leka á annarri lögginni. En kampurinn var snarbrattur, þar sem tunnan stóð. Í kringum tunnuna voru svo milli 30-40 menn, allir að gæða sér á rauðvíninu. Enginn hafði gefið sér tíma til að fara frá, til að ná í ílát að drekka úr, heldur notað það, sem tiltækt var þarna í fjörunni. Þeir heppnari höfðu náð í hinar og aðrar dósir eða fundið flöskur til að drekka úr; og þeir sem höfðu fundið ílát, sem dálítið tóku, gátu veitt sér þann munað að leita eftir þægilegum steinum í kampinum til að sitja á og rabba saman meðan á drykkjunni stóð. Aðrir höfðu verið óheppnir með ílátin og ekkert undið nema öður eða kúskeljar eða brotnar kúlur. Þeir gátu vitanlega ekkert farið frá tunnunni, heldur urðu að standa við hana og bera sem örast á, svo eitthvað gengi að taka til sín mjöðinn. Ekki lest hreppstjóra á aðkomuna, óttaðist eftirmál um skemmdir á verðmætum og sérstaklega, að ölæði yrði svo mikið, að róstur hlytust af. Hann rést því inn í hópinn að ofanverðu við tunnuna, sagði í gamansömum tón, að rauðvín hefði hann aldrei bragðað, og spurði viðstadda, hvernig þeim líkaði það. Sjálfsagt þótti að gefa honum pláss til að komast að, svo hann gæti bragðað á miðinum. En þegar hann var kominn að tunnunni, setti hann í hana fótinn, svo hún hraut á hliðina og allt hvolfdist úr henni.
Hraunsfjara-139Það kvað við margraddað org og óp, þegar menn sáu rauðvínið hvolfast niður í kampinn. En að sýndi sog þá, að óþarfi hafði verið að meina þeim að þamba rauðvínið vegna áflogahættu. Aðeins einn réðst á hreppstjórann, er hann hafði velt tunnunni, og bróðir árásarmannsins kom þá og tók hann samstundis. Hitt var svo annað mál, að hreppstjóra, voru sendar margar ómjúkar kveðjur fyrir að gera þetta En hann taldi sig ekki hafa fengið neitt samviskubit af verknaðinum, nema þá helst vegna eins fullorðins manns, sem fór að hágráta yfir því mikla óhappaverki, að skemma svona mikið af rauðvíninu.
Þegar hér var komið sögu, fékk hreppstjóri fréttir af því, hvernig gengið hafði til að ráðist var svona á tunnuna. Hún var sú eina, sem komst heil upp á kampinn, hinar allar brotnuðu, en eitthvað var hún þó löskuð á löggum við annan botninn. Menn höfðu farið að hópast á strandstaðinn, strax eftir að bjart var orðið og flestir stansað hjá tunnunni. Hófust vangaveltur og umtal, að víst læki tunnan og sennilega myndi hún tæmast. Þetta gekk lengi morguns, þar til maður kom í hópinn, sem ekki hafði verið þar áður. Sá stóð þar þegjandi nokkra stund, tók síðan upp stein, sló honum í botninn leka, sem sneri upp, svo hann brotnaði úr, og sagði um leið og hann gekk í burtu; „Jú, vist lekur tunnan“, og lét svo eki sjá sig framar. Hann hefir sennilega hugsað svipað og Egill Skallagrímsson forðum, þegar hann vildi komast til Alþingis með silfurkistur sínar.
Hraunsvík-139Þá er að fara yfir Skarfatangann, en norðan undir honum strandaði hinn 9. maí 1926 kútter Hákon frá Reykjavík, eign Geirs Sigurðssonar. Þennan dag var veðri svo háttað, að það var n.a. rok með snjókomu svo mikilli, að ekki var meira en 100-200 metra kyggni. Frá bænum Hrauni er ca. 400-500 metrar á Sarfatangann og blasir hann við gluggum þar. Hákon hafði strandað þarna fyrir miðjan dag, en engin á Hrauni sá skipið. Það var ekki fyrr en undir kvöld, að Eyjólfur Jónsson bóndi í Buðlungu sá skipið þarna, er hann var á gangi í fjörunni í leit að kindum. Fyrst var farið frá Hrauni að athuga, hvort menn voru um borð, en þar var ekki vart neinnar hreyfingar, og greinilega þótti, að skipsbáturinn væri horfinn. Þá var sent um allt Þórkötlustaðahverfi, að fá menn til að leita á fjörunni, bæði austur og vestur. Var almennt brugðist vel við að fara í leitina, þótt þá væri ekki orðið greitt um ferðalag því þá var kominn klofsnjór, svo ekki var fært um jörðina, nema þá helst eftir fjörunum. leitað var fram á nótt, en án árangurs.
Þá er að segja frá skipshöfninni á kútter Hákoni. Þar sem skipið strandaði í lágum sjó, fór það ekki að öllu leyti inn í landsjóina; var víst utan til í broti þeirra. Eins og áður er getið, var bylurinn svo svartur, að erfitt var að átta sig á umhverfinu. Og þótt talið væri af kunnugum, að áhöfnin hefði getað komist þarna í land vegna brims, má gera ráð fyrir, að brotsjóirnir hafi ekki sýnst árennilegir fyrir innan, þar sem í dimmviðri sýnist allt stærra og fyrirferðameira en að raunverulega er. Skipshöfnin tók líka þann kostinn að fara í björgunarbátinn og út á rúmsjó; en að það skyldi vera hægt á þessum stað, sýndi raunverulega, að mjög lítið brim var, eftir mati okkar Grindvíkinga.
Festarfjall-139Eftir að báturinn var kominn út fyrir botin, hafði hann svo borist undan vindinum, sem stóð þarna meðfram landinu. Landkenningu höfðu þeir svo fljótlega tvívegis, sennilega á Slokunum og svo við Þórkötlustaðanes. En þar sem ekkert var hægt að átta sig á umhverfinu, urðu bátverjar ekki varir við neitt nema brimsjóina á töngunum, svo þeir hefir ekki þótt árennilegt að leita í land. Þennan dag voru lendingar allar taldar færar í Grindavík, en þar sem þær eru allar inni á víkunum hafa þeir ekki getað gert sér grein fyrir því. Næst munu þeir svo hafa orðið varir við land undir Staðarbergi. hvort tveggja var, að þeir urðu varir við sorta af bergveggnum, og hitt, að þar lentu þeir í meiri bulsorta en bæði undan og eftir. Sennilegt, að bylurinn hafi orðið hvað þéttastur í skjólinu, eftir að hafa þyrlast fram af bjargbrúninni. Bátinn hélt áfram að reka, en undir kvöldið bar þá allt í einu að landi. Sjórinn skellti bátnum uppá stórgrýtiskamp og mennirnir komust allir í ad, án meiðsla. Þar sem þeir lentu, reyndist vera Blásíðubás, svo þetta var þriðja skipshöfnin, sem þar hefir bjargast í land. heim að Reykjanesi komust þeir svo um kvöldið.
Hraun-fontur-139Ekki fréttist neitt af skipshöfninni af Hákoni í Grindavík fyrr en morguninn eftir, og fannst öllum þeir úr helju heimtir. Ekki hefi ég fullar heimildir fyrir því, en nokkrar líkur, að skipstjóri sá, sem var með Hákon, er hann strandaði, hafi verið stýrimaður sá á Resolút, er best gekk fram við að bjarga sér og öðrum skipverjum af henni í land, svo sem áður er getið.
Næsta örnefni innan við Skarfatanga er Kobbasker. Munnmæli er, að það hafi komið upp, þegar bænahúsið var lagt niður á Hrauni. Þá hafi og tekið af gömlu Hraunsvör. Þar fryir innan Vatnstangi, atnagarðar, Suðurvör og Norðurvör. Á milli varanna er sker, sem heitir Rolla. Innan við Norðurvörina er sker, sem heitir Baðstofa, þá Bótin, Barnaklettur, Skeljabót og Vonda fjara.
Í Vondufjöru strandaði eftir 1940, snemma í janúar, enskur togari, St. Louis. Veðri var þannig háttað, að s.a. rok var allan daginn með slydduéljum og miklu brimi. tekið var eftir strandinu frá Hrauni, rétt fyrir rökkrið, og björgunarsveit Slysavarnarfélagsins var þegar látin vita. En þegar hún kom á strandstaðinn, var orðið dimmt. Mjög þægilegt var að flytja björgunartækin, því að segjamátti, að bílar kæmust fast að kampinum, þar sem togarinn var niður undan. Þar sem strandið var svo nærri byggð, hópaðist mikið af fólki þangað, bæði konur og karlar, til að horfa á björgunina, en varð mjög til hjálpar, þar sem þetta var með erfiðari björgunum, sem björgunarsveitin hefir framkvæmt, aðallega vegna þess, hversu mikil hreyfing var á skipinu. Þannig hagaði til, að lágsjávað var. Skipið lá alveg þversum á tiltölulega sléttum klöppum fyrir brotsjóum, sem á það gengu. Þegar svo brotin skullu á það að utan, lagðist það alveg flatt en reisti sigá útsogunum, svo að það varð alveg kjölrétt. Það gekk ágætlega að skjóta línunni um borð í skipið og koma dráttartaug um borð. Skipshöfnin festi taugina neðan til í miðjan forvantinn, en þegar átti að fara að strengja dráttartaugina í landi, kom í ljós, að það mátti ekki gera vegna hreyfingarinnar á skipinu, sem áður er lyst. Þá komu i góðar þarfir allir áhorfendurnir, sem safnast höfðu þangað, því með nógum mannafla í taugarendanum var mikið hægt að fylgja hreyfingum skipsins eftir. En þrátt fyrir þetta urðu mennirnir í björgunarstólnum stundum eins og fuglar uppi í loftinu, en köstuðust svo niður í sjóinn aftur, þegar skipið lagðist á hliðina. Til að verja skipsbrotsmennina meiðslum, er þeir skullu niður, þegar nær kom landi, stóðu menn úti í sjónum, svo langt úti sem hakað var, til að taka af þeim fallið.
Isolfsskali-139Þegar björgunarsveitin hafði skipulagt björgunina og hún var kominm af stað, mátti segja að hún gengi vel. Hver maðurinn af öðrum var deginn í land, þar til allir voru komnir nema skipstjórinn, sem venja mun til að fari síðastur af strönduðu skipui. Þegar björgunarstóllinn var að síðustu kominn um borð eftir honum, kom hann ekki út úr brúnni nærri strax. Var búið að bíða með stólinn allt að 10. mín., áður en hann bir tist á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum, síðan uppá vantinn að björgunarstólnum, en er hann var kominn upp undir stólinn féll hann allt í einu aftur fyrir sig og niður í ólgandi brimlöðrið og drukknaði þar. Skipsbrotsmenn voru vitanlega fluttir heim að Hrauni og hresstir þar við, áður en farð var með þá til Reykjavíkur, enda var það ekki talið eftir, frekar en fyrri daginn.
Fyrir innan Vondu fjöru kemur Fremri- og Efri-Hrólfsvík. Í Hrólfsvíkinni hafði fyrir eða um miðja 19. öld rekið mannlaust seglskip (skonnortu). Þetta var í tíð Jóns dannebr.m. Jónssonar, sem var merkisbóndi þar á Hrauni. Skip þetta hafði komið heilt upp í fjöruna og var hlaðið bankabyggi, sem var laust ílestinni. Giskað var á, að áhöfnin hefði yfirgefið skipið vegna leka, en það svo ekki getað sokkið með þennan farm.
Bankabygginu hafði öllu verið bjargað í land, þurrkað á seglum og selt á uppboði. Talið var, að það hefði allt verið notað til manneldis og þótti hið mesta happ. Á þeim tímum voru hlutirnir nýttir og engu hent, sem hægt var a borða.
Innan við Hrólfsvík er Skerjaklettur, Hvalvík, Skarfaklettur og Dunkshellir. Í kringum 1890 fannst þarna rekin á hvolfi frönsk fiskiskúta. Erfitt var að gera sér grein fyrir. hvort áhöfn hefði farist með skipi þessu. En meðþví að engan mann hafði rekið úr því, var rekar hallast að því, að skip þetta hafi verið yfirgefið, en skipshöfninni bjargað af öðru skipi, áður en það rak upp. Í þennan tíma var gert út frá Ísólfsskála. Þeir bræður, Hjálmar og Brandur Guðmundssynir frá Ísólfsskála, voru þar formenn, með sinn bátinn hvor. Dag nokkurn á vertíðinni voru þeir á sjó austur í Hæslvík. Þar var þá mikið af frönskum fiskiskútum. Ein skúta var þar, sem þeir veittu sérstaka athygli, vegna þess hve segl hennar voru mislit, líkast því sem þau væru bætt. Seinni part þessa dags gekk svo í hvassa s.a. átt með slyddubyl. Þeir bræður héldu til lands, þegar veðrið fór að versla.

Isolfsskali-botin-139

Um kvöldið eða nóttina gekk síðan í hvassa s.v. átt. Morgunin eftir, þegar þeir á Ísólfsskála komu niður að sjónum þar, tóku þeir eftir miklu rekaldi þar úti fyrir og eitthvað var í fjörunni. Það var þegar giskað á, að skip hefði strandað vestur á Hraunssandi eða þar í kring og var fljótlega sent af stað að líta eftir þessu. Á leiðinni frá Ísólfsskála og út að Hrauni er mikið að þverhníptum háum klettum meðfram sjónum og sums staðar illt ap sjá greinilega niður í fjöruna, enda komust leitarmenn alla leið út að Hrauni, án þess að finna nokkuð. Frá Hrauni var svo snúið við aftur sömu leið og bættust þaðan menn við í leitina. Þegar upp að Dunkshelli kom, fannst svo þetta strand, sem áður er getið. Og þeir Ísólfsskálamenn töldu sig þekkja þar aftur frönsku skútuna með bættu seglin, sem þeir sáu í Hælsvík deginum áður. Engan hefi ég hitt, sem kann nánar að segja frá strandi þessu, en nú hefir verið gert.
isolfsskali-ornefni-139Fyrir innan Dunkshelli byrjar Hraunssandur og er hann í boga fyrir botni Hraunsvíkurinnar, hátt berg ríst alls staðar upp af Hraunssandi, og aðeins á einums tað er hægt að komast niður á sandinn, þar sem klettarnir eru lægstir. Alveg fyrir botni Hraunsvíkur, þegar ströndin byrjar að beygja út að austanverðu, rís Festarfjall upp af sandinum.
Í Festi eru Vestri-Nípa og Eystri-Nýpa, sem eru mörk milli Hrauns og Ísólfsskála, og frá Estri-Nípu heitir sandurinn Skálasandur. Munnmæli eru um að í skerjum, sem heita Selsker og eru fram undan Eystri-Nýpu, hafi í fyrndinni verið festiboltar fyrir skip og að þarna hafi þá verið skipalega. En miklar breytingar hafa þá orðið á landslagi þarna, hafi það nokkru sinni verið, því yfirleitt á öllum sandinum er sjaldan svo kyrrt, að hægt sé að lenda þar.
Upp úr 1890 hafði frönsk fiskiskúta siglt upp á Hraunssand og orðið þar til. Það var í besta veðri, svo margir bátar úr Þórköt lustaðahverfi voru á sjó. Eftir hádegi kom „fransari“ siglandi á þær slóðir, sem bátarnir héldu sig helst á, og virtist vilja hafa tal af þeim, því hann sigldi að hverjum bátnum eftir annan, og þeir héldu að vera skipstjórann sem var með köll og bendingar, en enginn á bátunum skildi, hvað hann vildi. Eftir að hafa siglt þannig á milli bátanna nokkra stund tók hann stefnu beint upp á Hraunssand og ar í strand. Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni segist muna það, að faðir sinn, Haflði Magnússon, sem lengi bjó á Hrauni, hafi oft minnst þessa fransa skips eða siglingar þess, þennan dag. Hann hafði verið í landi um daginn, en bátarnir voru svo nærri landi, að fljótlega var tekið eftir því, þegar franska skipið fór að sigla á milli þeirra, hvers af öðrum. Það þótti strax eftirtektarvert, því venja var að þegar „fransari“ sigldi að bati, sem oft hafði komið fyrir, þá var erindið að biðja þá fyrir bréf í póst, eða að hafa viðskipti. Sérstaklega höfðu þeir frönsku sóst eftir sjóvettlingum.

Gvendargjogur-139

Allt, sem þeir keyptu, var aðallega borgað í kexi. Einstaka sinnum var gefið í staupinu, svo karlarnir höfðu stundum komið góðglaðir í að, berhentir en með kex, og það þótti alltaf góð hlutarbót. Þeir frönsku þurftu því að jafnaði ekki að sigla milli margra báta til að fá afgreiðslu. Þess vegna var fari að veita siglingunni athygli, þegar svo að skipið tók stefnu til lands. Beið heimafólk á Hrauni þess með eftirvæntingu, hvað skipið ætlaðist fyrir. En þegar svo að siglingin hvarf frir hamranefið, sem lengst skagar fram sunnan við Hraunssand, þar sem Dunkshellir er, var séð hvert stefndi.
Hafliði fékk orð fyrir að vera léttur á sér og fljótur á fæti allt fram á elliár, en það hafi hann sagt, að aldrei mun hann hafa verið fljótari upp á Hraunssand en í þetta skipti. En þótt hann væri fljótur, var skipið strandað og landsjórinn búinn að setja það þversum í fjöruna. Öllu verðmæti hafði  verið bjargað úr skipi þessu og það svo liðast sundur þarna í fjörunni.
Magnús Hafliðason segir og, að Hraunssandur sé oft á mikilli hreyfingu, þannig, að sjórinn hreinsi stundum allan sand af einum staðnum og flyji á annan, svo klappirnar verði berar, þar sem sandurinn hverfur. Í einu slíku umróti segir hann að gríðarstórt akkeri hafi sést í klöppunum, en sandurinn hafi hulið það svo fljótt aftur, að ekki hafi unnist tími til þess að ná því, svo að það týndist aftur. En akkeri þetta telur hann víst að sé af þessu franska skipi.
Dagon-139Austan við Skálasand kemur Lambastapi, þá Bjalli og næst Skálabót; upp af henni er bærinn Ísólfsskáli. Fyrir austan Skálabót er Gvendarvör; það var víst aðallendingin meðan útræði var á Ísólfsskála. Þar fyrir austan Gvendarsker, Trantar, Hattvík, Hattur, Rangagjögur, Skálabás, Veiðibjöllunef, Mölvík, Katlahraun, Nótarhellir, Nótarhóll og Dágon. Þá er komið á Selatanga.
Dágon er hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum, eru í honum landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Kirkjunar komu víða við með ítök í gamla daga, og þarna fyrir Ísólfsskálalandi, frá Dágon að austan og vestur um Veiðibjöllunefn, átti Kálfatjarnarkirkja allan stórviðarreka, þ.e. ábúandinn mátti sjálfur hirða það sem kallað var morkefli. Ítak þetta var svo keypt af núverandi ábúanda og eiganda Ísolfsskála um 1920, svo það er ekki kirkjueign lengur.
Næst austan við Dágon er Vestri-Hlein, þá Eystri-Hlein. Þarna á Selatöngum var útræði frá Krýsuvík. Sundið hefir verið vestan undir Eystri-Hlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni hafa bátarnir verið settir undan sjó. Verbúðir hafa verið þarna, því 6-7 km vegalengd er frá Krýsuvík á Selatanga og allt að þriðjungi þess vegar apalhraun, svo það hefði verið erfið skipsganga – sem kallað var – að fara kvölds og morgna. Tóftir verbúðanna standa nokkurn veginn uppi ennþá, hafa verið hlaðnar úr vel löguðu hellugrjóti, svo glögga grein er hægt að gera sér grein fyrir því, hvert húsurými og aðbúnaður útróðramanna hefir verið þarna.
selatangar-139Það má gera ráð fyrir, að 12-15 menn hafi verið við hvern bát, eftir því hvað stórir þeir voru, og verbúðin þá verið fyrir alla skipshöfnina. Varla getur það trúlegt talist nú, að fyrir tæpum 100 arum hafi þetta stór hópur manna hafst við í húsnæði, sem ekki var nema 5.5 m á lengd og 2.5 má breidd, en það er stærðin á búðartóftunum þarna.
Ég sé ekki ástæðu til að fara að rekja sögu útræðisins á Selatöngum, þar sem þess er ð nokkru getið bæði í annálum og þjóðsögum. En geta vil ég þess, að Sigurður Jónsson frá Hópi í Grindavík kann brag nokkurn, þar sem allir útróðramenn, sem þá voru á Selatöngum, eru taldir með nafni, og samkvæmt bragnum hafa þeir þá verið yfir 60 talsins.
Fyrir austan Eystri-Hlein koma Vestri-Látur, þá Eystri-Látur, Miðrekar, Selhella, Þjófabásnefn, Þjófabásar og Húshólmi; þar upp undan er talið, að til forna hafi Krýsuvíkurbærinn staðið, en hraunflóð hafi runnið á bæinn, og sjást tóftarbrot á einum stað út úr hárri hraunbrún. Þarna í Húshólma bjargaðist í land áhöfn af skipi, sem sökk þar  rétt fram undan. Skip þetta hét Kópur og var frá Reykjavík, ekki veit ég nákvæmlega, hvenær þetta gerðist, en það var að hausti til, sennilega fryir eða um 1920.
husholmi-139Austan við Húshólmann byrjar svo Krýsuvíkurberg og er það fyrsta örnefnið Bergsendi. Þá koma Mávaflár og Hællinn, af honum dregur Hælsvík nafn; hún er frá Selatöngum og að Fuglasteini. Á Hæslvíkinni er talið vera mjög aflasælt. Fram undan Hælnum er sker eða klettadrangur; hann heitir Þyrsklingasteinn. Þá kemur ækurinn, það er svokallaður Vestri-Lækur, sem rennur skammt fyrir ofan bergbrúnina, og sér þar fyrir túni og tóftum.
Fyrir austan Lækinn er Skriðan, þá Lundapallur og  Ræningjastígur; fram undan honum, nokkuð úti í sjónum, er Fuglasteinn. Þar verpir mikið af sjófugli, þegar vel viðrar á vorin. En þegar a. eða s.a. áhlaup gerirm skolar hátt upp í hann, svo mikið fer af varpinu. Hægt er talið að komast í Fuglastein í aflandsvindi, þegar kyrrt er í sjó, og er þá farið þangað stöku sinnum.
Um Ræningjastíg er sú þjóðsaga, að ræningjarnir hafi komið þar á land í Tyrkjaráninu og farið alla leið heim til Krýsuvíkur. Þetta hafi verið á sunnudegi, þegar presturinn var með allan söfnuðinn í krikju. Eitthvað hafði klerkir vitað um ferðir Tyrkjanna, þótt hann væri að fræða fólkið um eilífa sáluhjálp, því þegar þeir komu heim á Krýsuvíkurtúnið, lét hann þá fara að berjast hvern við annan, þar til allir voru fallnir. Það var dálítið gagn í prestunum í gamla daga og varla yrði slíkum körlum skotaskuld úr því nú á dögum að fylla hjá sér kirkurnar svið og við. Ræningjarnir höfðu verið dysjaðir í túninu, þar sem þeir lágu, en klerkur hafði sagt, að notið hefðu þeir þess að það var sunnudagur, því annars hefði hann látið þá éta hvern annan. Fyrir dysjunum á að hafa sést, allt þar til nýi tíminn reið í garð þar í Krýsuvík og Hafnarfjarðarbúið jafnaði allar misfellur og gerði alla jörð að sléttu túni. 
krysuvikurberg-139Fyrir austan Ræningjastíg kemur Nýipallur og Vondasig. Þá koma örnefni, sem virðast benda til skipta á berginu til nytja, því fyrir austan Vondasig heitir Krýsuvíkurberg, þá Kotaberg, þar rennur eystri Lækur fram af berginu, og næst Strandarberg. Til forna hafði Strandarkirkja átt ítök til eggjatöku og fuglaveiða í Strandarbergi. Undir Krýsuvíkurbergi, sem þarna er sérnafn á berginu, eru sker nokkur, sem upp úr standa á fjörum og hita Selsker, og milli þeirra Selalón.
Á árunum 1900-1907 hafði enskur togari strandað þarna undir berinu. Enginn vissi, hvenær það hefði gerst, því ekki hafi verið gengið á fjörur nema endrum og eins, og var fyrst vart við það þannig, að nokkuð mikið brak fannst í Húshólma og vestur á Selatanga, Nokkru seinna sást svo skipsflakið sjálft ofan af bergbrúninni, þarna í Selalóninu.
Af brakinu var hægt að sjá, hvað skipið hafði heitið og hvaðan það var.

seljabot-139

Ekkert varð vart við áhöfnina; hún vitanlega farist með skipinu. Aðeins eitt lík eða part af líki hafði rekið í Húshólma og það verið jarðað í Krýsuvík.
Árið 1947 eða 48 strandaði og þarna á skernaddi undir Krýsuvíkurbergi vélbáturinn Árni Árnason úr Garðinum. Þetta var seint í apríl eða byrjun maí. Báturinn var í fiskiróðri og, að sagt er, að leggja línuna er það vildi til, en fiskur gengur þarna oft mjög nærri landi, enda aðdýpi víðast hvar. Fleiri bátar voru á þessum slóðum og ekki allir langt frá landi, svo bátshöfninni var fljótlega bjargað, en báturinn brotnaði þarna og hvarf.
Fyrir austan Strandarbergið er Strandarbergs- kriki. Þá er bergið farið að lækka, svo hægt er að komast niður í bás í krikanum. Þá kemur Keflavík; þar eru og básar, sem hægt er að komast niður í.
Þá kemur austasta örnefnið við sjó í Krýsuvíkurlandi. Það heitri Seljabót og eru þar mörk milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, ásamt sýslu– og hreppamörkum.
Þá hefir verið farið með öllum fjörum meðfram Grindavíkurlandi, af Valahnjúkamöl að vestan og í Seljabót að austan.
Ég hefi leitað til margra eldri manna, sem ég vissi að voru fróðir um örnefni og ýmsar sagnir, og eru það aðallega þessir: Gamalíel Jónsson, bóndi, Stað, Jón Gíslason frá Merki, Sæmundur Tómasson frá Járngerarstöðum, Ólafur Árnasonm, Gimli, Guðmundur Beónýsson, Þórkötlustöðum, Magnús Hafliðason, Hrauni, og Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála.
Það vannst ekki tíma til að leita til fleiri manna eða að fá að öllu staðfest það, sem sagt er frá, svo að lítilsháttar getur borið á milli í smærri atriðum. En í höfuðatriðum tel ég, að sé farið nærri því rétta.“
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Hraun

Dys við Hraun.

Staðarvör

Guðsteinn Einarsson lýsir Grindavíkurfjörum „Frá Valahnúk til Seljabótar“ í bókinni „Frá Suðurnesjum“ árið 1960. Hér á eftir fer frásögnin í þremur köflum:

valahnukur-139

„Það mun rétt, að fróðlegt sé að halda við örnefnum, nú þegar þeir umbrotatímar eru með þjóðinni, að mjög fækkar því fólki, sem stundar starf úti í sjálfri náttúrunni, svo sem smalamennsku, göngu á reka o.fl. – Við þessi störf voru örnefnin nauðsynleg, svo sem hvar kind hefði tapast, hvar fundist hefði reki, sem þyrfti að bjarga undan sjó o.s.frv.
Það sem jög fækkar fólki við þessi störf og þau að verða sem aukaatriði í afkomu fólksins, má og gera ráð fyrir, aðverulegur partur örnefnanna gleymist fljótlega, nema reynt sé að skrásetja þau, áður en til gleymsku kemur.
Vegna þess vil ég nú gera tilraun að því að taka upp öll örnefni, sem þekkt eru í fjörum og meðfram sjó fyrir Grindavíkurlandi. Þetta er löng leið, utan af Reykjanestá og alla leið austur að Selvogi eða að landi Herdísarvíkur, sennilega 70-80 km leið öll strandlengjan. Vitanlega væri það fljótlegast að byrja á öðrum hvorum endanum og þylja svo nöfnin eftir röð til austurs eða vesturs. En svo vill til að einmitt þessi strönd á sér mikla sögu, sem má og telja þess virði, að ekki falli alveg í gleymsku. Frá því er siglingar hófust til landsins, mun það vera ein fjölfarnasta skipaleið meðfram þessari strönd, og „í Húllið er allra vegur“, segir í vísunni, en það. Húllið, er sundið milli Eldeyjar og Reykjaness.
Strönd meðfarm svo fjölfarinni siglingaleið hlýtur því að eiga mikla sögu, þar sem örlög hafa oft og tíðum ráðist á skömmum tíma, örlög, sem ekki aðeins hafa snert okkur hér á ströndinni, heldur hafa náð langt út í heim og í aðrar heimsálfur.
Vegna þessa mun ég því reyna, um leið og ég tel upp örnefnin, að geta þeirra atburða, skipstranda eða björgunar, sem bundin eru við örnefni og gerst hafa síðustu 60-70 árin.
Valahnuksmalir-139Þegar ég byrja á örnefnum, tel ég eðlilegast að byrja á landmerkjum milli Hafna og Grindavíkur eða jarðanna Kalmanstjarnar og Staðar í Grindavík. Ekki eru sjálf merkin milli jarðanna ágreiningslaus, því máldagar munu fyrir, að þau séu á þremur stöðum, í Valahnúksmöl, austast, vestast og í miðja möl. Án þess að slá nokkru föstu um landamerki ætla ég að byrja við Valahnúkinn – sem óumdeilanlega mun vera í Kalmanstjarnar-landi, en það er örnefni, sem sker sig úr umhverfinu.
Valahnúksmöl er þá fyrsta örnefnið í Grindavíkurlandi. Frá henni taka við básar og hleinar. Í aðalbásnum, rétt austan við mölina, varð eitt af stærstu sjóslysum, sem orðið hafa á þessum slóðum, þegar olíuskipið „Clam“ strandaði þar og 27 menn drukknuðu. Þetta mun vera með hörmulegri slysum, sem orðið hafa, þannig, að menn þessir fórust allir vegna hreinna mistaka. Eitthvert ofboð hlýtur að hafa gripið skipshöfnina, eftir að skipið hafði strandað. Vitanlega gengu þarna stórir sjóir á skipið, svo það hefir sennilega látið illa meðan það var að festast í fjörunni, og þá var gripið til þess ráðs að setja út björgunarbáta. Það mun og hafa aukið slysið, að smá-var var undir síðunni andmegin, og fyrir það komust fleiri menn í bátana. En þegar aðeins nokkra metra var komið frá síðunni, náðu holskeflurnar þeim og veltu um á augabragði. Meðan skipið var að stranda, hafði verið dælt miklu af jarðolíu í sjóinn; hún myndar húð á sjónum, ekki ólíka tjöru. Þegar svo mennirnir lentu þarna í sjónum bæði í brimgarðinn og olíubrákina var ekki að undra, þó illa færi. Ekki voru nema 20-30 m í land, en alls staðar klettar í landtökunni. Þrátt fyrir allar þessar aðstæður skolaði þremur mönnum lifandi upp í klappirnar, og var þeim öllum bjargað. Bátarnir höfðu verið settir á flot, áður en björgunarsveitin héðan úr Grindavík kom á vettvang, svo þá var þetta allt um garð gengið. 

Reykjanes-239

Það voru 24 menn eftir í skipinu, þegar björgunarsveitin kom, og var þeim öllum bjargað, við einhverja bestu aðstöðu, sem sveitin hefir nokkru sinni haft, þar sem skipið lá undir kletti, álíka háum og skipið sjálft og rúmlega 20 m á milli. Þegar búið var að koma línusambandi á milli skips og lands, voru skipverjar dregnir í land hátt fyrir ofan sjó, svo enginn þeirra vöknaði í fót, hvað þá meira. Skipshöfnin var sögð 54 manns, og réttur helmingur af hvorum, Bretum og Kínverjum. Það var og talið, að um helmingur af hvorum hefði farist, svo ekki virtist þá orðinn mikill munur á kynþáttunum, þegar í þetta óefni var komið. Sama ofboðið eða hræðslan getur gripið jafnt, hvort maðurinn er hvítur eða gulur á litinn. Það sýndi sig og við að fara um vistarverur skipshafnarinnar að hugaðarefnin voru svipuð hjá báðum litunum; víðast hvar var mikið af fjölskyldumyndum, ýmist uppstillt eða í geymslum, myndir af konum og börnum og heilum fjölskyldum.
Það sýndi sig allt á eftir, hversu hörmulega hafði tiltekist hjá skipshöfninni, að ryðjast í bátskeljarnar úr hina stóra skipi, einu hina stærsta, sem strandað hefir hér við land, um 10 þúsund tonn, því það stóð að mestu óhaggað í fjörunni fram á næsta haust.
Austan við hleinarnar kemur Blásíðubás. Það er klettabogi undir stórgrýtiskampi undir klettunum. Uppi á klettunum stendur viti, kallaður Litli viti, og mun þar staðsettur, vegna þess að stóri vitinn á Reykjanesi er í hvarfi við Skálafellið á kafla nokkuð austur í Grindavíkursjó. Í Blásíðubás er vitað, að þrisvar hafa skipshafnir lent og bjargast þar á síðustu stundur frá því að lenda í Reykjanesröst og sogast þannig til hafs, út í stórsjó, og þá vafasamt um björgun.
Litliviti-139Fyrst hinn 24 mars 1916 lenti bátur þar með 11 manna áhöfn, formaður var Einar Einarsson frá Merki í Grindavík. Áhöfnin bjargaðist í land, en báturinn brotnaði að heita mátti í spón í lendingunni. Umgetinn mánaðardagur er mjög minnisstæður öllum eldri Grindvíkingum, vegna þess að þann dag urðu hinir mestu hrakningar, sem vitað er um í sjóferðasögu Grindavíkur; aðeins einn bátur af 26 náði sinni lendingu; hina hrakti alla, svo að þeir lentu þar sem þá bar að landi, með því að áhafnir, með þeim tækjum, sem þá voru árar og segl, réðu ekki við neitt. Upp úr hádegi þennan dag, þegar allir bátar voru í veiðifærum sínum á miðunum, skall á, að heita mátti allt í einu, norðanveður, sem nú mundi talið 10-12 vindstig. Umgetinn bátur, sem lenti í Blásíðubás, var sá utasti, sem lenti á Reykjanesinu, en þeir bátar, sem ekki náðu landi á Nesinu höfðu þá jafnframt tapað öllum skilyrðum til að ná landi, og þeir voru fjórir, bátarnir úr Grindavík, sem þannig fór með þannan dag, að þeir náðu ekki Reykjanestá og hrakti því undan sjó og vindi til hafs.
Hamingjan var hliðholl Grindavík þennan dag, því í þessu veðri urðu engir mannskaðar, og var það allt að þakka því að s.a. af Reykjanesinu, seinni part hins eftirminnilega dags, var staddur kútter Ester frá Reykjavík, einmitt á þeim tíma, sem hina fjóra báta tók að hrekja beint til hafs, eftir að þeir höfðu ekki náð Reykjanestánni. Skip þetta mun haaf verið að fara til lands með fullfermi af afla, en hikað við að leggja á „Húllið“ og fá hið mikla norðanveður beint á móti, þegar komið væri fyrir Reykjanesið. Þrátt fyrir að skipið hafi verið hlaðið, bjargaði það öllum af þeim fjórum bátum, sem þarna var að hrekja til hafs, það er um 40 mannslífum, sem um var að ræða. Það segir sig sjálft, hver aðstaða hefir verið að taka á móti svona stórum hóp manna um borð ís kip, sem var innan við 100 tonn að stærð og fullhlaðið. En þegar einbeitur vilji ásamt framsýni er til framkvæmda, er oft hægt að gera það sem lítt sýnist framkvæmanlegt. En þetta heppnaðist allt hjá skipstjóra og skipshöfn á kútter Ester hinn eftirminnilega dag, og þeir skiluðu heilu og höldnu hinum fjórum skipshöfnum, eftir að hafa annast allan hópinn í þrjá daga.
Þetta mun með mestu björgunarafrekum, sem unni hafa verið við strendur landsins. Það er staðreynd, að þegar taka þarf skjótar og mikilsverðar ákvarðanir um borð í skipi, er allt undir skipstjóranum komið, að hann sé nógu úrræðagóður. Maður sá, sem þarna stjórnaði, var Guðbjartur Ólafsson, sem lengi hefir verið forseti Slysavarnarfélags Íslands, en Grindvíkingar telja þar vera réttan mann á réttum stað.
ESkemmur-139kkert örnefni er svo fyrr en kemur á s.a. horn Reykjanessins. Það er klettagjögur, sem heitir Skarfasetur, þá beygir ströndin inn á svo kallaðar Víkur. Skemmur heita klettarnir frá Skarfasetri og þar til þeir lenda í malarbás. Í Skemmum eru hellar og skútar nokkrir, þar sem sjórinn hefir skolað mýrki bergtegund á burtu, en þær harðari standa eftir. Það eru oft þungar drunur, þegar úthafsaldan sogast um skútana.
Malarbás sá, er byrjar við skemmurnar, heitir Básinn. Þar strandaði vélskipið Búðaklettur frá Hafnarfirði hinn 23. desember 1943 eða 44, í s.a. stórviðri og vitanlega veltubrimi. Með skipinu voru, auk skipshafnar, tveir farþegar. Brimið mun hafa skolað skipinu alveg upp í fjöru, því allir mennirnir komust úr því og niður í fjöruna, skömmu eftir að það strandaði, En svo slysalega tókst til, að sjórinn náði báðum farþegunum, og fórust þeir þar, en hinir björguðust. Daginn eftir var skipið brotið í parta, og þannig hefir það verið með þau skip, sem strandað hafa að utanverðu á Reykjanesinu, að hin þunga alda hefir sundrað þeim fljótlega.
Þá tekur við Krossavíkurberg, sem ég hefi heyrt einnig kallað Rafnskelsstaðaberg, en geri ráð fyrir að fyrra nafnið sé rétt. Þetta er nokkuð mishátt berg, 10-40 m á hæð, en hægt að ganga undir því alltaf á fjörum þegar lítið er í sjó. Undir þessu  bergi lenti til botns einn bátur hinn umtalaða dag, 24. mars, með 10 eða 11 manna áhöfn; formaður á honum var Ívar Magnússon frá Görðum í Grindavík. Sumir af skipshöfninni töldu, að Kristján Jónsson frá Eri-Grund hefði sennilega bjargað allri skipshöfninni með því að halda skipinu föstu í klettunum, meðan skipshöfnin var að komast úr því, og það síðan dregist út og brotnað. Þetta kom þó skipshöfninni ekki ssman um, og töldu sumir þeirra það fjas eitt. Eitt er það í minni manna hér, frá því er skipshöfn þessi var laus úr sjónum og komin upp í urðina undir berginu, sem sýnir þess tíma hugsunarhátt. Einn af skipshöfninni, sá hét Bárður Jónsson, var orðinn nokkuð fullorðinn og hafði það að aukastarfi að hirða gemlinga sem húsbjóndi hans, Dagbjartur Einarsson, átti. Er Bárður leit upp eftir berginu og sá hvergi upp af brúninni fyrir bylkafaldi, átti hann að hafa sagt: „Seint verður það, sem þeir fá gjöfina sína í kvöld, gemlingarnir hans Dagbjartar“.

jon baldvinsson-139

Þarna undir Krossavíkurberginu, þar sem það er farið að lækka að innanverðu, skeði og það hrapallega slysa, að togarinn Jón Baldvinsson strandaði þar. Sem betur fór, varð þó mannbjörg þarna, enda sæmilega góð aðstaða, sem alltaf telst vera, þegar hægt er að festa dráttartaugina í landi á heldur hærri stað en hið strandaða skip er. Togarinn brotnaði ekki strax, en þá skeði annað, sem sýnir best þunga og afl öldunnar á þessum slóðum. Hann fór bara á hvolf, þannig að kjölurinn vissi beint upp í loftið.
Þá taka við Krossvíkur, fyrst mölin, þar lenti til brots hinn 24. mars bátur með sex mönnum; formaður á honum var Magnús Guðmundsson frá Akraból. Áhöfnin bjargaðist, en báturinn brotnaði í spón.
Krossvíkurbásar eru að norðan – innan – við Mölina. Í berghlein innst á básunum rak upp hinn 14. apríl 1926 vélbátinn Öðling frá Eyrarbakka, um 12 tonn að stærð. Talsvert varð utan um þetta rek bátsins, vegna þess að upp úr hádegi greindan dags sást báturinn á reki framundan Staðarmölum og var á tímabili gert ráð fyrir, að hann ræki þar upp. Hann hafði flagg uppi í afturmastri og lá alltaf eins í sjónum, „hálsaði“ hverja öldu svo fallega, að sjánlega kom varla dropi á dekk. Vegna flaggsins, sem hann hafði uppi, var búist við því, að menn væri um borð og því sendur mannafli á fjöruna til að reyna að bjarga, ef með þyrfti. Báturinn slapp fyrir Staðarmalir og rak svo vestur yfir Víkurnar. Um leið og sent var á fjörurnar, var og sendur maður í síma, sem þá var á einum stað éi hreppnum, í Járngerðarstaðahverfinu. Ekki fékkst vitneskja um bátinn fyrr en kl. 5 að kvöldi þessa dags. Þá fréttist lokksins, að báturinn mundi vera frá Eyrarbakka og mannlaus, með því daginn áður hafði snögglega gengið í mikið austanveður, svo tveir bátar þaðan höfðu orðið að snúa frá lendingu, en úti fyrir hafði og útfallið verið svo slæmt, að þeir höfðu leitað til togara, sem var grunnt á Selvogsbankanum. Höfðu þeir bjargað áhöfnunum, en ekki getað ráðið við að bjarga bátunum. Þá var og vitað að í öllum flýtinum við að komast um borð í togarann hafði gleymst að draga niður fánann á Öðling.
haleyjar-toft-139Að fengnum þessum upplýsingum sneri sendimaður til baka, og þegar út í Staðarhverfi kom, varð hann að halda áfram út í Víkur, því þar var hópur manna að bíða eftir að taka á móti bátnum, og reyndust þeir vera komnir alla leið á Krossvíkur. Þar var og báturinn fram undan og kominn fast að brimgarðinum, en lá alltaf jafn fallega, hálsaði hvern sjó. En svo kom sá aflmesti fyrir Öðling og sá stærsti og tók sig upp utar en aðrir. Öðlingur tók hann jafn fallega og hina, en náði ekki upp í toppinn á sjónum, áður en hann féll, heldur lenti í lykkjunni á sjónum, sem velti honum eins og kefli alla leið til lands, ca. 400-500 metra, og að síðustu skellti honum á réttum kili niður á klapparsyllu, svo hátt uppi, að hann hreyfðist ekki meira.
Það þótti og merkilegt, að þegar farið var að skoða ofan í bátinn, sem var eftir litla stund, kom í ljós, að enginn sjór var í lúkarnum og fatnaður og veiðarfæri í lúkar allt þurrt. Virðist hafa fengið svo fljótar veltur, að enginn sjór fór í hann.
Þá tekur við Háleyjaberg, 10-20 m hátt, með stórgrýttri möl undir. Í þeirri möl rak lík þess óþekkta sjómanns, sem jarðaður er í Fossvogskirkjugarði undir minnismerkinu.
Háleyjar eru næst, og er talinn merkisstaður, kannske mest fyrir það, að þar voru talin góð fiskiið fram undan, í þá daga, sem eingöngu voru notuð handfæri, sbr. vísupartinn: „…á Háleyjum er hugurinn Hafnaformannanna“. En í landi er það og sérstakt, að þar er eini staðurinn, sem heitið geti að lendandi sé á, frá Grindavík og út á Reykjanes. Þó er þarna ekki lendandi nema í góðu verði og tiltölulega öldulitlum sjó.
Haleyjahlein-139Þarna mun hafa verið eitthvert útræði, því tóftarbrot er þar á bakka fyrir ofan kampinn, sem sagnir eru um að hafi verið til viðlegu. Landslagi er þarna þannig háttað, að hár stórgrýtiskampur liggur frá norðurenda Háleyjabergs að Sandvíkurbásum, sem er lágt klettabelti. Þar sem kampurinn kemur að klettunum, kemur klettahlein, kölluðu Háleyjahlein, sem liggur út í sjóin og um fjöru ca. 400 m út á móti Háleyjakampinum. Þannig myndast nokkuð djúp renna á milli hleinarinnar og kampsins. Háleyjahlein er þannig eins og bryggja út í sjóinn, þvertnípt báðum megin, og sjómegin er svo djúpt, að hvergi sér til botns um fjöru.
Þarna á Háleyjum lentu fjórir bátar hinn eftirminnilega dag, 24. mars. þeim var öllum bjargað undan sjó án skemmda. Þá mætti það og gjarnan geymast, að tveir af bátunum, sem þarna lentu, voru settir af handafli einu saman alla leið austur í Staðarhverfi, ca. 8-10 km leið, mest yfir apalhraun. Alls voru fjórir bátar settir þannig; aðrir tveir, sem lentu á svo nefndum Kletti. Þannig var farið að, að settir voru tveir bátar, saman hvor á eftir öðrum, svo tvær skipshafnir voru þannig saman. Timbur var mikið á fjörunum þarna og var það notað fyrir „hlunna“, en það voru spýtur kallaðar, sem notaðar voru við setningu báta. Stóra staura varð að nota til að tæki vel upp yfir standana í hrauninu, svo síður bátanna rækjust ekki í þá, enda minnist ég þess, að margir kvörtuðu um aumar axlir, sem voru við þennan stauraburð. En þetta heppnaðist, og ekki var verið nema rúman dag með hverja tvo báta.
Einhvern tíma um árið 1930 vildi það til, er báturinn Elliðaey frá Vestmannaeyjum var við dragnótaveiði austan við Reykjanesið, að í honum kviknaði, svo að bátverjar réðu ekki við eldinn, og tóku þeir það til ráðs að sigla bátnum upp og fóru inn á Háleyjar og björguðust þar í land, en báturinn eyðilagðist alveg.
Stadarberg-kort-139Fyrir austan Háleyjar taka við Sandvíkurbásar, klettarani með básum í. Þá kemur Sandvíkin sjálf; fyrir austan hana koma klappir; austast í þeim er nefndur „Klettur“, þar sem Mölvíkin tekur við. Fyrir austan „Klettinn“ er og talið hægt að lenda í góðu veðri, og þar lentu þrír bátar í hrakningunum 26. mars og voru tveir af þeim „settir“ austur í Staðarhverfi, sem áður er sagt.
Mölvíkin sjálf er nokkur hundruð metra malarkampur. Fyrir austan hana eru Hróabásar. Þá taka við Sölvabásar og er þá komið austur að Staðabergi vestanverðu. Í því eru tvö örnefni: Vestri- og Eystri-Fiskivörður, þær skera sig úr þannig, að þær er klapparnípur, sem standa upp úr berginu og er að jafnaði hvítar af fugladriti en umhverfið um kring.
Austarlega í Staðarbergi eru svo kallaðar „Klaufir“ og sjálfur austurendinn kallaður Bergsendi. Þar í Bergsendanum er gatklettur mikill. Fyrir austan Staðarberg taka við Staðarmalir og ná þær langleiðina austur undir byggðina, en eru svo með mörgum örnefnum og minningum válegra viðburða. Bergsendaker er vestasta örnefnið á Staðarmölum. Skagar úr kampinum og nokkuð út í sjóinn. Þarna skeði það á sumardaginn fyrsta 1933 eða 34, að trillubátur lenti upp á klettana, og þrátt fyrir að á þessum slóðum virðist helst aldrei kyrrt, en alltaf þannig úthafsalda við klettana, þá skeði það þó í þessu tilfelli að mennirnir björguðust allir og báturinn einnig, svo til óskemmdur. Aðdragandi að þessu var sá, að þennan dag var ágætisveður og ágætis fiskafli. Margir bátar í Grindavík lögðu á sjó um miðjan dag, þegar búið var að draga fyrra kastið, sem kallað var. Þar á meðal var trillubáturinn „Gísli Jónsson“, sem Gunnar Gíslason frá Vík var formaður á. Undir kvöldið gekk í snögga austanátt með stormi og snjókomu. Nokkru eftir að bylurinn skall á, bilaði vélin í Gísla Jónssyni, og varð þá að yfirgefa línuna og setja upp segl og sigla til lands. Þá var byrjað að skyggja að nóttu og einnig vegna bylsins; vissu þeir ekki fyrr en komið var fast að landi; höfðu aðeins svigrúm til að fella seglið og leggja út árar, þegar sjórinn tók bátinn sem skilaði honum fyrir hátt sker, sem þeir voru framan við…
Stadarberg-139Þegar í land var komkið gátu mennirnir, fimm að tölu, í rólegheitum stigið úr bátnum og upp á kampinn. Sjórinn náði ekki bátnum neitt að ráði meira, enda var útfall. Bátnum var síðan bjargað af fjölmenni fyrir næsta flóð. Þegar bátnum var bjargað, kom í ljós, að hann hafði lent á klapparnefni, sem stóð upp úr kampinum, og svo mjúklega, að varla sást á byrðing bátsins, sem ekki var þó nema 3/4″ á þykkt. Þannig geta hin trylltu náttúruöfl tekið mjúklega á hinum ósjálfbjarga mannim þegar því er að skipta, en það er því miður ekki oft á þessums lóðum sem slíkt hefir skeð. Ofar að það hafi kostað farið og stundum alla ahöfnina að lenda þarna í fjörunni. Og slíkur viðburður er og bundinn við þetta Bergsendasker.
Hinn 1. apríl 1924, var að ganga niður mikið s.v. veður. Þann dag varð vart við eitthvert rekald úti á Staðarmölum og þegar farið var að athuga, reyndist þar hafa farist með öllu saman færeyskur kútter að nafni Anna frá Tofte. Það benti til, að skipið hefði farist á Bergsendaskerinu, að framundan því var afturmastrið á floti og hékk þar fast í botni fram á sumar, en losnaði þá og rak vestur á Sandvík. Þegar skipið fannst, var það þegar brotið í spón og dreift meðfram öllum Staðarmölum. T.d. var stórmastrið í fjórum eða fimm bútum. Ekki man ég, hve margir emm voru á skipi þessu, en 14 eða 15 lík rak úr því, og voru þau jörðuð í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík.
Stadarhverfi-uppdrattur-139Næst fyrir austan Bergsendasker er Ræningjasker. Það er nokkru stærra og skagar út í sjóinn frá kampinum eins og hitt. Þar segja munnmælin að Tyrkinn hafi gengið á land í ránsförinni 1627, en prestuinn á Stað hafi kunnað nokkuð fyrir sér og hann snarast upp á hæðirnar fyrir vestan Húsatóftir, hlaðið þar í snatri 3 vörður og gengið svo frá, að Tyrkjanum sýndist það her manns. Jafnframt hafi hann mælt svo um, að Staðarhverfi skyldi ekki verða rænt, svo lengi sem steinn stæði yfir steini í vörðunum, enda hafði Tyrkinn snúið við hið skjótasta.
Um vörðurnar er svo aftur það að segja, að þær voru hið meta þarfaþing. Fyrir utan það að vera ræningjavörn voru þær notaðar sem eyktarmörk frá Húsatóftum og kallaðar Nónvörður. Fyrir austan Ræingjasker kemur smávik inn í Malirnar. Það heitir Olnbogi (í daglegu tali Albogi). Þarna hefir verið skammt stórra höggva á milli með slysin, því í þessu viki strandaði Skúli fógeti hinn 10 apríl 1933. Þarna fórust 17 manns, en 26 var bjargað. Með það slys var eins og allt hneigðist að því, að það yrði sem stórkostlegast, þar sem skipið strandaði fullhlaðið, á strórstarumsfjöru, í brimi og vaxandi austanátt og fjaran eintómir klettar. Skipið lagðist strax á botninn, svo sjórinn féll yfir það eins og sker. Býst ég við, að það muni seint gleymast þeim, sem viðstaddir voru um það leyti sem verið var að skjóta línunni um borð, nálægt háflóði um morguninn. Þá gengu sjóirnir alveg yfir skipið, og hvalbakurinn, þéttsettur mönnum, fór í kaf í löðrið, svo búsist var við á hverri stundi, að eitthvað bilaði og áhöfnin sópaðist í hafið. Það fór þó betur en á horfðist, enda batnaði ástandið fljótlega, þegar fór að falla út. Það þótti rösklega gert af öðrum stýrimanni, Kristni Stefánssyni, og bátsmanni, Guðjóni Marteinssyni, að þegar búið var að bjarga mönnunum, sem voru á hvalbaknum, fóru þeir í stólnum út í skipið aftur, með heitt kaffi til að hressa þá tvo menn, sem allt aðfallið höfðust við í afturmastrinu og urðu að bíða þar, þangað til meira lækkaði í. Menn þeir, sem voru í afturmastrinu, voru fyrsti stýrimaður og einn háseti. Höfðu þeir verið að opna lifrar- eða lýsistunnur, en orðið að flýja frá því upp í mastrið og binda sig þar fasta. Undir fjöruna komast þeir fram á hvalbakinn og voru síðan dregnir í land í björgunarstólnum. Ekki vissi ég til, að komist hefði verið um borð í Skúla fógeta, frá því hann strandaði og þar til hann hvarf alveg í maímánuði næsta á efir.
Stadarhverfi-uppdrattur II-139Fyrir austan Olnboga eru Stekkjarklappir, þá Stekkjarnef – lítill tangi út í sjóinn, og þar fyrir austan Malarendi, og er það austurendinn á Staðarmölum. Þar í Malarendanum strandaði í ársbyrjun 1924 þýskur togari, Schluttup að nafni. Þetta var allra rólegasta strand. Skipið lenti um háflóð upp á kampinn, svo ekki voru meira en ca. 15-20 m út í dallinn. Skipshöfnin henti kastlínu í land, og á kaðli handlangaði sig einn lipur drengur í land; hinir biðu svo, þangað til féll út, og gátu þá gengið þurrum fótum í land. Skipstjórinn var mjög feitur og þótti víst óefnilegt að feta sig upp í hála fjöruna, svo það var tekið til ráðs að leggja planka úr dallinum eftirfjörunn handa skipstjóra að ganga eftir.
Skipshöfnin var flutt samdægurs til Reykjavíkur og skipstjóri fór fyrir sjórétt í Hafnarfirði hjá Magnúsi Jónssyni sem þá var sýslumaður Gullbringusýslu, Magnús sagði, að skipstjórinn hefði í réttinum mikið lofað Grindvíkinga fyrir þá dirfsku og dugnað, sem þeir hefðu sýnt við björgunina. „Margur fær af litlu lof og last fyrir ekki parið“. Þá var það og við þetta strand, að mikil vinna var við að bjarga úr skipinu. Allt, sem einhvers virði var, var losað og flutt upp á græn grös og geymt fram á næsta sumar, að það var flutt sjóleiðis til Reykjavíkur. En skipsskrókkurinn sjálfur lá eftir í malarendanum, en veltist svo um allar fjörur, þannig, að hann færðist alltaf til í hverju stórflóði, sem gerði til ársins 1938 eða 30, að hann var rifinn sundur og seldur sem brotajárn til Englands.
Fyrir innan Malarendann heitir Fæðikrókur, þá Móakotssandur, Staðarból, Brunnklettur og Kvíadalssandur. Fyrir austan Kvíadalssand kemur Skítaklettur, þá Litla-Gerðisfjara og Stóra-Klöpp; hún er framan við túngarðinn, á móti þar sem bærinn í Stóra-Gerði stóð. Framundan Stóru-Klöpp, nokkuð úti í sjónum, sér  skerstand með lágum sjó. Það heitir Skuggi. Austan við STóru-Klöpp tekur við Gerðismölin, þar út af Gerðistangar; innan undir henni að innanverðu er Kasalón. Á árunum 1880-90 hafði frönsk skúta siglt í góðu veðri upp á Gerðismölina – eða í Kasalónskjaftinn, að sagt var vegna leka. Engar sagnir veit í sérstakar um það strand, aðrar en að gamalt fólk í Staðarhverfinu taldi, að klukka sú, sem nú er í sáluhliðinu í Staðarkirkjugarði, væri skipsbjalla úr því skipi. Að innanverðu við Kasalónið er Staðarklöpp. Að norðanverðu í Staðarklöpp eru tvær varir, ar sem skip lentu að losa aflann; hétu Skökk og Litla-Vör. 

Bindisker-139

Fiskhjallur eða þeirra tíma söltunarhús var á klöppinni; tóftin að því stóð fram um 1930 og var þá undir því moldarjarðvegur, ca. 2 m. á hæð, en er nú öllu skolað í burtu og klöppin ber. Innan undir Staðarklöpp er Staðarvör, þar sem bátarnir voru settir í land. Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan um boltann hefir verið rennt blýi. Bolti þessi er talinn vera frá Kóngsverslunar-tímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Innan við Staðarvörina er Bjarnasandur. Þá koma Hvirflar; þar eru merki fyrir grunnleiðina inn á víkina. Þau sundmerki eru og landamerkjavörður milli Staðar og Húsatófta, og tekur þá við Húsatóftaland. Í Hvirflum, rétt norðan við landamerkin, var árið 1933 byggð bátabryggja fyrir Staðarhverfið. Þá kemur Búðarsandur, og er þar talið að verslunarhús kóngsverlsunarinnar hafi staðið. Frá þeim tímum er og fleira þarna af örnefnum. Í Búðasandinum man að við krakkarnir fundum múrsteina, sérstaklega eftir stór flóð, allt til ársins 1910. Fyrir austan Búðarsand er stórt skerjasvæði eða tangi út í víkina, sem heitir einu nafni „Garðafjara“, en í henni eru nokkur örnefni. Uppi í sandinum er fyrst Búðarsandsklöpp; utar er svo Kóngsklöpp, þá Kóngshella og utast á tanganum heitir Barlest eða Ballest; þar hafði hinn bindisboltinn verið, móti þeim, sem áður er getið utan undir Staðarklöppinni. Sá bolti hafði verið losaður og fluttur heim að Húsatóftum og hafður fyrir „hestastein“. Kóngsverslunin eða hús hennar eru talin hafa farið í sjó og verslunin lagst niður í hinu svo nefnda Básendaflóði 1799, en ekki veit ég til, að þess sé getið í annálum. Hæsta klöppin í Garðafjörunni heitir Tóftaklöpp; þar hafði lengi staðið sjávarhús frá Húsatóftum, en þau voru farin fyrir síðustu aldarmót og þá komin upp á bakkann fyrir ofan. Að norðanverðu í Garðafjöru eru tvö sker með nafni, Selsker og út af því Bryggjan.
Gardafjara-139Í prestskapartíð séra Kristjáns Eldjárns á Stað, frá 1871-1878, vildi það til í góðu veðri, að fólk, sem var við heyvinnu ofarlega á Húsatóftatúninu, tók eftir svartri þúst út við sjóndeildarhring, s.a. í hafi. Þústa þessi sýndíst alltarf vera að breyta um lögun, verða stærri eða minni um sig í sífellu, fljótlega skýrðist hún, virtist fara nokkuð hratt og stefna beint til lands.
Þegar upp undir landið kom, þóttist fólkið sjá, að hér væru höfrungar á ferðinni, en því sýndist og, að einhver stór skepna væru þarna á ferðinni, sem höfrungarnir eltu og berðu á. Hópverð þessi hélt beinustu leið til lands og stoppaði ekki fyrr en uppi í Garðfjöru að innanverðu. Þarna reyndist stór steypireyður að vera á ferðinni að flýja undan höfrungunum; hún hafði nokkuð verið rifin og tætt eftir höfrunguna, sérstaklega á hausnum.
Flestir sem rólfærir voru í Staðarhverfinu, höfðu verið komnir á fjöruna, þar sem hvalurinn lenti, og þar á meðal séra Kristján Eldjárn. Hann hafði átt „korða“, og strax og hvalurinn var „landfastur“ hafði prestur lagt hann undir bægslið öðrum megin. Í þennan tíma þótti það merkur atburður, þegar hvalreki varð, gilti mikinn mat, sem venjulega var of lítið til af. En þarna var sagt að hefði farið eins og fyrri daginn, þegar átti að fara að skipta verðmætunum, því eitthvert ósætti hafði orðið milli prestsins og jarðeigandans, út úr því, hvað stóran hlut prestur skyldi fá fyrir sverðlagið í hvalinn. Jarðeigandinn hafði talið það óþarfa, því hvalurinn hefði drepist án hans.
Það gamla fólk, sem sagði mér þessa sögu, vissi ekki hvernig hvalskiptin höfðu orðið endanlega, en taldi, að þetta ósætti hefði flýtt fyrir því, að séra Kristján sótti frá Stað nokkru síðar.
Husatoftir-139Norður af Garðafjöru er Tóftarvikið. Þar er ægisandur, og var þar mikið grafið eftir fjörumaðki til beitu. Þá taka við „Þvottaklappir“. Á lágum sjó er þar mikið vatnsrennsli niður fjöruna, og þangað var farið með þvott frá Húsatóftum og hann skolaður þar, kallað „að fara í Vötnin“. Þá tekur við Vatnslón, eiginlega tvö sandvik, sem skiptast af klappabelti, kallað Vatnslónsklappir. Milli Vatnslónsklappa og Garðafjöru þvert fyrir Tóftavikinu eru tvö sker, sem heita Flæðiklettar. Þar varð í alla stórstrauma að líta eftir að sauðfé færi ekki út í, því venjulega hafði það ekki af að synda til lands; drapst á leiðinni.
Árið 1896 eða 97 bar það við, að þarna á Flæðaklettinum innri sást ein ferleg skepna, sem reyndist vera rostungur. Til atlögu við rostunginn lagði bóndinn á Húsatóftum, sem þá var Helgi Þóraðarson, vopnaður byssu (framhlaðning) og hafði af að drepa hann með henni. Ekki hafði þótt mikið varið í kjötið af rostungnum, bæði lítið og seigt; þótti vera mjög horaður, hefir sennilega verið kominn verulega frá sínu umhverfi og lifnaðarháttum. Hins vegar höfðu tennurnar þótt dýrgripir miklir, og húðin hafði öll verið notuð í reipi og þótt góð til þeirra hluta, sérstaklega að þau hörnuðu minna í þurrkum en önur ólarreipi, sem kölluð voru.
Í kringum 1890 sigldi frönsk skúta, „Fransari“, inn á milli Flæðiklettana og strandaði þar. Þetta hafði verið í austan golu, en sæmilegu veðri. Nafn þess var „Bris“. Mikill matur, línur og kaðlar hljíta að hafa verið í þessum skipum, sem áttu að halda úti marga mánuði samfleytt, með 30-40 manna áhöfn, enda töldu strandbyggjarnir slík strönd með stórhöppum, þegar þau lentu á kyrrum og góðum stöðum, þar sem ekkert fór til spillis, en öllu var hægt að bjarga. Þarna höfðu og unnið við björgunina allflestir rólfærir karlmenn, sem þá hafa verið margir í Grindavík, þar sem þetta var seinni part vertíðar. Allt var borið á bakinu og hægt að komast að skipshliðinni á lágum sjó, en langt þurfti að vaða og höfðu flestir verið í skinnbrókum, sem voru þeirra tíma hlífðarföt. Ekki heyrði ég gamla menn segja sérstakar sögur um þessi verðmæti.

Skuli fogeti-139

En um borð í „Frönsurunum“ var líka kóníak og um það heyrði ég gamla menn tala og segja sögur af með lifandi áhuga. Aðal sögnin var það, að þegar verið var að bjarga koníakstunnunum, vildi það óhapp til, að annar botninn bilaði í einni tunnunni, svo mikið að rétt þegar hún var komin undan sjó, fór hann alveg. egar svo var komið, hafði þótt eðlilegast að karlarnir fengi hressingu, og tóku víst margir hraustlega til drykkjarins. En þrátt fyrir að flestir drukku sem þeir gátu, var enn eftir í tunnunni. Þá var ekki siður, að menn hefðu með sér kaffi eða aðra drykki til vinnu og því voru engin ílátin til nú þegar vökvunin bauðst. En ekki voru menn ráðalausir, því þá var gripið til brókanna og kóníakið látið í brókarskálm og þannig bjargað úr tunninni. Leiðin austur í hverfi, Járngerðar- og Þórkötlustaða, hafði sóst seint hjá mörgum með hinn dýrmæta dropa, og voru margar sagnir um það sem ég kann ekki að segja í einstökum atriðum. En margir höfðu lagt sig á leiðinni og nokkrir ekki náð heim fyrr en næsta dag.
Sérstaklega man ég eftir Þorgeir Björnssyni frá Staðarhverfi. Það var léttlyndur karl, sem virtist ekki taka lífið mjög alvarlega. Hann kunni margar sögur um Brisstrandið og talaði um það sem mestu óhamingju lífs síns, að nokkrum dögum áður en hún strandaði, hafði hann lagst í lungnabólgu, legið fram yfir alla björgun og þannig orðið af öllu koníakinu.
Flaedisker-139Austan við Vatnslónið kemur Vörðunestanginn. Frá Hvirflum og austur að Vörðunestaknfa eru sendnir grasbakkar, fyrir neðan Húsatóftir, það heitir Arfadalur, daglega kallaður „Dalur“. En víkin öll, milli Vörðunestanga og Gerðistanga, hét Arfadalsvík, nú venjulega kölluð Staðarvík, leiðina inn í víkina, „sundið“, hefi ég heyrt kalla annað en Staðarsund.
Austan við Vörðunestangann er sjálft Vörðunesið. Þá taka við „Karfabásar“ og austan við þá Jónsbásaklettar. Þar varð það slys árið 1902, snemma í janúarmánuði, að enskur togari strandaði og fórust allir, sem á honum vour, 11 manns. Þetta strand átti að heita nokkuð sögulegt. Skipið hét Alnaby, og skipstjórinn á því var einn rómaðasti landhelgisbrjótur, sem hefir verið hér við land fyrr og síðar á enskum togurum, og er þá mikið sagt. En hann var með togara þann, er rétt um aldamótin varð þremur mönnum að bana vestur á Dýrafirði. Hannes Hafstein, þáverandi sýslumaður, fór um borð í togarann, sem var að veiðum uppi í landsteinum. var grunur á að sleppt hefði verið vír úr tolla á togaranum, sem hefði hvolft bátnum. Ekki hafði verið sýnd tilraun frá togaranum að bjarga mönnum þeim, sem voru að hrekjast í sjónum, svo hér hefir verið u verulegan þrjót að ræða. Ekki var hann tekinn þarna, en kæra hafði verið send út af verknaði þessum til hinna dönsku yfirvalda í Kaupmannahöfn. En sennilega hefði það ekki komið að miklu gagni, ef þessi sami skipstjóri hefði ekki svo víða komið við, að hann var tekinn í landhelgi við Jótlandsstrendur ekki löngu seinna, og fyrir tilviljun mun hann hafa fengið dóm fyrir þennan verknað sinn í Dýrafirðinum. Sagt var, að hann hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og verið í sinni fyrstu ferð hingað til landsins eftir að hafa tekið út sína fangelsisvist.
Skipstjóri þessi hafði heitið Carl Nilson og verið kallaður Sænski Carl. Það voru og sagnir um, að hann hefði verið búinn að heita því að velgja Íslendingum undir uggum, þegar hann kæmi þar á miðin aftur, en hvað sem því líður, var það staðreynd, að þarna í Jónsbásarklettum átti þessi þjarkur sitt síðasta uppgjör við tilveruna….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Sjóslysaskilti

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.

Húshólmi

Haldið var sem leið lá í gegnum Grindavík með stefnu á Húshólma í Ögmundarhrauni. Staðurinn er einstakur í sinni röð; fornar tóftir, garðar, borg, grafreitur og fleira frá upphafi Íslandsbyggðar. Upplifunin við að heimsækja

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Húshólma er slík að sérhver, sem það gerir, gleymir henni ekki svo glatt. Þarna er t.d. forn skáli, sem Ögmundarhraun umlukti um 1151, tveir aðrir skálar, sem hraunið hlífði að öllu leyti og að hluta, tóft kirkju að talið er, mikil garðlög og hringlaga gerði á svonefndri Kirkjuflöt.
Með í för voru m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, og hinn fornfálegi og jafnframt frábæri söngvari Rúnar Júlíusson, auk Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Sigríður, sem Matti Matt kallaði á sínum tíma „hina landlausu“ í byrjun stjórnmálaferils hennar á Reykjanesi, gerði sig vel heimankomna á Skaganum og ljóst er að hún er komin til vera. Rúnar söng nokkur lög eftir hann, bæði gömul og glæný af nýjum geisladisk, sem hann var að gefa út, sextugur maðurinn.
Þá hélt bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, tölu þar sem hann minnti þátttakendur á eignarhald Húshólmans, möguleika Reykjanessvæðisins og áhuga þeirra á nýtingu þess til framtíðar.
Fram hafði komið í forystugrein Fréttablaðsins þennan dag að sá stórkostlegi árangur hafði náðst að loka allt sauðfé á fæti inni í afmörkuðu beitarhólfi og stóra skrefið framundan væri að nýta það sem eftir væri til útivistar og ferðamennsku, en ljóst væri að það gæfi stórkostlega möguleika í þeim efnum af mörgum ástæðum.
Gengið var eftir Húshólmastíg inn í hólmann, staðnæmst við austasta garðinn, sem hlaðinn er að mestu úr torfi. Þó má sjá á kafla neðstu steinröðina er notuð var til að leggja línu garðsins.
Vestast rann hraunið að garðinum og haffærði hann. Næsti garður er skammt suðvestar; einnig torfgarður. Þar má sjá hvernig hraunið

Húshólmi

Boðið upp á veitingar – kaffi og kleinur.

hefur brennt hluta garðsins og skilið eftir far eftir hann. Vestan við Húshólmann sjálfan eru fyrrnefndar tóftir. Vel má ímynda sér hvernig umhorfs hefur verið þarna áður en hraunið rann. Falleg vík, væntanlega hin forna Krýsuvík, hefur legið þarna inn í landið, langleiðina upp á hinum gömlu sjávarhömrum suðaustan í Núpshlíðarhálsi. Byggðin, sem minjarnar eru frá, hefur staðið ofan við víkina, sennilega nokkuð ofarlega. Hraunið hefur runnið yfir talsverðan hluta byggðarinnar, en þyrmt því sem eftir stendur. Nú standa þær eftir sem áþreifanleg ábending um skoðun. Þær tala til þess er þarna stendur og biðja um að lesin verði úr þeim þau skilaboð sem þær fela í sér. Minjarnar vilja segja sögu þeirra tíma, upplýsa um til hvers þær voru notaðar og hugsanlega hvaða fólk bjó þar og hrærðist. Hraunið hefði ekki hlíft þessum minjum til einskis.

Minjarnar í Óbrennishólma þarna skammt vestar geta sagt sömu sögu, eða a.m.k. styrkt þá sögu sem Húshólminn hefur að segja.
Í hvert sinn sem komið er í Húshólma ber alltaf „nýtt“ fyrir augu. Að þessu sinni opinberaðist enn einn garðurinn, sem gaumgæfa þarf. Það kostar a.m.k. þá fyrirhöfn að breyta þarf fyrra uppkasti af svæðinu og gera nýtt.

Húshólmi

Ferðanefndin með ráðherra.

Þegar flogið var yfir Húshólmasvæðið fyrir skömmu mátti vel sjá hvernig garðarnir hafa legið. Flugið gaf ágætt yfirlit af svæðinu. Nú er verið að vinna úr þeim gögnum.
Þjófur hefur verið á ferli í Húshólma. FERLIR skildi þar fyrir stuttu eftir netta stunguskóflu undir barði, en nú er hún horfin. Líklega hefur sá, sem hana tók, ekki áttað sig á því að skóflan var þarna og átti að nýtast öðrum en honum.
Hvað um það – skoðun Húshólmans heldur áfram og án efa eiga eftir, við nánari leit, að koma í ljós enn fleiri minjar, sem vert verður að rannsaka – síðar meir.
Þegar staðnæmst var í hólmanum mátti, ef vel var að gáð, sjá Tanga-Tómas spranga um á hraunás vestan hans, í átt að Selatöngum.
Í hraunskjóli suðaustast í Húshólma var gengið fram á dúklagt borð. Á borðinu var rjúkandi kaffi og nýbakað meðlæti að þjóðlegum sið.
Í bakaleiðinni var komið við í Saltfisksetri Íslands í Grindavík þar sem var tekið á móti þátttakendum. Loks flutti Albert tölu um þróun og árangur Hitaveitunnar, en enn er ekki séð fyrir endann á þeim möguleikum, sem þar bjóðast.
Ferðin var farin á vegum MSS.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

 

Skipsskaðar

Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax.
Draumurinn var á þá leið, að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og Stadur - klukknaport-139þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá að gista á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um au, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.

Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin var leitað eftir öllum merkjum, tatoveringu, hringjum og öllu, sem sérkenndi þau og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búíð að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morgun, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Dramurinn var þannig að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafði frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þá í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilson.
Eitt fyrirbæri, sem sett var í samband við strand þetta, ætla eg og að geta um. Tveir ungir menn um tvítugt áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir stunduðu mikið fuglaveiðar og höfðu haft það fyrir sið að fara á báti út í áðurnefnda Flæðakletta á kvöldin, þegar tungsljós var, því á lagum sjó gat verið ládeyða inni í Vikinu fyrir innan klettana, þótt hafrót væri úti fyrir og fugl kom oft í var þar í rysjutíðarfari.
Stekkholl-139Þann vetur sem Alnaby strandaði, nokkru fyrir jólin, fóru menn þessir, sem oftar, út í Flæðakletta í s.v. -éljagangi. Er þeir höfðu verið nokkra stund úti á klettunum, heyra þeir hljóð eitthvert, að þeir héldu austur með Vörðunestanga. Þeir fóru að taka um hljóð þetta, hvað það hefði verið og hvort selir mundu geta hljóðað svona. Svo nokkru seinna heyrðu þeir aftur sama hljóðið, þá nokkru ær og snöggt um hærra og skýrarar. Aftur tóku þeir upp sama talið, hvort selir gætu virkilega hljóðað svona, en varla höfðu þeir sleppt þessu tali, en upphófst rétt hjá þeim, utan við klettana, eitt óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð, svo þeim fannst þeir vera umluktir mjög óhugnanlegum og skerandi hljóðöldum, en ekki mjög háum. Þegar þetta var afstaðið, stóðu þeir upp og flýttu sér að bátnum, hrundu honum á flot og reru í land. Höfðu þeir aldrei farið frá út í Flæðakletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var vitanlega sett í samband við Alnabystrandið og var kallað „náhljóð“.
[Þess má geta að klukkan fyrrnefnda í klukknaportinu í Staðarkirkjugarði, er frá þessu strandi, þrátt fyrir aðrar alhæfingar, enda er klukkan merkt togaranum].
Austur við Jónsbásakletta tekur við Jónsbás; þá koma Hvalvíkurklettar og Hvalvík. Það hefði og mátt segjast í sambandi við Alnaby-strandið, að enginn vissi, þegar skipið fór upp. Sá, sem fyrstu varð þess var, hét Björn, vinnumaður í Garðhúsum. hann var að ganga til kinda og er hann kom út í Hvalvík, sá hann þar rekald ýmislegt og þar á meðal dauðan mann. Nokkrar líkur þóttu til, að sá hefði verið með lífsmarki er á land kom, því hann hafði legið ofan við flæðamálið í öllum fötum, færður úr öðru stígvélinu og það legið við hliðina á honum; belgur hafði verið bundinn við hann. Nóttina áður hlaut þó skipið að hafa strandað, því um fjörurnar hafði verið farið daginn áður og ekkert verið þar þá.
Gerdavellir-139Þá kemur Markhóll og er hann mörk milli Húsatófta og Járngerðarstaða; austan við Markhólinn er Katrínarvík, þá Sandvik. Í fjörunni fyrir neðan Sandvikið strandaði kútter Resolut, sem H.P.Duus átti, það mun hafa verið árið 1917, um miðjan október. Skipið var með flutning austur til Vestmannaeyjar, er þetta vildi til. Mannbjörg varð, og minnir mig, að það væri mikið þakað stýrimanninum, að hann hafi synt í land með taug, sem hinir komust svo eftir í land. Það þótti furðulegt, hversu vel tókst þarna með björgun, því skipið strandaði um nótt og á fjöru, í austanstormi, en brim er nú reyndar er alltaf á þessum slóðum. Fjaran þarna er skerjótt með lónum á milli, svo að það hljóta að hafa verið nokkrir örðugleikar að komast upp fjöruna, eftir að komið var upp í fyrstu skerin. En þetta komust þeir allt, án utanaðkomandi hjálpar, og komu til byggða að Járngerðarstöðum um morguninn. Það er svo önnur saga, sem kemur seinna, að þessi stýrimaður, sem svo vel gekk fram við björgunina, átti eftir að heilsa aftur upp á fjörurnar í Grindavík og þá sem skipstjóri.
Ekkert sérstakt er hægt að segja frá þessu strandi, en smáatburði langar mig þó að segja frá, sem þá líka sýnir, hvað vínið getur ofy létt upp gráan hversdagsleikann og skapað smá eða stóra viðburði, stundum alvarlega, en sem betur fer þó oftar þá, sem hægt er að hlæja að.
Eitthvað tveimur dögum eftir að Resolut strandaði voru nokkrir menn að bera ýmislegt dót upp úr fjörunni, tilheyrandi strandinu. Þar á meðal voru þrír kompásar. Svo slysalega tókst til, að glerið á einum þeirra brotnaði. Sá var nokkur stór, sennilega tekið 4-5 potta af spíritus. Þetta var á þeim góðu gömlu tímum, þegar ekki var banvæn ólyfjan á kompásnum. Í hópnum voru aðeins tveir menn, sem heitið gátu fullorðnir; hinir allir innan við tvítugt. Þeim fullorðnu fannst vitanlega, að þeir yrðu að taka að sér varðveislu spíritusins, enda gerðu þeir það; og annar fór þegar í gjá, sem þarna var skammt frá, að sækja vatn til að blanda. Þetta endaði svo þannig, að strákarnir urðu undir kvöldið að sækja hesta til að koma þeim fullorðnu til byggða. Og ekki gat nema annar setið á klárnum; þó snöggt um léttara yfir strákunum, þegar þeir komu með flutninginn, en körlunum, sem tóku að sér spíritusinn.
skyggnir-139Fyrir austan Sandvikið koma Hásteina, næst Hellan og þá Malarendi. Austan við hann kemur lítil vík inn í landið, kallað Stórabót; í henni miðri er sker, sem verður að mestu á þurru um fjörur; það heitir Miðbótarklettur. Næsta örnefndi við Malarenda er Skyggnir. Þá er ásin; það er læmi, sem sjórinn rennur um á stórstraumsflóðum upp í Gerðavallabrunna. Fyrir austan Rásina er Ytri-Hestaklettur, þá Eystri-Hestaklettur, Kampur, Hvítisandur, Stakibakki og Litlabót. Á fjörum er Litlabót aðeins lón, sem rennur úr fram í sjó; það er kölluð Litlubótar-rás. Frá Litlubótar-rás og út að Ytri-Hestakletti eru miklar fjörur, sem fellur út af á lágum sjó, kallaður einu nafni „Flúðir“; á þeim eru þessi örnefni vestast; Stakabakagrót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Flúðirnar eru einn hinn annálaðasti strandstaður á öllum Grindavíkurfjörum, því á þessari 8-9 hundruð metra strandlengju hafa fimm skip strandað, sem vitað er um.
Árið 1899, í desember, strandaði þarna norskt vöruflutningaskip, „Rapit“. Var það með salt í lest og olíutunnur á dekki. Skip þetta hafði fengið mjög vont veður í hafi og hafði ýmist tapað tunnunum fyrir borð eða þær verið brotnar til að lægja sjói með olíunni, svo dekklestin var að mestu farin. Þegar skipið strandaði kom fljótlega gat á það og þannig fór saltið, án þess nokkru væri bjargað. Mannbjörg varð.
Storabot-139Einhverntíma á árinu 1900 strandaði þar togari, Engenes. Sá var eign hinnar svonefndu Vídalíns-útgerðar. Mannbjörg varð og ekkert, sem geymst hefir sögulegt við strandið.
Árið 1911, snemma í janúar strandaði þarna enskur togari, Varonil. Sá var talinn hafa „togað“ í land, þannig að hann hafi verið með vörpuna úti, er hann strandaði. Við þetta strand varð slys; drukknuðu þrír menn, eingöngu fyrir mistök, þannig,  að þeir réðust í að setja út björgunarbát, sem voru tveir, en  brim var nokkurt og tóku sjóirnir bátana hvorn á eftir öðrum. Hvolfdi þeim og slitnuðu frá skipinu. Í fyrri bátinn höfðu komist tveir menn, en einn í þann síðari. Þeir, sem eftir voru af skipshöfninni, svour svo kyrrir í skipinu, þar til morguninn eftir, að taug varð komið um borð, með því að láta belg reka með hana frá landi, svo hún náðist frá skipinu.
Vindur var n.a.ðstæður og stóð af landi, svo ekki var hægt að láta belg reka í land frá skipinu. Einhverja nasasjón virtust skipverjar hafa á útbúnaði til að draga menn í land af strönduðu skipi, því bjarghring höfðu þeir útbúið eins og björgunarstólarnir eru nú; og í honum eru þeir dregnir í land. Mennirnir voru dregnir nokkuð langt í sjó, og þar sem 10-13° frost var, voru þeir mjög kaldir og svo dofnir, að varla gat heitið að þeir bæru fæturna fyrir sig, þegar í land kom. En þarna var nægur mannafli til að taka á móti þeim, og fóru fjórir með hvern strandmann, leiddu eða hálfbáru heim að Járngerðarstöðum og Garðhúsum sem voru næstu bæir og einnig þeir, sem á þeim tíma höfðu mest húsrými. Mennirnir hresstust fljótlega, þegar þeir komu í hlýjuna, og vissi ég ekki til að þeim yrði ment af volkinu. Hinn 4. apríl 1926 strandaði svo þarna á Flúðunum togarinn Ása frá Reykjavík, eign Duus-verslunar. Það var sérstakt við þetta strand, að skipið var alveg nýtt eða svo, að aldrei hafði verið landað úr því afla; var að fara inn með fullfermi úr fyrstu veiðiferð, er það lenti þarna.
Gerdavellir-virkid-139Á þessum tímum voru ekki komin tæki þau til björgunar, sem nú er, enda var erfitt að koma sambandi milli skips og lands, það var þá álandsvindur á s.s. og nokkur stormur, en í land var löng leið, því útgrynni er þarna. Fysrt vildi línan festast í botni, þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni; þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Og á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað, sem styst var í land frá skipinu, en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist, var fljótlega gengið frá tækjum, svo hægt var að draga mennina í land. Mátti heita það gengi vel; allir björguðust, og ekki vissi ég til að neinn yrði fyrir meiðslum. Þar sem hér var um nýtt skip að ræða, var nokkuð gert til að ná því út aftur, til þess kom hingað danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í máimánuði, sem Uffe byrjaði á björgunarstafnin og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta skipið og steypa í göt, sem komin voru á botninn og einnig að sletta fjöruna, sem draga átti skipið eftir. Þegar þessi udnirbúningur var búinn, var á stórstreymsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2-3 lengdir sínar út. Einhverra hluta vegna var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar það var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira, og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn, að hægara hefði orðið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot, en að gera það meðan það lá í fjörunni.
Jarngerdarstadir-kort-139Fyrstu dagana í júlí gerði svo nokkurt s.s.-kast, storm og brim og þá, á einu flóðinu hvarf Ása algerlega, svo ekkert sást eftir, nema brak í fjörunni og ketillinn, þar sem skipið var.
Það virðist verka eins og dynamítsprengja, þegar brimsjóir falla ofan í skip með opnar lúgur; þunginn svo mikill á sjónum með samþjappað loft inni í skipinu, að þótt járnskip séu, tætast þau í sundur undan nokkrum sjóum.
Hinn 6. september 1936 strandaði svo síðast á Flúðunum. Það var enskur línuveiðari, Trocadiro. Nú var hægara með björgun manna, en verið hafði áður á þessum slóðum, því nú voru fyrir hendi nýtísku björgunartæki ásamt æfðri björgunar svit, enda gekk björgun greiðlega. Skip þetta var að fara til lúðuveiða hér s.v. af Íslandi, en kom þarna við á leiðinni og ílentist þar á Flúðunum.
Austast við Litlubót, uppi á kampinum, taka við Lönguklettar, vestri og eystri Þanghólar, Draugalóm, Sjálfkvíarklöpp, Fornavör, Kvíahúsakampur, Akurhúsakampur og Stokkavör. Niðri í fjörunni, talið frá Litlubót, eru svo þessi örnefni: Fúlalón, Sölvalón, Sjálfkvíalón, Kvosir, Langitangi, Helgubás og Akurhúsanef. Innan við Akurhúsanefið koma gömlu varirnr (uppsátrin) í Járngerðarstaðahverfinu; þær voru tvær og hétu Suðurvör og Norðurvör. Suðurvararsker var á milli varanna, og Brúnkolla er sker fas við leiðina inn í varirnar. Á lágum sjó vildi það oft til, að bátar lentu á eða utan í Brúnkollu, og þótti það heldur klaufarskapur hjá formönnum þeim, sem þar lentu. Árið 1928 eða 29 var byggð bryggja þarna á klappirnar á milli varanna, svo ekki þurfti eftir það að seila fiskinn, sem kallað var, úr bátunum. Var þá kastað upp á bryggjuna og þaðan ekið á bílum á aðgerðarstaðina. etta bætti mjög aðstöðu með aflann að geta ekið honum upp, í stað þess að bera á bakinu, se, frá fyrstu tíð hafði tíðkast. Varanna þurfti með áfram til að bjarga bátunum undan sjó, eftir hvern róður, – setja þá -, sem kallað var, og hélst það allt til ársins 1939, að vísir var gerður að uppgreftri á bátaleið inn í Hópið.
Hop-loftmynd-139Þarna 
á milli varanna rak þýska skonnortu, „Minnu“. var hún að sækja járnið úr „Oddi“, er kallaður var Bakka-Oddur, frá Eyrarbakka, sem einnig hafði slitnað upp af legunni og lent nokkru innar og verið rifinn. Rétt þegar járninu úr Oddi hafði öllu verið skipað um borð í „Minnu“, gerði s.a.-veður með nokkru brimi, svo hún slitnaði upp og rak í land, svo Oddur strandaði þannig aftur. Ekki var gefist upp við svo búið, því Minna var og rifin og síðan járnið úr báðum skipunum flutt í burtu.
Fyrir innan varirnar er svo Staðarvör; hún er talin vera frá tímum Skálholts-útgerðar.
Þar hafa tvö skip farið upp í klettana og brotnað. Hið fyrra hét Flóra. Það mun hafa verið rétt eftir aldamótin síðustu, að Einar G. Einarsson í Garðhúsum hafði fengið skip etta til að sækja saltfarm fyrir sig til Englands, eftir að það hafði fært honum farm af vörum frá Noregi. Það mun hafa verið upp úr miðju sumri, dag nokkurn í s.a.-kalda og góðu veðri, að skipið sást koma siglandi fyrir Hópsnesið úr þessari Englandsferð. Uppi var fótur og fit í landi, og Einar fékk þegar einn af helstu formönnum staðarins, Gísla Jónsson frá Vík, til að fara um borð.
Eðlilega var hópur manna í landi að horfa á siglinguna inn víkina, eftir að lóðsinn var kominn um borð. En heldur þótti þeim Einar fara að ókyrrast, þegar skipið hafði siglt undr fullum seglum inn á leguna, en hélt svo áfram, án ess að fækka seglum, beint til lands. Hann fór vitanlega að veifa og kalla, skipa þeim að sigla ekki lengra og láta akkerið falla, en ekkert dugði; skipið hélt áfram, þar til það stóð í botni í Staðarvörinni.
Heldur þótti þetta ámátleg sigling að fara þarna beint upp í fjöru í besta veðri. En skýring fékkst fljótlega, egar áhöfnin kom í land. Skipið var orðið svo lekt, að skipstjóri taldi ekki mögulegt að halda því á floti lengur og tók því það ráð að sigla því þarna upp. Það hafði og dottið í sundur, klofnað skömmu eftir að það strandaði og saltið fór allt í sjóinn.
Hop-ornefni-139Hinn 6. september 1921 slitnaði og upp af legunni 5-60 tonna vélbátur, frá Hafnarfirði. Sá var í saltflutningum fyrir Edinborgar-verslun og búinn að fara nokkrar ferðir á milli, þegar þetta vildi til. S.a. rok var og mikið brim. Báturinn fór upp á háum sjó og því hátt upp í kampinn í Staðarvörinni. Fjórir menn voru í bátnum og björguðust þeir allir, en báturinn brotnaði í spón á sama flóði og hann strandaði á. Bátur þessi hét Henry Reid.
Innan við Staðarvör kemur Staðarhúsakampur, á Svartiklettur. Hjá Svartakletti hafði Oddur strandað, sem áður var sagt frá í sambandi við Minnu. Oddur þessi var eign Lefolií-verlsunar á Eyrarbakka, sem hafði skip þetta í förum meðfram ströndinni yfir sumarmánuðina, en hafði það í öruggu lægi á vetrurna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það hafði átt að vera á leið í vetrarlægim er það strandaði þarna, komið inn með eitthvað smávegis, en fengið á sig s.a.-veður á legunni, svo það slitnaði upp. Mannafli hafði verið fenginn til að bera grjót að skipinu sjávarmegin, til að verja það fyrir sjávarágangi. En það mannvirki hafði lítið duga, og sjórinn fljótlega brotið skipið niður. það er talið, að Oddur hafi aðeins verið 30 tonn að stærð, en gufuketillinn úr honum, sem ennþá er þarna í fjörunni, bendir til að hann hafi verið eitthvað stærri. Það hafði heitið „Glytner“ og talin norskur galeas. Um það hefi ég ekki getað fengið neina greinilegar sagnir, en líkur eru til, aðs kip þetta hafi verið með vörur til pöntunarfélags, sem verið var að stofnsetja hér í Grindavík, en lenti við þetta áfall líka í strandi. Þetta mun hafa verið um síðustu aldamót.
Fyrir innan Svartaklett er Svíri. Fyrir innan hann kemur Hópið, með því að urðarkampur hefir hlaðist upp, milli sjávar og Hópsins. Sá kampur liggur frá Svíra að vestan og í Rifshaus að austan og heitir einu nafni Rif.
Nú er Hópið orðið höfn fyrir alla Grindavík, með því að grafinn var skurður í gengum Rifið, en það – Rifið – ver Hópið að mestu fyrir úthafsöldunni; hún brotnar þar, svo kyrrt er á Hópinu, þótt veltubrim sé fyrir utan.
Nordurvor-139Á Rifinu voru þrjár lægðir eða ósar, sem hétu Barnaós, vestast, þá Miðós og austast Hópsós; sá var dýpstur. Þegar farið var að grafa skipgengan skurð gegnum Rifið, var lagt í Miðsósinn að dýpka hann, fyrst árið 1939, eins og fyrr var sagt, með handverkfærum. Það var vitanlega ekki að búast við miklum árangri af því, en varð þó til þess að 10-15 tonna bátar gátu komist þar inn á öllum flóðum og notað Hópið fyrir legu. Sumarið 1945 var síðan fengið dýpkunarskip það, sem Reykjavíkurhöfn á, til að gera tilraun að grafa skurð gegnum Rifið. Tilraun efndi ég þetta, vegna þess að vitamálastofan taldi sig ekki geta rannsakað til fulls, hvort klapppir væru þarna ofarlega eða bara laust stórgrýti. Þetta heppnaðist vonum betur, því í þessari fyrstu atrennu var gerður 30 m. breiður skurður og 7-8 feta djúpur. Síðan má heita, að eitthvar hafi verið unnið að hafnarbótum, meira og minna, á hverju ári. Er keppt að því, að fá 14 feta dýpi í ósinn til að fiskiskipaflotinn geti farð þar óhindrað um á öllum fjörum, en á háum sjó má fullyrða, að flot fyrir allt að 1000 tonna skip. Því má og bæta við hafnar málin, að það hefði ekki mátt dragast mikið lengur, að úr rættist með höfn fyrir stærri báta, því sýnilegt var, að menn voru verulega að hverfa frá því að stunda róðra á trillubátum, svo það hefði þýtt algjöran fólksflótta frá Grindavík, hefðu þeir átt að verða ríkjandi lengur.
Innan á Svírann hafa svo verið byggðar bryggjur og bólverk með viðbætur innan í Hópið.
Þá eru örnefni í Hópinu. Innan undir Svíranum var Kvíavík, Rafnshúsarif, Krosshúsa-Vikradalur, Álfsfit og Eystri-Vikradalur. Þessi örnefni öll eru nú ýmist alveg eða að hverfa undir mannvirki við höfnina. Næst við Eystri-Vikradal kemur Hóllinn, þá Draugur. Fyrir neðan Draug eru Vötnin, og Vatnatangi; í Vötnunum hafði verið þveginn þvotta frá Hópi.
Sadvikið, fyrir neðan bæina á Hópi, fyrir austan það Lágin, þá Stekkjarbakki og fyrir utan hann Síkin. Þau eru lægð, sem sjórinn fellur upp í, langt inn með kampinum landmegin. Fyrir utan Síkin kemur svo Rifshaus eystri.
Hop-139Þá er búið að fara í kringum Hópið og komið á Rifshausinn, sem er austurendinn á Rifinu.
Upp á Rifið hafði eitt af þeim skipum rekið sem slitnaði upp af legunni. Þetta mun hafa verið rétt fyrir aldamótin. Skipið hét Fortuna, dönsk forenact. Þetta var kallað „Spekulantskip“. Það voru þau skip kölluð, sem voru með alls konar varning og versluðu við íbúana á höfnum hingað og þangað, dvöldu viku til 1/2 mánaðartíma á hverjum stað, eftir því hvað mikið var hægt að versla. Þarna var vitanlega um vöruskiptaverslun að ræða, þannig, að varningurinn var borgaður með framleiðslu á staðnum, þ.e. fiski, lýsi, ull o.s.frv. Eigandi eða forráðamaður skips þessa var Eyþór Felixson frá Reykjavík.
Næst utan við Rifshausinn er Hópsvör, þá Stekkjarvarða og Hellir. Þessi Hellir er klettahlein út úr kampinum. Utan við hleinina er samnefndur boði, sem beygt er utan við, þegar komið er inn fyrir svo kallaðan Sundboða og inn á lónið eða grunnleiðina inn á Hópið. Þrengsli eru því þarna á sundinu milli Sundboða og Hellisboða.
Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurinir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé kki getið, því þeir höfðu mannaforráð, sem sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Hopsnes-139Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land. þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkala það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykur allt hafa orðið að áhrínsorðum, annig að enginn bátur hefir farist á Þórkötlustaðasundi, en talið er að 20 bátar hafi farist á Járngerðarðastaðasund og enginn eftir að komið var í þá tölu.
Þarna á kampinum fyrir ofan Hellinn lenti árið 1940? vélbáturinn Aldan frá Vestamannaeyjum. Bátur þessi reri frá Vestamanneyjum deginum áður, en seinnipart þessa dags gekk í mikið s.a.-veður.

thorkotlustadanes-139

Báturinn náli ekki lendingu vegna vélarbilunar og rak því alla nóttina undan sjó og vindi. Það vildi þeim bátsverjum til lífs, að bjart var orðið, þegar þá hafði rekið vestur að Þórkötlustaðanesi, því austan á því var brimið svo stórkostlegt, að engin lífsvon gat verið að lenda þar. Þeim heppnaðist að draga upp fokkuna og sigla á henni fram fyrir nesið. Einn maðurinn á bátnum hafði verið á vertíð í Grindavík nokkru áður og rataði inn Járngerðarstaða- sund. Þegar báturinn hafði náð fyrir Þórkötlustaðanesið, tók hann til að sigla inn sundið, sem varla gat þó heitið sund, þar sem víkin var öll enn brimgarður. Em einhvern veginn heppnaðist þetta svo, að báturinn mjakaðist á fokkunni inn eftir sundinu. Enginn maður í landi trúði á, að þetta gæti gerts, því þegar báturinn hvarf alveg tímum saman milli hinna háu sjóa, bjuggust flestir við, að hver væri síðastur. En hann kom uppá öldutoppana og bar þá við loft, og áfram kom hann inn, þar til kom í áðurgetin þrengsli milli Sundboða og Hellisboða. Þá tók einn mikill brotsjór bátinn og færði hann svo hátt upp á kampinn, að bátverjar gátu á næsta útsogi gengið þurrum fótum á land úr bátnum.
Þegar farið var að athuga bátinn sjálfan, kom í ljós, að hann var mjög lítið brotinn, hann var því þéttaður og náð út fljótlega.
Fyrir utan Hellinn kemur Heimri-Bás, þá Syðri-Bás og Sölvaklappir þar fyrir utan. Fram af Sölvaklöppum er kerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á Kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið á sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landmörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkur hundruð metra langur skerjatangi fram í sjóinn, er kallast Nestá; fer á kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.
thorkotlustadahverfi-129Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sljóslys, sem orðið hefir í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Það má segja, að þegar hin ótömdu náttúruölf eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf bbúast við slysum. En þarna fórst  stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.
Gamalt máltæki segir, „að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni“. Og víst er um það, að náttúruöflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja. Þennan dag reru allir bátar í Grindavík, í sæmilegu veðri, en upp úr hádegi fór að hvessa, með slyddubyl. Kl. 7-8 um kvöldið var svo komið fárviðri og alltaf sama slyddan. Vegna slyddunnar mun Hópsnesviti ekki hafa sést, fyrr en komið var vestur fyrir hann, því áveðurs hefir hlaðist á rúðurnar. Grindvíkingur mun hafa verið um 20 mílur austru frá vitanum, svo ekki er hægt að segja að miklu munaði, ca. 100-200 metrum, sem hann hafði orðið innan við nestána, en það dugði til að valda slysinu.
Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhverfs staðar í þessum látrum hafi skip strandað á árunum milli 1880-90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfarm. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnaði. Sumarið 19?? í norðan kalda og slétum sjó sigdli og þarna upp á nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut uppi á næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu. Einhver leki kom að skipini og var fenginn mannafli úr landi og öflug dæla frá Reykjavík til að halda skipinu þurru. Þetta hepnaðist og skipið komst burtu. Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðarvíkina. Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23, mars 1932. Veður var gott, s. kaldi og lítið brim, en svarta þoka. Bátar reru seint frá Grindavík þennan morgun vegna þokunnar. Fyrstur á sjó frá Þórkötlustöðum þennan morgun varð Guðmundur Sloki-ornefni-139Benónýsson frá Þórkötlustöðum.
Er þeir komu út fyrir sundið, sáu þeir þúst mikla undan leiftrunarhól og einnig bát með áhöfn. Þetta var hinn strandaði togari uppi í fjöru, en skipshöfnin var komin í björgunarbátinn og út á hættulausan sjó. Guðmundur fór til bátsins og bauðst til að draga hann til lands, og þáðu þeir það. Sem fyrr er sagt var ágætis veður, og fljótlega fóru skip að hópast að strandinu. Upp úr hádegi voru komin þarna enskt eftirlitsskip, tveir eða þrír enskir togarar, danska varðskipið Fylla, og með þeim síðustu kom svo varðskipið Ægir á strandstaðinn. Einar M. Einarsson, skipstjóri Ægis, var þá orðinn frægur fyrir sín björgunarafrek á strönduðum skipum. heyrði ég sagt að Ægir hefði og náð þessum togara út með því að koma taug í togarann, þannig að hún festist ekki í botni. En Guðmundur Benónýsson telur, að hið enska eftirlitskip hafi endanlega kippt togaranum á flot. Þarna nálægt þessum Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðsta út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um við Grindavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.

Innan undir Leifrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917 ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síldartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Dag þann, sem strandið varð, hafði verið gott veður, s.a. andvari, súld og svarta þoka. Um hádegisbilið vissi fólk ekki fyrr en að í þokunni birtist ferlíki mikið inni á víkinni, sem greint varð að væri þrísiglt skip, er kom siglandi inn eð Slokkunum og vestur á víkina. Þegar kom á víkina virtist skipshöfnin fyrst verða landsins vör og gerði hún þá tilraun að venda skipinu út um. Það misheppnaðist vegna lognsins, og skipið seig á hliðina upp í kletana þarna. Skipshöfnin fór fljótlega í skipsbátinn og kom í land. Þess er sérstaklega innst í sambandi við skipshöfnina, 8 eða 9 menn, að það voru eingöngu gamlir menn. Stríðið, sem þá var búið að standa í þrjú ár, hefir verið farið að segja til sín og taka þá yngri til sín. Með því að nokkur hreyfing var á skipinu þarna á skerjunum fór það fljótlega að gefa sig, og undir kvöld stranddaginn fékk hreppstjórinn mannafla til að bjarga tunnunum og öðru verðmæti, sem hægt var að ná.
thorkotlustaðanes-uppdrattur-139Þegar um borð kom, þótti sýnt, að skipshöfnin hefði verið að byrja máltíð, en truflast snögglega, því lagt var á borð í káetu og borðsal og nóg á borðum. Björgunarmennirnir töldu sig fyrst hafa tekið til við að ljúka máltíð skipshafnarinnar og ar byrjað björgunarstarfið, enda mun það hafa orðið síðasta máltíðin í skipinu því. Það liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma Drítarklappir, þá Stekkjarfjara og varirnar í Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan, byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo og þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.
Hið eina, sem telja má, að óhönduglega hafi farið í sambandi við þessar bryggjurgerðir, var lenging og stækkun á þessari bryggju. Í raun og veru var peningum kastað þar í sjóinn, því að verk þetta var unnið sama árið og ósinn inni í Hópið var grafinn, svo eftir stækkunina var hin endurbætta bryggja aðeins notuð næstu vertíð á eftir af tveimur trillubátum og síðan ekki söguna meir.
Innan við varirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri-Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 18. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Ekki er vitað um annað að miða tímatal við en að bóndinn, sem þá bjó í Einlandi í Þórkötlustaðahverfi, hét Hannes. Einhvern tíma seinni part vertíðar í landlegu hafði  hann vaknað í rúmi sínu við hávaða úti á hlaðiinu, heyrðist þar manna mál, en gat ekkert orð gripið. Hann klæddi sig og fór út að vita, hvað um væri að vera. Þegar út á hlað kom, var þar stór hópur manna. Hópurinn var allur á barmi hlandforar, sem var þar á hlaðinu. Þar höfðu þeir umsvif mikil og tal, svo honum fannst þeir helst vera óðamála. Hannes fór í hópinn að vita, hvað um væri að vera, og reyndust þeir þar að vera að braska við að draga einn stóran og feitan félaga sinn upp úr hlandforinni. Þetta reyndist að vera skipshöfn af franskri skútu, sem strandað hafði þar í Bótinni, en það var sjálfur skipstjórinn, sem verið var að bisa við að draga upp úr hlandforinni. Hann hefir sennilega gengið á undan hópnum, en eitthvað verið óklár á staðhætti og sennilega verið nær því að drukkna þarna en við sjálft strandið….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.