Tag Archive for: Grindavík

Staðarhverfi

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist í apríl. Í grein II segir m.a.:
 Staður„Eftir því sem við nálgumst Stað fer  samtalið að snúast meira um bóndann þar. Gamalíel heitir hann Jónsson, nefndur Manni… Ég hef hitt hann einu sinni áður. Það var í stormi, og við gengum þá fram á bjargið að hlusta á brimið, og ég man að hann sagði þá: „Brimið er hreinast, þegar hann gengur úr austri í vestur. Annars getur verið jafn mikið brim, þótt logn sé, ef sjór er á hafinu“. Ég man, að hann kallaði þetta hálfpartinn í eyra mér undan rokofsanum. Það er meir en ár síðan það var.
Staður er eina byggða býlið, allt frá Grindavík út að Reykjanesvita. Þarna hafa verið nokkur önnur býli, en þau eru öll í eyði, og á okkur mæna, þegar við förum hjá, húsatættur með rúðulausum gluggum, rétt eins og tómar augnatóftir í hauskúpu. Og með allri ströndinni liggur hvítur rekaviðurinn í sandinum rétt eins og mannabein. Við stöldrum við í fjörunni í Arfadalsvíkinni áður en við ökum í hlað á Stað. Við göngum um sandinn.
Þarna eru þönglar og fallegar rótarhnyðjur reknar frá fjarlægum löndum. Þarna eru líka ígulker og bláskel, sem eiga heima á Íslandi. Við völsum um rústirnar af gamalli sjóbúð og skimum til hafs. Úti í hafsauga er togari. Nær landi fara mótorbátar. Loðnan fer að koma.
Gamalíel Jónsson á Stað - ManniBóndinn tekur á móti okkur og býður okkur til stofu. Þetta er bóndinn á Stað. Hans er röddin, þessi djúpa og glettnislega, og augnatillitið. Þau búa þarna fjögur. Dóttirin sextán ára stendur fyrir heimilinu, og svo eru það synirnir 12 og 14 ára. Hann á tvö önnur uppkomin börn sem eru gift og búa í Grindavík. Konuna missti hann í fyrra.
En það er margt fleira í heimili á Stað. Enda þótt við værum komnir þar annarra erinda, verð ég að geta þess heimilisliðs að nokkru, áður en lengra er haldið. Það er þá fyrst tveir sérlega fríðir kettir. Það eru móðir og sonur. Bæði skjallahvít með dökka kollhúfu og bröndótta rófu. Hún heitir Rósa, og litli prinsinn hennar heitir Presley, eftir söngvarnum stórfræga, tjáir Agnes heimasæta mér. Svo eru það hundarnir, og þeir eru hreinustu kjörgripir. Báður svartir með hvíta bringu, hvíta blesu frá enni og fram á trýni og hvítar framlappir og lafandi eyru. Þeir heita Lappi og Snati. Þetta eru ekki neinir hversdagshundar. Þetta eru hinir ágætustu veiðihundar, fræknir minkabanar: „Það var upphaf málsins, að hér varð allt vaðandi í mink, hreint alls staðar. Svo varð það, að ég eignaðist tík, og einn dag var hún hjá mér, þar sem ég var að gera að upsa.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Upp sprettur þá minkur undan einum upsanum. Ég arga tíkinni á dýrið, og hún drap það. Það var sá fyrsti. Svo vandi hún hvolpana, sem ég fékk til að veiða“. Tíkin er dauð, en nú á Manni Lappa og Snata, fyrirtaks veiðihunda. Eitt sinn veiddu Manni og hundarnir hans 35 minka.
-„Ég hef venjulega borgað útsvarið mitt með minkaskottum“, segir Manni og hlær. Hann á alveg stórkostlegan hlátur. Hann sækir hláturinn djúpt niður. Það er eins og verið sé að starta traktor.
Þeir eiga líka góða daga hundarnir hans Manna. Meðan húsfreyjan lifði, færði hún þeim alltaf bolla af mjólk kvöld og morgna þegar hún kom úr fjósinu. Og hún bræddi út á fiskinn handa þeim rétt eins og heimilisfólkinu. Þeir eru líka hændir að húsbóndanum og heimasætunni. Ég spyr bónda um samkomulagið á heimilinu milli manna, hunda og katta og annarra húsdýra. „Þetta venst allt saman, hundar og kettir“, segir Manni. „Það er helzt haninn, sem leggur í hundana. Það vantar ekki rostann í hanann“.
SnatiEn það eru fleiri meinvættir en bannsettur minkurinn, sem Manni og hundarnir eiga í útistöðum við. Það er vargurinn. Hér er einn ógurlegur dýrbítur á ferðinni. Nýlega hafa fundizt átta kindur dauðar. Hroðalega útleiknar. Hann stekkur aftan á þær og rífur þær að aftan. Ein var með slitið hold inn að þriðja hryggjarlið aftan frá. Hana hafði króað dýrið inni í hellisskúta. Kindurnar leggjast niður, og þeim blæðir út. – „Ljóta andskotans bestían“, segir Manni. „Sennilega gamalt, grimmt og tannlaust, og ræst því ekki framan að og bíttur í snoppuna. Það eru ein býsn af þessum fjanda hér. Vantar trúlega á annað hundrað lömb á svæðinu frá í vor. Er ákaflega erfitt að finn varginn í hrauninu. Og þó kemur það fyrir. Einu sinni fann ég meira að segja silfurrefalæðu í greni og náði yrðlingunum og seldi þá. En maður er nú ekki alltaf svo heppinn“, bætti hann við. – Ég skýt því inn í, að trúlega hafi þó verið meira um tófuna á Nesinu hér áður fyrr, því einhversstaðar komi Þorvaldur Thoroddsen því að í sinni reisubók, að þegar hann fór frá Ósum úti á Nesinu, hafi verið þar „mesti sægur að tófum“; þær hlupu hér fram og aftur og voru að leika sér í kringum hestana, meðan við fórum framhjá“. – Manni kannast við það og segir okkur, að fóstri föður hans, Jón Gunnlaugsson vitavörður á Reykjanesi, hafi um aldamót eitt sinn fengið fimm í einu skoti fyrir neðan Flagghólinn við vitann. Það hafa verið yrðlingar, sem voru að fljúgast þarna á. Bitdýrin hafi líka verið heil plága í tíð föður hans. Dýrið drap fyrir honum þrevetra sauð. Hann var með bjöllu, mesti kjörgripur. Það var austur á Bíldarhól. Hóllinn dró nafns af því, að þar fannst sauðurinn dauður.
– „Þá seig í þann gamla“, segir Manni okkur. „Hann fór heim í hænsnakofann sinn, eitraði egg og lét í bælið. Skömmu seinna kom hann þarna að, og kemur heim, sú lágfætta hafði étið tvö egg og var byrjuð á þriðja egginu, en það fjórða ósnert. Hún stóð þarna upp á endann, bara á sínum fótum, svona níu faðma frá skrokknum af sauðnum. Stóð bara stirð. Karlinn hafði látið almennilega í það eggið af fyrirtaks dönsku eitri“.
Fyrrum bæjarstæðið á StaðÞað rekur ótal margt á Staðarfjörur. einu sinni rak mikið af súluungum. Þá höfðu þeir eyjamenn farið í Eldey og lent í vondu og misst mikið af súluungum í sjóinn. Á ófriðarárunum skolaði mörgu á þessar fjörur. Þá ofgerði Gamalíel á Stað starfskröftum sínum. Var einn og hjálparlaus að bisa við þetta. Stærsta tréð, sem rak, var 12″x12″ 47 faðma kantað tré  -„Nú orðið rekur minna, sem betur fer“, segir hann okkur bóndinn, „og svo eru þeir farnir að stela rekanum. Kærði nýlega einn, sem staðin var að verki“.
„Alltaf er mér minnistæður hann Jón heitinn Ólafsson, bankastjóri, Það var í kreppunni, rétt eftir 1930. Okkur pabba lék hugur á að eignast trillu – kostaði 3500,00 – og enginn peningur til, – og við aldrei í banka komið. Við vorum víst líka heldur uppburðarlitlir, þegar við stóðum þarna á miðju gólfi frammi fyrir sjálfum bankastjóranum og stundum upp erindinu. Þegar Jón Ólafsson heyrði að pabbi var fyrrverandi vitavörður af Reykjanesi, stóð ekki á fyrirgreiðslunni og þegar hann tók í hendina á pabba og kvaddi hann, sagði hann: „Þakka þér fyrir ljósið, sem þú gafst mér alltaf á þeim árunum“. Það var þegar Jón var til sjós. Slíkur maður var hann Jón Ólafsson bankastjóri, get ég sagt ykkur piltar mínir“, segir Manni á Stað, og Góusólin glampar í björtum augum, undir svipmiklum brúnum á veðurbörðu andliti.“

Heimild:
-Birgir Kjaran – Svipast um á Suðurnesjum II – Lesbók Morgunblaðsins apríl 1960, bls. 204 – 208.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Járngerðardys
Gengið var um vesturhluta Járngerðarstaðahverfis, milli Fornuvarar og bæjanna ofan sjárvargötunnar. Ætlunin var að upplifa komu Tyrkjanna þangað sumarið 1627.
Tyrkjaránið
Áður hefur verið lýst hvernig aðdragandinn var að komu Tyrkjanna utan við leguna, hvernig þeir reyndu að blekkja Danina, sem réru á móti þeim og hvernig þeir sóttu að heimamönnum og gestum þeirra. Nú var reynt að fylgja þeim upp úr Fornuvör og áleiðis heim að bæjum, upplifa viðbrögð fólksins og aðfarir Tyrkjana við að ná því lifandi með það að markmiði að ná sér í verðmæti til að geta selt þau á markaði ytra. Tyrkirnir hegðuðu sér sem ótýndir glæpamenn í samfélagi, sem þeir virtu einskis. Mannslíf voru einungis ránsfengur í þeirra augum og þeir umgengust fólkið í samræmi við það. En auðvitað voru þessi menn mismiklir óþverrar líkt og gengur og dæmi eru um að þeir hafi hlíft fólki sem ekki var mikils virði í þeirra augum, en þess meiri fyirhöfn. Þeir virtust ekki hafa drepið fólk af ásetningi, einungis þegar þeim var veitt mótspyrna, en þá kom líka hið rétta eðli þeirra berlega í ljós.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – handrit.

Kristinn Kristjánsson fjallar um þessa ógnaratburði í Grindavík og annars staðar á landinu þetta ár í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.:
“Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá toll af þeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikiðs tunduð út frá ýmsum smáríkjum á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó. Árið 1627 fengu Íslendingar að kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg þar sem nú er Alsír og hefur sá atburður jafnan verið nefndur Tyrkjaránið. Tyrkir eru á þessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir þá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán.

Tyrkir

Tyrkir voru ljótir andskotar.

Tyrkjaránið vakti löngum ótta með íslensku þjóðinni, til eru Tyrkjafælur í kvæðaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur verið á Íslandi til að verjast nýrri árás Tyrkja og atburðurinn hefur sest svo vel í minni þjóðarinnar. Þegar keppt er við sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg að rifja atburðina upp til að æsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Þau voru þó aldrei öll saman því þau urðu viðskila vegna veðurs en af þeim sökum dreifðust þau meira með ströndum landsins. Tvö þau fyrstu komu til Grindavíkur 20. júní og voru þar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu þau inn á Faxaflóa, annað þeirra strandaði utan við Bessastaði og hefur danska hirðstjóranum löngum verið legið á hálsi fyrir þann aumingjaskap að nota ekki tækifærið og tala skipið. Hann lét nægja að bíða vopnaður í landi á meðan ræningjarnir losuðu það. Meðal þeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Að því loknu ætluðu ránsmenn til Vestfjarða en hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima.

TyrkjarániðTvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarða, tóku land í Berufirði 5. júlí og rændu þar, á Djúpavogi og um næstu byggðir, um Hamarsfjörð, um Breiðdal og jafnvel um Fáskrúðsfjörð. Á Austfjörðum tóku þeir yfir hundrað fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi særðist. Fréttirnar bárust fljótt um landið og biðu menn skelkaðir, kæmu skipun í þeirra sveit? Vestmannaeyingar voru þó þeir einu sem urðu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörðum sneru við út af reyðarfirði vegna andvirðis, hittu fimmta skipið einhvers staðar fyrir sunnan landið og birtust síðan í Eyjum. Þar urðu ægilegustu atburðirnir, Vestmannaeyingar reyndu að flýja en þeir guldu þess að þeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.

Tyrkjarán

Tyrkjaránið – veggmynd við Grindavíkurkirkju.

Fljótlega var reynt að kaupa fólkið í Alsír út en það tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bæjum. En tæpum tíu árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt þótti að fólkið rifjaði upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess verks.Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnu, einu ófæddu. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir að hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til að reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tæpu ári eftir ránið, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína og er það rit þekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norður-Afríku voru nefnd og er hin mesta furða hversu hlutlægur hann getur verið þegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá því vonda varðandi ræningjana, eins og að þeir hafi drepið fólk og barið hann, heldur einnig því góða, þegar kona hans eingnast barn sýna þeir því hina mestu umhyggju. Hann lýsir staðháttum og klæðnaði hvars em hann er staddur af stakri nákvæmni og má vel sjá fyrir sér sögusviðið og presónur þess.

Tyrkir

Tyrkir.

Sitthvað misskilur hann á ferðalaginu heim enda ekki með nákvæmt landakort og þeir sem hitta hann leika sér að því að gabba hann. Þegar hann lýsir neyð sinni og angist grípur hann til ritningarstaða í Biblíunni og allan tímann er það trúin sem heldur honum uppi og með henni skýrir hann það sem hefur hent:
“Nú, það gengur oss sem herrann vill; nær að vér dæmumst, þá refsumst vér af drottni, svo að vér ekki glötumst með þessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Þorsteinsdóttir, var ein þeirra sem var leyst úr haldi tæpum tíu árum síðar og kom til Íslands 1637. Börnin þrjú komu aldrei aftur, létu turnast, það er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Gengið var framjá dys Járngerðar gegnt Hliði og áfram upp að Garðhúsum. Á túinu norðan við húsið eru minjar, sem forvitnilegt væri að skoða nánar.

Heimild:
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Suðurnes

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl, „Svipast um á Suðurnesjum„, árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist 3. apríl. Í henni segir m.a.:
GeirfuglÁ Reykjanessvæðinu hefur íslensk náttúra beðið tvo ósigra. Annar þeirra er eyðing hreindýranna. Hinn var sýnu ferlegri. Það var útrýming geirfuglsins af yfirborði jarðar. En telja má hann aldauða, er þeir síðustu voru skotnir árið 1844. – Vonandi geldur íslenzk náttúra ekki svipað afhroð í okkar tíð. Þó skulum við gæta okkar, ef næsta áfallið á ekki að verða við Breiðafjörð, því að ekki verður það í framtíðinni talinn vegsauki fyrir þessa kynslóð, ef íslenzka haferninum yrði útrýmt á okkar árum, en vitað er núm um tæplega 40 erni í landinu og hafa þeir allir búsetu við Breiðafjörð og á Vestfjarðarkjálkanum..
Leiðin liggur um hraunin, endalaus hraun… Í Hvassahrauni sjáum við þrjár stokkendur á lóni, og senn komum við í Kúagerði… Sjávarfuglinn hefur sett margan svanginn fyrr og síðar. Á þessum slóðum voru þeir að rangla útilegumannagrey fyrir röskum tvöhundruð og fimmtíu árum. Þeir einu, sem sögur fara af á Reykjanesskaga. Þeir bjuggu í helli á Selsvöllum við Hverinn eina. Leituðu til sjávar hér niður á Vatnsleysuströndina. Menn og fuglar hafa löngum leitað bjargar við sjórinn. Að vísu stálu þeir á á leiðinni einhverju frammi í Flekkuvíkinni. Saga þeirra varð víst annars aldrei löng og afrekin ekki stór, en þóttu þó nægilegt tilefni þess, að tveir þeirra voru hengdir á alþingi árið 1703. Það voru reikningsskil þjóðfélagsins við fátæktina á þeim árum.
 GrindavíkVið erum senn komnir á vegamót. Grindavík – 16 kílómetrar stendur á vegvísinum. Við ökum beint mót sól. Jafnvel stórgrýtisurð og rauð moldarflög lifna í skæru ljósvarpi febrúarsólarinnar. Seltjörn er á ísi. Illahraun er á báðar hendur, hraunborgir, gjallfjöll, skuggatröll. Ég gæti trúað, að í svörtu skammdegi gæti mönnum stafað stuggur af þessum hrauntröllum. Í slíku umhverfi sækja hrollkenndar sögur frá  vofveiflegum atburðum á dimmuborgir hugans.
Það stendur heldur ekki á einni slíkri. „Þarna er Fagradalsfjall. Ég held að það hafi verið þar, sem hann fórst í stríðinu hann Andrews yfirmaður alls loftflota Bandaríkjamanna í Norðurhöfum. eða var það í Sandfelli? Hann var að koma hingað til landsins í liðskönnun, ætlaði að lenda í Keflavík. Þeir heyrðu í vélinni inn yfir landið, en svo þagnaði hún allt í einu. Það var brugðið við og farið að leita. Þeir fundu brennandi flakið. Ég held á hæðunum hér fyrir ofan Fagradalsfjall. Þetta var sjálfur yfirhershöfðinginn, sem fór svona“.
 GrndavíkÞað er áreiðanlega ekki allt hugnanlegt, sem skeð hefur á slóðum Illahrauns. – Á vinstri hönd eru vörður, sem vísa leiðina í hellinn í hrauninu. Hann er sagður allstór. Í Þorbjarnarfelli er fé að kroppa snögga lyngmóana. Heldur sýnist það harður kostur. Það er líka kuldagjóstur í Skarðinu.
Við rennum við í Grindavík. Þetta er ósvikið sjávarþorp. Hér standa bátar við hlið bíla fyrir húsdyrum. Það er hvíldardagur og fáir á stjái. Helzt er það fólk á ferð í bakaríið, sunnudagsklæddir krakkar vafstrandi með mjólk og vínarbrauð og bakkelsi í stærðarpokum. Leiðin liggur samt fram á bryggju, Þarna standa þau enn gömlu verslunar- og útgerðarhúsin, Eyrarbakkaverslunarhúsin, Dúshús og hús Einars í Garðhúsum. Einhver hefur logið því að mér, að skúrinn sá arna hafi verið vínhjallur, og svo fylgdi það sögunni, að eigandinn, karlinn, hafi átt þar jafnan tunnu á stokkunum, og þegar bátarnir voru að koma að, þá hafi hann selt þeim hnall af brennivíni fyrir stærsta þorskinn í kastinu. Svo sagði hann á lokadaginn, karlinn: „Þetta er hluturinn minn“. – Það var brennivínshluturinn, staflinn, sem hann fékk fyrir staupin. Hann sagði: „Jahá“, maðurinn, sem sagði mér þetta og saug vænan tóbakshrygg af handarbakinu langt upp í nefið og bætti við: „Maður lætur þetta flakka, það er svo sem ekkert guðlast“.
Það var napur strekkingur þarna. Hestar standa í höm undir bryggjuhúsunum. Einn sótóttur stendur undir rauðmáluðu verslunarhúsi. Hann er loðinn og lubbalegur, greyið með langt tagl, en skorinn ennistopp. Hann stendur grafkyrr með hálflygndum augum. Þegar ég nálgast hann, pírir hann  augunum, svo opnar hann þau nokkurnveginn til fulls og hreyfir svo annað eyrað svona eins og kveðjuskyni. Undir veggnum á gamalli kró hama sig þrír, þeir eru allir skjóttir og álíka áhugasamir um samtíð sína og sá sótótti. Það sýnist vera reitingur af hestum á Nesinu. Fjárbóndi nokkur hefur þó sagt mér, að þar ættu sannarlega engin hross að vera, því þau kroppuðu á við tíu sauðkindur.
MávarÞað er ekkert brim í dag. Það er skýlt hérna megin á nesinu í norðanáttinni. Á bryggjum og í fjöru getur að líta svipaða sjón og tíðkast í sjávarplássum á vertíð. Fyrir framan dyr verbúðar eru stampar með beittri lóð, netakúlur og í hálfbrotinni kró eru hrúgur af netasteinum. Í fjörunni liggja þorskhausar, fiskhryggir og fleira. Á malarkambinum eru bátskeljar á hvolfi og ryðguð spil. Fuglinn er í fjörunni. Í flæðarmálinu situr stór hópur af stelkum, og þar valsa sauðkindur um og slafra í sig þang og fiskúrgang. Ég held þær éti hreint allt, rollurnar, sem ganga í fjöru sjávarþorpanna. Yfir öllum þessu fisklega umhverfi svífur svo einhver sá þéttasti fulgasveimur, sem ég hef augum litið. Þúundir eða tugþúsundir af hvítfugli. Hér er líka nóg um ætið. Það eru engir smábitar, sem mávarnir bera í nefninu. Við hafnargarðinn liggur flotinn bundinn á þessum hvíldardegi. Þar er skógur af siglutrjám.
Oddur V. GíslasonÍ gegnum skipaskóginn grillum við í nýja vitann. hann er gulur og ber nafnið Oddsviti, og fer vel á því. Enda trúlega kenndur við séra Odd V. Gíslason, prest á Stað, þann mikla brautryðjanda slysavarnanna á Íslandi. Hann var fæddur árið 1836 og tók við prestskap að Stað á Reykjanesi í kringum 1878 og þjónaði þar í hartnær tvo áratugi, jafnframt sem hann stundaði sjóróðra og var sívökull í hvatningarstarfi sínu til varnar slysum á sjónum.
För okkar er nú einmitt heitið að Stað. Það er ekið fram hjá kirkjunni, um hlaðið á Járngerðarstöðum, fæðingarstað Bjarna Sæmundssonar náttúrufræðings. Hann skrifaði um erni á þessum slóðum. Það var eitthvað á þá leiðina, að anarhjón áttu hreiður í Arnarsetri í Illahrauni á milli Grindavíkur og Voga. Þau stunduðu álaveiðar. Það var dálítil flæðitjörn skammt frá bænum að Járngerðarstöðum og mikið af ál í henni eins og víðar á þessum slóðum. Arnarhjónin lögðu þá í vana sinn að koma um miðmorgunsleytið og setjast á þúfu skammt frá tjörninni. Um nónbilið lyfti fuglinn sér, seig hægt niðiur að tjörninni og dýfði sér í hana og kom fljótlega með spriklandi ál í kónum, sem hann sveif á braut með. Stundum, segir Bjarni, að assa hafi misst álinn úr klónum. Þetta hlýtur að hafa verið einkennileg sjón að líta, örn með spriklandi ál í klónum.

Heimild:
-Birgir Kjaran – Svipast um á Suðurnesjum I – Lesbók Morgunblaðsins 3. apríl 1960, bls. 181 – 186.

Grindavík

Grindavík.

Tyrkjahellir

Fimm skip frá Algeirs komu hingað til lands sumarið 1627.
TyrkjarániðTilgangur áhafnarinnar var að ræna verðmætum og hneppa fólk í þrældóm. Skipin urðu viðskila sunnan við land vegna veðurs. Tvö fóru til Grindavíkur þar sem um 20 manns var hertekinn, þar af nokkrir Danir, og tvö fóru til Austfjarða þar sem rúmlega hundrað manns var tekinn höndum og færður um borð í skipin. Þau skip mættu því þriðja sunnan við landið og saman héldu þau til Vestmannaeyja. Þar voru langflestir teknir höndum, drepnir eða særðir. Hér á eftir er frásögn af atburðunum í Eyjum og í Djúpavogi, en þær lýsa vel því sem gerðist og hvernig viðbrögðin voru við svo óvæntri árás á annars friðsæl samfélög.

Grindavík

Grindavík – Tyrkjaskipin.

Þrjú skip stefndu undir Eyjar. Vindur var ekki hagstæður. Uggur og ótti greip fólk í Vestmannaeyjum, þegar sást til skipanna, enda höfðu Vestmannaeyingar frétt af ránum í Grindavík og víðar um landið. Höfðu Eyjamenn haldið uppi vöku og haft nákvæmar gætur á öllum skipum, er sást til af hafi. Öllum vopnfærum mönnum var safnað saman niður að Dönsku húsunum. Þar voru fallbyssur til staðar, en einnig voru mönnum fengnar byssur og önnur tiltæk vopn. Átti þannig að verja ræningjunum aðgang að höfninni.
Á sjónum undan Eyjafjöllum höfðu ræningjaskipin hitt enska duggu, er þar var að fiska. Tóku ræningjarnir þar 9 menn, sem þeir lofuðu að sleppa aftur, ef þeir ensku vísuðu þeim til hafnar í Vestmannaeyjum. Einn þessara 9 manna af ensku duggunni réð ræningjunum frá því að halda inn höfnina og vísaði þeim á aðra uppgöngu sunnan til á eynni. Varð því úr, að skipin sigldu frá höfninni, suður með Heimaey og hurfu bak við Helgafell.
Tyrkjaránið Þegar skipin voru horfin bak við Helgafell, reið kaupmaðurinn í þorpinu, Lauritz Bagge, sem virðist hafa haft aðalforystuna á hendi, með nokkra menn suður á eyju til þess að fylgjast með ferð skipanna. Í Stakkabótinni sá hann, að settir voru út bátar frá þeim fullmannaðir og taldi, að hægt yrði að verjast ræningjunum þarna. Sendi hann því boð til skipstjóra á dönsku kaupskipi, sem lá hér í höfninni, að menn kæmu fjölmennir suðureftir með vopn.
Ræningjarnir sáu strax að uppganga þar yrði erfið, og hurfu frá. Reru þeir bátum sínum suður fyrir Litla-Höfða með Svörtuloftum og lentu við tanga suður af Brimurð, sem síðan heitir Ræningjatangi. Kaupmaðurinn danski sá nú, að ekkert yrði gert á móti svo fjölmennu liði vopnaðra manna og sneri aftur í bæinn ásamt mönnum sínum. Á leiðinni niður í bæ mætti hann skipstjóranum, og saman riðu þeir nú eins hratt og þeir gátu niður í þorpið. Skipstjóri fór út í skip sitt, boraði gat á það, og hjó á festar þess svo að það ræki upp eða sykki. Síðan fór hann í árabát með fjölskyldu sína og náði að komast upp á meginlandið. Kaupmaðurinn og hans fólk komust einnig sömu leið til lands, en ekki er vitað til þess að fleiri hafi bjargast með þessu móti.
Tyrkjaránið Af ræningjunum er það að segja, að þeir fóru í þrem hópum í kaupstaðinn. Austasti hópurinn kom með miklum óhljóðum austan við Helgafell og réðst á Kirkjubæina og Vilborgarstaði. Miðhópurinn stefndi beint að höfninni. Vestasti hópurinn lagði svo til atlögu við bæina umhverfis Ofanleiti. Á efstu bæjunum hefur fólkið orðið verst úti, þar sem ræningjana bar svo fljótt að og óvænt. Neðst í bænum komst fólkið fremur undan og leitaði skjóls í hellum og gjótum. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það og bundu og ráku á undan sér niður í þorpið. Sama gilti jafnvel líka um búpening, sem á vegi þeirra varð. Þeir, sem komust ekki nógu hratt, voru höggnir í sundur og drepnir.
Ræningjarnir gáfu sér tíma. Þeir voru í Eyjum í þrjá daga, gengu fjöllin og leituðu hella og skúta, svo að enginn kæmist undan. Þeir klifruðu upp á syllurnar í Fiskhellum og tóku þaðan nokkrar konur og börn, sem leitað höfðu skjóls í fiskbyrgjunum. Enn má sjá nokkur þessara byrgja utan í klettaveggnum, þar sem fiskur er geymdur.

Tyrkir

Tyrkir í Eyjum.

Prestinn á Kirkjubæ, séra Jón Þorsteinsson, fundu ræningjarnir í helli einum austur af Kirkjubæjum, en þar hafði hann falið sig ásamt fólki sínu, og drápu ræningjarnir hann. Margrét, kona Jóns, var hrakin ásamt dóttur og syni í átt til hafnarinnar.
Marga drápu ræningjarnir af hreinni morðfíkn og limlestu líkin. Erlendi nokkrum Runólfssyni stilltu þeir upp fram á bjargbrún og skutu hann niður, svo hann féll um hundrað faðma. Þá fundu ræningjarnir mann að nafni Ásmund, þar sem hann lá á sóttarsæng. Hann stungu þeir í sundur, svo að sæng hans varð rauð af blóði. Bjarna nokkurn Valdason hjuggu þeir þvert yfir höfuðið fyrir ofan augun. Konur fundust dauðar við sínar bæjardyr, sumar stungnar með spjótum, aðrar höggnar, svo svívirðilega við skilið, að fötunum var flett upp fyrir hnakkann og þær naktar. Tvær konur voru með börn, og urðu þær seinfærar, en börnin æptu mjög. Þau tóku ræningjarnir og hálsbrutu og mölvuðu í hvert bein við kletta og köstuðu síðan út á sjó.
Tyrkjaránið Landakirkju brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu, sem kirkjan hafði eignast eftir fyrra ránið 1614. Kirkjuklukkunum mun hins vegar hafa verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju. Þá fluttu ræningjar prestshjónin, séra Ólaf Egilsson og konu hans, ásamt börnum og öðru heimilisfólki niður að Dönskuhúsum, sem stóðu á Skansinum. Var prestskonan þunguð og nær komin að falli, en samt var henni ekki hlíft. Fæddi hún barn sitt um borð í ræningjaskipinu á 11. degi eftir brottförina frá Eyjum.
Í Dönskuhúsunum á Skansinum geymdu ræningjarnir fólkið og héldu því þar, uns það var flutt út í skip. Höfðu skipin leitað inn á höfnina og lagst þar, þegar ekki þurfti að óttast neitt viðnám heimamanna lengur. Var fólkinu síðan smalað úr húsunum og látið róa út í skipin, en þar hitti það fyrir fleiri Íslendinga, sem ræningjarnir höfðu komist yfir.
Tyrkir
Á miðvikudagskvöld, þann 18. júlí voru allir komnir út í skipin nema nokkuð af gömlu fólki, sem ræningjunum fannst ekki þess virði að flytja með sér til að selja mansali. Þetta fólk skildu þeir eftir inni í húsunum og kveiktu í. Frá þessu sagði piltur einn er komst af með þeim hætti, að hann skreið eftir gólfinu í mannþrönginni og komst út um leynidyr, sem ekki hafði verið læst.
Um miðjan morgun, fimmtudaginn 19. júlí voru ræningjarnir tilbúnir. Sigldu þeir á braut með herfang sitt í öllum skipunum, ásamt danska kaupfarinu, sem ekki hafði sokkið eins og ráðgert var. Setti nú mikinn harm og kvein að fólkinu, er það sá eyjarnar og landið hverfa sýnum.
Flestum ber saman um, að hernumdar hafi verið í Eyjum 242 manneskjur í þessu ráni. Rúmlega 30 munu ræningjarnir hafa drepið og líklega hafa um 200 manna komist undan hér í Tyrkjaráninu. Frásagnir eru til af nokkrum mönnum, sem komust undan í Ofanleitishamar, sem ræningjunum hefur ekki litist á að klífa, enda er hann víða snarbrattur. Þá bjargaðist nokkuð af fólki ofarlega í Fiskhellum, en þar er sums staðar ókleift og fólkið því orðið að síga þangað niður. Er sagt, að pils sumra kvennanna, sem björguðust, hafi lafað fram af berginu og hafi 18 kúlugöt verið á pilsi einnar konunnar eftir skothríð Tyrkjanna.

Til Austfjarða komu Tyrkir miðvikudagurinn 4. júní, sem þeir taka land við Hvalnes. Fóru þeir ómildum höndum um eigur fólksins á Hvalnesi, sem allt var statt í seli meðan ræningjarnir létu greipar sópa, en þeir fundu ekki fólkið og héldu því ferð sinni áfram austur á bóginn á tveimur skipum.
Um aftureldingu á föstudagsmorgun sáust skipin við Papey. Var þá hið hagstæðasta leiði inn á Djúpavog og veður svo háttað, að bjart var hið neðra, en þoka miðhlíðis. Sigldu skipin hraðbyri inn í mynni Berufjarðar. Á þessari leið urðu þeir varir við danskan bát úr Djúpavogskaupstað, er lá við línur sínar og voru þar á fjórir menn. Þennan bát hremmdu þeir óðar með allri áhöfn og héldu síðan inn fjörðinn þar til þeir komu á móts við Berunes. Þar vörpuðu þeir akkerum.
Var þá sól um það bil að rísa. Jafnskjótt og akkeri voru botnföst, voru þrír bátar mannaðir.

TyrkirRéru víkingar sem mest þeir máttu suður yfir fjörðinn að kaupstaðnum í Djúpavogi, gegnt Berunesi. Þar var fyrir danskt kaupskip, er komið hafði til hafnar fyrir nokkru, og voru skipverjar í fasta svefni svo árla morguns. Einn bátanna lagðist samstundis að skipinu og vissu þeir, sem á því voru, ekki fyrr til en víkingarnir ruddust inn á þá með alvæpni. Fengu þeir engum vörnum við komið og voru í bönd reyrðir, áður en þeir áttuðu sig á því, hvað á seyði var. Hinir bátarnir tveir renndu hljóðlega upp í flæðarmálið, annar sunnan hafnarinnar, en hinn norðan. Hlupu víkingarnir á land upp sem fætur toguðu og umkringdu kaupmannshúsin og búðirnar, svo að engum, sem þar var inni, skyldi auðnast að komast undan á flótta; -flykktust síðan viðstöðulaust inn með brugðna branda.  Hér fór sem úti á skipinu. Fólkið, sem vaknaði við þessa atburði af værum blundi, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og var hver gripinn, þar sem hann var kominn, sumir naktir í rekkjum sínum, aðrir á hlaupum um húsin. Var allt fólkið fært í fjötra á svipstundu, dregið niður í fjöru og flutt á tveimur bátum út í víkingaskipin. Voru þeir fimmtán, sem fangaðir voru á Djúpavogi þennan morgun, allt danskt fólk, nema einn.

Eftir að ræningjarnir höfðu fullvissað sig um að hafa náð öllu fólki á verslunarstaðnum Djúpavogi lögðu þeir af stað inn með Hálsum, 30 – 40 í hóp. Komu þeir fyrst að bænum Búlandsnesi með miklum hrópum og háreysti. Þar gripu ræniningjarnir 12 eða 13 manns. Bundu þeir hendur karlmanna á bak aftur og ráku síðan tveir úr þeirra flokki hópinn á undan sér til Djúpavogs. Þar voru fangarnir vistaðir um sinn í danska kaupskipinu á legunni.
Þessu næst héldu víkingarnir inn með Hamarsfirði og að prestssetrinu Hálsi. En þar fundu þeir engan heima á staðnum, því að presturinn, séra Jón Þorvarðarson, var í seli ásamt konu sinni, Katrínu Þorláksdóttur, heimamönnum öllum og þremur mönnum frá Hálshjáleigu. Ekki var þetta þó fólkinu til bjargar; ræningjarnir fundu selið og komu þar að fólkinu óvörum, svo að enginn komst undan, nema einn piltur, sem tók á rás. Það voru 11 menn, sem fangaðir voru í selinu. Þennan hóp ráku víkingarnir á undan sér í þá átt, sem pilturinn hafði leitað.
Þegar yfir hálsinn kom héldu þeir sem hann inn með Berufirði og léttu ekki fyrr ferðinni, en þeir komu að kirkjustaðnum við fjarðarbotn.
Víkingarnir herjuðu nú á hvern bæinn á fætur öðrum norður alla Berufjarðarströnd. Létu þeir fólk illa, drápu og limlestu. Alls munu þeir hafa rænt 62 mönnum af Berufjarðarströnd. Þá tóku þeir til fanga 13 manns frá Hamri í Hamarsfirði. Létu þeir vera sitt síðasta verk að ræna kirkjuna á Hálsi, áður en þeir skildu við Djúpavog.

Frá því fólkið var tekið héðan var það einungis sem fénaður í augum þeirra, sem yfir því réðu. Strax við komuna til Afríku var það selt, margir í burtu frá Algeirsborg, en þeir sem eftir urðu reyndu að hafa samband sín á milli, hjálpa hver öðrum og styrkja í útlegðinni.
Á fyrsta mánuðinum veiktist flest fólkið, og hafði 31 Íslendingur látist úr sjúkdómum þegar að mánuði liðnum. Meðferðin á fólkinu var nokkuð mismunandi eftir því hvort það lenti hjá góðu eða slæmu fólki. Flestir áttu þó erfiða daga, og var algengt að menn væru píndir til þess að reyna að fá þá til að kasta kristinni trú og taka upp Múhameðstrú. Um afdrif margra Íslendinganna úti í ánauðinni, vita menn fátt. Fólkið sem kom upp til Íslands aftur hafði frá mörgu að segja, en af sumu spurðist aldrei neitt.

Heimild m.a.:
-http://www.vestmannaeyjar.is/safnahus/byggdasafn/tyrkir.htm
-http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/folk.html
-http://www.djupivogur.is/sagan/tyrkir.html

Aðrar heimildir um Tyrkjaránið:
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi safnaði og ritaði m.a. um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun. Skrifin birtust í „Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða“ (bls. 101-102), sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út 1953. Þau eru eftirfarandi:

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

“Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram á milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess, er að höndum kæmi, og fal sig guði: því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann, og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi, er hann var.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg/virki.

Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað, þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað, sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi, og varð ekki veginum komið á.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni, ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna, sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gegnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur í botninn, sem hin gamla gata segir (ort á seinni tímum):

Húshólmi

Húshólmi og Óbrennishólmi – loftmynd.

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar, sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Rétt er að geta þess að Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála, sem var með vegarvinnumönnum við gerð Hlínarvegar um 1932, sagði í viðtali 2002 að vegurinn hafi að mestu verið lagður ofan í Ögmundarstíg. Þar hafi þá verið djúp för í klöppunum eftir ferðalanga fyrri alda. Sums staðar hafi hellan brotnað vegna þess hve þunn hún hafi verið orðin og undir verið djúpar holur.

-Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102) – Brynjúlfur Jónsson – Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1953.

Husholmi-25

Áð í Húshólma.

https://ferlir.is/husholmi-i/https://ferlir.is/husholmi/

Járngerðarstaðir

Kristinn Kristjánsson fjallar um ógnaratburðina í Grindavík og annars staðar á landinu árið 1627 í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.:
Tyrkjaránið“Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá toll af þeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikið stunduð út frá ýmsum smáríkjum á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó. Árið 1627 fengu Íslendingar að kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg þar sem nú er Alsír og hefur sá atburður jafnan erið nefndur Tyrkjaránið. Tyrkir eru á þessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir þá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán. Tyrkjaránið vakti löngum ótta með íslensku þjóðinni, til eru Tyrkjafælur í kvæðaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur verið á Íslandi til að verjast nýrri árás Tyrkja.

Tyrkir

Tyrkir.

Atburðurinn hefur sest svo vel í minni þjóðarinnar að þegar keppt er við sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg að rifja atburðina upp til að æsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Þau voru þó aldrei öll saman því þau urðu viðskila vegna veðurs en af þeim sökum dreifðust þau meira með ströndum landsins. Tvö þau fyrstu [sennilega var þó ekki nema eitt skip] komu til Grindavíkur 20. júní og voru þar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu þau inn á Faxaflóa, annað þeirra strandaði utan við Bessastaði og hefur danska hirðstjóranum löngum verið legið á hálsi fyrir þann aumingjaskap að nota ekki tækifærið og taka skipið. Hann lét nægja að bíða vopnaður í landi á meðan ræningjarnir losuðu það.
TyrkjarániðMeðal þeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Að því loknu ætluðu ránsmenn til Vestfjarða en hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima. Tvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarða, tóku land í Berufirði 5. júlí og rændu þar, á Djúpavogi og um næstu byggðir, um Hamarsfjörð, um Breiðdal og jafnvel um Fáskrúðsfjörð. Á Austfjörðum tóku þeir yfir hundrað fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi særðist. Fréttirnar bárust fljótt um landið og biðu menn skelkaðir, kæmu skipun í þeirra sveit? Vestmannaeyingar voru þó þeir einu sem urðu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörðum sneru við út af Reyðarfirði vegna andvirðis, hittu fimmta skipið einhvers staðar fyrir sunnan landið og birtust síðan í Eyjum. Þar urðu ægilegustu atburðirnir, Vestmannaeyingar reyndu að flýja en þeir guldu þess að þeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.
Fljótlega var reynt að kaupa fólkið í Alsír út en það tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bæjum. En tæpum tíu árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt þótti að fólkið rifjaði upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess verks.

Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnum, einu ófæddu. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir að hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til að reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tæpu ári eftir ránið, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína og er það rit þekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Tyrkja-Gudda.

Tyrkja Gudda – málverk efir Jóhannes S. Kjarval.

Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norður-Afríku voru nefnd og er hin mesta furða hversu hlutlægur hann getur verið þegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá því vonda varðandi ræningjana, eins og að þeir hafi drepið fólk og barið hann, heldur einnig því góða, þegar kona hans eingnast barn sýna þeir því hina mestu umhyggju. Hann lýsir staðháttum og klæðnaði hvars em hann er staddur af stakri nákvæmni og má vel sjá fyrir sér sögusviðið og presónur þess.

TyrkjarániðSitthvað misskilur hann á ferðalaginu heim enda ekki með nákvæmt landakort og þeir sem hitta hann leika sér að því að gabba hann. Þegar hann lýsir neyð sinni og angist grípur hann til ritningarstaða í Biblíunni og allan tímann er það trúin sem heldur honum uppi og með henni skýrir hann það sem hefur hent:
“Nú, það gengur oss sem herrann vill; nær að vér dæmumst, þá refsumst vér af drottni, svo að vér ekki glötumst með þessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Þorsteinsdóttir, var ein þeirra sem var leyst úr haldi tæpum tíu árum síðar og kom til Íslands 1637. Börnin þrjú komu aldrei aftur, létu turnast, það er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Heimild:
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson-

Aðrar heimildir um Tyrkjaránið:
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um aldur Ögmundarhrauns í afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi. Greinin birtist í bókinni “Eldur er úr norðri”, sem gefin var út árið 1982. Eftirfarandi er úr greininni:

Húshólmi

Húshólmi – garður.

“Nóg er af eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaganum. Þessi gróðursnauði og eldbrunni skagi hefur þó lengst af verið þéttsetinn fólki frá því að land byggðist. Því valda einhver fengsælustu fiskimið landsins í sjónum umhverfis. Á síðari öldum flykktist fólk hundruðum saman á vetrarvertíð á Suðvesturlandi. Á þessu landssvæði var og er reyndar enn hlutfallslega margt um manninn. Þar settust erlendir kaupmenn snemma að og þaðan barst tíska, auður og fréttir utan úr heimi um allt land. Þetta var land tækifæranna þar sem stundum hlaust mikill afli og gróði, en stundum mikil fátækt og örbirgð. Þessi ólga mannlífsins á Suðvesturlandi mótaði ýmsa drætti í íslenskri menningu fyrrum ekki síður en nú á tímum.

Húshólmi

Húshólmi – leifar af fornum garði.

Margar þeirra þjóðsagna sem skráðar voru á 19. öld endurspegla að einhverju leyti ferðalög vermanna að norðan í verið á Suðvesturlandi þegar þeir eiga að hafa hitt tröll eða útilegumenn á leiðinni. En einnig eru til sagnir af sjálfu Suðvesturlandi sem þekktar hafa verið um allt land og mega því ef til vill fremur en aðrar sögur kallast þjóðsögur. Dæmi um slíka sögu er sagan um huldukonuna í Geirfuglaskeri. Sögur urðu oft til um staði þar sem menn áttu leið um á sjó eða landi.

Á Reykjanesskaga lágu leiðir um ung og úfin hraun og þar kynntust menn meiri óvegum á landi en víðast annars staðar. Fjölförnust slíkra leiða fyrrum hefur væntalega legið um Kapelluhraun sem líklega er nefnt Nýjahraun í Kjalnesingasögu eins og Þorvaldur Thoroddsen hefur getið sér til um.

Húshólmi

Húshólmi – meint kirkjutóft í Kirkjulág.

Annað hraun á Reykjanesskaganum úfið og ungt, sem ruddur var vegur um fyrrum var Ögmundarhraun. Dálítið er af sögum og sagnbrigðum um veginn yfir Ögmundarhraun. Elsta skráða sögnin um hraunið er líklega hjá Sveini Pálssyni frá 1796. Þar er sagt frá því að Ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og verið myrtur að launum austan við það, þar sem sé dys hans. Sveinn virðist stinga upp á að dysin sé leyfar af tollbúð Ögmundar.

Húshólmi

Gerði við Húshólma.

Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmundarhraun. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og Ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta 19. aldar. Hjá honum er sagan lík um Ögmund nema þar vinnur hann við vegargerðina til að fá dóttur bónda (á Ísólfsskála 1818 og í Krýsuvík 1840) sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjúlfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og Ögmundarhraun á síðari hluta 19. Aldra. Þar er sagan svipuð hinum fyrri, en þar er Ögmundur kallaður berserkur. En vegurinn um Ögmundarhraun fær þess einkunn:

Eru í hrauni Ögmundar
Ótal margir þröskuldar
Fáka meiða fæturnar
Og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Sagan um Ögmund er auðvitað skyld sögunni um berserkina og Berserkjahraun, sem sagt er frá í Eyrbyggju eins og Þorvaldur Thoroddsen benti á fyrir löngu. Eins og sjá má virðist sagnamyndunin um staðinn ekki ýkja gömul og hafa þróast á 18. og 19. öld.

Allt frá útgáfu ferðabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hafa lýsingar á byggðaleifum í Ögmundarhrauni verið almennt kunnar. Í ferðabókinni segir:
“..at Innbyggerne I og nær ved Kriseviig, viide at fortælle om en forskrækkelig Jordbrand, som… har skikket en Ildström neð til Söekanten, og ödelagt nogle Gaarde paa den Strækning, hvor ÖgmundsHraun nu ligger, og iblandt disse er Kirkestedm kaldet Holmastadur, hvo man endnu seer Stykker af Kirke-Gaarden og Huuse-Toftene”.
Jón Vestmann lýsir einnig byggðaleifum þarna og nefnir Húshólma árið 1818 og segir að ein tóftin, sem snúi eins og kirkja, sé talin gamalt goðahof. Enn lýsir Jón Vestmann byggðaleifunum í Húshólma árið 1840. Þá er í sögnum, sem Brynjúlfur frá Minna-Núpi skráir á síðari hluta 19. aldar, stuttaraleg lýsing á byggðaleifunum. Þorvaldur Thoroddsen lýsir einnig byggðaleifunum í ritum sínum og hefur greinilega mælt þær.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Ítarlegust þeirra lýsinga á byggðaleifunum sem birst hafa á prenti er lýsing Brynjúlfs frá Minna-Núpi í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903, bls. 48-50. Þar birtist einnig kort eða mynd af legu rústanna í Húshólma. Fram að tíma Brynjúlfs hafði þess ekki verið getið að byggðaleifar eldri en Ögmundarhraun væru ekki einungis í Húshólma, sem er nærri austurjaðri hraunsins, heldur einnig í Órennishólma, sem er nokkur vestar í hrauninu en Húshólmi. Telur Brynjúlfur það af þessum ummerkjum ekki efamál að kirkjustaðurinn Krýsuvík og bæri “ef til vill eigi allfáir” hafi farið undir hraunið. Tilgáta Brynjúlfs er sennileg ef hverfisbyggð hefur verið á þessumstað þegar Ögmundarhraun rann, eins og tíðkast á Suðurlandi, frá Kjós og austur í Lón. Í Jarðatali Johnsens eru t.d. taldar 7 hjáleigur í Krýsuvíkurhverfi.

Selatangar

Á Selatöngum.

Verbúðir og fiskbyrgi á Selatöngum eru yngri en Ögmundarhraun enda úr því hlaðin. Á þá verstöð er fyrst minnst í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Loks verður að geta þess að Ólafur Þorvaldsson hefur nokkuð lýst staðháttum á þessum slóðum í fróðlegum þáttum um Krýsuvík og mannlíf þar í byrjun þessarar aldar.

Fræðimenn hafa metið aldur Ögmundarhrauns á tvennan hátt. Annars vegar af athugun á sjálfu hrauninu og legu þess, hins vegar af ritheimildum, fyrst og fremst annálum, um gos á þessum slóðum.

Húshólmi

Húshólmi – skálatóft.

Af útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna er ljóst að þeir telja Ögmundarhraun nýlegt hraun, “en nye opkommen sæl Egn”. Að hraunið sé kki ýkja gamalt er innig skoðun Jónasar Hallgrímssonar. Þorvaldur Thoroddes kveður hins vegar upp úr um það að hraunið sé yngst allra hrauna sem þarna séu. Athugaði Þorvaldur Ögmundarhraun sérstaklega árið 1883 og birti síðar af því kort. Þannig var fræðimönnum ljóst af Húshólmarústunum, allt frá tímum Eggerts og Bjarna, að hraunið var yngra en Íslandsbyggð og eftir könnun Þorvalds varð ljóst að það var með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Íslenskir jarðfræðingar á þessari öld hafa auðvitað ýsmir skoðað Ögmundarhraun en einhver merkasti áfanginn í rannsóknunum á því í seinni tíð hlýtur þó að teljast hið ítarlega jarðfræðikort Jóns Jónssonar, jarðfræðings, af Reykjanesskaga, sem út kom 1978. Jón lýsir upptökum hraunsins, útbreiðslu og samsetninu. Hann telur að það þeki 16 ferkílómetra lands og ætlar að það muni vera um 0.32 rúmkílómetrar. Af korti Jóns má glöggva sig á legu og stærð Óbrennishólma og Húshólma í hrauninu.
Snúum okkur þá að ritheimildum og tilraunum fræðimanna til að koma við algeru (absolut) tímatali í árum eftir Kristburð hvað varðar Ögmundarhraun.
Eins og fyrri daginn ríður útgáfa ferðabókar Eggerts og Bjarna á vaðið. Þar er fjallað um Trölladyngjur, sem minnst sé á í annálum miðalda, en það séu eldfjöll sem gert hafi usla á Suðurlandi. Er á það bent að á Reykjanesskaga sé fjall sem sé kallað Trölladyngja og talið að það nafn hafi ef til vill átt við fleiri fjöll á þessum slóðum. Enn fremur segir frá því að uppteiknanir Gísla biskups Oddssonar séu eina ritið sem geti um gos í Trölladyngju 1340 og er látið að því liggja að þá hafi Ögmundarhraun kannski runnið. Rit Gísla biskups Oddssonar er latínuskrif hans Annalium farrago, annálabrot.

Ögmundardys

Ögmundardys.

Snemma á nítjándu öld var hafi útgáfa Árbóka Íslands eftri Jón Espólín. Í fyrsta bindi þeirra er annálagrein, sem er nær samhljóða annálagreininni í riti Gísla um gos í Trölladyngju, eini verulegi munurinn er ársetning gossins. Espólín telur það 1390, en Gísli og útgáfa ferðabókarinnar um 1340. Eftir útgáfu Jóns Jóhannessonar á Sjávarborgarannál er ljóst að þar er komin heimild Espólíns um Trölladyngjugosið.
Með útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna og útgáfu Árbóka Espólíns var markaður sá bás sem aldursákvarðanir Ögmundarhrauns áttu eftir að velkjast í á 19. öld. Jónmas Hallgrímsson stendur ráðþrota frammi fyrir þessum heimildum og veit ekki hvort hann á heldur að telja hraunið runnið 1340 eða 1390. Þorvaldur Thoroddesn virðist heldur ekki kunna lausn á þessum ágreiningi, en tilfærir báðar heimildirnar og telur þær ef til vill eiga við Ögmundarhraun.
Þó reynir Þorvaldur að höggva á hnútinn með því að vitna í aðrar ritheimildir en annála.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Jón Þorkelsson setti fram tilgátu í sambandi við leshátt í gömlu kvæði um krossinn helga í Kaldaðarnesi frá 16. öld. Þessi tilgáta var því miður slæm. Í Kvæðinu stendur þetta vísuorð í 23. vísu: “Út á mitt kom orgnisraun” (eða oguisraun). Þessu síðasta orði í vísuorðinu vill Jón breyta og lagfæra í Ögmundarhraun. Þessa lagfæringartilgátu Jóns taldi Þorvaldur að mætti nota sem aldursmark við tímasetningu Ögmundarhrauns.
Ögmundarhraun er ekki upprunnið úr Trölladyngju og þurfa þá tímasetningar gosa í einhverri Trölladyngju ekki að skipta máli hvað varðar aldur þess. Ekki er unnt að reiða sig áneina þeirra ritheimilda sem nefndar hafa verið um aldur hraunsins.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Í dagbók Eggerts og Bjarna, en þeir munu hafa verið í Krýsuvík 1755, eru upplýsingar, sem fólk í Krýsuvík hefur gefið þeim félögum. Hraunið rann samkvæmt lýsingu þess um miðja 16. öld og kirkjustaður varð fyrir barðinu á því. “Om Effter middagen forloed vi Krisevigen með alla, og Reiste moed NV, först over et Nyt hraun, Ögmundarhraun Kaldet, dette Steenfloed Har for omtrent 200. aar siden, brændt og rundet Ned fra fieldene hen til Söen over 2. miile lang vey…! Erfitt er að segja hvers vegna þessari frásögn var sleppt í prentútgáfunni af ferðabókinni 1772.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – Latfjall fjær.

Örnefnið Ögmundarhraun finnst ekki í eldri heimild en ofangreindri dagbók þeirra Eggerts og Bjarna frá 1755. Öðru máli gegnir um Húshólma, þar örnefni kemur fyrst fyrir í heimild frá byrjun 17. Aldar. Í handritinu AM 66a 8vo, sem er bók með ýmsum gögnum úr embættistíð Odds Einarssonar biskups, er á bl. 55r-56v afhending séra Gísla Bjarnasonar á Krýsuvík til séra Eiríks Stefánssonar árið 1609. Er það úttekt á húsum og búfé og fylgir trjáreikningur, þ.e. upptalning og rekatrjáa á Krýsuvíkurfjörum frá sama ári. Örnefni á rekafjörunum eru greinilega talin frávestri til austurs. Þar er getið um Selatanga, Húshólma, Bergsenda, Sandskriðu og Keflavík. Athyglisvert er að í þessari upptalningu á Krýsuvíkurrekum er ekki að sjá að gæti þeirra skipta á rekaítökum milli Viðeyinga, Bessastæðinga, Skálhyltinga, Krýsvíkinga og Strenda sem fram kemur í máldögum miðalda. Þessi rekamál eru að vísu firna erfið viðfangs, því að við brotakennda varðsveislu heimildanna bætast ófullnægjandi prentútgáfur þeirra í Íslensku fornbréfasafni, ekki síst af Vilkinsbók.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun.

Húshólmi virðist ekki til í eldri heimild en trjáreikningum frá 1609. Þess verður að geta sérstaklega að í þeim lýsingum frá síðari tímum sem til eru, er Húshólmi talinn einn þeirra staða þar sem hvað rekasælast er á Krýsuvíkurrekum. Húshólmi markast af Ögmundarhrauni og verður þessi elsta heimild um hann þá einnig elsta ótvíræða ritheimildin um tilvist hraunsins.
Af kirknaskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 virðist ljóst að þá sé komin prestskyldarkirkja í Krýsuvík. Til eru og heimildir frá 14. Öld um Krýsuvík og er ljóst af þeim að þá er staður (beneficium) í Krýsuvík. Staðarprestar í Krýsuvík koma einnig glöggt í ljós í þeim heimildum frá 15. Öld, sem nefndar eru í sambandi við rekaítök Viðeyjarklausturs í Krýsuvík.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Heimildir frá 15. öld eru til fleiri. Máldagi Krýsuvíkur, samhljóða framan af fyrsta hluta Krýsuvíkurmáldaga í Vilkinsbók um rekana, er til varðveittur úr tíð Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups (1477-90). Ennfremur er til varðveitt stutt minnisgrein um það að árið 1496 hafi Stefán Jónsson Skálholtsbiskup látið meta byggingarnar á Krýsuvíkurstað, kirkjuna “og staðinn allan með hjáleiguhúsum innan garða”.
Árið 1525 á séra Guðmudnru Steinsson “beneficiator” í Krýsuvík viðskipti við Viðeyjarklaustur með milligöngu Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups. Engan bilbug virðist þannig vera að finna á Krýsuvíkurstað á kaþólskum tímum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – kort.

Ekki virðist vegur Krýsuvíkurstaðar heldur fara minnkandi í tíð Marteins Einarssonar Skálholtsbiskups, en frá honum er til Krýsuvíkurmáldagi 1553-54. Greinilegur lútherskur keimur er af talinu um fánýtar bækur í kirkjunni en þar segir einniga ð “kirkja góð” sé í Krýsuvík.
Gísli Jónsson varð Skálholtsbiskup eftir Marteini árið 1558 og var þar til dauðadags 1587. Úr biskupstíð Gísla eru varðveittir allmargir máldagar. Þau ártöl, sem þar koma fyrir, eru á tímabilinu 1574-79. Þar er máldagi Krýsuvíkurstaðar með sama miðaldaforminu og áður, rekaskipanin talin, en innanstokksmunir og ornament líkt og í Marteinsmáldaga.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Það er í biskupstíð Gísla sem Krýsuvík er lögð niður sem beneficium og alkirkjustaður og var það gert með dómi höfuðsmanns Páls Stígssonar 27. september 1563. Það er því víst að Krýsuvíkurmáldaginn úr biskupstíð Gísla er frá árabilinu 1558-63.
Af öllu framansögðu er ljóst að líklega hefur hraunið ekki runnið fyrr en Gísli biskup hafði vísiterað í Krýsuvík, a.m.k. einu sinni. Ögmundarhraun hefur þannig líklega brunnið seint á árabilinu 1558-1563.”

Heimild m.a.:
-Eldur er í norðri – afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum – Sveinbjörn Rafnsson – 1982.

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Grindavík

Gengið var upp úr Klifhólahrauni á Þorbjarnarfell að suðvestanverðu um svonefndan Gyltustíg og upp á vesturöxlina.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Af henni er fallegt útsýni yfir Illahraun og Bláa lónið. Móbergshamrar eru undir og sjá má fýlinn fljúgja með brúninni. Haldið var áfram til norðausturs með norðuröxl fjallsins að vestanverðu og síðan beygt til hægri handan vesturbrúnar misgengisins, sem liggur um miðju fjallsins. Þar niður liggur mikil gjá, en hún tekur fljótt enda undir háum veggjum gjárinnar. Skammt austar er Þjófagjá. Ætlunin var að ganga niður hana og rifja upp söguna af þjófunum, sem þar áttu að hafa hafst við fyrr á öldum.

Þorbjarnarfell er í daglegu tali nefnt Þorbjörn. Þetta er stakt móbergsfjall, 243 m. á hæð. Af því er mikið útsýn yfir Grindavík og nærliggjandi svæði.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Norðan og norðaustan í fjallinu er mikil jarðhitamyndun þar sem fyrir er Svartsengi og Sýlingafell, jarðhitasvæði þar sem Bláa lónið er m.a. staðsett. Toppurinn á Þorbirni hefur fallið niður og miðja þess myndað misgengi og sigdal. Misgengið fylgir ekki SV og NA sprungureininni líkt og meginlandsflekamörkin heldur liggur sprungan SN líkt og nokkrar slíkar syðst á Reykjanesskaganum. Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Þorbjörninn hefur verið talinn frá því á síðasta jökulskeiði, en rannsóknir á honum benda til að hluti hans geti einnig verið frá fyrra jökulskeiði. Hann er þannig með eldri fjöllum á Reykjanesskaganum.

Þorbjarnarfell

Leifar Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

Þar sem staðið var efst á Gyltustígnum og umhverfið norðan og vestan Þorbjörns litið augum mátti t.d. horfa niður á Baðsvelli, grasi gróna velli norður af fellinu þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Aðstandendur Bláa lónsins segja að varla sé hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu, en það er þó vel hægt, eins og dæmin sanna. Það er alveg eins hægt, að lokinni göngu, að halda niður til Grindavíkur og skella sér í hina ágætu sundlaug þarlendra. A.m.k. er hægt að spara verulega á því.

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Þegar gengið er til austurs má sjá Hagafellið að handan. Austan þess er hamraveggur, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar. Þeirra er einnig getið í þjóðsögunni um þjófana í Þorbirni.
Þegar komið er að Þjófagjá má sjá stríðsminjar í gígnum fyrir neðan. Um var að ræða hluta af ratstjárstöð og kampi líkt og voru uppi á hnjúknum Darra í Aðalvík á Vestfjörðum. Einnig var slík stöð uppi á á Hraunhóli á Reynisfjalli í Vík, Siglunesi, Skálum Laugarnesi, Vattarnesi við Reyðarfjörð og Hafnartanga í Stokksnesi.
Þegar gengið er niður í Þjófagjá skiptir miklu máli að fara rétt niður í hana. Kunnugir rata einstigið niður í gjána, en eftir það er leiðin tiltölulega greiðfær, sé rétt að farið. Niðri í miðri gjánni er hellisskúti þjófanna, en hann hefur gengið nokkuð saman eftir því sem árin hafa liðið.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.
Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Þegar komið er niður í gjána opnast hún mót suðri og Grindavíkurbær og hraunsvæðin og ströndin framundan breiðir úr sér á móti þeim, sem það ber augum. Gangan þarna niður af fellinu er auðveld.

Heimild m.a.: http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=270

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Krýsuvík

Eftirfarandi umfjöllun um „Gróðurhús og búskap í Krýsuvík“ birtist í Skinfaxa árið  1951:
„Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum.
Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. — Krysuvik - bustjorahusid
Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum, að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við i leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á Alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengdist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri. — Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km.
Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

A. Gróðurhús.
Krysuvik - grodurhusinVegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró, þar sem katli hefir verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafmagn frá dieselrafstöð.

B. Búskapur.
Krysuvik - starfsmannahusidÍ Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegl graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Meginhlutann mætti þó fullvinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km langir, opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m í þvermál og 14 m háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak. Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna ræktunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

C. Boranir eftir jarðhita.
Krysuvik - borholurÍ Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðborar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve horar vildu festast. Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur i svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá. —
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Krysuvik - seltun IIHveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallborum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þref alt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, siðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þelta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í ljós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarf jarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál. Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött. Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“

[Þessi grein er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu. — Myndirnar af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en óvenju mikill snjór hefur verið þar í vetur. — S. J.]

Heimild:
-Skinfaxi, „Krýsuvík“, 42. árg., 1. tbl., 1951, bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík.

 

Svörtuloft

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda [á Krýsuvíkurbjargi] taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá. Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða.

Svörtuloft

Svörtuloft austan Húshólma.

Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra í Ferðabók sinni með þessum orðum: „Fram með sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa ræmdu Svörtuloft“ (bls 50). Þannig er lýsing höfunda í ritinu Landið þitt Ísland (4:243): „Er þar brotin hraunströnd og er hraunið þverbratt og sums staðar eins og það væri höggvið eða skorið.“  Skip hafa oft farist undir Svörtuloftum, meðal annars póstskipið Anne Dorothea 1817 með allri áhöfn, 9 manns (Öldin sem leið, 63).

Svörtuloft

Svörtuloft.

Í austan- og norðaustanbálviðri hafa skip löngum leitað vars undir Svörtuloftum, en í hafáttum vill enginn vera þar nærri. Í ofsa vetrar og vestanstórsjó er engu hlíft við Svörtuloft. Hvergi er skjól og bergstálið nötrar undan þunga brimsins og brotnar sí og æ (Guðmundur Páll Ólafsson 1995, 307). Skip sem lenda í slíku veðri undir Svörtuloftum hreinlega splundrast og áður fyrr varð þar yfirleitt ekki mannbjörg. Á síðari tímum hefur þó tekist að bjarga mönnum á strandstað, til dæmis einum manni af vélskipinu Svanborgu frá Ólafsvík sem fórst þar 2001, en þrír sjómenn fórust (Árbók Íslands 2001, 153). Viti var reistur þar fyrst 1914, nefndur Skálasnagaviti (Árbók 1982, 122). Nafnið Svörtuloft er aðeins notað af sjó en björgin sjálf heita á landi Saxhólsbjarg og Nesbjarg norðar.
Svörtuloft eru nefnd norðan í Akrafjalli, austan við Kjalardal, samkvæmt Íslandsatlas (3C2). Nafnið er ekki í örnefnaskrá Kjalardals en þar segir hins vegar: „Og innan við Kjalardalinn heita björgin í dalsmynninu Votubjörg.“ Vafalaust er um sömu björgin að ræða þó að nafnið sé annað.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – sjávargatan; horft frá Bergsenda vestari til austurs. Neðar eru Svörtuloft.

Svörtuloft eru innan Raknadalshlíðar í Patreksfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið er heldur ekki í örnefnaskrá, það er skránni um jörðina Raknadal í Rauðasandshreppi, en þar stendur: „Austan Raknadalsár er hátt og áberandi standberg, svart og mikilúðlegt, sem heitir Lofthögg.“ Kristinn Fjeldsted gerði athugasemdir við skrána 2007 og segir að Svörtuloft á kortum hafi sér fundist notað frekar en Lofthögg.
Svörtuloft á Stað í Súgandafirði eru klettar upp af svonefndu Stórahvolfi. Heimildarmaður að örnefnaskránni hefur heyrt kletta þessa kallaða Svarthamra og segir að ofanvert í Stórahvolfi sé minna hvolf kallað Svarthamrahvolf.
Svörtuloft heitir krókurinn innan við svonefndar Brekkur í landi Höfðabrekku í Mýrdal.
Svörtuloft í Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu eru gljúfur, sem Kálfá rennur eftir.
Athyglisvert er að fjórir þessara staða bera líka annað nafn. Loft merkir væntanlega annaðhvort ‚hæð (í húsi)‘ eða ‚lofthaf, vegalengd í lausu lofti‘ í þessum örnefnum. Lofthellir heitir í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells í Mývatnssveit. Hann er á fimm hæðum og er nafnið dregið af því (Ferðir júní 2006, 65). En oftast er um að ræða þverhnípta veggi eða standberg á þeim stöðum sem bera nafnið Svörtuloft. Svarti liturinn stafar stundum af vætu, samanber Votubjörg, sem gerir þessi „loft“ svört að lit. Auk þess ber að nefna að Seðlabanki Íslands er til húsa í dökkri byggingu við Kalkofnsveg sem snemma var farið að kalla Svörtuloft eftir að það var fullbúið 1987. Að síðustu má geta þess að nýjasta glæpasaga Arnalds Indriðasonar ber þetta sama nafn.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=54690

Svörtuloft

Ofan við Svörtuloft,