Kaldranasel

Ætlunin var að brjótast gegn verði og vindum, yfir flóð í Seltúnslæk og sandbleytur Nýjalands um Rifið inn í Litla-Nýjabæjarhvamm. Þar er skv. gamalli örnefnalýsingu tóftir sels, sem taldar eru vera frá bænum Kaldrana, elsta bænum í Krýsuvík. Hvammaháls er vestar og svo Hvammar. Ætlunin var að skoða tóftirnar, sem legið hafa í þagnargildi um aldir.

Seltóft

Svæðið sunnan Kleifarvatns var nefnt Nýjaland. „Að austan takmarkast það af Rifinu, lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið. Eftir Rifinu liggur akvegur með vatninu, neðan Hvamma út á svo nefndan Geithöfða suður af honum og inn með vatninu.“ Framangreint er úr örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík, skráð af Gísla Sigurðssyni.
TóftÞegar til átti að koma var brostin á bongóblíða á svæðinu, logn og hiti. Byrjað var á því að skoða Litla-Nýjabæjarhvamm. Neðst í hvamminum eru „hnakkageymslur“ félagsmanna hestamannafélagsins Sörla. Seltóftin átti að vera upp með hlíð þar sem lækur kemur niður úr gilinu ofan Hvammsins.  Búið er að raska þarna töluverðu og erfitt að sjá hvað hefur verið hvað. Gilið er fallegt upp að líta. Það var rakið upp til enda og síðan beygt til norðurs yfir Hvammaháls. Þegar komið var niður í Hvammana gat verið að finna tóftir á a.m.k. tveimur stöðum. Nyrðri tóftin var áhugaverðari. Hóllinn, sem hana geymir, er mjög þýfður, en sker sig úr annars grösugu umhverfinu. Hann er grænni, en mosi byrjaður að taka völdin.
Kaldrani er sagður elsti bær í Krýsuvík. Leifar hans sjást undir hól suðvestan við Kleifarvatn. „Meðal manna lifir enn sú sögn, að heitið Kaldrani sé af býli, er þarna hafi verið“ segir Þorsteinn Bjarnason í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík. Ari Gíslason segir í sinni örnefnalýsingu að „inn við Kleifarvatn er svokallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarði úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhól.“

Gata

Tóftin þarna, er þess vegna gæti verið seltóftin sem Gísli minnist á í sinni örnefnalýsingu. Syðri tóftin gæti tengst hinni því stutt er á milli þeirra. Ofan þeirra er gil og lækur, líkt og kemur fram í fyrrnefndri lýsingu.
Tóftin, ef tóft er, gæti verið ævagömul, enda næstum orðin jarðlæg. Með góðum vilja má þó greina þar rými, sem legið hafa samhliða. Hóllinn er um 4 m breiður og um 8 m langur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Gísla Sigurðssyni.
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Þorsteini Bjarnasyni.
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Ara Gíslasyni.

Bráðið hraun

Óbrinnishólahellir

Gengið var að Óbrinnishólahelli suðvestan syðri Óbrinnishóla, í Óbrinnishólakeri. Þetta er fornt fjárskjól, sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, en þeir nýttu vetrarbeitina á þessum slóðum öldum saman.

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Hellirinn er um 10 metra langur suðvestan í kerinu. Hlaðið er fyrir framan opið og fyrir innan er gólfið flórað fremst.

Gengið var yfir Óbrinnishólabruna, yfir á Stak og upp með honum norðavestanverðum. Á Stak sést móta fyrir smalabyrgi, sem Hvaleyrarbændur notuðu þegar setið var yfir fé þarna á beit.
Sunnar í hrauninu er mikið gat í sprungu. Þunnfljótandi hraunið hafði greinilega runnið þarna niður og svo virtist sem gangur væri inn undir sprunguna beggja vegna (Aukahola). Dýpið var um 10 metrar. Gengið var frá henni til vesturs eftir gjánni og var þá fljótlega komið að Aðalholu. Hún er um 15 metra djúp (17 m ef neðsta hæðin er tekin með). Eki verður farið niður í holurnar nema á bandi eða með stiga.

Bruninn

Bruninn – gígaröð.

Gengið var yfir í Stóra-Skógarhvamm undir Undirhlíðum, mikið skógræktarsvæði. Þarna hefur vaxið nokkuð hár greniskógur á u.þ.b. 40 árum.
Í bakaleiðinni var gengið norður yfir hraunið, að gígaröð og hún skoðuð. Síðan var hraunhrygg fylgt til norðausturs og m.a. skoðuð falleg hraunmyndun á honum. Á einum stað má t.d. sjá nokkurs konar utanáliggjandi tanngarð. Hraunið þarna er nokkuð slétt, en fjólbreytilegt.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Aukahola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson,

Aðalhola

Aðalhola og Aukahola – loftmynd.

hellafræðingur, leiddi hópinn. Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu vinnuskólasveinar úr Krýsuvík sér undir röksamri stjórn Guðmundar Þórarinssonar að planta græðlingum fyrir u.þ.b. 40 árum. Nú eru þetta hin myndarlegustu tré, líkt og vinnuskólasveinarnir.
Við horn girðingar tók Björn örugga stefnu til norðurs yfir mosahraun og hraunhrygg, sem liggur þarna samhliða hlíðunum. Norðan við hrygginn eru tvær djúpar holur. Þær liggja báðar niður í Aukaholu. Hún er um 10 metra djúp.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Farið var niður í eystra gatið með aðstoð bands. Aukahola virðist vera gjá, sem hraun hefur runnið niður í, líkt og Ginið. Þegar komið var niður mátti sjá fallegar rauðleitar hraunmyndanir. Þunnt fljótandi hraunið hefur smurt gjáveggina og myndað gúlpa og jafnvel hraunsúlur hér og þar. Hægt var að fara spölkorn inn eftir gjánni til austurs. Þar inni er mjög falleg hraunsúla. Á leiðinni þangað sást hvar hrjúfur seigfljótandi hraunfoss hefur runnið niður frá lofti og myndað hraundellur undir.  Sepamyndaðir veggirnir þar eru sérstaklega fallegir á að líta. Til vesturs mátti sjá lengra niður og inn í stærra rými. Fyrir neðan opið er gat lengra niður. Með aðstoð bandsins var farið þar niður. Þaðan er hægt að fara inn í stærra rými vestra, en opið er upp úr því um gatið.
Aukahola er fallegt jarðfræðifyrirbirgði. Aðalhola er annað stærra gat, eða göt, þarna skammt norðar í gjánni. Hún er um 17 metra djúpt, ílöng og falleg á að líta, svipuð Aukaholu, einungis minni í sniðum. Einnig þarf band til að komast niður í Aðalholu. Hún er undir hraunveggnum þar sem hann er einna hæstur. Ákjósanlegt er að nálgast hana frá Óbrennishólum, ganga yfir Óbrennisbruna, sem er nokkuð sléttur á köflum, um fallega hrauntröð og að gjárveggnum. Þá kemur Aðalhola fljótlega í ljós.

Undirhlíðarnar eru hluti af vestra gosbelti landsins, sem liggur eftir endilöngu Reykjanesi noður í Langjökul, oft kallað Reykjanesgosbeltið. Helstu einkenni þess eru móbergshryggir með hraunþekju inn á milli.

Aukahola

Aukahola.

Móbergshryggirnir hafa sennilega myndast á síðasta jökulsskeiði, sem stóð yfir í um 100.000 ár og lauk fyrir um 10.000 árum. Þeir hafa myndast við gos undir jöklum, þars em gosefni ná ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvum sem móbergsfjöll eða móbergshryggir, allt eftir lengd gossprungu.
Undirhlíðar er dæmigerður móbergshryggur,sem myndast hefur á ísöld, en síðustu ísöld lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun er mynda breiður í dali og lægðir á milli gosbergsmyndana. Harun, sem myndast hafa eftir síðustu ísöld kallast nútímahraun og eru Kapelluhraun (rann 1151) og Skúlatúnshraun dæmi um slík hraun. Skúlatúnshraun er svonefnt dyngjuhraun, en dyngjuhraun eru í raun stafli af mjög þunnum hraunlögum.
Bólstraberg er stundum nefnt kubbaber eða bögglaberg eftir stærð bólstranna.

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Vestan við Stóra-Skógarhvamm er alllöng sprunga á misgengi. Um er að ræða eldri sprungu í nýrra hrauni. Óbrennisbrunahraunið hefur runnið niður í gömlu gjána og myndað falleg litbrigði sem og formað hinar ýmsustu hraunmyndanir.
Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó.
Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna.

Aukahola

Í Aðalholu.

Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígarnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík.
Eftir að kíkt hafði verið niður í Aukaholu, lítt árennilega í fyrstu, var haldið yfir að Aðalholu skammt norðar með sprungunni. Sigið var á böndum niður í hana. Fallegar hraunmyndanir eru niður í sprungunni og enn bættu grýlukertin og klakaseparnir á gólfum um betur. Hellirinn í holunni er á tveimur hæðum. Birta kemur og niður um stórt op sunnan við það sem farið var niður um.
Gengið var til baka um Óbrinnishólabruna með stefnu á Kaldársel. Víða sáust refa- og rjúnaspor, auk þess fjölmargar rjúpur sásust á flugi með hlíðunum.

Aðalhola

Aðalhola.

Nessel

Við Hnúka í Selvogsheiði er margt að sjá, bæði mannvistarleifar og jarð- og náttúrufyrirbæri.

Hnúkar

Hnúkar.

Þrátt fyrir hellirigningu í bænum var bjart og blíðviðri þegar komið var á vettvang. Byrjað var á því að skoða skúta norðan við Hnúkana. Reyndist hann um 30 metra langur, en fremur lágur. Í göngunni fundust margar yfirborðsrásir, en þær voru allar fremur stuttar. Þó er ljóst að víða eru göt og stutt í rásir. Sem dæmi má nefna gat suðvestan við vatnsstæðið, sem síðar verður minnst á. Það liggur niður á við og virðist vænlegt. Ekki var farið niður í það að þessu sinni því til þess þarf hinn góða hlífðarfatnað hellamanna. Opið var sett á minnisspjaldið.
Leitað var tóftar norðaustan í Hnúkunum. Gekk greiðlega að finna hana. Tóftin er austan við holan hraunhól, sem er sléttur í botninn. Greinilegt er að einhvern tímann hefur grjót, sem í honum er, verð notað í einhverjum tilgangi. Enn sést móta fyrir hringhleðslu. Tóftin framan við munnan er greinilega gömul. Við skoðun á svæðinu fannst önnur tóft norðaustan við hólinn. Þá sést vel móta fyrir stvískiptum hlöðnum stekk eða kví norðan við hólinn. Þarna norðvestan við er gróin hraunrás. Norðvestast íhenni er vatnsstæði. Ekki er ólíklegt er hér sé um að ræða gamalt sel frá Nesi í Selvogi, en svæðið er innan landamarka þess. Nes er fyrrum stórbýli.

Hnúkar

Hnúkar – sel.

Vestan við tóftina er nokkurra mannhæða hátt hraundrýli, holt að innan, einstaklega formfagurt. Dýptin, niður á botn, virðist vera um fimm metrar. Ekki er gott að segja hvort þá taki við rás. Hraundríli eða hraunkatlar eru merkileg náttúrufyrirbæri sem líkjast einna helst gömlum strokkum. Nokkurs konar strompar sem hafa hleypt upp lofti/gastegundum þegar hraun rann um svæðið en um leið hefur hlaðist utan á þá og þeir stækkað. Í miðju þeirra er op sem nær niður í hraunhelluna.
Efst vestan undir hæðinnni sunnan vatnsstæðisins er gat. Færa þarf til einn eða tvo steina til að komast niður. Ekki var farið niður að þessu sinni – til þess þarf góðan hlífðarfatnað. Undirlagningin er óljóst.

Hnúkar

Hnúkar – hellir.

Eftir að hafa skoðað í kringum vatnsstæðið var haldið vestur með Hnúkunum, sem virðast vera um 10 talsins. Vestast í þeim er hellir, sem FERLIR hafði áður komið við í á ferð sinni um Selvogsheiðina. Um er að ræða rúmgóðan helli, um 40 metra að lengd og um 15 metra á breidd. Hann er sléttur í botninn, en innan við munnann virðast vera hleðslur. Hellirinn hefur myndast er stór hraunbóla hefur gliðnað. Hinn hluti hellisins er mun minni að vestanverðu. Þarna var haldið upp á fjögurra ára afmæli FERLIRs með slátri, reyktum rauðmaga og harðfisk. Erfitt er að koma auga á opið, en hellirinn hefur verið nefndur Afmælishellir í tilefni dagsins. Frá honum sést ágætlega yfir Selvogsréttina austan við Svörtubjörg.
Gengið var til baka til suðausturs með sunnanverðum Hnúkunum og þeir barðir augum í kvöldsólinni. Utan í einum hólnum var hlaðið byrgi refaskyttu. Frá byrginu sást vel yfir neðanverða heiðina.
Tækifærið var notað og Hnúkasvæðið rissað upp.

Hnúkar

Tóftir í Hnúkum.

Jólakort

Jól eru ein stærsta hátíð kristinna manna. Þeir halda þessa hátíð í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), Kristur (hinn smurði),
Messías, sem spámennirnir sögðu fyrir að koma myndi. Jól eru haldin um gjörvallan hinn kristna heim og víða annars staðar þar sem kristni er jafnvel í miklum Jól fyrri tíðarminnihluta. Hátíðin er ekki á sama tíma alls staðar. Hjá mótmælendum og rómversk kaþólskum eru jól haldin á jóladag, þann 25. desember, og sumir þeirra hafa heilagt frá klukkan 18 á aðfangadag jóla, en það gera alls ekki allar kristnar þjóðir. Í austurkirkjunni (grísk kaþólsku og orþódox) eru jólin haldin um það bil hálfum mánuði síðar.
Uppruni jólahalds er rakinn til sólhvarfahátíða heiðinna manna, sem fögnuðu endurkomu sólarinnar sem lífgjafa. Kristnir menn ákvörðuðu að Jesú hefði fæðst um þetta leyti árs og settu jólin á svipaðan tíma og sólhvarfahátíðin var áður. Með því móti glötuðu menn ekki miðsvetrarhátíðinni þó að þeir skiptu um trú.
Í Lesbók MBL 24. des. 1925 er fjallað um forna jólasiði: „Margar sagnir sanna, að forfeður vorir hafa haldið hátíð mikla  um miðsvetrarskeið, og kallað jól.  En upphaflega mun þó nafnið jól eigi hafa táknað hátíð, heldur hefur það verið mánaðarnafn eða missera. Gotar í Austur-Evrópu nefndu nóvember fyrri mánuð jóla og desember annan. Hjá Engil Söxum hjetu mánuðirnir desember og janúar jól. Og í forn-norrænu hjet einn mánuður ársins (frá því í nóvember og fram að jólum) Ýlir, og er það nafn dregið af jól.
Flestir telja að sólhvarfahátíð, Jólin, sem vér nú höldum helg 25. desember, eru komin í stað jóla heiðingjanna. Fyrst í Upprásstað hjelt kirkjan afmælishátíð Krists hinn 6. janúar, en á 4. öld var þessu breytt, vegna þess, að kristnir menn hjeldu alltaf upp á hin heiðnu jól eða tóku þátt í fögnuðinum út af því, að sólin hækkaði aftur göngu. Og þessi breyting var rjettlætt með því, að sólhvörfin væri afmælishátíð hinnar einu sönnu sólar, Krists, „rjettlætisins sólar“. Jólunum má og eigna siði þá, sem bundnir eru við Eldbjargarmessu (7. jan.). Þá drukku menn Eldbjargarminni sem fagnaðaröl út af því að þá kemur sólin aftur með eld sinn.“
Í Lesbók MBL 1962 er fjallað um jól á fyrri tíð: „Allt frá því, er kristni var lögtekin hé á landi, munu jólin hafa verið mesta trúarhátíð kirkjuársins. Hefir þar aflaust valdið nokkru um, að fyrir voru áður, í heiðni, hátíðir og siðir, að nokkru trúarlegs eðlis, til þess að fagna hækkandi sól. Menn glöddust yfir því að myrkasti tími ársins var liðinn, dagur smálengdist og sól hækkaði á lofti.
Alltaf var unnið mikið á sveitaheimilum í gamla daga, en aldrei þó eins og á Jólaföstunni. Það þurfti mörgu að koma í verk fyrir jólin og lögðu sumir saman næstum nótt og dag. Skömmu fyrir jólin var farið í kaupstað með prjónlesið og var mönnum í mun að koma sem mestu á markaðinn. Bændu komu heim með kaffi, sykur og fleira, sem heimilin þörfnuðust.
Öldum saman hafa jólin, hér á landi, verið dýrlegasta hátíð ársins.“Í

Af hæstu tindum

 Lesbók MBL 1949 er fjallað um heiðin jól og kristin jól: „Samkvæmt gamla tímatalinu voru sólhvörf 25. desember. Prokópis segir; á 6tu öld, að íbúar Thule í norðrinu seu í myrkri, um vetur, 40 daga, þegar 35 þeirra eru liðnir, senda þeir menn upp á fjallatinda að vita hvort sjái til sólar. Ef þeir sjá til hennar, byrjar veislufögnuður hjá öllum. Nú var fæðingardagur Krists ókunnur, og var ekki haldinn hátíðlegur fyr en seint á 4ðu öld e.Kr. „Kristur er sólin, sem sigrar myrkrið“, endurhljómar í kristnum ritum. velja menn honum því fæðingardag, þegar sólin, lífgjafinn, færir oss hita og ljós. Armeníumenn, sem tóku kristni einna fyrstir af öllum þjóðum, halda enn jólin 6. janúar, þ.e. á þrettánda.“
Páll Vídalín skrifaði um jól og heiðni: „Jól er eldra orð í norrænu máli en kristnin sjálf. Orðið þýðir veisla líkt og orðið blót. Kom það í stað veturnátta blóts heiðingja.“
Elsta vísbending um jólahald er í kvæði um Harald hárfagra sem talið er frá 9. öld. Þar er hann sagður vilja ‘drekka jól úti’ og ‘heyja Freys leik’.
Í Heimskringlu segir að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld fært jólahald Norðmanna frá einhverri ‘hökunótt’, sem enginn veit hvenær var, til sama tíma og kristnir menn héldu fæðingarhátíð Frelsarans. Líklegast er að tímasetning hinna fornu jóla hafi ekki verið á neinum vissum degi eftir okkar almanaki, heldur þegar vel stóð á tungli í svartasta skammdeginu.

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.com
-Fornir jólasiðir; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1925.
-Ljóssins hátíð fyrir 75-80 árum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957.
-Jól á fyrri tíð; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1962.
-Heiðin jól og kristin jól; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949.
-Jólin og heiðnar venjur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957.
-Jól og heiðni; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1931.
-Visindavefurinn.

Garðakirkja

Á vefsíðu Garðakirkju er m.a. fjallað um kirkjuna fyrr og síðar. Fyrrum var kirkjan sóknarkirkja Hafnfirðinga og þurftu þá bæði bæjarbúar og sóknarbörn Garðaprestakalls, sem bjuggju sunnan bæjarins, að sækja þangað messur. Í þá daga var ekki þyrlum fyrir að fara svo nota þurfti annað hvort tvo jafnfljóta eða þess umfram tveimur fljótari.

Garðavegur

Kirkjugatan – gamla sjávargatan.

Löngum fetaði fólkið austan kirkjunnar fjörugötuna, en fljótlega um og eftir aldarmótin 1900 var farið að huga að því að leggja slóða og götur um hið strjála kofaþyrpingasvæði Hafnarfjarðar ofan strandarinnar. Ein af fyrstu götunum, sem lagðar voru í byrjun aldarinnar var Garðavegur – kirkjugatan, sem þá lá upp frá austanverðu Akurgerði og nefndist Kirkjuvegur.
Garðavegurinn hefur týnst að hluta, einkum þar sem hann lá um Víðisstaði og núverandi byggingarsvæði Norðurbæjar Hafnarfjarðar að ofanverðum Hleinum (þar sem Hrafnista trjónir nú ofan við gamla Allianz fiskreitinn). Í nýlegri fornleifaskráningu fyrir Hafnarfjörð hefur láðst að skrá Garðaveginn þar sem hann lá fyrrum í gegnum Norðurbæinn. Þar er einungis vitnað í þekkta fiskreiti og hlaðna garða (sem flestir eru reyndar frá nútíma).
Hér verður reynt að gefa fólki mynd af legu þessa gamla tímabundna kirkjuvegar, er þjónaði sínu hlutverki allt fram yfir fyrsta áratug 20. aldar.

Garðavegur

Garðavegur 1942.

„Garðakirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Jón Vídalín

Jón Vídalín.

Í Görðum er fæddur séra Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), sem var biskup í Skálholti 1698-1720. Jón biskup Vídalín samdi “Guðrækilegar predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll” og gaf út í húspostillu sinni, sem prentuð var fyrst á Hólum í Hjaltadal 1718-20. Árið 1995 var Vídalínspostilla gefin út í fimmtánda sinn, og hefur sú bók lengst, ásamt Passíusálmunum, dugað íslensku þjóðinni til guðrækilegrar iðkunar, allt þar til að húslestrar lögðust af eftir að Ríkisútvarpið tók til starfa og útvarpsmessur hófust árið 1930.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag.

Garðavegur

Garðavegur 1957.

Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna. Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Garðakirkja

Garðakirkja 1879.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928. Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952.

Útfarir fóru fram öðru hverju frá Garðakirkju þegar jarðsett var í Garðakirkjugarði, einnig eftir að kirkjan var seld í nóvember 1917. og fór síðasta athöfnin fram í maí 1937.
Eftir byggingu Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Á aðalsafnaðarfundi 31. október 1915 var smþykkt einróma að selja Garðakirkju og í apríl næsta ár er auglýst eftir tilboðum. Þrjú tilboð bárust og voru opnuð á sóknarnefndarfundi 10. maí. Hæsta tilboðið reyndist sautján hundruð krónur. Horfið var frá því að taka nokkru tilboði þar eð fundinum barst eindregin ósk frá herra Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, sem lofaði í þess stað tvö þúsund króna láni úr almennum kirkjusjóði með veði í Garðakirkju.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952 m.v. loftmynd 1992.

Sú orðsending fylgdi frá biskupi, “að hann mætti ekki til þess hugsa að hið fornmerka kirkjuhús væri niður rifið, og það því fremur, sem Garðakirkja væri minnisvarði þjóðhöfðingjans, Þórarins heitins Böðvarssonar, sem hafði byggt hana og lagt til hennar mjög stóran skerf úr eigin vasa”. Á safnaðarfundi 29. október 1916 eru á ný flutt eindregin tilmæli frá Þórhalli biskupi um, að frestað yrði enn að selja Garðakirkju. Biskup hafði þá sótt um heimild stjórnarráðsins um að Garðakirkja yrði keypt af Thorchillisjóði er síðar kæmi þar upp “barnauppeldisstofnun”. Áður en stjórnarráðið svaraði þessu erindi lést biskup hinn 15. desember 1916. Hinn 21. maí 1917 ritar sóknarnefnd eftirmanni hans, herra Jóni Helgasyni biskupi langt bréf með beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju en sú málaleitan bar engan árangur.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Loks kemur að því, að Garðakirkja er auglýst til sölu öðru sinni. Hinn 11. nóvember 1917 eru tvö tilboð opnuð, hið hærra kr. 2.000 og er báðum tilboðum hafnað. Á fundinn voru komnir þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og tjá sóknarnefnd að þeir og átta menn aðrir hafi bundist samtökum um að kaupa Garðakirkju, svo að hún yrði ekki rifin niður, og var tilboð þeirra kr. 2.800. Sóknarnefnd samþykkti tilboð þeirra. Þeir aðrir, sem að kaupunum á Garðakirkju stóðu, voru: Carl Proppé, Christian Zimsen, Gunnar Egilsson, Jes Zimsen, Jón Einarsson, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason og Þórarinn Egilsson. Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

GarðakirkjaSvo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Garðar höfðu skipað virðingarsess í íslenskri kirkjusögu um aldir. Meðal fyrstu verkefna Kvenfélags Garðahrepps var endurreisn Garðakirkju. Á fundi félagsins hinn 6. október 1953 voru þrjár konur, þær Úlfhildur Kristjánsdóttir, Dysjum, Ásta G. Björnsson, Reynihlíð og Ólafía Eyjólfsdóttir, Hausastöðum, kosnar í nefnd til að vinna að þessu mikla áhugamáli. „

Hátíðarræða flutt í Garðakirkju 6. mars 2016.

Garðavegur

Garðavegur í dag – Fátt markvert að sjá….

Við hátíðarguðsþjónustu, sem haldin var þann 6. mars af tilefni 50 ára vígsluafmæli Garðakirkju, fluttu hjónin Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir afar fróðlega og skemmtilega hátíðarræðu um sögu Garðakirkju.

„Hér erum við stödd í helgu húsi á sögufrægum stað. Senn eru liðin 50 ár frá því kirkjan okkar hér í Görðum var endurreist og endurvígð til þeirra mikilvægu verkefna sem unnin eru í kristilegu starfi í bæjarfélaginu okkar. Garðakirkja er eitt af kennileitum bæjarfélagsins. Kennileiti sem okkur þykir einkar vænt um og vístum til með virðingu og stolti. Að stofni til er kirkjubyggingin senn 140 ára sem telst hár aldur í byggingasögu landsins. Hún var á sínum tíma reist af miklum stórhug og þótti þá ein glæsilegasta kirkjubygging landsins.

Garðavegur

Garðavegur í gegnum Norðurbæinn fyrrum (1952).

Á þeim tímamótum að minnst er 50 ára endurvígslu Garðakirkju er ekki nmea eðlilegt að hugurinn reiki til fyrra tíma og hann sé borinn saman við þann tíma sem við lifum nú. Það er undarlegt að hugsa til þess að það eru ekki nema nokkrir mannsaldrar síðan að næfellt fjórðungur íslensku þjóðarinnar var á flótta. Voru flóttamenn í eigin landi og að á tveimur árum fórst nærfellt fimmtungur þjóðarinnar af fátækt og hungri. Miðað við það alsnæktaborð sem við sitjum nú við er hollt fyrir okkur að minnast þess að hér á þessu svæði bjó kynslóð afa okkar og önnu við það að vita ekki hvort til væri málungi matar næsta dag, – hvort unnt yrði að gefa börnunum eitthvað að borða þótt ekki væri nema þang eða fiskruður.

Garðar

Garðar í nútíma..

Og vert er líka að geyma í minni að það eru innan við hundrað ár síðan hreppsnefnd Garðahrepps sat á rökstólum í þinghúsinu hérna á holtinu og freistaði þess að útdeila mat til nánast allra heimila í hreppnum. Það var ekki auðvelt hlutskipti, ekki síst vegna þess að þá vildi enginn sem átti veraldleg verðmæti lána þau Garðahreppi.

Þótt fátækt og erfiðleikar væru miklir hér á svæðinu hélt kirkjustaðurinn Garðar jafnan reisn sinni. Í gegnum tíðina urðu margir Garðaklerkar nafntogaðir og landsþekktir og höfðu mikil áhrif á samtíð sína. Enginn þó eins og Jón Vídalín sem fæddist og ólst upp hér. Var hér sóknarprestur í eitt ár en lengst af starfsævi sinnar biskup í Skálholti.

Garðakirkja

Garðakirkja 2023.

Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þann merka mann en aðeins sagt að enginn einn maður hefur haft eins djúpstæð áhrif á trúarlíf Íslendinga í langan tíma sem hann, auk þess sem hann lagði mikilvæg lóð á vogaskálar menntunar og uppbyggingar landsins á mörgum sviðum. Faðir Jóns, Þorkell Arngrímsson, sonur Arngríms lærða, var prestur hér í tvo áratugi. Hann var sagður lærðasti maður samtíðar sinnar – fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólanámi í læknisfræði og var einnig hámenntaður í jarðvísindum en mun aldrei hafa lokið námi í guðfræði. Marga aðra mætti nefna svo sem séra Jón Kráksson sem sat embættið í 50 ár, séra Guðlaug Þorgeirsson, séra Árna Helgason sem jafnan var nefndur „biskupinn í Görðum.“ Honum margstóð til boða biskupsdómur en afþakkaði jafnan, séra Helga Hálfdánarson sálmaskál, séra Þórarin Böðvarsson og séra Jens Pálsson. Og meðal merkra presta hér má vissulega líka nefna samtímamann okkar, séra Braga Friðriksson.

Garðaholt

Garðaholt 1952.

Fáum sögum fer af kirkjubyggingum í Görðum. Líklega hafa þær verið eins og víðast annars staðar á Íslandi, fyrst byggðar úr torfi og grjóti en síðar úr timbri. Ugglaust hefur það verið timburkirkja sem á sínum tíma fauk í ofvirði alla leið út á Svið. Vildi til að þar sat maður undir árum á báti sínum og sá svarta flyksu stefna til sín. Greip hann flyksunar og reyndist hún vera Garðakirkja. Lét hann sig ekki muna um að hengja hana aftan í bátinn er hann reri til lands og koma henni fyrir á grunninum. Ekki var kannski alveg að marka söguna, þótt góð væri, því sá er hana sagði var Vellygni Bjarni sem sjaldan gerði lítið úr afrekum sínum.

Garðavegur

Garðavegur í dag (2022).

Þegar leið á 19. öldina tók byggðamynstrið hér á svæðinu verulegum breytingum. Með skútuútgerðinni myndaðist þéttbýli í Hafnarfirði og þá fóru að heyrast raddir um að sóknarkirkjan væri best komin þar. Hafnfirðingar þóttu latir að ganga illfæra leið út að Görðum til kirkjulegra athafna. Á sama tíma var kirkjan í Görðum orðin svo hrörleg að endurbygging var nauðsynleg. Þegar ekkert gerðist í málinu bauð séra Þórarinn Böðvarsson sókninni að byggja hér steinkirkju á eigin kostnað. Var það ekki eina stórgjöfin sem séra Þórarinn færði sveitarfélaginu þar sem hann og eiginkona hans Þórunn Jónsdóttur gáfu líka skóla – Flensborgarskólann – til minningar um son þeirra, Böðvar, sem þótti einstakur efnismaður en lést ungur, þegar hann var við nám í Lærða skólanum.

Víðistaðir

Garðavegurinn um Víðistaði.

Nýja kirkjan var reist á árunum 1878-1880. Hleðslugrjótið var tekið hér í Garðaholti en gífurleg vinna var að höggva það til. Kalkið sem notað var til að líma steinana saman var úr Esjunni, unnið í kalkofni sem stóð skammt frá Arnarhól. Ekki hafa fundist heimildir um vígsludag kirkjunnar en séra Bragi Friðriksson taldi líklegt að hann hefði verið hvítasunnudagur árið 1880.

Nú þarf að gera langa sögu stutta.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Árið 1909 var ákveðið að byggja sóknarkirkju í Hafnarfirði og var hún vígð 20. desember árið 1914. Eftir stóð yfirgefin kirkja að Görðum sem nýbyggð var talin ein glæsilegasta kirkja á Íslandi. Nú laut hún allt í einu lögmálum yfirgefinna bygginga, – að láta smátt og smátt undan veðri og vindum og grotna niður. Árið 1938 var turn kirkjunnar rifinn svo og þak og gluggar. Eftir stóð gapandi steintóft sem enginn vissi hvað átti að gera við. Til stóð reyndar að rífa hleðsluna og nota sem uppfyllingu í hafnarmannvirki í Hafnarfirði en þegar á herti var slíkt ekki talið svara kostnaði. Úr varð að kirkjan var auglýst til sölu og barst í hana tilboð upp á tvö þúsund krónur. Enn átti kirkjan sér velunnara?. Nokkrir menn sem áttu rætur í Garðahverfinu yfirbuðu og keyptu rústirnar á 2.800 krónur.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Og árin liðu. Garðakirkja hafði verið traustlega byggð og steinhleðslan stóð eins og hún vildi sýna að hennar tími myndi koma. Og sá tími kom þegar konur í Garðahreppi tóku málin í sínar hendur.  Stórt skref var stigið er Garðasókn var endurvakin árið 1960 en þá tók sóknarnefnd undir forystu Óttars Proppé við framkvæmdum við kirkjuna.

Garðakirkja var endurvígð 20.mars 1966. Var það vel við hæfi þar sem þá var þess minnst að þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Jóns Vídalín.“

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðskort frá 1903. Hér sjást báðir kirkjuvegirnir á milli Garða og Hafnarfjarðar.

Í framgreindum fróðleik kemur ekki fram hvaða veg og torfærur allan ársins hring Hafnfirðingar og útliggjandi Garðhreppingar þurftu að feta til að komast að og frá Garðakirkju til að hlusta á guðspjallið er annað er klerkinum lá að hjarta, þá og meðan kirkjan var við líði. Hér hefur verið úr því bætt…

Heimild:
-http://gardasokn.is/gardakirkja/

Garðakirkja

Garðakirkja.

Laugarás

Í klapparholti vestanvið Laugarásbíó er álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis, göngustíg, bifreiðaplan og umsvif hernámsliðsins hefur steinninn fengið að vera óhreyfður í samneyti Álfhóll í Laugarásivið aðra slíka í holtinu.
Halldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni bjuggu þau að Fálkagötu 22. Síðar fluttust þau í fjölbýlishús við Kleppsveg, en frá stofuglugganum hennar er ágætt útsýni til suðurs yfir holtið í Laugarási. Hún sagði svo frá:
„Er ég stend við stofugluggann minn, sem snýr í suður, blasir við mér stór steinn. Undir honum er bekkur. Eitt fallegt vetrarkvöld, árið 1996, sennilega í febrúar/mars, jörð var auð, verður mér litið út um gluggann og þá fannst mér eins og þessi steinn (klettur) opnaðist og mikil birta þar fyrir innan. Mér fannst eins og dyr eða gluggi væri opnaður, og fannst mér veggirnir í kringum gatið mjög þykkir. Þar fyrir innan í ljósinu fannst mér ég sjá fólk eða einhvers konar verur á hreyfingu og fannst mér það vera þó nokkuð margir. Ekki man ég eftir neinum sérstökum litum á þessum verum, mikil birta, en þó voru einhvers konar skuggar í kringum þær.

Álfasteinn

Ég horfði á þetta um stund, og fullvissaði mig um að enginn væri þarna í kring að lýsa upp steininn eða eitthvað því um líkt.
Síðan kallaði ég á manninn minn, sem kom, en með semingi þó, sagðist ekki trúa á svona, enda sá hann ekki neitt, en smám saman dofnaði þessi birta og allt varð eins og áður.
Ég horfði oft á þennan stein, nánast daglega, en hef ekki orðið vör við neitt þessu líkt aftur.
Rétt er þó að geta þess að reglulega kemur gömul kona að steininum, staldrar við stutta stund, leggur hönd á hann, segir einhver orð og fer síðan. Þetta hefur hún gert um langan tíma.“
Halldóra sagði einnig frá álfasteini við Hjarðarhaga 13.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927. Viðtal við FERLIR í des. 2008.

Sæfinnur

Reykjavík um 1900.

Vífilsstaðahraun

Lagt var af stað inn í Heiðmörkina til að finna Regnbogann. Fyrst var þó farið í Maríuhellana norðan Dyngjuhóls (Hádegishóls), en þeir eru þrír talsins. Þeir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar.

Maríuhellar

Maríuhellar.

Urriðakot átti um aldir fjárskjól í hellunum sem oft voru einungis nefndir Fjárhellar. Syðri hellirinn heyrði til Urriðakots og var nefndur Urriðakotshellir, en hinn Vífilsstöðum og því nefndur Vífilsstaðahellir.
Sá hellir, sem er mest áberandi, er næst veginum inn í Heiðmörk (Urriðakotshellir). Hann er stór opin hraunrás í stóru jarðfalli. Gengið var ofan í hana að vestanverðu og síðan í gegnum nálægt 20 metra langa rás uns komið var í stórt, grasi grói, jarðfallið. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í skemmtilegan sal. Innst í honum er gat í háu loftinu þar sem sér til himins.

Draugahellir

Í Draugahelli.

Vestasti hellirinn (Draugahellir) er skammt norðvestar. Farið var ofan í hann um tiltölulega þrömgt op í sprungu. Þegar niður ar komið opnaðist stór hraunrás. Fremst í henni er sver hraunsúla, sem hægt er að ganga í kringum. Rásin heldur áfram um 30-50 metra til norðvesturs – allt eftir því hvað fólk vill beygja sig mikið niður. Út frá henni til norðurs (hægri) liggur önnur rás. Opið inn í hana er tiltölulega lágt, en fyrir innan er rúmgóður hellir. Tilvalinn krakkahellir.

Draugshellir

Í Draugshelli.

Nyrsti Maríuhellirinn (Vífilsstaðahellir) er í hraunkatli skammt norðar. Kanturinn liggur norðvestur og austur. Hægt er að ganga beint inn í hellinn til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hruni annars vegar og utan í rásveggnum hins vegar. Þessi hluti er stuttur. Hins vegar er hægt að fara nokkurn spöl eftir vestari hlutanum. Opið er grýtt og nokkuð þröngt, en þegar inn er komið er hægt að ganga eftir rásinni nokkurn spöl niður í hraunið.

Maríuhellar

Í Maríuhellum.

Ef einhvern tímann hafa verið fallegar hraunmyndanir í þessum hellum þá eru þær horfnar núna. Hins vegar eru hellarnir mjög aðgengilegir – inni í miðju höfuðborgarsvæðinu – og hægt að fara með börn í þá til að sýna þeim hellafyrirbæri.
Eftir svolitla leit í hrauninu kom göngufólkið auga á Regnbogann. Hann er steinbrú, sem hefur haldið sér þegar umhverfð hrundi niður í hraunhvarf. Þegar gengið var undir Regnbogann óskaði sérhver göngumanna sér í þegjanda hljóði því sagan segir að “sá sem kemst undir Regnbogann öðlist eina ósk og muni hún rætast undantekningarlaust”. Vinsælt er að óska sér huglægra heilla sjálfum sér og öðrum til handa. Það er þó undir hverjum og einum komið.
Frábært veður – bjart og hlýtt, nema í hellunum. Gangan tók 25 mínútur.

Maríhellar

Maríuhellar – uppdráttur ÓSÁ.

Hjarðarhagi

Á bak við húsið nr. 13 við Hjarðarhaga í Reykjavík er stakur álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis hefur steinninn fengið að vera óhreyfður.
ÁlfasteinninnHalldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni fluttist hún á heimili hans að Fálkagötu 22. Þar var Magnús fæddur og uppalinn og bjó í 71 ár.
Halldóra býr nú í fjölbýlishúsi við Kleppsveg, gegnt Hrafnistu. Hún er enn vel ern. Í viðtali við Halldóru sagði hún frá álfasteini í holtinu sunnan við húsið og vestan við Laugarásbíó. Þá sagði hún einnig frá álfasteini nálægt Fálkagötu 22, sem hér verður getið:
„Áður en ég flutti á Kleppsveginn átti ég heima á Fálkagötu 22, þar sem eiginmaðurinn minn var alinn upp. Bakgarðar hjá okkur og hjá íbúum á Hjarðarhaga 13 lágu saman. Reyndar voru kálgarðar og smá búskapur þar þá, fyrst eftir að ég flutti á ÁlfasteinnFálkagötuna árið 1949. Ég tók strax eftir steini sem var þarna, og var hann ekki fjarlægður þó að fjölbýlishús væri byggt þarna síðar. Á þeim tíma var girðingin töluvert lægri en hún er í dag. Ég sá því þennan stein mjög greinilega.
Eitt sinn þegar ég horfði út um eldhúsgluggann á 2. hæðinni, sennilega í kringum 1960-1965, þá fannst mér ég sjá inn í þennan stein, skært kringlótt ljós, og fannst mér vera einhver hreyfing þar fyrir innan. Ég man þó nú óljóst eftir þessu, þar sem svo langt er síðan, en ekki ósvipað og þegar ég sá ljósið í klettunum við Laugarásbíó.
Afi mannsins mín, Magnús Magnússon, bjó í sama húsi og við og talaði hann oft um að þessi steinn væri „bústaður“, en þar sem ég hafði ekki mikinn áhuga á þessum steini á þessum árum, hlustaði ég ekki mikið  á gamla manninn. Við fyrrnefnda upplifun varð ég þó sannfærð um að hann hefði haft rétt fyrir sér.“
Þegar FERLIR skoðaði vettvang tók ekki langan tíma að hafa uppi á nefndum steini á bak við húsið að Hjarðarhaga 13. Þetta er jarðfast bjarg – dæmigerður álfabústaður.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927 – í viðtali við FERLIR des. 2008.

Reykjavík

Reykjavík.

Húshólmi

Í öllum landshlutum eru starfrækt ferðamálasamtök. Hlutverk þeirra á (eða ætti) að vera að a) ýta undir frumkvæði áhugasamra einstaklinga og félaga og b) stuðla að því að hugmyndir og tillögur þeirra um eflingu ferðaþjónustu komist í framkvæmd, c) styrkja þá sömu myndarlega í þeirri viðleytni og d) standa dyggilega við bakið á hinum sömu uns þeir hafa náð að festa sig í sessi sem viðurkennda aðila á því sviði.

Hellir

Samtökin, sem slík, eiga og (þurfa nauðsynlega) að e) leita markvisst uppi þá er stuðlað geta að vexti atvinnugreinarinnar og styrkt hugmyndir þeirra og þá sjálfa til góðra verka að eigin frumkvæði. Með markvissum langtíma áætlunum mætti t.d. auka svo vöxt ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum að eftir yrði tekið, ekki einungis hér á landi heldur og víðar.
Vonandi verður eitthvað að framangreindu að veruleika á nýju ári! Fulltrúar ferðamálsamataka geta aldrei verið bara „línuverðir“ – þeir verða að vera virkir þátttakendur í „leiknum“.
Nýjustu hugmyndir ferðamálasamtaka á Reykjanesskaga eru skref í áttina – að hluta til a.m.k., þ.e. afturhvarf til gamallar hugmyndarfræði um nýbreytni á Skaganum.

Hreindýr

„Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt hugmynd um að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
Ferðamálasamtökin tóku hugmyndina til umræðu á fundi í vikunni. Virðist málinu hafi verið vel tekið, en það er enn á hugmyndastigi. Minnt er á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg. Telja má að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.

Hreindýr

Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Stofninn megi flytja frá Noregi eða frá Austurlandi. Heimildir eru um að dýrin hafi áður fyrr haldið sig mikið í Bláfjöllum og nágrenni en farið niður á láglendi Reykjanesskagans í mestu harðindum. Reiknað er með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.“
Til upprifjunar má geta þess að þrjátíu hreindýr voru flutt frá Noregi á árinu 1777 og sleppt á land á Hvaleyri, sunnan Hafnarfjarðar. Runnu þau þegar til fjalla og tímguðust allvel. Hreindýrahópurinn kom frá Hammerfest í Noregi og var settur á land við Straumsvík á árinu 1785. Hreindýrin voru veidd til matar og fækkaði mjög í stofninum. Talið er að gengið hafi verið of nærri törfunum og það hamlað tímgun í stofninum. Horuð og með litlu lífsmarki komu og jafnan vor hvert til byggða á Vatnsleysuströnd. Hreindýr voru þó á Reykjanesskaganum fram á tuttugustu öld. Árni Óla segir frá því að síðasta hreindýrið þar hafi verið fellt árið 1930.Húshólmi