Geitahlíð

Jörð í Krýsuvík hafði skolfið meira en hún á venju til að undanförnu. Nýjalandssvæðið hefur risið og hnigið á víxl. Líklega er gígurinn stóri milli Stóra-Lambafells og Kleifarvatns, yst í Hvömmum, að láta vita af sér.
SmjorbrekkustigurÞrátt fyrir lætin var ætlunin að feta Ketilsstíg frá Seltúni upp á Sveifluháls, framhjá Arnarvatni og yfir á Smjördalahnúk vestan í hálsinum. Sunnar eru Smjördalir og Smjörbrekkur. Um þær liggur Smjörbrekkustígur.
Þegar gengið var upp Ketilsstíg frá Seltúni mátti glögglega sjá gömlu námugötuna á a.m.k. tveimur stuttum köflum á leiðinni upp á hálsinn. Víðast hvar hefur runnið úr hlíðinni yfir gömlu götuna eða hún afmáðst, en nýrri göngustígur verið merktur annars staðar og  mun ofar. Leifar af vörðu eru efst í skarðinu við gömlu götuna. Austar hefur vatn afmáð götuna.

Smérbrekkustígur

Smérbrekkustígur norðan Hettu.

Útsýnið af hálsinum til morgunssólarinnar í austri var í einu orði sagt stórkostlegt. Þegar komið var inn fyrir Arnarvatn, sem nú var ísi lagt, var stefnan tekin áleiðis niður að Smjördalahnúk. Virkt hverasvæði er þar í hálsinum. Gengið var niður að þeim stað er líklegt þótti að Smjörbrekkustígur kæmi upp á hálsinn vestan hans. Þar er brött sandbrekka, en sjá má votta fyrir skásneiðing og tilgerðri götu. Vélhjólamenn hafa nýtt sér hann til að komast upp hlíðina. Þegar upp er komið mótar enn fyrir gamalli götu á sandhrygg. Liggur hún áleiðis suður hálsinn, beygir til suðausturs upp rofabrekku og síðan til austurs ofan hennar. Er þá komið inn á hverasvæðið fyrrnefnda. Beitarhólfsgirðingin liggur þar um og er príla fyrir gangandi yfir hana. Þaðan liggur gatan til suðausturs norðan við lágan hól. Austan hans beygir hún til suðurs og liggur síðan í sneiðing upp náttúrulegan stall. Ofan hans liggur gatan upp með norðanverðri Hettu og tengist Hettustíg (Hettuskarðsstíg) suðaustan hennar.
Smjorbrekkustigur-3Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir þetta svæði segir m.a.: „Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.
Hér voru líka Smjörbrekkur og Smjörbrekkustígur upp í Smjörbrekkuskarð.
Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins.“
Smjorbrekkustigur-4Stígurinn er ágætlega greiðfær og auðveldur yfirferðar fyrir ferðalanga á leið yfir hálsinn.
Gatan öll hefur líklega ekki heitið Smjörbrekkustígur heldur einungis kaflinn upp svonefndar Smjörbrekkur. Neðan þeirra gæti hún hafa greinst í lýsta leið og aðra til norðurs inn á Ketilsstíg ofan við Ketilinn.
Líklega heita Smjördalirnir og Smjörbrekkurnar austan Smjördalahnúks því nafni vegna þess að síðdegis þegar sól er lágt á lofti virðast þær smjörgular yfir að líta. Nú hefur allnokkurt rof orðið í dölunum, en vel má enn sjá hversu vel grónar hafa verið fyrrum. Á sama hátt bera Bleikingsvellir vestan undir hlíðunum keim af sólarroðanum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Gísli sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – gamlar götur.

 

Skildinganes

Peningar fundust nýlega [des. 2008] á Skildinganesi. Fundarstaðurinn var utan gamals sjóvarnargarðs norðvestan í Skildinganesi. Í fyrstu virtist vera um mjög gamla mynt að ræða.
HleðslumennFundarmenn voru steinhleðslumennirnir 
Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, og bróðir hans, Benjamín Kristinsson, húsasmíðameistari og bátasmiður, auk þræls. Þeir eru að vinna við endurgerð garðsins, sem hefur látið á sjá vegna sjávargangs og ótíða. Þegar Guðjón var að færa stóran stein frá garðinum með gröfu kom sjóðurinn í ljós. Við fyrstu sýn virtist vera um forna mynt að ræða, eins og áður sagði, en við nánari skoðun kom í ljós hvers kyns var.
Það var starfsfólk Fornleifastofnunar Íslands, sem upplýsti um peningafundinn. Stofnunin er m.a. með verkefni fyrir Árbæjarsafn, sem hefur umsjón með minjavörslu í umdæmi Reykjavíkur.
Rætt var við Oddgeir, fornleifafræðing hjá FÍ, í aðstöðu fyrirtækisins að Bárugötu 3. Starfsfólk var þá í óða önn að telja aurana. Um var að ræða eftirfarandi; Mynt; 10 aurar og 5 aurar, allir með ártalinu 1981.
Tveir bréfmerkimiðar fundust og á vettvangi; 1Brúnn pappír með saumarönd – prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Handskrifað; 200 Kr. Nr. á miðanum; 38.
2. Brúnn pappír  með saumarönd – Prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Nr. á miðanum; 101.
Bútar úr þunnum grænlitum léreftspoka með saumi.
Vettvangurinn er norðvestan við Reynisstaði á Skildinganesi. Rætt við Guðjón og Benjamín á Merkingar vettvangi. Þeir bentu á staðinn, sem peningarnir fundust á. Um er að ræða stað fast við gamlan grjóthlaðinn sjóvarnargarð, steinsteyptan að utanverðu að seinni tíma hætti. Fundarstaðurinn er nokkra metra utan við norðurenda garðsins. Peningarnir höfðu verið skorðaðir undir steininum fyrrnefnda, fast við garðinn. Pokinn, eða pokarnir, höfðu rifnað og lá myntin að mestu í haug undir grjótinu. Við rót á staðnum kom í ljós að sumir höfðu skolast spölkorn utar, en safnið virtist hafa haldist nokkurn veginn á sama stað.
Við skoðun auranna var ljóst að þarna var um lítil verðmæti að ræða í verðlausri mynt. Í millitíðinni hefur krónan gjaldfallið hundraðfalt og gengið auk þess hraðfallið. Tíuaurin er því orðinn að 0.1 aur og reyndar enn meir, eða 0.01 aur. Nú þarf því hundrað aura til að mæta einum eyri. Því má með sanni segja að heildarverðmæti sjóðsins, m.v. núverandi gengi, geti verið u.þ.b. 5 aurar. Verðmæti hans í kopar gæti þó verið miklu mun meiri eða 5 kr.
Hluti af sjóðnumEn verðmætin eru ekki alltaf metin í krónum og aurum. Þrátt fyrir ódýrðina rak forvitni áhugasama að leita uppruna auranna.
Í því sambandi var m.a. rætt við sérfræðing hjá Seðlabanka Íslands. Sá sagði að hér væri bara um „ekki mál“ að ræða – og „bara gleyma þessu. Líklega hefði einhver losað sig við poka, sem hann hafi átt heima hjá sér, enda verðlaust, nema magnið af koparnum hafi ekki verið þess meiri. Mynt í svona pokum var afhent viðskiptavinum svo uppruni pokanna gæti verið verið svo til hver sem er. En þetta væri bara ekkert mál – nóg hlyti að vera af áhugaverðari málum“.
Þegar þetta er skrifað er það eina
, sem umleitanin hefur skilað er það að peningafundurinn staðfestir enn betur en áður tilvist örnefnisins „Skildinganes“.
Hver sá, sem hefur einhverju við uppruna auranna að bæta, t.d. um tilkomu þeirra undir steininum stóra handan gamla sjóvarnargarðsins á Skildingarnesi, er beðinn um að hafa samband – ferlir@ferlir.is
.
Sjóvarnargarðurinn er gamall túngarður frá Skildinganesjörðinni. Mannvirkið er nokkurrra alda gamalt. Við norðurenda Sjóvarnargarðurinngarðsins má sjá grónar leifar af áframhaldi hans, en þann hluta, sem nú sést lét Skildinganesbóndinn hjá upp skömmu eftir aldamótin 1900. Hann er nú friðlýstar fornleifar skv. þjóðminjalögum. Elsta húsið á svæðinu var byggt árið 1863, Skildinganes 13 eða Reynisnes. Þar á eftir kemur Skildinganes 15, Reynisstaður, byggt árið 1874.
Jörðin á nesinu var nefnd Skildinganes og það þorp sem smám saman byggðist úr landi hennar nefnt Skildinganesþorp. Seinna var farið að nefna byggðina eftir firðinum sjálfum.
Skildinganesið er eitt af heilsteypustu minjasvæðum í Reykjavík og er þar að finna fornleifar og fornminjar. Í landi Skildinganess falla tvö svæði undir borgarvernd, Skildinganeshólar og mólendið umhverfis þá og strönd Skerjafjarðar meðfram Ægissíðu og Skildinganesi.
Ekki er vitað með vissu hvenær byggð hófst á Skildinganesi en jarðarinnar er fyrst getið í heimildum árið 1553. Þá er hún talin sjálfstæð jörð og í eigu Skálholtsstóls. Þó svo að Skildinganes væri sjálfstæð jörð var hún talin með Reykjavíkurlandi fram til 1787. Það ár fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi og var þá allt bæjarlandið mælt upp.

Sjóvarnargarðurinn

Skildinganesjörðin var þá í fyrsta sinn afmörkuð og voru landamerki milli Skildinganess og Reykjavíkur talin vera sunnan frá Skerjafirði við Lambhól upp í Skildinganeshóla og þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og þaðan í Skerjafjörð við Hangahamar.1 Skildinganes heyrði undir Seltjarnarneshrepp til ársins 1932 er það var innlimað inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Talsvert var um kot í landi Skildinganess þegar byggð tók að rísa á þessum slóðum á 19. öld. Þetta voru allt lítil og lágreist kot. Um langan aldur var tvíbýli í Skildinganesi og voru býlin nefnd Austurbær og Vesturbær. Austurbærinn var síðar rifinn en húsið að Skildinganesi 13 er talið vera gamli Vesturbærinn endurbyggður. Byggingarár hússins er nokkuð á reiki. Í Fasteignamati er húsið talið byggt árið 1863 en því hefur einnig verið haldið fram að það sé byggt heldur seinna eða á árunum 1869 – 1871. Sigurður Jónsson í Görðum segir í endurminningum sínum að húsið sé endurbyggt en ekki er vitað hvenær sú endurbygging átti sér stað né hvers eðlis hún var.
SjóvarnargarðurÁ fyrsta og öðrum áratug 20. aldarinnar kom upp sú umræða að leggja Skildinganes undir Reykjavík og voru meðal annars lögð fram lagafrumvörp þess efnis en þau náðu ekki fram að ganga. Hugmyndir um höfn í Skerjafirði urðu einnig háværar skömmu eftir aldamótin 1900 og stofnuðu nokkrir eigendur Skildinganesjarðarinnar hlutfélag í þeim tilgangi, hlutafélagið Höfn. Frumvarp um hafnargerð í Skerjafirði var lagt fram árið 1907 á Alþingi en það fellt.  Hugmyndin um hafnargerð í Skerjafirði kom aftur upp á yfirborðið árið 1913, þegar hlutafélagið “The Harbours and Piers Association Ltd.” með Einar Benediktsson skáld í broddi fylkingar keypti landið sem félagið Höfn ætlaði undir samkonar starfssemi. Mikill kraftur var í félaginu til að byrja með og hóf félagið byggingu bryggjunnar sama ár. En ákvörðun bæjarstjórnar um að gera höfn norðan við miðbæinn og upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar setti strik í reikningin og hætt var við öll áform um hafnargerð í Skerjafirði.
Um 1922 eignaðist Eggert Classen stóran hluta Skildinganessjarðarinnar og um 1927 hóf hann að skipta landinu niður í lóðir sem hann seldi síðan. Það var upphafið að þéttbýlismyndun í Skildinganesi.
Þegar Eggert keypti stóran hluta af MinjaskiltiSkildinganesjörðinni á árunum 1922 – 23 stóðu tvö hús á jörðinni, gamli Vesturbærinn og hlaðið hús. Ekki er vitað hvenær hlaðna húsið var byggt en talið er það hafi verið byggt um 1874. Eggert lét setja kvist á húsið og byggja við það inngönguskúr en auk þess lét hann byggja við það á þrjá vegu og gera á því endurbætur. Þessum breytingum mun hafa verið lokið árið 1924 en þá flutti Eggert í húsið ásamt fjölskyldu sinni. Hann skýrði húsið svo upp og nefndi það Reynisstað eftir Reynisstað í Skagafirði þaðan sem hann átti ættir að rekja. Húsið er í dag númer 15 við Skildinganes.
Eins og áður segir þá tilheyrði Skildinganes Seltjarnarneshreppi en árið 1932 var það lagt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Miklar breytingar urðu á byggð í Skildinganesi með tilkomu breska hersins á Íslandi árið 1940. Bretar ákváðu að byggja herflugvöll seinni hluta árs 1940 í Vatnsmýrinni í Reykjavík og brátt teygði hann sig út á Skildinganes og inn í þá byggð sem myndast hafði í Skerjafirði. Vegna flugvallarins þurfti að flytja nokkuð af húsum í burtu og götur voru aflagðar. Í raun var byggð í Skildinganesi skipt í tvennt með tilkomu flugvallarins. Í dag er talað um Litla-Skerjafjöð og Stóra-Skerjafjörð. Svæði það sem er hér til umfjöllunar er í Stóra-Skerjafirði.

Reykjavík 2003
Minjasafn Reykjavíkur
Skýrsla nr. 99.

Hluti af sjóðnum

Sandgerðisvegur

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti var heimsóttur. Bauð hann fólki í kaffi að venju. Þegar hann var spurður um eftirbíðanlegan leturfund við Dauðsmannsvörðu kom í ljós að ekki hafði hann komið í leitirnar ennþá, hvað sem sögunni liði.

Neðri-Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannsvarða.

Fram kom hins vegar að Dauðsmannsvarðan efri hafði aftur á móti verið hlaðinn upp nýlega. Hún er á efsta Draughólnum, sem eru þrír, en Dauðsmannsvarðan neðri er undan þeim neðsta. Þar á letrið að vera. Sagan segir, og reyndar kemur það einnig fram í viðbótarlýsingu við örnefnaskrána af Bæjarskeri (Býjaskeri), að þar hafi menn eða maður orðið úti við þjóðleiðina milli Keflavíkur og Sandgerðis. Vitað er um fjölmarga, sem úti urðu á leiðunum yfir Miðnesheiðina fyrr á öldum, flestir á leið heim frá kaupmanninum í Keflavík.
Sigurður sagðist hafa lengi verið að hugsa hvernig stafsetja ætti nafnið „Dínhóll“, sem er þarna upp í heiðinni. Þegar hann hafi síðan verið að fletta örnefnaskránni fyrir Bæjarsker hafi hann rekið augun í nafnið Dynhóll, sem mun vera sá sami. Líklega sé þar komið rétta nafnið á hólnum.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Eiríksson.

Svona gætu nöfn hafa breyst í meðförum. Nokkur dæmi eru til slík, s.s. Hrafnkelsstaðir er urðu að Rafnkelsstöðum. Í Sögum Rangárvallasýslu er t.d. talað um að fara til Hrafnkelsstaða í Garði, sem nú bera nafnið Rafnkelsstaðir. Rafnkelsstaðabáturinn, sem nú er í Bjarghúsi, er t.a.m. frá Hrafnkelsstöðum.
Í örnefnaskránni kemur nafnið Kampstekkur fyrir, rétt við norðurmörk Fuglavíkur og Bæjarskers. Hann er handan við Kampholtið. Sigurður sagði tóftir hans vera í norðurhorninu á girðingu fast sunnan við veginn milli Fuglavíkur og Bæjarskers. Í þeim hefðu krakkarnir stundum leitað skjóls. Á túninu á Bæjarskeri á að vera Grásteinn, álagasteinn, sem aldrei mátti hrófla við. Ýmislegt fleira kom fram í spjallinu við Sigurð.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum. Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á þeim stað er lýsingin kveður á um. Ekki sást letur á steini í eða við vörðuna.
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.

Prest

Prestsvarða – letur.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Morguninn eftir slotaði og komst Sigurður heim að Útskálum. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á er höggvið sálmavers. Á hellunni má sjá ártalið 1876. Sálmurinn á hellunni er 4. Davíðssálmur – 8. vers.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

Best er að ganga að vörðunni vestur með norðurkanti æfingarvallar Golfklúbbsins í Leiru, vestan vegarins. Varðan er skammt vestan við endimörk hans og sést vel þegar gengið er áleiðis að henni.

Loks var haldið að Stúlkuvörðunni á Njarðvíkurheiði. Undir henni er ártalið 1777 og stafirnir HGH ofan við. Letrið er á klöppinni, sem varðan stendur á. Skammt norðan við vörðuna má enn sjá hluta Skipsstígsins í móanum, líðast í átt að Sjónarhól. Núverandi varða er að öllum líkindum nýrri en letrið. Mögulegt er að varðan hafi verið endurhlaðin þarna til að varðveita minninguna um tilefni hennar.
Stóri-Krossgarðurinn á heiðinni sást í norðvestri.
Frábært veður – bjart og stilla.

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

Njarðvíkursel

Skúli Magnússon hafði eftir síra Pétri Jónssyni að höfðubæir í Njarðvíkum hafi verið tveir; Innri- og Ytri-Njarðvík: “Frá Innri-Njarðvík var selstaða við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningsfæðar aflögð”. Þetta var ritað í byrjun 19. aldar. Á gömlu dönsku landakortunum er merkt sel suðaustan við Seltjörn (vestan við Grindavíkurveginn á þeim stað, sem Stapavegurinn liggur nú). Við skoðun á staðnum þurfti ekki að leita lengi til að sjá seltætturnar. Þær kúra undir hraunkantinum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni.
Selið lagðist af um 1800, en líklegt er að það hafi verið notað eitthvað eftir það, t.a.m. sem sæluhús, enda við Vogaveginn til Grindavíkur.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Tóftirnar eru sumar enn mjög heillegar. Þær eru ekki fjarri gamla Grindavíkurveginum og er lagður var á árunum 1914-1918. Því er ekki ólíklegt að vegavinnumenn hafi haft einhver not af aðstöðunni þarna, a.m.k. réttinni norðan selsins, ofan við vatnsbakkann. Nefndur hólmi fór í kaf þegar hækkaði í vatninu er afrennsli þess var stíflað með vegastæðinu austan þess. Eini núverandi íbúinn, í einu tóftahorninu, minkur, vildi ekki láta sjá sig að þessu sinni.
Við Knarrarnes var skoðaður letursteinn og sást vel vísan, sem á hann var klappað á 18. öld. Vísunni er lýst í einni bóka Árna Óla. Talið er að hinn sami nafngreini maður (gátan felst í áletruninni) hafi einnig klappað ártalið á skósteininn í hlöðnu brúnni á kirkjugötunni að Kálfatjörn.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Keflavíkurberg

Sturlaugur Björnsson er bæði áhugasamur og margfróður um hinar merkilegstu minjar í núverandi Reykjanesbæ. Hann tók á móti hópnum í Keflavík.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Var þegar haldið að Keflavíkurborg, fjárborg (fjárrétt) norðan bæjarins, skammt ofan við Grófina. Borgin er á klapparhól. Við hana hefur verið settur landmælingastöpull. Austan borgarinnar liggur Stafnesvegur. Sést hann mjög vel þar sem hann liðast áleiðis upp á heiðina.

Keflavík

Brunnur ofan Stekkjarhamars.

Þá var haldið að Helguvík. M.a. var letrið, HPP (Hans P. Petersen), á klettunum vestan víkurinnar barið augum. Sturlaugur lýsti tilurð þess og leiddi hópinn síðan um Keflavíkurbjargið upp frá Grófinni.

Þar var komið við í Stekkjarlág, gömlum samkomustað Keflvíkinga. Í þá daga voru nefnilega til alvöru Keflvíkingar. Við Stekkjarlág benti Sturlaugur á ræðustól gerður af náttúrunnar hendi, sté í hann og hélt stutta tölu um það markverðasta á svæðinu; lýsti m.a. tóft, sem þarna er (væntanlega stekkur) og leiddi hópinn síðan að Drykkjarskálinni, gerði krossmark yfir og bauð fólki að drekka.

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Um er að ræða stóran grágrýtisstein með skál ofan í. Í henni var ávallt tilbúið tært vatnið til handa þeim, sem áttu leið um bjargið á leiðinni milli Leiru og Víkur. Neðar er klettanef, mörk Keflavíkurbjargs og Hólmsbergs.

Þá fór Sturlaugur með hópinn að Brunninum, ferköntuðum steinbrunni ofan við bjargið. Sagði hann þá trú hafa verið á brunninum að í honum myndi vatn aldrei þrjóta. Í kringum brunninn eru smátjarnir.

Keflavík

Drykkjarsteinn ofan Keflavíkurbjargs.

Haldið var að Berghólsborg og hún skoðuð. Um er að ræða heillega og stóra borg á Hólmsbergi skammt sunnan Leiru. Sunnan hennar átti að vera rétt, sem enn sér móta fyrir. Gengið var yfir að Bergvötnum (Leirutjörnum) því þar átti að vera sel sunnan við vötnin. Erfitt var að átta sig á hvar það gæti nákvæmlega verið, en þarna eru hleðslur á nokkrum stöðum, sennilega stekkir eða kvíar. Selið sjálft átti að vera á bjarginu neðan við vötnin. Þarna er vel gróið og greinilegt að vötnin og nágrenni hafa verið vinsæl til beitar. Leita þarf betur við þau að þessu seli.
Sturlaugur komst að þessu sinni einungis yfir hluta þess, sem markvert þykir í Reykjanesbæ. Framundan er ferð með honum að Ásarétt á Háaleiti, um Háaleitið og að Nónvörðu.

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson.

Helgadalur

Löngum hafa menn talið að fornar rústir kynnu að leynast í Skúlatúni og í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Fáir vita hins vegar hvar rústirnar eru. Enn færri vita um rústir undir Leirdalshöfða, í Fagradal og við Garðaflatir, jarðlæga garða í Breiðdal eða stekkjarmynd við Rauðshelli. Allt myndar þetta samfellda búsetuheild er gæti verið frá því áður en Hellnahraunið-yngra rann um 950, eða allt frá fyrstu árum landnáms hér á landi.

Helgafell

Skúlatún og Helgafell.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1908 ritar Brynjúlfur Jónsson um rústirnar í Skúlatúni og Helgadal undir heitinu „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 – Gullbringusýsla„. Um Skúlatún skrifar hann eftirfarandi:
„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33 – 34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, – þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, – sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þennan stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti með ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) allt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Norð-vesturhliðin á ásahrygg þessum kallast Undirhlíðar, liggur inn með þeim forn vegur, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.

Skúlatún

Skúlatún.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlíð og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar, og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar er hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans og hygg ég hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum í Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djúp með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 faðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á hornum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, þvílíkt þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingaleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfrum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin.

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann huldinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi á þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var í þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að fær sig upp eftir hólnum.
Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir sig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið „Skúlatún“, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“
Hér er Brynjúlfur að lýsa hugsanlegum mannvirkjum frá því fyrir árið 950. Ekki er ólíklegt að mögulegar minjar í Skúlatúni tengist minjum sunnan við Leirdalshöfða, jarðlægum vegghleðslum í vestanverðum Breiðdal og tóft í Fagradal. Allar gætu þessi mannvirki hafa verið í notkun fyrir þann tíma er að framan greinir og þá mun svæðið allt væntanlega hafa verið nýtt, enda vel gróið undir hlíðunum og nægt vatn, skógur nærtækur og fugl í hlíðunum.
Hellnahraun yngra umlykur Skúlatún. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjórn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum.
Þá er athyglisvert í texta Brynjúlfs að hann minnist á hinn „forna veg, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.“ Hér er hann að lýsa leið er lagðist af mjög snemma. Selstöður voru nokkrar við Lækjarbotna og átti m.a. Örfirisey selstöðu þar. Líklegt þykir að í eða nálægt Lækjarbotnum hafi verið gatnamót gömlu þjóðleiðanna, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar til Hafnarfjarðar. Enn má greina hluta hennar frá Helgadal, yfir Búrfellsgjá, með Löngubrekkum vestan Hnífhóls og í gegnum Strípshraun. Þar greinist gatan, annars vegar norður að Þingnesi og hins vegar með norðanverðu Hólmshrauni í Lækjarbotna.
Brynjúlfur vissi ekki um aldur hraunanna, hefur jafnvel talið þau eldri en landnám og því ekki viljað fullyrða of mikið. Hann vissi heldur ekki af minjunum sunnan við hraunið, en hann hafði heyrt af rústum í Helgadal, nokkru norðar. Einnig vissi hann af rústum á Garðaflötum, enn norðar, en allar þessar minjar gefa vísbendingu um talsverða byggð undir hlíðunum fljótlega eftir landnám. Auk þess má greina mannvistarleifar við op Rauðshellis og hlaðinn stekk, gróinn, þar skammt frá.

Fagridalur

Tóft í Fagradal.

Brynjúlfur ritaði jafnframt um Helgadal. Í Árbókinni 1908 segir hann m.a.:
„Í sama skiptið sem mér var bent á Skúlatún, var þess getið um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa. Skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hlíðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða.
Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveðna lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Hraunið sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt [hve]nær haun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftyir landnámstíð og eyðilegat meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o.fl. (sbr. Árb. fornl.fél 1903 bls. 43-44 og 47-50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar (Grindaskarðsvegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt til Hafnarfjarðar.“
FERLIR hefur skoðað rústirnar í Helgadal. Í rauninni liggur fátt annað fyrir en að hefja þar fornleifauppgröft með það fyrir augum að aldursgreina þær sem og setja þær í samhengi við aðrar sýnilegar minjar á svæðinu.

Heimildir m.a.:
-Brynjúlfur Jónsson, Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1908, bls. 9 – 12.
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/H_YNGRA.HTM
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, er birtust í Jökli nr. 41 1991.
-http://www.ust.is/media/fraedsluefni/Astjorn__textiGT.pd
-Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf (1987), bls. 26.

Krýsuvík

Eftirfarandi grein birtist í Alþýðublaðinu árið 1951.

Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum á göngu – HH.

KRÝSUVÍK er eitt þeirra hverasvæða Iandsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum. Í eftirfarandi grein, sem tímarit ungmennafélaganna, „Skinfaxi“ birti fyrir nokkru og byggð er á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen, rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi jarðboranir og raforkuframkvæmdir, er gerð allítarleg grein fyrir því, sem gert hefur verið í Krýsuvík.
Á SÍÐARI ÁRUM hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sannanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu bar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. —
Síðan tók fólki stöðugt  að fækka Seltúnog byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þá að lokum að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri.
— Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km. Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

GRÓDURHÚS
Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur“ cg blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti.
Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð Krýsuvíkmeð, er gufa, og er hún leidd í þró. þar sem katli hefur verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi. Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skolpræsi og rafmagn frá díselrafstöð.

BÚSKAPUR
í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e. t. v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli KRÝSUVÍK er eitt þeirra hverasvæða Iandsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum.
Gosið úr nýjustu borholunni í Krýsuvík. hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Undirbúningur hefur verið undir Í fjósinugrasfræssáningu á þessu vori.
Grafnir hafa verið 8 km. langir opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km. löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m. í þvermál og 14 m. háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak. Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna rætkunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

BORANIR EFTIR JARÐHITA
í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. —Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa yfrin nýjar vonir til hans staðið og standa enn. Fyrstu jarðbornir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknaráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við
suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom. Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver í Seltúni [??].

Seltún

Jarðborar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem borrásir voru þröngar stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1948 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946 og 47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveita Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þess höfðu verið notaðir snúningsborgar. Fallborar geta borað víðaðri holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Enn fremur er minni festuhætta fyrir þá gerð. en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.

Seltún

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðarstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá horinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum.
Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau eins og þau voru þá. — Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til bess að bora upp þessar sliflur. Enn fremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa borarnir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir.

Seltún

Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæfa svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun höfð gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum. Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltún. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora og orðin var 229 m, djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 Baðstofatommu víðum járnpípum 100 m. niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í liós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál.“
Þrátt fyrir stóra drauma og mikil áform varð allt að engu. Má að mörgu leyti líkja framangreindu við það sem nú er að gerast varðandi virkjunaráform í Eldvörpum – stórhuga framkvæmdarmenn blása tímabundið litlumhjarta stjórnmálamönnum ofgnótt í brjóst, en landið; náttúran, á ávallt síðasta orðið til lengri tíma litið. Hún talar gjarnan sínu máli sjálf, nú sem fyrrum.

Heimild:
-Alþýðublaðið – fimmtudagur 20. sept. 1951, bls. 5.
-Alþýðublaðið – sunnudagur 8. september 1957.Krýsuvíkurkirkja

Gvendarhola

Fjórir Gvendarbrunnar eru á Reykjanesi, þ.e. Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð.
GvendarholaÞað er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur Hólabiskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Enn hefur ekki fengist staðfest að  það ætti ekki við rök að styðjast.

Gvendarhola

Gvendarhola.

 

Ródólfstaðir

„Sælir FERLIRsfélagar,
ég var að kíkja inn á ferlir.is og sá færsluna um Ródólfsstaði. Mér fannst alveg magnað að lesa þetta og get bætt aðeins við þetta.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég var aldrei fyllilega sáttur við staðsetninguna undir Efri-Rótólfsstaðahæð/Rana og þótt einhver kolalög hefðu komið í ljós fór ég að hallast að því að þetta væru kolagrafir en ekki byggingaleifar. Svæðið undarlegt að byggja á og ég skildi ekki hvernig Brynjúlfur hafi getað séð túngarð á staðnum. Ég hef litið á loftmyndir af svæðinu endrum og sinnum síðan þá og nú síðast í miðjum mars seinastliðnum tók ég eftir staðnum umrædda 600 metrum suðvestar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég gekk að þessum stað kvöldið 22. maí. Þetta var degi eftir að Gunnar Valdimarsson gerði sér ferð á staðinn og ég get staðfest að á þessum dögum var frekar hvasst. Hvílík tilviljun að tveir einstaklingar — með sama nafn — hafi gengið að þessu með eins dags millibili! Og að sama skapi gleðilegt og algjörlega frábært að fólk hafi áhuga á þessu. Það var veðurgluggi um kl 22 til að fljúga yfir svæðið og ég náði að myndmæla það, útbúa hæðalíkan sem og samsetta loftmynd. Síðan þá hef ég legið á þessu og melt en þegar þú skrifaðir um Mjóaness-selið um daginn áttaði ég mig á að þetta þurfi auðvitað að tilkynna og var byrjaður að skrifa stutta lýsingu til að senda á Minjastofnun. Ég sendi þér textann hér fyrir neðan og einnig nokkrar myndir í viðhengi. Þarna er loftmynd, hæðalíkan, frumtúlkun frá 24. maí og staðsetning Ródólfsstaða + nærliggjandi selja út frá leiðum og slóðum (ég hef teiknað skipulega upp allar leiðir á Þingvallasvæðinu). Svo er nýrri túlkun hjá mér, nokkuð svipuð en ég hef tekið sumt út og bætt öðru inn.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Við Gunnar nafni minn Valdimarsson höfum túlkað þetta mjög svipað í grundvallaratriðum og það er hughreistandi, enda erfitt að greina á milli rofbletta og eiginlegra minja á þessum slóðum. Vatnsbólið er reyndar um 50 m vestan túngarðsins. Þetta rímar við Mjóaness-selið og Hamrasel og ég velti fyrir mér hvort þetta sé gömul selstaða frá Mjóaness- og/eða Miðfellsbændum. Auðvitað getur þetta líka hafa verið býli, sbr. nafnið en maður verður ekki var við mikla húsakosti þarna. Mér finnst áhugaverðast að hugsa um þessi garðlög, bæði m.t.t. aldurs og svo er líkt og það séu tveir garðar þarna, annar ferhyrndur og hinn hringlaga. Og að þeir skarist jafnvel á?! Hvað ætli þetta segi okkur svo um sögu náttúrunnar. Var nægur hvati að hafa einn fjárhelli eða er þetta kannski minnisvarði um horfna skóga fornaldar. Svo er spurningin um „Bæjarstæði“ úr sóknarlýsingunni 1840 — ef það hefur yfir höfuð verið til, þá er kannski spurning hvort það sé undir hæðinni 600 m norðaustar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ródólfsstaðir eru staðsettir um 1300 metra norðaustur af Miðfellsfjalli, sunnan undir lágum, mosavöxnum grjótbala. Greinileg leið liggur frá staðnum suðvestur í átt að Miðfelli og virðist halda áfram alla leið til Mjóaness. Önnur leið liggur framhjá Ródólfsstöðum metð stefnu NV-SA milli Gjábakka/Arnarfells og Grímsness. Útlit svæðisins kemur hér um bil heim við lýsingu Brynjúlfs Jónssonar árið 1905. Óglöggar rústir (1) eru norðan við áðurnefnda leið, nokkuð litlar eða um 10 m á lengd og þeim svipar frekar til selstöðu en eiginlegs fornbýlis. Um 20 metrum sunnar eru tveir hellar (5) hlið við hlið og hafa líklega verið fjárhellar.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þetta byggðamynstur rímar við nærliggjandi sel Mjóaness við Selshelli 1,5 km norðvestar og Hamrasel + Hamraselshelli 2,2 km austar. Aftur á móti eru Ródólfsstaðir frábrugðnir seljunum að því leyti að hér er stórt garðlag (2-4) upp við rústirnar (1) líkt og túngarður, um 100 x 50 metrar að flatarmáli. Garðlögin eru mjög fornleg útlits og líkur eru á að þau séu frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Mögulega hefur garðurinn upprunalega verið ferhyrndur, um 50 x 50 m að stærð, en síðar færður út til vesturs. Um 100 metrum norðvestan rústanna (1) er djúpt brunnstæði (6).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Fleiri hugsanlegar minjar gætu leynst á Ródólfsstöðum en frekari rannsókna er þörf til að meta eðli þeirra. Eru það tvær dældir, ein (7) austarlega í „túninu“ og önnur (8) um 50 m austan „túngarðsins,“ hvorar tveggja möguleg brunnstæði. Nokkrar þústir (9-12) innan „túnsins“ minna á forn mannvirki og enn aðrar (13-15) skammt utan þess. Svæðið er þó afar illa farið, traðkað og uppblásið og því geta ýmsið rofblettir minnt á fornar byggingar. Því þyrfti helst að staðfesta mögulega minjastaði með kjarnaborun.
1. Tóft, um 10 x 6 m að utanmáli, snýr hér um bil N-S. Veggir hennar hafa breitt vel úr sér og eru um 2.5 m að þykkt. Hleðslusteinar eru áþreifanlegir skammt undir sverði. Tóftin er reist upp við garðlag (2) og er inngangur á suðurgafli í átt að fjárhelli (5), sem er um 20 m sunnar. Mannvirkjabrot eru sjáanleg við austurgafl tóftarinnar; líklega eru þau hluti af túngarðinum en e.t.v. gætu hér einnig verið leifar annarrar tóftar. Vel má vera að þetta séu leifar fornrar selstöðu og tengist fjárhellinum. Þetta er líklega tóftin/tóftirnar sem Brynjúlfur getur um árið 1905.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – garður.

2. Mjög fornlegt garðlag eða túngarður, mikið fallnir og um 2-3 m á breidd. Vegghæð er 20-30 cm. Austurhelmingur garðsins er greinilegri en hann virðist nær ferhyrndur, að SV-horninu undanskildu þar sem hann liggur upp við tóft (1). Ekki er endilega víst að garðurinn sé samtíma tóftinni. Garðlagið heldur áfram vestan við tóftina og liggur í sveig þar til hann fjarar út.

Ródólfsstaðir

Ródólfssstaðir – garðlag.

3. Mjög ógreinilegar útlínur sem minna á garðlag. Nánari athugana er þörf til að meta hvort um er að ræða fornleifar. Mögulega hefur upprunalegi túngarðurinn verið um 50 x 50 m, en síðar stækkaður til vesturs (um 100 x 50 m) og þessi hluti túngarðsins rifinn. Fleiri ógreinileg mynstur samsíða þessum má greina örfáum metrum austan þessara útlína en þau voru ekki teiknuð upp.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – fjárhellir.

4. Hugsanleg norðurhlið garðlags (2). Frekari athugana er þörf til að meta hvort garðurinn hafi legið hér yfir höfuð en hér er hann teiknaður með góðum vilja.
5. Jarðfall með tveimur hellum, sem hafa líklega verið nýttir sem fjárhellar. Illa farin grjóthleðsla er á milli hellanna, sem eru um 7 m djúpir og lágir til lofts. Nokkuð af kindabeinum í þeim vestari, líklega frá síðari tímum.
6. Ríflega tveggja metra djúp dæld um 50 m vestan garðlags (2) sem hefur verið brunnstæði.

Ródólfsstaður

Ródólfsstaðir.

7. Gróin dæld, um 40 cm djúp og ríflega 1.5 m í þvermál. Ekki er útilokað að hún sé leifar brunnstæðis eða einhvers konar mannvirkis en þyrfti að athuga nánar á vettvangi.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

8. Rétthyrnd dæld um 50 m austan garðlags (1), 4 x 5 m að flatarmáli og um 1 m djúp. Mögulega hefur hér verið annað brunnstæði en athuga þyrfti það nánar á vettvangi.
9. Ógreinileg ferhyrnd þúst, 9 x 7 m að utanmáli. Líklega er þetta til komið vegna landrofs en athuga mætti þústina nánar. Ef þetta er mannvirki gæti þetta verið stekkur og tengt tóft (1).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

10. Lág, gróin dæld, um 30-40 cm djúp og lítill kantur umhverfis hana, um 10×10 m að flatarmáli, staðsett í SA-horni túns. Athuga mætti þennan grasblett betur og athuga hvort hér hafi mannvirki staðið.
11. Rétthyrnd upphækkun í norðanverðu túni, um 11 x 7 m að flatarmáli og um 45 cm há. Hún er nokkuð grýtt og mosavaxin að innan og gæti verið náttúrufyrirbæri. Útlitið minnir þó mjög á húsarúst og ráðlagt væri að athuga fyrirbærið nánar. Það finnst fyrir grjóti í ‘veggjum’ þegar gengið er ofan á fyrirbærinu.
12. Lágur kantur, um 8 x 7 m að flatarmáli. Líklega er þetta einungis rof en athuga mætti fyrirbærið nánar og hvort hér hafi verið mannvirki.
13. Lítil nibba rétt norðan túngarðs, þarna er virkt rof og einhverjir steinar að koma í ljós. Ekki er þó víst að þeir teljist til fornleifa.
14. Mjög dauf upphækkun og litabreytingar á gróðri, 10 x 6 m að flatarmáli, rétt vestan túngarðs (2). Ekki er þó víst að það sé vegna fornleifa.
15. Afar ógreinileg upphækkun, 8 x 4.5 m að flatarmáli, líklegast náttúrulegt en mætti athuga nánar á vettvangi.
Ég hlakka til að heyra frá þinni ferð á staðinn og hvort eitthvað nýtt komi í ljós.“

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – minjar.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905 – Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904 eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 46-47, segir um Rótólfsstaði: „Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhorníð vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Eódólfsstaðir (o: Róðólfsstaðirj. Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum eu Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg
eg að t í Róíólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.“
Brynjúlfur virðist meira upptekinn að sagnfræðilegum heimildum minjanna en þeim sjálfum.

Þegar meintar minjar Rótólfsstaða eru skoðaðar af FERLIRsfólki mátti sjá þar ummerki garða og fleiri fornra minja. Fjárskjólið tvískipta sunnan garða bar með sér augljósar tvískiptar steinhleðslur. Eystri hlutinn hefur væntanlega verið nýttur sem búr. Vestari hlutinn hefur verið nýttur sem fjárskjól, a.m.k. um tíma.

Tvískiptir veggir umhverfis minjasvæðið virðast augljósir. Innan í ofanverðum eystri hluta þeirra virðast vera minjaleifar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Ofan minjasvæðisins er varða, sem hefur verið breytt í smalaskjól. Sunnan þess er mosagróinn stekkur (ofan garðs). Þaðan að sjá er augljós þvergarður niður að fyrrum selstöðu (ofan fjárhellisins). Þar mótar fyrir þremur rýmum; dæmigerðum selstöðum á þessu landssvæði sem slíkum. Að öllum líkindum hefur selstaðan verið nýtt þarna um tíma, bæði eftir að „bærinn“ lagðist af og löngu áður en selstöður lögðust af á þessu svæði (sbr. Mjóanessel þarna skammt vestar), líkt og Hamraselið þarna skammt austar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Hamrasel

Í Örnefnalýsingu Ásgeirs Jónassonar frá Hrauntúni (birtist m.a. í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1932) er fjallað um Miðfellshraun og Miðfellsfjall [Miðfell]. Þar segir m.a.: „Miðfellshraun takmarkast af Miðfellsfjalli að norðvestan, Þingvallavatni að vestan og suðvestan, Kaldárhöfða að sunnan og Lyngdalsheiði að austan; að norðan hallar upp að Hrafnabjargahálsi, og eru takmörk þar víðast óglögg, enda mun hraunið að mestu ættað þaðan.

Hamrasel

Hamrasel – Hamrselshæðir.

Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafaust verið sel. Syðst á hæðum þessum er stór brekka við Stóra-Karhraun, er Grembás heitir.“

Hamrasel

Hamraselshellir

Í framangreindri lýsingu er þess ekki getið að nefnt sel hafi verið frá Miðfelli þrátt fyrir staðsetningu þess í þeirra landareign. Það bendir til þess að selstaðan sé mjög forn.
Í Jarðabókinni 1703 (bls. 360) segir um selstöðu frá Miðfelli í Þingvallasveit: „Selstöðu á jörðin í sjálfrar sinnar landi, en hefur þó ei að nýtingu brúkuð verið. Selstaða hefur eignuð verið Hömrum í Grímsnesi í Miðfellslandi, þar sem heitir Hamrahellir, og eru munnmæli að Miðfells menn hafi hjer fyrir átt hestagöngu á vetur í Hamralandi. Hvorugt þessara ítaka hefur brúkuð verið í manna minnum.“

Hamrasel

Hamraselshellir.

Þegar selstaðan í Hamraseli er skoðuð er ljóst að um mjög forna slíka er að ræða, þrátt fyrir að Hamrahellir hafi löngum verið nýttur sem afdrep fyrir gesti og gangandi, enda ágætt skjól í nálægð við þekktar þjóðleiðir í Lyngdalsheiði.
Ofan við hellisopið er hlaðið skjól refaskyttu. Þaðan er ágætt útsýni yfir neðanverða heiðina. Varða er við hlið skjólsins, efst á hellisbrúninni. Hellishellir er í enda gróinnar hraunrásar er á sér langan aðdraganda. Í hellinum má sjá aflagaðar hleðslur.

Hamrasel

Hamrasel – stekkur.

Framan við hellinn, á austurbarmi hrauntraðarinnar, eru hleðslur, sennilega stekkur. Annar stekkur er skammt vestan við opið, nú að mestu mosagróinn.
Selið hefur að öllum líkindum verið í hvylft suðvestan við hellinn, í skjóli fyrir austanáttinni. Þar má greina brunn og óljósar minjamyndanir, sem verður að þykja ekki ósennilegar í ljósi aldurs hinna meintu selsminja.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 1. mín.

Hamrasel

Hamraselshellir.