Eftirfarandi er hluti af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980. Skrifin eru í framhaldi af skoðun hans á hlaðinni refagildru á Norðausturlandi er þótti merkileg, ekki síst fyrir það að einungis var þá vitað um mjög fáar aðrar slíkar hér á landi, þ.á.m. við Selatanga og Grindavík. Skrifin eru einkar áhugaverð þegar haft er í huga að nú, aldarfjórðungi síðar, eru 102 slíkar þekktar á Reykjanesskaganum einum, landssvæði sem jafnan hefur þótt lítt áhugavert í augum fornleifafræðinga.
Refagildra á Reykjanesskaga.
„Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar og Gildrumelar og getur sumsstaðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Sennilegt er, að grjótgildrur þessar hafi verið algengasta veiðitækið á refi hérlendis áður en byssur urðu algengar. Dýrabogar hafa þó þekkst lengi, enda er minnst á boga í kvæðinu um Hrafnahrekkinn og notaði veiðimaðurinn hann samhliða gildrunni, en trúlega hafa þeir fyrst orðið algengir á síðustu öld.
Refagildra við Hraun. Sigurður Gíslason ásamt Sesselju Guðmundsdóttur.
Erlendis voru stærri veiðidýr, svo sem hreindýr, úlfar og birnir veidd í fallgryfjur, en eiginlegar fallgryfjur eru vart þekktar hérlendis. Thedór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni Á refaslóðum, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa veiðiaðferð. Heimild er þó um, að í Hornafirði hafi gryfjur verið hlaðnar úr grjóti með lóðréttum veggjum eða jafnvel svolítið inn yfir sig. Dýpt þeirra var nokkur, eða svo mikil að öruggt væri að dýrin gætu ekki stokkið eða klifrað upp úr gryfjunum. Á gryfjubotninum var agninu dreift.
Til eru lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. Í Hrappsey 1780. Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Staðarberg – refagildra.
Í Lærdómslistafélagsritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson. Hann nefnir grjótgildrurnar en lýsir þeim ekki, þar sem þeim sé lýst í Atla og efast hann jafnvel um gagnsemi þeirra. Víða í 19. aldar ritum eru greinar og leiðbeiningar um refaveiðar og má t.d. nefna grein í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær. Þar segir einni, að dýrabogar séu nú orðnir sjaldséðir, og hafi hina gömlu veiðiaðferðir vafalaust þokað fyrir skotveiðinni á þessum tíma.
Theodór Gunnlaugsson, hin þekkta refaskytta, segist í fyrrnefndri bók sinni stundum hafa
Refagildra við Nes.
hlaðið grjótgildrur við greni til að veiða yrðlinga í eftir að fullorðnu dýrin höfðu verið unnin og mun hann sennilegast vera síðastur manna til að nota þær hérlendis.
Vafalaust hafa ýmsir orðið til að taka upp notkun grjótgildra eftir hvatningu Björn Halldórssonar í Atla. Atli var prentaður þrívegis og fyrstu prentuninni að minnsta kosti dreift ókeypis og hafa því margir kynnst því riti á 18. og 19. öld. En það lætur að líkum að veiðiaðferðin hefur verið seinleg og gildrurnar ekki alltaf fengsælar og hefur t.d. skotveiði úr skothúsum verið margfalt stórvirkari, enda mjög tíðkuð á síðustu [19.] öld að minnsta kosti.
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi og hefur svo verið talið, að þær væri frá tímum Grænlendinga hinna fornu, en þær hafa einnig verið notaðar þar í seinni tíð af bændum landsins. Er mér næst að ætla, að Grænlendingar hafi lært notkun þeirra af norrænum mönnum ámiðöldum, en dæmi eru um, að þeir hafi tekið upp áhöld og vinnuaðferðir norrænna manna. Sá ég líka gildru á Grænlandi 1977 í grennd við forna rúst í Qordlortoq-dal, og virtist hún helst vera frá byggð norrænna manna, en einnig voru þar í notkun nýjar refagildrur af nokkuð annarri gerð.
Refagildra við Kánabyrgi.
Sigurður Breiðfjörð lýsir grænlenskum gildrum í bók sinni frá Grænlandi, sem kom út 1836, en einkennilegt er, að hann virðist ekki þekkja notkun slíkra gildra á Íslandi og hvetur bændur hér til að setja slíkar skollagildrur, eins og hann nefnir þær, í landareignum sínum.
Ég hef ekki gert gangskör að því að kanna útbreiðslu þessara gildra, en viðbúið er að langflestra þeirra sé getið í örnefnaskrám einstakra jarða, sem vaðveittar eru í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Árið 1964 var send út spurningaskrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem spurt var aukalega um slíkar refagildrur og hvað menn kynnu að segja um notkun þeirra. Bárust svör allvíða að af landinu og reydust 20 heimildarmenn þekkja gildrur eða leifar þeirra eða þá örnefni, sem ótvírætt benda til að gildrur hafi verið á þeim stöðum, þótt þeirra sæjust stundum engar leifar nú. Eru þessir staðir dreifðir um allt land að kalla má, sumir úti við sjó en aðrir inn til landsins, venjulegast í grennd við bæi eða beitarhús, þar sem menn fóru of um á vetrum…
Selatangar – refagildra.
Á hraungarði vestan við Selatanga eru nokkrar hlaðnar refagildrur og hjá Grindavík er rúst af gildru.
Greinilegt er af lýsingum þeirra, sem upplýsingar hafa gefið um gildrur þessar, að þær eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Einn heimildarmaður greinir frá slíkri gildru úr tré, aflöngum tréstokki um 3 álnir á lengd og voru lok við báða enda og rann annað fyrir er refurinn var kominn inn í stokkinn, en grjóti var hlaðið umhverfis stokkinn svo að minna bæri á honum utan frá séð.
Gildra á Húsafelli sýnir vel hversu grjótgildrur voru gerðar í meginatriðum. Gildran er hlaðin efst á klettakambi og lítur út til að sjá eins og grjóthrúga. Hefur hún áreiðanlega alla tíð verið mjög áberandi og er svo um aðrar þær gildrur, sem ég hefi séð og hefur greinilega ekki verið reynt að fela þær eða hylja þær jarðvegi. Hefur verið leitast við að hafa gildrurnar þar sem hátt bar svo að þær færu ekki á kaf í snjó og mestu máli skipti, að þær væru þar sem refir fóru um í ætisleit á vetrum, en gildruveiðar munu einkum hafa verið stundaðar að vetrarlagi.
Refagildra á Tjarnholti.
Gildran á Húsafelli er þannig gerð, að á klappirnar hefur verið hlaðið stórum steinum, sem sumir eru vel meðalmannstak. Eru þrír steinar í röð hvorum megin og milli þeirra um 30 cm bil, en fyrir enda tveir steinar. Þannig myndast eins konar gangur, um 150 cm langur, sem er opinn í þann enda sem í norður snýr, og þar er munninn, sem lágfótu hefur verið ætlað að fara inn um. Ofan á grjótganginum eru síðan aðrir stórir steinar, sem mynda þak. Síðan hafa allar glufur og op verið þéttuð með minni steinum oggengið svo frá, að sem minnst op væru á gildrunni nema munninn.
Refagildra ofan við Húsfell.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænlegt hellublað, sem enn lá hjá gildrunni, um 20 cm breitt neðst og um 30 cm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þannig hangið uppi. Í tittinn var síðan bundið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega heftir tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður.
Refagildra ofan Húsatófta.
Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mátulega fyrir en gæti ekki snúið sér við. Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í raun einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skorðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og kvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin og lykkju á hinum enda bandsins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið.
Refagildra við Húsatóftir.
Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.“
Rétt er að endurtaka það sem fyrst var sagt; að FERLIR hefur nú staðsett og skoðað um 80 hlaðnar refagildrur, sem hér hefur verið lýst, á Reykjanesskaganum. Sumar þeirra verða að teljast fornar og sennilega eru þær allar eldri en 100 ára og því friðaðar skv. ákvæðum gildandi þjóðminjalaga.
Heimild m.a.:
–Hluti af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980.
Fornasel – Auðnasel – Knarrarnessel
Gengið var frá Skrokkum við Reykjanesbraut að Fornaseli. Selið er í vel grónum hól og sést hann vel frá brautinni. U.þ.b. 10 mínútna gangur er að því.
Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.
Ýmist er sagt að selið hafi verið frá Þórustöðum eða Landakoti og þá heitið Litlasel. Í selinu er ein megintótt með tveimur vistarverum og hlöðnu gerði sunnan við. Vestar er hlaðinn stekkur. Ofan við hólinn er vatnsstæði í krika og minni tótt með tveimur vistarverum.
Gengið var áfram inn á heiðina að Auðnaseli. Selstæðið sást vel framundan, ofan við Klifgjána. Í því eru fjórar tóttir, tveir hlaðnir stekkir, auk kvíar. Varða er á holti vestan við tóttirnar. Handgert vatnsstæði er norðvestan við miðtóttirnar. Það var þurrt að þessu sinni líkt og önnur
vatnsstæði í heiðinni. Annar stekkurinn er uppi á holtinu ofan við selin.
Gengið var til suðsuðvesturs að Knarrarnesseli. Á leiðinni var gengið um Breiðagerðisslakka og tækifærið notað og kíkt á flak þýsku Junkervélarinnar, sem þar var skotin niður í aprílmánuði 1943.
Í Knarrarnesseli.
U.þ.b. 20 mínútna gangur er á milli seljanna. Í Knarrarnesseli eru þrjár megintóttir, auk einnar stakrar, og þrír hlaðnir stekkir. Vatnsstæðið er í hól norðvestan við selið, fast við selsstíginn. Það var líka þurrt að þessu sinni, greinilega nýþornað. Í Knarrarnesseli er í heimildum getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel.
Gengið var niður selsstíginn að Klifgjánni, yfir og niður hana við vörðu á brún hennar og áfram niður að Skrokkum.
Frábært veður.
Auðnasel – stekkur.
Myllulækjartjörn – Myllulækur
Elliðavatn er á norðausturenda sprungusvæðis í Trölladyngjukerfinu og rekja má aldur þess til síðasta hlýskeðs ísaldar. Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn.
Ár og lækir, sem renna í Elliðavatn eru Bugða, Suðurá um Helluvatn, lækur úr Kirkjuhólmatjörn og Myllulækur úr Myllulækjartjörn. Suðurá rann fyrrum gegnum Hrauntúnstjörn en var beint fram hjá henni. Elliðaárvirkjun var vígð árið 1921. Þremur árum síðar var hafizt handa við gerð miðlunarstíflu uppi við Elliðavatn. Henni var lokið 1926 og við þessar framkvæmdir fór Elliðavatnsengi ofan núverandi stíflu undir vatn. Benedikt Sveinsson eignaðist jörðina árið 1815 og Einar Ben. fæddist þar 1864. Síðan gekk jörðin kaupum og sölum og árin 1923-28 eignaðist Rafveita Reykjavíkur vatnið og byggði miðlunarstíflu, sem hækkaði vatnsborðið verulega. Búskap var brátt hætt á Elliðavatni og Skógræktarfél. Rvk. fékk jörðina 1963, einkum vegna umsjár Heiðmerkur, en verulegur hluti hennar er í landi jarðarinnar. Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og margir aðrir en Jónas Hallgrímsson hafa rannsakað staðinn.
Brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingunum í Reykjavík upp úr 1750. Hann þurfti að tryggja næga ull til vinnslu, bæði af íslenzku fé og erlendu til blöndunar. Elliðavatn varð fyrir valinu sem sauðfjárbú fyrir Innréttingarnar vegna beitarinnar í skóglendi Heiðmerkur og nágrennis. Hrútar af enskum stofni voru fluttir inn til kynbóta og sænskur baron, Hastfer að nafni, var fenginn til að stýra þeim fyrsta kastið. Það er ekki ljóst, hvers vegna þessar kynbótatilraunir voru fluttar að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni 1757.
Þar var reist stórt fjárhús og „mikil stofa”, þótt þessara mannvirkja sjái ekki lengur stað. Fjárhúsið var sagt vera vandaðra en flestar kirkjur landsins og afþiljað. Þetta afburðafjárhús dugði ekki til þess að bægja óláninu frá. Veiki komu upp í fénu, fjárkláðinn, sem breiddist óðfluga út og olli gífurlegum búsifjum. Á árunum milli 1760 og 1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360.000 í 140.000. Þetta var vafalaust mesta efnahagsáfall, sem Íslendingar hafa orðið fyrir fyrr og síðar, því að þeir voru svo háðir sauðfjárbúskap á þessum tíma. Sauðfjárræktinni og kynbótatilraununum lauk með þessu á Elliðavatni. Búið var formlega lagt niður 1764.
Til að grennslast fyrir um örnefndin Myllulækjartjörn og Myllulækur var farið yfir örnefnaskrá Elliðavatns eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í sumarbústað hans við Elliðavatn, í Elliðavatnslandi, 23. júní og 4. júlí 1983.
Ennfremur var rætt við hann að heimili hans, Kirkjuteigi 21, Reykjavík, 8. marz l984. Skráðar voru eftir honum athugasemdir og viðbætur við örnefnaskrá Ara, og verður hér leitazt við að fella þær inn í hana ásamt fyrri athugasemdum hans. Ennfremur var stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967. C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt. Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkir vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni.
Tveir lækir renna úr Myllutjarnarlæk. Eystri lækurinn hefur jafnan verið nefndur Myllulækur, en sá mun heita Heimalækur. Vestari lækurinn heitir Myllulækur. Tóftir eru við báða lækina, svo til alveg eins, jafn stórar og jafn heillegar.
„Suðvestan við Heimaásinn, neðst í Heiðmörkinni og neðst í Lágheiðinni (sjá síðar), er tjörn, sem á korti Borgarverkfræðings og Skógræktarfélags Reykjavíkur af Heiðmörk er nefnd Myllulækjartjörn. C.Z. kannast ekki við það nafn; hann segist ekki hafa heyrt það í máli manna á Elliðavatni. Svæðið umhverfis tjörnina var nefnt Lækirnir eða í lækjunum, og oft var talað um tjörnina sem Tjörnina í Lækjunum.
Tjörn þessi var áður mikið minni. Tveir hólmar eru nú í henni, litlir grashólmar. Álftapar heldur sig í minni hólmanum. Himbrimi verpir oft þar sunnan við í bleytunni á bakkanum.
Lækur rann úr tjörninni norður í Elliðavatn, og hafa sumir kallað hann Myllulæk, en hann var ávallt nefndur Heimalækur, en Myllulækurinn er vestar; malarás er á milli þeirra. Heimalækurinn er stíflaður nú. Greinileg myllutóft er ennþá við Myllulækinn. Þar var vatnsmylla, sem korn var malað í. Þessi tóft er frá öldinni sem leið. Myllulækurinn rennur úr tjörninni nú, en áður kom hann úr sérstökum uppsprettum sunnan og vestan við malarásinn (fyrrnefndan), en þær eru nú í tjörninni. Malarás þessi nær úr Lágheiðinni og fyrir ofan tjörnina og út í vatn milli lækjanna.
1925-6 hefur Rokstad tilraunir með regnbogasilung. Hann lætur grafa í gegnum malarásinn á milli tjarnarinnar og Myllulækjar og veitir honum þannig í tjörnina, og í Heimalækinn. Hann lét síðan hlaða torfgarð, þannig að Vatnið í tjörninni hækkaði. Regnbogasilungurinn í tjörnina var fenginn frá Noregi. Vatnið var síðan látið renna í gegnum munk í stíflunni við ósinn, en munkur var trékassi með milligerð, til að stöðva silunginn. Torfgarðar voru hvorum megin. Þessar tilraunir fóru út um þúfur; stíflan brast árið eftir. Myllulækurinn er nú í sínum gamla farvegi, en úr tjörninni. Að vísu rennur lítið vatn úr tjörninni nú, þar sem vatnsveitan stíflaði lækina, en við það stækkaði tjörnin. Þannig átti að hækka vatnsyfirborðið í Gvendarbrunnum og Tjörnunum. Gömlu stíflugarðarnir, sem Rokstad lét gera eru nú á kafi í vatni.
Tvö klakhús voru byggð í Heimalæknum, og sjást greinilegar tóftir enn. Eldra húsið byggði Þórður frá Svartárkoti í Bárðardal, árið 1923. Hann var á vegum Búnaðarfélagsins. Tóft þessa klakhúss er niðri undir vatninu, vestan megin lækjarins. Húsið var byggt á bakkanum og tekinn stokkur úr læknum. Hitt húsið var byggt 1927 af Ólafi Sigurðssyni frá Hellulandi, starfsmanni Búnaðarfélagsins. Þá var rafveitustíflan gerð, og yfirborð vatnsins hækkaði; vatnið flæddi upp í klakhúsið frá 1923, og varð því að byggja annað heldur ofar og austan við lækinn.
Á tímabili var klakið bleikju og henni sleppt í vatnið. Sá kaupamaður um veiðina, og var hún oft dágóð, 50-100 bleikjur á dag, í mörg net. Veiðin var send í bæinn, og voru þetta að sjálfsögðu þó nokkur hlunnindi. Bleikja gekk upp í Tjarnirnar og jafnvel Gvendarbrunna.
Lítil kvísl úr Heimalæk rann aðeins vestan við hann og í litla vík, aðeins vestan við ós hans. Götur lágu þarna um, og lá hellulögð stétt yfir þessa sytru. Fyrir ofan litlu víkina, í slakka við þennan farveg, er mjög gömul tóft, lítil;Â hún var gömul, þegar C.Z. var barn. Óvíst er eftir hvað þessi tóft er, en C.Z. telur líklegt, að hún geti verið eftir skothús.
Nyrzt í fyrrnefndum malarás, við vatnið, er brattur hóll eða höfði. C.Z. heyrði hann ekki nefndan neinu nafni, en í skrá A.G. er hann nefndur Riðhóll (23). Það er líklega réttnefni. Þarna voru hrygningarstöðvar silungsins, en kaldavermsl eru beggja megin. Þarna var góð lögn.“
Skv. þessu mun tóftin við Myllulækinn vera leifar myllu, sem þar var, og tóftin við Heimalækinn munu þá vera leifar klakhúss. Ekki er óeðlilegt að „myllan“ hafi færst yfir á klakhúsið í hugum kortagerðarmann því í báðum tilvikum er aðkoman svipuð, þ.e. lækirnir hafa runnið að hluta í gegnum húsin.
Gangan ók 1 klst og 1 mín. Frábært veður.
Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Elliðavatn.
Voru víkingaskipin notuð í eitthvað annað en siglingar?
Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að
Víkingaskip.
setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.
Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.
Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel. Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.
Víkingaskip.
Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5.000 til 8.000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84).
En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (ov).
Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.
Víkingar á nýrri strönd.
Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.
Víkingaaldarkáli.
Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.
Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.” -(AF)
Víkingaskip í legu.
Refagildrur
Eftirfarandi er hluti af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980. Skrifin eru í framhaldi af skoðun hans á hlaðinni refagildru á Norðausturlandi er þótti merkileg, ekki síst fyrir það að einungis var þá vitað um mjög fáar aðrar slíkar hér á landi, þ.á.m. við Selatanga og Grindavík. Skrifin eru einkar áhugaverð þegar haft er í huga að nú, aldarfjórðungi síðar, eru 102 slíkar þekktar á Reykjanesskaganum einum, landssvæði sem jafnan hefur þótt lítt áhugavert í augum fornleifafræðinga.
Refagildra á Reykjanesskaga.
„Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar og Gildrumelar og getur sumsstaðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Sennilegt er, að grjótgildrur þessar hafi verið algengasta veiðitækið á refi hérlendis áður en byssur urðu algengar. Dýrabogar hafa þó þekkst lengi, enda er minnst á boga í kvæðinu um Hrafnahrekkinn og notaði veiðimaðurinn hann samhliða gildrunni, en trúlega hafa þeir fyrst orðið algengir á síðustu öld.
Refagildra við Hraun. Sigurður Gíslason ásamt Sesselju Guðmundsdóttur.
Erlendis voru stærri veiðidýr, svo sem hreindýr, úlfar og birnir veidd í fallgryfjur, en eiginlegar fallgryfjur eru vart þekktar hérlendis. Thedór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni Á refaslóðum, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa veiðiaðferð. Heimild er þó um, að í Hornafirði hafi gryfjur verið hlaðnar úr grjóti með lóðréttum veggjum eða jafnvel svolítið inn yfir sig. Dýpt þeirra var nokkur, eða svo mikil að öruggt væri að dýrin gætu ekki stokkið eða klifrað upp úr gryfjunum. Á gryfjubotninum var agninu dreift.
Til eru lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. Í Hrappsey 1780. Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Staðarberg – refagildra.
Í Lærdómslistafélagsritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson. Hann nefnir grjótgildrurnar en lýsir þeim ekki, þar sem þeim sé lýst í Atla og efast hann jafnvel um gagnsemi þeirra. Víða í 19. aldar ritum eru greinar og leiðbeiningar um refaveiðar og má t.d. nefna grein í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær. Þar segir einni, að dýrabogar séu nú orðnir sjaldséðir, og hafi hina gömlu veiðiaðferðir vafalaust þokað fyrir skotveiðinni á þessum tíma.
Theodór Gunnlaugsson, hin þekkta refaskytta, segist í fyrrnefndri bók sinni stundum hafa
Refagildra við Nes.
hlaðið grjótgildrur við greni til að veiða yrðlinga í eftir að fullorðnu dýrin höfðu verið unnin og mun hann sennilegast vera síðastur manna til að nota þær hérlendis.
Vafalaust hafa ýmsir orðið til að taka upp notkun grjótgildra eftir hvatningu Björn Halldórssonar í Atla. Atli var prentaður þrívegis og fyrstu prentuninni að minnsta kosti dreift ókeypis og hafa því margir kynnst því riti á 18. og 19. öld. En það lætur að líkum að veiðiaðferðin hefur verið seinleg og gildrurnar ekki alltaf fengsælar og hefur t.d. skotveiði úr skothúsum verið margfalt stórvirkari, enda mjög tíðkuð á síðustu [19.] öld að minnsta kosti.
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi og hefur svo verið talið, að þær væri frá tímum Grænlendinga hinna fornu, en þær hafa einnig verið notaðar þar í seinni tíð af bændum landsins. Er mér næst að ætla, að Grænlendingar hafi lært notkun þeirra af norrænum mönnum ámiðöldum, en dæmi eru um, að þeir hafi tekið upp áhöld og vinnuaðferðir norrænna manna. Sá ég líka gildru á Grænlandi 1977 í grennd við forna rúst í Qordlortoq-dal, og virtist hún helst vera frá byggð norrænna manna, en einnig voru þar í notkun nýjar refagildrur af nokkuð annarri gerð.
Refagildra við Kánabyrgi.
Sigurður Breiðfjörð lýsir grænlenskum gildrum í bók sinni frá Grænlandi, sem kom út 1836, en einkennilegt er, að hann virðist ekki þekkja notkun slíkra gildra á Íslandi og hvetur bændur hér til að setja slíkar skollagildrur, eins og hann nefnir þær, í landareignum sínum.
Ég hef ekki gert gangskör að því að kanna útbreiðslu þessara gildra, en viðbúið er að langflestra þeirra sé getið í örnefnaskrám einstakra jarða, sem vaðveittar eru í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Árið 1964 var send út spurningaskrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem spurt var aukalega um slíkar refagildrur og hvað menn kynnu að segja um notkun þeirra. Bárust svör allvíða að af landinu og reydust 20 heimildarmenn þekkja gildrur eða leifar þeirra eða þá örnefni, sem ótvírætt benda til að gildrur hafi verið á þeim stöðum, þótt þeirra sæjust stundum engar leifar nú. Eru þessir staðir dreifðir um allt land að kalla má, sumir úti við sjó en aðrir inn til landsins, venjulegast í grennd við bæi eða beitarhús, þar sem menn fóru of um á vetrum…
Selatangar – refagildra.
Á hraungarði vestan við Selatanga eru nokkrar hlaðnar refagildrur og hjá Grindavík er rúst af gildru.
Greinilegt er af lýsingum þeirra, sem upplýsingar hafa gefið um gildrur þessar, að þær eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Einn heimildarmaður greinir frá slíkri gildru úr tré, aflöngum tréstokki um 3 álnir á lengd og voru lok við báða enda og rann annað fyrir er refurinn var kominn inn í stokkinn, en grjóti var hlaðið umhverfis stokkinn svo að minna bæri á honum utan frá séð.
Gildra á Húsafelli sýnir vel hversu grjótgildrur voru gerðar í meginatriðum. Gildran er hlaðin efst á klettakambi og lítur út til að sjá eins og grjóthrúga. Hefur hún áreiðanlega alla tíð verið mjög áberandi og er svo um aðrar þær gildrur, sem ég hefi séð og hefur greinilega ekki verið reynt að fela þær eða hylja þær jarðvegi. Hefur verið leitast við að hafa gildrurnar þar sem hátt bar svo að þær færu ekki á kaf í snjó og mestu máli skipti, að þær væru þar sem refir fóru um í ætisleit á vetrum, en gildruveiðar munu einkum hafa verið stundaðar að vetrarlagi.
Refagildra á Tjarnholti.
Gildran á Húsafelli er þannig gerð, að á klappirnar hefur verið hlaðið stórum steinum, sem sumir eru vel meðalmannstak. Eru þrír steinar í röð hvorum megin og milli þeirra um 30 cm bil, en fyrir enda tveir steinar. Þannig myndast eins konar gangur, um 150 cm langur, sem er opinn í þann enda sem í norður snýr, og þar er munninn, sem lágfótu hefur verið ætlað að fara inn um. Ofan á grjótganginum eru síðan aðrir stórir steinar, sem mynda þak. Síðan hafa allar glufur og op verið þéttuð með minni steinum oggengið svo frá, að sem minnst op væru á gildrunni nema munninn.
Refagildra ofan við Húsfell.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænlegt hellublað, sem enn lá hjá gildrunni, um 20 cm breitt neðst og um 30 cm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þannig hangið uppi. Í tittinn var síðan bundið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega heftir tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður.
Refagildra ofan Húsatófta.
Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mátulega fyrir en gæti ekki snúið sér við. Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í raun einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skorðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og kvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin og lykkju á hinum enda bandsins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið.
Refagildra við Húsatóftir.
Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.“
Rétt er að endurtaka það sem fyrst var sagt; að FERLIR hefur nú staðsett og skoðað um 80 hlaðnar refagildrur, sem hér hefur verið lýst, á Reykjanesskaganum. Sumar þeirra verða að teljast fornar og sennilega eru þær allar eldri en 100 ára og því friðaðar skv. ákvæðum gildandi þjóðminjalaga.
Heimild m.a.:
–Hluti af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980.
Strandarsel (Staðarsel)
Farið var með Guðmundi Þorsteinssyni og Magnúsi Brynjólfssyni í Hellholtið. Þeir eru kunnugir á svæðinu og ætluðu m.a. að benda á hella og tóttir, sem þeir hafa orðið varir við.
Girðingarrétt – uppdráttur ÓSÁ.
Gengið var frá Girðingarréttinni niður á holtið, u.þ.b. 10 mínútna gangur. Byrjað var að líta á fjárhelli utan í vestanverðu Hellholtinu og síðan á hellinn Hafra. Varða er ofan við opið, sem horfir mót norðri. Stór og rúmgóður hellir, en fremur stuttur.
Gengið var vestur að Strandarseli (Staðarsel), sem er sunnan við austanverð Svörtubjörg. Á leiðinni var kíkt í nokur göt. Í einu þeirra vex hár burkni er teygir sig móti sól. Er greinilega búinn að vera þarna lengi. Í öðru voru kindarbein. Þarna er greinilega um sömu rásina að ræða er teygir sig til vesturs frá Hellholti. Önnur sambærileg teygir sig til suðurs. Annars virðist Hellholtið hafa vera dyngja eða þunnfljótandi gígop.
Strandarsel (Staðarsel).
Í Strandarseli eru tóttir tveggja selja. Utan í hól eru stekkir og lambakró suðvestan við hann. Samkv. upplýsingum Þórarins á Vogsósum var þarna um fráfærusel að ræða. Það gæti verið skýringin á því sem síðar kom í ljós. Vestar er hraunhóll. Vestan undir honum er hlaðinn stekkur. Enn vestar er op, Hellholtshellir. Þetta er bæði fallegur og merkilegur hellir. Hann er u.þ.b. 70 metra langur og svo alveg heill. Hann hefur ekki verið notaður sem fjárskjól, þótt hann hafi verið ákjósanlegur til þess. Í hellinum eru bæði dropasteinar og hraundrýli, auk hraunstráa. Innst í öðrum enda hans er hlaðin fyrirhleðsla.
Stekkur í Strandarseli.
Sunnar var komið að hleðslur fyrir hellisopi. Greinilegt er að þar hefur verið hlaðið fyrir opið og síðan gangur niður, en þakið fallið að hluta. Inni er fallegasti hraunhellir, víður og hár. Gólfið er slétt. Vel sést hlaðinn niðurhleðslan. Þetta mannvirki er ekki á örnefnaskrá svo vitað sé. Gæti hafa verið forðabúr Staðarsels eða átt að vera athvarf ef tyrkirnir kæmu aftur. Hver veit? Fallegt að minnsta kosti.
Ofan við opið ert ótt, sem ekki heldur er á örnefnaskrá. Enn austar eru enn tvær tóttir, Sunnan við þær er op á fjárhelli. Innan við það er mikil hleðsla. Við suðurenda hellsins er op og ofan þess enn ein hleðslan. Þar hefur greinilega verið gengið niður í þennan fjárhelli. Þarna eru sem sagt á litlu svæði ein tvö sel og sérstakur hellir, sem vert væri að skoða nánar.
Selvogsheiði – óþekkt sel.
Hvaða seltættur eru þarna um að ræða er ekki vitað. Gætu hafa tilheyrt einhverjum Selvogsbæjanna eða jafnvel hjáleigum Strandarkirkju því skv. landamerkjum virðast þau innan lands Strandar. Eða verið eldri sel Strandar því greinilegt er að þessi tvö sel eru mjög gömul, mun eldri en þau sem ofar eru.
Tækifærið var notað og svæðið rissað upp, auk þess sem GPS-punktar voru teknir á sérhverjum stað. Í fjarlægð virðist heiðin auð og tóm. En í nálægð eru þar minjar við hvert fótmál.
Strandarsel – uppdráttur ÓSÁ.
FERLIR – leiðsögn
Jafnan er leitað til FERLIRs um leiðsögn um hin og þessi svæði Reykjanesskagans, bæði í styttri og lengri gönguferðir – enda óvíða um meiri uppsafnaðan fróðleik og reynslu að finna um svæðið.
Reykjanesskagann má njóta til útivistar allan ársins hring, hvort sem áhugi er á fornminjum eða náttúruminjum. Segja má að hann endurspegli bæði sögu búsetu- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi landnáms, auk þess sem náttúran með öllum sínum tilbrigðum hefur upp á nánast allt að bjóða, sem aðrir landshlutar hafa. Á svæðinu má t.d. finna leifar u.m.b. 400 selstöðva, 130 rétta, 80 fjárborga, 67 refagildra, auk allra annarra minja sem og fornra þjóðleiða. Hellar og skjól eru yfir 300 talsins, auk námusvæða og tilkomumikilla hverasvæða.
Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja, Grindavíkur og Þorlákshafnar er hvergi styttra að fara á kyngimögnuð útivistarsvæði. Í stað þess að verja tímanum í akstur að göngusvæðinu er hægt að nota hann til ánægjulegrar útivistar svo til allan daginn – og njóta síðan eigin rúms um kvöldið í stað þess að kaupa gistingu.
Hægt er að sníða gönguferðir að óskum og getu hvers og eins, hvort sem hann er einn á ferð eða í hóp…
Hafið samband við ferlir@ferlir.is – og við skoðum málið.
Háspennulínur og -möstur
Greinargerð og samantekt um fyrirhugað línustæði milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar.
I. Inngangur
Eftirfarandi er svolítil greinargerð og samantekt yfir minjar og náttúruverðmæti á fyrirhugaðri leið háspennumastra frá Hellisheiðarvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð eftir því sem vitneskja liggur fyrir um slíkt. Ekki er um fornleifaskráningu að ræða, enda þarf hún að fara fram undir handleiðslu fornleifafræðings. Í reglugerð um þjóðminjavörslu, sem reyndar er úrelt (því hún miðast við lög sem felld hafa verið úr gildi) segir að “fornleifaskráning skuli gerð undir stjórn fornleifafræðings og að þess sé gætt, að teknar séu saman ritaðar jafnt sem munnlegar heimildir um fornleifar og allir minjastaðir séu kannaðir á vettvangi, hvort sem fornleifar eru sýnilegar á yfirborði eða ekki. Allir minjastaðir skulu færðir á kort og gerðar lýsingar og uppdrættir af þeim minjum sem sýnilegar eru.”
Rétt er því að fram komi að hér er einungis getið um sýnilegar minjar, en fleiri minjar kunna að leynast í jörðu á svæðinu. Það verður því að teljast bæði sjálfsagt og skylt að markviss fornleifaskráning fari fram á áætlaðri línuleið, í a.m.k. 50 metra út frá henni til hvorrar handar. Þá er og mikilvægt að meta bæði landslagið sem slíkt til verðmæta, sjónræn áhrif línunnar og þau áhrif er línugerðin kann að hafa á það með varanlegum hætti. Ekki verður hjá því komist, þótt kostnaðarmismunur virðist allnokkur, að meta hvort jarðstrengur geti verið raunhæfur kostur til lengri tíma litið og/eða aðrar lausnir, sem ekki hafa verið ígrundaðar sérstaklega hingað til.
Tækniþróun hefur jafnan verið árangur eða krafa um aðrar lausnir en þekkst hafa á hverjum tíma. Ísland hefur verið framarlega í virkjunum og nýtingu orku. Ýmsar lausnir á erfiðum og óvæntum viðfangsefnum hafa komið fram á tiltölulega stuttri sögu virkjana. Fáir virðast hafa lagt sig fram um að leysa flutningsvandann. Fremur hefur verið horft til lausna annars staðar í heiminum í þeim efnum, með tilheyrandi innflutningskostnaðir. Telja má að kominn sé tími til að virkja innlent hugvit til að leysa, annars vegar flutningsmöguleika raforkunnar og hins vegar lækka kostnaðinn við þá. Má í því sambandi nefna þá einföldu lausn að leggja sandlag yfir núverandi yfirborð og undir jarðstreng og síðan annað sandlag ofan á strenginn. Í fyrsta lagi væri um fljótvirkari framkvæmd að ræða og í öðru lagi væri auðveldara að endurnýja strenginn en heilt háspennumasturskerfi úreldist á tiltölulega skömmum tíma. Í þriðja lagi væri um miklu minni sjónmengun að ræða, í fjórða lagi yrði línulögnin afturkræf og í fimmta lagi yrðu lágmarkaðar mögulegar skemmdir á fornleifum. Jarðstrengur yrði væntanlega lagður beinni leið milli staða – og því styttri.
Sérstaklega er tekið fram að hér er hvorki fjallað um viðkvæman né sjaldgæfan gróður eða um dýralíf á svæðinu.
II. Línulögnin
Landsnet hf hyggst styrkja raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Ölkelduhálsi og Hellisheiði að Straumsvík vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík og áforma um virkjanir á Hellisheiði, við Hverahlíð og á Ölkelduhálsi. Þessar framkvæmdir eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, þ.m.t. 420 kV kerfis.
Ofangreindar háspennulínur liggja að mestu samsíða eldri línum. Að hluta er um að ræða nýbyggingu háspennulína en einnig er um að ræða breytingar eða tilfærslur á núverandi línum.
Einnig er til skoðunar hugsanlegar breytingar á legu Hamraneslínu 1 og 2, en línurnar liggja frá Geithálsi að Hamranesi. Breytingin virðast fela það í sér að í stað þeirrar línu komi lína samhliða nýrri línu frá Sandskeiði að Hamranesi, eða Stórhöfða því þar mun hugsanlega verða tengivirki í stað Hamranesstengivirkis, sem nú er.
Rögnvaldur Guðmundsson hjá “Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar óskaði eftir því við undirritaðan að fara yfir leiðir fyrirhugaðra háspennulína og gera grein fyrir helstu minja- og náttúrufyrirbærum, einkum þeim er sérstök ástæða væri til að gæta varkárni við.
Eftir að hafa skoðað fyrirhugaðar línuleiðir, þ.e. frá vestanverðri Hellisheiði að Hafnarfirði, var eftirfarandi listað upp sbr. framangreint, frá suðaustri til norðvesturs. Tekið var fyrir svæði vel rúmlega út fyrir línur svo minnka megi líkur á að verðmætar minjar eða náttúrufyrirbæri fari forgörðum við framkvæmdirnar.
Fornleifaskráning fyrir Ölfushrepp II, svæðisskráning fyrir Ölfus- og Selvogshrepp (Hildur Gestsdóttir & Orri Vésteinsson) og fornleifaskráning Fornleifastofu Íslands liggur fyrir um fornleifar á Hellisheiði og við Hverahlíð þar sem m.a. er sérstaklega tekið fram að ástæða sé til að fara varlega í nálægð hinnar gömlu mörkuðu þjóðleiðar um heiðina. Við Hverahlíð er steinhlaðinn grunnur húss er brann á fyrri hluta 20. aldar.
Línustæðið liggur um fjögur sveitarfélög, sem öll hafa lagt fram aðalskipulag um nýtingu sinnan umdæma til næst framtíðar. Í aðalskipulagi Ölfuss er t.a.m. tekið fram að “lagt er tila ð fram fari nákvæm skráning og kortlagning fornminja. Þá eru stórframkvæmdir umhverfis-matsskyldar sbr. kafla 4.2. og 4.3., s.s. vegagerð, háspennulínur og virkjanir.” Í aðalskipulagi Kópavogs og Hafnarfjarðar eru hliðstæð ákvæði. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir (a.m.k. í textanum) varfærni og að við engu verið hróflað nema að undangengnum athugunum með tilskyldum skilyrðum. Ljóst er að mikilvægt er að huga vel að undirbúningi, kanna alla möguleika og minnka sem tök eru á afleiðingar á röskun verðmæta er felast í náttúru og minjum á svæðunum.
Jafnan eru fyrirhugaðar framkvæmdir afsakaðar með því að svæðum hafi þegar verið raskað svo og svo mikið og því skipta þær í rauninni litlu máli til eða frá. Slík rök geta varla talist gjaldgeng – a.m.k. ekki lengur.
Flutningur raforku er og verður nauðsynleg. Henni mun ávallt fylgja eitthvert rask og jafnvel umhverfisspjöll.
III. Helstu staðir
Hér verða tilgreinir helstu staðir og svæði, sem ástæða er til að gaumgæfa og gæta sérstakrar varfærni við á línuleiðinni milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar:
1. Hellisheiðarvegur – Hellisskarð – vegur – Búasteinn
2. Kolviðarhóll – þjóðsaga – legstaður
3. Draugatjörn – sæluhús – rétt – veggur
4. Bolaöldur – Bolasteinn – þjóðsaga
5. Svínahraun (Kristnitökuhraun) – nútímahraun (Landnáma)
6. Fóelluvötn – rústir
7. Leitarhraun
8. Arnarþúfur – minjar – letursteinn
9. Lakheiði – ártalssteinn
10. Sandfell
11. Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur
12. Húsfellsbruni – (nútímahraun)
13. Selvogsgata – þjóðleið – Gálgaklettar (GS)
14. Helgafell – Litluborgir (Stórmerkileg jarðfræðifyrirbæri) – gervigígar
15. Skúlatúnshraun – Skúlatún – minjar – þjóðsaga um Skúlastaði?
16. Leiðarendi og fleiri hellar – 6359064N-02150600V
17. Gullkistugjá – þjóðsaga
18. Gvendarselshæð – selsminjar – 6400180N-02153662V
19. Dalaleið (þjóðleið)
20. Undirhlíðar – gígar á sprungurein
21. Undirhlíðavegur (þjóðleið)
22. Óbrennishólabruni (nútímahraun) – hellir – minjar
23. Hafnarfjarðarvegur gamli (Brynjúlfur Jónsson)
24. Selhraun – minjar
25. Stórhöfðastígur (þjóðleið)
26. Snókalönd
27. Dalurinn – minjar (fjárskjól) – 6402510N-02157101V
28. Straumsvíkurhraunin
IV. Lokaorð
Hér að framan er getið 28 staða eða svæða, sem sérstaklega þar að gæta varfærni við ef og þegar leggja á háspennulínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar. Upplýsingarnar gætu einnig komið að notum ef ákvörðun yrði tekin um að leggja jarðstreng þá sömu leið. Líklegt má þó telja að leið með jarðstreng yrði önnur og beinni (og þar með styttri) en hér er áætlað.
Tiltekinna verðmæta á svæðunum er getið hér að framan. Þau gætu verið fleiri, s.s. selsminjar við Hvaleyrarvatn (Hvaleyrarsel og Ássel), sem ekki eru svo fjarri fyrirhugaðri línuleið. Einnig eru hlaðin skjól í Leyninum í Kapelluhrauni.
Þurfi að færa línustæðið m.v. núverandi forsendur þarf að sjálfsögðu að gaumgæfa það eða þau svæði af nákvæmni. Ef svo færi þrátt fyrir allt að fornleifar fyndust við framkvæmdir á svæðinu kveða þjóðminjalög svo um að stöðva beri verkið og tilkynna það til Fornleifaverndar ríkisins sem ákveður hvort verkinu megi halda áfram og með hvaða skilmálum.
Hér er ekki tekin afstaða til áhrifa er háspennumöstur og/eða –línur geta haft á ásýnd og viðhorf útivistarfólks á svæðinu er um ræðir. Einungis er tínt til það helsta er lýtur að kunnum minjum og náttúrufyrirbærum á og nálægt leiðinni, sem fyrirhuguð er.
Hvort sem um verður að ræða jarðstreng eða háspennuloftlínu, eins og hér er lagt upp með, þarf að huga vel að framangreindum svæðum með hliðsjón af minjum og náttúruverðmætum á leiðinni. Mikilvægt er að “jarðýtustjórinn” ráði ekki för þegar af stað verður farið heldur verði mjög nákvæmlega fylgst með framkvæmdum frá einum tíma til annars og að þess verði gætt að valda eins litlu raski og mögulegt er.
Háspennulínur ofan Hafnarfjarðar.
Hvassahraunssel – Lónakotssel
Ákveðið var að reyna að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa.
Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. Rjúpur á stangli.
Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.
Hvassahraunssel – stekkur.
Há varða er á austanverðum hraunhrygg, sem selið er norðvestanundir. Tóttir tveggja heillegra húsa eru í selinu, hvort um sig þriggja herbergja. Gróinn stekkur er undir hraunásnum og annar hlaðinn, heillegur vestan við tóttirnar. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Í örnefnalýsingu Gísla fyrir Hvassahraun segir m.a. um Hvassahraunssel: „Heiman úr Tröðum liggur troðningur suður um Hellur, suður á hraunið. Það er Hvassahraunsselsstígur eða Selsstígur. Stígur þessi lá áfram suður hraun allt til Krýsuvíkur. Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnar nokkuð Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásum. Veggirnir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af Selinu, og er erfitt að finna það.“
Haldið var áfram til suðurs upp frá selinu, framhjá Snjódölum, djúpum fallegum hraunlægðum, upp Mosana meðfram Eldborgarhrauni. Þegar komið var að hraunhæð ofarlega í þeim svo til alveg við hraunkantinn, var gengið eftir stíg yfir hraunið og inn á Skógarnefið. Svæðið er mikið gróið og fegurð þess endurnýjar snarlega sérhverja orkulind þreytts ferðalangs. Klukkustund liðinn frá upphafi ferðar.
Gengið var niður með gróðursvæðinu og síðan svolítið inn á því. Mikið af rjúpu. Skömmu áður en komið var að landamerkjagirðingu Lónakots, sem liggur þarna niður að Krossstöpum, taka við brattur og gróinn hraunbakki. Ofan hans er nokkuð slétt Mosahraun, en ofar runnabrekkur Almennings.
Leitað var að Skógarnefsskútanum, en árangurslaust að þessu sinni.
Neðan við bakkann var hlaðið umhverfis greni (Skógarnefsgreni). Þrjár litlar vörður voru allt um kring. Norðar má sjá litla vörðu við mosahraunskantinn. Við vörðuna liggur stígur stystu leið í gegnum hraunið í áttina að einum Krosstapanum. Lítil varða var hlaðin við stígsendann að norðanverðu. Skammt norðar var hlaðið í kringum greni (Urðarásgreni) og litlar vörður um kring.
Urðarás.
Framundan var mikill stórgrýttur urðarás, merkilegt jarðfræðifyrirbrigði. Þegar komið er að krossstöpunum þessa leið má glögglega sjá þrjá slíka. Sá austasti er greinilega stærstur, en um hann liggur landamerkjagirðingin. Lítill krossstapi er skammt vestar og sá þriðji mun lægri skammt norðvestar. Norðvestan við neðsta krossstapann var hlaðið umhverfis tvö greni (Krossstapagrenin). Fallegt ílangt jarðfall var sunnan þeirra. Örn kom fljúgandi úr vestri á leið yfir að Skógarnefi og flaug lágt. Ótrúleg stærð. Hefur líklega komið úr Arnstapahrauni [Afstapahrauni] þarna vestan við.
Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.
Sjá mátti háu vörðuna ofan við Lónakotssel í norðri. Önnur varða var á hraunhól í norðvestri. Gengið var að henni og áfram í sömu átt niður hraunið. Lónakotsselsstígnum var fylgt að hluta, en þegar stutt var eftir niður að Reykjanesbraut var beygt til norðurs og tvær hlaðnar refagildrur, sem þar eru á kjarrgrónum hraunhól, skoðaðar.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot segir m.a. um Lónakotssel: „Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali, klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.“
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvassahraun
Í Hvassahraunsseli.
Ófundið…
Flestir sem fara um eða leiða áhugasamt ferðadólk um Reykjanesskagann enduróma gjarnan uppgötvanir annarra. Þó eru þeir/þau til er miðla fróðleik út frá eigin uppgötvunum. Í þessum fróðleik felast mikil verðmæti – miklu mun meiri en virðist við fyrstu sýn. Hafa ber í huga að þetta er fólkið er horfir til langrar framtíðar – það veit og skilur hvað komandi kynslóðum muni gagnast helst og best.
FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað uppi minjar og staði á Reykjanesskaganum (í „landnámi Ingólfs“), sem getið hefur verið um í gömlum og nýjum heimildum, sögum, sögnum sem og munnmælum. Oftar en ekki hefur verið hægt að ganga að þessum stöðum vísum, en að sumum hefur þurft að leita, stundum oftar en einu sinni og jafnvel margoft. Við þær leitir hefur fundist ýmislegt, sem ekki er vitað að hafi verið skráð.
Þótt sumir minja- og sögustaðir hafi verið týndir eru þar á meðal staðir, sem í rauninni hafa alltaf verið til staðar. Heimafólk eða kunnugir hafa vitað af þeim þó svo að aðrir, jafnvel „sérfræðingarnir“, hafi ekki vitað um þá.
Fólkið á sérhverjum stað býr yfir ótrúlega miklum upplýsingum, sem stundum bíða þess einungis að verða „leystar úr læðingi“ eða athugaðar nánar.
Ef þú, lesandi góður, telur þig búa yfir vitneskju um stað í líkingu við framangreint, ert þú vinsamlegast beðinn um að hafa samband við ferlir@ferlir.is. Allar ábendingar verða skoðaðar.
Sem dæmi um ófundna staði er getið er um í heimildum má nefna eftirfarandi:
1. Steinunn gamla mun hafa búið á Hólmi. Í túninu er bátslaga álagahóll, sem aldrei hefur mátt hrófla við – talinn fornmannagröf. Sagan segir og að smali hafi látist þar eftir áverka. Áður en hann lést óskaði hann þess að verða grafinn við götuna heim að bæ. Mun hann hafa verið grafinn „skammt innan við hliðið“. Yfir honum á að vera hella og á henni áletrun. Grjótgarðar eru þarna víða. Einnig hlið. Þó er eitt einstaklega áhugavert. Hlaðið hefur verið upp í garðinn, en innan hans er vatnsból. Við það lá gatan heim að bænum til forna. Á 20. öldinni komu menn frá Símanum, ómeðvitaðir um forsöguna, og grófu skurð um svæðið, umbyltu grjóti. Talið er að eitt grjótið hafi verið umræddur letursteinn. Sá, eða þeir, sem hafa séð eða vita af áletruninni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband.
2. Ofan við tóftir Brekku undir Stapanum (skammt frá Hólmabúðum) á að vera ártal höggvið í stein. Ártalið mun vera 1925. Sá, eða þeir, sem hafa séð áletrunina og vita hvar hún er, eru beðnir um að hafa samband.
3. FERLIR hefur leitað að fjárskjóli bóndans frá Hömrum við Húsatóftir. Hlaðið á að vera fyrir munna, sem er í tiltölulega litlu niðurfalli er horfir til suðurs. Staðsetning er sögð eiga að vera austan við Sundvörðuhraunið, nálægt Eldvörpum (ekki þó Útilegumannahellirinn (Brauðhellirinn)). Sú saga fylgir að Þorsteinn, bóndi á Hömrum, hafi reiðst við sýslumanninn á Tóftum vegna ágreinings um fjörubeit og flutt þá í skyndi og haldið sauðum sínum í umræddum helli. Sá, sem hefur séð eða veit hvar fjárskjólið er, er beðinn um að hafa samband.
4. Ásrétt er sögð hafa verið ofan eða nálægt Háaleiti ofan við Keflavík. Talsvert hefur verið raskað á svæðinu líkt og um gjörvallan Reykjanesbæ. Svo virðist sem verðmæti fortíðar hafi algerlega gleymst á þeim bænum í kapphlaupinu um nútímaþægindin. Vitað var af réttinni fyrir nokkrum árum. Sá, þeða þeir, sem gefa annað hvort sagt til hvar réttin er eða hvar hún var, eru beðnir um að hafa samband.
5. Ef einhver, eða einhverjir, vita hvar Bolafótsbrunnur í Ytri-Njarðvík er eða var, eru þeir hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hafa samband. Brunnurinn var nálægt bæ þeim er Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, bjó í um tíma. Þar er nú forgengileg skipasmíðastöð. Tóftum bæjarins hefur verið eytt. Spyrja má hvort samfélagið hefði ekki verið mun ríkara í dag ef leifum bæjar Hallgríms hefði verið hlíft þegar ákvörðun var tekin um athafnasvæði fyrir skipasmíðastöðina?
Netfangið er ferlir@ferlir.is. Hafið í huga að hinar minnstu vísbendingar geta auðveldlega leitt til ávinnings.
Skollanef – Skollahraun
Guðmundur Guðmundsson, fyrrum bóndi á Ísólfsskála, gat í örnefnalýsingu sinni um Skollanef í Slögu, austan Bólkvosa. Í þeim eru Stórusteinar. Sonur hans, Ísólfur, sagði og frá Skollahrauni sunnan þess sem og Kistu. Hraunið er hluti af Höfðahrauni, sem átti uppruna í Höfða og Moshólum á 12. öld. Aðrir hlutar þess eru Leggjarbrjótshraun og Katlahraun.
Í Skollahrauni eru hlaðnar refagildur, sem ekki er getið í fornleifaskráningu fyrir fyrirhugaðan Suðurstrandarveg um hraunasvæðin, líkt og svo margt annað.
Ætlunin var að ganga um hraunið millum nefnsins og Hraunsness og skoða hvort þar kynnu að leynast fleiri áður óþekktar mannvistarleifar.
Mosinn var frosinn og hraunin því auðvel yfirferðar. Skammt austan við Skollanef eru tvær vörður á brunahæð og neðan þess er klettur í hrauninu, nefndur Kista.
Í örnefnalýsingu Guðmundar Guðmundssonar frá Skála segir m.a.: „Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Niður af henni, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista.“
Þegar Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Skála, var spurður um svæðið svaraði hann: „Skollahraun er suður af því; þar var og er enn greni. En er vitað, hvers vegna Slaga er nefnd svo? Sv.: Nei.“
Í örnefnalýsingu Lofts Jónssonar fyrir Ísólfsskála segir: „Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur. Stór klettur er þar sem Hattur heitir en er skráður á kort Grettistak.
Austan við Bólið eru smálautir sem heita Bólkvosir. Lengra austur með Slögu að sunnan, ofan við skriður, er bergstallur sem heitir Hrafnshreiður. Stórusteinar er stórgrýti sem fallið hefur hæst úr Slögu. Þar innan við er Langakvos. Upp af Löngukvos er móklettur sem kallaður er Móklettur. Fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu.
Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista. Hvammur austan Skollanefs með stórum steinum er Innri-Stórusteinar. Austan og uppi á Slögu fyrir norðan Innri-Stórusteina eru sjö grastorfur sem heita Sláttutorfur.
Skálamælifell er austur af Slögu og skarðið þar á milli heitir Mælifellsskarð. Þar eru tvö vatnsstæði sem sjaldan þorna. Grasbrekkur austan Skálamælifells heita Fyrstabrekka, Önnurbrekka og Þriðjabrekka. Og síðan tekur við Bjallinn í Klifinu. Við endann á Bjallanum í Klifinu að austan er gjá og nær hún langleiðina suður á Vondanef.“
Vörðurnar Brandur og Bergur.
Í Skollahrauni hlóðu Bergur frá Skála og vinnumaður á bænum sitt hvora vörðuna um miðja 20. öld þegar þeir sátu þar yfir fé. Hafa vörðurnar síðan verið nefndar eftir hleðslumönnunum og nefndar Brandur (sú nyrðri) og Bergur. Í fornleifaskráningu fyrir svæðið eru vörðurnar taldar til fornleifa, sem er í sjálfu sér allt í lagi því þá ættu að verða minni líkur á að þær verði eyðilagðar – eða hvað?
Stórusteinar í Bólkvos voru flestir teknir þegar malarnám var stundað þar og notaðir í uppfyllingu í bryggjur í Járngerðarstaðarhverfi. Slaga hefur hins vegar gefið af sér nýja Stórusteina niður í Bólkvos, sem eflaust eiga eftir að verða fleiri er fram líða stundir.
Í Skollahrauni er fjölbreytt hraunalandslag. Hrauntröð liggur niður hraunið neðan við Skollanef.
Beggja vegna hennar eru sléttur. Enn neðar er Hraunsnes með sínum miklu hraundröngum og stórbrotnum jarðmyndunum. Neðarlega vestast í Skollahrauni má sjá leifar af sjávardranga, sem hraunið hefur umlukið á leið þess til sjávar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ísólfsskála.