Sú húsagerð sem landnámsmenn fluttu með sér til Íslands var óðum að víkja fyrir nýrri í þeirra gömlu heimabyggðum.

Torfbær.
Í Svíþjóð og Noregi voru svo kölluð stokkhús og bindingsverkshús óðum að ryðja sér til rúms en á Skotlandseyjum vann steinninn á. Þannig áttu Íslendingar eftir að skapa sér sína eigin húsagerð, torfbæinn, sem í raun átti sér ekki sinn líka í nágrannalöndunum en torfbærinn var í notkun hér á landi fram á 20. öld.
Elsta gerð híbýla hér á landi er svo kallað langhús, sem hafði einar eða tvennar dyr nærri gafli á framhlið. Á 11. öld stækkuðu húsin og urðu aðalhúsin þá þrjú; skáli eða eldhús, stofa og búr og var aðeins gengt úr skálanum í önnur hús. Gott dæmi um þennan stíl er Stöng í Þjórsárdal sem lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104. Stöng var grafin upp árið 1939 en í tilefni 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 var reistur þjóðveldisbær í Þjórsárdal, með Stöng sem fyrirmynd.

Torfbær frá 18. öld.
Talið er að á 14. öld hafi skálabæir farið að víkja fyrir gangabæjum en sú breyting mun hafa orðið til þess að skapa hlýindi. Einkenni gangabæja voru göngin sem lágu frá bæjardyrunum, venjulega á miðjum langvegg og gegnum húsin og voru göngin nokkurs konar aðalgangvegur. Gröf í Öræfum, sem fór í eyði í Öræfagosi árið 1362, er elsta heimildin um gangabæ. Gangabæir héldust að mestu óbreyttir til um 1900. Á síðari hluta 18. aldar varð til nýr stíll torfbæja, burstabærinn, sem hafði það einkenni að gaflar bæjarhúsanna sneru fram að hlaði.

Torfbær – sunnlenskur.
Torfbæirnir voru misjafnlega stórir en eins og í nú, fór stærð bæjanna eftir efnahag íbúanna. Þannig var torfbærinn að Skálholti í Biskupstungum um 1271 m² árið 1784 en í Litlagerði í Grýtubakkahreppi í S-Þingeyjarsýslu aðeins um 51 m² árið 1828. Hægt er að hugsa sér að bæirnir á ríkustu jörðunum hafi verið sannkallaðar hallir á íslenskan mælikvarða.
Óvíða eru aðstæður til rannsókna á byggingasögu verri en á Íslandi. Ástæðuna má rekja til þess að hið íslenska byggingaefni hefur staðist tímans tönn mun verr en í mörgum öðrum löndum. Aðalbyggingarefni torfbæjanna frá upphafi og fram á 20. öld var mold, torf og grjót að utan en timbur til innansmíðar.

Torfbær – Norðlenskur.
Fyrsta stigið við byggingu torfbæja var að hlaða veggi eða gera tóft. Grafa þurfti fyrir tóftinni en misjafnt virðist hafa verið hve djúpt var grafið. Þó segir í sumum heimildum að grafa eigi niður fyrir frost. Grjótið, sem notað var við að hlaða tóftina, var ótilhöggvið en efni þess og lag fór eftir nánasta umhverfi. Grjótið gat verið stórt eða smátt, grágrýti, blágrýti, hraungrýti eða sandsteinn, það gat verið slétt eða hrjúft, ólögulegt eða vel kanntað. Gott hleðslugrjót var góð eign enda var það notað aftur og aftur en torfbæirnir voru í raun í stöðugri enduruppbyggingu þar sem hver bær stóð ekki í lengi. Grjóthleðslan var undirstaða torfveggjanna sem hlaðnir voru ofan á. Torfveggjahleðsla var mun flóknari heldur en grjóthleðslan en bæði stein- og torfveggjahleðsla hefur lengi verið sérstakt fag hér á landi og var það falið mönnum sem kunnu til verka, einkum þó þegar byggja átti vönduð hús. Þó er líklegt að flestir laghentir karlmenn hafi kunnað veggjahleðslu.

Torfbær – klambra.
Moldin var í raun aðalbyggingarefnið, hvort heldur um var að ræða torf- eða steinveggi. Moldinni var troðið þétt milli steins og torfs og gegndi því bæði hlutverki sem burðarás og einangrunarefni.
Torfið, sem notað var við bygginguna, var venjulega rist á vorin áður en grasið byrjaði að gróa á ný. Grasið var þá venjulega blautt í sér og því þurfti að þurrka torfið. Verkfærin, sem notuð voru við torfristuna, voru svokallaður torfljár og páll sem var eins konar skófla.

Torfbær – strengur.
Þegar búið var að hlaða tóftina var hafist handa við að smíða grindina, sem m.a. hélt uppi þakinu. Í raun má segja að íslensk torfhús, einkum þau sem heldra fólk bjó í, hafi verið timburhús að innan en torfhús að utan. Líklegt er að meginhluti efnisins í innansmíðina hafi framan af öldum verið rekaviður. Þó eru til heimildir um að menn hafi snemma keypt timbur frá Noregi og er líklegt að viður hafi verið fluttur inn til Íslands í einhverju mæli allar miðaldir og á einokunartímanum 1602-1787. Þrátt fyrir þennan timburinnflutning til landsins hefur skortur á viði til húsagerðar sett varanlegan svip á íslenska torfbæinn. Væntanlega hefur verið notað mismikið timbur í húsbyggingar eftir efnahag húsbyggjenda og eftir tímum. Þannig hafa menn stundum séð þjóðveldisöldina (930-1264) sem eins konar gullöld Íslendinga. Gott dæmi um það er Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal, sem áður er getið, en þar er vel viðað og hátt til lofts en bent hefur verið á að ólíklegt sé að í Þjórsárdal, sem liggur 70 km frá sjó, hafi verið kleift að byggja svo vel viðaðan bæ á 11. öld.

Gluggi á torfbæ.
Á eftir grindarsmíðinni var hafist handa við þakgerðina. Yst var grastorf, því næst mold, þá þurrtorf og að lokum hella eða hrís sem var innsta lagið. Helluþökin voru að vonum mjög þung og því þurfti meira timbur en ella í grindina en þau höfðu þann kost að þau láku ekki. Í mörgum tóftum hafa fundist leifar helluþaka en lítið hefur fundist af leifum hrísþaka enda eyðast þau með tímanum. Gluggar voru á þekjunni til þess að hleypa inn birtu en gluggar voru m.a. gerðir úr líknarbelgjum húsdýra, eða fósturhimnum. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá um 1750 segir að þær séu „svo tærar og gegnsæjar, að menn fá ekki séð úr nokkurri fjarlægð mun á þeim og loftinu.“
Gólfin í torfbæjunum voru moldargólf blönduð kolasalla en hellur voru þó yfirleitt lagðar í anddyri og á hlaði.

Torfbær.
Helstu vistarverur fólks voru þiljaðar en þegar líða tók á aldirnar virðist sem það hafi dottið upp fyrir, kannski vegna timburskorts. Líklegt er að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi veggir verið þiljaðir og á síðustu árum baðstofunnar á 19. og 20. öld.
Torfhúsin voru ekki endingargóð og voru því í stöðugri enduruppbyggingu. Svo virðist sem menn hafi verið misjafnlega færir í húsasmíðinni eftir landshlutum ef marka má Ferðabók Eggerts og Bjarna en þar segir m.a. að þó svo að Strandamenn séu góðir trésmiðir „þá eru þeir harla lélegir húsasmiðir, því að naumlega munu nokkurs staðar jafnilla hýstir bæir og á Ströndum, einkum norðan Trékyllisvíkur“.

Torfbær.
Um verkfæri íslenskra smiða fram á 19. öld er lítið vitað en líklegt er að þau hafi verið svipuð og frænda okkar Norðmanna. Algengasta verkfæri smiða hefur verið öxin sem notuð var við frumvinnslu timbursins. Þá hafa svo kallaðar sköfur og skeflar verið algengir en þeir voru eins konar undanfarar hefilsins. Smiðirnir notuðu bora sem þeir kölluðu nafra. Borinn hefur verið mikilvægt áhald hér á landi þar sem trénaglar voru notaðir fram á 17. öld en járnnaglar urðu ekki algengir fyrr en á 18. öld. Elsta heimild um notkun sagar hér á landi er frá 1470 en ekki er vitað hvenær hún kom til landsins. Þannig eru til heimildir um að þegar Brynjólfskirkja var reist um 1650 hafi stórviðarsög verið notuð við að saga viðinn í hana.
http://www.idan.is

Torfbær í Reykjavík.
Borgarhraunsborg – Borgarhraunsrétt – Kastið
Ætlunin var að ganga um Borgarhraun og upp á Kastið og skoða þar brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar þann 3. maí árið 1943.
Kapellutóft austan við Hraun.
Á leiðinni þangað var komið við í kapellunni á Hraunssandi ofan við Hrólfsvík. Brak og drasl er yfir tóftunum, en við þær stendur einmana staur með merki Þjóðminjasafnisins, sem segir að þarna séu friðlýstar fornminjar einhvers staðar undir. Sá, sem myndi reyna að fá því framgegnt að minjar þessar yrðu gerðar sýnilegar vegfarendum um eina fallegustu þjóðleið landsins, fengi gott klapp á bakið frá FERLIR og eflaust mörgum fleirum. Undir sandhrúgunni eru minjar kapellu frá kaþólskum sið. Dr. Kristján Eldjárn og fleiri grófu í tóftina á sínum tíma, fundu þar margt hluta, en mokuðu síðan yfir hana aftur. Kristján skrifaði merka ritgerð um uppgröftinn og síðan aðra ári seinna þar sem hann var orðinn nokkuð sannfærður um að þarna hefði verið um forna kapellu að ræða. Árið 1602 fórst Skálholtssúðin í Hrólfsvíkinni og margt ungra manna frá Skálholti með henni. Talið er að þeir séu grafnir í Kapelluláginni neðan við kapelluna. Þessum stað þarf að sýna meiri sóma, en verið hefur hingað til. Járnarusl er þarna um allt og lítil virðing sýnd því sem sandurinn hefur að geyma. Sagt er að sá sé vitur sem gerir sér grein fyrir hversu lítið hann veit í raun og veru. En sá, sem gerir sér grein fyrir með vissu hvað hið ósýnilega hylur, er ríkur. Grindvíkingar geta því, skv. þeim mælikvarða, talist mun ríkari en þeir gera sér grein fyrir.
Hrólfsvík.
Í Hrólfsvíkinni er hægt að finna fallegt djúpberg á kafla og skammt austar er stórbrotið útsýni yfir Ægissand og Festisfjall.
Komið var við í Móklettum og skoðað ártal þar á landamerkjum Hrauns og Ísólfsskála. Frá merki þessu er sagt frá í örnefnaskrám, en fáir munu vita hvar það er í klettunum. Við Mókletta gerðust atburðir, sem Dagbjartur Einarsson kann einn að segja frá.
Haldið var framhjá Hatti (sem sumir kalla Grettistak) og að Drykkjarsteini. Allar skálar hans voru tómar að þessu sinni, sem verður að teljast til tíðinda því menn stóluðu jafnan á vatn á þessum stað á löngum ferðum sínum milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Vatnsskorturinn er talinn merki um mikið hlýindasumar.
Borgarhraunsrétt.
Gengið var að Borgarhraunsrétt með viðkomu í Viðeyjarborg, forni fjárborg. Gamla gatan að Siglubergshálsi liggur vestan við Drykkjarsteinsdal. Borgin er allstór og gróið er í henni og í kringum hana. Hún er utan í hól og hallar til suðausturs. Í henni hefur verið hlaðin kví eða kró. Í borginni austanverðri má sjá hversu þykkir veggir hennar hafa verið, eða faðmur. Þarna hefur verið mikið mannvirki á meðan var. Talið er að borg þessi hafi verið frá Viðeyjarklaustri, sem hafði fé á þessum slóðum líkt og t.d. í Borgarkoti á Vatnsleysuströnd og víðar.
Viðeyjarborg (Borgin).
Þegar gengið var áleiðis norður upp á hæðina norðan borgarinnar gerðist kjói allnærgöngull. Gengið var yfir að Borgarhraunsrétt, en hún er fallega hlaðin undir háum apalhraunbakka. Norðan hennar er hlaðið lítið skjól. Í rauninni hefur réttin oft verið nefnd Ísólfsskálarétt, en staðkunnugir hafa viljað halda sig við fyrrnefnda nafnið.
Sandakravegur.
Gengið var áfram til norðurs, áleiðis að Einbúa. Sunnan hans er áberandi gata, greinilega mjög forn. Kastað hefur verið úr götunni á kafla. Sunnan hennar hefur verið hlaðið gerði og má enn sjá merki þess. Norðan gerðisins er hlaðið skjól, einnig greinilega mjög gamalt. Þarna gæti verið um að ræða hluta götu er kom upp frá Mosadal, um Fagradal og áfram áleiðis að Ísólfsskála, svonefndan Sandakraveg, sem lengi hefur verið merktur inn á landabréf sem slíkur. Ummerki eftir götuna má m.a. sjá í hrauninu sunnan við Kastið. Þar liðast hún um mosahraunið á kafla. Greinilegt var að þessi leið hefur ekki verið farin lengi. Selskál er undir hlíðum Fagradalsfjalls, en í henni er ekki að sjá nein ummerki eftir selstöðu. Í Skálinni má vel sjá hversu landrofið hefur orðið mikið frá því að svæðið var svo til allt gróið svo til upp á fjallskraga – einstaka rofabarð á stangli.
Brak í Kastinu.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar nefndrar flugvélar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews, sem Andrewsbíó o.fl. hefur verið nefnt eftir á Keflavíkurflugvelli. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Ljósmynd var tekin á vettvangi skömmu eftir slysið. Um var að ræða B-24 sprengjuvél.
Sel við Selskál.
Gengið var niður Kastið að sunnanverðu og að skotbyrgi refaskyttu suðvestan við Einbúa. Þaðan mun skyttan hafa haft gott útsýni með hraunkantinum og hraunbreiðunni vestan þess. Skammt sunnar er forn stekkur. Þrátt fyrir leit fundust ekki að þessu sinni nein önnur ummerki eftir selsstöðu á þessum stað, en hraunbakkinn er þarna mjög hár og vel gróinn. Ef um mjög gamla selstöðu hefur verið að ræða gæti reynst erfitt að finna önnur ummerki, en þó er það ekki útilokað. FERLIR hefur leitað þarna þrisvar sinnum áður, en ekki fundið.
Óvenju mikið var um brönugras í grasbollunum ásamt öðrum blómagróðri. Svo virðist sem hann sé að koma upp í auknum mæli á þessu svæði eftir að ágangur búfjár varð ekki eins mikil og áður var (með fullri virðingu fyrir sauðkindinni). Brönugras er stundum nefnt Hjónagras, elskugras, Friggjargas, graðrót og vinargras. Í Hálfdánarsögu Brönufóstra er sagt frá því að tröllkonan Brana gaf fóstra sínum grösin til að vekja ástir konungsdóttur og er nafnið brönugras dregið af því.
Kjói.
Þegar komið var aftur að kjóanum lét hann öllum illum látum. Mátti varla á milli sjá hvor hefði betur, jói eða kjói. Veittist hann að göngufólki, settist og reyndi að vekja athygli þess með ýmsu móti, en allt kom fyrir ekki. Árvökul og þjálfuð augu FERLIRsfélaga komu fljótlega auga á kjóaegg þarna á grasi vöxnum mosabakka. Fljótlega komu fleiri kjóar þar að. Sást vel munurinn á kven- og karlfuglinum (kvenfuglinn ljósari á bringuna).
Gengið var yfir tiltölulega slétt hraunið að upphafsstað.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 3 klst og 12 mín.
Á slysavettvangi í Kastinu.
Brennisteinn
Brennisteinn var fluttur út frá Íslandi allt frá 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun.
Krýsuvík – tóftir brennisteinsnámsins í Hveradal.
Bændur áttu brennisteinsnámurnar og unnu í þeim en vinnslan fór þó aðeins fram hluta af ári þar sem vinnuaflið var bundið við landbúnaðarstörf mikinn hluta ársins og hefur það væntanlega komið í veg fyrir að hægt væri að gera brennisteinsvinnslu að arðvænlegum iðnaði. Því varð brennisteinsvinnsla aðeins hliðarbúgrein bænda.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var að nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol.
Brennisteinsvinnslan í Seltúni á 19. öld.
Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld. Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279. Mest er af brennisteini á norðausturhluta og suðvesturhluta landsins og er þar að finna stærstu námurnar, t.d. í Reykjahlíð í Mývatnssveit á Norðausturlandi en í Krýsuvík á Suðvesturlandi. Fyrr á öldum voru heimildir um brennisteinsmagn hér á landi mjög misvísandi. Til dæmis segir í ferðasögu erlends ferðalangs að „nægtir séu svo miklar (af brennisteini), að það land eitt (Ísland) gæti gert allan heiminn birgan af brennisteini.“
Tóftin í Námuhvammi oafn við brennisteinsnámurnar.
Í því landbúnaðarsamfélagi, sem var á Íslandi á fyrri öldum, sáu bændur um að vinna brennistein enda engin önnur stétt sem gat unnið þau störf þar sem mestallt vinnuaflið var bundið í sveitum landsins. Því var upptaka brennisteins venjulega í júnímánuði, eða frá þeim tíma sem hestarnir voru búnir að jafna sig eftir veturinn þangað til heyannir byrjuðu. Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:
Námur í Brennisteinsfjöllum – bræðsluofn.
„Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.“
Brennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krýsuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krýsuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.
Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði.
Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.
Verslun með brennistein gat verið arðbær en svo virðist sem bæði kirkju- og konungsvald hafi áttað sig á þessu snemma enda reyndu þau mikið til að afla sér einkaréttar á verslun með brennistein. Landið varð snemma frægt fyrir þetta gula efni en í tilraunum Danakonunga fyrr á öldum til þess að veðsetja landið var talinn mikill kostur að landið væri ríkt af brennisteini.
Tóft ofan Kristjánsdala í leið námumanna.
Árið 1560 náði konungur undir sig brennisteinsversluninni en hagnaður hans af þeirri verslun fyrsta árið var nokkur. Hagnaðurinn fór síðan minnkandi og mátti m.a. kenna um lágu verði á brennisteini erlendis. Á fyrri hluta 18. aldar lifnaði þó aftur yfir brennisteinsversluninni en árið 1852 var ákveðið að hvíla brennisteinsnámurnar þar sem búið var að fara illa með þær og vinna í þeim í langan tíma en brennisteinninn hafði í raun ekki fengið að endurnýja sig. Undir lok 19. aldar var nokkur brennisteinsvinnsla í Krísuvík. Árið 1951 gerði Íslenska brennisteinsvinnslan hf. tilraun til brennisteinsvinnslu í námum í Suður-Þingeyjarsýslu en sú starfsemi gaf fljótt upp öndina.
Sjá meira undir Fróðleikur.
www.idan.is
Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.
Húsagerð (torfbærinn)
Torfbær.
Í Svíþjóð og Noregi voru svo kölluð stokkhús og bindingsverkshús óðum að ryðja sér til rúms en á Skotlandseyjum vann steinninn á. Þannig áttu Íslendingar eftir að skapa sér sína eigin húsagerð, torfbæinn, sem í raun átti sér ekki sinn líka í nágrannalöndunum en torfbærinn var í notkun hér á landi fram á 20. öld.
Elsta gerð híbýla hér á landi er svo kallað langhús, sem hafði einar eða tvennar dyr nærri gafli á framhlið. Á 11. öld stækkuðu húsin og urðu aðalhúsin þá þrjú; skáli eða eldhús, stofa og búr og var aðeins gengt úr skálanum í önnur hús. Gott dæmi um þennan stíl er Stöng í Þjórsárdal sem lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104. Stöng var grafin upp árið 1939 en í tilefni 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 var reistur þjóðveldisbær í Þjórsárdal, með Stöng sem fyrirmynd.
Torfbær frá 18. öld.
Talið er að á 14. öld hafi skálabæir farið að víkja fyrir gangabæjum en sú breyting mun hafa orðið til þess að skapa hlýindi. Einkenni gangabæja voru göngin sem lágu frá bæjardyrunum, venjulega á miðjum langvegg og gegnum húsin og voru göngin nokkurs konar aðalgangvegur. Gröf í Öræfum, sem fór í eyði í Öræfagosi árið 1362, er elsta heimildin um gangabæ. Gangabæir héldust að mestu óbreyttir til um 1900. Á síðari hluta 18. aldar varð til nýr stíll torfbæja, burstabærinn, sem hafði það einkenni að gaflar bæjarhúsanna sneru fram að hlaði.
Torfbær – sunnlenskur.
Torfbæirnir voru misjafnlega stórir en eins og í nú, fór stærð bæjanna eftir efnahag íbúanna. Þannig var torfbærinn að Skálholti í Biskupstungum um 1271 m² árið 1784 en í Litlagerði í Grýtubakkahreppi í S-Þingeyjarsýslu aðeins um 51 m² árið 1828. Hægt er að hugsa sér að bæirnir á ríkustu jörðunum hafi verið sannkallaðar hallir á íslenskan mælikvarða.
Óvíða eru aðstæður til rannsókna á byggingasögu verri en á Íslandi. Ástæðuna má rekja til þess að hið íslenska byggingaefni hefur staðist tímans tönn mun verr en í mörgum öðrum löndum. Aðalbyggingarefni torfbæjanna frá upphafi og fram á 20. öld var mold, torf og grjót að utan en timbur til innansmíðar.
Torfbær – Norðlenskur.
Fyrsta stigið við byggingu torfbæja var að hlaða veggi eða gera tóft. Grafa þurfti fyrir tóftinni en misjafnt virðist hafa verið hve djúpt var grafið. Þó segir í sumum heimildum að grafa eigi niður fyrir frost. Grjótið, sem notað var við að hlaða tóftina, var ótilhöggvið en efni þess og lag fór eftir nánasta umhverfi. Grjótið gat verið stórt eða smátt, grágrýti, blágrýti, hraungrýti eða sandsteinn, það gat verið slétt eða hrjúft, ólögulegt eða vel kanntað. Gott hleðslugrjót var góð eign enda var það notað aftur og aftur en torfbæirnir voru í raun í stöðugri enduruppbyggingu þar sem hver bær stóð ekki í lengi. Grjóthleðslan var undirstaða torfveggjanna sem hlaðnir voru ofan á. Torfveggjahleðsla var mun flóknari heldur en grjóthleðslan en bæði stein- og torfveggjahleðsla hefur lengi verið sérstakt fag hér á landi og var það falið mönnum sem kunnu til verka, einkum þó þegar byggja átti vönduð hús. Þó er líklegt að flestir laghentir karlmenn hafi kunnað veggjahleðslu.
Torfbær – klambra.
Moldin var í raun aðalbyggingarefnið, hvort heldur um var að ræða torf- eða steinveggi. Moldinni var troðið þétt milli steins og torfs og gegndi því bæði hlutverki sem burðarás og einangrunarefni.
Torfið, sem notað var við bygginguna, var venjulega rist á vorin áður en grasið byrjaði að gróa á ný. Grasið var þá venjulega blautt í sér og því þurfti að þurrka torfið. Verkfærin, sem notuð voru við torfristuna, voru svokallaður torfljár og páll sem var eins konar skófla.
Torfbær – strengur.
Þegar búið var að hlaða tóftina var hafist handa við að smíða grindina, sem m.a. hélt uppi þakinu. Í raun má segja að íslensk torfhús, einkum þau sem heldra fólk bjó í, hafi verið timburhús að innan en torfhús að utan. Líklegt er að meginhluti efnisins í innansmíðina hafi framan af öldum verið rekaviður. Þó eru til heimildir um að menn hafi snemma keypt timbur frá Noregi og er líklegt að viður hafi verið fluttur inn til Íslands í einhverju mæli allar miðaldir og á einokunartímanum 1602-1787. Þrátt fyrir þennan timburinnflutning til landsins hefur skortur á viði til húsagerðar sett varanlegan svip á íslenska torfbæinn. Væntanlega hefur verið notað mismikið timbur í húsbyggingar eftir efnahag húsbyggjenda og eftir tímum. Þannig hafa menn stundum séð þjóðveldisöldina (930-1264) sem eins konar gullöld Íslendinga. Gott dæmi um það er Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal, sem áður er getið, en þar er vel viðað og hátt til lofts en bent hefur verið á að ólíklegt sé að í Þjórsárdal, sem liggur 70 km frá sjó, hafi verið kleift að byggja svo vel viðaðan bæ á 11. öld.
Gluggi á torfbæ.
Á eftir grindarsmíðinni var hafist handa við þakgerðina. Yst var grastorf, því næst mold, þá þurrtorf og að lokum hella eða hrís sem var innsta lagið. Helluþökin voru að vonum mjög þung og því þurfti meira timbur en ella í grindina en þau höfðu þann kost að þau láku ekki. Í mörgum tóftum hafa fundist leifar helluþaka en lítið hefur fundist af leifum hrísþaka enda eyðast þau með tímanum. Gluggar voru á þekjunni til þess að hleypa inn birtu en gluggar voru m.a. gerðir úr líknarbelgjum húsdýra, eða fósturhimnum. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá um 1750 segir að þær séu „svo tærar og gegnsæjar, að menn fá ekki séð úr nokkurri fjarlægð mun á þeim og loftinu.“
Gólfin í torfbæjunum voru moldargólf blönduð kolasalla en hellur voru þó yfirleitt lagðar í anddyri og á hlaði.
Torfbær.
Helstu vistarverur fólks voru þiljaðar en þegar líða tók á aldirnar virðist sem það hafi dottið upp fyrir, kannski vegna timburskorts. Líklegt er að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi veggir verið þiljaðir og á síðustu árum baðstofunnar á 19. og 20. öld.
Torfhúsin voru ekki endingargóð og voru því í stöðugri enduruppbyggingu. Svo virðist sem menn hafi verið misjafnlega færir í húsasmíðinni eftir landshlutum ef marka má Ferðabók Eggerts og Bjarna en þar segir m.a. að þó svo að Strandamenn séu góðir trésmiðir „þá eru þeir harla lélegir húsasmiðir, því að naumlega munu nokkurs staðar jafnilla hýstir bæir og á Ströndum, einkum norðan Trékyllisvíkur“.
Torfbær.
Um verkfæri íslenskra smiða fram á 19. öld er lítið vitað en líklegt er að þau hafi verið svipuð og frænda okkar Norðmanna. Algengasta verkfæri smiða hefur verið öxin sem notuð var við frumvinnslu timbursins. Þá hafa svo kallaðar sköfur og skeflar verið algengir en þeir voru eins konar undanfarar hefilsins. Smiðirnir notuðu bora sem þeir kölluðu nafra. Borinn hefur verið mikilvægt áhald hér á landi þar sem trénaglar voru notaðir fram á 17. öld en járnnaglar urðu ekki algengir fyrr en á 18. öld. Elsta heimild um notkun sagar hér á landi er frá 1470 en ekki er vitað hvenær hún kom til landsins. Þannig eru til heimildir um að þegar Brynjólfskirkja var reist um 1650 hafi stórviðarsög verið notuð við að saga viðinn í hana.
http://www.idan.is
Torfbær í Reykjavík.
Staður – Staðarmalir – Staðarberg
Þegar ekið var til Grindavíkur skein sólin skemmtilega á Þorbjarnarfell. Mátti þá vel sjá hvernig misgengið liggur þvert í gegnum fellið hvernig toppur þess hefur sigið með því niður á milli gjárbarmanna.
Staðarvör.
Gengið var niður að Staðarvör við Staðarklöpp í Arfadalsvík. Innan hennar er flórað gólf í fjöruborðinu Utan við klöppina er festikengur á tanga (Vatnstanga). Ekki var nægilega lágsjávað að þessu sinni til að sjá hann. Haldið var framhjá Kasalóni, gengið með fjörunni og yfir á Gerðistanga. Ofar lágu kollur grafkyrrar á hreiðrum sínum. Ofar mátti slá leifar gamallar réttar á hól.
Á Gerðistanga voru skoðaðar heillegar tóftir Stóra-Gerðis, garðar heimtröðin og brunnurinn. Áður fyrr voru miklir hlaðnir garðar í Staðarhverfi, en þegar bryggjan var byggð í Hópinu var komíð á vörubílum og grjótið úr görðunum, réttinni og öðru, sem hlaðið var, sótt í höfnina. Nú má einungis sjá þarna búta úr görðunum.
Stóra-Gerði í Staðarhverfi.
Utar á kambinum eru tóftir Litla-Gerðis og síðan Kvíadalur enn utar. Neðan hans er Staðarbótin. Með henni vestanverðri eru Malarendar. Innan þeirra eru tjarnir. Þýski togarinn Schluttup kom upp á Malarenda í ársbyrjun 1924. Sagan segir að fólkið í Móakoti og fleira fólk hafi verið að spila um þokukennt kvöldið þegar einhver hafi haft á orði að gott væri nú að fá svo sem eitt strand þarna fyrir utan. Um morguninn stóð togari í heilu lagi uppi á Mölunum fyrir neðan bæinn. Hafði honum verið siglt upp í fjöruna um nóttina. Varð að reisa planka með síðu hans til að ná skipstjóranum frá borði því feitari gerðust þeir varla í þá daga.
Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.
Ofan við Malarenda er gömul fjárhústóft. Í hana voru þeir, sem fórust í strandi Önnu frá Tofte, lagðir. Þessi færeyski kútter kom upp við Bergsendasker, sem er við austurenda Staðarbergs, þann 4. apríl 1924. Fimmtán eða sextán fórust þá, flestir ungir menn úr sömu fjölskyldum frá litlu þorpi í Færeyjum. Þeir voru síðan jarðsettir í kirkjugarðinum í Reykjavík. Tóftin sést enn niður við Endana.
Sléttlent og grösugt er ofan við Staðarmalir. Þar mátti sjá móta fyrir gömlum görðum á tveimur klapparhólum og svo virðist sem gerði hafi verið í lægðinni milli hólanna. Vestan þeirra er nokkuð stór aflöng tóft. Svo er á sjá sem hlaða hafi verið í vesturendanum á henni. Hluti skipsskrokks var upp á Staðarmölum sem og ýmislegt brotakyns. Ofan þeirra mátti t.d. sjá hvalbein og ýmislegt annað forvitnilegt.
Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.
Þegar komið var út á Bergsenda mátti sá Bergsendaskerið þar utan við. Ræningjasker er nokkru austar. Klappirnar á Berghrauni eru þarna vel sléttar og þarna er ákaflega fallegt í góðu veðri, eins og nú, en eflaust getur þarna verið skaðvænlegt líkt og verið hefur þegar kútterinn Anna rak þar upp í bergið. Gengið var eftir Staðarberginu. Það er nokkuð slétt að ofan og útsýni af því eftir berginu er fagurt. Litadýrðin er mikil og margt ber fyrir augu. Önd lá t.d. grafkyrr á hreiðri sínu uppi á svörtu bjarginu. Áð var á einni syllunni þar sem lítill gatklettur var undir, en víða eru básar og rásir inn í bergið þar sem hraunrásir hafa legið áður með mýkra bergi í.
Staðarberg.
Ofan við bergið má sjá lagskiptingu nokkurra hrauna, en meginhraunin eru frá Sandfellshæðargígnum og Eldvörpum. Skammt vestar eru Víkur. Skammt ofan við þær má m.a. sjá litla gíga, sem virðast hvorki vera gervigígar né sprengigígar. Helst er að sjá að lítið gos hafi orðið þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði eða í samhengi við annað fjær.Sumstaðar mótar fyrir hraunæðum og öðrum skemmtilegum jarðfræðilegum fyrirbærum.
Skoðuð var hlaðin refagildra í Básum ofan við Víkur, en hún er með þeim heillegri á Reykjanesi.
Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík.
Gamli vegurinn úr á Reykjanes liggur þarna skammt ofar, svo til nakinn á sléttu helluhrauninu. Sennilega hefur þetta upphaflega verið vegurinn, sem lagður var út að vitanum árið 1918, en síðan hefur verið farið í far vegarins og hann endurbættur. Veginum var fylgt til baka yfir á nýja veginn. Komið var við á hól norðan vegarins, en á honum eru þrjár vörður. Virðast tvær þeirra nýlegri, en sú stærsta gæti hafa verið nota sem mið af annarri vörðu, eða vörðum, sunnar. Gengið var yfir Grænubergsgjá, en í botni hennar er tandurhreint ferskvatn. Austanhennar er hóll, sem Tyrkjavarðan stendur á. Af fæti vörðunnar að dæma hefur hún verið allmyndarleg á meðan var. Þau álög hvíla á vörðunni að Staðarhverfi sé óhætt á meðan hún stendur. Kríuhreiðrum var raðað í móann umhverfis vörðuna.
Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.
Loks var staldrað við Staðarbrunninn vestan við kirkjugarðinn. Brunnurinn var hlaðinn árið 1914 og nú, níutíu árum síðar, er hann að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Verið er að gera brunninn upp til ánægju, fróðleiks og yndisauka fyrir aðkomandi vegfarendur. Ekki væri úr vegi, einhvern tímann í framtíðinni, að kíkja inn í hólinn sunnan við brunninn. Í honum á að vera gamall bær, Krukka, sem sandfok lagði í eyði, sennilega á 16. eða 17. öld. Ekki er ósennilegt að minjar kunni að leynast í öðrum hólum við Hundadalinn (í túninu).
Líkt og staðendurnar er lágu á hreiðrum sínum ofan við Staðarvörina lágu frænkur þeirra, syrgjendurnar, á hreiðrum sínum í kirkjugarðinum á Stað. Friður og ró ríkti á svæðinu.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 4 klst. og 4 mín.
Refagildra í Básum.
Eldvörp – útilegumannahellir – gat
Haldið var í Eldvörp.
Eldvörp.
Þegar þangað var komið var dregin upp loftmynd af svæðinu og farið vandlega yfir hana. Forvitnileg göt var að sjá við einn gíganna í suðri. Áður en lagt var af stað var komið við í Brauðhellinum og skoðaðar hleðslurnar. Hitaveita Suðurnesja hafa gengið snyrtilega frá umhverfi opsins, en þegar framkvæmdir stóðu sem hæst hafði verið gengið óþarflega nærri skútanum. Þá voru skoðaðar hleðslur nokkuð austar við Brauðstíginn. Annað hvort hafa þær verið í tenglsum við fjárhald á svæðinu (hugsanlega útilegumanna) eða refaveiðar (stýringu lágfótu frá hraunbrún, sem þarna er).
Jarðlægur einir er eitt af sérkennum Reykjanessins. Nóg er af honum í Eldvörpum. Einnig tófugras í hraunæðum og jarðföllum.
Eldvörp.
Klepragíganir mynda svo til beina röð til suðvesturs og eru þeir hverjir öðrum stórbrotnari og fegurri. Þegar stigið er niður í hraunið undir gígunum brotnar það undan fótum, sem sýnir hversu lítið hefur verið farið um svæðið. Að mörgu leyti er það bæði ósnortið og óskoðað. Fallegar hraunæðar eru þarna víða sem og djúp jarðföll. Farið var ofan í nokkur þeirra, en rásirnar voru frekar stuttar. Þó mætti fara lengra ef skriðmönnum væri ekki annt um brækurnar sínar því hraunið í botnrásunum er víða allhrjúft.
Við leit fundust nokkrar rásir yfir 20 metra langar. Og þá gerðist það allt í einu sem svo oft fyrr; lítið gat, hleðsla, rásir upp og niður og inni voru greinilegar mannvistaleifar.
Mannvistarleifar í helli í Eldvörpum.
Þarna hafði enginn stigið fæti í alllangan tíma. Mosinn á gólfinu var óhreyfður með öllu. Í efri rásinni var steinum raðað skipulega eins og þar hafi verið mynduð tvö fleti. Sjálf rásin var mjög aðgengileg og náði upp hraunið um 15 metra. Hliðarrás er í henni, en hún var ekki skoðuð að þessu sinni. Falleg rás. Niðri var góð hraunbóla og inni í henni hleðslur. Hlaðið hafði verið fyrir op og framan við það var skeifulaga hleðsla. Bólan var um 6 metrar þannig að þessi rás er yfir 20 metrar. Teknir voru gps-punktar. Ummerki í þessum helli er svipuð og í Brauðhellinum. Hraunhellurnar voru ekki úr hellinum sjálfum. Þær höfðu greinilegar verið færðar þangað og raðað upp í einhverjum tilgangi. Eflaust mætti finna fleiri mannvistarleifar á þessu svæði ef vel væri að gáð og hugsanlega komast að því til hvers og hvenær það var notað. Enn ein skrautfjöðurin í hatt Grindvíkinga og enn einn útivistarskoðunarmöguleikinn á Reykjanesskaganum.
Mannvistarleifar í skúta.
Haldið var í efri Eldvörpin, nú með 8 metra langan stiga meðferðis. Burnirót í mosa og fallegar hraunæðar á leiðinni. Hraunið molnaði undan fæti.
Þegar komið var á staðinn reyndist stiginn því miður of stuttur í annan endann. Þegar dýpið á niðurfallinu var mælt reyndist það vera yfir 5 faðmar. Niðri er rás og hellir. Skessuhár (usne subfloridana – ísl. flétta) óx á börmum. Fléttan er ljósgræn og léku sólargeislarnir við hana á annars dökkum kleprunum.
Farið var niður fyrir gatið og stiganum stungið niður í annað uppsstreymi þar með von um að hægt væri að komast þaðan inn í það efra. Þegar niður var komið reyndist þar vera djúp gjá í rásinni og lá hún inn undir gígana. Sá sem færi þarna niður þyrfti að hafa band um sig til að týnast ekki. Ákveðið var að staldra við og freysta þess að semja við BYKO eða Húsasmiðjuna um að kosta næstu ferð með stiga á þeirra kostnað, a.m.k. 12 metra langan. Forvitnilegt væri að sjá hvað undirniðrið hefur upp á að bjóða. Teknir voru gps-punktar.
Eldvörp – undirniðrið skoðað.
Gengið var niður sólbakaðan grámosann (gamburmosann). Þurfti þá einn leiðangursmanna endilega að stíga ofan á einu burnirótana sem náð hafði festu á svæðinu. Honum var fyrirgefið því stiginn, sem burðast var með, hafði byrgt útsýnið. Mikilvægt er að gefa gróðrinum á svæðinu þá möguleika, sem hann á skilið eftir harðbýlið og baráttuna við náttúruöflin.
Á bakaleiðinni var komið við í vegavinnubúðunum á Gíghæð og þau skoðuð enn einu sinni. Ætunin var að kíkja ofan í Dolluna, en annars nýtilkominn stiginn hafði verið fjarlægður úr henni. Ekki tók því að setja þarna niður hinn 8 metra langa stiga úr því sem komið var.
Vegavinnubúðirnar á Gíghæð eru sennilega frá því um 1916, en byrjað var á Grindavíkurveginum 1913 og þá á Stapa. Sjá má ummerki eftir vegavinnumennina á u.þ.b. 500 metra millibili frá gatnamótunum.
Vegavinnubúðir á Gíghæð.
Njarðvíkursel við Seltjörn (Selvatn) hefur að öllum líkindum verið nýtt fyrir vegagerðamennina – sjá má götu og búðir skammt sunnar, skammt vestan við Hestshelli má sjá hús sem og á Gíghæð. Sunnan hæðarinnar er stígur og hús nálægt honum. Síðustu búðirnar 1918 voru við Hesthúsbrekkuna skammt fyrir ofan Grindavík. Skemmtileg og heilleg mannvirki um ákveðið verklag og mikilvægur þáttur í samgöngusögunni, sem ástæða er til að varðveita.
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 2 klst og 12 mín.
Sjá meira um Eldvörp HÉR, HÉR og HÉR, HÉR, HÉR og einkum HÉR. Auk þess HÉR og HÉR.
Eldvörp – útilegumannahellir.
Eldvörp – Sundvörðuhraun – byrgi
Haldið var í Eldvörp og staðnæmst á svæðinu við borholuna. Sæmilegur vegur er þangað með heitavatnspípunni um Illahraun. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.
Eitt byrgjanna í Sundvörðurhrauni.
Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Gengið var suður fyrir Eldvörpin, inn á svonefndan Brauðstíg. Þar er hlaðinn garður utan í hraunhrygg. Vestan hans er hverasvæði. Eftir tiltölulega stutta göngu í gegnum úfið Sundvörðuhraunið var komið niður á slétt mosavaxið apalhraun. Beygt var út af stígnum til vinstri og var þá komið inn í krika í skjóli hins háa apalhrauns. Í krikanum og upp á hraunöxlinni að sunnanverðu eru um tugur hlaðinna byrgja. Þau fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883. Gerður var uppdráttur af svæðinu.
Byrgin í Sundvörðurhrauni.
Sumir segja að byrgi þessi hafi verið aðsetur útilegumanna, en aðrir segja að í þeim hafi fólk dulist um sinn eftir að Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627. Byrgin eru fremur lítil, aflöng og þröng. Eitt kringlótt byrgi er uppi á hraunbrúninni og önnur þar hjá. Ummerki eru eftir mannvistir í skútum og hellum talsvert vestar í Eldvörpum. Hlaðin refagildra er framan við syðstu byrgin.
Eitt byrgjanna.
Ef einhver eða einhverjir hafa viljað dyljast þarna um sinn væri það tiltölulega auðvelt. Fyrir ókunnuga er mjög erfitt að finna staðinn, auk þess sem hann fellur vel inn í landslagið. Þótt mosinn hafi sest á byrgin og hraunið í kring er líklegt að þau hafi engu að síður fallið vel inn í landslagsmyndina þá og þegar þau voru gerð.
Eftir að hafa skoðað mörg byrgi á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum, s.s. ofan við Húsatóttir, í Strýthólahrauni, í Slokahrauni, austan við Ísólfsskála, á Selatöngum, við Herdísarvík og við gömlu Hafnabæina er að sjá sem margt sé líkt með þeim. Svipað lag er á þessum byrgjum og t.d. í Slokahrauni og við Herdísarvík. Því er ekki útilokað að byrgin undir Sundvörðuhrauni hafi um tíma verið ætlað eða þjónað þeim tilgangi að varsla þurrkaðan fisk eða annan varning frá Húsatóttum.
Fiskbyrgin í Sundvörðuhrauni.
Á móti mælir að önnur þurrkbyrgi á Skaganum eru við sjávarsíðuna, en þessi talsvert langt uppi í landi. Hins vegar gætu þessi byrgi, á þessum stað, verið ætlað til annars en einungis að varsla þurrkaðan fisk, þ.e. sem felustaður fyrir slíkan fisk. Hafa ber í huga að Grindvíkingar voru fyrrum leiguþý Skálholtsstóls, sem átti alla útgerðina. Mikil örbirgð ríkti. Þarna gætu einstaklingar hafa skotið undan fiski til geymslu ef og þegar á þyrfti að halda er hungrið svarf að. Ekki ólíkleg tilgáta.
Óraskað byrgi í Eldvörpum.
Engin ástæða er til að draga úr tilgátum manna um aðra notkun og tilgang, sbr. framangreint, enda má telja líklegt að fólk hafi dvalið, eða hafi ætlað að dvelja þarna í skjóli hraunsins, ekki síst í ljósi þess að mannvistarleifar hafa fundist þar á öðrum stöðum í nágrenninu. Fróðlegt væri að fá aðrar hugsanlegar tilgátur um tilgang og notkun þessara skemmtilegu, en dulúðulegu, byrgja.
Stígnum var fylgt til suðurs í gegnum hraunið og út á Árnastíg. Árnastíg var síðan fylgt áleiðis niður að Húsatóttum þangað til var komið að vörðu við gatnamót.
Refagildra.
Skammt neðan hennar er enn ein refagildran á svæðinu. Í stað þess að fylgja stígnum austur fyrir gamla bæinn var genginn varðaður stígur að og ofan við misgengið vestan hans. Ofan þess eru hlaðin fiskbyrgi og er a.m.k. eitt nokkuð heillegt. Stendur það nokkuð hátt. Önnur eru fallin, en vel má sjá útlínur þeirra og auðvelt er að áætla fyrri stærð þeirra. Gjáin í misgenginu er efni í sérstaka ferð, enda margar sögur og sagnir henni tengdar.

Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 2 klst og 54 mín.
Sjá meira um Eldvörp HÉR, HÉR og HÉR, HÉR, HÉR og einkum HÉR. Auk þess HÉR og HÉR.
Byrgin í Sundvörðuhrauni – uppdráttur ÓSÁ.
Sveifluháls – Arnarvatn
Þann 17. júní árið 2000 reið harður jarðskjálfti yfir Suður- og Suðvesturland (7,2 °R). Nú, skömmu seinna, var ákveðið að fara aftur um Sveifluhálsinn og skoða verksummerki eftir skjálftann.
Sveifluháls – Folaldadalir.
Gengið var yfir hálsinn skammt frá Norðlingahálsi og yfir í Folaldadali. Dalirnir eru sléttir sanddalir og greiðfærir yfirferðar. Vatn safnast í þá á vorin og stundum fram eftir sumri. Gengið var upp úr dölunum að sunnanverðu og áfram eftir dæld á hálsinum uns komið var að mosavaxinni hæð innan um móbergsklettana. Á hæð þessari eru fallegir skessukatlar og djúpur rúmgóður dalur neðan undir henni.
Gengið um Sveifluháls.
Þar niðri voru FERLIRsfélagar staddir þegar Suðrulandsskjálftinn reið yfir. Þar voru þeir og þegar seinni skjálftinn kom upp, svo til beint undir fótum þeirra. Þegar komið var niður mátti sjá hvar stór björg höfðu fallið úr hlíðunum, en stöðvast í dölunum. Á undan skjálftanum hafði komið mikill hvinur, eins og þotu væri flogið yfir svæðið, en síðan gekk sveiflaðist hálsinn í bylgjum drjúga stund. Á meðan á því gekk tóku skriðutónarnir undir í látunum. Fögur tröllatónlist, en hljómaði ógnvekjandi í eyrum lítillar mannskepnu. Dvalið var nokkra stund innan um klettana, svona til að njóta þess augnabliks, sem fráhverfast hafði verið.
Arnarvatn.
Gengið var áfram upp úr dalnum og yfir að Arnarvatni. Sprungur voru enn við vatnsborðið. Fagurt er við Arnarvatnið og gróðurmörkin eru hvergi skýrari en þar. Grátt að norðanverðu en grænt að sunnanverðu. Arnargnýpa trjónir hæst tinda Sveifluhálsins í austri.
Gengið var yfir á Hettustíg undir Hettu, en í því var þokan að læða sér niður hlíðarnar. Fagurt útsýni var þaðan yfir að Vigdísarvöllum þar sem sólargeislar gylltu gular flatir. Bleikingsdalur í suðvestri reis nú vel undir nafni.
Gengið um Huldur.
Í stað þess að ganga til baka niður Ketilinn og niður í Móhálsadal var ákveðið að ganga sömu leið til baka, virða fyrir sér enn betur þá breytingu er varð þarna á landslaginu á svo skömmum tíma og stefna á Norðlingaháls. Ljóst er af fenginni reynslu að mótun landslagsins gerist bæði jafnt og þétt (vegna vatns-, frosts- og vindrofs) sem og í stökkum – um það verður ekki efast. Á einni svipan hrundu nokkur tonn af bergi úr „Hulstrum“ sínum niður á jafnsléttu. Þegar horft er á hin háu fjöll, skriðurnar og aflíðandi hlíðarnar má ljóslega gera sér í hugarlund hvernig núverandi útlit hefur fengist smám saman með hinum ýmsu „kröftum“ náttúraflanna í tímans rás. Ekki eru „nema“ um 12.000 ár síðan jökul leysti síðast á landinu. Jökullinn á skriði sínu og leysingum hefur sorfið landið, náttúruöflin síðan sett mark sitt á það smám saman og jarðskjálftar og eldgos ýmist brotið það niður eða bætt um betur. Gangan niður Huldur gekk áfallalaust fyrir sig.
Mikið virðist hafa gengið á á skömmum tíma – og FERLIR fékk að vera hluti af því á Sveifluhálsi þann 17. júní árið 2000.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 31 mín.
Á ferð um Sveifluháls.
Straumur – Lónakot
Gengið var frá Straumi að Þýskubúð og síðan að Jónsbúð um Tjörvagerði. Gerðið mun hafa verið notað sem nátthagi. Við Þýskubúð er talið að hafi verið verslunarhöfn á miðöldum og þangað sigldu þýzkir kaupmenn.
Straumur 1935.
Straumshúsið var byggt árið 1926 af Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra Barnaskóla Hafnarfjarðar, sem ætlaði að reka þar stórbú. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær húsið og leigði það til ýmisskonar starfsemi.
Tóftir Jónsbúðar eru lýsandi fyrir kot þeirra tíma. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur segir svo um Jónsbúð í fornleifaskýrslu sinni: “Rústirnar við Jónsbúð eru nær óspilltar af mannavöldum og vélvæðing nútímans hefur ekki náð að eyða eða fela mannvirki sem þar hafa staðið. Minjar af slíku tagi er ekki að finna annars staðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Því eru minjarnar við Jónsbúð mikilvægur minnisvarði um ákveðna búskaparhætti fyrri tíma og styrkur þeirra fellst fyrst og fremst í heildinni, þ.e.a.s. staðurinn geymir allar þær minjar sem búast má við að þurrabúð/hjáleiga geymi svo sem bæjarhús, túngarð, skeppnuhús, vör, vörslugarð, sólþurrkunarreit, vatnsból o.fl.
Jónsbúð – uppdráttur BE.
Jónsbúðar er ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en þess ber að geta að þurrabúða er ekki heldur getið við jarðirnar Lónakot, Óttarstaði og Þorbjarnarstaði, þó að enginn vafi sé á því að þurrabúðir hafi verið við eitthvert þessara býla, ef ekki öll. Hins vegar er hjáleiga getið við Óttarsstaði, Þorbjarnarstaði og Straums. Ekki er víst að greinarmunur hafi verið gerður á hjáleigu og þurrabúð og kemur jafnvel til greina að þær hjáleigur sem voru í eyði í byrjun 18 aldar hafi í raun verið þurrabúðir.
Straumur 1935.
Í Manntali árið 1845 er þess getið að tómthúsmaður hafi verið í Straumi, Björn Pálsson að nafni. Var hann giftur Margréti Snorradóttur og áttu þau árs gamlan son, Jón að nafni (Manntal á Íslandi 1845. Suðuramt. Reykjavík 1982. :406). Bóndinn í Straumi hét þá Bjarni Einarsson. Ekki er tekið fram hvar Björn tómthúsmaður bjó nákvæmlega en vel getur verið að hann hafi búið í Jónsbúð.Â
Í manntali árið 1910 er Jónsbúð nefnd sem þurrabúð í landi Straums (Manntal á Íslandi 1910. IV. Gullbringusýsla og Kjósarsýsla. Reykjavík 1998.:228). Þá bjó þar Gunnar Jónsson, sjómaður á þilskipi, Sigríður Hannesdóttir kona hans og Sigríður dóttir þeirra. Þau komu frá Meðalholti í Flóa árið 1882
Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.
Í manntalinu er bæjarhúsum lýst og um Jónsbúð er sagt að þar hafi verið torfbær með einu heilþili og einu hálfþili.
Bæjarstæði Jónsbúðar er óspillt af seinni tíma athöfnum. Þar eru nær öll mannvirki byggð úr grjóti hvort sem um er að ræða bæjarhús, túngarð eða brunn. Grjótið er fengið úr næsta nágrenni, sérstaklega í hrauninu í kring, en yfirleitt ekki úr fjörunni eða sjávarkambinum. Sunnan við bæjarhúsinn er mikill og áberandi klettur og í gjótu við hann er sagt að hafi verið kolageymsla. Kletturinn er rakinn álfa- eða huldumannabústaður, þó ég þekki engar sögur af slíku um þennan klett.
Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.
Sennilega er ruslahaugurinn nokkra metra vestan við bæjarhúsið. Norðan megin við bæjarhúsið er rúst hjallsins (nr. 2) og austan við bæjarhúsið er sólþurrkunarreiturinn (nr. 3). Rúman metra vestan af bænum er garður (vörslugarður, nr. 4). Norðan við bæjarstæðið, í Jónsbúðartjörn sunnanverðri, er brunnur (nr. 7) og vatnsból (nr. 8). Skammt vestur af bænum er rúst, áfast við túngarðinn, sem er sennilega fjárhús (nr. 5). Vestan megin við túngarðinn hefur verið stekkur (nr. 9) og nátthagi umhverfis hann (ekki teiknað hér).
Austan við bæinn er vörin og þar má búast við að bátur eða bátar hafi verið dregnir yfir sjávarkambinn og hafðir á þurru vestan megin við sjávarkambinn.
Brunnur við Óttarsstaði eystri.
Gengið var um Óttarstaði, skoðaðar minjar, sem þar eru, s.s. útieldhús, útihús og brunnar. Yngsti brunnurinn er austan við Óttarstaði eystri (1944), annar sunnan við húsið og sennilega sá elsti norðan Óttarstaða vestri. Að sögn Bjarna eru eldri minjar verslunar norðan Óttarstaða. Sést móta fyrir útlínum húsa þar skammt ofan við fjörðugarðinn ef vel er að gáð. Miklir og fallegir grjótgarðar eru um Óttarstaðatúnin og fjárréttin er fagurlega formuð undir háum klapparhól sunnan vestari bæjarins.
Lónakotsbærinn.
Gengið var með fjörunni yfir að Lónakoti, minjarnar þar skoðaðar sem og vatnsbólið, sem er í tjörninni fast sunnan við tóftir bæjarins. Skeljasandsfjara er í lóninu næst bænum og skemmtilegt er fyrir börn að busla þar á góðviðrisdögum. Búið var í Lónakoti framundir 1930, en eftir það var byggt þar myndarlegt sumarhús, sem er löngu fallið. Umhverfis túnið eru Lónakotsvatnagarðar. Nyrst í því eru Norðurfjárhúsin. Sunnan tóftanna er Gjögur.
Haldið var upp eftir Lónakotsselsstíg og síðan beygt til austurs eftir varðaðri götu áleiðis að Straumi. Við háa vörðu á Sigurðarhæð var beygt til hægri og gengið að Kúaréttinni, tilvöldum skjólgóðum áningarstað. Þaðan er stutt í Straumsréttina við Urtartjörn (Brunntjörn) og yfir að Straumi.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 2 klst og 31 mín.
Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.
Arnarseturshellar
Gengið var um Arnarseturshraun undir leiðsögn Björns Hróarssonar, hellafræðings.
Dollan.
Fyrst var farið í Dolluna, sem rétt við gamla Grindavíkurveginn við bílastæðið á Gýghæð. Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er svo til alveg vestan til í svæðinu. Dýptin á fast er um mannhæð og hallar undir á alla vegu. Þarna þyrfti að vera góður stigi fyrir ferðafólk því hellirinn er aðgengilegur svona nálægt vegi. Fyrst þyrfti þó að hreinsa upp drasl, sem safnast hefur neðan við opið. Björn skellti sér niður og skoðaði hellinn. Hann nær spölkorn upp á við til austurs og einnig til vesturs og uppfyllir því öll skilyrði til að geta flokkast sem góður hellir.
Op í Kubbnum.
Næst var gengið áfram niður hraunið og hraunrásinni fylgt til vesturs. Eftir u.þ.b. 500 metra endar rásin og við tekur hellir. Hann liggur í hægri boga og endar eftir u.þ.b. 50 metra. Þar er stórt op í gólfinu og sést niður á neðri hæðina. Mannhæða hátt er niður. Eftir að hafa rutt niður grjóti til að búa til lendingarpall var hoppað niður. Þar liggur víð og góð rás til austurs, undir gólfið sem áður var gengið. Gólfið í rásinni er alveg hreint og slétt. Þessi hluti endaði eftir u.þ.b. 50 metra. Þar inni var bréfmiði á vegg, en letrið var ólæsilegt. Þó mátti greina dagsetningu og ártalið 1992. Þá var haldið til vesturs. Eftir um 30 metra var komið út í jarðfall. Úr því hélt rásin áfram um 20 metra uns komið var út úr henni á ný. Miðað við lýsingu á Hellinum Kubb gæti þetta vel verið hann. GPS-punktur af hellinum sýndi staðsetningu u.þ.b. 20 metrum norðar, en þrátt fyrir leit þar fannst ekkert op. Miðað við nýjan GPS-punkt, sem tekin var þar, gæti hér verið um misvísun að ræða. Um Kubb segir m.a. í lýsingu: “Kubbur er sennilega í sama hellakerfi og Dollan. Kubbur er á tveimur hæðum”.
Op í Arnarseturshrauni.
Annað op fannst skammt austan við þann stað, næstum mannhæða djúpt. Björn hoppaði þar ofan í. Þarna reyndist vera hellir í sömu stefnu og hinir hellarnir, u.þ.b. 30 metra langur. Þessi hellir hefur ekki verið nefndur, en fær hér vinnuheitið Naddur í merkingunni nálægur. Erfitt er að koma auga á holuna nema ganga svo til beint á hana.
Ekki voru meðferðis GPS-punkt á Hnapp, en um hann er til eftirfarandi lýsing: “Hann er með skemmtilegri hellum, sem hægt er að komast í. Hann er ekki mjög langur, en hefur upp á margt að bjóða. Inngangurinn er í gegnum þröngt gasútstreymisop.
Í Hnappnum.
Strax þegar niður er komið er hægt að fara á efri eða neðri hæð. Efri hæðin lokast fljótt, en neðri hæðin liggur góðan spöl inn þar til komið er að hraunfossi. Fyrir innan fossinn lækkar gólfið verulega. Þá er maður staddur í miðjum hellinum í stórum sal. Út frá þessum sal liggja rásir í margar áttir og ein þeirra liggur í hring”. Fróðlegt væri að fá nánari staðsetningu eða leiðarlýsingu á Hnapp. (Eftir að þessi leiðarlýsing var skrifuð kynnti Þorvaldur Örn, kennari í Vogum, að hann hefði fyrrum farið í Arnarseturshraun með félaga sínum, Geirdal. Þeir hefðu rissað Hnappinn upp og nefnt hellinn Geirdal).
Haldið var upp að vegavinnubyrgjunum austan Grindavíkurvegar og áfram upp fyrir þau. Þar eru hellar í hraunrás. Rásin er fallin niður á tveimur stöðum og er efri hlutinn öllu lengri, eða um 50 metra langur. Hann endar í hafti, sem aðskilur hann og efsta hluta hinnar miklu hraunrásar úr Arnarsetursgígnum. Í heildina er þessi hallahluti um 100 metrar á lengd. Þeir fá vinnuheitið Gegnumgangur. Á bökkum rásarinnar eru margar stórar og fallegar hraunæðar.
Dátahellir.
Loks var gengið niður í Dátahelli. Hann nefnist svo vegna þess að í honum fannst beinagrind er talin er hafa verið af amerískum hermanni er týndist í hrauninu að vetrarlagi allmörgum árum áður. Við skoðun reyndist hellirinn vera um 40 metra langur.
Allar staðsetningar voru samviskusamlega skráðar, en þegar heim var komið uppgötvaðist að blaðið með öllum tölunum hafði gleymst við Dátahelli.
UPDATE:
Í Arnarseturshellum.
Farið var aftur í Arnarseturshraun og GPS-punktar endurteknir. Við það fannst hellir, er nefndur hefur verið Skjóli.
Farið er inn í Skjóla, sem er nokkuð norðan við Nadda, inn í hraunbólu. Inn úr henni liggja rásir bæði til norðurs og suðurs. Ýmislegt bendir til að þetta séu yfirborðsrásir, en þarna örskammt frá er allnokkurt jarðfall er bendir til að þar undir hafi runnið talsvert hraun. Skjóli var ekki kannaður að þessu sinni, einungis framan við rásirnar er liggja inn.
Í Arnarseturshellum.
Á leiðinni til baka var aftur hugað að hraunhól, sem lítil varða stendur á, og skoðaður hafði verið daginn áður. Hóllinn er skammt vestan við Dolluna. Í honum eru tvö gasuppstreymisop. Eystra opið er þröngt, en liggur inn til norðurs og víttkar síðan og hallar niður á við. Þarna gæti vel verið um opið á Hnapp að ræða. Viðkvæm fötin gáfu ekki tækifæri til að elta rásina lengra niður að þessu sinni, en þarna er svolítið skrið til að byrja með.
Frábært veður.
Hestshellir.
Sléttuhlíð – Kaldársel – hellahringur
Ákveðið var að að taka hellahring í Kaldárseli.
Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir.
Byrjað var á að kíkja á Hamarkotsselshelli (Selhellir) og Setbergsselshelli (Ketshellir) undir Setbergshlíð. Hellirinn er um 15 metra langur og opnast í báða enda. Hleðslur eru fyrir opum, einkum Setbergsselshellismegin. Þverhleðsla skiptir hellinum fyrir miðju. Stórar hraunhellur hafa fallið úr þaki inngangsins að norðanverðu, en hellirinn sjálfur hefur veitt fé (og reyndar geitumundir það síðasta, gott skjól á meðan var. Gróið er í kringum Setbergsselið og fallegur stekkur er þar sem Selvogsgatan liðast upp hálsinn, í átt að Kershelli og Smyrlabúðahrauni. Selið er undir hæðinni, utan í Gráhelluhrauninu, en innan við hraunkantinn er enn eitt hellisopið.
Kershellir.
Kershellir er bæði aðgengilegur og rúmgóður. Hann opnast innan úr keri efst á hraunbrún. Ofan við opið er stór varða. Innan úr Kershelli er Hvatshellir, sá sem drengir Friðiks Friðrikssonar söfnuðust saman í á leið þeirra í Kaldársel. Síðar var lagður vegur að búðum KFUM er reistar voru þar. Gamla Kaldársel er undir suðurvegg búðanna (hússins).
Þá voru skoðaðir Kaldárselsfjárhellarnir er FERLIR opnaði fyrir u.þ.b. þremur árum. Þá voru engin spor við munnana og alls engin innan þeirra. Greinilegt er að margir hafa litið þarna við síðan þá.
Helgadalur – stekkur.
Ummerki eftir heykuml er miðsvæðis, en í nyrsta fjárskjólinu er hlaðinn miðgarður. Syðsta fjárskjólið er stærst og aðgengilegast. Við munnann hafði þröstur verpt fjórum eggjum í hreiður á syllu við innganginn. Fylgdist hann vel með mannaferðum og lét í sér heyra.
Lokst var strikið tekið til austurs áleiðis að Helgadalshellunum; Hundraðmetrahelli og Rauðshelli. Gengið var eftir hleðslunni undir gömlu vatnsleiðsluna úr Kaldárbotnum, henni fylgt áleiðis til suðausturs yfir Lambagjá og síðan vent til austurs að Helgadal. Greinilegt var að einhverjir hafa verið duglegir að hirða grjót úr hleðslunni á köflum. Á leiðinni mátti sjá falleg hraunreipi í helluhrauninu. Ekki var litið inn í Níutíumetrahellinn að þessu sinn, en höfðinu hins vegarstungið niður í Vatnshelli. heyra mátti tónlist vatnsins er dropar þess lentu á sléttum tærum vatnsfletinum og bergmáluðu inni í holrúminu.
Rauðshellir.
Þegar komið var að Rauðshelli skein sólin á munnann og hleðslurnar þar fyrir. Einhverjir hafa í seinni tíð nefnt hellinn Pólverjahelli, en þegar hann er skoðaður gaumgæfilega fer hin gamla nafngift ekki á milli mála. Víða í hellinum hefur rauðleitt hraunið runnið upp á veggina og makað hann litskrúðugan. Hleðslurnar fyrir opum og gróið jarðfallið benda til þess að þarna hafi einhvern tímann verið selstaða. Þá staðfestir forn stekkur norðan við það þá kenningu. Misgengi liggur með norðanverðum Helgadal til austurs og vesturs. Undir því á einum stað sést móta fyrir hleðslum.
Op Hundraðmetrahellisins.
Farið var inn í Hundarmetrahellinn og skoðaðir raunbekkirnir með veggum og einnig litið á hraunfossinn inn undir jarðfallinu við enda hans. Ofan við hraunfossin er rás upp úr hrauninu sunnan við og undir sauðfjárveikigirðinguna, sem þarna er.
Helgafell skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni, sem og Valahnúkar og Kaldárbotnar.
Frábært veður.
Hleðslur í Rauðshelli.