Í „Fornleifaskráningu í upplöndum Kópavogs“ árið 2020 er m.a. getið um „Erferseyjarsel-Viðeyjarsel“.

Gömlubotnar- tóftir.
Selið er staðsett við skátaskálann í Lækjarbotnum. Þar segir í skráningunni: „Sel? – Á grónum stalli um 70 m ASA frá skátaskála í Gömlubotnum (Lækjarbotnum) og 20 m VSV frá læk (Botnalæk). Veggir úr torfi og grjóti, 1-2 m breiðir og 0,2-0,4 m háir. Dyr eru á V-langvegg. Rústin er eilítið uppblásin að vestanverðu en annars gróin að innan. Í eða við vegg rústarinnar hefur verið plantað trjám.
Í Örnefnaskrá segir að sel hafi verið frá Viðey inn með Gömlubotnum. (Örnefnaskrá. Hólmur.)
Athugasemdir og viðbætur: Þessi rúst gæti verið umrætt sel, annaðhvort tvær kynslóðir eða sel frá mismunandi býlum. Í Jarðabók segir að Örfyrisey hafi átt í seli undir Selfjalli (Jarðabók 1982:254).“

Lækjarbotnir – tóftir.
Vitnað er í eftirfarandi heimildir: -Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Árbæjarsafns XLVI. Reykjavík 1995. -Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. III. bindi. Ljóspr. útgáfa. Reykjavík 1982. -Örnefnaskrá. Hólmur. Athugasemdir og viðbætur. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Örnefnasafn.
Í framangreindri fornleifaskráningu fyrir Kópavog er ekki getið um Viðeyjarsel, sem jafnframt var um tíma notað sem selstaða frá Bessastöðum. Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöðu frá Bessastöðum. Um Erfersey segir: „Selstöðu á jörðin undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Sels frá Viðey er ekki getið í Jarðabókinni, enda Viðeyjar ekki getið þar sem sjálfstæðrar jarðar, jafnvel þótt ýmsar nálægar aðrir ættu henni víðtækar kvaðir að gjalda.

Lækjarbotnar – fornleifar.
Örfirisey átti selstöðu í Lækjarbotnum og hafði í seli og hafði svo verið vegna landleysis jarðarinnar. Selið var líklega aflagt árið 1799, þegar byggð í Örfirisey fór í eyði eftir Básendaflóðið. Lækjarbotnar var efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og í þjóðbraut, því þarna inn við Selfjallið lá gamla leiðin um Lækjarbotna. Þetta nýbýli var því vinsæll áningarstaður bænda úr austursveitum á kaupstaðarferð til Reykjavíkur og ekki síður á austurleið. Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum (1876-1957) flutti húsið á árunum 1904-1910 að þjóðveginum sem lá um Fossvallaklif og rak þar greiðasölu.

Lögberg.
Í manntalinu 1910 er býlið nefnt Lögberg/Lækjarbotnar og er líklegt að þá hafi verið farið að nefna eldra bæjarstæðið Gömlubotna. Guðmundur gaf Skátasambandi Reykjavíkur land í Gömlubotnum og reistu þeir þar árið 1929 fyrsta útivistarskálann á Íslandi. Hann var nefndur Væringjaskálinn og var fluttur á Árbæjarsafn árið 1962 og endurbyggður þar. Fimm fornminjar eru skráðar í Gömlubotnum: Fjárhús, rétt, sel, fjárból og rúst.
Örfirisey, Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.

Lambastaðasel.
Við nánari athugun má þó ætla að selstaða hafi um tíma verið forseda nýbýlisins á sínum tíma. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma bæjarstæðið, auk búskapar (beitarhús) frá Lögbergi. Tóftir Lambastaðaselsins eru þó allnokkru norðar, norðan við Fossvallaklifið, enn óskráð.
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að “býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.

Viðeyjarsel.
Sel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.” Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að jörðin Örfirisey hafi verið landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.”
Í lýsingu Viðeyjar segir “selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.”

Bessastaðasel í Lækjarbotnum.
Í lýsingu fyrir Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703, sem fyrr segir. Selhólar er hins vegar vestan við „meint“ Erferseyjarsel“ í Lækjarbotnum. Þar mótar enn fyrir nokkrum tóftum á skjólsælum stað skammt frá nálægum læk. Nýtt hús á vegum starfsmannafélags Landsbankans hefur nánast verið byggt ofan í tóftirnar. Þessar tóftir hafa aldrei ratað inn í fornleifaskráningar.
Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur af minjunum í Lækjarbotnum af Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og Örfiriseyjarseli, auk uppdráttur af selstígunum, en þeirra er ógjarnan getið í einstökum fornleifaskráningum þegar slíkra minja er getið.
Heimild:
-Fornleifaskráning í upplöndum Kópavogs, Bjarni F. Einarsson, 2020.
-https://ferlir.is/videyjarsel/

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.
Óttarsstaðaselsstígur – Skógargata
Gengið var eftir Óttarsstaðaselsstíg (Skógargötu/Rauðamelsstíg) upp í Óttarstaðasel. Til hliðsjónar var uppdráttur frá árinu 1932, en á hann er stígurinn merktur.
Óttarsstaðasel – vatnsból.
Tóftir selsins voru skoðaðar, litið á fallegt vatnsstæðið norðaustan þess og síðan haldið áfram sem leið lá upp eftir ætluðum stíg sunnan selsins. Hraunið er vel gróið þarna og ef stígur hefur legið í gegnum selið og áfram upp á hæðirnar væri hann að öllum líkindum horfinn. Gengið var framhjá Rauðhólsskúta og mið tekið á vörðu á hraunhól í hæðunum. Önnur varða var skammt ofan við hana, en síðan ekki söguna meir. Stefnan var því tekin meira ti vesturs, yfir í Skógarnef. Þegar komið var að landamerkjagirðingu Óttarsstaða og Hvassahrans var byrjað að skyggnast eftir Skógarnefsskúta, bæði ofan við ásana neðst í nefninu og neðan þeirra, en án árangurs að þessu sinni.
Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.
Landamerkjalínan, sem kemur ofan úr Markhelluhólnum við Búðarvatnsstæðið, um Kolhól og Skógarnef, á að liggja um Skógarnefsskútann og Skógarnefnsgrenin og áfram niður í gegnum Mið-Krossstapa og niður með Skorás. Grenin sáust skammt neðan við bakkana, skammt vestan girðingarinnar. Hlaðið er um eitt grenið og tveir uppraðaðir steinar þar hjá. Heilleg varða er á hraunhól við girðinguna ofan við bakkana.
Á leið til norðurs í gegnum gróið hraunið neðan við Skógarnefið var komið að hlaðinni vörðu. Við hana var gata með stefnu upp að þeirri við girðinguna í Skógarnefi. Önnur stærri var á hraunhól skammt frá. Þegar betur var að gáð sáust vörður eða vörðubrot í stefnu til norðurs með ca. 10-20 metra millibili.
Þeim var fylgt áfram niður hraunið, en ekki var að sjá greinilegan stíg. Hins vegar var leiðin mjög greiðfær í hrauninu þar sem hún lá með hólum og hryggjum.
Óttarsstaðasel.
Vörðurnar voru greinilega mjög gamlar, en auðvelt var að fylgja þeim. Þegar komið var á stíginn, sem liggur milli Óttarstaðasels og Lónakotssels, skammt vestan við hið fyrrnefnda, mátti sjá vel hlaðna vörðu. Stígurinn hélt þar spölkorn áfram til norðurs og beygði síðan til norðausturs, inn á Óttarsstaðaselsstíg / Rauðamelsstíg neðan (norðan) við Meitlana. Þar við gatnamótin voru tvær fallnar vörður og enn önnur skammt sunnar, með stefnu á milli hinna tveggja. Rauðamelsstígurinn upp í Óttarstaðaselið er þarna greinilegur, en gatnamótin hins vegar ekki, nema mjög vel sé að gáð. Telja má nær öruggt að þarna sé sá hluti Rauðamelsstígsins er nefnist Mosastígur.
Gatnamót Skógargötu (tvær vörður).
Þetta er mjög líklega sá hinn sami stígur og Hraunamenn nefndu Mosastíg. Hann var farinn þegar menn voru að rífa mosa til upphitunar (JG). Það er reyndar annar Mosastígur sem liggur upp með Brunanum, sem er á allt öðrum stað (miklu mun vestar og liggur frá Mosum áleiðis niður að Hvassahrauni).
Í Skógarnefi er hann varðaður þar í gegn, áleiðis upp á Mosa þar sem Mosastígur tekur við áleiðis upp fyrir Lambafell. Á uppdrættinum er hann sýndur liggja til vesturs norðan Trölladyngju, en af stígnum að dæma virðist hann liggja til suðurs austan við Trölladyngju, áleiðis yfir að Hrútafelli og að Ketilsstíg yfir Sveifluháls.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Óttarsstaðaselsstígur.
Kaldársel – Sigríður Jónsdóttir; álfasaga
Eftirfarandi er úr bókinni „Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII„, Reykjavík 1957, safnað hefur Guðni Jónsson“
Heykuml við Kaldársel.
„Í suðaustur frá Hafnarfirði er staður sá, sem heitir Kaldársel. Er það nokkur nær Hafnarfirði en Helgafell, en þó mun vera þangað fullur stundargangur, jafnvel þótt hart sé farið. Nú er að sumarlagi unnt að komast í bíl mest af leiðinni. Fyrir nokkrum áratugum var búið í Kaldárseli, ei eigi að staðaldri, heldur 2-3 ár í senn, því fremur hefir það verið lítil og léleg jörð. Túnið var lítið og hefir verið fátt nautgripa, en fjárbeit hefir sennilega verið þar góð.
Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, kona Helga Sigurðssonar, hefir sagt frá því, sem hér er ritað, um dvöl sína í Kaldárseli. er frásögn hennar á þessa leið:
Gengið um Kaldárselssvæðið.
Ég er upp vaxinn á Setbergi við Hafnarfjörð. Bjuggu þar foreldrar mínir, Jón Guðmundsson og Vilborg Jónsdóttir. Þegar ég var 13 ára gömul, bjuggu hjón í Kaldárseli, er hétu Jón Jónsson og Sigríður Ásgrímsdóttir. Höfðu þau búið þar 2-3 ár. Eftir nýár 1873 var ég lánuð í Kaldársel húsfreyju til aðstoðar, og dvaldi ég þar til vors eða þangað til á venjulegum vinnuhjúaskildaga. Áttu þau hjón eina kú og nokkrar kindur. Stóð kýrin geld frá því um nýár og þar til vika var af góu, þá bar kýrin.
Þegar hún er um það bil fullgrædd, þá er það eitt kvöld að loknum mjöltum, að húsfreyja gengur inn í búrið og verður litið á búrhilluna. Kemur hún auga á tveggja marka ask, mjallahvítan, er stendur tómur á búrhillunni, og þekkti hún þegar, að hann var eigi til á heimilinu. Kemur hún inn og segir: „Verði mér aldrei verra við, Sigga. Frammi á búrhillu stendur tómur askur, sem ég ekki kannast við“. Þá segi ég: „Ef þetta hefði komið fyrir hjá henni mömmu, þá veit ég, hvað hún hefði gert. Hún hefði látið mjólk í hann“.
Kaldársel – fjárhellir.
Húsfreyja lét að orðum mínum og hellti askinn fullan af mjólk. Næsta morgun var askurinn horfinn, en kvöldið eftir um mjaltatíma er askurinn kominn aftur og er þá tómur, og gekk þetta svo á hverju kvöldi, þar til vika var af sumri. Lét húsfreyja jafnan mjólk í askinn á hverju kvöldi, og var hann ætíð horfinn næsta dag. Þá dreymir húsfreyju eina nótt, að kona kemur til hennar og segir: „Mikið á ég þér að þakka, og þinnar hjálpsemi og hjartagæzku skal ég lengi minnast. Maðurinn minn hefir legið sjúkur um langan tíma, og hefir þú haldið lífinu í honum með gjöfum þínum og litlu barni, sem við eigum. Vildi ég fegin sýna einhvern lit á að endugjalda þér það, sem þú hefir gjört fyrir mig og mína, en hagur minn leyfir ekki að launa þér þetta, eins og vera bæri. En þegar þú býrð um rúmið þitt, þá muntu finna nokkuð undir neðsta stykkinu, sem þú átt að eiga. Nú þarf ég eigi lengur að mér góðsemi þína“.
Borgarstandur við Kaldársel.
Konan hvarf síðan burtu, og sá húsfreyja hana ganga norður í klettabyrgi nokkurt, sem er þar fast við túnið. Húsfreyja virtist leggja lítið upp úr þessum draum og vildi láta sem minnst á þessu bera. Ég sagði ýmsum drauminn, en húsfreyja var þá vön að þagga niður í mér og sagði: „Vertu ekki að þessu, Sigga. Þetta er eintóm vitleysa“.
Jón og Sigríður höfðu ákveðið að flytja sig um vorið frá Kaldárseli og niður að Ási. Á krossmessudaginn komu foreldrar mínir bæði upp í Kaldársel til þess að hjálpa þeim með flutninginn. Slær nú mamma upp á glensi við Sigríði og segir: „Nú held ég, að glaðni yfir þér, þegar þú fer að taka upp úr rúminu þínu. Það verður líklega eitthvað fémætt, sem þú finnur“. En húsfreyja vildi eigi láta á það minnast með einu orði.
Hálfhlaðið fjárhús undir Fremstahöfða.
Mamma fer nú að taka fötin úr rúmi Sigríðar og tínir upp hverja spjör, þar til komið er niður á bálkinn. Þá verður henni litið nær höfðalaginu og kemur auga á svarta smátusku á stærð við hundseyra. Dregur hún það upp, og smástækkar það. Flettir hún því í sundur, og kemur þá innan í því stórt og fagurraut alklæðispils, sýnilega nýtt, og var það hinn bezti gripur. Voru á því þrjár leggingar grænar með eitthvað þumlungs millibili og kantabryddað með sama lit. Mamma réttir húsfreyju pilsið, en hún segir: „Æ, blessuð Vilborg, taktu það. Ég hefi ekkert við það að gera“. Mamma svarar þá: „Ekki tek ég pilsið handa mér eða mínum. Þér er ætlað það, og ættir þú sjálf þes að njóta. En viljir þú það ekki, þá skal ég taka pilsið heim til mín og gera úr því föt handa Halldóru dóttur þinni. Hún á að fermast næsta vor“. Þegar hér var komið, kallar pabbi til þeirra og kveðst vera tilbúinn og vill fara að halda af stað. Bað þá húsfreyjan hann að doka við litla stund, fannst henni hún þurfa að kveðja nábúa sína, áður en hún flytti burt fyrir fullt og allt. Mun hafa hreyft sér hjá henni vinarþel og þakklátssemi við hina huldu grannkonu sína, þótt hún léti það lítt uppi.
Borgarstandur – garður og stekkur.
Gekk nú Sigríður norður í byrgi það, sem fyrr um getur. Féll hún á kné frammi fyrir klettunum, en hvað hún sagði eða hugsaði, fæ ég eigi frá skýrt. Var þetta kveðja henna, þegar hún yfirgaf Kaldársel.“
Selfarir voru lengi tíðkaðar við Kaldá og voru hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri síðust til að hafa þar í seli. Selförum var hætt í Kaldárseli árið 1865 eða 1866 og lögðust þar með af í Álftaneshreppi og líkast til á öllu Reykjanesi. Eftir það var reynd búseta í Kaldárseli sem lagðist fljótlega af vegna rýrra landkosta og músagangs.
-http://tradisjoner.no/text91.html
Kaldárssel – uppdráttur ÓSÁ.
Ássel – Hvaleyrarsel
Gengið var um Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns. Skoðaður var hlaðinn stekkur norðan á höfðanum og beitarhús frá Ási, Vetrarhús, austan í honum. Þar við eru tóftir sels frá Jófríðarstöðum.
Hvaleyrarvatn og nágrenni; minjar – uppdráttur ÓSÁ.
Þá var haldið niður að og suður fyrir vatnið. Skammt neðan og vestan við skátaskálann er gróinn hóll og á honum tótt, Ássel. Um er að ræða sel frá því um 1900 er Jófríðarstaðir og Ás undir Ásfjalli skiptu með sér aðstöðunni við vatnið.
Á odda skammt vestar eru tóttir Hvaleyrarsels. Um er að ræða þrjár tóttir og er ein þeirra stærst. Þarna átti að hafa gerst hryllilegur atburður um 1880 er smali fann seljastúlku rifna á hol niður við vatnið. Var talið að nykur í vatninu hafi leikið stúlkuna svo illa. Um nykur þennan sagði sagan að hann væri annað hvert ár í Hvaleyrarvatni, en hitt árið í Urriðakotsvatni. Sást til hans oftar en einu sinni.
Ássel – tilgáta; ÓSÁ.
Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn á a.m.k. tveimur stöðum og síðar um hríð í Kaldárseli. Höfðinn ofan við selin heitir Selshöfði. Á honum eru hringlaga hleðslur, sem fróðir menn segja vera gamla fjárborg, í heimildum nefnd „Borgin“. Skammt frá þeim er annað mannvirki, nánast jarðlægt. Ekki er með öllu útilokað að þarna geti verið um að ræða leifar mannvirkis frá hernum, en Bretarnir voru þarna svo til út um allar hæðir á heimstyrjaldarárunum. Enn má sjá hlaðin mannvirki þeirra á nokkrum stöðum á Ásfjalli, Grísanesi, Svínahöfða og víðar.
Hvaleyrarsel – tilgáta (ÓSÁ).
Í Selshöfða sunnanverðum sést til hleðslna á barði. Þar er sagt að hafi verið fjárhús, en öllu sennilegra er að þar hafi verð stekkur frá Hvaleyrarseli.
Stórhöfði er sunnan dals á milli hans og Selshöfða. Í botni dalsins er mikil gróðurtorfa, en að öðru leyti er dalurinn nú gróðurlaus. Líklegt má telja að dalurinn hafi verið algróin á öldum áður og hafi hann þá verið notaður til beitar, en fénu haldið að Hvaleyrarvatni vegna vökvans. Uppi á grasbala er þar enn ein rústin frá þeim tíma.
Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.
Gangan tók um 1 og ½ klst. Veður var frábært – lygnt og hlýtt.
Hvaleyrarvatn.
Valbjargargjá – sundlaug
Valabjargargjá er með fallegri stöðum á Reykjanesi, en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925-30. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór sytlaði í gjánna og einnig byggði hann yfir laugina og útbjó þrep niður í gjánna.
Sundlaugin á Reykjanesi.
Reykjanes er ysta táin á Reykjanesskaga. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram. Á Reykjanesi ber mest á Skálafelli, sem er hæsta fellið, og Valahnúk eða Valahnúkum, sem er(u) yst. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju ári, enda brýtur hafaldan úr honum nánast í hverju roki. Yst á tánni eru svokallaðar Skemmur. Þar hefur sjór brotið hella undir efsta hraunlagið og hafa hellisþökin sums staðar brotnað niður. Þetta veldur því að þegar hvasst er og álandsvindur (suðvestan) þá brotnar hafaldan með miklum dyn inn í hellana og standa svo gosstrókar upp um götin. Er þetta oft mikið sjónarspil.
Reykjanes – sundlaug.
Austan í Valahnúk er draugshellir nokkur er getið er um í þjóðsögum. Austan við Valahnúk er og gjá nokkur, sem nefnd er Valborgargjá. Í henni er hraungjóta nokkur eða sprunga með vatni, sem áður var volgt. Yfir hana var byggt hús eða skúr snemma á 20. öld og þar kennt sund áður en sundlaugar komu til sögu í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaga og man enn margt eldra fólk eftir því er það var að læra að synda þar. Á ströndinni utan við Valbjargargjá er Valahnúkamöl, stórgrýtt fjara þar sem allir steinarnir eru lábarðir og núnir. Margir telja að nafnið Valbjargargjá sé afbökun, því að Valahnúkur heitir líka Valabjörg, og gæti gjáin þá augljóslega heitið Valabjargagjá, sem hefði afbakast í Valbjargargjá og Valborgargjá.
Valbjargargjá.
Á Reykjanesi var fyrsti viti á Íslandi reistur árið 1878. Hann var uppi á Valahnúk. Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Hann var reistur á Bæjarfelli um 400 m frá Valahnúk. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli, að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann. Frá Reykjanesi er óslitið haf allt til Suðurskautslandsins.
Fyrir Reykjanes liggur erfið siglingaleið, sem er sú fjölfarnasta við strendur landsins. Það er sundið á milli Reykjaness og Eldeyjar, sem heitir Húllið. Í Húllinu er Reykjanesröst, sem er straumþung og getur bára orðið þar mjög kröpp í vissum áttum og eftir sjávarföllum.
Clam á strandsstað.
Reykjanes hefur löngum verið slysasamt fyrir sæfarendur. Eitt mesta strand þar varð árið 1950 er olíuskipið Clam strandaði þétt upp við hamravegginn sunnan Valahnúks. Um 50 manns voru í áhöfn, helmingur Kínverjar og helmingur Englendingar. Hluti áhafnarinnar fór í björgunarbáta, en hluti var um kyrrt í skipinu. Allir sem fóru í björgunarbáta fórust, en hinum var öllum bjargað af björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni „Strandið“ eftir Hannes Sigfússon, en hann var einmitt á Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.
Heimildir m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanes
Valahnúkur.
Urðarás – brothringur
Gengið var frá Sprengilendi (ekki er vitað af hverju nafnið er dregið) rétt innan við hreppamörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar, yfir Alfaraleið, um Taglhæð og stefnan tekin á Lónakotssel undir Skorás. Skorásvarðan sést vel ofanvert. Skorásinn er þversprunginn klapparveggur og ber hæðin því nafnið með réttu. Taglhæðin er á mörkunum þar sem hún rís suðaustur af Sprengilendinu. Taglhæð er flöt en mikil um sig og liggur rétt fyrir ofan Alfaraleiðina. Suður af selinu eru Krossstapar, fallegir klofnir hraunhólar.
Kyrrt var í Lónakotsselinu þennan gamlárdagsmorgun. Jörð var alauð, ekki hreyfði strá og tóftirnar kúrðu undir Skorásnum. Ofan við selið og vestan við neðsta krossstapann eru greni. Þar er skúti, sem hlaðið hefur verið fyrir að hluta.
Urðarás er suður af efsta Krossstapanum í Almenningi, mjög stórt jarðfall sem snýr í suður-norður. Jarðfallið er umlukið björgum en ofan í því er töluverður gróður. Ein heimild segir að kerið heita Urðarás og er það nafn vel við hæfi. Vestan í jarðfallinu er Urðarásgrenið og reyndar er fleiri greni þarna á næsta leiti. Gróðurinn gæti verið tilkominn vegna skjólsins í lægðinni.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig nafnið Urðarás er til komið. Gæti það m.a. verið með tvennum hætti; annars vegar vegna sérstöðu og ólíks umhverfis. Orðið ás stendur jafnan fyrir hæð, en umhverfis Urðarás eru háir barmar, líkt og á Krossstöpunum þarna norðar.
Urðarás er merkilegt jarðfræðifyrirbæri; Urðarás. Um er að ræða svenefndan „brothring“. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt sér leið upp með þeim afleiðingum að rásþakið hefur brotnað upp og síðan sigið niður aftur þegar glóandi hraunið flæddi undan. Sambærileg fyrirbæri má sjá á og við stærstu hella landsins, s.s. í Hallmundahrauni. Ólíklegt, enda var það ekki að sjá, að hraunkvikan hafi náð upp á yfirborðið, en hins vegar náðst að tæmast eftir öðrum leiðum eftir að þakið brast. Nokkurn veginn jafnslétt er neðan brothringssins, en svolítill halli ofan hans. Þessar aðstæður gætu skýrt það að ekkert hraun hafi komið upp úr annars djúpri rásinni. Eftir stendur stórbrotinn „brotadalur“ í miðju hrauni. Þetta eru algeng fyrirbæri á Hawai og víðar þar sem hraun renna í kvikugosum. Gaman er að eiga a.m.k. eitt slíkt á Reykjanesskagnum, og það eitt hið fallegasta á landinu.
Lónakotssel.
Erfitt er fyrir óvana að finna Urðarás á færi, en hann er þess greinilegri úr loftið séður. Ekki er ólíklegt að ætla, enda hefur það sennilega aldrei verið gert, að skoða syðst í jarðfallinu hvort þar, neðst, kynnu að leynast göng á stórum helli, en ætla má, og önnur dæmi sýna slíkt, að í slíkum tilvikum er þetta gerist, er um mikið magn af glóandi hraunkviku í neðanjarðarrásum að ræða. Hún hefur komið niður frá eldstöðinni í Hrúatgjárdyngju, en neðan Urðaráss er tiltölulega slétt hraun. Þar hefur rennslið verið litið og því glóandi kvikan ekki náð að renna áfram að ráði. Afleiðingin, eða afurðin, var þetta merkilega jarðfyrirbæri.
Til fróðleiks er gaman að geta þess að þetta jarðfræðifyrirbæri hafði verið uppgötvað hér á landi löngu áður en erlendir vísindamenn uppgötvuðu merkilegheit þess. Þannig var að á vísindaráðstefnu erlendis á níunda áratugnum fjallaði vísindamaður um nýlega uppgötvun; brothringi á Hawai. Að fyrirlestri loknum stóð íslenskur vísindamaður upp og sagði þetta varla geta talist merkilegt því einn vísindamanna Íslands, Kristján Sæmundsson, hefði þá tveimur áratugum fyrr ritað um fyrirbærið í Sunnudagsblað Tímans. Þar lýsti hann brothringjum hér á landi. Hin nýlega uppgötvun teldist því til þeirra eldri á Íslandi.
Urðarás.
Upplýsingar hafði borist frá helsta hraunhellasérfræðingi heims, Chris Wood, að sennilega hafi Urðarás og svæðið þar fyrir ofan að geyma geysistóran hraunhelli. Brothringir myndast er stórar hraunrásir neðanjarðar á gostíma stíflast og þær brjóta af sér þakið vegna mikils þrýstings. Þegar glóandi hraunið nær að renna á ný fellur þakið niður og brothringurinn verður til. Þannig opnast stærstu og þekktustu hraunhellar landsins í brothringjum.
Líklegt má telja að hin stóra hraunrás geti verið á nokkru dýpi, en það gefur jafnframt von um að hún geti verið nokkuð heilleg. Hraunið kom úr Hrútargjárdyngju fyrir u.þ.b. 5000 árum. Hrútagjárdyngjuhraun ná frá Hvaleyrarholti að Vatnsleysuströnd (Vatnsleysuvík).
Nú var ætlunin að gaumgæfa Urðarásinn eins vel og mögulegt var með tilliti til framangreinds. Þegar svæðið var sett í samhengi og skoðað vandlega uppgötvaðist a.m.k. þrennt: Í fyrsta lagi virðast Krossstaparnir (Miðkrossstapi og Hraunkrossstapi vera í beinni línu við Urðarás og hafa myndast með mjög svipuðum hætti. Í öðru lagi var ekki að finna op niður í rás í Urðarásnum sjálfum, enda ólíklegt að hún finnist eða sé til staðar. Bæði er það vegna þess að þrýstingur glóandi hraunkvikunnar í rásinni hefur stöðvast á milli kvikuhólfanna eftir að hafa náð að þrýsta upp þakinu og mynda hraunhóla. Glóandi kvikan náði síðan að bræða grannbergið og renna frá þannig að hólarnir (þökin) sigu niður í miðjunni, en storknir jaðrarnir stóðu eftir.
Urðaráshellir.
Í þriðja lagi fannst fallegur hellir vestan við Urðarás. Þegar svæðið í kringum ásinn var skoðað komu í ljós nokkrir skútar þar sem hraunkvika hefur streymt um. Þeir eru flestir stuttir, nema einn. Þegar kíkt var til hliðar inn undir grunnt jarðfall komu í ljós fyrirhleðslur fyrir rásop. Einhver hafði hlaðið upp í opið að hálfu, sennilega til að koma í veg fyrir að fé rataði þangað inn, en inni var slétt gólf. Eftir að hafa fært hleðsluna var komið inn í 10-15 metra langan rýmilegan helli, hér nefndur Urðaráshellir. Út frá honum á þremur stöðum voru lág op, ekki þó nægilega rýmilega fyrir mann. Eitt opanna er sérstaklega áhugavert. Það er kringlótt. Þegar lýst var inn var að sjá miklu mun víðari rás, en vegna myrkurs þar inni var ekki hægt að áætla rýmið. Áhugavert væri að láta myndavélarana þarna inn og skoða hvað þar kann að leynast. Bein voru í hellinum. Líklega hefur refur borið þau þangað.
Skjól við Urðarás.
Ljóst er að Urðarásinn hefur myndast með svipuðum eða eins hætti og Krossstapanir norðan hans. Ásinn er efstur og þar hefur stærsta kvikuhólfið verið. Sunnan Urðaráss er þunnt en úfið apalhraun, sem runnið hefur í mjórri ræmu til norðurs milli hans og norðvesturbakka Skógarnefs. Líklegt er að það hraun hafi fundið sér leið upp á yfirborðið úr þessari stóru rás miklu mun sunnar, eða einhverri annarri. Ef svo er minnka enn líkur á að sú stóra rás, sem þarna hefur verið, muni finnast. Hraunið á þessu svæði er blandað; annars vegar slétt helluhraun vestan Krossstapanna og hins vegar úfið apalhraun sunnan við þá og austan.
Krossstaparnir eiga að vera þrír. Getum hefur verið leitt að því hver þriðji krossstapinn er og hafa nokkrar fjarrænar tillögur komið fram. Langlíklegast er að Urðarásinn sé sá, sem leitað hefur verið að. Bæði er aðkoman að honum lík og að hinum tveimur norðan hans þótt hann sé sýnu umfangsmestur og þá eru þeir allir í svo til beinni línu með jöfnu millibili. Urðarásinn er bæði við úfnara hraun, auk þess sem meira „hraun“ er í honum en hinum tveimur. Hraunkrossstapi væri því réttnefni á hann, en það nafn hefur krossstapinn norðan hans borið.
Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.
Urðarás.
Lambastaðasel – Erferseyjarsel – Viðeyjarsel/Bessastaðasel
Í „Fornleifaskráningu í upplöndum Kópavogs“ árið 2020 er m.a. getið um „Erferseyjarsel-Viðeyjarsel“.
Gömlubotnar- tóftir.
Selið er staðsett við skátaskálann í Lækjarbotnum. Þar segir í skráningunni: „Sel? – Á grónum stalli um 70 m ASA frá skátaskála í Gömlubotnum (Lækjarbotnum) og 20 m VSV frá læk (Botnalæk). Veggir úr torfi og grjóti, 1-2 m breiðir og 0,2-0,4 m háir. Dyr eru á V-langvegg. Rústin er eilítið uppblásin að vestanverðu en annars gróin að innan. Í eða við vegg rústarinnar hefur verið plantað trjám.
Í Örnefnaskrá segir að sel hafi verið frá Viðey inn með Gömlubotnum. (Örnefnaskrá. Hólmur.)
Athugasemdir og viðbætur: Þessi rúst gæti verið umrætt sel, annaðhvort tvær kynslóðir eða sel frá mismunandi býlum. Í Jarðabók segir að Örfyrisey hafi átt í seli undir Selfjalli (Jarðabók 1982:254).“
Lækjarbotnir – tóftir.
Vitnað er í eftirfarandi heimildir: -Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Árbæjarsafns XLVI. Reykjavík 1995. -Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. III. bindi. Ljóspr. útgáfa. Reykjavík 1982. -Örnefnaskrá. Hólmur. Athugasemdir og viðbætur. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Örnefnasafn.
Í framangreindri fornleifaskráningu fyrir Kópavog er ekki getið um Viðeyjarsel, sem jafnframt var um tíma notað sem selstaða frá Bessastöðum. Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöðu frá Bessastöðum. Um Erfersey segir: „Selstöðu á jörðin undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Sels frá Viðey er ekki getið í Jarðabókinni, enda Viðeyjar ekki getið þar sem sjálfstæðrar jarðar, jafnvel þótt ýmsar nálægar aðrir ættu henni víðtækar kvaðir að gjalda.
Lækjarbotnar – fornleifar.
Örfirisey átti selstöðu í Lækjarbotnum og hafði í seli og hafði svo verið vegna landleysis jarðarinnar. Selið var líklega aflagt árið 1799, þegar byggð í Örfirisey fór í eyði eftir Básendaflóðið. Lækjarbotnar var efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og í þjóðbraut, því þarna inn við Selfjallið lá gamla leiðin um Lækjarbotna. Þetta nýbýli var því vinsæll áningarstaður bænda úr austursveitum á kaupstaðarferð til Reykjavíkur og ekki síður á austurleið. Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum (1876-1957) flutti húsið á árunum 1904-1910 að þjóðveginum sem lá um Fossvallaklif og rak þar greiðasölu.
Lögberg.
Í manntalinu 1910 er býlið nefnt Lögberg/Lækjarbotnar og er líklegt að þá hafi verið farið að nefna eldra bæjarstæðið Gömlubotna. Guðmundur gaf Skátasambandi Reykjavíkur land í Gömlubotnum og reistu þeir þar árið 1929 fyrsta útivistarskálann á Íslandi. Hann var nefndur Væringjaskálinn og var fluttur á Árbæjarsafn árið 1962 og endurbyggður þar. Fimm fornminjar eru skráðar í Gömlubotnum: Fjárhús, rétt, sel, fjárból og rúst.
Örfirisey, Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.
Lambastaðasel.
Við nánari athugun má þó ætla að selstaða hafi um tíma verið forseda nýbýlisins á sínum tíma. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma bæjarstæðið, auk búskapar (beitarhús) frá Lögbergi. Tóftir Lambastaðaselsins eru þó allnokkru norðar, norðan við Fossvallaklifið, enn óskráð.
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að “býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.
Viðeyjarsel.
Sel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.” Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að jörðin Örfirisey hafi verið landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.”
Í lýsingu Viðeyjar segir “selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.”
Bessastaðasel í Lækjarbotnum.
Í lýsingu fyrir Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703, sem fyrr segir. Selhólar er hins vegar vestan við „meint“ Erferseyjarsel“ í Lækjarbotnum. Þar mótar enn fyrir nokkrum tóftum á skjólsælum stað skammt frá nálægum læk. Nýtt hús á vegum starfsmannafélags Landsbankans hefur nánast verið byggt ofan í tóftirnar. Þessar tóftir hafa aldrei ratað inn í fornleifaskráningar.
Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur af minjunum í Lækjarbotnum af Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og Örfiriseyjarseli, auk uppdráttur af selstígunum, en þeirra er ógjarnan getið í einstökum fornleifaskráningum þegar slíkra minja er getið.
Heimild:
-Fornleifaskráning í upplöndum Kópavogs, Bjarni F. Einarsson, 2020.
-https://ferlir.is/videyjarsel/
Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.
Smiðjuhóll[inn] – álagablettir
Menn trúðu því að voldugar landvættir byggju í landinu. Skjaldamerkið ber þess glöggt vitni. Mikilvægt var að gera þær ekki reiðar og til dæmis var bannað að sigla að landinu á víkingaskipum með ógnandi drekahöfðum. Í Landnámu segir: „Það var upphaf hinna heiðnu laga, að menn skyldu eigi hafa höfðuð skip í haf, en ef þeir hefðu, þá skyldu þeir af taka höfuðið, áður en þeir kæmu í landsýn og sigla eigi að landi með gapandi höfðum né gínandi trjónu svo að landvættir fældust við.“
Landsmenn hafa líka lengi trúað að huldufólk og jafnvel tröll byggju í klettum, hólum og fjöllum. Svæði, sem eru þessum verum kær, verða menn að umgangast af mikilli varkárni og þeir voru stundum kallaðir álagablettir. Strangar umgengisreglur hafa jafnan gilt um þessa staði – og ekki að ástæðulausu.
Í Þjóðminjalögunum eru álagablettir taldir til fornleifa sbr.; „álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð“. Það er skýrt af þessari skilgreiningu að fornleifar eru ekki aðeins öll mannvirki heldur einnig staðir sem á einn eða annan hátt tengjast menningu og atvinnuvegum, hvort heldur sem eru vöð eða álagablettir. Þessari víðu skilgreiningu hefur verið fylgt við gerð fornleifaskrárinnar og í anda hennar eru einnig skráðir staðir eins og orrustustaðir, skilgreinanlegir staðir þar sem atburðir, sem tengjast sögu og bókmenntum Íslands, hafa átt sér stað og staðir þar sem draugar hafa átt að hafa búið.
Mikil áhersla er lögð á að einungis fornleifafræðingar komi að málum þegar þarf að hreyfa við minjum, þetta er vegna þess að umhverfi fornleifanna segir oft jafnmikla sögu og fornleifarnar sjálfar. Óþjálfað auga getur ekki greint þetta og þegar búið er að raska umhverfinu þá verður aldrei aftur snúið.
Það sem virkar sem lítt spennandi þúfur og órækt í okkar augum getur hulið merkar minjar frá liðinni tíð. Mjög stór hluti af þeim minjum sem hafa fundist komu í ljós vegna ýmiskonar framkvæmda og einnig vegna jarðvegseyðingar. Vandinn í dag er að jarðvegstæki eru svo stórtæk og fljót að hætta er á að menn taki ekki eftir ef þeir grafa í gegnum minjar. Því er afar mikilvægt að fara varlega þegar ráðist er í framkvæmdir.
Álagablettir voru fyrstu friðlýstu svæðin. Til eru margir Hulduhvammar, Álfhólar, Tröllaborgir og Dvergasteinar. Álagablettir munu vera margfalt fleiri á Íslandi en byggð ból, þótt flestir séu þeir nú gleymdir.
Þótt Grindavík sé ekki stór bær eru þar t.a.m. margir álagablettir. Einn álagablettur sem er nokkrir þeirra eru inni í miðjum bænum. Þessa bletti mátti aldrei slá. Óhöpp yrðu ef blettur væri sleginn. Í þessum tilvikum er einungis um gróna hraunhóla að ræða, en margir álagablettir eru á og við gróin tún. Í fornleifaskráningu (ÓSÁ) fyrir Úlfarsá segir m.a. um svonefnda Álagabrekku: “Þau álög voru á brekkunni að ekki mátti slá hana, þá átti besta kýrin að deyja og hjónin á bænum líka. Þetta þótti ganga eftir árið 1918. Þá bjó Jón Kristjánsson lagaprófessor á Úlfarsá og sló brekkuna. Þá fékk kýrin nagla í vélindað og drapst. Svo kom spænska veikin og þau hjónin dóu bæði. Að sögn mun lítill flatur hóll um 10 m vestan við inngang íbúðarhússins á Úlfarsá vera til kominn þannig að þar hafi verið grafin öll föt einhvers sem látist hafi úr spænsku veikinni. Um 1975 voru vistmenn að slá hólinn þegar kona fótbrotnaði á tröppunum á Úlfarsá. Ári síðar endurtók sagan sig. Þá datt lítill drengur í tröppunum og hjó sundur á sér vörina.”
Fátt hefur staðist jafn vel tímans tönn og trú Íslendinga á helgi álagablettanna sem finna má í hverri sveit og skipta hundruðum í landinu öllu. Enn þann dag í dag njóta staðir þessir friðhelgi og til eru bæði gamlar og nýjar sögur af óhöppum og slysförum sem tengjast brotum á bannhelginni.
Fornleifar eru fyrst og fremst minjar um manneskjuna, þ.e. bústaði, framkvæmdir, verkfæri, hluti hvers konar og einnig geta fornleifar verið náttúrulegir hlutir sem minningar tengjast, t.d. álfasteinar1. Fólk finnur fornleifar víðsvegar, t.d. grafnar í jörðu, í hellum, á hafsbotni, jafnvel liggjandi á víðavangi og inn í húsum.
Allir minjar sem eru eldri en 100 ára njóta verndar Fornleifaverndar ríkisins og hefur sú stofnun ein heimild til að gefa leyfi til rannsókna og hvers konar annarrar meðhöndlunar.
Þegar hlutirnir hafa hins vegar verið skráðir inn á safn þá njóta þeir verndar Þjóðminjasafnsins.
Byggðasöfn hafa mörg hver sýnt fornleifar frá sínu svæði enda uppfylla húsakynni þeirra þau skilyrði sem þjóðminjavörður setur.
Dæmi til skýringar:
Segjum að lítið bein finnist hér í bæjarlandinu. Þegar beinið er rannsakað þá kemur í ljós að það er af dýri sem einungis er að finna í Norður Ameríku. Nú er beinið aldursgreint og kemur í ljós að það er mjög gamalt, mögulega frá því um árið 1000.
Þetta er mjög spennandi, en auðvitað gæti einhver bandarískur hermaður hafa tapað beininu hér, fundið það í jörðu heima hjá sér og átt sem lukkugrip. En ef beinið hefur verið grafið upp úr jörðu af fornleifafræðingum sem hefðu skráð nákvæmlega fundarstaðinn sem er t.d. undir öskulagi sem við þekkjum sem Reykjaneselda frá 13 öld, þá er þetta bein stórmerkilegur fundur, vegna þess að það tengir okkar svæði við landkönnun Norrænna manna vestur um haf. Ef óvanir hefðu fjarlægt beinið úr jörðu þá hefðum við aldrei getað fullyrt að beinið bendi á þessi tengsl.
Smiðjuhóll við gamla Arnarnesbæinn er dæmigerður álagablettur. En hvers konar álög er þarna um að ræða?
Skv. upplýsingum Gunnars Benediktssonar, þess er manna fróðastur er um minjar í landi Garðabæjar kemur m.a. fram að „Smiðjuhólsins (m. greini) er getið í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar eftir Guðlaug R. Guðmundsson (Gbæ 2001, bls.139). Hólsins er og getið lauslega í örnefnaskrá Gísla pól Sigurðssonar, sem þó er líklega ekki hin „opinbera“ gerð skrárinnar. Til hennar (hinnar „opinberu“) vísar Guðlaugur í fyrrn. bók. Er augljóslega fyllri. – Frásögnin í bók Guðlaugs þykir mér benda til þess að þar kunni að hafa verið huslað hræ miltisbrandsdauðrar skepnu. Slíkir staðir urðu oft að álagablettum eða taldir hættulegir eftir að tilefnið gleymdist. Ég hef ekki komið að hólnum sjálfur. Hafði reyndar lítinn áhuga á álagablettum þar til að upp fyrir mér rann hugsanlegt samband blettanna við miltisbrandinn. Það gerðist við lestur þjóðsagna frá Vesfjörðum, þar sem það er nánast sagt berum orðum (Hattadalur í Áftafirði v/Djúp).
Ég fór að athuga ljósmyndir sem ég tók í námunda við Arnarnestúnið gamla í sumar og þar má sjá töluverðan hól í jaðri byggðar, vestur af beygjunni, sem er sunnarlega í götunni. Hóllin virðist inni á milli lóða syðst á gamla Arnarnestúninu eins og ég þykist muna eftir því. Það hefur ekki verði byggt nema á smá hluta þess. (Hinu má ekki gleyma að hugsanlega sé þetta „afgangur“ frá gatna- eða lóðagerð síðari tíma). Enginn annar hóll er þarna sjánlegur, sem mér finnst koma til greina, eftir að ég sá þennan.“ Umræddur hóll er inni á afskiptu svæði milli hús 24 og 26 við Hegranes.
Miltisbrandur er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Hann kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þó hann geti borist í menn og fugla. Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi.
Ekki er langt síðan hross á Vatnsleysuströnd drápust eftir að hafa komist í snertingu við miltisbrand.
Miltisbrandur er þekktur sjúkdómur um heim allan frá fornu fari. Páll A. Pálsson hefur fjallað um miltisbrand á Íslandi í Bók Davíðs, Háskólaútgáfan, 1996, bls. 545-558). Páll kallar sjúkdóminn miltisbruna og bendir á að hann hafi gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi svo sem miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem áttu uppruna í Afríku. Fyrir skömmu kom upp miltisbrandsblandaður jarðvegur við uppgröft í landi Hraunsholts í Garðabæ. Mikill viðbúnaður var settur af stað í gær vegna hugsanlegrar hættu og framkvæmdir voru stöðvaðar (sjá Miltisbrandur).
Ljóst er að dæmin sanna þegar að svonefndir álagablettir hafa í sumum tilvikum a.m.k. átt tilurð sína að rekja til urðunar sýktra hræja fyrrum og frekari röskun á álagablettum á eftir að fjölga slíkum dæmum.
Heimildir m.a.:
-ismennt.is
-wikipedia.org
-influensa.is
Þorbjarnarstaðaborg – Fornasel – Straumssel – Lónakotssel – Þorbjarnastaðir
Gengið var um Brunntorfur að Þorbjarnastaðafjárborginni í Kapelluhrauni, upp í Fornasel og Gjásel í Almenningum, yfir í Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel, niður í Óttarstaðafjárborgina, um Alfaraleið að Gvendarbrunni og áfram niður að Þorbjarnastöðum.
Þorbjarnastaðir.
Getgátum hefur verið leitt að nafninu Brunntorfur. Á sumum kortum er það skráð Brundtorfur, þ.e. tengist brundtíð. Brunntorfur hefur skírskotun til brunns eða vatns á svæðinu, sem reyndar er ekkert á þessu svæði. Þriðja skýringin er að þar hafi átt að standa Bruntorfur, sbr. Brunatorfur eða Brunahraun. Hins vegar er í Brunntorfum rúmgott fjárskjól, sem ekki ólíklega hefur verið fyrir sauði.
Þorbjarnastaðaborgin stendur á jarðri Kapelluhrauns. Hún er fallega og vandlega hlaðin úr hraungrýti af börnum Þorbjarnarstaðahjóna um aldamótin 1900.
Víða í hrauninu má sjá mannvirki er tengst hafa fjárbúskapnum fyrrum, en þessi fjárborg er mest þeirra.
Þorbjarnarstaðaborg.
Fornasel er á grónum hraunhól suðvestan við Þorbjarnarstaðaborgina. Ofan við selið er há varða á hraunhól. Stórt og gott vatnsstæði er við seltóftirnar. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur gróf í tóftirnar fyrir stuttu síðan. Taldi hann þær vera frá því á 14. eða 15. öld.
Gjásel er einnig á grónum hraunhól, norðvestan við Fornasel. Lægð er við tóftirnar, sem að öllum líkindum hefur verið vatnsbólið. Norðan undir hæðinni er hlaðinn stekkur í skjóli.
Fornasel – tóft.
Stefnan var tekin til vesturs, yfir að Straumsseli. Varða á hól vísar leiðina að selinu. Þegar komið var yfir hólinn blöstu tóftir og garðar við. Straumselið var nokkuð stór því þar byggðist upp bær, sem búið var í um tíma. Seltóftirnar sjálfar er suðaustan við bæjartóftirnar. Þar við er stekkur. Vatnsbólið er norðan við megintóftirnar, við vörslugarðinn. Í kringum Straumssel eru allnokkur mannvirki, tengd búskapnum, s.s. Neðri-Straumsselshellar og Efri-Straumsselshellar. Straumsselið hefur GPS-staðsetningapunkt, sem auðvelt er að leggja á minnið, eða 6401000-2201000.
Óttarsstaðasel.
Gengið var yfir í Óttarstaðasel og síðan Lónakotssel. Stígur er á milli seljanna og er u.þ.b. 20 mínútna gangur á milli hvers þeirra. Mannvirki eru allnokkur, s.s. fjárskjól, stekkir, nátthagar og vatnsstæði.
Haldið var norður Lónakotsselsstíg, gengið yfir að Óttarstaðafjárborginni. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.
Alfarleiðin var gengin til austurs, framhjá Gvendarbrunni að Þorbjarnastöðum.
Óttarsstaðaborg.
Kristnitakan
Í LANDNÁMSBÓK (Sturlubók), 100. kafla, segir m.a.: „Þorgrímur Grímólfsson var bróðurson Álfs; hann fór út með honum og tók arf eftir hann, því að Álfur átti ekki barn. Sonur Þorgríms var Eyvindur, faðir Þórodds goða og Össurar, er átti Beru, dóttur Egils Skalla-Grímssonar. Móðir Þorgríms var Kormlöð, dóttir Kjarvals Írakonungs.“
Nefndur Þóroddur var á Þingvöllum er Þorgeir Ljósvetningagoði hvað upp úrskurð um að kristni skyldi framvegis verða trú landsmanna.
En hið næsta sumar eftir fóru þeir austan og prestur sá, er Þormóður hét, og komu þá í Vestmannaeyjar, er tíu vikur voru af sumri, og hafði allt farist vel að. Svo kvað Teitur þann segja, er sjálfur var þar. Þá var það mælt hið næsta sumar áður í lögum, að menn skyldu svo koma til alþingis, er tíu vikur væru af sumri, en þangað til komu viku fyrr. En þeir fóru þegar inn til meginlands og síðan til alþingis og gátu að Hjalta, að hann var eftir í Laugardali með tólfta mann, af því að hann hafði áður sekur orðið fjórbaugsmaður hið næsta sumar á alþingi um goðgá. En það var til þess haft, að hann kvað að lögbergi kviðling þennan: Vil ég eigi goð geyja; grey þykir mér Freyja.
kom þar ríðandi Hjalti og þeir, er eftir voru með honum. En síðan riðu þeir á þingið, og komu áður á mót þeim frændur þeirra og vinir, sem þeir höfðu æst. En hinir heiðnu menn hurfu saman með alvæpni, og hafði svo nær, að þeir myndu berjast, að eigi um sá á milli. En annan dag eftir gengu þeir Gissur og Hjalti til lögbergs og báru þar upp erindi sín; en svo er sagt, að það bæri frá, hve vel þeir mæltu. En það görðist af því, að þar nefndi annar maður að öðrum votta, og sögðust hvorir úr lögum við aðra, hinir kristnu menn og hinir heiðnu, og gengu síðan frá lögbergi. Þá báðu hinir kristnu menn Hall
settist hann upp og gjörði orð, að menn skyldu ganga til lögbergs. En þá hóf hann tölu sína upp, er menn komu þar, og sagði, að honum þætti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyrir mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að þáð mundi að því ósætti verða, er vísavon var, að þær barsmíðir gjörðust á
Sagan segir að hraun hafi runnið á Hellisheiði, er Alþingi var haldið, skammt frá Þingvöllum og stefnt í átt að bæ eins kristna höfðingjans [Þórodds goða]. Töldu heiðnir menn að þetta væri merki um að guðirnir reiddust. Á þá Snorri Þorgrímsson á Helgafelli að hafa mælt „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ og þótti sýna mikla skynsemi.
Í Íslendingabók Ara fróða (rituð um 1130) segir um framangreindan atburð árið 999 eða 1000:
„Ólafur konungur Tryggvason, Ólafssonar, Haraldssonar hins hárfagra, kom kristni í Noreg og á Ísland. Hann sendi hingað til lands prest þann, er hét Þangbrandur og hér kenndi mönnum kristni og skírði þá alla, er við trú tóku. En Hallur á Síðu Þorsteinsson lét skírast snemmhendis og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdali og Gissur hinn hvíti Teitsson, Ketilbjarnarsonar, frá Mosfelli, og margir höfðingjar aðrir; en þeir voru þó fleiri, er í gegn mæltu og neituðu. En þá er hann hafði hér verið einn vetur eða tvo, þá fór hann á braut og hafði vegið hér tvo menn eða þrjá, þá er hann höfðu nítt. En hann sagði konunginum er hann kom austur, allt það, er hér hafði yfir hann gengið, og lét örvænt, að hér myndi kristni enn takast. En hann varð við það reiður mjög og ætlaði að láta meiða eða drepa okkar landa fyrir, þá er þar voru austur. En það sumar hið sama komu utan h ðan þeir Gissur og Hjalti og þágu þá undan við konunginn og hétu honum umsýslu sinni til á nýjan leik, að hér yrði enn við kristninni tekið, og létu sér eigi annars von en þar myndi hlýða.
En þeir Gissur fóru, uns þeir komu í stað þann í hjá Ölfossvatni, er kallaður er Vellankatla, og gjörðu orð þaðan til þings, að á mót þeim skyldi koma allir fulltingismenn þeirra, af því að þeir höfðu spurt, að andskotar þeirra vildu verja þeim vígi þingvöllinn.
En fyrr en þeir færu þaðan, þá
á Síðu, að hann skyldi lög þeirra upp segja, þau er kristninni skyldu fylgja; en hann leystist því undan við þá, að hann keypti að Þorgeiri lögsögumanni, að hann skyldi upp segja, en hann var enn þá heiðinn.
En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð; en morguninn eftir
milli manna, er landið eyddist af. Hann sagði frá því, að konungar úr Noregi og úr Danmörku hefðu haft ófrið og orrustur á milli sín langa tíð, til þess uns landsmenn gjörðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi. En það ráð gjörðist svo, að af stundu sendust þeir gersemar á milli, enda hélt friður sá, meðan þeir lifðu. „En nú þykir mér það ráð,“ kvað hann, „að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggja hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slfta og friðinn.“ En hann lauk svo máli sínu, að hvorirtveggja játtu því, að allir skildu ein lög hafa, þau sem hann réði upp að segja. Þá var það mælt í lögum, að
allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér; en um barna útburð skyldu standa hin fornu lög og um hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjórbaugsgarði, ef vottum um kæmi við. En síðar fáum vetrum var sú heiðni af numin sem önnur.
Þennan atburð sagði Teitur oss að því, er kristni kom á Ísland.“
Heimild:
-Morgunblaðið, 30. júní 2000, bls. C8-C9.
-Landnáma (Sturlubók).
-Íslendingabók.
Þingvellir.
Mávahlíðar – Mávahlíðarhnúkur – Konugjá – Fjallsgjá
Gengið var frá Trölladyngju á Núpshlíðarhálsi um Eldborg og Einihlíðar með stefnu á Mávahlíðar og Mávahlíðarhnúk. Þaðan var haldið yfir að Fjallsgjá norðan við Fjallið eina norðan Hrútargjárdyngju og endað á Krýsuvíkurvegi.
Dóruhellir.
Trölladyngjan er 375 m.y.s. Hún er formfagurt móbergsfjall. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Þar er og mikill jarðhiti á ýmsum stöðum, t.d. í Sogunum. Um þau rennur Sogalækur.
Höskuldarvellir er grasslétta yfir hrauninu vestur af Trölladyngju. Þangað liggur farvegur frá Sogalæk. Rennur hann niður á vellina í leysingum og hefur myndað það mikla landflæmi og gróðurbreiðu með framburði sínum. Höskuldarvellir munu vera ein stærsta samfellda graslendi í Gullbringusýslu eða um 100 ha.
Eldborgin í dag.
Eldborgin norðan Trölladyngju hefur verið afmynduð með efnistöku. Sennilega hefur hún einhvern tímann verið eitt af djásnum Reykjanesskagans. Ef væntumþykjan og virðingin fyrir umhverfi og náttúru hefðu orðið efnishyggjunni yfirsterkari þegar ákvörðun um eyðilegginguna var tekin, væri Eldborgin nú margfalt verðmætari en krónurnar, sem fengust fyrir kápuna af henni á sínum tíma. En skaðinn verður ekki bættur, úr því sem komið er. Nú stendur Eldborgin þarna sem minnisvarði og þörf áminning um hvað ber að varast í umgengi við náttúruna. Ekki meira um það að sinni.
Mávahlíðar.
Fallegir eldgígar eru utan í Dyngjuhálsi, eða Dyngjura
na eins og hann er stundum nefndur. Lambafellið sást vel á vinstri hönd, en framundan sást einnig vel til Einihlíða. Fallegt er að sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið niður hlíðarnar og elfan storknað í hlíðunum. Ofan við þær er nokkuð úfið hraun, en vönum greiðfært. Suðaustar blasa Mávahlíðar við. Nýrra hraunið er norðvestan við hlíðarnar, mikið jarðfall og hár hraunbakki við þær norðanverðar. Eldra hraun og grónara er ofan (sunnan) við Mávahlíðar. Gígarnir, sem það hefur komið úr, eru litlir og mynda röð samhliða sprungureininni. Frá Mávahlíðum sést vel upp í Hrúthólma, gróin skjöld í hrauninnu. Sunnar er Hrútfellið.
Mávahlíð – stígur.
Gengið var yfir að Mávahlíðahnúki austan Mávahlíða og síðan strikið tekið frá vatnsstæði við gamla götu eftir tiltölulega sléttu, en eyðilegu, helluhrauni með úfnum hraunkanti á hægri hönd. Þegar honum sleppti tók við gróið hraun með fallegum hraunæðum. Í einni þeirra var beinagrind. Leggur af dýrinu var tekin með. Við greiningu á Keldum kom í ljós að um var að ræða hrossabógslegg. Óvíst var um aldur. Beinagrindin var ekki langt frá Stórhöfðastígnum frá Stórhöfða áleiðis upp á Ketilsstíg, ofan við Mávahlíðar og Hrútafell. Annað hvort hefur hrossið orðið til þarna við gömlu leiðina, eða refaveiðimenn hafa borið þar út hræ af hrossi til að egna fyrir ref.
Hraunin milli Hálsa – loftmynd.
Skammt austar er falleg og tilkomumikil gjá, hér nefnd Konugjá, einu kvenveru hópsins að þessu sinni til heiðurs. Í gjánni er stór skúti, sem opnast hefur þegar jörðinn klofnaði og gjáin myndaðist, líkt og Hundraðmetrahellirinn ofan við Helgadal. Hann var nefndur Dóruhellir. Skútinn, sem er hinn skjólsælasti, verður að teljast álitlegur til samkomuhalds. Ofar í hæðinni eru nokkrir hellar. Að þessu sinni var gengið niður með hæðinni til austurs, að fallegum gervigíg, sem var líkt og hásæti í laginu – tilvalinn hópmyndastaður.
Suðaustar blasti Fjallið eina við í allri sinni reisn, en norðar opnaðist Fjallgjáin.
Fjallið eina.
Hún er ein af nokkrum gjám á svæðinu, en sú stærsta og lengsta. Víða er hún mjög djúp og sumsstaðar mjög breið, ekki ólík Almannagjá á köflum.
Gangan endaði á Krýsuvíkurvegi, sem fyrr sagði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir m.a.:
-www.reykjanes.is
Mávahlíðar og Trölladyngja fjær.