SG tók eftirfarandi saman um „Hallgrímshelluna„, byggt á heimildum og umfjöllun um helluna. Þar kemur m.a. fram að HPS-steinninn, sem nú er í geymslu Þjms. þarf ekki endilega að vera Hallgrímshella sú, sem um er getið í heimildum. Nafnið gæti einnig átt við um bungulaga klapparhæð, en nafnið síðan hafa færst yfir á nálægan ártalsssteininn – eða öfugt. Aðrar heimildir kveða á um að ártalssteinninn hafi verið í vörðu á Hallgrímshellu (Prestaklöpp). Spurningin er því; hvort kom á undan, eggið eða hænan.

Þórshöfn – áletrun.
„Í Árbók hins Ísl. Fornleifafélags árið 1903 er grein e. Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi og þar segir: „Milli Básenda og Þórshafnar var mér vísað á vörðubrot, er steinn væri í með áhöggnu fangamerki Hallgríms Péturssonar og ártali. Það er og svo; fangmarkið er HP; en ártalið er 1728.“
(Jón Dan á Stafnesi segir 2005: “Hallgrímshellan” var í vörðubroti á Prestsklöpp.“ Flest það sem Brynjúlfur safnaði á Reykjanesi fékk hann frá heimafólki. Allflest skoðaði hann sjálfur með eigin augum og skráði. Mest af því sem hann skráði virðist hafa verið rétt staðsett sem og rétt skráð. Brynjúlfur vandaði sig mjög, en hann skráði m.a. þjóðsögur fyrir Jón Árnason, auk þess sem hann skráði til birtingar sögur, sem hann heyrði er hann dvaldi t.d. á vertíð hjá bóndanum í Klöpp í Grindavík (Guðmundi Jónssyni) fyrir aldamótin 1900. Hvernig hann fékk ártalið 17 hundruð er ekki gott að segja. Það gæti bent til þess að hann hafi ekki séð steininn sjálfur).

Varða við Ósa.
Eftirfarandi er í endurriti frá Örnefnastofnun Íslands. Ritað eftir segulbandsupptöku, sem Guðleifur Sigurjónsson tók upp á heimili Guðm. Guðm. bónda (eldri) á Bala 24. nóv. 1986, en Guðmundur var fæddur 30. okt.árið 1902 og varð ca 95 ára gamall: „Annars var slóði hér suður með sjónum, og það er hérna á leiðinni, skammt fyrir utan Þórshöfn, hérna nær. Það er svona klapparbunga, sem er kölluð Hallgrímshella, og þar liggur vegaslóði, sem að hefur verið farinn einhverntíma, en hann er kominn undir sjó. Sjórinn gengur bara orðið yfir hann núna, en það sést fyrir því. Þegar farið er niður af þessari klapparbungu, þá sést slóði, og þar er vörðubrot og það er auðséð, að þessi vegur sem var nú farinn hérna seinna sem ég man eftir, að hann liggur mikið ofar í hrauninu heldur en þetta er. Og við þetta vörðubrot sem þarna er, þegar farið er niður af þessari klapparbungu. Þar var steinn og á honum stóð H.P.S. 1628, En það er búið að taka þennan stein, en hvert hann er kominn, það get ég ekki vitað. Ég hef verið að halda spurnum fyrir um hann, en einskis orðið vís, meira að segja ekki hjá þjóðminjaverði. Hvort setuliðið hefur tekið hann?. Hann er búinn að vera þarna síðan þetta var sett á hann.“

Hallgrímshellan á vettvangi 1964.
(Í skráningu Þjóðminjasafnsins um “Hallgrímshelluna” segir m.a. „Þungur steinn aflangur sem í er klappað stöfunum HPS og beint þar fyrir aftan er klappað ártalið 1628. Steinn þessi var rétt vestan við Þórshöfn norðan Ósabotna, fast við gamla veginn. Menn hafa viljað halda, að Hallgrímur Pétursson hafi klappað þarna fangamark sitt, en hann kom ekki að Hvalsnesi fyrr en 1644 og er aðeins 14 ára árið 1628.“ Gripurinn hefur númerið 1974-120 í safninu.)
(Ljóst er að margir vegslóðar lágu jafnan næst ströndinni, en sjórinn braut þá jafnan undir sig. Nýir slóðar voru því gerðir ofan strandar jafnóðum. Klapparbungan “Hallgrímshella” hefur verið fyrir ofan gamlan vegslóða, en ofan hennar hefur annar myndast. Það passar við aðstæður nú því Guðmundur á Bala fór með FERLIRsfélögum að klapparbungu neðan núverandi “Gamlavegar” þegar hann var að leita að áletrunarsteininum. Þá sást enn móta fyrir hluta að gamalli götu neðan “hellunnar”.

Varða við gömlu Kaupstaðagötuna.
Letursteinninn átti þá að vera á bungunni (væntanlega í vörðu). Það hafa því verið óljós nafnaskil milli bungunnar og vörðunnar (letursteinsins). Þess vegna gæti bungan alveg eins hafa dregið nafn sitt af letursteininum í vörðunni. Letursteinninn gæti einnig hafa verið í vörðu við gamla leið nær sjónum, en verið bjargað og færð ofar, yfir á holtið þar sem hún var 1974. Þá var hún ekki í neinni vörðu).
Næst kemur í sama viðtali við Guðmund:
„Ég var að halda að þetta gæti verið eftir Hallgrím Pétursson, því að hann átti nú leið þarna um þegar hann þjónaði Höfnunum, því að þessi Hallgrímshella hefur sennilega verið einhverskonar áningarstaður á leiðinni. Nú hann mynnist á hana hann Jón heitinn Thorarensen í bókinni Útnesjamenn.

Kaupstaðavegurinn við Presthól.
Ég veit nú ekkert meira um þetta, en ártalið passar víst ekki, því að hann hefði þá ekki átt að vera nema 14 ára. Hann var fæddur 1614. En ártalið var greinilegt á steininum 16Z8, fyrst kom 16, þá Z í staðinn fyrir 2, og svo 8. Þá erum við komnir suður í Þórshöfn, þar er ósköpin öll af allra handa nöfnum á klöppunum fyrir ofan Þórshöfn, alveg skelfing.“
Svo kemur aðeins meira um Hallgrímshelluna: „. . . Skarfurð byrjar þarna fyrir utan þessa klapparbungu sem ég sagði þér um Hallgrímshelluna, en Hallgrímshella er rétt fyrir sunnan og ofan, fyrir endann á Skarfurð þar sem hún endar, því þetta er langur kampur, Skarfurðin, hún nær alla leið undir Djúpuvík . . . “
(Þessi athugasemd um tölustafinn 2 á letursteininum á vel rétt á sér því hann líkist meira bókstafnum Z. Jón Thorarsensen gæti ruglað fólk í rýminu með skáldsögugerð sinni, en skáldsögu má aldrei taka til jafns við “skráðar heimildir” sbr. meðfylgjandi).

Hallgrímshellan í geymslu Þjóðminjasafnsins.
Í bókinni Útnesjamenn (skáldsögu) segir:„ Milli Grímvarar [Bárðarvarar, innsk.SG] og Útsala [Hvalsness, innsk. SG] er lág og hrjóstrug heiði, það er Tangaheiðin (Miðnesheiðin, innsk.SG). Hún er bungumynduð og ber hæst um miðbikið. Þar er á staðnum kúpt blágrýtishella, Hallgrímshellan. Við suðurenda hennar var djúpur, grasi gróinn bolli fyrrum, sem nú er löngu eyddur og uppblásinn.“ „ þegar þeir eru komnir að Hallgrímshellunni, heyrði sýslumaður til mannaferða nokkuð suður á heiðinni; …. “ Það var nokkuð áliðið dags, er hann lagði aftur af stað frá Útsölum. Hann fór aftur upp Tangaheiðina og stefndi til Hallgrímshellunnar. Þegar hann nálgaðist heiðarbunguna, blasti við honum mikið víðsýni. . .
Þegar Þorkell nálgaðist Hallgrímshelluna reikaði hugur hans til liðna tímans. Þar við helluna höfðu þau Ásdís bundizt heitum, og sameinuð sigruðu þau alla erfiðleika.“

Fornleifaskráning á Miðnesheiði – skýrsla.
(Ekki er víst að Jón Thorarensen hafi verið meðvitaður um letursteinininn og vörðuna. Einnig gæti varðan þá hafa verið fallin og letursteinninn legið einn og yfirgefinn eftir um skeið, án þess að nokkur gæfi honum gaum, umkomulaus (skáldsagnalegt)…).
Í Fornleifaskrá Miðnesheiðar eftir Ragnheiði Traustadóttur árið 2000 segir á bls. 24-25: „S-181039-40-6…
Tegund og hlutverk: Fangamark…
Heiti: „Hallgrímshella“…
Lega: 21:42:29.75—- 63:57:12.76
..Staðhættir og lýsing: Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Miðnesheiðina 1903 segir: „ Milli Básenda ….. og Þórshafnar …. “ Sjá tilvitnun hér ofar í skrif séra Brynjúlfs.
Svo segir Ragnheiður Traustadóttir: „Ritaðar heimildir geta ekki um heitið „Hallgrímshella“ sem menn eru teknir að kalla stein þennan. Engar vísbendingar fundust um aðrar mannvistarleifar en brýnt er að forvörður meti hvort og þá til hverra aðgerða þufi að grípa til þess að bjarga þessari áletrun frá glötun.
Hættumat: Hætta vegna veðrunar.“

Ósar.
(Skráningin er í heild tekin með fyrirvara.
Uppgefnir GPS-punktar passa ekki – eiga sennilega að vera: 63571276 – 22422975, þ.e. 1 breytist í 2 í 21422975 (J.G. og V.G) því þá passar staðsetningin við HP-áletrunina ofan við Þórshöfn. Hitt hnitið er í Heiðinni há. Þá hafa rústir Gamla-Kirkjuvogs færst austar, eða í Djúpavog, en þar eru einnig tóftir o.fl.)
Hér koma mínar niðurstöður (S.G.), við fyrstu sýn:
a) Brynjólfur frá M-Núpi virðist fyrstur setja á prent villu varðandi letursteininn í vörðubrotinu með því að sleppa ESS-inu í skrifum sínum og hann nefnir ekki Hallgrímshelluna einu orði! Brynjólfur virðist hafa fengið fræið um Hallgríms Péturssonarletursteininn frá heimamönnum. Engin vafi er á því í mínum huga eftir lestur þessara heimilda að Hallgrímshellan er nokkur klöpp en ekki letursteinn. Nafn hennar þarf alls ekki að tengjast HPSletursteininum sem á henni var í eða við vörðubrot og við elstu þjóðleiðina (3 þjóðleiðir misgamlar eru þarna hver ofan annarrar). Enda segir Guðmundur greinilega að vörðubrotið og letursteinninn sé NEÐAN (nær sjó) Hallgrímshellunnar.

Utan við Ósa.
(Reyndar nefndir Brynjúlfur bæði stein og vörðu, áletrun og ártal. Hann hefur varla komist hjá því því steinninn mun hafa verið þarna frá því um fyrri hlutar 17. aldar og því vel kunnur heimafólki. Brynjúlfur sleppir hins vegar ESS-inu, en hann hefur varla talið ástæðu til að gefa hellunni nafn, enda hefur hún (í vörðu) varla haft sérstakt nafn á þessum tíma (aldamótin 1900). Hann setur það sem hann telur réttast á prent, væntanlegast til að varðveitast.
Elsta þjóðleiðin er ekki til þegar Brynjúlfur er þarna, ekki heldur sú næstelsta. Sjórinn er búinn að margtaka til sín gamlar þjóðleiðir, enda má með réttu fullyrða að hann taki þarna til sín u.þ.b. 50 metra af landi á einni mannsævi (skv. upplýsingum heimamanna). Einungis frá því að elstu núlifandi menn voru ungir á þessu svæði hefur ströndin gjörbreyst, sbr. viðtöl við þá).
b) Séra Jón Thorarensen styður þetta með klöppina Hallgrímshellu margsinnis í bók sinni en nefnir ekki letursteininn.
(Séra Jón styður í rauninni ekki neitt með skáldsögu sinni því skáldsaga er eitt og nákvæm heimildarskráning annað. “Heimild” skáldsögunnar segir því í rauninni ekki neitt um sögulegar staðreyndir. Hún lýsir einungis frásagnalist og efnisumfjöllun höfundar, stundum þó með vísan til ónákvæmra staðhátta).
Ágætt dæmi um sambærilega tilfærslu á heitum er Hunangshellan. Þjóðsagan segir hana slétta grágrýtisklöpp fyrir Ósabotnum, en saga, sem um hana fjallar og landamerkjalýsing nefna vörðuna á hellunni „Hunangshellu“. Um er að ræða markavörðu, en mörk Sandgerðis (nú) og Hafna (nú) liggja einmitt um Hunangshelluna. Á henni (klöppinni) er einmitt fallin varða. Milli Hunangshellu og Hallgrímshellu eru Litla- og Stóra-Selhella, sléttir tangar við Djúpavog.

Þórshöfn.
c) Árið 1986 styður Guðm. á Bala þetta um að letursteinninn á Hallgrímshellunni, þ.e. að hann tengist séra Hallgrími og ósköp skiljanlegt því Brynjúlfur setur þetta á prent árið 1903 í virtu tímariti. Guðmundur heldur því alls ekki fram að Hallgrímshellan sé letursteinn!
(Brynjúlfur setur þetta fram með bestu vitund. Guðmundur á Bala hefur væntanlega orðið efins því búið var að fjarlægja letursteininn 12 árum fyrir viðtalið (1974)).
d) Ragnheiður Traustadóttir „finnur “ og staðsetur Hallgrímshelluna með fangamarkinu HP og nefnir að: „Ritaðar heimildir geti ekki um heitið “Hallgrímshella“.
(Ragnheiður er einungis að vitna í Brynjúlf – aðrar heimildir virðist hún ekki hafa. Hún veit ekki að leita beri frekari heimilda í gagnasafni (viðtalasafni) Örnefnastofnunar, enda byggir hún einungis á skráðum heimildum og hafði bæði lítinn tíma til verksins og lítið fjármagn (að eigin sögn). Heimildir virðast mjög af skornum skammti á þessu svæði, sbr. framangreint, sem og reyndar heimildir um annað gamalt á Suðurnesjum. Hér á Ragnheiður sennilega við „Hallgrímshelluna við Þórshöfn, en hnitið hennar (lagfært) gefur vísbendingu um staðsetningu áletrunarinnar til kynna).

Hallgrímshellan.
(Í rauninni segir ekkert um það að “Hallgrímshellan” og letursteinninn séu ekki eitt og hið sama. Sumar ritaðar heimildir styðja sagnir um „letursteinn í vörðu”, á klapparholti (Prestaklöpp), aðrar að „Hallgrímshellan“ hafi verið klapparbunga. Hvort kom á undan; hænan eða eggið? Það er spurningin?
Þess má geta að Jón Ben á Stafnesi sagði nýlega, sem fyrr sagði, í eftirfarandi viðtali um „Hallgrímshelluna“: „Ég man vel eftir þessari hellu. Hún var í vörðu á Prestaklöpp þar sem prestar, og þar á meðal sr. Hallgrímur Pétursson, var sagður hafa beðið sjófars yfir Ósana til að geta þjónustað Hafnafólkið.“
Heimildir m.a.:
-Árbók hins Ísl. Fornleifafélags árið 1903 er grein e. Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.
-Endurrit frá Örnefnastofnun Íslands, ritað eftir segulbandsupptöku, sem Guðleifur Sigurjónsson tók upp á heimili Guðm. Guðm. bónda (eldri) á Bala 24. nóv. 1986, en Guðmundur var fæddur 30. okt.á rið 1902.
-Fornleifaskrá Miðnesheiðar e. Ragnheiði Traustadóttur árið 2000 .
-Viðtal við Jón Ben á Stafnesi 2005.

Hallgrímshellan í Þjóðminjasafninu.
Straumur – mannabein
Sunnudaginn 23. apríl 1995 fundust mannabein í fjörunni norðan við Straum. Maður, sem verið hafði á gangi í fjörunni vestan við Straumsvík, gekk þar fram á bein, u.þ.b. 300 metrum norður af Straumsbænum. Fundurinn hefði ekki komist á vefsíðu FERLIRs nema vegna þess að beinin reyndust vera af fornmönnum.
Við skoðun á vettvangi hafði komið í ljós að um mannabein væri að ræða. Þetta voru um 40 bein, s.s. lærleggir, brot úr höfðukúpu, rifbein, hryggjarliðir, tennur o.fl. Beinin voru að rannsókn lokinni tekin í vörslu lögreglunnar.
Geislavirk frumefni klofna og mynda ný frumefni með jöfnum hraða. Frumefnið fer að klofna um leið og bergið storknar eða lífveran deyr. Helmingur af upphaflega efninu klofnar og verður að öðru efni á ákveðnum tíma og sá tími er kallaður helmingunartími en klofnunin er stöðugt ferli. Hlutfallið á milli efnanna er síðan mælt til að ákvarða aldurinn.
Þessi aðferð mælir styrk geislakols í sýni og byggist á náttúrlegri β-geislun. β stendur fyrir svokallaða betageislun sem verður til í kjarna þegar nifteind breytist í róteind og orkumikla rafeind. Á síðustu árum hefur nýrri aðferð verið beitt til mælinga á geislakoli en sú aðferð byggir á massagreiningu (AMS), þ.e. þeirri staðreynd að nýtt geislakol er heldur þyngra en hinar kolefnissamsæturnar. Kostir þessara mælinga eru að minna sýni þarf til mælinganna og sá tími, sem tekur að mæla sýnið. er mun styttri.
Ekki er hægt að nota þessa aðferð lengra aftur í tímann en 50 þúsund ár og eiginlega varla lengra aftur en 30 til 35 þúsund ár en þá er orðið svo lítið eftir af 14C að það er tæplega mælanlegt. Geislakolsaðferðin hefur nýst fleirum en jarðfræðingum, svo sem fornleifafræðingum, sagnfræðingum og mannfræðingum.
Sýnishorn af beinafundinum var í framhaldinu sent til rannsóknarstofu í Danmörku. Í ágústmánuði barst niðurstaðan eftir nákvæma geislakolsrannsókn. Beinin reyndust af fleiri en einni manneskju. Þau höfðu legið í sjó og þess vegna þurfti að taka tillit til þess við aldursákvarðanir. Sjórinn varðveitir betur samsætur en landið. Með leiðréttri aldurgreiningu reyndist aldur beinanna vera frá því um miðja 11. öld.
Geislakol (C14) er geislavirk kolefnissamsæta. Með greiningu á geislakoli er hægt að ákvarða raunaldur lífræns efnis. Allar lífverur taka í sig C14 úr umhverfinu. Þegar lífvera deyr hættir upptaka efnisins en það sem eftir situr í vefjum minnkar jafnt og þétt. Helmingunartími geislakols er 5730 ár. Með því að mæla magn geislakols í lífrænu efni er hægt að reikna út hvenær lífvera dó. Aldursgreiningu með geislakoli er hægt að gera á t.d. beinum, viðarbútum, kolum, fræjum og skjeljum sjávardýra. Aðferðin var þróuð af Williard Libby og kom fyrst fram 1949.
Helmingunartíminn er ein milljón ára. Með því að reikna út prósentuhlutfall geislavirks móðurefnis og stöðugs dótturefnis má aldursgreina sýnið. Í þessu dæmi, þar sem magn móðurefnis og dótturefnis er jafnt (1:1), vitum við að einn 9 helmingunartími er liðinn og að sýnið er 1 milljónar ára gamalt. Þegar hlutfall móðurefnis og dótturefnis nær 1:15 vitum við að sýnið er 4 milljóna ára. Þegar helmingunartími er gefinn er yfirleitt gefin upp mæliskekkja, þ.e. ± einhver ár.
Öll atóm hafa þéttan kjarna sem inniheldur svo til allan þunga atómsins. Umhverfis atómið eru neikvætt hlaðnar rafeindir. Kjarninn inniheldur tvær gerðir af ögnum, róteindir, sem eru jákvætt hlaðnar agnir, og nifteindir sem eru óhlaðnar. Rafeindir segja til um sætistölu en massi atómsins er samanlagður massi róteinda og nifteinda (massatala). Kolefni hefur atómnúmerið 6 en atómmassi þess getur verið 12, 13 eða 14. Þegar kraftarnir, sem binda nifteindir og róteindir saman, eru ekki nægjanlega sterkir klofnar kjarninn og er ferlið geislavirkt.
Hér á landi hafa einkum tvær aðferðir verið notaðar til að reikna út raunverulegan aldur jarðlaga. Önnur þeirra er framangreind geislakolsaðferð. Hún byggist á því að við stöðuga skothríð nifteinda myndar 14N (köfnunar-efni) í háloftunum 14C (kolefni) samsætu sem er geislavirk. 14C blandast síðan hinu venjulega 12C og kemur þannig inn í CO2 (koltvíoxíð) og þaðan til lífveranna. Þegar lífveran deyr hættir hún að taka við CO2 svo að þá er sama magn af 14C og 12C í lífverunni og í andrúmsloftinu. 14C samsæturnar byrja aftur á móti að brotna niður í lífverunni um leið og hún deyr. 14C brotnar þá niður í 14N og sá tími sem það tekur helming þess að breytast er 5.730 ± 40 ár og er það helmingunartími 14C þar sem um stöðugt ferli er að ræða.
Geislakolsaldur er gefinn upp sem aldur í geislakolsárum BP (before present) og er þá talið frá árinu 1950 en það ár hefur verið valið sem staðalár. Mæliniðurstöður beggja aðferða þarf að leiðrétta svo hægt sé að lesa úr þeim raunaldur í almanaksárum.
10 Geislakolsaðferðina er aðeins hægt að nota á lífrænar leifar. Plöntur taka til sín CO2 við ljóstillífun og dýr með kalkskeljar nota CO2 úr sjó við gerð skeljanna. Auk þess lifa dýr á lífrænu efni, þ.e. jurtum sem tillífa. Þannig er hægt að aldursgreina tré, kol, mó, fræ, skeljar, bein, pappír, hár, tennur og eggjaskurn svo eitthvað sé nefnt.
14C/12C hlutfallið í andrúmsloftinu endurspeglar nánast samstundis framleiðslu 14C í heiðhvolfinu. Blöndunin tekur um það bil tvö ár. Þetta samsætuhlutfall er til staðar í öllum lífverum, sem anda að sér andrúmslofti og lifa á landi, þannig að aldur þeirra er núll ár við dauða, með tilliti til geislakolsgreininga. Blöndun 14C/12C hlutfallsins í andrúmsloftinu við heimshöfin tekur miklu lengri tíma, og mismunurinn milli hlutfallsins í andrúmsloftinu annars vegar og sjónum hins vegar leiðir til sýndaraldurs (reservoir age) sjógerða, sem er hærri en núll, og nemur hann hundruðum og allt að þúsundum ára á okkar dögum, með tilliti til geislakolsgreininga. Þetta stafar af því að sjávardýr og plöntur taka til sín gamalt kolefni með breyttu 14C/12C hlutfalli meðan þær lifa.
Í rauninni er beinafundurinn fyrrnefndi eitt og aldurgreiningaraðferðin önnur. Hvorutveggja er mikilvægt. Vitundin um mikilvægi hins síðarnefnda hefur verið viðurkennd eftir miklar rannsóknir, en vitundin um hið nærtæka, mögulegan vettvang og tengsl hans við fundinn, hefur verið vantækt.
Í viðtölum við gamalt fólk kemur fram að sjórinn nemur að jafnaði um 50 metrum af strönd Reykjanesskagans á einum mannsaldri. Að vísu er það mismunandi eftir staðsetningum, minna í innvíkum en útnesjum, en að teknu tilliti til meðvitaðra minja og staðsetningu þeirra miðað við strandstöðu má áætla „landaftökuna“.
FERLIR fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Norðan við Straum eru nokkrar varir, s.s. Straumsvörin og Þýskubúðarvarir. Svo vill til að 300 m norðan við Straum eru norðausturmörk Þýskubúðar, þekkts verslunarstaðar frá og eftir miðaldir (fram eftir 16. öld). Efsti hluti notadrjúgra hlaðinna mannvirkja ofan Straumsvarar sjást enn, u.þ.b. öld eftir að þau voru gerð.
Tangi er út í Straumsvíkina skammt norðaustan fundarstaðarins. Milli hans og annars tanga í vestri eru Þýskubúðarvarir (tvær). Innan þeirra er hlaðinn garður, varnargarður hinnar síðustu Þýskubúðar sjávarmegin.
Telja verður ólíklegt að beinin séu af fólki, sem af einhverri ástæðu gæti hafa verið komið fyrir í sjónum í Straumsvík. Líklegra er að það hafi verið lagt þarna til hinstu hvílar, í föstu landi. Sjórinn hafi síðan smám saman tekið það til sín og þar með beinin.
Ef svæðið landmegin er skoðað af varfærni mætti ætla að hluti þess hafi verið manngert. Ferkantaður blettur, innan malarkambsins (og austan kálgarðsins austan núverandi húss), er bæði sléttari og hærri en umhverfið. Hann er afgirtur með hlöðum garði. Ekki er útilokað að þar hafi fyrrum verið grafreitur. Hann hafi síðan verið færður annað, gróið yfir og hann síðan gleymst smám saman. Því má ætla að beinin, sem fundust þennan sunnudag 1995, gætu hafa verið úr ystu gröfum þessa fyrrum grafreits – og að fleiri grafir megi finna þarna.
FERLIR skoðaði er ekki kunnugt um að að þarna hafi framangreindu möguleiki verið kannaður.
Þetta dæmi er því miður ágæt vísbending um að ekki séu nægilega mikilvæg tengsl á milli rannsóknaraðila hjá lögreglu og fornleifafræðinga, sem mögulega kunna að halda áfram hinum „meinlega“ og um leið skammtímalega þætti rannsóknar.
Heimildir m.a.:
-LH – RLR – MBL – 1995.
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/
-http://www.flensborg.is/
Verklag í seli
Efitt er að finna ritaðar lýsingar á verklagi því er viðhaft var í seljum á Reykjanesi. Tiltækar lýsingar eru þó í flestu samhljóða. Þótt víst megi telja að verklagið hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum aldirnar má því eins víst vera að það hafi þó lítið breyst í grundvallaratriðum.
Í Dyljárseli í Eilífsdal.
Til að gefa einhverja innsýn í verklagið er vitnað hér í grein Ólafs Þ. Kristjánssonar, fyrrverandi skólastjóra Flensborgarskóla og kennara höfundar, sem hann ritaði árið 1978 í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga um selsbúskap í Holtaseli í Önundarfirði, og í handriti Sigurlínu Sigtryggsdóttur, Æsustöðum í Eyjafirði, er nefnist “Upp til selja”.
Ólafur virðist hafa leitað eftir og safnað fróðleik um verklag í seljum, “en það er með Holtasel eins og fleiri sel á landinu að næsta lítið er vitað um hvernig vinnubrögðum þar var háttað og yfirleitt hvernig selið var hagnýtt”. Hann skrifaði þó eftirfarandi eftir Ágústi Guðmundssyni, bónda á Sæbóli á Ingjaldssandi, það sem hann hafði eftir móður sinni, Guðrúnu Sakaríasdóttur (hún var í Holti um 1870) um Holtasel: “2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum. Drukkurinn var fluttur heim í tvíbytnum að vetrinum, dreginn á sleða”.
Gljúfursel.
Þorkell Guðmundsson, heimildamaður Ólafs lýsir selsbúskapnum svo: “Eftir fráfærur voru ærnar reknar fram í Holtasel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannski einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærutímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram á Heiðará á Mjóadal. Ekki er bema 7-8 mínútna gangur frá selinu fram að Heiðará eða tæplega það….”. Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.
Litla-Botnssel – tilgáta.
Venjulega voru 3 stúlkur í selinu, selráðskonan og 2 mjaltakonur. Selráðskonan annaðist matseld og mjólkina, renndi trogum og sá um smjörgerðina, en undanrennan var daglega flutt heim að Holti í tveimur 80 marka (40 lítra) kútum og þar var skyrið búið til. Dallur með dagssmjörinu var reiddur ofan á milli á hestunum.
Selkonurnar fóru oft heim að Holti á daginn til þess að þurrka og raka þegar svo stóð á, en voru alltaf í selinu yfir nóttina.
Í sláttarlok flutti svo fólkið úr selinu heim að Holti og tók ærnar með sér. Eftir þann tíma munu þær ekki hafa verið mjólkaðar nema einu sinni á dag. Kýr voru aldrei hafðar í selinu á æskuárum Þorkels”.
Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.
Sigurlína lýsir Hvassafellsseli og segir “mislangt í hinum ýmsu byggðarlögum síðan búsmali í seljum lagðist af. Hann hafi varað einna lengst í Eyjafirði. Fyrsta verk í selinu var að sópa og hreinsa hátt og lágt og þvo og sjóða öll ílát. Hvassafellssel var hlaðið að mestu úr grjóti. Var það baðstofa, búr og eldhús, mjólkurbúr og skyrbúr… Voru um 120-140 ær í kvíum. Í selinu voru líka 4-5 kýr. Lágu þær úti, en voru mjólkaðar á kvíabóli. Tvær stúlkur mjólkuðu kvíærnar og kýrnar og gerðu skyr og smjör úr mjólkinni. Var flutt heim úr selinu þrisvar í viku á þremur hestum í hvert sinn. Sóttu vinnumennirnir í Hvassafelli fram í selið og komu með þurrt sauðatað á hestunum til eldiviðar.
Hraunssel.
Venjulega stóð seltíminn yfir í mánuð til fimm vikur. Var oft glatt á hjalla í seljunum, þó mikið væri að gera. Var oft um helgar, þegar gestkvæmt var, slegið í leiki úti á sléttum velli og jafnvel glímt af konum sem körlum, því að á þeim tímum voru sumar stúlkur svo leiknar í glímum, að piltarnir máttu vara sig. Þegar komið var heim með mjólkurföngin úr selinu, var skyrið látið í stór keröld eða sái, en smjörinu drepið í hálftunnur og hvort tveggja geymt til vetrar, það sem gekk af daglegri notkun.
Ara(hnúka)sel – tilgáta.
Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. En nú eru kvíarnar og selin hrunin og fólkið horfið þaðan. Flest ungt fólk elst nú upp við léttari og betri lífsskilyrði, sem betur fer, en áður þekktist”.
Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.
Efra-Sandgerði – skilti
Efra-Sandgerði er elsta íbúðarhúsið í Sandgerði. Nýlega komu snillingarnir í Lions, þeir Gunnar og Eðvarð, upp glæsilegu skilti við innkeyrsluna að húsinu. Á skiltinu er sögð saga hússins. Sagan ætti ekki að framhjá neinum því hún er sú sama á bak og fyrir:
Textinn á skiltinu við Efra-Sandgerði.
Myndatexti á skiltinu við Efra-Sandgerði.
Efra-Sandgerði og nágrenni (mynd Reynir Sveinsson).
Efra-Sandgerði (mynd Reynir Sveinsson).
Skiltið við Efra-Sandgerði – framhlíð.
Skiltið við Efra-Sandgerði – bakhlið.
Efra-Sandgerði.
Efra-Sandgerði.
Fiskbyrgi – rannsókn á Gufuskálum
Hugsandi er Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Eftirfarandi grein Lilju Bjarkar Pálsdóttur um „Rannsókn fiskbyrgja á Gufuskálum og Selatöngum„, má lesa á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands. Hér er um úrdrátt að ræða.
Gufuskálar – fiskbyrgi.
„Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?
Gufuskálar – fiskbyrgi.
Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.
Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.
Selatangar – fiskbyrgi.
Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis.
Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.
Byrgin [á Gufuskálum] eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum.
Selatangar – sjóbúð.
Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.
Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.
Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út.
Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir. Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.
Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.
Ljóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.“
Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.
Heimildir:
-Gavin M Lucas. 2009. Samkæmt samtali.
-Magnús Á. Sigurgeirsson. 2009. “Könnun á gjóskulögum“. Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Bráðabirgðaskýrsla. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1982. Íslenzkir sjávarhættir. 2. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
-Lúðvík Kristjánsson. 1983. Íslenzkir sjávarhættir. 3. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir. 4. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Sigfús M. Johnsen. 1946. Saga Vestmannaeyja. 1.-2. bindi. Ísafoldarverksmiðja hf. Reykjavík.
Aðgengi:
-http://hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/
Fiskbyrgi á Nótarhól.
Reykjanesskagi – landnám
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er sagt frá því að Steinunn gamla hafi fengið Romshvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá
Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og hafði bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga (Voga) þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.
Gufuskálar – bæjarstæði Steinunnar gömlu!? – uppdráttur ÓSÁ.
Sjáland
Sjáland er nafn á strandhverfi við Arnarnesvog í Garðabæ.
og svæða er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hallgrímur segir tilvalið að tengja götur og göngustíga við gömlu höfuðborgina við Eyrarsund, ekki síst þar sem heilt hverfi í Kaupmannahöfn sé lagt undir íslensk nöfn og örnefni. Tengingin eigi sérlega vel við þar sem verið sé að reisa nýja höfn og hafnarhverfi í Sjálandi.
bílastæða í hverfinu verður í bílageymslum undir húsunum en önnur meðfram götum og aðkeyrslum.
Hugmyndasmiður nafngifta gatna, torga
Gert er ráð fyrir að um 760 íbúðir verði í fullbyggðu Sjálandi, þar af 200 fyrir eldri borgara. Íbúar hverfisins verða um 2000 talsins. Íbúðarhúsin munu mynda lága byggð, aðallega meðfram sjávarsíðunni. Uppfylling og kví sem nú er á staðnum verður framlengd út í voginn og lítil bátahöfn mynduð í skjóli nýja tangans sem við það myndast. Á tanganum verður til fallegt byggingarland. Meginhluti bygginganna verður íbúðir en jafnframt verða í Sjálandi leikskóli auk verslunar og þjónustu.
Meirihluti
Arkitekt hverfisins, Björn Ólafs, segir að í hverfinu verði byggingarlist gert hátt undir höfði. Það verði gert með skilmálum sem veiti arkitektum einstakra húsa svigrúm til að setja sinn svip á húsin en
tryggja um leið heildarsvip hverfisins með ákveðnum skilmálum og lita- og efnisvali.
Framangreind lýsing á hinu nýja hverfi er frá árinu 2003. Nú, árið 2010 er hverfið að mestu risið með mótuðum strandlínum og göngustígum. Við leikskólann má m.a. sjá fallega afmarkaða og notadrjúga sandströnd, eitthvað sem gera mætti meira af við strandir Skagans.
Sjáland (MWL).
Hafurbjarnarstaðir – kuml II
Kristján Eldjárn ritaði tólf minjaþætti í „Stakir steinar„, sem gefin var úr árið 1956.
fundust við Hafurbjarnarstaði á Rosmhvalanesi og hafa að hluta verið til sýnis undir gleri í gólfi II. hæðar á meginsýningu Þjóðminjasafnsins frá 1. september 2004, en þá var hin nýja grunnsýning opnuð í safninu um menningu og sögu á Íslandi í 1200 ár. Greinin fjallar þó aðallega um þríblaða nælu, sem fannst á einu kumlanna.
Einn þátturinn ber yfirskriftina „Smásaga um tvær nælur – og þrjár þó“. Í honum er m.a. lýst staðsetningu á kumlum þeim sem
Í bók sinni „Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi“, bls. 94 (2000 útgáfunni), segir Kristján frá fundinum við Hafurbjarnarstaði:
Hafurbjarnastaðir – loftmynd.
„Um þennan merka fornleifafund hef ég áður ritað rækilega (Árbók 1943-48, bls. 108 o.áfr.) og reyni því að vera mjög stuttorður hér. Kumlateigurinn var í fjörufoksandi miklum, rétt norðan við túnið á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum, hermir að uppblásin bein úr kumlunum hafi verið færð í kirkjugarð þar um 1828. „Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki líkt og á mörgum steyptum beltispörum.“
Veturinn 1868 blés kumlin en meira, og gerði þá Ólafur bóndi Sveinsson skýrslu til Forngripasafnsins um það sem í ljós kom. Síðan hafa bein fundist þarna öðru hverju, en rækilega eftirlit gerðum við Jón Steffensen á staðnum 1947.“
Beinagrind í Þjóðminjasafninu – fannst við Hafurbjarnastaði.
Við leit fundust 9 kuml. Haugfé fannst aðallega í þremur þeirra. Þríblaðanælan fannst í því fyrsta. Það kuml var „rétt innan við Skagagarðinn mikla sem gengur í sjó framhjá Hafurbjarnarstöðum“.
Auk nælunnar fannst í kumlinu hringprjón, hnífur, kambur, tveir einkennilegir steinar, þrjár stórar kúskeljar og járnmolar. Sverð af S-gerð, spjót, skjaldarbóla. kambur, öxi af K-gerð, járnketill og heinbrýni er bæmi um haugfé í þriðja kumlinu. Af þessu má sjá að kona hefur verið í því fyrrnefnda, en karl í því síðarnefnda.
„Kumlateigurinn á Hafurbjarnarstöðum er með honum merkustu sem fundist hefur hér á landi, þrátt fyrir eyðilegginguna sem á honum hefur orðið af völdum náttúrunnar.“
Í „Stakir steinar“ segir Kristján m.a.: Rétt hjá bænum [Hafurbjarnarstöðum] liggur hinn miklu Skagagarður, sem eitt sinn girti af skagatána og skaðinn dregur nafn af nú. Öll strandlengjan er þarna kafin ljósum skeljasandi, sem fýkur til og frá og veldur spjöllum á breiðu belti.
Bein og munir í Þjóðminjasafni frá Hafurbjarnastöðum
Snemma á 19. öld eða fyrr fór fornan kumlateig að blása upp úr sandinum rétt innan við garðinn, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Héldu menn, að þarna væru fundin bein Kristján skrifara og hans fylgjara, sem Norðlendingar drápu á Kirkjubóli 1551 í hefnda skyni fyrir aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Í útsynningsveðrum veturinn 1868 ágerðist þessi uppblástur stórkostlega og beraði margar grafir…
Kumlateigurinn gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík.
Merkasti gripur baugfjárins er bonsnælan. Hún er í lögun sem þrjár geilsastæðar tungur, alþekkt lag á norrænum skrautnælum frá víkingaöld eða söguöld… Þríblaðanælur þekkjast hundruðum ef ekki þúsundum saman meðal norrænna forngripa frá 9. öld og þó einkum 10. öld. Augljóst er, að konur þeirra tíma hafa haft þær í hávegum og málmsmiðir drjúga atvinnu af smíði þeirra.
Mundir frá Hafurbjarnastöðum.
Á Þjóðminjasafninu eru varðveittar níu þríblaðanælur, sem fundizt hafa hér á landi, skreyttar ýmsu flúri. Landnámskonur þær, sem nokkurs voru megandi, hafa margar hverjar orið þríblaðanælur í kyrtli sínum. Á 10. öld hafa íslenskar konur áreiðanlega lagt metnað sinn í að eignast slíka gripi, er svo mjög voru í tízku í grannlöndunum. En í lok þeirrar aldar eða um það leyti sem land kristnaðist, hefur skeið þeirraverið runnið, þær hafa ekki verið í tízku fram yfir aldamótin 1000. Allar íslenskar þríðblaðanælur mega því kallast frá 10. öld.“
Svipuð næla fannst við Hól í Útmannasveit. Lengri geta vegalengdir ekki verið millum staða hér á landi. Enn önnur fannst í uppgrefti í Hjaltlandi, sem gæti sagt nokkuð til um upprunann.
Hafurbjarnastaðir – merki um friðlýsar minjar.
Kumlteigurinn sést enn norðan við Hafurbjarnarstaði. En lítið virðist hafa verið gert af því að leita bænahúss eða kirkju í nálægð við hann. Forvitnilegar tóftir, jarðlægar, má greina sunnan og suðaustan við hann. Einnig fornt garðlag skammt norðar og suðvestar. Áhugavert væri að skoða þessar minjar með hliðsjón af kumlteigunum fyrrum, en fjöldi þeirra benda til að ekki hafi verið um einstaka gröf eða grafir að ræða, heldur skipulegt grafsvæði – og þá væntanlega með tilheyrandi mannvirkjum. Fleiri kuml gætu verið á svæðinu en þau sem blésu upp á sínum tíma. Þau gætu varpað skærara ljósi á aldur kumlasvæðisins í heild.
Þar sem Þjóðminjasafnið telur sig mikils af njótandi Hafurbjarnarkumlanna gólfumlögðu mætti telja bæði eðlilegt og sjálfsagt að upprunalegum vettvangi þeirra væri meiri gaumur gefinn en raun ber vitni – t.d. með skipulegum rannsóknum.
Heimild:
-Kristján Eldjárn – Stakir steinar – Tólf minjaþættir, 1956, bls. 28-34.
-Kristján Eldjárn – Kuml og haugfé – úr heiðnum sið á Íslandi – 2000, bls. 94-98 og 277-78 og 366-7.
Hallgrímshellan – heimildir og vangaveltur
SG tók eftirfarandi saman um „Hallgrímshelluna„, byggt á heimildum og umfjöllun um helluna. Þar kemur m.a. fram að HPS-steinninn, sem nú er í geymslu Þjms. þarf ekki endilega að vera Hallgrímshella sú, sem um er getið í heimildum. Nafnið gæti einnig átt við um bungulaga klapparhæð, en nafnið síðan hafa færst yfir á nálægan ártalsssteininn – eða öfugt. Aðrar heimildir kveða á um að ártalssteinninn hafi verið í vörðu á Hallgrímshellu (Prestaklöpp). Spurningin er því; hvort kom á undan, eggið eða hænan.
Þórshöfn – áletrun.
„Í Árbók hins Ísl. Fornleifafélags árið 1903 er grein e. Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi og þar segir: „Milli Básenda og Þórshafnar var mér vísað á vörðubrot, er steinn væri í með áhöggnu fangamerki Hallgríms Péturssonar og ártali. Það er og svo; fangmarkið er HP; en ártalið er 1728.“
(Jón Dan á Stafnesi segir 2005: “Hallgrímshellan” var í vörðubroti á Prestsklöpp.“ Flest það sem Brynjúlfur safnaði á Reykjanesi fékk hann frá heimafólki. Allflest skoðaði hann sjálfur með eigin augum og skráði. Mest af því sem hann skráði virðist hafa verið rétt staðsett sem og rétt skráð. Brynjúlfur vandaði sig mjög, en hann skráði m.a. þjóðsögur fyrir Jón Árnason, auk þess sem hann skráði til birtingar sögur, sem hann heyrði er hann dvaldi t.d. á vertíð hjá bóndanum í Klöpp í Grindavík (Guðmundi Jónssyni) fyrir aldamótin 1900. Hvernig hann fékk ártalið 17 hundruð er ekki gott að segja. Það gæti bent til þess að hann hafi ekki séð steininn sjálfur).
Varða við Ósa.
Eftirfarandi er í endurriti frá Örnefnastofnun Íslands. Ritað eftir segulbandsupptöku, sem Guðleifur Sigurjónsson tók upp á heimili Guðm. Guðm. bónda (eldri) á Bala 24. nóv. 1986, en Guðmundur var fæddur 30. okt.árið 1902 og varð ca 95 ára gamall: „Annars var slóði hér suður með sjónum, og það er hérna á leiðinni, skammt fyrir utan Þórshöfn, hérna nær. Það er svona klapparbunga, sem er kölluð Hallgrímshella, og þar liggur vegaslóði, sem að hefur verið farinn einhverntíma, en hann er kominn undir sjó. Sjórinn gengur bara orðið yfir hann núna, en það sést fyrir því. Þegar farið er niður af þessari klapparbungu, þá sést slóði, og þar er vörðubrot og það er auðséð, að þessi vegur sem var nú farinn hérna seinna sem ég man eftir, að hann liggur mikið ofar í hrauninu heldur en þetta er. Og við þetta vörðubrot sem þarna er, þegar farið er niður af þessari klapparbungu. Þar var steinn og á honum stóð H.P.S. 1628, En það er búið að taka þennan stein, en hvert hann er kominn, það get ég ekki vitað. Ég hef verið að halda spurnum fyrir um hann, en einskis orðið vís, meira að segja ekki hjá þjóðminjaverði. Hvort setuliðið hefur tekið hann?. Hann er búinn að vera þarna síðan þetta var sett á hann.“
Hallgrímshellan á vettvangi 1964.
(Í skráningu Þjóðminjasafnsins um “Hallgrímshelluna” segir m.a. „Þungur steinn aflangur sem í er klappað stöfunum HPS og beint þar fyrir aftan er klappað ártalið 1628. Steinn þessi var rétt vestan við Þórshöfn norðan Ósabotna, fast við gamla veginn. Menn hafa viljað halda, að Hallgrímur Pétursson hafi klappað þarna fangamark sitt, en hann kom ekki að Hvalsnesi fyrr en 1644 og er aðeins 14 ára árið 1628.“ Gripurinn hefur númerið 1974-120 í safninu.)
(Ljóst er að margir vegslóðar lágu jafnan næst ströndinni, en sjórinn braut þá jafnan undir sig. Nýir slóðar voru því gerðir ofan strandar jafnóðum. Klapparbungan “Hallgrímshella” hefur verið fyrir ofan gamlan vegslóða, en ofan hennar hefur annar myndast. Það passar við aðstæður nú því Guðmundur á Bala fór með FERLIRsfélögum að klapparbungu neðan núverandi “Gamlavegar” þegar hann var að leita að áletrunarsteininum. Þá sást enn móta fyrir hluta að gamalli götu neðan “hellunnar”.
Varða við gömlu Kaupstaðagötuna.
Letursteinninn átti þá að vera á bungunni (væntanlega í vörðu). Það hafa því verið óljós nafnaskil milli bungunnar og vörðunnar (letursteinsins). Þess vegna gæti bungan alveg eins hafa dregið nafn sitt af letursteininum í vörðunni. Letursteinninn gæti einnig hafa verið í vörðu við gamla leið nær sjónum, en verið bjargað og færð ofar, yfir á holtið þar sem hún var 1974. Þá var hún ekki í neinni vörðu).
Næst kemur í sama viðtali við Guðmund:
„Ég var að halda að þetta gæti verið eftir Hallgrím Pétursson, því að hann átti nú leið þarna um þegar hann þjónaði Höfnunum, því að þessi Hallgrímshella hefur sennilega verið einhverskonar áningarstaður á leiðinni. Nú hann mynnist á hana hann Jón heitinn Thorarensen í bókinni Útnesjamenn.
Kaupstaðavegurinn við Presthól.
Ég veit nú ekkert meira um þetta, en ártalið passar víst ekki, því að hann hefði þá ekki átt að vera nema 14 ára. Hann var fæddur 1614. En ártalið var greinilegt á steininum 16Z8, fyrst kom 16, þá Z í staðinn fyrir 2, og svo 8. Þá erum við komnir suður í Þórshöfn, þar er ósköpin öll af allra handa nöfnum á klöppunum fyrir ofan Þórshöfn, alveg skelfing.“
Svo kemur aðeins meira um Hallgrímshelluna: „. . . Skarfurð byrjar þarna fyrir utan þessa klapparbungu sem ég sagði þér um Hallgrímshelluna, en Hallgrímshella er rétt fyrir sunnan og ofan, fyrir endann á Skarfurð þar sem hún endar, því þetta er langur kampur, Skarfurðin, hún nær alla leið undir Djúpuvík . . . “
(Þessi athugasemd um tölustafinn 2 á letursteininum á vel rétt á sér því hann líkist meira bókstafnum Z. Jón Thorarsensen gæti ruglað fólk í rýminu með skáldsögugerð sinni, en skáldsögu má aldrei taka til jafns við “skráðar heimildir” sbr. meðfylgjandi).
Hallgrímshellan í geymslu Þjóðminjasafnsins.
Í bókinni Útnesjamenn (skáldsögu) segir:„ Milli Grímvarar [Bárðarvarar, innsk.SG] og Útsala [Hvalsness, innsk. SG] er lág og hrjóstrug heiði, það er Tangaheiðin (Miðnesheiðin, innsk.SG). Hún er bungumynduð og ber hæst um miðbikið. Þar er á staðnum kúpt blágrýtishella, Hallgrímshellan. Við suðurenda hennar var djúpur, grasi gróinn bolli fyrrum, sem nú er löngu eyddur og uppblásinn.“ „ þegar þeir eru komnir að Hallgrímshellunni, heyrði sýslumaður til mannaferða nokkuð suður á heiðinni; …. “ Það var nokkuð áliðið dags, er hann lagði aftur af stað frá Útsölum. Hann fór aftur upp Tangaheiðina og stefndi til Hallgrímshellunnar. Þegar hann nálgaðist heiðarbunguna, blasti við honum mikið víðsýni. . .
Þegar Þorkell nálgaðist Hallgrímshelluna reikaði hugur hans til liðna tímans. Þar við helluna höfðu þau Ásdís bundizt heitum, og sameinuð sigruðu þau alla erfiðleika.“
Fornleifaskráning á Miðnesheiði – skýrsla.
(Ekki er víst að Jón Thorarensen hafi verið meðvitaður um letursteinininn og vörðuna. Einnig gæti varðan þá hafa verið fallin og letursteinninn legið einn og yfirgefinn eftir um skeið, án þess að nokkur gæfi honum gaum, umkomulaus (skáldsagnalegt)…).
Í Fornleifaskrá Miðnesheiðar eftir Ragnheiði Traustadóttur árið 2000 segir á bls. 24-25: „S-181039-40-6…
Tegund og hlutverk: Fangamark…
Heiti: „Hallgrímshella“…
Lega: 21:42:29.75—- 63:57:12.76
..Staðhættir og lýsing: Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Miðnesheiðina 1903 segir: „ Milli Básenda ….. og Þórshafnar …. “ Sjá tilvitnun hér ofar í skrif séra Brynjúlfs.
Svo segir Ragnheiður Traustadóttir: „Ritaðar heimildir geta ekki um heitið „Hallgrímshella“ sem menn eru teknir að kalla stein þennan. Engar vísbendingar fundust um aðrar mannvistarleifar en brýnt er að forvörður meti hvort og þá til hverra aðgerða þufi að grípa til þess að bjarga þessari áletrun frá glötun.
Hættumat: Hætta vegna veðrunar.“
Ósar.
(Skráningin er í heild tekin með fyrirvara.
Uppgefnir GPS-punktar passa ekki – eiga sennilega að vera: 63571276 – 22422975, þ.e. 1 breytist í 2 í 21422975 (J.G. og V.G) því þá passar staðsetningin við HP-áletrunina ofan við Þórshöfn. Hitt hnitið er í Heiðinni há. Þá hafa rústir Gamla-Kirkjuvogs færst austar, eða í Djúpavog, en þar eru einnig tóftir o.fl.)
Hér koma mínar niðurstöður (S.G.), við fyrstu sýn:
a) Brynjólfur frá M-Núpi virðist fyrstur setja á prent villu varðandi letursteininn í vörðubrotinu með því að sleppa ESS-inu í skrifum sínum og hann nefnir ekki Hallgrímshelluna einu orði! Brynjólfur virðist hafa fengið fræið um Hallgríms Péturssonarletursteininn frá heimamönnum. Engin vafi er á því í mínum huga eftir lestur þessara heimilda að Hallgrímshellan er nokkur klöpp en ekki letursteinn. Nafn hennar þarf alls ekki að tengjast HPSletursteininum sem á henni var í eða við vörðubrot og við elstu þjóðleiðina (3 þjóðleiðir misgamlar eru þarna hver ofan annarrar). Enda segir Guðmundur greinilega að vörðubrotið og letursteinninn sé NEÐAN (nær sjó) Hallgrímshellunnar.
Utan við Ósa.
(Reyndar nefndir Brynjúlfur bæði stein og vörðu, áletrun og ártal. Hann hefur varla komist hjá því því steinninn mun hafa verið þarna frá því um fyrri hlutar 17. aldar og því vel kunnur heimafólki. Brynjúlfur sleppir hins vegar ESS-inu, en hann hefur varla talið ástæðu til að gefa hellunni nafn, enda hefur hún (í vörðu) varla haft sérstakt nafn á þessum tíma (aldamótin 1900). Hann setur það sem hann telur réttast á prent, væntanlegast til að varðveitast.
Elsta þjóðleiðin er ekki til þegar Brynjúlfur er þarna, ekki heldur sú næstelsta. Sjórinn er búinn að margtaka til sín gamlar þjóðleiðir, enda má með réttu fullyrða að hann taki þarna til sín u.þ.b. 50 metra af landi á einni mannsævi (skv. upplýsingum heimamanna). Einungis frá því að elstu núlifandi menn voru ungir á þessu svæði hefur ströndin gjörbreyst, sbr. viðtöl við þá).
b) Séra Jón Thorarensen styður þetta með klöppina Hallgrímshellu margsinnis í bók sinni en nefnir ekki letursteininn.
(Séra Jón styður í rauninni ekki neitt með skáldsögu sinni því skáldsaga er eitt og nákvæm heimildarskráning annað. “Heimild” skáldsögunnar segir því í rauninni ekki neitt um sögulegar staðreyndir. Hún lýsir einungis frásagnalist og efnisumfjöllun höfundar, stundum þó með vísan til ónákvæmra staðhátta).
Ágætt dæmi um sambærilega tilfærslu á heitum er Hunangshellan. Þjóðsagan segir hana slétta grágrýtisklöpp fyrir Ósabotnum, en saga, sem um hana fjallar og landamerkjalýsing nefna vörðuna á hellunni „Hunangshellu“. Um er að ræða markavörðu, en mörk Sandgerðis (nú) og Hafna (nú) liggja einmitt um Hunangshelluna. Á henni (klöppinni) er einmitt fallin varða. Milli Hunangshellu og Hallgrímshellu eru Litla- og Stóra-Selhella, sléttir tangar við Djúpavog.
Þórshöfn.
c) Árið 1986 styður Guðm. á Bala þetta um að letursteinninn á Hallgrímshellunni, þ.e. að hann tengist séra Hallgrími og ósköp skiljanlegt því Brynjúlfur setur þetta á prent árið 1903 í virtu tímariti. Guðmundur heldur því alls ekki fram að Hallgrímshellan sé letursteinn!
(Brynjúlfur setur þetta fram með bestu vitund. Guðmundur á Bala hefur væntanlega orðið efins því búið var að fjarlægja letursteininn 12 árum fyrir viðtalið (1974)).
d) Ragnheiður Traustadóttir „finnur “ og staðsetur Hallgrímshelluna með fangamarkinu HP og nefnir að: „Ritaðar heimildir geti ekki um heitið “Hallgrímshella“.
(Ragnheiður er einungis að vitna í Brynjúlf – aðrar heimildir virðist hún ekki hafa. Hún veit ekki að leita beri frekari heimilda í gagnasafni (viðtalasafni) Örnefnastofnunar, enda byggir hún einungis á skráðum heimildum og hafði bæði lítinn tíma til verksins og lítið fjármagn (að eigin sögn). Heimildir virðast mjög af skornum skammti á þessu svæði, sbr. framangreint, sem og reyndar heimildir um annað gamalt á Suðurnesjum. Hér á Ragnheiður sennilega við „Hallgrímshelluna við Þórshöfn, en hnitið hennar (lagfært) gefur vísbendingu um staðsetningu áletrunarinnar til kynna).
Hallgrímshellan.
(Í rauninni segir ekkert um það að “Hallgrímshellan” og letursteinninn séu ekki eitt og hið sama. Sumar ritaðar heimildir styðja sagnir um „letursteinn í vörðu”, á klapparholti (Prestaklöpp), aðrar að „Hallgrímshellan“ hafi verið klapparbunga. Hvort kom á undan; hænan eða eggið? Það er spurningin?
Þess má geta að Jón Ben á Stafnesi sagði nýlega, sem fyrr sagði, í eftirfarandi viðtali um „Hallgrímshelluna“: „Ég man vel eftir þessari hellu. Hún var í vörðu á Prestaklöpp þar sem prestar, og þar á meðal sr. Hallgrímur Pétursson, var sagður hafa beðið sjófars yfir Ósana til að geta þjónustað Hafnafólkið.“
Heimildir m.a.:
-Árbók hins Ísl. Fornleifafélags árið 1903 er grein e. Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.
-Endurrit frá Örnefnastofnun Íslands, ritað eftir segulbandsupptöku, sem Guðleifur Sigurjónsson tók upp á heimili Guðm. Guðm. bónda (eldri) á Bala 24. nóv. 1986, en Guðmundur var fæddur 30. okt.á rið 1902.
-Fornleifaskrá Miðnesheiðar e. Ragnheiði Traustadóttur árið 2000 .
-Viðtal við Jón Ben á Stafnesi 2005.
Hallgrímshellan í Þjóðminjasafninu.
Ferð til Krýsuvíkur
Eftirfarandi kafli er úr bók Bjarna Sæmundssonar „Um láð og lög“, sem kom út árið 1942. Bjarni fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 15. apríl 1867 og var skírður af sér Þorvaldi Böðvarssyni á Stað. Hann mundi eftir fólki frá uppvaxtarárum sínum í Grindavík, en síður eftir örnefnum og merkilegum minjum. Í þessum kafla lýsir hann ferð með föður sínum til Krýsuvíkur þegar hann var u.þ.b. 6 ára til að „sækja í sel“, en svo virðist sem Járngerðarstaðabændur hafi átt innangegnt í Krýsuvíkurland til slíkra nytja á sjöunda áratug 19. aldar, eða um það leyti er selstöður voru að leggjast af á þessu landssvæði:
„Til Grindavíkurhrepps heyrði í uppvexti mínum Krýsuvíkursókn, höfuðbólið Krýsuvík og nokkrar hjáleigur, sem nú eru allar, ásamt sjálfri heimajörðinni, í eyði. [Skv. sóknarlýsingu Jóns Vestmanns (1840) voru eftirfarandi bæir byggðir á þessum tíma; heimajörðin Kýsuvík, Suðurkot, Norðurkot, Lækur, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær og Vigdísarvellir]. Krýsvíkingar lifðu sem sveitamenn á landbúnaði (sauðfjárrækt) og með fram á fiskveiðum og fuglatekju í Krýsuvíkurbergi („Berginu“). Stundum tóku þeir kýr og kálfa af Grindvíkingum til hagabeitar á sumrin og hirtu smjörið og mjólkina (súrmjólk og sýrublöndu), sem Grindvíkingar svo sóttu til þeirra og spöruðu þeim þannig alla selmennsku, sem þá var að leggjast niður, en hafði áður verið tíð víða um Suðurkjálkann, eins og hin mörgu örnefni kennd við sel bera vitni um.
Eitt sumarið, er við áttum kýr í Krýsuvík, fór pabbi sem oftar „að sækja í sel“ (hann gerði það víst á hálfsmánaðar fresti), og fékk ég að fara með (likl. 6 ára). Þða var nú heldur en ekki tilhlakk. Við riðum hvor sínum hesti og höfðum einn undir áburði, heilankerum undir sýru eða súrmjólk. Vegurinn var alllangur (21 km) og ekki góður; milli lágra fella, yfir hálsa, hraun og leirgötur og hestarnir latir áburðarhestar, sem vanastir voru klyfjaganginum og þurftu 5 klst. til Krýsuvíkur, sem með léttri reið tekur frá Járngerðarstöðum 3 1/2 – 4 klst.
Vegurinn liggur um fjalllendi, er nefnist í daglegutali Hálsar, eftir móbergshryggjum tveimur lágum. Austurhálsi /Sveifluhálsi) og Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi), sem áður voru sameiginlega nefndir Móhálsar.
Nú var orðið lítið um smalamennsku þarna suður, smalar fáir og örnefnin týnast því miður, þau sem ekki eru þegar fest á kort.
.
Mér leiddist ekki ferðin, þótt seint gengi. Ég var kominn þarna inn á milli fellanna, sem ég þekkti orðið sæmilega, heiman að séð, og hafði gert ráð fyrir, að hefðu aðeins tvær hliðar og litu því eins út báðum megin frá. Var ég því illa svikinn, er ég sáð, að þau voru gjör-ólík og óþekkjanleg, séð frá hinni hliðinni, og ein af mínum barnahugmyndum um lögun fjalla beið herfilegt skipsbrot. Varð ég nú að heita á pabba til að hjálpa mér, ekki eingöngu, þegar um smá örnefni, svo sem hálsa, kletta, gjáarsprungur o.fl. var að ræða, heldur og um fjöllin og fellin, sem ég í fyrsta sinni sá frá „hinni hliðinni“. Hafði hann lítinn frið fyrir spurningum mínum, en það vildi svo vel til, að hann var sérlega örnefnafróður maður, sem á yngri árum hafði fengizt mikið við smalamennsku á þessum slóðum.
Við gistum í Krýsuvíkurhverfinu (Suðurkoti), og sá ég þar í fyrsta sinni á ævinni læk (vestasta „vatnsfallið“ á suðurströnd landsins) og smakkaði þar fyrst ósalt uppsprettuvatn. Einnig sá ég þar skrítna „steina“, dökk-mórauða á litinn, en mjög létta í sér, hlaðna upp í hrauk þar á hlaðinu. Það voru mókögglar! Mór þekkist tæplega út um Suðurkjálkann.“
Heimild:
-Bjarni Sæmundsson, Um láð og lög, Rvík 1942, bls.10-11
Miðmundahólar – tóft I
Á Flekkuvíkurheiði er falleg hólaþyrping sem ber við himinn sé komið að þeim úr norðri. Þeir heita Miðmundahólar. Vestan undir hólunum er tóft, sem ekki virðist vera til í örnefnalýsingum eða fornleifaskrám. Ofan hólanna eru Miðmundalágar. Norðvestur af Miðmundahólum er Tvívörðuhóll.
Tóftin í Miðmundahólum.
Strandarvegurinn leggur skammt neðan við hann. Vestur undir Tvívörðuhól er Mundastekkur, líklega frá Flekkuvík fyrrum.
Á hvaða miðsvæði voru Miðmundahólar? Gætu þeir hafa verið „miðmund“ frá öðrum Vatnsleysubæjanna þótt í öðru landi hafa verið. Dæmi eru jú um slíkt. Eftir hvaða Munda heitir „Mundastekkur“ undir Tvívörðuhól? Gæti nafnið verið stytting úr „Miðmundastekkur“? Er möguleiki að nöfn hafi víxlast á hólunum? Hver gæti tilgangur tóftarinnar fyrstnefndu hafa verið?
Tóftin undir Miðmundahól er óvenjuleg og enginn stekkur sést þar í fljótu bragði. Hún er í landi Flekkuvíkur. Að þessu sinni var ekki leitað grannt að fleiri mannaverkum, en það verður gert fljótlega.
Nafnið á hólunum, Miðmundahólar, benda til eyktarmarks frá Flekkukvík (miðmund = sól kl 13:30). Það verður þó að teljast ólíklegt því hólarnir benda ekki til miðmundar frá þeim bæ. Í orðabókum getur „miðmund“ bæði átt við um tíma (sólargang) og vegalengdir. Spurningin var því hvort þarna gæti verðið miðsvæðis á kirkjuvegi milli Vatnsleysu og Kálfatjarnar – sem getur jú passað. En alfaraleiðin (Almenningsvegurinn) liggur þarna snöggtum neðar en hólarnir, eða fyrir neðan Strandarveginn. Það er því útilokað að hólarnir séu miðsvæðis á kirkjugötu því krókur var að fara upp að þeim.
Allt þetta og meira til er meðal þess sem skoðað verður á næstunni. Ef einhver veit eða getur gefið upplýsingar um framangreint er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við ferlir@ferlir.is. Einhver áhugi á menningarleifum svæðisins hlýtur að vera til staðar – hjá einhverjum að minnsta kosti!
Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir, 1995, bls. 25 og 27.