Straumssel

„Í ritgerð þessari vil ég minnast Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hann bjó að Straumi í Hraunum. Hraunabæir nefndist syðsta byggðin í Garðahreppi, nema allra syðsti bærinn, Hvassahraun, en það er í Vatnsleysustrandarhreppi. Sú jörð liggur syðst í Setbergsbaerinn-231hraunjaðrinum að norðanverðri Vatnsleysuvík.
Þó bóndi þessi bæri tvö nöfn var hann ævinlega bara nefndur Tjörvi. Í mínum stráksaldri kynntist ég honum vel en var nærri fulltíða maður er ég varð þess áskynja að hann hefði heitið tveim nöfnum.

Guðmundur Tjörvi fæddist 16. ágúst 1850 að Setbergi í Garðahreppi. Þar búa þá foreldrar hans, Guðmundur Guðmundsson og Katrín Guðmundsdóttir. Guðmundur faðir Tjörva var sonur Guðmundar Bjönssonar, hann bjó í Hafnarfirði, Krýsuvík og víðar. Föðurmóðir Tjörva var, Dagbjört Tjörvadóttir. Þess má geta til gamans að Tjörvanafnið hefir loðað þar við ætt frá því fyrir 1700 og er þá komið úr Skagafirði, því Guðrún Tjörvadóttir sem var úr Skagafirði var langa-langamma Tjörva bónda í Straumi. Katrín móðir Tjörva var talin farsæl ljósmóðir. Þessi Katrín Tjörva móðir var þrígift, átti fyrst Halldór Halldórsson frá Hrauntúni. Aðeins er getið eins sonar þeirra, það var Halldór Halldórsson bóndi að Nýjabæ á Arnarnesi. Annar maður Katrínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Setbergi. Sá var faðir Tjörva. Hann deyr 1855, þannig verður Tjörvi föðurlaus aðeins fimm ára gamall. Þriðji maður Katrínar Tjörvamóður var Guðmundur Símonarson, bóndi og hreppstjóri á Setbergi og síðar í Straumi, en þessar jarðir voru báðar í Garðahreppi. Katrín átti tvær dætur með þessum þriðja manni sínum, þær hétu Valgerður og María. Þær þóttu allfjarri því að erfa skörungsskap móður sinnar, auk þess dóu þær báðar um þrítugsaldur.

Setbergssel-231

Eins og fyrr greinir dó Guðmundur faðir Tjörva þegar drengurinn var aðeins fimm ára. Fljótlega kemur annar Guðmundur til sögunnar, sá var Símonarson. Hann varð stjúpfaðir Tjörva. Mér skilst að með þeim hafi verið knappir dáleikar, en Katrínu móður sína mat hann mikils og ræddi oft og vel um hana á sínum efri árum. Eins talaði hann oft um föðurmóður sína Dagbjörtu Tjörvadóttur. Mér þykir sennilegt að hann hafi munað vel eftir þessari ömmu sinni frá uppvaxtarárum sínum á Setbergi enda má það vel vera ef hún hefir verið enn á dögum eftir að hann fer vel að muna eftir sér.
Ekki veit ég hvenær Tjörvi flytur frá Setbergi að Straumi ásamt móður sinni og stjúpföður þó hefir það ekki verið síðar en á vordögum 1867. Eg marka það af því, að þetta tilgreinda vor sest að á Setbergi, Jón Guðmundsson. Hann var fæddur að Fossi í Hrunamannahreppi 23. desember 1824 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram á tólfta aldursár. Jón þessi var langafi minn. Jafnan nefndur Jón á Setbergi og er svo raunar enn þegar hans er minnst. Út frá þessu veit ég með vissu að Tjörvi hefir ekki verið eldri en á sautjánda ári þegar hann flyst að Straumi. Hvenær hann tók þar við búsforráðum er mér ekki ljóst, þó býr mér í grun að hann hafi ungur búið þar í skjóli móður sinnar löngu áður en hann tók þar við að fullu og öllu sem eigandi jarðarinnar. Eg marka þetta af munnmælasögum sem gengu þar syðra um stjúpföður hans Guðmund Símonarson.

Straumur-231

Þær herma að hann hafi búið að nokkur leyti sér, m.a. haft selstöðu við norðanverðar Undirhlíðar sem er í afréttarlöndum Garðahrepps. Þar er enn þekkt örnefnið Gvendarsel og Gvendarselshæð, einnig var talað um Gvendarselshellir. Þessi örnefni áttu að vera kennd við þennan sama Guðmund sem var Tjörva fóstri.
Tveir eldri bræður mínir, Guðmundur sem bjó á Kluftum og Diðrik sem bjó á Kanastöðum þekktu vel hellisskútann og töldu hann bera með sér glögg mannvistareinkenni.
Útilokað er að þarna sé málum blandið varðandi Straumssel, sem var og er þekkt örnefni miklu vestar og sunnar í hraunbreiðunni. Þetta er sunnarlega í heimalöndum Straumsjarðarinnar. Mér þykir líklegt að Tjörvi hafi tiltölulega ungur verið farinn að búa í Straumi nokkuð sjálfstætt áður en hann hlaut þar fullt forræði yfir jörðinni. Kona Tjörva var Arnleif Stefánsdóttir frá Sviðholti af efnuðu og velmetnu fólki komin. Þau Arnleif og Tjörvi bjuggu að Straumi meðan þeirra samvistir entust. Einkadóttir þeirra hlaut að nafngjöf Stefanía Guðlaug, hún fæddist 2. september 1883. Henni varð ekki auðið langra lífdaga, því hún lést úr bráðaberklum sextán ára gömul laust fyrir aldamótin 1900.
Ég veit ekki hvaða ár Tjörvi missti Arnleifi konu sína. Eftir að hann varð ekkjumaður bjó hann lengi með ráðskonu, fyrst að Straumi Gvendarsel-231og svo í svonefndum Tjörvabæ í Hafnarfirði.

Fyrr á tíð þótti Straumur góð bújörð. Áður fylgdi jörðinni allmargar hjáleigur sem áttu þar að mestu óskipt land með heimajörðinni en voru a.m.k. sumar í séreign ábúenda seinni árin sem þær voru í byggð. Þær hétu: Litli-Lambhagi, Stóri-Lambhagi, Gerði, Þorbjarnarstaðir, Þýskabúð og Péturskot.
Tjörvi þótti góður bóndi. Sauðfjárbúskapur mun hafa verið traustasta undirstaða búskapar í Hraununum. Vetrarbeit reyndist þar farsæl og örugg í flestum árum, bæði til fjalls og fjöru. Sölvareki á hausti og í vetrarbyrjun var árviss við Þórðarvík skammt frá Lambhagabæjum. Kvist- og lyngbeit ágæt upp um hraunlandið.
Á Reykjanesskaganum er oft æði úrkomusamt þá komu sauðkindinni oft til góða öll þau skútaskjól sem hraunlandið býður þar upp á. Áður hafa Hraunamenn efalítið stólað talsvert á sjávarafla sér til búdrýginda, þó trúi ég að Innnesjamenn hafi verið þeim aðsætnari á því sviði. Þetta má teljast fullkomlega eðlilegt þegar til þess er litið að Hraunabyggðin bauð upp á tiltölulega trausta afkomu af sauðfjárbúskap. Straumsvík var lygn vogur sunnan við bæinn í Straumi, farsæll og öruggur lendingarstaður.
Gudjon Gudmundsson-231Áður en Tjörvi gekk í hjónaband eignaðist hann son sem Guðjón var nefndur. Móðir þessa drengs hét Oddbjörg. Ekki veit ég með hve miklum dáleikum þessum Tjörvasyni var tekið þegar hann kom í þennan heim. Oftar en ekki reynist sú ánægja eitthvað blendin þegar „holubörn“ eiga í hlut. Hitt veit ég með vissu að enga lifandi afkomendur ætti Tjörvi ef Guðjón þessi hefði ekki komið til sögu í þessu efni.
Mér er ekki kunnugt um hver afskipti Tjörva hefur haft af syni sínum á þeim árum sem drengur þessi óx úr grasi. En ljóst er af framvindu mála að Straumsbóndinn byggir syni sínum hluta af eignarjörð sinni í þann mund að Guðjón staðfestir ráð sitt. Kona Guðjóns hét Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum í Hraunum. Ég veit engin deili á Guðmundi þessum önnur en þau að hann var seinni maður Ragnheiðar húsfreyju á Óttarsstöðum og Þorbjörg var einkabarn þeirra. Ragnheiður var Hannesdóttir frá Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Hennar ættir víðar um Flóa og ofanvert Árnesþing. Styttra varð í búskap þessara ungu hjóna en til stóð, því konan deyr skyndilega, þá ný stigin upp af sæng eftir sinn fyrsta barnsburð. Þannig tvístraðist þessi fjölskylda. Litla stúlkan sem þessi ungu hjón eignuðust var látin heita Þorbjörg Stefanía, bar því nafn móður sinnar og hálfsystur föður síns, sem var Stefanía Guðlaug Tjörvadóttir, en hennar er getið hér að framan. Guðjón kemur Þorbjörgu litlu dóttur sinni í fóstur hjá ömmu hennar Ragnheiði Hannesdóttur á Óttarsstöðum. Hann hrökklast fljótlega frá búskap sínum í Straumi. Enn stóðu opnar dauðans dyr gagnvart afkomendum Tjörva, því Guðjón sonur hans er allur sex árum síðar, þá var Þorbjörg dóttir hans á sjöunda ári.
Þegar hér er komið sögu var þessi litla stúlka Þorbjörg Stefanía eini þálifandi afkomandi Tjörva í Straumi. Þegar Þorbjörg þessi er uppkomin giftist hún Vilmundi Gíslasyni frá Kjarnholtum í Biskupstungum, þar hófu þau búskap á vordögum 1924. Þau bjuggu í Kjarnholtum til vors 1934, en þá flytjast þau að Króki, sem er smábýli í Garðahverfi. Þessi dapurlegu bústaðaskipti komu ekki til af góðu.

Bjarni Bjarnason-231

Vilmundur frændi minn lenti í alvarlegum og langvarandi veikindum, fyrir þær sakir neyddust þessi ungu hjón til að hverfa frá blómlegu búi og afburða góðri bújörð, sem þar að auki var föðurleifð Vilmundar. Þau Þorbjörg og Vilmundur eignuðust fjögur börn, þau systkini og þeirra niðjar eru eina fólkið, sem eru afkomendur Tjörva fyrrum bónda í Straumi.
Þegar Tjörvi brá búi seldi hann Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra jörðina og áhöfn að stærstum hluta. Ekki veit ég með vissu hvenær þau kaup gerðust. Ég tel víst að það hafi verið um 1925 eða jafnvel fyrr.
Bjarni var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1912 -1915 og skólastjóri við sömu stofnun 1915 – 1929. Jafnframt stundakennari öll árin 1912 – 1929 við Flensborgarskólann. Hann keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918—1930. Þegar Bjarni fer frá Straumi tekur hann við skólastjórastarfi að Laugarvatni og var löngum kenndur við þann stað frá þeim tímamótum.
Tjörvi andaðist 6. febrúar 1934. Eftir fráfall Tjörva bjó Gerða gamla í bænum sem
alltaf var við hann kenndur eftir að þau settust þar að. Þarna átti hún samastað allt til síns endadægurs. – Jón í Skollagróf.“

Heimild:
-Litli Bergþór, 20. árg. 1999, bls. 26-30.

Gamli Setbergsbaerinn-2331

Gamli Setbergsbærinn.

 

 

Selsvellir

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan.

Selsvellir

Við selstóftir á Selsvöllum.

Á tveimur stöðum á Völlunum er miklar selsrústir. Allir Grindavíkurbæirnir nema Hraun höfðu þar selstöðu. Hraunsselið er nokkru sunnar með hálsinum, neðan svonefndra Þrengsla. Þar var síðast haft í seli á Reykjanesi eða til ársins 1914. Sogavallalækirnir tveir renna um sléttuna.
Austan á Völlunum, upp undir Selsvallafjalli eru tóttir eldri seljanna. Ein er þeirra stærst, en neðan hennar eru allnokkrar húsatóttir. Gengið var spölkorn áfram til suðurs og síðan beygt eftir gamalli götu svo til þvert á Vellina. Gatan, sem hefur verið nokkuð breið, liggur að nýrri seljunum suðvestast á Völlunum. Þar eru a.m.k. selstóttir á þremur stöðum, auk stekkja og kvía. Miðstekkurinn, sem er einna heillegastur, mun hafa verið notaður sem rétt af Vogamönnum, nefnd Vogarétt.

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Selsstígnum til vesturs frá seljunum var fylgt inn í hraunið. Eftir u.þ.b. 500 metra kom hann inn á gömlu leiðina frá Hraunssels-Vatnsfelli. Þeirri götu var fylgt áfram til vesturs, en hún greinist fljótlega í tvennt. Einn hópurinn fylgdi gömlu slóðinni að fellinu, en annar fór slóð er lá til vinstri. Sú gata liggur inn á breiðan stíg er liggur frá Hraunssels-Vatnsfelli nokkru sunnar en hinn og áfram austur yfir tiltölulega slétt helluhraun. Þessi gata er mun greiðfærari en sú nyrðri, en ekki eins klöppuð. Vestast í hrauninu nær slétt mosavaxið helluhraunið til suðurs með fellinu. Engar vörður voru við þessa stíga. Syðri stígnum var fylgt til austurs og var þá komið inn á Selsvellina u.þ.b. 500 metrum sunnan við selstóttirnar.

Selsvellir

Tóft við Selsvelli.

Ljóst er að vestanverð nyrsta gatan hefur verið mest farin. Syðsta leiðin liggur beinast við Grindavík, en sú nyrsta liggur beinast við vatnsstæðinu á Hraunssels-Vatnsfelli. Selstígurinn í miðjunni er greinilega leiðarstytting á þeirri götu að og frá seljunum. Tvennt kemur til er skýrt gæti hversu nyrsta gatan er meira klöppuð en hinar. Gatan er einungis meira klöppuð að vestanverðu eftir að selsstígurinn kemur inn á hana. Í fyrsta lagi gæti það verið vegna þess að gatan var notuð til að komast að og frá vatnsstæðinu. Vesturendi hennar bendir til þess að hún hafi einungis legið upp að því. Þegar 500 fjár og 30 naugripir arka sömu götuna fram og til baka sumarlangt í nokkur hundruð ár eru ummerkin eðlileg. Aðdrættir og fráflutningur hefur líklega farið um hluta götunnar, en þá verið beygt út af henni á tengigötuna inn á þá syðri og áfram suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli.

Selsvellir

Selsstígurinn að Selsvöllum.

Til stendur að fara fljótlega upp Drykkjarsteinsdal og áfram á leið að vestanverðum hraunkantinum og fylgja honum þar til suðurs. Í öðru lagi gæti þarna verið um gamla þjóðleið að ræða og gæti stígurinn þvert á Selsvellina gegnt henni skýrt það. Sú gata liggur í áttina að grónum sneiðing í Núpshlíðarhálsi, en þar virðist hafa verið gata upp hálsinn. Þetta þarf allt að skoða betur í enn betra tómi síðar.
Veður var frábært – logn, 16 °C hiti og sól.
Gangan tók u.þ.b. 2 klst.
Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Málfríður Ómarsdóttir skrifaði í apríl 2007 ritgerð með yfirskriftinni; „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp„. Þar sem efnið er vel unnið og á brýnt erindi til áhugafólks um Reykjanesskagann verður hluti textans birtur hér.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf. Hann er hluti af Atlantshafshryggnum og hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform séu uppi um að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

Eldvirkni
Eldstöðvakerfin fjögur (ATG)

Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007).
Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967). Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborg í Kristnitökuhrauni (Svínahrauni)

Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Reykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess.

Stampar

Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Trölladyngju-eldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krísuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum.
Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Háleyjarbunga

Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
Eldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
GunnuhverÞað má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km2 og hafa um 1,8 km3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp

Í Eldvörpum

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km.
Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin.
Sandfellshæð

Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967). Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
ReykjanesvitiDyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Einarsson, 1968).
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968).
Þríhnúkar

Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
HraunÖsku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Hraunakort (ATG)Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám.
Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Ögmundarhraun vestan Krísuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krísuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krísuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvar-kerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar.

HraunYngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á.Sigurgeirsson, 1995).
Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón  Jónsson,1983).
Elstu hrauninTrölladyngjueldstöðvar-kerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krísuvík og Trölladyngja. Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni
með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
Frægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda MóbergBláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu (mynd 6) sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Í Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Lokaorð
Reykjanesskagi er afar merkilegur jarðfræðilega, sögulega og náttúrufarslega séð.
• Þar má finna flestar gerðir eldfjalla, mörk Evrasíu- og Norður Ameríkuflekanna, háhitasvæði, sögulegar minjar
og fjögur eldstöðvarkerfi.
• Þar hafa orðið tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem hvert stóð í um fjórar aldir og með þúsund ára hléi á milli. Oftast hefur þó gosið í sjó.
• Náttúrufar á Reykjanesskaga er afar viðkvæmt og jarðvegur sérstaklega opinn fyrir rofi sem, meðal annarra þátta, má mögulega rekja til mikillar beitar á svæðinu áður fyrr. Svæðið er einnig einkar opið fyrir vindi. Verndun svæðisins er því einkar mikilvægt málefni sem krefst brýnnar úrlausnar sem fyrst. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað. Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.“

Heimildir:
Andrés Arnalds (1987). Ecosystem disturbance and recovery in Iceland. Arctic and Alpine Research, 19, 508-513.
Ari Trausti Guðmundsson (2001). Íslenskar eldstöðvar. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson (2007). The Reykjanesæ
Ridge between 63°10’N and Iceland. Journal of Geodynamics, 43, bls 73-86.
Fleicher, U. (1974). The Reykjanes Ridge – A Summary of Geophysical Data. Í Kristjansson, L. (ritstj.),
Geodynamics of Iceland and the North Atlantic Area (bls. 17-32). Dordrecht: D. Reidel Publishing
Company.
Guðrún Gísladóttir (1998). Environmental Characterisation and Change in Southwestern Iceland. Doktorsritgerð, Stockholm University, Stockholm.
Jón Jónsson (1967). The rift zone and the Reykjanes peninsula. Í Sveinbjörn Björnsson (ritstj.), Iceland and
mid-oceanic ridges (bls. 142-150). Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur h.f.
Jón Jónsson (1978). Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – I. Skýringar við jarðfræðikort. II. Jarðfræðikort (Rit
Orkustofnunnar – Jarðhitadeild. OS JHD 7831). Reykjavík: Orkustofnun.
Jón Jónsson (1983). Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52(1-4), 127-
139.
Landvernd (2007). Reykjanesskagi – Framtíðarsýn Landverndar um eldfjallagarð. Skoðað 8. apríl 2007 á
http://www.landvernd.is/flokkar.asp?flokkur=1776

Keilir

Keilir.

 

Tyrkjabyrgi

Gengið var upp eftir Prestastíg frá Hjálmagjá ofan við Húsatóptir og upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Tilgangurinn var að reyna að staðsetja svonefndan „Hamrabóndahelli“, sem enn er ófundinn.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Nefndur hellir er sagður verða sauðahellir, sem Þorsteinn, bóndi frá hjáleigunni Hamri, hlóð einhvers staðar uppi í hrauninu eftir að honum sinnaðist við hreppsstjórann á Húsatóptum. Þeim hafði samist um að Þorsteinn gætti fjár hreppsstjóra, en héldi sínu fé einnig til haga. Þegar hreppsstjóri sá að Þorsteinn beitti sínu fé í fjöruna gerði hann athugasemd við það. Þorsteinn, sem var stór upp á sig, rauk þá með sauði sína upp í efri hluta Húsatóptarlands, hlóð þar fyrir skúta og hélt sauði sína þar um veturinn. Sauðagangur Þorsteins hefur verið bæði reglulegur og takmarkaður. Nefndur Þorsteinn er sá hinn sami og hafði járnsmiðju í hellinum undir Hellunni í Sveifluhálsi, við Kleifarvatn.
Helgi Gamalílesson, fæddur á Stað, hafði farið um fermingu með föður sínum og bræðrum upp í Þórðarfell til að sækja þangað eftirsótta málma þess daga. Á leiðinni var stoppað, drengirnir hlupu til og leituðu skothylkja eftir Kanann, og sáu þá allt í einu í fallega hlaðið op fjárskjólsins. Síðan eru liðin mörg ár.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Helgi hefur fylgt FERLIR á hugsanlegt svæði, en minningin er orðin þokukennd. Helgi taldi að opið væri í litlu jarðfalli í sléttu hrauni er vísaði mót suðri. Það hafi verið nálægt hraunkanti.
Í örnefnaskrá fyrir Húsatóptir og hjáleigur þess segir m.a. að „vestur af Grýtugjá, upp undir jarðri apalhraunsins (Eldborgarhrauns), er Hrafnagjá.
Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé.“ Það segir að „gatan liggur í norðvestur upp frá vestanverðu túninu á Húsatóptum í Hafnir. Frá túninu á Húsatóptum að Eldvörpum liggur gatan um mosagróið hraun, mjög úfið á köflum. Norðan Eldvarpa er landið sléttara, grónara og auðveldara yfirferðar.“

Prestastígur

Gengið um Prestastíg.

Nú var Prestastígnum fylgt frá Hjálmagjá upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Á leiðinni vakti þrennt sérstaka athygli; nef út úr tveimur vörðunum bentu til norðurs, frá stígnum, litlar vörður voru á nokkrum stöðum á hraunkanti Sundvörðuhrauns, en Prestastígur liggur til norðvesturs sunnan hans, og loks mátti sjá litlar vörður liggja frá Hamri upp hraunranann vestan Húsatópta, upp heiðina og áleiðis upp í norðnorðvestanvert Sundvörðuhraun.

Prestastígurinn sjálfur liggur um móa ofan við Húsatóptir og er vel varðaður svo til alla leiðina. Víða hafa vörður verið endurreistar, en einnig má sjá fallnar vörður milli þeirra.
Gatan er sumsstaðar grópuð í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Þegar komið er upp fyrir Skothól og hlaðna brú á Hrafnagjá tekur Sauðabælið við. Norðan þess er gróin sprunga í hraunkantinum; tilvalið sauðabæli. Hins vegar var ekki að sjá neinar hleðslur þar við. Lægð liggur inn í hraunið í gróna kvos, en síðan tekur ekkert við.

Prestastígur

Prestastígur.

Ofar er einnig slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Þegar komið var upp fyrir Eldvörp tók einnig við nokkuð slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Víða voru smávörður á hraunhólum, en að því er virtist án tilgangs.
Þegar leiðin var fetuð til baka var reynt að rýna í hraunkantinn. Hann gaf ekki tilefni til lausnar spurningunni um „Hamrabóndahelli“.
Fjórar gjár eru milli Hjálmagjár og Hrafnagjár. Grýtugjá er næst þeirri síðarnefndu. Í einni gjánni munu vera mannvistarleifar.
Þegar komið var niður að tóftum Hamars mátti sjá litlar vörður liggja þar upp heiðina vestan við Nónvörður. Við þar mátti sjá vörðurnar liggja áfram upp heiðina, með stefnu á norðnorðvestanvert Sundvörðuhraunið. Víða í heiðinni mátti einnig sjá hinar formfegurstu fuglaþúfur.
Það mun verða næsta verkefni FERLIRs að fylgja litlu vörðunum frá Hamri upp heiðina og jafnvel áleiðis í gegnum hraunið. Til þess mun þurfa flokk manna og kvenna.
Þess má geta að í Sundvörðuhrauni eru hin svonefndu Tyrkjabyrgi (útilegumannabyrgi), sem eru í raun gömul fiskibyrgi: sjá m.a. HÉR og HÉR.

Í Eldvörpum

Eldvörp.

Kalmannstjörn

Um skipstapann frá Galmannstjörn 10. þ. mán. 1865, (eptir kandid. Odd V. Gíslason).
Hafnir-spil-221Þann 10. þ. m. milli dagmála og hádegis, fórst skip á Gálmatjörn í Hafnahrepp með 15 manns, af hverjnm að 7 náðust lifandi, en 8 drukknuðu og vorn þeir: 1. Formaðurinn Þorgils Eiríksson frá Kambi í Holtum, 2. Hannes Ólafsson, vinnumaður á Gálmatjörn, 3. Ólafr Snjólfsson vinnumaður á Gálmatjörn, 4. og 5. bræðurnir Sigurður og Ísleifur Árnasynir vinnum. frá Garðsauka í Hvolhrepp, 6. Guðmundur Sigurðsson frá Götu í Holtum, 7. Jón Hinriksson frá Ölversholti í Holtum, 8. Jón Vigfússon vinnumaður í Miðkrika í Hvolhrepp. Allir þessir menn voru í bezta aldri frá 20 — 50 ára og voru allir ókvæntir.
Skipstapinn orsakaðist þannig, að sjó tók að brima, og þegar á sund það kom, sem farið var inn um á lendingu, varð frákastið að norðanverðu svo mikið í ólaginu að eigi neitti stjórnar og barst skipið að nefinu, sem er að sunnanverðu við sundið, stóð þar og hvolfdi allt í einu; komust nokkrir á kjöl, og nokkrum varð náð úr landi og á áttæring sem fram var settur, því eigi höfðu aðrir róið þennan dag, og náðust allir.
Þeir sem dauðir voru, voru bornir heim að bæ og var nú óðar sent til Vilhjálms bónda Hákonarsonar í Kirkjuvogi, og brá hann við snögglega, þótt hann væri sjálfur nýkominn úr skinnklæðunum, hljóp suður að Gálmatjörn og að hans tilstuðlan var allt það reynt sem unnt var, til að endurlífga hina drukknuðu, opnuð æð á handlegg, lagðir á tunnur til þess að ná úr þeim sjónum; þarnæst voru spenntir handleggir þeirra fram og upp með höfðinu og svo niður aptur til þess að hleypa lopti í lungun, burstaðir á fótinn, handleggjum og herðum og var þessum tilraunum haldið áfram allan daginn en allt til einskis. Ekki varð vart við nokkurt lífsmark.“

Heimild:
-Þjóðólfur, 18. árg. 1865-1866, bls. 103.

Junkaragerði

Junkaragerði og Kalmanstjörn.

Hóp

Um var að ræða fyrsta áfanga af fjórum í menningar- og sögutengdri ferð í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins í tilefni að Gönguhátíð í Grindavík 2009.
KvíabryggjaFerðin hófst við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. 105 manns gengu niður á hafnarsvæðið, Kvíabryggju, þar sem rifjuð var upp 70 ára gömul saga af forsögu og opnun Hópsins. Rifið var grafið út árið 1939 með handafli og Hópið opnað fyrir vélbátum þess tíma. Áður höfðu Hópsbændur opnað rifið á öðrum stað fyrir umferð smærri árabáta. Alla tíð síðan hafa verið framkvæmdir í Hópinu er ýmist hafa miðað að því að dýpka það eða byggja viðlegu- og löndunarbryggjur. Í dag er Grindavíkurhöfn ein besta höfn landsins og um hana fara mest aflaverðmæti á ári hverju.
Staldrað var við Fiskmarkaðinn og aðstöðu Björgunarsveitarinnar Þorbjörn áður en rifjuð voru upp eyktarmörk tengd Miðaftanshól.

Hópurinn

Þá var gengið að tóftum gamla Hópsbæjar og Neðri-sundvörðu. Þar var vígt fimmta söguskiltið sem sett er upp í Grindavík og nú í Hópshverfi. Þar mátti má sjá ýmsar minjar, s.s. tóftir gamla torfbæjarins á Hópi og jafnvel minjar um landnámsskála Molda-Gnúps, landnámsmanns Grindavíkur.
Gengið var með strandlengjunni áleiðis að Eyjagarði, hafnarbakkanum sem reistur var í Vestmannaeyjagosinu, og að minjum á Hópsnesi. Í ferðinni var og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. Maríuvöndullinn var t.d. í miklum blóma í austanverðu Hópstúninu þessa kvöldstund.

Miðmundarhóll

Þegar komið var að söguskiltinu við Hóp mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Þú ert ofan við Vatnstanga norðan við Hópið, núverandi hafnarlægi Grindvíkinga. Til hægri handar eru tóftir gamla bæjarins á Hópi. Í Manntali 1880 var bæjarstæðan nefnd Stóra-Hóp og Litla-Hóp, en í Manntali 1910 nefndist hún Austur-Hóp og Vestur-Hóp. Þar var þríbýli frá 1850 og fram í byrjun 20. aldar. Gamli bærinn mun hafa verið rifinn um 1930. Tröð lá upp með vestanverðum bænum upp að túngarðinum. Önnur tröð lá frá bænum áleiðis niður á Vatnstanga. Fjaran var rétt neðan við bæinn, en gerð var uppfylling á henni eftir miðja 20. öld þar sem nú er vegurinn (Bakkalág).

Hóp

Húsið Hóp var byggt árið 1935 af Einari Einarssyni í Garðhúsum og húsið Sjónarhóll var byggt af Guðmundi Þorsteinssyni árið 1951. Á túnakorti frá 1918 var hlaðin sundvarða þar sem íbúðarhúsið er nú. Rétt neðan við húsið Hóp er rúst. Hún mun vera leifar þurrabúðar sem byggð var ábúanda um tíma frá Þórkötlustöðum fyrir aldamótin 1900. Útihús var þarna skammt vestar.
Í Manntölum frá ýmsum tímum má sjá bæði tengsl og nöfn íbúanna á ýmsum tímum. Frændsemi hefur löngum verið mikil og náin milli íbúa hverfanna í Grindavík. Fremsta tóftin (suðvestanvert) við gamla Hóp er svonefnt Goðhús eða Goðatóft. Hún var friðlýst 1930. Nafnið bendir til þess að tóftin sé mjög gömul. Hún hefur verið endurbyggð til annarra nota líkt og flest önnur mannvirki á svæðinu.

Goðatóft

Í túninu við Hóp eru leifar gamalla mannvirkja, s.s. gerðið og Gerðishúsið (Gerðatóft), sem ekki hafa verið rannsökuð, svo og gamlar götur. Enn má sjá leifar gömlu Hópsbæjanna, Melbæjar, Hópskots, Hópsness og Ness (síðasta íbúðarhúsið var flutt yfir Hópið á bát og er nú Túngata 9), auk minja verbúðar frá Hópi ofan við Hópsvör, þurrkgarða og ískofa. Elsta bryggjan neðan við Hópskot er sýnd á uppdrættinum, en hún er nú horfin og aðrar nýrri teknar við hlutverki hennar.
Auk örnefnanna má sjá ýmiss gömul mannvirki í Hópinu á þessu sögu- og minjakorti.

Landnám

Gerðistóft

Molda-Gnúpur nam land í Grindavík, en hvar…..? Bjó Molda-Gnúpur að Hópi? Eða kannski einhver sona hans?
Í Landnámu segir að „Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir …. Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra… En um vorið eftir fóru þeir  Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.“

 

Ískofi

Hér að framan er einungis sagt Grindavík en ekki nákvæmlega hvar. Í örnefnalýsingu um Hóp í Grindavík sem Ari Gíslason skráði segir m.a. um jörðina Hóp, „sem hefur um langt skeið hefur verið miðsvæðis og ein af lykiljörðum byggðalagsins: Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þórkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum.
Vestan við túnið á Hópi er Eystri-Vikradalur. Vestan hans er stór hóll, sem heitir Miðaftanshóll. Hann er eyktamark frá gamla bænum.“

Gamla

Á túninu umhverfis gamla bæinn eru jarðlægar tóftir og garðar svo til við hvert sjónmál. Garðarnir eru greinilega misgamlir og hafa flestir þeirra eldri verið sléttaðir út. Ofan við gamla bæjarhólinn, norðvestan fjárhúsanna má greina 5 tóftir, auk matjurtargarða. Heimtröðin sést vel vestan við hólinn og suðvestan við Goðatóftina fyrrnefndu. Jarðlægur vörslugarður hefur verið í boga ofan við gamla bæinn, en hann síðan verið færður út og stækkaður og auk þess hefur verið hlaðinn garður til norðurs. Innan gamla garðsins og ofan gamla bæjarhólsins er forvitnileg jarðlæg rúst með görðum til beggja átta er teygja sig að gamla garðinum. Við norðvesturhornið hefur verið hlið. Nokkru vestar í túninu eru tóftir nýrri útihúsa. Forvitnilegasta rústin er þó sú minnst sýnilega í túninu. Hún virðist vera leifar af fornum skála er snýr til SV og NA. Stærðin á mannvirkinu er svipuð skála þeim er sjá má í Húshólma og lögunin er áþekk. Um er að ræða áhugaverðar minjar, sérstaklega með hliðsjón af framangreindri lýsingu í Landnámu.

Hóp

Hópsgatan

Í Jarðabókinni 1703 segir að „öngvar engjar“ séu á Hópi. Þar var þá tvíbýli. „Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.“ Þá eru þarna kýr, hestar og fé hjá báðum ábúendum. „Heimræði árið um kring og lending hin besta sem hjer í sveit er, en ærið lángt að setja, nema með flóði verði lent. Þar gánga vetur og sumar skip heimabænda. Item áttrætt skip stólsins og fylgir því búð og vergögn, sem hvorutveggja er innkomið í tíð Mag. Brynjólfs, en var ekki fyrr.“ Þá segir að „fjörugæði eru mikil til beitar fyrir fje á Hópi.“
Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar. Verminjarnar ofan við Hópsvör virðast skv. þessu því geta tengst útveri Skálholtsstóls á staðnum. Árið 1840 er „Miklar innnytjar eru við jörð þessa af Hópinu, ef notkaðar væru. Í því veiðist mergð hrognkelsa eftir Jónsmessu, einnig silungur og mikill áll, en við ekkert þetta er sú ástundun höfð sem skyldi, og engir viðburðir Austanvið tvennt það síðarnefnda.
Veiðst hefir þar líka selur og lax, þótt minna fengist með jafnri viðleitni sem hið þrennt fyrst talda; þegar fiskur gengur grunnt, hefir þar inni þorskur fengist og þyrsklingur, en sú veiði er samt ekki teljandi.“ Í Landnámi Ingólfs segir að „á bæ þessum bagar vatnsleysi til neyslu.“ Þar stingur skökku við því ferskvatnsuppspretta kemur undan landinu í fjörunni við Vatnstanga. Í fjöruborðinu hefur því verið mikið og fjölbreytt lífríki frá náttúrunnar hendi þar sem ferskvatnið kemur undan berginu og sameinast sjónum.
Árið 1847 var jörðin seld í tvennu lagi (Stóri- og Litliparturinn) eftir afsalsbréfum 8. ágúst 1787 og 26. janúar 1791. Tvíbýli var á Hópi alla 19. öldina, en frá 1850 þríbýli og var þriðji parturinn nefndur Litla-Hóp frá 1880, sem fyrr er lýst.
MaríuvöndullInn á Túnakort 1918 er býlið Hópsnes merkt. Bærinn mun hafa staðið á hól, sem notaður var í vegagerð á 7. áratugnum og er bæjarstæðið sjálft því horfið. Skv. lýsingu Huldu D. Gísladóttur (f:1918) stóð bærinn ofan við núverandi smábátahöfn, sunnan við Skiparéttina. Hann hafi jafnan verið nefndur Hópsnes, en ábúandinn í hennar tíð gjarnan kenndur við „Nes“, t.d. Guðmundur í Nesi.
Á tjaldstæðinuÍ bréfi um byggingu jarða Skálholtsstóls í Grindavík frá 1563 er boðið að breyta bænhúskúgildum þeim sem voru á Hrauni, Þórkötlustöðum og Hópi í leigukúgildi. Gæti það verið vísbending um bænhús á Hópi. Í manntali 1703 er getið um hjáleigu á Hópi, en hennar er ekki getið í Jarðabók frá sama ári eða öðrum heimildum.

Pálmar

Melbær er merktur inn á túnakort frá 1918. Þar var um 160 m norðnorðvestan við bæ. Bærinn stóð rétt norðan við þar sem gamalt bárujárnshús stendur nú, rétt norðan við íbúðarhúsið á Hópi I. Nú er þar sléttað tún. Gerðatóft, útihús, er fast norðan við bæjarhólinn. Það er merkt á túnkort 1918. Þrátt fyrir að sléttað hefur verið yfir húsið má greinilega merkja útlínur þess. Það hefur verið 12×18 m að stærð og virðist hafa verið einfalt. Út frá vesturhlið má grein garðlag sem og út frá austurhlið þess. Mun þetta vera gerðið sem húsið var kennt við.
Austanvert við túnið er svonefnt Vatnsstæði. Milli þess og Skiparéttar er hraunhryggur eða strýta, sem heitir Álfakirkja. Kletturinn er í mosa- og grasigrónu hrauni. Hann er aflíðandi og grasivaxinn að norðan en að sunnan skín í klöppina. Frá jafnsléttu er kletturinn um 3 m á hæð. Skiparéttin er suður af Vatnsstæðinu. Þetta var grjótrétt, sem skipin voru sett upp í. Hún sést enn og er 12×12 m að stærð. Veggir hennar eru nokkuð hrundir. Tóftin er einföld ef frá er talinn krókur, sem er á henni austarlega. Loftur Jónsson segir um Vatnsstæðið: „Þar sem mýrin sunnan við þar sem fyrirtækið Stakkavík er nú var vatnsstæði þar sem sjór rann í á flóði. Þetta var þó nokkuð stór tjörn. Ósinn inn í vatnsstæðið var það mikill að ekki var hann fær þurrum fótum á flóði. Einhverntíma þegar dýpkun fór fram í höfninni var botndrullu dælt í þetta vatnsstæði og það fyllt upp. Smám saman greri þetta upp.“

Hópsnes

Tóft á Langhól.

Langhóll er austan við Síkin, fast vestan við veginn er liggur suður á Hópsnes. „Álfarnir sem þar bjuggu, sóttu kirkju í Álfakirkjuna,“ segir í örnefnaskrá. Nyrst á Langhól er tóft og bogadregin grjóthleðsla liggur yfir Síkið. Önnur tóft er sunnar á hólnum. Þetta eru leifar frá því að Hóp hafði útgerð ofan við Hópsvör. Hleðsluleifar eru í hrauninu á Hópsnesi. Þetta voru herslugarðar. Fyrir neðan Hóp eru Vötnin og Vatnatangi (Vatnstangi), en í Vötnunum var þveginn þvottur frá Hópi. Í Vatnatanga sóttu húsfreyjur að Hópi vatn í kaffið og þótti hvergi betra vant á þessum slóðum,“ segir í Sögu Grindavíkur.
Öskuhóll er hóll, fullur af gamalli ösku. Hann er beint norðan við eystri Hópsbæinn. Hóllinn er í sléttuðu túni, grasi gróinn. Hann er 25×15 að stærð. Gömul rudd leið liggur úr túni á Hópi til austurs óræktina, í átt að Þórkötlustöðum. Leiðin Þátttakendurliggur til austurs í svipaðri hæð í túninu og Hópsbæirnir standa nú. Slóðinn liggur í jarðri túnsins og í um 50 m áður en hann kemur að girðingu, sem girðir af Hópstún, og vegi sem liggur þar til suðurs að Bakkavör. Slóðinn er svo aftur greinilegur austan vegarins og þar liggur hann út hraunið til austurs.
Gömul þjóðleið liggur ofan við Hóp áleiðis í Voga. Um var að ræða svonefnda Skógfellsleið, sem einnig var nefnd Vogavegur. Leiðin milli byggðalaganna liggur að mestu um hraunlendi, en kaflinn milli Skógfellanna er djúpt markaður í slétta hraunklöppina. Hann er um 16 km, en bæði greiðfær og áhugaverð gönguleið.

Hafnargerð
BrekkuÁ fyrri öldum, og allt undir síðari heimsstyrjöld, ýttu Grindvíkingar bátum sínum á sjó og lentu í vörum. Var þá oftast svo, að ein vör a.m.k. fylgdi hverju lögbýli. Þær voru flestar við vík eða víkur, sem gengu inn í ströndina. Í þeim var eilítið meira skjól en utar, brimaldan sumstaðar lítið eitt minni og setningurinn nokkru hægari. Í flestum þeirra var þó lending bæði bág og hættuleg.
Engum sögum fer af lendingabótum í Grindavík fyrir 1800. Bændur hafa vafalaust hreinsað varirnar eftir því sem þörf krafði og kostur var, en meira gátu þeir ekki. Gefur og auga leið, hve mikil og erfið vinna það hefur verið að halda vörunum sæmilega hreinum. Hafið er á sífelldri hreyfingu og skolar sandi og grjóti upp á ströndina, og þegar gerði stórbrim og flóð, bárust oft stórgrýtisbjörg upp í varirnar svo þær urðu ónothæfar.

Þátttakendur

Engar heimildir eru um að hugað hafi verið að hafnargerð fyrr en kom fram á síðari hluta 18. aldar. Þá lét Guðmundur Runólfsson, sýslumaður, mæla Hópið og ósinn, en ekkert varð af framkvæmdum. Hefur verkfæraleysi og e.t.v. skortur á mannafla, að líkindum valdið mestu.
Á 20. öld hafa gríðarlegar breytingar orðið í hafnarmálum í Grindavík og mun vart ofsagt, að hvergi annarsstaðar á landinu hafi skipt svo mjög um til hins betra í þessum efnum. Árið 1902 fól hreppsnefnd þeim Einari Jónssyni, hreppsstjóra, og Erlendi Oddsyni, að mæla dýpi og stærð Járngerðarstaðavíkur og ef unnt er að gera uppdrátt af höfninni. Ári síðar ákvað hreppsnefndin að skoða Hópið og kanna hvað mundi kosta að gjöra innsiglingu fyrir haffær skip svo þar gæti orðið öruggt skipalægi. Ljúka átti því verki fyrir alþingi 1905.

Hópið

Fjórtán árum síðar (1917) komust hafnarmálin aftur á dagskrá í Grindavík. Einar G. Einarsson, kaupmaður í Garðhúsum, tók sér penna í hönd og skrifaði Stjórnarráði Íslands. Í bréfinu óskaði hann eftir því, að varðskip yrði fengið til að gera frumkönnun á innsiglingu og höfn í Grindavík. Sumarið 1919 voru gerðar mælingar í Járngerðarstaðavík og lagt til að byggður yrði lítill steypugarður á rifið suðaustur af Akurhúsanefi til skjóls fyrir lendinguna. Þessari álitsgerð fylgdi uppdráttur, er sýndi legu garðsins. Dýrara var talið að dýpka Hópið og gera innsiglingu inn í það, og reyndar óvíst, hvort hugmyndin væri framkvæmanleg.
Árið 1925 gerði mikið sjávarflóð í Grindavík er eyðilagði allmikið af húsum og skemmdi stórkostlega uppsátrið. Einar G. Einarsson hélt áfram að ýta á Stjórnarráðið um úrbætur. Athuganir voru gerðar og tillögur lagðar fram. Einar lét gera teikningu af bryggju við varirnar í Járngerðarstaðahverfi og sendi Alþingi með beiðni um fjárstyrk. Benti hann m.a. á að allar vörur, sem fluttar voru til Grindavíkur sjóleiðis hafi orðið að bera á bakinu og klöngrast með langa leið yfir hált og óslétt fjörugrjót.

HÓPIÐ

Bryggjusmíði hófst þó ekki fyrr en á árunum 1931-1933, en þá voru gerðar þrjár bátabryggjur, ein í hverju hverfi. Þörf fyrir bryggju hafði vaxið mjög í víkinni er vélbátaútgerð hófst þar árið 1928.
Bryggjan í Járngerðar-staðahverfi var byggð á árunum 1931-1932. Hún var með steyptum veggjum og þekju, grjótfyllt og hallaði í sjó fram. Náði endi hennar u.þ.b. einn metra út fyrir stórstraumsfjöru-borð. Alþingi greiddi þriðjung kostnaðarins en heimamenn tvo þriðju hluta. Þrátt fyrir mikinn fögnuð Grindvíkinga með bryggjuna þótti hún helst til of stutt. Árið 1933 var bryggjan lengd.
HópSem fyrr varð að setja bátana í naust að kvöldi. Næsta skref var að gera varanlega höfn, þar sem allur bátaflotinn ætti öruggt lægi í öllum veðrum. Enn tók Einar G. Einarsson sig til árið 1938 og ritaði vitamálsstjóra bréf. Bað hann um hæfan mann til að athuga hvort tiltækilegt væri að grafa skurð í gegnum grjót og malarrif það, sem lokar Hópinu. Einnig lagði hann til endurbætur á bryggjunni.

Grindavik

Árið 1939 hófust framkvæmdir við að opna Rifósinn. Get var ráð fyrir að reisa bráðabirgða stíflugarð við efra mynni væntanlegrar rásar, þannig að vatnið héldist inni í Hópinu um fjöru svo hægt væri að vinna 4-5 tíma að dýpkun um hverja fjöru. Handverkfæri voru notuð til að losa grjót og handbörur til að flytja það til. Í september var búið að gera 10 m breiða rás í gegnum eiðið og svo djúpt niður, að fiskibátarnir flutu inn og út um hálffallinn sjó. Hinn erfiði setningur bátanna eftir hvern róður heyrði þá sögunni til. Eftir affermingu voru bátarnir færðir inn í Hópið og lágu þar til næsta róðurs.
Árið 1945 var “grafvél” Reykjavíkurhafnar notuð til að breikka og dýpka innsiglinguna og um leið grafin renna upp að bryggju í Hópinu, sem gerð var 1944.

Leiðsögn

Árið 1947 var gerður skjólgarður frá svonefndum Svíra og fram á Rifið, auk þess sem byggð var ein bryggja af þremur, sem áætlun hafði verið gerð um í Hópinu. Fé til framkvæmdanna var tekið að láni og þótti sumum nóg um. Aðkomubátum fjölgaði hins vegar svo ört við úrbæturnar að krafa var gerð um enn frekari framkvæmdir í höfnini. Síðan hefur stöðugt verið unnið að úrbótum og betrumbótum á hafnaraðstöðinni í Grindavík.
Byggingar- og framkvæmdarsaga Grindavíkurhafnar er ævintýri líkust. Árið 1939, þegar hafist var handa um dýpkun innsiglingarinnar, bjuggu grindvískir sjómenn enn við hafnleysi. Frá árinu 1939 hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra, og þegar lauk því tímabili, sem hér er til umfjöllunar, áttu Grindvíkingar eina bestu og fullkomnustu höfn á suðurströnd landsins.
Göngunni lauk með söngskemmtun á nýju tjaldstæði Grindarvíkur. Pálmar Guðmundsson leiddi sönginn. Hann mun að sögn hafa staðið Brekkusöng Árna nokkurs Johnsen lítt að baki.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín. 

Gangan

Kirkjuvogskirkja

„Hafnir eru á vestanverðu Reykjanesi, sunnan Miðness. Í bókinni „Landið þitt Ísland„, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson segir að Hafnir skiptist í þrjú hverfi, Kirkjuvogshverfi, Merkineshverfi og Kalmans-tjarnarhverfi. 

Kirkjuvogur 1900

Einnig segir í sömu bók að stórbýli sveitarinnar hafi verið þrjú, Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru einnig stórbýli á árum áður og mun nafnið Hafnir vera dregið af þeim.
Vitað er að kirkja var í Kirkjuhöfn um 1350 en talið er að hún hafi lagst af nokkru síðar. Síðar var sóknarkirkja Hafnanna að Vogi. Þegar Svarti dauði geisaði 1402 var kirkja í Vogi. Heimildir herma að kirkjan hafi verið flutt að Kirkjuvogi laust fyrir 1575 en frá því ári eru heimildir um að Gísli biskup hafi vísiterað þar. Þegar kirkjan var flutt frá Vogi að Kirkjuvogi voru bein flutt frá Kirkjuhöfn í Kirkjuvogsgarð. Þegar Brynjólfur biskup í Skálholti vísiteraði í Höfnum árið 1642 segir hann að kirkjan í Kirkjuvogi sé að mestu ný, með sex stafgólfum og kapellu inn af. Þá áttu sókn að kirkjunni nokkur stórbýli sem mest hlunnindin höfðu eins og Vogar, Ytri-Njarðvík, Innri-Njarðvík, Narfakot, Merkines, Gálmatjörn, Sandhöfn og Kirkjuhöfn.
Hákon Vilhjálmsson fæddist í Kotvogi árið 1753, sonur Vilhjálms Hákonarsonar og Ingiríðar Tómasdóttur sem ólst upp í Miðbænum í Kirkjuvogi. Hann var hreppstjóri og hafnsögumaður á Básendum. Hann byggði nýja kirkju í Kirkjuvogi árið 1805 fyrir 239 ríkisdali. Í ofsaveðrinu mikla 1799 þegar Bátsendakaupstað  ók af, skemmdist kirkjan í Kotvogi mikið sem líklega hefur orðið til þess að ný kirkja var reist.
Kirkjan í Höfnum var annexía frá Útskálum, áður lá hún til Hvalsnesprestakalls. Prófasturinn á Kjalarnesi skoðaði kirkjuna 24. ágúst árið 1862. Þá er byggingu hennar lokið og tekið fram að hún sé öll máluð að innan. Árið 1866 Iét Vilhjálmur byggja kór og fordyri við kirkjuna.“

Heimild:
-Dagur, 18. desember 1999, bls. 1 og 3.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Óbrennishólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun frá Lat áleiðis í Óbrennishólma. Gata liggur niður með vestanverðum Lat og beygir til austurs sunnan hans. Stígnum var fylgt yfir úfið hraun, en þegar því sleppti lá gata til hægri niður í hraunið.

Sængukonuhellir

Sængukouhellir vestan Óbrennishólma.

Eftir að hafa fylgt henni spölkorn var komið að skúta með fallegri dyralaga hleðslu. Um er að ræða rúmgóðan skúta, sem lengi var notaður sem sæluhús á ferðalögum fólks að og frá Grindavík á leið þess með ströndinni. Loftop er á skútanum og hleðslur umhverfis það. Hurðarhellan er enn til hliðar við dyrnar. Skútinn hefur í heimildum verið nefndur „Sængukonuhellir“.

Óbrennishólmi

Fjárborgin, eða virkið, í Óbrennishólma.

Gengið var áfram austur stíginn að Óbrennishólma. Hann skiptist sumstaðar í tvennt, en ráð er að fylgja ávallt efri stígnum – nær hraunkantinum – því hann er greiðfærari. Annars er stígurinn auðgenginn. Þar sem stígurinn liggur alveg við hraunkantinn má sjá, ef vel er gáð, stíg liggja inn á kantinn. Best er að fylgja honum og er þá komið á gróið svæði eftir að hafa farið yfir stutt hraunhaft. Í stað þess að fylgja hraunkantinum þarna til austurs var gengið upp á tiltölulega slétt mosahraun í norðaustur. Framundan sést úfnara hraun, en upp með því að vestanverðu liggur góð gata upp úr hólmanum til norðurs, í átt að Latsfjalli. Þessari götu var fylgt spölkorn upp fyrir úfna hraunið, en þar kemur stígur inn á götuna úr suðaustri. Gatan heldur áfram upp hraunið, en ákveðið var að fylgja stígnum áleiðis niður í hólmann. Stígurinn er breiður á kafla og greinilega mikið farinn. Hann kemur ofan í hólmann vestan og ofan við hæsta hólinn þar sem stóra fjárborgin (virkið) trjónir upp á. Í stað þess að fara þarna inn í hólmann var gengið til austurs ofan við gróna svæðið í hólmanum.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Komið var að görðunum utan í hraunkantinum úr vestri, en þeir eru í grónum rana norðaustan í hólmanum. Hraunið, sem rann um 1151, hefur runnið þarna að hlöðnum görðum og sjást þeir vel í kantinum. Þessir garðar, að vestanverðu í lænunni, hafa legið í boga upp hæð, en auk þeirra má sjá annan garð liggja niður með lænunni að austanverðu. Hraunkantinum var fylgt áfram til austurs og var þá gengið yfir hraunhaft og inn í gróið svæði ofan þess. Þar sem gengið var inn á svæði sást móta fyrir garði. Á austanverðu svæðinu eru leifar fjárborgar eða topphlaðins húss. FERLIRsfélagar hafa komið þarna tvisvar áður, en ekki fyrr rekið augun í borg þessa.
Veður var frábært – sól og blíða. Gangan tók 1 ½ klst.

Sængurkonuhellir

Sængurkonurhellir.

Skjónaleiði

Á Skjónaleiði að Hliði á Álftanesi er áletrunarsteinn frá árinu 1807. Steinninn var friðlýstur árið 1965, en hann hefur verið talinn glataður. Hans er m.a. getið í Árbók Fornleifafélagsins 1966 í umfjöllun Kristjáns Eldjárns eftir að Gísli Sigurðsson sýndi honum hann árið 1963.
Skjonaleidi-3Gengið var skipulega um svæðið og tekin mið af fyrirliggjandi vísbendingum, s.s. „innan garða“ og „eigi langt frá“.
Eftir nokkra leit á svæðinu fannst steinninn. Einungis sást lítillega í hann þar sem algróðið er í kring og jarðvegurinn að færa steininn í kaf. Eftir að hafa flett jarðveginum af steininum kom áletrunin í ljós svo og ártalið 1807. Um er að ræða vísu, sem klöppuð er á steininn. Hann var settur þarna yfir dauðan og eftirsjáanlegan Skjóna bóndans á Hliði. Gamlar sagnir eru til um steininn, en sennilega vita fáir núlifandi af honum (árið er 2000). Torfið var sett varfærnislega yfir steininn aftur og allt lagfært svo sem það var.
Best er að ganga að steininum á auðri jörð að vetrarlagi því á sumrin grær hár grasagróður á svæðinu og hylur undirborðið.
Á Hliði eru ýmsar sögulegar minjar. Sjórinn hefur hins vegar verið að brjóta þær niður smám saman og taka þær til sín. Þarna væri því tilvalið að koma upp golfvelli ef það mætti verða til þess að varnargarðar yrðu settir upp áveðurs með ströndinni.
Áletrunin á steininum hefur varðveist vel, en líklegt má telja að hún hafi lengi framan af verið ofan jarðar, en síðan smám saman hulist jarðvegi, hann sigið og loks gróið yfir.
Vísan hefur varðveist á prenti. Hún mun vera eitthvað á þessa leið:

1807

HEIGDAN
SKIONA HIER EG TEL
HESTEN BEST AD
LIDE ÞESSE JÖRSA
ÞIENTE VEL ÞEGAR HAN
BIO A HLIDE

Öll N eru öfug í áletruninni eins og altítt er. Vísan, uppfærð, er því svona;

(Heygðan Skjóna hér ég tel,
hestinn bezt að liði;
þessi Jörsa þénti vel,
þegar hann bjó að Hliði).

Jörsi mun hafa verið Jörundur Ólafsson, ættaðan frá Fossum í Andakíl; hann kom um aldamótin 1800 að Hliði og bjó þar lengi, dó 1843. Kristján Eldjárn nefndi staðinn „Skjónaleiði“.

Hlið

Hlið.

 

Krossstapi

„Fyrir ofan Skorás taka við slétt mosa- og hraunsvæði allt upp að Krossstöpum. Krossstapar eru tveir sérkennilegir og klofnir klettastapar, hvor upp af öðrum með stuttu millibili. Um neðri og stærri stapann endilangan liggur í bókstaflegri Mid-krossstapi-221merkingu gömul sauðfjárveikivarnagirðing.
Samkvæmt heimildum eiga Krossstaparnir að vera þrír, Neðsti-Krossstapi, Mið-Krossstapi og Hraun-Krossstapi en erfitt er að henda reiður á hver ber hvaða nafn. Mið-Krossstapi er sagður hornmark jarðanna Lónakots, Hvassahrauns og Óttarsstaða í landamerkjabréfum en í raun er enginn Mið-Krossstapi sjáanlegur því staparnir eru aðeins tveir að því er virðist. Rétt sunnan við þann neðri er þó smá klettahóll en ólíklega er hann talinn með stöpunum. Í örnefnalýsingu er sagt frá þremur í eftirfarandi röð ofan frá: Hraunkrossstapi, Miðkrossstapi og loks Krossstapi eða Neðstikrossstapi. Upplýsingarnar eru ekki eldri en frá árinu 1980 og einkennilegt að einn stapinn skuli hreinlega týnast á þessum stutta tíma! Örnefnið er sérkennilegt og ekki gott að segja af hverju það er dregið nema þá helst því að staparnir eru krosssprungnir. Einhverjir telja að týndi Krossstapinn sé fyrir ofan þann „efri“ en aðrir telja hann neðan við þann „neðri“.

Efsti-Krossstapi-221Frá Krossstapa þeim sem gamla girðingin liggur um sjáum við vörðuna á Selásnum við Hvassahraunssel í vestri og er líklega tæpur kílómetri að henni. Rétt neðan við stapann eru fjögur tófugreni sem kölluð eru Krossstapagrenin. Fjárgirðingin liggur austan við efri Krossstapann en á honum er varða sem virðist vera nýleg. Markalínan liggur líklega á svipuðum slóðum og girðingin þannig að við höldum okkur í námunda við hana. Tæpan kílómeter fyrir ofan stapann er Sléttuhraunsgreni en það er líklega á landamerkjalínunni. Suður af efri stapanum er mjög stórt jarðfall sem snýr í suðurnorður. Jarðfallið er umlukið björgum en ofan í því er töluverður gróður. Ein heimild segir kerið heita Urðarás og er það örnefni lýsandi fyrir staðinn. Vestan í jarðfallinu er Urðarásgreni og reyndar fleiri greni á næsta leiti.
Urdaras-221Ofan og sunnan við Krossstapana göngum við um kjarri vaxnar hæðir sem heita Skógarnef (et.) og þar eru Skógarnefsskúti og Skógarnefsgren. Grenið er neðan við brekkurnar um kílómetra norðvestur af Búðarvatnsstæði sem við skoðum hér rétt á eftir. Skógarnefsskúti hefur ekki fundist óyggjandi að því að best er vitað en þar var fjárskjól. Um Skógarnef liggur Rauðamelsstígur úr Hraunum sem fyrr er nefndur.
Austan Skógarnefs er mikil hæð sem talin er til Hafnarfjarðar og heitir hún Sauðabrekkur. Á landamörkunum fyrir ofan Skógarnefið er Sauðabrekkugreni og Klofningsklettur en hans er getið í gömlum merkjabréfum.“
Við framangreint má bæta að vissulega eru Krossstaparnir þrír og allir vel greinilegir, þó efri bræðurnir tveir standi Ottarsstadir-Lonakot-landamerkihærra í landinu en sá neðsti. Nánast jafnlangt er á milli Mið- og Efsta-Krossstapa og Mið- og Neðsta Krosstapa. Neðan við hann eru Krossstapagrenin merkt. Skógarnefsskútinn er á mörkum Óttarsstaða og Hvassahrauns, ofar en landamerki Lónakots liggja með Óttarsstaðalandi, sbr. landamerkjavörðuna skammt austan Lónakotssels.
Þá segir ennfremur í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun: „Þaðan úr Búðarhól liggur línan um Klofningsklett, Skógarnef, Skógarnefsskúta, sem er fjárskjól, og Skógarnefsgren.“
Hér er Skógarnefsskúti sagður á landamerkjum Hvassahrauns og Lónakots/Óttarsstaða, en merki Lónakots ná skammt upp fyrir Lónakotssel. Skútans er ekki getið í örnefnalýsingum þeirra jarða, svo leiða má líkur að því að hann sé inni í Hvassahraunslandi.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja Guðmundsdótir, 2007, bls. 119-120.

Krossstapi

Krossstapi.