Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum „vinnudegi“, hvort sem þreytan hafi verið af „þjóðfélagslega arðbærum“ ástæðum eða einfaldlega „einstaklingslega menningarsjálfbærum“ ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin „söng“ hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: „Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.“ Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi“. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt „Sel“. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin „stétt“ niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá „en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring“. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel

 

Hafurbjarnaholtsvarða

„Ofan Straumsselshellra syðri er Gamlaþúfa.
Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, Steinhusskjol-1klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf Brynjólfssyni. Áður höfðu þeir Gústaf gefið þessu nafnið Steinhússkjól.
Austur frá Gömluþúfu er lægð, sem nær allt austur að Hafurbjarnarholti. Þar er að finna Stórholt og á því Stórhóll. Þar er einnig að finna Stórholtsgreni og þar skammt frá Skotbyrgið. Hér suður af er Fjárskjólsklettur með sitt Fjárskjól. Þá er Fjallgrenshæð og þar í kring Fjallgrensbalar og Fjallgrensgjá og Fjallgren. Fjallgrenið er í austur frá Gömluþúfu, á að gizka. Þá kemur nokkuð slétt helluhraun, en suður af því kemur svo Sauðabrekkugjá, sem heitir Fjallgrensgjá austar.“
Auðvelt var að ganga að Skotbyrginu við Fjarsskjolsklettur-1Stórholtsgrenið. Í rauninu eru grenin þar efra tvö; beggja vegna byrgisins. Þau eru bæði merkt með steinum.“
Í Landamerkjabréfi fyrir Straum var undirritað 31. maí 1890 og  
þinglýst 9. júní sama ár. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: „Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra – Nónhól; frá Nónhól, í Gvendarbrunn; frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu; frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. – Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“ Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Fjarskjolid-1Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstaða, byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu; úr Tóu beint í Vestari – Tobbukletta yfir miðjan Jónshöfða, og í vörðu vestarlega á há – Hafurbjarnarholti(nu), og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra – Steins, og Fjárskjólskletts, í vörðu á há – Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsuvíkurland tekur við.“
FERLIR hafði áður staðsett Steinhússkjól neðan/ofan (eftir því hvaða lýsing er notuð) við Klofaklett. Um er að ræða lítið hússlaga skjól í kletti með grasi gróinni lægð frramanvert.
Nú var ætlunin að staðsetja Fjárskjólsklett og Fjárskjólið. Þegar tekið var mið af vörðunni vestarlega á há Hafurbjarnaholtinu í sjónhendingu að Fremstahöfða, milli Steinsins og Fjárskjólskletts mátti sjá að síðarnefnda kennileitið var rétt austan við línuna. Norðan við klettinn er Fjárskjólið (með stóru Effi); stórsprunginn hóll með miklum grasgróningum umleikis í lægðum og lágum brekkum skammt ofan (sunnan) við Hafurbjarnarholtið þar sem það er hæst.
Í leiðinni var vandfundið ónefnt og óskráð fjárskjól ofan við Brunntorfur skoðað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsing GS fyrir Straum.
-Landamerkjabréf Straums 31. maí 1890.

Gamlaþúfa

Gamlaþúfa.

Í fjölmiðlum að undanförnu (júlí 2008) hefur talsvert verið fjallað um aðstöðuleysi ferðafólks á áhugaverðum áfangastöðum þess, s.s. við Dettifoss, Kerið og reyndar víðast hvar um landið, nema ef vera skyldi á Þingvöllum, við Geysi og við Gullfoss (sjá t.d. umfjöllun HÉR). Lítið hefur reyndar verið bent á allt hið jákvæða sem gert hefur verið í þessum efnum, auk framangreind, s.s. í Skaftafelli, Ásbyrgi og á Reykjanesskaganum.

Skáli við IllahraunSegjast verður eins og er að þrátt fyrir fyrirliggjandi vitneskju og nægan tíma til markvissrar uppbyggingar á aðstöðu fyrir sívaxandi fjölda ferðafólks hér á landi er aðstaðan því til handa yfirleitt bæði til háðungar og vandræða fyrir alla. Þar sem komið hefur verið upp salernisaðstöðu, s.s. við Dettifoss, er hún tæpast fólki bjóðandi. Gripið hefur því verið til þess ráðs að læsa hurðum til að hindra aðgengið að viðbjóðnum. Þar sem enn er opið vogar fólk sér ekki inn af sömu ástæðu.
Á Reykjanesskaganum hafa sveitarfélög útbúið virðingarferða aðstöðu til handa ferðafólki, auk þess sem auðvelt aðgengi fólks er að salernisaðstöðu hvarvetna sem numið er staðar innan þéttbýlismarkanna.

Skáli við LækjarvelliTil að auka enn við þjónustuna voru settir upp opnir skálar, mjög góðir, á völdum gönguleiðum, s.s. undir brún Illahrauns við Lágafell ofan við Grindavík og við Lækjarvelli norðaustan Djúpavatns, auk þess sem salernum var komið fyrir í Króksmýri og á Vigdísarvöllum – og jafnvel við Selatanga. Segja verður hlutina eins og þeir eru – hvarvetna hefur aðstaðan orðið skemmdarvörgum að bráð; við Illahraun hafa rúður og hurðir verið brotnar (sjá HÉR), við Lækjarvelli var allt brotið sem hægt var brjóta, við Vigdísarvelli og Selatanga voru salernin gjöreyðilögð af brjáluðum skotmönnum og svona mætti lengi telja. Orkuveitan hefur lagt fram opna aðstöðu í Engidal undir Hengli og í Reykjadal á Ölkelduhálsi. Það mun vera eina aðstaðan, sem sómasamlega hefur verið gengið um. Auðvitað hefði átt að vera búið að gera miklu mun meira í þessum efnum.
AuðartóftirAf framangreindu má þó leiða a.m.k. tvennt; nauðsynlegt er að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólk á áfangastöðum þess, en umgengni um slíka aðstöðu sem komið hefur verið upp er mjög slæm. Hvernig á þá að réttlæta kröfuna um betri og bætta aðstöðu að fenginni reynslu? Hér þarf allt fólk sem hefur framangreindar þarfir og vill sýna öðru fólki gestrisni að taka sér tak – og það verulegt. Ef gera á þá kröfu að sveitafélög og ríki bregðist við frumþörfum fólks og setji upp aðstöðu á völdum stöðum þarf allt fólk, án undantekninga, að umgangast hana sem slíka. Segja má með nokkurri sanngirni að ferðafólk hafi verið fórnarlömb í tvennum skilningi; annars vegar úthaldsleysi hlutaðeigandi yfirvalda og hins vegar ofvirkni fárra skemmdarvarga.

KrosshólaborgEn það er ekki ásættanlegt markmið að geta boðið ferðafólki að gegna frumþörfum sínum með sómasamlegum hætti. Merkingar og leiðbeiningar því til handa á sögustöðum eru ýmist litlar eða engar. Venjulegur ferðamaður getur því ferðast um þjóðvegi Íslands án þess að eiga þess kost á að upplifa sögu þess, nema ef vera skyldi með mikilli yfirlegu fyrir ferð eða miklu magni upplýsinga meðferðis. Tökum Auðartóftir á Reykjanesinu vestra sem dæmi. Um eru að ræða fyrstu búðir landnámsmannsins Auðar djúpúðgu undir Krosshólaborg, enda augljóslega auðvelt að lenda víkingaskipi þar þvert á eyrunum í ofanverðum Berufirði. Þegar ferðast var um svæðið (júní 2008) var hvergi að finna hinar minnstu vísbendingar um staðinn. Samt sem áður er hann innan seilingar frá þjóðveginum. Skammt þarna frá er landnámsjörðin Skarð.

UmmerkiSagt er að engin önnur jörð á landinu hefur verið í eigu sömu ættar lengur en Skarð. Landnáma segir frá landnámi Geirmundar heljarskinns, sem gerði sér bæ og kallaði Geirmundarstaði undir Skarði, en síðan fer fáum sögum af staðnum fyrr en í kringum aldamótin 1200. Björn Þorleifsson (1408-67), hirðstjóri, bjó þar. Englendingar drápu hann á Rifi og ekkja hans, Ólöf ríka Loftsdóttir, dró að sér mannsöfnuð til að hefna bónda sins. Um var að ræða forsögu að uppgjöri enskra hér á landi (sjá Grindavíkurstríðið). Þar var og Skarðsbók Landnámu afrituð. Tóftir Geirmundarstaða eru í túninu á Skarði, en engin vísbending að þeim til handa ferðafólki, hvorki innlendu né útlendu. Hér er verulegra úrbóta þörf. Segja má með nokkurri sanni að menntamálayfirvöld hafi um of allt og langa stund sofið á ráðuneytisgáttinni hvað þennan þátt atvinnuþróunnarinnar varðar. Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga og spáa ku ferðaþjónustan vera sú atvinnugrein hér á landi er vaxa mun hvað mest á næstu misserum og árum. Því er von að fólk spyrji; hvað dvelur orminn langa?
Sjá nýlega skýrslu um nánast ekki neitt HÉR. Sjá einnig útvarpsumfjöllun 2011 HÉR.

Seltún

Seltún.

 

Hafnarfjörður

Gísli Sigurðsson skrifaði grein í Fjarðarfréttir árið 1969 undir fyrirsögninni „Á fornum slóðum„:

„Eftir að Gvendur góði hafði um árabil verið barinn til bókarinnar, gerðist hann prestur. Hann gerðist andheitari öðrum kennimönnum og ölmusubetri, svo að fáir fóru tómhentir af hans fundi. Hann fór víða um land og vígði björg og vöð, sem hættuleg höfðu verið mönnum. Hann vígði og brunna, svo að hverjum þeim, er úr drakk, varð það að heilsulind og til margs konar blessunar. Enda þótt Gvendur væri Norðlendingur, kom hann ekki svo lítið við hér á Suður- og Inn-Nesjum og vígði hér fleiri brunna en víða annars staðar.
Skulu þeir nú taldir:

Gvendarbrunnur í Vogum

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Vogum.

Sunnan byggðar í Vogum er tjörn lítil og norðan hennar er einn þessara brunna. Hann var um aldabil heilsulind mönnum og skepnum. Má vera að svo sé enn.

Gvendarbrunnur í Hraunum
Gvendarbrunnur í Hraunum er rétt við gamla alfaraveginn. Hann er þar í klöpp undir Gvendarbrunnshæð. Fer ekki mikið fyrir honum, en margur mun á ferð sinni eftir þeim gamla vegi hafa þáð þar svaladrykk. Ekki er vatnið gott á bragðið, svo að mér varð að orði, er ég drakk úr honum fyrir nokkrum árum, það sama og kerlingin sagði: „Beiskur ertu, drottinn minn.“

Gvendarbrunnur í Arnarnesi

Arnarnes

Arnarnes – Gvendarbrunnur.

Norðan í Arnarnesi vestanverðu, rétt spölkorn neðan gömlu alfaraleiðarinnar, er lind lítil og rennur úr henni lækur til sjávar. Upp frá honum liggur stígur, sem svo hefur verið fáfarinn um síðustu aldir, að hann er mosagróinn. En vatnið er gott og heilnæmt.

Gvendarbrunnar í Rauðhólum
Þar höfum við fjórða brunninn, sem Gvendur góði vígði. Frá honum streymir nú það lífsins vatn, sem nær allri Stór-Reykjavík er af brynnt daglega. Eiga fáar höfuðborgir jafn gott vatn íbúum sínum.
Af þessu má sjá, að Gvendur hinn góði var á undan sinni samtíð, því með vígslu staða, eins og þessara brunna, hefur hann bent okkur á hve nauðsynlegt það er, okkur mannanna börnum, að ganga með virðingu um náttúruna og vernda hana, þar sem því verður við komið, gegn allri óhelgi.
Alls staðar kringum okkur eru staðir, minni og stærri, sem okkur ber að ganga um með virðingu og beita getu okkar stöðum þessum til verndar, helga þá með virðulegri umgengni. Hér í Hafnarfirði og nágrenni er margt slíkra staða:

Varðan við Vörðustíg

Hafnarfjörður

Varða við Vörðustíg.

1887 var samningur gerður um land Akurgerðis. Landið var merkt vörðum. Nú er þessi varða ein uppistandandi af þeim. Vörðu þessa ber okkur því að vernda.
[Ákjósanlegast er að ganga að vörðunni um stíg frá Merkurgötu.]

Arnarklettarnir tveir
Við Arnarhraun eru klettar tveir með þessu nafni. Hér hefur rétt verið stefnt, því þeir eru nú verndaðir og eiga að standa eins og þeir eru.

Hellisgerði
Gerðið við Fjarðarhelli var tekið í vernd ágætis félagsskapar, félagsins Magna. Þar átti að vernda svipmót Hafnarfjarðarhrauns. Nú er staður þessi verndaður með því að þar er upp risinn einn hinn sérkennilegasti og fegursti garður á landi hér.

Fagrihvammur

Hafnarfjörður

Fagrihvammur ofan Brúsastaða. Loftmynd 1954.

Hvammur vestur í hrauni, ofan Brúsastaða, hefur, að því er ég bezt veit, verið skráður sem einn þeirra staða, er verndaður verður til framtíðar, að hann haldi og beri svipmót hraunsins.

Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn.

Hún hefur nú verið skráð verndarsvæði og um eitt hundrað metra landspilda allt um kring tjörnina. Var þessa þörf, þar sem við tjörnina er einn gróðursælasti staður hér nærlendis, með fjölbreyttari gróðri en annars staðar er að finna. Og þar verpir í sefinu
flórgoðinn, sérkennilegur fugl.

Bæjarrústir í Setbergstúni
Ofanvert við heyhlöðu á Setbergi eru rústir gamla Setbergsbæjarins. Það er trúa mín, að þar sé að finna allar þær gerðir bæja, sem tíðkazt hafa á landi hér frá landnámstíð fram til síðustu aldamóta. Þessar rústir ber að varðveita, þar til hægt er að grafa þær upp af vísindalegri nákvæmni.

Setbergssel

Setbergssel.

Þá eru ekki selja-rústirnar fáar í nágrenninu, sem vernda ber. Fjárborgir eru margar hér í nágrenninu og ber að varðveita þær. Sumar eru reyndar komnar undir verndarvæng Þjóðminjasafns Íslands og þeirra ágætu manna, er þar starfa.
Lesari góður, vafalaust munt þú geta bent á miklu fleiri staði en hér eru nefndir. Gerðu það, og þú munt eiga í huga þér ánægjulega hugsun um gott verk, sem ekki kostaði mikið.
En umfram allt, tileinkaðu þér með ferðum um nágrennið þá unaðslegu staði, sem eru allt um kring og kalla á þig og þitt óeigingjarna starf, þína óeigingjörnu umhyggju.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 4. tbl. 01.09.1969, Á fornum slóðum – Gísli Sigurðsson, bls. 3.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg.

Bláfjallafólkvangur

Fjallað er um „Bláfjallafólkvang“ í Morgunblaðinu árið 1983. Þar segir m.a. um fólkvanginn, legu hans, stærð og mörk:
Blafjallafolkvangur-1„Þess verður vart, þegar menn ræða sín á milli um fólkvang þennan, að þeir gera sér ekki fyllilega grein fyrir því svæði sem hann nær yfir. Um þetta efni er stuðst við fyrrnefnda grein Kristjáns Benediktssonar í Sveitarstjórna-málum, 1. hefti 1980, en þar segir hann orðrétt þetta: „Meðfylgjandi uppdráttur sýnir vel legu Bláfjallafólkvangs og veginn á skíðasvæðinu, sem tengist Austurveginum við Sandskeið. Austurhornið er Vífilsfell. Þaðan liggur línan eftir háhrygg fjallgarðsins í Kerlingarhnúk á Heiðinni háu. Hæsti punkturinn á fjallshryggnum er Hákollur, 702 metrar, og er hann beint upp af Kóngsgili. Frá Kerlingarhnúk liggja mörkin um Litla-Kóngsfell, Stóra-Bolla og í Heiðmerkurgirðinguna við Kolhól. Síðan eru mörkin um Heiðmerkurgirðingu að punkti, sem skerst af línu, sem dregin er milli Stríps og Stóra-Kóngsfells. Síðan liggja mörkin um Sandfell, norðvestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilsfells.
Innan Bláfjallafólkvangs er mikið um hraun og eldstöðvar margar. Víða í hraununum eru op og hellar og vissara að fara með gát um þau svæði og blafjallafolkvangur-2fylgja merktum gönguleiðum. Eldborg er friðlýst náttúruvætti rétt við veginn. Hún er falleg eldstöð, sem mikið hraun hefur komið frá. Vegur frá brekkubrúninni norðan Rauðuhnúka og upp á skiðaslóðirnar liggur mestan part á Eldborgarhrauni. Skammt frá Eldborginni eru tvö fell, Stóra-Kóngsfell (596 m) þar sem fjallkóngar skipta leitum, og Drottningarfell, sem bæði er lægra og minna um sig. Hvergi hefi ég séð nákvæma stærðarmælingu af Bláfjallafólkvangi. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að hann sé 70-80 km2.“
Saga fólkvangs á Bláfjallasvæðinu er ekki löng, en er samt orðin hin merkasta á ekki lengri tíma að liðinn er frá því að svæði þetta var opnað almenningi til útivistar að vetrarlagi.“

Heimild:
-Morgunblaðið 13. apríl 1983, Þorgeir Ibsen, bls. 57.

Bláfjallafólkvangur

Bláfjallafólkvangur – auglýsing.

 

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur.

Sexæringur

Í grein í ritinu ÆGIR árið 1929, eða fyrir nákvæmlega 80 árum, má sjá hvernig útgerð báta var og hafði verið háttað í Grindavík allt til þess tíma. Síðan eru ekki liðin svo mörg ár, en þrátt fyrir það muna fáir núlifandi Grindvíkingar tímann fyrir hafnargerð (um 1930). Segja má að skrásetjari hafi verið að setja á blað tímamótasögu í grindvískum sjávarútvegi þá og þegar verið var að hverfa frá vinnubrögðum fornra útgerðarhátta til nútímavæðingar. Og enn eiga eftir að verða umtalsverðar breytingar á útvegssögu Grindvíkinga.

Áttæringur

„Það er ekki meining mín að rekja menningarsögu Grindavíkur með línum þessum, heldur í stórum dráttum benda á helstu breytingarnar, sem orðið hafa á síðari tímum. En til þess er þó óhjákvæmilegt, að fara nokkuð aftur í tímann til samanburðar.

Staðhættir
DregiðGrindavík er ysta bygð sunnan á Reykjanesi. Það eru í raun og veru þrjár víkur og sitt hverfi hjá hverri vík, auk þess nokkrar einstakar jarðir milli  hverfa. Alls voru 26 grasbýli og 6 eða 7 þurrabúðir í sveitinni um 1890. Bygðin öll nær yfir ca. 14 km langa strandlengju; frá ystu bygð eru ca. 10 km út á Reykjanestá. Landrými sveitarinnar er allmikið en víðast mjög hrjóstrugt, hraun og blásin og ber eldfjöll. – Aðdýpi er all mikið, þó eru nokkur sker og boðar á öllum víkunum, þess vegna er brimasamt, þó aldrei landbrim í leningum, nema flóðhátt sé.

Atvinnuvegir
GangspilFrá landnámstíð hafa fiskiveiðar og landbúnaður verið aðal atvinnuvegir hér, eins og alstaðar annarsstaðar á landinu, þar sem svipað er í sveit komið.
Frá því Grindavík bygðist og fram á miðja 19. öld var ein og sama veiðiaðferð notuð, nfl. handfæri. Á vetrarvertíð munu mest hafa verið notuð 8 og 10 róin skip, en tveggja og fjögra mannaför voru aðallega notuð þar fyrir utan. Oftast var stutt róið, öldum saman á sömu miðin, út á víkurnar eða stutt út fyrir þær.
Þar sem veiðistöðvar liggja fyrir opnu hafi, er eðlilega brimasamt í hafáttum og því aðallega gæftir þegar aflandsvindur er, það er því eðlilegt að menn hættu sér ekki langt frá landi, síst meðan eingöngu var treyst á árarnar, til að komast um sjóinn, en ekki í annað hús að venda, ef ekki náðist lending. Í fiskigöngum gengur fiskur hér venjulega inn í boða, það var því sjaldan þörf að sækja langt á vetrum.

Aðstoð

Það kemur oft fyrir á vetrum, að sjór verður albrima á mjög skömmum tíma, jafnvel þó logn eða hægviðri sé og útsjór vel fær, mun það m. fl. hafa valdið því að hvert hverfi sótti sín mið öldum saman, jafnvel þó betra fiskirí væri í öðrum hverfum. Á sumrin og síðari hluta vorvertíðar var stundum róið langt á ýms mið, frá Krýsuvíkurbjargi og vestur í Reykjanesröst. Lengst af var allur fiskur hertur hvort heldur vera skyldi verslunarvara eða til heimilisnota. Aflinn var vel hirtur, hausar hertir til matar, sundmagi, kútmagi og svo sömuleiðis, alt var þetta góð og gild verslunarvara innanlands, hryggir voru þurkaðir til eldsneytis og annar úrgangur hirtur til áburðar. Fiskur og hausar voru hertir á þar til gerðum grjótgörðum, sömu garðar fylgdu sömu jörðum eins og sömu tún eða sömu uppsátur.

Seilað

Um miðja 19. öld var fyrst komi með lóð (línu) hingað. Sá sem fyrstur varð til þess hjet Jón Guðmundsson, hann bjó lengi í þurrabúð, sem heitir Akrakot (fyrsta þurrabúðin í Járngerðarstaða-hverfi), en í daglegu tali kallað kofinn. Eftir að Jón fluttist þangað var hann alltaf kallaður Jón í Kofanum. Hann fjekk 2 strengi af línu (200 af lóð) inn á Vatnsleysuströnd og kom með þá um vor, þá var tregur fiskur á færi, en hann mokfiskaði á línuna. Það hefði mátt ætla að honum hefði verið þökkuð framtakssemin, en það varð öfugt. Þegar á land kom mættu honum ónot, hrakyrði og jafnvel haft í hótunum við hann, ef hann legði ekki þessa skaðlegu veiðiaðferð niður. Þó fór svo, að skömmu seinna fer það að tíðkast að nota lóðir á vorin, en stuttar voru þær, en það bætt upp með því að beita á sjó.

Lagt úr vör

Á vetrarvertíð mun lína hafa verið lítið notað fyrir 1880, en þá einkum notuð framan af vertíð og þegar útá leið. Línan var stutt í byrjun og stutt á milli öngla, um 100 önglar á streng og 5-6 strengir með áttæringum, en þær smálengdust, ár frá ári, einkum hjá yngri fornmönnunum. En þá var altaf beitt á sjó ef veður leyfði. Hér er ávalt byrjað að leggja línu á grunnmiðunum og lagt til djúps. Þegar búið var að leggja var róið á milli og farið að draga og beita grynnri helming línunnar, hann síðan lagður aftur á sama stað, síðan farið í hinn endann og honum gerð sömu skil, þannig koll af kolli þar til annað hvort var hlaðið, beita þrotin eða dagur kominn að kvöldi, ef veður leyfði. Þessi aðferð tíðkaðist fram um síðustu aldamót. –

Norðurvör

Það má segja að með 20. öldinni breyttist hér veiðiaðferðirnar. Þá er byrjað að nota net. Sá sem fyrstur lagði þau mun hafa verið Gísli s.al. Hermannsson á Hrauni. Hann lagði 3 net, en tapaði þeim, að mig minnir áður en hægt var að vitja um þau. Næstu vertíð fóru fleiri að reyna og heppnaðist betur. Upp frá því fara allir að koma sér upp netum, en lítill var netútvegurinn til að byrja með; margir byrjað með 6 netum með áttæringum, en þeim smá fjölgaði ár frá ári. Um líkt leyti, eða aðeins seinna, er hætt að beita á sjó, en línan lengd að sama skapi og hefur haldist áfram að lengjast til þessa.
GrindavíkÁrið 1925 var fyrst gerður út mótorbátur hér. Það var Gísli silfursmiður Gíslason í Reykjavík, sem kom með hann og gerði út í Staðarhverfinu. Það var dekkbátur þó lítill væri og gerði Gísli hann út í tvær vertíðir. Árið eftir voru settar vélar í tvö róðraskip í Járngerðarstaðahverfi. Árið eftir bættist eitt vélskip við, en í fyrra (1928) voru settar vjelar í níu róðraskip og þrjú voru ný smíðuð með sérstöku tilliti til þess að þau yrðu knúin vjelum, en ekki árum, en alt eru það opin skip (dekklaus). Á næstkomandi veertíð er gert ráð fyrir að alt verði vélskip. Það mun meiga telja sögulegan viðburð í Grindavík, að þar gangi ekkert róðararskip á vetrarvertíð.
Einhverjir kunna nú að spyrja: Hvernig stendur á að öll skip í Grindavík eru lítil og opin? Það er af því að skipin verður að setja á land eftir hvern róður, hvergi hægt að leggja þeim nema í Staðarhverfi, þar geta fáir bátar legið, en þar er útgerð minst. Skipin eru dregin á land með gangspili, en sett niður með handafli.
Um 80 lóðarstrengir munu fylgja hverju skipi og um 80 þorskanet.“

Heimild:
-Ægir 1929, bls. 43-44 – höfundur óþekktur.
Árabátur nútímans

Stóribolli

Gengið var upp með vestanverðu Stóra-Kóngsfelli austan við hraungíginn Eyra. Stefnt var að því að komast í Litla-Kóngsfell, en í því vestanverðu er Dauðsmannsskúti þar sem maður varð úti.

Eyra

Eyra.

Haldið var á bratt hraunflæmið þar sem það kemur í breiðum fossi fram af hlíðinni norðvestan við fellið. Nokkur myndarleg op eru í hlíðinni og líklegt er að þar kunni að leynast nokkrar hraunrásir, sem vert er að skoða við tækifæri.
Framundan var fallegur eldgígur, sem stundum hefur verið nefndur Kóngsfell, en er í rauninni hinn myndarlegasti þrátt fyrir ruglinginn. Nafnið er sennilega tilkomið vegna þess að gígurinn hefur nokkurn veginn sömu lögun og hinir tveir kóngsfellsgígarnir á svæðinu. Gamburmosinn er þykkur á kafla og rjúpan virtist kunna vel við sig á „teppinu“.
Haldið var áfram suður með vestanverðum Strompum. Ekki var kíkt í hellana að þessu sinni, heldur gengið hiklaust áfram upp með gígaröðinni og suður fyrir hana. Þar mátti sjá u.þ.b. fimm metra rifu í sléttu helluhrauni. Undir var greinileg rás, en ekki var hugað frekar að henni að þessu sinni, enda lljóslaust. Þoka lagðist að á báðar hendur, en ratljóst var til suðurs.

Bláfjöll

Gengið um Bláfjallasvæðið.

Stefnan var tekin á sérkennilega nafnlausa gígaröð í nálægt hálftíma gang frá syðsta hluta Strompanna. Yfir slétt helluhraun var að fara. Gígaröð þessi liggur frá SV til NA eins og venjulega gildir um slíkar raðir. Hún er innan við kílómeters löng. Hún gæti verið hluti af lengri sprungurein lengra til norðurs. Fremur lítið hraun hefur runnið frá gosinu, aðallega til vesturs. Um er að ræða apalhraunsafsprengi inni í miðju helluhrauninu allt um kring. Hraunæðar voru víðar, en allar stuttar og þröngar. Norðan við gígaröðinni lá greinileg gömul gata áleiðis inn á heiðina há. Varða var þar skammt austar.
Frá gígaröðinni var að sjá að nálægt tuttugu mínútna gangur væri yfir að Litla-Kóngsfelli, þ.e. fjörutíu mínútur fram og til baka. Ákveðið var því að geyma heimsóknina í Dauðsmannskúta til betri tíma. Þá verður farið um Kerlingarskarð og áleiðis niður Selvogsgötu. Um 1 og 1/2 klst gang er að ræða þá leiðina.

Stóra-Kóngsfell

Stóra-Kóngsfell og nágrenni.

Þegar staðið var á gígaröðinni rofaði til. Ágætt útsýni var yfir að Miðbolla og Þríhnúkagígunum. Dökk þokuslæðan lá hins vegar yfir austrinu. Þá heyrðist sérkennilegt hljóð í þögninni er nálgaðist óðfluga. Skyndilega flugu fjölmargar gæsir í oddaflugi út úr þokunni til vesturs. Fögur sjón og einstök. Farfuglarnir á heimleið.

Talsverður ruglingur hefur verið á Kóngsfellsnafninu í gegnum tíðina. Líklega er það vegna þess að Kóngsfellin eru þrjú á þessum slóðum; Kóngsfell, Stóra-Kóngsfell og Litla-Kóngsfell.

Stóra-Kóngsfell

Gígur í Stóra-Kóngsfelli.

Landamerkin hafa verið dregin um „Kóngsfell“, svonefnt „Konungsfell“, einnig nefnt „Stóri-Bolli“, og því sýna landakort hinar ýmsustu útgáfur landamerkjalínanna. Þær eru ýmist dregnar í Kóngsfell (Konungsfell/Stórabolla) ofan við Miðbolla, Stóra-Kóngsfell norðvestan Drottningar eða Litla-Kóngsfell sunnan Stórkonugjár. Kóngsfellið var nefnt svo vegna þess að á haustin söfnuðust í því fjárkóngar svæðanna, sem áttu mörk um fjallið. Þar réðu þeir ráðum sínum áður en hver hélt í sína áttina með sínum mönnum.
Haldið var til baka að Strompunum og þeir síðan þræddir til norðurs, að upphafsreit. Snjór lá í lautum svo ráðlegra var að halda sig á hraunhryggjum í göngunni. Þarna eru víða göt og hellar undir svo allur er varinn góður.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Konungsfell

Konungsfell – kort 1908.

Hafnir

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni.

Hafnir

Fornleifarannsókn í Höfnum.

Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum).

Hafnir

Hafnir – uppgröftur.

Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi. Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili. Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness“, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog.

Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Hafnir

Gönguferð um Hafnir.

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis. Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu.

Hafnir

Hafnir – frumdrög af meintum landnámsskála.

Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins.

Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í ljós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins. Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum. Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli.

Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil „hús“ austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skálans til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.

Heimildir m.a.:
-http://www.reykjanesbaer.is/
-Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur.

Íslendingur
Bærinn Stekkjarkot er við Njarðvíkurfitjar, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur. Stekkjarkot var síðasti torfbærinn í byggð, í Njarðvík. Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti.
StekkjarkotBúið var á bænum í um þrjátíu ára skeið en þó með hléum, á árunum 1857 til 1924. Stekkjarkot var þurrabúð og þar lifði fólk á sjósókn. Þurrabúð er verustaður fyrir sjómenn sem eiga sér ekki fastan viðverustað en leigja af bændum skika undir hús og fá aðgang að sjó. Þurrabúðin hafði hvorki ær né kýr. Þess vegna eru engin gripahús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyrum og göngum í skúrbyggingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – skilti.

Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á útihúsinu. Matarkostur ábúenda var nú alls ekki fjölbreyttur og var því ekki úr miklu að moða. Helsta fæða ábúenda var tros, þ.e. fiskhausar, fuglakjöt og egg, svo að eitthvað sé nefnt. Síðustu ábúendurnir (1921–1924) bjuggu þó við mun betri kjör. Þau áttu eina kú sem geymd var innst í göngunum. Í túnjaðrinum var kálgarður sem þótti gefa vel af sér. Það má segja að ábúendur í Stekkjarkoti hafi verið þekktir fyrir uppskeru sína þar sem að kálgarðurinn þótti frægur hvað varðar góðar kartöflur og næpur. Túngarðurinn í kringum húsið er afmarkaður með grjóthleðslu og önnur grjóthleðsla er í kring um kálgarðinn.
Þjóðleiðamót voru við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur er lágu til Grindavíkur og Hafna, þjóðleiðirnar milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Stekkjarkot stendur skammt frá þessum fyrrum, grasi grónu, gatnamótum.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856-’60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist Stekkjarkot í eyði í um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjórum árum síðar var þar orðið grasbýli, en svo voru nefnd býli á húsmanns-
lóðum, þar sem voru smávegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið umtalsverðar í Stekkjarkoti, en örlítill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólargeisli að mjólkukýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í brunn neðan við norðurgarð kotsins. Áleiðis að honum liggja hlaðnar tröppur. Annað sem fylgdi Stekkjarkoti var bátasskýli og saltbyrgi við Stekkjarkotsvör.

Stekkjarkot

Í Stekkjarkoti.

Inn úr bæjardyrunum er komið í breið göng sem hafa nýst sem geymsla, m.a. annars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjósóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eldhús með kolaeldavél frá síðustu árum búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstofuna þar sem fjögur rúmstæði eru meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924 eins og fyrr segir.
Eftir endurgerð Stekkjarkots 1994 var byggt útihús sunnan við kotið. Það ber fjósmerki, en tilgangur þess var ekki síst að uppfylla skilyrði um nútímalega salernisaðstöðu. Í því fer ágætlega saman slík aðstaða gamla tímans og hins nýja.
Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjórn Tryggva Hansen.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Núpar

Núpar eru önnur af tveim landnámsjörðum í Ölfusi, samkvæmt Landnámu. Þar var kirkja um tíma. Segja sumir að enn móti fyrir henni í hlíðinni ofan bæjanna. Forn kirkja við Núpa?
Ormur hinn gamli nam neðsta hluta Grafnings og efsta hluta Ölfuss. Mörk milli landnáma Orms og Álfs egzka voru um Varmá, sem er framhald Hengladalsár. Landnám Álfs hefur náð frá Varmá og sennilega út á Selvogsheiði, þar sem voru hreppamörk Ölfuss- og Selvogshreppa. Landnámsbærinn var Gnúpar, sem nú kallast Núpar.
Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/5 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nema fara yfir tún Vesturbæjarbónda, og er sú sögn, að hann hafi selt Vesturbæjarbónda rein við bæinn fyrir mat í hallæri. Skákir eru hver innan um aðra ýmist frá Austur- eða Vesturbæ.
Stekkur við NúpaselSíðasti „ábúandinn“ að Núpum var Gunnlaugur Jóhannsson. Hann er nú (2007) 82 ára og býr í Hveragerði. Hann kom 2 og 1/2 árs að Núpum og bjó þar um 70 ára skeið.
Gunnlaugur sagði FERLIR Núpastíg liggja ofan við vestasta bæinn á Núpum, upp að Hjallhól. Þaðan lægi stígurinn svo í hlykkjum upp hlíðina, líkt og vegurinn um Kambana í gamla daga. „Uppi á jafnsléttunni liggur stígurinn vestur fyrir Núpafjall. Norðvestan þess er komið í Seldal. Þegar stígnum er fylgt inn dalinn má sjá skiptingu í hraunum, annars vegar nýrra hraunið og hins vegar maladrög. Ef stefnan er tekin á Skálafell og gengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir. Fleiri nytjar hafa verið þarna. Norðaustan við Vötnin er t.d. gróin tóft.“

Hurðarásvötn

Hurðarásvötn – tóft.

Í örnefnaskrá fyrir Núpa segir m.a. um Núpastíg: „Gömul gata, sem lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Þar var farið með heyband ofan af fjallinu. Ein kona fór þar niður ríðandi í söðli og þótti það með tíðindum.“
Gunnlaugur sagði aðspurður næsta skarð að vestanverðu í Núpafjalli heita Valhnúksskarð. FERLIR hafði áður skoðað að upp úr því liggur gata, enda grasi gróið í skarðinu og vel upp fyrir brún. Gatan liggur áfram til vesturs í gegnum Hraunið og upp á Skógarveg (Suðurferðagötu).
Austan undir skarðinu er tvískipt rétt eða stekkur. Uppi í skarðinu er veggur af tóft. Enn ofar, áður en gatan, sem enn er greinileg þar sem hún liggur yfir austanverðan Þurárbrunann, beygir til norðurs með gróningum neðan við Stóradal er hlaðinn nátthagi eða rétt á hraunbrúninni. Annars er mikilfenglegt að horfa yfir Brunann úr skarðinu og sjá hvar hraunið (Þurárhraun) hefur safnast saman og stöðvast neðan við hlíðina.
Gunnlaugur sagðist kannast við þessi mannvirki. Nátthaginn væri sennilega gamalt selmannvirki, enda má sjá gamlan lækjarfar þar við og vætingu neðan við gróðurbrekkur, sem nú væru að blása upp. Stutt er í Seldalinn frá því. Leifar af mannvirkinu efst í Valhnúksskarðinu væru eftir hermenn, sem hefðu haft Núpaselþarna aðstöðu á stríðsárunum eftir 1941. Herinn hefði haft mikinn viðbúnað, bæði þar og á og við Núpafjall, eins og glöggt má sjá. Réttin, eða stekkurinn, neðan við Valhnúksskarð væru einnig fornar tættur, notaðar löngu fyrir hans tíð að Núpum. Þar heitir Fjárból. Það er ofan við vestasta túnið á Núpum, nefnt Stekkatún.
Suðurferðagatan liggur upp frá hlaðinu á Þóroddsstöðum um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Hún fylgir vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann  þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð.
Vatnsskarð er vestasta skarðið í hlíðinni vestan Núpa. Þar rann mesta hraunið ofan af fjallinu. Vatn rennur þar í leysingum. Valhnúkur er hnúkur (bergstandur) austan Vatnsskarðs. Arnarsetur er þar á bergsnös austan í Valhnúk. Þar verpti örn á árunum milli 1880 og 90. Ungur og ófyrirleitinn Ölfusingur kleif upp í hreiðrið, tók eggin og seldi þau fyrir peninga (Nielsen á Eyrarbakka). Sandskarð er mjótt skarð vestan við Núpahnúk, upp úr sömu gróningum og Valhnúkaskarð, sem er skammt vestar. Annað nafn á Sandskarði er Guðnýjarskarð. Enn annað nafn á því er Stekkatúnsskarð því Stekkatúnið er neðanvert við það. Þar er Fjárbólið, gróin brekka. Þar vestan undir stórum steini eru hlaðnir veggir á þrjá vegu. Fálkaklettur er einstakur klettur vestast í Stekkatúni. Líkist hann fugli í lögun. Valhnúksskarðið er skarð Álftaregg við Hurðarásvötnfast austan við Valhnúk. Undir skörðunum er Núpastekkatún: Gróin flöt neðan Fjárbóla. Sér enn fyrir stekknum. Austar er Núpahnúkur; þverhnnípt berg með hallandi lögum. Skagar lengst fram (suður). Í daglegu tali var bergið nefnt Hnúkurinn. Snorrahellir er hellisgjögur austan í Hnúknum, myndað af sjávargangi.
Núpastígur er, sem fyrr segir, gömul gata er lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Stígurinn liggur upp með Vatnsgili. Það kemur bak við Gráhnúk og rennur lækurinn norðan gamla túnsins. Vatnsklettur er stór klettur við Núpastíg.
Gráhnúkur nefnist eggjabrúnin norðan Vatnsgils, vestur að Núpastíg. Arnarhreiður er þar við smáskúta austan í Gráhnúk. Þar verpti örn fram yfir 1940. Sést þar fyrir auknum gróðri. Fýll hefur verpt  þar frá 1962. Smjörbrekka er gróin grasbrekka norðan Vatnsgils, neðan undir Arnarhreiðri.
Uppi á Núpafjalli eru Nónbrekkur, grasbrekkur móti suðaustri, upp af Valhnúksskarði. Þær eru ekki eyktamark frá Núpum því þær sjást ekki frá bænum. Líklega eru þær eyktamark frá Kröggólfsstöðum. Selásbrekkur eru brekkur í hrauninu upp af Vatnsskarði, suður og austur af Selás. Selás er lítil hæð og grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Þar er réttin (stekkurinn) eða nátthaginn á hraunbrúninni. Seldalurinn er gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gatan. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg. Armæður heita hallalitlir melar austan við Seldal. Hurðarás er langur hryggur, ber hæst, liggur í sömu stefnu og fjallsbrúnin. Þjóðvegurinn liggur yfir hann nyrst. Á sumum landakortum er hann nefndur Urðarás. Rétt við mót Skógarvegar og götu að ValhnúksskarðiHurðarásvötnin eru í lægð með vötnum (tjörnum) í vestan Hurðaráss.
Allt framangreint var gott að hafa í huga áður en lagt var á Núpastíg. Eins og fram er komið er Hjallhóll ofan vegarins, brattur neðan suðvestasta bæjarins. Nokkrar gamlar fjárhústóftir úr torfi og grjóti eru austan og suðvestan undir hólnum. Suðvestan í honum, ofar en aðrar tóftir, er stór tóft með dyr mót austri. Snýr tóftin í austur og vestur. Vestan hennar er stór steinn og hefur verið gert hús utan í hann, aftan við tóftina. Þarna segja kunnugir að hafi verið hin forna kirkja eða hof á Núpum.
Gunnlaugur sagði að vestan í hólnum, neðarlega, væri stór þúfa, sem sumir teldu að gæti verið dys.
Upp frá Hjallhól var lagt á þversneiðingana í hlíðinni fyrir ofan. Í fyrstu virðist gatan ógreinileg, en skýrðist smám saman. Þegar upp á brúnina var komið var stefnan tekinn á suðurenda Núpafjalls. Núpastígur liggur um vestanvert Núpafjall, sem er heildarnafn á fjallinu, frá Sigmundarsnös og suður að Núpahnúk. Skammt suðaustan við fjallsranann eru gatnamót. Beygt var til norðurs líkt og Gunnlaugur hafði mælt með. Hátt mosahraunið leggst þar nokkuð þétt að fjallinu. Gatan liggur með hraunröndinni – og síðan svo til beint áfram inn að Hurðarásvötnum. Líklega hefur gatan sjálf legið nokkuð hærra og sunnar fyrrum, en selstígurinn síðan orðið honum yfirsterkari, enda heyjað á völlunum innan við það lengi vel. Þar sem (sel)gatan víkur frá hraunjaðrinum er Núpaselið á vinstri hönd.
Tóft efst í ValhnúksskarðiUm er að ræða fallegt sel með sex rýmum, auk þess sem stekkurinn hefur haldist nokkuð vel, enda verið lítil umferð um þetta svæði á síðari áratugum. Kví er vestan við megintóftina, sem sennilega hefur verið baðstofan. Eldhúsið er við hlið hennar að vestanverðu. Skýringin á að svo mörg rými eru þarna er líklega sú að selið var í þjóðbraut og aðstaða hafi verið gerð fyrir þreytta ferðalanga. Tóftirnar eru svo til við gömlu leiðina. Skýringin á sambyggðri tóft austan við selið gæti verið sú. Aðrar tóftir eru eðlilegar til sels að telja, þ.e. sjötta rýmið og það vestasta, hefur að öllum líkindum verið kví – næst stekknum. Austar og sunnar er ás og brekkur í fjallinu, væntanlega Selás og Selásbrekkur.
Þegar komið var upp að Núpafjalli mátti víða sjá leifar minja frá stríðsárunum. Af rústum einstakra kampa má nefna Camp Cameron sem Bretar reistu vorið 1941 við Hurðarásvötn í Seldal nærri Núpafjalli.
Fleiri minjar eru þarna nálægt, s.s. eina varðan er leiðbeint hefur vegfarendum að Hellisheiðargötunni, auk þríarma hleðslna á móbergshæð, er virðist gamalt í fyrstu, en hefur að öllum líkindum verið athvarf þriggja varðmanna þegar Bretinn var þarna með fyrrnefnda varðstöð skammt austar, austan við Hurðarásvötnin og sunnan til í Núpafjallinu. Þar má sjá leifar þeirra mannvirkja, s..s reykháf og grunna nokkurra húsa.
Álftir syntu um Vötnin, en athugull FERLIRsþátttakandi hafði áður veitt því athygli að önnur þeirra hafi staðið upp á litlum hólma norðan þeirra er hún varð mannaferða vör. Þegar hólminn var gaumgæfður kom í ljós hreiður með þremur eggjum. Allt var látið Valhnúksskarðósnert. Lognið var algert, álftahjónin liðu um lygnuna í rólegheitunum og mófuglarnir sáu um tónlistina, miklu mun betri en öll Eurovisionlögin til samans, sem leikin voru í fjarsýninu þetta kvöld.
Gatan norðan Vatnanna var rakin spölkorn, en síðan var snúið við og Núpastígur genginn að fyrrnefndum gatnamótum. Þar var Skógarveginum (Suðurferðagötunni) fylgt áfram til suðurs uns komið var að gatnamótum. Annars vegar heldur Skógarvegurinn áfram niður með vesturbrún Þurárbrunans þar sem hann greinist í tvennt; annars vegar um Vatnsskarð að Þurá og hins vegar niður að Þoroddsstöðum.
Í Jarðabókinni1703 segir m.a.: „Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær allt að Gnúpastíg, hvor eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.“

Núpar

Núpar – selstígurinn.

Að þessu sinni var, skv. áætlun, gatan gengin til austurs (vinstri), fyrst um gróninga og síðan yfir haft á hrauninu. Áður en lagt var á mosahraunið var fyrir hlaðinn rétt, sennilega notuð til rúninga því vestan hraunsins eru grösugar brekkur og vilpur. Gunnlaugur taldi að mannvirkið gæti hafa tengst selstöðunni efra. Alla leiðina var gatan mjög skýr með austanverðri hraunbrúninni og hefur greinilega verið fjölfarin, hvort sem er af mönnum eða skepnum. Fljótlega birtist Valhnúksskarð. Ofan frá því má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið niður skörðin að vestanverðu og staðnæmst á sléttunni fyrir neðan hlíðina. Efst í skarðinu er fyrrnefnd tóft frá veru hernámsins, að sögn Gunnlaugs.
Valhnúksskarð er gróið og auðvelt umgöngu. Þegar niður var komið þótti ástæða til að berja stekkinn við Fjárbólið augum. Hann er heillegur, tvískiptur. Neðar er tóft utan í stórum steini, sem fyrr er lýst.
Götunni var fylgt til norðurs undir Núpum með viðkomu í Snorrahelli uppi í hamraveggnum. Um er að ræða allsæmilegan skúta með op til austurs. Undir honum eru gróningar.
Á leiðinni frá Gnúpum var komið við í gróinni fjárborg við þjóðveginn að austanverðu skammt norðan gatnamótanna. Ekki er að sjá að borgarinnar hafi verið getið í örnefnaskrám, en þjóðvegurinn liggur svo til alveg við hana.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnaslýsing fyrir Núpa frá 1971.
-Gunnlaugur Jóhannsson.
-Jarðabók ÁM 1703.

Núpar

Núpakirkja – tilgáta. ÓSÁ.