Í Sveitarstjórnarmálum 1976 fjallar Gunnar Markússon um „Ágrip af sögu Þorlákshafnar„:
Gunnar Markússon.
„Sögu Þorlákshafnar má skipta í tvo höfuðkafla — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorpsins.
Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjörlega hulið í móðu fjarskans, að ekki er einu sinni á hreinu með nafn staðarins. Munnmæli herma, að bær hér hafi í upphafi heitið Elliðahöfn og verið kenndur við skip það, er Ketilbjörn gamli kom á frá Noregi — það sama og Elliðaárnar eru við kenndar. Hvort svo hefir verið eða ekki, verður víst seint upplýst. Þó má benda á, að Þórdís, systir Skafta lögsögumanns á Hjalla, varð þriðja kona Gissurar hvíta. Þeirra son var Ísleifur biskup. Hafi hinn kristni goði á Hjalla verið að gera lögbýli úr verbúðum þeim og hrófum, sem hann hlýtur að hafa átt hér niðri á ströndinni, um svipað leyti og hann var að gefa dóttur sína sonarsyni Ketilbjarnar — þeim manni, er fáum árum áður átti sinn stóra þátt í kristnitökunni á Þingvöllum, — er varla hægt að segja, að seilzt hafi verið um hurð til lokunnar, þótt nýbýlið væri kennt við frægasta farkost í ætt brúðguma. Þau sömu munnmæli, sem herma, að bær hér hafi heitið Elliðahöfn, geta þess og, að bóndi hér hafi í hafsnauð heitið á heilagan Þorlák sér og félögum sínum til fulltingis og heimkominn hafi hann breytt nafni á bæ sínum og kallað Þorlákshöfn. Sitthvað gæti verið missagt í fræðum þessum, en varla er hægt að gera ráð fyrir, að bær hafi verið kenndur við heilagan Þorlák fyrr en 20. júlí 1198. Þann dag var helgur dómur hans upp tekinn og prestar samþykktu áheit á hann.
Gægst um í Þorlákshöfn.
Þess skal að lokum getið, að í lögmannsannál er sagt, að árið 1360 hafi Gyrður Skálholtsbiskup ætlað til Noregs fjölmennur á skipi litlu. Skipið var ekki komið úr landsýn, er það sökk. Fyrir áheit á heilagan Þorlák björguðust menn allir, og silfurkistu dómkirkjunnar rak á land á Eyrum. Vel má vera, að hér sé að finna kveikjuna að munnmælasögunni og nafnaskiptunum — ef verið hafa. En hvað sem bærinn hét, þá fer það ekki á milli mála, að hér var búið og oftast stórt. Tún voru tödd og slegin, búsmala gætt og hann nytjaður. Konur komu ull í fat og mjólk í mat, og karlar gættu útiverka til lands og sjávar. Börn fæddust og eldra fólk safnaðist til feðra sinna.
Kynslóðir komu og kynslóðir fóru, þar til komið var fram um 1950, þá hvarf síðasta bændafólkið héðan með amboð sín og áhöld — fénað og föggur.
Þá lauk sögu sveitabýlisins.
Mannskaðar og mannbjörg
Þorlákhöfn – kort frá 1908.
Auður in djúpúðga lét gera knörr einn mikinn. Hún hafði með sér frændlið sitt allt, það er á lífi var, þar á meðal 20 karla. Hún hafði og auð fjár á skipinu.
Hún kom skipi sínu á Vikraskeið. Þar braut skipið, en menn héldust og fé. Vikraskeið heitir nú Hafnarskeið. Þannig er elzta frásögn, sem til er úr nágrenni Þorlákshafnar, tengd sjónum, og fer vel á því. Þetta er þó ekki í eina sinnið, sem getið er um gifturíka björgun mannslífa hér um slóðir.
Þorlákshöfn – lending fyrrum.
Laugardaginn 5. nóvember 1718 strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði. Þá björguðu bændur hér úr grenndinni rúmlega 170 manns á land.
Hinn 16. marz árið 1895 réru öll skip, sem þá voru gerð út frá Þorlákshöfn, en þau voru rúmlega 20. Þann sama dag réru einnig um 60 skip frá öðrum verstöðvum í Árnessýslu. Um miðjan dag brimaði svo snögglega, að einungis tugur skipa náði lendingu í heimavör austan Ölfusár. — öll hin skipin, rúmir sjö tugir, urðu að lenda inn á milli Skarfs og Flataskers. Þann dag áttu nær 1000 karlmenn á bezta aldri Norðurvörinni hér líf að launa. Ekki þarf að ræða, hvert afhroð sunnlenzkar sveitir hefðu goldið, ef hennar — og þeirra manna, er þá stjórnuðu hér — hefði ekki notið við.
En því miður geymir saga Þorlákshafnar ekki aðeins frásögur um sigra í baráttunni við Ægi. Þar er líka getið um ósigra og mannskaða. Á árunum 1840—90 fórust tvö skip héðan með um 30 manns innanborðs, og á sama tíma fórst um tugur manna í lendingu hér.
Verstöð
Þorlákshöfn – verbúðir.
Þess er áður getið, að fyrstu mannabústaðirnir hér hafi verið verbúðir. Þannig mun starf hinna fyrstu manna hér hafa verið það sama og enn er sá burðarás, er afkoman hvílir á, að afla fiskjar og verka hann.
En veiðiskapur þessi og verkun hefir aldrei verið neitt einkamál þeirra, er hér hafa búið. Höfuðkirkjur og stórbýli sýslunnar áttu hér sína aðstöðu.
Þess er t. d. getið, að árið 1543 hafi Skálholtsstóll átt hér um 40 hestburði af fiski. Stóllinn átti um aldir ítök hér á staðnum — hvort þau hafi verið hluti af heimanmundi Þórdísar á Hjalla, veit ég ekki — en gömul eru þau. Og þegar jarðir Skálholtsstóls voru seldar um árið 1800, var Þorlákshöfn ein af þeim.
S
Þorlákshöfn – verbúðir.
tórbóndinn sendi nokkra af vinnumönnum sínum hingað, og einyrkinn skildi búsmala sinn eftir í umsjá konu og barna og fór í verið. Þannig varð Höfnin einn af hornsteinum undir afkomu manna í héraðinu öllu. Ekki mun kunnugt um tölu vermanna hér, fyrr en komið er fram um miðja síðustu öld, en þá var ekkert óalgengt, að þeir væru 300—400 að tölu.
Framan af öldum var handfærið eina tækið, sem notað var til að ná fiski úr sjó. Árið 1800 gerði Lambertsen, kaupmaður á Eyrarbakka, tilraun með netaveiði hér útifyrir. Sú tilraun gaf góða raun, en þetta nýmæli mætti svo mikilli andspyrnu, að rúm öld leið, þangað til aftur var róið með net hér um slóðir.
Þorlákshöfn – skipshöfn um 1900.
Um 1880 var farið að nota hér línu síðari hluta vetrar. Árið 1903 reyndi Gísli Gíslason, þá bóndi í Óseyrarnesi að veiða fisk í net og tókst vel. Sú mótmælaalda, sem þá reis, var brotin á bak aftur á nokkrum árum, og árið 1909 voru netin orðin aðal veiðarfærið.
Það lætur að líkum, að ekki var fremur hægt að róa alla daga vertíðarinnar um aldamót en nú er. Vermenn urðu því að sjá sér fyrir einhverju að gera í tómstundum, sem því miður urðu stundum helzt til margar. Gat jafnvel komið fyrir, að einungis væri hægt að róa 30 af þessum 90—100 dögum, sem vertíðin stóð.
Þorlákshöfn – áhöfn um 1920.
Sumir notuðu tómstundirnar til þess að gera ýmsa smáhluti, sem heimilum þeirra mátti að gagni koma. Aðrir spiluðu eða glímdu og fyrirkom, að leikfimi var iðkuð. Þá starfaði hér lestrarfélag og söngfélag. Einnig var málfundafélag hér um og eftir aldamótin. Það hóf m.a. undirbúning að byggingu sjúkraskýlis hér á staðnum. Nokkru var safnað af peningum, og á vertíðinni árið 1916 var grunnurinn gerður og grindin reist.
Það vor veitti sýslusjóður 200 kr. til þessara framkvæmda. En því miður fauk grindin og þar með vonin um sjúkraskýli hér, en fé það, er til var, var lagt í sjúkrahússbygginguna að Litlahrauni, en, eins og kunnugt er, voru konur þær, er að þeirri byggingu stóðu, of stórhuga fyrir sína samtíð, og byggingin endaði sem fangelsi, en ekki sjúkrahús.
Verzlunarstaður
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Í Íslendingasögunum er hvergi getið um skipakomur til Þorlákshafnar. Fyrsta örugga heimildin um kaupskip hér er frá árinu 1533, þá segist landfógeti hafa tekið við 30 lýbskum mörkum frá tilteknum kaupmanni liggjandi í „Thorlacershaffen“.
Ekki er ljóst, hvort skip þetta var statt hérna fyrir einhverja tilviljun eða algengt var, að kaupskapur færi fram hér á víkinni. Okkur, sem átt höfum heima hér í Þorlákshöfn fleiri eða færri undanfarinna ára og sótt svo til allar okkar daglegu nauðþurftir í þessa einu búð, sem hér hefir verið, gæti virzt, að ekki þyrfti mörg orð til þess að rekja verzlunarsögu staðarins. En það er öðru nær.
Þorlákshöfn – bærinn 1911.
Hér er um að ræða nær tveggja alda sögu — sögu um baráttu hins veika við hinn sterka — sögu um uppreisn hins kúgaða gegn kúgara sínum —, en fæst af því verður rakið hér.
Hinn 13. júní árið 1787 var gefin út í Kaupmannahöfn konungleg tilskipun um, að verzlun á Íslandi skuli frjáls öllum þegnum Danakonungs. Þá hófst verzlunarsaga Þorlákshafnar. „Spekulantar“ lögðust hér inn á víkina, en voru illa séðir af Bakkakaupmanni — var jafnvel dæmi til, að þeir héldu sig heldur vestur á Keflavík, þar sem þeir blöstu ekki eins við Bakkanum. Sumrin 1789 og 1790 fengu þrír Árnesingar skip hingað, en Petersen Bakkakaupmanni tókst að fá verzlunarleyfin dæmd af þeim félögum.
Árið 1845 var lögð fram á Alþingi bænaskrá undirrituð af 142 sunnlenzkum bændum, þar sem óskað var eftir, að Þorlákshöfn verði löggilt sem verzlunarstaður.
Þorlákshöfn 1918.
Vorið 1875 samþykkti fjölmennur bændafundur, haldinn í Hraungerði, að óska hins sama, og þá um sumarið flutti Þorlákur Guðmundsson frumvarp til laga um verzlunarstað í Þorlákshöfn. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild. Þegar það svo kom til efri deildar, gekk þáverandi landlæknir svo hreinlega af því dauðu, að það var fellt við fyrstu umræðu.
Landlæknir sagðist hafa verið læknir á Eyrarbakka um eins árs skeið og gæti því borið um, að Þorlákshöfn væri einn mesti brimrass á öllu landinu, nema ef vera skyldi, að Svörtuloft væru lakari. Það mætti alveg eins setja lög um verzlunarstað á tunglinu eins og í Þorlákshöfn.
Hins gat læknirinn ekki, að hann hafði þetta ár sitt á Bakkanum verið meiri gistivinur í húsi kaupmannsins en í kotum karlanna, sem áttu lendingunum í Þorlákshöfn líf að launa. Þorlákur tók málið upp aftur á þinginu 1877 og daginn eftir Þorláksmessu á sumri það ár var samþykkt, að Þorlákshöfn í Árnessýslu skuli vera löggiltur verzlunarstaður frá 20. júní 1878. Verzlun hér hefir þó aldrei verið mikil. Þó hafði Jón Árnason hér sölubúð um skeið, og eftir að þorpið myndaðist, hefir Kaupfélag Árnesinga rekið einu verzlunina, þar til nú, að komin er önnur matvöruverzlun, brauðgerð og tvær sérverzlanir.
Lendingaraðstaða — hafnargerð
Þorlákshöfn – loftmynd 1958.
Tvær voru lendingar í Þorlákshöfn, Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höfðu tvo stóra kosti. Þann fyrstan, að siglingaleiðin að þeim var hrein og skerjalaus. Og hin, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, að þar var sjór ekki ófær, nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við þá átt. Nokkru áður en vindur nær hásuðri, verður hann nesfastur og Flóinn tekur við mestu látunum, áður en áttin verður þver austan. En auðvitað getur lagt kviku hér inn á víkina í öðrum áttum.
Þorlákshöfn 1911 – bátar í nausti.
Á fyrstu árum þessarar aldar samþykkti sýslunefnd Árnessýslu að láta fara fram athugun á hafnarstæði beggja vegna Ölfusár. Thorvald Krabbe, þáverandi landsverkfræðingur, gerði þessa athugun á árunum 1907—1909. Honum fannst ekki gerlegt að leggja í framkvæmdir austan ár, en gerði tillögur um hafnargerð í Þorlákshöfn.
Árið 1913 veitti Alþingi Fiskveiðifélagi Íslands1000 kr. styrk til þess að rannsaka og gera áætlun um vélabátahöfn í Þorlákshöfn. Jón Þorláksson, sem þá var orðinn landsverkfræðingur, gerði þessa áætlun.
Árið eftir flutti Matthías Ólafsson, þingmaður Vestur-Ísfirðinga og starfsmaður fiskifélagsins, tillögu þess efnis, að landssjóður veitti 20.000 króna styrk til hafnargerðar hér og auk þess yrðu lánaðar 40.000 krónur úr viðlagasjóði til sömu framkvæmda.
Þorlákshöfn 1911 – santfiskbreiður.
Tillaga þessi fór til sjávarútvegsnefndar, sem lagði til, að landssjóður keypti jörðina og léti gera þar landshöfn, og er það fyrsta sinni, sem það orð er notað um höfnina hér, svo mér sé kunnugt.
Þegar þessi tillaga var komin fram, dró Matthías tillögu sína til baka. Tillaga nefndarinnar var mikið rædd og var loks ákveðið að vísa málinu til landsstjórnarinnar.
En þingsalirnir voru ekki eini vettvangurinn fyrir umræður um hafnarmál Þorlákshafnar.
Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.
Hinn 18. júlí 1914 var mest öll forsíða blaðsins Suðurland helguð þessum málum og þá komizt að þeirri niðurstöðu, að vélbátaútgerð á Eyrum nyti sín ekki til fulls, nema til kæmi í Þorlákshöfn hafnaraðstaða, sem þeir gætu leitað til í viðlögum eins og verið hafði með áraskipin.
Hinn 11. marz árið 1916 ritar Gestur á Hæli langa grein í Suðurlandið. Þessi grein er um samgöngumál Sunnlendinga. Þar kemst Gestur að þeirri niðurstöðu, að það fyrsta, sem gera þurfi í þeim málum, sé að byggja höfn í Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn 1911.
Það ár var sýslufundur Árnessýslu haldinn um mánaðamótin marz—apríl. Þar lagði Gestur fram tillögu um hafnargerð í Þorlákshöfn og samgöngur út frá henni.
Og á aukafundi sýslunefndar hinn 17. júní um sumarið var samþykkt að kaupa jörðina Þorlákshöfn og gera þar höfn, sem tæki 175 fiskibáta og a. m. k. 2 hafskip. Samþykkt þessi var bundin því skilyrði, að verð jarðar og hafnar færi ekki fram úr einni milljón króna, og á því mun málið hafa strandað. Þetta sumar var mikið skrifað um hafnarmálin hér, og er ekki tækifæri til að tíunda það nú. Þó vil ég ekki láta ógetið greinar, sem danski faktorinn á Eyrarbakka skrifaði í Suðurlandið hinn 24. apríl um vorið. Greinin hefst á orðunum „vel lýst mér á hugmyndir Gests um höfn í Þorlákshöfn“. Síðan er gerður samanburður á aðstöðu til hafnargerðar hér og á Eyrarbakka. Það fer ekki á milli mála, að þar heldur náttúrufræðingurinn Pétur Nielsen á pennanum, en arftaki dönsku einokunarkaupmannanna hefir verið rekinn út í horn, meðan greinin var skrifuð.
Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.
Árið 1917 var samþykkt þingályktunartillaga um, að gerð verði áætlun um fulltrausta hafnargerð í Þorlákshöfn og hvað slíkt verk muni kosta. N.P. Kirk, verkfræðingi, var falið að vinna þetta verk, og skilaði hann áætlun árið 1919. Hann lagði til, að gerður yrði 635 m langur suðurgarður og 860 m norðurgarður. Inni í höfninni kæmi svo „T“ laga bryggja, og væri landleggurinn 183 m, en þverbryggjan 60 m. Kostnað áætlaði hann 3.830.177 kr. Sumarið 1929 var 20 m löng og 4 m breið bryggja gerð norðan við Norðurvörina. Sumarið eftir var hún lengd um 10 m.
Sumarið 1935 var Flataskersgarðurinn gerður. Hann var 90 m langur, teiknaður af Jóni Þorlákssyni til þess að taka skakkafallið af Norðurvörinni. Árið 1938 var hafin gerð Suðurvararbryggju. Var unnið við hana öðru hverju næsta hálfan annan áratuginn, og var hún þá orðin 175 m löng með tveggja metra háum skjólvegg á ytri brún.
Þorlákshöfn – hafnaraðstaðan fyrrum.
Vorið 1962 var enn hafizt handa um hafnargerð hér. Þeim áfanga lauk árið 1969. Þá var Suðurvararbryggja orðin 240 metrar. Norðurvararbryggjan var þá orðin „L“ laga. Frá landi var hún 195 m, en þverleggurinn 100 m. Fljótlega eftir að Heimaeyjargosið hófst, var farið að huga að bættri hafnaraðstöðu á suðurströndinni. Árangur þeirra bollalegginga var, að Alþjóðabankinn lánaði fé til þriggja hafna, en lang mest til Þorlákshafnar.
Hinn 1. september árið 1974 hóf verktakafyrirtækið Ístak framkvæmdir við þann áfanga hafnargerðar hér, sem nú er unnið að, og áætlað er, að verði lokið á þessu ári, en það er stærsta átak, sem gert hefir verið í einu við hafnarbyggingu hér á landi.
Jörðin Þorlákshöfn
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Sjálfsagt hefir oltið á ýmsu um eignarhald á jörðinni Þorlákshöfn, eins og á öðrum góðjörðum landsins. Kirkja og klaustur — biskupar og braskarar hafa áreiðanlega átt hana öldum saman. En stundum hafa setið hér sjálfseignarbændur.
Árið 1818 keypti Magnús Beinteinsson, þá bóndi hér, jörðina, og í Suðurlandi 8. des. árið 1910 er þess getið, að Jón Árnason, sonarsonur Magnúsar, hafi þá fyrir fáum dögum selt Þorleifi Guðmundssyni frá Háeyri höfuðból sitt. Jón sat hér þó til dauðadags, 4. nóvember 1912.
Jón Árnason og frú.
Um það leyti, er Þorleifur keypti jörðina, hafði franskt útgerðarfyrirtæki mikinn áhuga á að koma sér upp útgerðarstöð hér. Það sendi hingað verkfræðinga árið 1911, og sögur voru á lofti um, að Þorleifur hafi selt Frökkunum hluta jarðarinnar.
Upp úr 1920 kemst Þorlákshöfn svo í eigu Reykvíkinga og er það, þangað til árið 1934, að Kaupfélag Árnesinga, undir stjórn Egils Thorarensen, kaupir hana. Tólf árum síðar kaupa svo Árnes- og Rangárvallasýslur staðinn, og á þeirra vegum var ráðizt í hafnarframkvæmdirnar á árunum 1946 og 1962.
Árið 1966 var höfnin gerð að landshöfn, og eignaðist ríkið þá 80 m breiða spildu meðfram ströndinni. Árið 1971 keypti svo Ölfushreppur jörðina að undanskildum nokkrum hekturum, sem sýslurnar eiga enn.
Dýrasta jörð á Íslandi
Á árunum kringum 1920 var unnið að nýju fasteignamati fyrir landið í heild. Mat þetta tók gildi 1. apríl 1922 og var Þorlákshöfn þá dýrasta jörð á Íslandi, metan á 118.000 kr. auk bygginga.
Hve hátt land hér var virt, sést bezt á því, að allt land Árnessýslu var þá metið á tæplega tvær og einn fjórða úr milljón, og að 6 af hreppum sýslunnar voru hver um sig lægra virtir en landið hér. Skálholtsland var þá virt á 9.700 kr. og Oddi á Rangárvöllum á 8.400, og allt land Skarðshrepps í Dalasýslu var talið 400 kr. minna virði en sandurinn hér og trúlegt, að Birni á Skarði og Ólöfu ríku hefði þótt það þunnur þrettándi. Var þá hægt að moka hér upp gulli á þessum árum? Ekki úr sandinum, en þeir, sem að matinu unnu, gerðu sér ljóst, að mikið gull var geymt í Selvogsbanka, og hér höfðu verið hönnuð þau mannvirki, er þurfti til að taka á móti því.
Meitillinn hf. stofnaður
Árið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frumkvæði Egils Thorarensen. Í september það ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingað. Var það 22 tonna eikarbátur, er Brynjólfur hét. Félagið hóf svo útgerð á vertíðinni 1950. Þann vetur voru bátar þess 5 og hétu allir nöfnum Skálholtsbiskupa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, er var 27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust að í bæjarhúsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi tíminn hér í tvíbýli um skeið og skildu í bróðerni.
Á manntalinu árið 1950 voru skráðir hér í Þorlákshöfn 4 karlmenn, en engin kona. Árið eftir, þegar fyrstu húsinu voru reist, voru komnar hingað tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 íbúar með lögheimili, þar af 406 innan við tvítugt, en aðeins 5, sem náð hafa áttræðisaldri. Meðalaldur manna hér er nú 24 ár, og má segja, að sá hafi verið meðalaldur íbúanna öll árin, sem þorp hefir staðið hér.
Barnafræðsla
Þorlákshöfn – gamla skólahúsið.
Ölfushreppur byggði á sínum tíma heimavistarskóla fyrir börn í Hveragerði. Þar áttu bændabörnin héðan að stunda sitt skyldunám, eins og önnur börn sveitarinnar.
Fyrstu ár þorpsins hér voru engin skólaskyld börn á staðnum. Það var ekki fyrr en á árunum 1954—1955, sem þurfti að fara að hugsa um barnafræðslu í Þorlákshöfn. Þá varð hver að bjarga sér, eins og bezt hann gat. Einu barni var komið fyrir á Selfossi, og með öðru var lesið heima.
Þorlákshöfn fyrrum.
Sumarið 1956 voru hér 9 skólaskyld börn. Þá um haustið var sett hér á stofn útibú frá skólanum í Hveragerði og Kristján frá Djúpalæk ráðinn til kennslunnar.
Fram að jólum var kennt í sjóbúð, í janúar var verið í skúr, sem reyndist óhæfur. Þá var flutt í íbúð, sem útibússtjóra K.Á. hafði verið ætluð. Svona gekk þetta næstu árin. Kennt var, þar sem hægt var að fá inni fyrir nemendur og kennara.
Þorlákshöfn – Gamli bærinn 1961.
Í upphafi ársins 1962 var flutt í skólahús staðarins. Byggingu þess var þó ekki lengra komið en svo, að mótatimbur klætt tjörupappa þénaði sem útihurð og rúðugler. Útbúnaður þessi hélt vindi og vatni að mestu utan veggja, en rafmagn og olía gáfu húsinu birtu og yl.
Þetta vor luku 37 börn prófi hér. Þá var Þorlákshöfn gerð að sérstöku skólahverfi. Aukning nemenda hefir verið stöðug og nú, þegar hér hefir verið kennt í rétt 20 ár, er tala nemenda 170. Vantar aðeins tug til að tvítugur standi skólinn með 20 sinnum fleiri nemendum en hann byrjaði með. Kennarar voru 9 í vetur eða jafnmargir og nemendurnir fyrsta árið.
Gamall kirkjustaður
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Á fyrri öldum, þegar hestar postulanna máttu heita eina farartæki alþýðu hér á landi, voru kirkjur miklu víðar en nú er. Þorlákshöfn er einn þessara gömlu kirkjustaða.
Hvenær eða hve lengi hér stóð kirkja, er mér ekki kunnugt, en víst er, að hér var hálfkirkja fram yfir miðja 18. öldina.
Kirkjugarður var fyrir norðan bæjarhúsin, og voru flutt þaðan að Hjalla bein, er upp komu í jarðraski, er þar var gert í sambandi við hafnargerðina árið 1962. Hökull úr Þorlákshafnarkirkju er á minjasafninu á Selfossi.
Þorlákshöfn-gamli bærinn.
Mér er fullljóst, að mikið vantar á að sögu Þorlákshafnar hafi verið gerð tæmandi skil. Til þess að ég geti gert það, vantar mig tvennt, sem ekki verður án verið, en það er þekking og tími til að raða saman þeim sprekum, sem rekið hafa á fjörur mínar. En enginn Sunnlendingur lætur hug fallast, þótt ekki sé alhirt um höfuðdag, og það, sem við ekki komum í verk í dag, munu afkomendur okkar gera á morgun.
Þegar Þorlákur Guðmundsson, 2. þingmaður Árnesinga, mælti fyrir þeirri tillögu sinni á Alþingi árið 1875, að hér mætti verða verzlunarstaður, sagði hann m.a.: „Það mun fara með þetta mál sem hvert annað, að væri það á skynsamlegum ástæðum byggt, mundi það hafa framgang, en væri það af heimsku stofnað, mundi það með henni fyrirfarast.“
Það er von mín, að sú verði gifta Þorlákshafnar, að hvert það mál, sem er á skynsamlegum ástæðum byggt, nái fram að ganga, en það, sem er af heimsku til stofnað, muni með heimskunni fyrirfarast.“
Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 3. hefti, 01.06.1976, Ágrip af sögu Þorlákshafnar – Gunnar Markússon, bls. 109-115.
Þorlákshöfn.
Þú fríði Hafnarfjörður
Eftirfarandi lýsing birtist í Vísir árið 1967:
„Máske verður einhverjum lesendanum á að hugsa sem svo, þegar hann sér þessa „myndsjá,“ að fyrirsögnin sé ekki i samræmi við myndirnar og má það til sanns vegar færa.
Það er ekki meiningin að „særa“ Hafnfirðinga með birtingu myndanna, þvert á móti er höfundur þeirra mikill aðdáandi Hafnarfjarðar og flnnst kaupstaðurinn eiga fyrirsögnina að fullu skilið.
Hafnarfjörður er með fegurri kaupstöðum á landinu en staðsetning hans i landslaginu á þar mestan þátt. Hraunið umhverfis kaupstaðinn er víðfrægt fyrir fegurð, fjallahringurinn ekki
síður, að ekki sé minnzt á höfnina.
En það er víða pottur brotinn hvað snertir umgengni á ýmsum stöðum hér á landi og er Hafnarfjörður ekki undanskilinn. Blaðamaður Vísis átti leið um Hafnarfjörð á dögunum, og kom utan af Álftanesi og ók um Garðahverfi inn til bæjarins. Vegurinn hlykkjast um hraunið vestan kaupstaðarins. Á hæðum standa fiskitrönur, sumar hlaðnar skreið, en aðrar auðar. Það er alltaf ánægja að sjá fiskitrönur í landslaginu, þær eru myndrænar og bera vott um athafnasemi fiskveiðiþjóðarinnar. Í lautum og lægðardrögum standa íbúðarhús og sumarbústaðir, kindakofar og alls konar skúrar, sem vandi er að segja til um hvaða tilgangi þjóna. En það sem meiðir augu vegfarandans er ruslið umhverfis suma af þessum skúrum og víða má sjá ruslahauga sem óvandaðir sóðar hafa fleygt i sumar hraungjóturnar. Það er vítavert athæfi að skemma náttúrufegurðina á þennan hátt og ætti að varða sektum. Það er sjálfsagt erfitt að koma lögum yfir þá menn sem óhreinka landslagið með alls konar rusli, en það ætti að vera hægur vandi að skipa þeim sem hafa skúra og kofadrasl á landsvæðinu að hafa þokkalegt í kringum þá, að ekki sé talað um að hafa sæmilegt útlit á kofunum sjálfum. En það kastar fyrst tólfunum þegar komið er að jaðri þéttbýlisins, sem er ákaflega fallegur frá náttúrunnar hendi. Þar eru einhvers konar verkstæði i bröggum og niðurníddum hreysum og allt i kring eru bílar og bílhræ í fjölbreytilegu ástandi ásamt öðru drasli. Það væri ekki úr vegi fyrir viðkomandi yfirvöld að gera sér ferð þarna i úthverfi bæjarins og líta á þessa hluti, að ekki sé talað um að þau geri elnhverjar ráðstafanir til úrbóta.
En nú skulum við líta á meðfylgjandi teikningar sem allar eru gerðar á fyrrgreindu svæði. Fyrsta myndin er af ævagömlum vörubíl, sem stendur í túni eins bæjarins, en hvort tveggja er, að bíllinn er merkilegur fyrir aldurs sakir, svo heillegur sem hann er, en í öðru lagi fer hann illa við landslagið og óprýðir það. Svona gripur á heima á safni, en ekki i fögru landslaginu.
Önnur mynd sýnir okkur einn kofanna, gluggalausan timburhjall til einskis nýtan. Umhverfis eru fagurlega hlaðnir grjótgarðar frá gamalli tíð, en talsvert er um þá á fyrrgreindu svæði.
Á mynd nr. þrjú sjáum við svo ósómann í fullkomnustu mynd. Í forgrunninum eru bílhræ af öllum stærðum og gerðum, en í baksýn eru braggahróin og kofadraslið, en lengst í burtu má sjá nýbyggðar villurnar, sem tróna á hæðinni eins og viðkvæmar blómarósir vaðandi í fjóshaug.“
Heimild:
-Vísir, 19. apríl 1967, bls. 3 – höfundur óþekktur.
Hafnarfjörður. Garðaholt fjær.
Guddulaug
Í Mosfellsdal var lítil laug…
Laxnestungulækur neðan Guddulaugar.
Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Tíðum hefur hann gengið niður með Köldukvísl, yfir Laxneslæk og upp með litlum læk neðar, Laxnestungulæk. Í lækinn rennur (rann) vatn úr kaldavermsl norðan hans. Þau voru nefnd Guddulaug. Halldór segir frá lauginni í einni bóka sinna og taldi vatnið sérlega heilnæmt. Vatnsveita Mosfellsbæjar tekur vatn úr Guddulaug og öðru nálægu vatnsbóli, Laxnesdýjum.
Formlegur vatnsveiturekstur hófst í Mosfellssveit árið 1966. Vatnsveitan rekur nú eigið vatnsból í Laxnesdýjum. Vatni úr Laxnesdýjum er dreift um Mosfellsdal, Helgafellshverfi og til Reykjalundar. Auk Laxnesdýja ræður Vatnsveitan yfir fyrrnefndu vatnsbóli, Guddulaug, sem aðeins er notað þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum fullnægir ekki þörfum. Annað neysluvatn er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur.
Á skilti nálægt „Guddulaug“ segir: „Guddulaug er kaldavermsl, sem gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni, og var laugin virkjuð af Mosfellshreppi um 1980. Skammt hér fyrir austan stóð kotbýlið Laxnestunga en engar menjar sjást lengur um þann bæ.
Í endurminningasögunni „Í túninu heima“ gerir Halldór Laxness Guddulaug að himneskum heilsubrunni og segir: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó…
Afrennslið úr Guddulaug var neðanjarðar, jarðvegurinn gróinn yfir lækinn. en sumstaðar voru holur niður gegnum jarðveginn oní lækinn; þar dorguðum við lángtímum saman og drógum lítinn fallegan fisk; sem betur fór ekki of oft.“
Í túninu heima
Á þessu nesi
á þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir. En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni þar sem stóð bær.
Halldór Laxness.
Guddulaug.
Þorlákshöfn – sagan II
Í Sveitarstjórnarmálum 1976 fjallar Gunnar Markússon um „Ágrip af sögu Þorlákshafnar„:
Gunnar Markússon.
„Sögu Þorlákshafnar má skipta í tvo höfuðkafla — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorpsins.
Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjörlega hulið í móðu fjarskans, að ekki er einu sinni á hreinu með nafn staðarins. Munnmæli herma, að bær hér hafi í upphafi heitið Elliðahöfn og verið kenndur við skip það, er Ketilbjörn gamli kom á frá Noregi — það sama og Elliðaárnar eru við kenndar. Hvort svo hefir verið eða ekki, verður víst seint upplýst. Þó má benda á, að Þórdís, systir Skafta lögsögumanns á Hjalla, varð þriðja kona Gissurar hvíta. Þeirra son var Ísleifur biskup. Hafi hinn kristni goði á Hjalla verið að gera lögbýli úr verbúðum þeim og hrófum, sem hann hlýtur að hafa átt hér niðri á ströndinni, um svipað leyti og hann var að gefa dóttur sína sonarsyni Ketilbjarnar — þeim manni, er fáum árum áður átti sinn stóra þátt í kristnitökunni á Þingvöllum, — er varla hægt að segja, að seilzt hafi verið um hurð til lokunnar, þótt nýbýlið væri kennt við frægasta farkost í ætt brúðguma. Þau sömu munnmæli, sem herma, að bær hér hafi heitið Elliðahöfn, geta þess og, að bóndi hér hafi í hafsnauð heitið á heilagan Þorlák sér og félögum sínum til fulltingis og heimkominn hafi hann breytt nafni á bæ sínum og kallað Þorlákshöfn. Sitthvað gæti verið missagt í fræðum þessum, en varla er hægt að gera ráð fyrir, að bær hafi verið kenndur við heilagan Þorlák fyrr en 20. júlí 1198. Þann dag var helgur dómur hans upp tekinn og prestar samþykktu áheit á hann.
Gægst um í Þorlákshöfn.
Þess skal að lokum getið, að í lögmannsannál er sagt, að árið 1360 hafi Gyrður Skálholtsbiskup ætlað til Noregs fjölmennur á skipi litlu. Skipið var ekki komið úr landsýn, er það sökk. Fyrir áheit á heilagan Þorlák björguðust menn allir, og silfurkistu dómkirkjunnar rak á land á Eyrum. Vel má vera, að hér sé að finna kveikjuna að munnmælasögunni og nafnaskiptunum — ef verið hafa. En hvað sem bærinn hét, þá fer það ekki á milli mála, að hér var búið og oftast stórt. Tún voru tödd og slegin, búsmala gætt og hann nytjaður. Konur komu ull í fat og mjólk í mat, og karlar gættu útiverka til lands og sjávar. Börn fæddust og eldra fólk safnaðist til feðra sinna.
Kynslóðir komu og kynslóðir fóru, þar til komið var fram um 1950, þá hvarf síðasta bændafólkið héðan með amboð sín og áhöld — fénað og föggur.
Þá lauk sögu sveitabýlisins.
Mannskaðar og mannbjörg
Þorlákhöfn – kort frá 1908.
Auður in djúpúðga lét gera knörr einn mikinn. Hún hafði með sér frændlið sitt allt, það er á lífi var, þar á meðal 20 karla. Hún hafði og auð fjár á skipinu.
Hún kom skipi sínu á Vikraskeið. Þar braut skipið, en menn héldust og fé. Vikraskeið heitir nú Hafnarskeið. Þannig er elzta frásögn, sem til er úr nágrenni Þorlákshafnar, tengd sjónum, og fer vel á því. Þetta er þó ekki í eina sinnið, sem getið er um gifturíka björgun mannslífa hér um slóðir.
Þorlákshöfn – lending fyrrum.
Laugardaginn 5. nóvember 1718 strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði. Þá björguðu bændur hér úr grenndinni rúmlega 170 manns á land.
Hinn 16. marz árið 1895 réru öll skip, sem þá voru gerð út frá Þorlákshöfn, en þau voru rúmlega 20. Þann sama dag réru einnig um 60 skip frá öðrum verstöðvum í Árnessýslu. Um miðjan dag brimaði svo snögglega, að einungis tugur skipa náði lendingu í heimavör austan Ölfusár. — öll hin skipin, rúmir sjö tugir, urðu að lenda inn á milli Skarfs og Flataskers. Þann dag áttu nær 1000 karlmenn á bezta aldri Norðurvörinni hér líf að launa. Ekki þarf að ræða, hvert afhroð sunnlenzkar sveitir hefðu goldið, ef hennar — og þeirra manna, er þá stjórnuðu hér — hefði ekki notið við.
En því miður geymir saga Þorlákshafnar ekki aðeins frásögur um sigra í baráttunni við Ægi. Þar er líka getið um ósigra og mannskaða. Á árunum 1840—90 fórust tvö skip héðan með um 30 manns innanborðs, og á sama tíma fórst um tugur manna í lendingu hér.
Verstöð
Þorlákshöfn – verbúðir.
Þess er áður getið, að fyrstu mannabústaðirnir hér hafi verið verbúðir. Þannig mun starf hinna fyrstu manna hér hafa verið það sama og enn er sá burðarás, er afkoman hvílir á, að afla fiskjar og verka hann.
En veiðiskapur þessi og verkun hefir aldrei verið neitt einkamál þeirra, er hér hafa búið. Höfuðkirkjur og stórbýli sýslunnar áttu hér sína aðstöðu.
Þess er t. d. getið, að árið 1543 hafi Skálholtsstóll átt hér um 40 hestburði af fiski. Stóllinn átti um aldir ítök hér á staðnum — hvort þau hafi verið hluti af heimanmundi Þórdísar á Hjalla, veit ég ekki — en gömul eru þau. Og þegar jarðir Skálholtsstóls voru seldar um árið 1800, var Þorlákshöfn ein af þeim.
S
Þorlákshöfn – verbúðir.
tórbóndinn sendi nokkra af vinnumönnum sínum hingað, og einyrkinn skildi búsmala sinn eftir í umsjá konu og barna og fór í verið. Þannig varð Höfnin einn af hornsteinum undir afkomu manna í héraðinu öllu. Ekki mun kunnugt um tölu vermanna hér, fyrr en komið er fram um miðja síðustu öld, en þá var ekkert óalgengt, að þeir væru 300—400 að tölu.
Framan af öldum var handfærið eina tækið, sem notað var til að ná fiski úr sjó. Árið 1800 gerði Lambertsen, kaupmaður á Eyrarbakka, tilraun með netaveiði hér útifyrir. Sú tilraun gaf góða raun, en þetta nýmæli mætti svo mikilli andspyrnu, að rúm öld leið, þangað til aftur var róið með net hér um slóðir.
Þorlákshöfn – skipshöfn um 1900.
Um 1880 var farið að nota hér línu síðari hluta vetrar. Árið 1903 reyndi Gísli Gíslason, þá bóndi í Óseyrarnesi að veiða fisk í net og tókst vel. Sú mótmælaalda, sem þá reis, var brotin á bak aftur á nokkrum árum, og árið 1909 voru netin orðin aðal veiðarfærið.
Það lætur að líkum, að ekki var fremur hægt að róa alla daga vertíðarinnar um aldamót en nú er. Vermenn urðu því að sjá sér fyrir einhverju að gera í tómstundum, sem því miður urðu stundum helzt til margar. Gat jafnvel komið fyrir, að einungis væri hægt að róa 30 af þessum 90—100 dögum, sem vertíðin stóð.
Þorlákshöfn – áhöfn um 1920.
Sumir notuðu tómstundirnar til þess að gera ýmsa smáhluti, sem heimilum þeirra mátti að gagni koma. Aðrir spiluðu eða glímdu og fyrirkom, að leikfimi var iðkuð. Þá starfaði hér lestrarfélag og söngfélag. Einnig var málfundafélag hér um og eftir aldamótin. Það hóf m.a. undirbúning að byggingu sjúkraskýlis hér á staðnum. Nokkru var safnað af peningum, og á vertíðinni árið 1916 var grunnurinn gerður og grindin reist.
Það vor veitti sýslusjóður 200 kr. til þessara framkvæmda. En því miður fauk grindin og þar með vonin um sjúkraskýli hér, en fé það, er til var, var lagt í sjúkrahússbygginguna að Litlahrauni, en, eins og kunnugt er, voru konur þær, er að þeirri byggingu stóðu, of stórhuga fyrir sína samtíð, og byggingin endaði sem fangelsi, en ekki sjúkrahús.
Verzlunarstaður
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Í Íslendingasögunum er hvergi getið um skipakomur til Þorlákshafnar. Fyrsta örugga heimildin um kaupskip hér er frá árinu 1533, þá segist landfógeti hafa tekið við 30 lýbskum mörkum frá tilteknum kaupmanni liggjandi í „Thorlacershaffen“.
Ekki er ljóst, hvort skip þetta var statt hérna fyrir einhverja tilviljun eða algengt var, að kaupskapur færi fram hér á víkinni. Okkur, sem átt höfum heima hér í Þorlákshöfn fleiri eða færri undanfarinna ára og sótt svo til allar okkar daglegu nauðþurftir í þessa einu búð, sem hér hefir verið, gæti virzt, að ekki þyrfti mörg orð til þess að rekja verzlunarsögu staðarins. En það er öðru nær.
Þorlákshöfn – bærinn 1911.
Hér er um að ræða nær tveggja alda sögu — sögu um baráttu hins veika við hinn sterka — sögu um uppreisn hins kúgaða gegn kúgara sínum —, en fæst af því verður rakið hér.
Hinn 13. júní árið 1787 var gefin út í Kaupmannahöfn konungleg tilskipun um, að verzlun á Íslandi skuli frjáls öllum þegnum Danakonungs. Þá hófst verzlunarsaga Þorlákshafnar. „Spekulantar“ lögðust hér inn á víkina, en voru illa séðir af Bakkakaupmanni — var jafnvel dæmi til, að þeir héldu sig heldur vestur á Keflavík, þar sem þeir blöstu ekki eins við Bakkanum. Sumrin 1789 og 1790 fengu þrír Árnesingar skip hingað, en Petersen Bakkakaupmanni tókst að fá verzlunarleyfin dæmd af þeim félögum.
Árið 1845 var lögð fram á Alþingi bænaskrá undirrituð af 142 sunnlenzkum bændum, þar sem óskað var eftir, að Þorlákshöfn verði löggilt sem verzlunarstaður.
Þorlákshöfn 1918.
Vorið 1875 samþykkti fjölmennur bændafundur, haldinn í Hraungerði, að óska hins sama, og þá um sumarið flutti Þorlákur Guðmundsson frumvarp til laga um verzlunarstað í Þorlákshöfn. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild. Þegar það svo kom til efri deildar, gekk þáverandi landlæknir svo hreinlega af því dauðu, að það var fellt við fyrstu umræðu.
Landlæknir sagðist hafa verið læknir á Eyrarbakka um eins árs skeið og gæti því borið um, að Þorlákshöfn væri einn mesti brimrass á öllu landinu, nema ef vera skyldi, að Svörtuloft væru lakari. Það mætti alveg eins setja lög um verzlunarstað á tunglinu eins og í Þorlákshöfn.
Hins gat læknirinn ekki, að hann hafði þetta ár sitt á Bakkanum verið meiri gistivinur í húsi kaupmannsins en í kotum karlanna, sem áttu lendingunum í Þorlákshöfn líf að launa. Þorlákur tók málið upp aftur á þinginu 1877 og daginn eftir Þorláksmessu á sumri það ár var samþykkt, að Þorlákshöfn í Árnessýslu skuli vera löggiltur verzlunarstaður frá 20. júní 1878. Verzlun hér hefir þó aldrei verið mikil. Þó hafði Jón Árnason hér sölubúð um skeið, og eftir að þorpið myndaðist, hefir Kaupfélag Árnesinga rekið einu verzlunina, þar til nú, að komin er önnur matvöruverzlun, brauðgerð og tvær sérverzlanir.
Lendingaraðstaða — hafnargerð
Þorlákshöfn – loftmynd 1958.
Tvær voru lendingar í Þorlákshöfn, Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höfðu tvo stóra kosti. Þann fyrstan, að siglingaleiðin að þeim var hrein og skerjalaus. Og hin, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, að þar var sjór ekki ófær, nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við þá átt. Nokkru áður en vindur nær hásuðri, verður hann nesfastur og Flóinn tekur við mestu látunum, áður en áttin verður þver austan. En auðvitað getur lagt kviku hér inn á víkina í öðrum áttum.
Þorlákshöfn 1911 – bátar í nausti.
Á fyrstu árum þessarar aldar samþykkti sýslunefnd Árnessýslu að láta fara fram athugun á hafnarstæði beggja vegna Ölfusár. Thorvald Krabbe, þáverandi landsverkfræðingur, gerði þessa athugun á árunum 1907—1909. Honum fannst ekki gerlegt að leggja í framkvæmdir austan ár, en gerði tillögur um hafnargerð í Þorlákshöfn.
Árið 1913 veitti Alþingi Fiskveiðifélagi Íslands1000 kr. styrk til þess að rannsaka og gera áætlun um vélabátahöfn í Þorlákshöfn. Jón Þorláksson, sem þá var orðinn landsverkfræðingur, gerði þessa áætlun.
Árið eftir flutti Matthías Ólafsson, þingmaður Vestur-Ísfirðinga og starfsmaður fiskifélagsins, tillögu þess efnis, að landssjóður veitti 20.000 króna styrk til hafnargerðar hér og auk þess yrðu lánaðar 40.000 krónur úr viðlagasjóði til sömu framkvæmda.
Þorlákshöfn 1911 – santfiskbreiður.
Tillaga þessi fór til sjávarútvegsnefndar, sem lagði til, að landssjóður keypti jörðina og léti gera þar landshöfn, og er það fyrsta sinni, sem það orð er notað um höfnina hér, svo mér sé kunnugt.
Þegar þessi tillaga var komin fram, dró Matthías tillögu sína til baka. Tillaga nefndarinnar var mikið rædd og var loks ákveðið að vísa málinu til landsstjórnarinnar.
En þingsalirnir voru ekki eini vettvangurinn fyrir umræður um hafnarmál Þorlákshafnar.
Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.
Hinn 18. júlí 1914 var mest öll forsíða blaðsins Suðurland helguð þessum málum og þá komizt að þeirri niðurstöðu, að vélbátaútgerð á Eyrum nyti sín ekki til fulls, nema til kæmi í Þorlákshöfn hafnaraðstaða, sem þeir gætu leitað til í viðlögum eins og verið hafði með áraskipin.
Hinn 11. marz árið 1916 ritar Gestur á Hæli langa grein í Suðurlandið. Þessi grein er um samgöngumál Sunnlendinga. Þar kemst Gestur að þeirri niðurstöðu, að það fyrsta, sem gera þurfi í þeim málum, sé að byggja höfn í Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn 1911.
Það ár var sýslufundur Árnessýslu haldinn um mánaðamótin marz—apríl. Þar lagði Gestur fram tillögu um hafnargerð í Þorlákshöfn og samgöngur út frá henni.
Og á aukafundi sýslunefndar hinn 17. júní um sumarið var samþykkt að kaupa jörðina Þorlákshöfn og gera þar höfn, sem tæki 175 fiskibáta og a. m. k. 2 hafskip. Samþykkt þessi var bundin því skilyrði, að verð jarðar og hafnar færi ekki fram úr einni milljón króna, og á því mun málið hafa strandað. Þetta sumar var mikið skrifað um hafnarmálin hér, og er ekki tækifæri til að tíunda það nú. Þó vil ég ekki láta ógetið greinar, sem danski faktorinn á Eyrarbakka skrifaði í Suðurlandið hinn 24. apríl um vorið. Greinin hefst á orðunum „vel lýst mér á hugmyndir Gests um höfn í Þorlákshöfn“. Síðan er gerður samanburður á aðstöðu til hafnargerðar hér og á Eyrarbakka. Það fer ekki á milli mála, að þar heldur náttúrufræðingurinn Pétur Nielsen á pennanum, en arftaki dönsku einokunarkaupmannanna hefir verið rekinn út í horn, meðan greinin var skrifuð.
Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.
Árið 1917 var samþykkt þingályktunartillaga um, að gerð verði áætlun um fulltrausta hafnargerð í Þorlákshöfn og hvað slíkt verk muni kosta. N.P. Kirk, verkfræðingi, var falið að vinna þetta verk, og skilaði hann áætlun árið 1919. Hann lagði til, að gerður yrði 635 m langur suðurgarður og 860 m norðurgarður. Inni í höfninni kæmi svo „T“ laga bryggja, og væri landleggurinn 183 m, en þverbryggjan 60 m. Kostnað áætlaði hann 3.830.177 kr. Sumarið 1929 var 20 m löng og 4 m breið bryggja gerð norðan við Norðurvörina. Sumarið eftir var hún lengd um 10 m.
Sumarið 1935 var Flataskersgarðurinn gerður. Hann var 90 m langur, teiknaður af Jóni Þorlákssyni til þess að taka skakkafallið af Norðurvörinni. Árið 1938 var hafin gerð Suðurvararbryggju. Var unnið við hana öðru hverju næsta hálfan annan áratuginn, og var hún þá orðin 175 m löng með tveggja metra háum skjólvegg á ytri brún.
Þorlákshöfn – hafnaraðstaðan fyrrum.
Vorið 1962 var enn hafizt handa um hafnargerð hér. Þeim áfanga lauk árið 1969. Þá var Suðurvararbryggja orðin 240 metrar. Norðurvararbryggjan var þá orðin „L“ laga. Frá landi var hún 195 m, en þverleggurinn 100 m. Fljótlega eftir að Heimaeyjargosið hófst, var farið að huga að bættri hafnaraðstöðu á suðurströndinni. Árangur þeirra bollalegginga var, að Alþjóðabankinn lánaði fé til þriggja hafna, en lang mest til Þorlákshafnar.
Hinn 1. september árið 1974 hóf verktakafyrirtækið Ístak framkvæmdir við þann áfanga hafnargerðar hér, sem nú er unnið að, og áætlað er, að verði lokið á þessu ári, en það er stærsta átak, sem gert hefir verið í einu við hafnarbyggingu hér á landi.
Jörðin Þorlákshöfn
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Sjálfsagt hefir oltið á ýmsu um eignarhald á jörðinni Þorlákshöfn, eins og á öðrum góðjörðum landsins. Kirkja og klaustur — biskupar og braskarar hafa áreiðanlega átt hana öldum saman. En stundum hafa setið hér sjálfseignarbændur.
Árið 1818 keypti Magnús Beinteinsson, þá bóndi hér, jörðina, og í Suðurlandi 8. des. árið 1910 er þess getið, að Jón Árnason, sonarsonur Magnúsar, hafi þá fyrir fáum dögum selt Þorleifi Guðmundssyni frá Háeyri höfuðból sitt. Jón sat hér þó til dauðadags, 4. nóvember 1912.
Jón Árnason og frú.
Um það leyti, er Þorleifur keypti jörðina, hafði franskt útgerðarfyrirtæki mikinn áhuga á að koma sér upp útgerðarstöð hér. Það sendi hingað verkfræðinga árið 1911, og sögur voru á lofti um, að Þorleifur hafi selt Frökkunum hluta jarðarinnar.
Upp úr 1920 kemst Þorlákshöfn svo í eigu Reykvíkinga og er það, þangað til árið 1934, að Kaupfélag Árnesinga, undir stjórn Egils Thorarensen, kaupir hana. Tólf árum síðar kaupa svo Árnes- og Rangárvallasýslur staðinn, og á þeirra vegum var ráðizt í hafnarframkvæmdirnar á árunum 1946 og 1962.
Árið 1966 var höfnin gerð að landshöfn, og eignaðist ríkið þá 80 m breiða spildu meðfram ströndinni. Árið 1971 keypti svo Ölfushreppur jörðina að undanskildum nokkrum hekturum, sem sýslurnar eiga enn.
Dýrasta jörð á Íslandi
Á árunum kringum 1920 var unnið að nýju fasteignamati fyrir landið í heild. Mat þetta tók gildi 1. apríl 1922 og var Þorlákshöfn þá dýrasta jörð á Íslandi, metan á 118.000 kr. auk bygginga.
Hve hátt land hér var virt, sést bezt á því, að allt land Árnessýslu var þá metið á tæplega tvær og einn fjórða úr milljón, og að 6 af hreppum sýslunnar voru hver um sig lægra virtir en landið hér. Skálholtsland var þá virt á 9.700 kr. og Oddi á Rangárvöllum á 8.400, og allt land Skarðshrepps í Dalasýslu var talið 400 kr. minna virði en sandurinn hér og trúlegt, að Birni á Skarði og Ólöfu ríku hefði þótt það þunnur þrettándi. Var þá hægt að moka hér upp gulli á þessum árum? Ekki úr sandinum, en þeir, sem að matinu unnu, gerðu sér ljóst, að mikið gull var geymt í Selvogsbanka, og hér höfðu verið hönnuð þau mannvirki, er þurfti til að taka á móti því.
Meitillinn hf. stofnaður
Árið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frumkvæði Egils Thorarensen. Í september það ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingað. Var það 22 tonna eikarbátur, er Brynjólfur hét. Félagið hóf svo útgerð á vertíðinni 1950. Þann vetur voru bátar þess 5 og hétu allir nöfnum Skálholtsbiskupa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, er var 27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust að í bæjarhúsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi tíminn hér í tvíbýli um skeið og skildu í bróðerni.
Á manntalinu árið 1950 voru skráðir hér í Þorlákshöfn 4 karlmenn, en engin kona. Árið eftir, þegar fyrstu húsinu voru reist, voru komnar hingað tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 íbúar með lögheimili, þar af 406 innan við tvítugt, en aðeins 5, sem náð hafa áttræðisaldri. Meðalaldur manna hér er nú 24 ár, og má segja, að sá hafi verið meðalaldur íbúanna öll árin, sem þorp hefir staðið hér.
Barnafræðsla
Þorlákshöfn – gamla skólahúsið.
Ölfushreppur byggði á sínum tíma heimavistarskóla fyrir börn í Hveragerði. Þar áttu bændabörnin héðan að stunda sitt skyldunám, eins og önnur börn sveitarinnar.
Fyrstu ár þorpsins hér voru engin skólaskyld börn á staðnum. Það var ekki fyrr en á árunum 1954—1955, sem þurfti að fara að hugsa um barnafræðslu í Þorlákshöfn. Þá varð hver að bjarga sér, eins og bezt hann gat. Einu barni var komið fyrir á Selfossi, og með öðru var lesið heima.
Þorlákshöfn fyrrum.
Sumarið 1956 voru hér 9 skólaskyld börn. Þá um haustið var sett hér á stofn útibú frá skólanum í Hveragerði og Kristján frá Djúpalæk ráðinn til kennslunnar.
Fram að jólum var kennt í sjóbúð, í janúar var verið í skúr, sem reyndist óhæfur. Þá var flutt í íbúð, sem útibússtjóra K.Á. hafði verið ætluð. Svona gekk þetta næstu árin. Kennt var, þar sem hægt var að fá inni fyrir nemendur og kennara.
Þorlákshöfn – Gamli bærinn 1961.
Í upphafi ársins 1962 var flutt í skólahús staðarins. Byggingu þess var þó ekki lengra komið en svo, að mótatimbur klætt tjörupappa þénaði sem útihurð og rúðugler. Útbúnaður þessi hélt vindi og vatni að mestu utan veggja, en rafmagn og olía gáfu húsinu birtu og yl.
Þetta vor luku 37 börn prófi hér. Þá var Þorlákshöfn gerð að sérstöku skólahverfi. Aukning nemenda hefir verið stöðug og nú, þegar hér hefir verið kennt í rétt 20 ár, er tala nemenda 170. Vantar aðeins tug til að tvítugur standi skólinn með 20 sinnum fleiri nemendum en hann byrjaði með. Kennarar voru 9 í vetur eða jafnmargir og nemendurnir fyrsta árið.
Gamall kirkjustaður
Þorlákshöfn – gamli bærinn.
Á fyrri öldum, þegar hestar postulanna máttu heita eina farartæki alþýðu hér á landi, voru kirkjur miklu víðar en nú er. Þorlákshöfn er einn þessara gömlu kirkjustaða.
Hvenær eða hve lengi hér stóð kirkja, er mér ekki kunnugt, en víst er, að hér var hálfkirkja fram yfir miðja 18. öldina.
Kirkjugarður var fyrir norðan bæjarhúsin, og voru flutt þaðan að Hjalla bein, er upp komu í jarðraski, er þar var gert í sambandi við hafnargerðina árið 1962. Hökull úr Þorlákshafnarkirkju er á minjasafninu á Selfossi.
Þorlákshöfn-gamli bærinn.
Mér er fullljóst, að mikið vantar á að sögu Þorlákshafnar hafi verið gerð tæmandi skil. Til þess að ég geti gert það, vantar mig tvennt, sem ekki verður án verið, en það er þekking og tími til að raða saman þeim sprekum, sem rekið hafa á fjörur mínar. En enginn Sunnlendingur lætur hug fallast, þótt ekki sé alhirt um höfuðdag, og það, sem við ekki komum í verk í dag, munu afkomendur okkar gera á morgun.
Þegar Þorlákur Guðmundsson, 2. þingmaður Árnesinga, mælti fyrir þeirri tillögu sinni á Alþingi árið 1875, að hér mætti verða verzlunarstaður, sagði hann m.a.: „Það mun fara með þetta mál sem hvert annað, að væri það á skynsamlegum ástæðum byggt, mundi það hafa framgang, en væri það af heimsku stofnað, mundi það með henni fyrirfarast.“
Það er von mín, að sú verði gifta Þorlákshafnar, að hvert það mál, sem er á skynsamlegum ástæðum byggt, nái fram að ganga, en það, sem er af heimsku til stofnað, muni með heimskunni fyrirfarast.“
Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 3. hefti, 01.06.1976, Ágrip af sögu Þorlákshafnar – Gunnar Markússon, bls. 109-115.
Þorlákshöfn.
Óttarsstaðir – Lónakot – minkur
Gengið var í rólegheitum um ströndina hjá Óttarsstöðum og yfir að Lónakoti. Víða sáust fótspor eftir minka í snjófölinni, fiðurþæfingur á stangli og veiðitæki.
Annars var það helst fréttnæmt úr ferðinni að vaða þurfti yfir ógrynni af ósprungnum „paintball-kúlum neðan Eyðikots, „hlaðinn brunnur fannst norðan við Óttarsstaði eystri og nýmóðins minkagildrur við Lónakot. Þá voru skoðaðar nánar verbúðarminjarnar norðan Óttarsstaða, en það munu vera elstu sýnilegu mannvistarleifarnar á þessu svæði. Hafa ber í huga að goðhúsið á kirkjuhól hefur enn ekki verið grafið upp.
Hafnarfjarðarbær hefur haft það að markmiði að gera þetta fallega útivistarsvæði að hafnarsvæði, þ.e. valta yfir allar hinar sögulegu minjar á svæðinu, utan Jónsbúðar, sem gera á að nokkurs konar „vin“ inni á miðju hafnarsvæðinu. Sennilega er tilgangurinn með því að heimila nefnda „paintballstarfsemi“ á svæðinu liður er miða á að eyðileggingu þess. Bæði er átroningurinn á friðaðar minjar, s.s. hlaðna garða, mikill, og gróðursvæðum hefur verið spillt með utanvegaakstri. Enginn fulltrúi bæjarins virðist, þrátt fyrir þetta, hafa æmt hið minnsta. Í sem stystu máli er því sagt við þá hina sömu (bæjarfulltrúana alla), skv. gömlum íslenskum áhríningsorðum, er hafa framangreint í hyggju, þetta: „Svei ykkur öllum – og hana nú!“.
Minkur er rándýr af marðarætt sem lifir um alla Norður-Ameríku og nú á Íslandi þangað sem hann var fluttur til loðdýraræktar árið 1931. Kvikyndið slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og meindýr á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 cm á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda með ströndum, í ám og vötnum þar sem hann veiðir fisk og fugla.
Minkurinn er eina marðartegundin hér á landi. Hann varð vinsæl útbreiðsluvara til annarra landa í byrjun 20.aldar vegna skinnsins. Landnám hans hér á landi má segja að sé eitt af stærri umhverfisslysum okkar. Minkurinn var fluttur hingað til lands með það fyrir augum að hefja loðdýraræktun og var fyrsta minkabúið Foss í Grímsnesi og þaðan er talið að fyrsti minkurinn hafi sloppið. Betur hefði mátt standa að þeirri ræktun bæði þá og síðar.
Í fyrstu voru þrjú dýr keypt af norskum loðdýrabændum og flutt að Fossi. Nokkrum mánuðum síðar voru 75 minkar fluttir á nýstofnað bú á Selfossi. Minkabúum fjölgaði síðan á næstu árum og var meðal annars stofnað bú að Selási við Reykjavík.
Á næstu árum sluppu minkar einnig úr öðrum búum, meðal annars úr Selásbúinu. Fyrsta minkagrenið fannst árið 1937 og var það við Elliðaárnar í Reykjavík. Vorið eftir fannst minkagreni við Leirvogsá í Mosfellssveit og á næstu árum veiddust stöðugt fleiri villtir minkar.
Þegar leið á 5. áratuginn fór ekki á milli mála að villtur minkur hafði náð öruggri fótfestu umhverfis minkabúin á Suðvesturlandi. Þaðan nam hann svo land bæði í norður og austurátt. Við lok 6. áratugarins voru minkar komnir nyrst á Vestfirði og farnir að sjást á Norðausturlandi. Afkomendur minka sem haldið höfðu í austurátt voru komnir að Skeiðarársandi. Lengra komust þeir þó ekki austur á bóginn því víðátta sandanna sunnan Vatnajökuls reyndist óyfirstíganleg hindrun enda lítið þar um fæðu og fylgsni.
Landnámi minks á Íslandi lauk í Öræfasveit þegar fyrstu dýrin komu þangað um 1975. Voru það afkomendur minka sem fyrst námu Vesturland, síðan Norðurland og höfðu að því búnu lagt land undir fót suður Austfirði.
Landnámssaga minks á Íslandi spannaði því rúma sjö áratugi. Í dag lifir minkur alls staðar á landinu þar sem lífvænlegt er fyrir tegundina. Þó verður að undanskilja hér nokkrar eyjar sem liggja það fjarri landi að minkar geta hvorki synt né komist þangað á ís.
Fljótlega eftir að minkar tóku sér bólfestu í íslenskri náttúru áttuðu menn sig á því að í sumum tilfellum gátu dýrin valdið töluverðu tjóni. Árið 1937 var byrjað að greiða verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir að drepa minka. Fjöldi veiddra dýra hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Árið 2001 var t.d. 6.961 minkur veiddur á Íslandi.
Landnám minka á Íslandi er ekki einsdæmi því víðast hvar þar sem minkaeldi hefur verið stundað að einhverju marki hafa minkar fyrr en síðar sloppið úr búrum og fjölgað sér úti í náttúrunni.
Minkurinn er oftast dökkbrúnn með hvítar skellur á neðanverðum kjálkanum og hálsi og milli fram- og afturfóta. Karldýrið er oftast u.þ.b. 1,2 kg og læðurnar helmingi léttari. Dýrin eru upprunalega komin frá Norður-Ameríku um Evrópu á fyrstu árum 20. aldar. Þeir voru aldir vegna skinnanna, en margir sluppu og lifa villtu lífi víða í álfunni norðanverðri.
Árið 1943 kom fram tillaga um að banna það með lögum. Það var ekki fyrr en 1949, að sveitarfélögum var heimilað að banna minkahald í lögunum um eyðingu minka og refa. Þessum lögum var breytt 1955 og 1957. Villiminkur var kominn austur undir Skeiðarársand 1958 og hann dreifðist norður um Vesturland, Norðurland og Austurland. Skeiðarársandur virðist hafa verið náttúruleg hindrun og Öræfingar hafi aðallega fengið mink að austan eftir að samgöngur bötnuðu. Minkurinn dreifðist seinna og hægar um útkjálka, s.s. Vestfirði og norðanlands.
Minkurinn verður kynþroska á fyrsta ári og tímgast strax. Fengitíminn er í marz og byrjun apríl og meðgöngutíminn 6-11 vikur, að meðaltali 7 vikur. Læðurnar makast með 7-10 daga millibili og öll fóstrin fara að þroskast samtímis, þótt feðurnir geti verið margir. Got fer oftast fram í fyrri hluta maí og fjöldi hvolpa er 4-10. Þeir eru blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu 5 vikurnar. Sjónin kemur eftir mánuð og tennur litlu fyrr. Karldýrin koma ekki nálægt uppeldinu.
Minkurinn helgar sér óðul eins og margar aðrar rándýrategundir og merkir með þvagi og skít. Grenin hafa marga útganga, stundum beint út í vatn, því að dýrin synda og kafa vel. Karldýrin eru aðallega á ferðinni á nóttunni en læðurnar eru á ferðinni allan sólarhringinn eftir got.
Fæðan er fjölbreytt, bæði úr sjó og af landi, s.s. marhnútur, sprettfiskur, keilubróðir, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, sandsíli, karfi, loðna, síld, skötuselur, tindaskata, keila og krabbadýr. Fuglar, egg, mýs og hunangsflugur eru meðal þess, sem minkurinn étur af landdýrum. Á veturna eru ferskvatnsfiskar einkum á matseðlinum.
Í dag er minkur aðallega veiddur í gildrur. Ýmsar tegundir eru til, s.s. fótbogi, hálsbogi, húnbogi, vatnsgildra, glefsir, þríhyrnugildra, stokkar, búrgildrur, Sverrir, röragildra og tunnugildra. Einungis þær fjórar fyrstnefndu hafa öðlast samþykki sem lögleg veiðitæki.
FERLIR tók myndir af gildrunum, sem fylgja umfjölluninni á ferðinni um Lónakot. Talsvert af agni hafði verið komið fyrir utan við og inni í gildrukassanum, en innan við opið var gildra, líkt og stór rottugildra. Um leið og minkurinn stígur á plötu á henni spennist armur utan um höfð hans. Gildrurnar gætu verið hættulegar börnum, sem stungið gætu hendi inn um opið af forvitni og ókunnugleik. Svo er eins gott að minkurinn kunni ekki að lesa umfjöllun sem þessa.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Kútter „Esther“ og skipstjóri hennar 1916
Eftirfarandi frásögn um mannbjörgina miklu 24. mars 1916 birtist í Ægi árið 1933:
„Lengi hef ég nuddað við hafnsögumann Guðbjart Ólafsson í Reykjavík um að láta í té skýrslu um hina miklu björgun, er hann og skipverjar hans, framkvæmdu hinn 24. marz 1916 og sem var slík, að stjórn Fiskifélags Íslands fann sig knúða tíl að veita Guðbjarti, sem þá var skipstjóri á Esther, verðlaun fyrir hið mikla mannúðarverk, sem undir forustu hans var unnið og afhenda skipshöfninni skrautritað þakkarávarp. Það var gert að kveldi kl. 18, hinn 25. apríl 1916. Sjá »Ægir« bls. 59, 1916.
Nú vill svo vel til, að listmálari Arreboe Clausen hefur nýlega lokið við mynd af kútter Esther og datt mér þá í hug að herða á Guðbjarti Ólafssyni að láta af hendi skýrslu um björgunina, svo hún geti fylgt mynd þeirri af skipinu.sem er í þessu blaði. Nú er skýrslan komin og er á þessa leið: Hinn 23. marzmánaðar 1916 var ég á handfæraveiðum á kútter Esther á hinum alþekkta Selvogsbanka. Undanfarna daga var blæja logn og eins mikill fiskur og hægt var að taka á móti. Þennan dag kl. 4 siðd. voru komnir á þilfar á Esther 4000 fiskar og áleit ég, að ekki væri mögulegt að koma meiri fiski í lestina að eins vél til þess að komast heim til að láta fiskinn á land.
Grindavík – brim.
Andvari var af vestri. Var nú öllum seglum tjaldað og haldið áleiðis til Reykjavíkur. Það var seinlegt verk að koma fiskinum fyrir í lestinni, og var því ekki lokið fyrr en kl. 9 árd. þann 24. Var þá skipið út af Sandgerði. Sama blíðviðrið var allan þennan tíma frá því lagt var af stað. En allt í einu sést við vestur hafsbrún svart ský, sem smáfærðist norður eftir, þar til það staðnæmdist í hánorðri og eftir 5 mínútur skellur yfir kafaldsbylur með norðanroki og hörkufrosti. Nú þurfti að láta hendurstanda fram úr ermum við að fækka seglum, og tví og þrírifa stórsegl, aftursegl og fokku. Þegar því var lokið, voru ekki tök til að sigla lengra áfram. Var þvi siglt undan vindi suður að Reykjanesi og sá ekki út fyrir borðið fyrir kafaldsbyl. Þegar komið var móts við Reykjanes var hælt að sigla og skipið látið reka austur með. Kl. 3 1/2 var fyrirsjáanlegt, að áframhaldandi norðanstormur myndi verða og ákvað ég því að sigla lengra austur eftir til þess að komast í smærri sjó. Þegar við höfðum siglt um 10 minútur, segir einn skipverja: »Hvað er þarna að fjúka á sjónum fyrir norðan okkur?«
Ég náði í sjónauka og sá þegar að þarna var opinn bátur, sem sigldi með smá þríhyrnu og hélt hann í áttina til Esther. Samstundis var hætt að sigla og beðið eftir, að báturinn kæmi til okkar, ef ske kynni að hægt væri að ná einhverju af mönnunum, þó það sýndist vart framkvæmanlegt fyrir roki og sjógangi, þar sem við vorum 3 sjómílur út af Reykjanesi. Eftir stuttan tíma tókst að koma línu til bátsins og höfðum við hann aftan í Esther meðan verið var að athuga á hvern hátt hægast mundi vera að ná mönnunum. En ekki leið á löngu þar til öllum var bjargað um borð í Esther og báturinn settur aftan í. Þegar ég hafðí talað við bátsverja, upplýstist það, að báturinn var úr Grindavík, og töldu þeir víst, að fleiri bátar væru.sem ekki hefðu náð landi.
Ég fór þá aftur að sigla nær landi og meðfram athuga, hvort fleiri bátar væru, sem þyrftu hjálpar með. Eftir stutta stund sáum við einn bát, sem hélt undan veðrinu í áttina til okkar, og náðum við mönnunum úr þessum bát á sama hátt og úr þeim fyrri. Aðferð sú er höfð var til að innbyrða mennina var þessi:
Brim – Bjarni Jónsson.
Bátarnir voru hafðir til kuls og tveir menn tóku á móti hverjum einstökum er öldur lyftu bátnum upp. Að hafa þá á hléborða var ógerningur sökum þess, að bátarnir hefðu mölbrotnað af veltingi skips ins, áður en þeim hefði verið náð fram á síðuna. Skömmu eftir að við höfðum lokið við að ná mönnunum úr þessum bát og festa hann aftan í, sást til tveggja báta enn, sem stefndu til okkar. Fór mér nú ekki að lítast á, að hægt væri að koma öllum þessum mönnum undir þiljur, þar sem 27 manna skipshöfn var fyrir á skipinu. En sjálfsagt var að gera það sem hægt var. Komu nú þessir tveir bátar á svipuðum tíma til okkar, og tókst okkur að ná mönnunum úr þeim, öllum ómeiddum. Allir bátarnir voru settir aftan í Esther, hver aftan í annan, og var nú Esther gamla hægfara með alla þessa trossu i eftirdragi. Það var nú orðið fjölmennt umborð. 38 menn voru alls á þess um 4 bátum og þarf ég ekki aðlýsa hvernig umhorfs var fyrir þeim, sem þekkja til íbúða í kútteruni. 25 menn voru í káetunni og 40 í lúkar.
Ég sá þegar að eini möguleikinn til að missa ekki bátana var að ná sér upp á vikina sunnan við Reykjanesið og leggjast þar fyrir akkerum, en það var hægara sagt en gert.- Byrjaði. ég nú að slaga uppundir, en um kl. 9 um kvöldið bilaði mezaninn og varð að taka hann niður, en meðan verið var að laga hann, rakskipið undan sjó og vindi,. svo þegar allt var komið í lag aftur, virtist öll von úti um það, að hægt væri að ná sér undir land, bví enn hafði hert veðrið að mun. Var nú lagt til drifs, þó að það væri neyðarúrræði þvi skipið var svo hlaðið að það var ekki fært til að mæta stórsjó og roki úti á hafi. Allt sem upp úr stóð var margfalt af klaka, einkum reiðinn og seglin. Það kom fljótt í ljós. þegar lengra dró frá landi — sem ég hafði álitið, að skipið væri of hlaðið og minnist ég ekki þeirra tíma, sem ég var á skútum, að hafa séð skip liggja eins djúpt eins og Esther í þetta sinn. Það var auðvitað, að alltaf stækkaði sjórinn, eftir því sem lengra dró frá landi og sýnilegt hvaða enda það myndi hafa, ef ekkert væri að gert.
Bárufleygur.
Við létum þorsklifur í nokkra poka og bundum þá á kulborða, en það reyndist ekki fullnæjandi. Það sem næst lá fyrir, var að létta skipið, en það var enginn hægðarleikur, og ég fullyrði það, að hefði ég ekki haft eins valið lið, er óvíst hvernig farið hefði. En allir voru samtaka og enginn hlýfði sér og eftir tveggja stunda vinnuvarbú seglfestinni, þrátt fyrir, þótt yrði að taka það allt upp um káetukappann og sækja það niður undir lestargólfið. Nú hafði Esther létzt talsvert og átti hægara með að lyfta sér á öldunum og verjast áföllum.
Þegar farið var að líta eflir bátunum, kom í ljós að þeir voru allir slitnaðir aftan úr og var það mikið tjón fyrir þá, sem þá áttu, en við því var ekki hægt að gera, og heyrði ég engan bátverja fást um það, því þeir vissu hvernig veðrið var og öll aðstaða. Alla nóttina dreif austur eftir og næsta dag. Það var fyrst að morgni þess 26., að hægt var að byrja að sigla, og var skipið þá 20 sjómílur VNV af Vestmannaeyjum, hvassviðri var enn af norðri.
Krýsuvíkurbjarg.
Það var verið að að sigla allan daginn og um kvöldið kl. 8 vorum við komnir upp undir Krýsuvíkurberg og haldið sér við þar um nóttina, því enn var of hvasst til að koma mönnunum á land í Grindavík. Um hádegi hinn 27. var svo siglt vestur á móts við Járngerðarstaðahverfi með flagg við hún og eftir stutta stund kom stórt skip út til okkar, og varð nu mikill fagnaðarfundur, eftir þriggja sólarhringa óvissu um hvort allir þessir menn væri lífs eða liðnir. Kvöddu nú bátverjar okkur með þakklæti fyrir samveruna og óskuðu okkur alls hins bezta. — Þannig er skýrsla skipstjóra.
Verðlaun þau er Fiskifélagið afhenti skipstjóra Guðbjarti Ólafssyni, var silfurbikar og á hann letrað: »Til Guðbjartar ólafssonar skipstjóra. Viðurkenning fyrir björgun 38 manna úr sjávarháska 24. marz 1916. Frá Fiskifélagi Íslands. Auk þess afhenti stjórn Fiskifélagsins um leið skrautrituð ávörp til skipstjóra og skipshafnar á »Esther«.
Selur við Selatanga.
Grindvíkingar afhentu einnig skrautritað þakkarávarp til skipshafnar. Gullúr og keðju færðu þeir skipstjóra og á það var letrað: »Með þakklæti fyrir björgun og móttökur. Formenn og hásetar í Grindavík. Frá því opinbera kom engin viðurkenning, því eitthvað viðeigandi vantaði, eins og vant er.
Árið 1922 bjargaði Guðbjartur Ólafsson botnvörpuskipinu »Bona Dea« frá Grimsby, er það í roki var að þvi komið að reka upp í Þrídranga við Vestmannaeyjar; voru á því 14 menn, sem telja má víst, að allir hefðu farist. Hann var þá skipstjóri á botnvörpungnum »Ingólfi Arnarsyni« (aðeins þá einu ferð). Ofsarok var er hann náði i »Bona Dea«, en heppnaðist þó að koma dráttartaug til skipsins, sem hann síðan dró til Reykjavíkur. Fyrir þessa björgun voru greiddar kr. 52.000, en skipstjóri og skipshöfn fengu 1/3 af þeirri uppbæð, sem skiptist milli allra á skipinu — eins og lög mæla fyrir. Enga opinbera viðurkenningu fékk skipshöfn.
Síðan þetta bar til eru nú liðin 17 ár, en skeð getur þó, að einhverjum,- sem kom þessi björgun við, þyki gaman að sjá mynd af skipinu og manninum, sem gekk fram sem hetja til að bjarga meðbræðrum sínum og samkvæmt útreikningi nú má áætla, að hann og skipshöfn hans, hafi. svift sjóinn bráð, sem virða má á tvær milljónir sex hundruð og sextíu þúsund krónur, hinn 24 marz 1916.
Reykjavík, 24. marz 1933.
Sveinbjörn Egilson.“
Heimild:
-Ægir, 26. árg. 1933, 3. tbl. bls. 91-95.
Kutter Fríða í Saltfiskssetrinu.
Þorlákshöfn – sagan I
Í Sjómannadagsblaðinu 1982 er fjallað um „Sögu Þorlákshafnar„:
Höfundur Þorlákshafnar, höfðingjarnir tveir
Þorlákshöfn 1913.
„Þorlákshöfn mun draga nafn sitt af Þorláki helga, er biskup var í Skálholti (1139—1193) en þar mun hann hann hafa stigið á land, eftir að hafa tekið biskupsvígslu, árið 1178. Hann þótti hinn skörulegasti biskup og reyndi mjög að efla kirkjuvaldið, sem kunnugt er. Önnur sögn segir á hinn bóginn að bóndi í Þorlákshöfn, er þá hét Elliðahöfn, hefði heitið á Þorlák biskup í sjávarháska, að breyta nafni jarðarinnar, ef hann næði landi, heilu og höldnu.
Miklar sögur eru um útgerð og siglingu í Þorlákshöfn og talið að Ögmundur Pálsson, biskup, sem var í Skálholti 1521—1540 (d. 1541) hafi siglt skipi sínu, Súðinni í Þorlákshöfn, en hann var nafntogaður skipstjórnarmaður og réði yfir Súðinni, haffæru skipi, en hann sigldi sjálfur, meðal annars margsinnis til Noregs.
Ekki er unnt að rekja hér langa útgerðarsögu Þorlákshafnar, en einkennileg tilviljun er það, að tveir frægðarmenn koma þar seinast við sögu, Þorleifur ríki á Háeyri, útvegsbóndi, kaupmaður og alþingismaður, er segja má að væri seinasti ábúandi í gamla stíl, meðan róið var á áraskipum, og Egill Gr. Thorarensen í Sigtúnum, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, er menn nefndu oft Jarlinn í Sigtúnum. Hann fékk kaupfélagið til að kaupa Þorlákshöfn og er réttur faðir Þorlákshafnar eins og hún er í dag.
Svo skemmtilega vildi til, að við hér á blaðinu hittum að máli syni þessara tveggja höfðingja, þá Benedikt Thorarensen, framkvæmdastjóra hjá Meitlinum hf. og Sigurð Þorleifsson, Guðmundssonar á Háeyri, en báðir eiga þeir heimili í Þorlákshöfn, og ennfremur Gunnar Markússon, bókavörð, en hann er einnig fróður mjög um sögu staðarins.
Og á frásögnum þeirra og öðrum upplýsingum, rituðum, skal hér reynt að gjöra nokkra grein fyrir Þorlákshöfn að fornu og nýju, það er Þorlákshöfn Þorvaldar á Háeyri og Þorlákshöfn Egils í Sigtúnum.
Þorlákshöfn í byrjun aldar
Þorlákshöfn – kort.
Þorlákshöfn liggur í vesturjaðri Árnessýslu og svonefnt Hafnarnes skýlir höfninni í suðlægum og suðvestlægum áttum og síðan er landvar frá hendi náttúrunnar allt að ASA. Landsynningur eða suðaustanáttin var erfiðasta áttin, því þá stóð upp í víkina. Að norðan og austanverðu markar Skötubótin og síðan Hafnarskeið Þorlákshöfn, eða „Höfninni“ bás, en fyrrgreint svæði, þótt opið sé, er einstakt í óvogskorinni og skjóllausri strönd Suðurláglendisins. Þorlákshöfn varð því snemma lífhöfn manna á þessum slóðum.
Þorlákshöfn – verbúðir.
Þorleifur á Háeyri bjó í Þorlákshöfn á árunum 1914—1927 og gerði þar út. Í hans tíð munu skipin (áraskipin) flest hafa orðið 30 talsins. Þetta voru teinæringar, er sumir nefna 12 róin skip. Til eru góðar heimildir um skip í Þorlákshöfn á þessari öld og munu þau um aldamótin hafa verið um 20 talsins og árið 1901 voru þau 27. En flest urðu þau árið 1916, eða 30, en úr því fer skipum að fækka í Þorlákshöfn.
Nýir tímar fóru í hönd í útgerð, og menn leituðu á aðra staði, þar sem náttúruhafnir voru fyrir skútur og togara. Árið 1923 voru aðeins 5 skip eftir, sem réru frá Þorlákshöfn. Vélbátaútgerð var ekki stunduð í tíð Þorleifs á Háeyri. Bryggja var engin og allt varð að bera. Róið var út í saltiskip og saltið borið í sekkjum í hús og fiskinum var skipað út með sama hætti, róið var í skip. Út og uppskipun fór fram við Hellurnar, Norðurhellu og Suðurhellu. Aðallega var þó skipað út við Suðurhelluna, því þar var fiskinum pakkað í húsi, er þar stóð, og nefnt var Bakkapakkhús, en Einarshafnarverslun átti það hús. Saltinu var skipað upp í báðar varirnar, Norðurvör og Suðurvör, en á báðum stöðunum voru salthús.
Þorlákshöfn – verbúðir.
Mjög fjölmennt var í Þorlákshöfn á vertíðum og að meðtöldu heimilisfólkinu hjá Þorleifi, mun hafa verið á fimmta hundrað manns í Þorlákshöfn á vetrarvertíð.
Sjómennirnir, eða skipshafnirnar bjuggu í sjóbúðum, sem voru grjótbyrgi með bárujárnsþaki. Veggir voru úr torfi og grjóti, áður en bárujárnið kom til sögunnar, voru sjóbúðirnar með torfþaki, eins og flest önnur hús á Íslandi. Upphitun var engin, en prímus var notaður við eldamennsku, sem aðallega mun hafa verið sú að laga kaffi. Sjóbúðin var eitt herbergi og flet meðfram veggjum og sváfu tveir í hverju fleti. Aðkomumennirnir voru flestir úr Ölfusinu og austan úr Árnessýslu. Margir komu frá Eyrarbakka, og ennfremur réru þarna Rangæingar.
Þorlákshöfn – sjóbúð.
Þorleifur á Háeyri gerði út nokkra báta og verkaði fisk af sínum bátum og einnig tók hann að sér fiskverkun fyrir Einarshafnarverslun á Eyrarbakka. Fyrstu árin að minnsta kosti.
Í tíð Þorleifs voru tvö íbúðarhús í Þorlákshöfn. Gamli bærinn, sem svo var nefndur og svo tvílyft timburhús, eða íbúðarhús, bárujárnsklætt, sem stóð framar.
Umsvif Þorleifs á Háeyri í Þorlákshöfn voru mikil en fóru minnkandi. Hann þraukaði þó þarna til ársins 1927, en þá voru skipin aðeins orðin fjögur. Þorleifur fluttist síðan til Reykjavíkur og varð þar fisksölustjóri. Hann andaðist árið 1942.
Þorlákshöfn – róðraskip um 1890.
Áraskipin voru á netaveiðum, einvörðungu, í tíð Þorleifs. Þá var hætt að verka í skreið á Íslandi, nema harðfisk til heimabrúks.
Allur fiskur var saltaður, og það sem ekki var saltað til útflutnings, var svokallaður matfiskur, morkinn fiskur og fiskur með lýti. Hann var hafður til manneldis og seldur í sveitirnar. Þorskhausar voru þurrkaðir og seldir innanlands.
Þorlákshöfn – verbúð um 1917.
Þess má þó geta, að þorskanet voru fyrst notuð í Þorlákshöfn árið 1907. Sjómennskan var erfið og aldrei höfðu menn með sér bita á sjóinn, ekki einu sinni þótt tvíróið væri sama daginn, eða þríhlaðið, sem oft kom fyrir, ef verið var á leirnum, sem svo var nefnt. Fengust þá of 12000 fiskar á skip sama daginn, og þegar róið var hrærðu menn í þorski með árunum og oft gogguðu menn fiska upp úr sjónum á leiðinni í land.
Merkileg tilraun var gerð í Þorlákshöfn árið 1922, en þá reyndi frægur aflamaður Nes-Gísli (Gísli Jónsson) að veiða þorsk í hringnót. Gísli hafði þríhlaðið skip sitt þennan dag. Þegar lokið var við að landa, héldu þeir út með hringnót, sem gjörð var úr trolltvinna. Nóttina höfðu þeir á einu skipi, en kunnu ekki með að fara, enda sveitamenn, eins og flestir þeir sem réru á áraskipum á þessum stað. Þeir köstuðu nótinni og fengu 60 fiska. Ekki hugkvæmdist þeim að nota tvö skip til að kasta nótinni, en það er önnur saga. Er þetta líklega í fyrsta skipti, sem gerð er tilraun til þorskveiða með nót hér á landi. Ekki mun nótinni þó hafa verið kastað nema einu sinni.
Þess má einnig geta, að Gísli í Nesi, varð fyrstur manna til að nota þorskanet í Þorlákshöfn, en áður fóru skipin með lóðir.
Síðasti bóndinn í Þorlákshöfn var Guðmundur Jónsson, en hann flutti að Eyði-Sandvík í Flóa árið 1940. Þá lagðist sveitabúskapur af í Þorlákshöfn. Skúli Þorleifsson var ráðsmaður í Þorlákshöfn 1942—1943 og viðloðandi þar um skeið.
Lítil útgerð mun hafa verið í Þorlákshöfn í tíð Guðmundar Jónssonar.
„Nú skal byggja borg“
Sem áður sagði, þá eru það einkum tveir héraðshöfðingjar, er setja svip sinn á Þorlákshöfn á þessari öld. Annar þeirra Þorleifur á Háeyri sér hina eldfornu útgerð áraskipa liðast í sundur í straumi tímans, hinn Egill í Sigtúnum tekur að sér að leiða Þorlákshöfn til nýrrar tíðar. Báðir þessir menn voru orðnir að þjóðsögu, áður en þeir voru allir, sem er fremur sjaldgæft á Íslandi, og ekki hafa þeir heldur meiðst í endurminningunni. — Standa þar fyrir sínu. Sem áður sagði þraukaði Þorleifur á Háeyri til ársins 1927 í Þorlákshöfn, enda staðurinn búinn að vera í bili, sem viðunandi verstöð.
Þá verða tímamót í sögu Þorlákshafnar. Árið 1929 mun fyrst hafa verið reynt að gjöra bryggju í Þorlákshöfn, og var hún 20 metra löng. Ekki skal fullyrt um gagnsemi hennar, en árið 1934 kaupir Kaupfélag Árnesinga jörðina. Um þetta segir Guðmundur Daníelsson, rithöfundur í grein á þessa leið. (Stytt):
„Á stjórnarfundi Kaupfélags Árnesinga 2. apríl 1934 var samþykkt að festa kaup á jörðinni Þorlákshöfn með þeim mannvirkjum, sem þar voru. Kaup þessi voru í upphafi mest hugsuð til að hefja útgerð í atvinnubótaskyni, hef ég einhvers staðar lesið, en tel mjög hæpið. Aftur á móti mun hafa vakað fyrir Agli að bæta svo lendingarskilyrði, að þar yrði brátt hægt að skipa upp flestum vörum Sunnlendinga, það er að segja að byggja hafskipahöfn.
Árið 1935 lét Egill kaupfélagið hefja útgerð í Þorlákshöfn. Ólafur bóndi Þorláksson á Hrauni í Ölfusi er einn af örfáum Íslendingum, kannski sá eini, sem vitni varð að því, þegar Egill kom fyrsta sinni út í Þorlákshöfn til þess að ræða við eina formann staðarins um væntanleg kaup K.Á. á jörðinni, umsvif og atvinnurekstur þar. Ólafur segir frá þessu í minningargrein, sem hann skrifaði um Egil látinn:
Þorlákshöfn – hafnaraðstaðan fyrrum.
„Það mun hafa verið síðari hluta vetrar 1933, að ég var við sjóróðra á vertíð í Þorlákshöfn, þá tvítugur unglingur. Staðurinn var þá kominn í slíka niðurníðslu, að aðeins einn bátur (opin trilla) reri þarna frá verstöðinni, þrátt fyrir það að þarna rétt upp við landsteina var sjórinn svo morandi af fiski, að einn daginn fengum við til dæmis á fjórða þúsund fiska, þrátt fyrir þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi. Og þeir sem við þetta unnu voru aðeins menn úr nágrenninu. Slík var nú trúin orðin á framtíð staðarins.
Það var snemma morguns einn dag áður en farið var á sjó, að inn í verbúðina vatt sér maður einn gustmikill og mikilúðlegur, og af honum sindraði orka og fjör. Hér var þá kominn forstjóri hins unga kaupfélags, sem nýbúið var að stofna í héraðinu. Maður þessi tók sér sæti á rúmi formanns og fékk sér hressilega í nefið. Síðan tóku þeir tal saman, og fór ég að leggja við eyra. Egill sagðist nú vera kominn í þeim erindagjörðum að skoða Þorlákshöfn, því að hann hefði hugsað sér að láta kaupfélagið kaupa jörðina. Síðan hann að lýsa á sinn alkunna hátt öllum þeim möguleikum, sem þarna væru fyrir hendi og verkefnum sem biðu þess að verða leyst. Og ég, unglingurinn, hlustaði þarna sem bergnuminn og fannst sem ég hlýddi á ævintýri „Þúsund og einnar nætur.“
Og kaupfélagsstjórinn var ekki að tvínóna við hlutina fremur en endranær. Strax um sumarið var hafizt handa um lendingarbætur og síðan útgerð. Fyrst í smáum stíl en síðan vaxandi. Þannig hefur þróunin haldið áfram, að vísu með nokkru hléi á stríðsárunum (þá dró „Bretavinnan“ til sín allt fáanlegt vinnuafl). En að lokinni styrjöldinni komst nýr og aukinn skriður á uppbyggingu Þorlákshafnar, og ekki hefur orðið lát á því síðan.“
Um þennan þátt í frumlegu og stórtæku sköpunarstarfi Egils á vegum verklegra framkvæmda hefur Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu þetta að segja:
„Egill Thorarensen gleymdi ekki sjónum og gjöfum hans. Hann var líka vel minnugur hafnlausu strandarinnar, sem umlykur mesta samfellda búnaðarhérað landsins. Hann sá, að höfn yrði að byggja í hinni gömlu verstöð við Eyrarbakkabugt, sem helguð var hinum sæla Þorláki biskupi, og hann sá fyrir sér stóra hafnarborg rísa upp á hinni gróðurlausu örfoka sandströnd. Og hann lét ekki sitja við hugsanir og orðin tóm, það gerði hann aldrei. K.Á. keypti þessa niðurníddu verstöð, hóf hafnarbætur og útgerð, þar sem fiskurinn gengur upp í landsteina á vetrarvertíð, svo að þríróa má hvern dag, þegar gæftir eru.
Eftir stríðið, sem endaði 1945, endurreisti Egill í annað sinn útgerð í Þorlákshöfn, og þá stofnaði hann sjálfur, K.Á., SÍS og fleiri aðilar hlutafélagið Meitilinn í Þorlákshöfn. Áður, árið 1938, hafði Egill látið K.Á. hefja þar byggingu hafskipahafnar. Að heimsstyrjöldinni lokinni vaknaði almennur áhugi á lengingu þessa hafnargarðs, sem kominn var. Þar með taldi Egill, að málið væri í rauninni orðið ofviða einu kaupfélagi, því að vissulega stefndi hann að hafskipahöfn með öruggri legu fyrir 40 til 50 stóra fiskibáta. Þá vann Egill það þrekvirki, sem ég persónulega er viss um, að enginn lifandi maður á Íslandi hefði getað leikið eftir honum: að fá Árnes- og Rangárvallasýslur til að kaupa Þorlákshöfn, það er að segja jörðina og hafnarmannvirkin. Meitillinn hélt aftur á móti áfram að vera hlutafélag. Þetta gerðist árið 1946. Hafnarnefnd var sett á laggirnar og formaður hennar kosinn Páll Hallgrímsson sýslumaður. Helmingur nefndarinnar mun hafa verið búsettur austan Þjórsár, meðal annarra sýslumaðurinn, Björn Fr. Björnsson.
Nú var settur kraftur á framkvæmdirnar, og sýslusjóðir urðu auðvitað að galopna pyngjur sínar — og dugði stundum ekki til. Þá tókst Agli jafnvel að fá stjórn Mjólkurbús Flóamanna til að hlaupa undir bagga, eitt sinn þegar mikið reið á að koma niður bryggjukerum, sem búið var að steypa í landi.. . .“ Samþykkti Mjólkurbúið að leggja til 5 milljónir króna, sem var mikið fé á þessum tíma.
Samkvæmt upplýsingum Benedikts Thorarensen, framkvæmdastjóra, þá hóf Kaupfélag Árnesinga hafnargerð þegar árið 1934 og stóð sú framkvæmd til ársins 1946. Gerður var varnargarður í Norðurvör og ennfremur var hafist handa um gerð Suðurvarargarðs árið 1938, sem árið 1940 var orðinn 75 metra langur. Á þessum árum var hafin útgerð trillubáta og dekkbáta og reist var fiskhús til að salta aflann.
Voru verslunarhús Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka flutt til Þorlákshafnar og endurreist þar. Trillurnar lönduðu aflanum við Norðurvararbryggju.
Árið 1950 urðu enn þáttaskil í sögu Þorlákshafnar. Keyptir voru fimm þilfarsbátar og einn 100 tonna bátur. Annars skammtaði höfnin stærð bátanna, og voru þeir 20—30 tonn hver. Minni bátarnir lágu fyrir legufærum, en stærri bátar voru á útilegu.
Næsti áfangi er svo að árið 1960 en þá byggði Meitillinn hraðfrystihús. Annar þáttur hafnarsögunnar var sá, að Sambandið setti snemma upp fóðurblöndunarstöð og landaði fóðurvörum, og Olíufélagið hf. setti upp olíugeyma og sendi olíu með skipum til Þorlákshafnar, en mikið hagræði var að geta landað varningi og skipað út vörum í Þorlákshöfn. Var t.d. mestu af föngum Búrfellsvirkjunar skipað upp í Þorlákshöfn, svo dæmi séu nefnd um almennt gildi hafnarinnar á þessum árum. Þá var Þorlákshöfn notuð til mjólkurflutninga út í Vestmannaeyjar og er enn.
Takmarkinu náð — Höfnin fullgerð
Þorlákshöfn 1960 – Meitillinn.
Árið 1960 voru miklar framkvæmdir á vegum sýslufélaganna, sem nú áttu Þorlákshöfn. Fengið var lánsfé með ríkisábyrgð, en árið 1965 var Þorlákshöfn gjörð að landshöfn. Síðan er svo lokið við hafnargerðina með stórátaki í kjölfar Vestmannaeyjagossins.
Benedikt Thorarensen lýsir þessu svo í grein er hann ritaði í Sjómannablaðið Víking árið 1978:
Þorlákshöfn 1965.
„Eftir eldgosið í Heimaey í janúar 1973, leit helzt út fyrir, að Þorlákshöfn yrði að taka við hluta Vestmannaeyjaflotans, og opnuðust þá möguleikar á lántöku hjá Alþjóðabankanum til uppbyggingar hafnarinnar í Þorlákshöfn. Höfnin var þá reyndar þegar alltof þröng orðin fyrir heimaflotann, en skipin stækkuðu og þurftu meira pláss.
Gifta hafnar heilags Þorláks var mikil morguninn eftir gosnóttina, þegar um 5000 eyjaskeggjar komust hér á fastalandið slysalaust með fiskibátum sínum og annarra, þ.á m. bátum héðan, sem legið höfðu í Eyjum daginn áður vegna óveðurs. Frá kl. 8 árdegis fram yfir hádegi munu hartnær 1 þús. manns á klukkustund hafa stokkið uppá bryggjurnar hér. Það var mikið lán.
Verksamningur um gerð nýrrar hafnar var undirritaður við Ístak h.f. 9/10 ’74, og þegar hafist handa. Á verðlagi þess árs átti verkið að kosta um 710 millj. Er óhætt að segja, að þetta vandasama verk hafi í öllum meginatriðum gengið samkvæmt áætlun.
1975, síðla hausts, var lokið hættulegasta áfanga hafnargerðarinnar, Suðurvarargarðs. Alls fóru í gerð beggja hafnargarðanna um 2900 steinakkeri (dolosar) sem vega hver um níu lestir eða alls 26.000 tonn. Um 380 þús. rúmmetrar af grjóti, af ýmsum ákveðnum stærðum fóru í garðana. Þá varbyggt ferjulægi fyrir ferjuskipið Herjólf, sem vígði svo höfnina hausið 1976 með því að slíta borða, sem strengdur hafði verið fyrir hafnarkjaftinn. Ferja þeirra eyjamanna hefur því verið starfrækt um tvö ár, og allt gengið vel.“ Síðan víkur Benedikt að vegamálum, nauðsyn á vegi með bundnu slitlagi til Reykjavíkur, en þeirri framkvæmd er nú lokið, þótt ýmsum hafi þótt miða heldur seint.
Nú því er við að bæta, að Þorlákshöfn hefur reynst vel. Þaðan eru gerðir út um 25 bátar og þrír togarar, en auk þess leggur fjöldi aðkomubáta þar upp afla, og á þessa vertíð munu um 50 skip landa afla í Þorlákshöfn.“ -JG
Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 01.06.1982, Þorlákshöfn, bls. 31-41.
Þorlákshöfn.
Grindavík – hafnargerð
Á fyrri öldum, og allt undir síðari heimsstyrjöld, ýttu Grindvíkingar bátum sínum á sjó og lentu í vörum. Var þá oftast svo, að ein vör a.m.k. fylgdi hverju lögbýli. Þær voru flestar við vík eða víkur, sem gengu inn í ströndina. Í þeim var eilítið meira skjól en utar, brimaldan sumstaðar lítið eitt minni og setningurinn nokkru hægari. Í flestum þeirra var þó lending bæði bág og hættuleg.
Engum sögum fer af lendingabótum í Grindavík fyrir 1800. Bændur hafa vafalaust hreinsað varirnar eftir því sem þörf krafði og kostur var, en meira gátu þeir ekki. Gefur og auga leið, hve mikil og erfið vinna það hefur verið að halda vörunum sæmilega hreinum. Hafið er á sífelldri hreyfingu og skolar sandi og grjóti upp á ströndina, og þegar gerði stórbrim og flóð, bárust oft stórgrýtisbjörg upp í varirnar svo þær urðu ónothæfar.
Engar heimildir eru hedlur fyrir því, að hugað hafi verið að hafnargerð fyrr en kom fram á síðari hluta 18. aldar. Þá lét Guðmundur Runólfsson, sýslumaður, mæla Hópið og ósinn, en ekkert varð af framkvæmdum. Hefur verkfæraleysi og e.t.v. skortur á mannafla, að líkindum valdið mestu. Einu umtalsverðu framkvæmdirnar, sem sögur fara af, voru þær, að um 1840 réðist Jón Jónsson, hreppstjóri á Hrauni, í það stórvirki að gera nýja vör fyrir sunnan túnið á Hrauni.
Meginástæða þeirra athafna var sú, að Hraunsmönnum þótti löng sjávargata fram í Þórkötlustaðanes, þar sem þeir höfðu átt uppsátur fram til þessa.
Á þessari öld hafa gríðarlegar breytingar orðið í harnarmálum í Grindavík og mun vart ofsagt, að hvergi annarsstaðar á landinu hafi skipt svo mjög um til hins betra í þessum efnum.
Það var ekki síðar en árið 1902 að hreppsnefnd fól þeim Einari Jónssyni, hreppsstjóra, og Erlendi Oddsyni, að mæla dýpi og stærð Járngerðarstaðavíkur og ef unnt er að gera uppdrátt af höfninni. Ári síðar ákvað hreppsnefndin að skoða Hópið og kanna hvað mundi kosta að gjöra innsiglingu fyrir haffær skip svo þar gæti orðið öruggt skipalægi. Ljúka átti því verki fyrir alþingi 1905.
Fjórtán árum síðar (1917) komust hafnarmálin aftur á dagskrá í Grindavík. Einar G. Einarsson, kaupmaður í Garðhúsum, tók sér penna í hönd og skrifaði Stjórnarráði Íslands. Í bréfinu óskaði hann eftir því, að varðskip yrði fengið til að gera frumkönnun á innsiglingu og höfn í Grindavík. Sumarið 1919 voru gerðar mælingar í Járngerðarstaðavík og lagt til að byggður yrði lítill steypugarður á rifið suðaustur af Akurhúsanefi til skjóls fyrir lendinguna. Þessari álitsgerð fylgdi uppdráttur, er sýndi legu garðsins. Dýrara var talið að dýpka Hópið og gera innsiglingu inn í það, og reyndar óvíst, hvort hugmyndin væri framkvæmanleg.
Árið 1925 gerði mikið sjávarfljóð í Grindavík er eyðilagði allmikið af húsum og skemmdi stórkostlega uppsátrið í annarri vörinni og eyðilagði hina að mestu. Einar G. Einarsson hélt áfram að ýta á Stjórnarráðið um úrbætur. Athuganir voru gerðar og tillögur lagðar fram. Einar lét gera teikningu af bryggju við varirnar í Járngerðarstaðahverfi og sendi Alþingi með beiðni um fjárstyrk. Benti hann m.a. á að allar vörur, sem fluttar voru til Grindavíkur sjóleiðis hafi orðið að bera á bakinu og klöngrast með langa leið yfir hált og óslétt fjörugrjót. Bryggjusmíði hófst þó ekki fyrr en á árunum 1931-1933, en þá voru gerðar þrjár bátabryggjur, ein í hverju hverfi. Þörf fyrir bryggju hafði vaxið í víkinni mjög er vélbátaútgerð hófst þar árið 1928.
Bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð á árunum 1931-1932. Hún var með steyptum veggjum og þekju, grjótfyllt og hallaði í sjó fram. Náði endi hennar u.þ.b. einn meter út fyrir stórstraumsfjöruborð. Alþingi greiddi þriðjung kostnaðarins en heimamenn tvo þriðju hluta. Þrátt fyrir mikinn fögnuð Grindvíkinga með bryggjuna þótti hún helst til of stutt. Árið 1933 var bryggjan lengd. Sama ár voru gerðar bryggjur í Þórkötlustaðahverfi og Staðahverfi, sem fyrr sagði.
Þetta voru í rauninni löndunarbryggjur. Sem fyrr varð að setja bátana í naust að kvöldi. Næsta skref var að gera varanlega höfn, þar sem allur bátaflotinn ætti öruggt lægi í öllum veðrum. Enn tók Einar G. Einarsson sig til árið 1938 og ritaði vitamálsstjóra bréf. Bað hann um hæfan mann til að athuga hvort tiltækilegt væri að grafa skurð í gegnum grjót og malarrif það, sem lokar Hópinu. Einnig lagði hann til endurbætur á bryggjunni.
Árið 1939 hófust framkvæmdir við að opna Rifósinn. Get var ráð fyrir að reisa bráðabirgða stíflugarð við efra mynni væntanlegrar rásar, þannig að vatnið héldist inni í Hópinu um fjöru svo hægt væri að vinna 4-5 tíma að dýpkun um hverja fjöru. Handverkfæri voru notuð til að losa grjót og handbörur til að flytja það til. Í september var búið að gera 10 m breiða rás í gegnum eiðið og svo djúpt niður, að fiskibátarnir flutu inn og út um hálffallinn sjó. Hinn erfiði setningur bátanna eftir hvern róður heyrði þá sögunni til. Eftir affermingu voru bátarnir færðir inn í Hópið og lágu þar til næsta róðurs.
Árið 1945 var “grafvél” Reykjavíkurhafnar notuð til að breikka og dýpka innsiglinguna og um leið grafin renna upp að bryggju í Hópinu, sem gerð var 1944. Árið 1947 var gerður skjólgarður frá svonefndum Svíra og fram á Rifið, auk þess sem byggð var ein bryggja af þremur, sem áætlæun hafði verið gerð um í Hópinu. Fé til framkvæmdanna var tekið að láni og þótti sumum nóg um. Aðkomubátum fjölgaði hins vegar svo ört við úrbæturnar að krafa var gerð um enn frekari framkvæmdir í höfnini. Síðan hefur stöðugt verið unnið að úrbótum og betrumbótum á hafnaraðstöðinni í Grindavík.
Byggingar- og framkvæmdarsaga Grindavíkurhafnar er ævintýri líkust. Árið 1939, þegar hafist var handa um dýpkun innsiglingarinnar, bjuggu grindvískir sjómenn enn við hafnleysi. Frá árinu 1939 hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra, og þegar lauk því tímabili, sem hér er til umfjöllunar, áttu Grindvíkingar eina bestu og fullkomnustu höfn á suðurströnd landsins.
Heimild:
-Jón Þ. Þór – Árbók Sögufélags Suðurnesja IX. 1996-1997, bls 139 – 152.
Garðhús – gestahús
Í Grindavík standa nútíminn og fortíðin hlið við hlið, fjöldi nýrra íbúðarhúsa bera vott um góða afkomu, en niðri á sjávarkambinum standa nokkur rauðmáluð bárujárnshús og bera fortíðinni vitni.
Láta mun mærri að 30 bátar séu nú gerðir út frá Grindavík og sjálfsagt eru útgerðarmenn þar af leiðandi stærri hluti af bæjarbúum en víðast annars staðar. Nú færist þorpið upp á flatlendið ofan við gamla plássið og þar er víða fagurt, þegar sést austur mið ströndinni og þokan hylur ekki Þorbjörn. Frá fornu fari hefur byggð þarna verið skipt í þrennt, Staðahverfi, Járngerðarstaðahverfi, Þórkötlustaðarhverfi. Staðarhverfið mun nú vera komið í eyði. Þar stóð áður prestsetrið Staður.
Sagan um þær Járngerði og Þórkötlu er alkunn úr þjóðsögum og verður ekki rakin hér. Jafnframt því sem útgerð í Grindavík blómgast og nýbyggingar þjóta upp til norðurs og vesturs, hrakar þeim smám saman, gömlu húsunum á sjávarkambinum.
Þarna hafa orðið kapítulaskipti, ný kynslóð hefur tekið við og hún skeytir ekki alltaf sem skyldi um þau mannvirki, sem ekki eru lengur í notkun. En það er gagnlegt og fróðlegt að huga að fortíðinni og heiðra með því minningu þeirra manna, sem auðvelduðu öðrum lífsbaráttuna með framtaki sínu og brugðu stórum svip yfir dálítið hverfi. Einar í Garðhúsum var einn þessara manna. Hann var athafnamaður í beztu merkingu þess orðs og þess nutu Grindvíkingar og raunar fleiri um daga hans.
Ennþá standa rauðmáluðu bárujárnshúsin á sjávarkambinum í Grindavík, sum ærið feiskin og veðruð eftir átök við storm og seltu. Þar á meðal er gamla búðin, verzlunarhús Einars í Garðhúsum og lengst af eina búðin í Grindavík. Nú er neglt fyrir glugga hennar og hún er sem hvert annað hrörnað gamalmenni á ytra borðinu. En öll eru þessi hús hjer af góðum viðum og gætu varðveizt um langan aldur, væri þeim sómi sýndur. Þarna voru pakkhús og netageymslur og ýmiskonar húsnæði vegna útgerðar Grindvíkinga fyrr á árum.
Skammt frá liggur gamall bátur, einnig hann fær að grotna þar niður í friði, en meðan eitthvað sézt eftir af honum, er hann brot af atvinnusögu Grindavíkur. Á sólbjörtum sumardegi ilmar þetta allt af seltu, en sumt er að fúna og hverfa í jörðina án þess að því sé gaumur gefinn. Sum þessara gömlu húsa eru í einhverri notkun. Þar geyma sumir hinna mörgu útgerðarmanna í Grindavík eitt og annað vegna útgerðar sinnar.
Þegar farið er frá gömlu húsunum vestur stíginn, blasa Garðshús við. Það má segja, að nú er hún Snorrabúð stekkur hjá því sem áður var. Andi Einars í Garðhúsum svífur að vísu ennþá yfir þeim gömlu byggingum, sem verða þó að teljast talsvert niðurníddar.
Steinhús það, sem Einar í Garðhúsum byggði stendur enn með fullri reisn, og það er í rauninni erfitt að ímynda sér, hvað það hefur borið mikið af öðrum húsum í þessu plássi fyrir rúmlega hálfri öld. Yfir því hefur verið álíka reisn og húsi því, sem Thor Jensen byggði sunnan við Fríkirkjuna í Reykjavík á sínum tíma. Þeir Thor Jensen og Einar í Garðhúsum voru ef til vill ekki svo ólíkir um margt, hvorttveggja heiðarlegir framfaramenn, sem létu margt gott af sér leiða.
Bak við steinhúsið í Garðhúsum er lítið timburhús, sem raunar er áfast við aðalhúsið og lætur lítið yfir sér. Þetta hús á merkisafmæli um þessar mundir, það er 100 ára í ár, og mjög verðugt að þess sé minnst.
Til að segja sögu þess í fáum orðum, verður að byrja á Einari eldra Jónssyni í Garðhúsum, sem byggði þetta hús. Hann kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur árið 1860 og þau fóru að búa í Garðhúsum. Einar var innfæddur Grindvíkingur, og varð bráðlega frammámaður og hreppstjóri í Grindavík. Af þeim sökum var ærinn gestagangur þar, bæði af alþýðu manna og embættisstétt, og Einari þótti slæmt að geta ekki hýst menn sómasamlega. Þessvegna réðist hann í að byggja sérstakt gestahús árið 1868 og var efnið, rekaviður af fjörum, allt saman sagað niður á staðnum með stórviðarsög, sem enn er til í Garðhúsi. Þetta hús er eina og gefur að skilja ekki stórt að flatamáli, en það var gert úr góðum viði, sem enn er ófúinn með öllu, sex og allt upp í tíu tommu breið borð. Þar var lítið eldhús, svefnherbergi og stofa. Loft var haft yfir og þar er skarsúð.
Einar Jónsson var hin mesta driffjöður hvers konar athafna, og stundaði bæði búskap og útgerð. Einar yngri var orðinn formaður á báti hjá föður sínum kornungur og var formaður um nokkurra ára skeið áður en hann byrjaði að verzla áriS 1894. Þá verzlun rak hann ásamt útgerð fram á efri ár en, verzlun Einars í Garðhúsum var lögð niður árið 1959, fáum árum eftir dauða hans.
Einar yngri byggði steinhúsið árið 1914 og hann hélt áfram að nota gestahúsið, en síðar var það klætt að innan með pappír og málað. Er þetta tíræða hús án efa miklu fallegra í hinni upprunalegu gerð sinni og væri lítið verk að rífa niður pappírinn, svo gamla timburklæðningin fengi aftur að njóta sín. Um skeið var húsið notað sem sumarbústaður, en um allt langt árabil hefur það staðið tómt og gagnlaust að öðru leyti en því, að það eru geymdir nokkrir gamlir munir úr búi Einars í Garðhúsum. Þar er meðal annars gömul spunavél, handsmíðuð sem áður var í eign Kvenfélags í Grindavík, en Hlöðver sonur Einars bjargaði henni, þegar átti að henda henni þar eru einnig þrír kvensöðlar í góðu ástandi, harðviðarsögin, sem notuð var við húsbygginguna, skrifborð Einars í Garðhúsum og margt fleira. Þessi dugmikli framfaramaður hafði umsvif bæði á sjó og landi og vestan við bæinn standa vegleg peningshús, sem nú hafa raunar verið tekin til annarra nota. En allt hefur það verið vandlega gert á sínum tíma, og án efa talsvert á undan sinni samtíð.
Atvikin höguðu því svo til að áframhald gat ekki orðið á verzlun Einars í Garðhúsum, því börn hans fluttust á aðrar slóðir. En Garðhús eru ennþá í þeirra eigu og nú hefur heyrzt að áhugamenn mundu vilja stuðla að því að koma upp einskonar byggðasafni í Garðhúsum. Mætti benda á, að þarna er líklega kjörið viðfangsefni fyrir Félag Suðurnesjamanna, hreppsfélagið í Grindavík, eða jafnvel Lionsklúbbinn þar á staðnum, sem skipaður er ágætum mönnum og hefur reynt að láta gott af sér leiða. Ýmsir gamlir Grindvíkingar hafa áhuga á því, að þarna gæti risið minjasafn um gamla atvinnuhætti í Grindavík. Hefur sumt af þessu fólki í fórum sínum merka gripi frá fyrri tíð og mundu þeir verða gefnir til safnsins yrði það stofnað. Kennir þar margra góðra grasa, og er einstakt að slíkir mumir skuli enn vera í eigu einstaklinga, en sýnir um leið, að ekki hafa allir til að bera skeytingarleysi gagnvart gömlum munum og minjum.
Það er smán og svívirða að láta húsið í Garðhúsum grotna niður í óhirðu og ekki á það síður við gestahúsið, sem áður er á minnst. Hér þarf að bregða við skjótt og bjarga því sem bjargað verður. Í fyrsta lagi þarf að flytja gömlu búðina af sjávarkambinum og koma henni fyrir nálægt Garðhúsabænum. Þar þarf að gera við glugga og að innan þyrfti að gera búðina sem líkasta því sem hún var. Vera má að önnur hús á sjávarkambinum séu þess virði að þau væru einnig flutt og ber að athuga það. Í hlöðunni, þar sem nú er netaverkstæði, væri hægt að koma upp sjóminjasafni Grindavíkur og þangað þyrfti að færa bátinn, sem nú er að fúna og grotna niður austur á fjöru. Án efa eiga Grindvíkingar enn merka hluti í sínum fórum, sem annað hvort ættu heima á sjóminjasafninu eða byggðarsafni Grindavíkur og eru raunar heimildir fyrir því, að fólk bíði með hluti, sem það ætlar að gefa þessu safni ef það verður stofnað.
Gestahús Einars eldra í Garðhúsum þarf að gera upp og hafa það sem líkast því, er það var. Í sjálfu steinhúsinu væri hægt að koma fyrir byggðasafni Grindavíkur og fengi þetta veglega hús þá verðskuldað hlutverk.“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Gísli Sigurðsson, 25. ágúst 1968, bls. 6-7.
Bryggja í Keflavík
„Herra Óskar Halldórsson hefur tekist það á hendur, sem mörgum hefur óað við. Það er hvorki meira né minna en að koma hafskipabryggju eða bryggju fyrir í Keflavík.
Er sagt, að verkið vinnist vel og munu flestir óska þess, að Óskari heppnist að fullgera og leiða til lykta þetta fyrirtæki sitt. Það eru mörg ár síðan farið var að ræða um hafskipabryggju í Keflavik, og eflir því sem aflabrögð urðu meiri á Suðurnesjum, eftir því óx þörfin, að hún kæmi þar. — Á Fiskiþingum hefur mál þelta verið rætt, kostnaðaráætlun og ýmsar mælingar gerðar, en allt hefur staðið við sama. Salt hefur oftast orðið dýrara og flutningur á sjávarafurðum til kaupenda sömuleiðis, allt vegna bryggjuleysis. Bryggjur þær, sem Óskar lætur gera, verða tvær og er önnur að mestu fullger, þegar þetta er ritað (8. júlí). —
Ætlast hann til að við hvora megi afgreiða togara, en vöruskip, sem lengri eru, liggi við báðar, þannig, að losa eða ferma megi úr 2—3 lúkum. Landssmiðjan hefur að mestu verk þetta með höndum og leggur til kafara, sem gengur frá neðri endum stálbjálka á hafsbotni, sem eru aðal-máttarstoðir bryggjunnar. Auk þess vinna þar nokkrir smiðir úr Hafnarfirði.“
Heimild:
-Ægir, 25. árg. 1932, 7. tbl. bls. 164.
Hamrahlíð og Eiði – dæmi um smákot í Mosfellssveit
Hér eru tekin til frásagnar tvö smábýl, Hamrahlíð og Eiði, í Mosfellssveit. Hvorugt býlið stendur enn, einungis má sjá tóftir þeirra við fjölfarna vegi. Tóftir þess fyrrnefnda er nálægt Vesturlandsvegi ofan við Korpúlfsstaði og hið síðarnefnda á hæðarrana vestan við eiðið landmegin að Geldinganesi. Þau hafa verið svipuð að stærð og svipuð að gerð; lítið hús og matjurtargarður umleikis. Útihús stóðu skammt frá.
Í bókinni Mosfellsbær, Saga í 1100 ár, er m.a. getið um smábýli þessi: „Smábýlið Hamrahlíð var á 19. öld í mólendinu ofan við Korpúlfsstaði og neðan við Úlfarsfell. Sumir þjófar létu sér ekki segjast þrátt fyrir dóma. Þannig var farið um Friðrik Þorkelsson (1834-1861) frá smábýlinu Hamrahlíð sem stóð skammt frá Blikastöðum. Hamrahlíð var í ábúð á síðari hluta 19. aldar og má enn sjá rústir bæjarins norðan Vesturlandsvegar á móts við samnefnt skógræktarsvæði. Árið 1857 var Friðrik í Hamrahlíð dæmdur til að greiða fjóra ríkisdali í fátækrasjóð fyrir að hagnýta sér 2-5 lítra af útskorinni kræklingabeitu. Þremur árum síðar var aftur kveðinn upp dómur yfir honum og skyldi hann hljóta 14 vandarhögg fyrir að hafa „snemma morguns í haust, er var, áður en fólk var komið á fætur á heimili hans, Gufunesi, stolið frá ekkjunni Helgu Hafliðadóttur (1790-1872) 3 dönskum specíum heilum, er voru í stokk í kistu hennar, sem stóð þar niður í stofuhúsi, var bæði stofan og kistan ólæst;… Enn fremur er það sannað, að hann hafi í fyrra vetur stolið frá húsbónda sínum Hafliða Hannessyni, gráum vaðmálsstúf…“
Árið 1850 bjó í Hamrahlíð Jón hreppstjóri er var dannebrogsmaður. Var hann sagður forlíkunarmaður og sáttargerðarmaður. Hann lenti þó sjálfur í illdeilum við sveitunga sína svo úr varð dómsmál. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún (1852-1936 sem er þekkt persóna í Innansveitarkróniku Halldórs Laxness í sögunni af brauðinu dýra. Þar segir frá vinnukonu prestsins á Mosfelli, Guðrúnu Jónsdóttur, sem hélt yfir Dalinn til að baka hverabrauð en villtist upp á Mosfellsheiði og fannst loks eftir nokkur dægur. Brauðið, sem henni hafði verið trúað fyrir, hafði hún ekki snert. Þessi kafli er nokkurs konar dæmisaga um að vera trúr yfir litlu en hér sækir Halldór hins vegar efniviðinn alls ekki í Mosfellsdal heldur á Suðurnes og var það allt önnur kona en Guðrún sem lenti í þeim hremmingum sem lýst er í bókinni. Guðrún bjó lengi í Mosfellsdal en það voru einmitt sex bændur úr Dalnum og einn að auki sem höfðuðu mál gegn föður hennar fyrir orðastríð í Kollafjarðarrétt hinn 27. september 1850.
Jón hreppstjóri átti að stjórna réttunum ásamt hreppstjóranum á Kjalaranesi en reiddist þegar bóndinn á Minna-Mosfelli fór ekki út úr almenningnum er féð var rekið inn í réttina. Bóndi kvaðst ekki fara eftir orðum hreppstjóra „til nokkurs hlutar, eða eftir því sem nokkur vitni hafa borið, ekki meira en hundi.“ Af þessu urðu orðaskipti og háreysti á milli hreppstjóra og Dalbúa. Jón hreppstjóri kallaði Ólaf Jónsson (1805-1855) á Hraðastöðum versta tíundaþjóf og alla í Mosfellsdalnum þjófa. Bændur svörðuðu um hæl og höfðu í hótunum um að binda hreppstjórann. Tugur vitna var ekki sammála um hvað sagt var og sérstaklega áttu orðin að hafa fallið í hálfkæringi og því ekki marktæk. Svo fór að bændur í Mosfellsdal voru dæmdir í eins til fimm ríkisdala sekt fyrir kjafthátt við yfirvald sitt.
Hamrahlíð var í Lágafellssókn. Fyrrnefnd Guðrún var eitt síðasta dæmið um að vandalausum Mosfellingi var komið fyrir á heimili gegn greiðslu. Það var árið 1935. Á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var um haustið, upplýsti oddviti að „Guðrún Jónsdóttir hefði verið sögð til sveitar frá 1. júní þ. árs og hefði hann komið henni fyrir hjá Hjalta Þórðarsyni bónda á Æsustöðum fyrir kr. 50.000 á mánuði.
Hamrahlíð var þá komið í eyði fyrir löngu, en hún var á níræðisaldri er hér var komið við sögu. Guðrún lést árið síðar og var borin til grafar að Mosfelli þótt engin væri þar kirkjan. Tími sveitarmeðlima var liðinn en í fórum Guðrúnar Jónsdóttur fannst silfurkaleikur kirkjunnar að Mosfelli sem hafði verið jöfnuð við jörðu á horfinni öld. Helgigripnum var skilað til síns heima og prýðir nú Mosfellskirkju hina nýju. Eftir lifir örnefnið „Guddulaug“ við Köldukvísl neðan við Gljúfrastein. Innansveitarkronika er sérkennileg blanda af sagnfræði og skáldskap og einstök meðal verka skáldsins. Efniviðurinn er sóttur í Mosfellssveit og byggir m.a. á deilu sem varð vegna kirkjumála í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld. Þá náði sveitin niður að Elliðaám og kirkjur voru í Gufunesi og á Mosfelli. Kirkjuyfirvöld ákváðu hins vegar að leggja þær niður og byggja nýja kirkju miðsvæðis í sveitinni, að Lágafelli. Ekki voru allir hrifnir af þessum ákvörðunum, einkum var mikil andstaða í Mosfellsdal gegn niðurrifi Mosfellskirkju sem var alls ekki gömul bygging, byggð 1852.
Ákvörðun yfirvalda varð ekki hnekkt, Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og sama árið reis Lágafellskirkja af grunni. Hins vegar skiluðu einstakir gripir kirkjunnar sér ekki, menn söknuðu bæði kaleiks og kirkjuklukku sem var ævaforn. Kaleikurinn fannst, sem fyrr sagði, í fórum vinnustúlkunnar Guðrúnar Jónsdóttur, en klukkan var geymd að Hrísbrú í tæp 80 ár.
Í byrjun 20. aldar var þjóðvegur lagður ofan við Hamrahlíð. Árið 1957 gerði Skógræktarfélag Mosfellsbæjar samning við eigendur Blikastað um skógrækt í norðurhlíðum Úlfarsfells. Skógræktarreiturinn var nefndur Hamrahlíð til heiðurs smábýlinu skammt neðar, rétt ofan við mýrardrögin ofan Korpúlfsstaða.
Í Mosfellsveit var fjörugróður nýttur til beitar á fyrri öldum. Á bænum Eiði, sem stóð skammt frá Geldinganesi, var „Sölvafjara gagnvænleg til heimamanna brúkunar og þó óhæg mjög fyrir klúngri og klettum. ..Marálmur nokkur, …brúkast til að bjarga peningi í heyjaskorti.“ Nafnið fékk bærinn af eiðinu milli lands og Geldingarness. Geldinganes er tengt landi með eiði þessu og var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi svo sem síðar er getið. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan. Er nafnið þannig tilkomið.
Klaustur var stofnað í Viðey árið 1225 eða 1226. Ekki liðu mörg ár frá stofnun Viðeyjarklausturs þar til að það tók að leggja undir sig bújarðir í grennd eyjarinnar. Tíu árum eftir stofnun þess hafði það eignast fimm jarðir og voru tvær þeirra í Mosfellsveit. Alls eignaðist Viðeyjarklaustur 28 jarðir í Mosfellsveit áður en yfir lauk, og gáfu þær af sér um fjórðung af tekjum þess. Eiði (1313) var ein þeirra. Svonefndar fóðurkvaðir voru miklar á smábýlin. Átti bóndinn t.d. að láta klaustrinu í té helming af heyjum sínum. Árið 1704 voru þrjú kúgildi að Eiði. Skúli fógeti Magnússon settist að í Viðey um miðja 18 öld og lagði tilað spítali, sem þar var, yrði fluttur þaðan í Gufunes. Jörðin Eiði var þá, ásamt fleiri nálægum jörðum (Brandskot, Hólkot, Fjóskot og Helguhjáleiga) lögð undir spítalann. Eiði var notað til að ala kvikfé sem æti handa fálkum. Um miðja 18. öld var þar tvíbýli. Býlið var smátt og bústofninn lítill, hús voru gluggalaus, þiljulaus og allslaus að innan.
Enn má sjá í tóftum Eiðis útlínur býlisins. Því fylgja og aðrar búsetuminjar líkt og gerðist á nágrenninu, einkum á Blikastaðanesi. Þar má enn sjá bæði leifar sjóbúða, verslunar og gerðist frá fyrri tíð.
Í Blikastaðansi eru minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum. Þar eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á nesinu. Rústirnar eru grjóthlaðnar leifa sjóbúða og jafnvel verslunarstaðar fyrrum.
Sjóslys voru tíð fyrr á öldum. „Þann 15. maí 1776 drukknaði Árni Ánason frá Eiði út af Seltjarnarnesi og var jarðsettur í Neskirkjugarði. Á 3. áratug 20. aldar hugðu Reykvíkingar á landvinninga í Mosfellshreppi. Árið 1924 eignaðist Reykjavíkurborg jarðirnar Gufunes, Knútskot (innst í Grafarvogi) og Eiði. Kaupverðið var 150 þúsund krónur. Árið 1943 voru jarðirnar færðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur með lögum nr. 52, 14. apríl. Þá voru einnig jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnehreppi lagðar r af smáhýsum og görðum. engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði.
undir Reykjavík.
Brautryðjendur í rekstri áætlunar- og flutningabíla í Mosfellssveit voru Víglundur Pálsson og Karl (1903-1975) bróðir hans. Þeir voru frá bænum Eiði í Mosfellshreppi til 1923, en búskapur lagðist þar af um svipað leyti.“
Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 23, 73, 77, 78, 103, 105, 109, 122, 123, 132, 140, 156, 169, 174, 186.